Tuesday, June 30, 2009

Fim - leikir + æfing!

Sælir.

Rólegir - leyfi ekki gamla að blogga tvisvar í röð - samt mjög sáttur með kallinn. Vona líka að menn hafi tekið vel á því í dag.

En það er stutt á milli leikja - eigum tvo leiki v ÍR á morgun á heimavelli. Þeir sem ekki keppa mæta á hressa æfingu - svo er síðasti leikurinn v ÍR á mánudaginn. En svona er planið:

- A lið v ÍR - Mæting kl.16.00 niður í Þrótt - Keppt frá kl.17.00 - 18.15:

Hörður Sævar - Vésteinn Þrymur - Andri Már - Anton Orri - Arnar P - Árni Þór - Birkir Már - Daði - Daníel L - Elvar Örn - Jovan - Jón Konráð - Jónas Bragi - Njörður - Páll Ársæll - Sveinn Andri.

- Blið v ÍR - Mæting kl.17.20 niður í Þrótt - Keppt frá kl.18.20 - 19.35:

4-5 leikmenn úr A leiknum + Kristófer Karl - Andrés Uggi - Bjarni Pétur - Hörður Gautur - Jón Kaldal - Logi - Þorkell - Birkir Örn - Björn Sigþór - Brynjar - Bjarki L - Þorsteinn Eyfjörð.

- Æfing hjá öllum öðrum - Suðurlandsbraut - kl.15.0o - 16.30.

Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
Sjáumst þvílíkt ferskir á morgun - við ætlum að gera aðeins betur en síðast, klárt.
Ingvi - Teddi og Sindri.

- - - - -

Númer!

Jamm.

Nú erum við nánast kominn með öll númer. Þeir leikmenn sem eiga eftir að láta okkur vita gera það vinsamlegast sem fyrst - helst hér í commentakerfinu. Ok sör.

- - - - - -

1: Kristófer Karl og Kári.
2: Gunnar Reynir.
3: Bjarni Pétur.
4: Árni Þór og Anton Orri og Arnar P.
5: Jökull Starri og Jón Kaldal.
6: Páll Ársæll.
7: Björn Sigþór.
8: Jovan.
9: Birkir Örn.
10: Brynjar og Nizzar og Breki og Sigurður Þór.
11: Birkir Már og Ólafur Guðni og Hörður Gautur.
12: Marteinn Þór.
13: Logi.
14: Kristjón Geir.
15: Stefán Pétur og Sölvi.
16: Elvar Örn.
17: Njörður.
18: Viktor Snær.
19: Daníel L og Snorri Fannar (eftir að máta).
20: enginn.
21: Aron Brink.
22: enginn.
23: Andri Már og Daníel Þór.
24: Skúli
25: enginn.
26: Þorkell.
27 - 31: engin.
32: Þorsteinn Eyfjörð (eftir að máta).
33: Andrés Uggi.
34 - 38: engin.
39: Pétur Jökull.
40 - 76: engin.
77: Hallgrímur Snær (eftir að máta).
78 - 98: engin.
99: Hörður Sævar.

Eftir að (máta og!) fá ykkar tölu: Vésteinn Þ - Ýmir H - Benjamín - Erlendur - Sigurjón - Aron Bjarna - Bjarki L - Daði - Guðmundur - Jakob G - Jónas B - Jón Konráð - Pétur Jóhann - Sveinn Andri - Þorsteinn Gauti.

Monday, June 29, 2009

Miðvikudagur!

Sælir félagar
-
Núna verður sennilega eina færslan sem að þið skiljið og er ekki skrifuð með einhverjum slettum sem að enginn skilur.
-
Vill minna ykkur á að það er leikur hjá mfl.kv í dag. Þróttur vs. sindri kl 20:00 á Valbjarnavelli.
-
Nú er bara að mæta og styðja stelpurnar (sem eru miklu sætari en strákarnir) sem eru komnar með 9 stig og eru búnar að skora 13 mörk í 5 leikjum og við erum ekki hættar. 2 leikmenn úr 3.fl.kv eru í byrjunarliðinu, Þórdís í marki og Soffía upp á topp.
-
Heyrið þið planið í dag er hér að neðan og nú er bara að mæta hressir og kátir.
...

- Æfing - Yngra ár - Suðurlandsbraut - kl.15.00 - 16.30.

- Æfing - Eldra ár - Suðurlandsbraut - kl.16.15 - 17.45.
-
Spakmæli dagsins eru:
"Enginn verður óbarinn biskup"
-
Myndband dagsins er:

Áfram Þróttur........
Sjáumst eldferskir,
the coaching staff
ps. hver haldið þið að hafi bloggað ?

- - - - -

Þrið - frí!

Sælir strákar.

Áttum þrjá leiki í dag, mánudag. Niðurstaðan einn sigur, eitt jafntefli og eitt tap:
  • A lið v FH: 3 - 3 (daði 3).
  • B lið v FH: 1 - 6 (andri már).
  • C lið v Grótta: 9 - 2 (gummi 3 - skúli 2 - logi 2 - sigurður þór - pétur jökull).
Erum nokkuð sáttir við vinnuframlag og frammtistöðu manna - en ræðum svo saman um hvað mátti fara betur.

Eftir að hafa aðeins rætt betur við Tedda um vikuna þá ákváðum við að það sé frí á morgun, þriðjudag, og vikan því þannig:

- mán 29: A og B lið v FH + C lið v Gróttu.
- þrið 30: Frí.
- mið 1: Æfing - Suðurlandsbraut - Yngra ár kl.15.00 - Eldra ár kl.16.15. (mfl kvk v Sindra kl.20.00).
- fim 2: A og B lið v ÍR (á heimavelli) + Æfing hjá C liði kl.13.00 á Suðurlandsbraut.
- fös 3: Hjólreiðatúr / Strandblak / Sparkvöllur / Sund - kl.13.00!
- laug 4 + sun 5: Helgarfrí.


Við vorum búnir að auglýsa æfingu á morgun, þannig að "plís" takið sms á félagann og látið vita að það sé frí, svo engin taki fýluferð upp á "sudda". Aftur á móti er virkilega sniðugt að taka létt skokk og svo pott - "checkið" á því ef þið hafið ekkert að gera.

Erum að vinna í skýrslum - Einnig klárast spilastokkurinn (loksins) í vikunni :-)
Sjáumst svo á miðvikudaginn,
Ingvi - Teddi og Sindri.

- - - - -

Ísl mót v FH - mán!

Jamm.

Stutt á milli leikja hjá okkur - FH kom í heimsókn á TBR völl og var mikið barist. Náðum bara að hala inn 1 stigi af 6 - allt um það hér:

- - - - - -
  • Hvaða leikur: A lið v FH í Íslandsmótinu.

Dags: Mánudagurinn 29.júní 2009.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: TBR völlur.

Dómarar: Arnþór F og Dagur í 3.fl - verkefni aðeins of stórt fyrir þá en þeir reyndu þó.
Aðstæður: Gætu ekki verið betri - völlurinn brilliant og veðrið geggjað.

Staðan í hálfleik: 1 - 2.
Lokastaða: 3 - 3.

Mörk: Daði (3).
Maður leiksins: Daði.

Liðið: Hörður Sævar í markinu - Daníel L og Árni Þór bakverðir - Birkir Már og Sveinn Andri miðverðir - Anton Orri fyrir framan vörnina - Jón Konráð og Elvar Örn á köntunum - Jökull Starri og Jovan á miðjunni - Daði einn frammi. Varamenn: Páll Ársæll, Breki, Njörður, Andri Már og Vésteinn Þrymir.

Frammistaða:


- sjá hjá Tedda!

Almennt um leikinn:

- sjá hjá Tedda!

Liðstjóri: Guðbergur (jón konráð).

- - - - -
  • Hvaða leikur: B lið v FH í Íslandsmótinu.

Dags: Mánudagurinn 29.júní 2009.
Tími: kl.18.20 - 19.35.
Völlur: TBR völlur.

Dómarar: Rúnar aðaldómari og Seamus og Stebbi á línunnni - nokkuð góðir í dag.
Aðstæður: Gætu ekki verið betri - völlurinn brilliant og veðrið geggjað.

Staðan í hálfleik: 1 - 3.
Lokastaða: 1 - 6.

Mörk: Andri Már.
Maður leiksins: Breki.

Liðið: Vésteinn Þrymur í markinu - Hörður Gautur og Arnar P bakverðir - Páll Ársæll og Jón Kaldal miðverðir - Njörður aftari miðja - Bjarni Pétur og Breki á köntunum - Þorsteinn Eyfjörð og Andri Már á miðjunni - Björn Sigþór einn frammi. Varamenn: Kristófer Karl, Jónas Bragi, Brynjar, Þorkell og Logi.

Frammistaða:


Vésteinn: Allt í gúddí það sem ég sá.
Hörður: Mikið að gera hjá honum í dag - var á milljón allar sjötíu mínúturnar - vantaði einstaka sinnum að koma sér í stöðu, halda á manninn og bíða eftir aðstoð.
Arnar: Virkilega góð vinnsla - vantaði svo herslumuninn að setja eitt ef ekki tvö á þá í lok seinni.
Palli: Hefðum mátt spila aðeins aftar á þá - garga á línuna - en annars flottur.
Kaldal: Vantaði aðeins upp á kraft í nokkrar sendingar - en vann annars vel og tók allann leikinn.
Njörður: Vann vel á miðjunni það sem ég sá af honum.
Bjarni: Duglegur að fá og vinna boltann, missti hann samt allt of oft frá sér á þeirra vallarhelming.
Breki: Brilliant vinnsla - alltaf að, klassa leikur.
Þorsteinn: Nokkuð solid það sem ég sá af honum.
Andri Már: Barðist vel - nokkuð solid það sem ég sá af honum.
Björn: Margt gott í gangi - hefði átt að setja tvö í seinni - hefði mátt vinna aðeins betur tilbaka - þess vegna niður á okkar teig (
rooney), og muna allt jákvætt.

Kristó: Man ekki alveg nógu vel eftir þeirra mörkum, held að hann hafi lítið getað gert. Áfram flott útspörk, vantar kannski að öskra og stjórna vörninni betur.
Jónas: Alveg súper innkoma - mjög ánægður með hans frammistöðu.
Brynjar: Nokkuð góð barátta á kantinum - duglegur að skýla boltanum - vantaði aðeins upp á að koma honum betur frá sér.
Þorkell: Oft séð hann betri - kom kannski kaldur inn á! En vann á er leið á leikinn.
Logi: Leikur nr.2 í dag - það sást aðeins. En var að gera sitt besta.


Almennt um leikinn:

Í raun var þetta "one of those games" þar sem allt fór inn hjá þeim en ekkert gekk hjá okkur fyrir framan þeirra mark. Og ef þetta á við eitthvað lið þá á það við um FH (líka í meistaraflokknum). Þeir bara klára sín færi, ekkert flóknara en það.

Við vorum samt ekki að dekka nógu vel og klára okkar menn. Sérstaklega fóru þeir auðveldlega upp hægri kantinn sinn. Og oft vantaði að halda betur, snúa þannig að við beinum þeim að aðstoðinni okkar (t.d. að næsta miðjumanni).

Við duttum smá í "gefast upp pakkann" - við vorum ekki að berjast nóg allir 11 inn á, en þrátt fyrir það vorum við að fá færi í seinni hálfleik, sem við vorum algjörir aular að nýta ekki.

Mér fannst vanta meiri samvinnu og meiri tal, það að við ætluðum að berjast saman og hjálpa næsta félaga. Það er alveg á hreinu að ef við skynjum einhverja neikvæðni inn á vellinum og að einhver detti í að skamma og pirrast þá verður hann ekki inn á vellinum. Við hljótum alltaf að geta djöflast og gert okkar besta, þótt við lendum á móti góðu liði og að sendingar og fleira gangi ekki upp hjá okkur, þaggi!

Nú er bara að bretta upp ermarnar, ÍR er er næst - þó nokkrir leikmenn þurfa að sýna okkur betri frammistöðu en í dag, það er klárt mál.

Liðstjóri: Guðbergur (jón konráð).

- - - - -

Ísl mót v Grótta - mán!

Jamm.

Annar sigurleikurinn í röð hjá C - mættum klárir til leiks í dag og sóttum vel á Gróttumenn - niðurstaðan öruggur sigur - allt um hann hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: C lið v Grótta í Íslandsmótinu.

Dags: Mánudagurinn 29.júní 2009.
Tími: kl.16.00 - 17.15.
Völlur: Gróttu gervigras.

Dómarar: Dómaratríó sem slapp alveg, yfirdómarinn hefði mátt vera aðeins meira á tánum!
Aðstæður: Veðrið gott og gervigrasð svo sem gott, en samt ... gervigras!

Staðan í hálfleik: 4 - 1.
Lokastaða: 9 - 2.

Mörk: Gummi 3 - Skúli 2 - Logi 2 - Sigurður Þór - Pétur Jökull.
Maður leiksins: Marteinn Þór.

Liðið: Hallgrímur í markinu - Marteinn Þór og Sölvi bakverðir - Ýmir Hrafn og Andrés miðverðir - Ólafur Guðni fyrir framan vörnina - Skúli og Logi á miðjunni - Nizzar og Siggi á köntunum - Gummi einn frammi. Varmenn: Pétur eldri, Pétur yngri, Kristjón og Kári.

Frammistaða:


Hallgrímur: Fín frammistaða í dag.
Marteinn: Virkilega fastur fyrir - og vann eins og hestur allann leikinn.
Sölvi: Flottur í bakverðinum - vinnslan í lagi, ein og ein sending sem klikkaði í seinni - en yfir höfuð flottur.
Andrés: Nokkuð solid frammistaða.
Ýmir: Vantaði aðeins upp á talið í miðverðinum - en annars solid frammistaða.
Óli: Vantaði að vera með í boði fyrir vörnina - en annars fín barátta og dugnaður.
Skúli: Mjög solid í dag, flottar sendingar innfyrir og stakk sér oft sjálfur - og setti audda tvö.
Logi: Mjög góður í dag, barðist vel, pínu pirraður á köflum - en annars í fínum málum.
Nizzar: Fínn leikur í dag - sérstaklega í seinni.
Siggi: Komst trekk í trekk í gegn í fyrri - upp í horn - vantaði aðeins upp á að koma boltanum betur fyrir - en annars flottur - klassa mark.
Gummi: Þrenna í dag - og hefði í raun átt að setja þrjú í viðbót - klassa leikur.

Pétur Jökull: Ágætis innkoma - var hættulegur í boxinu, hefði átt að setja alla veganan eitt mark í viðbót.
Pétur Jóhann: Virkilega hraður og hættulegur á kantinum - meira af þessu takk.
Kristjón: Brilliant vinnsla á miðjunni.
Kári: Passa að vera alltaf vel á tánum ef boltinn fer of langt í gegn - gerði það vel tvisvar sinnum, og allt annað var í lagi í dag.


Almennt um leikinn:

Þrátt fyrir að sækja hratt og vel á þá og vera sterkari aðilinn þá voru nokkrir hlutir sem við hefðum mátt gera betur. Kannski var það grasið sem gerði það að verkum að "touchið" hjá mönnum var ekki gott og misstum við boltann of oft, móttökur voru ekki nógu spes og fullt af sendingum fórum forgörðum.

En það batnaði samt. Við náðum að spundra vörninni þeirra upp trekk í trekk - flottar sendingar frá Skúla inn á svæðið til Sigga.

Vantaði aðeins að fara beint út á kant þegar við unnum boltann, viljum allt of oft fara beint upp miðjuna. Vantaði líka aðeins fleiri skot.

Vörnin var frekar "solid" í dag - Marteinn og Sölvi áttu sérlega góðan dag í bakverðinum - Halli og Kári voru flottir í rammanum og menn áttu almennt fínan dag.

Flott að klára þennan leik - næsti leikur er á móti ÍR eftir viku - mætum á allar æfingar fram að honum og klárum hann saman.

Liðstjóri: !!

- - - - -

Sunday, June 28, 2009

Mán; leikir, leikir!

Yess.

Sagði ég ekki 22.30! Djók - Þrír leikir hjá okkur á morgun, mánudag - Eins gott að allir séu klárir. Eigum tvo leiki á heimavelli v FH - og svo einn útileik v Gróttu. Gríðarlega mikilvægt að láta vita ef þið komst ekki eða vitið um einhvern sem er fjarverandi.

En svona er þá planið:

- C lið v Gróttu - Mæting kl.15.15 upp í Seltjarnarnes - keppt frá kl.16.00 - 17.15:

Hallgrímur S - Kári - Daníel Þ - Viktor S - Logi - Andrés U - Ólafur G - Skúli - Pétur Jóhann - Guðmundur - Nizzar - Sölvi - Pétur J - Ýmir H - Sigurður Þór - Kristjón G - Marteinn Þ - Sigurjón.

- A lið v FH - Mæting kl.16.00 niður í Þrótt - Keppt frá kl.17.00 - 18.15:

Hörður Sævar - Vésteinn Þrymur - Daníel L - Birkir Már - Sveinn Andri - Árni Þór - Anton Orri - Elvar Örn - Jökull Starri - Breki - Jovan - Daði - Njörður - Jón Konráð - Andri Már - Páll Ársæll.

- B lið v FH - Mæting kl.17.20 niður í Þrótt, klæða sig í og koma út á völl - Keppt frá kl.18.20 - 19.35:

4-5 leikmenn úr A liðs leiknum + Kristófer Karl - Arnar P - Þorsteinn Eyfjörð - Björn Sigþór - Bjarki L - Jónas Bragi - Brynjar - Þorkell - Hörður Gautur - Jón Kaldal - Bjarni Pétur.

- Meiddir / Ferðalag / Komast ekki: Aron Bjarna - Aron Brink - Birkir Örn - Gunnar Reynir - Stefán Pétur - Þorsteinn Gauti! - Snorri Fannar - Erlendur - Benjamín - Jakob Gabríel - Ómar Þór - Bjarni.

Ok sör. Heyra í mér ef það er eitthvað.
Mæta svo klárir í slaginn.
kv,
Ingvi - Teddi - Sindri.

- - - - -

Sun - mfl: Þróttur v Fylkir!

Sælir strákar.

Massa leikur í kvöld, sunnudag:

Þróttur v Fylkir - Pepsi Deildin - Valbjarnavöllur - kl.19.15.

Vona að allir komist - við þurfum líka að græja boltasækjara, höfum það þannig í kvöld að fyrstu 8 leikmennirnir sem mæta hálftíma fyrir leik við skúrinn á Valbirni klára dæmið, bæði yngra og eldra ár.

Ok sör.
Set svo liðin inn fyrir morgundaginn ekki seinna en kl.21.30 í kvöld.
Berjast,
Ingvi - Tedds - Sindri.

- - - - -

Friday, June 26, 2009

Helgin!

Sælir piltar.

Örstutt og snöggt - helgarfrí skollið á.

Unnum Gróttu í A liðum í dag 4-2 en B liðs leikurinn endaði í 0 - 0 jafntefli - við erum sem sé enn taplausir í A og B í Íslandsmótinu :-) Ítarlegt um leikina um helgina. Svo tókum við líka hressa æfingu í C liðum á "suddanum".

Mánudagurinn verður "busy" hjá okkur því A og B liðið keppa v FH á heimavelli (kl.17.00 og 18.20) en C liðið klárar rimmuna v Gróttu (kl.16.00 á gervigrasi gróttu). Hugsa vel um sig um helgina, undirbúa sig - vona að allir séu heilir og klárir á mán.

Hafið það annars massa gott.
Auglýsi betur mfl leikinn v Fylki á sunnudaginn (boltasækjarar og svoddann).
Pís,
Ingvi, Teddi og Sindri (alveg kominn tími að hann láti sjá sig).

- - - - -

Ísl mót v Grótta - fös!

Jamm.

Það var komið að fyrstu leikjum eftir æfingaferðina - niðurstaðan einn sigur og eitt jafntefli - hefðum átt að klára B liðs leikinn líka en þrátt fyrir fullt af færum vildi boltinn ekki inn - allt um leikina hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: A lið v Gróttu í Íslandsmótinu.

Dags: Föstudagurinn 26.júní 2009.
Tími: kl.15.30 - 16.45.
Völlur: Gróttu gervigras.

Dómarar: Ungt en ágæt dómaratrío sem gerði sitt besta.
Aðstæður: Mjög hlýtt í veðri - og gervigrasið nokkuð gott.

Staðan í hálfleik: 1 - 2.
Lokastaða: 2 - 4.

Mörk: Daði 2 - Stefán Pétur - Elvar Örn.
Maður leiksins: Anton Orri.

Liðið: Hörður Sævar í markinu - Daníel L og Árni Þór bakverðir - Birkir Már og Sveinn Andri miðverðir - Anton Orri fyrir framan þá - Breki og Elvar Örn á köntunum - Jökull og Jovan á miðjunni - Daði einn frammi. Varamenn: Páll Ársæll, Njörður, Stefán Pétur og Andri Már.

Frammistaða:


- sjá hjá Tedda!

Almennt um leikinn:


- sjá hjá Tedda!

Liðstjóri: Bjarni (andri már).

- - - - -
  • Hvaða leikur: B lið v Gróttu í Íslandsmótinu.

Dags: Föstudagurinn 26.júní 2009.
Tími: kl.16.45 - 18.00.
Völlur: Gróttu gervigras.

Dómarar: Annað nokkuð gott dómaratríó.
Aðstæður:
Mjög hlýtt í veðri - og gervigrasið nokkuð gott.

Staðan í hálfleik: 0 - 0.
Lokastaða: 0 - 0.

Mörk: - - - -
Maður leiksins: Jónas Bragi.

Liðið: Kristófer Karl í markinu - Hörður Gautur og Birkir Örn bakverðir - Palli og Þorkell miðverðir - Björn Sigþór og Arnar á köntunum - Njörður og Jón Kaldal á miðjunni - Andri Már og Stebbi frammi. Varamenn: Andrés Uggi, Aron Brink, Bjarni Pétur, Jónas Bragi, Logi, Bjarki L, Ólafur Guðni og Brynjar.

Frammistaða:


- sjá hjá Tedda!

Almennt um leikinn:

- sjá hjá Tedda!

Liðstjóri:
Bjarni (andri már).

- - - - -

Thursday, June 25, 2009

Fös - leikir + æfing!

Jamm.

Sorrý hvað þetta kemur seint (gömul lumma) - önnur ekki nógu hress rútuferð áðan. Sýndist ég sjá einhverja á leiknum, en kíkið annars á "clippur" af leiknum.

En við erum auðvitað með allan hugann við leikina okkar á morgun - leikur nr.4 í Íslandsmótinu og ætlum við okkur öll stiginn á morgun. Undirbúa sig vel og mæta með allt dót. Æfing hjá þeim sem ekki keppa - hér er planið:

- A lið v Gróttu - Mæting kl.14.30 í Íþróttahúsið út á Seltjarnarnesi - keppt frá kl.15.30 - 16.45:

Hörður Sævar - Daði - Sveinn Andri - Daníel Levin - Birkir Már - Árni Þór - Anton Orri - Elvar Örn - Jökull Starri - Jovan - Njörður - Stefán Pétur - Páll Ársæll - Breki - Andri Már.

- B lið v Gróttu - Mæting kl.15.45 í Íþróttahúsið út á Seltjarnarnesi - keppt frá kl.16.45 - 18.00:

Kristófer Karl - Aron Brink - Arnar P - Birkir Örn - Bjarki L - Björn Sigþór - Þorsteinn Eyfjörð - Brynjar - Jónas Bragi - Ólafur Guðni - Andrés Uggi - Bjarni Pétur - Hörður Gautur - Jón Kaldal - Þorkell - Logi.

- Æfing hjá öllum öðrum - Suðurlandsbraut - kl.14.00 - 15.30.

Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
Annars bara bullandi ferskir á morgun,
Ingvi - Teddi - Sindri.

- - - - -

Wednesday, June 24, 2009

Fim!

Sælir meistarar.

Takk fyrir síðast. Vona að menn hafi verið sáttir við ferðina - og hafi notað það sem var eftir að deginum að slaka á og jafna sig (gleymdi að minna fólk að kíkja niður á víkingsvöll að horfa á mfl kvk v hk/víking). Lokaskýrslan er svo klár hér fyrir neðan þessa færslu.

En það er frí í dag, fimmtudag. Nota daginn vel í slökun og að undirbúa sig undir leikina á morgun, föstudag - en þá er A og B lið v Gróttu á gervigrasinu út á Seltjarnarnesi kl.15.30 og 16.45. Og stefnum á æfingu fyrir þá sem ekki keppa (c lið svo v gróttu á mánudaginn).

Í kvöld er svo leikur hjá Mfl v Keflavík fyrir sunnan (í Kef) - kl.19.15 - Aftur "möst-win", og allur stuðningur auðvitað virkilega vel þeginn.

Alles klar. Set liðin fyrir morgundaginn á bloggið í kvöld, og svo 10 bónusstig ef ég sé ykkur í Keflavíkinni :-)

Laters,
Ingvi, Teddi og Sindri.

- - - - -

Æfingaferðin - lokaskýrsla!

Jamm.

Hérna koma allar tölulegar upplýsingar úr ferðinni. Sé til hvort ég hendi verðlaunum á menn eftir á :-) Vinn svo í að útbúa myndasíðu og klippa stuttmynd.

- Sponsors:

Mjólkursamsalan (MS).
Myllan.
Sláturfélag Suðurlands (
SS).
Ölgerðin (egils).
Ráðlagður Dagsskammtur.
Á Næstu Grösum.

Þökkum þeim virkilega vel fyrir - og höfum þessi fyrirtæki í huga næst þegar við verslum inn :-)

- Fótboltatennis:

Sigurvegarar 1.deildar: Skúli og Jökull.
Sigurvegarar 2.deildar: Palli - Andri Már og Breki.


- Innanhúsmótið:

Riðlakeppnin - riðill 1:

1.sæti: Lið 1 (5 stig og betri markatala): Vésteinn - Elvar - Gunni - Arnar - Andrés
2.sæti: Lið 2 (5 stig): Kári - Árni - Marteinn - Hörður Gautur - Palli
3.sæti: Lið 3 (4 stig): Kristó - Þorsteinn - Ýmir - Nizzar - Bjarni
4.sæti: Lið 4 (1 stig): Óli - Jovan - Snorri - Brynjar - Nonni

Riðlakeppnin - riðill 2:

1.sæti: Lið 5 (9 stig): Hörður S - Njörður - Sölvi - Andri - Aron Brink
2.sæti: Lið 8 (4 stig): Pétur J - Anton - Kristjón - Jökull - Stebbi
3.sæti: Lið 6 (3 stig):
Halli - Birkir Már - Logi - Björn - Þorkell
4.sæti: Lið 7 (1 stig): Birkir Örn - Daníel L - Siggi - Skúli - Breki

Úrslitakeppni A:

1.sæti: Lið 8 (7 stig):
Pétur J - Anton - Kristjón - Jökull - Stebbi
2.sæti: Lið 5 (6 stig): Hörður S - Njörður - Sölvi - Andri - Aron Brink
3.sæti: Lið 1 (2 stig): Vésteinn - Elvar - Gunni - Arnar - Andrés
4.sæti: Lið 2 (1 stig): Kári - Árni - Marteinn - Hörður Gautur - Palli

Úrslitakeppni B:

5.sæti: Lið 3 (5 stig):
Kristó - Þorsteinn - Ýmir - Nizzar - Bjarni
6.sæti: Lið 6 (4 stig): Halli - Birkir Már - Logi - Björn - Þorkell
7.sæti: Lið 4 (3 stig): Óli - Jovan - Snorri - Brynjar - Nonni
8.sæti: Lið 7 (2 stig): Birkir Örn - Daníel L - Siggi - Skúli - Breki

- Leikirnir:

Yngra ár: 0 - 5 .

Liðið: Kristófer Karl í markinu - Marteinn Þór og Ýmir Hrafn bakverðir - Þorkell og Andrés miðverðir - Nizzar og Sölvi á köntunum - Breki og Kristjón Geir á miðjunni - Jón Kaldal fyrir framan þá - Bjarni Pétur einn frammi. Varamenn: Hallgrímur Snær, Kári, Snorri Fannar, Logi, Hörður Gautur, Sigurður Þór og Pétur Jökull.

Maður leiksins: Breki.

Eldra ár: 1 - 2 (elvar örn).

Liðið - fyrri hálfleikur: Hörður Sævar í markinu - Daníel L og Anton bakverðir - Birkir Már og Árni miðverðir - Björn Sigþór og Arnar á köntunum - Elvar og Njörður á miðjunni - Jovan fyrir framan þá - Stebbi einn frammi.

Liðið - seinni hálfleikur: Vésteinn í markinu, Birkir Örn og Skúli (daníel l) bakverðir - Jökull og Palli miðverðir - Aron Brink og Brynjar á köntunum - Ólafur Guðni og Þorsteinn (elvar) á miðjunni - Andri fyrir framan þá - Jovan fremstur (stebbi).

Maður leiksins: Jovan.

- Utanhúsmótið:


1.sæti: Lið 5 (12 stig): Palli - Stebbi - Skúli - Pétur - Snorri - Birkir Már og Arnar.
2.sæti: Lið 4 (9 stig og átti einn leik eftir): Andrés - Andri - Njörður - Kristófer - Brynjar og Siggi.
3.sæti: Lið 2 (9 stig): Daníel L - Bjarni - Þorsteinn - Marteinn - Nonni - Logi og Hörður S.

4.sæti: Lið 6 (6 stig): Björn - Brink - Sölvi - Halli - Elvar - Breki og Birkir Örn.
5.sæti: Lið 3 (3 stig og átti einn leik eftir):
Árni - Hörður Gautur - Vésteinn - Anton - Ýmir og Nizzar.
6.sæti: lið 1 (3 stig): Jökull - Jovan - Kristjón - Óli - Kári - Þorkell og Teddi (í síðasta leiknum).

- Númer:

1: Kristófer Karl og Kári - 2: Gunnar Reynir - 3: Bjarni Pétur - 4: Árni Þór og Anton Orri og Arnar P - 5: Jökull Starri og Jón Kaldal - 6: Páll Ársæll - 7: Björn Sigþór - 8: Jovan - 9: Birkir Örn - 10: Brynjar og Nizzar og Breki og Sigurður Þór - 11: Birkir Már og Ólafur Guðni og Hörður Gautur og Þorkell - 12: Marteinn Þór - 13: Logi - 14: Kristjón Geir - 15: Stefán Pétur og Sölvi - 16: Elvar Örn - 17: Njörður - 18: engin (ótrúlegt) - 19: Daníel L og Snorri Fannar (eftir að máta) - 20: engin - 21: Aron Brink - 22: engin - 23: Andri Már - 24: Skúli - 25 - 31: engin - 32: Þorsteinn (eftir að máta) - 33: Andrés Uggi - 34 - 38: engin - 39: Pétur Jökull - 40 - 76: engin - 77: Hallgrímur Snær (eftir að máta) - 78 - 98: engin - 99: Hörður Sævar - 0: engin (held líka að það megi ekki). Eftir að (máta og!) ákveða tölu: Vésteinn Þrymur og Ýmir Hrafn.

- Kosningar:


Skrýtnasta nammi-comboið: Pétur Jökull (egils orka og ostapopp).
Mesta draslið: Kristjón uppi á sviði.
Þreytastur á morgnanna: Stebbi.
Besta dýnan: Birkir Örn og Björn Sigþór.
Versta dýnan: Skúli.
Versta tannkremið: Sölvi og Kári.
Rataði best: Njörður.
Afmælisbarn ferðarinnar: Skúli.
Lengst í kafi: Stebbi.
"Ljótasta" skýlan: Björn Sigþór.
Elsti þjálfarinn: Teddi.
100 í "einn inn í": Siggi Þór.
Lag ferðarinnar: Jai Ho.

Vona að við séum ekki að gleyma neinu.
Takk aftur fyrir ferðina, nettirþéttir (á ekki að vera bil sko).

Ingvi og Teddi.

- - - - -

Æfingaferðin - day 3!

Yess.

Vöknuðum um kl.9 - misferskir - en ákváðum að "slaufa" útihlaupinu (aftur) en borðuðum góðan morgunmat og vorum mættir út á völl kl.10.00. Veðrið snilld í dag og fannst mér á flestum að þeir hefðu verið til í ferðin væri fram á kvöld.

Eftir æfingu skelltum okkur svo í sund og beint í grillsoðnar pullur. Eftirmatur svo á sínum stað og loks beint í tiltekt, þar sem menn voru mis "handy" eins og gengur og gerist - en þetta hafðist og var heimferðin bara "nice".

Virkilega flott ferð í alla staði - hefðum vissulega viljað fara í fleiri hluti en verðum bara að færa þá yfir á æfingarnar í sumar og/eða í haustferðina í sept :-)

Er að vinna að einni færslu í viðbót varðandi ferðina (allar tölur og "svoddann"). Annars þökkum við ykkur kærlega fyrir flotta ferð, svo sannarlega klassa flokkur á ferðinni.

J-HÓ,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Æfingaferðin - day 2!

Jó.

Dagur tvö að kveldi kominn - ansi vel heppnaður dagur þrátt fyrir tvö töp! Já, yngra árið spilaði fyrri leikinn í dag á móti sterku liði heimamanna. Hugsanlega einhver þreyta í mannskapnum, og jafnvel hið margfræga vanmat. Höfum oft séð strákana spila mun betur og niðurstaðan 5-0 tap.

Eldra árið átti aðeins betri leik að þessu sinni - þar var staðan samt 2-0 okkur í óhag í hálfleik þrátt fyrir fína takta. Nánast nýtt og ferskt lið kom svo inn á í hálfleik og náði að setja mark um miðjan hálfleikinn - og lág svo í sókn það sem eftir var. En allt kom fyrir ekki og niðurstaðan 2-1 tap (með marki frá Elvari Erni).

Dagurinn var annars góður, byrjuðum á hörku morgunæfingu þar sem Teddi missti sig í boot camp æfingum. Seinni æfingin var svo innahúsmót þar sem einnig var tekið vel á því. 8 liða mót þar sem allir úrslitin réðust í síðasta leik.

Duttum svo í sund, átum "eins og ljónið", horfðum á imbann, töluðum við heimasætur, fórum á Gallery Pizza og loks kláruðum við nammið í sjoppunni.

Strákarnir annars mjög hressir og skemmtilegir - umgengnin sleppur en það fer væntanlega einhver tími í tiltekt á morgun.

Klikka aftur á myndum - set sérstaka myndasíðu í vinnslu þegar við komum heim.
Heimkoma væntanlega um 3 á morgun, eftir skokk, morgunmat, æfingu, sund og hádegismat.

Sjáumst hress,
Hvolsvallarcrewið.

- - - - -

Monday, June 22, 2009

Æfingaferðin - day 1!

Já.

Þráðlaust net í félagsheimilinu Hvoll og alles. Fyrsti dagurinn að enda kominn. Piltarnir annað hvort að sofna yfir "ræmu" eða skoða stelpurnar! Djók, sumir meir að segja enn í boltaleikjum úti í "góða veðrinu"!

Áðurnefnt veður svona "semi" í dag - var samt fínt framan af - tókum langa og góða æfingu eftir rútuferðina, skelltum okkur svo í sund áður en haldið var heim í lasagne veislu. Eftir mat og smá spjall hjá Teddanum var haldið út á tún í smá kýló og fótboltatennis.

Held að nánast allir strákarnir hafi komið með bakkelsi með sér - bara glæsilegt. Þórir (sigurður þór) kíkti meir að segja með "re-fil" á bakkelsið - Gæddum okkur svo á ýmsu góðgæti rétt áðan (en ingvi bara í gulrótunum að vanda en teddi missti sig í muffinsáti).

Flottur dagur, nú er bara að bursta tennur og taka eina góða draugasögu :-)

Setjum inn myndir á morgun,
Kveðja að austan,
ingvi, teddi, kaldal, tóti og the boys.

- - - - - *

Sunday, June 21, 2009

Mán - æfingaferð!

Sælir félagar.

Allt að verða klárt fyrir ferðina - þurfum bara að klára FH í kvöld í mfl, pakka (mjög skipulega og smátt) og svo panta gott veður næstu þrjá daga :-)

Þeir sem ekki fengu bækling á föstudaginn geta sótt hann hér (til hliðar á blogginu) - og einnig hér (af þróttarasíðunni - flottari).

- Eftirtaldir eru skráðir í ferðina:

Yngra árið (19): Andrés Uggi - Bjarni Pétur - Breki - Hallgrímur Snær - Hörður Gautur - Jón Kaldal - Kári - Kristjón Geir - Kristófer Karl - Logi - Nizzar - Pétur Jökull - Sigurður Þór - Sölvi - Ýmir Hrafn - Þorkell - Marteinn Þór – Sigurjón – Snorri Fannar.

Eldra árið (23): Andri Már - Anton Orri - Aron Brink - Arnar P - Birkir Már - Brynjar - Björn Sigþór - Daníel L - Elvar Örn - Gunnar Reynir - Hörður Sævar - Jovan - Njörður - Ólafur Guðni - Páll Ársæll - Stefán Pétur - Þorsteinn Eyfjörð - Daði - Vésteinn Þrymur - Árni Þór – Skúli - Birkir Örn - Jökull Starri.


- Eftirtaldir komast ekki með, bara klárir næst (14): Aron Bjarna - Jón Konráð - Sveinn Andri – Benjamín - Daníel Þór – Viktor Snær – Bjarni – Ómar Þór – Jónas Bragi - Jakob Gabríel - Bjarki L - Þorsteinn Gauti - Pétur Jóhann.

Ok sör.
Heyrið í okkur ef það er eitthvað (bjallið í tedda í dag en mig í fyrramálið)!

Sjáumst hressir í fyrramálið.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Friday, June 19, 2009

Helgin!

Sælir tappar.

Flottur dagur - unnum fínan sigur á FH í C liðum og vonandi klassa æfing hjá gamla.

Það er skollið á helgarfrí - mæli með að menn "tani" aðeins, skelli sér á "the hangover" og slaka svo vel á með "fammelíunni".

Ég vona að allir hafi fengið bæklinginn með öllum upplýsingum um æfingaferðina. Veit ekki hvort ég nái að "festa" hann hérna á blogginu eða á þróttarasíðunni. Þeir sem fengu hann ekki geta nálgast hann niður í Þrótti á morgun, laugardag. Skal setja nokkur eintök hjá húsverðinum.

Annars er bara mæting kl.12.30 niður í Þrótt á mánudaginn. Vona að allir sem skráðu sig eru klárir, alls 41 leikmaður. Og ef einhverjir vilja bætast við þá bara hafa samband um helgina. Eins ef það eru einhverjar spurningar.

Minni loks á FH v Þróttur í Pepsi deildinni á sunnudag kl.19.15 í Kaplakrika.

Sjáumst svo bullandi ferskir á mánudaginn,
Ingvi, Teddi og Sindri.

- - - - -

Ísl mót v FH - fös!

Yess yess.

Mætum þvílíkt klárir til leiks í dag tilbúnir að breyta um gír síðan í síðasta leik. Niðurstaðan flottur sigur - allt um hann hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: C lið v FH í Íslandsmótinu.

Dags: Föstudagurinn 19.júní 2009.
Tími: Kl.16.00 - 17.15.
Völlur: TBR völlur.

Dómarar: Jónas og Bjarmi - flottir, en hefðu mátt vera aðeins ákveðnari í lokinn.
Aðstæður: Veðrið snilld og völlurinn snilld.

Staðan í hálfleik: 3 - 0.
Lokastaða: 4 - 2.

Mörk: Daníel Þór - Brynjar - Sigurður Þór - Logi.
Maður leiksins: Daníel Þór.

Liðið: Kristófer Karl í markinu - Ýmir Hrafn og Birkir Örn bakverðir - Andrés Uggi og Þorkell miðverðir - Ólafur Guðni fyrir framan vörnina - Sigurður Þór og Daníel Þór á köntunum - Skúli og Viktor Snær á miðjunni - Brynjar frammi. Varamenn: Guðmundur, Logi og Kristjón.

Frammistaða:


Kristófer: Flott að fá hann aftur - fínn leikur - snilldar útspörk og vel á tánum allann leikinn. 0
Ýmir: Þrátt fyrir að missa manninn sinn í gegn 2-3 sinnum þá átti hann fanta leik - náði manninum undantekningarlaust aftur - flott barátta og klassa leikur.
Þorkell: Massa leikur - styrkti vörnina feiknavel.
Andrés: Prýðilegur leikur - barðist vel að vanda og stjórnaði vörninni vel ásamt Kela.
Birkir Örn: Veit ekki hvort það hafi verið hvítu sokkarnir eða hvítu stullurnar sem gerðu það að verkum að kallinn átti einn sinn besta leik í langan tíma - virkilega sáttur með hann. Klassa barátta sem endaði líka í næstum í handleggsbroti :-/
Siggi: Mun betri en í síðasta leik - flottar staðsetningar og óheppinn að klára ekki fleiri færi. Góður leikur.
Daníel: Massíft hættulegur á kantinum - fór þvílíkt oft í gegn, skaut sjálfur eða sendi hann fyrir trekk í trekk.
Viktor: Flottur þanngað til hann þurfti að fara af velli meiddur.
Óli: Klassa vinnsla á miðjusvæðinu í fyrri - vantaði að skila sér betur í seinni.
Skúli: Game nr.2 hjá kallinum - fín frammistaða - vinnslan öll að koma - góður leikur.
Brynjar: Mun betri frammistaða en í stjörnuleiknum - miklu meiri vinnsla, halda áfram á þessari leið.

Gummi: Mjög mikið í boltanum en náði ekki að skýla boltanum nógu vel. En sáttur með hann.
Logi: S í kladdann - en kom inn á og gerði sitt, fínn leikur.
Kristjón: Fannst hann ekki alveg á milljón á æfingunni á undan - en þurftum svo á honum að halda í leiknum. Virkilega góð innkoma - tók hall eða brósa á etta og átti miðjuna og tapaði varla einvígi. Skólabókardæmi um að sýna að menn eigi að vera í liðinu.

Almennt um leikinn:

Frá fyrstu mínútu sá maður að við ætluðum að standa okkur og selja okkur dýrt. Menn voru að vanda sig mun meira og allir að leggja sig þvílíkt mikið fram. Menn fóru af meiri hörku í boltann og það skilaði sér.

Við settum mark á þá snemma og vorum ekkert að slaka á - héldum áfram að djöflast og vorum virkilega vel á tánum tilbaka. Enda var staðan 3-0 í hálfleik.

Verð að viðurkenna að ég man ekki nógu vel hvernig mörkin þeirra voru - en algjör klaufaskapur að koma þeim inn í leikinn. Við vorum algjörlega með yfirhöndina og við vitum að augnabliks einbeitingarleysi getur endað í marki hjá andstæðingunum.

Kristófer átti topp leik í markinu - náði alla veganna 3 sinnum að setja menn í gegn með útspörkum og er það ótrúlega sterkt að geta gert það í 4.flokki. Aftur á móti gengur okkur en illa að koma boltanum yfir þeirra öftustu menn og í gegn á kantmenn eða sóknarmenn. Verðum að nýta svæðið sem er fyrir aftan þeirra varnarlínu betur. Förum í það í æfingaferðinni!

En næsti leikur er við Gróttu - setjum strax í gang undirbúning fyrir þann leik. Frammistaða á æfingum segir mikið strákar og það er kominn barátta um stöður í liðinu, þannig á það líka að vera.

Liðstjóri: !!

- - - - -

Tuesday, June 16, 2009

Fös - leikur + æfing!

Yess.

Sorrý hvað þetta kemur seint, var í ansi dapri rútuferð heim af mfl leiknum - ansi slakt að detta út í 32 liða úrslitum :-( En þið voruð nokkuð flottir í dag. Það er vonandi alles klar hjá okkur á morgun, föstudag, einn leikur v FH og æfing hjá öðrum á venjulegum tíma. Einhverjir sem pása í leiknum, en mæta í staðinn ferskir á æfingu. Svona er planið:

- Æfing - Suðurlandsbraut - kl.13.00 - 14.30:

Hörður Sævar - Vésteinn Þrymur - Hallgrímur Snær - Andri már - Anton Orri - Arnar P - Árni Þór - Bjarki L - Birkir Már - Daði! - Björn Sigþór - Daníel Levin - Elvar Örn - Jovan - Jón Konráð - Páll Ársæll - Jónas Bragi - Jökull Starri - Stefán Pétur - Njörður - Þorsteinn Eyfjörð - Þorsteinn Gauti - Breki - Bjarni Pétur - Hörður Gautur - Jón Kaldal - Erlendur - Kristjón Geir - Pétur Jökull - Sigurjón - Sölvi.

- C lið v FH - Mæting kl.15.15 niður í Þrótt - Keppt frá kl.16.00 - 17.15:

Kristófer Karl í markinu - Birkir Örn og Logi bakverðir - Andrés Uggi og Þorkell miðverðir - Ólafur Guðni fyrir framan vörnina - Skúli og Viktor Snær á miðjunni - Sigurður Þór og Daníel Þór á köntunum - Brynjar einn frammi. Varamenn: Guðmundur - Pétur Jóhann - Nizzar - Ýmir Hrafn.

Meiddir / ferðalag: Aron Bjarna - Aron Brink - Sveinn Andri - Gunnar Reynir - Jakob Gabríel - Kári - Benjamín - Ómar Þór - Snorri Fannar - Marteinn Þór - Bjarni.

Heyrið í okkur ef það er eitthvað. Kem með bækling með öllum upplýsingum um æfingaferðina, sem er á mánudaginn. Setja sig í gírinn fyrir hana.

Sjáumst á morgun,
Þjálfarar

- - - - -

Fim!

Jamm.

Vona að menn hafi skemmt sér í dag - alla veganna vorum við flottir í handboltanum.

Æfum í tvennu lagi á morgun, undirbúum okkur undir C liðs leikinn v FH á föstudaginn, svo styttist ansi mikið í æfingaferðina okkar (næsta mán).

- Fim - Æfing - Yngra ár - Suðurlandsbraut - kl.13.00 - 14.30.

- Fim - Æfing - Eldra ár - Suðurlandsbraut - kl.14.00 - 15.30.

Látið okkur vita ef þið komist ekki, eins með föstudaginn.
Um kvöldið á svo mfl leik v Víði Garði í bikarnum - menn hljóta að taka bíltúr (10 mín frá Keflavík) og kíkja á kallinn kl.19.15 :-)

Sjáumst á morgun,
Ingvi, Teddi og já, Sindri.

- - - - -

Mið - 17.júní!

Hey hó!

Fínasta æfing áðan, menn spá samt aðeins í því sem við röbbuðum um: vanda sig við allar æfingar og taka alltaf vel á því - þannig nær maður árgangri.

En það er þjóðhátíðardagurinn á morgun, 17.júní, þannig að við gefum frí á æfingu - skellið ykkur endilega niður í bæ, en minni á að ef við spottum ykkur með candy-floss og "snuddu" þá þýðir það þrek á fimmtudaginn :-/ og þúsund kall að það verður rigning!

Annars er næsta æfing á fimmtudaginn (yngri kl.13.00 og eldri kl.14.00) on the "Sudd".

Sjáumst vonandi niður í bæ á morgun,
kv, Ingvi - GamliGamli og Siddi.




- - - - -

Monday, June 15, 2009

Ísl mót v Stjörnuna - mán!

Jess.

Þriðji leikurinn í Íslandsmótinu var í dag á móti Stjörnunni - prýðilegur fyrri hálfleikur hjá okkur en svo gekk allt upp hjá Stjörnumönnum í seinni hálfleik og niðurstaðan allt of stórt tap. Allt um það hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: C lið v Stjarnan í Íslandsmótinu.

Dags: Mánudagurinn 15.júní 2009.
Tími: Kl.16.00 - 17.15.
Völlur: TBR völlur.

Dómarar: Danni Ben dæmdi og Stebbi og Tryggvi á línunum, mjög nettir.
Aðstæður: Veðrið mjög ljúft og grasið náttúrulega algjör snilld.

Staðan í hálfleik: o - 1.
Lokastaða: 0 - 6.

Mörk: - - - - - -
Maður leiksins: Hallgrímur Snær.

Liðið: Hallgrímur í markinu - Ýmir Hrafn og Logi bakverðir - Andrés Uggi og Birkir Örn miðverðir - Nizzar og Pétur Jökull á köntunum - Daníel Þór og Viktor Snær á miðjunni - Brynjar og Bjarni Pétur frammi. Varamenn: Kári, Sigurður Þór, Pétur Jóhann, Skúli, Gummi, Óli, Sigurjón og Sölvi.

Frammistaða:


Hallgrímur: Virkilega góður í leiknum, flott úthlaup og fórnaði sér í fullt af boltum.
Ýmir Hrafn: Barðist vel eins og vanalega - vantaði meira tal - og að koma upp með í sóknina.
Birkir Örn: Mun betri en í síðasta leik - fór á fullu í allar tæklingar - missti aðeins dampinn í seinni, ásamt fleirum í liðinu.
Andrés Uggi: Sterkur, kláraði sína menn rosalega vel í fyrri - eitthvað minni keyrslan í seinni.
Logi: Ágætis leikur - flott barátta í bakverðinum, hefði mátt fá hann oftar frá markamanni og spila upp kantinn.
Daníel: Barðist vel og átti flotta spretti - en vantaði aðeins upp á nokkrar sendingar.
Viktor: Sama og hjá brósa, margt gott, á milljón í alla bolta - einstaka sending í ólagi.
Nizzar: Endalaust í boltanum, sem var flott, en kom lítið úr því.
Pétur Jökull: Vantaði að fá fleiri bolta á kantinn - en gerði sitt.
Brynjar: Komst ekki nógu mikið inn í leikinn - vantaði meira tal og meiri krosshlaup milli hans og Bjarna.
Bjarni Pétur: Mjög mikið í boltanum og átti fullt af góðum sendingum - en missti boltann samt örugglega jafnoft - eins og ég sagði í hálfleik þá vantaði að losa fyrr, finna mann í lappir og fá boltann aftur.

Kári: Hefði viljað að hann kláraði tvö skot sem enduðu inni - en svo varði hann meistaralega 3-4 sinnum og kom boltanum betur frá sér.
Skúli: Flott innkoma - flottur á miðjunni og bara fínasta mál að fá hann í hóp útispilara :-)
Gummi: Á mjög góðri leið - bara æfa og æfa, finnum svo stöðu sem hentar og þá erum við að tala saman.
Óli: Nokkuð góð innkoma, bara passa að fá ekki boltann yfir sig - barðist vel og kom boltanum vel frá.
Siggi: Vantaði aðeins upp á snerpuna í nokkrum færum - en annars fínar staðsetningar.
Pétur Jóhann: Mjög duglegur á kantinum - en vantaði aðeins upp á sendingarnar inn fyrir.
Sölvi: Flott barátta, fór oft upp kantinn en vantaði kannski að hamra boltann betur inn í - en fínn leikur.
Sigurjón: Var ekki orðinn alveg nógu góður í lærinu og kom fljótlega út af.

Almennt um leikinn:

Allar aðstæður voru sem bestar í dag þegar Stjarnan kom í heimsókn, en þrátt fyrir það náðum við ekki okkar besta leik. Við börðust samt langflestir vel og náðum vel að loka á þeirra bestu menn frammi. 1-0 fyrir þeim í hálfleik og náðum við líka nokkrum ágætum sóknum á þá en náðum ekki alla leið.

Í seinni hálfleik slökuðum við aðeins á, við lokuðum illa á skotin þeirra og þeir skoruðu 2-3 frekar ódýr mörk á okkur. Við þetta duttum við niður á frekar lágt plan, náðum illa að hreinsa boltanum og fengum þá alltaf strax aftur á okkur.

Eins og ég sagði áðan þá náðum við alveg okkar sóknum, óheppnir að ná ekki að setja neitt mark á þá - vantaði herslumuninn inni í teig. Við unnum líka sárafáa "aðra bolta" - þeir unnu öll fráköst og sóttu svo á okkur.

En mér fannst menn samt ekki detta í neikvæða pakkann, það að skammast og tuða inn á vellinum gerir nákvæmlega ekki neitt fyrir okkur og ég var sáttur að engin datt í þá gryfju. Við hefðum samt mátt djöflast betur síðasta korterið, maður má ekki gefast upp, en ég held að einhverjir gerðu það.

Endilega "stúderið" aðeins ykkar leik - hvað þið hefðuð mátt gera betur og hvort þið getið unnið eitthvað með það á næstu æfingum.

Annars er næsti leikur fljótlega, sem er gott og gerum klárlega betur þá.

Liðstjóri: !!

- - - - -

Þrið!

Jev.

Það var ekki alveg nógu góður bolti sem við buðum upp á í dag á TBR velli - Nokkuð "save" fyrri hálfleikur en getum ekki verið sáttir með seinni hálfleikinn. Spáum aðeins í hvað klikkaði - en svo er það bara næsti leikur. Sýndist svo menn vera vel einbeittir á æfingu hjá gamla.

Þriðjudagur á morgun - ætlum að æfa allir saman, á fyrsta formlega sumaræfingatímanum, og fara skipulega í nokkur atriði:

- Æfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.13.00 - 14.30.

Mætum allir og tökum vel á því - svo frí á sautjánda júní og allir niður í bæ :-)

Slétt vika í æfingaferðina - erum búnir að setja upp gróft plan og heyra í þjálfurunum á staðnum. Það er 41 strákur búinn að skrá sig - ef einhver á eftir að láta okkur vita er hann beðinn um að græja það á morgun, ok sör!

Sjáumst eldhressir á morgun, ég og gamli mætum fáránlega ferskir, beint af salatbarnum!
Kv,
i - t og s.

- - - - -

Sunday, June 14, 2009

Mán - leikur + æfing!

Jó.

Loksins sigur í mfl - vonandi voru menn á leiknum eða að horfa á hann heima í stofu :-) Sekkurinn inn á í lokin og átti meir að segja að setjann!

Alles klar á morgun, C liðið á leik v Stjörnuna (á tbr eða suðurlandsbraut) og svo er æfing hjá öllum öðrum sem ekki keppa. Einhverjir á eldra árinu hefja vinnu á morgun - vona að "vinna fyrir hádegi" planið okkar verði í lagi. Vikuplanið er svo hér fyrir neðan.

En svona lítur þetta út á morgun, mán:

- C lið v Stjörnuna - Mæting kl.15.15 niður í Þrótt- Keppt frá kl.16.00 - 17.15:

Kári - Hallgrímur S - Brynjar - Ólafur G - Birkir Ö - Skúli - Guðmundur - Pétur Jóhann - Andrés Uggi - Viktor Snær - Bjarni Pétur - Logi - Daníel Þór - Sigurður Þ - Sölvi - Pétur Jökull - Sigurjón - Ýmir Hrafn - Nizzar.

- Æfing - Allir aðrir - Suðurlandsbraut - kl.15.00 - 16.30.

Æfum ekki kl.13.00 á morgun, viljum hafa æfinguna og leikinn í "samfloti", einnig upp á vinnuna hjá einhverjum. En í vikunni (og í sumar) verðum við nánast "always" kl.13.00 - ok sör.

Eru ekki allir klárir með sína treyju í leikinn?? Og mæta á réttum tíma með allt dót í tösku.
Heyrið svo í okkur ef það er eitthvað.
Ingvi - Teddi - Sindri.

p.s. vikan:

mán 15: C lið v Stjörnuna kl.16.00 + æfing kl.15.00.
þrið 16: Æfing kl.13.00 (fyrsti heimaleikur mfl kvk kl.20.00).
mið 17.júní: Heyhó jibíjey - frí.
fim 18: Æfing kl.13.00 (bikarleikur hjá mfl kk v víði garði kl.18.00).
fös 19: C lið v FH kl.16.00 + Æfing kl.13.00.
laug 20 og sun 21: frí.
mán 22 - mið 24: æfingaferð.


- - - - -

Thursday, June 11, 2009

Ísl mót v Stjörnuna - fös!

Jamm.

Leikur þrjú í Íslandsmótinu - Stjörnumenn komu í heimsókn og var spilað á "teppinu" á TBR velli - hart barist og niðurstaðan tvö jafntefli - allt um það hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: A lið v Stjarnan í Íslandsmótinu.

Dags: Föstudagurinn 12.júní 2009.
Tími: Kl.16.00 - 17.15.
Völlur: TBR völlur.

Dómarar: Þjálfari Stjörnunar og kallinn sjálfur tókum fyrri - en Heiðar Birnir var svo flottur í seinni.
Aðstæður: TBR völlur eins og teppi og veðrið fáránlega gott.


Staðan í hálfleik:
0 - 2.
Lokastaða: 2 - 2.

Mörk: Jón Konráð - Jovan.
Maður leiksins: Elvar Örn.

Liðið: Vésteinn Þrymur í markinu - Daníel L og Páll Ársæll bakverðir - Birkir Már og Sveinn Andri miðverðir - Anton Orri fyrir framan vörnina - Elvar Örn og Jökull á miðjunni - Jón Konráð og Breki á köntunum - Jovan einn frammi. Varamenn: Árni Þór, Aron Bjarna, Njörður og Stefán Pétur.

Frammistaða:


- slugs, tökum það á okkur!

Almennt um leikinn:

Þvílíkur karakter í lokinn - börðust eins og ljón og hreinlega ætluðum okkur ekki að tapa leiknum - Skólabókardæmi hjá þeim leikmönnum sem komu inn á: mættu ferskir og djöfluðust þvílíkt það sem eftir lifði leiks.

Pínu sofanda háttur hjá okkur í mörkunum sem við fengum á okkur. Vörðumst annars vel í leiknum, fórum í tæklingar, kláruðum okkar mann og vorum mættir í aðstoðina hjá næsta manni.

Vorum að nýta kantana nokkuð vel, sérstaklega hægra megin í fyrri hjá Jóni - pössum að fara alltaf beint út á línu þegar við vinnum boltann.

Annars virkilega flott stig, vinnum svo næsta!

Liðstjóri: Bjarni (aron bjarna).

- - - - -
  • Hvaða leikur: B lið v Stjarnan í Íslandsmótinu.

Dags: Mánudagurinn 12.júní 2009.
Tími: kl.17.20 - 18.35.
Völlur: TBR völlur.

Dómarar: Jónas "reffaði" og Bjarmi og Danni Fern voru á línunum - bara nokkuð góðir.
Aðstæður: Sama og í A liðs leiknum.

Staðan í hálfleik: 1 - 2.
Lokastaða: 2 - 2

Mörk: Jón Kaldal (víti) - Þorsteinn Eyfjörð.
Maður leiksins:
Hörður Gautur.

Liðið: Hörður Sævar í markinu - Þorkell og Hörður Gautur bakverðir - Árni Þór og Jón Kaldal miðverðir - Jóns Bragi fyrir framan vörnina - Bjarki L og Njörður á miðjunni - Arnar P og Andri Már á köntunum - Stefán Pétur frammi. Varamenn: Björn Sigþór, Þorsteinn Eyfjörð, Andrés Uggi, Daníel Þór, Þorsteinn Gauti, Logi og Bjarni Pétur.

Frammistaða:

- Slugs, tökum það á okkur!

Almennt um leikinn:

Fyrri: Við byrjðum leikinn ekki alveg á 100% - Stjarnan var sterkari og náði að komast yfir eftir stungusendingu inn fyrir. Við komum svo aftur, spýttum í lófana og náðum að setja næstu tvö mörk.

Seinni: Einkenndist af smá stressi - við stjórnuðum leiknum en náðu rosalega illa valdi á boltanum og fengum við Stjörnumennina alltaf strax aftur á okkur. Ég veit ekki hve oft við misstum boltann við miðlínu, lélegar móttökur og slakar sendingar. Eitthvað sem við verðum að laga - vera betur á tánum og vita hvað maður ætlar að gera þegar maður fær boltann. En Stjarnan náði að jafna þegar um 20 mín voru eftir af leiknum - langt skot utan að velli. Þeir brenndu líka af víti.

Finnst eins og það vanti stundum upp á dugnaðinn hjá mönnum í þessum B liðs leikjum - megum ekki mæta og vera á hálfu "tempói" - finnst við eiga miklu meira inni - sýnum það
í næsta leik.

Liðstjóri: Bjarni (aron bjarna).

- - - - -

Sun!

Yess.

Síðasti leikurinn við Stjörnuna er á mánudag - þannig að á morgun, sunnudag, er æfing fyrir þá sem keppa þann leik (frí hjá öðrum):

- Æfing - Suðurlandsbraut - kl.12.00 - 13.30: Kári - Hallgrímur Snær - Kristófer Karl! - Jakob Gabríel! - Brynjar! - Ólafur Guðni - Birkir Örn - Skúli - Guðmundur - Pétur Jóhann - Andrés Uggi - Viktor Snær - Bjarni Pétur - Logi - Daníel Þór - Snorri Fannar! - Ómar Þór - Erlendur - Sigurður Þór - Kristjón Geir! - Sölvi - Pétur Jökull - Sigurjón - Ýmir Hrafn - Nizzar.

Endilega smessið á félagann þegar þið sjáið þetta. Held að ég sé ekki að klikka á neinum.

Svo mæta allir um kvöldið á Þróttur v ÍBV í Pepsí deildinni kl.20.00 á Valbirni. Mér vantar 8 trausta leikmenn á eldra ári að standa boltasækjaravaktina - bóka sig í commentakerfinu ef þið eruð lausir (minni á að þetta er sjónvarpsleikur þannig að greiðslan þarf að vera í lagi)! Klárir: Jökull - Jovan - Njörður - Hörður Sævar - Aron Bjarna - Árni Þór + 2 í viðbót!

Svo C liðs leikur v Stjörnuna + æfing á mánudaginn.
Heyrumst,
þjálfarateymið

- - - -

Helgin!

Sælir strákar.

Vorum flottir í dag - jafntefli (2-2) í báðum leikjum. Vinnslukarakter stig í hús í A liðum, en hefðum viljað fá öll stigin í B liðum. En taplausir í báðum liðum eftir þrjá leiki - ætlum okkur klárlega að halda áfram á sömu braut. Skýrslurnar koma (1 krosshlaup fyrir hvert leiðindacomment um það), bara þolinmóðir.

En það er einn leikur eftir við Stjörnuna, C liðið keppir á mánudaginn, þannig að við ætlum að vera með æfingu á sunnudaginn - hún verður einhvern tímann eftir hádegi (auglýsi það betur á morgun). Veit af einhverjum upp í bústað, annars klárir á mánudaginn.

Vona svo að menn hafi það massa gott um helgina. Munið líka Þróttur v ÍBV í Pepsí deildinni á sunnudagskvöld kl.20.00 (þurfum líka að græja boltasækjara á leikinn, spurning hvort að eldra árið taki þennan - höddi eldri fer í að finna 7 netta með sér).

Ó já,
Ingvi (eruði að grínast á dómgæslunni hjá kallinum í fyrri á a), Teddi og Sindri.

p.s. þökkum Elvari aftur fyrir powerade-ið og vonum að hann hafi haft það gott í dag á afmælisdaginn :-)
p.s.3 voru einhverjir með "cameruna" á leikjunum í dag!! Let me know. Set inn eina gamla af höddda jr. hér:



- - - - -

Fös - leikir v Stjörnuna!

Sælir drengir.

Tek á mig seinkunina, það var götugrill í Sigluvoginum!

Flott æfing í dag, greinilegt að menn eru með hugann við komandi leik - eigum Stjörnuna á heimavelli í A og B liðum á morgun (og C lið á mánudaginn). Frí hjá þeim sem ekki keppa, en endilega kíkið á leikina (og hugsanlega æfing á laug). En planið er svona:

- A lið v Stjörnuna - Mæting kl.15.00 niður í Þrótt - Keppt upp frá 16.00 - 17.15:

Vésteinn Þrymur - Anton Orri - Aron Bjarna - Birkir Már - Daníel Levin - Elvar Örn - Jovan - Njörður - Páll Ársæll - Árni Þór - Sveinn Andri - Jón Konráð - Jökull Starri - Stefán Pétur - Breki.

- B lið v Sjörnuna - Mæting kl.16.20 niður í Þrótt - Keppt upp frá 17.20 - 18.35:

Varamenn í A + Hörður Sævar - Andri Már - Arnar P - Björn Sigþór - Jónas Bragi - Bjarki L - Þorsteinn Eyfjörð - Þorsteinn Gauti - Jón Kaldal - Þorkell - Hörður Gautur - Viktor Snær - Daníel Þór - Andrés Uggi - Logi - Bjarni Pétur.

Undirbúa sig vel, borða vel og rétt á leikdag, mæta með allt dót á réttum tíma. Hef því miður ekkert heyrt í sambandi við treyjurnar (þið farið í þau mál í fyrramálið :-)

Sjáumst algjörlega gíraðir í brjálaða baráttu - vinna og dugnaður mun skila okkur góðum úrslitum á morgun, það er bara þannig.
Ingvi - Teddi - Sindri.

- - - - -

Fim!

Ble ble.

Menn væntanlega að sofa út hægri vinstri, komnir í langþráð frí frá skólanum! Vona að eldra árið nái að græja að vinna fyrir hádegi í sumar, þessar vikur sem þeir eru að vinna. Röbbum betur um þetta í dag.

Æfum allir saman, verðum hugsanlega í liðunum í ýmsum leikæfingum:

- Fim - Æfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.15.00 - 16.45.

Svo A og B v Stjörnuna á morgun, föstudag kl.16.00 og 17.20. Og C v Stjörnuna á mánudag. Vona að allir hafi lesið yfir bæklingin sem ég dreifði á þriðjudaginn, spyrjum úr dag :-)

Líf og fjör.
Ingvi - Teddi og Sindri.

- - - - -

Wednesday, June 10, 2009

Mið!

Hellú.

Vorum svona "temmilegir" í gær - grasið var sweet þrátt fyrir að vera aðeins of loðið. Við erum einhvern veginn komnir með 12 netta bolta (hugsanlega einhverja frá 5.fl), en við fáum nýja bolta í vikulok. Tók smá hraun á yngri: þurfum að fá aðeins meiri tempó í alla æfinguna og það þýðir að þegar menn eiga að koma á línu eða færa mark þá er það gert eins og skot. Í spilinu var líka tekið vel á því. Eldri æfingin var í styttra lagi, tökum það á okkur - en snilldar mæting þar.

Það er frí í dag, miðvikudag. Mælum að sjálfsögðu með að menn horfi á:

- Mið - Ísland v Makedónía - Stöð 2 sport - kl.15.40.

Einnig er aftur boðið upp á búningafhendingu á nýju keppnistreyjunni, sem og mátun, í dag (mið) kl. 17:00-18:00 í Þróttarheimilinu. Mjög mikilvægt er að allir mæti og nái í sínar treyjur. (Einnig verður einnig posi á staðnum þar sem hægt verður að ganga frá greiðslu á æfingagjöldunum fyrir sumarönnina en treyjan er innifalin í þeim gjöldum).
Æfum svo allir saman á morgun, fimmtudag (ca. kl.15.00), en skiptum okkur aðeins í liðin, því við eigum Stjörnuna í A og B á föstudaginn frá kl.16.00.

Ó já,
Sjáumst á morgun og áfram Íslandia.
Ingvi - Teddi - Sindri.

p.s. plús ekki fara á límingunum út af kr a og b skýrslunni - hún kemur.
p.s. vil meina að það hafi verið gott fyrir heildarútlit myndarinnar hér fyrir neðan að gamli var fjarverandi, eða hvað! En það er samt eins og ég sé með sekk :-( Jón, photoshopa það ekvað.

Monday, June 08, 2009

Þrið!

Hey gang.

Jafntefli í dag v KR - og vonandi nett "training" á tbr hjá gamla. Við æfum aftur á morgun, þriðjudag, í tvennu lagi. Svo frí á miðvikudaginn (landsleikur snemma í sjónvarpinu), æfum svo allir saman á fim og loks A og B v Stjörnuna á fös.

En planið er svoddan:

- Þrið - Æfing - Yngra ár - Suðurlandsbraut - kl.15.00 - 16.20.

- Þrið - Æfing - Eldra ár - Suðurlandsbraut - 16.00 - 17.20.

Komum með "gígantískt"mikið af upplýsingum handa ykkur, og jafnvel glaðning! Þannig að við viljum fá topp mætingu :-)

Eftir þessa viku byrjum við svo að æfa á "sumaræfingatímanum" (meir um það á morgun)!

Síja,
Ingvi - Teddi og Sindri (the busy man).

- - - - -

Ísl mót v KR - mán!

Heyja.

Tveir leikir í dag v KR - byrjuðum báða leiki frekar illa en sýndum flottann karakter í báðum leikjum og kláruðum þá í seinni hálfleikjunum. Allt um það hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: C lið v KR í Íslandsmótinu.

Dags: Mánudagurinn 8.júní 2009.
Tími: Kl.16.00 - 17.15.
Völlur: KR-gervigrasið.

Dómarar: Ungur strákur sem tók etta sóló - var lala en var audda að gera sitt besta (tek á mig snappið - það var lélegt hjá mér).
Aðstæður: Veðrið mjög ljúft og grasið bara fínt.

Staðan í hálfleik: 1 - 3.
Lokastaða: 3 - 3.

Mörk: Nizzar - Brynjar - Pétur Jökull.
Maður leiksins: Logi.

Liðið: Kári í markinu - Ýmir Hrafn og Ólafur Guðni bakverðir - Andrés Uggi og Birkir Örn miðverðir - Nizzar og Logi á köntunum - Daníel Þór og Jónas Bragi á miðjunni - Brynjar og Þorsteinn Gauti frammi. Varamenn: Hallgrímur Snær, Marteinn Þór, Kristjón Geir, Sigurður Þór, Pétur Jökull og Sölvi.

Frammistaða:


Kári: Gat lítið gert í mörkunum - en vill sjá hann stjórna meira og garga á vörnina - en margt gott í gangi.
Ýmir Hrafn: Ánægður með kallinn í dag - duglegur, mætti tala meira, eins og félagar hans í vörninni.
Ólafur Guðni: Vantaði aðeins upp á í fyrri - en allt annað að sjá kallinn í seinni - virkilega duglegur, vann fullt af boltum og skilaði boltanum mjög vel frá sér.
Birkir Örn: "Melló" leikur - gerði sitt en hefði viljað sjá hann aðeins líflegri.
Andrés Uggi: Soldið "sjeikí"ásamt fleirum í vörninni í fyrri - en vann boltann oft og mörgum sinnum - duglegur að koma upp og fór fram hjá mönnum eins og að drekka vatn. Flottur leikur.
Daníel: Mjög solid "performance".
Jónas: Var rólegur í fyrri - en mun sterkari í seinni - virkilega grimmur og óheppinn að setjann ekki.
Nizzar: "Temmilegur" leikur - oft verið betri - sama og oft áður, passa að svekkja sig ekki á einstaka hlutum og fá fleiri þríhyrninga á milli.
Logi: Annar yfirburðarleikur í röð.
Brynjar: Hefði viljað sjá hann meira í "rooney" - en gerði sitt, setti fínt mark.
Gauti: Bjóst við meiru frá honum - en var samt rosalega mikið í boltanum og var að reyna.

Hallgrímur: Kom inn á og hélt hreinu, ekki hægt að biðja um meira.
Kristjón: Fín innkoma á miðjuna - flott yfirferð og vann flesta bolta.
Siggi: Lífgaði upp á spilið þegar hann kom inn á - var hættulegur í seinni - hefði mátt vera meira út við línu og komið með fleiri fyrirgjafir en boltinn vill oft ekki koma þanngað þannig að menn færast ósjálfrátt inn að miðju - en fínn leikur.
Pétur Jökull: Flott innkoma - duglegur að sækja boltann og fá hann - og setti jöfnunarmarkið, pollrólegur inn í teig og klíndann í netið.
Sölvi: Virkilega góður í dag - kraftur í honum og fór oft upp kantinn.
Marteinn: Át sína menn - var alltaf á fullu - en vantaði aðeins upp á stutta spilið.

Almennt um leikinn:

Við áttum ekkert spes dag í dag, það verður að segjast. Veit ekki hvort menn voru of mikið að hugsa um eldri leiki v KR og kannski búnir að vinna leikinn fyrir fram, en við vorum arfa slakir í fyrri hálfleik. Vantaði upp á allt tal í vörninni - áttum allt of margar slakar sendingar fram á við, sem gerði það "audda" að verkum að þeir sóttu meira á okkur.

Fullt af leikmönnum voru að spila undir getu í dag - vöknuðum aðeins í seinni hálfleik og náðum að jafna þegar lítið var eftir - það er að sjálfsögðu flottur karakter - að hætta ekki fyrr en dómarinn er búinn að flauta.

Hann var náttúrlega ekki með línuverði og setti það pínu svip á leikinn. En við megum samt ekki missa stjórn á okkur við dómarann (look who's talking - ég sá mjög eftir látunum í mér þegar Andrés var sparkaður niður - mér fannst hann fara í lappirnar á honum - en eins og ég sagði þá verður maður að halda haus)!

Alla veganna - við verðum að koma meiri "gíraðir" inn í leiki - allt of margir á hálfu "tempói" og það skilar náttúrulega sjaldan þremur stigum! Þannig að niðurstaðan jafntefli, eigum tvo leiki í næstu viku - mætum klárari til leiks þá, þaggi!

Liðstjóri: !!

- - - - -

Sunday, June 07, 2009

Mán - leikur v KR + æfing!

Yess.

Einn leikur eftir í rimmunni v KR - einnig á KR-gervigrasi. Vona að allir séu klárir eftir gott helgarfrí. Fannst aðeins vanta upp á vinnsluna í síðasta leik (v fh) - bætum úr því á morgun, mánudaginn. Aðrir mæta svo á æfingu upp á "Sudda". Planið er svona:

- C lið v KR - Mæting kl.15.20 upp í KR heimili - keppt frá kl.16.00 - 17.15:

Kári - í markinu - Birkir Örn og Andrés miðverðir - Ólafur Guðni og Ýmir Hrafn bakverðir - Daníel Þór og Jónas Bragi á miðjunni - Pétur Jóhann og Logi á köntunum - Þorsteinn Gauti og Brynjar frammi. Varamenn: Nizzar - Sölvi - Sigurður Þ - Marteinn Þ - Pétur J - Kristjón G - Hallgrímur S.


- Æfing - Allir sem eru ekki keppa - Suðurlandsbraut - kl.15.45 - 17.15.

Alles klar í leikinn - mjög mikilvægt að menn mæti á réttum tíma, og með allt dót.
Heyrið í okkur ef það er eitthvað.

Sjáumst á morgun,
Ingvi - Teddi og Sindri.

- - - - -

Saturday, June 06, 2009

Spilastokkurinn!

Sælir strákar.

Afar sáttur við þá sem mættu í morgun - voru virkilega flottir. Veit að fleiri hefðu alveg verið til í að mæta - fá sjens seinna í sumar :-) Set mánudagsplanið inn á morgun.

En svona lítur spilastokkurinn út í augnablikinu - nokkrir eftir að draga (finnum út úr því). Held samt að jókerarnir komi til með að "lúkka" best! Stefnum á að setja þetta í prentun í næstu viku og fáum á sama tíma hve marga pakka þið viljið selja (á ca.1000kr og fá ca.700kr í vasann):

Hjarta:

Tvistur: Páll Ársæll.
Þristur: Pétur Jóhann
Fjarki: Bjarni (þarf að fara mæta eins og ljónið).
Fimma: Njörður.
Sexa: Aron Bjarna.
Sjöa: Þorsteinn Gauti.
Átta: Breki.
Nía: Jovan.
Tía: Ómar Þór (þarf að klára að skrá sig í heimasíðunni).
Gosi: Gabríel Ingi.
Drotting: Birkir Örn.
Kóngur: Pétur Jökull.
Ás: Skúli.

Spaði:

Tvistur: Hallgrímur Snær.
Þristur: Jónas Bragi.
Fjarki: Kristófer Karl.
Fimma: Björn Sigþór.
Sexa: Andri Már.
Sjöa: Aron Brink.
Átta: Arnar P.
Nía: Sigurður Þór.
Tía: Sölvi.
Gosi: Stefán Pétur.
Drotting: Jón Konráð.
Kóngur: Daði.
Ás: Þorkell.


Tígull:

Tvistur: Marteinn Þór.
Þristur: Logi.
Fjarki: Bjarki L.
Fimma: Ýmir Hrafn.
Sexa: Jakob Gabríel.
Sjöa: Hörður Sævar.
Átta: Daníel Þór.
Nía: Kristjón Geir.
Tía: Viktor Snær.
Gosi: Andrés Uggi.
Drotting: Snorri Fannar.
Kóngur: Hörður Gautur.
Ás: Daníel Levin.

Lauf:

Tvistur: Birkir Már.
Þristur: Erlendur.
Fjarki: Nizzar.
Fimma: Elvar Örn.
Sexa: Jón Kaldal.
Sjöa: Brynjar.
Átta: Anton Orri.
Nía: Jökull.
Tía: Sveinn Andri.
Gosi: Árni Þór.
Drotting: Kári.
Kóngur: Vésteinn Þrymur.
Ás: Ólafur Guðni.

Eftir að fá spil: Bjarni Pétur (tek etta á mig á fös- hélt að þú værir búinn) - Þorsteinn Eyfjörð - Gunnar Reynir - Benjamín - Sigurjón.


Jókerar:
Ingvi - Teddi - Sindri.

Wednesday, June 03, 2009

Æfingaferðin!

Jó.

Svona lítur ferðin okkar út í augnablikinu, er kannski að gleyma einhverri skráningu, látið mig bara vita og ég laga það. Í næstu viku koma svo meiri upplýsingar (en í dag eru ca. tvær og hálf vika í ferðina).

Eldra ár:

Klárir (23): Andri Már - Anton Orri - Aron Bjarna - Aron Brink - Arnar P - Birkir Már - Brynjar - Björn Sigþór - Daníel L - Elvar Örn - Gunnar Reynir - Hörður Sævar - Jovan - Jónas Bragi - Njörður - Ólafur Guðni - Páll Ársæll - Stefán Pétur - Þorsteinn Eyfjörð - Daði - Vésteinn Þrymur - Árni Þór - Birkir Örn.

Eftir að láta vita (8): Bjarki L - Bjarni - Jakob Gabríel - Pétur Jóhann - Skúli - Sveinn Andri - Þorsteinn Gauti.

Komast ekki (2): Jón Konráð - Jökull Starri.

Yngra ár:

Klárir (18): Andrés Uggi - Bjarni Pétur - Breki - Hallgrímur Snær - Hörður Gautur - Jón Kaldal - Kári - Kristjón Geir - Kristófer Karl - Logi - Nizzar - Pétur Jökull - Sigurður Þór - Sölvi - Ýmir Hrafn - Þorkell - Marteinn Þór - Sigurjón.

Kannski (4): Daníel Þór - Viktor Snær - Benjamín - Snorri Fannar.


- - - - -

Helgin!

Sælir meistarar.

Það er skollið á helgarfrí. Sama og síðast: Endilega kíkja út og hreyfa sig aðeins, sérstaklega þeir sem keppa á mánudaginn (set það inn fljótlega).

Við þurfum svo að græja dómara laugardagsmorgun - nokkrir voru búnir að skrá sig, sem þá hér fyrir neðan (vantar kannski 3-4 í viðbót). Mæting kl.8.45 niður í Þrótt í fyrramálið (laug) - við skiptumst örugglega á og ætti allt að vera búið kl.12.00. Við klárum þetta verkefni með sóma.

Klárir í fyrramálið: Jökull Starri - Elvar Örn - Ólafur Guðni - Birkir Örn - Kristjón Geir - Jón Kaldal - Jovan - Aron Bjarna - Skúli - Breki - Daníel Þór - Viktor Snær - Páll Ársæll - Hörður Sævar - Brynjar.

Hafið það annars massa gott um helgina, sjáumst svo á mánudaginn massíft sprækir (æfing + leikur v kr).

Ingvi - Teddi - Sindri.

- - - - -

Ísl mót v KR - fim!

Heyja.

Tveir leikir í dag v KR - byrjuðum báða leiki frekar illa en sýndum flottann karakter í báðum leikjum og kláruðum þá í seinni hálfleikjunum. Allt um það hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: A lið v KR í Íslandsmótinu.

Dags: Fimmtudagurinn 4.júní 2009.
Tími: Kl.17.00 - 18.15.
Völlur: KR-gervigrasið.

Dómarar: Tríó, nokkur solid.
Aðstæður: Veðrið sweet og grasið nokkuð gott.

Staðan í hálfleik: 0 - 1.
Lokastaða: 3 - 1.

Mörk: Jón Konráð - Anton Orri - Jovan.
Maður leiksins: Sveinn Andri.

Liðið: Hörður Sævar í markinu - Daníel L og Árni Þór bakverðir - Birkir Már og Sveinn Andri miðverðir - Anton fyrir framan vörnina - Jovan og Jökull á miðjunni - Jón Konráð og á köntunum - Daði einn frammi. Varamenn: Páll Ársæll, Elvar Örn, Vésteinn Þrymur og Kaldal.

Frammistaða:


- Slugs, tökum það á okkur!

Almennt um leikinn:

Markið þeirra: Horn, Höddi og Sveinn fóru upp í sama bolta, báðir misstu hann - datt niður fyrir kr-ing sem kláraði.

Mörkin okkar: 45 mín - Jón Konráð með skot upp í samskeytin. 57 mín - Anton Orri eftir klafs. 60 mín - Jovan eftir að hafa pressað á miðvörð.

- Sjá betur hjá Tedda!

Liðstjóri: Jón (elvar örn).

- - - - -
  • Hvaða leikur: B lið v KR í Íslandsmótinu.

Dags: Fimmtudagurinn 4.júní 2009.
Tími: kl.18.20 - 19.35.
Völlur: KR-gervigras.

Dómarar: Einn tók þetta sóló, var bara mjög góður (þrátt fyrir að gefa stebba gult og að ég hafi tekið smá snapp).
Aðstæður: Gervigrasið var svo sem fínt, og veðrið tipp topp.

Staðan í hálfleik: 0 - 1.
Lokastaða: 3 - 1.

Mörk: Aron Brink - Stefán Pétur - Brynjar.
Maður leiksins:
Vésteinn Þrymur.

Liðið: Vésteinn Þrymur í markinu - Viktor Snær og Hörður Gautur bakverðir - Þorkell og Palli miðverðir - Jón Kaldal og Elvar Örn á miðjunni - Bjarni Pétur og Björn Sigþór á köntunum - Stefán Pétur frammi. Varamenn: Aron Brink, Bjarki L, Arnar P, Daníel Þór og Brynjar.

Frammistaða:

- Slugs, tökum það á okkur!

Almennt um leikinn:

Enn og aftur létum við andstæðingana byrja betur og lentum undir. Við verðum að fara að gefa tóninn betur og vera duglegri en andstæðingurinn í byrjun, vera á undan að skora.

En þrátt fyrir það sýndum við auðvitað mikinn karakter, eins og A liðið, og komum tilbaka í seinni hálfleik og náðum að vinna nokkuð örugglega. Sem segir okkur að menn eru pínu kærulausir í byrjun leiks. Það verður líka einhver að taka af skarið og leiða mannskapinn í baráttu, svona eins og Hallur í meistaraflokknum. Einhver að taka leiðtogann á etta.

Annars margt gott í gangi - ánægður með flesta í dag.

Gírum okkur svo í næsta leik.

Liðstjóri: Bjarni (andri már) og jón (elvar örn).

- - - - -