Saturday, January 31, 2009

Sun!

Jó.

Sorrý hvað þetta kemur seint - kallinn var að keppa v Leikni og svo var Íslandsmótið inni að klárast - náðum ekki að klára riðilinn að þessu sinni, en samt fjórir hörkuleikir (2 sigrar og 2 töp - meira um það seinna).

En það er spilæfing á morgun, sunnudag, hjá yngra árinu og þeim á eldra ári sem ekki kepptu áðan. Verðum á gervigrasinu okkar, og ætlum svo að skella okkur svo í pottinn á eftir.

- Æfing + sund - Gervigrasið - kl.12.00 - 14.15.

Muna eftir sund dóti og 100 kalli! Verið duglegir að láta félagann vita.
Svo er stórleikur kl.16.00: Liverpool v Chelsea :-) Held við tökum veðmál um hvernig hann fer!

Sjáumst ferskir á morgun,
Ingvi og The Teddi.

- - - - -

Ísl mót inni - laug!

Jamm.


Íslandsmótið innanhús var um síðustu helgi (laug 31.jan). Reyndum aðeins að undirbúa okkur með nokkrum innanhústímum, auk þess að reyna að venjast "futsal" boltanum. Reglurnar voru aðeins öðruvísi en við eigum að venjast en vonandi höfðu menn gaman af og eru reynslunni ríkari.

Hópurinn var þannig skipaður: Vésteinn, Sveinn Andri, Jovan, Stefán Pétur, Anton Orri, Birkir Már, Jón Konráð, Aron Bjarna, Elvar Örn og Njörður.

Og við kepptum fjóra leiki sem fóru þannig:

Þróttur R. - Fylkir: 0-4.
Þróttur R - Álftanes: 5 - 0 (jovan 2 - aron bjarna - sveinn andri).
Þróttur R - Grótta: 2-1 (sveinn andri - aron bjarna).
Þróttur R. - Snæfellsnes: 1-3 (aron bjarna).

Margir voru að spila vel en Birkir Már var fremstur meðal jafningja áður en hann "fór" í náranum!

Til að fara áfram hefðu nokkrir hlutir þurft að smella betur saman hjá okkur. Það má voðalega lítið út af bera í þessu, þetta eru mikil læti og hiti í mönnum.

En núna er það bara Reykjavíkurmótið utanhúss sem er næst á dagskrá.

Ok sör.
Ingvi og Teddi.


- - - - -

Friday, January 30, 2009

Laug - íslandsmótið innanhús!

Komiði sælir strákar.

Á morgun, laugardaginn 31.janúar, er okkar riðill í Íslandsmótinu innanhús (bara hægt að skrá 1 lið frá hverju liði). Keppt verður út á Seltjarnarnesi – í íþróttahúsinu Gróttu og er mæting stundvíslega kl.16.45 hjá þeim sem keppa. Fyrsti leikur er kl.17.34 og síðasti ca. kl.19.40.

Undirbúa sig vel á morgun - allir klárir með: hvíta sokkar, hvítar stullur, legghlífar, nokkuð góða innanhússkó, handklæði og nett hárband (fyrir þá sem þurfa), í "flair" tösku :-)

Hópurinn:

Vésteinn Þ - Sveinn Andri – Elvar Örn - Jón Konráð – Jovan – Anton Orri – Stefán Pétur - Njörður – Birkir Már - Aron Bjarna.

Leikirnir

1 lau. 31. jan 17:34 Innimót - 4. fl. karla A - Þróttur R. Fylkir
2 lau. 31. jan 18:08 Innimót - 4. fl. karla A - Álftanes Þróttur R.
3 lau. 31. jan 18:39 Innimót - 4. fl. karla A - Grótta Þróttur R.
4 lau. 31. jan 19:13 Innimót - 4. fl. karla A - Þróttur R. Snæfellsnes


Á sunnudaginn er svo æfing hjá yngra árinu og þeim sem ekki eru í innanhúsboltanum (kl.12.00 - auglýsi það betur á morgun). Veit að fleiri hefðu viljað spreyta sig á morgun, en lið sem sýnir samstöðu og er sterkt inn á vellinum og fyrir utan, er í góðum málum = þannig að það væri virkilega gaman að sjá leikmenn mæta, horfa á og hvetja á morgun (teddi verður líka með bland á bekknum).

Heyrið annars í okkur ef það er eitthvað.
Við klárum þetta saman á morgun,
Ingvi og Teddi

- - - - - -

Helstu reglur:

Völlurinn. Leikið er á handboltavelli á handboltamörk. Vítateigurinn er sá sami og í handbolta. Víti er tekið á vítateigslínunni (6 m). Einnig er merktur vítapunktur á 10 m., nefnist það ytra vítamerki.

Boltinn. Nota skal sérstakan futsalbolta. Nr. 4 í öllum aldursflokkum (5 fl. – mfl.)

Fjöldi leikmanna. Fjöldi leikmanna er 5 með markmanni. Varamenn mega vera 7. Skiptingar er frjálsar. Leikur er ekki stöðvaður þegar skipt er um markmann. Skiptingar fara fram á sérstöku skiptisvæði. Leikmaður skal áminntur þegar skiptingar eru ekki rétt framkvæmdar.

Búnaður leikmanna. Allir leikmenn skulu vera með legghlífar. Markmaður skal vera vel aðgreinanlegur frá öðrum leikmönnum.

Upphaf leiks og leikur hafinn að nýju. Skora má úr upphafsspyrnu. Upphafsspyrna á miðju er tekin eftir hvert mark. Fjarlægð andstæðinga skal vera 3 m.

Knöttur í og úr leik. Ef bolti hæfir loft hússins skal andstæðingurinn taka innspark næst þeim stað sem boltinn snertir loftið.

Leikbrot og óviðeigandi hegðun. Rennitæklingar eru bannaðar. Þegar leikmanni er vikið af leikvelli má nýr leikmaður koma í hans stað eftir tvær virkar mínútur.

Eftir að markvörður losar sig við knöttinn (með höndum eða fótum) má hann ekki snerta hann eftir sendingu frá samherja nema boltinn hafi farið yfir miðlínu eða verið snertur af andstæðingi. Þetta á við í hvert skipti þegar um er að ræða snertingu hvort heldur er með höndum eða fótum. Markvörður má bara hafa vald á knettinum í 4 sek. á eigin vallarhelming. Þetta á bæði við um snertingu með höndum og fótum. Dæmd er óbein aukaspyrna í báðum tilfellum.

Aukaspyrnur. Andstæðingar skulu vera 5 m. frá boltanum í aukaspyrnum. Leikmenn hafa 4 sek. til að taka spyrnuna.

Uppsöfnuð leikbrot. Beinar aukaspyrnur teljast til uppsafnaðra brota. Þegar lið hefur brotið af sér 6 sinnum í hvorum háfleik (beinar aukaspyrnur), fær andstæðingurinn aukaspyrnu (víti dæmt innan vítateigs) í hvert sinn eftir það sem tekin er á ytra vítamerkinu, nema brotið hafi verið nær, þá er það tekið á þeim stað. Varnarliðið fær ekki að setja upp varnarvegg. Markvörður skal vera a.m.k í 5 m. fjarlægð.

Innspark. Leikmenn hafa 4 sek. til að taka spyrnuna. Mark er ekki skorað úr innsparki.

Markkast. Í stað markspyrnu er markkast. Mark er ekki skorað úr markkasti. Markvörður hefur 4 sek. til að losa sig við boltann.

Hornspyrna. Andstæðingar skulu vera 5 m. frá hornboganum í hornspyrnum. Leikmenn hafa 4 sek. til að taka spyrnuna.

Thursday, January 29, 2009

Fös!

Sælir meistarar.

Frekar fámennt hjá eldra árinu á miðvikudaginn - en held að menn hafi bætt úr því á dansgólfinu :-) Menn voru að lúkka vel - og spurning hvort menn hafi svikið skóla varðandi ...

Alla veganna - gleðilegan föstudag - Höfum "etta" bara stutt og laggott:

- Æfing - Yngra ár - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.

- Inniæfing - Eldra árið - Laugardalshöllin - kl.20.30 - 22.00.

Jamm - náðum að græja innitíma fyrir eldra árið en hann er ansi seint. Vona samt að menn komist - verið duglegir að láta þetta berast og munið eftir öllu dóti. En ef menn komast ekki þá, þá er í fínu lagi að mæta með yngri.

Ekkert hlaup á undan hjá yngri (geymum það aðeins) - of hált á göngustígunum.

Svo ætti hópurinn fyrir Íslandsmótið innanhús (sem er seinni partinn á morgun, laugardag) að vera klár eftir æfingu.

Heyrumst,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Tuesday, January 27, 2009

Mið!

Yess.

Flottar aðstæður á æfingu í gær hjá yngra árinu. Fínasta æfing, nema hvað menn voru slakir í stangar þrautinni í lokin (þurfum klárlega að fá Dennis í að taka menn í sér aukaspyrnuséræfingar). Svo var fyrsta markmannsæfingin í gær á Framvelli sem er bara súper.

En það er æfing hjá eldra árinu í dag, miðvikudag. Væntanlega snjótæklæfing þannig að ég býst við Tedda í takkaskóm. Sagðist skulda Stebba tæklingu (veit ekki meira). Held líka að hann verði með ferskar æfingar frá Englandi. En vona að allir séu klárir:

- Mið - Æfing - Eldra árið - Gervigrasið - kl.16.30 - 18.00.

Erum komnir með einn innitíma á föstudaginn, svo er sjálft Íslandsmótið seinni partinn á laugardag í íþróttahúsi Gróttu út á Seltjarnarnesi. Styttist í "etta".

En tökum á því í dag, og svo næst á föstudaginn.
kv,
Ingvi og Teddi.

p.s. kíkið á síðustu færslu - þurfum að fá fólk á Þorrablót Þróttar á laug (þá fáum við kannski pizzuveislu)!

- - - - -

Þorrablót Þróttar!

Strákar.

Smá pressa á ykkur!

Þorrablót Þróttar er næsta laugardag (31.jan) og hefur aðalstjórn Þróttar ákveðið að verðlauna sérstaklega fjölmennasta flokkinn á þorrablótinu með því að bjóða flokknum öllum, foreldrum, þjálfurum og iðkendum upp á pizzuveislu :-)

Þeir vilja hvetja foreldra í öllum flokkum til þess að hittast í heimahúsi fyrir þorrablótið og koma saman í hópum.

Það er einmitt komið húsnæði fyrir hitting hjá 4.flokks karla foreldrum - en Bergur (daði) ætlar að bjóða í partý áður en skundað er á Þorrblótið. Upplagt fyrir foreldra flokksins að hrista sig saman, slúðra um þjálfarana og skemmta sér! Set upplýsingarnar hér fyrir neðan.

Alla upplýsingar um blótið eru á heimsíðu Þróttar. Allir eru velkomnir - þannig látið þetta endilega berast. Um að gera að hvetja foreldra ykkar að skrá sig og kíkja á laugardaginn, ef þau eru laus. Væri ekki leiðinlegt að fá flotta pizzuveislu í næstu viku :-)

Berjast.
Ingvi og Teddi og foreldraráðið

- - - - -

Fyrirkomulagið er þannig.

Þið borgið 5000 kr. fyrir hvern miða inná 0537-26-160697 kt. 230966-5329 og Bergur verður með miðana tilbúna heima. Ef þið viljið frekari upplýsingar þá bjallið þið bara í 860 9906 (bergur). Síða er mæting á Hraunteig 8 kl. 17:30 - 18:00 - áætluð brottför þaðan kl. 19:00 gangandi niður í Þrótt í einni halarófu, syngjandi ættjarðarlög.

Monday, January 26, 2009

Þrið!

Jó jó kappar.

Þokkalegt í gær- ógeðisveður samt, en fín mæting. Teddinn mættur aftur á svæðið - yngri fékk sleikjó og læti - en eldri eiga það inni þangað til á miðvikudaginn.

Eldri voru svo skildir eftir einir í lokin, mínus hjá okkur en plús hjá ykkur. Vona að allt hafi verið í lagi og menn gengið frá vestunum og svoddan! Vona líka að Langó hafi unnið í "Nema hvað" - er svo ekki einhver hress með útvarpsþátt á fm 89.5??

Þriðjudagur í dag, æfing hjá yngri, en frí hjá eldri (en æfing hjá tedda á mið). Líka fyrsta markmannsæfingin á tímabilinu:

- Markmannsæfing - Framvöllur - kl.15.00 - 15.45.

- Þrið - Æfing - Yngra ár - Gervigrasið - kl.15.45 - 17.15.

Ath - hún verður korteri seinna en vanalega, og korteri lengri! "Meikaði þetta "sens"? Ætlum að reyna að kíkja inn í júdó salinn eftir æfingu í smá teygjuprógramm. Auk þess verða tækniæfingar og læti (ný þraut).

Erum að vinna í fleiri innitímum - setjum planið fyrir fim-fös-laug-sun fljótlega.
Heyrumstum,
Ingvi og Teddi.

- - - - - -

Sunday, January 25, 2009

Mán!

Sælir meistarar.

Takk fyrir helgina - fín æfing í gær í höllinni - Sindri Már reddaði okkur og tók hana, erum að reyna klófesta hann í aðstoð. Væri nett að hafa einn innitíma á viku en svona er etta!

Tveir leikir í dag, sunnudag, sem töpuðumst báðir :-( Ekki oft sem það hefur gerst á þessu tímabili, en alltaf er eitthvað fyrst! Vorum hreinlega ekki nógu góðir í dag, of margir leikmenn á hálfum hraða og mættu ekki tilbúnir til leiks. Einnig hefðu æfingarnar í vikunni geta verið betri hjá mér sem og undirbúningurinn í dag - og þetta var einnig þriðja leikjahelgin í röð.

Það sem er næst á dagskrá er Íslandsmótið innanhús um næstu helgi, leikur hjá þeim sem hvíldu núna um helgina, og svo eitthvað fjör - alveg komin tími á það (auk þess sem við vinnum í þeim hlutum sem við getum bætt).

En það er mánudagur á morgun, fyrst æfing um morgunin hjá Dennis hjá nokkrum leikmönnum, svo venjulegar æfingar hjá okkur:

- Æfing - Yngra árið - Gervigrasið - kl.16.40 - 18.00.

- Æfing - Eldra árið - Gervigrasið - kl.18.00 - 19.20.

Veit af Nema hvað um kvöldið, en menn ættu samt alveg að ná æfingu og dobbla svo einhvern í skutl! Teddi hlýtur svo að koma með fríhafnarnammi á liðið!

Ok sör.
Sjáumst hressir á morgun.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Æfingaleikir v Val og ÍR - sun!

Ble ble.

Tveir leikir í dag - þriðju helgina í röð. Einn á heimavelli en einn "upp í sveit"! Tvö töp, ekki alveg nógu sáttur - en við vitum að við getum betur, og munum gera það í næstu leikjum. En allt um þessa leiki hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: Æfingaleikur v Val - B lið.

Dags: Sunnudagurinn 25.janúar 2009.
Tími: kl.12.30 - 13.45.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.


Dómarar: Ingvi og þjálfari Vals tóku etta eins og ljónið.
Aðstæður: Hlýtt veður - og grasið blautt og gott.


Staðan í hálfleik: 0 - 1.
Lokastaða: 2 - 4.

Maður leiksins: Breki.
Mörk: Jónas - Nizzar.


Liðið (4-2-3-1): Kristófer í marki - Viktor Snær og Hörður Gautur bakverðir - Jónas og Árni Þór miðverðir - Daníel Levin og Daníel Þór aftari miðja - Breki vinstri kantur - Arnar miðmiðja - Brynjar vinstri kantur - Björn einn frammi. Varamenn: Nizzar og Birkir Örn.


Frammistaða:

Talan sem sést er svokölluð leikjaeinkunn sem við erum að prófa. Hún samanstendur af eftirfarandi atriðum: Mætti á síðustu æfingu fyrir leik (1) - Mætti á réttum tíma í leikinn (1) - Rétt "dress" í leiknum (t.d. upphitunargalli) (1) - Skoraði mark, lagði upp mark, hélt hreinu (1) - Heildarframmistaða í leiknum (3) - Sturta eftir leik (1.5) - Frammistaða í síðasta leik (1.,5). Alls 10 stig - ekki "panikka" þótt talan sé lág í þetta skipti - núna vita menn hvernig þetta er reiknað!

Kristófer (6): Nokkuð seigur í dag - en hefði mátt vera meira á tánum einu sinni eða tvisvar.
Viktor Snær (6): Topp leikur - í báðum stöðum.
Hörður Gautur (5): Tók allann leikinn í bakverðinum og gerði varla feil.
Jónas (5): Soldið lengi í gang í miðverðinum - en virtist kunna betur við sig á miðjunni - og setti flott mark.
Árni Þór (5): Oft átt betri leiki - en barðist nokkuð vel og lét finna vel fyrir sér.
Daníel Levin (5.5): Mjög sprækur - vantaði samt að biðja meira um boltann í fyrri - meira tal!
Daníel Þór (5): Prýðilegur leikur - tapaði varla einvígi.
Breki (7.5): Maður leiksins - á fullu allann tímann - fór á menn eins og á að gera og alltaf hættulegur.
Arnar (5): Meiðslin eitthvað að há honum - var ekki alveg á fullu en gerði margt gott.
Brynjar (5): "Temmilegur" leikur - nokkuð sprækur á kantinum - hefði mátt fá boltann oftar upp í horn og fá fleiri fyrirgjafir inn.
Björn (5): Vantar meiri "rooney" í hann - prýðilegt "touch" og góður slúttari en vantar meiri vinnslu! Óheppinn að setja ekki mark í dag.

Nizzar (7): Flottur leikur - mikið í boltanum - bjó til fullt af hlutum - þarf samt stundum að vera fljótari að finna félagana í lappir, tekur of oft auka "touch".
Birkir Örn (5): Búinn að missa mikið út í vikunn - og var kannski ekki alveg ready í leikinn. Stoppaði samt fullt af sóknum - verður bara alveg klár í næsta leik.


Almennt um leikinn:

Það vantaði allan kraft í okkur í dag, alla "greddu" og vilja til að klára dæmið. Of margir leikmenn voru að spila á hálfum hraða - veit ekki alveg af hverju það er. Var hins vegar ánægður með marga og margt sem við gerðum.

Í fyrsta lagi erum við virkilega slakir að koma með fram á við þegar við erum í sókn og þá er ég að meina vörnina. Við löbbuðum hægt upp völlinn í eiginlega öll skiptin sem við unnum boltann, í staðinn fyrir að allir gargi "ÚT" og setji pressu á þá upp að miðjulínu.


Það vantaði aðeins meira rennsli á boltann á miðsvæðinu - þurfum að bæta að vera búinn að sjá okkar næsta leik, þ.e. hvað þið ætlið að gera við boltann. Þá er bara hægt að taka 1-2 touch, senda á næsta mann og fá boltann bara aftur í betra færi!


Var ánægður með að í stöðunni 0-3 að við hættum ekki heldur sóttum af krafti og náðum að minnka muninn í 1 mark. En eins og hin mörkin á undan þá lentum við í kapphlaupi 1 v 1, í staðinn fyrir að stíga fyrir manninn og halda - og þeir settu fjórða markið.


Vantaði líka tal, stemmningu og samvinnu - Menn skoða frammistöðuna hér fyrir ofan sem og hugsa út í sinn leik, bæta það sem þarf að bæta - og mæta klárir í næsta leik, sem er örugglega við Grindavík í byrjun feb. Ok sör.


- - - - -
  • Hvaða leikur: Æfingaleikur v ÍR - A lið.

Dags: Sunnudagurinn 25.janúar 2009.
Tími: kl.14.30 - 16.00.
Völlur: ÍR - gervigras.


Dómarar: ÍR aðstoðarþjálfarinn dæmdi, hinir þjálfararnir á kantinum.
Aðstæður:
Nokkuð hlýtt úti - og völlurinn afar góður.


Staðan eftir fyrsta hálfleik: 0 - 1.
Staðan eftir annan hálfleik: 1 - 1.
Lokastaðan: 2 - 3.


Maður leiksins: Anton Orri.
Mörk: Andri Már - Aron Bjarna.


Liðið (4-2-3-1): Hörður í markinu - Anton Orri og Bjarni Pétur bakverðir - Jovan og Jökull miðverðir - Njörður og Elvar Örn aftari miðja - Aron Bjarna vinstri kantur - Daði miðmiðja og Jón Konráð hægri kantur og Sveinn Andri einn frammi. Varamenn: Aron Brink, Stefán Pétur, Andri Már, Jón Kaldal og Vésteinn.

Frammistaða:

Talan sem sést er svokölluð leikjaeinkunn sem við erum að prófa. Hún samanstendur af eftirfarandi atriðum: Mætti á síðustu æfingu fyrir leik (1) - Mætti á réttum tíma í leikinn (1) - Rétt "dress" í leiknum (t.d. upphitunargalli) (1) - Skoraði mark, lagði upp mark, hélt hreinu (1) - Heildarframmistaða í leiknum (3) - Sturta eftir leik (1.5) - Frammistaða í síðasta leik (1.,5). Alls 10 stig - ekki "panikka" þótt talan sé lág í þetta skipti - núna vita menn hvernig þetta er reiknað!

Hörður (5): Fínasti leikur - varði oft mjög vel. Lítið sem hann gat gert í mörkunum. Bara muna jákvæð skilaboð á félgana.
Anton Orri (7): Tók "Evra" á etta í dag - alltaf á fullu, vann afar vel og tapaði varla einvígi.
Bjarni Pétur (7): Virkilega flottur leikur í dag - varnarlega og sóknarlega.
Jovan (5): Í heildina góður leikur - miklu betri en fyrir viku - kannski einstaka varnareinvígi sem mér fannst hann eiga að klára betur.
Jökull (6): Afar "solid" leikur í alla staði.
Njörður (5): Vantaði kannski pínku upp á í dag - en fannst hann samt flottur í miðverðinum, las leikinn vel og vann vel.
Elvar Örn (5.5): Virkilega flottur í fyrsta hálfleiknum - tuddaðist og vann vel - en fann sig ekki í seinasta hálfleiknum.
Aron Bjarna (5.5): Gerði sitt í dag - setti líka afar nett mark.
Daði (6): Mjög öflugur þrátt fyrir bakmeiðsl - óheppinn að uppskera ekki mark, þarf kannski að skjóta fyrr og meira á markið - vinnum í því.
Jón Konráð (5.5): Allt í lagi leikur - Oft séð hann öflugri - en var oft laus en fékk ekki boltann á réttu augnabliki. Líka flottur í bakverðinum.
Sveinn Andri (7.5): Svipaður leikur og hjá Jóni, skilaði sínu en hefur kannski oft fengið úr meiru að moða þarna frammi. En átti margar fínar rispur.

Aron Brink (5.5): Fínn leikur - hraður og barðist vel, kom nokkuð vel út úr bakverðinum - en kann kannski betur við sig á kantinum.
Stefán Pétur (5): Byrjaði sprækur en svo fannst mér aðeins slakna á honum - vantar meiri hraða þegar hann fær boltann - því hann á að fara fram úr flestum mönnum.
Andri Már (5.5): Nokkuð góður leikur - setti ágætismark og var frekar óheppinn að setja ekki annað. Vantaði kannski pínu að skýla boltanum betur.
Jón Kaldal (6.5): Flott innkoma - vann vel tilbaka og skilaði boltanum vel frá sér.
Vésteinn: Flottur leikur - mjög öruggur og gerði engin mistök.


Almennt um leikinn:

Við byrjuðum leikinn frekar illa á meðan þeir voru mættir með mikið tal og læri - við náðum eiginlega aldrei valdi á leiknum, nema kannski síðustu 10 mínúturnar, þá sóttum við á þá trekk í trekk án þess að klára.


Vörnin var miklu betri í þessum leik en þeim síðasta - þeir voru með flott hlaup en við náðum að verjast nokkuð vel. Kannski lítið sem við gátum gert í fyrsta markinu þeirra, en seldum okkur í nr.2 og kláruðum ekki manninn okkar - og þriðja markið var náttúrulega gefins!


Við áttum fullt fullt af góðum sóknum - fleiri fyrirgjafir en oft áður og nokkuð góð horn. Vorum kannski heppnir í fyrsta markinu okkar, en annað markið var náttúrulega algjör klassi. Komum oft á þá á miklum hraða - en einhvern veginn náðum við ekki að koma okkur í nógu gott skotfæri - viljum alltaf hanga aðeins of lengi á boltanum en þá er sjensinn oft farinn :-(

Smá stemmningsleysi í okkur - vantaði smá tal og samvinnu - einhverjir kannski þreyttir og svo var pínu neikvæðni í gangi en samt miklu minni en vanalega. Bíð spenntur eftir að sjá leikinn á vídeó með Tedda, þá fáiði kannski aðra skýrslu. En annars er það Íslandsmótið innanhús eftir viku, og svo leikur v Gróttu fljótlega eftir það.

- - - - -

Saturday, January 24, 2009

Wanted!

Wanted:



Mr. Sveinjónsson. Male. 44 ára. 1.54 cm. Grátt hár. Væntanlega með nýja Liverpool treyju í poka fyrir samþjálfara sinn! Contact Mr. Sveinsson if found :-)

Sun - leikir!

Blessaðir félagar.

Tvö "röfl" til að byrja með! Veit að það hafa verið bölvuð hlaup á mér í vikunni - Teddi náttúrulega í fríi en nokkrir hafa hlaupið í skarðið og reddað mér, sem er snilld. Erum að vinna í að fá aðstoðarmann, það myndi bara gera starfið hjá okkur flottara.

1. En í morgun voru 4 boltar í boltapokanum, af þeim 9 sem fóru út þegar æfingin byrjaði í gær. Ég lýsi eftir leiðtogum í að hjálpa mér og Tedda að halda utan um dótið okkar, ganga frá og telja ofan í pokann o.þ.h. - ekki bara drífa sig strax heim eftir æfingu.

2. Annað - Skil að menn verði pirraðir á æfingum, tapa sínum leik, fá högg, eruð mis sammála þjálfaranum ofl. En ég bið ykkur að hugsa aðeins betur um félagana, ekki detta í fýluna og ekki segja eitthvað sem þið sjáið eftir - hvað þá að fara í einhverja rugl-tæklingu og meiða. Takið það til ykkar sem eiga!

En að aðalmálinu - tveir leikir hjá okkur á morgun, sunnudag. Frí hjá öðrum og svo væntanlega venjulegar æfingar á mánudaginn. En svona lítur þá planið út:

- Æfingaleikur v Val - Mæting kl.12.00 niður á gervigras (klefa 2) - keppt frá kl.12.30 - 13.45:

Kristófer Karl - Birkir Örn - Daníel Levin - Gunnar Reynir - Jónas - Árni Þór - Björn Sigþór - Brynjar - Arnar P - Daníel Þór - Viktor Snær - Breki - Hörður Gautur - Nizzar.

- Æfingaleikur v ÍR - Mæting kl.14.00 upp á ÍR-völl - keppt frá kl.14.30 - 15.45:

Hörður Sævar - Vésteinn - Jökull - Jón Konráð - Daði - Aron Bjarna - Jovan - Anton Orri - Njörður - Sveinn Andri - Stefán Pétur - Elvar Örn - Aron Brink - Andri Már - Bjarni Pétur - Jón Kaldal.

Láta mig strax vita ef þið komist ekki - Undirstrikaðir láta mig vita hvort þeir séu klárir. Taka allt dót með í tösku (nú förum við að merkja við) og undirbúa sig vel.

Sjáumst hressir,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Friday, January 23, 2009

Lau!

Sælir félagar.

Vona að þið hafið verið stilltir hjá Bjössa í dag - hver tók drykkina?

Helgina klár - innanhúsæfing hjá yngra árinu á morgun, laug, og svo A og B liðs leikir á sunnudaginn (um miðjan daginn):

- Laug - Innanhúsæfing - Yngra árið - Laugardalshöllin - kl.12.00 - 13.30.

Vera mættir tímanlega og með allt dót. Annar hress gestaþjálfari byrjar æfinguna, svo kemur kallinn á hlaupum. Þeir á eldra ári sem hafa mætt lítið í vikunni mega mæta svo þeir verði í enn betra standi í leikjunum á sunnudag.

Set svo liðin inn eftir hádegi á morgun - megið láta mig vita ef einhver kemst ekki!

Verðum í bandi,
Ingvi ksí 5 þjálfari :-( og Teddi ksí 6 þjálfari :-)

Thursday, January 22, 2009

Fös!

Hey da.

Sorrý hvað þetta kemur seint inn - var alveg að landa fleiri innanhústímum en það klikkaði aðeins. Það er þá venjulegur pakki í dag, og smá hlaupahringur á undan:

- Æfing + skokk - Allir - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.


Ekki klikka á hlaupaskónum - Möst mæting hjá öllum því það er stutt í næstu leiki og vika í Íslandsmótið innanhús (8-10 leikmenn valdir í það).

Helgin verður svo svona:

- Laug: Innanhúsæfing í Laugardalshöllinni - yngra árið - kl.12.00 - 13.30.
- Sun: A lið v ÍR - ÍR-völlur - kl.14.00 - 16.00. B lið v Val - Gervigrasið - kl.12.00 - 14.00.

Sé ykkur meistarar,
Ingvi og utanlandsfarinn.

- - - - -

Markmannsæfingar!

Jamm.

Það er loksins komin tími á markmannsæfingarnar strákar - tvær æfingar í viku og finnum við svo út hvort og hvaða æfingar þið hvílið á hjá okkur.

Markmannsþjálfarinn heitir sem sé Henrik Bödker, og er einnig markmaður meistaraflokks. Er danskur, talar líka fína ensku og smá íslensku, topp gaur.

Sem sé: Hörður Sævar - Vésteinn Þrymur - Skúli Arnar - Kristófer Karl - Kári - Klárir í slaginn :-)

Æfingarnar eru eftirfarandi:

- Þriðjudagar - Framvöllur - kl.15.00 - 15.45.

- Laugardagar - Framvöllur - kl.14.30 - 15.15.

Veit að þið grátið að fá ekki að skutla ykkur á mjúku gervigrasinu okkar! Mjög mikilvægt er að láta vita ef þið komist ekki - fæ gsm símann hans Henriks vonandi fljótlega þannig að þið getið látið hann beint vita. Ég fæ svo mætingarskjalið hans þannig að við höldum vel utan um þetta saman.

Fyrsta æfingin er næsta þriðjudag (27.jan).
Laters,
Ingvi

- - - - -

Wednesday, January 21, 2009

Ath!

Hey hó.

Var pínulítið "skúffaður" yfir mætingunni í dag - vissulega ekki nógu góður æfingatími og líka utan hverfis - sumir í skólanum og sú afsökun náttúrulega löglegust - en 100% menn redda sér og mæta! Nóg um það.

Hér fyrir neðan eru nokkrir listar - kíkið á þá. Það sem er svo bókað á næstunni er eftirfarandi;

- Þróttur v Fjölnir í meistaraflokki - fimmtudagskvöld kl.21.00 í Egilshöll :-)
- Næsta æfing á föstudaginn - set planið um þá æfingu inn á morgun.
- Teddi heim á föstudaginn.
- A lið v ÍR sunnudaginn kemur.

- Markmannsæfing næsta þriðjudag (27.jan).
- Íslandsmótið innanhús laugardaginn 31.jan.


Erum svo að vinna í verkefnum fyrir B og C lið.
Annars bara líf og fjör.
Ingvi.

- - - - -

Sprett test - yngra árið - topp 5:

1. Viktor Snær - 8.36 sek.
2. Daníel Þór - 8.48 sek.
3. Nizzar - 8.85 sek.
4. Þorkell - 8.95 sek.
5. Marteinn Þór - 9.23 sek.

Meðaltal 17 leikmanna: 9.37 sek.

- - - - -

Ennþá eftir að skila happdrættisdóti (ótrúlegt en satt): Aron Brink - Bjarni Pétur - Marteinn Þór - Pétur Jökull - Sölvi - Ýmir Hrafn - Þorsteinn Eyfjörð - (Andrés Uggi - Pétur Jóhann.

- - - - -

Vantar að taka mynd fyrir heimasíðu + símaskrá: Björn Sigþór - Jökull - Njörður - Skúli Arnar - Marteinn Þór - Gabríel Ingi.

- - - - -

Eftir að skila upplýsingablöðum: Andri Már - Arnar P - Brynjar - Björn Sigþór - Gunnar Reynir - Jakob - Jónas - Jökull - Pétur Jóhann - Skúli Arnar - Vésteinn - Þorsteinn Eyfjörð - Breki - Jón Kaldal - Kári - Nizzar.

Tuesday, January 20, 2009

Mið!

Sæler kjaps.

"Chekið" á færslunni hér fyrir framan ef þið lásuð hana ekki!

Yngra árið nett í dag - kannski soldið ryðgaðir í fótboltatennis en við vinnum í því. Set svo tölurnar úr sprett-testinu inn seinna í kvöld hér neðst!

Frekar stór breyting á æfingatíma eldra ársins á morgun, miðvikudag. Hún verður sem sé innanhús :-) En í íþróttahúsi Réttarholtsskóla (andri, gunni og jökull væntanlega sáttir með það) sem er aðeins úr fyrir hverfi! Hún er einnig soldið snemma - en vona að menn komist - alla veganna í klukkutíma:

- Mið - Æfing - Eldra árið - Íþróttahús Réttó - kl.14.30 - 16.00.

Bjössi þjálfari 3.fl kvk er að redda okkur - og Doddi og einhver annar úr meistaraflokknum sjá um æfinguna (kallinn á fundi í langó). Ég er búinn að segja þeim að þeir mættu setja ykkur massa púl að eigin vali - en þið getið reynt að "dobbla" þá í eitthvað annað!

Látið þetta berast - og heyrið í mér ef þið komist ekki.
Annars bullandi fimm á fimm!
Og svo sjáumst við á föstudag.
Ingvi (869-8228).

p.s. Til að komast að Réttarholtsskóla þá keyrir maður yfir brúnna yfir Miklubraut (fram hjá McDonalds (samt plússtig ef þið vitið ekki hvar mcdonalds er), framhjá apóteki og sjoppu og svo sjáið þið hann á vinstri hönd (íþróttahúsið er bakvið skólann).
p.s. vill svo skemmtilega til að langó mætir rettó í næstu umferð í "nema hvað"!

- - - - -

Akademía Þróttar!

Sælir strákar.

Eins og ég er búinn að nefna nokkrum sinnum áður þá er Þróttur sem sé að fara á stað með akademíu; afreksþjálfun, sem Dennis Danry, leikmaður meistaraflokks Þróttar mun sjá um, ásamt einhverri aðstoð frá hinum þjálfunum félagsins. Einnig mun nýi markmaður meistaraflokks og jafnframt nýi markmannsþjálfari félagsins vera honum innan handar.

6 leikmenn (5 útileikmenn og 1 markmaður) eru nú valdir úr 4.flokki, 3.flokki og 2.flokki - alls 18 leikmenn.

Leikmennirnir úr 4.flokki sem núna eru valdir eru: Aron Bjarna - Birkir Már - Daði - Hörður Sævar - Jón Konráð - Sveinn Andri.

Æfingarnar verða á mánudags og miðvikudagsmorgnun (fyrir skóla), kl.06.30 - 07.30, á gervigrasinu okkar. Gott að vera mættur 6.15 og mjög mikilvægt að láta vita í tíma ef maður kemst ekki, því hann miðar æfingarnar örugglega við akúrat 18 manns.

Fyrsta æfing er í fyrramálið, miðvikudaginn 21.jan, kl.06.30 á gervigrasinu okkar. Hugsanlega bætist við fleiri æfingar þegar fram líða stundir. Dennis útskýrir örugglega bæði fyrir okkur og strákunum hvernig hann hefur hugsað þetta.

Nú er um að gera að standa sig, bæði á okkar æfingum og séræfingunum - það er ekkert sjálfgefið að vera í þessum hópi, og alls ekki ólíklegt að fleiri bætist við.

Vona að allir taki þessu framtaki vel.
Ekkert mál að heyra í mér ef einhver hefur einhverjar spurningar varðandi þetta.
Segjum það,
Ingvi og co.

- - - - - -

Monday, January 19, 2009

Þrið!

Go dag.

Flottir í dag að vanda - nánast allir búnir að skila af sér "dótinu" - engin bolti týndist og Jökull gæddi sér á powerade-i í lokin (á morgun hjá yngri).

Erum að finna innitíma, tíma í Boot-Camp, sem og innitíma og fimleikana. Næstu leikir verða líka klárir fljótlega.

En það er æfing á venjulegum tíma hjá yngri á morgun, þriðjudag, en frí hjá eldri:

- Þrið - Æfing - Yngra árið - Gervigrasið - kl.15,30 - 17.00.

Látið þetta berast svo allir séu klárir. Tökum þetta test meðal annars á morgun.
Heyri svo í eldri örugglega á mið.
Laters,
Ingvi (ekki sáttur með cahill og tedda sem hefur ekkert látið heyra í sér).

Sunday, January 18, 2009

Mán!

Sælir drengir.

Mikil leikjatörn að baki - vikuplanið gæti aðeins breyst þar sem að Teddi er úti og að Íslandsmótið inni er væntanlega um næstu helgi. Reyni að setja vikuna á bloggið á morgun.

En það er samt "klassískur" mánudag á morgun, nema hann verður hressari en vanalega!

- Æfing - Yngra árið - Gervigrasið - kl.16.40 - 18.00.

- Æfing - Eldra árið - Gervigrasið - kl.18.00 - 19.20.

Það verður létt hjá þeim sem kepptu áðan, tökum fótboltatennis og nokkrar ferskar skotæfingar, spil og svo er komin tími á einhverja poweradeþraut. Allra síðasti sjens að skila happdrættisdóti.

Sé ykkur slaka en spræka á kantinum,
Ingvi

p.s. svo kemst Liverpool aftur á toppinn annað kvöld (leikur v everton kl.19.50).

- - - - -

Æfingaleikur v FH - sun!

Já.

Síðasti leikurinn við FH var háður áðan í Egilshöllinni - þrátt fyrir topp aðstæður og nánast fullan leikmannahóp þá töpuðum við með allt of stórum mun. Allt um það hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: Æfingaleikur v FH - A lið.

Dags: Sunnudagurinn 18.janúar 2009.
Tími: kl.17.30 - 19.00.
Völlur: Egilshöll.

Dómarar: Vill meina að við vorum bara nettir í heildina - snilld að fá Sindra í leikinn. Ég hefði hugsanlega átt að flauta mark nr.5 af því boltinn var á hreyfingu í aukaspyrnunni. Svo settu þeir mark nr.9 þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma (hljóma eins og íþróttafréttamaður).
Aðstæður:
Alltaf geggjað að spila í Egilshöllinni.

Staðan eftir fyrsta hálfleik: 0 - 5.
Staðan eftir annan hálfleik: 1 - 5.
Lokastaða: 4 - 9.

Maður leiksins: Jón Konráð / Daði.
Mörk: Sveinn (2) - Stefán Pétur (2).

Liðið: Hörður Sævar í markinu - Daníel L og Anton Orri bakverðir - Elvar Örn og Jovan miðverðir - Jón Konráð og Þorsteinn Eyfjörð á köntunum - Njörður og Daði á miðjunni - Sveinn Andri og Aron Bjarna frammi. Varamenn: Vésteinn, Jökull, Andri Már, Stefán Pétur og Páll Ársæll.

Frammistaða:

Hörður Sævar: Bjargaði glæsilega 3-4 sinnum - svo voru kannski 2-3 fifty fifty boltar sem hann hefði getað klárað betur. Þarf svo aðeins að laga hvernig hann stjórnar og hvetur félagana áfram.
Anton Orri: Í heildina duglegur, vann sína stöðu nokkuð vel - en kannski 1-2 návígi sem ég hefði viljað að hann næði að klára betur.
Daníel L: Sama hér - leysti sína stöðu vel, var með þeirra sterkasta mann - sumar sendingar klikkuðu en hélt samt áfram og kláraði leikinn vel.
Elvar: Jarðaði alla bolta þegar hann var ekki að láta mótlætið trufla sig. Átti fína spretti á kantinum en tók aðeins of margar snertingar á köflum (reyndar vantaði að menn kæmu í aðstoð en góðir leikmenn eiga að leysa það).
Jovan: Byrjaði leikinn ekki nógu vel - en komst svo betur og betur í gang - vantaði að stjórna betur í vörninni - en var fínn á miðjunni.
Þorsteinn: Duglegur í dag - vantaði kannski aðeins upp á touchið í byrjun á kantinum - var samt mikið í boltanum. Las leikinn nokkuð vel tilbaka, vann flest návígi en vantaði alveg að reka liðið út og setja meiri pressu á fh-ingana.
Daði: Kláralega einn öflugasti leikmaðurinn inn á vellinum - mikil yfirferð, djöflaðist vel, duglegur að koma sér á skrið og sækja hratt - en hefði mátt losa boltann fyrr á köflum með því að koma félögunum betur í gegn.
Njörður: Nokkuð nettur í dag, sérstaklega í miðverðinum í lokin - var alveg í bakinu á mönnum og át fullt af boltum.
Jón Konráð: Topp leikur - komst trekk og trekk í gegn með góðum sprettum - flottar hornspyrnur og margar góðar sendingar fyrir - óheppinn að þær gáfu ekki 2-3 mörk.
Sveinn: Topp leikur - átti fullt af skotum á markið, duglegur að koma sér í færi - tvö mörk. Ekki hægt að biðja um meira.
Aron Bj: Sprækur þann tíma sem hann spilaði - kom sér í góð færi og var óheppinn að klára ekki. Þarf samt að passa að detta ekki í pirringinn - frekar í peppið! Verður vonandi ekki lengi frá.

Vésteinn: Góð innkoma - kom boltanum vel frá sér - gat lítið gert í síðustu tvcimur mörkunum.
Stefán Pétur: Tvö mörk í tveimur leikjum - það er ekki slæmt. Vantar stundum að vera meira á tánum, en annars í fínum málum.
Andri Már: Fínn leikur - í báðum stöðum. Vantaði herslumunin að fara alla leið og klára í tvö skipti.
Jökull: Virkilega "solid" leikur - í báðum stöðum. Með betri mönnum í dag.
Palli: Fín keyrsla í dag - þarf stundum að passa að losa boltann aðeins fyrr - en í heildina sáttur með hann.

Almennt um leikinn:

Veit ekki alveg skýringuna strákar á þessu stóra tapi - í heildina litið þá vorum við ekki lakari aðilinn í leiknum, ef eitthvað er þá vorum við meira með boltann og sóttum meira á þá. En þeir skoruðu bókstaflega í hverri sókn í fyrsta leikhlutanum - við vorum náttúrulega ekki vaknaðir og virkuðum allt of linir. Misstum menn í gegn frá miðjunni og kantinum, kláruðum ekki okkar menn inn í teig og skömmuðumst út í hvern annan - fengum 2 virkilega ódýr mörk á okkur og niðurstaðan 5-0 á 25 mínútum, sem er eiginlega bara djók!

FH-ingar vissulega sterkir - voru með 1-2 yfirburðaleikmenn - voru ótrúlega góðir að snúa með boltann og enn betri í 1 á 1.

Það var allt annað að sjá okkur í öðrum leikhluta - Vörnin mjög traust og sóttum við enn af krafti þrátt fyrir að vera undir. Vorum virkilega hættulegir upp hægri kantinn og klaufar að setja ekki fleiri en eitt mark eftir nokkrar virkilega flottar sóknir - en "keeperinn" þeirra átti líka svaðalega góðan dag. Hornin í dag voru afar góð - held við fengum alveg 7 stk - 3 góðir skallar fóru rétt yfir.

Framan af síðasta leikhlutanum vorum við komnir í gírinn - náðum að minnka muninn í 3 mörk, menn komnir aftur með sjálfstraust og fínn andi í liðinu. Ætluðum okkur kannski of mikið á köflum - vantaði stundum að losa aðeins fyrr. Svo kom aftur slakur kafli alveg í lokin þar sem þeir slökktu alveg á okkur - og enn komu mörk í ódýrari kantinum!

Aðrir punktar: Vantaði að bakverðir kæmu meira með í sóknina, vantaði aðeins upp á að "slútta" fyrirgjöfunum, áttum að "setjann" úr horni, plís förum að tala meira og loks loka betur á skot.

Eftir svona leik þá vill maður bara eitt: fá annan leik sem allra fyrst svo maður getur gert betur - vinn í því - en annars er bara að líta á það sem gott var - bæta slæmu punktana, sem ætti ekki að vera mikið mál. Vinnum í varnaræfingum í vikunni, stimplum inn meiri jákvæðni í harða drifið og þjöppum okkur aðeins meira saman.

Birkir Már var meiddur og hvíldi í dag, Aron Bjarna meiddist í fyrsta leikhluta og svo vantaði Aron Brink. Helmingur var mættur á réttum tíma (skv. minni klukku), við tókum ágætis upphitun og svo fengu allir sturtusekt nema einn (mar fer ekki sveittur í gallabuxurnar strákar).

Svo bara áfram með smjörið - ekkert "panikk" - næsta verkefni verður klárt fljótlega, mætum vel á æfingar og verðum pottþétt ready þá.

- - - - -

Saturday, January 17, 2009

Æfingaleikir v FH - laug!

Ó jess.

Þokkalegt í dag þótt það hafi ekki litið vel út ca.5 mínútum fyrir fyrsta leik - menn að sofa yfir sig - sumir mættu hreinlega ekki - og veðrið ekki nógu spes. En ánægður með leik okkar í dag - menn voru að berjast og gera sitt, og það dugði í 4 stig.

- - - - -
  • Hvaða leikur: Æfingaleikur v FH - B lið.

Dags: Laugardagurinn 17.janúar 2009.
Tími: kl.10.00 - 11.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómarar: Ingvi "reffaði" fáránlega vel - og Diddi og Arnþór á línunni.
Aðstæður:
?

Staðan í hálfleik: ?
Lokastaða: 2 - 1.

Maður leiksins: ?
Mörk: Björn Sigþór - Aron Brink.

Liðið: Kristófer Karl - Skúli Arnar - Jakob - Arnar P - Jónas - Björn Sigþór - Birkir Örn - Aron Brink - Brynjar - Gunnar Reynir - Páll Ársæll - Daníel L - Ólafur Guðni - Árni Þór - Jón Kaldal - Bjarni Pétur.

Frammistaða: - Slugs, tek það á mig!

Almennt um leikinn: - Slugs, tek það á mig!

- - - - -
  • Hvaða leikur: Æfingaleikur v FH - C lið.

Dags: Laugardagurinn 17.janúar 2009.
Tími: kl.11.00 - 12.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómarar: Hákon og Kiddi - skulda þeim feitan greiða!
Aðstæður:
?

Staðan í hálfleik: ?
Lokastaða: 1 - 1.

Maður leiksins: ?
Mörk: Daníel Þór.

Liðið: Kári - Benjamín - Ýmir Hrafn - Marteinn Þór - Þorkell - Sigurður Þór - Nizzar - Breki - Kristjón Geir - Andrés Uggi! - Pétur Jökull - Viktor Snær - Sigurjón! - Sölvi - Daníel Þór - Hörður Gautur.

Frammistaða: - Slugs, tek það á mig!

Almennt um leikinn: - Slugs, tek það á mig!

- - - - -

Sun!

Hádí.

Við erum að tala um:

Laug. 17.jan - kl.10.00 - Gervigrasið í Laugardal - B lið - Þróttur 2 - FH 1 (björn sigþór - aron brink).
og
Laug. 17.jan - kl.11.15 -
Gervigrasið í Laugardal - C lið - Þróttur 1 - FH 1 (daníel þór).

Þokkalegt í dag þótt það hafi ekki litið vel út ca.5 mínútum fyrir fyrsta leik - menn að sofa yfir sig - sumir mættu hreinlega ekki - og veðrið ekki nógu spes. En ánægður með leik okkar í dag - menn voru að berjast og gera sitt, og það dugði í 4 stig.

"Alles klar" á morgun, sunndag:

- Æfingaleikur v FH - Mæting stundvíslega kl.17.00 upp í Egilshöll - keppt frá kl.17.30 - 18.45:

Hörður Sævar í marki - Daníel L og Anton Orri bakverðir - Elvar Örn og Jovan miðverðir - Þorsteinn Eyfjörð og Jón Konráð á köntunum - Daði og Njörður á miðjunni - Sveinn Andri og Aron Bjarna frammi. Varamenn: Vésteinn - Stefán Pétur - Páll Ársæll - Jökull - Andri Már og Aron Brink.

Starting ellefu hugsa um sína stöðu og spá ekki í öðrum. Mætum vel undirbúnir til leiks - með allt dót í nettri tösku (þar á meðal flotta rauða uppphitunarpeysu og hlut til að þurrka sér með).
Sjáumstum tilbúnir í átök,
Ingvi (869-8229).

- - - - - - -

Thursday, January 15, 2009

Leikir helgarinnar!

Bledsen.
Þvílíkt nettir í dag - og Bjössi nettur að klára æfinguna - gáfuð þið honum ekki "five"!

En vonandi "alles klar" um helgina - eigum tvo leiki v FH laugardagsmorgun (í fyrramálið) og einn leik v FH seinni partinn á sunnudag. Vona að allir séu klárir, annars látið þið mig vita sem fyrst.

Teddi er floginn til Englands á þjálfaranámskeið þannig að kallinn verður "sóló" í viku, nema ég píni einhverja netta að láta sjá sig. Vona að dómaramál verði í lagi, annars massa ég það bara!

En svona er planið:

Laugardagur:

- Leikur v FH - Mæting kl.9.30 niður í Þrótt á laugardag - keppt frá kl.10.00 - 11.00:

Kristófer Karl - Skúli Arnar - Jakob - Arnar P - Jónas - Björn Sigþór - Birkir Örn - Aron Brink - Brynjar - Gunnar Reynir - Páll Ársæll - Daníel L - Ólafur Guðni - Árni Þór - Jón Kaldal - Bjarni Pétur.

- Leikur v FH - Mæting kl.10.30 niður í Þrótt á laugardag - keppt frá kl.11.00 - 12.00:

Kári - Benjamín - Ýmir Hrafn - Marteinn Þór - Þorkell - Sigurður Þór - Nizzar - Breki - Kristjón Geir - Andrés Uggi! - Pétur Jökull - Viktor Snær - Sigurjón! - Sölvi - Daníel Þór - Hörður Gautur.

Sunnudagur:

- Leikur v FH - Mæting kl.17.00 upp í Egilshöll á sunnudag - keppt frá kl.17.30 - 18.45:

Hörður Sævar - Vésteinn - Daði - Stefán Pétur - Birkir Már - Jón Konráð - Sveinn Andri - Anton Orri - Elvar Örn - Aron Bjarna - Njörður - Jovan - Andri Már - Þorsteinn Eyfjörð - Jökull + 2 sem keppa á laug!

Snemma að sofa! Undirbúa sig vel - Taka með allt dót í tösku - Mæta tímanlega.
Ok sör, tökum á essu.
Ingvi 869-8228.

- - - - -

Fös!

Sælir strákar.

Í fyrsta lagi sleppur að skila happdrættisdótinu á morgun, föstudag. Reynum allir að klára það svo það verður ekkert vesen. Svo þurfum við líka að fara að kýla á aðra fjáröflun fljótlega.

Í öðru lagi er frí í dag, fimmtudag. Átti að vera B liðs leikur v Aftureldingu en hann færist eitthvað.

Í þriðja lagi þá ætlum við að fresta foreldraboltanum sem átti að vera á morgun (hún verður samt pottþétt fljótlega). Teddi verður farinn út til Englands og við viljum nú hafa hann með. Einnig eru aðstæður ekki alveg nógu góðar fyrir aldrað fótboltafólk þannig að það er bara léttt æfing í staðinn, og svo æfingaleikir v FH um helgina (B:10.00 Laug - C:11.00 Laug - A:17.30 Sun).

Sem sé:

- Létt skokk + Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.

Tökum bara hlaupið á gervigrasinu en samt skipulega - Undirbúum okkur svo fyrir leikina. Völlurinn verður vonandi orðinn auður.

Sé vonandi alla gargandi ferska í föstudagsfíling á morgun.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Wednesday, January 14, 2009

Mið!

Sælir drengir.

Held að það verðir "snjóæfing" í dag - þannig að komið í "tæklbuxunum" ykkar og vel klææddir. Og munið eftir happdrættisdótinu (ég verð inni í þrótti að taka á móti því og teddi byrjar svo æfinguna). Það er "ekvað" ógeðis ef menn klikka!

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.16.30 - 18.00.

Fann mynd af mér í snjóbolta!
Sjáumst eftir smá.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Tuesday, January 13, 2009

Þrið/ Mið - ath!

Sælir strákar.

Unnum Aftureldingu nokkuð örugglega í frostinu upp í Mosó í gær - allt fínir leikir hjá okkur og nú er bara að gera sig klára í leikina á móti FH um næstu helgi.

Ætluðum að taka Píp testið úti á morgun, mið, allir saman - en held að við séum feitt að ofmeta veðrið - verðum að geyma það aðeins og finna innitíma. En við ætlum að halda okkur við planið og vera allir saman á morgun, miðvikudag (það er því engin æfing hjá yngra árinu í dag).

- Mið - Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.16.30 - 18.00.

Munið að að skila öllu happdrættis og geisladiska dóti af ykkur til mín á morgun - Setjið það á minnismiða strax og þið lesið þetta - Þetta er nefnilega síðasti sjens (annars þarf að dröslast með þetta heim til mín um kvöldið)!

Og passið líka að klæða ykkur almennilega á æfingunni.
Síja,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Æfingaleikur v Aftureldingu - mán!

Heja.

Síðasti leikurinn í þessari törn var við Aftureldingu á þeirra heimavelli í gær. Aðstæður ekkert spes - en við stóðum okkur vel, djöfluðumst allir saman og unnum verðskuldað. Allt um leikinn hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: Æfingaleikur v Aftureldingu - C lið.

Dags: Mánudagurinn 12.janúar 2009.
Tími: kl.16.30 - 17.30.
Völlur: Gervigrasvöllurinn upp í Mosó.

Dómarar: Þjálfarinn þeirra tók fyrri en Teddi seinni - stóðu sig báðir afar vel.
Aðstæður:
Mjög kalt en stillt - smá fönn á vellinum en ekkert rosa sleipt.

Staðan í hálfleik: 4 - 0.

Lokastaða: 7 - 0.

Maður leiksins: Nizzar.

Mörk: Sigurjón - Andrés Uggi - Nizzar 2 - Breki - Sölvi - Þorkell.

Liðið: Addi (markmaður aftureldingar) í marki - Benni og Matti bakverðir - Þorkell og Ýmir miðverðir - Nizzar og Sölvi á köntunum - Kristjón aftari miðja - Sigurjón og Sigurður Þór fremri miðja - Andrés Uggi einn frammi. Varamenn: Pétur Jökull, Breki og Hörður Gautur.

Frammistaða:

Flestir að standa sig mjög vel - Nizzar var mjög öflugur - Sigurjón átti toppleik og vorum við virkilega ánægðir með hann. Vörnin lét vel, Benni og Matti í bakverðinum og Ýmir og Þorkell átu alla bolta. Gott að fá Hörð Gaut aftur sprækann.

Almennt um leikinn:

Það var frekar kalt upp í Mosó - snjór á vellinum en ekkert sleipur samt. Við byrjuðum af krafti og sóttum stíft á þá í byrjun. Náðum að komast nokkrum sinnum í gegn og náðum að setjann snemma.

Vorum duglegir að stoppa þeirra sóknir á miðjunni, komust fyrir þeirra sendingar og hófum sókn strax.

Vantar enn að bakverðir komi meira með í sóknina, vinnum í því.

Fengum lánaða markmenn frá Aftureldingu sem var snilld, en það reyndi ekki mikið á þá. Við átum alla bolta sem komu inn fyrir og fengu þeir bara örfá færi.

Við vorum meir að segja klaufar að klára ekki betur nokkur færi - hefðum mátt skjóta meira á markið, fórum stundum aðeins of langt og héldum boltanum aðeins of lengi.

En í heildina flottur leikur hjá okkur.

- - - - -

Sunday, January 11, 2009

Mán!

Hey.

Gerðum virkilega góða ferð upp á Skaga áðan. Unnum 4-1 og 3 - 0 með mörkum frá Stebba (2), Sveini (2), Bjarna, Danna L og Andra í sínum fyrsta leik með Þrótti (síðan í fimmta :-) Og stúkan var full af þróttaraforeldrum sem skelltu sér í bíltúr upp á Skaga.

Á morgun, mánudag, eigum við svo þriðja leikinn í þessari "törn" - en hann er við Aftureldingu á þeirra heimavelli (úti gervigras) - Það er ekki æfing hjá þeim sem kepptu í dag, í staðinn eigi þið að skokka, fara í sund, smá bolta eða eitthvað álíka - æfing í "hinni" íþróttinni ykkar sleppur auðvitað líka :-)

- Leikur v Aftureldingu - Mæting kl.16.00 upp í Varmá (íþróttahúsið þeirra) - keppt frá kl.16.30 - 17.45:

Kári - Þorkell - Andrés Uggi - Ýmir - Marteinn Þór - Pétur Jökull - Nizzar - Sigurður Þór - Kristjón Geir - Benjamín - Sigurjón - Sölvi + Kristófer - Breki - Daníel Þór - Viktor Snær.

Endilega verið samferða í bílana. Látið mig strax vita ef þið komist ekki og munið eftir öllu dóti (hlý innanundirföt ef það er kalt).
Þið getið svo skilað peningunum úr happdrættis- og geisladiskasölunni á morgun, en í síðasta lagi á þriðjudaginn (en eldra árið á miðvikudaginn).

Sjáumst í "massívu" stuði í leiknum.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Æfingaleikir v ÍA - sun!

Jamm.

Það var "road trip" upp á Skaga í gær - kepptum í nýju "hlýju" höllinni þeirra. Nutum okkar vel og kláruðum báða leiki, með nokkuð fínum leikjum. 4 strákar að spila fyrsta leikinn sinn með okkar, þrír eftir smá pásu reyndar. En framhaldið lítur vel út. Allt um leikina hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: Æfingaleikur v ÍA - A lið.

Dags: Sunnudagurinn 11.janúar 2009.
Tími: kl.11.30 - 12.45.
Völlur: Gervigrashöllin upp á Skaga.

Dómarar: KSÍ dómari frá þeim tók báða leikina - virkilega nettur og pró.
Aðstæður: Gríðarlega kalt inni í höllinni, menn á hreyfingu létu það audda ekki á sig fá en vont var að standa kyrr í þrjá tíma! Grasið var sweet.


Staðan í hálfleik: ?

Lokastaða: 4 - 1.

Maður leiksins:
Sveinn Andri.
Mörk: Sveinn Andri (2) - Stefán Pétur (2).

Liðið: Vésteinn í markinu - Palli og Árni bakverðir - Anton Orri og Jovan miðverðir - Jón Konráð og Elvar á köntunum - Daði og Njörður bakverðir - Aron Bj. og Sveinn Andri frammi. Varamenn: Stefán Pétur, Arnar P og Hörður Sævar.

Frammistaða: - Slugs, tökum það á okkur!

Almennt um leikinn:

Í heildina frekar flottur leikur hjá okkur - Fengum virkilega góð færi og óheppnir að bæta ekki við mörkum. Við vorum fljótari en vanalega að bera boltann upp völlinn, en við þurfum að fara betur í hvaða leiðir við veljum.

Varnarlega vorum við samt ekki alveg nógu öruggir - ÍA-menn voru grimmir á miðjunni og mjög fljótir fram á við. Við seldum okkur of oft og svo vantaði að vera meira á tánum því allt of margir boltar fóru fram hjá okkur. Við hefðum líka mátt loka betur á sendingarmanninn og bakka aðeins betur.

Lítið var um tal (eins og fyrri daginn) - og sumir frekar ryðgaðir í sendingum.

- - - - -
  • Hvaða leikur: Æfingaleikur v ÍA - B lið.

Dags: Sunnudagurinn 11.janúar 2009.
Tími: kl.13.00 - 14.15.
Völlur: Gervigrashöllin upp á Skaga.

Dómarar: KSÍ dómari frá þeim tók báða leikina - virkilega nettur og pró.
Aðstæður: Gríðarlega kalt inni í höllinni, menn á hreyfingu létu það audda ekki á sig fá en vont var að standa kyrr í þrjá tíma! Grasið var sweet.

Staðan í hálfleik:
?
Lokastaða: 3 - 0.

Maður leiksins: Jökull.

Mörk: Andri Már - Daníel L - Bjarni Pétur.

Liðið: Vésteinn í marki - Viktor Snær og Bjarni Pétur bakverðir - Daníel L og Gunni miðverðir - Daníel Þór og Breki á köntunum - Jökull og Jón Kaldal á miðjunni - Brynjar og Andri Már frammi. Varamenn: Jónas, Jakob, Birkir Örn, Ólafur Guðni og Björn Sigþór.

Frammistaða: - Slugs, tökum það á okkur!

Almennt um leikinn:

Við byrjuðum af krafti og vorum betri aðilinn í fyrsta hálfleiknum - náðum þó ekki að skora fyrr en í hálfleik nr.2.

- - - - -

Saturday, January 10, 2009

Leikir!

Bledsen.

Sorrý hvað þetta kemur seint, örugglega einhverjir búnir að blóta mér! Á enn eftir að heyra í nokkrum leikmönnum, og svo var líka að telja dósir eins og ljónið niður í Þrótti!

En það eru tveir leikir á morgun, sunnudag, við ÍA upp á Skaga. Og svo einn leikur v Aftureldingu á mánudag. Vonandi eru allir klárir á planinu hér fyrir neðan - held að allir ættu að vera klárir, annars heyrið þið auðvitað strax í okkur.

Við munum fara á einkabílum upp á Skaga - okkar vantar 4 bíla í hvora ferð þannig að endilega heyrið í mér eða Tedda í dag upp á hvort ykkar foreldri getur tekið smá bíltúr :-) Taka með allt fótboltadót, handklæði og 800-1000kr (500kr í göngin og rest í pullu eftir leik)!

Svo ættu allir að finna völlinn upp í mosó á mánudaginn - muna líka eftir öllu dóti þá.

Sun:

- Mæting kl.10.00 niður í Þrótt - keppt v ÍA kl.11.30 upp á Skaga:

Hörður Óskar - Vésteinn - Anton Orri - Árni Þór - Páll Ársæll - Aron Bj. - Daði - Jovan - Jón Konráð - Sveinn Andri - Elvar Örn - Njörður Danry - Stefán Pétur - Arnar P.

- Mæting kl.11.30 niður í Þrótt - keppt v ÍA kl.13.00 upp á Skaga:

Kristófer Karl - Andri Már - Jökull - Brynjar - Gunnar R - Daníel L - Björn S - Ólafur G - Jakob - Jónas - Birkir Örn - Bjarni P - Jón Kaldal - Breki - Daníel Þór! - Viktor Snær.

Mán:

- Mæting kl.16.00 upp í Varmá, íþróttahús Aftureldingar - keppt v Aftureldingu kl.16.30 á gervigrasinu þeirra:

Kári - Þorkell - Andrés Uggi - Ýmir - Marteinn Þór - Pétur Jökull - Nizzar - Sigurður Þór - Kristjón Geir - Benjamín - Sigurjón! - Sölvi - Hörður Gautur!

- Smessa á mig ef þú ert klár: Aron Br.
- Meiddir / hvíla þessa leiki: Birkir Már - Þorsteinn Eyfjörð - Skúli Arnar! - Bjarki L - Pétur Jóhann.

Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
Sjáumst í stuði,
Ingvi (869-8228) og Teddi (824-7724)


- - - - - - -

Friday, January 09, 2009

"Súper testið"

Jamm.

Hérna er þá niðurstöðurnar úr 2.4 km testinu okkar í gær:

Topp 4 - yngra ár: Nizzar (10 mín og 22 sek) - Breki (10 mín og 38 sek) - Viktor Snær (10 mín og 50 sek) - Þorkell (10 mín og 57 sek).

Topp 5 eldra ár: Daði (10 mín og 18 sek) - Páll Ársæll (10 mín og 19 sek) - Jovan (10 mín og 32 sek) - Daníel L (10 mín og 42 sek) - Anton Orri (10 mín og 46 sek).

Meðaltal eldra ár: 11 mín og 30 sek.
Meðaltal yngra ár: 12 mín og 19 sek.

Meðaltal alls: 11 mín og 53 sek.

Meðaltal 1 km: 4 mín og 57 sek.

Massa prófið í næstu viku: Aron Br. - Birkir Már - Björn Sigþór - Bjarki L - Jakob - Jónas - Pétur Jóhann - Skúli - Vésteinn - Þorsteinn Eyfjörð - Hörður Gautur - Sigurjón.

Svo viljum við "audda" sjá alla bæta sinn tíma næst þegar við tökum þetta (eftir ca. mánuð).
Ok sör.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Helgin!

Sælir meistarar.

Virkilega flottir í dag - nett að fá að fara á Laugardalsvöllinn í hlaupið. Og tókuð prýðilega á því á æfingunni.

Reyni að setja hlaupatímana inn á bloggið í kvöld, og svo koma liðin og mætingartímarnir inn á bloggið um hádegisbilið á morgun.

Vitið svo af dósasöfnuninni hjá yngri flokkunum á morgun, laugardag.

Njótið annars föstudagskveldsins.
Og mæli með menn reddi sér "queen of hearts" og "five 2 love" með motion boys :-)
hafið það gott,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Thursday, January 08, 2009

Fös!

Jamm jamm.

Friday á morgun - er svo innilega ekki að hata það! Á planinu okkar stóð Cooper Test og ætlum við að halda okkur við það að mestu - þ.e. við munum hlaupa 6 hringi á Laugardalsvellinum (6 * 400m : 2.4 km) á tíma. Passið að vera vel skóaðir - Klárum þetta leikandi.

Þannig að það er mæting kl.15.30 niður í Þrótt, og svo trítlum við saman niður á völl:

- Skokk + Æfing - Allir - Gervigrasið kl.15.30 - 17.00.

Endum svo á nettu spili á grasinu, gerum okkur ready í leikina sem eru framundan.
Sjáumst sprækir,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

p.s. Flöskusöfnun á Laugardaginn!

Laugardaginn 10. Janúar verður Knattspyrnudeild Þróttar með flöskusöfnun frá kl. 11:00-14:00. Flestir eiga eftir hátíðarnar mikið af dósum og flöskum í geymslu, hvernig væri að láta Þrótt fá þetta í styrk og losna í leiðinni við að flokka og fara með í endurvinnsluna. Aldrei fyrr hefur stuðningur íbúa hverfisins verið okkur eins mikilvægur til uppbyggingar á enn öflugra barna- og unglingastarfi. Um 80 sjálfboðaliðar koma að verkinu og eru það iðkendur í 5., 6. og 7. Flokkur karla og kvenna fara um hverfið og safna saman pokunum. Eina sem þú þarft að gera er að setja pokann með umbúðunum óflokkaðan út fyrir dyr og við komum og pikkum hann upp.

Með von um jákvæð viðbrögð,
Knattspyrnudeild Þróttar

Wednesday, January 07, 2009

Mið!

Ble.

Fótboltaveðrið heldur áfram! Flott æfing í gær, 20 "kvikindi" á svæðinu + einn af eldra ári - sem náði ekki að taka sláarkeppnina að þessu sinni (því yngra árið er ennþá ekki nógu spes í að hitta slánna)!



Eldra árið tekur svo á því í dag, miðvikudag. Vonandi þrír markmenn og "skotsfyrirgjafirskot" hjá tedda því við klikkuðum á því á mán:

- Æfing - Eldra ár - Gervigrasið - kl.16.30 - 18.00.

Annars bara fjör.
kv,
Ingvi og Teddi.


p.s. toppið þetta:

Monday, January 05, 2009

Þrið!

Jójójó.

Massa mæting í gær strákar - sem er bara súper. Soldið síðan við vorum með tvo markmenn - gargandi snilld að fá Véstein inn, sem og fleiri Víkinga :-)

Það var líka svaðalegt fótboltaveður, skandall að gömlu hafi ekki verið með. Þrátt fyrir svaðalega ferska stutta spretti sagði ekki einn leikmaður við mig; "nettir sprettir" við mig :-(

Dagatalið er svo að finna hér. Set það líka hér inn hægra megin fljótlega. Aðalmálið næst á dagskrá eru leikir við ÍA upp á skaga á sunnudaginn (vinna í bílförum) og svo leikur v Aftureldingu næsta mánudag. Nú er bara að standa sig í vikunni.

Svo fara markmannsæfingar að byrja um miðjan mánuðinn - það verður flott þegar þær komast á fullt. Nýi markmaðurinn í mfl, daninn Henrik Bødker, mun sjá um þjálfunina.

Annars er alles klar í dag, frí hjá eldri en æfing snemma hjá yngri:

- Æfing - Yngri - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.

Dróg nöfn Breka og Nizzar að tilviljun upp úr húfu áðan - þeir mæta 15 mín fyrr og pumpa í boltana :-)
Sjáumst bullandi eldhressir.
Ingvi og Teddi.

- - - - - -

Friday, January 02, 2009

Mán!

Jæja.

Nú "störtum" við loksins árinu - fyrsta æfing ársins er á morgun, mánudaginn 5.jan. Fyrst mæta menn alveg eldhressir í skólann - svo ofursprækir niður á gervigras:

- Æfing - Yngra ár - Gervigrasið - kl.16.40 - 18.00.

- Æfing - Eldra ár - Gervigrasið - kl.18.00 - 19.20.


Menn vonandi spenntir að byrja aftur - planið er að dreifa janúardagatali eftir æfingu þannig að allt sé klar! Þá sjáumst við bara ready.
Síja,
Ingvi og Teddi.

- - - - - -

Útihlaup!

Sælir drengir.
Duglegir í dag??

Næstu tveir mánuðir fara að miklu leyti í grunnþol hjá okkur - eitthvað verður um hlaup og aðrar æfingar sem hjálpa okkur að komast í tipp topp form fyrir vorið.

Við hlupum 7 sinnum fyrir jól (sleppur, en hefðum getað bætt við 2-3 föstudögum)! Erum samt ánægður með ykkur. Nokkrir náðu að mæta alltaf, en sumir skulda (mæta bara 100% héðan í frá). Ég er líka spenntur að sjá Tedda í hlaupaskónum á nýju ári :-)

Við ætlum að gera þetta aðeins skipulagðara héðan í frá - nákæmar vegalengdir ættu að koma á dagatalið sem verður dreift á mánudaginn.

En hérna eru "the top five runners" á hvoru ári - fulll mæting (7 skipti):

- Eldra ár: Anton Orri - Birkir Már - Daníel L - Elvar Örn - Sveinn Andri.

- Yngra ár: Andrés Uggi - Bjarni Pétur - Nizzar - Sölvi - Þorkell.

Ok sör,
Ingvi (4 skipti) og Teddi (0 skipti).

p.s. svo óskum við Tedda til hamingju með afmælið (46 ára held ég) (djö er ég alltaf leiðinlegur við hann). En það hljóta einhverjir að smessa á kallinn :-)

- - - - -

Thursday, January 01, 2009

Helgin!

Bledsen.

Smá "verkefni" fyrir helgina:

1. Selja happdrættismiðana og geisladiskinn eins og ljónið (höddi, stebbi, bjarki, brynjar og gunnar valur! eiga enn eftir að fá sitt dót - kem með það á mánudaginn og svo takið þið svokallaða "monstersölu" á etta).

2. Skokk - Fara einhvern tímann um helgina niður að "steinatorgi" og taka tímann á sér í 1.5km (þið eigið sem sé að hlaupa hringinn í kringum húsdýra - og fjölskyldugarðinn). Topp tími þar er eitthvað um 5 1/2 mínúta. Hæfilegur tími miðað við litla hreyfingu um jólin er í kringum 6 mínútur. Spjallskemmtiskokk tíminn er 6 1/2 + mínútur. Bíð spenntur eftir að heyra tímana ykkar á mánudaginn.

3. Horfa á einn leik fótboltaleik um helgina - fylgjast vel með varnarleik, færslum, sóknarleik og föstum leikatriðum.

Snilld ef menn rúlla þessu upp, samt ekkert stress!
Svo bara mandag á venjulegum tímum.
Ingvi og Gamli Teddi.

- - - - -