Thursday, August 31, 2006

Fimmtudagsfrí!

Jev.

Við tökum frí dag, fimmtudag. Höfum gott af því - svo var líka
einhver að væla í commentadótinu!! Reyndar er líka frí í mfl
þannig að ég hefði alveg verið til í bolta, og jafnvel í markinu, enda
liðlegri en kisa þar! Þarf líka að prófa nýju skóna og nýju grifflurnar!
Tek bara þjálfarapúpurnar í 3 v 3 í staðinn (æj neij, eymi veikur og egill
veikur (hvað er að frétta?)).

Þannig að við chillum í dag, og tökum æfingar á morgun, föstudaginn 1.sept:

- Yngra árið æfir kl.15.00 - TBR völlur (ath - átti að vera á suðurlandsbr).

- Eldra árið æfir kl.16.30 - TBR völlur (ath - átti að vera á suðurlandsbr).

Reyni að vera búinn með septemberplanið.
Sjáumst eldhressir,
Ingvi, Eymi, Egill og Kiddi.

Wednesday, August 30, 2006

Vatnsblöðruæfing!

Jamm.

Það er staðfest:



Æfing hjá öllum kl.15.45 upp á Suðurlandsbraut (völlurinn á að vera laus þá - engin að vera á æfingu - vona að það standist alveg).

Skiptum í 3 hópa, tökum reit, skotkeppni og smá tækniæfingar - og svo nett spil.
Endum svo á að bleyta yngra árið aðeins. En ath: þetta er bara til
gamans gert - þetta verður engin kvikindisskapur - bara fjör.

Strákar á eldra ári - reynið að redda ykkur vatnsblöðrum ef þið getið - annars
komum við með um 4 stk á mann. Ok sör.

Strákar á yngra ári - engar pollabuxur leyfðar! og alveg bannað fyrir ykkur að koma
með blöðrur!

Eymi er sá eini sem má koma með vatnsbyssu, annars eru þær bannaðar.

Sjáumst á ettir.
Ingvi (sáuði innkomuna), Eymi (koma svo - ekki kvefaður), Egill (þjálfaði síðast hvenær?) og Kiddi (verður líka bleyttur).

Tuesday, August 29, 2006

Miðvikudagurinn 30.ágúst!

Jev.

Massa leikur í kvöld - vonandi hafa allir náð að sjá hann, annað hvort
á vellinum eða í sjónvarpinu! Sérstaklega síðasta korterið :-)

Það var líka fínn leikur fyrr um daginn þegar við gerðum jafntefli við
Fylki (meir um hann fljótlega).

En við æfum örugglega allir saman á morgun, miðvikudag, og örugglega
með vatni!! Ég þarf bara að kanna með völl og soddann. set þetta inn fljótlega
í fyrramálið. Ok sör.

Heyrumst,
Ingvi og co.

Leikur v Fylki!

Jess.

Síðasti leikur sumarsins var í gær - fínasta jafntefli við Fylki.
Margir fengu að spreyta sig - og vonandi fóru menn heim sáttir.
allt um hann hér:

- - - - -

Dags: Þriðjudagurinn 29.ágúst 2006
Tími: 16.00 - 17.20.
Völlur:
Suðurlandsbrautin.

Þróttur 2 - Fylkir 2.
Staðan í hálfleik: 0-0
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 1-2, 2-2.

Maður leiksins: Tryggvi
Mörk: Tryggvi - Sindri


Vallaraðstæður: Völlurinn bara ágætur en soldið napurt úti (það er að koma haust)!
Dómari: José og Óli M - Stóðu sig temmilega
Áhorfendur: Þó nokkrir foreldrar og strákar létu sjá sig,


Liðið (4-4-2): Kristó í markinu - Danni I og Gunni bakverðir - Jónmundur og Hreiðar Árni miðverðir - Hákon og Anton Helgi á köntunum - Arnar Már og Arnar Páll á miðjunni - Flóki og Tryggvi frammi + Davíð Hafþór, Sindri, Silli, Viktor M, Mikki, Daði Þór, Ágúst Ben, Óskar, Jimmy og Davíð Þór.

Frammistaða:

Kristó: Mjög fínn leikur, traustur og gerði engin mistök.
Danni: Flottur leikur, var mikið í boltanum og varðist vel.
Gunni: Fínn leikur, hefur oft verið virkari samt sem áður.
Jómmi: Klassa leikur, afar traustur í miðverðinum
Hreiðar: Fínn leikur, var að verjast virkilega vel í miðverðinum
Hákon: Ágætur leikur, hefði þó mátt vera örlítið virkari.
Anton: Góður leikur, var að fá boltann út í hornin og þegar hann tekur sig til, getur hann stungið nánast alla af.
Arnar Már: Solid frammistaða á miðjunni, var að dreyfa boltanum vel og vann vel varnarlega.
Arnar Páll: Ótrúlega góðar spyrnur hjá honum, enn þarf að hafa aðeins meiri yfirferð.
Flóki: Mjög fínn leikur, djöflast alltaf og kemst í gegn. Nýtir styrk sem er gott!
Tryggvi: Maður leiksins, vann virkilega vel frammi, gaf varnarmönnum þeirra engan tíma og uppskar með þvi mark.

Davíð H: Mjög fín innkoma, kom sér strax inní leikinn og barðist á fullu.
Sindri: Mjög fín innkoma, sterkur í miðverðinum, heilt yfir mjög gott sumar hjá honum.
Silli: Ágætis leikur, býr fullt í honum, var að láta boltann ganga vel og að verjast vel.
Viktor: Átti fínan leik, hefur þó oft komið meira út úr honum, en ekkert til að kvarta yfir.
Davíð Þ: Berst alltaf vel og kemur með sendingar sem er mjög snjallar. Mjög góður leikur.
Mikki: Er með fína tækni, en þegar kemur að leikjum þarf hann að vera aðeins grimmari, þá erum við að dansa. Ágætis leikur samt sem áður.
Jimmy: Fínn leikur, nú er bara að mæta á æfingur í vetur og þjálfa upp fótboltahæfileikana.
Óskar: Ágætis leikur, þyrfti að taka færri snertingar og láta boltann ganga betur.
Daði: Klassa innkoma, ávallt traustur og kom með öryggi í leik okkar.
Ágúst: Fín innkoma, var að hlaupa sig í svæði og fá boltann þar.

Almennt um leikinn:

Leikurinn byrjaði bara fjörlega og sóttu bæði lið af krafti, kannski aðeins meiri grimmd í Fylkismönnum. Enn já, leikurinn var mjög jafn og bæði lið voru að skapa sér færi, mér fannst við þó vera örlítið betri í fyrri hálfleiknum, við vorum að verjast vel, allir sem lið, sem er mjög jákvætt og vorum einnig að sækja sem lið. Allt saman mjög jákvætt.

Hvorugt lið var kannski að skapa einhver dauðafæri og því kannski sanngjarnt að staðan væri 0-0 í hálfleik. Við hefðum þó klárlega mátt vera beittari þegar við vorum komnir inná þeirra vallarhelming. Það vantar stundum hjá ykkur þennan aukakraft til að stinga gaurinn af, til að ná betra skoti á markið til að vera ekki það þreyttur að geta ekki bakkað í vörn. Enn þá gildir bara eitt, taka vel á því í vetur og koma í hörkuformi í næsta síson.

Við komum svo með talsvert breytt lið til seinni hálfleiks, enda með 10 varamenn! Við vorum soldið lengi að koma okkur inní seinni hálfleikinn, þeir lágu talsvert á okkur sem endaði með því að þeir settu tvö mörk á okkur um miðbik seinni hálfleiksins. Við náðum þó fljótlega að hífa uppum okkur buxurnar og setja smá pessu á þá. Tryggvi kom okkur á bragðið með dugnaði sínum og náði að vinna boltann af varnarmanni Fylkis og fór svo alla leið og skoraði.

Á þessum tímapunkti fórum við að sækja meira og meira og þegar ca. ein mínúta var eftir þá fengum við horn og náðum að pota boltanum inn eftir mikinn barning. Algjör snilld að jafna svona seint í leiknum. Sanngjarnt 2-2 jafntefli var því staðreynd í síðasta leik okkar í íslandsmótinu þetta sumarið. Þetta lið hefur staðið sig mjög vel í sumar, fyrir utan einn leik, á móti FH. En við gleymum honum bara.

Ég segi því takk fyrir viðburðaríkt og gott sumar og komum svo sterkari næsta sumar.

Í einni setningu: Sanngjarnt jafntefli í góðum og jöfnum leik.

- - - - -

Monday, August 28, 2006

Þriðjudagurinn 29.ágúst - leikur v Fylki + bikarleikurinn!

Heyja.

Það er sem sé einn leikur á morgun, þriðjudag, við Fylki (sjá mætinguna hér fyrir neðan).

En annars er það bara Bikarleikurinn hjá öllum þeim sem komast - Stemmningin byrjar
kl.18.00 niður í Þrótti (sjá miðann sem allir fengu í gær). Svo hefst leikurinn kl.20.00.
Ekkert komið á hreint með boltasækjara - læt ykkur strax vita þegar ég heyri eitthvað.

Svo bara æfing á miðvikudag (betur auglýst síðar).

Sjáumst hressir á morgun,
Ingvi (plís ekki snu) - Eymi (klassa peysa) - Egill (skelfileg hringing) og Kiddi (var hver á myndinni).

- - - - -

Mæting kl.15.30 beint upp á Suðurlandsbraut í dótinu (við komum með treyjurnar) - spilað við Fylki kl.16.00-17.15 - undirbúa sig vel og mæta klárir til leiks (láta vita takk ef þið komist ekki):

Kristófer - Arnar Már - Flóki - Arnar Páll - Ágúst Ben - Gunnar Björn - Hreiðar Árni - Jónmundur - Tryggvi - Sindri - Mikael Páll - Sigvaldi - Daði Þór - Daníel I - Davíð Þór - Hákon - Anton Helgi - Viktor M.

Saturday, August 26, 2006

Mánudagurinn 28.ágúst!

Jebba.

Á morgun, mánudag, er planið þannig:

- Yngra árið æfir kl.15.00-16.00 á gervigrasinu.
- Eldra árið æfir kl.16.00 - 17.00 á gervigrasinu.

Ekkert væl með það! Allir vellir bókaðir. og ekkert mál
að mæta með öðru árinu ef þið komist ekki á ykkar!

Það er ekki alveg komið á hreint hvenær Fylkisleikurinn verður,
en við látum ykkur vita um leið og það skýrist.

Þriðjudaginn fer svo allur í bikarleikinn hjá mfl sem er um kvöldið.
Og á miðvikudaginn er vatnsblöðrukaffið.

Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
Plan fyrir september kemur svo í lok vikunnar.

Heyrumst,
Ingvi og co.

Helgin!

Sælir.

Það er sem sé helgarfrí.

Nema hvað það er hverfismarkaður fyrir ofan Álfheimabúðirnar (við Rauðtorgið)
frá kl.13.00 - 16.00 á laugardag.

Það væri snilld ef einhverjir strákar gætu mætt um kl.12.30 og aðstoðað við kaffisölu -
en við verðum að selja veitingar á staðnum og fer ágóðinn í sameiginlega sjóðinn okkar.

Eins ef einhverjir foreldrar gætu mætt með einn kleinupoka eða svo og hent á okkur!
En alla veganna að láta sjá sig og kíkja á stemmninguna.

Annars bara góða helgi,
og heyrumst á mánudaginn.

Þjálfarar

Leikir v HK!

Ja.

Hvað skal segja!

- - - - -

Dags: Föstudagurinn 25.ágúst 2006
Tími: 16.00 - 17.20.
Völlur:
Valbjarnarvöllur.

Þróttur 0 - HK 2.
Staðan í hálfleik: 0 - 0.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2.

Maður leiksins: Anton.
Mörk: - - - - -


Vallaraðstæður: Veðrið gott en völlurinn algjört djók - algjörlega á floti á nokkrum svæðum (veit ekki af hverju í andskotanum ég var að redda honum).
Dómari: Dóri og Sindri - stóðu sig ágætlega (hefði samt ekki neitað víti einu sinni).
Áhorfendur:
Fullt af fólki í stúkunni - enda krítískur leikur.

Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Gylfi og Kobbi bakverðir - Ingimar og Aron miðverðir - Jónas og Ævar á miðjunni - Bjarmi og Bjarki Steinn á köntunum - Danni og Árni frammi + Bjarki B, Ási, Diddi og Snæbjörn.

Frammistaða:


Anton: Klassa leikur - varði á köflum snilldarlega - gat lítið gert í markinu - þarf aðeins að laga útspörkin.
Gylfi: Missti manninn sinn nokkrum sinnum í gegnum sig - hefði vilja sjá tæklingu þegar fyrsta markið kom - en samt góður leikur.
Kobbi: Átti í smá erfiðleikum í stöðuvatninu sem var á vellinum - en leysti það vel. Ágætisleikur.
Ingimar: Lét teyma sig of framarlega í fyrri hálfleik, og lét manninn sinn nokkrum sinnum snúa sér - en var samt kröftugur og sterkur tilbaka.
Aron: Stóð sig vel í erfiðum aðstæðum - vantaði stundum að hreinsa betur á Þróttara. En yfir höfuð góður leikur.
Jónas: Klassa vinnsla á miðjunni - vann vel og skipulega með Ævari.
Ævar: Átti miðjuna - át þeirra besta mann trekk í trekk - en hefði mátt skjóta sjálfur á markið nokkrum sinnum. Átti klárlega að skora í dag.
Bjarmi: Átti fullt af sprettum upp kantinn sem og fullt af fyrirgjöfum. Góður leikur.
Bjarki Steinn: Boltinn var lítið hans megin í fyrri hálfleik - reyndi að djöflast - fínn síðusta korterið.
Danni: Vantaði að klára alla veganna tvö færi - en völlurinn var náttúrulega bull og truflaði mikið.
Árni: Átti góða spretti - en náði ekki að koma sér í nógu góð færi - vantaði stundum að garga úr sér lungum til að fá boltann!


Bjarki B: Tók strax vel á því og var öflugur í seinni hálfleik. Losnaði oft um hann fyrir framan markið en var óheppinn að ná ekki betri skotum.
Ási: Kom einnig inn með krafti - losnaði oft um hann á kantinum en hefði kannski mátt gefa meiri vídd, sem og fara alla leið í gegn.
Diddi: Fín innkoma - kom sér strax í leikinn.
Snæbjörn: Ágætis innkoma - gat lítið gert í markinu.

Almennt um leikinn:

Ef við byrjum bara á leiknum sjálfum og förum svo á eftir í drama pakkann - þá var þetta í raun hörku leikur. Mikill barningur í fyrri hálfleik og held ég að þónokkur orka hafi farið í hann. Við vörðumst vel í frekar erfiðum aðstæðum. Völlurinn var eins og hann var og sluppum við með að lenda í miklum vandræðum með hann í vörn - en hann truflaði okkur aftur á móti mikið sóknarlega.

Við fengum nokkur afar góð færi í fyrri hálfleik og skil ég ekki hvaða helvítis bölvun er á okkur að ná ekki að klára - ertað grínast hvað það er mikilvægt að vera á undan að skora - en allt kom fyrir ekki. Við áttum nokkrar afar góðar fyrirgjafir, sérstaklega hægra megin frá Bjarma. Við fengum um 8 horn í fyrri hálfleik og um 4 aukaspyrnur sem við flengdum inn - en allt kom fyrir ekki. svo áttum við klárlega að taka fleiri skot á markmanninn en völdum nokkrum sinnum að gefa boltann lengra! Þeir fengu nokkur færi en við vörðumst í heild mjög vel í fyrri. En sem sé 0-0 í hálfleik.

Svo kom dýri kaflinn! Mér fannst við gefa bæði mörkin. Í fyrra markinu sólar HK-ingur alla veganna tvo menn hjá okkur, og annan nánast frá miðju. Þarna verðum við hugsanlega að reyna tæklingu og að koma í betri aðstoð og reyna að hægja á manninum og beina honum á annan Þróttara. En það er kannski auðvelt að vera vitur eftir á. Annað markið var náttúrulega ekki að marka - Aron afar óheppinn að detta og HK-ingur inn fyrir og 0-2.

Þarna voru samt 20 mín eftir - sem fóru náttúrulega í að sækja á þá á milljón. Þeir komust varla yfir miðju - kannski vorum við of stressaðir. við fengum vissulega nokkur góð færi - áttum skot í stöng - 2 önnur fín skot - en annars náðum við ekki að koma okkur í algjöra deddara, soldið út af pollunum, sem voru akúrat á þeim stað þar sem við erum hættulegastir að komast í gegn. Ég veit að viljinn var til staðar en svo fór sem fór. Við verðum náttúrulega að skora strákar til þess að vinna leiki, svo einfalt er það.

Ok - drama: Náttúrulega grátlegt að falla um riðil strákar. Í fyrsta lagi fáránlegt að vera búnir að koma okkur í þessa stöðu fyrir síðasta leikinn. Þetta voru 11 leikir í sumar og skil ég ekki hvernig við náðum bara 2 sigrum og 1 jafntefli. Við vorum og erum með ótrúlega sterkan hóp af strákum, bæði á yngra og eldra ári. Ég veit ekki hvað margir þjálfarar hafa komið til mín eftir leikina og hrósað ykkur. Þess vegna skilur maður ekki að þetta hafi gerst.

Núna fer maður auðvitað yfir hvern leik og reynir að finna út hvar við áttum að ná þessu eina stigi sem hefði haldið okkur uppi.Ég er búinn að stúdera þetta fram og tilbaka - búinn að mölva ýmislegt ( ekki segja neinum) - en svo verður maður bara að taka sig saman í andlitinu og massa ettta. Bara læra af þessu og svo bara næsta season. Maður getur ekki verið að liggja yfir þessu endalaust - ég verð fyrst og fremst að reyna að finna út hvað fór úrskeiðis, en annars verðum við bara að halda áfram.

Náttúrulega ferlega leiðinlegt að enda tímabilið og (hugsanlega) öll árin á þennan máta. En það er í lagi að svekkja sig á þessu út helgina en svo verðum við að halda áfram. Svona getur fótboltinn verið - gleði og sorg.

Er samt verulega ánægður með ykkur strákar - þið eruð sterkir, flottir, góðir og efnilegir (eins og öll liðin okkar). Þið þurfið samt að fara að stækka litla Þróttarahjartað okkar (það sama gildir um mig) og mæta í leikina hugsandi; "við erum betri en þetta lið - ekki sjens að við förum að tapa þessum leik".

Við munum fara yfir þetta aðeins á mánudagsæfingunni, en svo er þetta frá og næsta verkefni tekur við. Ok sör.

Segjum það í bili. Aju.

Í einni setningu: Grátlegt 0-2 tap í enn einum týpískum leiknum fyrir okkur þar sem við sækjum og sækjum en fáum ekkert að launum.

- - - - -

Dags: Föstudagurinn 25.ágúst 2006.
Tími: 17.30 - 19.00.
Völlur:
Suðurlandsbrautin.

Þróttur 6 - HK 0.
Staðan í hálfleik: 3 - 0.
Gangur leiksins:
1-0, 2-0, 3-0, 4-0, 5-0, 6-0.

Maður leiksins: Stefán Tómas.
Mörk:
Stefán Tómas (3) - Valli - Arnar Kári - Arnar Bragi.

Vallaraðstæður: Suðurlandsbrautin var bara nokkuð góð í gær - og veðrið ljúft.
Dómari: Dóri og Sindri - afar traustir þótt þetta var annar leikurinn í röð.
Áhorfendur:
Slatti af foreldrum lét sjá sig - en einhver Eiríkur var með aðeins of mikil læti á línunni fyrir okkar smekk!

Liðið (4-3-3): Krissi í markinu - Nonni og Valli bakverðir - Gummi og Arnar Kári miðverðir - Valli og Nonni bakverðir - Arnþór, Gulli og Atli á miðjunni - Arnar Bragi, Bjarki Þór og Tolli frammi + Jóel - Kommi - Stebbi - Anton S - Viktor G - Starki.

Frammistaða:

Krissi: Hafði lítið að gera en var alltaf á tánum. Fínasti leikur.
Nonni: Sem fyrr, klassa frammistaða. Hefur þann góða kost að geta leyst fleiri enn eina stöðu.
Valli: Traustur að vanda, góðar sendingar og góður varnarlega.
Gummi: Mjög góður leikur, alltaf traustur í vörninni og sóknarmenn HK áttu aldrei séns (þó spes litur á stuttbuxunum hans)
Arnar Kári: Mjög góður leikur, var í vörn í fyrri og sókn í seinni. Náði að skora og setta þannig punktinn yfir i-ið á góðu sumri.
Arnþór: Fínn leikur, hefur þó oft komið meira út úr honum, en ekkert til að kvarta yfir.
Gulli: Klassa leikur, var gríðarlega duglegur eins og venjulega og átti nokkrar góðar sendingar.
Atli: Fínn leikur, vinnur alltaf vel fyrir liðið og berst eins og ljónið.
Arnar Bragi: Alltaf hættulegur og náði að setja mark. Topp leikur.
Bjarki Þór: Fínasti leikur. Hefði viljað sjá aðeins meiri kraft frá honum en allt í góðu.
Tolli: Klassa leikur. Náði að rífa sig uppúr lægðinni frá ÍR-leiknum og var að ógna marki þeirra eins og ljónið.

Stebbi: Ótrúlega flott innkoma. Naskur á að koma sér í færi og kláraði sín færi með stakri snilld.
Anton: Fín innkoma á miðjuna, var að koma með flottar sendingar og barðist vel. VERÐUR hins vegar að fara læra það að æsa sig í stöðunni 5-0 er ekkert nema óþarfi.
Kommi: Glæsileg innkoma. Það er eins og varnarmenn eru keilur þegar hann er með boltann, tekur menn á og skilar bolta frá sér á réttu agnablikum.
Jóel: Fín innkoma í bakvörðinn, gerði sig ekki sekann um neitt kjaftæði og skilaði boltanum vel frá sér
Starki: Tók miðvörðinn á'etta í leiknum og stóð sig vel í leiknum. Rauk svo í matarboð um miðbik seinni hálfleiks.
Viktor: Fín innkoma og stóð sig afar vel jafnt varnarlega og sóknarlega.


Almennt um leikinn:

Já, þar sem þessi leikur skipti okkur akkúrat engu máli ákváðum við að prófa aftur 4-3-3 leikkerfið. Það er nú einu sinni þanig að það er mikilvægt fyrir ykkur uppá framtíðina að kunna fleiri enn eitt leikkerfi, ef eitt leikkerfi gengur illa í leik, þá er gott að geta breytt um leikkerfi án þess að allt fari úr límingunum.

En þá að leiknum. Fyrstu 15 mínúturnar einkenndust soldið á því að menn voru að koma sér fyrir í nýju leikkerfi.
Fullmikill háloftabolti í gangi. Valli náði svo að skora mark af löngu færi strax á þessum fyrstu mínútunum, ekki leiðinlegt það. En eftir þessar fyrstu mín náðum við algjörlega valdi á leiknum. Boltinn fór að ganga sæmilega á milli manna, en menn voru samt fullmikið að reyna að þröngva boltanum fram völlinn. En við náðum þó nokkrum sinnum að komast inn fyrir vörnina þeirra og í eitt skiptið stakk Arnar Bragi HK gæjana alveg af og náði að setja'nn. Staðan 2-0 fyrir okkur í hálfleik, staða sem við könnumst vel við.

Í seinni hálfleik vorum við að spila miklu betur. Boltinn gekk betur og við vorum að stinga boltanum á réttari augnablikum. Stebbi setti fljótlega mark og eftir það áttum við gjörsamlega leikinn. Þrátt fyrir að við værum mun meira með boltann vorum við sossum ekki mikið að skapa einhver dauða færi, síðustu þrjú mörkin voru meira eftir mistök af þeirra hálfu. En það kemur, þurfum bara að æfa þetta kerfi á undirbúningstímabilinu.

Semsagt, traustur sigur og okkur tókst að vinna þegar við vorum 2-0 yfir í hálfleik. Sem er nýtt! Við áttum samt að enda ofar í deildinni og á næsta tímabili er aldeilis test á yngra árið. Algjör skylda að komast aftur upp og þar með í úrslitakeppni. Við bara verðum bara að fara vinna þessa leiki á móti bestu liðunum, sem við höfum sýnt að við getum alveg. Takk fyrir gott sumar og nú er það bara næsta mál á dagsskrá, koma sér í massa form fyrir næsta ár og taka þessa b-deild.

Í einni setningu: Klassa sigur og klassa endir á sumrinu.


- - - - -

Friday, August 25, 2006

Föstudagur - Leikir við HK!

Hæ.

Hérna er etta - treysti á að allir mæti 110 % klárir í leikinn með það
eitt í huga að gera sitt allra besta og ná stigum fyrir sitt lið. Pössum að
vera mættir á réttum tíma, með allt dót og einbeittir. Áfram með etta
kaffi!

Sjáumst eldhressir,
Ingvi, Egill, Eymi og Kiddi.

- - - - -

A lið - Mæting kl.15.00 niður í Þrótt (leikmannaherbergi) - Spilað við HK kl.16.00 á Valbjarnarvelli:

Anton - Snæbjörn Valur - Ingimar - Bjarmi - Aron Ellert - Ástvaldur Axel - Ævar Hrafn - Jakob Fannar - Gylfi Björn - Daníel Ben - Jónas - Bjarki B - Árni Freyr - Bjarki Steinn - Kristján Einar.

B lið - Mæting kl.16.00 út á Valbjarnarvöll til að kíkja aðeins á leikinn (geyma töskurnar niður í Þrótti) svo inn í klefa - Spilað við HK kl.17.30 upp á Suðurlandsbraut:

Kristján Orri - Arnar Bragi - Starkaður - Viktor G - Bjarki Þór - Atli Freyr - Guðlaugur - Arnar Kári - Guðmundur Andri - Kormákur - Stefán Tómas - Arnþór Ari - Valgeir Daði - Þorleifur - Jón Kristinn - Anton Sverrir - Jóel.

C lið - Mæting kl.15.00 út á TBR völl - tökum fína æfingu og kíkjum svo á leikinn:

Arnar Már - Úlfar Þór! - Einar Þór! - Reynir - Kristófer - Orri - Stefán Karl - Flóki - Davíð Hafþór - Arnar Páll - Ágúst Ben - Jónmundur - Tryggvi - Viktor M - Sindri - Sigvaldi - Mikael Páll - Daði Þór - Emil Sölvi - Matthías - Pétur Dan - Gunnar Björn - Daníel I - Daníel Örn - Óskar - Hreiðar Árni - Jimmy - Davíð Þór - Egill - Leó - Anton Helgi - Tumi - Kevin Davíð - Leó - Elvar Aron! - Hákon - Ágúst Heiðar.


- - - - -

Wednesday, August 23, 2006

Fimmtudagurinn 24.ágúst!

Jójójójó.

Það verður enn ein breytingin hjá okkur! Þar sem að meistaraflokksleikurinn
við Leikni verður kl.18.30 (upp í Breiðholti - og þar af leiðandi mæting í leikinn hjá kallinum
kl.16.15
) þá verður bara æfing hjá væntanlegum hóp sem keppir við HK á föstudaginn - en á
föstudaginn er svo æfing hjá öllum öðrum - og svo leikirnir við HK.

Þannig að vatnsæfingin okkar góða færist fram í næstu viku - og planið
verður þannig:

Fimmtudagurinn 24.ágúst:

- Æfing kl.15.45 á Valbjarnarvelli (sumir þurfa að reyna að fá að fara aðeins fyrr úr skólanum): Anton - Snæbjörn Valur - Kristján Orri - Einar Þór - Gylfi Björn - Aron Ellert - Bjarki B - Ævar Hrafn - Daníel Ben - Jakob Fannar - Árni Freyr - Bjarki Steinn - Ástvaldur Axel - Arnar Kári - Guðmundur Andri - Kormákur - Stefán Tómas - Arnþór Ari - Valgeir Daði - Þorleifur - Kristján Einar - Jónas - Úlfar Þór - Jón Kristinn - Bjarmi - Anton Sverrir - Jóel - Atli Freyr - Ingimar - Guðlaugur - Bjarki Þór - Arnar Már - Viktor G - Starkaður - Arnar Bragi.

- Frí hjá öðrum!


- Mfl v Leiknir kl.18.30 - Leiknisvöllur.

Föstudagurinn 25.ágúst:

- Æfing kl.15.00 á TBR velli: Kristófer - Orri - Stefán Karl - Flóki - Davíð Hafþór - Arnar Páll - Ágúst Ben - Jónmundur - Tryggvi - Viktor M - Sigvaldi - Sindri - Mikael Páll - Daði Þór - Emil Sölvi - Matthías - Daníel I - Daníel Örn - Pétur Dan - Gunnar Björn - Óskar - Hreiðar Árni - Jimmy - Leó - Tumi - Reynir - Kevin Davíð - Elvar Aron - Hákon - Anton Helgi - Ágúst Heiðar - Davíð Þór - Egill.

- Leikir við HK. A lið kl.16.oo og B lið kl.17.00

Laugardagurinn 26.ágúst:

- Frí - Hverfismarkaður!

Sunnudagurinn 27.ágúst:

- Frí - Enski boltinn!

Mánudagurinn 28.ágúst:

- Æfing + 1 leikur v Fylki (heimavöllur).

Þriðjudagurinn 29.ágúst:

- Undanúrslitaleikurinn í bikarnum hjá mfl á Laugardalsvelli.

Miðvikudagurinn 30.ágúst:

- Vatnsblöðruæfingin (loksins).

- Hugsanlegt pizzugúff!

- - - - -

Vona menn taki ekki snapp - klárum Íslandsmótið með sæmd í þessum þremur
leikjum sem við eigum eftir. Svo bara líf og fjör.

Ok?
Ingvi (grosso), Eymi (ace-aði prófið), Egill (ótanaði) og Kiddi (

Miðvikudagurinn 23.ágúst!

Já.

Skólinn byrjaður og allt að gerast!
Magni tók etta náttúrulega með vinstri
í gær - og egill (og anton sverrir) er kominn til landsins.

Við ætlum að geyma vatnsblöðruæfinguna um einn dag.
Eymi heimtaði að komast þannig að hún verður á morgun.

En planið í dag, miðvikudag, er svona:

- Æfing hjá yngra árinu kl.15.30 á Suðurlandsbrautinni.

- Æfing hjá eldra árinu kl.16.45 á Suðurlandsbrautinni.

Sjáumst sprækir.
Ingvi og co.

p.s. þolinmóðir - allt um leikina fer að koma.

Leikur v KR!

Jahá.

Það var sem sé einn leikur við KR í gær. Undirbúningur
og í raun allt sem snéri að leiknum hefði mátt vera gert
betur (menn mættu ekki á réttum tíma - veðrið var frekar
leiðinlegt - þjálfarar voru ekki allan tímann ofl). EN eftir að hafa
lent undir með þremur mörkum þá komu menn tilbaka og
lokatölur 4-5 í fjörugum leik. Allt um hann hér:

- - - - -

Dags: Þriðjudagurinn 22.ágúst 2006
Tími: 17.00 - 18.30.
Völlur: KR-gervigras.

Þróttur 4 - KR 5.
Staðan í hálfleik: 0 - 3.
Gangur leiksins:0-1, 0-2, 0-3, 1-3, 2-3, 2-4, 2-4, 3-4, 3-5, 4-5.

Maður leiksins: Daði Þór.
Mörk: Flóki 2 - Viktor M - ?

Vallaraðstæður: Völlurinn var í sjálfu sér fínn - en það var rigning og rok sem er ekki nógu gott combo!
Dómari: Einn gaur sem kláraði dæmið bara vel.
Áhorfendur: Tveir hressir í byrjun - svo bættust nokkrir við.

Liðið (4-4-2): Kristó í markinu - Silli og Mikki bakverðir - Jónmundur og Sindri miðverðir - Viktor M og Anton Helgi á köntunum - Ágúst Ben og Davíð Hafþór á köntunum - Flóki og Tryggvi frammi + Daði Þór og Daníel Örn.

Frammistaða:

Kristó: Stóð sig vel og gerði fína hluti í markinu - ekki hægt að skrifa neitt á hann.
Silli: Fínn leikur - var að skila boltanum vel til samherja og vinna hann af KR-ingunum. Vantaði kannski aðeins að halda línu.
Mikki: Vann vel - verður samt að passa betur að sjá mann og bolta.
Jómmi: Var eins og veggur í vörninni í seinni - vantaði kannski aðeins að stjórna meira í kringum sig.
Sindri: Duglegur - barst allann leikinn - mætti vera virkari í sóknarspilinu.
Dabbi: Vantaði aðeins meiri baráttu og sigurvilja á miðjunni - Voru samt kaflar þar sem hann gerði allt rétt.
Ágúst: Var að gera góða hluti, færði rétt með vörninni og var virkur í sókninni. Vantar kannski aðeins að vinna 50 / 50 boltana, eins og hjá fleirum.
Viktor: Mjög góður leikur, vann vel og kom boltanum ágætlega frá sér - Vantar kannski meiri hlaup upp kantinn og koma boltanum fyrir.
Anton: Spilaði mjög vel allann leikinn - vantar að opna meira munninn.
Flóki: Var ekki alveg að finna sig í byrjun leiks en var að standa sig vel í seinni hlutanum. Vantar kannski aðeins meiri hreyfingu.
Tryggvi: Stóð sig vel og var duglegur að koma sér í færi, mætti koma aðeins meira til baka og bjóða sig meira.

Daði: Átti frábæra innkomu - var mjög góður í vörninni og á miðjunni - barðist vel og hélt uppi góðu spili.
Danni: Þrátt fyrir að koma svolítið seint þá var hann með hörku baráttu og stóð sig mjög vel.

Almennt um leikinn:

Leikurinn byrjaði nú ekki sérlega vel - fengum á okkur þrjú mörk á um 6 mínútum. Það náttúrulega gengur ekki hjá hvaða liði sem er. Vorum reyndar með vindin algjörlega á okkur í fyrri hálfleik - en það vantaði allt tal og öftustu fjórir héldu engan veginn línunni. Menn voru almennt á hælunum og voru ekki að vinna saman. Við hefðum reyndar getað sett hann í okkar fyrstu sóknum en vorum óheppnir.

Þegar vindurinn er svona þarf maður að passa að halda boltanum niðri og vera extra duglegir að ýta út. Passa líka að vanda útspörkin.

En eftir að hafa lent 3-0 undir fórum við að taka okkur saman í andlitinu og svöruðum með tveimur nettum mörkum. Afar sterkt að koma til baka. En við verðum að fara að hætta að gefa leikina svona frá okkur í byrjun - við vitum alveg hve mikilvægt það er að vera á undan að skora, hvað þá 3 mörk!

En lokatölur 4-5 - mikill markaleikur. Hefðum við verið meira á tánum í byrjun hefðu lokatölur hugsanlega verið öðruvísi. En eins og sagði voru aðstæður ekki nógu spes - en ánægður með Sindra og Mása (og hugsanlega fleiri) að klára dæmið fyrir okkur - okkur vantaði einnig nokkra leikmenn, en þeir mæta bara klárir í lokaleikinn á móti Fylki, sem er jafnframt lokaleikur flokksins í Íslandsmótinu - mössum hann.

Í einni setningu: Rigningar- og markabaráttu leikur sem endaði með naumu eins marks tapi!

- - - - - -

Tuesday, August 22, 2006

Leikur við KR - þriðjudagurinn 22.ágúst!

Jó.

Sorrý hvað þetta kemur seint. Netið lá niðrí í langó og svona.

En það er sem sé einn leikur í dag - við KR á útivelli. Fyrri leikurinn
á móti þeim tapaðist 1-5 á TBR velli og er klárt mál að við eigum að
geta gert mikli betur á móti þeim, fyrir utan að við erum búnir að vinna
síðustu fjóra leiki (v FH, v Víking, v Fjölni og v Gróttu) í þessu liði.

Það er mæting hjá eftirfarandi strákum kl.16.10 upp í KR heimili - aðrir
taka frí í dag.

Kristófer í markinu - Flóki - Arnar Páll - Ágúst Ben - Davíð Hafþór - Hreiðar Árni - Jónmundur - Anton Helgi - Daði Þór - Mikael Páll - Sindri - Viktor jr - Sigvaldi - Hákon - Tryggvi - Daníel Örn - Davíð Þór.

Sjáumst hressir,
Þjálfarar

- Það verður eitthvað skrautlegt þjálfarateymið í dag! Egill er ekki kominn frá Búlgaríu - Hlauparinn þarf að fara á æfingu 17.30 - Rauðhærðastur þarf að fara á æfingu kl.18.00 og Eymi fer í prófið sitt á morgun þannig að hann er að læra eins og ljónið. Þannig að við dobblum hugsanlega einhvern traustann til að klára leikinn!

Monday, August 21, 2006

Mánudagurinn 21.ágúst!

Sælir.

Planið í dag lítur þannig út:

- Yngra árið æfir kl.15.30-16.45 á þríhyrningnum.

- Eldra árið æfir kl.19.30-20.45 Suðurlandsbraut.

Vona að þetta sé allt í góðu. (allt í góðu að mæta á hina æfinguna
ef þið komist ekki á aðra).

Það er svo einn leikur á morgun á móti KR,
og alls þá 4 leikir eftir hjá öllum liðum. Styttist í kæruleysi í
september og haustferðir - en fyrst þurfum við að klára
Íslandsmótið með sæmd.

Svo bara skóli þriðjudag/miðvikudag.
Og vatnsblöðruæfing á miðvikudag.

heyrumst,
Ingvi (winner of the marathon on saturday) og co.

Maraþonið - tímar og myndir!

Sælir.

Já, það voru 17 strákar og 1 þjálfari sem
slátruðu 10 km á laugardaginn var.

Hérna eru nokkrar myndir og svo 6 bestu
tímarnir. Algjör snilld og rúllum þessu aftur
upp að ári!

og já, höfum þetta hérna feitleitrar og með rauðu
letri: "Aldraður yfirþjálfari flokksins vann alla örugglega
eftir að hafa tekið 90 mín kvöldið áður"!



1.sæti: 46:19 ( 45:16) Ingvi Sveinsson
2.sæti: ????? (?????) Guðmundur Andri.
3.sæti: 48:04 ( 47:17) Bjarmi Grétarsson.
4.sæti: 48:12 ( 46:13) Jónas Guðmundsson.
5.sæti: 48:55 ( 47:54) Kristján Einar Auðunsson.
6.sæti: 48:57 ( 47:57) Arnþór Ari Atlason.
7.sæti: 48:58 ( 49:29) Árni Freyr Lárusson.

Aðrir sem komu rétt á eftir (í engri sérstakri röð): Arnar Kári - Starkaður - Jón Kristinn - Stefán Tómas - Davíð Þór - Viktor - Úlfar Þór - Salómon - Daníel I - Bjarki Steinn og Valgeir Daði.

Leikur v Gróttu!

Jess.

Það var einn leikur síðasta föstudag v Gróttu.
Klassa sigur - allt um hann hér:

- - - - -

Dags: Föstudagurinn 18.ágúst 2006
Tími: 17.00 - 18.30.
Völlur: TBR völlur.

Þróttur 5 - Grótta 1.
Staðan í hálfleik: 2-0
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 3-1, 4-1, 5-1.


Maður leiksins: Jómmi.
Mörk: Flóki,
Danni I, Ágúst Ben 2, Sindri


Vallaraðstæður: Völlurinn einkar slappur en veðrið gott.

Dómari: Jose og Óli, stóðu sig sæmilega. Voru mikið fyrir að dæma rangstöður.
Áhorfendur: Afar fáir, sennilega fleiri gróttu foreldrar en Þróttara foreldrar


Liðið (4-4-2):
Orri í markinu - Jónmundur og Hreiðar Árni miðverðir - Viktor og Sindri bakverðir - Anton Helgi og Mikael Páll á köntunum - Arnar Páll og Danni I á miðjunni - Flóki og Davíð Þór frammi + Emil Sölvi - Daði Þór - Viktor jr - Ágúst Ben - Davíð Hafþór - Hákon.

Frammistaða:

Orri: Mjög fín frammistaða, öruggur í öllum sínum aðgerðum og gat ekkert gert í markinu.
Jómmi: Toppleikur, afar öruggur í hjarta varnarinnar.
Hreiðar: Einnig mjög gjóður leikur, myndaði sterkt miðvarðapar með Jómma
Viktor: Fínn leikur, traustur varnarlega, vantaði kannski aðeins uppá sóknartaktana, en það kemur.
Sindri: Klassa leikur, stóð fyrir sínu varnarlega og náði svo að setja'nn glæsilega með góðu skoti.
Anton: Fínasti leikur, býr samt meira í honum. Þegar hann tekur sig til, þá er hann virkilega skeinuhættur.
Mikael: Fínn leikur, mjög traustur varnarlega en hefði viljað sjá hann meira áberandi í sóknarleiknum.
Arnar Páll: Ágætur leikur, alltaf með klassaspyrnur og skapar þannig hættu. Vill samt oft detta í fullmikla leti.
Danni: Fín frammistaða, barðist vel og var mikið í boltanum
Flóki: Toppleikur, hefði getað sett sjö mörk, en jákvæði punkturinn er að hann kom sér í öll þessi færi.
Dabbi: Fínn leikur, var að ógna vel og stakk boltanum oft vel á Flóka og út á kantana.

Emil: Fín innkoma, hans besti leikur í sumar. Kom sér í eitt dauðfæri en náði því miður ekki að setjann.
Daði: Topp innkoma, kom inná miðjuna og var mikið í boltanum, jafnt varnarlega sem sóknarlega.
Viktor: Mjög góð innkoma, kom með hraða og sprengikraft í leikinn. Hefði mátt setja'nn
Ágúst: Klassa innkoma. Kom og sýndi Flóka hvernig ætti að klára færi (ekki fúll Flóki :D).
Dabbi H: Fín innkoma, kom sér strax inní leikinn og vann vel.


Almennt um leikinn:

Jemm jemm. Þetta var klassa sigur hjá okkur á slökum TBR vellinum. Leikurinn byrjaði eins og flestir fótboltaleikir, bæði lið að þreifa fyrir sér, en við náðum þó fljótlega tökum á leiknum og gáfum tóninn um það sem koma skildi. Við tókum náttúrulega fljótlega eftir því að Grótta var ekki með varamenn og við ákváðum því að nota okkur það og keyra upp hraðann og taka vel á því.

Það bar árangur, við náðum að stinga á Flóka sem notaði styrk sinn og hraða til að komast í gegn. Ég hef ekki tölu yfir öll þau dauðafæri sem við fengum í leiknum. Það er nottla gríðarlega jákvætt að skapa sér öll þessi færi, en að sama skapi áhyggju efni að nýta færin ekki betur en raun varð. Enn já, eins og ég segi við stjórnuðum algjörlega leiknum og náðum aðeins að setja tvö mörk í fyrri hálfleik, Flóki eftir að hafa komist einn einn fyrir og Danni eftir horn. 2-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikur var afar svipaður og fyrri hálfleikur. Við sóttum og sóttum og sköpuðum okkur færi, enn mörg hver fóru í súginn. Sindri náði þó að setja'nn með góðu skoti fyrir utan snemma í hálfleiknum og eftir það var sigurinn alltaf öruggur. Ágúst kom inná og komst einn í gegn í nokkur skipti og kláraði tvö þeirra. Vörnin okkar stoppaði nánast allt sem Gróttu menn komu með, nema tvisvar, þá áttu Gróttumenn dauðfæri og nýttu annað þeirra.

Semsagt, topp leikur hjá flestum og góður sigur.

Í einni setningu: Klassa sigur sem hefði mátt vera mun stærri

- - - - - -

Friday, August 18, 2006

Reykjavíkurmaraþonið - Laugardagur!

Yes.

Grátum mfl leikinn í kvöld - en svo þarf bara að halda áfram!

En á morgun, laugardag, er hlaupið "okkar" - við ætlum að hittast
kl.9.20 fyrir framan Sævar Karl í Bankastrætinu og tölta svo niður
að byrjunarpunktinum, en hlaupið byrjar kl.9.40.

Kannski of seint að segja mönnum að borða góðan kvöldmat, vona að
einhverjir hafi skellt sér niður í höll í pastaveisluna. En svo er bara að vakna
snemma, borða góðan morgunmat, og undirbúa sig undir hlaupið.

Allir í góðum hlaupaskóm og í þægilegum hlaupafötum. Svo tökum við góðan
pott saman eftir hlaupið.

Sjáumst bara hressir í fyrramálið,
Ingvi, Eymi (ah hleypur ekki - verður að læra), Egill (tekur hlaupið í búlgaríu) og Kiddi (ah, verður á akureyri að keppa með 2.fl).

Thursday, August 17, 2006

Rvk Maraþonið!

Sælir.

Hefði átt að koma með þetta fyrir löngu - en vona að menn
hafi eitthvað kíkt á þetta - og jafnvel einhverjir skráð sig!

En planið er sem sé að hlaupa 10 km í Rvk maraþoninu núna
á laugardaginn kemur. Menn skrá sig með því að fara inn á
www.glitnir.is og þar á forsíðunni stendur "skrá sig" - er frekar
einfalt. Ég held að þar sem við ætlum að fara í 10 km tímatöku, fá
bol og flögu til að mæla tímann, þá kosti þetta 2500kr. Ég veit - frekar
dýrt - en hlaupið sjálft styrkir svo góð málefni með hluta af ágóðanum.

Hlaupið okkar byrjar kl.09.40 - þannig að við ætlum að hittast fyrir
framan Sævar Karl á bankastræti/laugarveginum kl.09.20 (verið tímanlega).
Eftir hlaup ætlum við svo að skella okkur í Sundhöllina (getum geymt sunddótið
á sérstökum stað) og taka góðan pott. Allt ætti svo að vera búið um kl.12.30.

Á föstudaginn sækir fólk bolinn sinn og tímaflöguna sína - held að það sé milli
kl.19.00 og 21.00.

Vonumst til að sjá sem flesta,
Ingvi, Eymi og Kiddi.

- - - - -

Föstudagurinn 18.ágúst!

Jó.

Í dag, föstudag, er 1 leikur við Gróttu á heimavelli.
Frí er hjá öðrum - en endilega láta sjá sig á vellinum!

Munið svo endilega að skrá ykkur í maraþonið á laugardaginn
(meir um það hér fyrir neðan á síðunni).

Munið líka eftir Þróttur - Fram í mfl kl.19.00 á Valbirni.
Set boltasækjarana hér inn um hádegi á föstudag.

En mætingar í leikinn eru eftirfarandi:

- Mæting kl.16.15 niður í Þrótt - Keppt við Gróttu kl.17.00-18.15 (ekki alveg klárt á hvaða velli):

Orri byrjar í markinu - Jónmundur og Hreiðar Árni verða miðverðir - Viktor og Sindri verða bakverðir - Anton Helgi og Mikael Páll verða á köntunum - Arnar Páll og Danni I verða á miðjunni - Flóki og Daníel Örn verða frammi + (Mæting kl.17.00 niður í Þrótt og svo beint út á völl): Stefán Karl - Emil Sölvi - Daði Þór - Viktor jr - Ágúst Ben - Davíð Hafþór - Davíð Þór - Hákon.

Látið okkur vita í tíma ef þið komist ekki!

- Í fríi / meiddir: Pétur Dan - Gunnar Björn - Anton Sverrir - Reynir - Símon - Úlfar Þór - Einar Þór - Gylfi Björn - Tumi - Elvar Aron - Matthías - Kevin Davíð - Sigvaldi - Egill - Óskar - Ágúst Heiðar.

Sjáumst sprækir,
Ingvi og co.


- - - - -

Leikir v ÍR!

Jamm.

Í gær voru tveir leikir við ÍR upp í Breiðholti. Ekki nógu töff að
fara þaðan með 0 stig. Finnst við eiga miklu meira inni en það (but what
else is new)! En allt um það hér:

- - - - -

Dags: Fimmtudagurinn 17.ágúst 2006
Tími: 16.00 - 17.15.
Völlur: ÍR-völlur.

Þróttur 2 - ÍR 4.
Staðan í hálfleik: 0 - 3
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3, 1-3, 2-3, 2-4.

Stóð sig skást: Bjarki Steinn (í seinni).
Mörk: Bjarki Steinn (40 mín - 48 mín).

Vallaraðstæður: Völlurinn var geggjaður, sólinn skein eins og ljónið og hitinn var um 15 kvikindi.
Dómari: Aðaldómarinn stóð svo sem allt í lagi - aðstðardómararnir ekkert allt of vel með á nótunum!
Áhorfendur: Hefði mátt vera fleira af fólki.

Liðið (4-4-2): Snæbjörn - Bjarmi og Kobbi bakverðir - Ingimar og Aron Ellert miðverðir - Jónas aftari miðja og Ævar fremri miðja - Bjarki B og Bjarki Steinn á köntunum - Danni og Árni frammi + Anton, Gulli.

Frammistaða:

Snæbjörn: Oft verið betri - en bjargaði okkur samt vel á köflum.
Bjarmi: Í heildina sterkur - en átti að gera betur í mörkum 1 og 4.
Kobbi: Virkaði stressaður og vantaði að koma boltanum betur frá sér. En barðist ágætlega.
Aron: Virkaði einnig stressaður - vantaði þessa yfirvegun sem miðvörður verður að vera með - en djöflaðist samt allan leikinn.
Ingimar: Barðist vel og stoppaði fullt af sóknum hjá ÍR.
Bjarki B: Sást lítið en kom sterkari inn í seinni hálfleik - var duglegur að komast að markinu en vantaði að enda með góðu skoti.
Bjarki S: Fór loksins að finna almennilega fyrir sér - setti tvö snilldar mörk - og hefði getað sett tvö í viðbót.
Jónas: Fór minna fyrir honum en áður - en var í ósýnilegu vinnunni - ágætis leikur.
Ævar: Fannst vanta meiri sprengikraft - of rólegur oft á tíðum í sendingum - en hélt boltanum sem fyrr vel og
Danni: Vantaði að losa sig betur frá varnarmanninum á tíðum - hefði vilja sjá alla veganna eitt mark - en barðist sem fyrr vel.
Árni Freyr: Vann ágætlega og skilaði boltanum ágætlega frá sér - fannst vanta betra samspil með Danna - meira tal þar á milli.

Anton: Klassa innkoma - varði oft afar vel. Gat lítið gert í síðasta markinu.
Gulli: Fékk kannski ekki mikinn tíma en reyndi að koma sér inn í leikinn á fullu.

Almennt um leikinn:

Jamm - náðum ekki markmiðum okkar í gær - sem gerir það að verkum að síðasti leikurinn í mótinu verður algjört möst win! Í þeim leik verðum við samt að losa okkur við allt stress og spila agaðann boltann og vera þolinmóðir.

Í gær virkuðum við allt of óöryggir og ég held að þeir hafi gengið á lagið! Það var barningur fyrstu mínúturnar og sem fyrr fengum við tvö afar góð færi í byrjun en náðum ekki að klára. Hefði verið afar sterkt að komast yfir svona snemma - við þurfum að fá þannig "boost" held ég.

En þeir komust svo yfir með ágætu skoti, þar sem við náðum ekki að loka og skotið fór yfir Snæbjörn. Mark nr.2 kom svo skömmu seinna - algjörlega gefins. Beint úr horni - sá sem var á stöng hefði átt að skalla boltann burtu - eða Snæbjörn að ná að kýla boltann burtu (en var óheppinn og datt á línunni). Mark nr.3 kom svo rétt fyrir hálfleik - Lentum 1 v 1 við einn snöggann ír-ing sem náði að klára með lúmsku skoti.

Ótrúlega skrýtið - erum inni í leiknum eina stundina - og svo allt í einu komnir 3-0 undir.
Við náðum svo betur að loka á stungurnar þeirra - Snæbjörn var vel á tánum þar. En hefðum mátt loka betur á skotinn þeirra. Svo vantaði að bakverðir kæmu meir með boltann upp kantinn - virkuðum allt of stressaðir þar.

En við komum miklu sterkari út í seinni hálfleik - sóttum á þá af krafti og vorum öruggir tilbaka. Skoruðum svo á þá tvö mörk, bæði frá Bjarka Steini. Það fyrri eftir snilldar skot frá vítateigslínu og það seinna eftir klafs inni í teig - og við komnir þvílíkt inn í leikinn.

Fengum nokkur færi eftir þetta - en ÍR-ingar voru sterkir og náðu að halda út - og svo skora fjórða markið sitt - hefðum getað gert aðeins betur þá - en vorum náttúrulega með hugann við að jafna og við það myndaðist kannski smá ójafnvægi í vörninni.

Menn voru að berjast ágætlega - flestir að standa undir væntingum en sumir hefðu gert aðeins betur. En svo lýsi ég enn eftir fleiri mönnum í liðinu sem taka það að sér að rífa mannskapinn betur með sér - garga meira og virkja liðið þannig.

En nú er bara að fara að einbeit sér að næsta verkefni, sem svo sannarlega verðugt. HK eftir viku!

Í einni setningu: Eins og svo oft áður þá vantaði herslumuninn og kannski smá trú á sjálfan sig til að klára dæmið og fara heim með alla veganna eitt stig.

- - - - -

Dags: Fimmtudagurinn 17.ágúst 2006
Tími: 17.20 - 18.30.
Völlur: ÍR-völlur.

Þróttur 2 - ÍR 4.
Staðan í hálfleik: 2-0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 2-1, 2-2, 3-2, 4-2.


Maður leiksins: Arnþór Ari.
Mörk: Arnþór Ari (16mín - 28mín).


Vallaraðstæður: Fínn völlur og toppveður.

Dómari: Einhver gaur sem stóð sig ágætlega.
Áhorfendur: Þó nokkrir foreldrar létu sjá sig.


Liðið (4-4-2): Krissi í markinu, Þorleifur og Valli í bakvörðunum, Nonni og Arnar Kári í miðverði, Kommi og Stebbi á köntunum, Arnþór og Atli Freyr á miðjunni, Gulli og Bjarki Frammi + Diddi, Tryggvi, Kristó, Arnar Már og Jóel.


Frammistaða:

Krissi: Fínn leikur, afar traustur í öllum sínum aðgerðum.
Tolli: Hefur margoft verið betri, vantaði þennan sprengikraft sem hann kemur yfirleitt með.
Valli: Traustur, gerði sig ekki sekan mistök og átti fínan leik.
Nonni: Lengst af frábær, en slakaði soldið á (eins og liðið) í lok seinni.
Arnar Kári: Geðveikur fyrri hálfleikur, en vantaði soldið uppá einbeitingu í seinni.
Kommi: Virkilega góður leikur, sérstaklega eftir að hann fór í bakvörðinn, datt reyndar soldið niður í seinni hálfleik, eins og flestir.
Stebbi: Fann sig aldrei almennilega í leiknum, vantaði meiri ógn frá honum.
Arnþór: Mjög góður leikur, skoraði bæði mörkin okkar og var alltaf að gera sig líklegan í að komast í færi.
Atli: Gaf allt sitt og maður biður ekki um meira sem þjálfari.
Gulli: Tók bara fyrstu "tutt" og var traustur, hefði átt að setjann einu sinni.
Bjarki: Mjög fínn leikur, enn vantaði að klára færin, hefði sennilega getað sett tvö.

Tryggvi: Vantar uppá sprengikraft og hefði mátt vera aðeins meira í boltanum. Áræðnin var þó til staðar.
Kristó: Kom mjög vel inní þetta í seinni hálfleik, hefði samt mátt verja vítið (ég veit, erfitt að gera kröfu um það, enn var klárlega í boltanum).
Jóel: Hefur átt betri leik varnarlega, en var mikið í boltanum sóknarlega.
Arnar Már: Fín innkoma, hef samt oft séð hann betri.
Diddi: Mjög fínn leikur, kom sterkur inná miðjuna en vantaði kannski aðeins upp á formið.

Almennt um leikinn:


Já, tap staðreynd í ansi hreint kaflaskiptum leik. Alveg í blábyrjun leiksins voru ÍR-ingarnir töluvert skárri og það tók okkur smá tíma að koma okkur almennilega inní leikinn. Við náðum þó fljótlega góðum tökum á leiknum og áttum hverja stórsóknina á fætur annari. Arnþór Ari komst tvisvar inn fyrir og kláraði bæði sín færi virkilega örugglega.

Í fyrri hálfleik vorum við að spila eins og við viljum spila, boltinn gekk örugglega á milli manna, vörnin örugg, klassa stungur og góðar fyrirgjafir. Bjarki Þór fékk líka a.m.k. eitt DAUÐAfæri en náði ekki að setjann.

Staðan 2-0 í hálfleik, og eins og ég segi, þá vorum við mun betri og hefðum hæglega getað verið meira tveimur mörkum yfir í hálfleik. Ég talaði svo um að 2-0 væri hættulegasta staðan sem hægt er að vera í, ég talaði um að við yrðum að halda áfram að sækja og klára þá alveg.

Í byrjun seinni hálfleiks vorum við að gera nákvæmlega það, sóttum og liðið allt var pressaði stíft á þá. Enn svo kom það sem breytti algjörlega gangi leiksins. Markmaðurinn sparkar út, Arnar Kári misreiknar sig og þar sem vörnin var gjörsamlega flöt, þá komst ÍR-ingur einn í gegn og setti hann. Við þetta virtumst við stressast soldið upp, feilsendingarnar urðu fleiri og fleiri og ÍR komst meira og meira inní leikinn. Þeir ná svo að jafna leikinn úr víti.

Undir lokinn vorum við varla að ná tveimur sendingum innan liðsins, botninn algjörlega dottinn úr'essu og enginn tilbúinn til að rífa liðið upp. Þeir bæta svo við tveimur mörkum á síðustu 10 mínútunum og 4-2 tap staðreynd.

Við hljótum að vera búnir að læra okkar lexíu núna, leikurinn er 70 mínúturi og menn verða einfaldlega að klára þessar 70 mínútur á fullu. Þetta var eitt af bestu liðum deildarinnar sem við vorum að spila við og í 35 mín vorum við langt um betri. Sýnir bara hvað býr mikið í þessu liði.

Í einni setningu: Enn eitt óþarfa tapið!

- - - - -

Wednesday, August 16, 2006

Fimmtudagurinn 17.ágúst - leikir v ÍR!

Fimmtudagurinn 17.ágúst

Bledsen.


Á dag, fimmtudag, eru tveir leikir við ÍR á útivelli.
Ég treysti að allir undirbúi sig vel og mæti algjörlega 110% klárir
til leiks.

Frí er hjá þeim sem ekki keppa - en endilega kíkja á leikina ef þið getið.

Það er svo 1 leikur við Gróttu á morgun, föstudaginn (set allt um hann í lok dags), frí hjá
öðrum - og svo RVK MARAÞONIÐ á laugardaginn.


Mætingarnar og hvernig við byrjum lítur þá svona út:

- - - - -

- Mæting kl.15.00 upp á ÍR völl með allt dót. Keppt við ÍR kl.16.00.

Snæbjörn byrjar í markinu - Jakob Fannar og Bjarmi bakverðir - Ingimar og Aron
Ellert miðverðir - Jónas og Ævar Hrafn á miðjunni - Bjarki B og Bjarki Steinn á
köntunum - Daníel Ben og Árni Freyr frammi + (Mæting kl.16.00 upp á ÍR völl - keppa
líka í byrjun seinni leiksins) Anton - Guðlaugur.


- Mæting kl.16.20 upp á ÍR völl með allt dót. Keppt við ÍR kl.17.20.

Kristján Orri byrjar í markinu - Valgeir Daði og Þorleifur bakverðir - Arnar Kári og
Jón Kristinn miðverðir - Arnþór Ari og Atli Freyr á miðjunni - Stefán Tómas og
Kormákur á köntunum - Bjarki Þór og Guðlaugur frammi + (Mæting kl.17.10 upp á ÍR
völl) Kristján Einar - Tryggvi - Kristófer (m) - Jóel - Arnar Már - Starkaður.


? Guðmundur Andri - Arnar Bragi.


Sjáumst sprækir,
Þjálfarar

Miðvikudagurinn 16.ágúst!

Jó.

Vona að menn hafi skemmt sér yfir leiknum í gær, á vellinum
eða heima.

Það verða stuttar spilæfingar í dag - tökum góða upphitum og spilum svo
11 v 11 - undirbúum okkur undir leikina á morgun.

- Æfing hjá eftirtöldum kl.15.30-16.30 upp á Suðurlandsbraut:

Orri - Stefán Karl - Daníel Örn - Arnar Páll - Ágúst Ben - Gunnar Björn - Pétur Dan - Davíð Hafþór - Viktor - Starkaður - Óskar - Jónmundur - Flóki - Hreiðar Árni - Anton Helgi - Ágúst H - Daníel I - Egill - Emil Sölvi - Davíð Þór - Sindri - Mikael Páll - Hákon - Kevin Davíð - Sigvaldi - Viktor.

- Æfing hjá eftirtöldum kl.16.30-17.30 upp á Suðurlandsbraut:

Anton - Snæbjörn - Kristján Orri - Ingimar - Aron Ellert - Jakob F - Bjarki B - Bjarki Þ - Þorleifur - Valgeir D - Kormákur - Tryggvi - Krstófer - Jóel - Arnar Bragi - Arnar Már - Ævar Hrafn - Daníel B - Ástvaldur A - Bjarki S - Bjarmi - Árni F - Atli Freyr - Guðlaugur - Arnþór Ari - Stefán Tómas - Guðmundur A - Arnar Kári - Jón K.

- Í fríi: Jónas - Anton Sverrir - Kristján Einar - Reynir - Símon - Úlfar Þór - Daði Þór - Einar Þór - Gylfi Björn - Tumi - Elvar Aron - Matthías.

- - - - -

Sjáumst hressir,
Þjálfarar

Monday, August 14, 2006

Þriðjudagurinn 15.ágúst!

Heyja.

Planið í dag:

- Hittumst upp í

kl.19.00.

- Skellum okkur svo á

um kl.19.30.

Ok sör.
Sjáumst í landsliðslitunum!
Ingvi Garcia, Eymi Torres og Kiddi Puyol

Aukaæfing!

Jó.

Ætla að "ræna" eftirtöldum leikmönnum á aukaæfingu í kvöld fyrir
leikinn. Reynum svo að bæta öllum öðrum það upp fljótlega.

Mæting er niður í klefa 1 niður í Þrótti kl.17.00 - smá rabb og út á völl.
Svo er það bara sturta og beint á Quisnos og leikinn.

Anton - Snæbjörn - Kristján Orri - Jakob Fannar - Ingimar - Aron Ellert - Bjarki B - Bjarmi - Ástvaldur Axel - Daníel Ben - Ævar Hrafn - Guðlaugur - Bjarki Steinn - Bjarki Þór - Atli Freyr - Árni Freyr - Arnþór Ari.

- - - - -

Saturday, August 12, 2006

Mánudagurinn 14.ágúst!

Sælir.

What´s up.
Síðasta vikan fyrir skólann að byrja - höfum hana sérlega skemmtilega og hressa!

Á morgun, mánudag, eru æfingar hjá öllum:

- Yngra árið æfir kl.14.00 á þríhyrningnum.

- Eldra árið æfir kl.15.15 á þríhyrningnum.

Látum allir sjá okkur og tökum vel á því.
Kjappinn mætir með nýja boltann sinn!

Vi ses,
Ingvi og co.

p.s. farið svo að "plögga" ykkur miða á landsleikinn.
heyrið í okkur ef þið lendið í vandræðum. það verður
pottþétt uppselt enda verður þetta massa leikur.

Ísland - Spánn!

Jó.

Næsta þriðjudag keppir Íslenska landsliðið vináttuleik við Spánverja á Laugardalsvelli. Leikurinn er kl.20.00 og ætlum við að skella okkur á völlinn saman.

Miðasala er nánast öll á netinu: á ksí.is og á midi.is - en einnig eru miðar seldir í verslunum Skífunar. Þannig að þið verðið eiginlega að vera "soldið" sjálfstæðir þegar þið kaupið miða - og hugsanlega sitjum við ekki allir á sama stað.

En ef þið farið á netið (www.ksi.is eða www.midi.is) - farið endilega nokkrir saman og kaupið miða með einhverjum félaga ykkar.

Við þjálfararnir verðum örugglega í I stúkunni (grænu). Miðinn í þessa stúku kostar 750kr fyrir ykkur. Einnig er hægt að kaupa í stæði og kostar það þá 500kr fyrir ykkur.

Og ef það verður eitthvað vesen þá bara heyrið í okkur og við reddum ykkur miða.

- - - -

Við ætlum svo að hittast klukkutíma fyrir leikinn - kl.19.00 á Quisnos á Suðurlandsbrautinni - Fá okkur bát og chilla aðeins saman í betri stofunni þar. Langloka og kók kosta um 900kr á mann.

Við löbbum svo saman á völlinn um kl.19.30 og komum okkur svo fyrir í stúkunni.
Ekkert mál ef menn eru búnir að kaupa sér miða og ætla á völlinn með einhverjum öðrum. Við hittumst þá bara á vellinum :-)

Alrighty - Heyrið bara í okkur ef það er eitthvað.
Áfram Ísland

Helgarfrí!

Jes.

Það er sem sé helgarfrí hjá okkur. Nema hvað mfl keppir gríðarlega mikilvægan leik
við Víking, Ólafsvík - á morgun, sunnudag kl.16.00 á Valbirni.

Skv. plani eiga Ástvaldur A – Bjarki B – Bjarki Steinn – Bjarki Þór – Daníel Ben – Davíð H að vera á línunni + Bjarmi og Ævar! En við checkum betur á því.

En annars slaka menn bara vel á - gera sig klára í næstu viku, sem verður frekar pökkuð hjá okkur: 2 æfingar - landsleikurinn - 3 leikir hjá okkur og svo Rvk maraþonið á laugardeginum.

En allt um þetta á morgun, sunnudag, auk þess sem við skuldum umfjöllun um leikina þrjá í síðustu viku. Einnig kemur rey-cup umfjöllun (en utanlandsferðin telst vera kláruð).
Sjáumst svo á mánudaginn.

Ingvi og co.

- - - - -

Thursday, August 10, 2006

Leikir v ÍA!

Jes.

Við kepptum tvo leiki við ÍA á föstudaginn eitt tap og einn sigur.
Jesús hvað við áttum alla veganna að fá eitt stig í viðbót!
en allt um það hér:

- - - - -

Dags: Föstudagurinn 11.ágúst 2006
Tími: 16.00 - 17.15.
Völlur: TBR-völlur.

Þróttur 1 - ÍA 2.
Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Gangur leiksins: 0-1, 1-1, 1-2.

Maður leiksins: Jónas.
Mörk: Danni Ben (34 mín).

Vallaraðstæður: Völlurinn var frekar blautur og leiðinlegur, en veðrið klassi.
Dómari: Kiddi og Rúnar - voru frekar góðir (en aldrei aukaspyrna í lokin!).
Áhorfendur: Fullt af fólki að horfa á, bæði foreldrar og aðrir.

Liðið (4-4-2): Anton - Aron og Kobbi bakverðir - Ingimar og Einar Þór miðverðir - Jónas aftari miðja og Bjarki B fremri miðja - Bjarmi og Ási á köntunum - Danni og Ævar frammi + Snæbjörn, Gulli, Símon og Bjarki Steinn.

Frammistaða:

Anton: Fínn leikur - ekkert sem hann gat gert í markinu - kemur greinilega í fínu formi frá Belgíu!
Aron: Afar "solid allann leikinn - fór í alla bolta og vann þá flesta ef ekki alla.
Kobbi: Klassa leikur - bætir sig með hverjum leiknum.
Ingimar: Fínn leikur - át ÍA mennina hreinlega.
Einar Þór: Góður leikur - vantaði stundum að hreinsa betur.
Jónas: Klassa vinnsla - vann hvern boltann á fætur öðrum - kom honum líka vel frá sér.
Bjarki B: Fannst vanta kraft í návígi, skot og sendingar - en hljóp á milljón allann leikinn.
Bjarmi: Vantaði að fara alla leið og klára með fleiri fyrirgjöfum eða skotum - en annars fínasti leikur.
Ási: Átti í erfiðleikum að losna frá manninum sínum - en djöflaðist vel og var óheppinn að setja ekki eitt mark.
Danni: Var lítið í boltanum og hefur oft verið miklu betri. Kom sér samt í nokkur færi og var óheppinn að skora ekki einu sinni eða tvisvar.
Ævar: Var mikið í boltanum í fyrri hálfleik en náði ekki samt ekki alveg að komast í rétta gírinn. Ágætisleikur samt.

Bjarki Steinn: Hefði mátt koma inn á með meiri kraft - fékk nokkur tækifæri til að klára eða setja menn inn fyrir en var óheppinn.
Símon: Ágætis innkoma - kom sér vel inn í leikinn þennan tíma sem hann fékk.
Gulli: Fín innkoma - tók vel á því í lokinn.
Snæbjörn: Fín innkoma - en óheppinn að halda ekki boltanum í lokin.

Almennt um leikinn:

Hef aldrei verið eins nálægt því að gráta eftir fótboltaleik og í dag! Mikið rosalega var ég reiður að við skyldum ekki fá alla veganna 1 stig eftir allann undirbúninginn, alla baráttuna þessar 70 mínútur og bara, BARA. Sérstaklega þegar við virkilega þurftum á alla veganna einu stigi að halda núna á lokasprettinum.


Ég held að menn hafi bara ekki trúað að við gætum sigrað - held að okkur skortir enn eitthvað sjálfstraust því fótboltalega séð áttum við klassa leik - menn voru á fullu allann leikinn og nánast allir 11 inn á spiluðu á sinni getu. Við fengum fullt af færum en inn vildi boltinn bara ekki.

Mörkin sem við fengum á okkur voru ekki nógu spes - Það fyrra náttúrulega eftir 90 sekúndur. Ég veit ekki hvaða bölvun er á okkur í sambandi við það. Þar komst ÍA maður einn í gegn - sáum ekki mann og bolta og hann kláraði nokkuð örugglega. Spurning hvort upphitunin okkar sé ekki nógu góð - því þetta er þriðji leikurinn (njarðvík + stjarnan) sem við fáum á okkur mark alveg í byrjun. Menn eru greinilega ekki komnir í gírinn þegar flautað er á.


Annað markið kom þegar um 10 mínútur voru eftir, fengum dæmda á okkur vægast sagt vafasama aukaspyrnu sem Snæbjörn nær ekki að halda - við fylgjum ekki nógu vel á eftir og þeir ná að pota boltanum inn. Andstæðingur einn inn í markteig á bara ekki að gerast.

Við djöfluðumst á fullu allann leikinn. Kannski vantaði aðeins kraft undir lok leikins.

Við komum okkur í mörg fín færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við áttum fleiri skot en í síðustu leikjum og vorum almennt mjög agressívir á vellinum. Fórum í allar tæklingar. Við reyndar misstum boltann aðeins of oft - kannski eitthvað vellinum að kenna en þurfum samt að vera agaðri á boltann.

En svona er þetta stundum!

Ég er alveg klár á því að menn gera sér grein fyrir hve mikilvægir síðustu tveir leikirnir eru. Nú þurfum við bara að fara að einblína á næsta leik - ekkert stress - bara hlakka til að mæta ÍR og fá að taka almennilega á því. Við skuldum þeim sko ekki neitt - skuldum okkur aftur á móti tilfinningunni að klára leik og fara heim með 1 eða 3 stig. Við viljum - Við þurfum - Við ætlum og Við skulum.


Í einni setningu: Góður og mikill baráttuleikur sem skilaði okkur því miður engu.

- - - - -

Dags: Föstudagurinn 11.ágúst 2006
Tími: 18.15 - 19.30.
Völlur: TBR-völlur.

Þróttur 7 - ÍA 1.
Staðan í hálfleik: 3 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 4-0, 5-0, 6-0, 7-0, 7-1.

Maður leiksins: Arnar Kári / Árni Freyr.
Mörk: Árni Freyr (15 mín - 17 mín - 48 mín - 65 mín) - Gulli (26 mín (víti)) - Anton Sverrir (57 mín - 63 mín).

Vallaraðstæður: Völlurinn var frekar blautur og leiðinlegur, en veðrið klassi.
Dómari: José og Arnar Þór - bara þokkalegir.
Áhorfendur: Nokkkuð margir að horfa - vantaði samt nokkra foreldra.

Liðið (4-4-2): Snæbjörn í markinu - Nonni og Valli bakverðir - Arnar Kári og Gummi miðverðir - Stebbi og Símon á kantinum - Arnþór og Bjarki Steinn á miðjunni - Árni Freyr og Gulli frammi + Kristó, Tryggvi, Tolli og Anton Sverrir.

Frammistaða:

Snæbjörn: Finn leikur, mætti þó vera aðeins fljótari að koma boltanum í leik.
Nonni: Virkilega solid frammistaða, leysti bakvörðinn og miðjuna mjög vel.
Valli: Einnig mjög traust frammistaða, gerði sig ekki sekann um mistök.
Arnar Kári: Klassa leikur, stjórnaði vörninni og seik ekki feilspor, vann þessa ósýnilegu vinnu svo á miðjunni.
Gummi: Klassa leikur, fljótari en allir sóknarmenn ÍA og stoppaði margar sóknirnar.
Stebbi: F'inn leikur, hefur þó oft verið hættulegri en ekkert til að kvarta yfir.
Símon: Fínasti leikur, tók fyrri hálfleikinn og leysti kantinn vel.
Arnþór: Klassa leikur á miðjunni, eins og venjulega var hann að splundra vörninni með klassa sendingum.
Bjarki Steinn: Fínn leikur, hefði þó mátt vera "aggressívari".
Árni Freyr: Virkilega góður leikur, klárar flest sín færi sem er náttúrulega gríðarlega mikilvægt.
Gulli: Mjög fínn leikur, náði að setjann og var alltaf að berjast.

Kristó: Traust innkoma, var solid í vörninni.
Tryggvi: Fín innkoma, mætti þó vera meira í spilinu og vantar smá sprengikraft.
Tolli: Svaðalegt að hann náði ekki að setja þrennu. Fara æfa sig í að klára færi takk fyrir. En toppleikur.
Anton Sverrir: Mjög fínn leikur. Sennilega markheppnasti gaurinn í liðinu, ótrúlega gott að hafa slíka menn í liðinu. Vann vel og var að leika boltanum vel.

Almennt um leikinn:

Brilliant sigur. Aldrei hætta að við myndum ekki klára þetta - ef við hefðum spilað svona og klárað Stjörnuleikinn og Fylkisleikinn betur þá værum við í 2 - 3 sæti í riðlinum!

Leikurinn byrjaði frekar rólega af okkar hálfu, við vorum ekki að ná að taka boltann niður og spila á næsta mann. En um leið og við fórum að gera það áttu skagamenn ekki séns. Einfaldasta leiðin að reyna vinna fótboltaleik er að sparka boltanum fram og láta framherjana hlaupa á eftir honum, en sú aðferð er ekki sú besta. Að láta boltann ganga á milli manna er allt í senn, mun erfiðara (þar sem allir þurfa að hreyfa sig án bolta), flottara og árangursríkara. Ef að við höldum áfram að spila þannig þá getum við náð langt. Eins og ég segi, þegar við fórum í það að spila almennilegan bolta þá fengum við góð færi, náðum að setja 3 í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik 3-0

Í seinni hálfleik vorum við spila aðeins betri bolta og náðum fljótlega að setja fjórða markið. Eftir það vorum sumir kannski soldið latir og voru ekki að skila sér til baka á fullu, en skiluðu sér þó. Við fengum mörg virkilega góð færi og hefðum hæglega getað sett fleiri en 4 mörk í seinni hálfleik.

Skagamenn náðu sjaldan að skapa sér einhver færi að ráði, fengu reyndar tvö fín færi, í annað skiptið varði Snæbjörn vel og í hitt skiptið skoruðu þeir sitt mark. Að mínu mati er algjör óþarfi að fá á sig mark á móti liði sem maður skorar 7 á.

Enn já, 7-1 sigur og við greinilega komnir aftur á ról, það sýnir sig best að við unnum þennan leik 7-1 og í raun hefði þetta getað farið mun stærra.
Klassa leikur hjá langflestum, nú klárum við svo síðustu tvo og ekkert kjaftæði.


Í einni setningu: Öruggur sigur sem kemur okkur vonandi á bragðið núna í lok mótsins.

- - - - -

Næsta vika!

Sæler.

Það verður nóg að gera næstu vikuna hjá okkur!
Hérna er gróft plan - kíkið svo ítarlega þegar við skrifum
um ákveðna liði! Aight.

- - - - -

Mán 14.ágúst: Æfingar á suðurlandsbraut í kringum 12 leytið.

Þrið 15.ágúst: Gúff + ferð á ÍSLAND - SPÁNN.

Mið 16.ágúst: Æfingar á suðurlandsbraut í kringum 12 leytið.

Fim 17.ágúst: 2 leikir v ÍR og 1 leikur v Gróttu.

Fös 18.ágúst: Mfl v Fram á Valbjarnarvelli kl.19.00 (annars frí).

Laug 19.ágúst: Reykjarvíkurmaraþon - 10km.

Sun 20.ágúst: Frí -

- - - - -

Föstudagurinn 11.ágúst!

Jó.

Í dag, föstudag, eru tveir leikir við ÍA á heimavelli (á eftir að koma í ljós á
hvaða velli
). Passið að undirbúa ykkur vel og mæta klárir til
leiks. Það er stutt eftir af mótinu og þufum við virkilega að
massa "etta" í lokinn.

Frí er hjá þeim sem ekki keppa - en endilega kíkja á leikina ef þið getið.

Allir detta svo í nett helgarfrí og við byrjum svo á fullu á mánudaginn. ok sör.

- - - - -

- Mæting kl.15.00 niður í Þrótt með allt dót. Keppt við ÍA kl.16.00.

Snæbjörn - Jakob Fannar - Einar Þór - Ingimar - Aron Ellert - Bjarki B - Jónas - Bjarmi - Ástvaldur Axel - Daníel Ben - Ævar Hrafn. + Mæting kl.16.00 niður í Þrótt og svo beint út á völl (keppa líka í byrjun seinni leiksins): Anton - Guðlaugur - Bjarki Steinn - Símon.

- Mæting kl.16.20 niður í Þrótt með allt dót. Keppt við ÍA kl.17.20.

Kristján Orri! - Kristófer - Árni Freyr - Arnþór Ari - Kristján Einar - Arnar Kári - Guðmundur Andri - Stefán Tómas - Anton Sverrir - Þorleifur - Jón Kristinn - Tryggvi - Valgeir Daði.

Sjáumst svo eldhressir,
Þjálfarar

Leikur v Fjölni!

Jamm.

Á fimmtudaginn var fyrsti leikur okkar eftir pásuna góðu.
Keppt var við Fjölni upp í Grafarvogi. Unnum góðan sigur í miklum
markaleik. Allt um það hér:

- - - - -

Dags: Fimmtudagurinn 10.ágúst 2006
Tími: 17.00 - 18.15.
Völlur: Fjölnisvöllur.

Þróttur 6 - Fjölnir 4.
Staðan í hálfleik: 3-0
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 3-1, 3-2, 4-2, 4-3, 4-4, 5-4, 6-4.

Maður leiksins: Atli Freyr.
Mörk: Bjarki Þór (32 mín-70 mín) - Flóki (5 mín-58 mín) - Pétur Dan (26 mín) - Atli Freyr (65 mín).

Vallaraðstæður: Toppaðstæður, blautt gras og sléttur völlur.
Dómari: Einn maður í eldri kantinum, en það var rosaleg vinnsla á honum!
Áhorfendur: Innan við 10. Létu samt vel í sér heyra.

Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Gunnar Björn og Davíð Hafþór bakverðir - Jónmundur og Viktor miðverðir - Óskar og Starkaður á köntunum - Atli Freyr og Bjarki Þór á miðjunni - Flóki og Pétur Dan frammi + Hreiðar Árni og Arnar Páll.

Frammistaða:

1-Anton: Var öruggur í markinu og það er ekki hægt að kenna honum um neitt mark - fínn leikur.
2-Gunnar Björn: Var mjög góður í bakverðinu og skilaði boltanum ávallt á samherja.
3-Davíð Hafþór: Var góður á kantinum, var að taka menn á og var ávallt líklegur. En hins vegar var hann ekki alveg nógu öruggur í bakverðinum. Fór nokkuð oft úr stöðu og fékk boltann yfir sig.
4-Jónmundur: Átti góðan leik líkt og Viktor í miðverðinum, en hafði getað komið í veg fyrir eitt mark með því að brjóta á leikmanni Fjölnis fyrir utan teig, áður en hann slapp í gegn.
5-Viktor: Góður leikur og var öruggur, en þarf að fara að tala aðeins meira við liðsfélaga sínu og stjórna þeim meira.
6-Óskar: Var duglegur og er búinn að bæta mikið talandann og var því duglegur að tala. Einnig skilaði hann boltanum oftar en ekki vel frá sér.
7-Starkaður: Djöflaðist eins og honum einum er lagið og stóð fyrir sínu. En á að gera meira af því að keyra á bakverði andstæðinganna og sóla þá. Kom alltaf upp hætta þegar hann gerði það.
8-Atli Freyr: Geðveikur leikur. Stjórnaði öllu í kringum sig eins og keisari og kórónaði svo leik sinni með mikilvægu og jafnframt glæsilegu marki.
9-Bjarki Þór: Kom sér í mörg færi, en hafði þurft að nýta fleiri. Samt sem áður góður leikur. Fyrra markið - snilld!
10-Flóki: Var duglegur og kom sér í færi líkt og Bjarki, hefði mátt skora fleiri mörk. Góður leikur samt.
11-Pétur Dan: Góður leikur, var mjög útsjónarsamur og átti margar snilldarsendingar.

13-Hreiðar Árni: Flottur leikur, lét engann sóla sig og lokaði alveg á manninn sinn.
16-Arnar Páll: Mjög góð innkoma, var flottur á miðjunni og var að gefa margar góðar sendingar. Vantaði þó smá uppá vinnsluna hjá honum.

Almennt um leikinn:

Við byrjuðum leikinn vel, komum ákveðnir til leiks og það sást strax að við vorum betra liðið á vellinum.

Vörnin var þétt og við stoppuðum flest alla bolta. Einu skiptin sem við lentum í vandræðum var þegar snöggi framherjinn þeirra náði að stinga sér innfyrir okkur, en eins og við töluðum um, þá á maður bara að eiga nokkra metra á svona snögga stráka.

Við gjörsamlega áttum miðjuna, þar sem Atli átti stórleik sem aftari miðjumaður og Bjarki var ávallt líklegur þegar hann tók á rás. Fyrra markið hans var náttúrulega tær snilld og að sjálfssögðu á hann að gera meira af þessu í framtíðinni.

Framherjarnir okkar voru duglegir að koma sér í færi og uppskárum við eftir því, þar sem Flóki skoraði tvö mörk og Pétur eitt. Þessi mörk komu eftir snöggar sóknir sem enduðu með því að þeir sluppu innfyrir.


Í hálfleik vorum við verðskuldað yfir 3-0 og töluðum við um að halda áfram að spila boltanum svona vel og setja fleiri mörk á þá.

Fjölnismenn komu grimmir inní seinni hálfleikinn og ekki leið á löngu þar til þeir voru komnir inní leikinn og komu mörk þeirra eftir hraðar sóknir og aftur vorum við í vandræðum með snögga framherjan þeirra.

Sem betur fer héldum við áfram og létum þá ekki ná yfirhöndinni í leiknum. Við spiluðum vel líkt og í fyrri hálfleik, en munurinn var sá að í fyrri hálfleik nýttum við færin sem við fengum, en í seinni hálfleik fóru heilmörg færi forgörðum.

Þegar þeir náðu að jafna leikinn í 4-4 fór um mig á hliðarlínunni og var ég stressaður á að við myndum gefa eftir. En sú varð ekki raunin, því þá steig Atli fyrirliði upp og skoraði með hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig og eftir það var ekki aftur snúið, við kláruðum leikinn með sjötta markinu rétt fyrir leikslok.


Þegar upp er staðið var þetta flottur baráttusigur, en greinilegt að menn þurfa að fara að æfa sig í að klára færi. Samt sem áður mjög flott að fá 3 stig. Nú er það bara næsti leikur - koma so!


Í einni setningu: Snilldar baráttusigur í skemmtilegum leik.

- - - - -

Wednesday, August 09, 2006

Áfram með etta!

Sælir strákar.

Eldra árið er mætt á klakann aftur, Íslandsmótið fer að byrja
á fullu á ný og hlutirnir að verða "back to normal"! Reyndar er stutt í skólabyrjun
en við skulum ekki ræða það hér!!

Á morgun, fimmtudag, keppir eitt eldra árs lið (vonandi búið að jafna sig
eftir ferðalagið heim
) á móti Fjölni upp í Grafarvogi. Og yngra árið mætir
á æfingu eftir vikufrí.

Á föstudaginn eru svo tveir leikir við ÍA á heimavelli.

Gróft plan er sem sé:

Fimmtudagurinn 10.ágúst:

Æfing hjá yngra árinu kl.15.30 - 16.45 á þríhyrningnum (ath: áttum að vera á suðurlandsbrautinni en hún er upptekinn).

Leikur hjá eftirtöldum strákum við Fjölni upp í Grafarvogi (mæting upp í Dalhús kl.16.15) - spilað frá kl.17.00 - 18.15:
Anton - Viktor - Flóki - Arnar Bragi - Gunnar Björn - Arnar Már - Arnar Páll - Davíð Hafþór - Jónmundur - Ágúst Ben - Atli Freyr - Bjarki Þór - Starkaður - Pétur Dan - Óskar - Hreiðar Árni.

Mfl v HK kl.19.00 á Kópavogsvelli.

Föstudagurinn 11.ágúst:

Leikir við ÍA kl.16.00 (A lið) og kl.17.15 (B lið). Liðin tilkynnt seinni partinn á fimmtudag. Frí hjá öðrum.

Laugardagurinn 12.ágúst:

Frí - kíkja niður í bæ í skrúðgöngu!

Sunnudagurinn 13.ágúst:

Mfl v Víkingur Ólafsvík kl.16.00 á Valbirni.

- - - - -

Verið duglegir að láta alla vita. Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
Eymi er dottinn í lærdómspakka en kíkir örugglega eitthvað á okkur.
Kiddi verður á öllum stöðum eftir vikufrí - þaggi!

Heyrumst,
ingvi og co.

Lokaskýrsla ferðarinnar!

Jeppa.

Allir komnir heim heilir (reyndar eru gylfi og tumi ennþá úti í góðu chilli).

Síðustu dagarnir voru nettir. náttúrulega sólin ennþá á milljón sem og
goskaup strákanna. met var sett þessa viku í fjölda endurfyllinga á vélinni!

Næst síðasta daginn skelltum við okkur út í skóg og grilluðum pölser og svona.
tókum vatnsblöðru leik - menn reyndar frekar óhittnir!

Síðasti leikur ferðarinnar var svo um kvöldið við heimaliðið í Fjerrtislev. Þar unnum
við 2-1 í afar skemmtilegum leik. Leikurinn byrjaði þó ekki vel - fengum á okkur
vítaspyrnu og aukaspyrnu á hættulegum stað fyrir litlar sakir. En Snæbjörn varði
vítaspyrnuna örugglega en aukaspyrnar fór inn.

Gulli sá svo um að klára dæmið fyrir okkur. Jafnaði leikinn í fyrri hálfleik eftir geggjaða
sókn. Setti svo sigurmarkið beint úr auka nokkrum mínútum fyrir lokin.

- - - - -

Skelltum okkur svo til Álaborgar í verslunarferð síðasta daginn. Þar gerðu menn ýmis
góð kaup. Eymi var reyndar ekki sáttur - engir skór til á hann í allri borginni!

Menn gúffu svo sjálfir og voru mættir á réttum á hittingarstaðinn, en ferðinni var svo
haldið í bíó á Pirates 2 (með dönskum texta). Þar gerði Eymi annað gott mót og lét
eins lítra gosdúnkinn sinn beint fyrir hliðartöskuna hans Ingva þannig að gólfið var þakið
límonaði (ekki símonaði (nei þessi var lélegur)). en einhver gaur kom og skúraði dæmið.

Menn settu svo í fimmta gír og tóku til og pökkuðu um kvöldið. Svo var farið snemma að sofa
enda vakning kl.05.00.
Rútuferðin gekk svo vel fyrir sig - menn náðu allir að blunda eitthvað. svo bara flugferðin heim, fríhöfnin og málið dautt.

- - - - -

To sum up:

Ótrúlega vel heppnuð ferð. Allt til fyrirmyndar - aðstaðan góð - maturinn fínn - leikirnir klassi - grasvellirnir (sérstaklega aftari völlurinn) góðir - fararstjórarnir með allt á hreinu - eymi og egill (svona að mestu) nettir - veðrið í bullinu og dagskráin pökkuð.

Vona virkilega að þið hafið notið ferðarinnar. Geggjað að geta farið í svona ferð með svona góðum hóp. Fyrir utan mikla gosdrykkju, smá rusl í herbergjunum - einstaka seinkomur á æfingu og nokkur tímaritakaup þá held ég að allt hafi verið perfect. Lítið um snapp hjá kallinum!

Takk kærlega fyrir klassa ferð.
Eigum vonandi eftir að fara í aðra í framtíðinni.

kv
ingvi og co.

p.s.

Herbergistitlar:


- vafasamasta herbergið: ási - ævar - danni - bjarki s.
- gosmesta herbergið: flóki - bjarki - ágúst - símon.
- rólegasta herbergið: arnar már - pétur - gunnar björn.
- hreinasta herbergið: bjarki þ - tumi - óskar - dabbi.
- syfjaðasta herbergið: snæi - jónas - gylfi - einar - gulli.
- háværasta herbergið: bjarmi - atli - ingimar - starki.
- draslmesta herbergið: viktor - aron - kobbi - jónmundur.
- skemmtilegasta herbergið: ingvi - egill - eymi.
- elsta herbergið: bjöggi - steinar - grétar.

Keilan:

- Skammarverðlaun: Ágúst Ben og Bjarki Þór 37 stig.
- 3.sæti: Jónas og Starki 95 stig.
- 2.sæti: Ási 112 stig.
- 1.sæti: Viktor 118 stig.
- Þjálfarakeppnin: Egill 113 stig - Eymi 113 stig - Ingvi fékk ekki að vera með :-(

Halda á lofti keppnin:

- Ingimar 5 sigrar
- Bjarki Þór 4 sigrar
- Atli Freyr 4 sigrar
- Pétur Dan 4 sigrar
- Aron Ellert 4 sigrar
- Egill B 4 sigrar
- Ingvi fékk aftur ekki að vera með :-(

- - - - -