Monday, January 29, 2007

Miðvikudagurinn 31.jan!

Jeppa.

Menn búnir að jafna sig eftir tapið í handboltanum! En það er síðastu dagur janúar mánaðar í dag! Höfum hann nokkuð hefðbundin, nema hvað við einbeitum okkur nánast algjörlega að sköllun! En tökum líka þrautir sem geta tryggt ykkur 5 svaðaleg hárbönd og/eða 5 svaðaleg svitabönd :-)

Alla veganna:

- Æfing hjá yngra árinu kl.15.30-16.45 á gervigrasinu.

- Æfing hjá eldra árinu kl.16.30-17.45 á gervigrasinu.

Leikmenn fá einnig klósettpappírsmiða með öllum upplýsingum um þá sölu.
Leikmenn á eldra ári verða svo að skila utanlandsferðarmiðanum sínum!

Alrighty man.
Sjáumst sprækir,
Ingvi og co.

Klósettpappírssala!

Sælir.

Klikkaði alveg að koma þessum miða á ykkur á æfingu á mánudaginn.

En þið getið prentað hann út hér eða fengið hann hjá mér á æfingu í dag.

Svo er bara um að gera að vera duglegir að selja, panta pappír og koma sér upp vænum sjóði.

Heyrumst,
Ingvi og foreldraráð

Utanlandsferð eldra ársins!

Yes.

Nokkir leikmen á eldra ári eiga enn eftir að skila miðanum í tengslum við fyrirhugaða utanlandsferð eldra ársins í sumar.

Miðann er hægt að prenta út hér.

Svo er hægt að bjalla í mig í síma 869-8228 eða senda mér meil ef þið hafið einhverjar spurningar í tenglsum við ferðina. Annars fer allur pakkinn að skýrast fljótlega og verður það þá kynnt fyrir leikmönnum og foreldrum.

Ok sör.
Ingvi

Æfingaleikur v Fylki - mán!

Heyja.

Það var einn leikur við Fylki í gær á gervigrasinu okkar. Nettur úði
allann leikinn og eiginlega geggjað fótboltaveður. Samt ekki okkar dagur
og niðurstaðan stórt tap. En allt um leikinn hér:

- - - - -

Þróttur 1 - Fylkir 8
Æfingaleikur

Dags: Mánudagurinn 29.janúar 2007.
Tími: kl.16.15 - 17.30.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik:
0 - 4.
Gangur leiksins:
0-1, 0-2, 0-3, 0-4, 0-5, 0-6, 0-7, 1-7, 1-8.

Maður leiksins:
Emil Sölvi (tók vel á mönnum allann leikinn).

Mörk:

65 mín - Guðmar kláraði dæmið eftir snilldar sendingu frá Arnþór og snilldar sókn hjá okkur upp vinstri kantinn.

Vallaraðstæður: Frekar hlýtt, smá úði - og völlurinn frekar góður.
Dómari: Kiddi sóló - með etta algjörlega á hreinu.
Áhorfendur: Frekar fáir enda leikurinn á vinnutíma!

Liðið:

Orri í markinu - Leó og Gummi S bakverðir - Geiri og Emil Sölvi miðverðir - Guðbjartur og Guðmar á köntunum - Seamus og Matthías á miðjunni - Hilmar og Arnþór F frammi. Varamenn: Styrmir - Egill F - Haraldur Örn - Kevin Davíð - Lárus Hörður - Aron Vikar - Guðmundur Ingi.


Frammistaða:

Orri: Nokkur góður leikur - má samt ekki pirra sig ef við fáum á okkur mark/mörk - það gerir einbeitinguna bara slakari.
Leó: Ágætis leikur - vantaði kannski smá baráttu á köflum - og tal.
Geiri: Vantaði aðeins meiri sprengikraft - en gerði samt margt gott.
Emil Sölvi: Klassa leikur - barðist eins og ljón og fór í allar tæklingar og vel það. Þarf að vera svona í öllum leikjum - bara mæta eins og ljónið og massa etta.
Bjartur: Fann sig ekki nógu vel í leiknum - enda búinn að vera eitthvað frá.
Guðmar: Ágætis leikur, góð keyrsla og flott mark.
Seamus: Reyndi sitt á miðjunni en var oft einn á móti of mörgum fylkismönnum.
Matthías: Naut sín nokkuð vel - en meiddist og komst lítið í takt við leikinn.
Hilmar: Nokkuð góður leikur - vantar kannski meira tal og grimmd því allt annað á að vera klárt.
Arnþór F: Ekki nógu mikil vinnsla - þarf að spila allann leikinn eins og hann spilaði í færinu sem skapaði markið okkar.

Kevin D: Vantar en meiri snerpu - en gerði sitt besta.
Egill: Vantar meiri hreyfingu - og að skila boltanum betur á samherja - en barðist samt vel.
Haraldur Ö: Ágætis barátta í bakverðinum.
Styrmir: Flottur leikur á kantinum - halda þessu áfram.
Lárus Hörður: Fín barátta á köflum - mætti halda boltanum betur.
Aron Vikar: Nokkuð góður leikur - þarf samt að passa að vera í línu í vörninni - og sjá manninn sinn og boltann.
Guðmundur Ingi: Nokkuð góð innkoma - mætti samt vera helmingi grimmari inn á.


Almennt um leikinn:

+
Flottur varnarleikur á köflum.
+ Snilldar markvarsla trekk í trekk hjá Orra.
+
Algjörlega geggjuð sókn sem skapaði markið okkar - af hverju gerðum við ekki meira af þessu?
+ Fullt af leikmönnum spreyttu sig. Þurfum að fá fleiri leiki þannig að menn komist í leikform.

-
Töpuðum boltanum alltaf oft afar klaufalega - skýldum ekki boltanum og vissum oft ekki hvað við ætluðum að gera við hann!!
- Of mikið labb á sumum leikmönnum.
- Vantaði allt skap í okkur.
- Ekki nóg barátta og sigurvilji.

Í einni setningu: Of stórt tap - og of margir sem hugsa með sér að það sé ekkert stórmál að fá á okkur þessi mörk - þurfum að vera með miklu meira skap og miklu meiri baráttu þegar við spilum. Menn verða að mæta miklu brjálaðari til leiks í svona leikjum - setja á sig keppnisgrímuna og bamm, taka á því þanngað til maður er algjörlega búinn á því. Það voru ekki margir sem voru búnir á því eftir þennan leik.

- - - - -

Sunday, January 28, 2007

Mánudagurinn 29.jan!

Já sælir.

Á morgun, mánudag, keppir eitt lið við Fylki í seinni tímanum, en aðrir taka æfingu
á undan. Og algjört möst er að skila happdrættisdótinu til okkar. Annars þarf
að skella sér heim og sækja það!

Treysti líka algjörlega á menn mæti í leikinn, og ef ekki þá láta okkur vita.
Sem sé:

- Æfing kl.15.00 - 16.15 á gervigrasinu hjá öllum þeim sem ekki spila.

- Leikur við Fylki á öllu gervigrasinu - mæting kl.15.45 niður í Þrótt - spilað frá 16.15 - 17.30: Stefán Karl - Orri - Hákon - Matthías - Arianit - Kevin D - Emil S - Arnþór F - Aron V - Ágúst J - Egill F - Haraldur Ö - Guðbjartur - Guðmundur S - Guðmundur I - Hilmar - Högni H - Lárus H - Leó G - Styrmir - Þorgeir S.

? / meiddir / veikir : Arnór Daði - Eiður Tjörvi - Eyjólfur Emil - Gísli Ragnar.

Sjáumst sprækir, tökum á essu.
Ingvi og co.

Æfingaferðin um helgina!

Jó.

Ferðin um helgina heppnaðist fáránlega vel - veðrið soldið að bögga
okkur en það reddaðist alveg. 18 leikmenn fóru, nokkrir forfallaðir
en nokkrir sem hafa varla sést í janúar. Vinnum í því.

Dagskráin var vel plönuð og hélst nánast alveg. Hápunkturinn
var eflaust leikurinn við Ægi - en allt um ferðina hér:

- - - - -

Æfingaleikurinn v Ægi:

- Fyrri leikurinn:

Úrslit: 2 - 3.

Liðið (3-3-1):
Sindri í markinu - Ólafur Frímann dýpstur - Maggi og Guðmar bakverðir - Viðar á miðjunni - Dagur og Hilmar á köntunum - Seamus frammi. Varamenn: Sigurður T.

Mörk: Dagur Hrafn (2).

Maður leiksins: Dagur Hrafn.

Almennt um leikinn: Nokkuð góður leikur hjá okkur - vorum soldið lengi að venjast vellinum - misstum boltann of oft klaufalega - Sindri varði oft afar vel - settum tvö afar flott mörk - fengum síðasta markið á okkur á síðustu mínútunni - vantaði enn tal og menn hefðu mátt losa sig betur og biðja meira um boltann.

- Seinni leikurinn:

Úrslit: 2 - 5.

Liðið (3-3-1): Sindri í markinu - Guðbjartur dýpstur - Gummi S og Geiri bakverðir - Leó á miðjunni - Arnþór og Egill á köntunum - Ágúst frammi. Varamenn: Aron Vikar - Lárus Hörður.

Mörk: Ágúst J - Guðbjartur.

Maður leiksins: Sindri.

Almennt um leikinn:
Frekar kaflaskiptur leikur - vorum alveg inn í leiknum á köflum en fengum svo á okkur afar ódýr mörk á milli - vantaði að halda einbeitingunni allann tímann - lesa leikinn betur - vera aðeins ákveðnari í tæklingar og návígi - Sindri hélt okkur annars inn í leiknum - klaufar að skora ekki alla veganna eitt lag í viðbót.

Verðlaun og keppnir:

- Vítaspyrnukeppni: Seamus.
- Spilahappdrættið: Gummi S.
- Stærsta dýnan: Egill.
- Markahæstur í handboltanum: Lalli.
- Lagakeppnin: Jens og Hróbjartur.
- Hittni (úti): Guðmar.
- Spurningakeppni: Leikmenn.
- Vindlausasta dýnan: Guðbjartur.
- Oftast seinastur: Seamus.
- Varði mest í handboltanum: Palli.
- Hittni (inni): Lalli.
- Teygjukeppnin: Viddi.
- Mesta ógeðisnammið: Jawbreaker!
- Markahæstur í fótboltanum: Seamus.
- Mesta þjálfarabeilið: Kiddi.
- Giskaði rétt á landsleikinn: Gummi S.
- Flottasta handboltadressið: Ingvi.

Nokkrar myndir:

Egill var í massa stuði!

Völlurinn var belaður!
Sindri meiddist einungis sjö sinnum í ferðinni!

En skemmtileg helgi - snilld að vera í þorlákshöfn.
Vona að menn hafi verið sáttir.

.is

Friday, January 26, 2007

Æfingaferð (+ helgarfrí)!

Sæler.

"Belað" veður áðan og fín æfing. Nema hvað Kiddi tók náttúrulega ekki
nógu vel eftir og fékk smá hárþurrku. Okey, ekki nógu töff að taka hana
í beinni, passa það næst. Og tek etta á mig eldra ár að þið hafið verið með
Kidda allann tímann!!

Alla veganna,
Yngra árið fer til Þorlákshafnar á morgun. 18 leikmenn skráðir og vonandi bætast
tveir við! Þó nokkrir hafa ekki sést í um viku og er það ekki nógu gott. Hefði verið
gaman að hafa þá með. En heyrið í mér ef það er eitthvað - allir fengu bækling á æfingu
áðan og á allt að vera klárt.

Eldra árið tekur gott helgarfrí, kíkir á landsleikina og svona - hangir með stelpunum
og svona!

Hafið það svo gott,
Later,
ingvi og co.

Thursday, January 25, 2007

Fös!

Heyp.

Það er létt æfing á morgun, föstudag, hjá öllum.
Eldra árið jafnar sig eftir leikina áðan, og yngra árið fær
svo allar upplýsingar um ferðina okkar um helgina.

- Æfing kl.16.00 - 17.30 á öllu gervigrasinu.

Munið eftir happdrættisdótinu.
Smessið á mig ef það er eitthvað.
Eldra árið tekur svo helgarfrí - en yngra árið leggur í
hann um kl.13.00 á laug.

Sjáumstum,
ingvi (finn ekkert fyndið), egill (hin ferðin verður hvort sem er leiðinleg) og kiddi (gistir víst).

Wednesday, January 24, 2007

Æfingaleikur v Stjörnuna - fim!

Heyja.

Það voru tveir leikir við Stjörnuna í Garðabænum í gær. Smá vesen fyrir
suma að finna "pleisið" - en það reddaðist hjá öllum og fullt af strákum af
eldra ári tók á því sem er bara nett. 50% árangur en flottir báðir leikirnir.
Allt um þá hér:

- - - - -

Þróttur 2 - Stjarnan 0
Æfingaleikur

Dags: Fimmtudagurinn 25.janúar 2007.
Tími: kl.16.15 - 17.15.
Völlur: Stjörnugervigras.

Staðan í hálfleik:
0 - 0.
Gangur leiksins:
1 - 0, 2 - 0.

Maður leiksins:
Kristján Einar / Arnar Kári (solid as a rock).

Mörk:

36 mín - Salómon með flott skallamark eftir góða fyrirgjöf frá Tolla.
40 mín - Stefán Tómas með snilldar slútt eftir að hafa unnið boltann.


Vallaraðstæður: Frekar hlýtt - og völlurinn klikkaður.
Dómari: Engin! Ekki nógu töff. Nokkur flaut frá þjálfurum á hliðarlínunni en það slapp svo sem
Áhorfendur: Nokkrar hræður rötuðu á völlinn!

Liðið:

Krissi í markinu - Addi svíper - Nonni og Úlli stopperar - Stebbi og Tolli á köntunum - Anton Sverrir, Diddi og Arnþór á miðjunni - Árni Freyr og Salómon frammi. Varamenn: Daði Þór og Kristófer.


Frammistaða:

Krissi: Flottur leikur - lokaði markinu vel og uppskar clean sheet.
Nonni: Sterkur sem og fyrri daginn - ef maður ætti að nefna eitt þá mætti hann garga meira!
Addi: Gríðarlega soldið í svípernum - alltaf mættur og tapaði ekki spretti.
Úlli: Fínn leikur - barðist vel - þarf bara að passa að rjúka ekki mennina - finna réttu tímasetninguna.
Stebbi: Klassa keyrsla á kantinum og þokkalega nett mark.
Tolli: Fínn leikur - mikið í boltanum - og algjörlega perfect sending á Salla.
Arnþór: Leið vel með boltann og fór auðveldlega fram hjá mönnum - vantar samt langar sendingar upp kantinn eða inn fyrir á sóknarmennina.
Anton Sverrir: Klassa leikur - sterkur, mikið í boltanum og tuddaðist eins og ... hallur.
Diddi: Fanta vinnsla á miðjunni - fram og tilbaka.
Árni Freyr: Duglegur frammi en náði ekki að klára - þarf að passa að snúa ekki alltaf inn í mennina - skýla oftar boltanum og senda fram fyrir sig og fá hann frekar aftur (förum í þetta fljótlega).
Salómon: Annað markið í tveimur leikjum - kom einnig með snilldar hlaup frammi.

Daði Þór: Flott innkoma - afar traustur - fann menn vel í lappir og varðist einnig vel.
Kristófer: Ekkert klikk - vel á tánum og skilaði boltanum vel frá sér.

Almennt um leikinn:

+
Vörðumst allir 11 eins og ljón allann leikinn. Kláruðum 1 v 1 nokkuð vel, fórum í tæklingar og bökkuðum hvorn annan ágætlega upp.
+
Betra tal en oft áður.
+
Vorum nokkuð svalir á boltann - héldum honum nokkuð vel og leystum vel þegar þeir pressuðu á okkur.
+
Aldrei vesen eftir útspörk - langt síðan það hefur gerst - menn buðu sig frekar vel.

-
Lentum of oft í stöðunni 2 v 4 fram á við og töpuðum boltanum.
-
Lokuðum ekki nógu vel fyrir skotin þeirra sem voru oft hættuleg og munaði minnstu að færu inn.
-
Vantaði stundum hlaup á fjær stöng eftir fyrirgjafir og skot.
-
Vantar að fá sendingar upp á sóknarmennina, sem bíða - skýla og senda síðan á mennina sem koma - fá svo boltann upp á kant eða innfyrir og kviss bamm búmm! Ekki alltaf snúa inn í mennina og reyna 1 v 1 á sprettinum (förum í þetta fljótlega).

Í einni setningu: Flottur sigur og flott að hefna sín á þeim eftir töpin tvö - náðum að halda hreinu þrátt fyrir nokkur góð færi hjá þeim - spiluðum 3-5-2 nokkuð vel og ekki slæmt að fá loksins þrjú stig.

- - - - -

Þróttur 2 - Stjarnan 4
Æfingaleikur

Dags: Fimmtudagurinn 25.janúar 2007.
Tími: kl.17.15 - 18.15.
Völlur: Stjörnugervigras.

Staðan í hálfleik:
1 - 1.
Gangur leiksins:
1 - 0, 1 - 1, 1 - 2, 1 - 3, 2 - 3, 2 - 4.

Maður leiksins:
Daði Þór (greinilega í massa formi - styrkist með hverjum leik).

Mörk:

16 mín - Daníel Örn með nett mark sem kom okkur yfir snemma leiks.
42 mín - Tryggvi með snilldar slútt eftir stungu inn fyrir.


Vallaraðstæður: Frekar hlýtt - og völlurinn klikkaður.
Dómari: Engin eins og áðan! Ekki nógu töff. Nokkur flaut frá þjálfurum á hliðarlínunni en það slapp svo sem
Áhorfendur: Nokkrar hræður rötuðu á völlinn!

Liðið:

Orri í markinu - Sindri og Mikki bakverðir - Kristófer og Daði miðverðir - Viktor og Krissi á köntunum - Silli og Anton Helgi á miðjunni - Tryggvi og Danni Örn frammi. Varamenn: Stefán Karl - Hákon - Arianit - Emil Sölvi - Davíð Þór.


Frammistaða:

Orri: Flottur leikur - varði oft afar vel og hélt okkur inn í leiknum.
Sindri: Afar öruggur - í bakverðinum og á miðjunni.
Mikki: Klasssa leikur - á báðum stöðum - mætti alveg vera duglegri með að koma með langa bolta upp völlinn.
Kristó: Einn og hálfur leikur í dag takk fyrir - afar öflugur í vörninni í þessum leik og keyrði líka vel með fram.
Daði: Mjög yfirvegaður, las leikinn vel og djöflast. Einn og tveir þriðju leikur í dag takk fyrir.
Viktor: Fínasti leikur - en þarf að vera miklu oftar búinn að ákveða hvað gera skuli við boltann áður en hann kemur til hans.
Krissi: Mark eða kantur - ekki málið.
Silli: Ágætisleikur - hefði mátt sjást meira á miðjunni - stjórna spilinu ögn betur - en samt allt í góðu.
Anton H: Kannski eitthvað óvanur miðju stöðunni en djöflaðist vel.
Tryggvi: Var duglegur og kom sér í fullt af færum - átti að setja alla veganna tvö í viðbót en var óheppinn.
Daníel Örn: Vantaði að bjóða sig meira í kross og út á kant - ekki alltaf beint áfram í fangið á miðvörðum þeirra.

Emil Sölvi: Fínn í bakverðinum - þarf bara að tala meira og vera búinn að sjá hvað hann ætlar að gera við boltann - vera búinn að spotta samherja.
Arianit: Flottur á kantinum - afar góður með boltann - en vantar alla vinnslu.
Hákon: Fínasti leikur í vörninni - óheppinn að meiðast snemma.
Davíð Þór: Nokkuð góður leikur - labbaði í gegnum stjörnumenn alla veganna tvisvar sinnum og var óheppinn að klára ekki - meira af þessu takk.
Stefán Karl: Góð innkoma - þarf bara að fá meiri leikæfingu.


Almennt um leikinn:

+
Vorum meira með boltann og sóttum mikið á þá í byrjun.
+
Sköpuðum okkur fullt af færum í báðum hálfleikjum.
+
Vantaði að segja félaganum aðeins meira til - hverjir eru lausir - hverja þarf að dekka - hverjir þurfa að keyra í vörn ofl.
+
Flottar markvörslur hjá báðum markmönnum.

-
Misstum boltann allt of oft frá okkur - og stundum á okkar þriðjung.
-
Vorum ekki nógu þéttir í vörninni og það mynduðust glufur sem þeir nýttu sér.
-
Vantaði meiri samheldni og samvinnu hjá okkur - þurfum að fara í þetta betur.
-
Fjórða markið þeirra algjör gjöf - vantaði að tala og koma boltanum burtu.

Í einni setningu: Vantaði bara herslumuninn, og kannski smá heppni í nokkrum færum - að við myndum alla veganna ná jafntefli. En skemmtilegur leikur - gaman að sjá marga menn spreyta sig en vantaði kannski helst smá þéttleika og talanda í vörnina.

- - - - -

Tuesday, January 23, 2007

Æfingaleikur á morgun, fimmtudag!

Jó.

Tek á mig seinkunina - fór á æfingu beint eftir okkar æfingu, svo á foreldrafundinn
og loks í 10/11 að kaupa mér ávexti (já kjappinn í prógrammi).

Það eru sem sé leikir hjá eldra árinu við Stjörnuna á morgun, á þeirra heimavelli í Garðabænum (yngra árið keppir um helgina og á mán).

Mætingarnar eru hér fyrir neðan. Menn þurfa hugsanlega að semja um sundtíma í skólanum - og seinna liðið missir smá af landsleiknum (verðum að lifa það af - getum ekki náð öllum leikjunum). Annars mössum við þetta - gervigrasið þeirra er afar gott og vonandi allir klárir. Vantaði nokkra á æfingu í dag en vissi af nokkrum. Látið mig vita ef það er eitthvað.

Sjáumst í stuði.

- - - - -

- Mæting kl.15.45 upp í Stjörnuheimili - spilað við Stjörnuna frá kl.16.15 - 17.15:
Kristján Orri - Kristján Einar - Stefán Tómas - Arnþór Ari - Árni Freyr - Jón Kristinn - Arnar Kári - Anton Sverrir - Valgeir Daði - Þorleifur - Úlfar Þór. Mæting kl.16.15: Kristófer - Salómon - Daði Þór.

- Mæting kl.16.45 upp í Stjörnuheimili - spilað við Stjörnuna frá kl.17.15 - 18.45:
Orri - Sigvaldi H - Guðmundur Andri - Kormákur - Mikael Páll - Sindri Þ - Daníel Örn - Tryggvi - Anton Helgi - Davíð Þór - Jóel - Reynir. Mæting kl.17.15: Stefán Karl - Hákon - Kevin Davíð - Viktor B.

- ? (heyrið í mér!): Emil Sölvi - Matthías - Ingvar - Arianit.

Foreldrafundur!

Jó jó.

Minnum á foreldrafundinn í kvöld niður í Þrótti kl.20.o0.

Rætt verður um hvað er framundan, ýmsar fjáraflanir ræddar,
rabbað um yngra árs ferðina um helgina og eldra árs ferðina í sumar ofl.

Það væri algjör snilld að sjá sem flesta. Höfum þetta bara stutt og laggot.

Sjáumst í dag,
Ingvi og foreldraráð.

Miðvikudagurinn 24.jan!

Sæler.

Frekar skrýtið hvað fáir létu sjá sig á mánudaginn í góðviðrinu - loksins smá
hiti! Skil alveg þegar menn þurfa að fá frí - bara reyna að koma skilaboðum
á okkur - ef þið náið ekki að smessa!

Tókum sameiginlega æfingu með 4.fl kvk á seinni æfingunni á mán. Það var bara
bara nett nema hvað afmælisbarn dagsins náði sér ekki á strik af einhverjum sökum!

Vonum að veðrið haldist eins - en (ATH) við æfum allir saman á fyrri æfingunni í dag, og náum
svo landsleiknum í handboltanum (ísland - túnis - um kl.1730 - örugglega sýndur niður í Þrótti).

- Æfing hjá öllum kl.15.15 - 16.30 á gervigrasinu.

Verið rosalega duglegir að láta þetta berast. Allt í góðu ef menn koma aðeins of seint.
Fínt væri ef menn skiluðu peningunum úr happadrættissölunni (eða á foreldrafundinum).
Síðasta lagi að koma honum á mig á fimmtudaginn.

Eldra árið keppir svo við Stjörnuna á morgun, fimmtudaginn.
Yngra árið keppir við Ægi um helgina í Þorlákshöfn (12 strákar eru bókað búnir að skrá sig í ferðina - kannski einhverjir búnir að láta mig vita sem ég hef svo gleymt). Þetta þarf að vera klárt í dag.
Yngra árið keppir svo við Fylki næsta mánudag.
Og svo á eftir að finna tíma fyrir tvo leiki við Fram.

Allt að gerast.
Foreldrafundur í kvöld - kl.20.00 í stóra salnum.
Senda mömmu og pabba svo á þorrablót Þróttar á laugardaginn.

En við sjáumst í dag,
Ingvi - Egill og Kiddi

Sunday, January 21, 2007

Mánudagurinn 22.jan!

Sæler vener.

Hvernig er stemmningin?
Menn búnir að ná sér eftir tapið við Ukraínu! Bara hugsa jákvætt og
við vinnum Frakkana! Man.Utd menn verða samt kannski enn fúlir á
morgun.

Alla veganna, æfingarnar í dag verða á venjulegum tímum. Grasið grænt
og um að gera fyrir þónokkra leikmenn að láta sjá sig eftir pínu pásu!

- Eldra árið æfir kl.15.00 - 16.15 á gervi.

- Yngra árið æfir kl.16.15 - 17.30 á gervi.

Förum í nokkrar tækni - og sendingaræfingar, aðstoð og gott maður á mann spil.

Klæða sig vel og mæta eldsprækir.
Later,
Ingvi, Egill og Kiddi.

Íslandsmótið innanhús - sun!

Jebba.

Íslandsmótið innanhús var hjá okkur í gær. Okkar riðill (C riðill) var
kepptur í Keflavík, og auka heimamanna, þá öttum við kappi við Fylki
og Aftureldingu, en Þróttur Vogum dróg sig út úr keppni á síðustu stundu.

En alla um mótið hér:

- - - - -

Þróttur v Keflavík, Fylki og Aftureldingu.
Íslandsmótið innanhúss.

Dags: Sunnudagurinn 21.janúar 2007.
Tími: kl.09.00 - 11.00.
Völlur: Íþróttahús Keflavíkur.

Úrslit:

v Keflavík: 2 - 4.
v Fylkir: 1 - 3.
v Aftureldingu: 6 - 0.


Maður mótsins: Kristján Einar (yfirburðar frammistaða).

Mörk:

v Keflavík: Nonni - Stebbi.
v Fylki: Arnþór Ari.
v Aftureldingu: Arnþór Ari 2 - Stebbi - Anton Sverrir - Diddi - Arnar Kári.

Áhorfendur: Slatti af foreldrum upp í stúku.
Dómari: Dómaraparið átti bara nokkuð gott mót - ekkert við þá að sakast.
Vallaraðstæður: Snilldar salur - aðeins stærri en MS! - en menn voru þónokkuð fljótir að venjast honum.

Hópurinn:

Krissi í marki - Addi, Nonni og Diddi spiluðum vörn - Anton Sverrir, Arnþór Ari, Stefán Tómas og Árni Freyr spilðum frammi.

Frammistaða:

Krissi: Varði eins og ljónið í öllum leikjum - klassa mót.
Addi: Snilldar vinnsla - sterkur líkamlega - vantaði bara meira að koma á sprettinum - taka menn á og skjóta oftar á rammann.
Diddi: Algjörlega brilliant frammistaða í öllum þremur leikjum.
Nonni: Sterkur og vann afar vel - hefði mátt koma meira með í sóknina en annars fín frammistaða.

Anton Sverrir: Barðist afar vel í öllum leikjum - varðist vel og ógnaði svo alltaf þegar við vorum í sókn.
Stefán Tómas: Á milljón allt mótið - fín frammistaða.
Arnþór Ari: Afar nettur á boltanum - vantaði stundum að verja boltann betur með líkamanum og fara á "rooney" í andstæðinginn.
Árni Freyr: Seigur í fyrsta leiknum en meiddist í lok hans og var "out" út mótið.

Almennt um mótið:

+
Aldrei í miklum vandræðum í útköstum né að koma frá markmanni.
+
Héldum alltaf haus og kláraðum alla leiki á fullu - allir klárlega í fínu formi.
+
Lásum leikinn oft snilldarlega og bjuggum til fullt af flottum sóknum, og settum 9 klassa mörk.
+
Allir jákvæðir, hvetjandi og unnu fyrir hvorn annan.

-
Vantaði aðeins meiri sigurvilja og "killer eðli" í okkur.
-
Misstum mennina okkar einstaka sinnum í gegnum um okkur, sem leiddi af sér skot á mark.
-
Vantaði aðeins betra skipulag frammi þegar Krissi kom með langa bolta - misstum of marga bolta til andstæðingana þannig.
-
Eins og vanalega hefði mátt vera meira tala milli manna.
(- Þorðu ekki í stórfiskaleik í upphitun!)

Í einni setningu: Nokkuð góð frammistaða í leikjunum þremur - eiginlega allir leikmenn að gefa sig alla í leikina - og það eina sem vantaði í raun var killerskapið og viljinn til að vinna - og trúin að við gætum unnið riðilinn.

- - - - -

Saturday, January 20, 2007

Leikur v Grindavík - laug!

Heyja.

Annar leikur sem var snögglega ákveðinn. Við erum sem sé vinsælasta
liðið hjá utanbæjarliðunum! En nokkuð skemmtilegur leikur í dag - var
næstum búinn að fara illa - en Salómon reddaði því í lokin. Allt um leikinn hér:

- - - - -

Þróttur 2 - Grindavík 2.
Æfingaleikur.

Dags: Föstudagurinn 20.janúar 2007.
Tími: kl.14.00 - 15.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik:
0 - 1.
Gangur leiksins:
0 - 1, 1 - 1, 1 - 2, 2 - 2.

Maður leiksins: Úlfar Þór (lét mest að sér kveða í dag).

Mörk:

40 mín - Tolli með langskot sem endaði inni eftir pínu mistök hjá markmanninum þeirra.
70 mín - Salómon með snilldar skot af löngu færi, óverjandi upp í markhorninu.

Áhorfendur: Alveg um 9-10 manns frá báðum liðum á línunni.
Dómari: Egill og Ingvi - sjaldan verið betri.
Vallaraðstæður: Sjúklega kalt - völlurinn 15% í snjó en reddaðist þó alveg.

Liðið:

Kristó í markinu - Daði og Mikki bakverðir - Tolli og Úlli miðverðir - Dagur og Seamus á köntunum - Viddi og Valli á miðjunni - Tryggvi og Salómon frammi. Varamenn: Anton Helgi - Davíð Þór - Sindri Þ - Sigurður T - Sindri G.

Frammistaða:

Kristó: Nokkuð góður leikur - kom vel út á móti, varði oft vel. Mætti stjórna aðeins betur sem aftasti maður sem sér allt.
- einnig flottur í miðverðinum í seinni.
Daði: Annar fyrirmyndar leikurinn í röð - varla eitt "klikk" í leiknum.
Tolli: Flottur leikur - hafði mátt koma sér í fleiri skot, og skjóta fyrr á markið.
Úlli: Klassa leikur - tapaði varla einvígi.
Mikki: Flottur á boltann en hefði mátt vera meiri buff í nokkrum návígum.
Seamus: Nokkuð góður leikur - vel á tánum og fór í alla bolta.
Valli: Fínn leikur - óheppinn einu sinni en annars nánast perfect leikur.
Viddi: Enn einn súper leikur - hefði samt enn viljað fá fleiri skot á markið.
Dagur: Fínn leikur - sérstaklega á miðjunni í seinni.
Tryggvi: Fín keyrsla eins og vanalega - vantaði aðeins upp á "tötsið" nokkrum sinnum en það er allt að koma.
Salómon: Ágætis leikur - lét boltann ganga betur en síðast en mætti alveg gera meira af því. soldið gjarn á að koma sér í vandræði - en þvílíkt mark í lokin.

Davíð Þór: Góð innkoma - þarf samt að láta finna meira fyrir sér og heyra meira í sér.
Anton Helgi: Eiginlega alveg sama hér - vantar að tala með sendingum - en annars fín vinnsla.
Sindri Þ: Afar flottur í vörninni - þarf kannski aðeins að vinna í snerpunni.
Sigurður T: Afar traustur - góður á boltann og varðist vel.
Sindri G: Flott innkoma - þarf bara að fá fleiri leiki til að venjast.

Almennt um leikinn:

+
Unnum vel fram á þá - rákum betur út en vanalega og settum nokkuð góða pressu á þá allann leikinn.
+
Leystum vel öll vandamál tilbaka - menn voru á tánum og komu boltanum vel frá.
+
Kláruðum allann leikinn - jöfnuðum á síðustu mínútunni sem er bara sterkt.
+ Flottur hópur sem spilaði leikinn - sýndi vel hvað í sér býr.

-
Lendum undir tvisvar sinnum þrátt fyrir að vera meira með boltann.
-
Vantaði smá einbeitingu í vörnina.
-
Vantaði að búa til fleiri færi - vera graðari að klára, skjóta.

Í einni setningu: Svona eftir á að hyggja slapp þetta jafntefli, sérstaklega þar sem við vorum marki undir fram á síðustu mínútu - en áttum klárlega að vinna leikinn þar sem við vorum svo mun betri í heildina.

- - - - -

Friday, January 19, 2007

Laugardagurinn!

Sælir strákar.

Ekki alveg nógu ánægður með mætinguna í dag, eða alla veganna það
hve fáir létu mig vita - síminn reyndar búinn að vera með bögg (og allar
líkur á nýjum síma um helgina
).

En alla veganna, hérna er planið fyrir morgundaginn - laugardaginn:

Innanhúsæfing kl.12.00 – 13.00 í MS – (vera mættir kl.11.50): Kristján Orri – Kristján Einar – Arnþór Ari – Stefán Tómas – Árni Freyr – Anton Sverrir – Jón Kristinn - Arnar Kári.

5 v 5 mót á sparkvellinum í Laugarnesskóla – Mæting kl.13.00 – spilað til kl.14.15 (spila svo við Fram/Stjörnuna/Fylki í næstu viku): Arnór D – Aron V – Þorgeir S – Ágúst J – Birgir Ö – Einar – Eyjólfur – Gísli R – Guðbjartur – Egill F – Eiður T – Haraldur Ö – Guðmundur I – Guðmundur S – Hilmar S – Högni H – Jonni – Lárus H – Leó G – Styrmir – Arianit – Matthías – Emil S – Hákon – Kevin Davíð – Jóel – Sigvaldi – Viktor – Reynir – Stefán Karl – Daníel Ö - Orri.

Æfingaleikur v Grindavík – Mæting kl.13.20 niður í Þrótt – keppt við Grindavík kl.14.00 – 15.30: Kristófer – Sindri G – Valgeir Daði – Þorleifur - Tryggvi – Kormákur – Mikael Páll – Daði Þór – Guðmundur Andri - Úlfar Þór – Dagur Hrafn – Viðar Ari – Salómon – Ólafur F – Seamus. Mæting kl.14.30: Davíð Þór – Anton Helgi – Sindri Þ – Sigurður T.

Meiddir / Frí / ?: Anton J – Hrafn Helgi – Magnús Helgi – Arnþór F - Guðmar.

Heyrið endilega í mér ef það er eitthvað.
Sjáumst á morgun.
Ingvi (869-8228) og co.

Föstudagurinn 19.jan!

Hey hey.

Það er "audda" æfing í dag, föstudag, á iðagrænu gervigrasinu (það segir sagan):

- Æfing á gervigrasinu kl.16.00 - 17.30.

Æfum allir saman (nema það er frí hjá innanhúshópnum - þeir mega hvíla ef þeir
vilja - en þeir sem komust ekki í gær í laugar mæta í dag).

1. Minni svo yngra árið að láta mig vita með Þorlákshafnarferðina.
2. Minni einnig á að fara að massa happdrættismiðasöluna.
3. Minni svo á að skila þessum miða!

Annars bara líf og fjör.
Sjáumst í dag,
Ingvi - Egill og Kiddi.

Þrektímarnir!

Sæler.

Afar nettir tímar í Laugum - held að menn hafi tekið vel á því.
Enda ekki annað hægt við svona netta tónlist (sérstaklega seinni
daginn) - og vonandi ferskar æfingar!

21 af yngri mætti og 18 af eldri - auðvitað aldrei hægt að ætlast til að allir
komist - en var pínu fúll að ekki fleiri hafi náð að mæta. En þannig er það nú.

Alla veganna, hérna eru nokkrar myndir:

- - - - -



Egill massaði allar æfingarnar!

Orri átti nú í einhverjum erfiðleikum með stangirnar!

Diddi var fáránlega "pro" á hjólinu!

Thursday, January 18, 2007

Fimmtudagur!

Jó.

Bara rétt að minna á tímann í dag:

Fimmtudagurinn 18.jan:

- (þvílíkt nettur) Þrektími niður í Laugum hjá eldra árinu - Mæting kl.15.10 í anddyri Lauga. Koma með 300kr, innanhúsdót og sund-dót (kíkjum aðeins í sund í lokin). Allt búið um kl.16.45.

- Frí hjá yngra árinu.


Sjáumst eldhressir.
Ingvi, Egill og Kiddi

Monday, January 15, 2007

Mið - Fim!

Sælir.

Það er loksins komið á hreint hvernig miðvikudaginn (og fimmtudagurinn)
verður. Þeir niður í Laugum ætla að lána okkur sal og ætlum við að taka
nettann styrktartíma. Yngra árið fer í dag, miðvikudag, en eldra árið á fimmtudag (og ekkert mál að koma í annan hvorn tíman ef þið eruð í vandræðum).

Endilega nýtum þetta strákar og mætum sem flestir svo þeir vilja taka við okkur aftur í framtíðinni. Í næstu viku er svo stefnan sett á að prófa unglingalyftingarsalinn þeirra þar sem þjálfari mun taka okkur í tíma. Og massa mikilvægt að fara róleg um búningsklefann.

Innanhúshópurinn er svo nokkuð ákveðinn. Æfir innanhús í dag, og alla veganna
á laugardaginn líka. Mótið er svo í Keflavík á sunnudaginn.

Heyrið svo í mér ef það er eitthvað.
kv, Ingvi (869-8228) og co.

Miðvikudagurinn 17.jan:

- Tími niður í Laugum hjá yngra árinu - Mæting kl.15.20 fyrir framan Laugar. Koma með 300kr, innanhúsdót og sund-dót (kíkjum aðeins í sund í lokin). Allt búið um kl.17.15.

- Innanhúsæfing hjá eftirtöldum leikmönnum niður í íþróttasal MS kl.19.10 - 20.30: Kristján Orri - Kristján Einar - Stefán Tómas - Arnþór Ari - Árni Freyr - Arnar Kári - Jón Kristinn - Valgeir Daði - Anton Sverrir - Þorleifur + Viðar Ari - Sindri G.

- Frí hjá öðrum á eldra ári.

Fimmtudagurinn 18.jan:

- Tími niður í Laugum hjá eldra árinu - Mæting kl.14.50 fyrir framan Laugar. Koma með 300kr, innanhúsdót og sund-dót (kíkjum aðeins í sund í lokin). Allt búið um kl.16.30.

- Frí hjá yngra árinu.

Leikmannaskráin!

Hey

Átti alltaf eftir að röfla út af þessu:

Eftirtaldir strákar eru búnir að skila þessu blaði:

Eldra ár (12): Anton Helgi - Arnþór Ari - Davíð Þór - Elvar Aron - Kristján Einar - Úlfar Þór - Kristján Orri - Daði Þór - Anton Sverrir - Matthías - Sigvaldi Hjálmar - Viktor Berg.

Yngra ár (7): Arnór Daði - Guðmar - Guðmundur S - Leó Garðar - Þorgeir Stefán - Magnús Helgi - Guðmundur Ingi.

Allir hinir skulda alls einn hring á gervigrasinu :-/
Endilega prentið það út hér (eða fáið hjá okkur), dúllið ykkur við það heima og hentið á okkur.

Það er mjög nett að geta haldið utan um ýmsa hluti varðandi alla leikmenn.
Gerir utanaðhaldið enn betra hjá okkur.

Ok sör.
Ingvi og co.

p.s. getið líka alltaf lesið um okkur hægra megin á blogginu (nýtt nýtt).

Mánudagurinn 15.jan!

Sælir.

Menn sprækir eftir helgina?

Við ætlum að breyta smá í dag, mánudag (aðallega hjá eldra árinu).

- Það er æfing hjá öllum kl.16.00 á gervigrasinu, og við munum taka 2.5km hlaup
á undan - þannig að best er að vera í gervigrasskóm (eða hlaupaskó með). Tökum svo
að halda bolta innan liðs og spilum svo 5 v 5. Allt búið um kl.17.30.

Verið endilega duglegir að láta þetta berast, og draga félagann á æfingu.
Það er ekkert svo kalt - mössum þetta alveg.

Sjáumst á eftir,
Ingvi og co.

Friday, January 12, 2007

Laugardagurinn!

Sælir.

Við bölvum bara snjónum og skellum okkur inn í langholtsskóla á morgun.
Verið duglegir að láta það berast.

Tökum styrkleikaæfingar og einhvern bolta. Koma með allt innanhúsdót - mæta
niður í íþróttahús.

- Yngra árið er frá kl.13.00 - 14.00.

og

- Eldra árið er frá kl.14.00-15.00.

Sjáumst hressir,
Ingvi og co.

Leikur v ÍBV - fös!

Já halló.

Sögðum já við ÍBV um að bjarga þeim um leik í kvöld. Aðstæður
reyndar frekar slæmar, tími dags ekkert spes, vantaði menn og
ykkar einlægur, klessti á - klukkutíma fyrir leik og var ansi pirraður
En allt þetta var engin afsökum um að gera ekki betur en 0-1 tap.
Allt um það hér:

- - - - -

Þróttur 0 - ÍBV 1.
Æfingaleikur.

Dags: Föstudagurinn 12.janúar 2007.
Tími: kl.20.45 - 21.45.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik:
0 - 0.
Gangur leiksins:
0 - 1.

Maður leiksins: Þorleifur (öflugastur í dag).

Áhorfendur: Þó nokkrir létu kuldann ekki á sig fá og mættu upp í stúku.
Dómari: Kiddi átti völlinn.
Vallaraðstæður: Nokkuð kalt, snjór yfir vellinum og smá rok: ekki bestu aðstæður í heimi.

Liðið:

Orri í marki - Óli F og Daði Þór bakverðir - Tolli og Nonni miðverðir - Viðar, Arnþór og Jóel á miðjunni - Dagur og Salómon á köntunum - Árni Freyr einn frammi. Varamenn: Mikael Páll og Daníel Örn.

Frammistaða:

Orri: Þurfti frekar lítið að beita sér í leiknum - hefði mátt vanda aðeins spörkin eftir sendingar aftur á teig.
Daði: Topp leikur - vel á tánum og gerði engin mistök.
Tolli: Mjög öflugur - hefði mátt koma oftar upp með boltann eins og hann gerði nokkrum sinnum - vantaði samt stundum að vanda sendingar.
Nonni: Vann vel með Tolla í miðverðinum - vann öll einvígi.
Óli: Nokkuð góður leikur - hefði samt mátt gera aðeins meira - koma oftar upp völlinn og fara meira á menn.
Viðar: Gerði allt vel - vantaði kannski aðeins meiri ákveðni og að fara alla leið sjálfur, meiri skot.
Jóel: Kannski soldið að hugsa um ítalíuferðina - vantaði meiri keyrslu og tal - oft verið miklu betri.
Arnþór: Náði sér ekki á strik en var eitthvað slappur og fór útaf í hálfleik.
Salómon: Oft verið betri - vantaði að skila boltanum betur frá sér og fyrr - garga svo aftur á hann og fá hann innfyrir.
Dagur: Vantaði aðeins að draga sig meiri út á kantinn og hreinlega garga á boltann - gerði annars margt gott.
Árni: Gerði sitt - vantaði kannski meiri samvinnu milli hans og miðjunnar - meiri tal.

Daníel Örn: Fín innkoma - vantar samt betra skipulag með sóknarfélaganum - hefði líka viljað fá mark alveg í lokin!
Mikki: Fínasti leikur - gerði allt vel en hefði kannski mátt ógna meira fram á við.

Almennt um leikinn:

+
Áttum fyrri hálfleikinn - settum upp góða pressu og gáfum þeim ekki breik.
+
Unnum allt tilbaka - þeir fengu afar fá færi í öllum leiknum.

-
Héldum ekki sama dampi út allann leikinn.
-
Fengum á okkur nokkuð ódýrt mark.
- Vantaði betri samvinnu fram á við - segja félögunum hvað gera skuli - bjóða sig betur o.s.frv.

Í einni setningu: Frekar aumt eins marka tap í leik sem virtist vera okkar í byrjun - vantaði sprengikraft og meira skap í okkur (sem fyrr) og ég hefði viljað sjá meira hjá mörgum!

- - - - -

Thursday, January 11, 2007

Friday!

Bledsen.

Þokkalega ánægður með ykkur í frostinu í gær - vona líka að æfingarnar
hafi verið nettar.

Engin fimleikatími í kvöld fyrir þá sem eiga prófið eftir, vonandi verður hann
í næstu viku.

Annars er tvennt að gerast á morgun; æfing hjá hluta hópsins og svo skyndilega-ákveðinn leikur hjá einu liði við ÍBV (eru að koma í bæinn með eitt lið og vantaði leik). Handboltagaurar á eldra ári massa svo ferð til Egilsstaða.

Þannig að föstudagurinn er þannig:

- Æfing kl.16.00 - 17.30 á öllu gervigrasinu (leikir í næstu viku): Guðmar - Hrafn - Eiður - Leó - Seamus - Anton J - Styrmir - Arnþór F - Þorgeir - Birgir - Jonni - Arnór - Aron - Haraldur - Hilmar - Egill - Sindri G - Magnús - Einar - Eyjólfur - Gísli - Guðmundur Ingi - Guðmundur S - Sigurður T - Guðbjartur - Ágúst J - Lárus. Anton H - Davíð Þ - Arinait - Elvar - Emil - Hákon - Matthías - Viktor - Sigvaldi - Stefán Karl - Sindri Þ - Ingvar - Kevin D.

- Æfingaleikur við ÍBV - mæting kl.20.00 niður í Þrótt - spilað frá 20.30-21.30: Orri - Arnþór Ari - Guðmundur Andri! - Jón Kristinn - Árni Freyr - Kormákur - Daði Þór - Daníel Örn - Mikael Páll - Þorleifur - Viðar Ari - Ólafur Frímann - Dagur Hrafn - Salómon.

- Handboltaferð á Egilsstaði: Kristján Orri - Kristján Einar - Kristófer - Tryggvi - Úlfar Þór - Arnar Kári - Stefán Tómas - Reynir - Jóel - Valgeir Daði.

- Meiddir / í fríi: Högni Hjálmtýr - Anton Sverrir - Daníel I.

- - - - -

Við förum í móttökur og 1 v 1 á æfingunni - og stöndum okkur svo í leiknum.

Sjáumst ferskir, og heyrið í okkur ef það er eitthvað.
Ingvi, Egill og Kiddi.

Tuesday, January 09, 2007

Miðvikudagurinn!

Sælir.

Frekar kalt í gær og völlurinn nett sleipur. verður hugsanlega svipað
á morgun. Janúar ekkert spes mánuður hvað þetta varðar en við mössum
þetta saman, ekki spurning.

Æfingatíminn færist aðeins fyrr á morgun - en í raun aðeins um 15 mín!
Vona að það reddist hjá öllum. En ef ekki þá er í góðu lagi að koma aðeins of seint,
eða koma á æfingu með hinu árinu!

- Yngra árið æfir kl.15.30 - 16.45 á gervi.

- Eldra árið æfir kl.16.30 - 17.45 á gervi.

Förum í knattrak (klikkaði síðast) og skot (rúnar markmannsþjálfari mætir kl.16.30 - snilld ef allir markmenn komast þá).

Sjáumst hressir,
Ingvi og co.

p.s. fimleikatíminn fyrir þá sem mættu sjaldan + tóku ekki prófið verður örugglega á fimmtudaginn.
p.s. koma svo liverpool - ekki tveir tapleikir í röð.
p.s. ekki allir meila á sama tíma upp á mætingarnar!!!
p.s. eins gott að kiddi komi með tobleron á morgun.
p.s. vantar enn að vita eitt mark í jólamótinu.
p.s. eruði að grínast hvað fáir sögðu; "nettar nýar æfingar" í gær!
p.s. checkið á hvað er stutt að ég nái Rafael Márquez Álvarez klippingunni!
p.s. þetta ps system er greinilega búið að koma í staðinn fyrir sviga kaffið!

Sunday, January 07, 2007

Mánudagurinn 8.janúar!

Sælir.

Fínn hringur sem við (okey, þið) tókum í gær. Og svaðalegur snjókarl sem
við bjuggum til (okey, soldið grillaðir - en egill átti hugmyndina). Og tvö stór mörk
kominn á gervigrasið takk fyrir.

Gott chill í dag, sunnudag, en menn geta látið sjá sig niður í laugardalshöll um
klukkan fjögur í dag - 3.flokkurinn er að keppa í ísl.mótinu innanhúss. En svo er líka
markmannsæfing á framgervigrasinu kl.14.00.

Annars bara æfingar á morgun, mánudag:

- Eldra árið kl.15.00 á gervi.

- Yngra árið kl.16.15 á gervi.

Reynum að taka "etta" soldið skipulagt héðan í frá - förum í sendingaræfingar, knattrak og "finishing" á morgun. Stefnum á engan snjó og lágmark 25 leikmenn á hvora æfingu! Okey sör.


Sjáumstum,
Ingvi, Egill og (it´s about time) Kiddi.

Friday, January 05, 2007

Nokkrir punktar!

Knattspyrnufélagið Þróttur.
4.flokkur karla.
5.janúar 2007 takk fyrir.


Leikmenn

Gleðilegt ár og velkomnir á æfingar aftur. Menn eru væntanlega búnir að slaka aðeins á og tilbúnir aftur í boltann! Hér fyrir neðan eru nokkrir grófir punktar varðandi starfið okkar næstu vikurnar. En eins og áður þá ekki hika við að heyra í okkur ef eitthvað er óskýrt, og verið svo áfram duglegir að kíkja á “ferskustu” heimasíðu borgarinnar; http://4fl.blogspot.com :-)

Kv, Ingvi Tappi – Egill Driver og Kiddi … Red
- - - - -

Æfingatímarnir: Æfingatímarnir okkar munu haldast nánast alveg eins og fyrir jól. Æfingarnar á mánudögum verða alveg eins - við fáum aðeins meiri tíma á miðvikudögum þannig að æfingarnar færast aðeins fyrr á deginum – föstudagarnir og laugardagarnir verða eins, fyrir utan þegar við tökum æfingaleiki og þess háttar. Og við reynum líka að bæta við aukaæfingum ef við getum.

Útihlaup: Héðan í frá munum við vera með útihlaup þrisvar sinnum í mánuði, nánast alveg fram að Reykjavíkurmótinu utanhúss (eða fram í byrjun apríl). Við munum byrja á lengri vegalengdum og færa okkur svo niður í styttri hlaup. Þetta á ekkert að vera eitthvað sem leikmenn eiga forðast, við reynum bara að hafa þetta skemmtilegt (dettum t.d. í sund eftir hlaup). Við munum auðvitað halda utan um mætingarnar í hlaupin, sem og fylgjast með hvernig menn eru að standa sig (tímatökur ofl.). Best er ef leikmenn eiga hlaupaskó en gervigrasskór henta ágætlega. Við erum enn að reyna að fá frjálsíþróttaþjálfara til að taka okkur í smá “prógramm”.

Fimleikar: Þessir tímar voru vægast sagt vel heppnaðir fyrir jól. Við erum að athuga hvort við bætum við nokkrum aukatímum nú eftir jól. En við ætlum alla veganna að reyna að láta alla leikmenn taka prófin (um 15 strákar eiga þau eftir) sem við tókum fyrir jól – og afhenda svo hverjum og einum niðurstöðurnar.


Íslandsmótið innanhúss: Það verður haldið sunnudaginn 21.janúar í Keflavík en það fær bara eitt lið frá hverju liði að taka þátt. Valið verður í liðið um miðjan mánuðinn og við hvetjum auðvitað alla að standa sig, mæta vel og sanna sig.

Yngra árs ferð: Við höfum nánast neglt niður síðustu helgina í janúar (27-28.jan) og er stefnan tekinn á Þorlákshöfn. Eldra árið fór þanngað í fyrra og hentar staðurinn fullkomlega í góða æfingaferð. Við búum til fína dagskrá og tökum m.a. leik við Ægi. Allir sem ætla með verða að vera með lágmark 70% mætingu í jan.

Æfingaleikir: Í janúar munum við taka leiki við Grindavík, Stjörnuna, Ægi og hugsanlega eitt lið í viðbót.

Happadrættismiðarnir: Það er búið ákveða að fresta drættinum sem átti að vera núna á morgun, laugardaginn 6.janúar, fram til loka jan. Þannig að menn geta haldið áfram að selja, vonandi klárað sinn 5 miða skammt, og jafnvel fengið fleiri.

Mætingar: Mætingarskjalið fyrir síðustu þrjá mánuði er klárt. Hægt er að skoða bestu mætingarnar á netinu. Þeir sem vilja fá að sjá sínar allar sínar mætingar fyrir jól þurfa bara að meila á mig (
ingvisveins@langholtsskoli.is) og ég sendi excel skjalið með ykkar upplýsingum strax á ykkur.

Fleiri fjáraflanir: Við munum örugglega fara af stað með fleiri fjáraflanir undir lok janúar. Og allar hugmyndir eru auðvitað vel þegnar.

Fatnaður: Þeir hjá Sportmönnum (verslunin sem hét Íþrótt) eru búnir að gera okkur tilboð á kvartbuxum (sem henta vel á gervigrasið) og rauðri bómullarpeysu. Allur pakkinn er á um 4.500kr og þurfum við nú bara að finna tíma til að taka niður stærðir og pantanir. En það er algjörlega frjálst að nýta sér þetta.

Markmannsæfingar: Þær verða áfram á sunnudögum og miðvikudögum – við þurfum virkilega að nýta þessa tíma með Rúnari markmannsþjálfara. Tökum okkur á í janúar!

Annað: Í janúar verður Ingvi krýndur keilukóngur flokksins, en einnig munum við skella okkur í bíó. Nokkrir eiga svo enn eftir að skila upplýsingablaðinu um sig til mín. Látið okkur vita ef ykkur vantar þannig blað.


Annars bara líf og fjör.

Lördag!

Yebba.

Klassa æfing áðan - brilliant mæting og snilldar veður.
ekkert verið að spara lýsingarorðin hér. Setti evrópumet í
röfli eftir æfinguna (set miðann sem þið fenguð á bloggið á
morgun
).

Verðum jafnvel að gera þetta oftar, þ.e. að eyða smá af æfingatímanum
í lokin í teygjur. Græðum bara á því.

Alla vegnna,
Það er æfing á morgun, laugardag (þrettándann), hjá öllum. Við tökum smá útihlaup á undan.
(plís ekki láta það trufla ykkur). Egill ákveður einhverm nettan hring í hverfinu og við tökum svo fína æfingu eftir það:

- Mæting hjá öllum kl.14.00 á gervigrasið - búnir um kl.15.40.

Sjáumst hressir,
Ingvi og co.

p.s.1 kíkið svo á síðurnar hér til hægri - búnir að uppfæra fullt.
p.s.2 liverpool - arsenal einnig á morgun - kl.17.00.
p.s.3 ef þú ert að lesa þetta núna þýðir að þú ert á netinu, sem þýðir að þú getur meilað á mig núna (ingvisveins@langholtsskoli.is) og beðið mig um mætingarnar þínar :-)
p.s.4 eins gott að kiddi komi með dumle á morgun!

Sjáumst í dag!

Hey

Við sjáumst á æfingunni á eftir, kl.16.00 hjá öllum.

EN það var smá breyting með happadrættismiðana. Það er búið að
fresta drættinum (sjá hér fyrir neðan) þannig að menn geta selt aðeins
lengur - og vonandi komið út öllum sínum miðum!

Vona að þetta komist til skila.
kv
ingvi

- - - - -

Samkvæmt ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar hefur verið ákveðið að fresta drætti í happdrættinu, þeir sem hafa selt sína miða eða vilja gera upp eða ná í fleiri miða, geta hitt mig á morgun föstudag skrifstofunni frá kl: 13 til 17.

Áður auglýstur dagur fyrir drátt var 6.janúar en reiknað er með að draga
í lok janúar.


Ástæðan fyrir þessu er tvíþætt, annars vegar verður Þróttarasíðan lokuð nú í nokkra daga og hinsvegar þurfa sölumenn að gera mun betur í að selja sína miða. Nú gefst frábært tækifæri fyrir þá sem enn eiga eftir að selja sína miða, að ná sér í aukapening og selja fleiri miða!

Wednesday, January 03, 2007

Happadrættismiðar og æfing á fös!

Hellú.

Það styttist í fyrstu æfinguna okkar eftir frí, og einnig skil á happadrættismiðunum.
Þannig að ég hvet menn til að vera duglegir að selja ef þið eigið einhverja miða eftir.

Það er lítið mál að prófa að labba 1-2 götur - ekki bara segja; "ég seldi engan" - án þess
að reyna smá. Ekkert stress - bara fara í hús og spyrja hvort fólk sé til í styrkja ykkur og Þrótt og í þokkabót vera með í potti með ýmsum vinningum.

Alla veganna,

Föstudagurinn 5.janúar - Æfing hjá öllum kl.16.00 - 17.30 á öllu gervigrasinu.

Mætingar fyrir jól - janúar plan - hreyfum okkur vel eftir fríið ofl.
Látið þetta berast.
Sjáumst eldhressir

Ingvi, Egill og (back from the usa) Kiddi.