Friday, August 31, 2007

Þróttur - Grindavík!

Sælir.

Takk fyrir æfinguna í dag. Klassa mæting en völlurinn orðinn ansi vafasamur - Mæður ykkar eflaust ekvað pirraðar þegar þið mættuð heim! Langt síðan ég tók kisuna á etta - þarf að fara setja oftar á mig hanskana!

En það er massa leikur og massa fjör á morgun, laugardag:

- Þróttur - Grindavík - Valbjarnarvöllur - kl.14.00.

Á undan er slegið á létta strengi niður á Valbjarnarvelli og láta allir sjá sig þanngað. Frá kl.13.00 verða grillaðar pyslur seldar á hlægilegu kostnaðarverði, gos á brandaraverði og candyflossverðið er líka bara djók. Hoppkastali og andlitsmálning á staðnum, ath þetta er allt niðri á Valbirni ekki í félagshúsinu. Leikmenn úr 7.flokki drengja ganga með leikmönnum til leikvallar.

Mig vantar líka 8 boltasækjarar og yrði algjör snilld ef einhverjir hressir myndu smessa á mig og bóka sig. Þetta er stærsti leikur sumarsins og verðum við að standa sig.

Sé vonandi alla á morgun, annars chill um helgina
Svo næst æfing á mánudag.
Ble.
Ingvi og co.

Friday!

Jójójó.

Helgina að koma - Koddu meða.
Við tökum létta æfingu saman í dag og endum á smá vatnsfjöri:

Æfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.15.30 - 17.00.

- Ég er alveg búinn að klúðra úrslitakeppnisdögunum á blogginu. Leikirnir eru ekki fyrr í þarnæstu viku.
- Ég verð að byrja æfinguna hálf 4 þannig að þeir sem eru til 4 í skólanum koma á sprettinum eða dobbla kennarann um nokkrar mínútur :-) Verðum vonandi einir á vellinum!
- Skiptum í 3 hópa, tökum reit, skotkeppni og smá tækniæfingar - og svo nett spil. Endum svo á að bleyta yngra árið aðeins. Eldra ár: fáið um 4 blöðruð sem þið verðið að nýta - Yngra ár: engar pollabuxur leyfðar! Og Egill er sá eini sem má koma með vatnsbyssu!

Sjáumst á ettir.
Ingvi (4 sek að binda hnút að h2o blöðru), Eymi (hlýtur að koma í dag), Egill (gunni ég ætla bara að skokka í dag) og Kiddi (fær líka blöðrur í sig).
þetta verður bara stuð!


Thursday, August 30, 2007

Fim!

Sælir dreng.

Æfum í tvennu lagi í dag á mjúkblautum "suddanum":

- Æfing - Yngra ár - Suðurlandsbraut - kl.15.00 - 16.15 - (kallinn með æfinguna).

- Æfing - Eldra ár - Suðurlandsbraut - kl.16.00 - 17.15 - (rauðhærður - rauðhærðari með æfinguna).

Kaupa svo Séð og Heyrt og sjá kallinn bregða fyrir á einni myndinni!!
Og kíkið á breytinguna á B liðs úrslitakeppninni á síðasta bloggi.

Látið þetta berast með æfingarnar í dag.
Sjáumst hressir.
Ingvi og co.

- - - - -

Tuesday, August 28, 2007

Planið næstu daga!

Jójójó.

Hérna er planið fyrir næstu daga - ætti að haldast en kíkið áfram á the blog :-)

- - - - -

Mið 29.ágúst: Frí.
Fim 30.ágúst: Æfing – Suðurlandsbraut: Yngra ár kl.15.00 – Eldra ár kl.16.00.
Fös 31.ágúst: “Vatnsblöðruæfing” – Allir - Suðurlandsbraut – kl.15.30.
Laug 1.sept ágúst: Mfl v Grindavík – Fjör fyrir leik niður i Þrótti.
Sun 2.sept: Æfing - B liðið - TBR völlur - kl.17.00 (hópurinn tilkynntur á fös).

- - - - -

Mán 3.sept: Úrslitakeppnin í B liðum. Æfing hjá öðrum.
Þrið 4.sept: Úrslitakeppnin í B liðum. Frí hjá öðrum.
Mið 5.sept: Æfing - Allir nema B liðið - Suðurlandsbraut - kl.16.00.
Fim 6.sept: Úrslitakeppnin í B liðum. (mfl v Þór kl.19.00 á Valbirni). Frí hjá öðrum.
Fös 7.sept: Boot Camp æfing – Gervigrasið – kl.16.00.
Laug 8.sept: (Ísland – Spánn á Laugardalsvelli kl.20.00).
Sun 9.sept: Frí.

- - - - -

Einnig eigum við eftir að negla:

- Foreldrabolta.
- Haustferðir.
- Kveðjuæfingu Egils (
snökt)!
- Stuttmynda og pizzukvöld.


Dagsetning eftirfarandi hluta skýrist á þjálfarafundi í kvöld:

- Uppskeruhátíðin.
- Skiptingin milli ára (þ.e. hvenær eldra árið fer upp í 3.fl og yngra árið upp á eldra ár).
- Hvenær haustmótin eru.


Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
Heyrumst, Ingvi (869-8228) – Egill og Kiddi.

Monday, August 27, 2007

Þriðjudagur!

Sæler.

Mikla leikjahrinan er á enda. Menn eru búnir að standa sig vel í undanförnum leikjum. Vonandi festist sigurfílingurinn í mönnum. En á morgun stillum við aftur saman strengi, æfum allir saman, þið fáið plan fyrir næstu vikur og við endum á gúffi:

- Æfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.16.00 - 17.20.

Egill, danmerkurfarar og aðrir sem lögðu leið sína í fríhöfnina síðustu vikur mæta vonandi með ekvað gúff (engin pressa samt) og ég plögga frissa, tuma eða álíka ferskan svaladrykk.

Sjáumst hressir á morgun - býst við metmætingu :-)
Laters.
Ingvi og co.

- - - - -

p.s. sagan segir að sumir séu komnir með danska kærustu!


Ísl mót v Fram og Fjölni2 - Mán!

Heyja.

Við enduðum Íslandsmótið með glæsibrag í dag. Tókum Fram og Fjölni örugglega. Allt um báða leikina hér:

- - - - -

Þróttur 3 - Fram 1.
Íslandsmótið.

Dags: Mánudagurinn 27.ágúst 2007.
Tími: kl.16.00 - 17.15.
Völlur: Framvöllur.

Staðan í hálfleik: 1 - 0, 2 - 0, 2 - 1, 3 - 1.
Gangur leiksins: 2 - 0.

Mörk:

8 mín - Óli F með snilldar finish.
16 mín - Daníel Örn með baráttu mark alveg við endalínuna.
65 mín - Seamus kláraði chippuna hans Tryggva (með stroku).

Maður leiksins: Dagur Hrafn (afar hættulegur og alveg á milljón á kantinum).

Vallaraðstæður: Topp völlur og nett veður.
Dómari: Nokkuð gott par sá um leikinn.
Áhorfendur: Þó nokkuð af fólki lét sjá sig.

Liðið:

Orri í markinu - Viktor og Mikki bakverðir - Daði og Úlli miðverðir - Dagur og Óli F á köntunum - Viddi og Kristó á miðjunni - Danni og Tryggvi frammi. Varamenn: Seamus, Maggi, Sigurður og Silli.

Frammistaða:

Slugs - Tökum etta á okkur!

Almennt um leikinn:

+ Fórum trekk í trekk upp kantana.
+ Vörnin var afar þétt og örugg í fyrri.
+ Hefðum getað klárað miklu fleiri færi - orðinir soldið gráðugir í lokin!

- Vantaði smá grimmd og meiri keyrslu í fyrri.
- Boltinn skoppaði soldið yfir okkur á miðjunni.
- Klassa horn en vantaði betra touch á okkur.

Í einni setningu: Brilliant leikur hjá okkur - Vorum greinilega staðráðnir í að gefa ekkert eftir og spiluðum allar 70 mín á sama hraða og voru allir leikmenn að gera góða hluti.

- - - - -

Þróttur 10 Fjölnir 1.
Íslandsmótið.

Dags: Mánudagurinn 27.ágúst 2007.
Tími: kl.16.00 - 17.15.
Völlur: Fjölnisvöllur.

Staðan í hálfleik: 0-4
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3, 0-4, 0-5, 0-6, 0-7, 1-7, 1-8, 1-9, 1-10.

Mörk:

8 mín - Guðmar.
10 mín - Leó.
15 mín - Leó.
20 mín - Leó.
37 mín - Njörður.
46 mín - Reynir.
51 mín - Njörður.
56 mín - Guðmar.
57 mín - Guðmar.
62 mín - Davíð Þór.

Maður leiksins: Leó Garðar (var síógnandi í framlínunni og leysti aðrar stöður einnig mjög vel).

Vallaraðstæður: Geggjað veður og mjög góður völlur.
Dómari: Aðstoðarþjálfarinn þeirra tók þetta soló.
Áhorfendur: Tops 4 foreldrar.

Liðið:

Krissi í markinu - Þorgeir og Gummi S bakverðir - Högni og Reynir miðverðir - Anton Helgi og Arnþór F á köntunum - Sindri Þ og Davíð á miðjunni - Guðmar og Leó Garðar frammi. Varamenn: Njörður, Jón Konráð og Matti (kom í seinni).

Frammistaða:

Krissi: Kom drullusterkur inn eftir handarbrotið og varði oft á tíðum fáránlega vel. Ekki hægt að kenna honum um markið.
Þorgeir: Var mjög góður í bakverðinum, skilaði öllum boltum á samherja, hratt og örugglega. Var þó ekki nógu beittur á kantinum.
Gummi S: Geggjað öruggur í bakverðinum, frábær leikur. Fékk þó ekki að njóta sín framar.
Högni: Mjög góður leikur. Steig vart feilspor í vörninni og hélt framherjum Fjölnismanna í skefjum.
Reynir: Líkt og Högni átti hann mjög góðan leik í miðri vörninnni, hékk þó aðeins of lengi á boltanum í nokkur skipti.
Anton Helgi: Er að koma sprækur upp úr meiðslunum og var óheppinn að skora ekki.
Arnþór F: Átti nokkrar dúndur fyrirgjafir og flottar sendingar - Akkúrat það sem kantmenn eiga að gera.
Sindri Þ: Var góður á miðjunni, en fann sig ekki alveg nógu vel frammi. Átti þó eina flottustu stoðsendingu ársins.
Davíð: Var mjög góður, skilaði varnarvinnunni mjög vel og var alltaf mættur fram að ógna. Átti margar frábærar sendingar á framherjana.
Guðmar: Myndar ásamt Leó eitt duglegasta framherjapar sem ég hef þjálfað, þekkja hvorn annnan algjörlega og eru duglegir að gefa á hvorn annan, ásamt því að hlaupa eins og vitleysingar allan leikinn. Frábær fyrri hálfleikur, en datt aðeins niður í seinni (var samt mjög góður), þrátt fyrir að skora tvö.
Leó Garðar: Er orðinn hörkuframherji. Ef hann áfram á þessari braut stoppar hann ekkert. Frábær leikur, en mátti vera einbeittari þegar hann er í færum, átti að skora fleiri.
Njörður: Frábær leikur. Aldrei séð 5. flokks mann skora jafn flott mark og seinna markið hans. Var síógnandi á kantinum og leysti einnig miðjunna vel með Jóni.
Jón Konráð: Átti hörkuleik á miðjunni. Var í baráttu allan leikinn og skilaði boltanum vel frá sér. Mætti vera aðeins duglegri að keyra á menn þegar hann er með boltann.
Matti: Flottur, bæði á miðjunni og bakverðinum. Sífellt í baráttu og tapaði sjaldan návígum.


Almennt um leikinn:

+ Menn gáfu ekkert eftir, þótt að snemma væri ljóst að við myndum klára dæmið.
+ Menn höndluðu allar stöður sem þeir spiluðu og börðust fyrir hvorn annan.
+ Mönnum var ekki sama þótt að við fengum á okkur marl - þannig á það að vera!

- Fengum á okkur mark ! Kannski hægt að skrifa það á dómarann, en...

Í einni setningu: Snilld að enda sumarið á svona flottum leik!

- - - - -

Sunday, August 26, 2007

Mán - tveir leikir!

Heyja.

Jæja, síðasti leikjadagur sumarsins er á morgun, mánudag, en þá keppir B liðið v Fram og C liðið v Fjölni2, bæði á útilvelli. Frí er hjá öðrum (verðum að velja úr þar sem að allir eru klárir - sumir kepptu tvo leiki í síðustu viku og sumir hafa mætt illa) en svo hittumst við allir á þriðjudaginn og spáum í framhaldið.

Vona að Vogskælingar komi vel undan danmerkurferð! Látið mig vita ef einhver kemst ekki. Planið er svona:

- Leikur v Fram - Mæting kl.15.30 niður í Framheimili - keppt frá kl.16.00 - 17.15:

Orri - Kristófer - Úlfar Þór - Tryggvi - Daníel Örn - Daði Þór - Mikael Páll - Sigvaldi H - Viktor Berg - Viðar Ari - Dagur Hrafn - Ólafur Frímann - Seamus - Magnús Helgi - Sigurður T.

- Leikur v Fjölni2 - Mæting kl.15.30 upp í Fjölnisheimili - keppt frá kl.16.00 - 17.15:

Kristján Orri - Sindri Þ - Reynir - Davíð Þór - Anton Helgi - Matthías - Leó Garðar - Guðmar - Guðmundur S - Högni H - Hilmar - Guðbjartur - Arnþór F - Lárus H - Þorgeir S.

Frí á morgun:

Arnþór Ari - Stefán Tómas - Jón Kristinn - Anton Sverrir - Arnar Kári - Kristján Einar - Guðmundur Andri - Kormákur - Sindri G - Kevin Davíð - Hákon - Arianit - Hrafn Helgi - Ágúst J - Stefán Karl - Þorleifur - Jóel - Árni Freyr - Valgeir Daði - Eiður T - Anton J - Stymir - Haraldur Örn - Birgir Örn.

Undirbúa sig vel og mæta klárir með allt dót.
Ok sör.
Ingvi - Egill og Kiddi.

- - - - -

Saturday, August 25, 2007

Helgarfrí!

Sælir strákar.

Örsnöggt hérna, það er sem sé helgarfrí (fyrstu með fréttirnar). Hörkuleikur í gær á móti Fylki en C liðinu ætlar að ganga erfiðlega að landa sigri. Vorum sterkari framan að en misstum niður forskotið í lokin.

- Mfl vann náttúrulega í Njarðvík og er komið langleiðina upp í úrvalsdeild :-) menn voru samt ósáttir við að sumir varamenn komu ekki inn á - og viddi og diddi fengu kóksekt!
- Vogaskólapakkið mætir hresst á klakann á morgun, með fullar töskur af nammi fyrir okkur!
- Á mánudaginn keppir svo B liðið v Fram á Framvelli og C liðið v Fjölni2 á Fjölnisvelli.

Líf og fjör.
Heyrumst,
Ingvi and the redheads.

Ísl mót v Fylki - Fös!

Jamm.

Það var hörkuleikur v Fylki á föstudaginn. Vorum 2-1 yfir en misstum tökin á leiknum í lokin og náðum ekki að landa stigi. En allt um leikinn hér:

- - - - -

Þróttur 2 - Fylkir 4.
Íslandsmótið.

Tími: Föstudagurinn 24.ágúst 2007.
Tími: kl.16.30 - 17.45.
Völlur: Suðurlandsbraut.

Staðan í hálfleik: 1-1.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1, 2-1, 2-2, 3-2, 4-2.

Mörk:

15 mín - Leó Garðar.
22 mín - Reynir.

Maður leiksins: Leó Garðar (var á fullu allan leikinn).

Vallaraðstæður: Suddinn svona lala en fínt veður.
Dómari: Ungur og óreyndur Fylkisgæji tók þetta solo.
Áhorfendur: Það var góð mæting á pöllunum í dag.

Liðið:

Orri í markinu - Kevin Davíð og Gummi S bakverðir - Bjartur og Reynir miðverðir - Dagur Hrafn og Arnþór F á köntunum - Matthías og Sigurður á miðjunni - Guðmar og Leó Garðar frammi. Varamenn: Sindri G, Arianit og Mikki.

Frammistaða:

- Slugs - tökum það á okkur!


Almennt um leikinn:

+ Flest allir börðust eins og ljón allan leikinn.
+ Létum boltann rúlla vel og sköpuðum okkur nokkur mjög góð færi.
+ Menn voru að vinna fyrir hvorn annan.

- Lélegt að missa unninn leik niður.
- Vantar tal á milli manna.

Í einni setningu: Fúlt að taka ekki þrjú stig, en annars fínn leikur.

- - - - -

Thursday, August 23, 2007

Æfing + leikur - Friday!

Sælir.

Hörkuleikir hjá okkur í dag á TBR velli. Þrátt fyrir að það hafi vantað mikinn mannskap þá sýndu menn hvað þeir gátu og kláruðu dæmið. Algjör snilld.

En á morgun, föstudag, er einn leikur v Fylki. Hann var færður niður á Suðurlandsbraut, sem er nettara en að fara upp í Árbæ, og hann var flýttur, sem er betra en að keppa hann hálf 7! Æfing hjá öðrum, og loks er mfl að keppa í Njarðvík. Here´s the plan:

- Æfing - Suðurlandsbraut - kl.15.15 - 16.30:

Anton Sverrir - Guðmundur Andri - Úlfar Þór - Jón Kristinn - Kristján Einar - Kristófer - Tryggvi - Kormákur - Arnar Kári - Arnþór Ari - Hákon* - Arianit* - Mikael Páll - Daði Þór -Daníel Örn - Högni H - Viðar Ari - Seamus - Magnús Helgi - Lárus Hörður*.

- Leikur v Fylki - Mæting kl.16.00 klárir beint upp á Suðurlandsbraut - Keppt frá kl.16.30 - 17.45 - Við keppum í svörtu (kem með auka treyjur fyrir þá sem ekki eiga):

Orri** - Sindri G** - Reynir - Matthías - Kevin Davíð - Sigurður T - Dagur Hrafn - Ólafur Frímann - Hilmar - Arnþór F - Leó Garðar - Guðmar - Guðbjartur - Guðmundur S - Ágúst J.

- Mfl v Njarðvík - Þeim sem vantar far geta farið á bloggsíðu 5.flokks (http://www.blog.central.is/hansi-talar) og bókað sig þar - enn eru um 10 laus sæti. Kostar 500kr - Endilega nýta sér þetta (+ ekki á hverjum degi sem að kallinn kemur kannski inn á!)

Sjáumst svo vel undirbúnir og hressir,
Ingvi and the gang.

* : heyrið í mér ef þið eruð klárir í leikinn!!
**: hluta í marki og hluta úti!

Ísl mót v Selfoss og Grindavík - fim!

Jemm.

Það var góður dagur hjá okkur í dag. Unnum í báðum leikjum dagsins, sýndum góða takta og uppskárum 6 stig. Allt um það hér:

- - - - -

Þróttur 9 - Selfoss 3.
Íslandsmótið.

Dags:
Fimmtudagurinn 23.ágúst 2007.
Tími: kl.15.30 - 16.45.
Völlur: TBR völlur.

Staðan í hálfleik:
5 - 1.
Gangur leiksins:
1-0, 2-0, 3-0, 4-0, 4-1, 5-1, 6-1, 6-2, 7-2, 8-2, 8-3, 9-3.

Mörk:


Seamus
Daníel Örn
Daníel Örn
Seamus
34 mín - Sigurður T
- - - -
38 mín - Sigurður T
Jóvan
Seamus
Aron
Úlfar Þór

Maður leiksins: Dagur Hrafn (topp leikur).

Vallaraðstæður: Völlurinn soldið blautur en slapp alveg - fínt veður.
Dómari: Kiddi og Rúnar voru ferlega nettir.
Áhorfendur: Slatti lét sjá sig.


Liðið:

Orri í markinu - Mikki og Högni bakverðir - Úlli og Kristó miðverðir - Dagur Hrafn og Sigurður T á köntunum - Magnús Helgi og Guðmar á miðjunni - Danni Örn og frammi. Varamenn: Jóvan, Aron, Daði og Birkir.


Frammistaða:

- Slugs - tökum það á okkur!

Almennt um leikinn:

+ Mjög gott spil og sköpuðum mörg færi.
+ Vorum hættulegir í föstum leikatriðum.
+
Unnum vel saman allir sem einn.

- Lélegt að fá þrjú mörk á okkur.
- Hefðum mátt nýta fleiri færi, nóg var af þeim.
- Passa að halda einbeitingu allan leikinn.

Í einni setningu:
Klassa leikur hjá okkur - vorum gríðarlega hættulegir fram á við en svolitlir klaufar að fá á okkur 3 mörk. En í heildina voru menn að standa sig afar vel.

- - - - -

Þróttur 5 - Grindavík 1.
Íslandsmótið.

Dags: Fimmtudagurinn 23.ágúst 2007.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: TBR völlur.

Staðan í hálfleik: 2 - 1.
Gangur leiksins: 1 - 0, 1 - 1, 2 - 1, 3 - 1, 4 - 1, 5 - 1.

Mörk:

Anton Sverrir.
Tryggvi.
Tryggvi.
Tryggvi.
Tryggvi.

Maður leiksins: Tryggvi (kláraði leikinn skuldlaust)

Vallaraðstæður: Völlurinn blautur og smá úði í gangi en flott fótboltaveður.
Dómari: Rúnar Þór og Ási voru nettir og ákveðnir, Egill var líka flottur í byrjun!
Áhorfendur: Sýndist sjá fullt af fólki hinum megin.

Liðið:

Sindri G í markinu - Daði og Kristó bakverðir - Addi og Nonni miðverðir - Viddi og á köntunum - Diddi og Arnþór á miðjunni - Anton Sverrir og Daníel Örn frammi. Varamenn: Kommi og Gummi.

Frammistaða:

- Slugs - tökum það á okkur!

Almennt um leikinn:

+ Spiluðum fínan bolta, menn héldu honum vel og voru ekki að missa hann klaufalega.
+ Vörnin örugg, framarlega og alveg í bakinu á þeim.
+ Seinni hálfleikur frábær í alla staði.

Enginn mínus!

Í einni setningu: Enduðum seasonið á snilldar sigri. Það vantaði náttúrulega glás af mönnum en við sýndum að við erum með massa stórann og sterkan hóp. Förum seinna í hvað klikkaði í heildina hjá okkur í sumar - En klassa leikur í dag strákar.

- - - - -

Wednesday, August 22, 2007

Fim - tveir leikir!

Jó.

Ekki alveg nógu skemmtilegur landsleikurinn áðan - hefði verið nett að klára hann!

En það eru sem sé tveir leikir hjá okkur á morgun, fimmtudag. Frí hjá þeim sem ekki keppa en traust að láta sjá sig á öðrum hvorum leiknum. Svo er C liðs leikur v Fylki á föstudaginn. En planið á morgun er svona:

- B lið - Leikur v Selfoss - Mæting kl.15.00 klárir beint á TBR völl - keppt frá kl.15.30 - 16.45:

Orri - Mikael Páll - Úlfar Þór - Kristófer - Högni H - Dagur Hrafn - Ólafur Frímann - Magnús Helgi - Guðmar - Daníel Örn - Seamus - Sigurður T.


- A lið - Leikur v Grindavík - Mæting kl.16.30 klárir beint á TBR völl - keppt frá kl.17.00 - 18.15:

Sindri G - Daði Þór - Jón Kristinn - Arnar Kári - Guðmundur Andri - Viðar Ari - Arnþór Ari - Kristján Einar - Kormákur - Anton Sverrir - Tryggvi + 2 ferskir leikmenn úr B liðs leiknum.

Undirbúa sig vel (í skólanum), borða vel og mæta klárir í slaginn.
Heyrumst,
Ingvi og co.

Tuesday, August 21, 2007

Mið!

Hey hó.

Menn klárir í skólann á morgun! Menn líka klárir í hressa æfingu, tökum vel á því - verður örugglega blautt - og svo er landsleikurinn fyrir áhugasama:

- Æfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.15.30 - 17.00.

- Ísland - Kanada - Laugardalsvöllur - kl.18.05.


Best er að kaupa miða á netinu (midi.is) - um 750kr - en menn geta líka örugglega keypt miða á vellinum rétt fyrir leikdag (það verður ekki uppselt - bara dýrara). Við ætlum að reyna að sitja allir í A hólfi í gömlu stúkunni (stóru), og reyna að leggja undir okkur raðir U, V og W - sæti 35 - 45 í hverri röð. Þá ættum við nú að setja allir saman!

Það stefnir svo allt í A liðs leik v Grindavík og B liðs leik v Selfoss á fimmtudaginn. Svo er C liðs leikur v Fylki á föstudaginn. Stutt í leikjafrí þannig að við verður að vera algjörlega klárir í þessa leiki!

Sjáumst hressir á morgun,
Ingvi, Egill og Kiddi.

Monday, August 20, 2007

Þrið - frí!

Jeppa.

Það var markaleikur áðan v HK á TBR velli. Mikil skemmtun og 8 mörk litu dagsins ljós, reyndar aðeins færri hjá okkur en samt afar skemmtilegur leikur. Líka fín mæting á æfingu en hefði kannski mátt vera meira tempó!

Það er frí á morgun, þriðjudag. Býst við að menn skelli sér í "mollið" eða niður í Grifil og versli skóladót og soddann. Einnig er skemmtilegur varaliðsleikur hjá mfl á Suðurlandsbraut kl.19.00 :-)

Sjáumst svo aftur hressir á miðvikudag - en þá verður æfing + ferð á landsleikinn (kíkið á síðasta blogg til að sjá hvar við ætlum að sitja). Meir um það á morgun.

Laters,
Ingvi "fyrri hálfleikur", Egill HR nemi og Kiddi "hjólari".

Sunday, August 19, 2007

Ísl mót v HK - mán!

Ó já.

Það var einn leikur v HK á TBR í gær. Topp leikur en tveggja marka tap niðurstaðan. Allt um leikinn hér:

- - - - - -

Þróttur 3 - HK 5.
Íslandsmótið.

Dags: Mánudagurinn 18.ágúst 2007.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: TBR völlur.

Staðan í hálfleik: 1 - 3.
Gangur leiksins: 0 - 1, 0 - 2, 1 - 2, 1 - 3, 2 - 3, 2 - 4, 2 - 5, 3 - 5.


Mörk:

Guðmar.
Leó Garðar.
Hilmar A.

Maður leiksins: Úlfar Þór (át allt takk fyrir).

Vallaraðstæður: TBR er orðinn lúinn, en veðrið var gott.
Dómari: Tveir 3. flokks peyjar rúlluðu þessu upp.
Áhorfendur:
Sæmileg mæting hjá okkar fólki.

Liðið:

Tryggvi í marki - Úlfar Þór og Guðbjartur miðverðir - Þorgeir og Guðmundur S bakverðir - Magnús Helgi og Matthías á miðjunni - Arnþór F og Hilmar á köntunum - Guðmar og Leó frammi. Varamenn: Kevin Davíð - Arianit.

Frammistaða:

- Slugs - tökum það á okkur!

Almennt um leikinn:

+ Fín barátta á köflum.
+ Sköpuðum okkur færi, sem við hefðum þó átt að nýta betur.
+
Vorum duglegir að draga okkur út þegar við sóttum og þétta þegar við vörðumst.

- Hefðum ekki átt að fá á okkur fimm mörk, hefðum getað gert mun betur í nokkrum mörkum.
-
Allir voru ekki að leggja sig 100% fram.
- Gamla tuggan um talandann, þó að hann sé að batna.

Í einni setningu: Ágætis leikur hjá okkur í dag, ekki meira en það.

- - - - -

Monday!

Heyja.

Næst síðasta leikjavikan hefst á morgun, mánudag. Eftir hana eru bara tveir leikir eftir.
Hér fyrir neðan er planið á morgun, auk maraþonsfrétta og leiðbeininga með landsliðsferðinni!

- - - - - Mánudagurinn 20.ágúst:

Æfing - Suðurlandsbraut - kl.15.00 - 16.15:

Arnþór Ari - Stefán Tómas - Jón Kristinn - Daði Þór - Anton Sverrir - Arnar Kári - Kristján Einar - Kristófer - Daníel Örn - Mikael Páll - Guðmundur Andri - Kormákur - Viðar Ari - Dagur Hrafn - Ólafur Frímann - Seamus - Högni H - Sigurður T - Sindri G.

Leikur v HK - Mæting kl.16.30 beint upp á Suðurlandsbraut - spilað frá kl.17.00 - 18.15:

Tryggvi í marki - Úlfar Þór - Matthías - Kevin Davíð - Reynir - Hákon - Arianit - Guðmar - Magnús Helgi - Arnþór F - Guðmundur S - Lárus Hörður - Leó Garðar - Hrafn Helgi - Þorgeir S - Guðbjartur - Hilmar - Ágúst J.

Í útlöndum/meiddir/lítið sést:

Stefán Karl - Orri - Davíð Þór - Sindri Þ - Þorleifur - Kristján Orri - Jóel - Árni Freyr - Sigvaldi H - Viktor Berg - Valgeir Daði - Anton Helgi - Eiður T - Anton J - Stymir - Haraldur Örn - Birgir Örn.

- - - - - Rvk maraþonið:

Það voru alls 5 virkir leikmenn sem létu sjá sig í 10km hlaupinu á laugardaginn, auk tveggja óvirkra og svo audda kallinn. Engin náði að vinna þjálfarann (var nú ekki búist við því) nema 3 leikmenn í 3.fl (bjarmi, jónas, siggi valla bróðir), en það taldi audda ekki!

Ingvi fékk gullið og hljóp á 44.03 mín. Valli var í öðru á 47.17 mín og Árni Freyr náði bronsinu á 47.30 mín. Arnþór Ari, Högni H og Úlli voru svo nokkrum sekúndum á eftir, auk Daníels Ingvars og Arnórs Daða.

Þessir leikmenn hljóta að tala sig saman og plögga verðlaun á kallinn á morgun :-) (Ég og Úlli erum þá reyndar kvittir!)

Er annars virkilega ánægður með þá sem mættu, þetta var erfið vika og 10 kílómetrar er slatti. Svo virkjum við pottþétt fleiri á næsta ári!

- - - - - Ísland - Kanada á miðvikudaginn:

Við ætlum að skella okkur saman á landsleikinn á miðvikudaginn kemur. Við æfum um kl.16.00 og förum beint á leikinn. Best er að kaupa miða á netinu (midi.is) - um 750kr - en það er líka örugglega hægt að kaupa miða á vellinum á leikdag (bara dýrara).

Við ætlum að reyna að sitja allir í A hólfi í gömlu stúkunni (stóru), og reyna að leggja undir okkur raðir U, V og W - sæti 35 - 45 í hverri röð. Þá ættum við nú að setja allir saman!

- - - - -

Vikuplan!

Sælir.

Hérna kemur gróft vikuplan sem ætti samt að haldast. Setjum svo áfram auglýsingu kvöldið fyrir hvern dag.

Skólinn byrjar náttúrulega á miðvikudaginn þannig að æfingatímarnir verða á milli kl.15.00 - 18.00 næstu vikurnar.

Nóg er af leikjum í vikunni - sem við ætlum að klára:

- - - - -

Mán 20: Æfing + C liðs leikur v HK.

Þrið 21: Frí.

Mið 22: Æfing + ferð á landsleik Íslands og Kanada.

Fim 23: A liðs leikur v Grindavík + B liðs leikur v Selfoss.

Fös 24: Æfing + C liðs leikur @ Fylki + mfl @ Njarðvík.

Laug 25: Frí.

Sun 26: Frí.

- - - - -

@: útileikur!

Friday, August 17, 2007

Rvk maraþon - laug!

Hey hó.

Það er kominn helgi - flestir væntanlega niður á Laugardalsvelli á tónleikunum!

Alla veganna, Reykavíkurmaraþonið er á morgun, laugardag, og veit ég að þessir meistarar mæta klárir:

- Valli
- Nonni
- Arnþór Ari
- Högni
- Ingvi "gasella"
- og pottþétt fleiri sprækir.


Við ætlum að hittast kl.9.40 fyrir framan verslun Sævars Karls í Bankastrætinu (laugarveginum) klárir í slaginn. Svo brunum við og tökum okkur stöðu (fremst fyrir nonna). Hlaupið sjálft hefst kl.10.00 og eftir það röbbum við aðeins saman og svo örugglega chillaður pottur.

Vona að ég hitti sem flesta, en annars er komið gott helgarfrí. Kíkið niður í bæ á morgun og annað kvöld, endalausir tónleikar og læti. Svo sjáumst við hressir á mánudaginn eftir helgi.

Bæjó.
Ingvi og co.

Ísl mót v Fram - fös!

Jeps.

Næst síðasti leikur A liðsins var á föstudaginn á Framvelli. Í heild nokkuð góður leikur hjá okkur en þeir refsuðu okkur snögglega fyrir lítil misstök. Allt um það hér:

- - - - -

Þróttur 1 - Fram 3.
Íslandsmótið.


Dags:
Föstudagurinn 19.ágúst 2007.
Tími: kl.16.00 - 17.15.
Völlur: Framvöllur.

Staðan í hálfleik:
0 - 2.
Gangur leiksins:
0 - 1, 0 - 2, 0 - 3, 1 - 3.

Mörk:

55 mín - Anton Sverrir fylgdi vel á eftir í aukaspyrnu.


Maður leiksins: Valli (þokkalega traustur allann leikinn).

Vallaraðstæður: Völlurinn nokkuð góður og veðrið milt og gott.
Dómari: Nokkuð gott dómaratrío fyrir utan þriðja markið þeirra!!
Áhorfendur: Mér sýndist ég nokkra hressa hinum megin á vellinum.

Liðið:

Sindri í markinu - Valli og Tolli bakverðir - Nonni og Gummi miðverðir - Stebbi og Jóel á köntunum - Diddi og Arnþór á miðjunni - Kommi og Árni Freyr frammi. Varamenn: Anton S, Viddi, Daði og Kristó.

Frammistaða:

Sindri G: Topp leikur - varði ótrúlega vel í fyrri - nær svo háu boltanum auðveldlega í vetur.
Valli: Flottar 70 mín alveg á fullu.
Nonni: Hélt þeirra sterkasta manni alveg niðri ásamt Gumma. Dreifði líka boltanum vel.
Gummi: Soldið síðan hann var síðast í miðverðinum - en kom sér strax í gírinn og átti fínan leik.
Tolli: Var soldið lengi að komasta í gagn - þurfti nokkrar sendingar til að finna miðið en það var komið í lok fyrri.
Stebbi: Sást lítið í fyrri en komst svo inn í leikinn með fínum rispum.
Jóel: Nokkuð góð keyrsla en hefði getað gert meira á kantinum þarf sem að hann fékk mikinn tíma og pláss - vantaði betri bolta frá Tolla.
Diddi: Mikil yfirferð - vann afar vel og átti topp leik.
Arnþór A: Nokkuð solid leikur en hefði koma grimmari upp með boltann, fara meira í gegn sjálfur.
Kommi: Var mikið í boltanum og hélt honum virkilega vel - vantaði samt þvílíkt að láta heyra í sér, biðja um og láta vita hvar hann vildi fá boltann.
Árni Freyr: Reyndi virkilega en náði ekki að koma sér í nógu góð færi.

Anton S: Sterkur þegar hann kom inn á - hefði jafnvel átt að koma inn á fyrr - setti klassa mark.
Viddi: Kom inn virkilega ferskur og bjó til fullt af hlutum.
Daði: Afar seigur í vörninni - og að vera hægra megin kom ekki að sök. Topp leikur.
Kristó: Flott innkoma - gat lítið gert í þriðja markinu.

Almennt um leikinn:

+ Topp barátta í öllum inn á.
+ Losuðum oft hægra hornið og nýttum það nokkuð vel að fara þar upp.
+ Hættum ekki þrátt fyrir ða vera tveimur mörkum undir.
+ Vorum alveg í bakinu á þeim og lokuðum vel.

- Slök hreinsun í einu markinu og slök dekning í marki nr.2.
- Vorum soldið ragir í návígum en það lagaðist þegar leið á leikinn.
- Vorum soldið ragir í návígi en það lagaðist þegar leið á leikinn.
- Bakverðir hefðu mátt koma meira upp í sókninni.

Í einni setningu: Í heildina klassa leikur - vörðumst reyndar meira í fyrri en gerðum það vel - snérum dæminu við í seinni og vorum meira með boltann og börðumst allir vel. Gleymdum okkur aðeins í fyrstu tveimur mörkunum þeirra en settum eitt flott og áttum að minnka munin í einu svaðalegu færi í lokin. Vantaði kannski trúnna eins og fyrri daginn plús smá heppni.

- - - - -

Thursday, August 16, 2007

Föstudagur - mikilvægt!

Hey hey.

Statusinn er þannig að Fram þjálfarinn samþykkti að hafa A liðs leikinn á morgun, föstudag. Þannig að við mössum hann, æfðum vel í dag og áttum fínan leik í gær.

Við getum þá líka skellt okkur í Rvk maraþonið á laugardaginn. Það voru einhverjir búnir að skrá sig + kallinn. Þannig að ég vona að fleiri komi með okkur. Síðasti sjens að skrá sig á netinu (glitnir.is) í kvöld (en örugglega hægt að skrá sig á öðrum stað á morgun).

Á mánudaginn keppir svo C liðið við HK og hugsanlega B liðið við Fram.

En morgundagurinn verður þá þannig:

- Æfing - Suðurlandsbraut - kl.14.30 - 15.45:

Tryggvi - Ólafur F - Daði Þ - Matthías - Sigvaldi H - Hákon - Daníel Ö - Mikael P - Kevin D - Viktor B - Anton H - Arianit - Reynir - Guðmar - Högni H - Sigurður T - Dagur H - Seamus - Ágúst J - Guðbjartur - Þorgeir S - Arnþór F - Leó G - Lárus H - Hrafn H - Hilmar A - Eiður T.

- Leikur v Fram - Mæting kl.15.10 upp í Framheimili - Keppt frá kl.16.00 - 17.15 - spilum í svörtu:

Sindri G + Kristófer - Valgeir Daði - Jón Kristinn - Arnar Kári - Guðmundur Andri - Viðar Ari - Kristján Einar - Arnþór Ari - Þorleifur - Kormákur - Árni Freyr - Jóel - Stefán Tómas - Anton Sverrir.


- Enn í fríi / meiddir / lítið sést!! Orri - Úlfar Þór - Stefán Karl - Kristján Orri - Sindri Þór - Davíð Þór - Anton J - Birgir Örn - Haraldur Örn - Styrmir.

Sjáumst í stuði, undirbúa sig vel fyrir leikinn. Láta félagann vita af æfingunni. Ok sör.
Ingvi og co.

Wednesday, August 15, 2007

Fim!

Sælir strákar.

Og sorrý hvað þetta kemur seint. Snilldar leikir í dag, bæði hjá okkur á móti Fjölni og hjá mfl á móti Víking Ó.

Á morgun, fimmtudag, æfum við aðeins seinna en vanalega (kallinn byrjaður að vinna), en dettum á smá kæruleysi og tökum okkar árlega fótboltagolf og spilum svo í lokinn:

- Æfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.15.15 - 16.45.

Verðlaun fyrir fyrstu sætin (veit að ég skulda fleiri verðlaun) og svo hresst spil í lokin (kallinn í marki og soddann).

EN ATH:

- Ég er enn að vesenast með Fram leikina í A og B. Þeir gætu hugsanlega verið á laugardaginn (og verða sumir þá að fresta Rvk maraþoninu) en ég er að vinna í að hafa þá seinna. Veit það á morgun á æfingunni.

- Mig vantar svo 10 stráka til að aðstoða við að flytja borð og stóla upp í Laugalækjaskóla á morgun frá kl.11.00 - 13.00. Tekur kannski styttri tíma og það verður pedsa og kók í lokin. Tryggvi, Kristó, Danni og Matti eru klárir. Þarf 6 netta í viðbót - smessið endilega á mig ef þið eruð klárir.

Heyrumst svo á morgun,
Ingvi og co.

Ísl mót v Fjölni2 - mið!

Jamm.

Það voru tveir markaleikir í gær upp í Grafarvogi. Sýndum styrk okkar í báðum leikjum og bættum markatöluna verulega. Allt um það hér:

- - - - -

Þróttur 13 - Fjölnir 1.
Íslandsmótið.


Dags:
Miðvikudagurinn 15.ágúst 2007.
Tími: kl.15.00 - 16.15.
Völlur: Fjölnisvöllur.

Staðan í hálfleik:
8 - 0.
Gangur leiksins:
1-0,2-0,3-0,4-0,5-0,6-0,7-0,8-0,9-0,10-0,10-1,11-1-12-1,13-1.

Mörk:

2 mín - Anton Sverrir
4 mín - Anton Sverrir

20 mín - Anton Sverrir

22 mín - Arnar Kári

25 mín - Anton Sverrir

31 mín - Tolli

32 mín - Árni Freyr

34 mín - Árni Freyr

35 mín - Diddi

42 mín - Kommi

54 mín - Arnar Kári

57 mín - Kommi

58 mín - Jóel.

Maður leiksins: Anton Sverrir (kom okkur algjörlega á lagið með flottum mörkum).

Vallaraðstæður: Völlurinn virkilega góður og frekar hlýtt - en massa vindur.
Dómari: Gaur sem var sóló en samt frekar nettur.
Áhorfendur: Leikurinn var snemma þannig að fáir náðu að koma, þó einhverjir.

Liðið:

Sindri í markinu - Valli og Gummi bakverðir - Addi og Nonni miðverðir - Tolli og Stebbi á kantinum - Diddi og Arnþór Ari á miðjunni - Árni Freyr og Anton Sverrir frammi. Varamenn: Kommi, Jóel og Viddi.

Frammistaða:

- Slugs - tökum það á okkur!

Almennt um leikinn:

+ Menn kláruðu sín færi punktur.
+ Settum annan miðvörðin með fram og bjó það til meiri hættu.
+ Vantaði að koma boltanum aðeins betur út á kant.

- Vorum soldið dottnir í þann pakka að skora tvö mörk í hverri sókn!
- Klaufalegt markið sem við fengum á okkur - smá sofanda háttur þar á ferð.

Í einni setningu: Hreinlega löbbuðum yfir þá - vorum gríðarlega ákafir og sterkir fram á við þótt vindurinn hafi hjálpað okkur pínu.

- - - - -

Þróttur 8 - Fjölnir 2.
Íslandsmótið.


Dags: Miðvikudagurinn 15.ágúst 2007.
Tími: kl.16.15 - 17.25.
Völlur: Fjölnisvöllur.

Staðan í hálfleik: 6 - 0.
Gangur leiksins:
1-0, 2-0,3-0,4-0,5-0,6-0,6-1,7-1,8-1,8-2.

Mörk:

3 mín - Dagur Hrafn
11 mín - Tryggvi

17 mín - Tryggvi

21 mín - Daníel Örn

22 mín - Kristófer

30 mín - Tryggvi
50 mín - Seamus
68 mín - Tryggvi

Maður leiksins: Tryggvi (ferna tryggir það, svo einfalt er það).

Vallaraðstæður: Völlurinn góður en ansi mikið rok.
Dómari: Sami gaur og áðan, líka góður í þessum leik.
Áhorfendur: Aðeins fleiri á svæðinu.

Liðið:

Arnþór F í markinu - Högni og Viktor bakverðir - Daði og Silli miðverðir - Dagur og Hákon á köntunum - Mikki og Kristó á miðjunni - Daníel og Tryggvi frammi. Varamenn: Seamus, Geiri, Matthías, Anton Helgi, Sigurður T og Guðmar.

Frammistaða:

- Slugs - tökum það á okkur!

Almennt um leikinn:

+ Létum ekki vindinn trufla okkur í seinni.
+ Flottar sendingar inn fyrir og út á kantana.
+ Vorum grimmir í tæklingum.

- Þurfum aðeins að passa rangstöðuna betur.
- Vantar aðeins upp á staðsetningar í vörninni - segja félögunum til.

Í einni setningu: Enn einn sigurinn þar sem við hreinlega slátrum andstæðingunum með miklum krafti frammi og miklu öruggi tilbaka.

- - - - - -

Tuesday, August 14, 2007

Miðvikudagur - leikir v Fjölni2!

Hey hey.

Á morgun, miðvikudag, eru tveir leikir v Fjölni2 upp í Grafarvogi. Frí er hjá öðrum (og spila á mánudaginn), nema hvað það er skyldumæting á Þróttur - Víkingur Ólafsvík um kvöldið :-) og við erum audda líka boltasækjarar. En svona lítur "etta" þá út:

- Leikur v Fjölni2 - Mæting kl.14.15 upp í Fjölni (dalhús) - spilað frá kl.15.00 - 16.15:

Sindri G - Valgeir Daði - Arnar Kári - Jón Kristinn - Guðmundur Andri - Þorleifur - Stefán Tómas - Arnþór Ari - Kristján Einar - Árni Freyr - Anton Sverrir - Viðar Ari - Jóel - Kormákur.

- Leikur v Fjölni2 - Mæting kl.15.30 upp í Fjölni (dalhús) - spilað frá kl.16.20 - 17.35:

Sigvaldi H - Tryggvi - Daði Þór - Viktor Berg - Anton Helgi - Kristófer - Daníel Örn - Mikael Páll - Dagur Hrafn - Seamus - Guðmar - Sigurður T - Högni H - Matthías - Þorgeir S - Hákon.

- Mfl v Víking Ólafsvík - Valbjarnarvöllur - kl.19.00 - Ég bóka eftirfarandi boltasækjara, vona að þeir séu klárir (mæta kl.18.30): Guðmundur S - Arnþór F - Lárus Hörður - Ágúst J - Guðbjartur - Hilmar - Kevin Davíð - Arianit - Leó Garðar.

Þeir sem spila undirbúa sig vel, og mæta með allt dót. Spilum í hvítu og rauðu á morgun.
Aðrir endilega hreyfa sig ef þeir geta, námskeiðið hjá Jóa, sparkvöllur ofl!
Sjáum vonandi alla á morgun,
kv,
Ingvi, Egill og Kiddi.

Monday, August 13, 2007

Þrið!

Hey boys.

Ekki nógu spes leikur í dag v Fjölni! Ræðum hann betur á morgun, og á blogginu í fyrramálið (egill lofar).

Fjölnis 2 leikurinn, sem átti að vera á fimmtudaginn, færist fram á miðvikudag (á útivelli), þannig að við geymum Boot camp aðeins (okey diddi og silli). Tökum "normal" og góða æfingu á morgun, þriðjudag:

- Æfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.13.30 - 15.15.

Skiptum í 2-3 hópa og förum í nokkra hluti. "Nammidagur" eftir æfingu þar sem að Egill + 5 aðrir leikmenn voru að koma frá útlöndum!!

Annað markvert:

- A og B liðs leikirnir v Fram færast frá mánudeginum 20.ágúst til mánudagsins 27.ágúst.
- Leikirnir í næstu viku eru þá C lið v HK og Fylki, A lið v Grindavík og B lið v Selfoss.
- Það styttist óðum í skólabyrjun :-)
- Á laugardaginn kemur (18.ágúst) ætlum við audda að ...

... hlaupa í Reykjavíkur maraþoni Glitnis. Menn geta drifið í að skrá sig á netinu (www.glitnir.is), en þá þurfa foreldrar ykkar að hjálpa ykkur (kortanúmer og soddann). Við ætlum að hlaupa 10km.

Við tókum þátt í fyrra (og hittihittifyrra og hittihittihittifyrra) og stóðu menn sig ótrúlega vel. Þetta kostar náttúrulega soldið (2.700kr), en menn hafa möguleika á að hlaupa til góðs með því að safna áheitum sem munu renna til góðgerðarfélaga. Spáið endilega í þessu. Læt ykkur vita á morgun hvar hægt er að skrá sig ef þið gerið það ekki á netinu.

Heyrumst betur á morgun,
Ingvi, Egill og Kiddi.

Dagatölin!

Yess.

Nú þarf að fara að skila inn peningum fyrir dagatölin. Þeir sem fengu 5 dagatöl þurfa að borga 2.500kr til okkar (500kr af hverju dagatali). Lang best er að leggja það inn á reikning flokksins . . .

nr: 1158-15-200679
kt: 081060-4019.
gott að: setja orðið "dagatal" og nafn í skýringarreitinn.

. . . sem allra fyrst.

Þetta er jafnframt sami reikningur og menn lögðu inn á til að borga Rey-Cup!
Ok sör. Stöndum okkur í þessu - kem með nafnalista yfir þá sem hafa skilað á morgun eða hinn. Ekki skemmtilegt að fá hárþurrku (spyrjið bara seamus).

Aight,
Ingvi og co.

Ísl mót v Fjölni - mán!

Jamm.

Það var einn leikur v Fjölni í gær, mánudag. Byrjuðum frekar vel þrátt fyrir að "ströggla" soldið í vörninni. Svo tóku þeir öll völd á vellinum! Allt um það hér:

- - - - -

Þróttur 0 - Fjölnir 6.
Íslandsmótið.


Dags:
Mánudagurinn 13.ágúst 2007.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: Suðurlandsbraut.

Staðan í hálfleik:
0 - 3.

Menn leiksins: Viktor og Kristó úti (skástir í dag).

Vallaraðstæður: Völlurinn ekkert spes eftir mikla notkun en veðrið geggjað.
Dómari: Tómas Hrafn og Vilhjálmur úr 3.fl - bara nokkuð nettir.
Áhorfendur: Einn og einn lét sjá sig.

Liðið:

Kristó í markinu - Bjartur og Högni bakverðir - Viktor og Orri miðverðir - Gummi S og Sigurður T á köntunum - Danni Örn og Seamus á miðjunni - Arnþór F og Leó Garðar frammi. Varamenn: Hilmar og Lárus Hörður.

Frammistaða:

Slugs - Tökum það á okkur!

Almennt um leikinn:

+ Lokuðum vel á þeirra sóknarmenn í byrjun - vantaði samt aðeins upp á sendingar á miðsvæðinu - fengum þá alltaf á fullu á okkur eftir að hafa misst boltann klaufalega.
+ Fórum að taka betur á þeim í seinni, fórum í tæklingar og návígi betur.

- Lítið tal á milli manna - ekki nógu góð samvinna.
- Lykilmenn að gera litla hluti.
- Stóðum vitlaust nokkrum sinnum í vörninni - megum ekki mæta mönnunum með opið klofið, verðum að standa ská á mennina.
- 2 klaufalega mörk sem við hefðum geta massað.

Í einni setningu: Alltof stórt tap - þeir með afar sterkann mann frammi sem við hefðum átt að gæta betur saman - litum nokkuð vel út fyrstu mínúturnar - gáfumst soldið upp eftir 4 markið!

- - - - -

Friday, August 10, 2007

Mandag!

Jeppa.

Á morgun, mánudag, er létt æfing + 1 leikur v Fjölni upp á Suðurlandsbraut. Vona að fleiri menn séu komnir heim úr fríi og séu klárir. Svona er þá planið:

- Æfing - Suðurlandsbraut - kl.15.oo - 16.15:

Arnþór Ari - Kristján Einar - Arnar Kári - Anton Sverrir - Árni Freyr - Valgeir Daði - Jóel - Jón Kristinn - Úlfar Þór - Þorleifur - Stefán Tómas - Sigvaldi H - Guðmundur Andri - Kormákur - Tryggvi - Daði Þór - Sindri Þ - Mikael Páll - Hákon - Kevin Davíð - Viðar Ari - Dagur Hrafn - Sindri G - Þorgeir S - Ágúst J.

- Leikur v Fjölni - Mæting kl.16.30, klárir upp á Suðurlandsbraut - spilað frá kl.17.00 - 18.15:

Kristófer í markinu - Orri - Daníel Örn - Viktor Berg - Reynir! - Seamus - Magnús Helgi - Arnþór F - Sigurður T - Leó Garðar - Guðbjartur - Guðmundur S - Hilmar - Eiður Tjörvi! - Lárus Hörður - Högni H.

- Í fríi / meiddir / ekki mætt lengi:

Kristján Orri - Anton Helgi - Anton J - Hrafn Helgi - Guðmar - Arianit - Matthías - Davíð Þór - Ólafur Frímann - Stefán Karl - Styrmir - Haraldur Örn - Birgir Örn.

Sjáumst úber hressir,
Ingvi, Egill og Kiddi.

Námskeið!

Jamm jamm.

Það byrjar annað námskeið fyrir 4.flokk karla og kvenna á mánudaginn kemur (13.ágúst).
Þetta námskeið verður frá kl.9.00 - 11.00, alla daga í næstu viku og kostar 6000kr.

Þjálfari verður sem fyrr Jóhann Hreiðarsson leikmaður mfl. karla. Aðaláherslan er lögð á grunntækni og er þetta snilldar viðbót fyrir þá sem hafa mikinn áhuga og vilja bæta sig í einhverju sérstöku atriði í boltanum.

Æfingarnar í 4.flokknum verða þá að sjálfsögðu eftir hádegi í næstu viku.
Endilega bókið ykkur strákar - best að smessa beint á Eystein (861-9811).
Ok sör,
Ingvi

- - - - -

p.s. mynd af Jóa (til vinstri) og Eysteini á góðri stundu!

Helgarfrí!

Jebba.

Næst síðasta sumarhelgarfríið er skollið á! Slakið vel á, kíkið niður í bæ á morgun í skrúðgönguna og hreyfið ykkur líka pínu.

- Fylgist með hvernig mfl gengur í kvöld á móti KA.
- Og spáið í að skrá ykkur á námskeiðið hjá Jóa á mánudaginn.

Það er svo einn leikur v Fjölni á heimavelli á mánudaginn og æfing hjá öðrum.
Meira um það á sunnudaginn.

Hafið það massa gott.
Ingvi og co.

Föstudagurinn - staðfest!

Jamms.
Svona er planið, í dag, föstudag:

- Mæting niður í Þrótt kl.13.00.
- Hjólað upp í Bása og nokkrir boltar slegnir (í golfi þ.e.a.s.). Fáum kylfur lánaðar.
- Hjólað á sparkvöll rétt hjá (Ingunnarskóli), nýr kubbaleikur tekinn (ungir v gamlir) og stutt fótboltamót í lokinn.
- Dottið í Árbæjarlaug.
- Gúffað í Nótatúni/bakaríi/sjoppu.
- Rúllað heim, komnir um kl.17.00.

Taka með: 500kr fyrir sundið og golfið + smá gúff-pening, sund dót og hjól/hjálm.

Við lifum alveg af smá rigningu!
Ef þið eigið ekki hjól eða hjálm hafið þið núna 3 tíma að redda ykkur :-)
Ef þið komist ekki reynið þá samt að hreyfa ykkur eitthvað í dag!

Sjáumst eldhressir,
Ingvi (ekki með flugmiða til AK :-( og Kiddi (sem ætlar nú að muna eftir hjálminum).

p.s. færð bara sama hjól lánað og um daginn Silli!
Og bara taka lýsi Daði!

Thursday, August 09, 2007

Föstudagsfjör!

Sælir drengir.

Það var jafntefli í hörku leik áðan upp á regnvotri Suðurlandsbrautinni. Allt um hann fljótlega.

Get því miður ekki alveg bókað morgundaginn (lélegt ég veit) - verðum eiginlega að meta hvernig veðrið verður í fyrramálið. En þið getið bókað eftirfarandi:

- Við hittumst eftir hádegi, ca. kl.13.00 - 16.00.
- Kostnaður verður hugsanlega einhvern, ca. 500.kr.
- Það verður einhver hreyfing þannig að það eru íþróttaföt.
- Þar sem að við erum sund fans eru 60% líkur á slökun í góðum potti!
- Gott er að huga að hjólinu sínu, eða undirbúa foreldradobbl-skutl!
- Vera með góða skapið klárt og tilbúnir í hvað sem er!

Við bókum þetta 10.00 í fyrramálið - Vona að sem flestir mæti.
Sjáumst,
Ingvi og Kiddi (crewið sjaldan verið svona fámennt :-(


p.s. Silli, sjáðu hvað var nett uppi á esjunni um árið:



Lélegt af Gumma að þora ekki í mig í Víkingaleikunum í fyrra:



Og það er nú hægt að fara í boot camp í hvaða veðri sem er:

Ísl mót v KR - fim!

Jebba.

Það var loksins leikur hjá B liðinu í Íslandsmótinu í gær og það við KR á heimavelli.
Í heildina góður leikur sem hefði átt að gefa 3 stig. En allt um hann hér:

- - - - -

Þróttur 2 - KR 2.
Íslandsmótið


Dags:
Fimmtudagurinn 9.ágúst 2007.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: Suðurlandsbraut.

Staðan í hálfleik:
1 - 0.
Gangur leiksins: 1 - 0, 2 - 0, 2 - 1, 2 - 2.

Maður leiksins: Viktor (enn einn klassa leikurinn).

Mörk:

15 mín - Tryggvi kláraði vel snemma leiks.
45 mín - Leó Garðar með fína "klárun".

Vallaraðstæður: Völlurinn blautur og það hætti ekki að rigna!
Dómari: Jörgen og Ástrós (fyrsta skipti sem gella dæmir í sumar), og fyrsta skiptið ever sem kærustupar dæmir (bara snilld).
Áhorfendur: Nokkrir létu sjá sig og hertóku skýlið okkar!

Liðið:

Sindri í markinu - Viktor og Silli bakverðir - Kristó og Daði miðverðir - Dagur Hrafn og Dabbi Þór á köntunum - Jóel og Viddi á miðjunni - Danni Örn og Tryggvi frammi. Varamenn: Sindri Þ, Mikki, Seamus og Leó Garðar.

Frammistaða:

Sindri G: Varði oft vel en vantaði aðeins upp á köllinn og powerið á köflum.
Viktor: Brilliant leikur - fór vel með boltann - mætti jafnvel vera duglegri að bera hann upp.
Daði: Fór lítið fyrir honum en gerði algjörlega sitt eins og vanalega.
Kristó: Sterkur og á milljón allann leikinn.
Silli: Lét finna vel fyrir sér - átti öll sín návígi.
Dagur: Klassa leikur - mikið í boltanum og bjó slatta til.
Dabbi: Hefði viljað sjá meira frá honum - komst ekki nógu oft upp kantinn - en samt margt gott.
Jóel: Duglegur á miðjunni - tók virkilega á því í fyrri - tók smá tíma að komast aftur í gírinn í seinni.
Viddi: Mikið í boltanum eins og vanalega - óhræddur að gera hluti en hefði mátt skjóta á markið einu sinni eða tvisvar.
Danni: Vantaði aðeins upp á hlaup og tal við hinn sóknarmanninn - en djöflaðist samt.
Tryggvi: Nettur - hefði átt að bæta við marki en átti samt eitt flott.

Leó: Fín innkoma - eflist með hverjum leiknum. Klárlega búinn að festa sig fyrir framan miðju á vellinum.
Mikki: Nokkuð góður leikur - gerði allt rétt í bakverðinum.
Sindri Þ: Kom sér nokkuð vel inn í baráttuna á miðjunni - góður leikur.
Seamus: Líka fín innkoma - vantaði samt að koma sér í betri færi.

Almennt um leikinn:

+ Fórum oft upp hægri kantinn og komum okkur í fullt af færum þaðan.
+ Leystum varnarleikinn vel þrátt fyrir mikla bleytu.


- Hefði viljað sjá bakverðina koma meira með í sóknina.
- Hefðum átt að vera búnir að klára þá áður en þeir jöfnuðu.

Í einni setningu: Soldið súrt jafntefli þar sem að 1. þeir náðu að jafna alveg í lokinn og 2. eftir við fengum ca.5 klassa færi í fyrri hálfleik til að gera út um leikinn og 3. þar sem að við komumst í 2-0. En mössum bara síðustu 2 leikina og sjáum hvar við endum þá.

- - - - -

Wednesday, August 08, 2007

Fimmtudagur - leikur v KR!

Heyja.

Jamm það er einn leikur við KR á morgun, fimmtudag, á heimavelli. Frí er hjá öðrum en endilega látið sjá ykkur á leiknum. Þeir sem keppa hugsa vel um sig, borða vel, snemma og sofa og mæta ready í leikinn með allt dót. Ok sör.

- Leikur v KR - Mæting niður í Þrótt kl.16.10 - keppt frá kl.17.00 - 18.15:

Sindri G - Jóel - Daníel Örn - Daði Þór - Sindri Þ - Davíð Þór - Mikael Páll - Viktor Berg - Sigvaldi H - Kristófer - Tryggvi - Viðar Ari - Dagur Hrafn - Seamus - Leó Garðar.

-Aðrir eru í fríi!


Sjáumst í stuði,
Ingvi og Kiddi.

p.s. Daði og Viktor ætlar að setjann á morgun!

Tuesday, August 07, 2007

Miðvikudagurinn 8.ágúst!

Vá.

Gleymdi mér aðeins við að plögga massa linsu á myndavélina mína sem egill þarf að dröslast með heim frá nyc - sorrý.

Við æfum tvískipt á morgun, miðvikudag - þeir sem mæta á seinni æfinguna keppa bókað á fimmtudaginn v KR á heimavelli (kl.17.00), og hugsanlega bætast einhverjir við:

- Æfing - Suðurlandsbraut - kl.14.00 - 15.15:

Orri - Anton Sverrir - Stefán Tómas - Arnþór Ari - Valgeir Daði - Arnar Kári - Þorleifur - Guðmundur A - Jóel - Kormákur - Arianit - Hákon - Kevin Davíð - Guðmundur S - Högni H - Sigurður T - Lárus Hörður - Leó Garðar - Hilmar - Guðbjartur - Ágúst J - Hrafn Helgi.

- Æfing - Suðurlandsbraut - kl.15.00 - 16.15:

Sindri G - Daníel Örn - Daði Þór! - Sindri Þ - Reynir! - Davíð Þór - Mikael Páll - Viktor Berg - Sigvaldi H - Kristófer - Tryggvi - Viðar Ari - Dagur Hrafn - Seamus! - Magnús Helgi! - Eiður Tjörvi!

- Frí / ekki mætt lengi:

Kristján Orri - Úlfar Þór - Jón Kristinn - Anton Helgi - Ólafur Frímann - Þorgeir S - Arnþór F - Kristján Orri - Árni Freyr - Guðmar - Matthías - Stefán Karl - Birgir Örn - Styrmir - Haraldur Örn - Anton J.

Sjáumst á morgun,
Ingvi og Kiddi.

p.s. hugsanlega að gleyma einhverjum sem eru enn í fríi!
p.s. minna mig á dagatölin á morgun, þeir sem eiga eftir að fá!

p.s. Egill biður að heilsa frá usa!

Monday, August 06, 2007

Fríið búið - þrið!

Jó.

Menn mættir í höfuðborgina! Við reynum að koma okkur aftur í gírinn á morgun, þriðjudag, eftir hádegi (því sumir eru enn að vinna!):

- Æfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.13.30 - 15.15.

Jamm, látum þetta nú berast þannig að allir sem ekki eru enn í fríi láti sjá sig. Svo er aftur æfing á miðvikudag, B liðs leikur v KR á fimmtudag og loks eitthvað félagslegt á föstudag.

Ok sör. Sjáumst hressir á morgun.
Ingvi og co.

p.s. minnið mig á að Orri skuldar sekt eftir að ég var nærri búinn að keyra á eftir að hafa séð félagann aftan á trukk um daginn!

Thursday, August 02, 2007

Verslunarmannahelgin!

Jamm og ja.

Við erum dottnir í þvílíkt Verslunarmannahelgarfrí! Nokkuð góð æfing í morgun og fín mæting. Fékk samt ekki "hey nettar hittniæfingar!" frá neinum :-/ Egill er svo dottinn til New York (og þarf audda að kaupa nokkra hluti fyrir kallinn, sem og nammi fyrir flokkinn).

Annars væri nett ef hver leikmaður færi út og hreyfi sig aðeins - tvisvar sinnum yfir helgina. Dragið gamla settið í smá skokk eða hjólreiðatúr. Svo er alltaf hægt að fara út sjálfur með bolta (t.d. til að taka öll trixin sem ég hef kennt ykkur).

Annars segi ég bara góða helgi,
og sjáumst hressir næsta þriðjudag.

Ingvi and the gang.

p.s. Man. Utd v Chelsea á sunnudaginn kl.13.30 á sýn 2. Diddi-Nonni-Úlli upp í stúku :-)

Wednesday, August 01, 2007

Fim!

Jeppa.

Nokkuð flókin en skemmtileg hjólaferð áðan! Maggi, Sindri Þ og Tolli fá sekt fyrir slök hjól og Diddi fær sekt fyrir tuð!

Vissi af all mörgum í fríi, en held að ansi margir hafi bara sofið út. Finn út úr því á morgun, fimmtudag, en þá tökum við netta æfingu upp á Suðurlandsbraut:

- Æfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.10.30 - 12.00.

Látið þetta berast. Svo erum við komnir í 4 daga frí.
Heyrumst,
Ingvi og co.

p.s. minni menn á að koma með treyjur ef þið hafið gleymt að skila þeim (t.d. má arnþór ari alveg koma með small níuna)!

Miðvikudagur!

Jeppan.

Góður sigur áðan í mfl, erum á feitu rönni.

En það er hreyfing hjá okkur á morgun takk:

- Hjólatúr á sparkvöll + Pottur - Mæting hjá öllum kl.9.15 niður í Þrótt ... á góðu hjóli, með hjálm, í fótboltadressi, með sunddót og 500kall! Verðum mættir aftur tilbaka fyrir 12.oo.

Erum sem sé fyrir hádegi í vikunni - Vonum að veðrið verði nett!
Svo tökum við virkilega góða æfingu á morgun, fimmtudaginn, en svo er aftur komið frí vegna Verslunarmannahelgarinnar (en menn verða samt duglegir að hreyfa sig þá helgi því eftir hana skella aftur á leikir í ísl mótinu).

Sjáumst,
Ingvi og co.