Friday, June 29, 2007

Helgarfrí og læti!

Jebba.

Það er skollið á ljúft helgarfrí. Mælum með eftirfarandi hlutum um helgina:

- Nýja ísdótinu í ísbúðinni í álfheimum. Hættulega gott (þó ég hafi reyndar ekki prófað það ennþá!!)
- Tana út í garði á góðu teppi.
- Hjóla niður í bæ (og kaupa sér hjálm).
- Taka smá bolta á sparkvellinum.

Við sjáumst svo sprækir á mánudaginn:
Æfum allir saman fyrir hádegi: kl.10.00-11.30 á vel vökvaðri Suðurlandsbraut.

Egill og Kiddi starta kaffinu þar sem ég verð í sundi með tomma :-)
Hafið það gott.
Ingvi og co.

Friday - staðfestur!

Já.

Það er staðfest. Við geymum Esjuna í bili (en fáum vonandi eins veður þegar við förum eftir tvær vikur) en tökum fram hjólin okkar og hjálma í staðinn!

Það er mæting niður í Þrótt kl.13.30 á nettu hjóli, með góðan hjálm, sund dót til vara og 500kr í penge. Verðum allir saman. Gott að vera í fótboltadressi. Strandfótboltinn/blakboltinn verður með í för og Egill kemur með tanvörurnar. Gróft plan:

- 13.30: mæting.
- 13.40: lagt af stað.
- 14.00: nettur bolti einhvers staðar.
- 15.00: stuttur pottur.
- 15.45: gott bakarí heimsótt.
- 16.00: rúllað heim á leið.


Griðarmikilvægt að menn eru á ágætishjólum og með hjálm. Förum varlega og þá verður þetta bara stuð.
Vonum að sjá sem flesta.
Ingvi, Egill og Kiddi.

- - - - -

Thursday, June 28, 2007

Friday!

Jebba.

Vá hvað margir eru örugglega búnir að blóta mér. Tek á mig hvað þetta kemur seint.
Samt sekt ef einhverjir eru enn vakandi!

Flottir leikir áðan - 6 stig í höfn í kópavoginum. Við tökum það "rólega" á morgun, föstudag, alla veganna lítill eða nánast engin bolti!

Það fer soldið eftir veðri hvað við gerum en ég mun henda inn bókuðu plani um kl.10.00 í fyrramálið. Þið getið samt bókað að við munum gera eitthvað frá kl.13.30 - og fram til kannski 17.00! Koma með um 400kall. Og við erum að melta;

- Esjuganga :-)
- "Strandbolti"
- Sparkvöllur.


... og audda ekvað gúff. Spennó - Segjum það, heyrumst fljótlega.
Ingvi og company.

Wednesday, June 27, 2007

Ísl mót v Breiðablik2 - fim!

Ok sör.

Það voru tveir leikir í Íslandsmótinu í gær og það við Blikamenn. Áttum ekki í vandræðum með þá - langþráður sigur í A liðum og annar afar öruggur sigur í B liðum. Allt um það hér:

- - - - -

Þróttur 2 - Breiðablik2 0.
Íslandsmótið

Dags: Fimmtudagurinn 28.júní.
Tími:
kl.17.00 - 18.15.
Völlur:
Smárahvammsvöllur.

Staðan í hálfleik:
1 - 0.

Maður leiksins: Addi (var hrikalega solid í vörninni með Nonna og héldu þeirra hættulegasta manni í skefjum).

Okkar mörk:

25 mín - Jóel hélt áfram að skora og kom okkur yfir með flottu marki (langaði greinilega í bíóferð).
53 mín - Anton Sverrir smellti seinna markinu beint úr aukaspyrnu takk fyrir. Þetta skot minnti hrikalega mikið á skotin hans Egils í skotkeppninni úti á Spáni (æfingin í gær tekur það á sig :-)

ATH:

- Breiðabliksmenn fengu víti sem Krissi varði snilldarlega - Addi og Nonni samlokuðu gaurinn, sem brást frekar illa við og var með leiðindi. Ef það var rétt skilið hjá mér þá héldum við ró okkar og vorum ekkert að taka þátt í bullinu. Hárrétt ákvörðun.

Vallaraðstæður: Geðveikt veður og völlurinn ótrúlega sléttur og fínn.
Dómari: Haldiði að Nonni hafi ekki bara fórnað sér þegar breiðabliksdómarinn klikkaði. Og tveir hressir pabbar skelltu sér á línuna - Þeir tóku reyndar margar skemmtilegar ákvarðanir, sumar réttar en flestar rangar.
Áhorfendur:
Fullt af fólki kom sér fyrir á foreldralínunni hinum megin og naut leiksins.

Liðið:

Krissi í markinu - Valli og Úlli bakverðir - Nonni og Addi miðverðir - Tolli og Viddi á köntunum - Anton og Arnþór á miðjunni - Jóel og Árni Freyr frammi. Varamenn: Dagur Hrafn, Stebbi, Tryggvi og Kristófer.

Frammistaða:

Krissi: Clean Sheet baby - Ekkert hægt að setja útá hans leik, varði víti, markspyrnur ekkert vesen og lúkkaði í allar 70 min.
Valli: Mjög góður leikur - Skilaði boltanum vel frá sér og Gudjohnsen'inn á kantinu átti ekki breik!
Úlli: Var mjög góður, en lennti þó nokkrum sinnum í því að vera of lengi á boltanum og kom sér þar af leiðandi æi vandræði, bætir það bókað i næsta leik.
Addi: Perfect leikur - Stóð vörnina með miklum ágætum (ágætt er betra en mjög gott
) og lenti ekki neinum vandræðum að undanskildu vítinu.
Nonni: Perfect leikur - Stóð vörnina líkt og Addi með ágætum og saman pökkuðu þeir framherjanum þeirra saman.
Viddi: Var alltaf hættulegur og skapaði sér nokkur færi, eitt skiptið hefði hann þó mátt skjóta í stað þess að senda.
Tolli: Var duglegur allan leikinn og sendingin á Jóel í markinu var guðdómleg.
Arnsi!: Í góðu formi beint frá Köben - Var greinilega ekki búinn að gleyma neinu, því hann steig vart feilspor. Á tímapunkti í leiknum voru Breiðabliksmenn þó sterkari á miðjunni, en þá voru þeir félagar (Arnsi og Hunky Tony) of flatir og voru oft á tíðum báðir of framarlega, þeir leistu það samt nokkrum minutum seinna og unnu miðjuna.

Anton: Svar Íslands við Deco - Spilaði vel og skilaði varnarhlutvekinu vel þegar Arnsi var framarlega og skilaði sóknarhlutverkinu einnig hrikalega vel frá sér og átti margar gullfallegar sendingar. No comment á markið.
Árni: Vantaði eitthvað uppá, skapaði sér lítið í fyrri hálfleik, en kom ögn sterkari í seinni. Kemur tvíefldur eftir meiðslin.
Jóel: Enn á skotskónum - Flott mark, en datt aðeins niður eftir það. En er að stimpla sig vel inn núna á síðustu vikum - Haltu þessu áfram Joey.

Dagur: Kom mjög hress og sprækur inn og gaf okkur aukinn kraft. Átti reyndar að slútta einu færi, en var mjög góður.
Stebbi: Fínn leikur. Var þó ekki mikið í boltanum.

Tryggvi: Líkt og Dagur kom með ferskleika inn. Hefði samt átt að skora á frekar hæga vörn Breiðabliks.

Kristó: Skilaði sínu hlutverki mjög vel. Lenti ekki í neinum vandræðum.

Almennt um leikinn:

+ Spiluðum boltanum mjög vel á milli okkar og sköpuðum oft mjög góð færi, sem hefði þó máttt nýta betur.
+ Gáfum varla færi á okkur og létum Krissa hafa náðugan dag.
+ Það þægilegast við þennan leik hvað við vorum rólegir allan tímann. Þó að við værum bara einu marki yfir, var ég aldrei stressaður á að við myndum missa þetta niður, því við vorum svo duglegir í vörninni og unnum vel fyrir hvorn annan.

+ Héldum ró okkar þegar þegar Blikinn ætlaði að vaða í Adda.

- Eina neikvæð úr leiknum er nýtnin okkar, hefðum alveg átt að geta sett 4-6 mörk á þá!

Í einni setningu: Þokkalega langþráður sigur - mikilvæg þrjú stig sem koma okkur vonandi inn á sigurbrautina.

- - - - -

Þróttur 10 - Breiðablik2 0.
Íslandsmótið

Dags: Fimmtudagurinn 28.júní 2007.
Tími:
kl.18.20 - 19.30.
Völlur: Smárahvammsvöllur.

Staðan í hálfleik:
3 - 0.

Maður leiksins: Danni Örn (gríðarlega "aggressífur" a la rooney í man.utd og hjörtur í kþ).

Okkar mörk:

4 mín - Danni setti fyrsta markið.

27 mín - Tryggvi setti nr.2.
30 mín - Maggi komst á blað með þriðja markinu.
40 mín - Silli með þokkalegt mark.
43 mín - Maggi kláraði örugglega með fínu skoti.
46 mín - Danni Örn með sitt annað og var ekki hættur.
50 mín - Danni Örn fylgdi vel á eftir.
55 mín - Danni Örn með mark nánast frá hliðarlínu.
58 mín - Dabbi náði frákasti og kláraði örugglega.
65 mín - Stebbi komst loksins á blað eftir böns af færum.

Vallaraðstæður: Eins og áðan; völlurinn klikkaður og veðrið enn betra.
Dómari: Afar traustur gaur í réttum galla og allt.
Áhorfendur:
Nokkrir létu sjá sig og tönuðu í leiðinni :-)

Liðið:

Sindri í marki - Viktor og Sindri bakverðir - Daði og Kristó miðverðir - Maggi og Dabbi á köntunum - Stebbi og Sigurður á miðjunni - Danni og Tryggvi frammi. Varamenn: Orri, Guðmar og Silli.

Frammistaða:

Sindri: Clean sheet! - Greyið fékk lítið að gera, en allt sem hann gerði var vel framkvæmt. Flottur!
Viktor: Hrikalega góður leikur, vex og dafnar með hverjum leik.

Sindri:
Flottur bæði í bakverðinum og á kantinum,
Kristó: Spilar ávallt eins og kóngur í miðverðinu og í dag var enginn breyting þar á.

Daði:
Flottur leikur. Orðinn frábær miðvörður líkt og í bakverðinum.
Maggi:
Geðveikur leikur. Hans besti leikur hingað til, gerði hrikalega sterkt kall til Manns leiksins. Orðinn hörkukantmaður.
Dabbi:
Kom með það sem hafði vantað hjá honum í undanförnum leikjum, kjark. Í dag hafði hann trú á því sem hann var að gera og við það spilaði hann mun betur en hann er búinn að vera að gera undanfarið. Meira svona.

Sigurður: Spilaði bilað vel sem djúpur miðjumaður og brúaði bilið milli varnar og miðju mjög vel. Stoppaði hér um bil allar sóknir Blikanna.
Stebbi: Skapaði sér helling af færum, en var óheppinn með nýtnina. Skoraði samt eitt mark undir lokinn og gat farið sáttur heim. Fínn leikur.

Danni:
Var allt í öllu í sóknarboltanum okkar í seinni hálfleik. Var útum allt og gaf sig 110% í leikinn, ef allir gæfu sig svona í leikina, þá myndum við ekki tapa leik.

Tryggvi: Var stórhættulegur þær mínutur sem hann spilaði. Flottur leikur.

Orri: Góður leikur. Er hörku varnarmaður í þessum markmanni.
Silli: Glæsilegur leikur á miðjunni. Var duglegur og var útum allt.
Guðmar: Góður leikur. Hefur tekið miklum framförum og er hörkuvarnarmaður.


Almennt um leikinn:

+ Sköpuðum endalaust af færum og nýttum þau hrikalega vel.
+ Gáfum aldrei eftir, þó við værum komnir mikið yfir.
+ Engin eigingirni tók leikmenn, spiluðum flottan fótbolta í 70 min.
+ Hugfarið á mönnum til fyrirmyndar - Allir að taka svo vel á því og voruð Þrótti til sóma.

- Finn ekki einn slakan punkt á leik okkar. Við spiluðum góðan fótbolta, duttum aldrei í rugl, unnum fyrir hvern annan, sköpuðum helling af færum og nýttum helling af færum. Perfect leikur!

Í einni setningu: Annar leikurinn í röð þar sem við hreinlega slátruð andstæðingnum og uppskárum flottan og öruggan sigur.

- - - - -

Fimmtudagur!

Ó yess.

Það eru sem sé tveir leikir v Breiðablik á morgun, fimmtudag. Þeir sem ekki keppa eru í fríi.
En svo gerum við eitthvað nett saman á föstudaginn. En mætingarnar á morgun eru svona:

- Mæting kl.16.10 upp í Fífu í Kópavogi - keppt við Breiðablik2 á Smárahvammsvelli (rétt hjá Fífunni) kl.17.00 - 18.15:

Kristján Orri - Valgeir Daði - Jón Kristinn - Arnar Kári - Þorleifur - Stefán Tómas - Anton Sverrir - Arnþór Ari - Viðar Ari - Árni Freyr - Jóel - Dagur Hrafn - Úlfar Þór - Tryggvi.

- Mæting kl.17.30 upp í Fífu í Kópavogi - keppt við Breiðablik2 á Smárahvammsvelli (rétt hjá Fífunni) kl.18.20 - 19.30:

Sindri G - Orri - Ólafur Frímann - Kristófer - Daði Þór - Viktor Berg - Guðmar - Sindri Þ - Sigvaldi H - Magnús Helgi - Daníel Örn - Davíð Þór - Sigurður T.

Þokkalega mikilvægir leikir strákar. Mætum allir ready og klárir í 100% leik.
Sjáumst hressir,
Ingvi, Egill og Kiddi.

Ísl mót v ÍR - þrið!

Heyja.

Það var einn leikur v ÍR upp í Breiðholti í gær. Þokkalegt framan af hjá okkur en svo hrundu allt í lok seinni hálfleikar. Allt um leikinn hér:

- - - - - -

Þróttur 1 - ÍR 8.
Íslandsmótið

Dags: Þriðjudagurinn 26.júní.
Tími:
kl.17:00-18:15.
Völlur:
ÍR gervigras.

Staðan í hálfleik:
1 - 2.
Gangur leikins: 0-1, 0-2, 1-2, 1-3, 1-4, 1-5, 1-6, 1-7, 1-8.


Maður leiksins: Viktor Berg (stoppaði ekki í eina mínútu).

Mörk:

20 mín - Viktor með klassa skot frá vítateig.

Vallaraðstæður: Veðrið var snilld en svona lala að spila á gervigrasi, þótt það hafi verið gott.
Dómari: Flottur aðaldómarinn en nettar "pulsur" á línunni!
Áhorfendur: Góður slatti joinaði okkur á bekkinn!

Liðið:

Stefán Karl í markinu - Leó og Sigurður T bakverðir - Danni og Orri miðverðir - Arnþór aftari miðja - Dabbi og Matti á köntunum - Maggi og Viktor á miðjunni - Guðmar einn frammi. Varamenn: Hákon - Krummi og Lalli.

Frammistaða:

Stebbi: Gerði margt vel og gat lítið gert í mörkunum - hefði samt mátt gera betur í útspörkum og spyrnum frá markinu.
Leó: Nokkuð góður leikur - þarf samt að vera nær manninum sínum á miðjunni - ekki hleypa honum fram fyrir sig.
Sigurður: Góður leikur og fín keyrsla - hefði mátt koma meir með í sóknina eins og í einni afar góðri sókn í lok fyrri hálfleikjar.
Danni: Nokkuð nettur í miðverðinum - vann marga bolta og djöflaðist vel - óheppinn að setja hann ekki í lokinn frammi.
Orri: Snilldar barátta - hefði samt mátt stjórna vörninni með Danna oftar á köflum - og garga á menn að klára manninn sinn betur.
Arnþór: Gerði margt gott - en hefði mátt skýla boltanum betur og svo vantaði stundum kraft í sumar sendingar.
Dabbi: Hefði viljað sjá meira frá honum - gerði samt allt rétt - vantaði bara meiri kraft.
Matti: Vann frekar vel - vantaði kannski aðeins meiri power í sendingarnar.
Maggi: Góð yfirferð á miðjunni - fínar sendingar - þarf kannski að passa að rekja ekki boltann inn í þvögu, dreifa honum aðeins fyrr út á kantana.
Viktor: Topp leikur - duglegur og alltaf á milljón. Snilldar mark.
Guðmar: Hljóp sig oft einan í gegn en án árangurs - átti klárlega að setja alla veganna 2 mörk í dag.

Hákon: Vantaði að líta betur upp áður en hann fær boltann - koma honum aðeins betur frá sér. En barðist samt vel.
Hrafn: Fín innkoma - djöflaðist vel á kantinum.
Lárus Hörður: Tók vel á því en vantaði stundum að elta manninn sinn betur inn - og laga aðeins sendingar.

Almennt um leikinn:

+ Lokuðum á fullt af sóknum og komum boltanum vel frá hættusvæði.
+ Sendum Guðmar og Danna oft í gegn eina á móti markmanni/1 varnarmanni.
+ Flott spil á köflum - út á kantana - stungur ofl.

- Klúðruðum allt of mörgum góðum færum einn á móti markmanni.
- Áttum afar slakar sendingar á köflum.
- Kláruðum mennina okkar afar illa, þeir fengu að hlaupa í gegn alveg einir og í raun leika sér að okkur.
- Ýttum afar illa út sem gerði það að verkum að ír-ingar komust alltaf á góðum hraða í sókn og höfðu mikið pláss til að gera það sem þeim sýndist.

Í einni setningu: Hefði aldrei tippað á svona stórt tap þegar staðan var 2-1 og við að fá fullt af færum. Of stór hluti liðsins hætti og leyfði ír-ingum að labba í gegn og skora of mörg ódýr mörk. Verðum að mæta miklu sterkari til leiks þegar við eigum þáí seinni umferðinni.

- - - - -

Tuesday, June 26, 2007

Leikir eftir í Íslandsmótinu!

Yes.

Hérna eru allir leikirnir sem eftir eru í Íslandsmótinu.
Bara svona þannig að menn geta skipulagt sig, og dobblað mömmu og pabba að skutla sér í leikina úr sumarbústaðnum :-)

- - - - -

þri. 26. jún 17:00 4. flokkur karla C-lið ÍR-völlur ÍR Þróttur R.

fim. 28. jún 17:00 4. flokkur karla A-lið B Smárahvammsvöllur Breiðablik 2 Þróttur R.
fim. 28. jún 18:30 4. flokkur karla B-lið B Smárahvammsvöllur Breiðablik 2 Þróttur R.
- - -
fös. 06. júl 17:00 4. flokkur karla A-lið B Þróttarvöllur Þróttur R. Njarðvík
fös. 06. júl 19:00 4. flokkur karla C-lið Víkingsvöllur Víkingur R. Þróttur R.
- - -
fim. 12. júl 17:00 4. flokkur karla A-lið B Garðsvöllur Víðir/Reynir Þróttur R.

fös. 13. júl 17:00 4. flokkur karla C-lið Þróttarvöllur Þróttur R. FH
- - -
mán. 16. júl 17:00 4. flokkur karla A-lið B Vestmannaeyjavöllur ÍBV Þróttur R.
mán. 16. júl 18:30 4. flokkur karla B-lið B Vestmannaeyjavöllur ÍBV Þróttur R.
(förum hugsanlega til eyja á sunnudeginum)

- - - - -Rey Cup - - - - -
fim. 09. ágú 17:00 4. flokkur karla B-lið B Þróttarvöllur Þróttur R. KR 2
- - -
mán. 13. ágú 17:00 4. flokkur karla C-lið Þróttarvöllur Þróttur R. Fjölnir

fim. 16. ágú 17:00 4. flokkur karla A-lið B Fjölnisvöllur Fjölnir 2 Þróttur R.
fim. 16. ágú 18:30 4. flokkur karla B-lið B Fjölnisvöllur Fjölnir 2 Þróttur R.
- - -
mán. 20. ágú 16:00 4. flokkur karla A-lið B Framvöllur Fram Þróttur R.
mán. 20. ágú 17:30 4. flokkur karla B-lið B Framvöllur Fram Þróttur R.
mán. 20. ágú 17:00 4. flokkur karla C-lið Þróttarvöllur Þróttur R. HK

fim. 23. ágú 17:00 4. flokkur karla A-lið B Þróttarvöllur Þróttur R. Grindavík
fim. 23. ágú 18:30 4. flokkur karla B-lið B Þróttarvöllur Þróttur R. Selfoss

fös. 24. ágú 18:30 4. flokkur karla C-lið Fylkisvöllur Fylkir Þróttur R.
- - -
mán. 27. ágú 17:00 4. flokkur karla C-lið Fjölnisvöllur Fjölnir 2 Þróttur R.


Reynið sem sé að sjá fram í tímann ef þið eruð í fríi eða utan á landi. Ef okkur vantar marga menn eru hugsanlega hægt að færa leiki eitthvað til!

Miðvikudagur!

Hey hó.

Við æfum allir saman í dag, miðvikudag, upp á Suðurlandsbraut. Tökum massa mætingu.
Og eins gott að sólin haldist.

- Æfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.13.30 - 15.oo.

Förum í atriði fyrir leikinn á morgun. Spurning með netabolareitarbolta!
Hér fyrir neðan er svo planið næstu tvær vikurnar.

Heyrumst,
Ingvi (869-8228) og co.

- - - - -

Fim 28: 2 leikir v Breiðablik2 á útivelli.
Fös 29: Hjólaferð/sparkvöllur/gúff. Mfl v Þór á Akureyri!
Laug 30 júní: Frí.
Sun 1.júlí: Frí.

- - - - -

Mán 2: Æfing – Allir – Suðurlandsbraut – kl.10.00 – 11.30. Mfl v Fjölnir á Valbirni!
Þrið 3: “Þrekratleikur” + gúff!
Mið 4: Útgáfupartý dagatalsins + foreldrabolti + foreldrafundur út af Rey-Cup + Grill.
(tímasetning auglýst síðar).
Fim 5: Æfing – Allir – Suðurlandsbraut – kl.10.00 – 11.30.
Fös 6: Leikir v Njarðvík (á heimavelli) og Víking (á útivelli).
Laug 7: Frí. Mfl v ÍBV í eyjum!
Sun 8: Frí.

- - - - -

Mán 9: Víkingaleikar - ýmsar þrautir niður í Nauthólsvík (betur auglýst síðar).
Þrið 10: Æfing – Allir – Suðurlandsbraut - kl.13.30 – 15.00.
Mið 11: Frí. Mfl í bikarnum!
Fim 12: Æfing – Allir – Suðurlandsbraut - kl.13.30 – 15.00.
Fös 13: Hjólaferð/sparkvöllur/gúff.
Laug 14: Frí.
Sun 15: 2 leikir v ÍBV í eyjum!!

- - - - -

Skráningarmiðinn á Rey-Cup kemur svo í vikunni!
Verið duglegir að láta vita ef þið farið í frí ofl.

Monday, June 25, 2007

Borgarnesmótið!

Heyja.

Hérna koma loksins öll úrslit og markaskorarar frá mótinu um helgina:

- A lið:

Laugardagur:

v Skallagrímur: 1 - 4.
v Ullens Utd: 0 - 3.
v KFR: 2 - 3.
v Skallagrímur: 0 - 5.
v
Ullens Utd: 5 - 1.
v KFR: 1 - 0.

Sunnudagur:

v Skallagrímur: 1 - 0.
v
Ullens Utd: 4 - 0.
v KFR: 1 - 3.

Enduðum í 4.sæti!

Mörk:

Mikael Páll: 5 mörk.
Dagur Hrafn: 5 mörk:
Viðar Ari: 2 mörk.
Kristófer: 2 mörk.
Tryggvi: 1 mark.

- B lið:

Laugardagur:

v Ullens Utd: ?
v Hamar kv: ?
v Skallagrím: ?
v Skallagrím kv: ?
v Ullens Utd: ?
v Hamar kv: ?

Sunnudagur:

v Skallagrím: 2 - 1.
v Skallagrím kv: ?

Endum í 3.sæti.

Mörk:

Arnþór F:
6 mörk
Hákon: 4 mörk
Hrafn Helgi: 4 mörk
Leó Garðar: 4 mörk
Anton J: 2 mörk


- - - - -

Þrið!

Sælir.
Grátur og gleði í leikjunum áðan! Tölum um þá á morgun en þriðjudagurinn kemur til með að líta svona út:

- Rabb + Skokk + pottur - Valbjarnarvöllur - kl.14.00 - 15.30:

Kristján Orri - Daði Þór - Jón Kristinn - Valgeir Daði - Úlfar Þór - Stefán Tómas - Arnar Kári - Anton Sverrir - Þorleifur - Jóel - Árni Freyr - Viðar Ari - Dagur Hrafn - Mikael Páll - Anton Helgi - Kristófer - Tryggvi - Sigvaldi H - Sindri G - Sindri Þ.

- Leikur v ÍR - Mæting kl.16.20 upp á ÍR völl - keppt við ÍR frá kl.17.00 - 18.15:

Stefán Karl - Matthías - Hákon - Orri - Daníel Örn - Viktor Berg - Davíð Þór - Sigurður T - Leó Garðar - Hrafn Helgi - Anton J - Arnþór F - Lárus Hörður - Guðmar - Magnús Helgi.

- Mfl v Grindavík í bikarnum - Valbjarnarvöllur - kl.20.00 - Við bókum hverjir verða í boltasækjararnum á morgun!

- Í fríi / ekki mætt lengi:

Kristján Einar - Guðmundur Andri - Kormákur - Arnþór Ari - Egill F - Haraldur Örn - Ólafur Frímann - Guðmundur S - Högni Hjálmtýr - Seamus - Þorgeir - Kevin Davíð - Jón Ragnar - Ágúst J - Birgir Örn - Guðbjartur - Styrmir -
Hilmar A - Arianit - Reynir - Eiður Tjörvi.

Sumir mæta sem sé aftur í leik á morgun - vona að þeir séu klárir/lausir. Lofa svo að koma svo með tveggja/þriggja vikna plan á morgun. Og erum að vinna í markaskorurum og gömlum bloggum (veit - gömul lumma).

Síja,
Ingvi og gang.

Ísl mót v Hauka - mán!

Hæ.

Það voru tveir leikir v Hauka í gær á Suðurlandsbrautinni. Unnum seinni leikinn örugglega og allt stefndi í það í fyrri leiknum en á einhvern ótrúlegan hátt hentum við frá okkur sigrinum/jafnteflinu. Allt um það hér:

- - - - -

Þróttur 2 - Haukar 3.
Íslandsmótið

Dags: Mánudagurinn 25.júní.
Tími:
kl.16:30-17:45.
Völlur:
Suðurlandsbraut.

Staðan í hálfleik:
2 - 0.
Gangur leikins:
1-0, 2 - 0, 2 - 1, 2 - 2, 2 - 3.

Maður leiksins: Viðar Ari (klassa 70 mín).

Okkar mörk:

10 mín - Jóel kemur okkur yfir með afar nettu skoti í vinstra hornið.
15 mín - Jóel setur annað mark sem var keimlíkt því fyrra - sama vensla og sama horn.

Þeirra mörk:

42 mín : Einn Haukamaður fær að vera algjörlega einn inni í markteig (þrátt fyrir að við minntumst sérstaklega á það í hálfleik) og skorar með skalla beint eftir hornspyrnu.
60 mín : Brutum klaufalega á okkur rétt um miðjan okkar vallarhelming - Þeir ná góðri spyrnu sem fer rétt yfir Krissa og í markið.
68 mín : Misstum boltann klaufalega rétt hjá okkar vítateig þannig að Haukamaður nær að komast alveg einn að marki - Krissi ver frábærlega en heldur ekki boltanum - Við náum á einhvern fáránlega hátt ekki að hreinsa, þeir ná boltanum og klára dæmið.

Vallaraðstæður: Veðrið var náttúrulega snilld en völlurinn hefur oft verið betri.
Dómari: Þriggja dómara system - Nonni flottur sem og 3.fl strákarnir.
Áhorfendur:
Töluverður fjöldi mætti og hvatti okkur áfram.

Liðið:

Krissi í markinu - Tolli og Úlli bakverðir - Nonni og Valli miðverðir - Stebbi og Viddi á köntunum - Anton og Addi á miðjunni - Jóel og Árni Freyr frammi. Varamenn: Dagur Hrafn og Daði.

Frammistaða:

Krissi: Varði oft afar vel - vantaði samt tal: segja mönnum hvenær hann vill fá boltann og hvenær þeir eiga að hreinsa.
Tolli: Flottur leikur - en mætti vera aðeins nær þeirra sóknarmönnum þegar þeir komu upp með boltann.
Valli: Flottur í miðverðinum - vann fullt af boltum og átti fínan leik.
Nonni: Í heildina afar flottur leikur - gaf ekki tommu eftir eins og vanalega.
Úlli: Fínn leikur - vantaði aðeins upp á móttökuna nokkrum sinnum - og má alveg bruna með í sóknina þegar það á við.
Stebbi: Var temmilegur á kantinum enda fór spilið mest upp hægri kantinn í fyrr - en líklegri frammi í lokin.
Viddi: Var mikið í boltanum og hélt honum vel - kom honum nokkuð vel frá sér - og var alltaf kominn í autt svæði frammi.
Anton S: Er held ég kominn í sína stöðu - afar grimmur og tapaði varla tæklingu - flottar sendingar en einstaka sinnum hefði hann mátt senda boltann fyrr.
Addi: Átti nokkra fína spretti og barðist vel - en vantaði stundum að halda svæði þegar Anton fór framm.
Árni: Afar duglegur - djöflaðist allann leikinn - og var óheppinin að sleppa ekki einn í gegn tvisvar sinnum.
Jóel: Setti tvo snilldar mörk í fyrri - sást lítið eftir það - vantaði að halda boltanum betur og vera meir á tánum.

Dagur: Leysti bakvörðin vel í byrjun - og átti svo nokkuð góðan leik á kantinum - en átti í smá erfiðleikum að komast fram hjá kantmanni Hauka.
Daði: Leysti sitt nokkuð vel - en missti manninn sinn stundum aðeins of langt fram hjá sér - kannski smá bílþreyta í gangi!

Almennt um leikinn:

+ Létum boltann rúlla flott í fyrri (fáar snertingar) og komumst oft upp hægri vænginn. Bæði mörkin okkar komu eftir þannig spil.
+ Þeir fengu nokkur afar góð færi en við náðum að bjarga okkur með snilldar tæklingum og góðri baráttu nokkrum sinnum.
+ Reyndum að jafna alveg fram á síðustu mínútu, fengum nokkur tækifæri en tíminn dugði ekki til :-(

- Oft of langt bil milli varnar og miðju og vorum ekki nógu nálægt þeim í vörninni.
- Vantaði að skipta hraðar á milli kanta.
- Lélegar móttökur á köflum og of margar slakar sendingar á þeirra vallarhelming.
- Dettum einhvern veginn allir niður eftir hálfleik og missum tökin á leiknum - við verðum að halda haus þótt mótherjinn skori mark - megum ekki detta í svekkelsið, fara að brjóta á okkur og pirrast. Það þarf svo sem ekki að segja það en stig (eins svekkjandi og það hefði líka verið) hefði verið þúsund sinnum nettara en að missa þetta niður í tap.

Í einni setningu: Gríðarlega sárt tap eftir að hafa verið 2-0 yfir í hálfleik og spilað nokkuð vel. Missum aftur dampinn (eins og á móti Gróttu) eftir hálfleik og leyfðum þeim að komast inn í leikinn með tveimur ódýrum mörkum, og svo klára leikinn 2 mín fyrir hálfleik með enn ódýrari marki. Við vorum samt að berjast, fengum nokkur færi en vantar að klára almennilega.

- - - - -

Þróttur 10 - Haukar 1.
Íslandsmótið

Dags: Mánudagurinn 25.júní.
Tími:
kl.18:00-19:15.
Völlur:
Suðurlandsbraut.

Staðan í hálfleik:
4 - 0.
Gangur leikins: 1-0, 2-0, 3-0, 4-0, 5-0, 6-0, 7-0, 7-1, 8-1, 9-1, 10-1.


Maður leiksins: Tryggvi (skoraði fimm mörk og hljóp eins og ljónið allan leikinn).

Mörk:

2 mín - Daníel Örn.
5 mín - Tryggvi.

21 mín - Tryggvi.

35 mín - Dagur Hrafn.
42 mín - Sindri Þ.
44 mín - Daníel Örn.
47 mín - Tryggvi.
55 mín - Daníel Örn.
60 mín - Tryggvi.
63 mín - Tryggvi.

Rautt spjald: Daníel Örn fyrir tæklingu aftan í.

Vallaraðstæður: Veðrið var náttúrulega snilld en völlurinn hefur oft verið betri.
Dómari: Sindri tók etta sóló og stóð sig vel.
Áhorfendur:
Nokkuð margir mættu og urðu vitni af einum besta leik 4. flokks lengi.

Liðið:

Sindri í markinu - Mikki og Viktor bakverðir - Kristó og Daði miðverðir - Maggi og Sindri á köntunum - Silli og Dagur á miðjunni - Danni og Tryggvi frammi. Varamenn: Anton Helgi, Orri, Guðmar, Leó, Sigurður T og Davíð Þór.

Frammistaða:

Sindri: Stóð sig vel í leiknum, varla hægt að skrifa markið á hann, þar sem það var alveg uppvið slá.
Mikki: Stóð sig vel og var fastur fyrir þær mínútur sem hann spilaði.
Viktor: Steig ekki feilspor í bakverðinum, er orðinn mjög góður varnalega.
Kristó: Geðveikur leikur, stjórnaði vörninni eins og keisari og gerði ekki mistök.
Daði: Líkt og Kristó steig hann ekki feilspor og var hrikalega gott að fá hann að taka hálfleik.
Maggi: Setti líklega met að leggja upp mörg færi. Átti óteljandi margar geðveikar sendingar uppí hornin á Tryggva og Danna. Mjög góður leikur.
Sindri: Skoraði brilljant mark og var flottur á kantinum.
Silli: Spilaði vel á miðjunni þar til hann meiddist.
Dagur: Var hrikalega góður og skoraði flott mark, er greinilega líka hörku miðjumaður. Mjög góður hálfleikur.
Danni: Algjör snilldarleikur skapaði sér helling af færum og lagði upp helling. Einu mistökin var tæklingin og þau voru dýr, þ.e.a.s. ef hann sleppur ekki við bann.
Tryggvi: Hér um bil mistakalaus leikur. Var síógnandi og skapaði sér fullt af færum, halda svona áfram.

Anton H: Spilaði lítið og náði aldrei að koma sér í takt við leikinn. Vonum að hann komi sterkur inn eftir meiðslin.
Guðmar: Flottur leikur í miðverðinum, hélt stöðu vel og aðstoðaði Kristó við að stjórna vörninni.
Leó: Góður leikur, er orðinn hörku bakvörður. Leysti allt vel.
Orri: Mjög góður leikur, sérstaklega þegar hann var aftar á vellinum. Var ekki alveg nógu hættulegur frammi.
Dabbi: Fínasti leikur. Verður samt að vera mun ákveðnari í að framkvæma hlutina, því hann hefur algjörlega hæfileikana í það.
Sigurður T: Lagði okkur lið með kröftum sínum, þegar menn fóru að meiðast og stóð sig mjög vel. Mjög góður á miðjunni.

Almennt um leikinn:

+ Frábær leikur, gáfu ekkert eftir, þó staðan væri orðin eins og raun bar vitni.
+ Varnarlega séð fullkominn leikur, menn fóru ekkert að rjúka úr vörninni, þó við værum að rústa leiknum, heldur voru skynsamir og létu miðju- og sóknarmennina sjá um að skora. Þannig á það að vera.
+ Héldum alltaf áfram að spila boltanum, enginn leikmaður datt í eigingirni og fór að reyna að sóla allt sjálfur. Við spiluðum eins og lið allar 70 mínúturnar, snilld!

- Í raun ekkert hægt að setja út á þennan leik, við nýttum færin og vörðumst vel (það var ekkert hægt að gera í markinu þeirra). Er hægt að biðja um eitthvað meira?

Í einni setningu: Vorum skynsamir og duglegir og hættum aldrei.

- - - - -

Saturday, June 23, 2007

Frí á morgun - æfing og leikir á mán!

Sælir strákar.

Hvað er að frétta? Búnir að kíkja á Reykjavíkurúrvalið keppa í Alþjóðaleikum ungmenna! Danni Ben í 3.fl að keppa fyrir okkar hönd. Það er líka góð stemmning í Borgarnesi - vel tekið á því í dag og klárast mótið svo á morgun, sunnudag.

Það verður engin æfing á morgun, sunnudag, eins og við vorum búnir að tala um. Menn mega hins vegar endilega hreyfa sig aðeins, svo við verðum ready í leikina v Hauka á mánudaginn (á heimavelli)! Planið á mánudaginn verður þá þannig:

- Æfing - Suðurlandsbraut - kl.15.45 (en ekki kl.10.00) (keppt svo v ÍR á þriðjudaginn):

Anton J - Arnþór - Ágúst J - Birgir Örn - Guðbjartur - Hilmar A - Hrafn Helgi - Jón Ragnar - Lárus Hörður - Leó Garðar - Sigurður T - Styrmir - Arianit - Hákon - Matthías - Stefán Karl.

- Leikur v Hauka - Mæting kl.15.30 niður í Þrótt - keppt frá kl.16.30 - 17.45:

Kristján Orri - Daði Þór - Jón Kristinn - Valgeir Daði - Úlfar Þór - Stefán Tómas - Arnar Kári - Anton Sverrir - Þorleifur - Jóel - Árni Freyr - Viðar Ari - Dagur Hrafn.

- Leikur v Hauka - Mæting kl.17.00 niður í Þrótt - keppt frá kl.17.45 - 19.00:

Sindri - Orri - Magnús Helgi - Eiður Tjörvi! - Guðmar! - Sigvaldi H - Mikael Páll - Sindri Þ - Viktor Berg - Tryggvi - Kristófer - Daníel Örn - Davíð Þór - Anton Helgi! - Reynir!

- Í fríi: Kristján Einar - Guðmundur Andri - Kormákur - Arnþór Ari - Egill F - Haraldur Örn - Ólafur Frímann - Guðmundur S - Högni Hjálmtýr - Seamus - Þorgeir - Kevin Davíð og hugsanlega fleiri!

Látið mig vita ef ég hef gleymt einhverjum. Við keppum annað hvort á Suðurlandsbraut eða TBR. Afar mikilvægt að láta mig vita ef menn komast ekki í leikina. Mætum algjörlega tilbúnir í flotta leiki. Nærast vel - mæta með allt dót. Sjáumst eldhressir.

kv, Ingvi - Egill og Kiddi.

Friday, June 22, 2007

Æfingamót í Borgarnesi!

Jamm.

Allt á að vera klárt fyrir æfingamótið í Borgarnesi um helgina. Við verðum með tvö 7 manna lið og eru 14-16 strákar eru klárir: Arnþór F - Anton J - Ágúst J - Dagur Hrafn - Eiður Tjörvi - Magnús Helgi - Hrafn Helgi - Leó Garðar - Lárus Hörður - Sindri G - Viðar Ari + Kristófer - Hákon - Mikael Páll og Tryggvi.

Það er mæting kl.8.00 í fyrramálið (laug) og lagt af stað skömmu seinna á einkabílum. Fyrstu leikir byrja kl.10.00. Mótsgjald er 5.000kr (allt innifalið í því) og greiðist við mætingu.

Taka þarf með hefðbundið dót: Svefnpoka - Dýnu - sund föt og handklæði - Fótboltadót (takkaskór, legghlífar, sokkar, stuttbuxur, upphitunargalla, svörtu keppnistreyjuna - við komum svo með rauðu keppnistreyjurnar) og loks einhver föt til skiptanna. Einnig er sniðugt að taka með einhver blöð, spil og svoleiðs!

Allir eiga að vera búnir að fá dagskrá - þetta verður glás af leikjum og svo stemmari inn á milli - en mótið klárast um kl.14.00 á sunnudaginn og verðum við komnir í bæinn um kl.15.00.

Heyrið endilega í okkur ef það er eitthvað.
Þetta verður bara stuð.

kveðja,
Kiddi (661-4774), Nonni (696-0886) og Ingvi (869-8228),

Thursday, June 21, 2007

Friday!

Heyja.

Eldra arid er vaentanlegt a klakann i nott og tekur svo nokkra daga til ad jafna sig.

Adrir aefa a morgun, fostudag, og svo er mfl ad keppa um kvoldid, og loks fer hopur til Borgarness a laugardagsmorgunin. Heildarpakkinn litur tha svona ut (eg veit - dapurt ad vera ekki med islenska stafi).

- Aefing - Yngra ar + nokkrir a eldra ari - Sudurlandsbraut - kl.13.30 - 14.45.

- Throttur v Grindavik - i Grindavik kl.20.00. Ruta fer fra Throtti kl.18.45 - heyra i Asa (asiv@internet.is) ef thid aetlid med!

- Aefingamot i Borgernesi - laugardag fram a sunnudag. Kiddi (661-4774), Nonni (696-0886) og Eysteinn (861-9811) eru med allt a hreinu her. Heyrid i theim ef thad er eitthvad sem thid erud ekki klar a.

- Lett aefing seinnipartinn a sunnudag - betur auglyst seinna.

- 2 leikir v Hauka a manudaginn - keppt a heimavelli kl.16.30 og 18.00.

Sjaumst,
Ingvi og co.

A leid heim a klakann!

Heyja.

Jamm, thad lidur ad lokum a spanarferdinni. heimkoma aetlud i kvold - lendum 1 eftir midnaetti, eldhressir!

Seinni leikirnir voru a manudaginn og helt B lidid sigurgongu sinni afram og nuna v lid Alfaz. 2-2 var thegar um 2 min voru eftir. Danni Orn skoradi fyrsta marki og Stebbi nr.2. Stebbi klaradi svo leikinn alveg i lokinn med snilldar marki (eftir flotta sendingu fra danna) en klikkadi a faraurtreyjunni fagninu!

A lidid keppti svo marathon leik (85 min) og thad vid 3.fl lid Orange. Vid komumst i 2-0 med tveimur morkum fra Joel. En solin tok a og nadu spanverjarnir ad jafna leikinn. Eftir mikinn barning og vafasama domgaeslu nadu spanverjarnir ad skora sigurmarkid. Flottur leikur engu ad sidur og menn alveg bunir a thvi i lokinn.

Annars allt i guddi. Menn bunir ad vera tana afram eins og ljonid. Forum i Aqualandia (sem er rennibrautin i laugardalslaug i 100 veldi) a thridjudaginn og svo a adal strondina i benidorm i gaer. Nadum rett svo ad draga menn thadan um kl.19.00.

Dagurinn i dag for svo i ad pakka, chilla vid laugina og svo pizzaparty rett fyrir brottfor a flugvollinn.

Aefingarnar eru bunar ad vera finar, flottur vollur og allir upp a sitt besta. Einhver meidsli eru buin ad vera i hopnum en allir toku thatt i morgun. Ymsar keppnir hafa verid a ollum aefingum sem og stigakeppni ur ollu spili. Setjum sigurvegarana ur thessu ollu a morgun eda hinn.

Vid sjaumst svo bara spraek a klakanum a morgun.
Later.
Ingvi og co.

Monday, June 18, 2007

Klikk hjá Kidda!

Það er mæting kl. 18.30 hjá boltastrákunum á morgun, ekki kl. 19.15 eins og ég sagði á æfingu í dag.

Látið þetta berast... og allir að mæta á leikinn hjá meistaraflokk.

Við sjáumst svo á æfingu kl. 13.30 á miðvikudaginn uppi á Suðurlandsbraut.

Kiddi

Mánudagurinn!

Við dettum í eina hressa æfingu kl. 13.30. Þetta verður ákaflega skemmtileg æfing, vonandi að allir geti verið með þó að hitinn hérna sé svona mikill. Að vera hérna í Laugardalnum er eins og vera á Spáni.. Fjúff.

Sjáumst,
Kiddi.

Sunday, June 17, 2007

Sma frettir fra spani!

Jo.

Bara svona rett ad lata heyra i okkur ur solinni :-)

Menn eru almennt hressir, hotelid er snilld - maturinn godur, afar nett sundlaug, bud rett hja, gervigrasvollur i gongufaeri. Grasvollurinn sem vid aefum a er svadalegur og gellan sem ser um okkur er super.

Hitinn er natturulega i ruglinu og hafa nokkrir solbrunnid, og ja, Gummi mest eins og var spad! Menn eru samt ad venjast hitanum og solinni vel og eru duglegir ad bera a sig og drekka vatn.

Vid kepptum tvo leiki i gar. B lidid vann fyrri leikinn vid Orange i horkuleik, 4-2, thar sem Danni Orn skoradi eitt og Joel tok sig svo til og setti thrennu. A lidid keppti svo vid 3.flokk L´Alfaz og stod sig afar vel en urslitin ekki i takt vid leikinn, 0-6. Tokum algjorlega a moti buffunum i thessu lidi, sem voru nett dirty a koflum. Domarar leikjanna fengu ekki haa einkunn hja okkur en vollurinn sem vid spiludum var frekar toff.

Annars er hopurinn bara hress, vid tokum nett thjodhatidarstemmningu adan med godri skrudgongu, hlustudum a islensk log, veifudum islenska fananum og donsudum meir ad segja sma.

Allir byrja ad heilsa, og thar sem eg fann tolvu med nettengingu tha kem eg med meiri frettir a morgun. Ok sor.

Snilld ad heyra med mfl leikinn a moti Njardvik. Voru menn ekki ad standa sig i boltasaekjaranum? Og ferdin a Borgarnes hljomar lika spennandi - Spaid i henni.

Nog i bili. Sídasta umferdin í spaenska boltanum ad byrja.
Heyrumst,
Ingvi (ordinn alveg svadalega tanadur), Egill (er meira svona bleikur) og Eymi (thorir eiginlega ekki i solbad).

Saturday, June 16, 2007

Týnd peysa..

Tryggvi týndi peysunni sinni á æfingunni sem var í gær, föstudag. Hann situr núna heima leiður nýbúinn að týna nýju rauðu fallegu peysunni sinni sem er merkt honum á miðanum í hálsmálinu... Þannig að ef einhver tók hana fyrir Tryggva eða í misgripum þá endilega að láta hann vita eða koma með hana á næstu æfingu á mánudaginn kl. 13.30.

Þannig að ef einhver er með rauða umbro peysu merkta Tryggva þá endilega hringið í síma 8229688.


Bledsaðir,
Kiddi.

Friday, June 15, 2007

Ferð í Borganes - yngra ar!

Hey.

Verið er að skoða það að skella sér í heimsókn í Borganes á mót sem knattspyrnufélagið Skallagrímur mun halda. Þetta verður mót fyrir yngra arid og verður um næstu helgi (23. - 24. júni) því verða menn að vera snöggir að láta Nonna, pabba Viðars, vita í síma 6960886 ef áhugi er á að koma með.

Ferðin mun kosta 4000 kr. en í þeim pakka er gisting, leikjanesti, sundferð, grill um kvöldið, kvöldvaka, morgunverður og auðvita bikara fyrir okkur.

Látið Nonna vita sem fyrst ef þið ætlið með,
kv,
Kiddi / 661-4774.

Wednesday, June 13, 2007

Planið næstu daga!

Hey hey.

- Eldra árið skellir sér til Spánar á morgun í æfinga - og skemmtiferð. Allt á að vera klárt hér. Mæting út á BSÍ kl.11.30 og svo bara Leifsstöð. Líf og fjör.

- Yngra árið (og þeir sem ekki fara út) æfa vel heima á meðan hjá Kidda. Planið næstu viku verður þá svona:

Fim - Frí.

Fös - Æfing kl.13.30 - 15.00 - Suðurlandsbraut. Leikur hjá mfl v Njarðvík um kvöldið (
boltasækjarar auglýstir seinna). Og stemmning niður í Þrótti á undan :-)

Laug - Frí - en allir á landsleik íslands og frakklands hjá kvennalandsliðinu - mæting kl.13.30 niður í Þrótt hjá þeim sem ætla - Mist tekur á móti ykkur - ókeypis inn.

Sun - Frí - 17.júní - allir niður í bæ :-)

Mán - Æfing kl.13.30 - 15.00 - Suðurlandsbraut.


Þrið -
Leikur hjá mfl um kvöldið v KA (boltasækjarar auglýstir seinna).

Mið - Æfing kl.13.30 - 15.00 - Suðurlandsbraut.

Fim - Frí.

- - - - -

Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
kv
ingvi (spánn) og Kiddi (ísland).

Tuesday, June 12, 2007

Miðvikudagurinn!

Jamm.

Það var nett æfing í dag hjá eldri og nokkuð góður fundur um ferðina (þótt bæklingurinn hefði ekki verið í lit :-( hvet bara alla sem eru að fara út að bjalla í kallinn ef það er eitthvað.

Á morgun, miðvikudag, er sem sé æfing hjá yngra árinu (og þeim sem ekki fara út) en ferðalangar á eldra ári taka daginn í að pakka!

- Æfing - Yngra ár - Suðurlandsbraut - kl.13.30 - 15.00.

Vona að allir komist. Tökum massa æfingu. Við tippum á sama veður takk og mætum með vatn og læti. Sjáumst sprækir.
Ingvi og co.

- - - - -

Monday, June 11, 2007

Þriðjudagur!

Hey ja.

Við gerðum þokkalega góða ferð upp á skaga í dag í yngra árinu (sjá myndir hér fyrir neðan). Möst að kíkja með eldra árið áður en sumarið er á enda! B.T.W. gula liðið vann!

Á morgun, þriðjudag, chillar yngra árið (en æfir á suðurlandsbraut eftir hádegi á miðvikudaginn). En eldra árið tekur snarpa æfingu og eftir hana er fundur fyrir þá leikmenn sem fara til Spánar á fimmtudaginn:

- Æfing hjá eldra árinu kl.13.00 - 14.00 á Suðurlandsbraut.

- Fundur hjá spánarförum kl.14.30 - 15.00 niður í Þrótti (sturta í klefa 1 fyrir hreinláta!)

- Leikur hjá mfl v Ými í bikarnum kl.20.00 á Valbirni. Eftirtaldir leikmenn mæta og massa boltasækjarann kl.19.30 við Valbjarnarvallarskúrinn (ási helga tekur á móti ykkur): Úlfar Þór - Guðmundur Andri - Kormákur - Jón Kristinn - Orri - Daníel Örn - Stefán Karl - Reynir - Hákon - Matthías - Arianit - Kevin Davíð.

Annars bara líf og fjör. Ekki nógu ánægður með Grey´s áðan!
Sjáumst hressir á morgun.
Ingvi og co.

- - - - -




Ísl mót v FH - mán!

Ó já.

Sem sé einn leikur v FH í gær, mánudag. Gerðum ekki nógu spes mót í Hafnarfjörðinn. Ógeðis mini-gervigras líka en það er samt engin afsökun fyrir of stóru tapi. Allt um leikinn hér:

- - - - -

Þróttur 3 - FH 10.
Íslandsmótið.

Dags: Mánudagurinn 11.júní 2007.
Tími:
kl.17:00-18:15.
Völlur:
FH gervigras.

Staðan í hálfleik:
3 - 2.
Gangur leikins:
1-0, 2-0, 2-1, 3-1, 3-2, 4-2, 5-2, 5-3, 6-3, 7-3, 8-3, 9-3, 10-3.

Mörk:

Sindri Þ
Davíð Þór

Arianit

Maður leiksins: Orri (topp leikur).

Vallaraðstæður: Ekki nógu góðar, spilað á ólöglegum mini gervigrasvelli um miðjan júní. Hinsvegar var veðrið dásamlegt.
Dómari: Hrikalega slakt dómarapar. Þeir studdust við hið sniðuga tveggja dómarasystem Þróttara, en voru kolvitlaust staðsettir.
Áhorfendur:
5-10 foreldrar lögðu leið sína í Krikann.

Liðið:

Stefán Karl í markinu - Viktor og Orri bakverðir - Mikki og Silli miðverðir - Sindri Þ og á miðjunni - Davíð Þór og á köntunum - Anton Helgi og ? frammi. Varamenn: Arianit - Leó Garðar - Guðmundur S.

Frammistaða:

- Slugs - tökum etta á okkur!

Almennt um leikinn:

+ Fínn fyrri hálfleikur - vorum alveg inn í leiknum.
+ Settum þrjú fín mörk.

- Gomma af klaufamörkum.
- Vantaði tal milli tveggja, að menn losuðu sig og hjálpuðu þegar aðrir voru í vanda.
- Of margir menn að spila undir getu.
- Vantaði baráttu og læti í nánast alla.

Í einni setningu: Ekki nógu spes leikur en hefði alls ekki átt að enda svona stórt.

- - - - -

Saturday, June 09, 2007

Mánudagur - eldra ár!

Heyja.

Allt ætti að vera klárt fyrir óvissuferð yngra ársins - 15 leikmenn mæta hressir með rétt dót kl.9.00 niður í Þrótt. Komnir heim um kl.14.00.

En eldra árið æfir og keppir. Mætingarnar eru eftirfarandi:

- Æfing kl.15.00 - 16.15 - Suðurlandsbraut:

Kristján Orri - Kristján Einar - Stefán Tómas - Þorleifur - Úlfar Þór - Guðmundur Andri - Kormákur - Jón Kristinn - Tryggvi - Daði Þór - Arnar Kári - Árni Freyr - Anton Sverrir - Kristófer - Daníel Örn - Valgeir Daði.

- Leikur v FH - mæting kl.16.20 upp í Kaplakrika í Hafnarfirði - keppt við FH frá kl.17.00 - 18.15:

Stefán Karl - Orri - Anton Helgi - Sindri Þ - Mikael Páll - Hákon - Davíð Þór - Viktor Berg - Sigvaldi - Reynir - Arianit - Kevin Davíð - Matthías + 2-3 leikmenn á yngra ári!

Undirbúa sig vel.
Sjáumst hressir,
Ingvi og co.

p.s. eldra árs gaurar: hérna er miðinn fyrir verkstjórana!! Prenta hann út - ok sör!

p.s. spánarfundurinn fyrir leikmenn verður svo í hádeginu á þriðjudaginn.

Óvissuferð!

Ó já.

Á mánudaginn kemur (11.júní) ætlar yngra árið við að skella okkur í óvissuferð (leikmenn á eldri sem ekki fara til Spánar eru líka velkomnir með).

Svaðaleg óvissa ríkir hvert verður farið, þjálfarar eru ekki einu sinni með það 100% á hreinu! Við tökum daginn snemma og er mæting niður í Þrótt kl.9.00 með :

- 2000kr.
- Sund dót
- Fótboltadót.
- Trefil.
- Og góða skapið.

Allir verða að mæta með hárband og í Liverpool treyju!!!
Klæða sig líka eftir veðri! Farið verður með rútu og komið tilbaka um kl.14.30/15.00.

10 manns eru búnir að staðfesta – verð að heyra í hinum sem fyrst ☺
Sjáumst hressir,
Ingvi – Egill – Kiddi og Eymi

- - - - - -

p.s. mánudagurinn hjá eldri verður: Æfing kl.15.00 á suðurlansbraut hjá hluta hópsins + leikur v FH kl.17.00 í Hafnarfirði hjá hluta hópsins - set það inn sunnudagseftirmiðdag.

Helgarfrí!

Jev.

Menn sem sé í góðu helgarfríi! Ég mun samt heyra í einhverjum og dobbla þá í dómgæslu eða aðra aðstoð á Bónusmóti 6. og 7.flokks um helgina. Vonandi verða einhverjir lausir.

Set svo um óvissuferðina hjá yngra árinu - og leikinn + æfinguna hjá eldra árinu, inn á sunnudaginn.

Ok sör.
Hafið það gott.
Ingvi og co

Friday, June 08, 2007

Frædei!

Heyp.

Takk fyrir gærdaginn. sigur-jafntefli-jafntefli.

- Í dag, föstudag, er æfing hjá yngra árinu en frjáls mæting hjá eldra árinu. Æfingin verður (sú síðasta) á gervigrasinu okkar og er á venjulegum tíma: kl.16.00 – 17.30.

- Við tökum svo helgarfrí (en hugsanlega verða einhverjir leikmenn “dobblaðir” í dómgæslu á Bónusmóti Þróttar sem er um helgina, fyrir 7 – 6.fl).
- Svo er auðvitað Víkingur Ólafsvík – Þróttur í kvöld kl.20.00 á Ólafsvík ef einhverjir ætla að rúlla!

- Á mánudaginn (11.júní) ætlum við að hafa óvissuferð yngra ársins. Menn verða að skrá sig í hana svo við getum neglt niður ýmis atriði (fallhlífarkennari verður að vita fjöldann o.s.frv.) Smessið á mig, setjið comment á bloggið eða látið mig vita á æfingunni í dag – ok sör.

- B lið á eldra árið keppir v FH út í Kaplakrika kl.17.00 (þessi leikur fór fram hjá mér - tek það á mig). Set um hann á sunnudaginn. A lið á eldra ári tekur æfingu kl.15.00 (því flestir eiga að mæta til vinnu fyrir hádegi). Æfingin verður upp á Suðurlandsbraut.

En strákar á eldra ári – munið að prenta út/fá hjá mér miða sem þið látið verkstjórann ykkar fá!!

Annars bara líf og fjör. Það styttist í ferðina hjá eldra árinu. Það verður fundur fyrir leikmenn mánudags/þriðjudagskvöld. En Kiddi verður samt með æfingar á meðan fyrir yngra árið og þá sem ekki komast út. Er víst kominn með einhverjar svaðalegar æfingar frá Portúgal!

Heyrið svo í mér ef það er eitthvað.
Kv, Ingvi – 869-8228

Ísl mót v Gróttu - fim!

Já.

Þrír leikir í gær v Gróttu á TBR velli - taplausir en ég hefði viljað meira og ég veit að þið vilduð það líka! En allt um leikina hér:

- - - - -

Þróttur 7 - Grótta 3.
Íslandsmótið

Dags: Fimmtudagurinn 7.júní 2007.
Tími: kl.17:00-18:15.
Völlur: TBR völlur.

Staðan í hálfleik: 2-0
Gangur leikins:
1-0, 2-0, 3-0, 3-1, 4-1, 4-2, 5-2, 6,2, 7-2, 7 - 3.

Maður leiksins: Ólafur Frímann (klassa leikur í dag).

Mörk:

13 mín - Þorsteinn Eyfjörð.
25 mín - Þorsteinn Eyfjörð.
38 mín - Anton J.
43 mín - Anton J.
49 mín - Arnþór F.
57 mín - Þorgeir.
65 mín - Jóvan.

Vallaraðstæður: Gerast varla betri; hlýtt, sól og flottur völlur.
Dómari: Kiddi tók þetta einsamall og átti feikigóðan dag.
Áhorfendur:
Töluverður fjöldi mætti og tætti.

Liðið: Jón Ragnar í markinu – Hilmar og Ólafur miðverðir – Jóvan og Guðbjartur bakverðir - Sigurður og Þorgeir á miðjunni - Arnar og Guðmundur á köntunum - Þorsteinn og Arnþór frammi. Varamenn: Stefán Karl, Matthías, Hrafn, Leó, Anton, Egill og Ágúst.

Frammistaða:

Slugs - Tökum etta á okkur!

Almennt um leikinn:

+ Mjög sannfærandi sigur - aldrei í hættu.
+ Létum boltann fljóta afar vel á milli manna
+ Duttum ekki í neina eigingirni þó við ættum leikinn.
+ 5.fl strákarnir komu massa vel inn í leikinn, þótt að þetta hafi verið þeirra fyrsti leikur á stórann völl.

- Hefðum getað gert mun betur í mörkunum þeirra!
- Hleyptum Gróttu mönnum aðeins inn í leikinn í seinni.
- Hefðum getað klárað nokkur færi með marki.

Í einni setningu: Klassa sigur og snilldar byrjun á Íslandsmótinu. Áfram svona.

- - - - - -

Þróttur 2 - Grótta 2
Íslandsmótið

Dags: Fimmtudagurinn 7.júní 2007.
Tími: kl.18.30 - 19.45.
Völlur:
TBR völlur.

Staðan í hálfleik: 1-0.
Gangur leikins:
1-0, 1-1, 2-1, 2-2.

Maður leiksins: Úlfar Þór (var mjög öruggur allan leikinn og stjórnaði vörninni vel. Er greinilega að ná sér eftir meiðslin).

Mörk:


28 mín - Kormákur – Stakk sér inn fyrir og var á undan markverði Gróttu í boltann og náði að fara framhjá honum og skoraði svo í opið markið. Markið kom eftir geðveika sendingu frá Reyni.
58 mín - Þorleifur – Kláraði frekar þröngt færi vel með föstu skoti á nærstöng, eftir að hafa fengið góða sendingu frá Kristófer.

Vallaraðstæður: Gerast varla betri; hlýtt, sól og flottur völlur.
Dómari:
Tveir reyndir strákar á yngsta ári í öðrum, stigu vart feilspor.
Áhorfendur: Töluverður fjöldi mætti og tætti.

Liðið: Sindri í markinu – Úlfar Þór og Sigvaldi miðverðir – Birkir og Viktor bakverðir - Kristófer og Mikael á miðjunni - Seamus og Daði á köntunum - Reynir og Daníel frammi. Varamenn: Orri, Eiður, Þorleifur, Högni, Kormákur og Sindri.

Frammistaða:

Sindri: Var öruggur og fékk lítið að gera.
Úlfar Þór: Hrikalega góður leikur. Spilaði eins og keisari í hjarta varnarinnar.
Sigvaldi: Var öruggur í miðverðinum og spilaði einnig boltanum mjög vel frá sér.
Birkir: Flottur leikur. Mjög efnilegur strákur hér á ferð.
Viktor: Fínn leikur.Var þó stundum of stressaður og bombaði boltanum frá sér, í stað þess að vera rólegri og spila boltanum eins og hann gerir vanalega.
Kristófer: Var mjög góður bæði í miðverðinum og á miðjunni og var með þeim bestu á vellinum.
Mikael: Átti góðar rispur, hefði þó mátt halda aðeins betur á tímabil, þ.e.a.s. vera aðeins aftar, til þess að brúa bilið á milli varnar og miðju. Gerði það þó vel seinna í leiknum.
Seamus: Góður leikur, var ógnandi, en eftir að hann kom inná hefði hann mátt vera aðeins framar til þess að hægt væri að stinga boltanum inn fyrir á hann.
Daði: Mjög góður leikur. Var með þeim bestu í fyrri hálfleik. Annar mjög efnilegur strákur hér á ferð.
Reynir: Spilað vel sem dýpri framherji og lagði upp flott mark á Komma. Góður leikur.
Daníel Örn: Spilaði mjög vel í fyrri hálfleik, en fékk þó engin færi. Í seinni hálfleik var hann ógnandi á kantinum.

Orri: Gat ekkert gert í mörkunum og átt fínan leik.
Eiður: Var alls ekki jafn ákveðin og vanaleg - verður að vera miklu hreyfanlegri.
Þorleifur: Skoraði flott mark og var ógnandi á kantinum. Þegar líða tók á leikinn dróg aðeins úr kraftinum hjá honum, skiljanlega enda verður maður þreyttur á þessum endalausu hlaupum.
Högni: Var "solid" sem alltaf í bakverðinum. Flottur leikur.
Kormákur: Skoraði geggjað mark og átti margar flottar rispur og var ógnandi bæði sem framherji og miðjumaður. Ef hann byrjar að mæta eins og maður trúi ég ekki öðru en hann eigi eftir að festa sig sem A-liðs maður.
Sindri: Átti góðan leik og var öruggur í bakverðinum.

Almennt um leikinn:

+ Þetta var mjög vel spilaður leikur og við vorum hiklaust mun betra liðið, getulega séð. Þó vantaði eitthvað upp á að við gætum klárað leikinn.
+ Sköpuðum mörg færi, sem hefði þó mátt nýta betur.
+ Varamennirnir komu mjög sterkir inn og gaman að sjá hve stóran og sterkan hóp við erum með.

- Fyrst og fremst er hrikalega leiðinlegt að hafa tapað öðrum tveimur stigum, sem við áttum klárlega að hirða.
- Eins og vanalega er það gamla tuggan um talandann. Þó að talandinn í liðinu sé að batna, þá er hann ennþá lélegur. Ég skil bara einfaldlega ekki af hverju þið kallið ekki á stráka sem þið æfið með 4-5 sinnum í viku og talið við inni í klefa eins og ekkert sé. Af hverju taliði ekki við þá inni á vellinum, getur einhver svarað því?
-
Eins og ég sagði eftir leikinn, þá var smá andleysi í okkur eftir að þeir jöfnuðu í seinna skiptið. Þegar það eru fimm mínútur eftir og andstæðingar okkar jafna leikinn eigum við að vera brjálaðir og gera hvað sem við getum til þess að komast aftur yfir. Við sættum okkur ekkert við jafntefli!!!

Í einni setningu: Vel spilaður leikur, en afar leiðinlegt að klára hann ekki!!

- - - - -

Þróttur 1 - Grótta 1
Íslandsmótið

Dags: Fimmtudagurinn 7.júní 2007.
Tími:
kl.20:00-21:15.
Völlur:
TBR völlur.

Staðan í hálfleik:
1-0.
Gangur leikins:
1-0, 1 - 1.

Maður leiksins: Árni Freyr / Anton Sverrir (klassa leikur hjá þeim félögum).

Mörk:

20 mín - Árni Freyr - Komst einn í gegn og lék snilldarlegar framhjá markverðinum og slúttaði örugglega.

Vallaraðstæður: Gerast varla betri; hlýtt, sól og flottur völlur.
Dómari: Sindri Már og Rabbi voru fáránlega flair.
Áhorfendur:
Töluverður fjöldi mætti og lét vel heyra í sér.

Liðið:

Krissi í markinu - Valli og Daði bakverðir - Nonni og Gummi miðverðir - Stebbi og Viddi á köntunum - Arnþór og Anton Sverrir á miðjunni - Árni Freyr og Tryggvi frammi. Varamenn: Dagur Hrafn + Kristó. Vantaði: Didda.

Frammistaða:

- Slugs - Tek etta á mig!

Almennt um leikinn:

+ Spiluðum boltanum á milli okkar eins og englar - í 1-2 snertingum og á lausa menn - og hér kemur gömul lumma: hvar var vídeóvélin!
+ Vorum nokkuð þéttir í vörninni og fengum fá hættuleg færi á okkur.
+ Skiptum boltanum ótrúlega vel á milli kanta.

- Stóðum vitlaust í markinu þeirra og sóknarmaður þeirra komst í gegn og setti hann, samt úr soldið þröngu færi - hefðum átt að gera betur hér.
- Klikkuðum aftur á 4-5 "deddurum" sem hefðu átt að tryggja okkur sigur.
- Ekki allir á hundrað í seinni hálfleik!

Í einni setningu: Ekki alveg það sem við ætluðum okkur - spiluðum svaðalegan fótbolta í fyrri hálfleik en duttum soldið niður í þeim seinni. Hefðum átt að vera búnir að klára leikinn áður en þeir settu sitt mark. 2 stig í súginn - klikkum ekki aftur!

- - - - -

Wednesday, June 06, 2007

Leikir v Gróttu - fim!

Jamm.

Á morgun, fimmtudag, eru þrír leikir á heimavelli v Gróttu. Allir leikir verða uppi á Suðurlandsbraut, sem sé á grasi :-) Undirbúum okkur nú vel og mætum þokkalega tilbúnir í sigur í öllum leikjum. Mætum niður í Þrótt, verum snöggir að dressa okkur og svo beint upp á völl. Mætingarnar eru:

- - - - -

- Mæting kl.16.20 niður í Þrótt - Keppt við Gróttu uppi á Suðurlandsbraut kl.17.00-18.15:

Jón Ragnar - Stefán K - Matthías - Anton J - Arnþór F - Hrafn H - Leó G - Ágúst J - Egill F - Haraldur Ö - Guðbjartur - Guðmundur S - Hilmar A - Ólafur F - Sigurður T - Þorgeir.

- Mæting kl.17.40 niður í Þrótt - Keppt við Gróttu uppi á Suðurlandsbraut kl.18.25-19.35:

Sindri G - Orri - Eiður T - Þorleifur! - Magnús H - Högni Hjálmtýr - Seamus - Reynir - Úlfar Þór - Kristófer - Kormákur! - Daníel Ö - Mikael Páll - Sindri Þ - Sigvaldi H - Viktor B.

- Mæting kl.19.20 niður í Þrótt - Keppt við Gróttu uppi á Suðurlandsbraut kl.20.00-21.15:

Kristján Orri - Guðmundur Andri - Jón Kristinn - Arnar Kári - Daði Þór - Valgeir Daði - Arnþór Ari - Anton Sverrir - Stefán Tómas - Árni Freyr - Tryggvi - Dagur Hrafn - Viðar Ari.

- Mættu ekki í gær/heyrðu ekki í mér/bjalla í mig ef þið komist á morgun: Styrmir - Kevin Davíð - Arianit - Lárus Hörður - Guðmar - Hákon.

- Klósettpappírinn verður afhentur niðuur í Þrótti kl.18.00 í dag, fimmtudag - muna að sækja hann þeir sem pöntuðu!

-Það er svo foreldrafundur hjá foreldrum stráka sem eru að fara til Spánar - í stóra salnum kl.19.30!!

Afreksmál!

Sælir.

Vildi bara rétt minnast á tvennt:

- Kristján Einar er nú í Osló að keppa með Reykjavíkurúrvali drengja f.93. Liðið er nú þegar búið að keppa tvo leiki og vinna þá báða. Hægt er að fylgjast með gengi liðsins á heimasíðu ÍBR. Ásgeir Elíasson þjálfar liðið og við vonum bara að Diddi komi heim með pening :-)

- Arnþór Ari var valinn í Knattspyrnuskóla drengja á Laugarvatni daganna 11. - 15. júní. Einn leikmaður f.93 í öllum liðum á Íslandi tekur þátt í skólanum. Óskum honum góðs gengis og vonum að hann stimpli sig inn hjá þjálfurum liðsis :-)

Allt eru þetta strákar á eldra ári - ekkert úrtak er fyrir yngra árs stráka í 4.flokki. Menn verða bara að stefna hátt fyrir næsta ár. Eins strákar á eldra ári; halda áfram að standa sig - næst verður úrtak í haust/vetur, stefna á að komast í það!

Ok sör.
Ingvi

Tuesday, June 05, 2007

Miðvikudagsæfingar!

Yeppa.

Það var fínn stemmari í blakinu í dag. Nema hvað Krissi, Silli, Viktor, Sindri og Árni þurfa að fara í blak-kennslu fyrir útanlandsferðina (ó allir í Vogaskóla - tilviljum!!) Og við tökum þetta bókað með yngri í sumar.

Alla veganna, við æfum í þrennu lagi á morgun, miðvikudag, svipaðir hópar og verða í leikjunum við Gróttu á fimmtudaginn (á heimavelli kl.17.00 - kl.18.30 og kl.20.00). Æfum á gervi á morgun, en sjáum til með fimmtudaginn!! Verið duglegir að hvetja liðsfélagann að mæta á æfingu - þetta er síðasta æfing fyrir leik!!

- Æfing kl.15.00 - 16.00 - Gervigras (egill/eymi):
Stefán K - Anton J - Arnþór F - Hrafn H - Leó G - Guðmar - Styrmir - Ágúst J - Egill F - Haraldur Ö - Guðbjartur - Guðmundur S - Lárus H - Hilmar A - Sigurður T - Þorgeir - Arianit - Hákon - Kevin D - Matthías.

- Æfing 16.00 - 17.00 - Gervigras (ingvi):
Sindri G - Orri - Eiður T - Dagur Hrafn - Magnús H - Ólafur F - Seamus - Reynir - Úlfar Þór - Kristófer - Kormákur - Daníel Ö - Davíð Þ - Mikael Páll - Sindri Þ - Jóel - Sigvaldi H - Viktor B.

- Æfing kl.17.00 - 18.00 - Gervigras (kiddi):
Kristján Orri - Guðmundur Andri - Jón Kristinn - Arnar Kári - Daði Þór - Valgeir Daði - Arnþór Ari - Anton Sverrir - Stefán Tómas - Árni Freyr - Tryggvi - Þorleifur.

- Í útlöndum / meiddir / komast ekki: Jón R - Kristján Einar - Viðar Ari - Högni H - Birgir Örn - Anton Helgi.


Ath - Vill samt að menn mæti 10 mín fyrr og hiti sjálfir upp. Við undirbúum okkur svo undir leikinn.

Sjáumst á morgun,
Ingvi (eruði búnir að kíkja á mig á æfingum!), Egill (lélegasti bílstjórinn í þjálfarahópnum), Kiddi (lendir í kvöld) og Eymi (mætir hress í miðleikinn á fimmtudag).

p.s. - þeir sem eru að fara í utanlandsferðina minna foreldra sína á fundinn niður í Þrótti kl.19.30 á fim.
p.s. - enn sjens að láta mig vita klósettpappírstölur!!

Þriðjudagurinn!

Heyja.

Í dag, þriðjudaginn 5.júní, ætlar eldra árið að breyta aðeins til en yngra árið chillar (en tekur svipað næsta laugardag)!

Það er sem sé útihlaup – blak – pottur og bakarí. Jamm, mæting kl.14.00 niður í Þrótt, tökum létt skokk á blakvöll, smá pottur í Sundhöllinni og endum í bakarí og strætó heim!! 500kr ætti að duga (nema menn detti á tvo snúða) og taka líka með góðan skokkbakpoki fyrir dótið (jafnvel eitthvað hreint til að fara í eftir átök). Komnir tilbaka um 16.30 ish.

Restin af vikunni er svo:

o Æfing á morgun, miðvikudag hjá öllum.
o Leikir v Gróttu á fimmtudag á heimavelli.
o Foreldrafundur hjá eldra árinu út af ferðinni á fimmtudagskvöld kl.20.00.
o Mfl v Víking Ólafsvík á föstudagskvöldið (útileikur).
o Óvissuferð yngra ársins á laugardaginn.

Vona að allir séu klárir.
Meira um leikinn og ferðina á miðvikudagsæfingunni.
Ok sör.
Ingvi og co.

Sunday, June 03, 2007

Monday!

Sælir.

Hvernig var helgin. Gleymdi að minna á landsleikinn í gær! Hann var reyndar ekkert spes en samt skylduáhorf. Tökum bara Svíana á miðvikudaginn kemur :-) (og rólegir á hvað gerðist í svíþjóð-danmörk).

Alla veganna (your not gonna like this), fyrsta grasæfingin seinkar eitthvað! Það eru bara tveir elstu flokkarnar (mfl+2.fl) sem eru með grænt ljós á grasið - við tökum því bara eins og menn - tökum þolinmæðina á etta!

Og æfum aðeins fyrr en vanalega á morgun, mánudag - held að allir eigi að meika það (annars komiði bara aðeins of seint):

- Æfing - Yngra ár - Gervigras - kl.14.45 - 16.00.

- Æfing - Eldra ár - Gervigras - kl.16.00 - 17.15.

Förum í sóknar - og varnaræfingar og kannski smá slútt! Og djöfull er komin tími á trix!
Síja,
Ingvi og co.

p.s. kommma so - láta mig vita hve marga wc og klósettpappírspakka þið viljið - þið hljótið að vilja taka 5 - 10 stk (fá 5000-1000kr í sjóðinn ykkar!!)