Monday, June 22, 2009

Æfingaferðin - day 1!

Já.

Þráðlaust net í félagsheimilinu Hvoll og alles. Fyrsti dagurinn að enda kominn. Piltarnir annað hvort að sofna yfir "ræmu" eða skoða stelpurnar! Djók, sumir meir að segja enn í boltaleikjum úti í "góða veðrinu"!

Áðurnefnt veður svona "semi" í dag - var samt fínt framan af - tókum langa og góða æfingu eftir rútuferðina, skelltum okkur svo í sund áður en haldið var heim í lasagne veislu. Eftir mat og smá spjall hjá Teddanum var haldið út á tún í smá kýló og fótboltatennis.

Held að nánast allir strákarnir hafi komið með bakkelsi með sér - bara glæsilegt. Þórir (sigurður þór) kíkti meir að segja með "re-fil" á bakkelsið - Gæddum okkur svo á ýmsu góðgæti rétt áðan (en ingvi bara í gulrótunum að vanda en teddi missti sig í muffinsáti).

Flottur dagur, nú er bara að bursta tennur og taka eina góða draugasögu :-)

Setjum inn myndir á morgun,
Kveðja að austan,
ingvi, teddi, kaldal, tóti og the boys.

- - - - - *

0 Comments:

Post a Comment

<< Home