Thursday, May 31, 2007

Helgarfrí!

Jess.

Það duttu nokkrir í langt helgarfrí í gær, en þeir sem mættu tóku vel á því á æfingu og um 15 strákar kepptu við KR í fyrsta grasleik sumarsins. Vorum flottir framan af en enduðum illa (fermingaræfing og svalahopp taka það smá á sig) en reynum að setja umfjöllun um þessa 3 fyrstu leiki fyrir helgarlok.

En það er sem sé gott helgarfrí, og það sama gildir nánast um allar aðrar helgar í sumar!
Við munum koma með að taka vel á því mán-þrið-mið-fim-fös (kannski ekki alveg alla daga) í sumar og slaka svo vel á um helgar með fammó og kæró (þaggi).

Þannig að, hafið það gott um helgina. Góða skemmtun og gangi ykkur vel í fermingunum. Við sjáumst svo hressir á æfingum á mánudaginn, vonandi á grasi :-) Þá kemur líka smá sumarpakki með ýmsum upplýsingum. Og munið að reyna að selja nokkra wc pakka og láta mig vita fjöldann á mánudaginn.

Heyrumst,
Ingvi og co.

Ísl mót v KR - fös!

Heyja.

Við fengum KR-inga í heimsókn í gær og kepptum við þá fyrsta dag júní mánaðar og í fyrsta grasleik sumarsins takk fyrir. Þannig að það var ekki alveg nógu gott að tapa, sérstaklega eftir hörku fyrri hálfleik. En allt um leikinn hér:

- - - - -

Þróttur 2 - KR 7
Íslandsmótið

Dags: Föstudagurinn 1.júní 2007.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: Suðurlandsbraut.

Staðan í hálfleik: 1-2
Gangur leikins: 0-1, 0-2, 1-2, 2-2, 2-3, 2-4, 2-5, 2-6, 2-7.

Maður leiksins: Eiður Tjörvi (þó hann hafi ekki skorað var hann síógnandi - hefði samt átt að setjann).

Mörk:

21 mín - Reynir - Slapp einn inn fyrir og kláraði snyrtilega með því að setja boltann yfir markvörðinn.
4 mín - Reynir - Tók geðveika horspyrnu sem átti viðkomu í varnarmanni KR-inga á leiðinni í netið. En fær þó markið skrifað á sig.

Vallaraðstæður: Smá rok og súld, en samt hlýtt. Völlurinn var smá holóttur, en það reddaðist.
Dómari: Jón Braga rúllaði þessu upp, og (í fyrsta skipti í minni stjórnartíð) tveir 4.fl leikmenn; Krissi og Diddi - eins og þeir höfðu ekki gert neitt annað í ár, afar nettir.
Áhorfendur: Nokkrir létu sjá sig.

Liðið: Stefán Karl í markinu - Guðbjartur og Högni miðverðir - Hilmar og Gummi bakverðir - Matthías, Orri og Sigurður á miðjunni - Davíð Þór og Eiður á köntunum - Reynir einn frammi. Varamenn: Þorgeir, Arnþór F, Leó og Ágúst.

Frammistaða:

Stefán Karl: Stóð sig vel, þrátt fyrir stóru tapi. Greip oft gríðarvel inní og bjargaði okkur oft í fyrri hálfleik, með góðum úthlaupum.
Guðbjartur: Stóð sig gríðarlega vel í fyrri hálfleik, en datt töluvert niður í seinni, líkt og nær allt liðið okkar.
Högni: Líkt og Guðbjartur átti hann góðan fyrri hálfleik, en slakan seinni. Gleymdi alltof oft að vera í línu við Guðbjart (hinn miðvörðinn) og var þá auðvelt fyrir KR-ingana að senda boltann í holuna sem myndaðist bak við hann.
Hilmar: Topp leikur í bakverðinum. Stóð sig mjög vel.
Guðmundur: Einn besti leikur hans lengi. Gerði ekki mistök í fyrri hálfleik og var með þeim betri í seinni.
Matthías: Fín barátta, en vantaði stundum á að vera sneggri að "bomba" boltanum inn fyrir á framherjana.
Orri: Hörku leikur, var á fullu í baráttu, ef allir 11 mennirnir væru svona baráttuglaðir myndum við ekki tapa leik. Síðan var þetta náttúrulega hörkumark hjá honum.
Sigurður: Flottur leikur, stjórnaði spilinu og miðjunni mjög vel.
Davíð Þór: Var eini leikmaðurinn sem var betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Það vantaði alla grimmd og ákveðni í hann í fyrri hálfleiknum, verður að vera duglegri að taka af skarið og gera eitthvað sjálfur. Gerði meira af því í seinni hálfleik.
Eiður: Sífellt ógnandi. Hrikalega leiðinlegt að við skyldum ekki ná að nota hann betur, því annars hefði leikurinn ekki endað svona.
Reynir: Flottur leikur. Var ógnandi, en hefði þó átt að skora þrennu.

Þorgeir: Komst aldrei í takt við leikinn á kantinum, en var þó betri í bakverðinum.
Arnþór: Komst aldrei í takt við leikinn. Var alltof lengi á boltanum, hefði átt að vera miklu fljótari að stinga boltanum inn fyrir vörnina.
Leó: Stóð sig best af varamönnunum. Var að berjast og spila boltanum vel frá sér.
Ágúst: Komst aldrei í takt við leikinn þangað til hann meiddist.


Almennt um leikinn:

+ Flottur fyrri hálfleikur, þar sem allir voru að berjast fyrir hvorn annan.
+ Sköpuðum mörg færi, sem hefði þó mátt nýta betur.
+ Nokkrir leikmenn sem eru að taka sýnilegum framförum og er það mjög skemmtilegt að sjá. Vonandi að hinir fylgi með.

- Hryllilegur seinni hálfleikur. Þó að nokkrir strákar hafi farið, þá var einfaldlega ekki svona mikill munur á liðunum.
- Einnig var hræðilegt að sjá og heyra hvað það var lítill talandi í liðinu. Eitthvað sem þarf að bæta til muna.
- Hefðum átt að dæla boltunum inn á Eið, vegna þess að hann var mun sneggri en KR-ingarnir og skapaði alltaf mikinn usla þegar hann fékk boltann.
- Að fá á sig 7 mörk á ekki að gerast í 4. flokki og þurfum við eitthvað að fara yfir færslur á vörninni á æfingum.
- Varamennirnir komu bitlausir og ekki tilbúnir í átök. Til hvers að vera að setja leikmenn inn á ef þeir bæta leik liðsins ekkert. Menn eiga að koma dýrvitlausir inn á þegar þeir fá séns.

Í einni setningu: Góður fyrri hálfleikur, en hræðilegur seinni hálfleikur.

- - - - -

Wednesday, May 30, 2007

Leikur v KR - fös!

Ó já.

Það er einn leikur v KR á morgun, föstudag, á okkar heimavelli (og hann er á grasi takk fyrir, nánar tiltekið á Suðurlandsbraut). Það keppa ekki allir á morgun, en mæta á æfingu í staðinn - og keppa svo við Gróttu í næstu viku. Þeir sem kepptu áðan mæta á létta æfingu og svo er helgarfrí hjá öllum jeps jeps.

Sem sé - mætingarnar á morgun, föstudag, eru eftirfarandi:

- Leikur - Mæting kl.16.15 niður í Þrótt - keppt við KR frá kl.17.00 - 18.15:

Orri - Stefán Karl - Guðmar - Eiður Tjörvi - Leó Garðar - Guðbjartur - Guðmundur S - Sigurður T - Hilmar A - Magnús Helgi - Högni Hjálmtýr - Arnþór F - Þorgeir - Ágúst J - Reynir - Anton Helgi - Matthías.

- Æfing - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.45: Allir sem ekki eiga að mæta í leikinn!


Undirbúa sig vel fyrir leikinn. Borða vel - Mæta með allt dót - á réttum tíma.
Þetta verður bara fjör.
Sjáumst,
Ingvi og homís.

- - - - -

Ísl mót - leikir v Leikni!

Jebba.

Íslandsmótið byrjaði áðan með tveimur leikjum við Leikni. Nokkuð traustur sigur í fyrri leiknum þó að það hafi bara munað einu marki á liðunum. Afar slakt jafntefli í þeim síðari eftir að hafa verið sterkari aðilinn í seinni hálfleik og hreinlega vaðið í færum. En svona er etta. Allt um leikina hér:

- - - - -

Þróttur 1 - Leiknir 0.
Íslandsmótið

Dags: Fimmtudagurinn 31.maí 2007.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: Leiknisgervigras.

Staðan í hálfleik: 0 - 0.

Maður leiksins: Arnar Kári (á undan í alla bolta - á sinn varnarhelming).

Mörk:

65 mín - Anton Sverrir með geggjaðan hálfan hjólhest í hornið eftir sendingu frá Árna Frey.

Vallaraðstæður: Afar mikið rok en frekar hlýtt.
Dómari:
Gaur sem var sóló, en slapp alveg.
Áhorfendur: Þó nokkir voru hinum megin við völlinn í góðu chilli.

Liðið:

Krissi í markinu - Tolli og Valli bakverðir - Nonni og Addi miðverðir - Stebbi og Viddi á köntunum - Diddi og Arnþór á miðjunni - Árni Freyr og Anton Sverrir frammi. Varamenn: Daði Þór. Vantaði: Guðmund Andra.

Frammistaða:

Krissi: Reyndi lítið á hann en var massa traustur þegar það þurfti.
Valli: Nánast orðinn 100% fit – og átti flottann leik.
Nonni: Seigur, stoppaði allt með Adda.
Addi: Sterkur – hann og Nonni að smella passa í miðverðinum.
Tolli: Líka öflugur en vantar soldið upp á sendingar á samherja, vinna í fyrsta touchinu.
Stebbi: Nokkur góður leikur - gerði allt rétt.
Viddi: Klassa leikur - naut sín vel með boltann í sókninni.
Diddi: Griðar sterkur og stjórnaði leiknum vel á miðjunni að vanda.
Arnþór: Fín vinnsla og góð varnarvinna – sendingarnar hefði mátt vera betri í dag.
Anton S: Var soldið í frjálsri stöðu sem hentaði honum vel - klassa touch í dag og ertu að grínast með markið.
Árni: Flottur leikur - átti snilldar sending á Anton sem gaf mark - vantaði kannski meira tal við Anton.

Daði: Klassa innkoma – átt ekki feilspor í bakverðinu en hefði mátt koma meira með í sóknina.


Almennt um leikinn:

+
Afar hættulegir allann leikinn og vorum í því að búa til færi.
+ Klassa keyrsla á nánast öllum leikmönnum.

+
Held að Leiknir hafi fengið 4-5 færi í leiknum - lokuðum öllu.
+
Keyrðum okkur út - flestir með 70 mín takk fyrir.

-
Skotin okkar frekar döpur í fyrri.
- Fá bakverðina meira upp - fá fleiri fram á við.
- Hefðum mátt pressa betur á þá.
- Of lausar sendingar á köflum.

Í einni setningu: Nauðsynlegur sigur þó tæpur hefði verið - en ekki miðað við færin sem við vorum að fá - en við gerðum það sem þurfti og kláruðum etta.

- - - - -

Þróttur 3 - Leiknir 3.
Íslandsmótið

Dags: Fimmtudagurinn 31.maí.
Tími: kl.18.15 - 19.25.
Völlur: Leiknisgervigras.

Staðan í hálfleik: 2 - 2.
Gangur leikins:
1 - 0, 1 - 1, 2 - 1, 2 - 2, 3 - 2, 3 - 3.

Maður leiksins: Dagur Hrafn (yfirburðarmaður í leiknum).

Mörk:

4 mín - Seamus með snilldar skot yfir markmanninn.
13 mín - Tryggvi með geggjaðan skalla eftir sendingu frá Danna.
43 mín - Jóel með skot langt utan að velli í þaknetið.


Vallaraðstæður: Frekar windy - en nokkuð heitt.
Dómari:
Verð að segja pass hér!
Áhorfendur: Ekkert rosa margir í rokinu!

Liðið:

Sindri í markinu - Viktor og Mikki bakverðir - Úlli og Mikki miðverðir - Dagur og Seamus á köntunum - Jóel og Kristó á miðjunni - Danni Örn og Tryggvi frammi. Varamenn: Sindri Þ, Davíð Þór og Silli. Vantaði: Komma og Magga.

Frammistaða:

Sindri G: Bjargaði okkur nokkrum sinnum með flottum markvörslum - en oft verið betri.
Viktor: Nokkuð góður leikur - í snilldar formi - einstaka sendingar hefðu mátt vera betri.
Daði: Eitthvað þreyttur eftir fyrri leikinn – komst ekki alveg í taktinn í byrjun.
Úlli: Meiddist snemma í leiknum – hefði verið nett að fá hann loksins klárann í leikinn, en það bíður fram að Gróttu leiknum.
Mikki: Fínn leikur – gerði allt sitt rétt og spilaði allar 70 mín vel.
Dagur: Afar góður leikur – mikið í boltanum, óhræddur að fara sjálfur, fór oft í gegnum leiknismennina og skapaði hættu.
Jóel: Setti flott mark en hefði mátt vera hættulegri fram á við - skjóta meira á markið enda með þrusu skotfót.
Kristó: Klassa vinnsla allann leikinn - hefði kannski mátt halda betur á miðsvæðinu á köflum!
Seamus: Setti geggjað mark í byrjun en sást lítið eftir það. Vantar meiri vinnslu fram og tilbaka þegar það á við. Á líka að geta fundið félagana betur í færum.
Tryggvi: Nokkuð góður leikur – setti sjúkt mark í fyrri með skalla, en vantaði aðeins betra “touch” á köflum – þá hefði hann sett þrennu!
Danni: Var frekar öflugur, kom sér í fullt af færum, lagði upp markið hans Tryggva, en átti að klára sjálfur einu sinni eða tvisvar.

Davíð Þór: Vantaði alla grimmd og allt tal. Verður að laga þessa hluti því boltatæknin er svo innilega til staðar.
Sindri Þ: Flottur leikur – barðist vel á miðjunni og gaf ekki tommu eftir í návígum.
Silli: Vantaði fullt upp á skipulagninguna með Daða, ekkert tal í gangi og fór stundum of mikið úr sinni stöðu.


Almennt um leikinn:

+
Settum 3 geðveik mörk í dag - synd að ná ekki að sigra með þeim.
+ Góðir í 1 v 1 fram á við.

+
Bjuggum til ca.10 nett færi sem hefði mátt gefa 1-2 mörk í viðbót!! Muna, rólegir upp við markið.

-
Áhugaleysi!
- Þurfum að spila félagann betur upp.
- Labbað og horft á þegar félaginn er í vandræðum!
- Miðverðir voru of framarlega - töluðu lítið saman.

Í einni setningu: Frekar ódýrt jafntefli eftir að hafa vaðið í færum og verið betri aðilinn í leiknum - með meiri krafti og sigurvilja hefðum við rúllað upp þessum leik!

- - - - -

Leikir v Leikni - fim!

Yes boys.

Nú byrjar Íslandsmótið á morgun, fimmtudag, með tveimur leikjum við Leikni upp í Breiðholti. Svo keppir eitt lið v KR á föstudaginn. En mætingarnar á morgun eru eftirfarandi:

- Mæting kl.16.20 upp á Leiknisvöll - spilað v Leikni frá kl.17.00 - 18.15:

Kristján Orri - Jón Kristinn - Arnar Kári - Þorleifur - Valgeir Daði - Stefán Tómas - Arnþór Ari - Árni Freyr - Kristján Einar - Anton Sverrir - Viðar Ari - Daði Þór - Guðmundur Andri.

- Mæting kl.17.40 upp á Leiknisvöll - spilað v Leikni frá kl.18.20 - 19.30:

Sindri G - Kormákur - Sigvaldi H - Daníel Örn - Úlfar Þór - Mikael Páll - Kristófer - Tryggvi - Jóel - Viktor Berg - Sindri Þ - Dagur Hrafn - Seamus - Magnús Helgi.

Undirbúa sig þvílíkt vel - ætlum að byrja mótið af krafti.
Borða vel - Mæta með allt dót - á réttum tíma.
Þetta verður stemmari. Sjáumst,
Ingvi, Egill og rest.

- - - - -

Klósettpappírssala!

Leikmenn – foreldrar - forráðamenn

Leikmenn geta nú brugðist snöggt við og tekið þátt í einni fjáröflun til að bæta við í sjóðinn sinn. En þið verðið að vera fljótir að finna kaupendur og skila inn til okkar tölum!

Um er að ræða wc pappírs sölu (en svo fljótlega er dagatalssala).

WC og eldhúsrúllurnar eru enn frá Olís og er kostanaðaverð: WC - 48 rúllur kr. 1200kr. og eldhúspappír - 28 rúllur kr. 1400kr. Sem sé útsöluverð frá strákunum kr.2500 kr. per einingu.

- - - - -

Nafn iðkanda: ....................................................................................
Sími: ..............................................

o Fjöldi seldra wc pakkninga: ….........stk.
o Fjöldi seldra eldhúsrúllur.............stk.

o Könnun: Hvað myndir þú vilja mörg dagatöl til að selja (1000kr stk – 500kr í þinn sjóð): ......stk.

Skila þarf miðanum með fjölda seldra pakkningar í síðasta lagi mánudaginn 4. júní nk. Afhendingin verður svo að öllum líkindum miðvikudaginn 5.júní kl. 18.00 við Þróttaraheimilið.

(Ath: greiða verður við móttöku pappírsins. En líka má greiða inná reikning flokksins sem er : 1158-15-200679 kt. 081060-4019 (ath að senda á mail jberg@bl.is )

- - - - -

Tuesday, May 29, 2007

Miðvikudagur!

Jebba.

Við æfum nánast venjulega á morgun, miðvikudag, en samt eitthvað um að menn mæti klst fyrr eða seinna! Vonandi næst síðasta gervigrasæfingin!! En svona er planið:

- Æfing - Mið - Gervigras - kl.15.30 - 16.45 (keppa á fös):

Anton J - Arnþór F - Ágúst J - Egill F- Eiður T - Guðmar - Guðbjartur - Guðmundur S - Haraldur Ö - Hilmar A - Hrafn H - Högni H - Lárus H - Leó G - Sigurður T - Styrmir - Þorgeir S - Anton H - Arianit - Davíð Þ - Hákon - Matthías - Kevin D - Orri - Samúel - Reynir - Stefán K - Úlfar Þ.

- Æfing - Mið - Gervigras - kl.16.30 - 17.45 (keppa á fim):

Dagur Hrafn - Magnús H - Sindri G - Seamus - Viðar A - Anton S - Arnar Kári - Arnþór A - Árni F - Daði Þ - Daníel Ö - Guðmundur A - Jón K - Kormákur - Kristján E - Kristján O - Kristófer - Mikael P - Jóel - Sindri Þ - Sigvaldi H - Stefán T - Tryggvi - Valgeir D - Þorleifur - Viktor B.

Aðrir eru í fríi, meiddir eða hafa lítið mætt að undanförnu!
Sjáumstum,
Ingvi - Egill - Kiddi og vonandi bráðum; Eymi.

Jev!

Jebba.


Nokkuð sprækir í dag - gott veður og soddann. Egill loksins á svæðinu en Kiddi farinn út í æfingaferð 2.flokks. Nokkur comment sem heyrðust í dag um sprettina hjá eldra árinu:

"getum við haft svona einu sinni í viku" - koj.
"hvenær kemur um leikina" - mpp.
"oh, ég vildi að ég væri ekki meiddur" - sþ.
"snilldar sprettæfingar mar" - asj.
"er 4.fl kvk á æfingu í dag?" - aaa.
"þú sagðir bara einn enn (snökt)" - .kea.
"má ég hlaupa inn og setja í þurrkarann!!!" - eb.

Alla veganna, ánægður með ykkur.
Prófgaurar hljóta að láta sjá sig í smá hreyfingu á morgun :-)


Sé ykkur þá,
Ingvi og co.

Þrið!

Sælir.

Við æfum í dag, þrið, og á morgun, og keppum svo á fimmtudag og föstudag.
En þar sem að við höfum ekki völl í dag þá verður planið útihlaup, stuttir sprettir og nettur reitur (hugsanlega á enda valbjarnarvallar). Þannig að allir mæta í réttum skóm (engir takkaskór). Sem sé:

- Æfing - Yngra ár - Mæting kl.15.30 fyrir framan tennisvellina - búið um kl.16.45.

- Æfing - Eldra ár - Mæting kl.16.30 fyrir framan tennisvellina - búið um kl.17.45.

Langt síðan við sáumst síðast þannig að það verður svaðaleg mæting!
Ok sör,
Ingvi og co.

sorrý stína!

Sælir.

Dúndra bara hér með síðustu þremur myndunum þar sem að ekkert kom um helgina!
Sé ykkur svo hressa í dag.

- - - - -



- - - - -



- - - - -



- - - - -

Friday, May 25, 2007

Helgarfrí!

Sælir strákar.

Nett stemmning á sparkvellinum í gær. Myndin sem við tókum er hér fyrir neðan (við bætum þeim sem ekki komust þetta einhvern veginn upp). Og úrslitin í sparkvallarmótinu eru komin inn (stefán t+anton s leiða hjá eldri og sigurður+arnþór f hjá yngri).



Hér með er skollið á 4 daga frí. Bæði plúsar og mínusar við það en við hvetjum menn að vera duglega að heyra í félögunum og dobbla þá út í bolta - eða bara taka létt skokk sjálfir.

Meistaraflokkur keppir í kvöld (fös) v Leikni upp í Breiðholti - leikurinn hefst kl.20.00 á Leiknisgervigrasi. Mætum endilega sem flestir þanngað (gefið agli og kidda five og fáið tópas og svoddann).



Við sjáumst aftur á þriðjudaginn - Æfum þriðjudag + miðvikudag, og svo eru fyrstu leikirnir á fimmtudeginum og föstudeginum í Íslandsmótinu.



Hafið það massa gott.
Góða helgi.
Ingvi - Egill - Kiddi og Eymi.


- - - - -

Wednesday, May 23, 2007

Fimmtudagur!

Sæler.

Eins og við sögðum í gær þá skellur á 4 daga frí frá og með morgundeginum (fös) (kallinn að fara til AK, Egill að útskrifast og Kiddi ekvað að vesenast). Þannig að við tökum sparkvöllinn á "etta" í dag, fimmtudag (og svo mætið þið líka og kíkið á mfl á annaðkvöld upp í Breiðholt).

Á eftir er líka hópmyndataka fyrir Þróttarablaðið sem kemur út í næstu viku (þriggja liða myndirnar okkar voru ekki samþykktar!).

The plan:

- Æfing - Eldra ár - Sparkvöllurinn - kl.16.00.

- Myndataka - Allir - Sparkvöllurinn - kl.17.15 (mæta í rauðu á morgun - ok sör).

- Æfing - Yngra ár - Sparkvöllurinn - kl.17.20.

Ég vona að það verði ekki vesen með völlinn - ég hringi kannski í laugarnesskóla og læt vita að við ætlum að hertaka hann - og það væri snilld ef einhverjir gætu mætt aðeins á undan og lagt hann undir sig (en kurteisir samt).

Látið félagann svo vita. Það mæta allir þar sem við tekur frekar löng pása. Þaggi!
Heyrumst, Ingvi - Egill - Kiddi - Eymi (sem fer alveg að verða virkari).

p.s. september crewið:

The winners!

Jó.

4 töp hjá mér í dag! Ekki nógu skemmtilegt. Fór útí sjoppu og keypti mér tap (það er gosdrykkur sko). Okey, slakur brandari.

Alla vegana,
Úlli, Gummi og Tolli tóku "veðmálið" okkar!

Veit samt ekki alveg hvernig við dæmum í þessu máli þar sem að engin af þeim var ekki einu sinni með einn markaskorara réttann! Látum vita á morgun :-)

Hérna er svo loksins ein mynd.
Ágúst fólk að lúkka.

Leikir v Stjörnuna - mið!

Ó já.

3 æfingaleikir v Stjörnuna í dag. 0 stig takk fyrir. Ætlum ekki að láta það skemma daginn fyrir okkur en mér finnst við samt þurfa að kafa ofan í það!! Fannst við geta fengið alla veganna 1-3 stig í dag! En allt (og ekki eins ítarlega og vanalega) um leikina:

- - - - -

Þróttur 0 - Stjarnan 1.
Æfingaleikur.

Dags: Miðvikudagurinn 22.maí 2007.
Tími: kl.15.00 - 16.00.
Völlur: Stjörnugervigras.

Staðan í hálfleik: 0 - 1.
Maður leiksins: Daði Þór (var með mjög jafna og góða frammistöðu).

Vallaraðstæður: Völlurinn þvílíkt nettur - frekar hlýtt.
Dómari:
Dómaratríó - misgóðir!
Áhorfendur: Sýndist ég sjá nokkra hinum megin í stúkunni.

Liðið: Kristó í markinu - Daði og Dagur bakverðir - Nonni og Tolli miðverðir - Viddi (hægri), Diddi (mið) og Arnþór (vinstri) á miðjunni - Tryggvi (hægri), Árni F (mið) og Anton Sverrir (vinstri) frammi. Varamenn: Guðmundur Andri, Kommi og Stefán Tómas.

Frammistaða: Hún var nokkuð góð hjá flestum í liðinu - Flestir að taka nokkuð vel á því og sýndu flotta takta - en sumir náðu ekki alveg að komast í fluggírinn!

Almennt um leikinn:Byrjuðum ekki alveg nógu vel, enda illa hitaðir upp og nýmættir á svæðið - fengum kúkamark á okkur eiginlega alveg í byrjun - en áttum svo meiri hlutann í leiknum eftir það. Samt heppnir á köflum, dekkuðum illa inn í teig og þeir klúðruðu nokkrum upplögðum færum. Gerðum lítið fram á við þrátt fyrir að vera með 3 menn þar! Vona bara að menn hafi fengið góða hreyfingu út úr essu.

Í einni setningu: Ekki mikið fyrir augað - Áttum samt fullt í leiknum - Fer í leikjabankann!

- - - - -

Þróttur 1 - Stjarnan 3.
Æfingaleikur.

Dags: Miðvikudagurinn 22.maí 2007.
Tími: kl.16.00 - 17.00.
Völlur: Stjörnugervigras.

Staðan í hálfleik: 0 - 1.
Gangur leiksins: 0 - 1, 0 - 2, 1 - 2, 1 - 3.

Maður leiksins: Arnar Kári (snilldar comeback).
Mörk: Daníel Örn.

Vallaraðstæður: Völlurinn þvílíkt nettur - frekar hlýtt.
Dómari:
Dómaratríó - misgóðir!
Áhorfendur: Sýndist ég sjá nokkra hinum megin í stúkunni.

Liðið: Sindri í markinu - Addi djúpur - Valli og Silli stopperar - Seamus og Maggi á köntunum - Kristó, Sindri og Mikki á miðjunni - Danni Ö og Jóel frammi. Varamenn: Krissi, Viktor og Orri. Vantaði: Úlla og Reyni.

Frammistaða: Margir áttu alveg þrusu dag og keyrðu sig alveg út. En nokkrum vantaði að setja sig í fimmta gír og taka betur á andstæðingunum. Sumir hefðu líkað átt taka meiri ábyrgð - og koma með mark fyrir liðið.

Almennt um leikinn: Við náðum ekki að vinna nógu vel fyrir hvorn annan - við héldum boltanum of lengi á köflum - í staðinn fyrir að leggja hann á næsta lausa mann eða setja félagann í færi. Held að Stjörnumenn hafi fengið eitt færi í fyrri hálfleik - en þeir komust aðeins meira inn í leikinn í seinni. Vorum vissulega óheppnir á köflum en áttum klárlega að nýta færin okkar betur.

Í einni setningu: Munaði hársbreidd að við náðum að jafna og enda leikinn með stig - en kláruðum leikinn frekar illa og Stjörnumenn nýttu sér það.

- - - - -

Þróttur 2 - Stjarnan 3.
Æfingaleikur.

Dags: Miðvikudagurinn 22.maí 2007.
Tími: kl.17.00 - 18.00.
Völlur: Stjörnugervigras.

Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Gangur leiksins: 1 - 0, 1 - 1, 2 - 1, 2 - 2, 2 - 3.

Maður leiksins: Viktor Berg / Ólafur Frímann.
Mörk: Ólafur Frímann - Eiður Tjörvi.

Vallaraðstæður: Völlurinn þvílíkt nettur - frekar hlýtt.
Dómari:
Kiddi á útivelli! Rúllaði essu upp.
Áhorfendur: Sýndist ég sjá nokkra hinum megin í stúkunni.

Liðið: Orri í markinu - Hákon og Bjartur bakverðir - Sigurður T og Hilmar miðverðir - Gummi S og Guðmar á kantinum - Ólafur Frímann og Viktor á miðjunni - Arnþór F og Eiður Tjörvi frammi. Varamenn: Ágúst J, Þorgeir, Kevin Davíð og Egill. Vantaði: Matta, Styrmi og Lárus.

Frammistaða: Flestir voru að gefa sig alla í leikinn - þeir sem komu inn á mættu tilbúnir til leiks - Óli og Eiður með snilldar mörk - Orri sprækur í markinu en óheppinn með háa boltann í seinni.

Almennt um leikinn: Soldið kaflaskiptur leikur - Vorum frekar massífir í þessum leik - Við komumst oft innfyrir vörn Stjörnunnar - við lokuðum vel á þá í vörninni - en svo er alltaf eins og við gefum andstæðingnum 1-2 mörk á silfurfati og það varð líka raunin í dag. Það var 1-1 í hálfleik og bæði lið sóttu. Með smá heppni hefðum við getað landað jafntefli en svo varð því miður ekki.

Í einni setningu: Þriðja klaufalega tapið í dag - komust yfir tvisvar sinnum í leiknum en það dugði ekki - samt skemmtilegur leikur og vona ég að menn notið þess að keppa og hafi skemmt sér líka.

- - - - -

Tuesday, May 22, 2007

Miðvikudagurinn!

Hey (munið að tippa um leikinn).

Við frestuðum sem sé sparkvellinum hjá yngri í dag (tökum það á fimmtudaginn). En það eru sem sé 3 leikir á morgun, miðvikudag, við Stjörnuna út í Garðabæ! Einhverjir þurfa hugsanlega að fá smá frí í skólanum, og síðasti leikurinn ætti að vera búinn vel fyrir meistaradeildaleikinn!

Látið okkur vita ef þið komist ekki svo við lendum ekki í vandræðum.
Svona er planið:

- Mæting kl.14.40 á Stjörnugervigrasið í Garðabæ - keppt frá kl.15.00 - 16.00:

Kristján Orri - Guðmundur Andri - Jón Kristinn - Þorleifur - Arnþór Ari - Tryggvi - Kristján Einar - Stefán Tómas - Kormákur - Árni Freyr - Anton Sverrir - Daði Þór - Viðar Ari - *Dagur Hrafn.

- Mæting kl.15.40 á Stjörnugervigrasið í Garðabæ - keppt frá kl.16.00 - 17.00:

Sindri G - Valgeir Daði - Daníel Örn - Sigvaldi H - Jóel - Sindri Þ - Úlfar Þór - Arnar Kári - Mikael Páll - Kristófer - *Reynir - Ólafur Frímann - Magnús Helgi - *Seamus.

- Mæting kl.16.40 á Stjörnugervigrasið í Garðabæ - keppt frá kl.17.00 - 18.00:

Stefán K - Orri - Davíð Þ - Viktor B - Matthías - Hákon - Kevin D - Arnþór F - Egill F - Eiður T - Guðmar - Guðbjartur - Guðmundur S - Hilmar A - Lárus H - Sigurður T - Styrmir - Þorgeir.

- Ekki mætt á síðustu æfingar/meiddir - heyrið í mér ef þið komist á morgun: Ágúst J - Eyjólfur Emil - Haraldur Örn - Högni Hjálmtýr - Anton Helgi - Arianit - Samúel.

* mega mæta 15 mín seinna en það sem stendur!

Undirbúa sig fyrir leikina, mæta með allt dót á réttum tíma. Spilum í hvítu og rauðu.
kv
ingvi og co
.

Úrslit meistaradeildarinnar!

Það held ég nú!


Á morgun, miðvikudag, er úrslitaleikurinn í meistaradeildinni.


Liverpool - AC Milan, kl.18.30 á sýn.


- Við ætlum að vera með smá getraun um leikinn. Þeir sem ætla að vera með setja í commentin hér fyrir neðan hvernig þeir halda að leikurinn fari, og fínt er að setja líka hver skorar ef margir eru með sömu úrslit.

Í verðlaun eru 1 stk nike húfa úr Útilíf :-)
Þjálfarar audda með.

Standa sig.

Keila + karfa!

Jamm.

Það var ágætismæting í körfuna en svaðaleg mæting í keiluna.
Hérna eru úrslit gærdagsins:

- - - - -

Karfan!

16 leikmenn mættu og enduðu í eftirfarandi liðum:

Lið 1 - bulls: Dagur - Seamus - Lalli - Sigurður T.
Lið 2 - suns: Egill - Viddi - Guðmar - Hilmar.
Lið 3 - spurs: Óli - Eiður - Arnþór - Maggi.
Lið 4 - heat: Geiri - Sindri - Gummi S - Styrmir.

Eftir svaðalega körfuboltaæfingar var tekið smá 2 on 2 og loks dottið í mótið:

1.sæti: Spurs.
2.sæti: Suns.
3.sæti: Bulls.
4.sæti: Heat.

Grófasti leikmaðurinn: Sindri.
Mestu lætin: Gummi.

Skotkeppni 1: Hilmar (og erum þar með kvittir!)
Skotkeppni 2: Guðmar.

- - - - -

Keilan!

25 leikmenn mættu, auk Kidda og Egils. Fólk var mest svekkt að Ingvi hafi ekki látið sjá sig og sýnt snilli sína á brautinni! Ákvað sem sé að gefa ekki kost á mér að þessu sinni, eftir að hafa rúllað upp yngra árs keilunni (var það ekki).

Alla veganna, úrslitin voru eftirfarandi:

Einstaklingskeppni:

1.sæti: Jóel.
2.sæti: Valli.
3.sæti: Daði Þór

Liðakeppni:

1.sæti:
2.sæti:
3.sæti:
4.sæti:
5.sæti:

- - - - -

lélegt - tókum engar myndir :-( sekt!

Sunday, May 20, 2007

Mánudagur!

Yess.

Ótrúlegt - á morgun, mánudagm, munum við fara eftir planinu okkar góða uppi á ísskáp:

- Eldra ár: Keilumót - Mæting kl.15.40 niður í Þrótt (reynum að fara á bílum upp eftir - 2-3 ná kannski að dobbla mömmu eða pabba). Verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin - Kostar 500kr og allt búið um kl.17.00.

- Yngra ár: Körfuboltamót - Mæting kl.16.30 niður í íþróttahús Langó. Allt búið um kl.17.45.
Vona að menn séu klárir. Höfum gott að aðeins lengra boltafríi! En Stjörnumenn eru samt búnir að bjóða okkur í létta æfingaleiki á miðvikudaginn kemur (fyrir úrslitaleikinn) sem við þiggjum örugglega - meira um það á morgun eða þriðjudag.

Sjáumst sprækir,
Ingvi - Egill - Eymi og Kiddi.

p.s. júlí in the house!

Maí - júní!

Jamm.

Hendi hér inn tveimur mánuðum þar sem ég gleymdi mér í gærkveldi.
Við breytum örugglega til á morgun, mánudag, og geymum boltann aðeins! En það verður
komið inn um kvöldmatarleytið! Ok sör.

- - - - -



- - - - -

Saturday, May 19, 2007

Helgarfrí!

Sælir.

Eruði að grínast með ...

. . . hvað síðasti leikurinn okkar í rvk mótinu í gær var nettur!
. . . að silli hafi bara verið með derhattinn hans egils í boltasækjaranum!
. . . hvað kiddi var búinn að strika valbjarnarvöllinn flottann!
. . . að það er loksins komið helgarfrí :-)
. . . að Egill eigi enn 1 próf eftir!
. . . hvað Man.Utd - Chealsea verður harður í dag!
. . . hvað ég skulda margar umfjallanir um leiki!
. . . hvað apríl myndin er nett:



Set svo fleiri myndir um helgina (þetta fer að koma desember fólk). Og vinn í leikjunum. Heyrumst svo á mánudaginn.
Góða helgi,
Ingvi og co.

Thursday, May 17, 2007

Leikur v KR2 - fös!

Jebba.

Þar með er Rvk mótinu lokið að sinni! Við kláruðum mótið með klassa sigri, og þeim fyrsta hjá C liðinu. Loksins small allt upp hjá okkur. Allt um það hér:

- - - - -

Þróttur 4 - KR2 2.
Rvk mótið

Dags: Föstudagurinn 18.maí 2007.
Tími: kl.16.00 - 17.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 4 - 0.
Gangur leiksins:
1-0, 2-0, 3-0, 4-0, 4-1, 4-2.

Maður leiksins: Reynir (loksins kominn í gang).

Mörk:

16 mín - Reynir.
18 mín - Reynir.
25 mín - Reynir.
30 mín - Reynir.

Vallaraðstæður: Völlurinn eins og vanalega; góður.
Dómari:
Kiddi var rosalegur. Var með rangstæðuna á hreinu og lét ekki pirraða KR pabba trufla sig.
Áhorfendur: Þó nokkuð af KR-ingum en sá fáa Þróttara!

Liðið:

Orri í markinu - Hákon og Lallli bakverðir - Guðbjartur og Sigurður T miðverðir - Gummi S og Matthías á köntunum - Guðmar og Davíð Þór á miðjunni - Eiður T og Reynir frammi. Varamenn: Stefán Karl, Arnþór F, Kevin Davíð og Egill F. Vantaði: Eyjólf Emil, Birgi Örn, Ágúst J, Styrmi og Hilmar.


Frammistaða:


Orri: Ekki feilspor í markinu - soldið of ákafur á miðjunni í seinn - en fín vinnsla.
Hákon: Flottur leikur - gerði allt rétt.
Lalli: Massa vinnsla - fór í alla bolta á milljón - og barðist eins og ljón allann leikinn. Eitthvað sem vantar hjá sumum.
Bjartur: Loksins klár í leik - og stóð sig þokkalega vel.
Sigurður T: Tók allar 70 mínúturnar og pakkaði þeim. Lokaði öllu í vörninni.
Gummi S: Enn og aftur góður leikur - "solid" á kantinum og er meir og meir að verða miðvarðartýpa (þótt hann sé kannski ekki að "fíla" það :-)
Matthías: Fínn fyrri hálfleikur - barðist vel og fór sem fyrr í allar tæklingar - fór aðeins út úr stöðinni sinni en það kom ekki að sök.
Guðmar: Djöflaðist vel á miðjunni - fékk samt gula fyrir eina aftanítæklingu!
Davíð Þór: Nokkuð sprækur - tók smá tíma að koma sér inn í leikinn.
Eiður: Gríðarlega snöggur og komst í fullt af góðum færum - en var algjör klaufi þegar komið var að markinu - hitti boltana illa og fann hornin illa.
Reynir: Svaðalegur leikur - þvílíkt hraður og sterkur - og hefði hæglega getað bætt við.

Arnþór: Var mikið í boltanum og kom honum nokkuð vel frá sér - vantaði samt upp á sprengikraft og vinnslu.
Kevin Davíð: Flott innkoma í bakvörðinn - vann fullt af boltum og tók vel á því.
Egill: Fyrsti leikur í langan tíma - en átti fínan leik á kantinum - vantaði stundum upp á vinnslu tilbaka.
Stefán Karl: Ágætis innkoma - varði oft vel - er á klassa leið.

Almennt um leikinn:

+
Vorum hraðir og unnum spretti og einvígi um allann völl.
+ Vorum duglegir að stinga boltanum og koma með langar sendingar inn fyrir vörn KR.

+
Vörðum oft snilldarlega og vorum öryggið uppmálað í markinu.
+ Héldum út - leyfðum þeim ekki að valta yfir okkur - vorum samstíga og börðumst allir sem einn.

-
Vorum klaufar nokkrum sinnum rétt fyrir framan markið þeirra.
- Ýttum ekki alveg nógu vel út úr vörninni.
- Soldið margar feilsendingar á tímabili!

Í einni setningu: Loksins kom sigurleikurinn - loksins kom leikgleðin og baráttann sem við getum sýnt í hverjum leik. Massa ánægður með ykkur. Snilld að enda mótið á svona góðum leik.

- - - - -

Leikur v KR + mfl leikur!

Heyja.

Tvennt að gerast í dag! Það keppir eitt lið við KR2 í okkar æfingatíma. Svo er það meistaraflokksstemmning í kvöld þegar Stjarnan kemur í heimsókn kl.20.00.

En hérna er planið:

- Mæting kl.15.30 niður í Þrótt - Keppt við KR2 kl.16.00 - 17.15:

Anton H - Hákon - Kevin Davíð - Matthías - Samúel - Reynir - Stefán K - Arnþór F - Ágúst J - Birgir Örn - Egill F - Eiður Tjörvi - Guðbjartur - Haraldur Ö - Lárus H - Sigurður T - Styrmir + Guðmar - Guðmundur S - Hilmar - Davíð Þór - Sindri Þ - Orri.

Þeir sem byrjuðu út af í gær láta sem sé sjá sig - við munum skipta hópnum upp þannig að allir fái hálfleik í "action" og svo verður skallatennis hjá Agli út á tennisvelli. Kiddi "reffar" og við tökum á því.

- Mæting um kl.19.00 niður í Þrótt hjá öllum flokknum - Stemmari fyrir fyrsta heimaleik sumarsins hjá meistaraflokki félagsins - pedsur, gos og fleira gúff verður á boðstólnum. Þeir sem komast ekki mæta þá bara beint á völlinn! Leikurinn hefst kl.20.00 (skyldumæting) á Valbirni.

- Boltasækjarar - Mæting kl.19.30 niður á Valbjarnarvöll - Ási/Gunni Helga taka á móti ykkur. (Mæta vel klæddir, helst í einhverjum þróttarajakka að ofan). Við stöndum okkur í þessu:

Kristján O - Jóel - Viktor B - Sigvaldi - Valgeir D - Anton H - Árni F - Davíð Þ - Samúel - Sindri Þ - Þorleifur.

Mars!

Já.

Tek etta á mig - skírnarkaffið var að klárast!
Alla veganna - hérna er mars - vona að þið getið opnað etta!
Það voru víst nokkrar týpur til af mars! En þessi er geggjuð.



Verð kominn með allt um KR leikinn á morgun, um hádegið. Ok sör.
Heyrumst,
ingvi

Leikir v Fram - Fim!

Já.

Það voru tveir leikir v Fram í gær á gervigrasinu okkar. Síðustu leikir A og B liðsins í Rvk mótinu - Sigur og tap! Með meiri krafti og trú þá hefðum við líka unnið fyrri leikinn. En allt um það hér:

- - - - -

Þróttur 1 - Fram 3.
Rvk mótið

Dags: Fimmtudagurinn 17.maí 2007.
Tími: kl.13.00 - 14.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 1 - 0.
Gangur leiksins: 1 - 0, 1 - 1, 1 - 2, 1 - 3.

Maður leiksins: Diddi og Arnþór (djöfluðumst hvað mest í dag).

Mörk:

18 mín - Viðar Ari kom okkur yfir með flottu skot utan af velli.

Vallaraðstæður: Völlurinn allt í lagi en veðrið frekar kalt og leiðinlegt.
Dómari:
Egill T loksins kominn aftur og Andrés í mfl í sínum fyrsta leik. Nokkuð sprækt par!
Áhorfendur: Fínn hópur lét sjá sig.

Liðið:

Krissi í markinu - Nonni aftastur - Gummi og Tolli stopperar - Daði og Viddi bakverðir - Tryggvi og Stebbi á köntunum - Arnþór og Diddi á miðjunni - Anton Sverrir einn frammi. Varamenn: Kommi, Kristó og Árni Freyr.

Frammistaða

- Tek "etta" á mig!

Almennt um leikinn:

+ Vel á tánum í vörninni - alveg í bakinu á þeim.
+ Bjuggum okkur til fín færi sem hefðu mátt nýta betur.

+
Vorum meira með boltann, en vantaði að klára færin með skotum.

-
Menn fóru út úr stöðum, í bæði mörkum 2 og 3.
- Vantaði að skjóta fyrr.

Í einni setningu: Þar með lauk Rvk mótinu að þessu sinni - Var virkilega ánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur - við gáfum þeim ekki breik - lokuðum algjörlega á þeirra sterkustu menn og vorum meira með boltann og ívið hættulegri og líklegri að skora. En tvö mörk Frammara í seinni slökkti alveg á okkur. Einbeitingarleysi og líka smá klúður hjá mér hjálpaði ekki til. En vinnum bara í því sem við þurfum að bæta og mætum ready í Ísl.mótið eftir hálfan mánuð.

- - - - -

Þróttur 1 - Fram 0.
Rvk mótið

Dags: Fimmtudagurinn 17.maí 2007.
Tími: kl.14.20 - 15.30.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 1 - 0.

Maður leiksins: Sindri G (clean sheet í dag).

Mörk:

20 mín - Ólafur Frímann setti eina mark leiksins.

Vallaraðstæður: Síðasti leikurinn á gervigrasinu í bili - ég veit að margir gráta það! Veðrið skítsæmilegt!
Dómari:
Kiddi og Rúnar K rúlluðu essu upp.
Áhorfendur: Nokkuð vel mætt að vanda.

Liðið:

Sindri í markinu - Mikki og Viktor bakverðir - Silli og Valli miðverðir - Jóel og Maggi á köntunum - Dagur og Ólafur Frímann á miðjunni - Daníel Örn og Seamus frammi. Varamenn: Gummi S, Hilmar, Davíð Þór, Sindri Þ, Orri og Guðmar.

Frammistaða:

- Tek "etta" á mig!

Almennt um leikinn:

+
Lágum í sókn í fyrri - merkilegt að við náðum ekki að klára betur.
+
Vorum með stóran hóp og margir sem spreyttu sig - sem er bara gott mál.

-
Nýttum færin okkur svaðalega illa - algjörir aular að vera ekki 3-0 yfir í hálfleik.
- Duttum í kæruleysið í lok seinni hálfleiks - menn fóru að horfa á leikinn og klikkuðu á að klára sína menn.

Í einni setningu: Já, sigur hafðist. Eins og átti að hafast í síðast leik á móti Fjölni! En ég frétti að við hefðum verið heppnir og tæpir á köflum. En spáum ekki í því. Enduðum á þremur stigum. Og eins og ég sagði hér fyrir ofan, þá spáum við í hlutunum sem við þurfum að bæta, og þið takið ykkur sjálfa soldið í gegn, því við getum gert mun betur. Ok sör.

- - - - -

Wednesday, May 16, 2007

Leikir v Fram - fimmtudag!

Jamm og já.

Sorrý hvað þetta kemur seint. Örugglega einhverjir búnir að blóta mér!

En það keppa tvö lið við Fram á morgun, fimmtudag, á gervigrasinu okkar. Aðrir keppa á föstudaginn. Sumir létu vita að þeir kæmust ekki á æfingu í dag en aðrir ekki :-( Heyrið annars í mér ef það er eitthvað (t.d. einhverjir komast ekki að spila á föstudaginn)

Annars bara duglegir á morgun - fínir leikir undanfarið - bara vantað herslumunin og 3 stig í hús! En sjáumst á morgun eða föstudag. Ok sör!

- - - - -

- Mæting kl.12.00 niður í Þrótt á morgun, fimmtudag - keppt v Fram kl.13.00 - 14.15:

Kristján Orri - Daði Þór - Jón Kristinn - Guðmundur Andri - Þorleifur - Stefán Tómas - Viðar Ari - Anton Sverrir - Arnþór Ari - Kristján Einar - Kormákur - Árni Freyr - Tryggvi - Kristófer.

- Mæting kl.13.40 niður í Þrótt á morgun, fimmtudag - keppt v Fram kl.14.20 - 15.30:

Sindri G - Valgeir Daði* - Jóel - Sigvaldi H - Sindri Þ - Mikael Páll - Viktor Berg - Daníel Örn - Orri** - Davíð Þór! - Dagur Hrafn - Magnús Helgi - Ólafur Frímann - Seamus*** - Guðmar - Guðmundur S - Hilmar.

- Aðrir taka á því á föstudaginn v KR2 kl.16.00 (mæting kl.15.20 niður í Þrótt - set meira um það á bloggið seinni partinn á morgun - sem og mars dagatalsmyndina).

- Svo er Þróttur - Stjarnan í mfl kl.20.00 á Valbirni - og 8 sprækir leikmenn klárir að sækja boltana á línunni!

- - - - -

* fer samt varlega með bakið!
** úti á morgun!
*** muna eftir skóm

Næsta mynd!

Yess.

Læt hér janúar næst (þó svo að jóel hafi skrópa í dag)!
Merkilegt hvað baldur lætur janúar gaurana alltaf lúkka.
Það er svo enn verið að funda með október!
Sé ykkur á morgun eða föstudag.
.is


Mið + mynd!

Jev.

Myndirnar komnar í hús!
Febrúar aftur flottastur! (veit ekki með júlí).


Sjáumst svo í dag á gervi (yngri kl.15.30 og eldri kl.16.30).
.is

Tuesday, May 15, 2007

Frí í dag - æfing á morgun!

Jójó.

Og sorrý hvað ég er seinn að láta þetta inn. Stóð reyndar frí í dag (þriðjudag) á planinu, og höldum við okkur við það (ætlaði að reyna vera með sparkvöll hjá yngri en það tókst ekki - á hvort sem er að vera eftir viku).

Þannig að það eru bara æfingar á venjulegum tímum á morgun, miðvikudag:

- Æfing kl.15.30 - 16.45 - Yngra ár - Gervigrasið.

- Æfing kl.16.30 - 17.45 - Eldra árið - Gervigrasið.

Svo eru alla veganna tveir leikir á fimmtudag v Fram, og þriðji leikurinn (v KR2) á föstudag.
Á föstudaginn er líka fyrsti heimaleikur meistaraflokks - býst við að við látum það duga þann daginn (og foreldrar hafa þá enn meiri tíma að koma sér í form).

Sé ykkur á morgun,
Ingvi (fatta ekkert) - Egill (fer að mæta) og Kiddi (skuldar fríhafnarnammi).

p.s. bannað að kvarta undan seinkun á leikjaumfjöllunum.
p.s.s. fyrsta dagatala myndin mun birtast í kvöld :-)

Leikur v Fjölni 2 - mán!

Jó.

Það var einn leikur upp í Egilshöll í gær. Keppt var við Fjölni 2 og niðurstaðan þriðja jafnteflið í röð! Það vantaði eitthvað upp á hjá okkur þótt við spiluðum ansi vel á köflum, en allt um það hérna:

- - - - -

Þróttur 1 - Fjölni2 1.
Rvk mótið

Dags: Mánudagurinn 13.maí 2007.
Tími: kl.17.30 - 18.40.
Völlur: Egilshöllin.

Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Gangur leiksins: 1 - 0, 1 - 1.

Maður leiksins: Nonni (stjórnaði essu aftast).

Mörk:

13 mín - Anton Sverrir kom okkur yfir - kláraði dæmið eftir fínan undirbúning hjá Vidda.

Vallaraðstæður: Nett að spila í Egilshöllinni, en reyndar var gott veður úti.
Dómari:
Ungur gaur sem tók etta sóló - slapp.
Áhorfendur: Nokkrir létu sjá sig sem var traust.

Liðið:

Krissi í markinu - Nonni aftastur - Gummi og Tolli fyrir framan hann - Viddi og Stebbi á köntunum - Diddi, Arnþór og Anton Sverrir á miðjunni - Tryggvi og Árni Freyr frammi. Varamenn: Kormákur, Daði Þór, Kristófer, Ólafur Frímann og Daníel Örn. Camera man: Orri. Vatnið: Addi.

Frammistaða:

- Tek "etta" á mig!

Almennt um leikinn:

+
Létum boltann ganga nokkuð vel á milli okkar - héldum honum frekar vel og notuðum fáar snertingar.
+
Vorum loksins með fullan hóp - margir sem spreyttu sig sem var bara nett.
+ Vorum miklu fljótari en þeir í vörnni.
+ Vorum duglegir að gefa vídd (viddi og anton sverrir) og kom alltaf eitthvað út úr því.

-
Markið þeirra gjöf.
- Hefðúm getað labbað í gegnum þá frammi en menn voru of ragir.
- Vantaði að ýta aðeins betur út.
- Fórum í 3-5-2 sem var kannski vitlaus ákvörðun hjá mér!

Í einni setningu: Lendum einhvern veginn alltaf í vandræðum með Fjölni2. Þeir voru vissulega nokkuð sprækir, með sérstaklega sterkan markvörð sem hirti allt sem á markið kom - en samt fannst mér eins og að við hefðum, með smá karakter, klárað dæmið - en neitum samt ekki stiginu - klárum svo bara Fram í síðasta leiknum.

- - - - -

Sunday, May 13, 2007

Mánudagur - leikur og frí!

Heyja.

Á morgun, mán, keppir eitt lið v Fjölni 2 upp í Egilshöll - en aðrir eru í fríi.

- Mæting kl.16.30 upp í Egilshöll - Keppt við Fjölni 2 kl.17.20 - 18.30:

Kristján Orri - Þorleifur - Jón Kristinn - Kristján Einar - Stefán Tómas - Arnþór Ari - Kormákur - Árni Freyr - Anton Sverrir - Viðar Ari + Guðmundur Andri - Daði Þór - Tryggvi - Kristófer - Ólafur Frímann - Daníel Örn.

ATH: Við spilum í svörtu varaliðstreyjunum (ég kem með fyrir þá sem ekki eiga) og í hvítum sokkum og hvítum stullum. Við hitum svo upp í rauðu peysunum (mæta með gömlu ef þið eigið ekki hina). Annars bara undirbúa sig vel 0g mæta á réttum tíma.

- Næstu æfingar hjá öllum eru svo á miðvikudaginn, og síðustu leikirnir í Rvk mótinu á fimmtudag/uppstigningardag. Ég reyni að finna tíma fyrir foreldraboltann fljótlega (vonandi á fös) og næringarfyrirlesturinn flyst hugsanlega eitthvað :-/

Laters,
Ingvi og co.

Leikir v Fjölni 2 - sun!

Já.

Frekar týpískur dagur hjá okkur :-( töpuðum fyrri leiknum á síðustu tveimur mínútunum eftir að hafa verið sterkari aðilinn - og töpuðum svo seinni leiknum með fimm mörkum eftir að hafa djöflast 11 og verið inni í leiknum að megninu til. En allt um leikina hér:

- - - - -

Þróttur 3 - Fjölni2 4.
Rvk mótið

Dags: Sunnudagurinn 13.maí 2007.
Tími: kl.14.20 - 15.30.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 3 - 1.
Gangur leiksins: 0 - 1, 1 - 1, 2 - 1, 3 - 1, 3 - 2, 3 - 3, 3 - 4.

Maður leiksins: Ólafur Frímann (átti miðjuna skuldlaust).

Mörk:

30 mín - Guðmundur Andri kom okkur á bragðið.
32 mín - Tryggvi með nett mark.
34 mín - Tryggvi kom okkur í 3 -1.


Vallaraðstæður: Aðstæður bara nokkuð góðar í dag.
Dómari:
Einhver fjölnisgaur sem tók etta sóló.
Áhorfendur: Nokkrir tóku bíltúr niður í dal.

Liðið:

Kristó í markinu - Maggi og Viktor bakverðir - Gummi A og Daði Þór miðverðir - Jóel og Seamus á köntunum - Ólafur Frímann og Dagur Hrafn á miðjunni - Tryggvi og Daníel Örn frammi. Varamenn: Guðmar, Sindri G, Mikael Páll, Sindri Þ, Davíð Þór og Sigvaldi.

Frammistaða:

- Slugs - tökum "etta" á okkur!

Almennt um leikinn:

+
Fleiri skot en vanalega.
+
Mörkin góð hjá okkur.

-
Slakar sendingar hjá 0f mörgum.
- Áttum 2 massa "deddara"!
- Bakverðir meira með upp!
- Þurfum að leysa pressuna frá þeim með þríhyrningum!
- Menn að spila of kaflakennt út allann leikinn. Verðum að halda dampinn.

Í einni setningu: Afar svekkjandi tap í miklum marka leik - vantaði sprengikraft og trúnna.

- - - - -

Þróttur 1 - Fjölni2 6.
Rvk mótið

Dags: Sunnudagurinn 13.maí 2007.
Tími: kl.15.30 - 16.40.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 0 - 3.
Gangur leiksins: 0 - 1, 0 - 2, 0 - 3,

Maður leiksins: Guðmar (skástur í dag).

Mörk:

45 mín - Seamus (sem við fengum lánaðann) smellti einu eftir nokkrar góðar sóknir hjá okkur.

Vallaraðstæður: Veðrið gott og völlurinn eins og vanalega.
Dómari:
Fjölnisgaur sem massaði etta einn, nokkuð vel.
Áhorfendur: Sýndist ég sjá nokkra hinum megin.

Liðið:

Sindri í markinu - Lalli og Gummi S bakverðir - Orri og Hilmar miðverðir - Mikael Páll og Arnþór F á köntunum - Sindri Þ 0g Guðmar á miðjunni - Davíð Þór og Eiður T frammi. Varamenn: Stefán Karl, Ágúst J, Birgir Örn, Matthías og Leó Garðar. Vantaði: Sigurð T, Reynir, Bjart, Kevin Davíð, Harald Örn, Styrmir, Hákon, Samúel, Anton Helga og Egil F.

Frammistaða:

- Slugs - tökum "etta" á okkur!

Almennt um leikinn:

+
Ágætis tal, menn að hjálpa hvor öðrum.
+ Ánægður með þá sem kláruðu leikinn, börðust vel.


-
Slakur varnarleikur á köflum - ódýr mörk.
- Vantaði alltof marga menn (alls 10!!!) - alltof margir sem láta ekki vita - ég trúi ekki að menn skoði ekki bloggið - þeir vita af leiknum - algjörlega tími til kominn að sýna mér og félögunum virðinu og láta alla veganna vita ef menn komast ekki. Gengur ekki að vera slétt 11 eða 10 þegar komið er í leiki.

Í einni setningu: Enn einn leikurinn þar sem við gefum mörk og lendum undir - en vöknum svo og gerum ágætis hluti. Við vorum að berjast vel á köflum og alveg inn í leiknum - en svo komu ódýr mörk sem hægðu aftur á okkur!

- - - - -

Saturday, May 12, 2007

Leikir v Fjölni 2 - sun!

Jamm.

Það keppa tvö lið á morgun, sunnudag, á gervigrasinu okkar. Rimman við Fjölni 2 klárast svo á mánudaginn, með einum leik upp í Egilshöll (einhverjir spila double).

En vona að allir séu klárir hér fyrir neðan, en möst að heyra í ykkur ef þið komist ekki. Hugsanlega verður bara hálfleikur á mann - en þá taka menn bara því meira á því. Við þurfum að fá massa góða leiki eftir frekar dapra leiki undanfarið. Sammála!

Líf og fjör,
Ingvi og co.

- - - - -

- Mæting kl.13.30 niður í Þrótt - keppt við Fjölni 2 frá kl.14.20 - 15.30:

Kristófer - Sindri G - Daði Þór - Tryggvi - Daníel Örn - Mikael Páll - Sigvaldi H - Jóel - Sindri Þ - Guðmundur Andri! - Dagur Hrafn - Seamus - Ólafur Frímann - Magnús Helgi - Guðmar - Davíð Þór - Viktor Berg.

- Mæting kl.15.00 niður í Þrótt - keppt við Fjölni 2 frá kl.15.40 - 16.50:

Orri - Stefán K - Samúel - Anton H - Matthías - Hákon - Kevin D - Guðmundur S - Guðbjartur - Reynir - Eiður T - Birgir Ö - Styrmir - Sigurður T - Lárus H - Arnþór F - Egill F - Ágúst J - Haraldur Ö - Leó G - Hilmar.

- Keppa á mán / meiddir / komast ekki: Kristján Orri – Þorleifur - Árni Freyr - Viðar Ari - Kormákur – Tryggvi - Anton Sverrir – Stefán Tómas - Kristján Einar – Arnþór Ari - Jón Kristinn. Arnar Kári - Valgeir Daði - Þorgeir - Arianit - Úlfar Þór.

- - - - - -