Monday, January 31, 2005

Æfingar + foreldrafundur!

Hey.

Í dag, mánudag, eru æfingar á venjulegum tímum:

yngra árið æfir kl.15.00
og
eldra árið æfir kl.16.15.

Í kvöld er svo foreldrafundur hjá foreldrum stráka á eldra ári.
Það hljóta allir að vita af honum! - til að ræða fyrirhugaða utanlandsferð
í sumar. hefst kl.20.00 niður í Þrótti. Endilega allir að láta sjá sig.

Leikir við ÍA!

Jæja.
Loksins kemur þetta.
tek þetta algjörlega á mig.


Þróttur 1 - ÍA 10.
Liðið: Snæbjörn-Siggi Ingi-Valli-Oddur-Ingó-Aron-Einar-Stymmi-Jölli-Tommi-Villi+Auðun+Hákon.
Mörk Þróttar: Villi.
Stóð sig skást: Oddur.
Almennt um leikinn: Eftir um 10 mínútna leik vorum við allt í einu orðnir þremur mörkum undir og allt mörk sem voru gefins. Og það er erfitt að djöflast þremur mörkum undir. þeir eru náttúrulega sterkir en voru samt ekki að sýna neitt svakalegt. Við vorum í raun arfaslakir allann leikinn, og þá sérstaklega í síðasta hálfleiknum þar sem við fengum á okkur 5 mörk. Á bara ekki að gerast í 4.flokki! Við gerðum okkur seka um að dekka okkar menn illa og við hleyptum þeim of auðveldlega í gegnum okkur. Vantaði allan vilja í lokin og lokatölurnar sýna það berlega því þetta lið er ekki 9 mörkum betra en við.

- - - - -

Þróttur 0 - ÍA 3.
Liðið: Binni-Óttar-Maggi-Pési-Gunni-Ívar-Ágúst-Baldur-José-Róbert-Óli M+Halli+Haukur+Lúlli+Svenni+Þröstur.
Maður leiksins: José
Almennt um leikinn: Vorum alveg þvílíkt ánægðir með leikinn alveg fram á 24 mínútu miðhálfleiksins. Þá ösnuðumst við að fá á okkur mark - 30 sekúndum fyrir pásuna. Svolítið týpískt fyrir okkur - það hafði ekkert verið að gerast hjá ía fram að því. Þá var eins og við hættum og fengum svo á okkur tvö mörk í lokinn. Við sóttum mikið á þá og vorum við algjörir klaufar að skora ekki 1 eða 2 mörk. Menn hefðu svo mátt vera á aðeins meiri keyrslu. eins og ég hef verið að skamma suma á æfingum. við löbbum of mikið og horfum á leikinn í staðinn fyrir að æsast aðeins og fara í actionið!

- - - - -

Þróttur 1 - ÍA 3.
Liðið: Anton-Jakob-Ingimar-Bjarmi-Einar-Arnar M-Ævar-Hemmi-Bjarki B-Ási-Daníel+Aron+Viktor+Símon.
Mörk Þróttar: Daníel.
Maður leiksins: Bjarmi.
Almennt um leikinn: Fengum óskabyrjun þegar það var dæmt víti á ía menn eftir að daníel komst inn fyrir vörnina. hemmi átti gott skot en það endaði í stönginni. þeir aftur á móti skoruðu fljótlega eftir það (aftur týpískt við!). En við spiluðum vel í fyrstu 25 mín (og reyndar í leiknum öllum nánast) og náðum að jafna með fínu marki. Við vorum svo ótrúlega oft hársbreidd frá að komast einir inn fyrir en vorum dæmdir rangstæðir allt of oft. þurfum að senda boltann miklu fyrr, og passa vel upp á línunna. annars fengum við fullt af færum. vorum fínir tilbaka í vörninni og hlupum allann leikinn. við hefðum getað varist aðeins betur í öðru markinu þeirra. en yfir heildina þá var þetta góður leikur.

- - - - -

Þróttur 3 - ÍA 5.
Liðið: Raggi-Flóki-Freyr-Haffi-Davíð H-Tumi-Atli F-Bjarki Þ-Gulli-Bjarki S-Arnar P-Óskar-Gunni.
Mörk Þróttar: Bjarki Steinn - Bjarki Þór - Gulli.
Maður leiksins: Atli Freyr.
Almennt um leikinn: Þetta var síðasti leikurinn í þessari rimmu okkar við ía menn og örugglega sjá fjörugasti. 8 mörk voru skoruð og hefðum við léttilega getað bætt við mörkum. við komumst reyndar í 3-1 þannig að það var klaufaskapur að missa þetta svona niður. þeir skoruðu svo síðustu tvö mörkin þremur mínútum fyrir lokaflautuna þannig að það var frekar súrt. Við vorum frekar hættulegir allan leikinn en spiluðum aðeins of þröngt. við vorum ekki að nýta kantana og plássið heldur fórum við alltaf upp miðsvæðið. Við skoruðum klassa mörk eftir fínar sendingar. fínn leikur líka þrátt fyrir tap.

- - - - -

Friday, January 28, 2005

Helgin!!

Hey hey.

Það er frí á æfingum í dag, föstudag.
Í staðinn mælum við með að þið kíkið upp í Egilshöll í kvöld á Þrótt - KR kl.19.00!!


En um helgina eru leikir við ÍA (þeir eru að koma í heimsókn og gista niður í þrótti).

Eldra árið keppir á morgun laugardag - annað hvort kl.16.30 eða 18.00.

Yngra árið keppir á sunnudagsmorgun - annað hvort kl.9.30 eða 11.00.


Ef þið komuð ekki á æfinguna í gær, fim, þá endilega bjallið í mig og ég læt ykkur vita hvenær á að mæta.

Munið svo foreldrafundinn á mánudagskvöldið hjá foreldrum eldra árs stráka kl.20.00!!

Hafið það svo gott um helgina,
ingvi - 869-8228 - 553-9228.

Thursday, January 27, 2005

Fimmtudagur!

Sælir.

Geggjað veður maður. Þokkalega heitt og massa fótboltaveður!

æfingar í dag:

Eldra árið kl.15.00 - 16.30

Yngra árið kl.16.30 - 17.45 (sökum balls í langó).

Það verður svo frí á morgun, föstudag. En í staðinn kíkja allir á Þróttur v KR kl.19.00 upp í Egilshöll. Komin tími á að þið kíkið á leik.

Það eru svo leikir við ÍA um helgina. Eldra árið keppir á laugardeginum og yngra árið á sunnudeginum. Þetta verður allt í miðanum sem þið fáið í dag.

Kíkið svo á heimasíðu Þróttar og lesið um Hjálmar. Good stuff!!

Sjáumst í dag.

Monday, January 24, 2005

Jójó.

hey

Ótrúlegt slök mæting í dag. veit ekki hvað veldur! en það voru
18 gaurar á yngra ári sem mættu og svo 20 gaurar á eldra ári.
þarf eitthvað að kanna það.

annars fín stemmning. völlurinn ótrúlega góður. og frekar heitt úti.
tókum handbolta í byrjun enda menn í handboltastuði eftir jafnteflið
í gær. svo er ísland - slóvenía á morgun, þriðjudag.

engar æfingar þrið og mið.
Næsta æfing á fimmtudag. Þá mæta allir takk fyrir. meir að segja eymi!

Foreldrafundur hjá foreldrum eldra ársins er næstkomandi mánudag (21.jan).

Mánudagur!

Hey.

Vona að allir hafi haft það gott um helgina. Séð Ísland ná jafntefli í handboltanum í gær og svona.

Við kepptum í Íslandsmótinu innanhúss á laugardaginn. enduðum í þriðja sæti í riðlinum. ekki alveg það sem við ætluðum okkur en svona fór það! hægt er að kíkja á úrslitin á Þróttarasíðunni!

Annars eru æfingar í dag á hefðbundum tímum. 15.00 hjá yngri og 16.15 hjá eldri.
grasið er víst grænt!

Það verður svo foreldrafundur hjá foreldrum eldra ársins í lok vikunnar.
Munið það!

Heyrumst.

Friday, January 21, 2005

Friday the 21!

Jó.

svo sem ekkert slúður með æfingarnar í gær nema að eymi var
með eitthvað væl og egill var heima veikur!

annars 3 föstudagsæfingar:

yngra árið kl.16.30
eldra árið kl.17.15
og
innanhúss liðið kl.19.00 í laugardalshöll.

Það er svo helgarfrí, nema hvað Íslandsmótið innanhúss er á laugardeginum.
Endilega kíkið á það ef þið eruð lausir.

- - - - - - -

Hópurinn innanhúss: Brynjar – Oddur – Aron Heiðar – Valtýr – Einar – Vilhjálmur – Jökull – Tómas Hrafn – Sigurður Ingi – Styrmir.

Keppum við: Grindavík - ÍR - Hamar - UMFH - Njarðvík - Haukar.

Haldið í Austurbergi, Breiðholti. Frá 13.00 - 18.00.

Thursday, January 20, 2005

Fimmtudagsæfing!

Hey.

Allir að klæða sig vel fyrir æfingarnar í dag.
það er smá snjór eftir á vellinum en við hlaupum
hann niður á eftir!

Allir að láta sjá sig.
aju

Leikur v Leikni!

Hey.

í gær, miðvikudag, tók innanhússliðið leik v Leikni upp í Laugardalshöll.

allt um leikinn, og fleiri atriði sem strákarnir verða að vera
með á hreinu á laugardaginn kemur hér fyrir neðan fljótlega.

Tuesday, January 18, 2005

Mán 17.jan!

Jó.

já það er aftur komið snjóteppi á gervigrasið. en menn voru svo sem
ekkert að gráta það í gær. það var vel tekið á því í spilinu og nokkrar vel
valdar tæklingar áttu sér stað.

annars bara stuð. egill lét sjá sig á seinni æfingunni. á stullum.
það vantaði samt slatta. einhver próf eru í gangi. og svo eru einhverjir
veikir.

Það er tveggja daga frí eins og í síðustu viku. nema hjá innanhússliðinu. þeir
keppa við Leikni á miðvikudaginn í laugardalshöll. mæting kl.15.00.

annars fimmtudagsæfingar næst.
heyrumst.

Monday, January 17, 2005

Bíó!

Jó.

25 strákar skelltu sér á myndina Series of unfortunate events.
þjálfurum fannst myndin svona lala. ekkert meira en það.
en fín stemmning og góður díll. endurtökum þetta pottþétt aftur
bráðum. þá fær kannski eymi að velja mynd!

sjáumst svo á mánudagsæfingunum:

yngra árið kl.15.00 - eysteinn mætir og startar æfingunni!
eldra árið kl.16.15 - stefnir allt í snjóbolta. mæta í undiryfirtæklbuxum!

aju

Hey.

Það voru sem sé þrír leikir v ÍR á laugardaginn. Við unnum
einn en töpuðum tveimur. Þá þurfum við bara að vinna þá í Ísl.mótinu
innanhúss til að jafna skorið!
en allt um leikina hér:

Leikur 1: þróttur 2 - ír 1. Mörkin skoruðu Ævar og José.
+ Sköpuðum okkur fullt af færum.
+ Klassa markvarsla.
+ Fín vinnsla hjá nánast öllum í liðinu.
+ Vörnin skipulögð og frekar örugg.
~ Halda boltanum betur niðri og fá hann strax í stutt spil.
~ Hornspyrnur.
~ Mark á okkur snemma í seinni hálfleik.
~ Góðar sendingar inn fyrir vörnina.

man of the match: Ævar Hrafn

leikur 2: þróttur 2 - ír 3. Mörkin skoruðu Þröstur og Ási.

+ Byrjuðum vel - fín mörk.
+ Klassa spil á köflum.
+ Boltanum vel dreift út frá markmanni.
~ Misstum niður tveggja marka forystu.
~ Slökuðum á og töpuðum heildarbaráttunni.
~ Menn ekki nógu mikið á tánum í vörninni. stjórna betur.
~ Nokkur neikvæð comment þegar illa gekk.

man of the match: Jakob Fannar.

leikur 3: þróttur 1 - ír 4. Markið skoraði Gulli.

+ Gáfumst aldrei upp þrátt fyrir að fá á okkur mörk.
+ Prjónuðum okkur oft inn fyrir vörnina.
+ Klassa spil út frá vörninni á köflum.
+ Góð markvarsla.
~ Fengum á okkur ódýr mörk.
~ Ekki alveg allir inn á á fullu.
~ Hreinsa betur inn í vítateig.
~ Létum plata okkur of marga of oft af sama manninum.

man of the match: Viktor

Saturday, January 15, 2005

Bíóferð!

Á morgun sunnudag getum við skellt okkur í bíó á
nýju Jim Carrey myndina; Lemony Snicket, a series
of unfortunate events. Hún er nett ævintýra - og gamanmynd.

Myndin hefst kl.15.00 í Laugarásbíó þannig að gott er að vera kominn aðeins fyrr.

og það kostar ekki nema 500kr inn.

Það er sem sé engin æfing á morgun, sunnudag.
Sjáumst sem flestir.

Friday the 14th.

Hey.

Menn í þokkalegu stuði á æfingunni í dag. nánast allir alla veganna.
kannski einhverjir fúlir á eldra ári að tapa síðasta leiknum. en það er
bara svona!

tókum 8 hringi fyrir æfingu. menn að taka á því. mér kannski blótað aðeins!
annars tóku menn vel á því. smá röfl hjá yngra árinu út af einni reglunni en
það leystist að sjálfsögðu.

Leikir á morgun við ÍR. Allir leikmenn sem mættu á æfinguna fengu miða um leikinn
og hringt verður í aðra sem eiga að mæta.

Muna að undirbúa sig vel.
sjáumst hressir á morgun.
aju

Fimmtudagsæfingin!

Heyb.

Eymi gleymdi nýju upphitunaræfingunni sinni heima. menn voru ekkert
sérlega ánægðir með það. Annars var góð mæting á æfingarnar. Allir fengu svo
miða um foreldrafundin sem var sama kvöld. Mætingin þar hefði mátt vera betri.
en ég mun koma með stutta greinargerð um hvað við ræddum á fundinum og senda
öllum.

Annars var æfingin hin nettasta, fyrir utan leiðinlegt atvik í lok yngra árs æfingarinnar.
Þá fauk stóra markið í rokinu og náði Snæbjörn rétt svo að stökkva frá. Þetta er hið alvarlegasta
mál og er búið að láta Gulla húsvörð og Guðmund framkvæmdarstjóra vita og ætla þeir að bregðast við þessu.

annars líf og fjör. föstudagsæfing næst og svo leikir og bíó um helgina.
heyrumst.

Tuesday, January 11, 2005

Mánudagurinn 10.jan!

Heyja.

Völlurinn var bara hinn nettasti á æfingunni þó að við
notuðum hann engan veginn allann.

ágætismætingar. ég var sóló með yngra árið. egill mætti hress
með eldra árinu og eymi.... var í skólanum.

breyttum aðeins til í spilinu. vorum með minni völl og meiri keyrslu og voru menn bara í stuði. þurfum að taka þetta oftar.

Annars er frí þriðjudag og miðvikudag (ótrúlegt). Já erum búnir að vera duglegir. og svo er tennisvöllurinn slæmur. og svo hittumst við hvort sem er fim-fös og laug. já og jafnvel sun ef ég næ að plögga ódýrt í bíó (fyrir þá sem hafa áhuga).

Svo er örugglega foreldrafundur á fimmtudagskvöld. en við auglýsum hann betur fljótlega.

kíkið svo á liverpool baka heiðar og félaga í kvöld. Það má geta að ég æfði með heiðari í 2.flokk. var þá að leggja upp færi fyrir hann út hægri bakverðinum. hafið þið æft með einhverjum sem spilar í kvöld?? (ég veit - spaði).

Sjáumst á fimmtudag: eldra árið kl.15.00 - yngra árið kl.16.30.

Sunnudagsæfing!

Það mættu 30 stykki á sunnudagsæfinguna.
ég mætti beint úr Bláfjöllum en var samt hin sprækasti!
egill var soldið slappur! og eymi var í fríi (surprise).

annars tókum við nett mót. völlurinn slapp alveg.
smá snjór í hornunum. verður vonandi alveg farinn um næstu helgi.

sjáumst svo sprækir.

Æfingaleikir v ÍA!

Hey.

Eftirtaldir leikmenn voru valdir til þess að keppa á móti
ÍA - innanhúss á laugardaginn var:

Brynjar - Jökull - Aron Heiðar - Valtýr - Oddur - Einar - Vilhjálmur -
Tómas Hrafn - Styrmir - Matthías - Sigurður Ingi - Ævar Hrafn - Hermann
Ágúst.

Til að gera langa sögu stutta þá gekk alveg hræðilega. Við töpuðum 11 leikjum
og náðum einu jafntefli. Kannski ekkert til að vera tala um! En við bara lærum af
þessu. Fyrsti æfingaleikurinn innanhúss. og ekki erum við með neinn innanhústíma.

en nóg af afsökunum.
Við þurfum í raun að bæta allt!

- Við vörðumst ekki nógu vel. menn voru ekki nógu nálægt mönnunum sínum og oftar en ekki fóru ía menn of auðveldlega fram hjá okkur.
- Það var ekkert vit í sóknarleik okkar. ekkert skipulag. annað hvort kom stuttur bolti og við misstum hann nánast strax. Eða það kom langur bolti og við misstum hann fljótlega!
- það voru kannski 1 eða 2 leikmenn hjá okkur sem voru á 100% - aðrir voru á 75%.
- það vantaði allan vilja, grimmd og baráttu yfir höfuð.

stóð sig skást: Oddur
en annars tek ég þetta alveg á mig.
tökum þetta næst!

Saturday, January 08, 2005

Frost!

hey.

bara ekkert kalt á æfingunum í gær! nei nei.
en góð mæting. tókum nokkra skemmtilega spretti
og spiluðum fullt. flestir í "gúddí fíling".

Í dag keppa 14 strákar innanhús á móti ÍA upp á skaga.
Þetta er undirbúningur undir íslandsmótið innanhúss sem fer
fram 22.jan. Þar er bara hægt að skrá eitt lið til leiks. þannig að
um 9-10 leikmenn verða valdir til að keppa þá.

Annars er æfing á morgun, sunnudag, kl.13.00 - 14.00 á gervigrasinu.
Sjáumst hressir þá.

Góða helgi.

Thursday, January 06, 2005

Fyrsta æfing árið 2005!

heyja.

það var þokkalega kalt á fyrstu æfingu ársins. þar að auki
kom ég með leiðindahlaup og vesen sem fóru ekkert sérstaklega
vel í mannskapinn! að sjálfsögðu var smá snjór á vellinum, hvað annað.
en það var nú bara kallinn sjálfur sem var í tæklingunum. alla veganna á
eldra árs æfingunni. fékk ekki að vera með á hinni.

en það mættu um 25 stykki á hvora æfingu. svona allt í lagi. 10 strákar
forfallaðir og heyrði ég í nokkrum.

mætingarlistum fyrir desember og allt fyrsta tímabil (okt-nóv-des) var dreift
og reyni ég að henda þeim á netið sem fyrst.

annars eru æfingar á morgun, föstudag, á vanalegum tíma.

yngra ár kl.16.30.
eldra ár kl.17.15.

sjáumst hressir á morgun.

Saturday, January 01, 2005

2005!

Gleðilegt ár og takk fyrir árið sem er að líða.
Sjáumst hressir 2005.
Fyrsta æfing eftir frí er fimmtudaginn 6.janúar.
Ingvi
Eymi
og Egill