Friday, December 29, 2006

Jebba!

Sæler.

Þá er mótinu okkar lokið (umfjöllun um það kemur fljótlega).
Vildi annars bara rétt segja:

- ekki missa ykkur í rakettunum, og vera með hlífðargleraugu, þau eru bara töff.

- notið þennan nýja sparkvöll okkar í laugarnesskóla og hittist og takið 5 á 5.

- kaupið flugelda niður í þrótti, helst á gamlársdag þegar ungir v gamlir leikurinn er í mfl!

- kíkið svo á brennuna fyrir neðan laugarásveg á gamlárskvöld.

- verið góðir við fammó, út að labba með hundinn, telja dósir, passa litlu systkinin ofl.

Sjáumst svo sprækir á fyrstu æfingu eftir frí á nýju ári; föstudaginn 5.jan kl.16.00.

Farið vel með ykkur,
Ingvi og co.

Sunday, December 24, 2006

Mætingar fyrir jól!

Yes.

Við erum loksins búnir að klára þetta dæmi - gerist á hverju ári að við ætlum
að massa etta og sýna ykkur eftir hvern mánuð eins og á að sjálfsögðu að gera
en einhvern veginn klúðrum við því alltaf. Spennandi að sjá hvort við náum að
gera þetta betur eftir áramót.

En hér fyrir neðan eru þeir leikmenn sem mættu best í hverjum mánuði - sjálft mætingarskjalið verður hægt að senda ykkur ef þið meilið á mig (ingvisveins@langholtsskoli.is)

- - - - -

Október 2006

- Yngra ár:

16 skipti: Arnþór F

15 skipti: Viðar Ari - Þorgeir.

14 skipti: Dagur Hrafn - Eyjólfur Emil - Högni Hjálmtýr - Seamus.

- Eldra ár:

13 skipti: Anton Sverrir - Árni Freyr - Mikael Páll.

12 skipti: Arnþór Ari - Daði Þór - Guðmundur Andri.

11 skipti: Arnar Kári - Daníel Örn - Jón Kristinn.

Nóvember 2006

- Yngra ár:

14 skipti: Viðar Ari.

13 skipti: Dagur Hrafn - Egill F - Seamus.

12 skipti: Ólafur Frímann - Guðmar - Arnþór F.

- Eldra ár:

15 skipti: Arnþór Ari - Daði Þór.

14 skipti: Árni Freyr - Anton Helgi - Davíð Þór - Jóel - Sindri Þ - Sigvaldi - Valgeir Daði.

13 skipti: Stefán Tómas - Mikael Páll - Kristján Orri - Kristján Einar - Jón Kristinn - Guðmundur Andri - Arnar Kári - Anton Sverrir.

Desember 2006

- Yngra ár:

14 skipti: Dagur Hrafn - Guðmar - Magnús Helgi - Seamus - Viðar Ari.

13 skipti: Sindri G - Ólafur Frímann - Arnþór F.

12 skipti: Leó Garðar - Salómon.

- Eldra ár:

15 skipti: Arnþór Ari.

14 skipti: Kristján Einar - Stefán Tómas.

13 skipti: Daníel Örn - Mikael Páll.

Rvk mótið innanhús - tölfræði!

Heyja.

Hérna koma úrslit, markaskorarar og einn punktur um hvert lið!
Setti liðinn upp eins og var í fyrsta leik - alls spiluðu 59 leikmenn í
mótinu sem er frekar gott. Við skoruðum 31 mark og náðu nokkrir
að bæta sér inn á eða hækka sig upp á listanum góða.

Gekk svona lala í heildina, spiluðum nokkuð góðan bolta en það sem mest
vantaði var meira skap og vilja til að vinna fleiri leiki því oft vantaði ansi
lítið upp á (6 sinnum töpuðum við með einu eða tveimur mörkum).

Annars bara 2007 á næsta leyti og lítur allt vel út fyrir góða hluti á því ári.

- - - - -

Lið 1: Kristó í markinu - Silli og Daði í vörn - Kommi á miðjunni - Anton og Mikki á köntunum - Daníel Örn einn frammi. Varamenn: Sindri og Davíð Þór.

Leikir og mörk:

v Fjölni: 1 - 1 (anton helgi).
v KR: 1 - 0 (danni örn).
v Leikni: 2 - 0 (danni örn - kommi).
v Víking: 3 - 1 (danni örn).

v Fylki: 0 - 2.

Almennt um mótið: Flottir leikir í byrjun sem gerði það að verkum að við spiluðum undanúrslitaleikinn við Fylki. Klaufalegt að gera ekki betur í þeim leik og fara alla leið. En ég var ánægður með menn - flott mörk og afar skemmtilegir leikir. Getum verið afar ánægðir með okkur í dag.

Stóð sig best: Daníel Örn.

- - - - -

Lið 2: Sindri í markinu - Maggi og Guðmar í vörn - Högni á miðjunni - Siggi T og Guðbjartur á köntunum - Seamus frammi. Varamenn: Eiður Tjörvi.

Leikir og mörk:

v Víking: 1 - 1 (seamus).
v KR: 1 - 4 (eiður tjörvi).
v Fylki: 0 - 1.

Almennt um mótið: Var nokkuð sáttur við spilamennskuna okkar í dag nema kannski í leiknum við KR - vorum óheppnir á móti Fylki og hefðum getað klárað Víkinga. En allt í góðu samt. Þetta voru náttúrlega bara þrír leikir og menn kannski ekki alveg komnir í gírinn. Tók smá tíma að smella saman - en þannig fór það.

Stóð sig best: Sindri G.

- - - - -

Lið 3: Vésteinn í markinu - Gummi Ingi og Eyjólfur í vörninni - Leó á miðjunni - Gummi S og Einar á köntunum - Krummi frammi. Varamenn: Hilmar og Egill.

Leikir og mörk:

v KR: 2 - 5 (krummi 2).
v Fjölni: 0 - 4.
v Víking: 0 - 7.


Almennt um mótið:

Þetta byrjaði alveg svaðalega vel! Komumst í 2-0 á móti KR og vorum að spila frekar vel. En eftir það var allur kraftur úr okkur og náðum við okkur engan veginn á strik. Fengum á okkur ódýr mörk og höfðum enga heppni með okkur.

Stóð sig best: Hrafn Helgi.

- - - - -

Lið 4: Stefán Karl í marki - Matthías og Elvar Aron í vörn - Hákon á hægri kanti - Reynir á miðjunni - Viktor á vinstri kanti - Arianit frammi. Varamenn: Kevin Davíð.

Leikir og mörk:

v ÍR: gefinn!
v Fjölni: 6 - 2 (reynir 3 - arianit - hákon - viktor).
v Fylki: 1 - 6 (reynir).

Almennt um mótið: Eftir klassa sigur á Fjölni bjóst maður við álíka spilamennsku í næsta leik en vorum bakaðir af Fylkismönnum, sem kláruðu mótið að ég held. En menn tóku ágætlega á því og fóru vonandi sáttir heim.

Stóð sig best: Reynir.

- - - - -

Lið 5: Vésteinn í marki - Aron Vikar og Arnór Daði í vörn - Arnþór á vinstri kanti - Geiri á miðjunni - Ágúst J á vinstri kanti - Varamenn: Haraldur Örn - Árni (5.fl) og Björn (5.fl).

Leikir og mörk:

v Víking: 1 - 2 (
björn í 5.fl).
v KR: 1 - 4 (arnþór f).
v Fylkir: 0 - 2.

Almennt um mótið: Það munaði ekki miklu í þessum leikjum. Með aðeins meiri grimmd og sjálfstrausti hefðum við farið lengra. En ég var ánægður með marga leikmenn og nett að fá tvo lánaða úr 5.flokki. Bara meira af því!

Stóð sig best: Arnór Daði.

- - - - -

Lið 6: Krissi í markinu - Gummi aftastur - Nonni og Addi fyrir framan hann í vörn - Diddi og Arnþór á miðjunni - Árni Freyr einn frammi. Varamenn: Stebbi og Anton Sverrir.

Leikir og mörk:

v Fjölni: 0 - 1.
v KR: 3 - 0 (árni freyr 2 - diddi).
v Leikni: 2 - 0 (stefán tómas 2).
v Víking: 2 - 0 (arnar kári - arnþór ari).

Almennt um mótið:

Í raun ein mistök sem gáfu mark fjölnismanna gerði það að verkum að við fórum ekki alla leið í úrslitaleikinn :-( Kláruðum hina leikina þrjá nokkuð örugglega og lágum náttúrulega í færum í fjölnisleinum en þeirra markmaður átti svaðalegan leik. Leikkerfið okkar smellpassaði og getum við verið frekar sáttir með okkar leik í þessum fjórum leikjum.

Stóð sig best: Kristján Einar.

- - - - -

Lið 7: Kristó í markinu - Valli aftastur, Óli og Jóel fyrir framan hann - Viðar og Dagur á miðjunni og Tryggvi einn frammi. Varamenn: Salómon og Úlli.

Leikir og mörk:

v Fjölni: 0 - 0.
v KR: 2 - 0 (tryggvi - valli).
v Leikni: 2 - 1 (tryggvi 2).
v Víking: 0 - 1.

Almennt um mótið:

Í heildina flottir leikir - vorum að spila vel, verjast vel en hefðum samt mátt klára aðeins fleiri færi þar sem við algjörlega lágum í færum á móti Fjölni og Leikni. Algjör skandall að við fórum ekki alla leið í úrslitaleikinn. Virkuðum samt eitthvað þreyttir á móti Víkingum en áttum samt aldrei að tapa þeim leik. Eitt kúkamark hjá þeim þegar þrjár mínútur voru eftir enduðu þetta hjá okkur þar sem að jafntefli hefði dugað okkur! Einnig hefðum við mátt undirbúa ykkur betur fyrir þann leik - þ.e. að garga ykkur betur í gang því við vorum betri en Víkingarnir. En við getum verið þokkalega sáttir með okkur.

Stóð sig best: Valgeir Daði.

- - - - -

Friday, December 22, 2006

Jólafrí!

Sæler.

Þá er (loksins) komið að jólafríinu okkar.

Æfingin og jólastemmarinn í gær heppnaðist massa vel. reyndar vonlaust veður en góð mæting
og menn nokkuð sprækir (smá læti samt og ekki alveg allir sem gengu frá sínu drasli í ruslið - en röflum ekki yfir því). Engin sagði samt; "sniðugt að hafa "sammara" (samlokur)" :-(

Jóel tók vítóið - Emil, Viktor, Guðmar og einhvern einn enn unnu í happdrættinu
og svo man ég ekkert hverjir tóku bingóið (commentið það inn takk).

Myndasýningin var vonandi nett, er samt að fara að fá nýja vél þannig að við
tökum áfram böns af myndum (flestum af okkur sjálfum samt).

Við mössuðum svo mótið í dag með fimm liðum - gekk svona lala en við gerum
skýrslu um það fljótlega - ásamt því að klára leikina, markahæstu og allt það. og
mætingarnar fyrir jól (ú - einhverjir stressaðir - fá kannski hárþurrku með styrkleika
nr.1
).

Alla veganna,
hafið það rosa gott yfir jólin - borða mikið - liggja í sófanum - hanga í tölvunni - en samt smá bolti :-) og vera góðir við "fammó".

Kiddi segir Merry Christmas frá USA, ég og Egill segjum gleðileg jól, og eymi ble ble.



Heyrumst eftir jól.
Ingvi

Thursday, December 21, 2006

Reykjavíkurmótið innanhúss!

Hæ.

Hérna eru liðin hjá okkur á Reykjavíkurmótinu innanhús. Fimm lið keppa núna strax á morgun; föstudaginn kemur (22.des) – en tvö lið keppa á milli jóla og nýárs (fim 28.des). Keppt er upp í Egilshöll.


Föstudaginn 22.des:

• Mæting kl.8.30 : Kristófer (m) – Kormákur – Anton Helgi – Sigvaldi – Mikael Páll (c) – Daði Þór – Daníel Örn – Sindri Þ – Davíð Þór. (Búnir um kl.12.00).

• Mæting kl.13.30 : Stefán Karl (m) - Hákon – Elvar Aron – Emil Sölvi – Kevin DavíðIngvar – Matthías – Viktor Berg (c) – Reynir – Arianit. (Búnir um kl.16.00).

• Mæting kl.9.00 : Sindri (m) – Sigurður T – Högni Hjálmtýr (c) – Magnús Helgi – Guðmar – Seamus – Guðbjartur – Eiður T. (Búnir um kl.12.00).

• Mæting kl.12.30 : Vésteinn (m) - Leó Garðar – Hrafn Helgi – Anton J – Styrmir - Eyjólfur – Einar – Guðmundur Ingi – Guðmundur S (c) - Hilmar. (Búnir um kl.16.00).

• Mæting kl.13.00 : Arnþór F (c) – Þorgeir – Birgir ÖrnÁgúst J – Egill F – Haraldur Örn – Lárus Hörður – Aron Vikar – Arnór Daði. (Búnir um kl.16.00).

Grænir mættu ekki í dag, og ég hef ekki náð í þá - en eru vonandi klárir á morgun!


Fimmtudaginn 28.des:

• Mæting kl.8.30 upp í Egilshöll: Kristján Orri (m) – Kristján Einar (c) – Árni Freyr – Guðmundur Andri – Arnþór Ari – Anton Sverrir – Stefán Tómas – Arnar Kári – Jón Kristinn. Búnir um kl.12.00.

• Mæting kl.11.30: Kristófer (m) – Úlfar Þór – Tryggvi – Jóel – Valgeir Daði (c) - Viðar Ari – Dagur Hrafn – Ólafur Frímann – Salómon. Búnir um kl.15.30.

Komast ekki / meiddir / í fríi: Þorleifur – Gísli Ragnar – Orri.

Ekki sést lengi: Ágúst Bjarki–Goði–Kolbjörn–Kristófer–Steinar–Sævar–Daníel I.

Síðasta æfing fyrir jól!

Jó.

Í dag, fimmtudaginn 21.des, er síðasta æfing fyrir jól. Æfingin er frá kl.13.00 – 14.30 á gervigrasinu - og eftir hana ætlum við að vera með létta jólastemningu niður í Þrótti.

Menn geta skroppið í sturtu (niður í Þrótti eða skotist heim) – en við byrjum dagskránna aftur kl.15.00 í stóra salnum – allt ætti að búið um 16.00 - og nóg að koma með 400kr fyrir hressingu!


Æfingin:

• Jólareitur.
• Skipt í tvö – málið dautt!
• Vító.

Í salnum:

• Gúff (geymum “pedsuna”).
• Egill stjórnar jólabingói (veglegir vinningar).
• Létt myndasýning (hötum það ekki).
• “Ekvað” fleira fjör (t.d. diddi á píanó og arnþór á fiðlu).
• Miði með mætingartímum fyrir jólamótið.

3 dagar til jóla!
Þjálfarar og foreldraráð

Wednesday, December 20, 2006

Miðvikudagurinn 20.des!

Heyja.

Met hvað ég var seinn að setja þetta inn - en þetta var samt alveg klárt!

Í dag er æfing hjá yngri og fimleikar hjá eldri:

- Yngra árið - æfing - kl.16.00 - 17.15 á gervi (soldið vont veður en við mössum það).

- Eldrá árið - fimleikar - kl.19.20 - 20.30 - Fimleikahöllin (mæting niður í klefa 1).

Sí ja.
Ingvi og Egill

- - - - -

Sunday, December 17, 2006

Herþjálfun hjá yngra árinu!

Hey hey.

Veit ekki alveg með mætinguna í dag! Menn ekki nógu duglegir að smessa á mig. En bara verst að misssa af þessu klikkaða flotta veðri í dag. Vildi að ég hefði verið með cameru, eða náttúrulega vera með.

Alla veganna, á morgun, þriðjudaginn 19.des, ætlar yngra árið (og þeir á eldra ári sem komumst ekki í síðustu viku) að skella sér upp í Heilsuakademíu Íslands og fara í herþjálfunartíma. Þeir eru með geggjaða aðstöðu og verður bara gaman að prófa þetta.

Það er mæting kl.15.50 upp í anddyri Egilshallar. Þetta verður um klukkutími. Koma með venjulegt innanhúsdót + handklæði – þarna er klefi + sturta – og þetta kostar 600kr á mann. Vona að menn séu lausir (þar sem þetta er á þriðjudegi) – verður bara stuð.

Sjáumst hressir,
Ingvi og Egill.

Mánudagurinn 18.des!

Heyda.

Á morgun, mánudag, eru léttar æfingar á gervigrasinu. Tökum jóladavidleik og
eitthvað fjör. Mælum hugsanlega hvað menn eru liðugir og jafnvel hvort menn séu
komnir ofar í gull-silfur-brons pakkanum í að halda á lofti!

Alla veganna,

- eldra árið æfir kl.15.00 - 16.15 á gervi.

- yngra árið æfir kl.16.15 - 17.30 á gervi.

Dragið félagann af stað ef hann er latur!
Sjáumst hressir,
Ingvi og Egill (já kidda lausir :-(

Jólahappdrættið!

Sælir.

Þá eru 38 strákar úr flokknum komnir með jólahappdrættismiða
til að selja! Reyni að fá fleiri miða á morgun til að láta restina fá.

Munið að verð miðans er kr. 2.000 og fara þar af kr. 900 til þess sem
selur miðann.

Dregið verður 6 janúar og þarf að skila inn óseldum miðum og ganga frá
greiðslu niður í Þrótti í síðasta lagi 4 janúar. Einnig er hægt að greiða miðana
við móttöku þeirra. Posi er á staðnum.

Aðeins eru í boði 3.000 miðar. Fjöldi vinninga er 57 og er heildarverðmæti þeirra um 1,5 milljónir. Þar má nefna glæsilegt lúxus 50” Pioneer PDP 507 XD plasma sjónvarp (sem ingvi
ætlar að vinna takk fyrir),
Zepto 15,4 fartölvu, Mongoose fjallahjól, Chiro DeLuxe rúm frá Betra baki, fjöldi rafmagnstækja af Bosch gerð frá Smith og Norðland, flugmiðar frá Iceland Express ásamt
mörgum öðrum minni vinningum.

Jólahappadrættið er stór liður í fjáröflun knattspyrnudeildar Þróttar og ákaflega mikilvægt að sem flestir taki þátt og selji og/eða kaupi miða fyrir félagið.
Þetta er líka snilldar fjáröflun fyrir okkur.

Þannig að verið duglegir og óhræddir að labba í hús og biðja fólk um að styrkja ykkur/Þrótt. Bara vera kurteisir og tilitssamir.

Saturday, December 16, 2006

Höllin í dag!

Yes sir.

Það var nett að fá einn innanhústíma loksins. reyndar vantaði slatta af
gaurum en þetta var samt síðasti sunnudagur fyrir jól þannig að það var
allt í gúddí.

en smá um mótið hér:

- - - - -

Liðin:

1: diddi - biggi - anton h - daði - krummi.
2: guðmar - silli - sindri - stymmi - tryggvi.
3: arnór - arnþór a - arnþór f - mikki - leó - viktor.
4: dagur - nonni - eiður - bjartur - krissi.
5: geiri - addi k - jóel - lalli - salli.
6: viddi - danni ö - seamus - maggi - valli.

Sæti:

1.sæti: Lið 5.
2.sæti - 4.sæti: Lið 1 og Lið 3 og Lið 4.
5.sæti: Lið 2
6.sæti: Lið 6.

Markahæstir:

5 mörk: Addi K (powerade).
4 mörk: Salómon.
3 mörk: Krummi.
2 mörk: Guðmar.
1 mark: Diddi - Daði - Arnþór Ari - Arnþór F - Eiður - Geiri - Dagur - Nonni.

Fæst mörk á sig: Kristó (powerade - reyndar degi of seint).

Bestur í dag: Ingvi (þrátt fyrir að spila bara einn leik).

Æstasti markmaðurinn: Orri!

Grófastur: Krissi!

Ótrúlegt en satt: Silli fékk ekki "dúndru" í punginn í dag!

Duglegastir heima að læra: Egill og Anton Sverrir!

- - - - -

Leikir v HK - laug!

Yes.

Það voru tveir leikir í frostinu í dag. Frekar jafnir leikir
enda útkoman 2 stig í tveimur leikjum. Allt um þá hér:

- - - - -

Þróttur 1 - HK 1
Æfingaleikur

Dags: Laugardagurinn 16.desember 2006.
Tími: kl.14.00 - 15.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik:
1-0.
Gangur leiksins:
1-0, 1-1.

Maður leiksins: Nonni (átti klassa leik og var fremstur meðal jafningja).

Mörk:

19 mín - Viðar Ari með snilldar slútt eftir svaðalega sendingu innfyrir frá Antoni S.

Áhorfendur: 4-6 foreldar kíktu á völlinn.
Dómari: Kiddi og Hákon Andri, flottir og snilld að fá Hákon í staffið!
Vallaraðstæður: Frakar kalt, en völlurinn slapp svo sem.

Liðið:

Krissi í marki - Úlli og Óli F bakverðir - Addi og Nonni miðverðir - Viðar og Jóel á köntunum - Diddi og Arnþór á miðjunni - Anton S og Stebbi frammi. Varamenn: Tolli og Gummi.

Frammistaða:

Krissi: Fínn leikur - Varði oft afar vel, bæði uppi og niðri.
Úlli: Góður leikur - varðist vel allann leikinn en vantaði aðeins upp á nokkrar sendingar.
Nonni: Annar snilldar leikurinn - allt til fyrirmyndar.
Addi: Góður leikur í miðverðinum - tók algjöran Ferdinant á etta í dag.
Óli F: Klassa leikur - fyrsti með þessu liði - stimplaði sig vel inn.
Viðar: Súper leikur og súper mark.
Arnþór: Afar yfirvegaður á miðjunni og líka seigur frammi - góður leikur.
Diddi: Klassa leikur - gerði allt afar vel, bæði í vörn og sókn.
Jóel: Nokkuð góður leikur - var afar mikið í boltanum í seinni hálfleik og gerði margt afar vel - en hefði mátt vera aðeins grimmari að skýla boltanum og vera á undan í hann nokkrum sinnum.
Anton S: Flottur með boltann - lagði upp markið deco style - fínn leikur.
Stebbi: Duglegur með klassa vinnslu - fann sig betur á kantinum en frammi.

Tolli: Nokkuð góður leikur - hleypti engum fram hjá sér í bakverðinum og átti fína spretti á kantinum.
Gummi: Afar sterkur og öflugur á miðjunni - hefði kannski mátt koma boltanum betur frá sér - líka traustur í bakverðinum í lok leiksins.


Almennt um leikinn:

+
Stjórnuðum leiknum algjörlega í byrjun leiks og létum boltann rúlla þvílíkt vel.
+
Þeir fengu varla færi í fyrri hálfleik - vorum alltaf á undan þeim í boltann.
+
Áttum nokkur fín skot - fleiri en í síðustu leikjum.
+
Héldum haus og vorum agaðir - aðeins betra tal en vanalega - allir jákvæðir og flottir.

-
Vantaði aðeins að fara á þá og taka menn á - búa til eitthvað.
-
Vantaði stundum að skýla boltanum betur - setja líkamann fyrir.
-
Slökuðum aðeins á eða misstum einbeitinguna í smá tíma og þeir komust þá aðeins meira inn í leikinn.
-
Seldum okkur á köflum - vorum ekki í jafnvægi og þeirra sterkasti maður labbaði stundum í gegnum okkur.

Í einni setningu: Nokkur góður leikur í heildina - massa góður fyrri hálfleikur en svo misstum við aðeins "dampinn" í seinni (og ekki í fyrsta skiptið). Vinnum áfram í því.

- - - - -

Þróttur 2 - HK 2
Æfingaleikur

Dags: Laugardagurinn 16.desember 2006.
Tími: kl.15.15 - 16.30.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik:
0-1.
Gangur leiksins:
0-1, 1-1, 1-2, 2-2.

Maður leiksins:
Daníel Örn (er í feikna stuði þessa daganna og klárar sín færi vel).

Mörk:


35 mín - Daníel Örn eftir snilldar fyrirgjöf frá Salómoni.
48 mín - Daníel Örn mættur aftur og kláraði af stuttu færi.

Áhorfendur:
Sárafáir, og þeir sem mættu héldu sig inni!
Dómari:
Kiddi (og svo kom Ingvi honum til bjargar).
Vallaraðstæður:
Frekar kalt úti en völlurinn slapp alveg.

Liðið:

Orri í markinu - Daði og Maggi bakverðir - Guðmar og Kristó miðverðir - Seamus og Dagur á köntunum - Silli og Tolli á miðjunni - Tryggvi og Salómon frammi. Varamenn: Daníel Örn - Högni - Sindri og Mikki.

Frammistaða:

Orri: Í heildina mjög góður leikur.
Daði: Afar "solid" leikur - gerði allt rétt.
Maggi: Góður leikur - snöggur og vel á tánum.
Guðmar: Fór soldið oft út úr stöðu - en átti fína spretti - sterkur og át alla á sprettinum.
Kristó: Duglegur og sterkur - fór á fullu í alla bolta - finn leikur.
Dagur: Vaknaði er á leið leikinn og lék sér þá að HK mönnum og bjó til fullt af færum.
Silli: Vantar kannski aðeins að venjast miðjustöðunni - en annars nokkuð góður leikur.
Tolli: Fékk kannski ekki mikinn tíma til að koma sér í leikinn - en gerði allt rétt þessar 15 mín.
Seamus: Afar duglegur - upp og niður kantinn sem og frammi í lokinn - óheppinn að "setjann" ekki á síðustu mínútunni.
Salómon: Mikið í boltanum og baráttunni - hefði mátt vera sneggri að finna næsta mann eða senda boltann inn í - en annars fínn leikur - og bjó alveg til mark nr.1.
Tryggvi: Vantaði að fá betri bolta til að moða úr - en var á fínni hreyfingu og barðist vel.

Mikki: Fínn á kantinum - hélt boltanum vel og kom honum vel frá sér.
Högni: Var soldið út úr stöðu í byrjun og vann svo á og kláraði leikinn vel.
Daníel Örn: Alltaf á fullu og setti tvö flott mörk - ekki hægt að biðja um meira.
Sindri: Kom inn á seinni og batt vörnina flott saman - flottur leikur.


Almennt um leikinn:

+
Flott barátta og fínn varnarleikur í heildina.
+
Tvö flott mörk og fleiri færi sem hefðu mátt rata inn.
+
Þvílík markvarsla á köflum.
+
Fín samvinna og flott liðsheild.

-
Fórum stundum út úr okkar stöðum.
-
Hefðum getað rúllað boltanum aðeins betur til markmannana og koma þeim meira inn í leikinn.
-
Vantaði stundum að annar miðjumaðurinn héldi betur og tæki á móti HK-mönnum - þeir fengu stundum skyndisóknir þar sem að við vorum komnir of margir fram.
-
Hefðum mátt skjóta oftar og fyrr á markið.

Í einni setningu: Ágætisleikur hjá okkur þar sem við sýndum góðan karakter og jöfnuðum leikinn tvisvar sinnum - héldum líka haus þegar hitt liðið var í röflinu - markmennirnir vörðu ótrúlega vel á köflum - hefði verið gargandi snilld að taka öll þrjú stigin með því að skora í lokinn.

- - - - -

Friday, December 15, 2006

Innanhúsæfing - sunnudag!

Yes.

Á morgun, sunnudaginn 17.des, verður "jólainnanhúsflokksmótið" okkar
inni í Laugardalshöll - kl.13.30 - 15.00.

Mæta með innanhúsdót (t.d. flotta liðspeysu (t.d. liverpool peysu), towel, hárband og
legghlífar því tappinn svindlar og verður örugglega með (en helst ekki á móti didda takk).
Taka svo vel á kidda því hann er að fara út til usa eftir tvo daga. En verið góðir við Egil því hann á eitt próf eftir.

Alrighty.
Sjáumst sprækir á morgun.

Ingvi, Egill og Kiddi.

Leikir á laug!

Hey.

Á morgun, laugardag, keppa tvö lið við HK á gervigrasinu okkar. Aðrir eru í fríi
en mega endilega láta sjá sig og kíkja á leikina.

En á sunnudaginn er svo innanhúsæfing hjá öllum inni í laugardalshöllinni kl.13.30 - 15.00.

En mætingarnar á morgun eru eftirfarandi:

- Mæting kl.13.15 niður í Þrótt - keppt við HK kl.14.00 - 15.10:

Kristján Orri - Arnþór Ari - Kristján Einar - Guðmundur Andri - Valgeir Daði - Stefán Tómas - Árni Freyr - Anton Sverrir - Þorleifur - Arnar Kári - Úlfar Þór - Jón Kristinn - Viðar Ari - Ólafur Frímann.

- Mæting kl.14.45 niður í Þrótt - keppt við HK kl.15.15 - 16.30:

Sindri / Orri - Seamus - Dagur Hrafn - Magnús Hrafn - Salómon - Guðmar - Daníel Örn - Mikael Páll - Daði Þór - Kormákur - Tryggvi - Kristófer - Reynir - Sigvaldi - Jóel.

Undirbúa sig vel - mæta með allt dót - tilbúnir að taka vel á því.

Sjáumst hressir,
Ingvi og co.

Undirstrikaðir verða helst að smessa á mig þannig að ég viti að þeir mæta pottþétt!

- - - - -

Thursday, December 14, 2006

Föstudagurinn 15.des!

Jó jó.

Í dag, föstudaginn 15.des, er æfing kl.16.00 eins og vanalega (nema æfingin verður sérlega skemmtileg!).

- Það er frjáls mæting hjá eldra árinu.

- En eftir æfingu ætlar yngra árið að kíkja aðeins í pottinn (sem sé niður í laugardalslaug), dýfa Agli aðeins og svo jafnvel að fá sér powerade á eftir.

Sem sé æfing kl.16.00 – 17.30, og svo sund til um kl.18.30. Koma með sund dót, 100kr í sund og svo kannski 200kr fyrir drykk!

Sjáumst hressir.
Ingvi – Egill og Kiddi (nýklipptur og fallegur).

Wednesday, December 13, 2006

Fimmtudagurinn 14.des!

Hey hey.

Klikkuð mæting hjá eldra árinu í gær og afar nett æfing (oki, soldið pirraður - tek það á mig) Og snilldar test hjá yngra árinu í fimleikatímanum.

En á morgun, fimmtudaginn 14.des, ætlar eldra árið heldur betur að breyta aðeins til. Þeir upp í Heilsuakademíu Íslands ætla að taka á móti okkur og taka okkur í herþjálfun + pró Tarzan leik. Þeir eru með geggjaða aðstöðu og verður bara gaman að prófa þetta.

Það er mæting kl.15.50 upp í anddyri Egilshallar. Þetta verður örugglega um klukkutími. Koma með innanhúsdót – þarna er klefi + sturta – og þetta kostar 600kr á mann. Vona að menn séu lausir – verður bara stuð.

- Frí hjá yngra árinu árinu, en æfing + sund á föstudaginn.

Sjáumst hressir,
Ingvi (tek rambó á etta)– Egill (búinn í prófum) og Kiddi (ah, eitt eftir).

Monday, December 11, 2006

Miðvikudagurinn 13.des!

Heyja.

Planið í dag, miðvikudag, er þá svona:

- Æfing hjá eldra árinu kl.16.30 - 18.00 á gervigrasinu.

- Síðasti fimleikatíminn hjá yngra árinu - mæting kl.19.20 niður í klefa 1. Búið um kl.20.30.

Látið félagann vita - mætum massa margir í dag!

Ef fleiri en fimm skila upplýsingamiðanum á hverju ári verður david leikur hjá eldri og hugsanlega langur frjáls tími hjá yngri! kommma sooo.

Sjáumst eldhressir,
Ingvi og co.

Sunday, December 10, 2006

Skipulagið fram að jólum!

Heyja.

Hérna er miðinn sem allir fengu á mánudaginn.
Vonandi kominn upp á alla ísskápa!

- - - - -

Mánudagurinn 11.des: Æfing - Eldra ár – kl.15.00 – Gervigrasið. Æfing – Yngra ár – kl.16.15 – Gervigrasið.

Þriðjudagurinn 12.des: Frí.

Miðvikudagurinn 13.des: Æfing – eldra ár – kl.16.30 – Gervigrasið Fimleikar - yngra ár - kl.19.20 – Fimleikahöllin.

Fimmtudagurinn 14.des: “Herþjálfun”/Tarzan tími – Eldra ár - Heilsuakademían upp í Egilshöll – Mæting kl.15.45 upp í Egilshöll með innanhúsdót – kostar 600kr.

Föstudagurinn 15.des: Æfing – Yngra ár (frjáls mæting hjá eldri) – kl.16.00 – 17.30 – Gervigrasið.

Laugardagurinn 16.des: Æfingaleikur v HK (tvö lið) – Gervigrasið. Frí hjá öðrum.

Sunnudagurinn 17.des: Innanhúsbolti hjá öllum (flokksmót) – Laugardalshöll kl.13.30 - 15.00.

- - - - - - - - - -

Mánudagurinn 18.des: Æfing - Eldra ár – kl.15.00 – Gervigrasið. Æfing – Yngra ár – kl.16.15 – Gervigrasið.

Þriðjudagurinn 19.des: “Herþjálfun”/Tarzan tími – Yngra ár - Heilsuakademían upp í Egilshöll – Mæting kl.15.45 upp í Egilshöll með innanhúsdót – kostar 600kr.

Miðvikudagurinn 20.des: Æfing – yngra ár – kl.16.00 – Gervigras. Fimleikar - eldra ár - kl.19.20 – Fimleikahöllin.

Fimmtudagurinn 21.des: Síðasta æfing fyrir jól – Allir - kl.13.00 – Jólastemmari, bingó og gúff í Þrótti eftir æfingu. Allt búið um 15.30.

Föstudagurinn 22.des: Reykjavíkurmótið innanhúss –Egilshöll (fimm lið).

Laugardagurinn 23.des - Fimmtudagurinn 4.jan: Jólafrí ☺

- - - - - - - - - -
Nema: Fimmtudagurinn 28.des: Reykjavíkurmótið innanhúss – Egilshöll (tvö lið).
- - - - - - - - - -

Fyrstu æfing eftir frí er svo föstudaginn 5.janúar.
Upp á ísskáp með “etta”! Heyrið svo endilega í okkur ef eitthvað er óskýrt.

Jólakveðja, Ingvi – Egill og Kiddi.

Friday, December 08, 2006

Mánudagurinn 11.des!

Sælir.

Klassa leikir hjá yngra árinu um helgina - ekki nógu ánægður að hafa
ekki verið á svæðinu!

En ný vika að byrja á morgun - það verða komin jól áður en varir!

Hérna er planið - hefðbundið en vonandi góð mæting og gott veður!
Allir fá svo skipulagið okkar fram að jólum á blaði.

Annars bara stemmari!

- Eldra árið æfir kl.15.00 - 16.15 á gervi.

- Yngra árið æfir kl.16.15 - 17.30 á gervi.

Sjáumst sprækir.
Ingvi og co.

Minni á að skila upplýsingunum um ykkur (og svo eiga sumir eftir að borga for the bækling).

Leikur v Fjölni - laug!

Jamm.

Það var einn leikur v Fjölni í dag, reyndar á Fylkisgervigrasinu.
En völlurinn góður og leikurinn svaðalegur. Allt um hann hér:

- - - - -

4.flokkur - Æfingaleikur
Þróttur - Fjölnir.

Dags: Laugardagurinn 9.desember 2006.
Tími: kl.13.00 - 14.15.
Völlur: Fylkis-gervigras.

Staðan í hálfleik: 4-0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 4-0, 4-1, 5-1, 6-1, 6-2, 7-2, 8-2, 9-2.

Menn leiksins: Eiður og Daníel Örn (léku báðir gríðarlega vel, bæði í miðverði og sókn).

Mörk:
5 min – Seamus eftir að hafa prjónað sig glæsilega í gegn.
9 min – Eiður eftir að hafa sloppið í gegn.
17 min – Seamus eftir að stungið varnarmenn Fjölnis af.
25 min – Seamus eftir að hafa sólað nokkra Fjölnismenn.
37 min – Arnþór með góðu skoti.

40 min – Arnþór úr víti.
45 min – Eyjólfur eftir að hafa sloppið í gegn.
52 min – Sigurður eftir góða skyndisókn.
60 min – Arnþór eftir góða sókn


Áhorfendur: Nokkrir foreldrar kíktu á völlinn.

Dómari: Þjálfari Fjölnis dæmdi af stakri snilld, þó sleppti hann einu snilldarmarki hjá Seamusi!

Vallaraðstæður: Frekar kalt, en annars toppaðstæður.


Liðið:

Orri í marki - Einar og Guðmundur bakverðir - Daníel og Eyjólfur miðverðir - Arnþór og Birgir á köntunum - Sigurður og Seamus á miðjunni - Eiður og Egill frammi. Varamenn: Lárus Hörður, Haraldur Örn, Ágúst, Arnór Daði.

Frammistaða:

Orri: Fínn leikur, hafði lítið að gera, en gerði allt vel sem hann gerði. Gat ekkert gert í mörkunum.
Einar: Toppleikur, var gríðarlega öruggur í bakverðinum. Þarf samt að tala meira.
Guðmundur Ingi: Skilaði boltanum mjög vel frá sér og var með gott auga fyrir spili.
Daníel: Stjórnaði vörninni eins og herforingi og spilaði einnig vel frammi, þó hann hefði kannki átt að skora eitt mark.
Eyjólfur: Spilað mjög vel bæði í miðverðinum og frammi. Skoraði flott mark og annað dæmt af.
Arnþór: Skoraði þrennu og var alltaf ógnandi með þrumuskotum um allan völl.
Birgir: Var hreyfanlegur á kantinum og mjög óheppin að ná ekki að skora.
Sigurður: Spilaði mjög vel á miðjunni og gaf margar frábærar stungusendingar á samherja sína.
Seamus: Var gríðarlega ógnandi og skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var líka glymrandi vel spilaður, þó hann hafi ekki skorað þá.
Eiður: Byrjaði frammi og skoraði þar eitt flott mark. Var færður í miðvörðinn og blómstraði þar heldur betur og var feikigóður. Besti leikurinn hans hingað til!
Egill: Var öflugur frammi þótt hann hafi ekki skorað og var duglegur að detta niður ef miðjumennirnir voru komnir of framarlega.

Lárus: Barðist eins og ljón og var mjög áberandi í sóknarleik okkar.
Haraldur: Steig ekki feilspor og var gríðarlega rólegur og yfirvegaður í vörninni.
Ágúst: Kom frískur inná kantinn og spilaði mjög vel.

Arnór: Spilaði mjög vel í öllum þeim stöðum sem hann lék í.


Almennt um leikinn:

+ Stjórnuðum leiknum algjörlega allan leikinn og gáfum aldrei eftir.
+ Gáfum þeim ekkert færi á okkur í fyrri hálfleik - vorum miklu ákveðnari en þeir.
+ Vorum stórhættulegir fram á við og ógnuðum einnig fyrir utan teig og áttu mörg góð skot fyrir utan (þar af tvö sem höfnuðu í slánni)

- Eina sem hægt er að setja út á þennan leik var að það vantaði talanda. Þó það hafi ekki haft nein afdrifarík áhrifd í þessum leik, þá mun það gera þegar við förum í erfiðari leiki.


Í einni setningu: Mjög góður leikur. Spiluðum sem lið og sköpuðum gríðarlega mikið af færum og gáfum jafnframt fá færi á okkur. Halda þessu áfram !!
- - - - -

Thursday, December 07, 2006

Æfingleikur v Val - fös!

Jó.

Það var einn leikur við Val í dag. Eysteinn yfirþjálfari var fengið
til að aðstoða þar sem kóngurinn var heima veikur!! Og niðurstaðan
algjör klassa leikur. Allt um hann hér:

- - - - -

4.flokkur - Æfingaleikur
Þróttur 8 - Valur 2.

Dags: Föstudagurinn 7.desember 2006.
Tími: kl.16.00 - 17.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 5 - 1.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 4-0, 5-0, 5-1, 5-2, 6-2, 7-2, 8-2.

Maður leiksins: Viðar Ari (yfirburðar leikur).

Mörk:

3 mín - Dagur Hrafn setti fyrsta markið alveg í byrjun leiks.
7 mín - Kristján Einar.
12 mín - Seamus.
18 mín - Viðar Ari með flottasta mark dagins!
30 mín - Seamus.
50 mín - Salómon úr víti.
59 mín - Salómon.
70 mín - Guðbjartur setti svo eitt alveg í lokin.

Vallaraðstæður: Bara nokkuð góðar, ekkert of kalt og völlurinn fínn.
Dómari: Kiddi sá um etta einn eins og kóngur.
Áhorfendur: Þeir voru um 10-12 og skemmtu sér konunglega.

Liðið:

Sindri í markinu - Guðmar og Bjartur bakverðir - Ólafur Frímann og Maggi miðverðir - Mikki og Dagur á köntunum - Viðar og Diddi á miðjunni - Seamus og Salómon frammi. Varamenn: Guðmundur S - Hrafn Helgi - Eiður Tjörvi og Leó Garðar.

Frammistaða:

Sindri: Átti frekar náðugan dag, greip vel inní þegar á þurfti að halda og stóð sig vel.
Guðmar: Var eins og klettur í vörninni, lagði m.a. upp mark með þvílíkum spretti upp allan völlinn í bókstaflegri merkingu.
Maggi: Steig ekki feilspor í leiknum og hann og Óli stjórnuðu vörninni af þvílíkri snilld.
Óli: Sama og hjá Magga, var mjög traustur og steig ekki feilspor.
Bjartur: Flottur leikur, alltaf erfitt að vera réttfættur vinstra megin, en spilaði samt óaðfinnalega.
Mikki: Klassa leikur, var á vinstri kantinum og er það oft erfitt fyrir réttfættan mann að vera þeim megin, en Mikki lét það ekki á sig fá líkt og onaldinho og spilaði vel, varð betri eftir því sem á leikinn leið.
Diddi: Stjórnaði miðjunni gjörsamlega, næsti Roy Keane, nema að það vantar meira skap.
Viðar: Næsti Deco, skoraði stórglæsilegt mark og spilaði óaðfinnanlega.
Dagur: Er eins og raketta upp og niður, þarf að muna að nota breiddina meira en fer fram hjá öllum þegar sá gállinn er á honum eins og í þessum leik. Átti mjög góðan leik.
Salómon: Flottur leikur, spilaði betur eftir því sem á leið og skoraði 2 góð mörk og annað úr víti sem hann fiskaði sjálfur.
Seamus: Flottur leikur hjá Seamusi líka, er óragur við markið og tekur menn 1 og 1 og vann þá stöðu oftar en ekki í leiknum.

Hrafn: Kom ferskur inn þegar við vorum aðeins að missa dampinn, barðist vel og skilaði sínu.
Leó: Var mjög traustur eftir að hann kom inná og gerði vel.
Eiður T: Var sterkur í vörninni og gaf enginn færi á sér.
Gummi: Kom öflugur inná og átti flotta spretti, þarf að hafa meiri trú á sjálfum sér og þá eru allir vegir færir.


Almennt um leikinn:

Það voru allir að spila vel, við byrjuðum sérstaklega vel og vorum komnir í 2-0 eftir stuttan tíma, síðan slökuðum við aðeins á og misstum aðeins tökin, en það stóð yfir í stuttan tíma því við bættum í aftur og uppskárum góðan
stórsigur.

Ef það er hægt að setja út á eitthvað þá eru alltof margir menn sem láta ekkert í sér heyra, það vantar alveg að tala og stýra næsta manni með einföldum setningum eins og "maður í bak", "snúa", "aleinn" og þessháttar, auðveldar spilamennskuna til muna.

Annars toppleikur eins og áður sagði (enda ekki við öðru að búast með kallinn á hliðarlínunni :-)


Í einni setningu: Skemmtilegur sigur í skemmtilegum leik - yfirspiluðum þá og kláruðum okkar færi eins og á að gera.

- - - - -

Helgin!

Hey hey.

Svona lítur helgin út. Eldra árið mætir í fimleika annað kvöld og fer svo í helgarfrí.
Allir á yngra ári taka æfingaleik og það er gríðarlega mikilvægt að allir séu klárir í leikina og láti okkur vita ef þeir komast ekki. Við eigum ekki að þurfa að lenda í vandræðum.

Sjáumst hressir.
Ingvi, Egill, Kiddi og jafnvel Eysteinn.

- Föstudagurinn 8.desember:

Æfingaleikur hjá yngra árinu við Val á gervigrasinu okkar – Mæting kl.15.30 niður í Þrótt með allt dót - keppt frá 16.00–17.30:

Sindri – Ólafur Frímann – Viðar Ari – Dagur Hrafn – Salómon – Seamus – Magnús Helgi – Guðmar – Eiður Tjörvi – Guðbjartur – Hilmar - Hrafn Helgi - Leó Garðar - Guðmundur S.

Fimleikar hjá eldra árinu - Mæting niður í klefa 1 kl.19.20 - búið um 20.30 (næst síðasti tíminn).

Frí hjá öðrum á yngra ári.

- Laugardagurinn 9.desember:

Æfingaleikur hjá yngra árinu við Fjölni upp á Fylkisgervigrasi (við hliðina á árbæjarsundlaug) – Mæting kl.12.30 upp í Fylki með allt dót – keppt frá 13.00-14.30:

Sindri ! - Þorgeir – Arnþór F – Anton J – Arnór Daði – Ágúst J – Birgir Örn – Egill F – Einar Ó – Eyjólfur Emil – Gísli Ragnar – Guðmundur Ingi – Haraldur Örn – Sigurður T - Lárus Hörður - Högni Hjálmtýr.

- Sunnudagurinn 10.des:

Frí hjá öllum - niður í bæ í jólastemmningu!

- - - - -

Ekki sést lengi / meiddir / í fríi / komast ekki / heyra í mér ef þeir eru klárir í leikina:
Aron Vikar – Ágúst Bjarki – Goði – Jonni – Kolbjörn – Kristófer – Steinar G – Sævar - Styrmir.

Wednesday, December 06, 2006

Miðvikudagurinn 6.des!

Jó.

Engir fimleikar í dag þannig að planið er þannig:

- Æfing hjá yngra árinu kl.15.45 - 17.00 á gervi.

- Æfing hjá eldra árinu kl.16.45 - 18.00 á gervi.

Tveir leikir eru planaðir hjá yngra árinu um helgina, þannig að
dagsferðin færist aðeins!! Þið fáið miða um þetta í dag.

Annars bara líf og fjör.
Sjáumst í dag.

Ingvi og co.

Monday, December 04, 2006

Mánudagurinn 4.des!

Hey hey.

Dagurinn í dag verður þannig:

- Engin æfing hjá eldra árinu kl.15.00 (þeir sem vilja mega taka sér frí - búnir að taka vel á því þrjá daga í röð!)

- Æfing kl.16.15-17.30 á gervigrasinu hjá yngra árinu - og öðrum á eldra ári sem ætla ekki að taka sér frí í dag!

Ok sör.
Látið þetta berast.

Sjáumst í dag.
Ingvi og co.

Ferðin í hnotskurn!

Jebba.

Það var keflavík um helgina hjá eldra árinu. Virkilega vel heppnuð ferð og vonandi fóru allir sáttir heim. Hérna fyrir neðan eru nokkrir punktar um ferðina, ásamt nokkrum myndum.

Good stöff!
- - - - -

- Skutl: Helgi - Hannes - Þorsteinn - Lárus - Mási og Ágúst eiga inni greiða. Tolli skuldar hring fyrir að koma og seint!

- Mótið fyrir hádegi: Kepptum sem sé 4 leiki: 1-1 v Stjörnuna (stebbi með markið - yfir 1-0 þegar 1.31 mín var eftir) . 0-1 v ÍR (met sett þegar þeir skoruðu á 25.59 mín). 0-4 v Keflavík (djöfluðumst vel framan af en hættum svolítið í lokin). 1-1 v Víking (diddi með markið - jafn leikur - hefðum mátt setjann aftur í lokin). Nonni fremstur meðal jafningja á mótinu.

- Fyrsta uppstilling (4-4-2): Krissi í markinu - Valli og Nonni bakverðir - Gummi og Addi miðverðir - Jóel og Stebbi á köntunum - Diddi og Arnþór á miðjunni - Árni Freyr og Anton Sverrir frammi. Varamenn: Daði, Úlli, Tolli og Tryggvi.

- Mótið eftir hádegi: Kepptum hér 5 leiki. 3-1 v Hauka (danni ö 2 + anton h - öruggur sigur). 0-2 v Stjörnuna (fengum á okkur mark á fyrstu mín - vöknuðum og vorum sterkari aðilinn síðustu mínúturnar). 1-2 v Njarðvík (sindri með markið - ótrúlegt að hafa tapað þessum leik). 1-2 v ÍR (svipaður leikur og á móti njarðvík - krissi fékk markið skráð á sig). 2-8 v Keflavík (vorum algjörlega á rassgatinu varnarlega í þessum leik - danni ö setti 2 afar flott mörk - gleymum þessum leik sem fyrst). Daníel Örn fremstur meðal jafningja á mótinu.

- Fyrsta uppstilling (3-3-1): Orri í markinu - Hákon, Kristó og Matthís í vörninni - Anton, Sindri og Viktor á miðjunni og Danni Ö einn frammi. Varamenn: Kevin Davíð, Silli og Krissi.

- Sundið: Vatnaveröld víst frekar töff. Helmingurinn fékk samt ekki að fara :-/ tökum það bara næst.

- Bíó: Klassa myndir. Flushed Away sérlega fyndinn. Samt soldið pirrandi þegar Kiddi hló eins og smástelpa!

- Hamborgarinn: Bara nokkuð góður, okey soldið sveittur en slapp alveg.

- Kvöldboltinn: Vil helst ekki ræða hann! Eftir að hafa verið í bullinum með trix og skemmtilegheit (og fékk ekki að vera á stálinu) tók ég zizu múvið mitt í góðu chilli. En nei nei, maður bara bókstaflega jarðaður! Ég meina, hef ég einhvern tímann röflað eða vælt (oki, langó salurinn í fyrra ekki tekinn með). En ég er buff. Mæti á mfl æfingu í kvöld! En sumir eru komnir á svarta listann minn!

- Vídeó: Það gat ekki verið að allt myndi ganga upp hjá Kidda - nei, engin litur á sjónvarpinu! En það reddaðist svo sem og afar vel valinn mynd hjá kallinum!

- Nóttin: Eruði að grínast hvað ég vaknaði oft upp! Einhverjir töffarar að skransa á bílunum sínum fyrir utan. Á eftir að fyrirgefa kidda að hafa yfirgefið okkur! En þið eigið hrós skilið að hafa ekki röflað út af sjálfssölunum og neyðarútgangsmerkjunum. En Orri skuldar armbeygjur fyrir hroturnar!
- Morgunmaturinn: Varla hægt að toppa heitar ostaslaufur, snúð og kaldan svala.

- Sparkvöllurinn: Nettur völlur og enn nettari boðhlaupsþrautir hjá mér. Appelsínugulir áttu ekki sinn besta dag! Gulir og vestislausir enduðu jafnir eftir langa rimmu. Jóel hirti svo Magic-inn léttilega.

- Prins póló: Eruði að grínast á að sumir voru með væl yfir þessum fína hádegissnarli!

- Lónið: Alltaf ljúft. Nema hvernig hárið á manni verður daginn eftir. Reyndar töff á mér.

- Rútan: Besta rúta bæjarins!

- Að lokum: Flott ferð - allir hegðuðu sér prýðilega (þótt sumir hafi fengið tiltal hér og þar). Söknuðum Egils (í tiltekt og svoddann). Önnur ferð fljótlega takk.

- Myndir:

Orri að fá sér að drekka (með nefinu) (ég veit - jesús).
Sárþjáður en lúkkaði samt!
Silli að bösta rímu!

Bakpoki týndur!

Sælir strákar.

Getur verið að þið hafið tekið svartan NIKE bakpoka í misgripum frá
gervigrasinu í síðustu viku??

Hann inniheldur stuttbuxur, bol og innanhússkó.

Heyrið í mér ef þið vitið eitthvað!
kv
ingvi (og daði þór).

Helgin!

Sælir.

Það er sem sé helgarfrí hjá yngra árinu. Taka það rólega, kíkja í
bæinn og svona, taka jafnvel bolta á sparkvellinum!

En eldra árið skellir sér til Keflavíkur í æfingaferð. Við dreifðum
bækling á alla (nettur bæklingur mar) - en ef einhverjir hafa
einhverjar spurningar þá bara bjalla.

Ok sör.
Góða helgi.

Ingvi og co.