Friday, December 30, 2005

Andlitsmyndir ofl!

Sæler.

Loksins erum við búnir að skella myndum af ykkur á Þróttarasíðuna!

Þið farið á www.trottur.is - og veljið síðan knattspyrna - og svo 4.flokkur karla.
Þar getið þið síðan farið í Leikmenn og séð alla í flokknum.

Allir leikmenn eiga að vera komnir inn. Og við eigum bara eftir að taka mynd af tveimur leikmönnum - og svo setja inn fleiri upplýsingar um ykkur. En þetta sleppur núna!

- - - - -

.is

Mætingarverðlaun - des!

Jó.

Menn mættu frekar vel í desember. Nokkrir þurfa aðeins að taka
sig á og verður rabbað við þá þegar við byrjum aftur.

En eftirtaldir mættu oftast í desember:

Eldra ár:

Bjarki B - 14 skipti.
Bjarki Þór - 14 skipti.
Guðlaugur - 14 skipti.
Símon - 14 skipti.
Snæbjörn Valur - 14 skipti.

Bjarmi - 13 skipti.
Flóki - 13 skipti.
Jónas - 13 skipti.
Óskar - 13 skipti.

Yngra ár:

Arnar Kári - 13 skipti.
Árni Freyr - 13 skipti.
Emil Sölvi - 13 skipti.
Hákon - 13 skipti.
Kristján Einar - 13 skipti.
Kristján Orri - 13 skipti.
Kristófer - 13 skipti.
Mikael Páll - 13 skipti.
Jóel - 13 skipti.
Tryggvi - 13 skipti.

. . . Þeir sem mættu 14 sinnum á eldra árinu og 13 sinnum á yngra árinu eiga inni Poworade hjá Gulla í byrjun janúar.

. . . . Þeir sem mættu oftst í nóvember eiga inni verðlaun hjá okkur - fá þau á fyrstu æfingu í jan!

- - - - -

Inni í þetta eru ekki teknar æfingar þar sem er frjals mæting.
Athuga þarf með hvernig þær eru reiknaðar inn i - sérstaklega fyrir þá sem missa alltaf af einni æfingu i viku - athugum það.

Þeir sem vilja fá að sjá allar sínar mætingar verða að meila á mig (skeido@mi.is) og fá þær síðan sendar á sitt netfang skömmu seinna.

Thursday, December 29, 2005

Áramót!

Heyja.

Þá erum við alveg búnir í þessu árlega jólamóti upp í Egilshöll.
Hefði verið gaman að sjá fleiri lið fara aðeins lengra - því oft ekki munaði
miklu.

Nú tekur við meira chill - frí alveg fram á miðvikudag í næstu viku - 4.janúar.

Þannig að þið hafið það gott - kaupið flugelda niður í Þrótti - og farið varlega við
í blysin!

Sjáumst hressir 2006.
Ingvi - Egill B - Egill T - Kiddi

p.s. sjáið svo ingva (í gömlum) rúlla yfir egill og egill (og hauk) (í ungum) á gamlársdag kl.12.00!!

Rvk mótið (eldra ár) - Úrslit!

Heyja.

Eldra árið keppti í gær upp í Egilshöll - Við vorum með þrjú lið
og í riðli með Fylki, Fram og Fjölni. Þetta var ekki okkar dagur -
skoruðum bara tvö mörk! - en líka svekkjandi að tapa nokkrum
leikjum á einu marki. En svona er boltinn. Flest um mótið hér:

- - - - -

Valencia: Snæbjörn í marki - Jónas og Aron Ellert í vörninni - Ingimar á miðjunni - Bjarmi (c) og Bjarki Steinn á köntunum - Danni Ben frammi + Bjarki B + Ævar standby!

v Fylki: 0 - 0.
v Fram: 0 - 1.
v Fjölni: 0 - 1.

Stóð sig best: Aron Ellert.

- - - - -

Barca: Anton í markinu - Gylfi Björn og Símon (c) í vörninni - Bjarki Þór á miðjunni - Tumi og Viktor á köntunum - Gulli frammi + Flóki.

v Fylki: 0 - 1.
v Fram: 0 - 0.
v Fjölni: 0 - 3.

Stór sig best: Anton.

- - - - -

Real: Arnar Páll í markinu - Jakob Fannar (c) og Arnar Már í vörninni - Atli Freyr á miðjunni - Ágúst Ben og Gunnar Björn á köntunum - Jónmundur frammi + Óskar.

v Fylki: 0 - 1.
v Fram: 2 - 2 (atli freyr 2).
v Fjölni: 0 - 2.

Stóð sig best: Jakob Fannar.

- - - - -

Tuesday, December 27, 2005

Leikurinn frestast + Rvk mótið (eldra ár)!

Hey.

Vona að engin fari fýluferð niður í Þrótt því við höfum frestað æfingaleiknum við FH!!
Veðrið er ferlegt og nennum við ekki að standa í rigningar- og rok leik í fríinu! Þannig að það er bara að fara út á skólalóð í bolta þegar veðrið er orðið bærilegt (ekki liggja í msn allt fríið!!).

En á morgun, miðvikudag, keppir eldra árið í Rvk mótinu upp í Egilshöll. Hér neðar á blogginu eru allir mætingartímarnir.

Einnig á morgun keppir eitt lið á yngra ári (Krissi - Diddi - Stebbi - Arnþór - Nonni - Árni - Arnar Kári) - sem vann sinn riðil og keppir því til úrslita. Þeir eiga að mæta kl.10.45 upp í Egilshöll og keppa kl.11.24. (búnir kl.12.18 ef við förum alla leið).

OK SÖR.
Sjáumst,
ingvi og co.

Monday, December 26, 2005

Leikir v FH (yngra ár)!

Heyja.

Vona að allir hafi haft það gott síðustu daga.

- En það er sem sé æfingaleikur við FH hjá yngra árinu á morgun, þriðjudag (27.desember).
- Það er mæting kl.12.00 (allir mæta á sama tíma) niður í Þrótt.
- Búningsklefarnir verða lokaðir þannig að allir verða að mæta í dótinu - og klæða sig vel eftir veðri.
- Við spilum örugglega á stórum velli.
- Allt ætti að vera búið um kl.14.00.

Endilega látið vita ef þið komist ekki svo við lendum ekki í vandræðum.
Ekkert mál ef þið erum með eitthvað planað - bara láta vita.

Sjáumst hressir,
þjálfarar

Friday, December 23, 2005

Gleðileg jól!

Sælir strákar.

Við viljum bara óska ykkur gleðilegra jóla.
Hafið það rosa gott yfir jólin - borðið vel og slakið á.
En það hafa allir gott að kíkja út í smá bolta eða bara hreyfa
sig eitthvað.

Takk fyrir okt-nóv og des. þið eruð að standa ykkur vel - erum
massa ánægðir með ykkur.

Sjáumst svo hressir milli jóla og nýárs.

Kær kveðja,
Ingvi, Egill B, Egill T og Kristinn Steinar

Thursday, December 22, 2005

Rvk mótið (eldra ár)!

Hey hó.

Nett síðasta æfingin áðan fyrir jól, nema hvað mitt lið
tapaði (kiddi tekur það á sig)!

Hérna er allt um Rvk mótið innanhúss hjá eldra árinu upp í Egilshöll.
Vona að allt sé á hreinu:

- - - - -

4.flokkur karla – Eldra ár.
Knattspyrnufélagið Þróttur
Reykjavíkurmótið í 4.flokki – innahúss – upp í Egilshöll.

Miðvikudagurinn 28.desember:

- Mæting kl.9.00 upp í Egilshöll – búið um kl.11.00:
Snæbjörn – Ingimar – Jónas – Bjarmi – Daníel Ben – Bjarki B – Aron Ellert – Bjarki Steinn.

- Mæting kl.12.00 upp í Egilshöll – búið um kl.14.00:
Anton – Gylfi Björn – Símon – Viktor – Bjarki Þór – Guðlaugur – Tumi - Flóki.

- Mæting kl.15.00 upp í Egilshöll – búið um kl.17.00.
Arnar P – Atli F – Ágúst B – Jakob F – Gunnar B – Hreiðar Á – Jónmundur – Kristófer – Óskar - Arnar M - Ástvaldur Axel.

- Meiddir / Komast ekki: Ævar Hrafn – Einar Þór – Davíð Hafþór – Pétur Dan.

Við erum í riðli með Fylki – Fram og Fjölni. Ef við komumst áfram þá eru úrslit seinna um daginn.

Undirbúið ykkur vel. Í lagi að koma í dótinu – og taka sturtuna heima.
Rosalega mikilvægt að láta okkur vita ef eitthvað kemur upp á og þið getið ekki mætt. Leiktíminn er 1 * 14 mín.

Sjáumst hressir,
Ingvi – Egill – Egill og Kiddi

Rvk mótið (yngra ár) - Úrslit!

Heyja

Hérna er allt um Rvk mótið innannhúss hjá yngra árinu sem
fór fram í Egilshöllinni fimmtudaginn 22.des (og svo einn leikur
miðvikudaginn 28.des). Margir flottir leikir og við þokkalega sáttir
við daginn.

- - - - -

Roma: Krissi í markinu - Arnar Kári og Diddi í vörninni - Arnþór á miðjunni - Stebbi og Nonni á köntunum og Árni Freyr frammi.

v Fylkir: 1 - 0 (árni freyr).
v KR: 2 - 0 (stebbi - nonni).
v Fjölni: 1 - 1 (árni freyr).

v Víking í undanúrslitum: 1 - 2 (stebbi).

Stóð sig best: Diddi.

Mynd!

- - - - -

Juve: Anton Sverrir í markinu - Gummi og Tolli í vörninni - Daníel á miðjunni - Kormákur og Daði Þór á köntunum - Jóel frammi + Reynir.

v Fylkir: 0 - 2.
v Fjölni: 1 - 3 (daði þór).
v Fjölni 2: 0 - 0.

Stóð sig best: Daníel.

Mynd:

- - - - -

Inter: Orri í markinu - Kristófer og Anton Helgi í vörninni - Reynir á miðjunni - Mikael Páll og Ingvar á köntunum - Tryggvi frammi + Dagur og Hákon.

v Fylkir: 0 - 0.
v Fjölnir: 1 - 1 (tryggvi).
v Fjölni 2: 0 - 1.

Stóð sig best: Orri.

Mynd.

- - - - -

AC: Stefán Karl í markinu - Ágúst Heiðar og Elvar Aron í vörninni - Kristófer á miðjunni - Emil Sölvi og Kevin Davíð á köntunum og Arianit frammi + Reynir og Hákon.

v Fylkir: 1 - 1 (reynir).
v Fram: 0 - 4.
v Fjölni: 0 - 5.

Stóð sig best: Kristófer.

Mynd.

- - - - -

Wednesday, December 21, 2005

Rvk mótið (yngra ár) + æfing (eldra ár)!

Heyja.

Fimm mínútur síðan jólakvöldið kláraðist. fín stemning. soldið
súr hvað vantaði marga - en það er svo stutt til jóla og dagskráin
okkar er búinn að vera þétt - þannig að ég skil alveg að ekki allir
hafi komist.

En hérna eru mætingarnar á morgun, fimmtudag, hjá yngra árinu upp í Egilshöll.
Eldra árið kíkir svo á jólaspilæfingu kl.13.00 á gervigrasinu - og fær sinn miða þá.

heyrumst,
ingvi og co.

- - - - -

Fimmtudagurinn 22.desember:

- Mæting kl.8.30 upp í Egilshöll – búið 11.00:
Kristján Orri – Arnar Kári – Arnþór Ari – Árni Freyr – Kristján Einar – Stefán Tómas – Jón Kristinn.

- Mæting kl.8.45 upp í Egilshöll – búið 11.15:
Anton Sverrir – Guðmundur – Daði Þór! – Jóel – Þorleifur – Daníel – Kormákur.

- Mæting kl.9.00 upp í Egilshöll – búið 11.45:
Orri – Kristófer – Tryggvi – Anton Helgi – Reynir – Mikael Páll – Davíð Þór – Ingvar! – Hákon.
- Mæting kl.11.00 upp í Egilshöll – búið 13.10.:
Stefán Karl – Arinait! – Ágúst Heiðar – Dagur! – Elvar Aron – Emil Sölvi – Kevin Davíð! – Gabríel Jóhann! – Matthías – Sindri!


Undirbúið ykkur vel. Í lagi að koma í dótinu – og taka sturtuna heima.
Rosalega mikilvægt að láta okkur vita ef eitthvað kemur upp á og þið getið ekki mætt.
Leiktíminn er 1 * 14 mín.

- - - - -

Monday, December 19, 2005

Planið út vikuna!

Sælir strákar.

Svona lítur planið okkar fram að jólum. (það stenst allt, nema
það er ein æfing hjá eldra árinu á fimmtudaginn - til að fá miðann
um leikina milli jóla og nýárs - og yngra árið er kl.14.00 í Laugum (ekki 15.00)).

Verið svo duglegir að láta aðra vita og mæta:

- - - - -

Mánudagurinn 19.des:

Æfing hjá eldra árinu niðrí Laugum (tími hjá Jóni Arnari) + sund á eftir. Kl.15.00 – 16.45. Koma með allt dót og 400 kall. Mjög mikilvægt að koma - fundur um mikilvægt málefni í steina pottinum eftir æfingu!!

Þriðjudagurinn 20.des:

Æfing hjá yngra árinu niðrí Laugum (tími hjá Jóni Arnari) + sund á eftir. kl.14.00 – 15.45. Koma með allt dót og 400 kall.

Miðvikudagurinn 21.des:

Jólakvöld 4.flokks kl.19.00-20.30. (jólastuttmynd þjálfara – gúff - spurningakeppni eldra árs og yngra árs ofl.)

Fimmtudagurinn 22.des:

Reykjavíkurmótið innanhúss – Yngra ár – Egilshöll.

Jólaspilæfing - Eldra ár - Gervigrasið kl.13.00-14.00 (mæta í dótinu - heimilið lokað).

Jólafrí hefst :-)

- - -

Þriðjudagurinn 27.des: Yngra ár - Æfingaleikir v FH – Yngra ár – Gervigrashöll FH.
Miðvikudagurinn 28.des: Eldra ár - Reykjavíkurmótið innanhúss – Egilshöll.

- - -

Fyrsta æfing eftir frí er: Miðvikudaginn 4.janúar.

Endilega bjalla ef það er eitthvað.
Ingvi - 869-8228.
Heyrumst.

Friday, December 16, 2005

Helgin!

Hey.

Ekki slæmt að helgin sé kominn - svo er nú ekki langt eftir af
skólanum.

En helgin lítur svona út hjá okkur:

Laugardagurinn 17.des:

Yngra ár: Hlaup - sund og pizza -Mæting kl.10.00 niður í Laugardalslaug með hlaupadót, sund dót og 600 fyrir pizzu og sundinu. Allt búið um kl.12.00 niður í Þrótti.
Eldra ár: - Frí.

Sunnudagurinn 18.des:

Eldra ár: Æfingaleikur við ÍR - mæting kl.11.00 hjá öllum niður í Þrótt. Búið um kl.13.00
Yngra ár: - Frí.

Sjáumst sprækir.
ingvi

Thursday, December 15, 2005

Föstudagurinn 16.des!

Heyja.

Frí í dag, fimmtudag.

En á morgun föstudag er fullt að gerast:

- Yngra árið keppir við ÍR á gervigrasinu. Mæting kl.14.30 niður í Þrótt
og leikurinn byrjar fljótlega eftir það.

- Eldra árið mætir niður í Langó kl.16.30 - Tökum einhvern bolta og eitthvað
puð. og jafnvel afró dansa!! Mæta með innanhúsdót og h.klæði. Bannað að vera á sokkunum!!

- - - - -

Ok sör.
Síja,
Ingvi og co.

Wednesday, December 14, 2005

Miðvikudagurinn 14.des!

Sælir strákar.

Yngra árið er nú komið í tveggja daga frí. Fínn (en stuttur) innanhústími í dag.

En yngra árið mætir næst á föstudaginn á venjulegum tíma - kl.14.30 niður í klefa 4.
og keppir svo við ÍR frá kl.14.45 - 16.00.

- - - - -

Eldra árið æfir í dag, miðvikudag, kl.16.30-18.00 á gervigrasinu.
Æfir svo í Langó á föstudag og keppir við ÍR á sunnudaginn frá 11.30-13.00.

Ætlunin er að spila 7 v 7 báða daganna og undirbúa okkur þannig aðeins undir RVK mótið innanhúss.

Segjum það í bili - sjáumst,
ingvi og co.

- - - - -

Fljótlega munum við svo taka upp efni á æfingum til þess að nota í jólavídeóinu okkar.
Þannig að passið að mæta vel á næstu æfingar.

Sunday, December 11, 2005

Innanhúsæfingar!

Heyja.

Á morgun, mánudag, og á þriðjudaginn erum við með Laugardalshöllina.
Sem er bara snilld að fá eina innanhúsæfingu á mann.

Eldra árið æfir þar á mándag frá kl.15.00 - 16.00
og
Yngra árið æfir þar á þriðjudag á sama tíma (en æfir líka á mánudag
á gervigrasinu á venjulegum tíma - kl.16.00).

Reynið virkilega að vera komnir á réttum tíma þar sem þetta er
svo lítill tími.
Og muna eftir innanhússdóti og handklede!

Sjáumst sprækir.
Ingvi og strákarnir sem eru að læra undir próf!!

Þriðji í aðventu!

Sælir strákar.

Smá klikk hjá mér :-(
Á nýju og flottu dagskránni var villa - æfingin í gær, laugardag,
átti að vera kl.11.30 (og var það skrifað á annarri hliðinni) en ekki
kl.14.30 (eins og stóð á dagatalahliðinni).

En gleymum því - 8 leikmenn mættu um morgunin og fóru illa út
úr spilinu við mig og kidda! Sumir voru þó sérstaklega grófir við
kallinn - og fá að finna fyrir því næst!

En í dag sunnudag, er æfing á venjulegum tíma - kl.11.30 - 13.00.
Vona að sjá sem flesta á svæðinu - muna eftir húfu og hönskum.

13 dagar til jóla.

Friday, December 09, 2005

Aukaæfing á laug!

Heyja.

I dag, laugardag, er aukaæfing á gervigrasinu.
Hún er frá kl.11.30 - 13.00.

Einungis verður spilað og þjálfarar með :-)

aju
.is

Mætingarverðlaun - nóv!

Jó.

Eftirtaldir mættu oftast í nóvember:

Eldra ár:

Guðlaugur - 17 skipti.
Snæbjörn Valur - 17 skipti (+ markmannsæfingar).
Símon Steinarsson - 17 skipti.

Flóki - 16 skipti.
Bjarki Þór Arnarson - 16 skipti.
Jónas Guðmundsson - 16 skipti.


Yngra ár:

Davíð Þór Gunnarsson - 17 skipti.
Hákon - 17 skipti.

Árni Freyr - 16 skipti.
Daði Þór Pálsson - 16 skipti.
Kristja Einar - 16 skipti.
Kristjan Orri - 16 skipti.
Joel - 16 skipti.
Sigurður Jóel Ingimarsson - 17 skipti.


. . . . Guðlaugur, Snæbjörn, Simon, David Þor og Hákon eiga inni verðlaun.
Fa þau afhent a manudagsæfingunni (12.des).

- - - - -

Inni i þetta eru ekki teknar æfingar þar sem er frjals mæting.
Athuga þarf með hvernig þær eru reiknaðar inn i - serstaklega fyrir
þa sem missa alltaf af einni æfingu i viku - athugum það.

Mætingarlistanum verður svo dreift eftir jólin (með mætingum þriggja mánaða).

Thursday, December 08, 2005

Föstudagurinn 9.des!

Sælir.

Það er æfing hjá öllum á sama tíma á morgun, föstudag:

kl.14.30 - 16.00 á öllu gervigrasinu.

Við munum:
-algjörlega klára að halda á lofti.
- sýna 4 ný trix.
- taka tímann á 40m hlaupi og 100m hlaupi.
- taka loksins powerade keppni.

Það er möst mæting.
Sjáumst ferskir.

Ingvi og crew.

Wednesday, December 07, 2005

Myndir!

Sælir.

- Það er eitthvað klikk með heimasíðu Þróttar, eða myndaalbúmin á henni réttara sagt.

- Þannig að það hefur áhrif á okkar liðsmyndir á blogginu.

- Er í vinnslu - ekkert stress.

kv,
umsjónarmaður 4.fl.blogspot

Leikur v Fjölni!

HEY.

Seinni leikurinn við Fjölni var í gær í heitri Egilshöllinni.
Við spiluðum mjög vel á köflum og frekar spes að hafa tapað
leiknum svona stórt! En allt um leikinn hér:

- - - - -

Dags: Miðvikudagurinn 7.desember 2005.
Tími: Kl.16.10 - 17.20.
Völlur: Egilshöllin.

Þróttur 0 - Fjölnir 9
Staðan í hálfleik: 0 - 4.

Maður leiksins: Úlfar Þór.

Vallaraðstæður: Erfitt að toppa Egilshöllina.
Dómarar: Þjálfari Fjölnismanna sá um einn helming og Egill rúllaði upp hinum.

Liðið (4-4-2): Anton Sverrir í marki - Danni og Ágúst bakverðir - Úlli og Gummi miðverðir - Hákon og á köntunum - Arnar Kári, Ingvar og Reynir á miðjunni - Tryggvi frammi + Orri - Stefán Karl - Emil Sölvi - Elvar Aron - Gabríel - Dagur - Arianit - Matthías - Diddi - Kevin Davíð.

Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Við byrjuðum þennan leik ágætlega og enduðum hann vel. En í millitíðinni náðu Fjölnismenn að koma knettinum níu sinnum í okkar mark. Sem er náttúrulega of mikið.

Við töluðum um að vanda okkur sérstaklega með útspörkin og gekk það bara bærilega. Fjölnismenn voru sterkir og skoruðu tvö mörk sem við gátum lítið gert við. En svo gáfum við þeim tvö önnur í seinni; annað eftir að hafa misst boltann illa við okkar vítateig og annað á síðustu mínútu hálfleiksins. Eins fengum við á okkur mark á 20 sekúndu seinni hálfleiks - og það verður að segjast að það er erfitt að koma tilbaka eftir tvö mörk á svo skömmum tíma.

Það vantaði líka að menn hreyfðu sig og báðu um boltann. Við náðum varla 4 sendingum á milli okkar - og misstum boltann eiginlega alltaf strax - og það er erfitt að verjast heilan leik.

En menn börðumst þrátt fyrir að vera undir - og hefðu Fjölnismenn skorað enn fleiri mörk hefðum við ekki djöflast áfram og komið boltanum frá hættusvæðinu.

Við vorum líka með marga menn - og geta margar skiptingar inn á haft eitthvað að segja varðandi leikskipulagið. Eins þurfum við að finna lausn á að allir markmenn fái meiri spilatíma.

En það er bara klapp á bakið á næsta manni - og halda áfram að bæta sig. Tökum bara ódýru mörkin út núna fyrir jól - og síðan ekki sögunni meir! Ok sör.

- - - - -

Tuesday, December 06, 2005

Miðvikudagurinn 7.des!

Heyja.

Á morgun er leikur hjá hluta yngra ársins við Fjölni upp í Egilshöll.

Þeir leikmenn á yngra ári sem ekki keppa (kepptu síðasta mið) mæta
þá með eldra árinu á æfingu kl.16.30 - 18.00 á gervigrasinu.

Ok sör.

Sjáumst sprækir.
ingvi og co.

- - - - -

Mæting kl.15.30 upp í Egilshöll á morgun, miðvikudaginn 7.des - búið um kl.17.20:

Anton Sverrir – Orri – Stefán – Guðmundur – Reynir – Tryggvi – Daníel I – Dagur – Ágúst H – Anton H – Arianit – Elvar A – Emil S – Gabríel J – Hákon – Ingvar – Kevin D – Matthías – Sindri.

Mæting á eldra árs æfingu kl.16.30:

Kristján Orri – Kristófer – Arnar Kári – Arnþór Ari – Jón Kristinn – Daði Þór – Árni Freyr – Stefán Tómas – Úlfar Þór – Þorleifur - Davíð Þór - Kormákur – Kristján Einar - Mikael Páll – Jóel.

Monday, December 05, 2005

Mánudagur!

Heyja.

Venjulegar æfingar í dag, mánudaginn 5.des:

Eldra árið kl.15.00 á Tennisvellinum (koma svo - mæta á réttum tíma einu sinni)
og
Yngra árið kl.16.00 á gervigrasinu.

Sjáumst sprækir.
The gang.

Leikir v KR!

Jó.

Það voru fjórir leikir við KR í gær, sunnudag.
Tveir á heimavelli og tveir í rokinu á KR velli.
Allt um kaffið hér:

- - - - -

Dags: Sunnudagurinn 4.desember 2005
Tími: kl.11.30 -12.30.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 6 - KR 0.
Staðan í hálfleik: 1 - 0.

Maður leiksins: Stefán Tómas.
Mörk: Daníel (16 mín) - Jóel (33 mín) - Stefán 2 (36 mín-42 mín) - Árni Freyr 2 (38mín-45 mín).

Vallaraðstæður: Nett kalt og völlurinn soldið sleipur vegna frosts - en engin vældi þannig að það slapp.
Dómarar: Egill T og Kiddi - ferlega öruggir á flautunni.

Liðið (4-4-2): Krissi í markinu - Anton Helgi og Daði bakverðir - Diddi og Arnþór Ari miðverðir - Stebbi og Mikael á köntunum - Arnar Kári og Daníel á miðjunni - Árni Freyr og Jóel frammi + Anton Sverrir og Tolli.

Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Afar góður leikur hjá öllum leikmönnum. Öryggi einkenndi leikinn og sigurinn var aldrei í hættu. Vörnin var afar örugg, vel talandi og las leikinn prýðilega. Og þó að hún hafi haft lítið að gera stóð hún sig mjög vel í þeim fáu færum sem KR-ingar fengu. Miðverðir voru mjög traustir og unnu örugglega hvern einasta bolta sem þeir fóru í.
Markmenn höfðu lítið að gera en allt til fyrirmyndar þegar þeir fengu boltann.

Við komust oft upp völlinn og náðum fínum fyrirgjöfum, og þá oftast vinstra megin. Og komust yfir með massa marki frá Danna. Það sem vantaði helst í fyrri hálfleik var að enda sóknirnar með skoti eða betri síðustu sendingu.

Framherjar fóru hamförum í seinni hálfleik - Við fengum urmul af færum sem við nýttum ágætlega en hefðum hugsanlega getað skorað fleiri mörk. Við kláruðum leikinn svo alveg undir miðbik seinni hálfleiks með klassa mörkum. Á heildina litð var þetta snilldar leikur til að byggja á og alltaf ljúft að taka KR-inga í kennslustund!

- - - - -

Dags: Sunnudagurinn 4.desember 2005.
Tími: kl.12.30 - 13.30.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 0 - KR 7.
Staðan í hálfleik: 0 - 1.

Maður leiksins: Guðmundur Andri.

Vallaraðstæður: Nett kalt og völlurinn soldið sleipur vegna frosts - en engin vældi þannig að það slapp.
Dómarar: Egill T og Kiddi - ferlega öruggir á flautunni og voru duglegir að sussa á röflið í kr gaurunum.

Liðið (4-4-2): Kristófer í markinu - Anton Sverrir og Krissi bakverðir - Úlli og Gummi miðverðir - Hákon og Arianit á köntunum - Nonni, Matthías og Ingvar á miðjunni - Tryggvi einn frammi + Elvar Aron - Ágúst Heiðar - Emil Sölvi - Kevin Davíð - Orri - Dagur og Stefán Karl.

Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Við byrjuðum leikinn alls ekki illa og vorum jafngóðir KR-ingum til að byrja með. Úrslitin segja lítið um gang leiksins því að við hefðum geta komið í veg fyrir alla vega 4 af þessum 7 mörkum.

Við vorum samt nánast allann leikinn í vörn – og gerðum það bærilega, sérstaklega í fyrri hálfleik. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir KR en í seinni fengum við á okkur of mörg ódýr mörk.

Það sem klikkaði helst hjá okkur var spilið frá markmanni. Sendingar voru slakar og það vantaði að menn losuðu sig fría og kölluðu á boltann. Við megum ekki bara standa og horfa á leikinn - við verðum að taka þátt í honum. Og við eigum alltaf að geta leyst útspörkin þar sem andstæðingurinn er yfirleitt með 2 sóknarmenn og við með 4 varnarmenn.
Gáfum alla veganna tvö mörk með því að senda beint á KR-inga við vítateiginn okkar. Og þegar fleiri mörk komu fóru menn svolítið að gefast upp :-(

Við hefðum svo getað klárað tvö færi í lokin en vorum óheppnir.

En við þurfum að athuga betur skiptinguna í leikjum í framtíðinni - KR-ingar skiptu nánast eftir stafrófsröð en við eftir skólum að þessu sinni. Það hentar kannski ekki alveg hjá okkur - en við hefðum samt getað gert aðeins betur í þessum leik. Og á miðvikudaginn geta menn gert betur - í leiknum við Fjölni, ekki spurning.


- - - - -

Dags: Sunnudagurinn 4.desember 2005.
Tími: Kl.16.00-16.25 og 16.50 - 17.15.
Völlur: KR - gervigrasið.

Þróttur 1 - KR 4.
Staðan í hálfleik: 0 - 1.

Maður leiksins: Ingimar.
Mörk: Bjarki Steinn (40 mín).

Vallaraðstæður: Snór yfir öllum vellinum en grasið samt gott - soldið kalt og smá snjókoma allann tímann þannig að skyggnið var ekki nógu gott - en samt töff frá hliðarlínunni!
Dómarar: Egill B (5 af 5 mögulegum) og einstaka einstaka sinnum þjálfari KR-inga af hliðarlínunni.

Liðið (4-4-2): Anton í markinu (en flóki ferlega öruggur fyrstu 3 mínúturnar) - Tumi og Davíð Hafþór bakverðir - Jónas og Gunnar Björn miðverðir - Arnar Páll og Jónmundur á köntunum - Ingimar og Bjarki B á miðjunni - Bjarki Steinn og Gulli frammi.

Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Áttum allann fyrsta hálfleik en náðum því miður ekki að klára færin.

Vörnin var frekar traust í fyrri hálfleik en þeir refsuðu okkur fyrir ein mistök. þetta var klúður mark sem kom eftir tæpa sendingu tilbaka – en hefðum samt átt að vinna boltann aftur – létum sóla okkur of marga áður en þeir náðu skoti sem fór inn.

Í seinni hálfleik vantaði svo að vörnin héldi línu - fengum á okkur eitt þannig mark og svo annað þar sem boltinn fór yfir okkur (sagði skýrt að passa það í byrjun leiks) og þeir voru með of mikið forskot að við náðum þeim.

Bjarki skoraði fínt mark eftir klassa sendingu inn fyrir – Hefðum svo átt að skora fleiri mörk en það vantaði bara smá upp á. Bjarki B var svo óheppinn tvisvar: fyrst eftir snilldar spil við Gulla og annað eftir hættulega sendingu inn fyrir frá Bjarka Steini.

Það vantaði aðeins upp á talandann hjá mönnum. Anton átti fínan leik og bjargaði okkur 3-4 sinnum. Miðjan var sterk og "átum" við flestar sóknir KR-inga og þá sérstaklega í fyrri hálfleik.

En eins og sagði þá refsuðu KR-ingar okkur fyrir mistökin og við náðum ekki að nýta okkar færi. En ekkert til að stressa sig yfir. Margt gott í gangi.

- - - - -

Dags: Sunnudagurinn 4.desember 2005.
Tími: Kl.16.25 - 6.50 og 17.15 - 17.40.
Völlur: KR - gervigrasið.

Þróttur 2 - KR 1.
Staðan í hálfleik: 2 - 0.

Maður leiksins: Daníel Ben.
Mörk: Daníel Ben 2 (7 mín og 19 mín).

Vallaraðstæður: Snór yfir öllum vellinum en grasið samt gott - soldið kalt og smá snjókoma allann tímann þannig að skyggnið var ekki nógu gott - en samt töff frá hliðarlínunni!
Dómarar: Egill B (5 af 5 mögulegum) og einstaka einstaka sinnum þjálfari KR-inga af hliðarlínunni.

Liðið (4-4-2): Snæbjörn í markinu - Kristófer og Viktor bakverðir - Aron Ellert og Jakob Fannar miðverðir - Símon og Ágúst Ben á köntunum - Atli Freyr og Bjarki Þór á miðjunni - Daníel og Flóki frammi + Bjarmi - Arnar Már og Óskar.

Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Vorum betri aðilinn allann leikinn en slökuðum aðeins undir lok seinni hálfleiks.
Fínt spil á köflum og flott barátta, vantaði stundum uppá það að vinna “seinni boltann”, þar sem við áttum oft þann fyrsta en misstum boltann svo strax aftur.

Veðrið var ekkert spes í lokinn en menn kláruðu dæmið og héldu út – vörnin hefði mátt vera aðeins betur samstillt í lokin en dugði þó. Lítið við markinu þeirra að gera - hefði samt kannski getað lokað á skotið fyrr.

Við fengum þó nokkur færi í viðbót en náðum ekki að klára - var þó þokkalega sáttur við eitt: við áttum um 4-5 skot á markið þeirra í seinni hálfleik - annað hvort eftir fínan undirbúing þar sem leikmenn lögðu boltann út á samherja - en einnig voru nokkur flott einstaklings framtök.

Sama og hjá fyrra liðinu - það vantaði talanda hjá nokkrum. En við vorum sterkara liðið og hefðum geta sett fleiri mörk á þá og unnið stærra. En sættum okkur alveg við þetta. Erþaggi?

- - - - -

Friday, December 02, 2005

Helgin!

Sælir.

Hér er miðinn með leikjunum á sunnudaginn. Það er frí á morgun, laugardag.
En menn geta látið sjá sig upp í Laugardalshöll og séð mfl spila á ísl.mótinu
innanhúss frá 10.00-12.00!!

en við sjáumst sprækir á sunnudaginn:

- - - - -
4.flokkur ka.
Knattspyrnufélagið Þróttur
2.des

Æfingaleikir helgarinnar

Sælir strákar.

Það keppa allir æfingaleik við KR á sunnudaginn. Allir fá að sofa aðeins út – en mæta svo vel undirbúnir í leikina.
Yngra árið keppir á heimavelli um hádegið – en eldra árið keppir á KR gervigrasinu seinni partinn. Látið mig vita ef þið komist ekki – munið eftir öllu dóti – og undirbúa sig vel!

· Sunnudagurinn 4.des – mæting Kl.11.00 niður í Þrótt. Spilað frá 11.30-12.30:

Leikmenn í Langholtsskóla og Vogaskóla: Anton Sverrir – Arnþór Ari – Arnar Kári – Daði – Mikael Páll – Kristján Einar – Stefán Tómas – Daníel - Anton Helgi – Árni Freyr – Davíð Þór – Sindri – Jóel – Kristján Orri – Þorleifur.

· Sunnudagurinn 4.des – mæting Kl.12.00 niður í Þrótt. Spilað frá 12.30-13.30:

Leikmenn í Laugarlækjaskóla: Ágúst Heiðar – Arianit – Dagur! – Elvar Aron – Emil Sölvi - Guðmundur Andri – Hákon – Ingvar! – Jón Kristinn – Kevin Davíð – Kormákur – Kristófer – Matthías – Reynir ! – Tryggvi – Úlfar Þór.

? Sindri – Steinar – Gabríel – Stefán Karl – Orri.
- - - - -

· Sunnudagur inn 4.des – mæting hjá öllum kl.16.00 í KR heimili . Spilað verður á tveimur liðum til skiptis frá kl.16.30 – 18.00

Anton – Arnar Már – Atli Freyr – Ágúst Ben – Bjarki B – Daníel Ben - Jónas – Davíð Hafþór – Gylfi Björn - Hreiðar Árni – Símon - Tumi – Jónmundur - Snæbjörn – Arnar Páll – Aron Ellert – Flóki – Bjarki Þór – Bjarki Steinn – Ingimar – Bjarmi – Gunnar Björn - Guðlaugur – Kristófer – Jakob Fannar – Viktor. ?: Ástvaldur Axel – Ævar Hrafn – Einar Þór - Hjalti Þór – Pétur Dan - Óskar.

Thursday, December 01, 2005

Föstudagurinn 2.des!

Heyja.

Á morgun, FÖSTUDAG, er venjuleg æfing hjá yngra árinu á öllu gervigrasinu kl.14.30 - 16.00. Spilað verður 11 v 11 og svo tekinn powerade keppni í lok æfingar.

En hjá eldra árinu er smá tilbreyting: við tökum Útihlaup – Sund og Pedsu!

Við ætlum að hittast niður í Laugardalslaug kl.16.00, taka smá skokkhring, fara svo í pottinn og loks í “pedsugúff” á Trocadero. Allt búið um kl.18.30.

Allir að mæta með hlaupadót/hrein föt, sund dót og svo 1100kr fyrir gúffið og sundið. Við tökum svo örugglega laugardalsmótið í “Sparki”.

- - - - -

Á sunnudaginn er svo er leikur við KR hjá öllum.

Sjáumst hressir,
Ingvi, nafnar og rest