Wednesday, May 31, 2006

Mið!

Hey.

Það eru æfingar í dag á venjulegum tíma:

Yngra árið er kl.16.00.

Eldra árið er kl.17.15.

85% líkur að það sé enn gervigras. en við erum þolinmóðir!

Leikirnir við Keflavík frestast um nokkrar vikur. Þannig að næst
er 1 leikur við Víking á föstudag, og svo 2 leikir við Víking í næstu viku.

Mfl keppir svo í kvöld kl.20.00 v Víking Ó. Látið endilega sjá ykkur. og ekkert bekkjarbögg.
Ási, Ásgeir, Bjarki B, Bjarki Steinn, Bjarki Þór, Daníel Ben, Davíð H og annað hvort
Ævar og Bjarmi eiga að mæta um kl.19.30 fyrir framan skúrinn á Valbirni, klárir að
sækja boltana - passið bara að vera vel klæddir.

Sjáumst í dag.
þjálfarar

Tuesday, May 30, 2006

Fréttir af Ingimari!

Sælir

Greinin hér fyrir neðan var tekinn af KSÍ. Reykjavíkurúrvalið stóð sig greinilega afar vel í fyrsta leiknum. Mig grunar að Ingimar hafi sett hann úr auka!

- - - - -

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda

Lið Reykjavíkur vann stórsigur í sínum fyrsta leik.

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda (Nordiske skulespellen) er nú haldið í 58. sinn í Helsinki í Finnlandi. Þátttökulið eru frá Reykjavík, Helsinki, Osló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Reykjavík tekur nú þátt í fyrsta sinn og er hér um að ræða úrvalslið drengja fæddir 1992 sem eru í grunnskólum Reykjavíkur.

Leikið var í morgun gegn liði Kaupmannahafnar og gerðu okkar menn sér lítið fyrir og unnu stórsigur, 12 - 2. Voru strákarnir að standa sig með sóma en liðið er undir styrkri stjórn þeirra Sigurðar Þóris Þorsteinssonar, formanns Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands og Steins Halldórssonar, formanns Knattspyrnuráðs Reykjavíkur.

Næsti leikur liðsins er gegn liði frá Osló!

Þróttur í samstarfi við spron!

Sælir strákar.

Nýverið undirrituðu SPRON og knattspyrnudeild Þróttar samstarfssamning. Samningurinn miðar að því að efla og styrkja starf knattspyrnudeildarinnar enn frekar. Með samningnum er SPRON orðinn einn stærsti styrktaraði félagsins.

Af því tilefni hefur SPRON látið framleiða sérstakar íþróttatöskur sem eru merktar Þrótti. Taskan er inngöngugjöf fyrir Þróttara sem stofna til viðskipta við SPRON. Töskuna er bæði hægt að nota sem bakpoka og einnig er hægt að renna henni í sundur og stækka hana.

Vakin er sérstök athygli á því að vikuna 29 maí til 2 júní n.k. verður fulltrúi frá SPRON í félagsheimili Þróttar frá kl. 16-18 til að taka við umsóknum og passamyndum fyrir þá sem ekki hafa áður verið með debetkort. Mikilvægt er að foreldri komi með barninu til að undirrita umsókn.

- - - - - hér eru svo fleiri upplýsingar:

9-17 ára

Einn af fjölmörgum þáttum í uppeldi barna er að fræða þau um gildi sparnaðar á áhuga-verðan hátt. Hjá SPRON erum við meðvituð um þetta mikilvægi og leggjum okkur fram við að vekja áhuga barnanna á sparnaði með ýmsum skemmtilegum leiðum.

Hjá SPRON getur unga fólkið stofnað sparnaðarreikning eða sérstakan debetkortareikning, SPRON Snilld. Snilldarkortið er debetkort sem hægt er nota hjá gjaldkerum og í hraðbönkum en einnig í búðum, hafi handhafinn til þess leyfi foreldra.

Við stofnun sparnaðarreiknings eða Snilldarreiknings hjá SPRON fær viðkomandi tösku að gjöf sem merkt er Þrótti. Hægt er að stofna reikning og fá Þróttaratösku í útibúum SPRON Ármúla 13a, eða Lágmúla 6.


-meira-

Grasið!

Leikmenn

Það styttist í að við förum að æfa á grasinu okkar.

En mér barst meil frá þeim sem sjá um grasið og mæli ég
með að við hjálpumst allir að við þetta:

- - - - -

Það er mín beiðni til allra Þróttara svo og annarra velunnara félagsins
að við tökum höndum saman um það að koma í veg fyrir eins og kostur er
að farið sé inn á knattspyrnuvelli félagsins utan skipulagðra æfingatíma
og þegar keppt er á þeim. Vellirnir eru undir gríðarlegu álagi og er það
mikið og vandasamt verkefni að halda þeim í keppnishæfu ástandi út
sumarið.


Vinsamlegast hafið samband við umsjónarmenn félagshúss Þróttar í síma
580 5900 ef þið verðið vör við utanaðkomandi aðila á völlum félagsins
eða við að vinna skemmdarverk á svæðinu.

Frí í dag!

Jó.

Sorry hvað ég er seinn að þessu.
En það er frí í dag, þriðjudag. Smá vesen á mér, svo er Eymi
"slappur", egillb að læra og kiddi að koma frá portúgal
(með fríhafnarnammi).

Þannig að það er bara æfing á morgun, miðvikudag. Einnig er
leikur hjá mfl á móti Víking, Ólafsvík í bikarnum. Boltasækjarar
ready og alles!

Það er svo smá vesen með leikinn á móti Keflavík, sem á að vera í Keflavík
á fimmtudaginn. Við erum að reyna að færa hann til út af lokakvöldi í Langó
sama dag. Kemur í ljós í kvöld hvenær hann er. En svo er einn leikur við Víking
á föstudaginn á heimavelli.

Þetta verður allt klárt í fyrramálið.
heyrumst þá, og sjáumst á morgun.

Þjálfarar

Monday, May 29, 2006

Mánudagurinn 29.maí!

Sælir.

Planið í dag, mánudag, er þannig að Laugarvatnsfarar slaka á og taka frí.

Annars er æfing hjá öllum öðrum kl.16.00 - 17.30 á gervigrasinu.
Verið duglegir að láta þetta berast. (og það er fínt að hreyfa sig í próflestrinum).

Bjarmi, Anton og Atli Freyr ætla að mæta 15 mín og henda lofti í boltana
með kallinum :-)

Sjáumst sprækir í dag,
Ingvi

- - - - -

Leikir v Breiðablik!

Jó.

Íslandsmótið byrjaði með tveimur leikjum við Breiðablik.
(eins og síðustu fimm ár takk fyrir). Áttum svo innilega að
klára báða leikina, en niðurstaðan var 1 tap og 1 sigur. Samt
klassa leikir. Allt um þá hér:

- - - - -

Dags: Föstudagurinn 26.maí 2006.
Tími: kl.15.00 - 16.15.
Völlur: Gervigrasvöllur Laugardal

Þróttur 1 - Breiðablik 3
Staðan í hálfleik:
1 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1, 1-2, 1-3.

Maður leiksins: Jónas.
Mörk: Danni Ben.

Vallaraðstæður: Ekta fótboltaveður - rigning en samt hlýtt.
Dómarar: Jón Braga og Egill T - fínir.

Liðið (4-1-4-1): Snæbjörn í markinu - Gylfi og Diddi bakverðir - Ingimar og Einar Þór miðverðir - Aron Ellert og Bjarmi á köntunum - Bjarki B og Jónas á miðjunni - Árni Freyr og Danni frammi + Símon, Arnþór Ari, Anton, Bjarki Steinn og Ási.

Almennt um leikinn:

Það vantaði bara örlittla heppni og smá trú upp á að við myndum vinna þennan leik. Spiluðum fyrri hálfleikinn massa vel og bjuggum til hvert færið öðru betra. en náðum bara
að setja eitt mark. Við vörðumst einnig afar vel og fengu þeir fá færi.

En síðustu 15 mín þá duttum við niður og breiðabliksmenn gengu á lagið. Það mætti segja að við höfum hætt því eftir að þeir jöfnuðu þá komu tvö önnur mörk og við vissum ekki hvað á okkur stóð veðrið!

Við verðum að vera miklu grimmari og ekki leyfa andstæðingum að komast svona inn í leikinn eftir að við höfðum verið búnir að valta yfir þá í byrjun. Við bárum allt of mikla virðingu fyrir þeim og það má bara hreinlega ekki.

- ekki skrifað meira um leikinn sökum "slugs" -

- - - - -

Dags: Föstudagurinn 26.maí 2006.
Tími: kl.15.00 - 16.15.
Völlur: Gervigrasvöllur Laugardal

Þróttur 4 - Breiðablik 1

Mörk:
Anton Sverrir - Flóki - ?

Vallaraðstæður: Ekta fótboltaveður - rigning en samt hlýtt.
Dómarar: Jón Braga og Egill T smá - Snillingar að redda okkur þar sem annar dómari klikkaði.

Liðið (4-1-4-1): Krissi í markinu - Kormákur og Viktor bakverðir - Bjarki Þór og Úlfar miðverðir - Stebbi og Arnar Már á köntunum - Arnar Kári og Jakob Fannar á miðjuni - Gulli og Anton Sverrir frammi + Kristó, Tryggvi, Jóel, Flóki og Ævar Hrafn.

Almennt um leikinn:

- ekkert skrifað um leikinn sökum "slugs" -

- - - - -

Thursday, May 25, 2006

Laugarvatn!

Ó já,

Það er komið að helgi ársins! Hérna er allt um skemmtiferðina
okkar á Laugarvatn um helgina. Heyrið endilega í mér ef þið náið
ekki að opna pakkann.

kv,
Ingvi og co.

Leikir v Breiðablik!

4.flokkur karla
24.maí ´06.
Knattspyrnufélagið Þróttur
Íslandsmótið 2006


Leikmenn

- Á morgun, föstudag, byrjar Íslandsmótið með tveimur leikjum við Breiðablik á heimavelli. Við munum spila á gervigrasinu því grasið er ekki tilbúið enn!
- Passið að undirbúa ykkur vel – við ætlum að byrja mótið af krafti – klárt mál.
- Eftir leikina verður svo brunað á Laugarvatn!

Þið heyrið í okkur ef það er eitthvað,
Alrighty - Þjálfarar

- - - - -

· Mæting kl.14.15 niður í Þrótt – keppt v Breiðablik frá kl.15.00 – 16.15:
Anton – Snæbjörn - Jónas – Gylfi Björn - Ingimar – Bjarki B – Bjarmi – Aron Ellert – Ástvaldur Axel – Bjarki Steinn – Daníel Ben – Einar Þór – Símon - Árni Freyr – Kristján Einar – Arnþór Ari.

· Mæting kl.15.40 niður í Þrótt – keppt v Breiðablik frá kl.16.20 – 17.35:
Kristján Orri – Kristófer - Tumi – Viktor – Guðlaugur – Bjarki Þór – Ævar H – Jónmundur - Jakob F – Arnar M – Flóki - Stefán T – Arnar Kári – Úlfar Þór – Jóel – Þorleifur – Anton S – Tryggvi – Kormákur.

( Þeir sem keppa fyrri leikinn og eru að fara á Laugarvatn ná alveg mætingunni þar.
Þeir sem keppa seinni leikinn verða bara smá á eftir hinum – fara bara í snögga sturtu og svo verður brunað á stað).

Wednesday, May 24, 2006

Boltasækjarar!

4.flokkur
Knattspyrnufélagið Þróttur
Heimaleikir meistaraflokks Þróttar sumarið 2006!


Í sumar eru 9 heimaleikir hjá meistaraflokki Þróttar. Það verður skyldumæting hjá öllum flokknum á alla þessa leiki. Við munum hittast fyrir leiki og finna okkur svo saman stað í stúkunni - allir í rauðu og svoleiðis! Egill eða Eymi taka á móti flokknum um hálftíma fyrir leik við félagsheimilið og svo er rölt saman á völlinn. Ef menn komast ekki nema rétt fyrir þá láta þeir bara vita af sér þegar inn er komið.

Enfremur mun eldra árið alfarið sjá um að sækja boltana á öllum þessum leikjum, sem nú fara fram á Valbjarnarvellinum (miklu skemmtilegra) – þannig að við höfum skipt öllum niður á leikina þannig að hver leikmaður er boltasækir tvisvar sinnum í sumar – um 8 strákar í hvern leik. Ef einhver kemst ekki á leik þá fær hann bara einhvern fyrir sig. En það verður að vera pottþétt.

Umsjónarmenn verða Bjarmi og Ævar Hrafn og sjá þeir um allir séu klárir í hvern leik (og mæta alltaf alla veganna annar hvor). Einnig mun Egill og Eymi skiptast á að taka á móti öllum niður á velli. Og yfirumsjónarmaðurinn heitir Ásmundur Helgason. Mæting er 45 mínútum fyrir hvern leik í svörtum buxum – og allir fá sérstakan bol til að vera í. Í lok hvers leiks er svo bolnum skilað, og að launum fá menn kók og prins.

Nú allir verða svo að vera vel á tánum og standa sig þegar leikirnir byrja! Það þarf að fylgjast með leiknum og vera fjótir að sækja alla bolta – og reyna að “lúkka”. Þið eigið eftir að standa ykkur vel.

Leikirnir:

· Leikur 1: Fimmtudagurinn 25.maí kl.14.00 Þróttur R. Fjölnir.
Anton – Arnar Már – Arnar Páll – Arnar Bragi – Aron Ellert – Atli F – Ágúst B.

· Leikur 2: Miðvikudagurinn 31.maí kl.20:00 Þróttur R. Víkingur Ó.
Ástvaldur A - Ásgeir – Bjarki B – Bjarki Steinn – Bjarki Þór – Daníel Ben – Davíð H.

· Leikur 3: Sunnudagurinn 11. júní kl.16:00 Þróttur R. HK.
Einar Þór – Flóki – Guðlaugur – Gunnar Björn – Gylfi Björn – Hreiðar Á – Ingimar.

· Leikur 4: Föstudagurinn 28. júní kl.20:00 Þróttur R. Leiknir R.
Jakob Fannar – Jónas – Jónmundur – Leó – Óskar – Pétur Dan – Símon – Snæbjörn.

· Leikur 5: Þriðjudagurinn 9. júlí kl.20:00 Þróttur R. Stjarnan.
Starkaður – Tumi – Viktor - Anton – Arnar Már – Arnar Páll – Arnar Bragi.

· Leikur 6: Þriðjudagurinn 18. júlí kl.20:00 Þróttur R. Haukar.
Aron Ellert – Atli F – Ágúst B - Ástvaldur A - Ásgeir – Bjarki B – Bjarki Steinn.

· Leikur 7: Miðvikudagurinn 2.ágúst kl.20:00 Þróttur R. Þór.
Bjarki Þór – Daníel Ben – Davíð H - Einar Þór – Flóki – Guðlaugur – Gunnar Björn.

· Leikur 8: Föstudagurinn 18. ágúst kl.19:00 Þróttur R. Fram.
Gylfi Björn – Hreiðar Á – Ingimar - Jakob F – Jónas – Jónmundur – Leó – Óskar.

· Leikur 9: Laugardagurinn 9. september kl.14:00 Þróttur R. HK. Pétur Dan – Símon – Snæbjörn - Starkaður – Tumi – Viktor.

Þrottaradagurinn!

Jojo.

Nú er komið að hinum árlega Þróttardegi félagsins, en hann er núna á morgun, fimmtudaginn 25. maí 2006 kl. 12 – 14.
Nú koma allir Þróttarar og velunnarar saman til að eiga góða stund í Laugardalnum.

Dagskráin hefst kl. 12 og stendur til kl. 14 en þá tekur við fyrsti
heimaleikur hjá meistaraflokki karla sem keppa á móti Fjölni.

Mikill uppgangur er hjá félaginu og enginn má láta þennan dag framhjá sér fara.

Dagskrá:

Knattþrautir (í umsjón eyma), ratleikur, götu körfubolti, hoppukastalar, leiktæki, skemmtibolti, andlitsmálun og fleira.
Kynning á Krullu, Íþróttaskólanum í Laugardal, Bónusmóti Þróttar og Visa Rey Cup.
Aldrei að vita nema köttarar komi saman og þenji raddböndin fyrir leikinn.

LIFI ÞRÓTTUR!

Miðvikudagurinn 24.maí!

Sæler.

Allt klárt í dag! Æfingar á venjulegum tíma:

Yngra árið kl.16.00 á gervigrasinu.

Eldra árið kl.17.15 á gervigrasinu.


Í dag hendum við svo í ykkur miðum um:

- Þróttaradaginn á morgun.
- Fyrsta heimaleik mfl v Fjölni á morgun.
- Boltasækjaramál (eldra árið).
- Leikina við Breiðablik á föstudaginn.
- Bæklingin um Laugarvatn.

Sjáumst hressir í dag,
ingvi og co.

Monday, May 22, 2006

Heyja!

Sælller.

Var massa ánægður með mætinguna í dag. þó ekki eins
ánægður og ég er með lagið crazy með gnarls barkley! það
er sprengja. en nett að taka smá stórann völl! verst að kallinn
var meiddur (eftir brutal tæklingu á ólafsvík í gær!)

Annars er Kiddi rokinn til portúgals í nótt. bara góða ferð á kallinn.
spurning hvernig tanið verður á kauða!!

Vildi svo aðallega heyra í sumum varðandi ferðina okkar á laugarvatn
um helgina. Vildi bara athuga það hvort þeir sem verða í prófalestri
um helgina - vildu ekki alla veganna koma og vera eina nótt.
Það yrði algjör snilld fyrir ferðina/flokkinn og móralinn almennt.

Endilega spáið í því. Yrði leiðinlegt að hafa ekki alla með!

Annars bara frí á morgun, þrið. Vonum líka að það fari að vera
aðeins hlýrra. Maður tók 66° úlpuna á etta áðan á fyrsta flokks leiknum.
dam hvað var kalt. svo setti hvorki egill né egill hann :-(

Sjáumst svo á miðvikudag,
ok sör.
Ingvi og co.

p.s. þetta er rugl!

Monday!

Heyja.

Yngra árið er kl.15.45 í dag.

Eldra árið er kl.16.45 í dag.

Styttist í síðustu æfingarnar á gervigrasinu!
Þeir sem eru að læra hafa gott af klukkutíma hreyfingu - þaggi!

Sjáumst eldhressir eftir smá,
þjálfarar

Saturday, May 20, 2006

Jó!

Sælir.

Foreldraboltinn heppnaðist bara vel - hendi inn myndum fljótlega.
ánægður hve margir foreldrar komust (og voru í góðu formi)!

Við kláruðum líka Rvk mótið í dag (með tapi og jafntefli). Lesið um
það á morgun.

Takið svo annars gott chill um helgina. Kíkið niður í bæ eða eitthvað
þess háttar. Sumir þurfa líka virkilega að "tana" sig.

Fylgist svo með hvernig gengur hjá mfl á móti Víking, Ólafsvík á morgun,
sunnudag (kl.16.00).

Svo sjáumst við sprækir á mánudaginn,
ok sör!
Ingvi og co.

Leikirnir v Fram!

Yes.

Þar með er Reykjavíkurmótinu lokið. 34 leikir búnir takk fyrir.
Við munum stúdera hvernig gekk, hvað mátti fara betur,
hverjir skoruðu flest mörk, hverjir spiluðu flesta leikina og
þess háttar, vonandi nuna í vikunni.

En allt um leikina tvo í gær hér:

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 20.maí 2006.
Tími: kl.10.00 - 11.15.
Völlur: Framgervigras

Þróttur 2 - Fram 7.
Staðan í hálfleik: 1 - 4.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3, 1-3, 1-4, 2-4, 2-5, 2-6, 2-7

Maður leiksins: Danni Ben.
Mörk: Árni Freyr - Sjálfsmark.

Vallaraðstæður: Völlurinn var brilliant, nettur vindur en annars klassaaðstæður.
Dómarar:
Einn dómari, sem slapp vel frá leiknum.

Liðið (4-1-4-1): Anton í markinu - Símon og Diddi bakverðir - Gylfi og Jónas miðverðir - Arnþór Ari fyrir framan þá - Bjarki Steinn og Bjarmi á köntunum - Bjarki B og Danni á miðjunni - árni Freyr einn frammi + Jakob Fannar.

Almennt um leikinn:

Við virtumst ekki alveg klárir í átök fyrir leikinn. Mér fannst stemarinn mátt vera betri. Vantaði greinilega að menn væri algjörlega á því að vinna leikinn.
Í fyrri hálfleik vorum við hreinlega eins og ketlingar, hlupum alveg slatta en vorum veiklulegir. Framarar komust í 3-0, öll mörkin eins, sending innfyrir fljótur gaur sem sprettar-mark! Fórum svo yfir það í hálfleik og eftir það fékk fljóti gaurinn ekki færi, sýnir bara hvað þetta getur verið einfalt. En já, menn voru margir of stressaðir, viltu ekki hafa boltann sem leiddi til þess að sendingarnar okkar voru afar lélegar margar hverjar bara bombur fram í 50/50 bolta. 4-1 í hálfleik.

Í byrjun seinni hálfleiks vorum við hreinlega að labba yfir þá, boltinn gekk manna milli, skiptingar milli kanta, brilliant, alveg eins og það á að vera enda skoruðum við alveg stórglæsilegt mark eftir klassaspil og góða fyrirgjöf, 4-2. Eftir þetta héldum við áfram að sækja og ég var farinn að gera mér vonir um að jafna þetta, Arnþór fékk sæmilegt færi, en var óheppinn að ná ekki til boltans og ég segi það og skrifa að ef við hefðum skorað 4-3, þá hefðum við tekið þennan leik. Í staðinn fáum við dæmda á okkur aukaspyrnu sem gaurinn skoraði úr, óverjandi fyrir Tona, og þá fór þreytan að segja til sín, enda við bara með einn varamann. Fáum svo tvö mörk á okkur sem hugsanlega hefði mátt koma í veg fyrir.
- - - - -

Dags: Laugardagurinn 20.maí 2006.
Tími: kl.10.00 - 11.15.
Völlur: Framgervigras

Þróttur 3 - Fram 3.
Staðan í hálfleik:
1 - 1.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1, 1-2, 1-3, 2-3, 3-3.

Maður leiksins: Anton Sverrir.
Mörk:
Bjarki Þór - Anton Sverrir 2.

Vallaraðstæður: Eins og áðan - Völlurinn var brilliant, nettur vindur en annarsklassa aðstæður. Dómarar: Eins og áðan - Einn dómari, sem slapp vel frá leiknum.

Liðið (4-4-2): Snæbjörn í markinu - Úlli og Kobbi bakverðir - Arnar Kári og Viktor miðverðir - Stebbi og Gulli á köntunum - Arnar Már og Ævar á miðjunni - Flóki og Bjarki Þór frammi + Starki, Krissi, Tolli, Nonni og Anton Sverrir.

Almennt um leikinn:


Enn og aftur gerðum við jafntefli þegar við áttum að vinna. Alla veganna er ég á því. Reyndar var okkur soldið létt þegar við jöfnuðum eftir að hafa verið 3-1undir! En við áttum aldrei að fá á okkur þessi þrjú mörk í röð hjá Fram.

Við byrjuðum vel og komumst yfir. Samt skiptust bæði lið a að sækja. Naðum ekki að setja okkur i dauðafæri en vörðumst vel og heldum linunni nokkuð vel. En eins og svo oft áður þá vantaði upp á hugafarið hjá sumum og vorum við of linir a köflum og leyfðum við þeim of mikið. og i staðinn fyrir að vera einu marki yfir i halfleik þa naðu þeir að jafna með algjöru kukamarki minutu fyrir halfleik.

Svo kom alveg ferlegur kafli fyrstu 15 min i seinni! Fram naði að skora tvö mörk a meðan við nanast horfðum ut i loftið! En sem betur fer hafði Anton reimað skóna vel! Skoraði fyrst úr aukaspyrnu:geggjað mark, eitt af mörkum mótsins hjá okkur. Svo jafnaði hann eftir snilldaraukaspyrnu frá Adda. Við sóttum meira eftir þetta en það vantaði upp á samspil og klókindi fram á við.

Við gerum rosalega lítið af því að taka þríhyrninga fram á við. Frekar viljum við djöflast einir með boltann og nánast hlaupa í gegnum andstæðinginn! þetta verðum við að fara að breyta.
Við spilum allt of þröngt - sjáum ekki allann völlinn!

En eitt stig i hus - flestir leikmenn skiluðu sinu en svo er það bara Íslandsmótið. Og núna þurfa allir virkilega að fara að sýna hvað í þeim býr ef þeir ætla að halda sætum sinum i liðinu i sumar.

- - - -

Friday, May 19, 2006

Helgin!

Heyja

- Á morgun, laugardag, eigum við tvo leiki við Fram á þeirra heimavelli. Þetta eru jafnframt síðustu leikirnir í Reykjavíkurmótinu!

- Á morgun er líka “Laugarnes á ljúfu nótunum” – látið endilega sjá ykkur út í Laugarnesskóla eftir hádegi. Þróttur verður með eitthvað sprell!

- Mfl keppir á Ólafsvík á sunnudaginn ef einhver er til í smá bíltúr :-)

- Svo bara næst æfingar á mánudaginn eins og vanalega. (Og vika í ferðina okkar á Laugarvatn).

Heyrumst,
Þjálfarar

- - - -

Laug:

· Mæting kl.9.15 niður í Framheimili – keppt v Fram frá kl.10.00 – 11.15:

Anton – Jónas – Gylfi Björn!! - Ingimar!! – Bjarki B – Bjarmi – Aron Ellert – Ástvaldur Axel!! – Bjarki Steinn – Daníel Ben – Einar Þór!! – Símon - Árni Freyr – Kristján Einar – Arnþór Ari.

· Mæting kl.10.40 niður í Framheimili – keppt v Fram frá kl.11.20 – 12.35:

Snæbjörn – Kristján Orri – Arnar Bragi – Starkaður – Viktor – Guðlaugur – Bjarki Þór – Ævar Hrafn – Jakob Fannar – Arnar Már – Flóki - Stefán Tómas – Arnar Kári – Úlfar Þór – Jón Kristinn – Þorleifur – Anton Sverrir.

Thursday, May 18, 2006

Foreldrabolti!

Heyja.

Á morgun, föstudag, er:

“Foreldrabolti”

Við ætlum að taka leik við þá foreldra, forráðamenn, (eldri) systkini og sætar frænkur sem “eru í standi” og til í smá bolta!

Við munum spila frá kl.18.15 til kl.19.30 (þ.e. ef keppendur duga svo lengi). Og eftir leikina er ætlunin að gæða sér á grilluðum pylsum upp í stúku (salurinn upptekinn inn í Þrótt). Þannig að það er mæting niður á gervigras kl.18.00, og ætti að vera búið um kl.20.00.

Allir (sem ætla að borða) koma bara með sínar pylsur á grillið, auk drykkjafanga. En allt meðlæti (tómatsósa ofl) verður á staðnum.
Einnig verða skipaðir sér grillmeistarar J

Við munum spila á fjórum litlum völlum, annað hvort í blönduðum liðum eða aldursblönduðum; fer eftir þátttöku.

Stefnum svo á blíðviðri á föstudaginn!

Sjáumst hress,
Ingvi –Egill T – Egill B – Eymi og Kiddi.

p.s. sigurliðið í fyrra (vann á dómaraskandal)

Leikurinn við Fjölni2!

Heyja.

Já, menn fórnuðu sér í gær og nánast misstu af endanum
á Arsenal - Barcelona. En auðvitað skemmtilegast að spila
sjálfur!! Ási var kannski fúlastur, en arsenal vinnur bara næst!
Allt um leikinn hér:

- - - - -

Dags: Miðvikudagurinn 17.maí 2006.
Tími: kl.20.30 - 21.45.
Völlur: Egilshöllin

Þróttur 2 - Fjölnir2 2
Staðan í hálfleik: 1 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1, 1-2, 2-2.

Maður leiksins: Bjarmi / Aron Ellert.
Mörk: Danni Ben (18 mín) - Aron Ellert (64 mín)

Vallaraðstæður: Heitt inni í höllinni, en alltaf nett að spila þar.
Dómarar: Ertaðgrínast hvað ég dæmdi etta vel!

Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Gylfi og Einar Örn bakverðir - Ingimar og Jónas miðverðir - Aron Ellert fyrir framan þá - Bjarki Steinn og Bjarmi á köntunum - Bjarki B og Ási á miðjunni - Danni einn frammi + Snæbjörn, Viktor, Símon, Arnþór Ari og Árni Freyr.

Almennt um leikinn:

Fyrri hálfleikur hjá okkur var geggjaður. spiluðum boltanum þvílíkt vel á milli okkar og bjuggum til nokkur afar góð færi.

Ég tók eftir því reyndar svaðalega vel í þessum leik hvað við tölum lítið. Shit, við biðjum ekki einu sinni um boltann þegar við erum einir og hinn maðurinn þarf að losa boltann. hvað er það? Þetta þarf að lagast takk.

Einnig fannst mér vanta að menn virkilega trúðu að þeir myndu skora. Við áttum náttúrulega að skora svona fjögur mörk í fyrri. Danni og Bjarmi voru óheppnir tvisvar. og Aron átti að negla alla veganna einum inn! En vorum 1-0 yfir í hálfleik.

Við misstum niður forskotin snemma í seinni - hleyptum þeim allt of mikið í gegn, vorum allt of stressaðir þegar þeir komu með langa boltann. og vorum svo allt í einu undir þegar 20 voru eftir.
Við megum ekki "panikka" þegar andstæðingurinn sækir á okkur. Við þéttum okkur bara saman og köllum á menn aftur. Pössum að verjast alltaf fyrir aftan boltann. Pössum að vera passlega í bakinu á andstæðingnum og vísum honum í fangið á öðrum Þróttara sem étur boltann, við í sókn. kviss bamm búmm!

Eftir það sóttum við slatta. en þó án þess að komast almennilega í gegn. Danni hefði mátt reyna oftar þríhyrningaspil við kantmanninn eða hinn sóknarmanninn. Og Árni hefði mátt senda boltann lengra upp hornið 2 eða 3 sinnum.

Við vorum líka heppnir einu sinni - en þá bjargaði Snæbjörn vel. Aron jafnaði svo eftir góða sókn. klassa sending fyrir frá Bjarka S. Við hefðum líka geta klárað þetta í lokin en skot frá Danna fór rétt framhjá.

Þannig fór það. Soldið týpískur leikur hjá okkur. Þið vitið - betri aðilinn í leiknum en ná bara jafntefli. Annars var þetta mjög skemmtilegur leikur. Soldið erfitt á köflum að vera að dæma leikinn og líka kalla á ykkur.

En það er einn leikur eftir, v Fram á laugardaginn. Og það er klárt að við ætlum að enda mótið á góðum leik.

- - - - -

Wednesday, May 17, 2006

Æfing + Leikur við Fjölni 2!

Sælir.

Það eru æfingar í dag, miðvikudag, fyrir meistaradeildarleikinn:

Yngri kl.16.00.

og eldri kl.17.15 (klárum rétt fyrir leikinn).

- - -

Strax eftir meistaradeildarleikinn, eða kl.20.10 - er mæting hjá
eftirfarandi strákum í leik upp í Egilshöll við Fjölni 2:

Anton – Snæbjörn V – Ingimar – Jónas – Aron E – Einar Þ – Bjarki B –
Ástvaldur A – Daníel B – Bjarmi – Bjarki S – Viktor – Gylfi B – Símon –
Árni F – Arnþór A.

Leikurinn okkar á að byrja kl.20.30. Það er hægt að horfa á endann á leiknum, eða ef leikurinn fer í framlenginu, í sjoppunni upp í Egilshöll. En vonum bara að allt verði búið á réttum tíma!

En annars verðum við bara í bandi ef það er eitthvað vesen eða ef það verður
einhver seinkun!

- - - - -

Sjáumst í dag,
kv
Ingvi, Egill T (eitt próf eftir), Egill B (eiginlega búinn), Kiddi (löngu búinn) og Eymi (já verkfræði búinn og það er comeback!!).

Tuesday, May 16, 2006

Þriðjudagurinn 16.maí!

Heyja.

Æfingarnar í gær sluppu. soldið óskipulag í gangi út
af mfl leiknum. tek það á mig. leikurinn vannst svo sem
var náttúrulega snilld. vona að einhverjir hafi kíkt á kallinn!

Eldra árið þurfti svo að "fórna" sér og æfði á þríhyrningnum.
höfum ekki hátt um það! byrjum ekki á grasi fyrr en í lok maí!

Það slapp að skila ekki dagatalspeningunum í gær (þó svo að það
hafi átt að gera það!!) - kíkjum aftur á þau mál á æfingunum á morgun,
miðvikudag (yngri kl.16.00 og eldri kl.17.15).

Í kvöld er auka æfing fyrir þá sem keppa á morgun, miðvikudag (eftir úrslitaleikinn).
Þeir eru: Anton – Snæbjörn V – Ingimar – Jónas – Aron E – Einar Þ – Bjarki B – Ástvaldur A – Daníel B – Bjarmi – Bjarki S – Viktor – Gylfi B – Símon – Árni F – Arnþór A. og er æfingin kl.16.30-17.30 á gervigrasinu.

30 tímar í úrslitaleik meistaradeildarinnar. Við tökum nettar æfingar og
svo beint í leikinn (sem verður örugglega sýndur niður í Þrótt ef menn hafa
áhuga á því).

Ok sör.
Sjáumst í dag eða á morgun.

Ingvi (hvað ætliði að gera í essum skalla) og co.

Sunday, May 14, 2006

Mánudagurinn 15.maí!

Jó.

Æfingarnar í dag eru alveg samkvæmt plani:

Yngra árið kl.15.45.

Eldra árið kl.16.45.


- Allir ætla að muna eftir skráningarmiðanum á Laugarvatn!

- En munið að skila af ykkur peningum fyrir dagatölin. Ef þið eruð ekki búnir að selja eða eigið jafnvel eftir að fá dagatöl þá röbbum við um það í dag.

- Fyrsti leikur meistaraflokks í Íslandsmótinu í sumar er í kvöld. Hann er v Hauka á Ásvöllum og hefst kl.20.00. Eiginlega algjör skyldumæting!

- Einn leikur er svo við Fjölni2 á miðvikudagskvöld, eftir meistaradeildarúrslitaleikinn! Látum ykkur vita hverjir eiga að mæta í hann á morgun.

All klárt!
heyrumst í dag,
þjálfarar

Leikirnir við Fjölni2!

Heyja.

Já, það voru tveir leikir við Fjölni 2 í blíðviðrinu í dag, sunnudag.
Báðir leikir áttu að klárast frekar auðveldlega en eitthvað kom upp
á í fyrri leiknum. Samt frábær frammistaða hjá flestum í dag.
Allt um leikina tvo hér:

- - - - -

Dags: Sunnudagurinn 14.maí 2006.
Tími: kl.11.20 - 12.35.
Völlur: Gervigrasið okkar í Laugardal.

Þróttur 4 - Fjölnir2 4.
Staðan í hálfleik: 3 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 3-1, 4-1, 4-2, 4-3, 4-4.

Maður leiksins: Árni Freyr.
Mörk: Árni Freyr (8 mín - 26 mín - 43 mín) - Arnar Már (víti-22 mín).

Vallaraðstæður: Glampandi sól og fínn hiti.
Dómarar: Nonni klassi en Danni Fern mátti vera ákveðnari á flautuna sín megin!

Liðið (4-4-2): Krissi í markinu - Arnar Kári og Stebbi bakverðir - Diddi og Jakob Fannar miðverðir - Gulli og Anton Sverrir á köntunum - Arnar Már og Bjarki Þór á miðjunni - Arnþór Ari og Árni Freyr frammi + Kormákur, Tolli, Nonni og Úlli.

Almennt um leikinn:

Vorum 3-0 yfir í hálfleik og 4-1 yfir um miðjan seinni hálfleik. Fram að þeim tíma spiluðum við alveg dúndrandi vel. En einhverra hluta vegna gáfum við eftir, hleyptum þeim inn í leikinn og í staðinn fyrir 3 stig í hús, fengum við eitt!!

Fjölnismenn voru náttúrulega afar pirraðir í leiknum. Foreldrar voru líka orðnir æstir. En það sem við getum lært af þessu er að aldrei missa einbeitinguna á leiknum sjálfum. Ekki láta leikmenn í hinu liðnu eða foreldra á hliðarlínunni hafa áhrif á okkur. Reyndar hef ég aldrei séð ykkur missa ykkur, skammast eða fara að rífast við hvor aðra eða andstæðinginn - er ótrúlega ánægður með það.

Vörnin hefði mátt vera öruggari og þéttari í lokinn. Menn voru of framarlega og stundum keyrðu menn ekki á fullu tilbaka. Fjölnismenn voru mun seigari í seinni hálfleik heldur en í þeim fyrri - komust inn í leikinn með ódýru marki - og fengu svo frekar mikið "boost" við að skora mark nr.2 og nr.3. og á endanum náðu þeir að jafna.

- - - - -

Dags: Sunnudagurinn 14.maí 2006.
Tími: kl.12.10 - 13.55.
Völlur: Gervigrasið okkar í Laugardal.


Þróttur 5 - Fjölnir2 1.
Staðan í hálfleik: 0 - 0.
Gangur leiksins:
1-0, 2-0, 3-0, 4-0, 5-0, 5-1.

Maður leiksins: Flóki.
Mörk: Flóki 3 - Tryggvi 2.

Vallaraðstæður: Glampandi sól og fínn hiti.
Dómarar: Nonni átti völlinn!


Liðið (4-4-2): Kristó í markinu - Gunni og Davíð Hafþór bakverðir - Tumi og Jónmundur miðverðir - Óskar og Ágúst B á köntunum - Pétur og Starki á miðjunni - Flóki og Tryggvi frammi.

Almennt um leikinn:


Yfir heildinga var þetta fínn sigur hjá okkur - leikurinn var reyndar í járnum í fyrri hálfleik og staðan 0-0 í hálfleik. Við vorum á undan að skora - og vitum við hvað það er mikilvægt og getur gefið mikið.

Við þurfum að byrja af aðeins meiri hörku og setja smá pressu á þá í byrjun. Í seinni hálfleik fór þetta svo að ganga allt upp hjá okkur. Við byrjuðum að láta boltann ganga í gegnum miðjuna og fá hann til að vinna fyrir okkur. Vörnin var að láta boltann ganga vel inn á miðjuna sem skilaði henni inn fyrir vörn Fjölnismanna.

Samt of mikið að menn horfi bara á og gefist upp ef ekki allt gengur upp. Það vantaði líka aðeins að vörnin fylgdi með út, þeir sem eru í vörninni mega ekki bara sitja eftir á okkar vítateig og fylgjast með miðju- og sóknarmönnunum reyna að pressa. Allir spila vörn og allir spila sókn, við vinnum sem lið því þannig vinnum við leikina.

Þegar við náðum svo að skora fór að lifna yfir okkur og við fórum að vera gráðugri. Allt fór að ganga upp og skilaði okkur góðum sigri.
Við náðum að rúlla yfir Fjölnismenn sem hættu nánast í lokin.

Ballwathcing - Skilar engu.

- - - - -

Leikurinn við Víking!

Yes.

Það fór fram einn leikur á ofurþurrum malarvelli Víkings
á laugardaginn. Erum náttúrulega ekki vanir mölinni en
höfum samt gott að spila einn leik á henni blessaðri! En
allt um leikinn hér:

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 13.maí 2006.
Tími: kl.12.40 - 13.55.
Völlur: Víkingsmalarvöllur.

Þróttur 1 - Víkingur 3
Staðan í hálfleik: 0 - 0.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 1-2, 1-3.

Maður leiksins: Danni I.
Mörk: Tryggvi ( 46 mín).

Vallaraðstæður: Ekki góðar, gróf möl og þurr. Erfitt að sjá línurnar.
Dómarar: Allt í lagi, miðað við að hann var einn. Reyndar dæmdi af okkur tvö mörk.

Liðið (4-4-2) Orri í markinu - Emil Sölvi og Daði Þór bakverðir - Tolli og Sindri miðverðir - Anton Helgi og Mikki á köntunum - Danni og Kristó á miðjunni - Tryggvi og Kommi frammi + Hákon, Ágúst Heiðar, Stefán Karl, Daníel Örn og Dagur.

Almennt um leikinn:

Góður fyrri hálf leikur en ekki jafn góður seinni hálfleikur. Við vorum að ná að láta boltann ganga vel á milli okkar í fyrri hálfleiknum. Miðjan var að skila mjög góðum sendingum upp á framherjana eða fyrir innan varnarlínuna Víkinganna. Það vantaði aðeins upp á það að allir í vörninni héldu sínu hlutverki og línunni.

Í seinni hálfleik byrjuðum við leikinn á fullu og náðum að skora mark sem var dæmt af okkur. Eftir að það mark var dæmt af okkur var eins og öll barátta hirfi úr okkur. Mistök urðu í vörninni sem varð til þess að við fegum á okkur mark eftir að einn Víkinganna slapp í gegn. Fljótlega eftir það mark fengum við annað á okkur, við vorum að svekkja okkur á fyrra markinu og vorum orðnir pirraðir. Það er eitthvað sem við þurfum að passa, við megum ekki vera að svekkja okkur heldur bara halda áfram og hefna fyrir markið.

Þó leikaðstæður hafi verið lélegar er það enginn afsökun fyrir því að við töpuðum þessum leik. Við hefðum átt að skora 3-4 mörk í fyrri hálfleik og jafnvel 2 í seinni hálfleik. Það vantaði alla græðgi og baráttu í liðið, það er eitthvað sem við þurfum að bæta og reyna að ná upp.
Samt sem áður fínn leikur og við vinnum bara næsta.

- - - - -

Friday, May 12, 2006

Helgin (13-14.maí)!

Hey.
Skrifað frá Vík!

Hérna er miðinn með plani helgarinna - Heyrið í okkur ef
það er eitthvað:

- - - - -

4.flokkur karla
12.maí ´06.
Knattspyrnufélagið Þróttur
Reykjavíkurmót KRR

Leikir helgarinnar + Sala á dagatalinu okkar!

Það eru 3 leikir hjá okkur um helgina, 1 leikur v Víking á morgun, laugardag, og 2 leikir við Fjölni2 á sunnudag. Það er smá breyting frá planinu: Einn leikur v Fjölni 2 færist yfir á miðvikudaginn í næstu viku – og einnig færist Þróttaradagurinn fram á Uppstigningardag (þegar fyrsti heimleikur meistaraflokks fer fram).

En á morgun, laugardag, ætlum við líka að ganga í hús og selja dagatalið okkar!

Sjáumst hressir,
Þjálfarar.

- - - - -

Laugardagurinn 13.maí:

- Mæting hjá öllum (nema þeim sem keppa) kl.11.00 niður í Þrótt í dagatalasölu. Leikmenn fara 2-3 saman í götur og selja dagatalið okkar nýja og flotta, klæddir Þróttarafatnaði (mjög mikilvægt). Leikmenn fá helgina til þess að selja – og eiga svo að skila af sér á mánudagsæfingunni. Ef leikmenn komast ekki þá hringja þeir í Mása eða mig!!

- Eftirtaldir eiga að mæta kl.12.00 niður í Vík – keppt v Víking á möl frá kl.12.40 – 13.55:
Orri – Stefán Karl – Þorleifur – Guðmundur - Ágúst Heiðar – Daníel Örn – Davíð Þór – Emil Sölvi – Anton Helgi – Sindri – Hákon – Mikael Páll – Daníel I – Daði Þór - Tryggvi – Kristófer M – Jóel - Kormákur. (Leikmenn fá svo dagatöl til þess að selja á leiknum).

Sunnudagurinn 14.maí:

- Mæting kl.10.30 niður í Þrótt – keppt v Fjölni2 frá kl.11.20 – 12.35:
Kristján Orri – Arnar Már – Bjarki Þór – Guðlaugur – Jakob Fannar – Viktor - Kristján Einar – Árni Freyr – Stefán Tómas – Arnþór Ari – Jón Kristinn – Anton Sverrir – Arnar Kári – Úlfar Þór.

- Mæting kl.12.00 niður í Þrótt – keppt v Fjölni2 frá kl.12.40 – 13.55:
Kristófer M – Atli Freyr – Starkaður - Arnar Páll – Pétur Dan – Flóki – Davíð Hafþór – Ágúst Ben – Gunnar Björn –– Jónmundur – Tumi (+ leikmenn sem spiluðu í leiknum á undan/spiluðu í gær).

- - - - -

- Spila næsta mið: Anton – Snæbjörn - Gylfi Björn - Símon - Aron Ellert – Bjarki B – Bjarmi – Ástvaldur Axel – Bjarki Steinn – Daníel Ben – Einar Þór – Ingimar – Jónas.

- Meiddir / veikir / útlönd / ferðalög / ? : Leó – Kristófer – Óskar – Ævar Hrafn – Reynir – Arianit – Dagur – Elvar Aron – Ingvar – Kevin Davíð – Matthías – Dagur – Gabríel Jóhann.

Fös!

Heyja.

Föstudagur kominn!
Og veðrið greinilega áfram klikkað.

Yngra árið æfir kl.14.30 í dag á gervigrasinu.

Og eldra árið æfir kl.15.45 á gervigrasinu.

Mfl er að fara í æfingaferð á Vík þannig að EgillB og Kiddi
massa æfingarnar.

Helgin verður svo þannig að á morgun, laugardag, keppir eitt lið
við Víking - og svo fer allur flokkurinn út í hverfi að selja dagatalið okkar!

Á sunnudaginn keppa svo tvö lið við Fjölni 2.

En þetta verður allt á miða í dag.

Látið þetta allt berast.
Heyrumst,
Þjálfarar

Ingimar valinn í ´92 úrvalið!

Sælir.

Við áttum alltaf eftir að tilkynna hópnum það formlega að
Ingimar hefði verið valinn í úrval leikmanna í Reykjavík
fæddir ´92. Tek á mig þennan seinagang.

Valdnir voru 14 strákar í liðunum í Reykjavík og koma þeir
til með að keppa á móti höfuðborga norðurlandanna í Helsinki,
Finnlandi núna í lok maí.

Okkur fannst að sjálfsögðu að við ættum að eiga fleiri en einn
leikmann í liðinu, en það fór ekki þannig að þessu sinni.

En við óskum Ingimari til hamingju með þetta og vitum að hann
á eftir að standa sig ótrúlega vel þarna úti.

Við skrifum svo meira um þetta þegar nær dregur.
Þjálfarar

Thursday, May 11, 2006

Skráningar!

Sælir.

Nú ætla ég að biðja ykkur um að taka ykkur svolítið á!

Mér vantar frá ótrúlega mörgum skráningarmiðann á Laugarvatn.
Þetta á reyndar ekki við ykkur alla - sumir eiga eftir að fá miða - sumir
hafa sagt mér að þeir koma með hann á næstu æfingu - og sumir
hafa sent mail.

En sumir þurfa bara að taka þetta á sig, muna eftir miðanum - og koma
með hann til kjappans.

Við erum að tala um algjöra snilldar ferð og vona ég svo sannlega að allir komist
með. Á morgun eru sléttar tvær vikur í ferðina - Laugó ætlar að massa prófundirbúning
aðeins fyrr! Og ef mönnum dettur eitthvað sniðugt að gera á Laugarvatni þá megið
þið endilega láta okkur vita.

OK SÖR.
heyrumt,
Ingvi og co.

Wednesday, May 10, 2006

Fim!

Hej.

Það er frí hjá eldra árinu í dag, fimmtudag.

En yngra árið ætlar við að taka aðeins auka og massa “Suðurlandsbrautarógeðisspretti” (hljómar illa en er ekki svo slæmt – lofa), nokkrar styrktaræfingar og svo góðan pott á eftir. Við búumst við sól og blíðu aftur á morgun þannig að við geymum vídeó-chillið aðeins - Um kvöldið er líka lokapartý hjá handboltanum (kl.18.00)!

Þannig að; mæta kl.15.45 niður í Þrótt með sunddót, 100kall og ermalausa hlaupabolinn ykkar! Allt búið um kl.17.15.

Sjáumst eldhressir,
Boðhlaupsveit 4.flokks

Tuesday, May 09, 2006

Miðvikudagurinn!

Sælir.

Við tókum nett danmerkurpepp áðan með eldra árinu.
fín mæting og góð stemmning. kiddi var samt soldið slow
í pullunum og egill kunni ekkert á tölvuna!

Langholtsskóli vann að sjálfsögðu spurningakeppnina sem var
með dönsku ívafi. Annars enduðu leikar þannig:

1.sæti: Langholtsskóli - 11 stig - Gulli.
2.sæti: Seljaskóli - 10 stig - Jakob Fannar.
3.sæti: Laugarnesskóli - 9 stig - Aron Ellert.
4.sæti: Vogaskóli - 7,5 stig - Bjarki Steinn.

Leikmenn fengu svo bækling með sér heim með ýmsum upplýsingum.
reyndar voru tvær/þrjár villur í honum - þannig að við meiluðum hann líka
á foreldra. svo mætum við líka með copy næstu æfingu.

En sem sagt - æfingar - miðvikudagur:

Yngra árið æfir kl.16.00 á gervigrasinu.

Eldra árið æfir kl.17.15 á gervigrasinu.

Sjáumst ferskir,
ingvi og co.

Danskt kvöld!

Jó,

Það er frí hjá yngra árinu í dag en danskt kvöld! hjá eldra árinu:

4.flokkur karla
Knattspyrnufélagið Þróttur
8.maí

Leikmenn / á eldra ári!

Í kvöld (þriðjudagskvöldið 9.maí) ætlum við rétt svo að taka púlsinn á ferðinni okkar út til Danmerkur í sumar.

Við munum rabba aðeins saman um það sem er klárt (dagsetning + staðsetning + hverjir fara ofl), kíkja á myndir af svæðinu, heyra í fólki sem fór í fyrra, gæða okkur á dönskum mat og kíkja svo á smá vídeóclip.

Þetta verður bara stutt, mæting kl.20.00 niður í Vídeóherbergi – með 500kall fyrir gúffi (fínt að mæta smá hungraðir). Allt ætti svo að vera búið um kl.21.00.
Vona að sem flestir komast (en geymum foreldranna heima að þessu sinni)

Sjáumst,
Ingvi og co.

- - - - -

Spillere / senior år!

I morgen aften (tirsdag den 9.maj) skal vi mødes og samle trådene for vores rejse til Danmark i sommer.

Vi vil snakke litd sammen om det der står klart (dato + stedet + hvem kommer med og flere), kigge på billeder af området, høre fra dem som rejste sidste år, nyde dansk mad og se litd videoclip.

Dette bliver kun et kort møde, starter kl.20.00 nede i videoværelset – med 500kr fir guff (godt at møde op litd små sulten). Det hele skulle såvære slut kl.21.15.

Jeg håber at det fleste kommer (men denne gang gemmer forældrene hjemme).

Vi ses, Ingvi og co.

Sunday, May 07, 2006

Mánudagurinn 8.maí!

Jebba.

Erum við að grínast á veðrinu í dag! Gottetta að vera
með körfuboltamót innanhús :-/ vantaði líka slatta af
mönnum (sem gleymdu víst að smessa á kallinn). vantaði líka
egil b sem var búinn að vera með yfirlýsingar!!

En Lakers (anton (vantar hann á myndina), ingimar og arnar már) unnu mótið með einu stigi!
Og Hreiðar rúllaði upp þriggja stiga keppninni.
svo komu tilþrifin í lokin þegar kallinn fékk að vera með í einum leik!

Alla veganna,
vonum að veðrið verði eins á morgun, mánudag:

Yngra árið æfir kl.15.45 - 17.00 á gervigrasinu.

Eldra árið æfir kl.16.45 - 18.00 á gervigrasinu.

Þetta er samkvæmt nýja systeminu. Báðar æfingarnar færast aðeins til.
og báðar á gervigrasinu (pásum tennisvöllinn).

Vænti þess að yngra árið í laugalæk mæti allir sprækir eftir vikufrí!!
og ingvi og kiddi verða með sitthvort nýja trixið!

Sjáumstum,
þjálfarar

Leikir laugardagsins!

Jebba.

Það voru 4 leikir á laugardaginn, auk hreinsunardags hjá okkur.
1 sigur, 2 jafntefli og 1 tap. Tveir miklir markaleikir og svo kom víst
sigurmarkið í öðrum leiknum á síðustu sekúndunni! En allt um leikina hér:

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 1.maí 2006.
Tími: kl.10.00 - 11.15.
Völlur: Gervigrasvöllurinn í Laugardal

Þróttur 0 - Víkingur 5.
Staðan í hálfleik: 0 - 2.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3, 0-4, 0-5.

Maður leiksins: Danni Ben.
Mörk: - - - -

Vallaraðstæður: Geggjað veður og völlurinn klassi. Hugsanlega truflaði sólinn eitthvað smá.
Dómarar: Dóri var nettur og línuverðirnir skiluðu sínu vel.

Liðið (4-4-2): Snæbjörn í markinu - Gylfi Björn og Viktor bakverðir - Jónas og Einar Þór miðverðir - Bjarki Þór og Símon á köntunum - Danni Ben og Aron Ellert á miðjunni - Bjarki Steinn og Ástvaldur Axel frammi + Jakob Fannar og Arnar Már.

Almennt um leikinn:

Það er ótrúlega súrt að tapa svona leik 5-0 þegar við eigum alveg jafn mikið í leiknum og þeir í fyrri hálfleik. Það að okkur vantaði 3 leikmenn er ekki einu sinni afsökun sem við getum notað því við hefðum alveg getað gert miklu miklu betur í þessum leik.

Við fengum 3-4 klassa færi í fyrri hálfleik en náðum ekki að nýta þau. En það gera þeir aftur á móti. Það fyrsta eftir að við klikkuðum á dekkningu inn í markteig og það seinna eftir að við náum ekki að hreinsa eftir horn og missum hann klaufalega inn.

Á annarri mínútu seinni hálfleiks kemur svo mark nr.3 hjá þeim - annað hvort Anton hefði átt að fara út í háa sendingu innfyrir, eða við að ná að vinna einvígið og koma boltanum frá. Og eins og áður þá erum við ekki nógu sterkir að koma aftur eftir að vera 3-0 undir.

- ekki meira skrifað um leikinn sökum "slugs"¨!-

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 1.maí 2006.
Tími: kl.11.20 - 12.35.
Völlur: Gervigrasvöllurinn í Laugardal

Þróttur 2 - Víkingur 1.
Staðan í hálfleik: 0-0
Gangur leiksins:
0-1, 1-1, 2-1.

Maður leiksins: Arnþór Ari.
Mörk: Arnþór Ari 2.

Vallaraðstæður: Mjög góðar.

Liðið (4-4-2): Krissi í markinu - Danni I og Úlli bakverðir - Diddi og Arnar Kári miðverðir - Stebbi og Jóel á köntunum - Arnþór og Nonni á miðjunni - Árni Freyr og Anton Sverrir frammi + Kormákur.

Almennt um leikinn:

Byrjuðum nokkuð vel, leikurinn var mjög jafn og allt í járnum framan af. Við áttum fín færi og vorum bara óheppnir með að skora ekki. Eymi kom svo með skemmtilega skiptingu í hálfleik. Arnþóri var hent fram og stóð sig með stakri prýði. Hann setti eitt flott mark í byrjun seinni hálfleik. Við áttum svo mörg flott færi í seinni hálfleiknum sem við hefðum mátt nýta mun betur.
Vörnin var að gera góða hluti og lét boltann ganga vel fram völlinn og við fengum skemmtilegt spil inná miðjunni. Margar skemmtilegar stungusendingar komu og í lok leiksins náði enginn annar en Arnþór Ari að nýta eina þannig og tryggja okkur 2-1 sigur í þessum fína leik.

Allir voru að spila vel og við vorum að vinna vel saman. Vantaði kannski aðeins upp á fyrri hálfleikinn en annars var þetta í heildina mjög gott.

- ekki meira skrifað um leikinn sökum "slugs"¨!-

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 1.maí 2006.
Tími: kl.12.40 - 13.55.
Völlur: Gervigrasvöllurinn í Laugardal

Þróttur 6 - Víkingur 6.

Maður leiksins: Guðlaugur Þór.
Mörk: Snæbjörn 2, Flóki, Guðlaugur, Anton Sverrir og Tryggvi.

Vallaraðstæður: Eins og þær gerast bestar í Laugardalnum, mildur blær og sól.
Dómarar: Jón Braga - afar "solid".

Liðið (4-4-2): Orri í markinu - Hreiðar og Gunnar Björn bakverðir- Jónmundur og Tumi miðverðir - Anton Sverrir og Flóki á köntunum - Guðlaugur og Arnar Páll á miðjunni - Anton E og Snæbjörn frammi + Tryggvi.

Almennt um leikinn:


Eins og staðan gefur til kynna þá var þetta mjög skemmtilegur leikur og spiluðu bæði skemmtilegan bolta, þar sem áhersla var lögð á áferðafríðan sóknarleik. Í þessum leik skráðum við okkur á spjöld sögunnar, þar sem við vorum með skemmtilegasta sóknarpar sem sést hefur síðan Robbie Fowler og Michael Owen voru uppá sitt besta.

- ekki meira skrifað um leikinn sökum "slugs"¨!-

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 1.maí 2006.
Tími: kl.14.00 - 15.15.
Völlur: Gervigrasvöllurinn í Laugardal

Þróttur 4 - Fylkir 4.

Mörk: Tryggvi - ?

Liðið (4-4-2): Orri í markinu - Mikael Páll og Daði Þór bakverðir - Sindri og Anton Helgi miðverðir - Reynir og Daníel Örn á miðjunni - Viðar og Dagur á köntunum - Tryggvi og Davíð Þór frammi + Kristófer og Arianit.

Almennt um leikinn:


- ekkert skrifað um leikinn sökum "slugs"¨!-

- - - - -

Saturday, May 06, 2006

Körfuboltamót eldra ársins.

Á morgun, Sunnudag, verður körfuboltamót eldra ársins. Við ætlum að byrja kl 12.00 og spila hörku körfubolta til 13.30, við hittumst rétt fyrir 12.00 í leikfimissalnum í Lanholtsskóla.

Það verða allir að mæta með innanhúsdót, ermalausan bol (samkvæmt Ingva) og 100 kall.

Sjáumst hressir,

Kiddi og rest.
( Ingvi, EgillT og EgillB )

Friday, May 05, 2006

Leikir - Laugardaginn 6.maí!

Hey,

Hérna er allt um leikina á morgun.
Sjáumst

- - - - -

4.flokkur karla
5.maí ´06.
Knattspyrnufélagið Þróttur
Reykjavíkurmót KRR

Leikmenn

Það eru 4 leikir hjá okkur á morgun, laugardag – Allir á heimavelli. 3 leikir v Víking og 1 leikir við Fylki. (Ég vona svo sannarlega að mætingin verði í lagi, en ef eitthvað klikkar þá verðum við hugsanlega að heyra í nokkrum strákum að taka aðeins auka).

Dómaramálin eru svo loksins komin á hreint.

Einnig á morgun er hreinsunardagur niður í Þrótt þannig að leikmenn taka smá tíma eftir leik hjá sér og taka tiltekt á svæðinu (Endilega heyrið í foreldrum ykkar ef þau eru líka laus í smá tíma, enda vinna margar hendur létt verk!)

Mæta svo með allt dót, á réttum tíma og vera búnir að undirbúa sig vel:

· Mæting kl.9.15 niður í Þrótt – keppt v Víking frá kl.10.00 – 11.15:
Anton – Snæbjörn – Aron Ellert – Daníel Ben – Jónas – Gylfi Björn – Símon – Bjarki Steinn – Ástvaldur Axel – Bjarki Þór – Einar Þór – Arnar Már - Jakob Fannar – Viktor.

· Mæting kl.10.40 niður í Þrótt – keppt v Víking frá kl.11.20 – 12.35:
Kristján Orri – Kristján Einar – Árni Freyr – Stefán Tómas – Arnþór Ari – Jón Kristinn – Anton Sverrir – Arnar Kári – Kormákur – Úlfar Þór – Þorleifur – Jóel - Danni I.

· Mæting kl.12.00 niður í Þrótt – keppt v Víking frá kl.12.40 – 13.55:
Kristófer M – Ágúst Ben – Guðlaugur – Arnar Páll – Flóki – Davíð Hafþór – Gunnar Björn – Hreiðar Árni – Jónmundur – Pétur Dan – Tumi - Leó + mæting kl.12.40: Mikael Páll - Daði Þór og Tryggvi.

- Mæting kl.13.40 niður í Þrótt – keppt v Fylki frá kl.14.00 – 15.15:
Orri - Ágúst Heiðar – Dagur – Daníel Örn – Davíð Þór – Elvar Aron – Emil Sölvi – Anton Helgi – Sindri – Reynir – Matthías – Gabríel Jóhann – Hákon – Stefán Karl.

- - - - -

· Meiddir / veikir / útlönd / ferðalög / ? : Ævar Hrafn – Ingimar – Bjarmi – Bjarki B – Starkaður – Leó – Kristófer H – Óskar – Arianit – Ingvar – Kevin Davíð – Atli Freyr - Guðmundur.

Sjáumst í stuði,
Þjálfarar

Friday!

Jamm.

Nettar æfingar í geggjuðu veðri í dag (fös). og kallinn með þar sem
það er engin mfl æfing (mætið í legghlífum:-)

Yngra árið æfir kl.14.30.

Eldra árið æfir kl.15.45.

Síja,
ingvi og co.

Thursday, May 04, 2006

Fyrirlestur + fundur!

4.flokkur karla
Knattspyrnufélagið Þróttur
4.maí

Foreldrar – forráðamenn

Í kvöld (fimmtudaginn 4.maí) er næringarfyrirlestur / foreldrafundur fyrir leikmenn og foreldra niður í Þrótti. Sölvi Fannar hjá Heilsuráðgjöf ætlar að heimsækja okkur og rabba aðeins við okkur, og getur fólk örugglega spurt hann um hitt og þetta.

Fundurinn hefst kl.20.00 inn í stóra sal – og fyrir (eða eftir) fundinn tökum við örstuttan foreldrafund til að ræða saman um Laugarvatnsferðina, Rey-Cup og annað sem er á dagskrá hjá flokknum í maí og í sumar. Allt ætti að vera búið um kl.21.00!

Ég veit að þetta er stuttur fyrirvari en ég vona svo sannarlega að menn komist. Og ef annað hvort foreldri eða leikmaður kemst ekki, þá endilega annað hvort!

Sjáumst hress,
Ingvi (869-8228) og f.h, foreldraráðs, Mási.

- - - - -

p.s.
Æfingin á morgun, föstudag, verður svo skv. nýja maí planinu:

Yngra árið æfir kl.14.30 – 15.45 á gervigrasinu
og
Eldra árið æfir kl.15.45 – 17.00 á gervigrasinu.

Tuesday, May 02, 2006

Mið 3.maí!

Heyja.

Það er frí dag, þriðjudag. Menn að læra undir próf og svona.
samt klikkað veður til að kíkja aðeins út í smá bolta!

En á morgun, miðvikudag, er æfing hjá öllum kl.16.30 á gervigrasinu. Þar sem yngra árið í Laugó er á Reykjum þá troðum við okkur bara allir á þennan tíma. Getum líka verið nánast alveg til 18.30! Sjáum til.

Kiddi hlýtur líka að koma með eitthvað gott handa okkur þar sem hann
verður búinn í prófum :-)

En sjáumst sprækir á morgun.
Þjálfarar

Monday, May 01, 2006

Maí mynd!

Bara svöl mynd!

----

Dagatalið fyrir maí!

Sælir.

Hérna fyrir neðan finnið þið dagatalið fyrir maí.
Ég var frekar pirraður út í prentarann niður í
Langó fyrir að prenta þetta ekki út fyrir mig í dag :-(

En hérna er etta, og ég dreifi þessu líka á alla á miðvikudaginn.
Frí á morgun, þriðjudag. og svo nett æfing á mið.

Aju,
Þjálfarar

- - - - -

MAÍ DAGATALIÐ!

- - - - -

Körfuboltamótið!

Jamm.

13 strákar létu sjá sig í körfuna í morgun
þannig að mótið taldi fjögur lið.

Tekin var tvöföld umferð og fóru leikar þannig:

1.sæti: San Antonio Spurs
2.sæti: Phoenix Suns.
3.sæti: New York Knicks.
4.sæti: Miami Heat.

MVP: Arnþór Ari.

R auða: Anton Sverrir.

Bið þá sem gleymdu að henda á mig 100kalli á næstu æfingu.
Annars bara stuð, þrátt fyrir smá uppákomu, svo tekur eldra
árið mót bráðum.