Tuesday, January 31, 2006

Landsleikurinn á breiðtjaldi!

Heyja.

Landsleikurinn í handbolta verður sýndur niður í Þrótti í dag
á breiðtjaldi! Ísland - Rússland - og hefst kl.14.45.

Gulli verður með sjoppuna opna :-)

En athugið - þetta er bara fyrir þá sem ætla og vilja horfa á leikinn.
Þeir sem verða með fíflalæti geta bara verið heima.

ÁFRAM ÍSLAND!!
Ingvi Valur, Egill Steinn, Egill Ívar og Kiddfús.

Sunday, January 29, 2006

Mánudagurinn 30.jan!

Jamm og já.

Helgin fór eins og hún fór! allt um seinni leikina tvo í kvöld.

En dagurinn í dag er þannig:

Það er síðasti hallartíminn hjá eldra árinu - kl.15.00 - 16.15.
En svo breytum við aðeins í næstu viku.

Yngra árið æfir sem fyrr kl.16.00-17.30 á gervigrasinu.

Og það er í góðu lagi að svissa á æfingunum ef það hentar ykkur
betur (t.d. út af sundinu eða handboltaæfingu).

Ok sör.

Annars er helst í fréttum að fowler er kominn aftur til liverpool. hvað
ætliði að gera í því?
Svo skuldar Eymi nýjan keilustand.
Og þið skuldið ógeðis fyrir að koma ekki á mfl leikinn á laugardaginn :-(

Seinni leikirnir við FH!

Jebba.

Þetta var ekki nógu töff æfingaleikjahelgi hjá okkur! hefðum jafnvel
átt að geyma leikina þar sem fjölmargir voru að keppa í handbolta báða
daganna. en menn fengu vonandi eitthvað út úr þessu!

- - - - -

Dags: Sunnudagurinn 29.janúar 2006.
Tími: Kl.11.30 - 12.30.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 1 - FH 1
Staðan í hálfleik: 1 - 0.

Maður leikins: Daníel I.
Mark: Úlli (11 mín).

Vallaraðstæður: Þvílíkt rok og þvílík rigning. Ekkert sérlega spes veður til að spila fótbolta!
Dómarar: Egill T / Egill B / Kiddi - sluppu vel.

Liðið (4-3-1): Anton Sverrir í markinu - Ágúst Heiðar og Sindri bakverðir - Úlli og Anton Helgi miðverðir - Mikki - Danni og Ingvar á miðjuni - Daði einn frammi + Dagur og Hákon.

Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

stutt umfjöllun - skrifað langt eftir leikinn :-(

Spiluðum 9 v 9 í massa roki - áttum fínan leik í heildina en frekar svekkjandi að ná bara jafntefli. hefðum getað sett fleiri mörk í fyrri hálfleik - en það gekk illa að sækja á móti vindi í seinni hálfleik.

En menn tóku vel á því, töluðu ágætlega og voru vel á tánum.

Svo bara betra veður í næsta leik takk!

- - - - -

Dags: Sunnudagurinn 29.janúar 2006.
Tími: Kl.12.30 - 13.30.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 1 - FH 4
Staðan í hálfleik:
0 - 1.

Stóð sig skást: Danni Ben.
Mark: Danni Ben (35 mín).

Vallaraðstæður: Þvílíkt rok og þvílík rigning. Ekkert sérlega spes veður til að spila fótbolta!
Dómarar: Egill T / Egill B / Kiddi / Ingvi. Ingvi fremstur meðal jafningja!

Liðið (4-3-1): Jónas í markinu! - Kristófer og Tolli bakverðir - Danni Ben og Gummi miðverðir - Arnþór Ari - Nonni og Gulli á miðjunni - Árni einn frammi.

Liðsmynd!

Almennt um leikinn:


stutt umfjöllun - skrifað langt eftir leikinn :-(

Spiluðum 9 v 9 eins og í fyrri leiknum - náðum því skipulagi ekki alveg. vorum alltaf
að fara upp miðjuna og nýttum kantana nánast ekki neitt. Vorum líka á móti vindi í fyrri hálfleik þannig að þeir sóttu aðeins meira á okkur.

Mörkin voru frekar í ódýrari kantinum - náttúrulega truflaði rokið okkur en það vantaði samt betri þéttleika og tal í vörnina.

Sóttum meira í seinni hálfleik en náðum ekki að klára færin - og fengum samt á okkur 3 mörk!

Spáum ekki meir í þessu - vantaði menn, veðrið eins og það var og bara ekki okkar leikur.
Höfum allt meira pró í næsta leik takk.

- - - - -

Saturday, January 28, 2006

Leikur við FH!

Jó.

Það fór ansi illa hjá eldra árinu í dag á móti geysisterku FH liði.
það vantaði ansi marga leikmenn og stórt tap staðreynd. smá um
leikinn hér:

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 28.janúar 2006.
Tími: Kl.11.30 - 13.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 1 - FH 12
Staðan í hálfleik: 1 - 8.

Stóð sig skást: Bjarki B.
Mark: Bjarki Steinn (14 mín).

Vallaraðstæður: Völlurinn var blautur og góður - en smá rigning og rok.
Dómarar: Ingvi (pirraður), Egill T (seint í kladdann) og Egill B (dæmdi víti).

Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Viktor og Jakob bakverðir - Aron og Bjarmi miðverðir - Arnar Már og Símon á kantinum - Bjarki B og Ási á miðjunni - Gulli og Bjarki Steinn frammi + Flóki, Atli Freyr, Tumi og Snæbjörn.

Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Hvað skal segja! Þetta var klárlega ekki okkar dagur. FH-ingar eru klárlega sterkir og nokkrir af okkar leikmönnum voru að keppa á handboltamóti en ég bjóst ekki við svona flengingu!

Byrjuðum leikinn bara ágætlega. Vörðumst vel og Anton virkilega á tánum í markinu. Staðan var svo 1-2 þegar hálfleikurinn var u.þ.b. hálfnaður. Eftir það gekk allt um hjá FH og þeir "sölluðu" inn mörkum. Það vantaði grimmd, tal og dekkningu fyrir framan markið okkar - og áttu um 4 mörk aldrei að verða að veruleika.

Spiluðum okkur oft vel í gegn með góðu þríhyrningaspili - vantaði kannski aðeins vídd vinstra megin - eins að fara meira upp í hornin, en ekki alltaf upp miðjuna (þar sem flestir fh-ingar voru).

Sem sagt lélegustu 14 mín í fyrri hálfleik í heimi! en eftir 1 stk leiðinlega hótun í hálfleik skánuðum við mikið - við börðumst meira og kjöftuðum meira. og áttum okkar spretti.
Atli átti klassa innkomu og stjórnaði vel. það vantar í allt of marga.

Menn verða svo að taka sjálfa sig soldið í gegn og spá hvað þeir hefðu getað gert betur - því við getum mun betur en við sýndum í dag.
Afar mikilvægt að menn peppi hvorn annan upp - slá á bakið á næsta manni og sýni samheldni. Allir í sínar gallabuxur og í sitthvora áttina strax eftir leik er því miður ekki dæmi um það!

en það er bara næsti leikur - um næstu helgi.
Sjáumst upp í egilshöll!

- - - - -

Leikir helgarinnar!

4.flokkur karla
Knattspyrnufélagið Þróttur
Æfingaleikir helgarinnar!

Hey. Það er leikur hjá eftirtöldum leikmönnum um helgina. Sumir spiluðu um síðustu helgi og taka bara létt skokk um helgina - Nett að kíkja niður á völl á þessum tímum sem leikirnir eru, segja hæ og taka um 15-20 mín hlaup.

Ef menn eru svo að keppa í handbolta þá endilega láta vita – við skiljum það alveg – bara leiðinlegt ef þetta hittist á!

Sjáumst hressir.
Ingvi og co.

- - - - -

Eldra ár v FH – Laugardagur!

Mæting hjá eftirfarandi kl.11.00 niður í Þrótt á laug – spilað frá kl.11.30-13.00:

Anton – Arnar Már – Aron Ellert – Atli Freyr –Ástvaldur Axel – Bjarki B – Bjarki Steinn – Bjarmi – Guðlaugur - Ingimar? – Jakob Fannar – Snæbjörn – Símon – Viktor – Tumi - Flóki.

Yngra ár v FH – Sunnudagur!

Mæting kl.10.40 niður í Þrótt á sun – spilað frá kl.11.30-12.30:

Anton Sverrir – Daníel – Mikael Páll – Daði – Anton Helgi – Kormákur – Davíð Þór – Reynir – Tryggvi – Ingvar – Ágúst Heiðar – Sindri.

Mæting kl.11.40 niður í Þrótt á sun – spilað frá kl.12.30-13.30:

Kristján Orri – Kristófer - Arnþór Ari – Arnar Kári – Árni Freyr – Jón Kristinn - Kristján Einar – Stefán Tómas – Guðmundur Andri – Jóel – Þorleifur – Úlfar Þór.

- - - - -

Æfingin í gær!

heyja

Það mættu 60 strákar á æfinguna í gær.
sem er afar nett - samt leiðinlegt að nokkrir strákar
hafi misst af myndartökunni - sem heppnaðist víst svaðalega
vel - sérstaklega febrúar!!

Vonum að allir hafi fengið svala og kex - svo kemur Atli í næstu
viku og rabbar aðeins við okkur.

Ok sör.
Ingvi

Thursday, January 26, 2006

Jebba!

Heyja.

- Eymi stóð sig víst ágætlega í markinu hjá eldra árinu í gær.
Veit ekki alveg hvort ég trúi að Aron hafi verið með bestu tilþrifin
og fengið Poworade - eða Bjarki Steinn markahæstur!! Könnun etta.

- Ég var svaðalegur í dodgeball í gær og var valinn mvp! skutlskotin mín
voru umtöluð allt kvöldið! Annars var Jóel nokkuð sprækur (enda tók hann
double) - stebbi og árni voru ekki nógu spes - enda tóku keine!

Líf og fjör.
Massa æfing á morgun kl.14.30 - 16.30 hjá öllum:
- Það verður myndataka fyrir dagatalið okkar.
- Atli Eðvalds kíkir aðeins á okkur.
- Eitthvað gúff í lok æfingar!
- Kiddi mætir jafnvel að þjálfa!

Sjáumst hressir!

Wednesday, January 25, 2006

Dagurinn í dag!

Heyja.

Það er gervigrasæfing hjá eldra árinu kl.16.30 - það kemur
leynigestur í spilið - spennó!

Yngra árið er í Langó - og við tvískiptum hópnum svo menn þurfa
ekki að bíða milli leikja í DODGEBALL - já, ætlum að prufa það kaffi!

EN Laugalækur er frá kl.17.30 til 18.40. Og Vogó og Langó frá kl.18.40-19.50.

Sjáumst hressir.
Ingvi og co.

- - - - -

p.s. Reglurnar í dodgeball:

- Það eru 6 leikmenn í hvoru liði!
- 6 rauðir gúmíboltar eru notaðir - settir á miðjunni í byrjun.
- Liðin byrja á sitt hvorum endanum

– Og þegar flautað er í byrjun má spretta og reyna að ná bolta og byrja svo að negla!
- Ef það er gripið hjá þér þá ertu úr – OG annar leikmaður úr þínu liði má koma inn á!
- Það má skjóta alls staðar í mann.
- Þegar maður er skotinn þarf maður að fara strax út af.
- Þegar þú ert með boltann þá geturu varist með boltanum.
- Það má skjóta þig þótt þú hafir boltann.
- Bannað er að fara yfir línuna.
- Þegar allir 6 leikmennirnir eru skotnir úr öðru liðinu er leikurinn búinn.
- Muna svo að :Beygja – Beygla – Bogna – Bugast og … beygja. :-)

Test!

Heyja.

Það mættu um 20 strákar upp í Frjálsíþróttahöll
í gær - og tóku þolpróf, 60 metra sprett-test og
armbeygjur.

Höllin er náttúrulega geggjuð. og snilld að fá að kíkja
þar inn - þannig að við verðum að passa okkur að ganga vel
um staðinn.

Vona að flestir aðrir komist þá á fimmtudaginn (15.00-16.00).

Ok sör!

Monday, January 23, 2006

Vikan!

Heyja.

Þá er ný vika rétt byrjuð. Tökum hana með trompi!

Planið lítur svona út:

Mán 23.jan:

- Æfing hjá eldra árinu kl.15.00 upp í Höll.
- Æfing hjá yngra árinu kl.16.00 á gervigrasinu.

Þrið 24.jan:

- Test og fleira upp í Nýju Frjálsíþróttahöll (sami inngangur og í Laugardalshöll) - frá kl.15.00-16.00. Reyna að mæta annað hvort í dag eða á fimmtudaginn á sama tíma - alveg sama hvorn daginn þið mætið. Mæta í hlaupaskóm eða gervigrasskóm.

Mið 25.jan:

- Æfing hjá eldra árinu kl.16.30 á gervi.
- Æfing hjá yngra árinu: kl.17.30-18.40 Laugalækur og kl.18.40-19.50 Voga- og Langó.

Fim 26.jan:

- Test og fleira upp í Nýju Frjálsíþróttahöll (sami inngangur og í Laugardalshöll) - frá kl.15.00-16.00. Reyna að mæta annað hvort í dag eða þriðjudaginn á sama tíma - alveg sama hvorn daginn þið mætið. Mæta í hlaupaskóm eða gervigrasskóm.

Fös 27.jan:

- Æfing kl.14.30 - 16.00 hjá öllum á gervigrasinu.
- Myndataka fyrir dagatalið okkar :-)
- Stuttur fyrirlestur hjá Atla Eðvaldssyni, þjálfara mfl. eftir æfingu inn í sal. Jafnvel eitthvað gúff í boði :-)

Laug 28.jan:

- Æfingaleikur v FH / Fram.
- Fyrsti leikur mfl á árinu! v KR kl.14.00 upp í Egilshöll. Láta sjá sig!
- Þorrablót Þróttar um kvöldið - fyrir mömmu og pabba!

Sun 29.jan:

- Æfingaleikur v FH / Fram.

- - - - - - -

Sunday, January 22, 2006

Mánudagurinn 23.jan!

Heyja.

Venjulegur dagur í dag - mánudag.
en svo verður kannski eitthvað um breytingar seinna í vikunni (meir
um það seinna í dag).

En það er bara:

Eldra árið í höllinni kl.15.00 og Yngra árið á gervi kl.16.00.

Sjáumst eldhressir.
þjálfarar

Mælingar!

Heyja.

Þá fer að koma að fleiri mælingum hjá okkur. Byrjum eitthvað á
því í vikunni - tökum sömu þrautir aftur og bætum við tveimur í
viðbót - fáum t.d. að nota nýju frjálsíþróttahöllina.

Þannig að - ég tók saman hverjir stóðu sig best fyrir jól.
Hér kemur það:

- - - - -

Halda á lofti:

Yngra ár: Kristján Orri og Kristján Einar - 100+
Eldra ár: Jónas - 100+

30 metra sprettur:

Yngra ár: Jón Kristinn - 5.17 sek.
Eldra ár: Ingimar - 5.00 sek.

Armbeygjur:

Yngra ár: Kormákur og Jón Kristinn - 50+
Eldra ár: Guðlaugur - 50+

- - - - -

Massa útsala!

hey hey.

Það er einhver massa Janúarútsalan byrjuð í versluninni Íþrótt - Ármúla 17.
Þið kíkið á þetta hér fyrir neðan!

Ok sör.

- - - - -

50-70% afsláttur af útsöluvörum, dæmi:

fótboltaskór frá 1.990
hlaupaskór frá 2.990
götuskór frá 990
úlpur frá 1.990
barnagallar frá 2.490
fullorðinsgallar frá 3.990
Better Bodies eróbikbuxur frá 1.790
Better Bodies toppar frá 990

20% afsláttur af félagsvörum og nýjum vörum

KOMIÐ OG GERIÐ GÓÐ KAUP - NÝTT KORTATÍMABIL !!

Saturday, January 21, 2006

Enn ein frestunin!

Hey hey.

Það var eitthvað klikk á milli mín og FH þjálfarans.
Þannig að FH-ingar eru ekki á leiðinni til okkar á morgun,
sunnudag :-(

Í staðinn er þá æfing fyrir þá sem áttu að keppa (og hlaupa) á venjulegum
tíma - kl.11.30 - 13.00. Ok sör. lofum að hafa óvenjuskemmtilega æfingu!

Og við reynum svo "böns" að festa leikinn sem allra fyrst.

Sjáumst (vonandi) hressir á morgun.
Ingvi og co.

p.s. alveg frjáls mæting fyrir þá sem voru að keppa á móti ÍA.

Leikir við ÍA!

Heyja.

Við kepptum tvo leiki við ÍA í gær. Hefðum getað gert betur
en eins svo oft áður lendum við undir á undan! og reynist það
okkur oft erfitt að jafna leikina. en check it out!

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 21.janúar 2006.
Tími: Kl.16.00 - 17.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 0 - ÍA 2
Staðan í hálfleik: 0 - 2.

Maður leiksins: Viktor.

Vallaraðstæður: Völlurinn var klikkað góður - en það var farið að vera svolítið kalt undir lok leiksins.
Dómarar: Ingvi og Kiddi - ekki ein misstök, enda bestu dómararnir af þjálfaracrewinu!

Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Viktor og Tumi bakverðir - Gylfi Björn og Jakob Fannar miðverðir - Atli Freyr og Gulli á köntunum - Símon og Arnar Már á miðjunni - Ástvaldur og Bjarki Steinn frammi + Arnar Páll, Bjarki Þór, Ágúst Ben, Snæbjörn og Arnþór Ari.

Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Það var greinilegt að það er soldið langt síðan við tókum leik síðast! Og einn stuttur töflufundur dugði ekki alveg til! Því það vantaði mikið upp á skipulag hjá okkur í byrjun - menn voru ekki í sínum stöðum og tókum við mikið af röngum færslum og hlaupum.

En þetta skánaði nú þegar leið á leikinn - hefðum getað komist yfir eftir góða stungusendingu inn fyrir á Bjarka en góður markmaður ÍA náði að verja.

En það sem varð okkur að falli voru slakar sendingar. Allt og oft völdum við rangan kost og misstum boltann, yfirleitt beint til ÍA-manna. Ég taldi alla veganna um 20-25 skipti sem er allt of mikið. Ég minntist á þetta í hálfleik þannig að þetta batnaði aðeins í seinni. Mér fannst leikmenn líka stressaðir að halda boltanum aðeins, ekki bomba honum frá sér strax!

En það vantaði aðeins bit í okkur í seinni hálfleik - vorum yfirleitt að sækja á of fáum mönnum - en vörðumst ágætlega og fengum ekki á okkur mark.

Baráttan var miklu betri en oft áður og sýndist mér flestir hafa tekið vel á því - það er náttúrulega nauðsynlegt ef við ætlum okkur að vinna leiki - þá þurfa allir að vera á milljón allan tímann.
En þetta var fyrsti leikurinn í langan tíma - nú er bara að taka annan fljótlega og gera betur.

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 21.janúar 2006.
Tími: Kl.17.00 - 18.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 1 - ÍA 4
Staðan í hálfleik:
1 - 2.

Maður leiksins: Guðmundur Andri.
Mörk: Davið Hafþór 27 mín.

Vallaraðstæður: Völlurinn var afar góður - en það var orðið frekar kalt þegar leikurinn byrjaði.
Dómarar: Egill T og Kiddi - ansi góðir.

Liðið (4-4-2): Orri í markinu - Jónmundur og Elvar Aron bakverðir - Arnþór Ari og Gunnar Björn miðverðir - Davið Hafþór og Kristófer á miðjunni - Gummi og Kormákur á köntunum - Flóki og Gulli frammi + Kevin Davíð, Óskar, Hákon og Emil Sölvi.

Liðsmynd!

Almennt um leikina:

Við vorum alveg inn í leiknum í fyrri hálfleik - fengum hvert færið á eftir öðru og getum svekkt okkur soldið yfir að hafa ekki sett alla veganna 2 eða 3 mörk! Þá hefðu úrslitin klárlega verið önnur.

En ÍA-menn voru yfir 2-1 í hálfleik - og kláruðu svo dæmið í seinni. Við fengum nokkur færi í seinni hálfleik en sama og í leiknum á undan þá var mikill munur á fyrri hálfleik og seinni hjá okkur - virkðum soldið búnir á því í lokin - og ÍA menn virkuðu einfaldlega sprækari.

Og þegar við fengum boltann fram þá vorum við iðulega 1-2 að djöflast, vantaði að allir tækju á sprett fram og aðstoðuðu í sóknina.

Þurfum líka að passa að lenda ekki í veseni í útspörkum - bara taka þau strax og finna helst bakverðina sem svo koma boltanum í leik.

En eins og sagði áðan þá vantaði bara að klára færin okkar - það kemur - bara vera salla rólegir inni í vítateig andstæðinganna!
Menn tóku líka vel á því en voru kannski smá hættir í lokinn þar sem staðan var orðin slæm - en það má aldrei - alltaf klára sig út - og garga félagana með.

Höfum séð það verra - bara djöflast og klára næsta leik.

- - - - -

Friday, January 20, 2006

Leikir helgarinnar!

heyja.

Það eru 4 leikir um helgina við tvö lið!
Látið vita ef þið komist ekki svo við lendum ekki
í böggi! Kominn tími á leiki - þetta verður massa stuð:

- - - - -

4.flokkur karla.
Knattspyrnufélagið Þróttur.
Æfingaleikir helgarinnar!

Laugardagurinn 21.janúar v ÍA.

Mæting kl.15.15 niður í Þrótt – spilað frá kl.16.00-17.00:

Anton / Snæbjörn Valur - Bjarki Steinn – Símon – Ástvaldur Axel – Jakob Fannar – Viktor – Tumi – Gylfi Björn – Arnar Már – Arnar Páll! – Bjarki Þór – Atli Freyr – Ágúst Ben – Guðlaugur.

Mæting kl.16.15 niður í Þrótt – spilað frá 17.00 – 18.00:

Flóki – Davíð B! – Davíð Hafþór - Gunnar Björn - Óskar – Jónmundur – Kristófer – Hreiðar Árni! – Orri – Stefán Karl – Arinait! – Elvar Aron – Emil Sölvi – Kevin Davíð – Dagur! – Hákon – Matthías.

- - - - -

Sunnudagurinn 22.janúar v FH.

Mæting kl.10.20 niður í Þrótt – spilað frá kl.11.30-12.30:

Anton Sverrir – Daníel! – Mikael Páll – Daði – Anton Helgi – Kormákur – Davíð Þór – Reynir! – Tryggvi – Ingvar! – Ágúst Heiðar! – Sindri.

Mæting kl.11.20 niður í Þrótt – spilað frá kl.12.30-13.30:

Kristán Orri – Kristófer - Arnþór Ari – Arnar Kári – Árni Freyr – Jón Kristinn – Kristján Einar – Stefán Tómas – Guðmundur Andri – Jóel – Þorleifur.

- - - - -

Aðrir leikmenn:

Meiddir / veikir / í ferðalagi: Ævar Hrafn - Einar Þór – Úlfar Þór - Bjarmi.

30 mínútna skokk + teygjur (koma annan hvorn daginn niður á völl og láta merkja við sig):
Aron Ellert – Bjarki B – Daníel B – Ingimar – Jónas – Leó.

Thursday, January 19, 2006

Næsta æfing!

Sælir strákar.

Á morgun, föstudag, æfum við allir saman aftur.
Sem sé allir kl.14.30-16.00 á (grænu) gervigrasinu.

Náði því miður ekki að plögga eitthvað í staðinn fyrir fimleikana sem ég
vildi að við hefðum getað kíkt í.

En við förum að breyta aðeins til fljótlega.

Annars er komið á hreint að tvö (hugsanlega blönduð) lið
keppa við ÍA á laugardaginn, kl.16.00 og kl.17.00.

Og hugsanlegur leikur á sunnudagsmorgun.

Endilega látið þetta allt berast.
Sjáumst hressir á morgun, föstudag.

Ingvi og co.

Snapp!

Já.

Yngra árið varð vitni að góðu snappi í gær. veit ekki hvað kom yfir
mig! tek þetta algjörlega á mig - vona bara að mönnum hafi fundist
þetta fyndið - og lagt í bankann með þessar 30 armbeygjur! það var
nú ekki neitt. Stebbi og Árni eru samt komnir á "tækluppístúku" listann
minn - þannig er það nú!

Alla veganna,
fín æfingin inn í langó - og dodgeball næsta miðvikudag.

líka fín æfingin á gervigrasinu hjá eldra árinu - aftur massa mæting. greinilegt að
mönnum líður vel að æfa á miðvikudögum!

Egill Buff (já egill t - trúi ekki að þið hafið haldið egill b) tók þátt í kraftlyftingarmóti
MS í dag - heyrið í honum á morgun hvernig gekk!

Aight.
Heyrumst.
.is

Wednesday, January 18, 2006

Klósettpappírssala!

Klósett - og eldhúspappírssala 4.flokks karla!

Greiðsla og afhending!

Hey hey

Á morgun, fimmtudag, verður pappírinn afhentur niður í Þrótti kl.18.00.

Best er að leggja beint inn á reikning: 1129-05-2971 - knt.080444-3629.
Setja þarf nafn leikmanns í skýringu og gott er að senda email kvittun á steinarh@ver.is

Kv,
Foreldraráð

Tuesday, January 17, 2006

Snjór!

Hellú.

Það var fín innanhús æfing hjá eldra árinu í gær, mánudag.
nema hvað ég skutlaði mér aftur á olnbogann og er að drepast.
og var ekkert spes í marki!!

Var svo massa ánægður með þá sem mættu á útiæfinguna kl.16.00.
veðrið var svo sannarlega ekkert spes - en við tókum góðan brassabolta
og svo tók ég "kisuna" á etta í markinu í lokin!

Allra síðasti "sjens" að smessa á mig klósettpappírfjölda í dag, þriðjudag.

- -

Á morgun, miðvikudag, gallar eldra árið sig svo upp og mætir á gervigrasið kl.16.30 - 18.00.

Og yngra árið mætir niður í Langó kl.18.00 - 19.30.

AJU,
ingvi-egillegill-kiddi

Monday, January 16, 2006

Mánudagurinn 16.jan!

Heyja.

Stemmari á þessum netta mánudegi.

Eldra árið er í dag kl.15.00 í höllinni - passa að vera mættir á réttum tíma.
Nokkrir strákar á eldra ári í langó eru í sundi á þessum tíma - og geta
því endilega kíkt með ...

... yngra árinu kl.16.00 á (ennþá snjó-ugu) gervigrasinu :-(
en við gerum bara gott úr því!

Ok sör.
Sjáumst sprækir,
Ingvi og co.

Saturday, January 14, 2006

Frestun - Æfing í staðin

Sælir drengir.

Leikurinn sem átti að vera við FH á morgun (sunnudaginn) verður ekki leikinn vegna þess hve mikill snjór er á Gervigrasinu.

Þannig að það verður önnur snjóæfing hjá öllum flokknum, líkt og var á föstudaginn.

Heyrst hefur að Egill B ætli að taka fram Vapor skónna sína og muni því sýna mönnum hvernig spila eigi snjóBOLTA!


Sjáumst hressir.
egill og co.

Friday, January 13, 2006

Frestun á laug - sjáum til á sun!

Heyja.

Leikurinn sem átti að vera við Fram í fyrramálið (laug) verður frestaður fram
í næstu viku.

En við sjáum en til með FH leikinn hjá yngra árinu sem á að vera á sunnudaginn.
vonum að snjórinn verður farinn.

Þannig að það er bara gott frí á morgun, laugardag - kíkja alla veganna á snjóþotu!
svo er þá annað hvort leikur hjá yngri og hlaup hjá eldri á sun EÐA önnur snjóæfing
hjá öllum!

Góða helgi.
Ingvi - EgEgill og Kiddi.

Skil á miðum!

Sælir.

Það var nett snjóæfing áðan. við náðum alveg að gera slatta
og sýndist mér menn skemmta sér vel. og engin teljandi meiðsli
sökum tæklinga! ég var kosinn maður leiksins öðrum megin en veit
ekki hvort egillb eða egillt var betri!

En það var frekar dræm skil á klósettpappírmiðum (sem og ferðamiðum
hjá eldra árinu). Ég náði því miður ekki að meila þá fyrr en seint núna á föstudegi.
en það fengu samt 57 strákar þessa miða.

Þannig að endilega munið eftir þeim á sunnudaginn.
Ok sör.

Thursday, January 12, 2006

Föstudagurinn + helgin!

Heyja.

Það er ein lítið breyting á morgun - eldra árið æfir líka kl.14.30
á gervigrasinu (fimleikadótið frestast aðeins).

Minni á að skila klósettmiðunum og ferðamiðanum!

Sjáumst sprækir!

- - - - -

Um helgina eru svo 3 leikir:

1 lið keppir við Fram á laugardagsmorgun.
og
Yngra árið keppir við FH á sunnudaginn.

Allir klárir á því!

Klósettpappírsala!

Leikmenn / foreldrar / forráðamenn

Þá er komið fyrstu fjáröflun flokksins – og það er klósett – og eldhúspappírssala.

Hér fyrir neðan er uppkast af pöntunarblaði (sem leikmenn fengu í gær) sem leikmenn geta fylgt út og komið svo til þjálfara á föstudaginn eða í síðasta lagi um helgina.

Við seljum pakkninguna á 2000kr þannig að 1000kr af hverri pakkningu fer í ykkar sjóð. Þetta er einföld og góð fjáröflun sem getur gefið góðan pening.

Pappírinn verður svo afhendur um miðja næstu viku (í kringum miðvikudaginn 18.janúar) niður í Þrótti, og ath: þá þarf líka að greiða fyrir hann.

Hafið endilega samband ef þið hafið einhverjar spurningar.

Kveðja,
Foreldraráð 4.flokks karla

Ingvi – 869-8228
Már (tryggvi+kristófer) – 822-9688
Steinar (símon) – 891-7600


- - - - -

Nafn:
Sími:
Magn WC-pappír:
Magn eldhúsrúllur :
Samtals kr. :
Greitt:
Athugasemdir:

Æfingarnar í gær!

Heyja.

Ég var massa ánægður með æfingarnar í gær.
Það mættu 27 strákar á eldra ári og hefur það ekki
gerst í ár - eins voru um 4 strákar sem komumst ekki.
Skuldum smá spil þar sem við vorum ekki með bolta í lokin!

Allir leikmenn fengu miða í sambandi við fyrirhugaða utanlandsferð
næsta sumar - þeir sem komust ekki ...

Anton
Hreiðar Árni
Ingimar
Kristófer Hamilton
Pétur Dan

Snæbjörn Valur
Ævar Hrafn


... fá miðann helst í dag.

30 leikmenn á yngra ári mættu í þröngan Langó sal - en það var samt
fín æfing og leikmenn tóku vel á því. Við þurfum kannski að skipta hópnum
þannig að við getum tekið dýnubolta og þess háttar. meltum það aðeins.

Good stuff!
.is

Tuesday, January 10, 2006

Heyja!

Jebba.

Nett innanhús æfing í gær - mætti reyndar vera aðeins lengur en
1 klst en það reddast - bara vera mættir fyrir kl.3!

Það var víst kalt á yngri árs æfingunni - svo kalt að aðstoðarcrewið
ákváð að fara inn í hlýjuna aðeins fyrr - þetta var yfirþjálfari ekki sáttur
með og kallaði þá inn á teppið. annars var æfingin víst nett (ótrúlegt þar
sem yfirþjálfari var ekki á staðnum!).

Alla veganna,
Æfingarnar á morgun, miðvikudaginn 11.janúar:

- Eldra árið kl.16.30 á gervi.

- Yngra árið kl.18.00 inni í Langholtsskóla.

Monday, January 09, 2006

Monday!

Heyja.

Klára leikinn við BÍ/Bolungarvík í kvöld, sem og Íslandsmótið sem var
í gær. svo fer ÍR leikirnir alveg að detta inn - sem og myndirnar. djöfull
skulda ég mikið! eins gott að aðstoðarþjálfararnir eru að skrifa inn á
bloggið líka (jev).

alla veganna:

Æfing í dag, mánudag, kl.15.00 í Laugardalshöll hjá eldra árinu.
og
Æfing í dag, mánudag, kl.16.00 á gervigrasinu hjá yngra árinu.

- -
Þeir sem voru að keppa í gær mega endilega slaka aðeins á, fara í pottinn! og fá sér frí í dag.
- -

Sjáumst hressir.
ingvi og co.

Sunday, January 08, 2006

Íslandsmótið innanhús!

Heyp.

Þar fór um sjóferð þá! Það fór ekki alveg eins og ég (og örugglega þið) var búinn að hugsa
mér í morgun. 3 töp og 1 jafntefli var niðurstaðan og Afturelding vann riðilinn. Mér fannst
við vera búnir að undirbúa okkur vel í vikunni - en náðum ekki að smella saman í morgun.
Allt um kaffið hér:

- - - - -

Dags: Sunnudagurinn 8.janúar 2006.
Tími: Kl.10.00 - 13.00.
Völlur: Laugardalshöllin.

Leikir:
Þróttur - Stjarnan: 0 - 1.
Þróttur - Afturelding: 0 - 3.
Þróttur - BÍ/Bolungarvík: 2 - 2 (bjarki b - jónas (daníel!)).
Þróttur - FH: 1 - 4 (daníel).

Menn mótsins: Jónas / Daníel.

Vallaraðstæður: Laugardalshöllin er snilld en í dag var gólfið kannski ekki nógu spes eftir tónleikana í gær!
Dómarar: Dóri - Jón Braga og Grétar

Liðið (2-2): Anton og Snæbjörn í markinu - Jónas, Ingimar, Diddi og Bjarmi í vörninni - Bjarki, Árni, Danni, Aron og Gulli frammi.

Liðsmynd

Almennt um leikina:

Það munar oft afar litlu í þessum innanhús leikjum - og það getur verið ótrúlega mikilvægt að vera á undan að skora.

- - - - -
Í fyrsta leiknum fengum við á okkur ódýrt mark og þar við sat - áttum alveg jafn mikið í leiknum og Stjarnan.

Í öðrum leiknum á móti Aftureldingu vantaði allan kraft og einnig vantaði aðeins upp á varnarleikinn í 1 á 1. Þeir voru ekkert yfirburðarlið í riðlinum og hefðum við vel getað gert aðeins betur í þessum leik.

Þriðja leikinn áttum við klárlega að vinna, á móti BÍ/Bolungarvík - en menn voru eflaust með sveitaliðsgrýluna bak við eyrað - þannig að við vorum alls ekki á 100. þeir náðu að skora og komast inn í leikinn og við stressuðumst upp og gerðum ekki okkar vinnu.

Síðasti leikurinn var eiginlega besti leikurinn okkar - þrátt fyrir að fá á okkur fjögur mörk. við komust yfir og hefðum átt að halda þeirri forystu aðeins lengur - þá hefðu úrslitin örugglega verið aðeins öðruvísi.
- - - - -

Kannski var kerfið okkar ekki að virka! - vorum kannski með of marga leikmenn - en látum þetta bara duga - förum ekki að telja upp fleiri atriði. Vona bara að menn hafi haft gaman af því að spila og hafi öðlast smá reynslu í innanhúsbolta. Við erum klassa lið, er ánægður með alla leikmenn og við lærum bara af þessu. Ekki spurning.

Leikur v BÍ/Bolungarvík!

Blessaðir.

Í gær, laugardag, björguðum við Vestfirðingum með æfingaleik. Þeir
höfðu samband við okkur á föstudag og náðum við að redda tíma á
gervigrasinu. Við boðuðum í leikinn munnlega á fös - og ég veit að þetta
var skammur fyrirvari - en ég var rosalega sár þegar 5 leikmenn létu
ekki sjá sig og höfðu heldur ekki samband. En hérna er samt allt um leikinn:

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 7.janúar 2006.
Tími: Kl.13.00 - 14.15
Völlur: Gervigrasið í Laugardal

Þróttur 1 - BÍ/Bolungarvík 6
Staðan í hálfleik: 0 - 2

Mörk: Símon
Maður leiksins: Viktor

Vallaraðstæður: Þó nokkur snjór var á vellinum - og sums staðar hálf. En ekkert rosalega kalt.
Dómari: Ingvi og Egill T rúlluðu essu upp!

Liðið (4-4-1): Kristófer í markinu - Óskar og Jóel í bakverðinum - Viktor og Bjarki Þór í miðverðinum - Atli Freyr og Árni Freyr á miðjunni - Ágúst og Arnar Páll á köntunum - Flóki einn frammi + Reynir - Tryggvi - Arianit - Jónmundur og Símon.

Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Eins og ég sagði var ég afar óhress hve mætingin var léleg - við vorum að redda okkur leikmönnum einni mínutu fyrir kick off - ÞAÐ ER ALGJÖRLEGA ÓÁSÆTTANLEGT Í OKKAR KLÚBBI! En sem betur fer voru einhverjir leikmenn mættir niður á gervigras og björguðu okkur rétt fyrir leik.

Það er skemmst frá því að segja að nánast út allan leikinn vorum við á svona 70% hraða - nema einhverjir örfáir leikmenn. Tal var lítið að vanda og ekki að sjá að menn væru mættir til að taka vel á því og vinna leikinn sem 1 lið! Hélt að menn kæmu ferskir og tilbúnir að sanna sig.

Það vantaði alla vídd og vorum við ekki nógu líklegir í fyrri hálfleik að "setjann".
Það vantaði vilja til að setja næsta mann upp og hjálpa honum svo. afar líflaus leikur!

Ég veit að þetta eru mikið af neikvæðum punktum - og læt bara fylgja með einn jákvæðan: Við vorum með fullt fullt af sterkum leikmönnum í gær sem hefðu átt að vinna þennan leik, klárlega.

Gerist ekki aftur!

Saturday, January 07, 2006

Janúarplan!

Heyja.

Hérna er gróft plan fyrir janúar.
Upp á ísskáp með það!

Mánudagurinn 2.jan: Jólafrí.
Þriðjudagurinn 3.jan: Jólafrí.
Miðvikudagurinn 4.jan: Fyrsta æfing eftir jólafrí!
Fimmtudagurinn 5.jan: Frí.
Föstudagurinn 6.jan: Æfing kl.14.30 – 16.00 á gervigrasinu hjá öllum.
Laugardagurinn 7.jan: Frí.
Sunnudagurinn 8.jan: Íslandsmótið innanhús kl.10.00 í Laugardalshöll.
Allir að koma og horfa á – í staðin fyrir æfingu!


- - - - -

Mánudagurinn 9.jan: Æfing kl.15.00 í Höllinni hjá eldra árinu – Æfing kl.16.00 á gervi hjá yngra árinu.
Þriðjudagurinn 10.jan: Frí.
Miðvikudagurinn 11.jan: Æfing kl.16.30 á gervi hjá eldra árinu – Æfing kl.18.00 í Langó hjá yngra árinu.
Fimmtudagurinn 12.jan: Frí.
Föstudagurinn 13.jan: Æfing kl.14.30 á gervi hjá yngra árinu – Fimleikaæfing hjá eldra árinu kl.? – Ármannsheimilið.
Laugardagurinn 14.jan: Frí.
Sunnudagurinn 15.jan: Æfingal. hjá yngra árinu v FH kl.11.30. Útihlaup hjá eldra árinu niðrí Þrótti kl.10.30

- - - - -

Mánudagurinn 16.jan: Æfing kl.15.00 í Höllinni hjá eldra árinu – Æfing kl.16.00 á gervi hjá yngra árinu.
Þriðjudagurinn 17.jan: Frí.
Miðvikudagurinn 18.jan: Æfing kl.16.30 á gervi hjá eldra árinu – Æfing kl.18.00 í Langó hjá yngra árinu.
Fimmtudagurinn 19.jan: Frí.
Föstudagurinn 20.jan: Æfing kl.14.30 á gervi hjá eldra árinu – Fimleikaæfing hjá yngra árinu kl.? – Ármannsheimilið.
Laugardagurinn 21.jan: Frí.
Sunnudagurinn 22.jan: Æfingal. hjá eldra árinu v ? kl.11.30. Útihlaup hjá yngra árinu niðrí Þrótti kl.10.30.

- - - - -

Mánudagurinn 23.jan: Æfing kl.15.00 í Höllinni hjá eldra árinu – Æfing kl.16.00 á gervi hjá yngra árinu.
Þriðjudagurinn 24.jan: Frí
Miðvikudagurinn 25.jan: Æfing kl.16.30 á gervi hjá eldra árinu – Æfing kl.18.00 í Langó hjá yngra árinu.
Fimmtudagurinn 26.jan: Frí.
Föstudagurinn 27.jan: Æfing kl.14.30 hjá öllum á gervigrasinu. Stuttur fyrirlestur í Þrótti eftir æfingu.
Laugardagurinn 28.jan: Frí
Sunnudagurinn 29.jan: Æfing kl.11.30 hjá öllum á gervigrasi. Ýmsar mælingar endurteknar.

Friday, January 06, 2006

Sunnudagurinn 8.jan!

Heyja.

Í staðin fyrir æfingu á sunnudaginn er skyldumæting upp í Laugardalshöll - að kíkja á innanhús liðið okkar keppa í Íslandsmótinu innanhús. Mótið byrjar kl.10.00 og eigum við fyrsta leik. Menn þurfa samt ekki að vera allan tímann en gaman væri ef menn kíktu aðeins.

Svona er samt dagskráin:

Kl.10:00 - Innimót - 4. flokkur ka. C - Stjarnan Þróttur R.
KL10:17 - Innimót - 4. flokkur ka. C - Afturelding FH
Kl.10:34 - Innimót - 4. flokkur ka. C - BÍ/Bolungarvík Stjarnan
Kl.10:51 - Innimót - 4. flokkur ka. C - Þróttur R. Afturelding
Kl.11:08 - Innimót - 4. flokkur ka. C - FH BÍ/Bolungarvík
Kl.11:25 - Innimót - 4. flokkur ka. C - Afturelding Stjarnan
Kl.11:42 - Innimót - 4. flokkur ka. C - Þróttur R. BÍ/Bolungarvík
Kl.11:59 - Innimót - 4. flokkur ka. C - Stjarnan FH
Kl.12:16 - Innimót - 4. flokkur ka. C - BÍ/Bolungarvík Afturelding
Kl.12:33 - Innimót - 4. flokkur ka. C - FH Þróttur R.


Egill 1 eða Egill 2 tekur á móti ykkur og við sitjum saman upp í stúku.
Mæta í rauðu!

Ok sör.
Sjáumst á sunnudag.
Þjálfarar

Leikur v BÍ/Bolungarvík!

Hey.

Á morgun, laugardag, er leikur við BÍ/Bolungarvík hjá nokkrum leikmönnum á eldra ári. Annars er frí hjá öðrum - nema menn vilja kíkja niður í Þrótt á leikinn.

Eftirtaldir eiga að mæta kl.12.30 niður í Þrótt - spilað frá 13.00 - 14.30:

Bjarki Þór - Atli Freyr - Kristófer - Óskar - Bjarki Steinn - Símon - Gunnar Björn - Ágúst Ben - Flóki - Jónmundur - Viktor - Arnar Páll - Ástvaldur Axel - Gylfi Björn + Kristófer og Orri á yngra ári.

Mæta tímanlega - og vera með hlý innanundirföt!

Meiddir: Einar Þór - Tumi - Ævar Hrafn -
Í útlöndum: Davíð Hafþór.
?: Arnar Már - Hreiðar Árni - Jakob Fannar - Leó.

Sjáumst hressir,
ingvi og co.

Wednesday, January 04, 2006

Næsta æfing!

Heyja.

Nett æfing í gær fyrir utan frekar "lame" veður. samt soldið
tæklveður. Sagan segir að Kiddi hafi verið bakaður þegar hann
kom inn á!

Annars er bara æfing á morgun, föstudag, á sama tíma og vanalega.
kl.14.30 - 16.00 á gervigrasinu. Verðum aftur allir saman.

Ætlum að reyna að klára alla í "testunum" okkar - svo við getum farið
að birta númerin og hverjir voru efstir í hverju "testi".

Þannig að við sjáumst bara sprækir á morgun.
aju
ingvi og púpurnar.

Leikur v ÍA!

Jebba.

Í gær kepptum við á móti ÍA upp á skaga - innanhús leikur til
að undirbúa okkur fyrir mótið á sunnudaginn. fengum fullt út úr
þessum 12 leikjum sem við spiluðum þótt að heildar úrslitin hafi
ekki veri nógu spes! En allt um leikina hér:

- - - - -

Dags: Miðvikudagurinn 4.janúar 2006..
Tími: Kl.19.00 - 21.00
Völlur: Íþróttahús Skagamanna

Þróttur - ÍA - 12 leikir:

0-4. 0-1. 0-2. 0-1.
2-4. 0-3. 1-2. 0-0.
1-3. 0-1. 1-0. 0-1.

Töp: 10
Sigrar: 1

Jafnteflli: 1

Mörk: Daníel 2 - Jónas - Ingimar - Bjarmi.

Stóðu sig best: Anton og Jónas

Vallaraðstæður: Þeirra íþróttahús er miklu minna en Laugardalshöllin þannig að við getum afsakað okkur smá með því! en samt fínt hús - leikirnir verða massa hraðir og skemmtilegir.
Dómari: Sér dómari sem ÍA reddaði - tók starfið sitt afar alvarlega og stóð sig bara nokkuð vel. Gaf Árna meir að segja gula fyrir ranga innaskiptingu!

Liðið (2-2): Snæbjörn í markinu - Jónas og Ingimar í vörn - Daníel og Árni Frammi + Bjarki. Anton í markinu - Aron og Diddi í vörn - Bjarki og Bjarmi frammi.

Liðsmynd!

Almennt um leikina:

- Vorum stressaðir í byrjun - byrjuðum leikina ekki á fullu og buðum okkur illa (þorðum varla að fá boltann).
- Misstum boltann nánast alltaf strax eftir útkast (lítið hlaup og ekkert tal).
- Slakar sendingar og stundum slök varnarvinna.

+ Fín barátta í mönnum.
+ Snilldar markvarsla trekk í trekk.
+ Maður sá mikinn mun í lok leikjanna á hlaupum og tali og menn voru með meira sjálfstraust.

Þetta var samt massa góð æfing - höfðum rosa gott af þessu. Þetta er allt að koma - reynum svo að láta þetta smella á sunnudaginn.

Innanhús liðið!

Heyja.

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til þess að keppa í
Íslandsmótinu innanhús sem fer fram á sunnudaginn kemur:

Markmenn:
1. Anton
2. Snæbjörn Valur

Útileikmenn:
3. Ingimar
4. Jónas
5. Guðlaugur
7. Bjarmi
6. Aron Ellert
8. Bjarki B
9. Daníel Ben
10. Kristján Einar.
11. Árni Freyr.

Þeir keppa æfingaleik í dag, miðvikudag, við ÍA upp á Skaga
og taka svo eina til tvær innanhúsæfingar til undirbúnings.

Ok sör.

Monday, January 02, 2006

Fyrsta æfing eftir jólafrí!

Hey hó!

Þetta er bara jafn virk heimasíða og mbl.is !!

Alla veganna - Fyrsta æfing á nýju ári er á miðvikudaginn kemur (4.janúar) kl.16.30-18.00 á gervigrasinu.

Það eiga allir að mæta (nema þeir sem valdir verða í innanhúss liðið - þeir keppa
upp á Skaga á miðvikudaginn). Verið duglegir að láta alla vita - Örugglega langt síðan
menn hreyfðu sig.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Ingvi, Egill*2 og Kiddi

- - - - -

Smá útskýring: Íslandsmótið innanhúss er á sunnudaginn kemur (8.janúar) - og keppir okkar riðill í Laugardalshöll. Aðeins er hægt að skrá eitt lið til keppnis (um 10 strákar) - og er keppt 5 v5 til úrslita. Liðið verður að mestu skipað leikmönnum á eldra ári, en einnig verða um 2 strákar af yngra ári sem keppa. Og við ætlum að sjálfsögðu að reyna klára okkar riðil á sunnudaginn og komast í úrslitakeppnina sem verður í febrúar.

Bestu mætingar fyrir jól!

Sælir.

Kallinn ekkert smá duglegur að reikna/telja (eða nota excel).
En hérna eru bestu mætingarnar samanlagt fyrir jól (okt+nóv+des):

Eldra ár:

Guðlaugur - 39 skipti.
Símon - 39 skipti.
Bjarki Þór - 38 skipti.

Yngra ár:

Árni Freyr - 37 skipti.
Emil Sölvi - 36 skipti.
Kristján Orri - 36 skipti.


... Algjör klassi hjá þessum strákum. Varla misst af æfingu.


- Ég minni svo á að það er nóg að meila á mig ef þið viljið sjá allar ykkar
mætingar fyrir jól. - ég svara strax aftur og sendi ykkur þær í viðhengi. ok sör!

- Minni líka á að það eru nokkrir sem þurfa að fara að mæta betur ef
þeir ætla að vera með á fullu!

ATH!

Heyja.

Hérna eru tvær pælingar - set þær hér þannig að ég
gleymi þeim ekki!

- - - - -

Það eru miklar byggingarfræmkvæmdir við Þrótt (eins og við höfum tekið eftir).
Verið er að byggja nýtt fimleika- og bardagahús. Mikið er um stóra vörubíla sem keyra ekkert sérstaklega hægt - eins eru þarna aðrar vinnuvélar - Þannig að... við ætlum bara að passa okkur sérstaklega vel (og passa að skjóta ekki fleiri boltum yfir girðinguna!) og vera duglegir að hafa augu með yngri iðkendum í félaginu. Ok sör?

- - - - -

Í versluninni Íþrótt í Ármúla er mikið af tilboðsvörum fram til 9.janúar ef einhver hefur áhuga. Margar tegundir af boltum og fleiri hlutum. Látið sjá ykkur!

Sunday, January 01, 2006

Gleðilegt ár!

Kæru leikmenn
Gleðilegt nýtt ár! Vonum að 2006 verði frábært ár hjá okkur öllum.
Takk kærlega fyrir árið sem er að líða - þessir fyrstu mánuðir hjá flokknum hafa
verið þrusu skemmtilegir - enda ekkert nema toppstrákar að æfa.
Sjáumst hressir á miðvikudaginn,
Ingvi
Agli
Egill T
og
Kiddi