Sunday, September 30, 2007

Fun info úr eldra árs ferðinni!

Jamm.

Hérna koma nokkrar tölur úr eldra árs ferðinni um síðustu helgi:

- - - - -

Liðin:

1. Ingvi - Viktor - Diddi - Tryggster - Kriss - Arnþór - Kristó.
2. Stebbi T - Gummi - Valli - Daði - Dabbi - Matti - Addi K - Danni Ö.
3. Egill - Hákon - Sillinn - Jonni - Joey - Orri - Leifi - Máki (kolli).
4. Kiddi - Úlli - K.Davíð - S.Reynir - Hrafn - Árni - Tony - Tony H.

Keppnir:

Skotbolti: Daði Þór
Hitta í Kidda: Dabbi Þór
Spilahappdrætti: Arnþór Ari

Afmælishappdrætti: Nonni.
Ratleikur - tími: Hákon - Silli - Nonni.
Ratleikur - rétt svör: Hrafn - Kommi - Árni - Anton S.
Þekktu myndina: Árni Freyr.
Tónlistargetraun: Úlli og Gummi.
Teikniboðhlaup 1: Lið 1.
Teikniboðhlaup 2: Lið 3.
Spilaboðhlaup: Lið 2.
Kraftaboðhlaup: Gummi og lið 2.
Á fjórum fótum boðhlaup: Lið 1.
Venjulegt boðhlaup: Lið 2.
Röðun skv. stærð: Lið 4.
Röðun skv. stafrófsröð: Lið 3.
Röðun skv.afmælisdegi: Lið 1.

Ljósmyndamaraþon:

Ást: Lið 2.
Hreysti: Lið 3.
Þróttur: Lið 4.
Samvinna: Lið 3.
Fegurð: Lið 3.
Bögg: Lið 1.
Sigur: Lið 1.
Óánægja: Lið 2.
Landsbankadeildin: Lið 4.
Frjálst val: Lið 3.

5 v 5 mótið á sun:

1.sæti: Lið 3 (hrafn - addi - jóel - danni ö - anton s) - 10 stig.
2.sæti: Lið 1 (silli - valli - arnþór - matti - stebbi) - 6 stig.
3.sæti: Lið 4 (orri - úlli - hákon - nonni - daði - krissi) - 4 stig.
4.sæti: Lið 5 (viktor - tolli - kevin davíð - diddi - kommi - tryggvi) - 4 stig.
5.sæti: Lið 2 (reynir - gummi - árni - davíð þ - kristó) - 2 stig.

Markahæstur: Jóel og Danni.
Fæstu mörkin á sig: Anton S.

Annað:

- Mesta ruslið: Strákarnir á efri hæðinni.
- Syfjaðasti þjálfarinn: Egill.
- Oftast meiddur: Orri.

Nokkrar myndir:








Thursday, September 27, 2007

Haustferð eldra árs - næstu helgi!

Jepsen.

Fín stemmning áðan á uppskeruhátíðinni - voruð að lúkka vel upp á sviði og almennt nettir.
Vorum líka áberandi í myndasýningunni upp á vegg.

En næst á dagskrá er sem sé fyrstu æfingar: 3.fl á þriðjudaginn kl.19.30 á gervi og 4.fl á morgun, mánudag kl.17.30 á gervi).

... og svo haustferð eldra ársins.

Hún er sem sé um næstu helgi (6-7.okt). Áfangastaðurinn verður hin sami og síðasta haust; skýrðum staðinn Nonnastaði (ca.20 mín frá borgarnesi). Endilega bókið ykkur sem fyrst svo við getum reddað förum og soddann. Ferðin í fyrra heppnaðist náttúrulega snilldarlega og vonum við að það verði engin breyting á því í ár. Búið er að panta gott veður og the coaching crew er að malla góða dagskrá.

Ferðin ætti að kosta í kringum 2.500 – 3.000kr og taka þarf með hefðbundið dót! Fylgisti bara áfram með blogginu þegar nær dregur.

Smessið eða meilið á kallinn. Verðum svo í bandi,
Ingvi - Eymi – Kiddi og jafnvel verkfræðiséníið hann Eymi.



Fyrstu 10 sem skrá sig fá glaðning í rútunni. Síðustu 5 sem skrá sig fá refsingu þegar á áfangastað er komið :-)

Búnir að skrá sig:

1. Ingvi.
2. Egill.
3. Kiddi.
4. Nonni.
5. Diddi.
6. Anton Sverrir.
7. Daði Þór.
8. Davíð Þór.
9. Úlfar Þór.
10. Arnþór Ari.
11. Orri.
12. Stefán Tómas.
13. Arnar Kári.
14. Mikael Páll
15. Kristófer.
16. Tryggvi.
17. Matthías.
18. Hákon.
19. Krissi.
20. Anton Helgi.
21. Jóel.
22. Silli.
23. Daníel Örn.
24. Árni Freyr.
25. Viktor Berg.
Á eftir að heyra í: Arianit - Guðmundi Andra - Hrafni - Kevin Davíð - Komma - Reyni - Sindra Þ - Valgeiri Daða og Þorleifi.
Kemst ekki: Stefán Karl.

Uppskeruhátíð - sun!

Jebba.

Úrvalsdeild baby. Var samt ekki nógu sáttur við Kristófer - ég var ekki ósáttasti Þróttarinn
áðan!! Frekar góð mæting frá okkur og annað sætið klárt. Úrvalsdeild og Laugardalsvöllurinn takk. (svo bara sekkinn í form).

En á sunnudaginn er uppskeruhátíðin á Brodway - allar upplýsingar eru hér fyrir neðan. Fjölmennum úr 4.flokknum og lúkkum mest takk. Pössum Didda og Arnþór Ara í kökuhlaðborðinu og kveðjum hvorn annan (yngra ár - eldra ár) almennilega.

Sjáumst hressir,
Ingvi og co.

- - - - -

Uppskeruhátíð yngri flokka (3.flokkur og niður úr) verður haldin á Broadway (Hótel Ísland) sunnudaginn 30. september.

Þar verða veittar viðurkenningar fyrir ástundun og fleira frá sumrinu sem er að líða.
Þjálfarar fyrir 2007-2008 kynntir og kökuhlaðborðið fræga verður á sínum stað.

Allir foreldrar koma með heimabaksturinn kl 12.00-12.30 á sunnudaginn og leggja á sameiginlegt hlaðborð.

Hátíðin hefst svo kl 14.00 og stendur til um kl 16.00, foreldrar eru hvattir til að mæta með sínum börnum og þyggja kaffi og með því.

Umsjón er í höndum unglingaráðs og yfirþjálfara.

Þróttur - Reynir Sandgerði - fös!

Sælir strákar.

Bara til að ítreka með leikinn á morgun, föstudag - þetta er massa mikilvægur leikur og allir sem teljast stuðningsmenn Þróttar láta auðvitað sjá sig - og klárlega allir sem æfa með Þrótti.

- Þróttur - Reynir Sandgerði - Sparisjóðsvöllurinn í Sandgerði - kl.17.15.

Skil að sjálfsögðu ef einhver kemst ekki - en núna á morgun strákar - koma allir sem geta. Það er ókeypis í rútur - þannig að við klæðum okkur bara vel - og eigum netta skemmtun saman - og klárum þetta stig sem við þurfum til að fara upp í úrvalsdeildina.

Treysti á ykkur - veit um 4 sem eru klárir í rútuna - látið mig (869 8228) vita eða Ása framkvæmdarstjóra (661 1758) hvort þið ætlið með í rútuna. Veit líka um nokkra sem fara á einkabílum. Hér fyrir neðan eru sjálf auglýsingin!

Ok sör. Ingvi og co.

- - - - - - - - - - -

Það er Orkan sem bíður öllum Þrótturum sem hafa áhuga uppá fría rútuferð fram og til baka til Sandgerðis á föstudag.

Leikurinn, Reynir-Þróttur í 1.deild karla hefst kl 17.15 og lagt verður af stað stundvíslega kl 16.00 frá Þrótti. Komið er til baka í Þrótt kl ca 20.00. Það er frítt á völlinn fyrir 16 ára og yngri.

Þetta er leikur ársins allt eða ekkert, við þurfum eitt stig til að tryggja okkur upp um deild og það skal takast. Við hvetjum alla Þróttara að safna nú liði og mæta rauðir og hvítir til Sandgerðis, þeir sem vilja fá far með rútunni hafi samband við Láru í síma 580-5900(husverdir@trottur.is) eða Ása í síma 5805907(asiv@trottur.is) sem fyrst. Eða hafa samband við sinn aðalþjálfara.

Koma svo lifi Þróttur

Monday, September 24, 2007

Næst á dagskrá!

Jebba.

Held að allir ættu að vera búnir að setja uppskeruhátíðina í dagatalið sitt (hljótið að vera með skipulagsbók í skólanum, hvað á læra heima og soddann - skandall ef menn eru að klikka á því).


En hún er sem sé næsta sunnudag - 30.september - á Broadway kl.14.00 - 16.00.



Dobbla mömmu eða pabba að baka eins og vanalega! Dagskráin verður svipuð og síðustu ár (kökgúff dauðans, myndasýning, viðurkenningar, egill og kiddi upp á svið ofl).

Menn mega svo heldur ekki klikka á síðasta mfl leiknum á tímabilinu, en hann er við Reyni Sandgerði næsta föstudag á útivelli! Eins og þið vitið þá erum við búnir að koma okkur í smá vesen og verðum að algjörlga klára þennan leik til að klúðra ekki möguleikanum að fara bókað upp í úrvalsdeild. Leikur ársins - allt eða ekkert.

Orkan sem bíður öllum Þrótturum sem hafa áhuga uppá fría rútuferð fram og til baka til Sandgerðis á föstudag.Leikurinn hefst kl 17.15 og lagt verður af stað kl 16.00 frá Þrótti. Komið er til baka í Þrótt kl ca 20.00. Það er frítt á völlinn fyrir 16 ára og yngri.

þeir sem vilja fá far með rútunni hafi samband við Láru í síma 580-5900(husverdir@trottur.is) eða Ása í síma 5805907(asiv@trottur.is) fyrir kl 17.00 á morgun (fimmtudag).

- Reynir Sandgerði - Þróttur R - Sparisjóðsvöllurinn í Sandgerði - kl.17.15 næsta föstudag.


Vikuna 1 - 7.október byrja svo æfingar á nýjan leik (verða auglýstar á uppskeruhátíðinni). Haustmótið hefst svo fljótlega þar á eftir (í kringum 8.okt).




Ok sör.
Heyrumst,
Ingvi, Egill og Kiddi.

Sunday, September 23, 2007

Haustferð eldra árins!

Heyja.

Það er sem sé komin staðfest dagsetning á haustferð eldra ársins. Færum hana aðeins (handboltagaurar taka það smá á sig) og tökum hana fyrstu helgina í október (6-7.okt).

Áfangastaðurinn verður hin sami og síðasta haust; skýrðum staðinn Nonnastaði (ca.20 mín frá borgarnesi).

Endilega bókið ykkur sem fyrst svo við getum reddað förum og soddann. Ferðin í fyrra heppnaðist náttúrulega snilldarlega og vonum við að það verði engin breyting á því í ár. Búið er að panta gott veður og the coaching crew er að malla góða dagskrá.

Ferðin ætti að kosta í kringum 2.500 – 3.000kr og taka þarf með hefðbundið dót!
Fylgisti bara áfram með blogginu (þótt það standi 4fl á því!) þegar nær dregur.

Smessið eða meilið á kallinn.
Verðum svo í bandi,
Ingvi - Eymi – Kiddi og jafnvel verkfræðiséníið hann Eymi.



Fyrstu 10 sem skrá sig fá glaðning í rútunni. Síðustu 5 sem skrá sig fá refsingu þegar á áfangastað er komið :-)
Búnir að skrá sig:
1. Ingvi.
2. Egill.
3. Kiddi.
4. Nonni.
5. Diddi.
6. Anton Sverrir.
7. Daði Þór.
8. Davíð Þór.
9. Úlfar Þór.
10. Arnþór Ari.
11. Orri.
12. Stefán Tómas.
13. Arnar Kári.
14. Kristófer.
15. Tryggvi.

Friday, September 21, 2007

Takk fyrir tímabilið!

Alrighty.
Hérna kemur restin:

Takk kærlega strákar fyrir tímabilið sem er að líða. Þetta er búið að vera súper ár. Fyrsta skiptið sem að við erum með ´94 klíkuna og annað árið okkar með ´93 töffarana.

Við erum búnir að vera með margar æfingar og marga leiki en mætingar meðaltalið hefði samt mátt vera aðeins betra. 61% mætingarsókn var að meðaltali - ef þetta væri 20% hærra þarf ekki að spyrja hvort við værum ekki með fleiri sigra yfir tímabilið. Þetta bæta þeir sem þurfa á nýju tímabili. Og ég hvet ykkur enn til að meila á mig ef þið viljið fá ykkar tölur.

Svo er það bara næsta ár! ´94 árgangurinn kominn á eldra ár og tekur vel á móti nýju leikmönnunum sem eru að koma í fyrsta skipti upp á stóran völl. Sami árgangur þarf að endurheimta nokkra menn úr meiðslum og draga handboltaguttana á æfingar (lítið mál að vera í tveimur íþróttum). Annars bara að halda hópinn vel og standa sig áfram. Hansi bíður spenntur eftir að hitta ykkur aftur.

´93 guttarnir skella sér upp um flokk og eru þá komnir á yngra ár í 3.flokki. Hitta þar fyrir félagana síðan í fyrra - 10.bekkinga spaðana. Leiktíminn orðinn 40 mín og soddann. Aðeins meiri power komið í boltann, sem er bara nett. Sama gildir hér - þetta er afar fjölmennur og samheldin hópur sem á eftir að gera fína hluti næsta ár. Undirritaður kemur að öllum líkindum að þjálfun flokksins ásamt öðrum þjálfara.

En að lokum vonum við innilega að þið hafið haft það gott í ár og að þið hafið bætt ykkur í fótbolta. Ég þakka Agli og Kidda sérstaklega fyrir alla hjálpina í ár og síðustu ár. Egill hugsanlega að hætta (nema ég dobbli ekvað áfram) og Kiddi verður hugsanlega að aðstoða yngri leikmenn í vetur (en dæmir að sjálfsögðu áfram hjá okkur :-)

Takk aftur.
kveðja,
Ingvi.

Þróttur - ÍBV - laug!

Sæler aftur.

Á morgun, laugardag, er síðasti heimaleikur Þróttar á þessu sumri. Það er algjört möst að láta sjá sig garga á strákana - verðum að klára þennan leik og druslast bara að vinna sjálft mótið.

- Þróttur - ÍBV 1.deild ka. - kl 13.30 - Valbjarnarvöllur.

Ég þarf 8 hressa gaura í boltasækjarann. Gleymdi meir að segja að kjósa boltasækir ársins í gær!
En það er þá mæting rétt fyrir leik hjá þeim - jafnvel að smessa á mig þannig að ég viti fjöldann.

Endilega látið sjá ykkur.
Ok sör.

Ingvi (með kaffi upp í stúku), Egill (með trommurnar upp í stúku) og Kiddi (verður á börunum).

Viðurkenningar og tölfræði ársins!

Sælir strákar og takk fyrir gærkvöldið.

Nokkuð vel heppnað, fyrir utan að ég fékk ekki að halda nógu góða væmna ræðu og koma með nokkra mikilvæga punkta!! Set það á bloggið um helgina.

Vildi bara aðallega bomba á bloggið öllum verðlaunahöfum ársins, sem og öðrum tölum. Gætuð þurft að skrolla vel niður. Minni á að það tekur ekki nema ca.55 sekúndur að meila á mig og biðja um alla tölfræði ársins hjá ykkur sjálfum - er með ingvisveins@langholtsskoli.is - minnsta mál í heimi.

En njótið vel:

- - - - -

4.flokkur karla 2006 - 2007

Flestir leikir spilaðir

Eldri:

Kristófer – 67 leikir. Daði Þór – 54 leikir. Daníel Örn – 52 leikir. Tryggvi – 47 leikir. Sindri Þ – 46 leikir. Jón Kristinn – 45 leikir.

Yngri:

Sindri G – 47 leikir. Viðar Ari – 46 leikir. Seamus – 46 leikir. Dagur Hrafn – 45 leikir. Sigurður T – 42 leikir. Magnús Helgi – 42 leikir.

Bestu mætingar

Eldra ár:

Arnþór Ari – 156 skipti. Daði Þór – 147 skipti. Stefán Tómas – 143 skipti. Kristján Einar – 137 skipti. Árni Freyr – 135 skipti. Daníel Örn – 135 skipti.

Yngra ár:

Viðar Ari – 150 skipti. Arnþór F – 148 skipti. Magnús Helgi – 145 skipti. Seamus – 144 skipti. Guðmundur S – 138 skipti. Dagur Hrafn – 137 skipti.

Menn leiksins

Eldra ár:

Daníel Örn – bestur í 9 leikjum. Anton Sverrir – bestur í 8 leikjum. Kristján Einar – bestur í 7 leikjum. Tryggvi – bestur í 7 leikjum. Arnar Kári – bestur í 6 leikum. Viktor Berg – bestur í 6 leikjum. Kristján Orri – bestur í 4 leikjum.

Yngra ár :

Dagur Hrafn – bestur í 6 leikjum. Ólafur Frímann – bestur í 5 leikjum. Viðar Ari – bestur í 4 leikjum. Sindri G – bestur í 4 leikjum. Eiður Tjörvi – bestur í 3 leikjum.

Mörk

1 mark: Daði Þór - Þorgeir S - Valgeir Daði - Hilmar Alexander - Eyjólfur Emil - Daníel I - Kristján Orri - Björn (5.fl)

2 mörk: Arianit - Anton J - Guðmundur Andri - Guðbjartur - Högni Hjálmtýr - Magnús Helgi - Sigvaldi Hjálmar - Sindri Þ - Viktor Berg - Jovan (5.fl) - Aron (5.fl) - Njörður (5.fl) - Þorsteinn (5.fl)

3 mörk:
Úlfar Þór - Kristófer - Bjarki L (5.fl)

4 mörk: Arnar Kári - Jón Kristinn - Þorleifur

5 mörk: Mikael Páll - Hákon - Ágúst J

6 mörk: Hrafn Helgi - Ólafur Frímann - Sigurður T - Viðar Ari

8 mörk: Kristján Einar - Davíð Þór - Anton Helgi

9 mörk: Guðmar

11 mörk: Kormákur - Stefán Tómas - Jóel - Salómon

12 mörk: Dagur Hrafn

14mörk: Arnþór Ari - Arnþór F - Leó Garðar

15 mörk: Eiður Tjörvi

20 mörk: Reynir

23 mörk: Anton Sverrir

26mörk: Árni Freyr

28 mörk – þriðji markahæstur: Seamus

45 mörk – annar markahæstur: Tryggvi

48 mörk – markahæstur: Daníel Örn

Alls voru 432 mörk skoruð í ár.

- - - - -

Á þessu tímabili (4.október ´05 – 20.sept ´06) voru hvorki meira né minna en 366 æfingar / leikir /fundir / ”hittingar” og margt fleira! (um 208 skipti hjá leikmönnum á yngra ári og 217 skipti hjá leikmönnum á eldra ári).

Þar af …

… voru alls um 136 æfingar (á hvern leikmenn) á yngra ári.·
… voru alls um 140 æfingar (á hvern leikmenn) á eldra ári.·
… kepptum við alls 30 æfingaleiki.·
… spiluðum við 24 leiki í Reykjavíkurmótinu utanhúss.
… spiluðum við 29 leiki í Íslandsmótinu utanhúss.
… tókum við þátt í Reykjavíkurmótinu innanhúss í Egilshöll og kepptum þar 24 leiki.
… tókum við þátt í Íslandsmótinu innanhúss í Höllinni og kepptum þar 3 leiki.
… tókum við þátt í Rey-Cup og spiluðum þar 26 leiki.
… fórum við í massa æfingaferðir til Þorlákshafnar og Keflavíkur, auk haustferða.
… fór eldra árið í utanlandsferð til Spánar (og keppti þar 4 leiki).

… hittumst við ansi oft utan vallar: (við m.a. tókum við fótboltagolf, skruppum í sund, skelltum okkur í hjólaferðir, sundið var vinsælt, sérstaklega potturinn, við fórum á landsleik, við sóttum boltana fyrir meistaraflokkinn, við hötuðum ekki dýnubolta, við fórum í herþjálfun upp í Egilshöll, við stunduðum fimleika grimmt fyrir jól, héldum jólakvöld, fórum í bíó, fólkið í Laugum tók á móti okkur, við fórum á MS leiksýningu, við fórum í badminton og keilu, kallinn bjó til þrekratleik, við héldum grillveislu með foreldrum og gáfum út massa flott dagatal, nokkrir mössuðu Rvk maraþonið, fórum á ansi marga mfl leiki, við héldum spánarkvöld, við skelltum á pedsukvöld, sparkvöllurinn var heimsóttur oftar ein einu sinni, fórum í golf hjá Básum, prófuðum blak, vatnsblöðruæfingin og lokakvöldið var loks á sínum stað, og örugglega eitthvað sem við erum að gleyma).

Saturday, September 15, 2007

Lokakvöld 4.fl kk - fim!

Ó já.

Allt ætti að vera bókað fyrir annað kvöld (fim 20.sept) þegar við slúttum tímabilinu formlega. Stóri salurinn er klár - tæknimál verða vonandi klár og vonandi láta allir leikmenn sjá sig. (Ball í Laugó leit út fyrir að verða til vandræða en sagan segir að fjörið þar byrji ekki fyrr en kl.20.30 - 21.00). Við verðum svo með crew á bílum stand-by ef einhver gleymir sér heima! En dagskráin lítur svona út:

- Mæting niður í Þrótt kl.19.15.
- Kiddi verður með fótboltaclips klár (ef Ingvi og Egill koma of seint af æfingu).
- Verðlaunaafhending (og tölfræði ársins kynnt).
- Stuttmyndin sýnd.
- Ræður frá Kidda og Agli (til að undirbúa þá undir uppskeruhátíðina).
- Pizzugúff.
- Létt myndasýning.
- Formlegt slútt!

Allt ætti að vera búið um kl.20.45.
Nóg að koma með 500kr fyrir pedsu og gosi.

Heyrið í mér ef það er eitthvað.
Ok sör. Vonum að allir mæti!
Ingvi - Egill - Eymi og Kiddi

- - - - -

p.s. helgin 6-7.október er klár fyrir eldra árs ferðina á Nonnastaði - takið hana frá og jafnvel bókið ykkur á morgun.

Nokkrir punktar!

Heyja.

Menn dottnir í nett frí. Einbeita sér að skólanum og sodddan (jev).

Allir að taka frá fimmtudagskvöldið. Ég tók gróft check á öllum skólunum og það á ekki að vera neitt ball í "the three schools"! Meistaradeildin er þrið og mið :-) fermingarstemmari einnig á miðvikudagskvöld hjá einhverjum - þannig að það er fimmtudagskvöld og ég vona að allir séu lausir. Set formlega auglýsingu um það á morgun.

Annars hressir!

- Mfl í smá böggi - en klára vonandi dæmið næsta laugardag á móti ÍBV kl.14.00 á Valbirni.

- Yngra árið skellti sér í smá dagsferð í gær og heppnaðist hún vel. Sindri vann víkingaleikana í dressinu sínu, Óli rúllaði upp kvikmyndagetrauninni, Dagur og Siggi unnu teygjukeppnina og Egill gúffaði mest. Kiddi var slakastur í stígvélaboltanum og Palli vann ljótasta skýlan skuldlaust.

- Eldra árs ferðin færist aðeins (næsta helgi er handboltahelgi) - og erum við að finna dagsetningu fljótlega (verður klár á fimmtudaginn).

Eins og ég sagði, bóka fimmtudagskvöldið um kl.19.30 í dagbókina sína.
Heyrumst þá.
Ingvi og co.

Yngra árs ferð - sun!

Jójó.
Soldið seinn!

En það er komið fast plan fyrir yngra árs ferðina á morgun, sunnudaginn (16.sept).
Við tökum smá óvissukaffi á “etta” - en planið verður nokkurn veginn svona:

kl.12.30 - Mæting niður í Þrótt (kalt kók + stökkt prins á línunna).
kl.13.00 - Fyrsta skemmtun (allir að koma með einhvern fatnað í tengslum við víkinga!!).
kl.14.30 - Önnur skemmtun (koma með eða vera í fótboltadóti, og með gervigrasskó og stígvél).
kl.16.00 - Þriðja skemmtun (allir að koma með ljótustu sundskýluna sem þig eigið).
kl.17.30 - Fjórða skemmtun (allir að vera svangir).
Kl.18.00 – Fimmta skemmtun (vera búnir að horfa á marga sjónvarpsþætti og margar bíómyndir).
kl.18.30 – Komið heim í Þrótt.

Tímasetningar gætu breyst aðeins – eins gætu bæst við “skemmti-liðir”! Þetta verður bara gaman - og okey, ekki mesta óvissa í heimi en sleppur. Þetta mun kosta 2.500 kall á kjaft.

Það sem þarf að taka með sér er:

- Sund dót (helst ljótt).
- Auka föt til skiptanna (helst töff).
- Stígvél.
- Góða skapið.


Heyrið í mér ef það er eitthvað.
Sjáumst hressir,
Ingvi - Egill og Kiddi.

Hey hó!

Sælir.

Takk fyrir gærdaginn - Það var þokkalega góð mæting (sjá hér neðst) og menn voru almennt hressir. Ég þakka bjögga, bro, jóa h, hauki og eyma fyrir að láta sjá sig - sýndu góða takta. Úrvalsliðið tók etta náttúrulega með vinstri en grænir stóðu sig best af þeim ungu og fengu (flestir!) powerade að launum. Aðrir hefðu nú mátt vera glaðari með djúsinn :-/

En það er sem sé komið um tveggja vikna frí frá æfingum, en á morgun, sunnudag, er yngra árs ferðin og í næstu viku er lokakvöld flokksins. Negld dagsetning fyrir eldra árs ferðina verður svo staðfest strax eftir helgi.

En í dag, laugardag, er samt leikur hjá mfl:

- Þróttur - Fjölnir - Fjölnisvöllur - kl.14.00 - 15.45.

Klæða sig vel og láta sjá sig. Getum endanlega tryggt okkur upp í úrvalsdeild.
Set svo planið um ferðina á morgun inn seinna í dag. Nánast allir bókaðir með :-)

Erum svo að klára að telja leikina, markaskorarar, mætingar og allt það, sem og fínpússa stuttmyndina.

Sé ykkur vonandi í dag, yngri alla veganna á morgun, og eldri í næstu viku.
Laters,
Ingvi og co.

- - - - -

Saknaði í gær (3-8): Ágúst J - Sindri G - Leó Garðar - (Eiður Tjörvi-Anton J-Hrafn Helgi-Lárus Hörður-Styrmir S).

Létu vita af sér í gær (5): Silli - Mikki - Arnþór Ari - Viðar Ari - Reynir.

Mættu sprækir (41) : Arnþór F - Birgir Örn - Dagur Hrafn - Guðmar - Guðbjartur - Guðmundur S - Hilmar A - Högni Hjálmtýr - Magnús Helgi - Ólafur Frímann - Sigurður T - Seamus - Þorgeir S - Anton Helgi - Anton Sverrir - Arianit - Arnar Kári - Árni Freyr - Daði Þór - Daníel Örn - Davíð Þór - Guðmundur Andri - Hákon - Hrafn - Jón Kristinn - Kevin Davíð - Kormákur - Kristján Einar - Kristján Orri - Kristófer - Matthías - Orri - Jóel - Sindri Þ - Stefán Tómas - Stefán Karl - Tryggvi - Valgeir Daði - Viktor Berg - Úlfar Þór - Þorleifur.

Thursday, September 13, 2007

Lokaæfing - fös!

Ó já.

Eftir um það bil 185 æfingar þá er komið að síðustu æfingu tímabilsins (snökt). Hún verður á morgun, föstudag, á gervigrasinu. Það mæta vonandi allir - meiddir menn verða bara í chillinu í skýlinu en aðrir taka þátt í Powerade mótinu svokallaða:

- Lokaæfing - Allir - Gervigrasið - kl.16.00 - 17.30.

Við stelum smá frá Hansa og tökum gott mót - 8 v 8. Undirritaður er búinn að búa til massa úrvalslið sem myndi sóma sér vel í Landsbankadeildinni:

- Ingvi 18 - Kiddi 6 - Egill B 8 - Eymi 2 - Óskar S 9 - Haukur Páll 7 - Jói H 10 - Björgvin Ívar 34

Á svo enn eftir að heyra frá nokkrum á yngra árinu varðandi sunnudaginn. Er svo að plögga gott kvöld í næstu viku þegar allir eru lausir fyrir lokahófið.

Sjáumst hressir á morgun - dragið alla á svæðið - lofa að taka ekki hárþurrku á þá sem hafa ekki mætt lengi :-)
Ingvi og co.

- - - - -

Úrslitakeppni v Breiðablik - fim!

Jeppa.

Þá er Íslandsmótinu formlega lokið - enduðum á flottum sigri í gær sem tryggði okkur annað sætið í mótinu og þar með silfurverðlaunin. Virkilega vel af sér staðið - allt um það hér:

- - - - -

Þróttur 3 - Breiðablik 1.
Íslandsmótið - úrslitakeppni.

Dags: Fimmtudagurinn 13.sept 2007.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: Smárahvammsvöllur.

Staðan í hálfleik: 1-0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 3-1.

Mörk:

Tryggvi – 15 min - Týpískt Tryggva mark - Snilld!
Dagur Hrafn – 42 min - Gullfallegt mark eftir frábært skot.
Seamus – 47 min - Kom eftir glæsilegan einleik Seamusar inní teig Blikanna.

Maður leiksins: Kristófer (stóð vaktina í vörninni frábærlega).

Vallaraðstæður: Völlurinn geggjaður en massa rok allan tímann.
Dómari: Dómaratríó - Stóðu sig vel, reyndar smá væll línuverðinum okkar megin!
Áhorfendur: Nokkrir létu sjá sig í rokinu.

Liðið:

Orri í markinu - Viktor og Sindri Þ bakverðir - Kristó og Úlli miðverðir - Silli og Dagur Hrafn á köntunum - Danni og Ólafur Frímann á miðjunni - Seamus og Tryggvi frammi. Varamenn: Davíð Þór, Daði, Magnús Helgi, Guðmar og Sigurður T. Vantaði: Mikka, Reyni og Sindra G.

Frammistaða:

Orri: Frábær í dag - Breiðabliksþjálfarinn spurði mig útí hann, það hlýtur bara að vera jákvætt. Sweep'aði flott og var duglegur að lesa stungusendingarnar þeirra og hreinsa.
Viktor: Var mjög góður í bakverðinum og var duglegur að spila boltanum í stað þess að negla fram, sem gekk að sjálfssögðu ekkert í þessu veðri.
Sindri Þ: Spilaði vel í bakverðinum og leysti kantinn einnig vel af hendi.
Kristó: Geggjaður leikur - Stöðvaði flest allar sóknaraðgerðir Blikana og stjórnaði vörninni eins og kóngur.
Úlli: Mjög góður leikur - Gerði ekki mistök og stjórnaði vörninni vel með Kristó.
Silli: Flottur leikur, þar til meiðsli komu upp og hann þurfti að kalla það dag.
Dagur: Glæsilegur leikur - Skoraði frábært mark og var duglegur að draga sig út. Hefði samt átt að fá fleiri bolta.
Danni: Geggjaður leikur - Stjórnaði miðjunni og barðist eins og ljón.
Óli: Góður leikur á miðjunni en var alls ekki nógu duglegur eftir að hann var færður framar.
Tryggvi: Mjög góður leikur - Klárlega "stabílasti" leikmaður úrslitanna.
Seamus: Skoraði geggjað mark og var duglegur í dag. Flottur leikur.

Maggi: Besti leikur hans í úrslitunum. Mjög góður leikur.

Daði: Mjög góður leikur. Spilaði allar stöðurnar í vörninni og rúllaði þeim öllum upp.
Sigurður: Barðist á fullu eins og alltaf og var mjög gott að fá hann ferskan inná.
Guðmar: Líkt og Siggi barðist Guðmar allan leikinn. En hefði þó mátt gera meira af því að draga sig út að línunni þegar hann var á kantinum.
Davíð Þór: Flottur leikur eins og í öllum leikjunum í úrslitunum.

Almennt um leikinn:

+ Börðumst allir sem einn auk þess að spila boltanum flott á milli okkar.
+ Gáfum fá færi á okkur og var það vegna þess að allir skiluðu sínu varnarlega, allt frá Orra og að fremsta manni.
+ Sköpuðum okkur góð færi og enduðu þrjú þeirra með stórglæsilegum mörkum.

- Soldið sofandi fyrstu mínútu leiksins - þeir fengu deddara og auka á hættulegum.


Í einni setningu: Í einu orði sagt snilldar sigur og þvílíkt flottur karakter. Synd að hafa ekki séð ykkur klára þetta í seinni hálfleik. En þið eigið hrós skilið fyrir flottann leik.

- - - - -

Wednesday, September 12, 2007

Fim!

Jamm.

Síðasti leikur ársins er á morgun, fimmtudag, v Breiðablik í Kópavoginum. Frí er hjá öðrum en endilega láta sjá sig ef þið eruð lausir.


- Leikur v Breiðablik - Byrjunarliðið mætir kl.16.10 niður í Fífu - Spilað frá kl.17.00 - 18.15:

Orri - Sindri Þór - Daði Þór - Úlfar Þór - Kristófer - Sigvaldi H - Dagur Hrafn - Ólafur Frímann - Daníel Örn - Tryggvi - Seamus.

Varamenn mæta kl.17.00, checka aðeins á disknum, gera sig strax klára og út á völl: Viktor B - Sindri G - Reynir - Guðmar - Magnús H - Davíð Þ - Sigurður T.

Læt alla mæta á morgun, nema Mikka sem er veikur. En allir verða að vera klárir - engin að mæta með hangandi haus - mæta tilbúnir í massa baráttu - endum árið á svaðalegum lokaleik.

Sjáumst á morgun,

Ingvi og co.

p.s. Lokaæfingin svo á föstudaginn. ansi margir sem létu ekki sjá sig í gær né í dag - það mæta allir á fös!!

og yngra árið klárir í ferðina! Fljótir að smessa á kallinn og bóka sig.

og ef menn vita hverjir skoruðu þessi mörk þá megið þið endiega smessa á mig:

- Þróttur 2 - KR 3 - laugardaginn 21.apríl - gervigrasið okkar:
- FH 10 - Þróttur 3 - mánudagurinn 11.júní - litla FH gervigrasið:
- Þróttur 3 - HK 5 - mánudagurinn 18.ágúst - TBR völlur: Guðmar! -

- - - - -

Tuesday, September 11, 2007

Mið!

Sælir.

Við kláruðum leikinn við Leikni nokkuð örugglega á aðalvelli félagsins í dag. Fengum reyndar á okkur tvö mörk en settum einu marki meira en þeir (og hefðu þau átt að vera fleiri). Kaupum okkur einn dag í viðbót til að klára umfjöllunina.

En það var líka fín æfing áðan á gervó. Eldra árið kláraði aðeins fleiri keppnir en þeir yngri. Undirritaður sýndi svo gamla takta í markinu - Egill var sprækur í vönsurunum - Diddi fékk gult fyrir munnbrúk og Biggi kláraði sláarkeppnina og uppskar Powerade.

Við ætlum að æfa aftur á morgun, miðvikudag, fyrir landsleikinn. Það er frjáls mæting hjá B liðinu, búnir að taka vel á því síðustu þrjá daga, og meta hvort þeir vilji slaka á, á morgun. Annars mæta aðrir bara ferskir, og sérstaklega þeir sem ekki komust á æfingu áðan. Ok sör:

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.16.00 - 17.30.

Veit ekki hvort við fáum allt grasið en stelum vonandi hálfu af Mist!
Sjáumst eldhressir,
Og svo aftur Áfram Ísland um kvöldið (landsleikurinn byrjar 18.05 by the way).
Ingvi og co.

p.s. gróft plan fyrir loka dagana:

- mið: Æfing.
- fim: B lið v Breiðablik.
- fös: Lokaæfing!
- laug: Mfl v Fjölni.
- sun: Haustferð yngra árs.
- einhvert kvöld í næstu viku: Lokahóf flokksins.
- einhver helgi seinna í sept/byrjun okt: Haustferð eldra árs.
- sunnudaginn 30.sept: uppskeruhátíð þróttar.

p.s.2 egill ekvað að væla um að fara frekar á 2.fl æfingu á eftir. þorir greinilega ekki í kallinn eftir að ég tæklaði hann upp í öxl (sjá mynd hér fyrir neðan):

Haustferð yngra árs!

Jamm.

Við höfum ákveðið að negla smá "óvissulokahaustferðarstemmara" hjá yngra árinu núna á sunnudaginn kemur (16.sept). Erum svo að líta á helgina eftir það fyrir eldra árið (samt handboltadót sömu helgi - erum að athuga etta).

En við verðum að fá að vita sem fyrst hverjir eru klárir á sunnudaginn. Ingvi, Egill og Kiddi eru alla veganna búnir að skrá sig :-)

Gróft plan lítur svona út:

- Tími: Frá kl.12.30 næsta sunnudag (svo menn nái messu) til ca.kl.18.00.
- Kostnaður: Í kringum 3-4 "kúlur" (ca.3.500kr).

- Það verður einhver hreyfing (þ.e. óvænt form af knattspyrnu).
- Það verða einhverjar svaðalegar þrautir og soddann (kiddi ekki nógu spes í solleiðis).
- Það verður einhver bleyta (þ.e.a.s. menn að finna ljótustu sundskýluna sína).
- Það verður eitthvað um gúff (fiskihlaðborð kemur sterkt til greina hér).
- Hin langþráða kvikmyndagetraun verður háð milli leikmanna (eldra árið ekki nógu góðir í þessu í fyrra).
- Og ekvað fleira kaffi sem er í undirbúningi (s.s. óvæntur gestur, annar klæðnaður ofl).

Látið mig endilega vita sem fyrst ef þið eruð klárir svo við getum bókað fararskjóta (bíl-rútu-hest-skip). Vona innilega að allir komist. Þetta verður geggjað stuð.

Verðum í bandi,
Ingvi og co.

Monday, September 10, 2007

Úrslitakeppni v Leikni - þrið!

Jebba.

Annar leikur okkar í úrslitakeppninni var í dag, þriðjudag, á Valbjarnarvelli. Við stóðumst prófið og kláruðum leikinn nánast örugglega fyrir utan smá bögg í lokin! Allt um það hér:

- - - - -

Þróttur 3 - Leiknir 2.
Íslandsmótið - úrslitakeppni.

Dags: Þriðjudagurinn 11.sept 2007.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: Valbjarnarvöllur.

Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Gangur leiksins: 0 - 1, 1 - 1, 2 - 1, 3 - 1, 3 - 2.

Mörk:

33 mín - Guðmar með nett slútt inn í markteig.
38 mín - Tryggvi með sína hefðbundu klárun.
57 mín - Reynir með geggjað mark langt utan að velli.

Maður leiksins: Daníel Örn (tók hall á etta á miðjunni).

Vallaraðstæður: Völlurinn soldið blautur en samt töff -nokkuð hlýtt.
Dómari: Fáránlega flair ksí dómari - og matti og oddur góðir á línunni.
Áhorfendur: Fullt af fólki skellti sér í stúkuna.

Liðið:

Orri í markinu - Maggi og Daði bakverðir - Kristó og Úlli miðverðir - Guðmar og Dagur Hrafn á köntunum - Danni og Ólafur Frímann á miðjunni - Seamus og Tryggvi frammi. Varamenn: Sindri Þ, Sindri G, Davíð Þór, Silli, Reynir, Sigurður T. Vantaði: Mikka og Viktor.

Frammistaða:

Orri: Klassa leikur í alla staði - gat lítið gert í vítinu.
Daði: Allt save í gær.
Úlli: Átti aftur fínan leik - grimmur og óð í alla bolta.
Kristó: Batt vörnina vel saman með Úlla og kom hún miklu betur út en í gær.
Maggi: Óheppinn að missa manninn inn fyir í fyrsta markinu þeirra - en klikkaði ekki eftir það og kláraði sinn mann vel.
Óli: Snilld að fá hann klárann - hélt boltanum vel og átti öflugan leik.
Danni: Virkilega duglegur á miðjunni - hefði aðeins getað skilað boltanum betur frá sér.
Dagur: Solid leikur - barðist vel, átti ágæt horn og ógnaði mikið.
Guðmar: Öflugur á kantinum en fannst hann sparka alltaf beint í varnarmaninn í fyrri hálfleik í staðinn fyrir að taka þríhyrning við Tryggva.
Seamus: Djöflaðist vel - kom sér ekki í nógu góð færi fyrr en í seinni - óheppinn í the deddaranum.
Tryggvi: Var duglegur að vanda - kom sér í fullt af færum - vantaði kannski að leggja boltann betur út á félagana.

Reynir: Klassa innkoma eftir nokkra fjarveru - virkilega skotviss og þurfum við að vera duglegri að koma honum í skotfæri.
Sindri Þ: Tapaði ekki bolta í gær - nýtti sínar mínútur perfectly.
Sindri G: Mun öruggari en í leiknum í gær - hefði kannski mátt taka óla markmann á etta í öðru markinu þeirra.
Davíð Þór: Snilldar innkoma - virkaði vel á miðjunni.
Sigurður T: Kláraði sitt hlutverk vel í vörninni - allt til fyrirmyndar.
Silli: Nokkuð sprækur á kantinum - mikið í boltanum og gaf ekkert eftir tilbaka - hefði átt að skora í deddaranum á línunni!!

Almennt um leikinn:

+ Soldið margar feilsendingar í fyrri.
+ Átum alla bolta tilbaka.
+ Markvarslan til fyrirmyndar í gær.
+ Lágum í sókn í seinni hluta fyrri og nær allann seinni hálfleikinn.

- Vantar aðeins betra stutt spil hjá okkur, sérstaklega á miðjunni.
- Tryggvi kominn soldið langt yfir á svæðið hans Guðmars.
- Vantaði að klára færin í seinni.
- Vantaði að fá fleiri bolta út á Dag.

Í einni setningu: Kláruðum dæmið með flottum leik - vorum eiginlega sterkari aðilinn frá 15 mín og bjuggum til fullt af færum - óheppnir að vinna ekki stærra.

- - - - -

Þrið!

Yess.

Það fór ekki vel í dag hjá okkur á móti Víking þannig að það er um að gera að rétt úr kútnum á morgun, þriðjudag á móti Leikni á heimavelli. Það er svo líka æfing hjá öðrum eftir kvöldmat:

- Leikur v Leikni - Mæting kl.16.00 niður í Þrótt (klefa 2) - Spilað frá kl.17.00 - 18.15:

Orri - Sindri G - Daði Þór - Úlfar Þór - Kristófer - Sigvaldi H - Dagur Hrafn - Ólafur Frímann - Daníel Örn - Tryggvi - Seamus - Guðmar - Sindri Þ - Magnús Helgi - Sigurður T - Davíð Þór - Reynir!

Hvíla á morgun en klárir á fimmtudag: Mikael Páll - Viktor Berg.

- Æfing hjá þeim sem ekki kepptu Gervigrasinu kl.19.30 - 20.45.

Læra af leiknum í dag strákar - Umfjöllunin verður kominn rétt fyrir kl.22.00. Mæta svo klárir á morgun. Egill kemur með peppdiskinn (hinn virkaði greinilega ekki í dag). Aðrir koma endilega og kíkja á leikinn. Ekki alveg búið að ákveða á hvaða velli við spilum. Minna svo alla á æfinguna (gervó æfingin mar).

Sjáumst hressir.
Ingvi og co.

- - -

Úrslitakeppni v Víking - mán!

Jebba.

Fyrsti leikurinn í úrslitakeppni B liða var í dag við Víking á heimavelli þeirra. Niðurstaðan var ekki alveg eins og við ætluðum okkur - allt um leikinn hér:

- - - - -

Þróttur 2 - Víkingur 7.
Íslandsmótið - úrslitakeppni.

Dags: Mánudagurinn 10.sept 2007.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: Víkingsvöllur.

Staðan í hálfleik: 1 - 3.
Gangur leiksins: 1 - 0, 1 - 1, 1 - 2, 1 - 3, 2 - 3, 2 - 4, 2 - 5, 2 - 6, 2 - 7.

Mörk:

7 mín - Davíð Þór kláraði vel eftir að hafa verið einn á báti inn í teig.
40 mín - Tryggvi minnkaði munin fyrir okkur með nettu marki.

Maður leiksins: Tryggvi (var einn af fáum sem voru mættir í Víkina til þess að gera sitt besta).

Vallaraðstæður: Völlurinn var ekki nógu spes og veðrið í einu orði sagt leiðinlegt.
Dómari: Flott dómaratríó - eins og ætti að vera í öllum leikjum.
Áhorfendur: Einn og einn af okkar hóp lét sjá sig en Víkingsforeldrar voru mun fjölmennari.

Liðið:

Orri í markinu - Silli og Viktor bakverðir - Daði og Úlli miðverðir - Dabbi og Dagur Hrafn á köntunum - Kristó og Sigurður T á miðjunni - Danni og Tryggvi frammi. Varamenn: Maggi, Seamus, Sindri Þ, Guðmar og Sindri G. Vantaði: Mikka, Reyni og Óla F.

Frammistaða: Fyrri hálfleikur - Seinni hálfleikur.

Orri: Gat lítið gert í mörkunum - var annars nokkuð vel á tánum - kom boltanum frekar vel frá sér.
Daði: Lét ekki fara mikið fyrir sér en gerði þó allt rétt - stoppaði nokkrar sóknir vel - vann flesta sína spretti - Líkt og í fyrri fór lítið fyrir honum, gerði mjög fá mistök.
Úlli: Var mikið í baráttunni en þarf að passa að fara ekki út úr stöðu - átti líka nokkrar fínar spyrnur inn í - Fór lítið fyrir honum í seinni, líklega vegna þess að við vorum mun meira í sókn. Skilaði sínu svo sem í dag.
Viktor: Óheppinn í öðru markinu þeirra - en varðist annars vel - Skilaði sínu í seinni, gerði fá mistök. En ógnaði lítið sem ekkert fram á við, eins og hann hefur ert svo vel í sumar.
Silli: Var soldið tæpur á staðsetningum en vann samt alltaf sínar baráttur - Klikkaði nokkrum sinnum á völdun í teignum en losaði boltann ágætlega frá sér.
Kristó: Barðist afar vel en mér fannst vanta að dreifa boltanum betur á menn - Betri í seinni hálfleik, gafst aldrei upp og var einn af fáum sem barðist allan hálfleikinn.
Sigurður: Sást lítið í fyrri - fannst þeir vinna baráttuna á miðjunni í fyrri - Líkt og í fyrri var hann ekki jafn kraftmikill og vanalega. Gerði svo sem engin stór mistök í seinni.
Dabbi: Setti flott mark - en gleymdi að elta manninn sinn í þeirra fyrsta marki - lét ekki fara mikið fyrir sér í fyrri - Var mun betri í seinni, skilaði boltanum alltaf uppí horn á Tryggva eða Danna og byrjaði þannig margar sóknir, hefði átt að gera þetta oftar í fyrri.
Dagur: Var þó nokkuð í boltanum en fór nokkrum sinnum upp kantinn - hefði mátt fá fleiri bolta til sín - Líkt og í fyrri fékk hann því miður úr litlu að moða. Á morgun verður hann duglegri að biðja um boltann og keyra á bakverðina, getur svo léttilega tekið þá á.
Danni: Djöflaðist nokkuð vel en kom sér í raun bara í eitt gott færi - Var mun beittari í seinni, kom alltaf Víkingsvörninni í panik þegar hann kom á ferð á þá. Gerir meira af því á morgun.
Tryggvi: Sama hér - fékk út litlu að moða en hefði kannski mátt krossa meira við Danna og að annar þeirra kæmi meira niður að sækja boltann - Var manna duglegastur fram á við í seinni og skapaði mikið. Óheppinn að skora ekki fleiri. Þarf samt (líkt og Danni) að vera duglegri að keyra á vörnina þegar hann fær hann, tók einn þannig sprett og var óheppinn að klára það ekki.

Maggi: Kom inn á rétt fyrir hálfleik - Á mikið inni, komst aldrei í takt við leikinn. Var hrikalega ragur í návígum og hékk of oft of lengi á boltanum - Getur mun betur.
Sindri Þ: Kom inn á rétt fyrir hálfleik - Á einnig mikið inni - Maður sá ekkert af baráttunni sem maður hefur séð svo oft í sumar - Getur miklu betur.
Seamus: Komst nokkuð vel inn í leikinn í byrjun - Byrjaði mjög vel og gerðist mikið af okkar sóknarlotum í kringum hann. En eftir að hafa klúðrað dauðafærinu datt hann alveg niður og gerði lítið efetir það.
Guðmar: Kom inn á í seinni - Djöflaðist og truflaði Víkingana mikið - Fínn leikur.
Sindri G: Kom inn á í hálfleik - Átti frekar lélegan dag - Gerði mistök, sem maður er ekki vanur að sjá Sindra gera. Kemur dýrvitlaus í leikinn á morgun og gerir mun betur.

Almennt um leikinn: Fyrri hálfleikur - Seinni hálfleikur.

+ Virkilega góðir fyrstu 25 mín - börðumst vel, ýttum út og ógnuðum nokkuð vel.
+ Föstu leikatriðin okkar komu vel út.

- Ótrúlega lítil hreyfing án bolta - afar erfitt að finna lausa menn í lappir.
- Náðum eiginlega ekkert að senda Danna og Tryggva í gegn.
- Fyrstu tvö mörkin stöfuðu af einbeitingarleysi - hefðum átt að gera mun betur þar.

+ Sköpuðum okkur slatta af færum.
+ Hægt að hrósa 3-5 leikmönnum fyrir góða baráttu í seinni hálfleik, alls ekki fleiri. Sem er náttúrulega fáránlegt - Allir 11 eiga að vera á fullu, það er eekkert flóknara.

- Eins og ég sagði eftir leikinn er fáránlegt að við skyldum tapa seinni hálfleiknum 4-1, þar sem það sýndi alls ekki rétta mynd af leiknum.
- Vorum flestir alltof hræddir við þá, þó að flestir af okkur hafi verið ári eldri en þeir. Þegar maður fer í bolta, þá fer maður í hann til þess að vinna hann. Annars getur maður alveg eins verið heima.
- Allan leikinn fengu miðjumenn þeirra alltof langan tíma á boltanum, sem gerði það að verkum að sendingar þeirra urðu mun nákvæmari en ef einhver hefði verið að djöflast í þeim - Gáfum þeim alltof mikinn tíma.

Í einni setningu: Veit ekki hvað gerðist í stöðunni 2-3! Þetta var alltaf stórt tap og verðum við að hysja vel upp um okkur buxurnar í leiknum á morgun ef við ætlum ekki að enda neðstir í keppninni! Ekkert "panikk" samt - mætum bara klárir á morgun, staðráðnir í að gera betur.

- - - - -

Sunday, September 09, 2007

Mánudagurinn 10.sept!

Yes.

Úrslitakeppnin í B liðum hefst á morgun, mánudag, með leik hjá okkur v Víking. Frí er hjá öðrum en endilega látið sjá ykkur niður í Vík að styðja félagana. Það er svo æfing hjá öðrum á þriðjudag.

En hópurinn sem mætir á morgun kl.16.00 niður í Vík (íþróttahús víkings), og keppir frá 17.00 - 18.15 er:

Sindri G – Orri - Daði Þór - Kristófer - Úlfar Þór - Viktor Berg - Sigvaldi H - Davíð Þór - Dagur Hrafn - Magnús Helgi - Sindri Þ - Sigurður T - Daníel Örn - Seamus - Tryggvi - Guðmar.

Hvíla á morgun - klárir á þriðjudag: Reynir - Ólafur Frímann - Mikael Páll.

Hugsa vel um sig, borða vel, sofa vel og mæta klárir til leiks.
Mæta með allt dót - við mætum með treyjur frá 1-16 og svaðalegan pepp disk :-)
Sjáumst hressir.
Ingvi og co.

p.s. tvær góðar. merkilegt hvað viktor lúkkar alltaf! og seamus að "smóka" daða og tryggva!



Vatnsfjör!

Jamm.

Létum vaða með vatnsblöðrurnar í dag þar sem að veðrið lék við okkur og tókum svo sund eftir dæmið. Ekki alveg nógu góð mæting hjá yngra árinu en hinir sem mættu tóku þessu eins og menn. Hérna eru 2 góðar myndir auk þess sem við náðum þessu líka á teipi:



Friday, September 07, 2007

Helgin!

Jójójó.

Við slökum á í dag, laugardag. Horfum "audda" allir á Ísland - Spánn í kvöld - annað hvort í beinni eða heima í stofu. Hugsa jákvætt og trúa að við stöndum í þeim.

Hittumst svo allir saman á morgun, sunnudaginn, tökum æfingu og endum í pottinum í L.laug:

- Æfing - Allir - Sunnudagur - Mæting fyrir aftan Þrótt kl.12.30 (ath).

Smá breyting - Gleymdi messu hjá yngra árinu þannig að við æfum aðeins seinna. Látið það berast.
Taka svo með smá penge og sund dót. Allt búið um kl.15.30.
B liðið fer í ýmis atriði sér, aðrir skjóta hina markmennina í kaf og enda á þraut og spili.
Veit af einhverjum út úr bænum en annars mæta allir aðrir sprækir.

Áfram Ísland.
Sjáumst á sun.
Ingvi og co.

Thursday, September 06, 2007

Föstudagur!

Hey hey.

Stig alveg í lokin áðan hjá mfl. Sá fullt af gaurum á leiknum, og sóttum boltann þokkalega vel. En sorrý hvað þetta kaffi kemur seint.

Á morgun, föstudag, æfir B liðs hópurinn á Þríhyrningnum/Valbirni en aðrir taka á því á sparkvellinum. Það eru þrír leikir hjá B liðinu í næstu viku þannig að við skiptum eitthvað á milli leikmanna. Set svo planið fyrir næstu viku inn sem fyrst.

- Æfing - Mæting niður í Þrótt (klefa 4) kl.16.00 - búið um 17.20:

Sindri G - Orri - Daníel Örn - Davíð Þór - Kristófer - Mikael Páll - Sigvaldi H - Sindri Þ - Tryggvi - Úlfar Þór - Viktor Berg - Daði Þór - Reynir - Dagur Hrafn - Guðmar - Magnús Helgi - Sigurður T - Seamus - Ólafur Frímann.

- Æfing - Mæting kl.16.00 á Sparkvöllinn hjá Laugarnesskóla - búið um 17.20:

Kristján Orri - Stefán Karl - Arnþór Ari - Anton Sverrir - Anton Helgi - Arnar Kári - Arnþór Ari - Árni Freyr - Jón Kristinn - Kristján Einar - Kormákur - Kevin Davíð - Matthías - Jóel - Stefán Tómas - Arianit - Guðmundur Andri - Hákon - Valgeir Daði - Þorleifur - Hrafn - Arnþór F - Birgir Örn - Guðmundur S - Hilmar A - Lárus Hörður - Viðar Ari - Þorgeir S - Ágúst J - Guðbjartur - Eiður Tjörvi - Leó Garðar.

Verið duglegir að láta þetta berast. Látið mig líka vita ef ég er að gleyma einhverjum!
Sjáumst hressir,
Ingvi - Egill og Kiddi.

Þróttur - Þór - fim!

Ble ble.

Sprækir í gær. TBR nokkuð nettur. V.s.jónsson ekki nógu mjúkur í boðhlaupsgreinunum og a.a.atlason óheppinn að vera svona aftarlega í reitarhlaupunum! Búnir að kaupa nýjan leikmann frá Breiðablik - bara snilld - taka honum vel og koma honum inn í prógrammið.

Frí á æfingu í dag, fimmtudag, en mætum allir á mfl leikinn í kvöld á Valbirni:

- Þróttur v Þór - Valbjarnarvöllur - kl.18.00 - 19.45.

Kominn með 4 boltasækjara, 4 í viðbót endilega smessa á kallinn og bóka sig.
Set svo morgundaginn um 8ish í aften.
Sjáumst hressir í kvöld (upp í stúku).
Ingvi og co.

Tuesday, September 04, 2007

Mið!

Sælir.

Færum okkur yfir á TBR völl á morgun, miðvikudag, og æfum aftur í sitthvoru lagi. Vill fá svaðalega mætingu hjá yngra árinu - og þórsmerkurfarar á eldra ári verða vonandi mættir tilbaka:

- Æfing - Yngra ár - TBR völlur - kl.16.00 - 17.20.

- Æfing - Eldra ár - TBR völlur - kl.17.00 - 18.20.

Mætum svo allir á mfl leikinn á fimmtudaginn. B liðs æfing á fös og sparkvöllur hjá öðrum.
Svo verður síðasta vikan smekkfull af allskonar dóti.

Sjáumst hressir á morgun,
Ingvi og co.

Monday, September 03, 2007

Heyja!

Sælir strákar.

Þetta var hálf ekvað ... ekki nógu spes í dag. Var búinn að gleyma að Vogó eldri væru út úr bænum og svo var ansi dræm mæting hjá yngra árinu og svo var Suddinn ekki nógu spes, líka ekvað vesen með völlinn í lokin! En ég er kannski bara að væla.

Tökum frí á morgun, þriðjudag.

- En hittumst aftur á miðvikudag. Set á morgun hvar og hvenær. Ætla aðeins að kanna hvernig TBR og Þríhyrningurinn líta út. Eins hvernær við rúllum út á sparkvöll.

- B liðs hópurinn verður svo klár á fimmtudaginn og æfir saman á föstudag og sunnudag.

- Mfl keppir v Þór á fimmtudaginn, næst síðasti heimaleikurinn.

Við sitjum svo sveittir yfir gömlum bloggum, tölum um markaskorarar og það allt. Eins er stuttmynd árins alveg að verða til.

Hafið það annars gott á morgun,
og sjáumst á miðvikudaginn.
Ingvi - Egill og Kiddi

- - - - -

Sunday, September 02, 2007

Dagatalsrukkun!

Jamm.

Ef okkar útreikningar eru réttir þá skulda eftirfarandi leikmenn dagatölin. Endilega gerið upp sem allra fyrst svo við lendum ekki í meiri vandræðum.

Heyrið líka í okkur ef það er eitthvað passar ekki. 5 dagatöl: 2.500kr inn á reikninginn okkar (1158-15-200679 - kt:081060-4019) eða beint til Ingva.

kv, Ingvi (869-8228) og Mási (822-9688).

- - - - -

Arnþór F - Guðmar H - Guðbjartur H - Guðmundur S - Leó Garðar - Sigurður T - Sindri G - Viðar Ari - Þorgeir S -Anton Sverrir - Daníel Örn - Guðmundur Andri - Hákon - Jón Kristinn - Kevin Davíð - Kormákur M - Kristján Orri - Matthías P - Orri S - Sigurður Jóel - Sindri Þ -Sigvaldi H! - Valgeir Daði -Viktor Berg - Úlfar Þór - Þorleifur Ó.

- - - - -

Mánudagur!

Jamm jamm.

Helgin búinn. Svaðalegur leikur í gær sem setti okkur í fyrsta sætið í 1.deildinni. Vona að sem flestir hafi náð að mæta (þrátt fyrir ógeðisveður).
Við æfum á morgun í tvennu lagi. Finnum besta svæðið á suddanum - verður þurr og góður á morgun! Við förum annars að færa okkur á gervigrasið. Kíkjum líka á sparkvöllinn í vikunni. En svona er planið:

- Æfing - Eldra ár - Suðurlandsbraut - kl.16.00 - 17.15.

- Æfing - Yngra ár - Suðurlandsbraut - kl.17.15 - 18.30.

Kiddar lofar nýrri sprettæfingu og svo verður nett varnaræfing.
Látið þetta endilega berast. Ekkert mál að koma á aðra hvora æfinguna ef þið eruð í tíma vandræðum.
Sjáumst hressir,
Ingvi og co.
ps. þetta var pró í gær - og vel látið af boltasækjurunum :-)