Tuesday, October 31, 2006

Mið - fimleikar og æfing!

Sælir.

Á morgun, miðvikudaginn 1.nóv, byrjum við í fimleikum einu sinni í viku (aðra hverja vikuna hjá hverjum leikmanni) í nýju fimleikahöllinni við hliðina á gervigrasinu okkar.

Yngra árið byrjar núna á morgun og er mæting kl.19.20 niður í klefa 1 niður í Þrótti, en eldra árið æfir á gervigrasinu (og núna kl.16.30 – 18.00). Svo skiptist þetta í næstu viku.

(þar sem að eldra árið í Laugalækjaskóla er í fermingarfræðslu kl.19.30 á miðvikudögum þurfum við að finna betri tíma fyrir fimleikana hjá eldra árinu – vinnum í því).

Þetta kemur til með að kosta eitthvað en þessi fyrsti tími verður prufutími – látum ykkur svo betur vita hvernig þetta verður.

En svona verður þetta sem sé á morgun – reynum að mæta allir - það var massa góð mæting í gær á æfinguna og í leikina - ekkert smá ánægður með ykkur.
En heyrið í mér ef þetta er eitthvað vesen.

Kv,
Ingvi (nær léttilega niður í tær), Egill (ekki breik) og Kiddi (alveg að koma).

Jebba.

Jó.

Hvað segist. Menn búnir að jafna sig eftir gærdaginn. Þetta var
svaka pakki - þrír leikir, ein æfing og svo fyrsta mfl æfingin um kvöldið
hjá mér og Agli (og agli t sem dæmdi allt í lagi og hjá rabba sem dæmdi eins
og ljónið
). Ég var ekkert spes - tapaði meir að segja fyrir Egils liði :-( en var flottur
í nýju skónum!

Ég reyni að massa smá umfjöllun um leikina sem fyrst - klára alla veganna Fylkisleikinn
fyrst.

Nýja "fötin í pokann" systemið mitt ekki að gera nógu gott mót - er með um 5 galla í bílnum!

Síðasta dómaraparið klárlega flottast í gær - alla veganna fengum við ekkert hraun eins og sumir!

Fundurinn eftir síðasta leikinn fór svo fram í gegnum gervihnött - jamm frekar tæknilegt.

Ég þori að veðja að alla veganna fimm manns gleymdu að skila búningnum í gær ;-/

Set svo um fimleikana og æfinguna á morgun sem fyrst.

Ok sör.
Koma svo Eiður í kvöld. Bara ekkert tekinn pedsa á etta í sigluvoginum :-)

Heyrumst,
Ingvi og co.

- - - - -

Monday, October 30, 2006

Leikir v Val og Fjölni - mán!

Jebba.

Það voru 3 leikir í dag á gervigrasinu okkar, tveir flottir sigrar og
svo einn svaka skemmtilegur leikur í þokkabót. allt um það hér:

- - - - -

4.flokkur - Haustmótið
A lið
Þróttur 10 - Valur 1.

Dags: Mánudagurinn 30.október 2006.
Tími: kl.17.15 - 18.25.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 4 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 4-0, 5-0, 6-0, 7-0, 8-0, 8-1, 9-1, 10-1.

Maður leiksins: Anton Sverrir (feit kaka fyrir þennan leik!)

Mörk:

5 mín - Árni Freyr eftir að hafa fengið góða stungu innfyrir. Súper slútt.
22 mín - Anton Sverrir eftir hornspyrnu frá Didda.
32 mín - Arnþór Ari eftir sendingu frá Árna Frey.
34 mín - Anton Sverrir eftir sendingu frá Árna.
37 mín - Anton Sverrir eftir góðan sprett frá Arnþór upp vinstri kantinn.
38 mín - Arnþór Ari eftir að hafa fengið stungu inn fyrir - stakk varnarmennina af.
45 mín - Árni Freyr eftir mikið klafs við markmanninn og einn varnarmann.
48 mín - Árni Freyr eftir afar óeigingjarna sendingu frá Jóel.
50 mín - Anton Sverrir eftir sendingu frá Stebba.
64 mín - Anton Sverrir beint úr aukaspyrnu, stórglæsilegt mark.

Liðið:

Krissi í markinu - Úlli og Valli bakverðir - Addi og Gummi miðverðir - Stebbi og Nonni á köntunum - Diddi og Arnþór á miðjunni - Árni Freyr og Anton frammi. Varamenn: Jóel.

Frammistaða:

Krissi: Afar öruggur - allt til fyrir myndar - tekur næsta víti.
Úlli: Góður leikur þrátt fyrir að vera smá tæpur - og lærið að verða tipp topp.
Valli: Gerði allt vel - hefði mátt koma með fleiri langa bolta alla leið innfyrir.
Addi: Stjórnaði öllu enn og aftur upp á tíu.
Gummi: Klassa leikur - og ekki víti takk.
Stebbi: Spilaði allann leikinn á fullu - klassa leikur.
Nonni: Kláraði allar stöður örugglega.
Diddi: Mjög öruggur og las leikinn afar vel.
Arnþór: Góður leikur - mjög duglegur að stinga sér og fara alla leið sjálfur - meira af því.
Anton S: Feitt á skotskónum - allar týpur af mörkum og líka duglegur að búa færir fyrir aðra.
Árni F: Einn einn klassa leikurinn - allt til fyrirmyndar.

Jóel: Góð innkoma - óheppinn að skora ekki - var svo duglegur að leggja upp færi fyrir aðra.


Almennt um leikinn:

Förum í þessa punkta fyrir KR leikinn!

Í einni setningu: Aftur afar öruggur sigur, flott spil og útkoman mörg flott mörk.

- - - - -

4.flokkur - Haustmótið
B lið
Þróttur 4 - Fjölnir 3.


Dags: Mánudagurinn 30.október 2006.
Tími: kl.18.30 - 19.45.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.


Staðan í hálfleik: 3 - 2.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 1-2, 2-2, 3-2, 4-2, 4-3.


Maður leiksins: Tryggvi (flott ferna og bókstaflega kláraði leikinn fyrir okkur).

Mörk:

21 mín - Tryggvi vann boltann og slúttaði vel.
23 mín - Tryggvi vann frákastið og jafnaði leikinn.
27 mín - Tryggvi fékk boltann innfyrir og kláraði vel.
39 mín - Tryggvi með sitt fjórða takk fyrir.

Liðið:

Kristó í markinu - Silli og Danni I bakverðir - Mikki og Sindri miðverðir - Kommi og Daði á köntunum - Viðar og Dagur á miðjunni - Tryggvi og Salomon frammi. Varamenn: Viktor - Danni Örn og Davíð Þór.

Frammistaða:

Kristó: Ágætis leikur - var vel á tánum og varði oft vel. Spurning með staðsetninguna í öðru markinu.
Silli: Góður varnarleikur - allt til fyrirmyndar.
Danni I: Barðist og varðist mjög vel - fínn leikur.
Mikki: Fínn talandi og varðist oft mjög vel - óheppinn í þriðja markinu.
Sindri: Öflugur í miðverðinum - hefði viljað fá fleiri langa bolta í gegn.
Kommi: Vantaði að fá boltann meira - en kom sér betur inn í leikinn á miðjunni - klassa vinnsla í seinni hálfleik.
Daði: Góður leikur - mikið í boltanum og kom honum vel frá sér.
Viðar: Mjög seigur á miðjunni - klassa samvinna með Degi.
Dagur: Einnig góður á miðjunni - flottar sendingar innfyrir trekk í trekk.
Salomon: Í heildina góður leikur - mjög hraður og hættulegur. Passa bara að láta ekki andstæðingin trufla mann við aðalmarkmiðið; að skora og vinna.
Tryggvi: Varla hægt að eiga betri leik - fá svona leik alltaf takk.

Viktor: Fín innkoma og kláraði leikinn vel.
Dabbi: Ágætis leikur á kantinum - mætti vera grimmari að bruna upp kantinn og fá fleiri fyrirgjafir.
Danni Örn: Var soldið áttavilltur en barðist samt eins ljón.


Almennt um leikinn:

Förum í þessa punkta fyrir KR leikinn!

Í einni setningu: Hörku leikur, mikill baráttuleikur sem kennir okkur vonandi það að slaka aldrei á fyrr en dómarinn flautar leikinn af og að við verðum alltaf að halda haus og spilað agað (danni fimm bónus stig).

- - - - -

4.flokkur - Haustmótið
C lið
Þróttur 1 - Fjölnir 3.


Dags: Mánudagurinn 30.október 2006.
Tími: kl.19.50 - 21.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.


Staðan í hálfleik: 0 - 1.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 1-2, 1-3.


Maður leiksins: Sindri (Létvel heyra í sér allann leikinn, kom vel út á móti og bjargaði okkur trekk í trekk).

Mörk:

55 mín - Ólafur Frímann með klassa skot úr miðjum teignum.

Liðið:

Sindri í markinu - Eyjólfur og Guðmundir Ingi bakverðir - Högni og Guðbjartur miðverðir - Guðmundur S og Arnþór á köntunum - Siggi T og Ólafur Frímann á miðjunni - Seamus og Eiður Tjörvi frammi. Varamenn: Þorgeir - Hilmar og Magnús Helgi.

Frammistaða:

Sindri: Brilliant leikur - varði vel, var grimmur og bjargaði okkur trekk í trekk.
Eyjólfur: Varðist vel - óheppinn að meiðast í byrjun en kom svo grimmur aftur.
Guðmundur Ingi: Í heildina góður leikur - en má vera grimmari að fá boltann aftur frá samherja.
Högni: Allt í öllu í vörninni - en vantaði að reka betur út og fylgja betur með í sókninni.
Guðbjartur: Ágætis leikur - var góður að finna menn í lappir og hefja sókn.
Guðmundur S: Varðist vel en vantaði aðeins að bjóða sig aftur eftir að hafa skilað honum frá sér.
Arnþór: Fínn leikur - þarf líka að skýla boltanum aðeins betur og finna svo rétta kostinn.
Siggi T: Leið vel á miðjusvæðinu - var í mikilli baráttu og átti fínan leik.
Ólafur Frímann: Mjög öflugur á miðjunni - tók oft af skarið og hefði bara átt að fara alla leið upp völlinn oftar.
Seamus: Tók vel á því en vantaði meiri aðstoð frammi - hefði samt getað sett hann í lokin en var óheppinn.
Eiður Tjörvi: Reyndi að djöflast frammi en þarf að skýla boltanum betur fyrir andstæðingnuu.

Þorgeir: Í ágætismálum á kantinum - hefði mátt koma sér meiri inn í leikinn og koma meir inn á miðjuna þegar boltinn er hinum megin.
Hilmar: Klassi að hann sé byrjaður aftur að æfa - var sprækur á kantinum og þarf nú bara að koma sér í gott leikform.
Magnús Helgi: Kom snemma inn á og var á fullu allann leikinn. Varðis vel en þarf að passa að fylgja betur með þegar við förum í sókn.

Almennt um leikinn:

Förum í þessa punkta fyrir KR leikinn!

Í einni setningu: Í heildina góður leikur, vörðumst afar vel á köflum en það vantaði meiri kraft og fleiri leikmenn að sækja fram á við.

- - - - -

Sunday, October 29, 2006

Mánudagurinn 30.okt!

Jó.

Sorrý hvað þetta kemur seint.
En svona lítur morgundagurinn út - ein æfing og 3 leikir.
Verið duglegir að láta þetta berast.

Sjáumst svo sprækir.
Ingvi og co.

- Æfing - byrjar kl.16.00 niður í Þrótt (en ekki kl.15.00) - búinn kl.17.00:

Anton J - Arnór Daði - Aron Vikar - Guðmar - Hrafn Helgi - Ágúst Bjarki - Ágúst J - Birgir Örn - Egill F - Einar - Gísli Ragnar - Haraldur Örn - Kristófer - Styrmir - Steinar - Kolbjörn. Ingvar - Elvar Aron - Hákon - Arianit - Kevin Davíð - Matthías - Stefán Karl.

- Leikur v Val - mæting kl.16.30 niður í Þrótt - keppt við Val frá kl.17.15 - 18.25:

Kristján Orri - Arnar Kári - Arnþór Ari - Árni Freyr - Anton Sverrir - Úlfar Þór - Kristján Einar - Stefán Tómas - Jón Kristinn - Guðmundur Andri - Jóel - Valgeir Daði - Þorleifur.

- Leikur v Fjölni - Mæting kl.18.00 niður í Þrótt - keppt við Fjölni2 frá kl.18.30 - 19.45:

Kristófer - Dagur Hrafn - Viðar Ari - Salomon - Kormákur - Tryggvi - Reynir - Sindri - Mikael Páll - Daði Þór - Daníel I - Sigvaldi - Daníel Örn. Mæting kl.18.30: Orri - Viktor B - Anton Helgi - Davíð Þór.

- Leikur v Fjölni - Mæting kl.19.20 niður í Þrótt - keppt við Fjölni2 frá kl.19.50 - 21.00:

Sindri G - Arnþór F - Eiður Tjörvi - Eyjólfur - Guðbjartur - Guðmundur S - Guðmundur Ingi - Högni Hjálmtýr - Þorgeir - Hilmar S - Magnús Helgi - Ólafur Frímann - Seamus - Sigurður T.

- - - - -

Meiddir - í fríi - ekki sést lengi: Danival - Goði - Jonni - Hjörtur Ari - Hjörtur Jóhann - Lárus Hörður - Leó Garðar - Sigurður Gunnar - Emil Sölvi.

Munið eftir öllu dóti.

Við munum taka aðeins styttir undirbúningstíma fyrir hvern leik þar sem að við keppum þrjá leiki í röð plús ein æfing plús mfl æfing um kvöldið - skiluru! Þannig að verum snöggir að gera okkur klára og snöggir að taka góða upphitun.

Berjast svo og klára dæmið :-)

Saturday, October 28, 2006

Leikur v Fylki - sun!

Jebba.

Það var einn leikur við Fylki í dag upp í Árbæ. Klassa
leikur á frosnu gervigrasinu. Allt um það hér:

- - - - -

4.flokkur - Haustmótið.
C lið.
Þróttur 6 - Fylkir 3.

Dags:
Sunndagurinn 29.október 2006.
Tími: kl.10.30 - 11.45.
Völlur: Fylkisgervigras.

Staðan í hálfleik: 4 - 1.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 3-1, 4-1, 4-2, 5-2, 5-3, 6-3.

Maður leiksins: Dagur Hrafn (notaði Fylkismennina án gríns eins og keilur).

Mörk:


11 mín - Seamus kláraði vel eftir magnaði stungu innfyrir.
15 mín - Ólafur Frímann slúttaði vel eftir fína fyrirgjöf frá Salomon (sem Seamus "kikksaði").
20 mín - Salomon með fínu skoti.
34 mín - Ólafur Frímann aftur á ferð, vann boltann sjálfur og kláraði.
42 mín - Salomon með ótrúlegt skot langt utan að kanti (hugsanlega fyrirgjöf!) stöngin-stöngin inn. 50 mín - Dagur Hrafn með öruggt víti.

Vallaraðstæður: Svona í kaldara laginu, völlurinn frosinn og ekki nógu spes í byrjun en varð svo bara ansi nettur þegar sólin fór að skína.
Dómarar: 1 dómari sem stóð sig bara nokkuð vel.
Áhorfendur: Þó nokkrir foreldrar létu sjá sig, auk yfirþjálfarans :-)

Liðið:

Sindri Þ í markinu - Bjartur og Eyjólfur bakverðir - Högni (c) og Mikki miðverðir - Ólafur Frímann og Siggi T á köntunum - Dagur og Viðar á miðjunni - Salomon og Seamus frammi. Varamenn: Guðmundur Ingi - Guðmundir S - Þorgeir og Arnþór F.



Frammistaða:

Sindri Þ: Bjargaði okkur alveg með að koma og vera í markinu - bjargaði okkur líka trekk í trekk í leiknum með massa markvörslu.
Bjartur: Góður leikur - varðist vel og leysti sína stöðu fullkomnlega.
Eyjólfur: Fínn leikur - þarf kannski aðeins að passa línuna en það er allt að koma.
Högni: Afar traustur í þessari stöðu og las leikinn eins og bók.
Mikki: Klassa leikur - farinn að verða öruggari með boltann í hverjum leik á fætur öðrum.
Ólafur Frímann: Mjög öflugur í leiknum og setti tvö fín mörk.
Siggi T: Fínasti leikur - var mikið í boltanum og barðist vel.
Dagur: Lék sér að koma sér og öðrum í góð færi - óheppinn að setja ekki fleiri mörk.
Viðar: Brilliant leikur - vann vel með Degi á miðjunni og hefði mátt klára fleiri færi með skoti.
Salomon: Góð vinnsla - setti tvö góð mörk og annað þeirra var náttúrulega bara snilld.
Seamus: Á milljón allann leikinn og náðu varnarmenn fylkis ekki að slaka á í eina sekúndu.

Þorgeir: Fín innkoma - mikið í boltanum - vantaði smá meiri grimmd á köflum.
Arnþór F: Sterkur frammi - vantaði að loka aðeins betur á varnarmennina þeirra á sprettinum - óheppinn að setjann ekki.
Gummi Ingi: Seigur í bakverðinum - þarf líka að prófa miðvörðinn.
Gummi S: Góður leikur - þarf bara að passa að bjóða sig aðeins betur - ekki vera bak við andstæðinginn.


Almennt um leikinn:

+ Snilldar spilamennska á köflum - boltinn var látinn ganga á næsta mann sem var duglegur að sjá næsta kost í stöðunni.
+ Héldum línunni nokkuð vel og skipulagið fínt í vörninni.
+ Menn voru vel á tánum og slökuðu ekki á í eina mínutu.
+ Bjuggum til ósköpin öll af góðum færum.
+ Menn óhræddir að taka menn á og fara á þá.

- Fylkismenn sluppu aðeins of oft í gegn um okkur og í hættulega færi.
- Klúðruðum aðeins of mörgum færum inn í þeirra vítateig.
-
Vantar meira tal milli manna.
- Sindri vel á tánum í markinu og kom vel út á móti.
- Vantaði smá öruggi í stuttum útspörkum - megum ekki koma okkur í vandræði þannig.

Í einni setningu: Fyrsti leikur hjá mörgum á stórum velli - Klassa sigur í afar skemmtilegum markaleik.

- - - - -

Sunnudagur!

Heyja.

Á morgun, sunnudag, er einn leikur við Fylki upp á Fylkisvelli.
Mætingin er hér fyrir neðan.
Aðrir taka því rólega - en kíkja á bloggið um kvöldið því það eru
3 leikir á mánudag, og æfing hjá þeim sem ekki keppa.

Aight.

- Mæting kl.10.00 upp í Fylkisheimili - spilað við Fylki á gervigrasinu þeirra kl.10.30 - 11.45 - Muna að koma með allt dót og mæta á réttum tíma:

Orri - Mikael Páll - Högni Hjálmtýr - Dagur Hrafn - Sigurður T - Arnþór F - Þorgeir - Viðar Ari - Ólafur Frímann - Seamus - Guðbjartur - Guðmundur Ingi - Guðmundur S - Salomon - Eyjólfur.

- Frí hjá öllum öðrum!

Heyrumst.
Ingvi, Egill og Kiddi.

- - - - -

Friday, October 27, 2006

Lördag!

Sæler.

Bara þannig að allir séu með það á hreinu:

Laugardagurinn 28.okt - Æfing kl.13.00 - 14.30 hjá öllum á öllu gervgrasinu.

Smessið á kallinn ef þið komist ekki!
Sjáumst sprækir.
Ingvi og co.

- - - - -

Ja há.

Jó.

Við erum að tala um að sparkvöllurinn í Laugarnesskóla sem klár.
Hvað ætlðiði að gera í því!

Reynar eru ljósin ekki alveg klár - en verða það örugglega í næstu viku.
Tær snilld.

Audda var undirritaður flottastur á grasinu í gær. Daði fótbraut mig næstum
en Egill fékk verstu tæklinguna (sjá hér fyrir neðan). Silli var í bestu skónum og
Gummi var með flestu sjálfsmörkin. En good stöff.

Ok sör.
Ingvi og co.

- - - - -



Leikur v Val - fös!

Yes sir.

Fyrsti leikur yngra ársins á stórum velli fór ekki sérstaklega vel.
Í fyrsta lagi vorum við í vandræðum með að manna liðið sem er ótrúlegt
þar sem að við bjuggumst við um 18 leikmönnum í leikinn. Mjög margir létu
ekki vita að þeir kæmu ekki sem er algjör skandall. Við náðum ekki að hita nógu
vel upp ofl. En allt um leikinn hér:

- - - - -

4.flokkur - Æfingaleikur
Yngra árið
Þróttur 1 - Valur 11.

Dags: Föstudagurinn 27.október 2006.
Tími: kl.16.00 - 17.20.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 1 - 5.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1, 1-2, 1-3, 1-4, 1-5, 1-6, 1-7, 1-8, 1-9, 1-10, 1-11.

Maður leiksins: Eyjólfur (var á fullu allann tímann, stjórnaði eins og hann gat og fann sig ágætlega í miðverðinum).

Mörk:

8 mín - Arnþór F beint úr aukaspyrnu. Glæsilegt mark.

Vallaraðstæður: Svona nokkuð kalt en samt flott fótboltaveður.
Dómarar: Kiddi var góður í byrjun en Ingvi svaðalegur í lokin!
Áhorfendur: Frekar fáir foreldrar en nokkir úr flokknum létu sjá sig sem er snilld.

Liðið:

Biggi í markinu - Gísli og Halli bakverðir - Eyjólfur (c) og Geiri miðverðir - Egill og Einar á köntunum - Eiður og Arnþór F á miðjunni - Anton og Ágúst J frammi.



Létu vita að þeir kæmust ekki: Lárus - Guðmundur Ingi - Ágúst Bjarki - Hrafn.
Létu ekki vita / ekki mætt lengi: Aron Vikar - Kristófer - Kolbjörn - Styrmir - Arnór - Goði - Steinar.

Frammistaða:

Biggi: Bjargaði okkur oft mjög vel. Kom vel út á móti. Þarf bara að vinna í útspörkunum og staðsetningunni.
Gísli: Vantaði að vera meiri á hreyfingu og bjóða sig þegar við vorum með boltann. En djöflaðist samt vel.
Halli: Barðist vel allann leikinn - vantaði bara smá samvinnu milli hans og miðvarðarins og hans og Egils.
Eyjólfur: Stjórnaði vel í vörninni og stoppaði fullt af sóknum. Hefði mátt gera meir að koma með langa bolta á senterna.
Geiri: Nokkuð góður leikur í miðverðinum - vantaði aðeins meiri festu með arnþóri á miðjunni í seinni hálfleik.
Egill: Átti nokkra fína spretti á kantinum - vantaði aðeins betri vinnslu tilbaka í aðstoð í vörninni.
Einar: Ágætis leikur - hefði mátt bjóða sig betur á köflum en barðist vel.
Eiður: Barðist vel en missti boltann of oft á miðjunni - kom sér svo betur inn í leikinn í miðverðinum.
Arnþór: Vantaði meiri vinnslu á miðjunni - rak boltann aðeins of oft í vandræði - en reyndi samt og skorða snilldar mark.
Anton: Var hættulegur frammi og afar óheppinn að skora ekki alla veganna eitt mark - hefði mátt koma nær í tveimur færum - þarf að stíga betur fyrir varnarmanninn á sprettinum.
Ágúst: Var soldið út úr sinni stöðu á köflum - kom of mikið tilbaka - en var samt á fullu allann leikinn.


Almennt um leikinn:

+ Komumst yfir og áttum 2-3 afar góð færi í byrjun leiks.
+ Vörðumst vel á köflum og sýndum góða baráttu.
+ Áttum nokkrar frábærar sendingar innfyrir á Anton og Ágúst en vorum óheppnir að fara ekki alla leið.
+ Biggi vel á tánum og kom oft afar vel út á móti og stoppaði margar sóknir.
+ Kláruðum allir allann leikinn án þess að biðja um skiptingu þótt ill gengi. Það fannst okkur afar flott hjá ykkur.

- Vantaði um 10 leikmenn og vorum í vandræðum með að manna liðið í byrjun.
- Frekar slök upphitum sem hafði örugglega eitthvað að segja.
- Misstum boltann alltof oft á miðsvæðinu þegar við vorum að byrja okkar sókn.
- Vantaði að stoppa þeirra menn af á miðsvæðinu - þeir komust eiginlega alltaf í gegn og náðu að senda stungubolta innfyrir.
- Vissum of oft ekki hvað við áttum að gera við boltann sem gerði það að verkum að Valsmenn unnu hann og komu hratt á okkur.
- Vantaði betra tal á milli leikmanna - að menn létu vita hvar þeir vildu fá boltann og hverja vantaði að dekka.
- Of mörg ódýr mörk.

Í einni setningu: Alltof stórt tap í fyrsta leik en samt margt gott í gangi - undirbúum okkur bara betur næst og áfram með smjörið.

- - - - -

Thursday, October 26, 2006

Föstudagurinn 27.okt!

Sæler.

Á morgun, föstudag, keppir 1 yngra árs lið við Val. Aðrir á yngra ári "chilla" (og keppa svo á sunnudaginn). En eldra árið tekur skokk+bolta+pott! Vonandi er allt skýrt:

Föstudagurinn 27.okt:

o Leikur við Val – Mæting kl.15.30 niður í Þrótt – spilað við Val kl.16.00 – 17.30: Birgir Örn - Anton – Aron Vikar – Ágúst Bjarki – Ágúst J – Eyjólfur – Egill F – Eiður Tjörvi – Jonni – Einar – Gísli Ragnar! – Guðmar! – Guðmundur Ingi – Styrmir! – Haraldur Örn – Hrafn Helgi! – Lárus Hörður – Kristófer.

o Frí hjá öðrum á yngra ári.

o Eldra árið mætir kl.17.30 niður í Þrótt í skokkgallanum - við tökum smá hring - förum svo í smá bolta á nettum malbiksvelli og endum loks í heita pottinum (okey egill - fáum okkur jafnvel pullu). Allir að mæta í fótboltadóti, með sunddót og 250kr. Allt búið um kl.19.15.

- - - - -

Á laugardaginn er svo æfing hjá öllum flokknum kl.13.00 - 14.30 á öllu gervigrasinu.

- - - - -

- Og á sunnudaginn kl.10.30 (mæting kl.10.00) keppa svo aðrir á yngra ári v Fylki upp á Fylkisgervigrasi (Sindri – Högni Hjálmtýr – Dagur Hrafn - Sigurður T – Magnús Helgi – Arnþór – Viðar Ari - Ólafur Frímann – Seamus – Þorgeir – Guðbjartur – Salomon - Guðmundur S).

- Frí hjá öllum öðrum á sunnudaginn.

Heyrið svo í okkur ef það er eitthvað.
Og segið öllum að kíkja á bloggið.
Ok sör. Ing vi - E gill og Kid ddi.

- - - - -

p.s.

Munið að koma með allt dót í tösku í leikina og mæta á réttum tíma!

Ekki mætt lengi á yngra ári/ meiddir / ný byrjaðir: Goði-Arnór Daði-Danival–Hjörtur Jóhann–Hjörtur Ari–Leó Garðar–Sigurður Gunnar-Kolbjörn-Steinar G-Hilmar. Endilega heyrið í okkur ef það er eitthvað.

Wednesday, October 25, 2006

Jebba!

Sælir.

Eruði að grínast með:
- hvað var kalt úti í dag!
- að við týndum einum bolta :-(
- hvað við vorum lengi að ganga frá öllu dótinu eftir eldra árs æfinguna!
- hvað ég var góður í þessar átta mínútur sem ég keppti!
- hvað kiddi var mikið í símanum í dag!
- hvað egill hefur þurft að fara fyrr af mörgum æfingum!
- hvað hlaupaæfingarnar mínar voru ferskar!
- að ég hafi gleymt að sýna ykkur nýja trixið!
- hvað anton sverri tók margar dýfur á æfingu!
- að mikki hafi ekki böggað mig á 3/4 buxunum!
- að ég hafi gleymt að láta handboltapúpurnar hlaupa extra!

Alla veganna, fínar æfingar.
En eins og ég sagði byrjum við í fimleikum í næstu viku þannig að þessar miðvikudagsæfingar
verða lengri fyrir vikið.

Meira um fimleikana fljótlega.
Allt um Leiknisleikina fer að detta inn.
Sem um leiki yngra ársins um helgina næstu.

Heyrumst,
Ingvi og hans dyggu rauðhærðu aðstoðarpiltar!

Mið!

Hey hó.

Venjulegur miðvikudagur í dag - þið reynið kannski að mæta korteri
fyrr eins og síðast. Ok sör.

- - - - -

- kl.15.45 - 17.00: Yngra árið - Gervigrasið.

- kl.16.45 - 18.00: Eldra árið - Gervigrasið.

- - - - -

Sjáumst ferskir.
Ingvi og co.

Sunday, October 22, 2006

Leikir v Leikni - mán!

Jebba.

Tveir leikir upp í Breiðholti í kuldanum í dag. Tveir stórsigrar
og langt síðan við höfum verið í svona miklu stuði! Allt uma það hér:

- - - - -

4.flokkur - Haustmót.
A lið.
Þróttur 10 - Leiknir 1.

Dags: Mánudagurinn 23.október 2006.
Tími: kl.17.15 - 18.25.
Völlur: Leiknisgervigras.

Staðan í hálfleik: 0 - 4.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 4-0, 5-0, 5-1, 6-1, 7-1, 8-1, 9-1.

Maður leiksins: Árni Freyr (ekki allir sem skora fimm í leik takk fyrir (minnir samt að ég hafi gert það ´92 á yngra ári í fjórða út í skotlandi á móti clyde)).

Mörk:

20 mín - Árni Freyr prjónaði sig í gegn eftir góða sendingu frá Antoni S.
26 mín - Árni Freyr slúttaði aftur vel eftir sendingu frá Arnþóri.
29 mín - Árni Freyr var aftur á ferð og núna eftir sendingu frá Gumma.
34 mín - Kommi kom ferskur inn og sett fjórða markið eftir geggjað spil við Vidda.
41 mín - Tryggvi með flott mark eftir ótrúlega netta sókn, Anton S með sendinguna.
49 mín - Tryggvi með sitt annað mark eftir að Leiknismenn misstu boltann klaufalega.
51 mín - Árni Freyr með flotta marka án þess að lánlausir Leiknismenn gátu eitthvað gert.
53 mín - Tryggvi kláraði vel eftir að aukaspyrna utan að velli frá Gumma barst til hans.
55 mín - Árni Freyr með góða afgreiðslu eftir að boltinn barst til hans eftir klafs.
65 mín - Arnþór Ari lokaði markareikningnum eftir góða sendingu frá Antoni S.

Vallaraðstæður: Ertaðgrínast hvað var kalt - en völlurinn afar góður (hefði ekkert á móti svona grastýpu niður í laugardal) og 66 gráðu úlpann og adidas húfann að gera fáránlega gott mót.

Dómarar: Einn ungur gaur sem var sóló - ekkert smá traustur.
Áhorfendur: Var hissa að sjá hve vel var mætt í kuldann lengst upp í sveit.

Liðið:

Krissi í markinu - Úlli og Nonni bakverðir - Addi og Valli miðverðir - Diddi og Arnþór Ari á miðjunni - Gummi og Tolli á köntum - Árni Freyr og Anton Sverrir frammi. Varamenn: Stefán Tómas - Tryggvi - Kommi - Viðar Ari og Kristófer.



Frammistaða:

Krissi: Lítið að gera í dag - en gerði allt rétt þegar boltinn barst til hans.
Úlli: Vörnin var afar solid í dag - át alla bolta - þarf samt að passa að rjúka ekki mennina.
Nonni: Vörnin var afar solid í dag - soldið að horfa á stelpuna frammi! en allt til fyrirmyndar.
Addi: Vörnin var afar solid í dag - stjórnaði vörninni aftur eins og miðvörður á að gera.
Valli: Vörnin var afar solid í dag - leysti þessa stöðu alveg jafn vel og bakvörðin.
Diddi: Miðjan einnig traust í dag - lét boltann rúlla frá hægri til vinstri og öfugt - klassa leikur.
Arnþór: Miðjan einnig traust í dag - mikið í boltanum og lokaði vel á þeirra menn.
Gummi: Fanns sig kannski ekki alveg nógu vel á kantinum í dag en gerði samt allt rétt.
Tolli: Hefði viljað sjá fleiri spretti upp kantinn og fleiri fyrirgjafir - en átti samt góðan leik.
Árni: Algjörlega "on fire" í dag - skólabókardæmi um hvernig á að klára færin sín.
Anton S: Er allt í öllu í sóknarleik okkar og að leggja upp mörk hægri vinstri.

Kommi: Fín innkoma og þvílíkt flott mark.
Stebbi: Afar mikið í boltanum og átti klassa leik vinstra megin.
Tryggvi: Öflugur í dag, kláraði færin sín afar vel og hefði getað bætt við mörkum.
Viddi: Naut sín vel á miðjunni. Bjó til fullt af færum og lét boltann rúlla afar vel.
Kristó: Fékk náttúrulega lítið að gera - en skilaði boltanum einnig vel frá sér þegar það átti við - spurning með staðsetningu í markinu!

Almennt um leikinn:

+ 10 mörk skoruð - ekki hægt að biðja um meira.
+ Létum boltann rúlla vel - tókum fáar snertingar og fundum lausa menn eins og skot.
+ Lokuðum á allt sem Leiknismenn gerðu - og "bökkuðum hvorn annan vel upp hvar sem er á vellinum.
+ Bjuggum til hvert færið á fætur öðru (liverpool style (eða hvað)).

- Markið sem við fengum á okkur - hefðum kannski getað gert betur þar!
- Getum lesið leikinn aðeins betur, þ.e. upp á bolta nr.2 (það sem að leikmaðurinn sem þú gefur á, á að gera við boltann).
- Vantar alltaf aðeins meira tal hjá sumum.

Í einni setningu: Stórsókn allann leikinn sem skilað tug af mörkum í kassann og öruggum þremur stigum (af hverju vinn ég ekki í íþróttadeild moggans?)

- - - - -

4.flokkur - Haustmót.
B lið.
Þróttur 9 - Leiknir 0.


Dags: Mánudagurinn 23.október 2006.
Tími: kl.18.25 - 19.35.
Völlur:
Leiknisgervigras.

Staðan í hálfleik: 2 -0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 4-0, 5-0, 6-0, 7-0, 8-0, 9-0.

Maður leiksins:
Salomon (vaknaði í seinni hálfleik og kláraði færin sín mjög vel).

Mörk:

18 mín - Reynir braut ísinn eftir að við höfðum legið í sókn frá fyrstu mínútu.
26 mín - Jóel með flott langskot.
40 mín - Salomon einnig með skot langt utan að velli.
45 mín - Salomon með lúmskt skot í vinstra hornið, eftir góða sendingu frá Silla.
50 mín - Salomon með sitt þriðja mark, öflugt skot sem markmaðurinn átti ekki breik í.
52 mín - Danni Örn kláraði örugglega eftir sendingu frá Salomoni.
54 mín - Reynir slúttaði vel eftir mistök hjá Leiknismönnum.
60 mín - Danni Örn með fínt skot.
66 mín - Salomon átti svo síðasta orðið.

Vallaraðstæður: Orðið ansi kalt um þetta leytið en völlurinn enn fínn og engin með neitt tuð.
Dómarar: Sami gaur og áðan held ég - stóð sig eins og kiddi jak.
Áhorfendur: Sá ekki marga en held að allir hafi laumupokast inn í bílunum!


Liðið:

Kristó í markinu - Davíð Þór og Daði Þór bakverðir - Mikki (c)og Silli miðverðir - Salomon og Viktor B á köntunum - Danni Örn og Reynir frammi. Varamenn: Orri og Sindri.



Frammistaða:

Kristó: Ekki feilspor þær mínútur sem hann spilaði.
Dabbi: Bjargaði okkur í hægri bakk í dag - getur greinilega spilað allar stöður.
Daði Þór: Las leikinn afar vel og skilaði boltanum alltaf vel frá sér.
Mikki: Fínn leikur - var óhræddur að gera meira með boltann en vanalega. Meira af þessu takk.
Silli: Góður leikur bæði í vörninni og á kantinum - spurning hvor staðan henti betur.
Salomon: Afar hættulegur og ógnandi - svaðaleg vinstri löpp og klassa mörk.
Dagur: Aftur afar góður leikur í alla staði.
Viktor: Klassa leikur hægra megin - hlusta núna ekki á neitt væl um að vera vinstra megin :-)
Danni Örn: Vann vel með Reyni frammi - kláraði sín færi og lagði líka upp - brilliant.
Reynir: Afar sprækur frammi, kláraði vel og bjó líka til fyrir aðra.

Orri: Klassa leikur - vel á tánum þrátt fyrir kuldann.
Sindri: Eins og kóngur í miðverðinum - þarf samt að passa að láta ekki teyma sig of langt út.

Almennt um leikinn:

+ Ólíkt Framleiknum þá kláruðum við færin okkar "eins og ljónið" - og strákar - þetta getum við gert í öllum leikjum sem framundan eru.
+ Létum meira vaða á markið en vanalega.
+ Átum allt í vörninni og skiluðum boltanum á miðjumennina okkar eins og atvinnumenn.
+ Fullt af leikmönnum að banka á A liðs dyrnar.

- Reyndum stundum að troða okkur í gegnum miðjunni í stað þess að fara upp kantana.
- Misnotuðum nokkur afar góð færi rétt við markteiginn!
- Eins og í hinu liðun þá mætti vera meira tal milli manna - stjórna betur hvor öðrum.

Í einni setningu: Leiknismenn áttu aldrei breik, vorum "aggressífir" allann leikinn og uppskárum eftir því.

- - - - -

Mánudagurinn 23.okt!

Jev.

Í dag, mánudag, eru tveir leikir við Leikni, og svo æfing hjá yngra árinu og þeim á eldra ári sem ekki keppa - á öllum vellinum klukkutíma fyrr en vanalega. Svo er leikur við Fylki og örugglega Val snemma í vikunni.

En planið er svona:

- Æfing hjá yngra árinu (+ Ágúst Heiðar, Stefán Karl, Elvar Aron, Emil Sölvi, Matthías, Kevin Davíð, Ingvar, Hákon) kl.15.15 - 16.30 á gervigrasinu okkar.

- Leikur v Leikni - Mæting kl.16.30 upp á Leiknisvöll í Breiðholti - Muna eftir öllu dóti: Kristján Orri - Úlfar Þór - Arnar Kári - Jón Kristinn - Valgeir Daði - Guðmundur Andri - Þorleifur - Arnþór Ari - Kristján Einar - Árni Freyr - Anton Sverrir. Mæting kl.17.15 upp á Leiknisvöll: Kristófer - Stefán Tómas - Kormákur - Tryggvi - Viðar Ari.

- Leikur v Leikni - Mæting kl.18.00 upp á Leiknisvöll í Breiðholti - Muna eftir öllu dóti: Orri - Daði Þór - Jóel - Mikael Páll - Sigvaldi - Sindri - Reynir - Daníel Örn - Daníel I - Anton Helgi - Davíð Þór - Viktor B - Dagur Hrafn - Salomon.

Heyrið í mér ef það er eitthvað.
Heyrumst,
Ingvi og co.

Sunnudagur + mánudagur!

Sælir strákar.

- Planið fyrir eldra árið í dag, sunnudag, er þannig:

Dýnubolti niður í Langó:

kl.14.00 - 15.15 hjá þeim sem kepptu í gær (Orri–Stefán Karl–Daði Þór–Tolli-Anton Helgi–Reynir–Jóel–Sigvaldi–Viktor B–Daníel Ö–Daníel I–Davíð Þ–Ingvar–Elvar A–Hákon–Kevin D).

kl.15.30 - 17.00 hjá þeim sem kepptu á föstudag (Krissi-Kristó-Arnar Kári–Arnþór Ari–Árni Freyr–Anton Sverrir-Nonni-Úlli-Gummi-Kommi–Tryggvi–Diddi-Stebbi–Valli).

Geymum útiskokkið aðeins (ekki segja yngra árinu) - nema Liverpool tapi, þá tökum við langt hlaup!

- Það er svo alveg frí hjá yngra árinu í dag, sunnudag!

- - - - -

Á morgun, mánudag, æfir yngra árið klukkutíma fyrr: kl.15.15-16.30 á öllu gervigrasinu - en eldra árið keppir tvo leiki við Leikni upp í Breiðholti (mætingar auglýstar seinna).

Það varð því miður að fresta yngra árs leiknum á móti Fylki sem átti að vera á morgun, mánudag, örugglega fram á þriðjudag/miðvikudag. Það skýrist vonandi líka á morgun.

En alrighty.
Sjáumst í dag og á morgun.
Ingvi og co.

p.s. allt um leikina verður komið í kvöld!

Friday, October 20, 2006

Leikur v Fram - laug!

Hey.

Seinni leikurinn við Fram var á laugardaginn. Eiginlega frekar
ótrúleg úrslit miðað við leikinn sjálfann. Fengum sem betur fer
1 stig en hefðu mátt vera tvö í viðbót! Allt um það hér:

- - - - -

4.flokkur - Haustmót.
B lið.
Þróttur 3 - Fram 3.

Dags: Laugardagurinn 21.okt 2006.
Tími: Kl.13.00 - 14.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 0 - 2.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3, 1-3, 2-3, 3-3.


Maður leiksins: Tolli (snilldar vinnsla allann leikinn og reddaði okkur sigri úr því sem komið var).

Mörk:

55 mín - Salomon beint úr aukaspyrnu úti hjá endalínu.
60 mín - Salomon eftir klassa einleik og sendingu frá Antoni Helga.
69 mín - Tolli með geggjuðu langskoti rétt fyrir utan teig.

Vallaraðstæður:
Svipað og í gær, milt veður, mikil sól og völlurinn þurr - en slapp samt.
Dómarar:
Kiddi og Sindri Már - virkuðu bara ansi nettir.
Áhorfendur:
Um helmingur foreldra auk nokkurra leikmanna úr flokknum.

Liðið:

Orri í markinu - Danni I og Daði Þór bakverðir - Sindri og Silli miðverðir - Dagur Hrafn og Jóel á köntunum - Tolli og Mikki (c) á miðjunni - Salamon og Danni Örn frammi. Varamenn: Elvar Aron - Kevin Davíð - Anton Helgi - Davíð Þór og Viktor B.




Frammistaða:

Orri: Fyrir utan tveggja mínútna kafla í fyrri hálfleik þá átti hann snilldar leik - varði afar vel.
Danni I: Fínn leikur - fín barátta. Hefði mátt koma boltanum betur í leik nokkrum sinnum.
Daði: Ágætis leikur í bakverðinum - hleypti engum fram hjá sér og skilaði boltanum vel frá sér.
Sindri: Góður leikur - stjórnaði vörninni bara vel en þarf að láta heyra aðeins meira í sér.
Silli: Vel á tánum - kannski í nýrri stöðu - en skilaði sínu vel.
Dagur: Mjög góður leikur - fínar sendingar og góðar staðsetningar. Hefði mátt skjóta meira á markið.
Jóel: Klassa leikur - Vann vel og endaði leikinn eins og kóngur á miðjunni.
Tolli: Á milljón allann leikinn, afar hættulegur og jöfnunarmarkið náttúrulega snilld.
Mikki: Nokkuð sprækur á miðjunni - þarf að garga aðeins meira - en yfir höfuð fín vinnsla.
Danni Ö: Vantaði að koma sér í góð færi - en vann samt vel og barðist allann leikinn.
Salomon: Mikið í boltanum - hefði mátt láta hann fljóta aðeins betur en setti svo tvö klassa mörk.

Elvar: Fínasta innkoma í bakvörðinn - vann marga bolta og skilaði boltanum prýðilega frá sér.
Kevin: Fínn á kantinum - Hleypti engum fram hjá sér - vantaði bara að skila boltanum aðeins betur frá sér.
Dabbi: Var mikið í boltanum og kom vel á móti. Vantaði aðeins meiri vinnslu í varnarleikinn.
Anton H: Góð innkoma - duglegur á kantinum og lagði upp annað markið á Salomon. Vantar samt enn meiri tal og stjórnun.
Viktor: Vann boltann oft mjög vel en verður að passa að vera í línu þegar hann er í bakverðinum.


Almennt um leikinn:

+
Áttum allann leikinn frá A til Ö.
+
Sköpuðum okkur fullt af færum.
+
Áttum mörg skot að marki.
+
Orri vel á tánum í markinu og varði allt sem á markið kom.
+
Komum tilbaka og skoruðum 3 flott mörk eftir að hafa verið undir með þremur mörkum - það er afar sterkt.
+
Menn komu vel sprækir inn á af bekknum.

-
Afar lítið tal.
-
Vorum of mikið fyrir aftan Framarana og buðum okkur ekki nóg.
-
Hornin ekki nógu góð og lítil hreyfing inn í teig.
-
Mörkin sem við fengum á okkur! Fyrsta var gefins og hin tvö voru eins: vorum úr stöðunum og misstum manninn inn fyrir okkur.
-
Vantaði að vinna betur saman (tveggja manna tal).
-
Sneggri að "spotta" lausa samherja og fá boltann aftur (fleiri þríhyrningar).
-
Vorum of flatir nokkrum sinnum og misstum sóknarmann þeirra inn fyrir okkur.

Í einni setningu:
Skemmtilegur leikur og "stemmari" að ná stigi þar sem að jöfnunarmarkið kom á síðustu mínútunni og að við vorum 0-3 undir, EN áttum klárlega að fá 3 stig út úr leiknum!

- - - - -

Leikur v Fram - fös!

Yess.

Þá er haustmótið byrjað. Klassa sigur í fyrsta leik.
Allt um hann hér:

- - - - -

4.flokkur karla - Haustmót KRR.
A lið.

Þróttur 5 - Fram 3

Dags: Föstudagurinn 20.okt 2006.
Tími: Kl.16.00 - 17.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 3 - 1.
Gangur leiksins:
1-0, 2-0, 2-1, 3-1, 4-1, 5-1, 5-2, 5-3.

Maður leiksins: Kristján Einar (setti tvö, lagði upp eitt og átti klassa dag á miðjunni).

Mörk:

19 mín - Arnþór Ari - fínt skot eftir stungu innfyrir frá Antoni Sverri.
29 mín - Kristján Einar - eftir klassa sendingu frá Árni Frey.
34 mín - Árni Freyr úr víti eftir brot á honum sjálfum.
38 mín - Kristján Einar- eftir snilldar þríhyrning við Árna.
48 mín - Árni Freyr slúttaði vel eftir góða fyrirgjöf frá Didda.


Vallaraðstæður:
Nokkuð hlýtt í veðri, frekar mikil sól sem var hátt á lofti en völlurinn sjálfur var bara netttur.
Dómarar:
Kiddi og Rúnar G - þokkalega nettir. Ekki eitt röfl á þá.
Áhorfendur:
Bara þó nokkrir foreldrar mættir á svæðið auk nokkurra leikmanna úr flokknum.

Liðið:

Krissi í markinu - Gummi og Valli bakverðir - Arnar Kári og Nonni miðverðir - Stebbi og Kommi á köntunum - Arnþór og Diddi (c) á miðjunni - Anton Sverrir og Árni Freyr frammi. Varamenn: Kristófer - Tryggvi - Úlli og Viðar Ari.



Frammistaða:

Krissi: Fínn leikur - munaði 2 cm í markinu - rúllar upp næsta þannig skoti!
Gummi: Afar öflugur í bakverðinum - hleypti ekki manni fram hjá sér.
Valli: Sama hér - afar góður leikur vinstra meginn (hefði mátt hreinsa boltanum út af í lokin en í staðinn náðu þeir boltanum og komust næstum í gegn).
Arnar Kári: Las leikinn afar vel í fyrri - vantaði stundum að halda línunni skipulagðari en overall klassa leikur.
Nonni: Góður leikur - sívinnandi og allaf á milljón (þarf samt að passa að bjóða sig ekki of framarlega þegar hann er í miðverðinum).
Stebbi: Var soldið lengi að koma sér inn í leikinn - átti samt nokkrar fínar fyrirgjafir og vann vel varnarlega.
Kommi: Klappaði boltanum stundum aðeins of mikið og komst ekki alveg nógu mikið upp sjálfan kantinn - en var samt sprækur.
Arnþór: Mjög góður leikur, snilldar mark og lét boltann fljóta vel. (minnti soldið á scholes í dag!)
Diddi: Klassa leikur - stjórnaði miðjunni afar vel með Arnþóri og tók einnig af skarið á þeirra þriðjung.
Anton S: Hafði boltann stundum aðeins of lengi hjá sérm skýldi honum samt vel og skapaði fullt af færum.
Árni F: Mjög kraftmikill frammi, setti tvö og átti fínasta leik.

Kristó: Ágætis innkoma - kom vel út í boltana og skilaði honum prýðilega frá sér. Hefði kannski getað gert betur í öðru markinu!
Tryggvi: Ágætis leikur - var mikið í boltanum en vantaði stundum meiri vinnslu í varnarleikinn.
Úlli: Sterkur og duglegur en spurning hvort gömlu lærmeiðslin séu að hefta hann ekvað!
Viðar: Allt til fyrirmyndar á kantinum. Snöggur að koma sér inn í leikinn og var óhræddur að ógna fram á við.


Almennt um leikinn:

+
Létum boltann rúlla snilldar vel á köflum - vel út á kantana og inn á miðjunni.
+
Bjuggum okkur til fullt af færum.
+
Lásum þeirra sóknartilburði vel í vörninni.
+
Komust yfir, sem er alltaf sterkt.
+
Fín vinnsla í mönnum - engin að svindla.
+
Áttum um 8 skot á markið og um 5 fyrirgjafir.
+
Vorum með boltann um 70% af leiknum.
+
Sóttum vel á þá og skoruðum fimm flott mörk.

-
Nokkrar slakar sendingar beint á Framara!
-
Tókum stundum of margar sendingar sem gerði það að verkum að Árni varð rangstæður og við gátum ekki sent boltann inn fyrir.
-
Vantaði að loka betur á skotinn þeirra (tvö þeirra voru skot utan að velli).
-
Þurfum að sækja á öllum fjórum frammi þegar við ætlum að sækja hratt.
-
Vantaði stundum að skipta boltanum yfir á hinn kantinn.
-
Það var of mikið bil milli miðju og varnar á köflum.
-
Klöppuðum boltanum aðeins of mikið í seinni hálfleik.
- Gáfum eftir, menn fóru út úr stöðunum sínum og við fengum á okkur tvö óþarfa mörk í lokin.

Í einni setningu:
Klassa byrjun á mótinu, eitthvað sem við byggjum á.

- - - - -

Thursday, October 19, 2006

Föstudagurinn og helgin!

Heyja.

Það verða smá breytingar á planinu okkar á morgun, föstudag og laugardag út af fyrstu leikjunum í Haustmótinu!

Ég set það hérna fyrir neðan og vona að allir skilji það - Eldra árið keppir nánast bara
þessa tvo fyrstu leiki - en yngra árið keppir svo eftir helgi. Ef það er eitthvað þá bjallið þig
bara á kjappann! Ok sör.

- - - - -

Föstudagurinn 20.okt:

- Leikur við Fram – Mæting kl.15.10 niður í Þrótt – spilað frá kl.16.00 – 17.15 á gervigrasinu okkar (ath - passa að koma með allt dót): Kristján Orri – Kristófer - Arnar Kári – Arnþór Ari – Árni Freyr – Anton Sverrir – Jón Kristinn – Úlfar Þór – Guðmundur Andri – Kormákur – Tryggvi – Kristján Einar – Stefán Tómas – Valgeir Daði – Tryggvi – Viðar Ari.

- Frí hjá öðrum á eldra ári.

- Hlaup og dýnubolti hjá yngra árinu - Mæting kl.17.45 í íþróttahús Langholtsskóla (hægt að klæða sig í þar). Við tökum smá hlaup og förum svo inn í dýnubolta. Muna eftir öllu dóti (allir verða að vera í innanhússkóm) - allt ætti að vera búið um kl.19.15.

Laugardagurinn 21.okt:

- Leikur v Fram – Mæting kl.12.10 niður í Þrótt – spilað frá kl.13.00 – 14.15 á gervigrasinu okkar (ath-passa að koma með allt dót): Orri – Stefán Karl – Mikael Páll – Daði Þór – Þorleifur - Anton Helgi – Reynir – Jóel – Sigvaldi – Viktor M – Sindri – Daníel Ö – Daníel I – Davíð Þ – Ingvar – Elvar A – Hákon – Kevin D - Dagur Hrafn - Salomon.

- Frí hjá öðrum á eldra ári.

- Æfing kl.14.30-15.45 hjá yngra árinu á gervigrasinu.

Sunnudagurinn 22.okt:

- Létt skokk og dýnubolti niður í Langó hjá eldra árinu. kl.14.00 (þeir sem kepptu í gær) og kl.15.30 (þeir sem kepptu á föstudaginn). Hægt að klæða sig í þar - tökum létt útiskokk í byrjun og förum svo inn í dýnubolta.

- Frí hjá yngra árinu.

Mánudagurinn 23.okt:

- 2 leikir við Leikni upp í Breiðholti og 1 leikur v Fylki upp í Árbæ – engar æfingar – verður tilkynnt betur um helgina.

- - - - -

Reynið að vera duglegir að láta þetta allt berast.
Sjáumst sprækir,
Ingvi (869-8228) og co.

Tuesday, October 17, 2006

Mið!

Sælir.

Það sem stóð mest upp úr frá kuldaæfingunni í gær var náttúrulega
nýja trixið mitt, að egill hafi ekki varið skot á markið og netta blöff
skotæfingin hjá eldra árinu! Jú, við söknuðum kidda líka.

En á morgun, miðvikudag, ætla ég að dobbla menn að mæta 15 mín á undan sinni æfingu
svo við getum klárað hlaup og upphitun og notað svo völlinn í 60 mín á mann.
Sem sé:

- Yngra árið mætir 15.45 - 17.00 á gervi.
og
- Eldra árið mætir 16.45 - 18.00 á gervi.

Fermingardrengir í Laugalæk taka útihlaup í fermingarferðinni! Lágmark 20 mín!
Mæli svo með að menn kíki á meistaradeildina í kvöld.
Leikirnir okkar verða vonandi klárir á morgun.

Sjáumst svo sprækir á morgun.
Ingvi (ný trix hægri vinstri), Egill (styttist í bílprófið mar) og Kiddi (ekki frí aftur í mánuð).

Saturday, October 14, 2006

Jamm jamm!

Sælir.

Klassa æfingar í gær og í dag (fengum fyrstu tölur í að halda á lofti og tímatöku
í 2.5 km - náðum í eitt stórt mark yfir á gervigrasið).

EN það mætti nánast engin að hreinsa Þrótt áðan kl.12.00. Mér fannst þetta alveg síðasta sort.
Ég veit að það var skólamót í 7.bekknum og að sumir voru í öðru enda margt annað í gangi hjá ykkur - en hefði samt viljað sjá lágmark 15 stráka af 65 á svæðinu.

Einnig má ekki gerast að menn láti smá vind og nokkurra kílómetra hlaup aftra
sér frá að mæta á æfingu. Veit að menn standa betur næst!

Alla veganna, hafið það massa gott í dag, laugardag, og á morgun. Kíkið í Ikea eða
ekvað! Fáið ykkur ís! en ekki jackass 2 - hún er bönnuð!

Sjáumst svo á mánudaginn:

- Eldra árið kl.15.00 á gervi.
og
- Yngra árið kl.16.15 á gervi.

Líf og fjör.
Ingvi og co.

p.s. rosalegt þegar gæsinn tæklaði danna örn - hefðuð átt að vera á svæðinu :-)

Friday, October 13, 2006

Helgin!

Sælir.

Á morgun, laugardaginn 14.okt, er hreinsunarátak niður í Þrótti fyrir þá sem eru lausir! Það er komið að því að hressa aðeins upp á félagshúsið og vellina. Við í 4.flokki sýnum lit - og tökum svo æfingar (í sitt hvoru lagi) eftir þetta.

Planið er sem sé svona:

- kl.12.00 - Mæting niður í Þrótt (þeir sem geta) - hreinsunarátaks sjálfboðaliða í félagshúsi Þróttar. Lára Dís umsjónarmaður félagshúss mun sjá um að stýra mannskapnum af sinni einstöku röggsemi.

- Kl.13.00 – Mæting hjá öllum: Útihlaup hjá eldra árinu (5 km) – létt tímataka! + Spilæfing hjá yngra árinu!

- Kl.13.45 – Útihlaup hjá yngra árinu (4 km) – létt tímataka! + Spilæfing hjá eldra árinu!

Sjáumst sprækir á morgun,
Ingvi og co.

Föstudagurinn þrettándi!

Jess.

"Spúkí" dagur í dag, eða ekki! Alla veganna,
við æfum allir saman í dag, í fyrsta skiptið.

kl.16.00 - 17.30 - Allir - Gervigrasið.

Við reynum hugsanlega að taka nokkur test en annars tökum við
bara vel á því.

Það verður smá breyting á morgun, laugardag, en allir fá miða um það
á æfingu (og kemur á blogginu í kvöld).

Ok sör.
Sjáumst í kvöld.
Ingvi og co.

- - - - -

Wednesday, October 11, 2006

Miðvikudagurinn 11.okt!

Heyja.

Fyrir leik Íslands og Svíþjóðar í dag, miðvikudag, tökum við nettar æfingar:

Yngra árið - kl.16.00 - 17.00 - Yngra árið - Gervigrasið.

Eldra árið - kl.17.00 - 16.00 - Eldra árið - Gervigrasið.

- - - - -

Nýtum tímann vel þar sem þetta er bara klukkutíma æfingar. Mætum hugsanlega
aðeins fyrr og skokkum í korter.

Þeir á seinni æfingunni (t.d. ég) sem eru að fara á landsleikinn fá bara að fara aðeins fyrr!

Sjáumst sprækir í dag,
Ingvi (dýnuboltameistari), Egill (bíddu kanntu ekkert nýtt trix) og Kiddi (doubble í dag).

Monday, October 09, 2006

Monday!

Jó jó.

Það æfa allir í dag, mánudag:

- Fyrsta æfing hjá eldra árinu kl.15.00 - 16.15 á gervigrasinu.

og

- Æfing hjá yngra árinu kl.16.15 - 17.30 á gervigrasinu.

Sjáumst sprækir.
Ingvi (nýtt trix maður), Egill (12 tímar við spýtuna en vann ekki fartölvuna) og Kiddi (6 skellingar komnar).

p.s. Verið duglegir að láta alla vita!

Friday, October 06, 2006

Föstudagur!

Sælir.

Það er sem sé æfing hjá yngra árinu í dag, föstudag, kl.16.00 - 17.30 á gervigrasinu.
Við eigum að eiga allt grasið þannig að við förum aðeins í leikskipulag og endum
svo á því að spila góðan leik.

Við tökum svo gott helgarfrí, en hvetjum menn samt til að kíkja aðeins út og
hreyfa sig :-)

Eldra árið er enn í fríi en mætir svo stuði á mánudaginn næsta kl.15.00 á gervi.
Yngra árið æfir svo strax á eftir, kl.16.15, líka á gervi. Allir með það á hreinu.

Það er svo vika í haustmótið og svipað langt í fundinn sem við ætlum að hafa.
Allt að gerast .

Góða helgi,
Ingvi og co.

p.s. Lettland - Ísland á morgun á sýn - reyna að kíkja á hann!

Wednesday, October 04, 2006

Æfingataflan!

Heyja.

Hérna er æfingataflan eins og hún kemur með að líta út.
Vonandi engar breytingar.
Prentið út og upp á ísskáp, við hliðina á myndinni af mér í action í fyrra!

- - - - -

Æfingatafla 4.flokks karla
2006-2007
Október – Apríl:


Mánudagar:
Kl.15.00 - 16.15 – Gervigras – Eldra ár.
Kl.16.15 – 17.30 – Gervigras – Yngra ár.

Miðvikudagar:
Kl.16.00 – 17.00 – Gervigras – Yngra ár.
Kl.17.00 - 18.00 – Gervigras – Eldra ár.

Föstudagar
K.16.00 – 17.30 – Gervigras – Allir.

Laugardagar
K.13.00 - 15.00 – Gervigras – Allir.

Passið að vera mættir um 5 mín fyrir æfingar!

- - - - -

Ath:

- Við eigum eftir að festa tíma fyrir útihlaup, frjálsíþrótta – og fimleikaæfingar. (verða kannski á undan miðvikudags – eða föstudagsæfingunni – en helst á sömu dögum), Þetta verður vonandi klárt í næstu viku.
- Stundum munum við skipta hópnum upp á fös. og laug. og myndi annar hópurinn t.d. æfa í langholtsskóla, í Laugardalnum eða á öðrum stað.
- Ég á eftir að fá staðfestan æfingatíma fyrir markmannsæfingar – kemur fljótlega.
- Fylgist svo rosalega vel með blogginu upp á breytingar (en við reynum samt að hafa meiri festu á tímunum en hefur verið).

Æfingin í dag!

Yes.

Fyrsta æfing tímabilsins var í dag, miðvikudag, hjá yngra árinu.

32 leikmenn létu sjá sig sem er náttúrulega súper tala, sumir samt ekki
alveg í fótboltadressinu, en fengu "sjens" í dag, og mæta klárir í réttum galla á
föstudaginn.

Held að ég sé búinn að ná öllum nöfnunum - en "hné í læri" ef ég klikka á einhverju
nafni á föstudaginn!!

"Trixið" mitt í dag vakti náttúrulega mikla athygli, eins að Egill hafi komið of seint!
Kiddi er svo loksins búinn að læra að flauta almennilega.

En hér fyrir neðan er fyrsta blað tímabilsins, set svo æfingatöfluna sér. Við meilum þessu
á alla líka.

Þá segi ég bara; æfa nýja trixið fyrir föstudaginn, og sjáumst eldhressir þá.

Ingvi, Egill og Kiddi

- - - - -

4.október 2006 - 4.flokkur karla – Yngra ár
Leikmenn – foreldrar – forráðamenn

Velkomnir í 4.flokk og velkomnir til æfinga á ný!


Vonandi hafa allir slakað vel á í fríinu en eru jafnframt spenntir og tilbúnir að byrja á nýjan leik. Nú eru þeir leikmenn sem eru fæddir 1994 (og eru í 7.bekk) komnir á yngra ár í 4.flokki, og leikmenn sem eru fæddir 1993 (og eru í 8.bekk) komnir á eldra ár. Þetta verður áfram einn fjölmennasti flokkur Þróttar en um 65 strákar verða í flokknum.

Það verður sem fyrr nóg að gera í 4.flokki í vetur og fá allir verkefni við hæfi.
Við komum oftast til með að skipta hópnum í tvennt og þá eftir aldri. En einnig munum við æfa allir saman (og þá á öllum vellinum), sem og í minni æfingahópum (og þá yrði hópnum skipt eftir félögum, skólum eða stöðu á vellinum).

Eitthvað getur orðið um breytingar á tímum og þess háttar og þá er bara um að gera að fylgjast vel með á bloggsíðu flokksins;
www.4fl.blogspot.com , hafa endilega samband við þjálfara eða spyrja félagana. Ef við missum völlinn einhvern tímann, eða veðrið verður brjálað, þá finnum við eitthvað að gera í staðinn.

Aðalþjálfari í ár verður Ingvi Sveinsson, og honum til aðstoðar verður fjöldinn allur af klassa aðstoðarþjálfurum; Egill B, Kristinn Steinar og hugsanlega fleiri. Ráðgjafar verða svo Gunnar Oddsson og Þorsteinn Halldórsson, þjálfarar meistaraflokks karla.

Hafið endilega samband ef æfingar rekast á við tónlistarnám eða aðrar íþróttagreinar. Það er ekkert mál fyrir strák á yngra ári að mæta með eldra árinu á eina æfingu í viku og öfugt. Fljótlega höldum við svo fund og förum betur í öll atriði vetrarins.

Með von um klassa tímabil,
Ingvi (869-8228).
- - - - -

Monday, October 02, 2006

Nýja tímablið að byrja - plan!

Jó jó.

Þá eru "slúttin" búin, uppskeruhátíðin var í gær og leikmenn hér með komnir upp um eitt ár.
Sem sé nýtt tímabil að byrja!

Við munum byrja svona í 4.flokknum í ár:

Miðvikudaginn 4.október er fyrsta æfing hjá nýja yngra árinu (strákar fæddir ´94) kl.16.00 niður á Gervigrasi. (æfa svo líka einir á föstudaginn kl.16.00 á gervigrasinu).

Mánudaginn 9.október er fyrsta æfing hjá nýja eldra árinu (strákar fæddir ´93) kl.15.00 niður á Gervigrasi. (sem sé vikufrí í viðbót).

Æfingataflan er nánast alveg klár - við dreifum hennig og "meilum" á miðvikudaginn.
Fljótlega tökum við svo fund þar sem við ræðum tímabilið sem er að hefjast.
Verið rosalega duglegir að láta þetta berast.
Heyrið endilega í mér ef það er eitthvað.
kv,
Ingvi og co.

- - - - -

Eldra árs ferðin á morgun!

Jó.

"Dagsferðarhaustpartý" eldra ársins er í dag (the final slútt) (loksins), þriðjudaginn 3.október.

Planið er klárt hér fyrir neðan, og eftirfarandi strákar (20) klárir; Arnar Páll-Aron Ellert-Atli Freyr-Ástvaldur-Bjarki B-Bjarki Steinn-Bjarki Þór-Bjarmi-Daníel-Davíð Hafþór-Flóki-Gulli-Gunnar Björn-Jónas-Óskar-Símon-Starki-Tumi-Viktor og Ævar. - aðrir hafa þanngað til kl.12.00 að bóka sig! Ingvi-EgillB-EgillT og Kiddi láta sjá sig. Harðar samningaviðræður standa yfir með Eymund!

Pakkinn kostar 3.500kr og þarf að taka með sér eftirfarandi hluti:

- Hlý föt (ef veðrið verður leiðinlegt).
- Handklæði.
- Ljóta sundskýlu (setningin; "ég fann enga" þýðir hugsanleg dýfing!)
- Fótboltadót.

"Óvissukaffið":

kl.16.00 - Mæting niður í Þrótt. Lagt af stað á einkabílum.
kl.16.15 - Fyrsta skemmtun.
kl.18.00 - Önnur skemmtun.
kl.19.15 - Þriðja skemmtun.
kl.20.15 - Fjórða skemmtun.
kl.21.00 - Foreldrar dobblaðir í að sækja :-)

Stuð stuð.

Sjáumst eldhressir á morgun.
Ingvi - Eymi - Egill - Egill og Kiddi.

Öll verðlaun!

Sælir.

Vona að það hafi verið nett í gær á uppskeruhátíðinni.
Frétti samt að það hafi verið eitthvað klikk með myndirnar af okkur
upp á vegg - eins vantaði einhverjum viðurkenningarskjöl - og loks var
öll ræðan okkar ekki lesinn upp. Þetta átti allt að vera klárt (og átti audda
að vera svalast hjá okkur) en ég tek þetta á mig ef þetta var ekki 100% - þar
sem maður var ekki á staðnum.

Alla veganna, hér fyrir neðan eru allar tölur og öll verðlaun fyrir tímabilið sem er að líða.
Þið kíkið á þetta. Heyrumst - Ingvi og co.

- - - - -

Besti leikmaður 2005-2006

Daníel Benediktsson

Mestu framfarir 2005-2006

Flóki Jakobsson

Bestu mætingar 2005-2006

Eldra ár :

Guðlaugur – 178 skipti.
Jónas – 177 skipti.
Snæbjörn Valur – 164 skipti.
Símon – 163 skipti.
Bjarki Þór – 161 skipti.
Flóki – 160 skipti.
Bjarmi – 157 skipti.
Bjarki B – 153 skipti.
Bjarki Steinn – 153 skipti.
Anton – 147 skipti.
Daníel Ben – 147 skipti.

Yngra ár :

Árni Freyr – 177 skipti.
Kristján Einar – 172 skipti.
Arnþór Ari – 169 skipti.
Kristján Orri – 162 skipti.
Stefán Tómas – 153 skipti.
Jóel – 152 skipti.
Arnar Kári – 152 skipti.
Kristófer – 146 skipti.
Anton Sverrir – 141 skipti.
Jón Kristinn – 140 skipti.
Tryggvi – 139 skipti.


- - - - -

Flestir leikir spilaðir 2005-2006

Eldri:

Jónas – 49 leikir.
Bjarki Steinn – 48 leikir.
Guðlaugur – 48 leikir.
Símon – 48 leikir.
Bjarki B – 47 leikir.
Bjarmi – 47 leikir.
Jakob Fannar – 46 leikur.
Bjarki Þór – 46 leikir.
Aron Ellert – 46 leikir.
Daníel Ben – 45 leikir.
Anton – 41 leikur.

Yngri:

Kristófer – 49 leikir.
Arnþór Ari – 48 leikir.
Árni Freyr – 48 leikir.
Kristján Einar – 48 leikir.
Tryggvi – 48 leikir.
Kristján Orri – 47 leikir.
Mikael Páll – 42 leikir.
Jóel – 41 leikir.
Stefán Tómas – 41 leikir.
Arnar Kári – 40 leikir.
Þorleifur – 40 leikir.


- - - - -

Menn leiksins 2005-2006

Eldra ár :

Daníel Ben – bestur í 12 leikjum.
Jónas – bestur í 10 leikjum.
Anton – bestur í 6 leikjum.
Jakob Fannar – bestur í 5 leikum.
Bjarki B – bestur í 4 leikjum.
Flóki – bestur í 4 leikjum.
Guðlaugur – bestur í 4 leikjum.

Yngra ár :

Árni Freyr – bestur í 5 leikjum.
Arnþór Ari – bestur í 4 leikjum.
Stefán Tómas – bestur í 4 leikjum.
Arnar Kári – bestur í 4 leikjum.
Guðmundur Andri – bestur í 3 leikjum.


- - - - -

Mörk 2005-2006

1 mark:


Orri
Leifur
Jón Kristinn
Valgeir Daði
Kristján Einar
Viðar
Kristján Orri
Viktor M
Anton Helgi


2 mörk:

Jóel
Gylfi Björn
Einar Þór
Þorleifur
Jakob Fannar
Ástvaldur Axel
Aron Ellert
Ingimar
Daníel I
Mikael Páll
Tumi
Sindri


3.mörk:

Úlfar Þór
Atli Freyr
Arnar Már
Arnar Páll
Davíð Hafþór
Snæbjörn Valur
Jónas
Davíð Þór


4 mörk:

Símon

5 mörk:

Reynir

6 mörk:

Bjarki B
Pétur Dan
Ágúst Ben
Arnar Kári
Bjarmi


7 mörk:

Bjarki Þór
Daníel Örn


8 mörk:

Ævar Hrafn

10 mörk:

Arnar Bragi

12 mörk:

Stefán Tómas

14 mörk:

Arnþór Ari
Tryggvi


15 mörk:

Bjarki Steinn

16 mörk:

Guðlaugur (2 fernur).

22 mörk:

Anton Sverrir

29 mörk:

Árni Freyr

30 mörk:

Flóki

43 mörk:

Daníel Ben

Alls voru 313 mörk skoruð í ár - Alls vantar okkur markaskorara fyrir 6 mörk

- - - - -

Tímabilið 2005-2006 í hnotskurn!

Á þessu tímabili (20.október ´05 – 28.sept ´06) voru hvorki meira né minna en 391 æfingar / leikir /fundir / ”hittingar” og margt fleira! (um 207 skipti hjá leikmönnum á yngra ári og 220 skipti hjá leikmönnum á eldra ári).

Þar af …

· … voru alls um 138 æfingar (á hvern leikmenn) á yngra ári.
· … voru alls um 136 æfingar (á hvern leikmenn) á eldra ári.
· … kepptum við alls 33 æfingaleiki.
· … spiluðum við 34 leiki í Reykjavíkurmótinu utanhúss.
· … spiluðum við 24 leiki í Íslandsmótinu utanhúss.
· … tókum við þátt í Reykjavíkurmótinu innanhúss í Egilshöll og kepptum þar 22 leiki.
· … tókum við þátt í Íslandsmótinu innanhúss í Höllinni og kepptum þar 4 leiki.
· … tókum við þátt í Rey-Cup og spiluðum þar 25 leiki.
· … fórum við í massa æfingaferðir til Þorlákshafnar auk aukaferðar á Laugarvatn
· … fór eldra árið í utanlandsferð til Danmerkur (og keppti þar 4 leiki).
· … hittumst við ansi oft utan vallar:


við m.a. tókum vídeókvöld, héldum fundi, fórum ansi oft í sund og í pottinn, skelltum okkur í bíó (hjólandi), fórum á landsleik, fórum í nokkra hjólatúra, við prófuðum víkingaleika, við “testuðum nokkra sparkvelli”, fórum í frisbígolf, kíktum á Ingva á bekknum í mfl, kíktum á leik með 2.flokk, lékum okkur með vatnsblöðrur, tókum þátt í Rvk maraþoninum, tókum nokkur pedsugúff sem og bakarísgúff, héldum jólakvöld, bjuggum til dagatal og seldum, hreinsuðum Þróttarasvæðið fyrir Gulla, mættum á Þróttaradaginn, vældum yfir Boot Camp æfingunni, létum foreldrana vaða yfir okkur í foreldrabolta, tókum nokkur dönsk kvöld fyrir eldra árs ferðina, tókum körfuboltamót, skemmtum okkur í dýnubolta, ullarsokkabolta og stígvélabolta, vorum vanir nokkrum sinnum í Laugum, fórum á næringarfyrirlestur, horfðum á meistaradeildina og örugglega eitthvað sem við erum að gleyma.

Gott “kaffi”