Sunday, October 31, 2004

Æfingamót!

Jebba.

tókum þátt í hraðmóti hjá Keflavík á laugardaginn.
brynjar stóð í markinu og úti voru: siggi ingi - valli -
oddur - matti - bjarmi - tommi - jökull - aron - hemmi -
danni ben - styrmir og einar.
njarðvík, keflavík, kfr og víðir/reynir tóku þátt auk
okkar. keppt var í reykjaneshöllinni - leiktíminn var
1*27 mín og fóru leikar þannig:

v víði/reyni: 1 - 0 (valli).
v keflavík: 0 - 3
v njarðvík: 0 - 3
v krf: 4 - 1 (tommi - danni - stymmi - aron).

maður mótsins: Sigurður Ingi

sem sé 50% árangur. vorum í raun slakir allann daginn! vantaði
smá stemmningu í liðið. kannski þreyta! nokkur mörk voru gefins!
en að sjálfsögðu voru ljósir punktar í leikjunum.

Helgin!

Sælir.

hvernig er stemmarinn? soldið langt síðan við skrifuðum síðast.
egill tekur það bara á sig.

alla veganna.

- þróttur 0 - afturelding 6 á föstudaginn: ekkert spes hjá okkur.
fengum á okkur þrjú mörk í hverjum hálfleik. og flest af ódýrari
gerðinni. sumt var mjög gott. fínt spil á köflum - vorum yfirleitt fljótari
en þeir í vörninni - fín barátta hjá nokkrum. EN eins og vanalega þá misstum
við boltann allt of oft og allt of klaufalega og það nýttu þeir sér bara. okkur vantaði að venju nokkra menn. ótrúlegt en satt þá var þetta samt skemmtilegur leikir. enginn hætti alveg þrátt fyrir slæma markatölu. man of the match: Pétur Hjörvar.

annars er kominn helgin. frí um helgina nema hjá þeim sem taka þátt í
æfingamóti í keflavík á laugardaginn.
sjáumst svo hressir á mánudaginn.

Thursday, October 28, 2004

Snjór!

sælir.

já völlurinn var ekkert spes í dag. kannski of mikið
væl í okkur! en verður vonandi auður á morgun.

annars var þetta bara nettar æfingar. ég kom með þrjár nýjar
æfingar en engin gaf mér five :-(

engar góðar afsakanir komu í dag. "gleymsku" dagsins átti svo hemmi!

og einar bætti röfl metið um nokkar mínútur.

svo dissuðu bara einhverja gellur mig eftir æfingu. fóru
ekki að hlæja að toy story brandaranum mínum við jölla.
egill tekur það reyndar á sig.

föstudagurinn lítur svo svona út:
- leikur v Aftureldingu kl.16.00 hjá hluta eldra ársins.
- æfing kl.16.30.
- æfing kl.17.15.

sjáumst í banastuði. svaðalegar sprettæfingar í lok æfingar!
þúsund kall að eymi og egill mæti í þjálfaraúlpunum sínum!

Wednesday, October 27, 2004

Tennisæfing!

Jebba.

Það var of löng æfing áðan - á of litlum velli - með of marga
leikmenn. hvernig hljómaði þetta. kannski ekki of vel!
en þetta var samt massa æfing. knattraksæfingar dauðans
sem vonandi allir "fíluðu". ein var reyndar stolinn frá ajax.

eymi var samt allann tímann í símanum. og var líka í uppáhalds
úlpunni sinni!

egill fékk frí í dag. spurning hvort hann hafi ekki bara lagt sig
blessaður.

við náðum ekki að taka ógeðissprettkeppnina sem eymi tók alltaf í 3.flokk.
geymum hana fram til morguns.

koma svo city!
aju


Tuesday, October 26, 2004

Veikindi!!

hey hó.

egill tekur það á sig að hafa ekki skrifað neitt í gær, mánudag.
hann var nefnilega eini af þjálfarastaffinu sem mætti á æfingu.
eymi var í skólanum til miðnættis! og ég var..var..... já veikur -
í fyrsta skipti ever! reynið að muna síðast þegar ég mætti ekki
á æfingu. nákvæmlega. ekki hægt!
Þannig að eysteinn og björgvin ívar björguðu okkur. sagan segir að það
hafi bara verið spil! uss þarf eitthvað að athuga það.

svo var nett æfing áðan. við rændum gervigrasinu þar sem víkingur mætti
ekki.

so æfing á morgun á tennis.

Þeir strákar á eldra ári sem kepptu ekki um síðustu helgi spila á föstudag við
Aftureldingu kl.16.00 á gervigrasinu.
Svo keppir hluti flokksins á móti í Keflavík á laugardaginn.
Svo eru planaðir æfingaleikir við HK fljótlega.
Þannig að fullt að gera framundan.

aju

Sunday, October 24, 2004

Úrslit!

heyja.

3 leikir í dag. fékk mér tap að drekka eftir þá :-(
gekk ekki alveg nógu vel. samt ótrúlega vel dæmdir
allir leikirnir!!

- Fylkir 9 - Þróttur 0. jamm. fyrsti leikurinn á stórum velli.
soldð stórt tap. en við gáfum sirka 5 mörk algerlega. vorum
alls ekki nógu grimmir og leyfðum þeim að komast upp með
allt of mikið. þurfum að vera miklu grimmari á okkar vallarhelming.
þótt við séum ekkert að afsaka okkur þá vantaði 5 manns og spiluðum við
11 allann leikinn, með tvo markmenn, sem voru nettir úti. tökum svo bara
næsta. man of the match: Gylfi

- Fylkir 6 - Þróttur 0. aðeins skárra en leikurinn á undan. vorum líka 11 í
þessum leik. vantaði líka 5 stráka. miklu betri seinni hálfleikur. raggi í massa
stuði og varði oft mjög vel. fengum á okkur nokkur ódýr mörk og vorum oft lengi
tilbaka. sama hér - tökum næsta. man of the match: Ragnar

- Þróttur 1 - Afturelding 2. Hörku skemmtilegur leikur og vorum
við betri í fyrri hálfleik þrátt fyrir að fá á okkur tvö mjög ódýr mörk. lifnuðum
svo við síðustu tíu mín í seinni og settum eitt mark úr víti - Tommi
snuddaðann í vinstra hornið. en yfir allann leikinn misstum við boltann allt
of oft með lélegum sendingum og með því að hreinsa illa. ótrúlega nett stutta spilið
á köflum. fín barátta og mikil keyrsla. man of the match: Jökull.

En spáum bara í þeim atriðum sem við ætlum að bæta.
annars gleymum við bara þessum leikjum.

hvað ætliði svo að gera í man.utd - arsenal leiknum. þokkalegur
leikur. bögga arsenal mennina á morgun. býst við að eymi verði með
mont.

Sjáumst svo á morgun, mánudag:
kl.15.00 - Yngra ár.
kl.16.15 - Eldra ár.

Saturday, October 23, 2004

Leikir!

heyja.

hérna er miðinn með leikjum morgundagsins (sun).

Sjáumst í banastuði!

- - - - -

4.flokkur ka. Knattspyrnufélagið Þróttur

Leikmenn


Á sunnudaginn kemur (24.okt) eru eftirfarandi æfingaleikir:

- v Fylki: Mæting kl.9.00 hjá eftirfarandi strákum upp á Fylkisgervigras:

Anton – Arnar Már – Arnar Páll – Aron Ellert – Atli Freyr – Ástvaldur Axel – Bjarmi – Bjarki Steinn - Bjarki B - Daníel Ben – Einar Þór – Gylfi – Hermann Ágúst – Ingimar – Jakob Fannar – Snæbjörn Valur – Ævar Hrafn.

- v Fylki: Mæting kl.10.15 hjá eftirfarandi strákum upp á Fylkisgervigras:

Atli Óskar – Ágúst Benedikt – Bjarki Þór – Davíð Hafþór – Davíð B – Freyr – Flóki – Gunnar Björn – Guðlaugur – Hafþór Snær – Halldór – Hreiðar Árni – Ragnar – Óskar – Pétur Dan – Símon – Tumi – Viktor.

- v Aftureldingu: Mæting kl.11.30 hjá eftirfarandi strákum niður í Þrótt:

Aron Heiðar – Baldur – Brynjar – Egill Þ - Davíð S – Einar – Hákon Arnar – Jökull – Valtýr – Oddur – Matthías – Vilhjálmur – Styrmir – Tómas Hrafn – Sigurður Ingi – Ólafur Ó – Ólafur M – Jón O.

Í næstu viku er æfingaleikur v Val hjá eftirfarandi strákum – frí um helgina:

Ágúst - Gunnar Ægir – Hafliði – Sveinn Óskar – Lúðvík Þór - Haukur –
Pétur Hjörvar – Óttar Hrafn – Sveinn Óskar – Ívar Örn – Þröstur Ingi –
Magnús Ingvar – Snorri Rafn – Róbert – Ingólfur Urban – Auðun
– Jose – Daði – Daníel.

Góða helgi.

ingvi – egill – eymi

Friday, October 22, 2004

Föstudagsfjör!

heyja.

þokkaleg stemmning á föstudegi. stuð æfing - ný auglýsing með ingva - idol ofl.

Planið í dag, föstudag, er sem sé svona:

- kl.16.30 - æfingahópur barcelona - útihlaup + spilæfing.

- kl.17.15 - æfingahópur ac milan - útihlaup + spilæfing.

eymi er að íhuga að koma með æfingadót og vera með í spilinu.
alveg ljóst að hann tekur þá líka útihlaup :-)
ingvi mætir ferskur eftir buff æfingu í world class!
spurning hvort egill mæti nývaknaður aftur.

Sjáumst hressir á eftir.


Thursday, October 21, 2004

Fyrsta æfing eftir fund...

Jemm...sælir

Þetta er semsagt kjeppinn hérna meginn (aka Eymi). Ég átti að blogga í dag...og náttla gleymdi mér þannig að þetta kemur soldið seint. anyway. Semsagt fyrsta æfingin í dag eftir fundinn og var mætingin bara temmileg...allavega hjá eldra árinu. Ingvi reyndi að herma eftir "Adriano klobbanum" í upphafi æfingar...með afar lélegum árangri...svo sýndi hann okkur lærin sín eftir að hafa pumpað í World Class...einnig augljóslega með lélegum árangri :). En þegar allar æfingarnar voru búnar þá mættu Oddur og Egill markmaður öld of seint og fá þeir hrós dagsins fyrir það. Þegar eldra árs æfingin var svo búinn mætti Egill coach eins og hann væri nývaknaður og var eitthvað að furða sig á því afhverju allir væri að spyrja hann hvort hann væri að vakna...Egill, það er nokkuð til sem heitir spegill (óóóó....ríma...spurning um að leggja þetta fyrir D.E.M.O.). Veit svo ekki alveg hvað gerðist markvert á yngra árs æfingunni....en Egill hefur eflaust náð að klúðra einhverju...

Svo sjáumst við bara hressir...veriði blessir (óóó...önnur ríma)

Wednesday, October 20, 2004

Fundur!

Jamm.

það var stútfullt út fyrir dyrum í vídeóherberginu í dag (þar sem stóri
salurinn var enn og aftur tvíbókaður :-(
48 gaurar létu sjá sig. 7 strákar úr vogó voru í fermningarferð.
og þá vantaði kannski um 7 manns.

sem sé,
ég röflaði aðeins - ævar, jakob fannar og bjarki b fengu mætingarverðlaun
frá síðasta ári - eymi kom með lélega brandara - við horfðum á reitarboltavídeó
og röbbuðum við ása haralds, landsliðsþjálfar í reitarbolta - gúffuðum gulrætur og ferska ávexti
- og loks fengu allir "bókina"(upplýsingapakki með öllum atriðum).

Á morgun, fim, er sem sé:
  • æfing hjá eldra árinu kl.15.00 á gervigrasinu.
  • æfing hjá yngra árinu kl.16.30 fá gervigrasinu.
sjáumst ferskir á morgun.
aju

Tuesday, October 19, 2004

Fyrsta æfing!

Jebba.

Fyrsta æfingin var í gær og var svona lala mæting, enda
20 stiga frost og 30 vindstig. kannski ekki alveg. en þrátt
fyrir vel skipulagða æfingu þá náðu leikmenn (og eymi) að væla
út upphitun og spil (gerist ekki aftur).

Einnig fengu menn fyrsta miða vetrarins :-) sem innihélt heimavinnuplan fyrir vikuna
og "memo" fyrir fundinn á morgun. miðinn leit svona út:

- - - -
4.fl ka. Knattspyrnufélagið Þróttur 18.okt

Leikmenn

Á miðvikudaginn kemur (20.okt) ætlum við að halda smá fund og rabba saman um tímabilið sem er að hefjast.Einnig munum við gúffa gulrætur og horfa á eina stuttmynd.Fundurinn hefst kl.17.00 í stóra salnum niður í Þrótti og lýkur um kl.18.00. Allir verða að koma með 250kr í efniskostnað!¨Verið ótrúlega duglegir að láta alla vita – alger skyldumæting. Svo eru æfingar á fim, fös og laug, Sjáumst hressir,Ingvi og co.
________________________________________
Heimavinna!
Þar sem verkfallið stendur enn yfir er hér smá heimavinnuprógramm sem ég vill að þið kíkið á ef þið “hafið tíma”. Endilega “grúbbið” ykkur saman og klárið þetta með vinstri!
Mán 18: - - - Þrið 19: Útihlaup. 10 mín skokk. 5 mín 90% hraði. Teygjur 10 mín. Mið 20: Sund. 6 * 25metrar + pottur! Fim 21: “Skólavallafótbolti”. Hittast út í einhverjum skóla og taka 5 v 5.Fös 22: Halda á lofti í 10 mín. Skalla á lofti í 5 mín. Laug 23: Göngutúr / hjólreiðatúr. Sun 24: 200 magaæfingar + 50 armbeygjur + 30 bakæfingar + 40 hopp.
Berjast.is