Saturday, March 31, 2007

Dagarnir fyrir páska!

Sæler.

Menn í góðu chilli - sumir að fermast og "svoddann".
Svona kemur planið til með að líta út dagana fyrir páskafrí:

- Mán 2.apríl:

- Æfing hjá öllum - kl.13.00 - 14.45 á öllu gervigrasinu.

- Þrið 3.apríl:

Æfing + útihlaup hjá eldra árinu - Kl.10.30 - 12.00. Mæting niður í klefa 1 - hægt að nota hann.

Keila hjá yngra árinu - Mæting kl.13.30 niður í Þrótt - hjólað upp í Keilihöll í Öskjuhlíð (eða mæta beint þanngað kl.14.00) - Koma með 500kr (og smá penge fyrir nammi!) Ingvi væntanlega krýndur keilimeistari flokksins!


- Mið 4.apríl:

Æfing + útihlaup hjá yngra árinu - Kl.10.30 - 12.00 - Mæting niður í klefa 1 - hægt að nota hann.

"Spánarstemmari" hjá eldra árinu - kl.13.00 niður í Þrótti - koma með 400kr fyrir spænskum hádegismat! Búið um kl.14.00.


Svo er skollið á páskafrí fram á miðvikudaginn 11.apríl í næstu viku :-)
Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
Sjáumst hressir,
Ingvi - Egill og Kiddi



getraun! hvað heitir þessi leikmaður? - í hvaða 4 liðum hefur hann spilað? - hvaða landslið hefur hann þjálfað? - hvernig fagnaði hann alltaf? Fyrstur að koma með öll rétt er kominn í powerade pottinn :-)

Hlaupatest m. bolta!

Yes.

Hérna geta menn séð tímann sinn í þessu testi okkar.
Reyndar er smá skekkja þar sem að við þurfum að færa brautina í lokin.
En svo væri auðvitað gaman að taka þetta nokkrum sinnum aftur og sjá hvort
menn bæta sig ekki!

- - - - -

Fyrri brautin (aðeins styttri):

Dagur Hrafn - 24.46 sek.
Magnús Helgi - 23.50 sek.
Seamus - 25.20 sek.
Viðar Ari - 22.45 sek.
Anton Sverrir - 24.10 sek.
Arnar Kári - 24.40 sek.
Arnþór Ari - 23.73 sek.
Árni Freyr - 23.10 sek.
Daði Þór - 24.20 sek.
Jón Kristinn - 23.00 sek.
Kristján Einar - 23.30 sek.
Mikael Páll - 27.58 sek.
Jóel - 23.75 sek.
Stefán Tómas - 24.25 sek.
Valgeir Daði - 22.55 sek.

Seinni brautin (aðeins lengri):

Arnþór F - 28.62 sek.
Guðmar - 26.61 sek.
Guðmundur S - 27.84 sek.
Haraldur Örn - 26.04 sek.
Lárus Hörður - 27.53 sek.
Sigurður T - 27.03 sek.
Þorgeir - 30.27 sek.
Davíð Þór - 26.37 sek.
Kevin Davíð - 29.66 sek.
Kristján Orri - 26.78 sek.
Matthías - 25.58 sek.

Sem sé 26 strákar sem tóku testið (og mættu á æfinguna í gær). frekar fáir miðað við að það var svo helgarfrí - sem þýðir að það líður soldið langt á milli æfinga hjá sumum!

En við mössum það þá betur mán-þrið-mið.
ok sör.

Tökum svo hitt testið eftir helgi.

Síja,
Ingvi og co.

Helgarfrí!

Jó jó.

Menn hressir! Við erum sem sé komnir í gott helgarfrí. Mæli nú samt með að menn
kíki út og hreyfi sig aðeins, s.s. í smá sparkvallarbolta.

Verið duglegir við að selja tannhirðudótið. Ég ætla að reyna að redda þeim sem ekki fengu
á miðvikudaginn. Kem vonandi með það á mánudaginn.

Set tölurnar yfir testið inn á morgun líka - tók aðeins lengri tíma en hélt - en samt gaman að sjá hvernig menn stóðu sig. en engin sagði nett boðhlaup eða 1v1 æfing :-(

Við gætum hugsanlega æft aðeins fyrr á mánudaginn - set það inn strax á morgun, sunnudag.

Hafið það gott.
Koma Liverpool.

Ingvi - Egill og Kiddi (sem á afmæli í dag - þannig að smessið á kallinn).

Thursday, March 29, 2007

Friday!

Jebba.

Föstudagur á morgun - síðasti kennsludagur fyrir páska þannig að menn mæta pottþétt úber glaðir á æfingu! Það verður líka helgarfrí þannig að ég býst við metmætingu :-)

Planið er:

- Æfing hjá öllum kl.16.00 - 17.30 á gervigrasinu.

Förum m.a. í þessar æfingar: Boðhlaup - hlaupatest - hlaupatest með boltum - 1 v 1 æfing og loks tökum við gott spil. Plús ég verð með hressar markmannsæfingar í byrjun.

Og audda verður kjappinn með trix úr þessu vídeói!

Sjáumst hressir.
ivgnI go lligE og iddiK (er sem sé alveg uppiskroppa með brandara hér).

p.s. fín mæting í gúffið og leikinn áðan - en menn sem tóku subway í staðinn fyrir okkar stað í kvöld fá hné í læri á morgun!

Wednesday, March 28, 2007

FImmtudagurinn - ath!

Heyja.

Þar sem að meistaraflokkur Þróttar er að fara spila niður á gervigrasi á morgun, fimmtudag, v ÍBV, ætlum við að hittast í mat á undan og fara svo saman á völlinn!

Quisnoz á Suðurlandsbraut ætlar að taka á móti okkur kl.18.00 - við fáum miðlungsbát og kók á 900kr. Töltum svo niður á gervigras á leikinn, sem hefst kl.19.00. Passið að klæða ykkur vel ef veðrið verður með bögg!

Vonum að sem flestir komist - og ef þið komist ekki að gúffa, þá endilega á leikinn.
Það er svo æfing á föstudag og svo helgarfrí :-)

Sjáumst á morgun,
Ingvi - Egill og Kiddi.

p.s. Það væri snilld ef þið mynduð smessa á mig eða henda inn commenti til að láta mig vita hvort þið komið að borða!

p.s. Quiznos er beint fyrir ofan Fjölskyldugarðinum, við hliðina á Glitni (og orkuhúsinu).

Tuesday, March 27, 2007

Miðvikudagur!

Jess sir.

Æfum í tvennu lagi á morgun. Rúnar kemur sem sé héðan í frá alltaf á seinni æfinguna á mánudögum. Tökum gott spil á etta á morgun, eftir góða upphitun. Verð jafnvel með nettar markmannsæfingar í byrjun ef Krissi verður góður!

- Æfing hjá yngra árinu kl.15.30 - 16.45 á gervigrasinu.

- Æfing hjá eldra árinu kl.16.30 - 17.45 á gervigrasinu.

Sjáumst eldhressir,
Ingvi og the two redhead masters.

Úrtaksæfing!

Hey

Gleymdi auðvitað í gær að tilkynna ykkur að 4 leikmenn (fæddir ´93) frá okkur munu taka þátt í úrtaksæfingu á fimmtudaginn vegna ferðar "´93 liðsins" til Osló!

Æfingin fer fram undir stjórn Ásgeirs Elíassonar, sem verður jafnframt þjálfari liðsins sem fer og keppir í móti (borgarleikarnir) sem fer fram í Osló í byrjun júní. 3-4 leikmenn frá hverju liði í Rvk mæta á æfinguna og loks verða 14 leikmenn valdir í liðið sem fer í ferðina.

- Kristján Einar
- Árni Freyr
- Jón Kristinn
- Arnþór Ari

... voru valdir og munu fara frá okkur.

Æfing er næstkomandi fimmtudag (29/3) í Egilshöllinni kl.18.30 - 21.00. Leikin verður innbyrðis æfingaleikur.

Ingimar var valinn frá okkur í fyrra, en mótið fór þá fram í Finnlandi (við unnum það mót).

Við vonum svo bara að strákarnir standi sig vel á æfingunni og verði okkur til sóma.
Jafnvel að ég kenni þeim nýtt trix á æfingu á morgun :-)
Ok sör,
Ingvi, Egill og Kiddi.

Jó.

Sælir strákar.

Tek á mig smá óskipulag á æfingunni í gær, og við gleymdum þraut :-(
en reiturinn og sprettirnir hljóta að fá prik!

Og trixin sem ég sýndi svo óaðfinnanlega í gær (áður en Orri dúndraði ólöglega í ... lærið á mér) er að finna í þessu vídeóbroti! check it out.

Hér fyrir neðan er svo miðinn sem við dreifðum, og þið fórum með heim alla leið til foreldra ykkar - þaggi!

Sjáumst svo hressir á morgun,
kv,
Ingvi (og Tómas Ari), Egill og Kiddi.

- - - - -

Knattspyrnufélagið Þróttur
4.flokkur karla

Næsta fjáröflun!

Hey hey. Þá er komið að næstu fjáröflun flokksins, en það er sala á tannhirðuvörum - Eitthvað sem allir hugsa um og þurfa að nota ☺

Á miðvikudaginn kemur (28.mars – eftir æfingu) munu allir leikmenn fá heim með sér sýnishornapakka og upplýsingar um vöruna – en pakkann hafið þið svo við hendina til að sýna fólki hvaða vöru er að ræða um. Fólk pantar og þið afhendið síðan nokkrum dögum / viku seinna.

- Pakkningin mun kosta 2000kr. og fær hver leikmaður 1000kr í sinn sjóð.
- Hver leikmaður fær 3-4 götur til að labba í – það hefur reynst langbest, en svo er líka hægt að reyna að selja ættingjum og vinum.

Ætlunin er að vera duglegir núna þessa viku og næstu og afhenda svo strax eftir páska. Ef það eru einhverjar spurningar þá endilega heyrið í mér eða í Álfhildi, mömmu Úlfars (659-6616).

Ok sör. Ingvi og co.

Friday, March 23, 2007

Mán!

Hía.

Menn búnir að jafna sig eftir laugardaginn - ja hérna - var ekki sett íslandsmet í ógeðisveðri?
en við vorum samt ánægðir með ykkur - það er stutt í sigurleikina hjá okkur ef við höldum áfram að keyra okkur svona út eins og við gerðum á laugardaginn.

Alla veganna,
mánudagurin á morgun - við æfum allir saman - gæti orðið þröngt, en við verðum skipulagðir (og stelum smá svæði af mist :-)

- Æfing hjá öllum kl.16.00 - 17.30 á gervigrasinu.

Eitthvað um hlaup - Markmennirnir fá séræfingu - Sendingaræfingar - Trix - ávaxtagúff!

Sé ykkur spræka.
Ingvi og co.

Leikir v Fylki - laug!

Halló.

Já, það voru þrír erfiðir leikir við Fylki í gær. Aðstæður enn og aftur frekar hörmulegar, alla veganna framan af degi. Menn stóðu sig nokkuð vel í heildina, þrátt fyrir að aðeins eitt stig kom í hús. En allt um það hér:

- - - - -

Þróttur 1 - Fylkir 5.
Rvk mótið

Dags: Laugardagurinn 24.mars 2007.
Tími: kl.13.00 - 14.15.
Völlur: Fylkisgervigras.

Staðan í hálfleik: 1 - 2.
Gangur leiksins:
0 - 1, 0 - 2, 1 - 2, 1 - 3, 1 - 4, 1 - 5.

Maður leiksins:
Krissi (nóg að gera í dag og stóð fyrir sínu).

Mörk:

25 mín - Daníel Örn - ótrúlega vel klárað.

Vallaraðstæður: Völlurinn sjálfur flottur, enda gervigras . . . ógeðis veður samt.
Dómari:
Einn dómari sem stóð sig mjög vel.
Áhorfendur: Nokkrar hræður sem leituðu skjóls!

Liðið:

Krissi í markinu - Valli og bakverðir - Valli og Kommi bakverðir - Nonni og Tolli miðverðir - Stebbi og Tryggvi á köntunum - Viddi og Arnþór á miðjunni - Danni Örn og Árni Freyr frammi. Varamenn: Úlli. Vantaði: Arnar Kára - Anton Sverrir - Guðmund Andra og Kristján Einar.

Frammistaða:

Krissi: Traustur allan leikinn, ekki hægt að skrifa mörkin á hann og í raun sá eini sem spilaði á getu allann leikinn.
Valli: Ekki nógu líflegur í fyrri hálfleik en var mjög góður í þeim seinni.
Kommi: Átti góðar rispur í bakverðinum í fyrri hálfleik en datt soldið niður í seinni
Nonni: Var ásamt Tolla soldið týndur í upphafi leiks, náði þó að taka sig saman í andlitinu og átti mjög góðan leik eftir það...fyrir utan ein mistök en við dveljum ekki lengi við það.
Tolli: Var mikið útúr stöðu í fyrri hálfleik en lagaðist þegar á leið. Mætti stjórna vörninni betur ásamt Nonna.
Stebbi: Var sprækur alveg í blábyrjun leiksins en datt svo niður og sást ekki eftir það, veðrið virtist angra hann.
Tryggvi: Var ekki alveg að nýta kantinn í byrjun og var soldið lítið í boltanum í fyrri hálfleik. Var þó með betri mönnum í seinni og vantar aldrei uppá baráttuna. Þarf aðeins að bæta leikskilning, en það kemur.
Viddi: Var frekar dauður í byrjun leiks en vann vel á þegar leið á fyrri hálfleikinn. Var ekki nógu líflegur í seinni og virtist hálf þreyttur og máttlaus.
Arnþór: Svipaður og Viddi, fyrri hálfleikurinn kaflaskiptur og seinni slappur. Getur mikið, mikið betur.
Árni: Komst aldrei í takt við leikinn í svona veðri og á móti sterkum liðum þarf oft að djöflast í gang, láta finna fyrir sér koma sér í kontakt við aftasta varnarmann og láta vita af sér. Út með kassann!
Danni: Kom óvænt inní liðið og stóð sig með stakri prýði, fékk eitt færi og það var ekki hægt að klára það betur.
Úlli: Mætti ævintýrilega seint og tók bara seinni. Fór í bakvörðinn og ekkert hægt að kvarta undan frammistöðunni í sjálfu sér, stóð alveg fyrir sínu.

Almennt um leikinn:

+ Stigum upp í fyrri hálfleik eftir að hafa lent 2-0 undir og minnkuðum muninn.
+ Vörnin náði að stilla sig saman eftir að hafa verið soldið útum allt í byrjun.

- Menn voru alltof mikið að vorkenna sjálfum sér yfir að þurfa spila í þessu veðri í staðinn fyrir að fara bara út með kassann og taka rigninguna í grímuna og hlaupa sig í gang.
- Seinni hálfleikurinn mjög slappur, duttum alltof langt niður og náðum aldrei að hreinsa almennilega
- Vorum ekki að vinna nóg fyrir hvern annan og boltinn gekk alltof illa


Í einni setningu: Slappur leikur í slæmu veðri.

- - - - -

Þróttur 2 - Fylkir 2.
Rvk mótið

Dags: Laugardagurinn 24.mars 2007.
Tími: kl.14.20 - 15.35.
Völlur: Fylkisgervigras.

Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Gangur leiksins:
1 - 0, 1 - 1, 2 - 1, 2 - 2.

Maður leiksins:
Sindri G (brilliant leikur).

Mörk:

28 mín - Daníel Örn - pressaði og fylgdi vel á eftir.
45 mín - Seamus - kláraði vel eftir fínt skot á markið hjá Salómon sem markmaðurinn hélt ekki.


Vallaraðstæður: Mikil rigning í fyrri hálfleik - skánaði aðeins í seinni - völlurinn slapp alveg.
Dómari:
Einn gaur sem stóð sig allt í lagi - hataði ekki að flauta í flautuna!
Áhorfendur: Þó nokkrir dressuðu sig upp og létu sjá sig.

Liðið:

Sindri í markinu - Mikki og Silli bakverðir - Daði og Úlli miðverðir - Maggi og Salli á köntunum - Sigurður T og Jóel á miðjunni - Seamus og Danni Örn frammi. Varamenn: Sindri Þ - Ólafur Frímann.

Frammistaða:

Sindri: Afar góður leikur þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður.
Mikki: Seigur - þarf bara að spila svona í öllum leikjum.
Silli: Prýðisleikur í vörninni - ekkert að setja út á.
Daði: Klassa leikur - las leikinn vel og í öllum boltum.
Úlli: Öflugur í fyrri - tapaði varla einvígi.
Maggi: Nokkuð góður leikur - jöfn og góð frammistaða eins og í síðustu leikjum.
Salli: Í heildina góður leikur - bjó til mark nr.2.
Siggi T: Kláraði allar stöður vel í dag, fínn leikur.
Jóel: Nettur á miðjunni - dróg aðeins úr tempóinu í seinni hálfleik.
Seamus: Góður leikur - gott mark - kláraðí allann leikinn á góðu tempói.
Danni: Flottur í fyrri - keyrði sig alveg út.

Óli: Flottur leikur - mikill kraftur og ógnaði vel.
Sindri Þ: Fínn leikur - flottur varnarleikur.

Almennt um leikinn:

+
Snilldar fyrri hálfleikur hjá okkur - þrátt fyrir ógeðisveður.
+ Fínar stungur - fínir fram á við.

+
Boltinn gekk nokkuð vel milli manna.
+
Klassa markvarsla - flottar markspyrnur.

-
Gáfum svolítið eftir í seinni hálfleik.
- Vantaði smá ákveðni í menn.
- Soldið langt á milli manna varnarlega - fylkismenn komust of auðveldlega í gegn.

- Vantaði að vanda aðeins betur sendingar.

Í einni setningu: Fyrsta stigið í hús - hefðum getað klárað leikinn í seinni hálfleik, hefðum reyndar líka getað fengið mark á okkur í lokin. En menn héldu áfram allar 70 mínúturnar og gerðu það vel. Miklu betri leikur en fyrir viku.

- - - - -

Þróttur 1 - Fylkir 5.
Rvk mótið

Dags: Laugardagurinn 24.mars 2007.
Tími: kl.15.40 - 16.55.
Völlur: Fylkisgervigras.

Staðan í hálfleik: 1 - 3.
Gangur leiksins:
1-0, 1 - 1, 1 - 2, 1 - 3, 1 - 4, 1 - 5.

Maður leiksins: Viktor (þvílík vinnsla - sérstaklega í miðverðinum í lokin).

Mörk:

8 mín - Eiður Tjörvi með flotta afgreiðslu.

Vallaraðstæður: Smá rok, en ekkert eins og fyrr um daginn - völlurinn flottur en smá kuldi.
Dómari:
Einn sprækur sem stóð sig bara mjög vel.
Áhorfendur: Einn og einn á stangli.

Liðið:

Stefán í markinu - Guðmar og Þorgeir bakverðir - Orri og Guðbjartur miðverðir - Viktor og Jonni á köntunum - Davíð Þór og Ólafur Frímann á miðjunni - Eiður Tjörvi og Samúel frammi. Varamenn: Hilmar, Matthías - Arnór Daði - Guðmundur S - Arnþór F - Kevin Davíð - Arianit. Komust ekki: Lárus Hörður - Egill F.

Frammistaða:

Stefán: Fínasti leikur - varði oft mjög vel og kom boltanum vel frá sér.
Guðmar: Óheppinn í fyrsta markinu - en annars ágætis leikur. Spurning hvort nýtist betur, vörn eða sókn!
Geiri: Nokkuð góður leikur - hefði mátt vinna miðjuna betur í seinni með félögunum.
Orri: Eins og tæklunarvél (hvað sem það nú er) allann leikinn - nýtist okkur vel
Bjartur: Flottur leikur - þarf bara núna að æfa eins og skepna og þá er hann í massa málum.
Viktor: Rólegur í byrjun en óx þegar leið á leikinn - átti svo svæðið i miðverðinum í lokinn.
Jonni: Fyrsti leikurinn í fjórða. Er greinilega með "touchið" en þarf að fá meiri leikæfingu.
Dabbi: Hefði mátt gera meira sjálfur enda klárlega einn af sterkari leikmönnum á vellinum í dag - vantar meira að garga á boltann.
Óli: Þvílíkt öflugur - átti völlinn áður en hann fór út af rétt fyrir hálfleik.
Eiður: Var duglegur að koma sér í færi og djöflast í þeirra aftasta manni. flott mark.
Samúel: Fyrsi leikurinn staðreynd - og stóð sig vel. Kröfugur og hraður. Þarf bara að fá meiri leikæfingu og æfa á fullu.

Matthías: Góður leikur - fór í allar tæklingar og yfirleitt á undan fylkismönnum í boltann.
Gummi: Fínasti leikur - grimmur í vörninni og kom boltanum vel frá sér. Koma bara meira með í sóknina og setja boltann fyrir með þessari deadly vinstri löpp.
Arianit: Duglegur að fá boltann en hélt honum ekki nógu vel - vantaði aðeins meiri yfirferð.
Hilmar: Flottur leikur áður en hann meiddist aðeins - einnig fínn í lok leiksins.
Arnþór: Fáir sem sýndu eins flotta takta en vantaði miklu meiri kraft og smá hraða.
Arnór: Duglegur og gerði allt vel.
Kevin Davíð: Nokkuð góður leikur - þarf að vera duglegur að nýta sér hraðann sinn - og vinna í fyrstu snertingu.

Almennt um leikinn:

+
Flottur kraftur í okkur í byrjun leiks - komust þó nokkuð oft inn fyrir en klaufar að klára ekki fleiri færi.
+ Aldrei vesen með útspörk.

+
Betri sendingar en oft áður - og auðveldara að finna menn í lappir.
+
18 leikmenn mættu og spreyttu sig - sem er súper.

-
Vantaði að hreinsa betur frá markinu okkar - fyrsta markið á okkur kom þannig!
- Vantaði að loka betur á skotin þeirra - og fylgja á eftir þeirra skotum - þannig kom þriðja markið.
- Héldum boltanum illa og misstum hann yfirleitt of fljótt til Fylkismanna - sérstaklega í seinni hálfleik.

- Ég boðaði aðeins of marga leikmenn þannig að menn fengu kannski ekki alveg nægan spilatíma, og ég boðaði menn aðeins of snemma upp í heimili - laga þetta næst.

Í einni setningu: Vörðumst mest allann leikinn, nema kannski fyrstu 15 mínúturnar þar sem við sóttum á þá af fullum krafti. Vorum klaufar að nýta ekki 3-4 færi til að komast meira yfir. En svo náðu þeir yfirhöndinni og þrátt fyrir fína vörn á köflum settu þeir aðeins of mörg mörk á okkur. En næsti leikur er v ÍR - verðum klárir þá.

- - - - -

Thursday, March 22, 2007

Mætingarnar í leikina á morgun!

Halló halló.

Hérna eru mætingarnar á morgun, laugardag - liðin verða eins og við æfðum í dag, nema hvað þeir eru merktir með bláu keppa smá með seinna liðinu (þannig að allir spreyti sig í um heilan leik).

Leikirnir eru eftir hádegi þannig að menn geta borðað góðan morgunmat/hádegismat og vonandi undirbúið sig vel. Eftir leikina við Fylki verður um þriggja vikna leikjapása þannig að við mætum brjálaðir til leiks. Einnig er gott að undirbúa sig með því að lesa um síðustu leiki sem þið kepptuð.

Hérna er planið:

- Mæting kl.12.00 upp í Fylkisheimili - spilað við Fylki frá kl.13.00 - 14.15 - Eymi og Egill með leikinn:

Kristján Orri - Árni Freyr - Guðmundur Andri - Kormákur - Stefán Tómas - Anton Sverrir - Arnar Kári - Arnþór Ari - Þorleifur - Úlfar Þór - Jón Kristinn - Tryggvi - Valgeir Daði - Viðar Ari.

- Mæting kl.13.20 upp í Fylkisheimili - spilað við Fylki frá kl.14.20 - 15.35 - Egill og Kiddi með leikinn:

Sindri G - Sigvaldi - Daði Þór - Daníel Örn - Kristófer - Jóel - Sindri Þ - Mikael Páll - Dagur Hrafn - Ólafur Frímann - Salómon - Högni Hjálmtýr - Magnús Helgi - Sigurður T - Seamus.

- Mæting kl.14.40 upp í Fylkisheimili - spilað við Fylki frá kl.15.40 - 16.55 - Ingvi og Kiddi með leikinn:

Stefán Karl - Arnór D - Arnþór F - Orri - Egill F! - Eiður T - Guðbjartur - Guðmar! - Guðmundur S - Jón Ragnar - Hilmar - Lárus H - Þorgeir - Arianit - Davíð Þór - Kevin D - Matthías - Samúel - Viktor B.

- Meiddir / lítið sést / komast ekki: Kristján Einar - Aron Vikar - Eyjólfur Emil - Guðmundur Ingi - Anton Helgi - Hákon - Ágúst J - Haraldur Örn - Styrmir - Emil Sölvi.


"Reprisenting",
Ingvi, Eymi, Egill og Kiddi

ATH - lið 1: Frekar tuskulegir í seinni hálfleik í síðasta leik - Mætum allir klárir á morgun og þá klárum við þetta verkefni pottþétt!

ATH - lið 2: Flottir kaflar í síðasta leik - en þurfum bara að fá alla í gang frá fyrstu mínútu - meiri tal og meiri grimmd og halda því út allann leikinn - gerist á morgun takk!

ATH - lið 3: Þurfum að halda út allann leikinn á morgun - huga aðeins betur að varnarleiknum og þá erum við í góðum málum. Flottur leikur á móti Fjölni um síðustu helgi - fáum annan þannig á morgun!

Friday!

Sælir strákar.

Slökuðu menn ekki á í óveðrinu í dag? En við munum æfa í þrennu lagi á morgun, föstudag - og væntanlega eins og liðin koma til með að vera á laugardaginn á móti Fylki. Planið er sem sé:

- Æfing kl.15.00 - 16.10 á gervigrasinu - Eysteinn + Kiddi:

Kristján Orri - Árni Freyr - Guðmundur Andri - Kormákur - Stefán Tómas - Anton Sverrir - Arnar Kári - Arnþór Ari - Þorleifur - Úlfar Þór - Jón Kristinn - Tryggvi - Valgeir Daði - Viðar Ari.

- Æfing kl.16.00 - 17.10 á gervigrasinu - Egill + Kiddi:

Orri / Sindri G - Sigvaldi - Daði Þór - Daníel Örn - Kristófer - Jóel - Sindri Þ - Mikael Páll - Dagur Hrafn - Ólafur Frímann - Salómon - Högni Hjálmtýr - Magnús Helgi - Sigurður T - Seamus.

- Æfing kl.17.00 - 18.10 á gervigrasinu - Ingvi + Egill + Óskar S:

Orri / Sindri G - Stefán Karl - Arnór D - Arnþór F - Ágúst J - Egill F - Eiður T - Guðbjartur - Guðmar - Guðmundur S - Jón Ragnar - Haraldur Ö - Hilmar - Lárus H - Styrmir - Þorgeir - Arianit - Davíð Þór - Hákon - Kevin D - Matthías - Samúel - Viktor B - Emil Sölvi.

- Meiddir / lítið sést / komast ekki: Kristján Einar - Aron Vikar - Eyjólfur Emil - Guðmundur Ingi - Anton Helgi.

Sjáumst eldhressir.
Ingvi (já lætur sjá sig) - Eysteinn (comeback) - Egill (fimm í fitu)- Óskar (hver) og Kiddi (ah, en aftastur).

Tuesday, March 20, 2007

Wednesday!

Jó.

Æfum í tvennu lagi á morgun. Hugsanlega verða sumir enn í pásu þannig að gestaþjálfari lætur kannski sjá sig til að aðstoða E og K! En tökum vel á því - næstu leikir eru við Fylki á laugardaginn!

Morgundagurinn (miðvikudaginn):

- Æfing kl.15.30 - 16.45 - Yngra ár - Gervigras.

- Æfing kl.16.30 - 18.00 - Eldra ár (og allir markmenn) - Gervigras.

Minnið félagana á æfingu.
Síja,
Pabbi, Egill og Kiddi.

Nýr leikmaður!

Jebba.

Kynni hér með nýjan leikmann.
nr.19 (því hann fæddist nítjánda sko):



Bara snúa hausnum smá!
Ef ekki meira flair en pabbi sinn :-)

Sunday, March 18, 2007

Æfingaleikur v Áftanes - mán!

Yeppa.

Við björguðum Álftanesi með einn leik í gær. Við skiptum okkar liði
í fyrri / seinni hálfleik. Hélt að þeir myndu gera hið sama en svo fór ekki.
Þess vegna var seinni hálfleikurinn hálf ójafn en hefðum samt ekki átt að fá
svona mörg mörk á okkur. En þetta var bara æfing og vonandi fengum við eitthvað
úr leiknum. Allt um hann hér:

- - - - -

Þróttur 3 - Álftanes 7
Æfingaleikur

Dags: Mánudagurinn 19.mars 2007.
Tími: kl.16.00 - 17.30.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 3 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 3-1, 3-2, 3-3, 3-4, 3-5, 3-6, 3-7.

Menn leiksins: Ólafur Frímann (var frábær sem djúpur miðjumaður) og Seamus (sem skapaði sér fimm dauðafæri og var óheppinn að skora ekki fleiri).

Mörk:

Fyrri hálfleikur - Seamus - Slapp í gegn og slúttaði.
Fyrri hálfleikur - Seamus - Þetta mark kom eftir eina flottustu sókn sem ég hef séð í fjórða flokki. Án gríns þá held ég að um 80% af liðinu hafi snert boltann áður en Seamus afgreiddi boltann í netið.
Fyrri hálfleikur - Seamus - Slapp aftur í gegn og sett'ann.

Vallaraðstæður: Toppveður, þrátt smá fyrir kulda.
Dómari: Egill brilleraði fyrstu 10, síðan kom Kiddi og stóð sig hreint með ágætum.
Áhorfendur: Það voru nokkrir foreldrar sem sáu sér fært að mæta í Dalinn.

Liðið:

Fyrri hálfleikur: Sindri í markinu - Ágúst J og Magnús bakverðir - Högni og Arnar Kári miðverðir - Sigurður T og Seamus á köntunum - Ólafur Frímann og Viðar Ari á miðjunni - Dagur Hrafn og Tryggvi frammi. Varamenn: Jón Kristinn.

Seinni hálfleikur: Stefán í markinu - Haraldur Örn og Kevin Davíð bakverðir - Guðmar og Arnór Daði miðverðir - Guðmundur S og Hilmar á köntunum - Guðbjartur og Þorgeir á miðjunni - Arnþór F og Eiður frammi. Varamenn: Egill, Hákon og Stefán.

Frammistaða:

Fyrri hálfleikur:

Sindri
: Stóð algjörlega fyrir sínu, hélt hreinu og steig ekki feilspor.
Ágúst J: Spilaði ágætlega framan af, en síðan fóru sendingar að klikka hjá honum.
Magnús: Spilaði vel, þarf bara að vera nógu duglegur að láta vaða á markið.
Högni: Skilaði bæði miðverðinum og bakverðinum gríðar vela af sér.
Arnar Kári: Spilaði eins og kóngur í miðverðinum
Sigurður: Var að láta boltann fljóta vel og átti lagði upp eitt flott mark.
Seamus: Var gríðarlega ógnandi, skapaði sér mikið pláss og var hreinlega óstöðvandi.
Ólafur: Spilaði óstjórnlega vel. Stoppaði heilmargar sóknir og ógnaði jafnframt fram á við.
Viðar: Var flottur á miðjunni, allflestar sóknir fóru í gegnum hann og hann var að dreifa spilinu vel.
Dagur: Var erfiður viðareignar fyrir Álftnesinga, en var kannski ekki alveg nóg í boltanum.
Tryggvi: Skapaði usla með hraða sínum, en hefði matt skora.
Jón Kristinn: Topp leikur. Var keisari í miðverðinum.


Seinni hálfleikur:

Stefán: Fékk mikið af erfiðum færum á sig, sem erfitt var að stoppa, en hefði getað gert betur í sumum.
Haraldur: Slapp ágætlega frá leiknum, en hefði matt vera töluvert grimmari.
Kevin Davíð: Vantaði grimmd og að gefa boltann fyrr frá sér. Var betri frammi.
Guðmar: Stjórnaði vörninni ágætlega, en hefði matt taka betur á framherjunum.
Arnór Daði: Var duglegur, en eins og Guðmar, hefði matt taka betur á framherjunum.
Guðmundur: Kom sér ekki alveg í takt við leikinn.
Hilmar: Kom sér ekki alveg í takt við leikinn.
Guðbjartur: Var eins og vinnuhestu á miðjunni og var ásamt Eið manna bestur.
Þorgeir: Náði ekki að skapa mikið á miðjunni og hefði getað skilað sér betur í vörnina.
Arnþór: Skapaði ekki mikið af færum. Hefði matt vera duglegri að skjóta fyrir utan.
Eiður: Fann sig ekki frammi, en eftir að hafa verið færður á miðjuna barðist hann eins og ljón. Vill sjá meira af þessari grimmd. Flottur leikur.
Egill: Kom sér ekki alveg í takt við leikinn.
Hákon: Kom sér ekki alveg í takt við leikinn.


Almennt um leikinn:

Fyrri hálfleikur:

+ Létum boltann ganga flott á milli okkar
+ Börðumst eins og ljón og gáfum þeim fá færi á okkur

Seinni hálfleikur:
+ Gáfumst aldrei upp, þótt ekki gengi eins og vonast var eftir
+ Fórum 100% í tæklingar og létum finna fyrir okkur miðsvæðis

Fyrri hálfleikur:
- Ef ég verð að finna eitthvað að, þá er það kannski talandinn, þá er ég að tala um að vera grimmir og garga nafnið sitt ef maður fer upp í skallabolta, ekki hoppa uppí skallaboltann bara til þess að hoppa uppí hann. Gullna reglan í návígum er ,,Sá sem er ákveðnari vinnur boltann". Mér finnst stundum vanta smá grimmd og talandi í okkur. Þurfum að vera smá meiri Roy Keane'arar. En það kemur vonandi með aldrinum

Seinni hálfleikur:
- Vorum ekki alveg reddí í átök, nema kannski fáeinir. Ef við ætlum að fara að gera eitthvað að viti, þá verða allir 11 leikmennirnir að vera komnir inná til þess að vinna. Til hvers að byrja leikinn ef maður er ekki þarna til þess að vinna!
- Hleyptum þeim alltof oft í gegn, Stefán lennti fimm sinnum í því að vera einn á móti framherja Álftaness. Vörnin verður einfaldlega að vera aftar og eiga nokkra metra á svona snögga framherja, það gengur ekki að hleypa þeim bara í gegn.

Í einni setningu:

Fyrri hálfleikurinn var fanta vel spilaður og vorum við að láta boltann ganga vel á milli okkar. Auk þess sköpuðum við gríðarlega mörg færi - Glæsilegt!

Seinni hálfleikurinn
var aftur á móti afar erfiður, við fengum erfitt lið, hungrað til þess að bæta fyrir lélegan fyrri hálfleik hjá sér og var erfitt fyrir okkur að brjóta þá niður. Hinsvegar var ég ánægður með að það kom aldrei uppgjöf í okkur, við héldum alltaf áfram að djöflast og þá sérstaklega á miðjunni.

- - - - -

Leikur + æfing!

Sælir strákar.

Dagurinn í dag (mandag) verður aðeins öðruvísi en samt ekki svo! Við munum spila við Álftanes í seinni tímanum okkar - en æfa í fyrri tímanum:

- Æfing kl.15.00 - 16.00 á hálfu gervigrasinu - hjá öllum þeim sem ekki eru nefndir hér að neðan! Nýjar 1 v 1 æfingar ofl.

- Æfingaleikur v Álftanes kl.16.00 - 17.30 á gervigrasinu:

- - Mæting kl.15.40 - spila fyrri hálfleik: Sindri G - Högni Hjálmtýr - Sigurður T - Viðar Ari - Ólafur Frímann - Dagur Hrafn - Magnús Helgi - Seamus - Arnar Kári - Davíð Þór - Jón Kristinn - Tryggvi.

- - Mæting kl.16.20 - spila seinni hálfleik: Stefán Karl - Egill - Haraldur Ö - Hilmar - Arnór D - Eiður T - Kevin D - Hákon - Guðmar - Guðbjartur - Arnþór F - Þorgeir - Guðmundur S - Styrmir - Ágúst J.

Sjáumst sprækir.
Ingvi - Egill og Kiddi.

Saturday, March 17, 2007

Leikir v Fjölni - laug!

Yeppa.

Reykjavíkurmótið hófst í gær með þremur leikjum við Fjölni.
Núll stig útkoman þrátt fyrir marga flotta hluti. En sá sem þetta ritar
var ansi þreyttur í lok dags - ég kenni dómarareddingum, óvissu um hvort menn myndu
mæta í leikina og þessu blessaða veðri um. En allt um leikina hér:

- - - - -

Þróttur 1 - Fjölnir 3.
Rvk mótið

Dags: Laugardagurinn 17.mars 2007.
Tími: kl.14.00 - 15.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Gangur leiksins:
0 - 1, 1 - 1, 1 - 2, 1 - 3.

Maður leiksins:
Kristján Orri (brjálað að gera í dag og kláraði sitt afar vel).

Mörk:

32 mín - Anton Sverrir úr afar öruggu víti.

Vallaraðstæður: Hvar eigum við að byrja? Afar slæmar. Mikil snjókoma og slæmt skyggni. Völlurinn fylltist af snjó og varð að einum "slabb-grauti". Smá vindur og nett kalt.
Dómari:
Egill T og Kiddi - afar pró þrátt fyrir slæmar aðstæður.
Áhorfendur: Fullt af fólki upp í stúku eða inni í heimili.

Liðið:

Krissi í markinu - Valli og Úlli bakverðir - Gummi og Nonni miðverðir - Stebbi og Arnþór á köntunum - Tolli og Viddi á miðjunni - Anton Sverrir og Árni Freyr frammi. Varamenn: Kommi og Jóel. Vantaði: Arnar Kára og Kristján Einar.

Frammistaða:

Krissi: Snilldar leikur - bjargaði okkur trekk í trekk.
Valli: Nokkuð seigur á stullunum - mikið í baráttunni - fínn leikur.
Úlli: Nokkuð sterkur - út allann leikinn.
Gummi: Vantar aðeins upp á leikæfinguna - en gerði samt sitt.
Nonni: Klárlega í klassa formi - á fullu allann leikinn og stanslaust í baráttunni.
Stebbi: Fínn í fyrri - en lítið með í seinni.
Arnþór: Vantaði aðeins meiri kraft - fann sig aðeins betur á miðjunni en sem christiano!
Tolli: Djöflaðist vel, pásaði smá eftir vænt högg - og hélt svo áfram að djöflast.
Viddi: Nokkuð seigur, fínir boltar og reyndi flotta hluti en eins og svo margir í seinni þá komumst við nánast ekkert fram á við.
Anton S: Flottur í fyrri og þurftu fjölnismenn alltaf að brjóta til að stoppa hann - smá pirr en slapp. Sást lítið í seinni.
Árni Freyr: Fékk litla hjálp frammi og var yfirleitt að djöflast einn á móti 4 fjölnismönnum.

Kommi: Nokkuð frískur í byrjun en fékk úr litlu að moða í seinni - sást lítið í seinni eins og svo margir.
Jóel: Slapp en oft verið öflugri - vantaði að fara af meiri krafti í tæklingar.

Almennt um leikinn:

+
Allir kláruðu leikinn án þess að væla út af kulda eða meiðslum.
+ Flottir í návígum/tæklingum í vörninni (vantaði aðeins á miðjunni).

+
Markvarslan til fyrirmyndar.

-
Stóðum alveg frosnir upp til hópa í seinni hálfleik og komumst varla yfir miðju.
- Eiginlega ekkert að gera sóknarlega í seinni hálfleik.
- Aumar sendingar sem Fjölnis menn tóku fegins hendi.

- Hættum eftir annað markið.
- Varnarleikurinn frekar "sjeikí". Gekk illa að hreinsa boltanum burtu og ýta út.


Í einni setningu: Nokkuð seigir í fyrri hálfleik en eins og sprungin blaðra í þeim seinni. Aðstæðurnar greinilega ekki að okkar skapi en hefði viljað sjá menn gera betur í seinni hálfleik, sérstaklega sóknarlega. Leikurinn er 70 mín og erum einungis að klára um 50 mín þessa daganna. Vinnum í því.

- - - - -

Þróttur 1 - Fjölnir 5.
Rvk mótið

Dags: Laugardagurinn 17.mars 2007.
Tími: kl.15.20 - 16.35.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 0 - 2.
Gangur leiksins:
0 - 1, 0 - 2, 0 - 3, 0 - 4, 1 - 4, 1 - 5.

Maður leiksins:
Tryggvi (hraður og hættulegur allann leikinn).

Mörk:

55 mín - Daníel Örn með skot sem hafði viðkomu í varnarmanni Fjölnis.

Vallaraðstæður: Engin snjókoma og nokkuð hlýtt - en völlurinn skelfing - snjórinn að bráðna og boltinn gekk brösulega.
Dómari: Egillb og Kiddi - sá fyrrnefndi soldið stirður út af nárameiðslum!
Áhorfendur: Þónokkrir - inni og úti.

Liðið:

Sindri í markinu - Sindri og Silli bakverðir - Óli og Daði miðverðir - Maggi og Mikki á köntunum - Dagur, Salómon og Tryggvi á miðjunni - Danni Ö einn frammi. Varamenn: Kristófer og Seamus. Vantaði: Högna og Davíð Þór.

Frammistaða:

Sindri: Margt gott - gat lítið gert í mörkunum - mætti kalla og stjórna mennina fyrir framan sig.
Sindri: Nokkuð góður leikur - var mikið í boltanum og barðist.
Silli: Frekar daufur í leiknum en djöflaðist samt og gerði sitt.
Óli: Frekar öflugur en vantaði að tala betur við Daða og skipuleggja betur vörnina.
Daði: Gerði oft vel en mætti skipa leikmönnum í kringum um sig meira fyrir - vantaði svo aðeins betra skipuleg með Óla.
Maggi: Ágætisleikur, bæði á kantinum og í bakverðinum - þarf bara að vera búinn að sjá fyrir hvað gera skuli við boltann áður en hann kemur til hans.
Mikki: Vantar að losa boltann aðeins fyrr - meiri kraft í langar sendingar - en samt flottur í öllum þremur stöðunum.
Dagur: Frekar sprækur - duglegur að finna sér svæði - vantar að skjóta meira sjálfur - fara alla leið sjálfur.
Salli: Ágætisleikur - góð barátta - vantaði að fá fleiri skot á markið.
Tryggvi: Afar sterkur á kantinum og fór trekk í trekk upp fram hjá Fjölnismönnunum - en óheppinn að klára ekki eða setja boltann á samherja sem kláraði.
Danni: Fínasti leikur - vantaði samt að klára betur.

Kristó: Nokkuð góður leikur - tapar varla tæklingu.
Seamus: Flottur leikur - flott keyrsla upp og niður kantinn.

Almennt um leikinn:

+
Fengum fullt af "sjensum" eftir að hafa brunað upp hægri kantinn.
+ Náðum að setja góða pressu á þá og ýta vel með í sóknina.

+
Flestir leikmenn tóku vel á því - skiluðu sér vel tilbaka sem og með í sóknina.

-
Vorum of framarlega í vörninni og misstum Fjölnismennina inn fyrir okkur - þ.e. engin elti þá inn og engin bakkaði til að "svípa" á móti þeim.
- Fullt fullt af færum sem fóru forgörðum.
- Sofnuðum eftir að hafa legið í sókn og Fjölnir skoraði alla veganna 2 mörk úr skyndisóknum.

- Vantar grimmd og tal í vörnina.

Í einni setningu: Furðulega stórt tap miðað við hvernig við vorum að spila á köflum. Áttum allann leikinn í um 20 mín í seinni hálfleik, fullt af færum en samt ná þeir að skora tvö mörk á okkur á þessum kafla! Verulega slakir í að klára og enn slakari að vinna úr skyndisóknum þeirra. Margt flott í gangi en yfir heildina megum við ekki fá svona mörg mörk á okkur!

- - - - -

Þróttur 0 - Fjölnir 2.
Rvk mótið

Dags: Laugardagurinn 17.mars 2007.
Tími: kl.16.40 - 17.50.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 0 - 1.
Gangur leiksins:
0 - 1, 0 - 2.

Maður leiksins:
Siggi T / Hilmar (topp leikur í 70 mín).

Vallaraðstæður: Nú var veðrið orðið geggjað - sól í byrjun en svo smá snjókoma í lokin - völlurinn auður og nokkuð hlýttt.
Dómari: Ingvi og Kiddi - "flottast" dæmdi leikur dagsins!
Áhorfendur: Héldu sig flestir inni en voru frekar margir.

Liðið:

Orri í markinu - Gummi S og Arnór Daði bakverðir - Siggi T og Matti miðverðir - Guðmar og Hilmar á miðjunni - Viktor og Arianit á köntunum - Eiður T og Arnþór F frammi. Vantaði: Lárus Hörð, Hákon og Samúel.

Frammistaða:

Orri: Klassa leikur - óheppinn í fyrsta markinu - en annars átti hann alla bolta.
Gummi: Varla feilspor allann leikinn - öruggur og átti flottann leik.
Arnór: Fyrsti leikur í þónokkurn tíma - en það var ekki að sjá. Greinilega í fínu formi - góður leikur.
Sigurður: Eins og klettur í vörnni - las leikinn vel og batt vörnina saman.
Matthías: Góður leikur í vörninni - hélt stöðunni vel og vann fullt af boltum.
Guðmar: Á milljón allann leikinn - kom sér í fullt af færum - klaufi að skora ekki alla veganna eitt mark.
Hilmar: Snilldar leikur á miðjunni - vann fullt af boltum og skilaði boltanum vel frá sér.
Arianit: Mikið í boltanum - duglegur en vantar að losa boltann fyrr og fá hann þá aftur.
Viktor: Duglegur á kantinum - á fullu allann leikinn - en átti það til að missa boltann.
Eiður T: Þvílíkt öflugur frammi - afar góð keyrsla en óhepppinn að skora ekki í dag.
Arnþór: Duglegur að losa sig og fá boltann - vantaði samt meiri vinnslu.


Almennt um leikinn:

+ Bjuggum til fullt af flottum færum.
+ Orri þvílíkt á tánum í markinu - át alla bolta.
+ Menn flottir í sínum stöðum og gerðu allt rétt. Ágætis tal.
+
Allir 11 leikmennirnir kláruðu leikinn án þess að fá skiptingu og án þess að væla yfir þreytu eða meiðslum.

-
Vantar að vera rólegri við markið og nýta færin okkar.
- Vantaði stundum að líta upp og senda boltann fyrir markið í staðinn fyrir að skjóta.
- Lokuðum ekki nógu vel fyrir skotin þeirra.

- Bakverðirnir hefðu mátt koma meira með í sóknina - reyndar vantar það hjá öllum okkar liðum.

Í einni setningu: Skemmtilegasti leikur dagsins. Fengum svona 15 færi til að skora en allt kom fyrir ekki! Allir 11 áttu góðan leik og geta verið feitt ánægður með sig. Flottur fyrsti leikur í mótinu.

- - - - -

Friday, March 16, 2007

Leikir v Fjölni í Rvk mótinu!

Leikmenn

Á morgun, laugardag eru fyrstu leikir okkar í Rvk mótinu og eru þeir við Fjölni á gervigrasinu okkar. Passið að undirbúa ykkur vel, ekki of seint að sofa í kvöld og borða góðan morgunmat. Munið eftir öllu dóti í tösku og að mæta tímanlega (í klefa 1)! Þeir sem ekki keppa á morgun keppa svo á mánudag v Aftureldingu (betur auglýst um helgina).

Sjáumst hressir, Þjálfarar

- - - - -

- Mæting kl.13.00 niður í Þrótt á morgun, laug – keppt við Fjölni frá kl.4.00 – 15.15:

Kristján Orri – Árni Freyr – Stefán Tómas – Arnþór Ari – Anton Sverrir – Jón Kristinn – Arnar Kári – Viðar Ari – Kormákur – Guðmundur AndriValgeir Daði – Þorleifur – Úlfar Þór – Jóel.

- Mæting kl.14.20 niður í Þrótt á morgun, laug – keppt við Fjölni frá kl.15.20 – 16.35:

Sindri – Dagur Hrafn – Sindri Þ - Sigvaldi – Daði ÞórHögni HjálmtýrÓlafur Frímann – Mikael Páll - Tryggvi – Daníel Örn – KristóferMagnús Helgi – Salómon – Seamus – Davíð Þór.

- Mæting kl.15.40 niður í Þrótt á morgun, laug – keppt við Fjölni frá kl.16.40 – 17.55:

Orri – Guðmar – Sigurður T – Guðbjartur – Arnþór F – Arnór Daði – Eiður Tjörvi – Guðmundur S – Hilmar – Lárus Hörður – ArianitHákon – Matthías – Samúel – Viktor Berg.

Meiddir / komast ekki / ekki mætt lengi / spila á mánudag v Aftureldingu :

Jón Ragnar - Egill F – Haraldur – Stefán Karl - Emil Sölvi – Kevin Davíð - Aron Vikar – Ágúst J – Eyjólfur Emil – Guðmundur Ingi – Styrmir – Anton Helgi – Kristján Einar – Reynir.


Bláir mættu ekki á æfingu áðan en verða vonandi klárir á morgun!!

Reykavíkurmótarmappan!

Hey.

hérna er rvk-mótar-mappann með smáu letri.
Njótið vel:

- - - - -

4.flokkur karla
Knattspyrnufélagið Þróttur
Reykjavíkurmótið 2007

Leikmenn – foreldrar – forráðamenn

Nú byrjar Reykjavíkurmótið (Rvk mót KRR) á morgun, laugardag - með þremur leikjum, en við erum einmitt skráðir með 3 lið í mótinu.

Það verður u.þ.b. einn leikur á viku (sjá hér fyrir neðan) og yfirleitt spilað á laugardögum. Við munum ekki festa liðin – heldur boða sérstaklega í hvern leik fyrir sig. Árgangarnir koma til með að blandast - menn koma til með að rúlla eitthvað á milli liða og þá í tenglsum við hvernig menn standa sig í leikjum og á æfingum. Og einnig er mikilvægt að mæta áfram vel.

Hvert lið verður með fyrirliða sem sér um upphitun og fleira. Við erum með nokkra “kandídata” í huga og látum vita hverjir það eru þegar mætt er til leiks.

Mikilvægt er að hver leikmaður haldi vel utan um sína æfingatíma og leiki því í apríl og maí getur verið einhver ruglingur á æfingum og leikjum vegna fjölda leikja í þessu móti.

Eins og sagði þá fylgja leikdagar hér með – og ættu þeir alveg að haldast. Einnig fylgja með ýmsar aðrar upplýsingar sem gott er að rifja upp!
Hafið svo endilega samband ef þið hafið einhverjar athugasemdir.


Ok sör. Kær kveðja,
Ingvi 869-8228 -
ingvisveins@langholtsskoli.is

Leikir í Reykavíkurmótinu 2007

Mars:

lau. 17. mar 14:00 A-lið Gervigrasvöllur Laugardal Þróttur R. Fjölnir
lau. 17. mar 15:20 B-lið Gervigrasvöllur Laugardal Þróttur R. Fjölnir
lau. 17. mar 16:35 C-lið Gervigrasvöllur Laugardal Þróttur R. Fjölnir

lau. 24. mar 13:00 A-lið Fylkisvöllur Fylkir Þróttur R.
lau. 24. mar 14:20 B-lið Fylkisvöllur Fylkir Þróttur R.
lau. 24. mar 15:40 C-lið Fylkisvöllur Fylkir Þróttur R.

Apríl

lau. 14. apr 10:00 A-lið ÍR-völlur ÍR Þróttur R.
lau. 14. apr 11:20 B-lið ÍR-völlur ÍR Þróttur R.
lau. 14. apr 12:40 C-lið ÍR-völlur ÍR Þróttur R.

lau. 21. apr 13:00 A-lið Gervigrasvöllur Laugardal Þróttur R. KR
lau. 21. apr 14:20 B-lið Gervigrasvöllur Laugardal Þróttur R. KR
lau. 21. apr 15:40 C-lið Gervigrasvöllur Laugardal Þróttur R. KR

lau. 28. apr 12:30 A-lið Leiknisvöllur Leiknir R. Þróttur R.
lau. 28. apr 13:50 C-lið Leiknisvöllur Leiknir R. Þróttur R.

Maí:


þri. 01. maí 13:00 A-lið Gervigrasvöllur Laugardal Þróttur R. Valur
þri. 01. maí 14:20 C-lið Gervigrasvöllur Laugardal Þróttur R. Víkingur R. 2

lau. 05. maí 11:30 A-lið Egilshöll Víkingur R. Þróttur R.
lau. 05. maí 12:50 B-lið Egilshöll Víkingur R. Þróttur R.
lau. 05. maí 14:10 C-lið Egilshöll Víkingur R. Þróttur R.

sun. 13. maí 13:00 A-lið Gervigrasvöllur Laugardal Fjölnir 2 Þróttur R.
sun. 13. maí 14:20 B-lið Gervigrasvöllur Laugardal Fjölnir 2 Þróttur R.
sun. 13. maí 15:40 C-lið Gervigrasvöllur Laugardal Fjölnir 2 Þróttur R.

fim. 17. maí 13:00 A-lið Gervigrasvöllur Laugardal Þróttur R. Fram
fim. 17. maí 14:20 B-lið Gervigrasvöllur Laugardal Þróttur R. Fram
fim. 17. maí 15:40 C-lið Gervigrasvöllur Laugardal Þróttur R. KR 2

- - - - -


Þetta er “glás” af leikjum! Gott er að láta vita í tíma ef þið komist ekki í einhvern leik - Það þarf að vera í lagi. Við æfum sem fyrr 3 sinnum á virkum dögum. Og svo bætast leikirnir við um helgar. Auk þess sem við skellum inn einhverju stuði hér og þar. Passið svo vel upp á félagann og minnið hvorn annan á æfingar, leiki ofl.

Dagskrá meistaraflokks í vor:


sun. 11. mar 17:00 Lengjubikar karla - A deild R2 Egilshöll Þróttur R. Breiðablik 1-4
lau. 24. mar 15:00 Lengjubikar karla - A deild R2 Egilshöll Þróttur R. Fram
lau. 31. mar 17:00 Lengjubikar karla - A deild R2 Egilshöll Þróttur R. ÍBV
fös. 13. apr 19:00 Lengjubikar karla - A deild R2 Egilshöll Þróttur R. ÍA
fim. 19. apr 17:00 Lengjubikar karla - A deild R2 Egilshöll Fjölnir Þróttur R.
sun. 13. maí 17:00 1. deild karla Eskifjarðarvöllur Fjarðabyggð Þróttur R.
fös. 18. maí 20:00 1. deild karla Valbjarnarvöllur Þróttur R. Stjarnan
fös. 25. maí 20:00 1. deild karla Leiknisvöllur Leiknir R. Þróttur R.
fim. 31. maí 20:00 1. deild karla Valbjarnarvöllur Þróttur R. KA


4.flokkur karla – vor ´07 Nokkur (gömul) atriði til athugunar!

· Byrjum allar æfingar á 3 stórum hringjum fyrir hverja æfingu – á gervigrasinu + teygja. Gott er að vera mættur aðeins fyrr og vera búinn með það áður en æfingin byrjar. Ekki mæta á mínútunni – verið frekar mættir aðeins fyrr inn í klefa til að rabba saman og svoleiðis. Einnig á að taka 4*20 (20 armbeygjur – 20 hopp – 20 magaæfingar og 20 bakæfingar). Þetta er það sama og við höfum reynt að hafa.
· Hjálpið okkur sérstaklega að passa upp á nýju boltana okkar. (sem við fáum í næstu viku) Munum að telja boltana áður en við byrjum og eftir æfingu förum við inn með sama fjölda og við byrjuðum með.
· Spurning um að taka með sér vatnsbrúsa á æfingar!
· Takið með ykkur dótið í tösku í leiki. Það mætir engin klár í dótinu. Stemning inn í klefa er þokkalega mikilvæg.
· Tökum okkur á varðandi hreinlæti. Sturta eftir leiki héðan í frá.
· Hugsum áfram um matarræði. Ekki taka 3-4 nammidaga í viku!
· Við þurfum að fara að taka betur á á æfingum – virkilega búnir á því þegar þær eru búnar - taka vel á í þennan stutta tíma sem æfingin tekur. Ok sör.
· Verið duglegir að gera eitthvað “auka”. T.d. kíkja út á gras í nokkrar aukaspyrnur, halda á lofi ofl.
· Það á að vera gaman á æfingum og í leikjum – það er alger skylda! Það nennir engin að hlusta á röfl og leiðindi, bögg og skammir – það hefur ekki sést og mun ekki sjást hjá okkur.
· Verið jákvæðir, sýnið áhuga, sýnið þroska, verið tillitssamir, hegðið ykkur vel og verið okkur, foreldrum ykkar og félaginu til sóma. Alltaf.


- - - - -

Thursday, March 15, 2007

Fööööstudagur!

Halló halló!

Það snjóar eins og ljónið úti - en við vonum að völlurinn verði nettur
í dag og ekki of kalt - planið í dag, föstudag:

- Æfing hjá öllum kl.16.00 - 17.30 á öllu gervigrasinu.

Síðasta æfing fyrir leik - möst að allir mæti! En ef menn komast ekki þá
endilega að smessa á okkur þannig að við getum smessað aftur á ykkur
hvenær á að mæta í leikina á morgun!

Ok sör.
Ingvi (869-8228), Egill og Kiddi

- - - - -

Fim!

Heyja.

Það er engin æfing í dag, fimmtudaginn 15.mars - Menn mega samt alveg
sprikla aðeins sjálfir í snjónum!

En í kvöld er samt stuttur foreldrafundur hjá foreldrum eldra ársins.
Hefst hann kl.20.00 niður í Þrótti.

Rætt verður um fyrirhugaða utanlandsferð, fleiri fjáraflanir ofl.

Mási lofar kexi og kaffi - Vonum að sem flestir ná að mæta ☺

Kveðja,
Foreldraráð

Fatamál - ítrekun!

Hey

Það hafa einungis 16 leikmenn greitt fyrir fötin sín – þannig að um 35 leikmenn eiga eftir að gera upp.

➢ Síðasti “sjens” til að gera upp er núna föstudaginn kemur (16.mars) en eftir það verður pöntunin send á Sportland.

➢ 3/4 buxurnar voru á 2000kr, háskólabolurinn var á 2000kr og keppnistreyjan á 3750kr.

➢ Reikningsnúmerið er : 1155-26-7494 og kennitalan er: kt. 271158-2549. Einnig get ég tekið við pening ef ykkur finnst það þægilegra.

➢ Ef þið eruð ekki vissir um hvað þið pöntuðuð, hvort þið hafið yfir höfuð pantað, eða eigið eftir að panta, þá endilega heyrið í Helgu, sem er yfir fatanefndinni. Hún er með 898-2026 og sund@hive.is

Strákar - klárum etta!

Kær kveðja,
Helga sund@hive.is s. 898 2026
Álfheiður aardal@internet.is s.659 6616
Bergþóra berthora@karitas.is s. 6634787

Ingvi ingvisveins@langholtsskoli.is s. 869-8228

Tuesday, March 13, 2007

Miðvikudagurinn 14.mars!

Heyp.

Eruði að grínast hvað ég var í nettum buxum á æfingu í gær en engin sagði "nettar buxur"! Eruði að grínast hvað markmannsæfingarnar voru nettar í gær! Eruði að grínast hvað Toppur er hér með nýi þrautaverðlaunadrykkurinn okkar! Eruði að grínast hvað ég rúllaði upp badmintonmótinu - og að egill hafi ekki þorað í kjallinn!

Alla veganna, það er tvennt að gerast á morgun, miðvikudag:

- Æfing hjá yngra árinu (og hjá þeim á eldra ári sem ekki komust í badminton) kl.16.00 - 17.30 á gervigrasinu! Förum m.a. í 1v1, 2v1 og 3v2 + hressa sprettæfing!

- Leiksýning Menntaskólans við Sund; Rómeó og Júlíus - kl.20.00 í Loftkastalanum! Jamm - okkur er boðið á sýninguna og vona ég að sem flestir eru "game". 4.fl kvk verður örugglega líka á staðnum. Þetta er víst massa skemmtilegt leikrit og gaman að breyta til og kíkja á stykkið. Ég mun afhenda miða á æfingunni - en líka er hægt að heyra í mér og bóka komu ykkar og þá hitti ég ykkur bara fyrir framan Loftkastalann kl.19.45.

Ok sör!
Heyrumst á morgun.
Ingvi og co.

Þrið!

Jó.

Það er sem sé badminton-mót eldra ársins í dag, þriðjudag:

- Mæting kl.15.45 niður í TBR. Allt ætti að vera búið um kl.17.00.

Ingvi tekur annan sýningarleik! (já, á einari, með lepp og spaðann í vinstri).
Verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin!

Ef menn komast ekki í dag þá bara endilega mæta á æfingu á morgun í staðinn.

Síja,
Ingvi (the lighting) - Egill (the turtle) og Kiddi (fær ekki einu sinni að koma með).

Sunday, March 11, 2007

Vikan!

Jó.

Svona verður vikan (12-18.mars) hjá okkur :

Mán 12.mars: Æfing - Allir - Frjáls mæting - Gervigrasið kl.16.00 - 17.30.

Þrið 13.mars: Badminton – Eldra árið – mæting kl.15.45 niður í TBR – koma með spaða ef þið eigið – annars bara venjulegt innanhúsdót. Og engin læti!

Mið 14.mars: Æfing - Yngra ár. Gervigrasið kl.16.00-17.30. (frí hjá eldra árinu en mega mæta). - Markmenn hjá Rúnari kl.16.30! Leikhúsferð um kvöldið á leikrit MS; Rómeó og Júlíus - sýnt í Loftkastalnum kl.20.00. Ókeypis inn.

Fim 15.mars: Frí.

Fös 16.mars: Æfing + spjall – Allir – Gervigrasið – kl.16.00 – 17.45. Síðasta æfing fyrir leik.

Laug 17.mars: 3 leikir í Rvk mótinu v Fjölni á gervigrasinu okkar. Frá kl.14.00 til kl.17.30.

Sun 18.mars: Frí.

Heyrumst,
Ingvi – Egill og Kiddi.

p.s. youtube.com - gamlar nike auglýsingar takk fyrir.


- - - - -

Saturday, March 10, 2007

Mánudagurinn 12.mars!

Hey hó.

Það er frjáls mæting á æfingu í dag, mánudag!
Við hittumst fimm sinnum í síðustu viku þannig að menn
geta slappað af ef þeir vilja - en þeir sem komust
lítið í síðustu viku láta endilega sjá sig:

- Æfing kl.16.00 - 17.30 hjá öllum á gervigrasinu - frjáls mæting!

Við verðum nú mest í spili en kryddum etta smá með nokkrum ferskum æfingum!
Auk þess fá markmenn svaðalegar tuttugu mínútur með "el kisó" (ég sko). Aldrei að vita
nema við tökum eina powerade/ávaxtaskáls þraut! og annað trix er ready :-)

Sjáumst hressir,
Ingvi og hinir gaurarnir adna.

Leikir v Breiðablik - sun!

Jebba.

Þrír leikir í dag - nokkuð góð keyrsla, góð mæting og ertu að
grínast með veðrið!! en allt um leikina þrjá hér:

- - - - -

Þróttur 2 - Breiðablik 1.
Æfingaleikur

Dags: Sunnudagurinn 11.mars 2007.
Tími: kl.9.30 - 10.45.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Gangur leiksins:
0 - 1, 1 - 1, 2 - 1.

Maður leiksins:
Kristján Orri (afar nettur leikur).

Mörk:

26 mín - Arnþór Ari með mark úr aukaspyrnu
58 mín - Árni Freyr með geggjaða "klárun" eftir snilldar spil upp kantinn.

Vallaraðstæður: Ja hérna, hvað skal segja! Allar veðurtýpur létu sjá sig, en völlurinn slapp.
Dómari: Þriggja dómara system takk fyrir. Kiddi góður og matti og oddur nettir á línunni.
Áhorfendur: Gott crowd upp í stúku.

Liðið:

Krissi í markinu - Valli og Óli bakverðir - Nonni og Úlli miðverðir - Viðar og Arnþór á miðjunni - Stebbi og Tolli á kantinum - Árni einn frammi. Varamenn: Arnar Kári, sem kom inn á eftir tíu, og Kommi.

Frammistaða:

Slugs - Reyni að heyra í leikmönnum fyrir Fjölnisleikinn.

Almennt um leikinn:

+
Varnarleikurinn enn og aftur sterkur hjá okkur, sem og markvarslan.
+ Menn að skila sinnis stöðu vel - og menn yfirleitt alltaf mættir tilbaka.

+
Mark nr.2 svo mikil gargandi snilld að það hálfa væri nóg.

-
Héldum boltanum ekki nógu vel - skýldum honum illa og misstum hann of oft klaufalega.
- Vantaði meiri hraða við að koma boltanum inn í eða fyrir.
- Vantaði meiri skot og meiri fyrirgjafir yfir höfuð.

- Slökuðum aðeins á í seinni hálfleik og eyddum mestum tímanum í að verjast.

Í einni setningu: Þokkalega nettur sigur hjá okkur. Kannski ekki okkar besti leikur en héldum samt út og skoruðum snilldar sigurmark rétt fyrir lokin.

- - - - -

Þróttur 0 - Breiðablik 1.
Æfingaleikur

Dags: Sunnudagurinn 11.mars 2007.
Tími: kl.10.45 - 12.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 0 - 1.

Maður leiksins:
Guðmundur Andri (afar sterkur - bara mæta eins og ljónið héðan í frá).

Vallaraðstæður: Ekki nógu spes vægast sagt. En við mössuðum það audda.
Dómari: Egill og Nonni/Kiddi - Mjög góðir.
Áhorfendur: Fullt af fólki lét sjá sig.

Liðið:

Orri í markinu - Högni og Silli bakverðir - Gummi og Kristó miðverðir - Jóel aftari miðja og Dagur fremri miðja - Seamus og Maggi á kantinum Salli og Tryggvi frammi. Varamenn: Mikki, Sindri Þ, Daníel Örn og Davíð Þór.

Frammistaða:

Slugs - Reyni að heyra í leikmönnum fyrir Fjölnisleikinn.

Almennt um leikinn:

+
Vörðumst vel - óheppnir að fá þetta eina kúka mark á okkur.
+
Orri flottur í markinu.
+
Héldum áfram allt fram á síðustu mínutu - og hefðum getað stolið einu stigi!

-
Sóttum á of fáum leikmönnum - vantar að menn komi með og keyri sig út.
- Vantaði stundum að halda línunni, eins og í markinu (ef við treystum agli að þetta hafi verið rangstæða).
- Enn og aftur þurfum við að vera sterkari í 1 v 1 varnarlega.

- Smá vesen í útspörkunum.

Í einni setningu: Naumt tap sem hefði getað endað með jafntefli ef við hefðum haft heppnina með okkur. En við höfum oft verið betri - og dugar ekkert slen á móti eins sterku liði og Breiðablik er.

- - - - -

Þróttur 2 - Breiðablik 5.
Æfingaleikur

Dags: Sunnudagurinn 11.mars 2007.
Tími: kl.12.00 - 13.10.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 2 - 1.
Gangur leiksins:
1 - 0, 2 - 0, 2 - 1, 2 - 2, 2 - 3, 2 - 4, 2 - 5.

Maður leiksins:
Viktor (flottur leikur en þarf aðeins að vinna með staðsetningar).

Mörk:

10 mín - Daníel Örn.
18 mín - Eiður Tjörvi með gott slútt.

Vallaraðstæður: Veðrið loksins orðið bærilegt og völlurinn góður.
Dómari: Sindri Már með gott comeback og Ingvi með honum. Par dagsins.
Áhorfendur: Þó nokkrir og flestir inni í hlýjunni.

Liðið:

Sindri í markinu - Hákon og Geiri bakverðir - Bjartur og Viktor miðverðir - Arnþór og Gummi S á köntunum - Guðmar og Sindri Þ á miðjunni - Eiður Tjörvi og Danni Örn frammi. Varamenn: Kevin Davíð - Lárus Hörður - Hilmar og Arianit.

Frammistaða:

Slugs - Reyni að heyra í leikmönnum fyrir Fjölnisleikinn.

Almennt um leikinn:

+
Flott spil og flott mörk sem við settum.
+ Snilldar markvarsla á köflum hjá Sindra.

+
Ágætis barátta í um helmingnum af liðinu - hefði farið allt öðruvísi ef allir 11 hefðu tekið á því á 100%.
+
Ágætis varnarleikur á köflum.

-
Mikið vesen að losa boltann í útspörkum - eitthvað sem við verðum að redda.
- Vantaði alveg að skipa hvor öðrum fyrir (dekkaðu þennan - ég er laus).
- Miðjumennirnir misstu alveg sitt svæði og bökkuðu ekki eins og þeir áttu að gera.

- Vantaði allann sprengtkraft í okkur í sókninni, ýta út að miðju - og bara sjálfstraust og trú að við værum alveg jafn góðir og þeir.

Í einni setningu: Frekar dapurt tap eftir að hafa verið yfir í hálfleik. Misstum alveg "dampinn" eftir hlé, héldum ekki stöðum og Breiðabliksmenn nýttu sér það það algjörlega.

- - - - -