Monday, April 30, 2007

Leikur v Val - þrið!

Jamm.

Það var einn leikur í dag, þriðjudaginn 1.maí - v Val á gervigrasinu.
Vorum sterkari aðilinn - eins og í síðustu þremur leikjun - en mörkin létu
bíða eftir sér! Flottur sigur engu að síður - allt um hann hér:

- - - - -

Þróttur 3 - Valur 0.
Rvk mótið

Dags: Þriðjudagurinn 1.maí 2007.
Tími: kl.13.00 - 14.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 0 - 0.

Maður leiksins:
Kormákur (Hraður, hættulegur og setti tvennu).

Mörk:

30 mín - Árni Freyr - Smellti honum í þaknetið með flottu skoti eftir snilldar sendingu frá Degi.
32 mín - Kormákur - Komst einn innfyrir (loksins) eftir flotta sendingu og kláraði eins og á að gera.
34 mín - Kormákur - Kláraði leikinn með föstu skoti rétt fyrir utan markteig - óverjandi.

Vallaraðstæður: Nokkuð hlýtt þótt sólinn hafi ekki látið sjá sig - völlurinn eins og hann er!
Dómari:
Kiddi og Nonni - flottir og létu ekki Steina þótt hann hafi æst sig pínku!
Áhorfendur: Fullt af liði - úr báðum liðum - nett stemmning.

Liðið:

Krissi í markinu - Úlli og Daði bakverðir - Nonni og Tolli miðverðir - Stebbi og Viddi á köntunum - Diddi og Arnþór á miðjunni - Tryggvi og Árni Freyr frammi. Varamenn: Anton Sverrir, Jóel, Dagur, Ólafur Frímann og Kormákur. Vantaði: Valgeir Daða.

Frammistaða:

Krissi: Flottur leikur - hélt hreinu (varla annað hægt ef svona upphitun).
Úlli: Klassa leikur - barðist vel eins og vanalega og átti alla bolta sín megin.
Daði: Duglegur að bjóða sig - og skilaði boltanum yfirleitt vel frá sér - var samt stundum aðeins of seinn að losa og fékk valsmanninn í sig.
Nonni: Einn einn klassa leikurinn. Ekkert meira um það segja.
Tolli: Massa vinnsla - étur alla bolta uppi og fer á menn eins og ljónið - óheppinn að meiðast tvisvar en veit að hann harki það af sér léttilega.
Stebbi: Topp leikur - komst oft upp kantinn en vantaði aðeins upp á að boltinn skilaði sér á framherjana.
Viddi: Líka í góðum málum - Spilaði sig oft frían í fyrri og átti nokkrar fyrirgjafir - Líka nettur miðsvæðis í seinni.
Diddi: Afar góður leikur - Bjargaði okkur og rúllaði miðverðinum upp - eins og í gamla daga!
Arnþór: Fannst hann ekki alveg í gírnum í byrjun - en allt annar þegar hann kom aftur inn á og sá með hinum um að klára leikinn síðustu fimm.
Árni Freyr: Gerði sitt - ótrúlega vel klárað í markinu sem kveikti í okkur - vantaði herslumunin í hinum færunum.
Tryggvi: Hættulegur og duglegur að koma sér í færi - óheppinn/klaufi að setja ekki mark á þá.

Kormákur: Brilliant innkoma - afar snöggur - fór trekk í trekk í gegn - og skoraði tvö frábær mörk.
Dagur: Aftur snilldar innkoma - lagði algjörlega upp fyrsta markið - lét árna fá hann á silfurfati - þarf samt að garga meira á boltann til að fá hann oftar.
Ólafur Frímann: Stóð fyrir sínu - prýðis leikur.
Jóel: Seigur - ferskari en í undanförnum leikjum (enda fermdur maður!)
Anton Sverrir: Mikið í boltanum og alltaf að búa eitthvað til eða koma sér í færi - var heldur oft rangstæður í leiknum (en kiddi tekur það kannski bara á sig).

Almennt um leikinn:

+ Losuðum oft vel úr pressu eftir útspörk með stuttu spili frá bakverði - á miðvörð á miðjumann (meira af því strákar því við eigum að ráða við það léttilega).

+
Hrikalega sterkir tilbaka - lítið um að þeir komust í gegn - Krissi sá algjörlega um þeirra hættulegasta færi.
+
Flott breidd í hópnum - Fullt af mönnum að standa sig - og nokkrir meir að segja fyrir utan hópinn (meiðsli ofl).
+
Héldum áfram alveg fram í lokinn - sem sýndi okkur bara að leikurinn er ekki búinn fyrr en eftir 70 mínútur.

-
Óheppnir að klára ekki nokkur upplögð færi.
- Ferlega oft rangstæðir í leiknum - sjáum ekki línuna nógu vel - eða menn eru of seinir að senda menn í gegn.
- Vorum aðeins of góðir við okkur og fórum ekki í allar tæklingar á fullu.
-
Vantaði aðeins að menn vönduðu sig meira í sendingum.
- Vorum of mikið í kýlingum í fyrri hálfleik sem ekkert kom upp úr. Alltaf beint á Valsara.
- Leikurinn ekki tekinn upp á vídeó - hefði verið afar sterkur leikur.

Í einni setningu: Kláruðum leikinn örugglega síðustu fimm mínúturnar - þeir stóðu alveg í okkur og vörðust vel - en náðum að brjóta þá niður í lokinn eins og klassa liði sæmir og uppskárum þriggja marka sigur. Flottur karakter og svo er það bara Víkingur á laugardag (til að koma okkur í 3 - 3).

- - - - -

Saturday, April 28, 2007

Leikir - Þrið!

Jájó.

Það er einn leikur á morgun, þriðjudag, v Val á heimavelli - átti að vera annar leikur við Víking 2 en þeir drógu lið sitt úr keppni. Þannig að eitt lið keppir - en aðrir eru í fríi en mega endilega láta sjá sig niður í Þrótt á morgun. Svo keppa vonandi allir við Víkinga næsta laugardag (3 leikir).

Sé ykkur,
Ingvi og co.

- - - - -

- Leikur v Val - Mæting kl.12.00 niður í Þrótt (klefa 1) - keppt frá kl.13.00 - 14.15:

Kristján Orri - Daði Þór - Jón Kristinn - Þorleifur - Úlfar Þór - Kristján Einar - Arnþór Ari - Stefán Tómas - Viðar Ari - Árni Freyr - Tryggvi - Kormákur.

Varamenn - Mæta kl.12.45 niður í Þrótt (klefa 1): Anton Sverrir - Jóel - Valgeir Daði - Ólafur Frímann - Dagur Hrafn.

- - - - -

Mánudagur!

Jamm jamm.

Bara sunny stemmning alla helgina - og menn væntanlega farnir að hlakka til skólafrísins á þriðjudag, eða bara ég!

Alla veganna, æfum í tvennu lagi á morgun, mánudag, - vonandi ferskar æfingar frá þjálfaranámskeiðinu :-) Planið er:

- Æfing hjá eldra árinu - kl.15.00 - 16.00 á gervi.

- Æfing hjá yngra árinu - kl.16.00 - 17.00 á gervi.

Tökum skipulagðar og kröftugar 60 mín á hóp (missum nefnilega völlinn fimm). Held að ég lofi nýju boltunum loksins! Tökum sendingar + góða keyrslu í fámennu spili, og reyni að setja tæknitest nr.3 inn á morgun (ef bjöggi plöggar tækniaðstoð).

Síja.
Ingvi og co.

Leikir v Leikni - laug!

Yess.

Skelltum okkur upp í Breiðholt aftur og nú var komið að Leikni. Snilldar byrjun í fyrsta leiknum færði okkur flott 3 stig - vindurinn í seinni hálfleik í seinni leiknum gerði ekki gott mót fyrir okkur og niðurstaðan tap þar. En allt um leikina hér:

- - - - -

Þróttur 4 - Leiknir 0.
Rvk mótið

Dags: Laugardagurinn 28.apríl 2007.
Tími: kl.12.30 - 13.40.
Völlur: Leiknis-gervigras.

Staðan í hálfleik: 3 - 0.

Maður leiksins:
Jón Kristinn (ekki einn "feill" aftast).

Mörk:

3 mín - Anton Sverrir með mark beint úr horni.
5 mín - Stefán Tómas klárar með flottum skalla.
7 mín - Arnþór Ari með annað mark beint úr horni.
51 mín - Dagur með flotta "klárun".

Vallaraðstæður: Frekar mikill vindur sem hafði afar mikið að segja - annars var völlurinn fínn.
Dómari:
Ungur strákur sem sem var sóló - stóð sig mjög vel.
Áhorfendur: Mér sýndist sjá fullt af fólki hinum megin við völlinn!

Liðið:

Krissi í markinu - Daði og Ólafur F bakverðir - Nonni og Tolli miðverðir - Stebbi og Viddi á köntunum - Arnþór og Diddi á miðjunni - Árni Freyr og Anton Sverrir frammi. Varamenn: Valli, Jóel, Tryggvi, Dagur og Kommi.

Pælingar fyrir leik:

Krissi: Stjórna vcl - Kalla - Útspörkin strax.
Daði: Áfram öruggur - Koma með í sóknina.
Óli: Sama og hjá Daða - duglegur að koma með upp kantinn.
Nonni: Passa allar sendingar aftast - Loka á hávaxna senterinn þeirra - Stjórna með Tolla.
Tolli: Laga aðeins móttöku boltans - Passa að missa hann ekki of langt frá sér - Koma með langa bolta á Árna.
Stebbi: Tímasetja hlaupin sín - sjá línunna - Koma svo snöggt með inn í.
Viddi: Duglegur að losa sig - halda vídd - fá boltann fastann innfyrir + fyrirgjafir.
Arnþór: Duglegur að koma og fá boltann - Vinna vel með Didda um hvor tekur Birki (miðjumann Leiknis).
Diddi: Passa að skýla boltanum vel - Duglegur að skipta boltanum um kant -
Vinna vel með Arnþóri um hvor tekur Birki (miðjumann Leiknis).
Árni Freyr: Fá boltann, skýla og finna svo miðjumennina í lappir - Taka þríhyrninga - fá boltann aftur.
Anton Sverrir: Koma og fá boltann inn á miðjuna - Passa að halda boltanum ekki of lengi - Vinna hratt.

Kommi: Nýta hraðann vel - Vera duglegur að fara á mennina.
Tryggvi: Stjórna hraðanum - Passa að missa hann ekki of langt frá sér.

Jóel: Koma inn á, á góðu tempói og halda því -
Valli: Passa þversendingar - koma með í sóknina - áfram "solid".
Dagur: Vera ákveðinn og tala meira - Duglegur að fara á mennina.

Frammistaða:

Krissi: Reyndi ekki mikið á hann nema kannski í lokin - en annars allt perfectó.
Daði: Mjög góður leikur - algjörlega mastarera essa stöðu - kom ágætlega vel með fram en má gera meira af því.
Óli: Líka fínn leikur - öflugur, talaði vel og kláraði sína menn.
Nonni: Massa solid í miðverðinum - fer í alla boltan - þarf bara að passa að fara ekki of langt úr stöðunni.
Tolli: Öflugur með nonna - vann öll návígi - hefði alveg mátt koma upp með boltann oftar - eða "blasta" honum upp í horn (erfitt í dag reyndar út af vindinum).
Stebbi: Flottur leikur og annar leikurinn í röð sem hann setur hann - bæði mörkin nákvæmlega eins og við töluðum um - koma með á fullu inn í - líka flottur í bakverðinum.
Viddi: Fínn leikur - hélt þeirra sterkasta manni alveg niðri, ásamt óla.
Arnþór: "Solid" á miðjunni - vann vel fram á við sem og tilbaka. Var mikið í boltanum.
Diddi: Vann vel - stjórna og kallaði eins og á að gera - keyrði sig vel út.
Árni Freyr: Fín vinnsla - alltaf á hreyfingu - vantar kannski smá að vinna betur með Antoni S.
Anton Sverrir: Nokkuð góður leikur á móti gömlu félögunum - hættuleg horn - lala aukaspyrna í seinni - förum í það á æfingu.

Kommi: Þvílíkt sprækur - komst nánast alla leið að markinu nokkrum sinnum en óheppinn að fá ekki mark úr því.
Tryggvi: Líka afar öflugur - gaf leiknismönnum engan grið og vann eins og ljón.

Jóel: Fín innkoma - mikið í boltanum og dreifði honum nokkuð vel.
Valli: Gerði allt rétt þanngað til leiðinda bakmeiðslin létu sjá sig.
Dagur: Klassa innkoma - Nokkuð mikið í boltanum á kantinum - hefði mátt vera aðeins lengra út við línu stundum og kalla - en annars flottur, og flott mark.

Almennt um leikinn:

+
Byrjuðum af krafti - nýttum okkur vindinn og komumst í 3-0.
+
Lokuðum algjörlega á þá í vörninni.
+
Héldum þeirra sterkustu mönnum algjörlega niðri.
+
Loksins fullur hópur - sterkur og allir skiluðu sínu.

-
Réðum ekki alveg nógu vel við boltann í rokinu - hefði mátt ganga betur á milli manna.
-
Vantaði að skjóta aðeins fyrr á markið nokkrum sinnum.
-
Mættum stjórna hvor öðrum aðeins betur.
-
Viljum alltaf sækja beint að markinu - fá boltann meira út á kantana (en þetta er að lagast).

Í einni setningu: Nauðsynleg 3 stig í hús - eftir fyrstu mínúturnar var engin hætta á að við myndum ekki klára þennan leik - spiluðum nokkuð vel en erfitt að láta boltann rúlla vel í rokinu. Fullur hópur í fyrsta skipti í mótinu og var það bara snilld. Sv0 bara Valur á þrið.

- - - - -

Þróttur 2 - Leiknir 6
Rvk mótið

Dags: Laugardagurinn 28.apríl 2007.
Tími: kl.13.40 - 14.50.
Völlur: Leiknis-gervigras.

Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Gangur leiksins:
0 - 1, 1 - 1, 1 - 2, 1 - 3, 1 - 4, 2 - 4, 2 - 5, 2 - 6.

Maður leiksins:
Reynir (sterkur fram á við - óheppinn að setja ekki fleiri).

Mörk:

18 mín - Eiður Tjörvi með flotta afgreiðslu og jafnaði þar leikinn (í bili).
45 mín - Reynir með snilldar "finish"

Vallaraðstæður: Völlurinn náttúrulega nettur en rokið algjört "killer".
Dómari:
Báðir dómarar voru bara nokkuð góðir (dómaraskipti í hálfleik).
Áhorfendur: Mér sýndist ég sjá nokkra í bílunum sínum.

Liðið:

Orri í markinu - Geiri og Kevin Davíð bakverðir - Mikki og Matti miðverðir - Arnþór F og Gummi á köntunum - Sindri og Reynir á miðjunni - Seamus og Eiður Frammi. Varamenn: Arianit, Birgir Örn og Samúel. Vantaði: Guðbjart og Guðmar.

Frammistaða:

Orri: Gerði margt afar vel - "svípaði" eins og á að gera og vann fullt af boltum - óheppinn út af vindinum einu sinni eða tvisvar. Snappaði samt við stöngina og er það eiginlega sekt!
Geiri: Vantaði smá meiri grimmd - en flottur með boltann - flottur á miðjunni í seinni.
Matti: Flottur í návígum og barðist vel - en vantaði betri staðsetningu og stjórnun þar sem hann var að spila miðvörð.
Mikki: Fyrsti leikurinn í þónokkuð langan tíma - frekar sprækur - mikið í boltanum og er með flotta yfirsýn - en átti nokkrar sendingar á leiknismenn sem getur verið dýrkeypt þarna aftast.
Kevin Davíð: Afar öflugur á köflun - en þarf að passa upp á hvar hann er staðsettur - ekki bolta yfir sig í innköstum og svoleiðis.
Arnþór F: Oft verið betri - hefði mátt reyna að komast í fleiri skotfæri í fyrri hálfleik - vinna á fram í vinnslunni.
Gummi: Mjög "solid" bæði á kantinum og í bakverðinum.
Sindri: Ágætis leikur - flottur með boltann og í návígum - en hefði mátt binda vörnina meira saman með Mikka í seinni.
Reynir: Flottur leikur - þarf bara að æfa vel héðan í frá (handboltinn hlýtur að fara bráðum í frí :-)
Seamus: Spilaði allann leikinn og keyrði sig vel út á köflum - en var oft einn á móti mörgum og lítið gerðist.
Eiður T: Nokkuð sprækur en vantaði smá aðstoð fram á við - hefði mátt vinna betur með Seamusi - tala meira.

Arianit: Hélt boltanum ágætlega og kom honum nokkuð vel frá sér - ágætis keyrsla.
Samúel: Soldið áttavilltur á köflum - en var sterkur og barðist vel.
Birgir Örn: Snilld að hann sé byrjaður aftur að æfa - keyrði sig út á kantinum.

Almennt um leikinn:

+
Flottur fyrri hálfleikur - óheppnir að setja ekki fleiri mörk á þá.
+
Orri oft afar vel á tánum og kom boltanum vel frá.
+
Vorum fljótir að taka útspörkin og koma boltanum í leik.
+
Mörkin tvö flott hjá okkur.

-
Misstum þá of oft innfyrir vörnina okkar - staðsettum okkur vitlaust.
-
Vantar að bjóða sig - biðja um boltann og aðstoða þar með félagann.
-
Vantaði meiri vinnu hjá senterunum.
-
Áttum ekki eitt skot né eina fyrirgjöf í fyrri hálfleik í gær. Allt of mikið miðjuþóf í gangi.
-
Of mikið af klaufamistökum í seinni þegar vindurinn var upp á sitt besta!

Í einni setningu: Frekar dapurt tap eftir frekar flottann fyrri hálfleik - vorum reyndar afar óheppnir í 2-3 mörkum - en hin voru bara út af lélegri varnarvinnu og lítillar baráttu - vinnum í því og klárum bara næsta leik.

- - - - -

Friday, April 27, 2007

Næstu leikir - laug (og þrið)!

Heyjóa.

Ekki eins og þið séuð hissa á að ég sé klukkutíma of seinn með etta - en tek etta á mig.
Hérna er planið fyrir morgundaginn - þeir sem keppa ekki á morgun, keppa þá á þriðjudaginn (en mæta audda líka á æfingu á mánudaginn).

The plan:

- Leikur v Leikni laugardag - Mæting kl.11.45 upp á Leiknisvöll í Breiðholti - keppt frá kl.12.30 - 13.40:

Kristján Orri - Kormákur - Jón Kristinn - Ólafur Frímann - Daði Þór - Þorleifur - Arnþór Ari - Kristján Einar - Viðar Ari - Stefán Tómas - Árni Freyr - Anton Sverrir - Valgeir Daði - Jóel - Dagur Hrafn - Tryggvi.

- Leikur v Leikni laugardag - Mæting kl.13.00 upp á Leiknisvöll í Breiðholti - keppt frá kl.13.40 - 14.50:

Orri - Þorgeir - Seamus - Guðbjartur - Matthías - Arianit - Sindri Þ - Mikael Páll - Guðmar - Guðmundur S - Eiður Tjörvi - Arnþór F - Birgir Örn - Samúel - Kevin Davíð - Reynir.

- Keppa við Val/Víking næsta þriðjudag:

Magnús Helgi - Daníel Örn - Arnar Kári - Kristófer - Úlfar Þór - Stefán Karl - Anton Helgi - Sindri G - Viktor Berg - Sigvaldi H - Arnór Daði - Ágúst J - Egill F - Haraldur Örn - Hilmar - Lárus Hörður - Styrmir - Sigurður T - Guðmundur Andri - Davíð Þór - Hákon - Leó Garðar! - Högni Hjálmtýr! - Eyjólfur Emil!

Undirbúum okkur vel.
Mætum á réttum tíma með allt dót tilbúnir í súper leik.

Sjáumst hressir.
Ingvi (5 stig baby) - Egill (formlega kominn í lestrarfrí) og Kiddi (plús í kladdann fyrir að massa etta einn í dag).

Föstudag!

Jeyja.

Það er æfing í dag, föstudag, á venjulegum tíma - Egill og Kiddi massa netta æfingu þar sem að kappinn er á þjálfaranámskeiði alla helgina!

- Æfing - kl.16.00 - 17.30 - á öllu gervigrasinu.

Það keppa svo tvö lið við Leikni á morgun, laugardag. Aðrir keppa næsta þriðjudag.
Ok sör.

Sjáumstum,
Þjálfarar

Thursday, April 26, 2007

Fimmtudagur!

Sælir.

Hvað er uppi! Kjappinn mættur á klakann - brúnn og sætur.
Vona að yngra árið hafi tekið vel á því í gær. Eldra árið tekur spænska kvöldæfingu á eftir -
og svo æfum við allir saman á morgun, föstudag.

Sem sé:

- Æfing - Eldra árið - kl.19.00 - 20.30 - Gervigrasið.

Vona að það rekist ekkert á þar sem að við erum ekki vanir að æfa á fimmtudegi.
En sé ykkur hressa.

kv,
ingvi og co.

Monday, April 23, 2007

Mid / Fim!

Hóla!

Allir búnir ad saekja tanndótid sitt! Ef ekki thá býst ég vid ad thad hafi verid hringt í ykkur og thid ploggad thad eins og skot! Vona líka ad hálfi vollurinn hafi sloppid á mán!

Núna í lok apríl verdur svo myndataka fyrir dagatalid okkar (árlega). Vid munum taka thad med 4.fl kvk og liggja thálfarar og ljósmyndari í hugmyndavinnunni um hvernig útlitid á ad vera! Vid verdum ad toppa thad sem vid gerdum í fyrra! Svo held ég ad klósettpappírinn verdi aftur á bodstólnum.

Alla veganna, vid tvískiptun hópnum á morgun og fimmtudag - Planid verdur svona:

- Yngra árid - Aefing á morgun, midvikudag, kl.16.00 - 17.30 á gervi.

- Eldra árid - Aefing á fimmtudag (frí á morgun), kl.19.00 - 20.15 á gervi.

Jamm jamm. Ef thid komist ekki á ykkar thá reyna ad maeta á hina! Kjappinn lendir svo annad kvold. Mfl ad fíla sig vel hérna úti! Var svo ad enda vid ad sjá svadalegan sigur hjá man.utd. Svo verdur L.pool ad taka etta á morgun :-)

Heyrid í E eda K ef thad er eitthvad.
Sjáumst spraekir,
Ingvi og co.

Sunday, April 22, 2007

Mánudagurinn!

Heyja.

Hvernig er stemmarinn á Íslandi?
Thad var fínn leikur á laugardaginn v KR - reyndar 2-3 tap, en gódur leikur engu ad sídur.

Á morgun, mánudag, aefum vid allir saman - og svo er "pick up" á tannhirdudótinu (sjá hér fyrir nedan). Planid er sem sé:

- Aefing hjá ollum - kl.15.30 - 17.00 á gervigrasinu.

Smá hlaup - stuttir sprettir - skot og svo nett spil. Láta félagann vita!

Muna svo eftir taka tanndótid.
Heyrumst, Egill, Kiddi og co.

- - - - -

Tannvorurnar verda til afhendingar á morgun, mánudag, milli kl.17.00 og 18.00 í Throttaraheimilinu:

Thad tharf ad borga kostnadinn 1.000,- pr. Pakka og 1.000,- pr. Geisladisk, annad hvort thegar thid saekid dotid - eda inn a reikning 1175-26-6340 kt. 190666-3019 (og koma med kvittun eda senda kvittun a aardal@internet.is).

Thid haldid svo utan um gródann sjálfir og leggid inn á reikningana ykkar!

Their sem fengu synishorn en seldu ekkert eiga ad skila synishorninu og their sem seldu engann pakka eins og synishornid eiga lika ad skila thvi, annars notid thid sýnishornid til ad afhenda einhverjum kúnna sem keypti tha tegund.

Ekki gleyma sér - thad verdur ad saekja thetta á morgun - láta mommu og pabba vita!!

Saturday, April 21, 2007

Leikur v KR - laug!

Yes.

Thad var einn leikur vid KR í gær á vellinum okkar. Eins marka tap niðurstaðan eftir að hafa verið betri aðilinn. Allt um það hér:

- - - - -

Þróttur 2 - KR 3.
Rvk mótið

Dags: Laugardagurinn 21.apríl 2007.
Tími: kl.15.40 - 16.50.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 1 - 2.
Gangur leiksins:
0 - 1, 1 - 1, 1 - 2, 2 - 2, 2 - 3.

Maður leiksins:
Daníel Örn (á silljón eins og fyrri daginn).

Mörk:

??
??

Vallaraðstæður: Gervó var nett og veðrið slapp alveg.
Dómari: ??
Áhorfendur: Nokkrir hressir kíktu á leikinn og skemmtu sér bara vel.

Liðið:

Stefán Karl í markinu - Daði Þór og Sindri Þ miðverðir - Guðmundur S og Silli bakverðir - Guðmar og Sigurður T á miðjunni - Viktor Berg og Hilmar á köntunum - Daníel Örn og Anton Helgi frammi. Varamenn: Samúel - Gudbjartur - Matthias - Arnþór F – Þorgeir.

Frammistaða:

Slugs - Tökum það á okkur!

Almennt um leikinn:

+ Snilldar barátta í fyrri hálfleik.
+ Markvarslan prýðilega í dag.
+ Flott spil í sókninni og áttum fleiri færi en vanalega.

- Klaufaleg mörkin sem við fengum á okkur.
-
Vantaði hraða á okkur tilbaka.
- Lítið tal milli tveggja.


Í einni setningu: Naumt tap í frekar góðum leik - vantaði sem fyrr grimmdina og sigurviljan hjá okkur.

- - - - -

Thursday, April 19, 2007

Leikur v KR - laug!

Heyja.

Taekludi thid ekki Eyma adan¿ (soldid toff ad hafa ofugt spurningarmerki).

Thad keppir eitt lid vid KR á morgun, laugardag. Leikurinn hefst kl.15.40 og er a gervigrasinu okkar. Helgarf er hjá odrum en endilega lata sja sig nidur i dal!

- Maeting kl.15.00 nidur i Thrott (klefa 1) - keppt vid KR kl.15.40 - 16.55:

Stefán Karl - Daði Þór - Daníel Örn - Anton Helgi - Viktor Berg - Sindri Th - Sigvaldi H - Samúel - Gudbjartur - Matthias - Sigurdur T - Gudmar - Gudmundur S - Hilmar - Arnþór F – Þorgeir.

Annars bara stemmning.
Tokum etta a morgun,
Kiddi, Egill og Ingvi

Hola - Vamos - chika (aefing - fos!)

Hola.

Og gledilegt sumar - takk fyrir veturinn, hann var bara ansi nettur.

Jamm - kallinn maettur á strondina :-) splaesti (goda lyklabordid) i litid bretti og allt. var mikid ad lukka uti a strond adan! eysteinn thordi ekki einu sinni ad profa etta kaffi. en annars god stemmning. litur afar vel ut fyrir ferdina i juni.

En nog rofl, Egill let vel af aefingunum i gaer - veit samt ad menn soknudu min en verda ad lifa thad af (bannad ad koma med bogg comment - lika thu eymi).

Klassiskt a morgun, fostudag, - nema hvad egill verdur ad dimmitera i einhverjum godum buning a gotum borgarinnar! En Eymi er buinn ad stadfesta komu sina, og svo er verid ad vinna i runar g, a.k.a. runa bruna:

- Aefing - hja ollum - kl.16.00 - 17.30 a ollu gervigrasinu (nadudi essu).

Svo keppir eitt lid a laugardag en adrir taka gott chill!

Heyrumst seinna.
Ingvos, Egill, Kiddi, Eymi og Runar.

- - - - -

Wednesday, April 18, 2007

Miðvikudagur!

Sæler.

Þá er kjappinn nánast kominn út til Spánar - verður settur í massa bootcamp æfingar (ekki eins og maður megi vera í bolta) til að bæta six packið aðeins (ekki eins og það þurfi).

Annars taka Egill og Kiddi nú við stjórntaumunum, en mar mun samt stjórnast/stressast beint frá Spáni!

Planið í dag, miðvikudag, er klassískt:

- Yngra ár - æfing kl.15.30 - 16.45 á gervi - umsjónarmaður: Kiddi.

- Eldra ár - æfing kl.16.30 - 17.45 á gervi - umsjónarmaður: Egill.

Það verður svo æfing á fös, eitt lið keppir á laug en aðrir í helgarfríi, æfing á mán og loks æfing á mið. Styttist í dagatalamyndatöku og foreldrabolta.

Mætið nú "eins og ljónið" hjá strákunum. og bannað að baktala yfirþjálfarann meðan hann er frá! Heyrumst,
Ingvi (verður tanaðri en herra ísland), Egill (ekkert lær-frí fyrr en ingvi mætir aftur) og Kiddi (fyrsti mfl leikurinn spilaður í gær takk fyrir).

p.s. eftirtaldir eiga (að ég held örugglega) eftir að láta okkur vita með tannhirðudótið:
Viðar Ari - Danni Örn - Magnús Helgi - Hilmar - Mikael Páll - Samúel.

Sunday, April 15, 2007

Mánudagur!

Yess.

Hvað segiði þá! Umfjöllun um leikina á laugardaginn fer alveg að detta í hús! Spiluðum þrjá virkilega flotta leiki og var ég í heildina afar stoltur af ykkur. Tveir 5.fl strákar spiluðu sinn fyrsta 4.flokks leik og var það bara nett.

Á morgun, mánudag, æfum við í sitthvoru lagi - síðasta æfingin hjá kallinum fyrir spánarferð meistaraflokks (þannig að það er eins gott að þær verði skemmtilegar).

Á morgun er einnig algjört möst að skila blaðinu eða tölum um tannhirðusöluna!!
En planið er:

- Eldra ár - æfing kl.15.00 - 16.15 á gervigrasinu.

- Yngra ár - æfing kl.16.15 - 17.30 á gervigrasinu.

Látum alla mæta! Utanlandsfarar verða teknir í þrek ef þeir mæta ekki með tobleron fyrir kallinn (djók).

Heyrumst, Ingvi - Egill og Kiddi.

Saturday, April 14, 2007

Leikir v ÍR - laug!

Halló.

Þrír leikir við ÍR í Breiðholtinu á laugardaginn. Hefum eiginlega átt að vinna alla þrjá leikina en létum einn sigur, eitt jafntefli og eitt tap duga - lesið um það hér:

- - - - -

Þróttur 2 - ÍR 3
Rvk mótið

Dags: Laugardagurinn 14.apríl 2007.
Tími: kl.10.00 - 11.15.
Völlur: ÍR-gervigras.

Staðan í hálfleik: 2 - 1.
Gangur leiksins:
0 - 1, 1 - 1, 2 - 1, 2 - 2, 2 - 3.

Maður leiksins:
Arnar Kári (tók ferdinant á etta enn og aftur).

Mörk:

12 mín - Árni Freyr með jöfnunarmarkið.
30 mín - Stefán Tómas með flotta afgreiðslu eftir að hafa verið alveg einn á vinstri kantinum.

Vallaraðstæður: Völlurinn geggjaður - en þó nokkuð rok blés á okkur.
Dómari:
Tríó - aðaldómarinn stóð sig bara nokkuð vel.
Áhorfendur: Þó nokkuð að fólki, sem fékk kannski gula fyrir að hertaka varamannaskýlið okkar!

Liðið:

Krissi í markinu - Addi aftastur - Nonni og Daði stopperar - Arnþór og Gummi á aftari miðja - Viddi fremri miðja - Stebbi og Tolli á köntunum - Anton Sverrir og Árni freyr frammi. Varamenn: Diddi. Vantaði: Valla og Úlla.

Frammistaða:

Krissi: Nokkuð góður leikur - spurning með staðsetningu í öðru markinu!
Addi: Átti alla bolta - flottur leikur í þriggja manna vörninni ásamt nonna og daða.
Nonni: Nokkuð góður leikur - var alltaf á tánum og gaf ír-ingunum ekki tommu eftir.
Daði: Flottur leikur - en vantaði kannski smá einbeitingu síðustu mínúturnar.
Arnþór: Snilldar leikur - átti miðjuna - óheppinn að klikka á vítinu.
Gummi: Fínn leikur - Kom nokkuð vel út á miðjunni - og var líka seigur tilbaka - bara nýta kraftinn að fullu.
Viddi: Fór lítið fyrir honum - oft verið meira í boltanum - prufðum kantinn í seinni og slapp það vel.
Stebbi: Flottur leikur - var á góðu tempói allann leikinn - setti flott mark og óheppinn að setja ekki annað.
Tolli: Afar "massívur" á kantinum - greinilega í fanta formi.
Anton S: Mikið í boltanum - hefði mátt losa hann fyrr og fá hann þá aftur - en barðist vel eins og alltaf.
Árni Freyr: Allt í lagi leikur - oft verið meira í boltanum - jafnði leikinn með flottu marki.

Diddi: Snilld að hann sé orðinn klár - flottur seinni hálfleikur - mikið í boltanum - átti tvö fín skot sem hefði mátt liggja inni.

Almennt um leikinn:

+
Duglegir að skipta um kant og sækja þar sem svæðið var laust, m.a. markið hans Stebba.
+
Geðveikt spil á köflum - bjuggum til fullt af flottum sóknum og færum - vorum fljótir að finna samherja.
+
Vorum alveg í bakinu á þeim - leyfðum þeim ekkert að komast.

-
Byrjuðum illa - vorum alveg sofandi fyrstu 10 mínúturnar.
-
Misstum boltann aðeins of oft á köflum - héldum honum illa.
-
Vantað tal!
-
Mörkin þeirra - fyrsta og þriðja, þá luffsast þeir einhvern veginn innfyrir vörnina okkar og ná að klára - annað markið var léleg hreinsun og krissi út úr markinu.
- Kláruðum ekki leikinn - misstum einbeitingu - áttum að vera búnir að gera út af við leikinn um miðjan seinni hálfleikinn.


Í einni setningu: Gríðarlega svekkjandi tap, í flottum leik hjá okkur, á móti mun lakari liði - gerir vonandi ekkert annað en að kenna okkur að hætta aldrei og klára allar 70+ mínúturnar!

- - - - -

Þróttur 5 - ÍR 2.
Rvk mótið

Dags: Laugardagurinn 14.apríl 2007.
Tími: kl.11.20 - 12.30.
Völlur: ÍR-gervigras.

Staðan í hálfleik: 2 - 1.
Gangur leiksins:
1 - 0, 1 - 1, 2 - 1, 3 - 1, 4 - 1, 4 - 2, 5 - 2.

Maður leiksins:
Kormákur (afar ferskur á miðjunni).

Mörk:

10 mín -Daníel Örn með flotta afgreiðslu.
30 mín - Seamus kallaði þetta mark.
37 mín - Seamus með gott skot undan af velli.
52 mín - Salómon með þvílíkt flott víti eftir að brotið hefði verið á honum.
66 mín - Kommi kláraði vel eftir barning inn í teig.

Vallaraðstæður: Sama og áðan - völlurinn tipp topp og leiðinda rok.
Dómari:
Gaur sem var sóló - reyndar að taka leik nr.2 - en var nettur, fyrir utan vítið á Viktor!
Áhorfendur: 4-5 hressir létu sjá sig.

Liðið:

Sindri í markinu - Daði (5.fl) og Viktor bakverðir - Silli og Ólafur Frímann miðverðir - Kommi og Diddi á miðjunni - Jóel og Seamus á köntunum - Salli og Danni Örn frammi. Varamenn: Davíð Þór og Maggi. Vantaði: Sigurð T og Sindra Þ.

Frammistaða:

Sindri: Traustur leikur - varði oft vel - kom boltanum vel frá sér.
Daði: Fyrsti leikur á stórum velli - eins og hann hefði ekki gert annað - þvílíkt góður leikur - nánast 10 í einkunn.
Viktor: Búinn að standa sig þvílíkt vel í undanförnum leikjum - engin breyting á því í dag (og etta var rugl víti).
Silli: Flottur í miðverðinum - var með hárréttar staðsetningar og las leikinn vel.
Ólafur F: Sama hér og með Silla - unni vel saman í miðverðinum.
Kommi: Snilldar leikur - átti miðjuna og slúttaði leiknum með góðu marki.
Diddi: Flottur í þennan stutta tíma sem hann var inn á.
Jóel: Soldið chillaður á miðjunni í dag - vantar meira að rjúka af stað með power- en dreifði boltanum samt vel.
Seamus: Þvílíkt sprækur í dag - hættulegur og sett tvö góð mörk.
Danni: Sterkur og alltaf í boltanum - fékk fyrsta markið á sig skráð - en átti að setja alla veganna eitt í viðbót!
Salli: Nokkuð sprækur - fékk verðskuldað víti og skoraði afar örugglega. Annarsr bara fínn leikur.

Davíð Þ: Fín innkoma - klassa leikur.
Maggi: Einnig góður leikur - kom sprækur inn á eins og á að gera - átti alla veganna eitt klassa skot sem mátti fara inn.

Almennt um leikinn:

+
Vorum greinilega ákveðnir í að taka þennan leik - allir 11 inn á á sömu línu - svoleiðis þurfum við alltaf að byrja.
+ Vorum mjög öruggir í vörninni. Lokuðum öllu og lásum leikinn vel.

+
Áttum fleiri skot á markið en vanalega.

-
Þurfum að vera svalari á boltanum - og meira á tánum.
- Sjá lausu mennina betur - líta í allar áttir.
- Vantar að stinga boltanum betur til hliðana, ekki beint innfyrir (á þeirra miðverði).


Í einni setningu: Traustur sigur - nánast allir að spila vel - Snilld að fá Daða úr 5.fl að láni - gott að vita af honum - bara spila áfram svona og þá verðum við í fínum málum - soldið langt
í næsta leik þar sem að við frestum KR leiknum um 2 vikur. Næsti leikur v Víking!

- - - - -

Þróttur 4 - ÍR 4.
Rvk mótið

Dags: Laugardagurinn 14.apríl 2007.
Tími: kl.12.40 - 13.50.
Völlur: ÍR-gervigras.

Staðan í hálfleik: 1 - 4.
Gangur leiksins:
1-0, 1 - 1, 1 - 2, 1 - 3, 1 - 4, 2 - 4, 3 - 4, 4 - 4.

Maður leiksins: Eiður Tjörvi (þvílíkt hættulegur og snilldar þrenna niðurstaðan).

Mörk:

8 mín - Anton Helgi kláraði vel eftir snillldar sókn og skot Arnþórs.
41 mín - Eiður Tjörvi með snilldar afgreiðslu eftir geggjaða sendingu frá Arnþóri.
61 mín - Eiður Tjörvi aftur með skot framhjá markmanninum.
63 mín - Eiður Tjörvi innsiglaði þrennuna (og powerade út vikuna).


Vallaraðstæður: Rokið aðeins minna og völlurinn en klikkaður.
Dómari:
Gaur, á sínum þriðja leik - bara flottur leikur hjá honum.
Áhorfendur: Nokkir létu sjá sig á hliðarlínuna.

Liðið:

Orri í markinu - Geiri og Gummi S bakverðir - Guðmar og Matti miðverðir - Arnþór F og Bjarki (5.fl) á köntunum - Maggi og Hilmar á miðjunni - Anton Helgi og Davíð Þór frammi. Varamenn: Hákon, Eiður Tjörvi og Stefán Karl. Vantaði: Reyni, Samúel, Arnór Daða, Lárus, Styrmi, Harald Örn, Egil og Arianit.

Frammistaða:

(við sleppum 18 mín kafla í fyrri hálfleik í umsögnunum hérna fyrir neðan!)

Orri: Óheppinn í alla veganna tveimur mörkum - en annars seigur - og afar sterkur úti í seinni.
Geiri: Prýðis leikur - vantaði kannski aðeins meira tal í vörninni í fyrri - en miklu sterkari framar í seinni.
Gummi: Flottur leikur - styrkist með hverjum leiknum.
Guðmar: Soldið áttavilltur í vörninni - en gríðarsterkur fram á við í seinni.
Matti: Snilldar leikur - henti sér í allar tæklingar.
Arnþór: Lagði upp hvert færið á fætur öðru og alla veganna tvö mörk. Les leikinn ótrúlega vel og sendir menn í gegn eins og að drekka vatn - ekki allir sem geta það sko.
Bjarki: Flottur fyrsti leikur á stórum velli - fór upp kantinn trekk í trekk.
Hilmar: Nokkuð "solid" leikur - gerði allt rétt og barðist vel.
Maggi: Stóð fyrir sínu í þennan stutta tíma sem hann var inn á.
Dabbi: Fékk einnig um 18 mín hér - og var hættulegur - getur sólað hvern sem er - bara óhræddur að fara á mennina.
Anton H: Afar snöggur og sterkur frammi - hefði mátt setja fleiri en eitt mark.

Eiður Tjörvi: Topp leikur - svona eiga framherjar að spila takk fyrir.
Hákon: Fín innkoma - spilaði vel - byggja á þessu takk.
Stefán Karl: Hélt hreinu - klassa leikur.

Almennt um leikinn:

+
Gríðarlega hættulegir og snöggir fram á við í seinni hálfleik.
+ Komum tilbaka eftir að hafa verið þremur mörkum undir og náðum að jafna - það er virkilega sterkt.

+
Menn börðust eins og ljón í seinni - fóru í alla bolta og seldu sig dýrt.

-
Sofnuðum algjörlega á 18 mín kafla í fyrri hálfleik þar sem þeir áttu algjörlega leikinn.
- Vorum slakir í einn á einn tilbaka. Seldum okkur of oft.
- Nýttum ekki ca.8 afar góð færi.
- Verðum að spila af sama krafti allan leikinn - gengur ekki svona jójó spilamennska!

Í einni setningu: Eiginlega skemmtilegasti leikur dagsins - settum met í fjölda færa og því svekkjandi að ná ekki að klára leikinn og fá 3 stig. En ánægður með alla sem tóku þátt - eiga virkilega hrós skilið.

- - - - -

Leikir v ÍR!

Leikmenn

- Á morgun, laugardag, eru þrír leikir v ÍR á útivelli – “soldið” síðan síðustu leikir voru þannig að það er bara gott mál að byrja aftur.
- Passið að undirbúa ykkur vel: ekki of seint að sofa - borða góðan morgunmat. Munið eftir öllu dóti í tösku - mæta tímanlega upp í sveit (breiðholt ☺).

Sjáumst hressir, þjálfarar

• Mæting kl.9.15 upp í ÍR heimili morgun, laug – keppt við ÍR frá kl.10.00 – 11.15:

Kristján Orri – Arnþór Ari – Arnar Kári – Anton Sverrir – Árni Freyr - Stefán Tómas – Guðmundur Andri – Þorleifur – Daði Þór – Úlfar Þór – Jón Kristinn - Viðar Ari - Kristján Einar.

• Mæting kl.10.40 upp í ÍR heimili á morgun, laug – keppt við ÍR frá kl.11.20 – 12.35:

Sindri G - Kormákur - Jóel – Sigvaldi H – Viktor Berg - Daníel Örn – Sindri Þ – Davíð Þór - Magnús Helgi – Salómon – Ólafur Frímann – Seamus – Sigurður T.

• Mæting kl.12.00 upp í ÍR heimili á morgun, laug – keppt við ÍR frá kl.12.40 – 13.55:

Orri/Stefán K – Reynir – Arianit - Anton H – Matthías – Hákon – Kevin D - Samúel - Arnór D – Arnþór F – Egill F – Eiður T – Guðmar – Guðmundur S – Haraldur Ö? – Hilmar – Lárus H – Styrmir – Þorgeir.

• Meiddir / komast ekki / ekki mætt lengi : Kristófer – Tryggvi – Dagur Hrafn – Mikael Páll – Emil Sölvi - Guðbjartur - Ágúst J – Eyjólfur Emil – Högni Hjálmtýr – Jón Ragnar - Valgeir Daði.

• Munið að skila tannhirðublöðunum í síðasta lagi á morgun!!

Thursday, April 12, 2007

Fredag!

Sælir strákar.

Föstudagur á morgun, ekki slæmt.
Æfing hjá öllum á venjulegum tíma - treysti á massa mætingu: leikur v ÍR á laugardag!
Munið líka að skila tölunum ykkar yfir tannhirðudótið (mikilvægt).
En sem sé:

- Æfing hjá öllum kl.16.00 - 17.30 á öllu gervigrasinu.

Við verðum með æfingar sem undirbúa okkur undir leikina á laugardaginn.
Reynum líka að klára tækniprófið almennilega (tökum það aftur svo allt sé á hreinu).

Annars bara stemmari.
Sjáumst á morgun,
Ingvi - Egill og Kiddi

p.s. Mfl keppir svo við ÍA kl.19.00 í nýju gervigrashöllinni upp á skaga, ef einhver er til í bíltúr!

Tuesday, April 10, 2007

Mætingar fyrir jól - prósentur!

Jamm.

Hérna kemur gróf prósentutala fyrir mætingarnar í janúar-febrúar og mars.
Auðvitað koma hér inn meiðsli, veikindi, ferðalög og fleira - en svona er þetta svart á hvítu.

Frábært að það skuli vera 17 leikmenn með frábæra mætingu - en auðvitað væri snilld ef þessi tala væri aðeins hærri!! Og svo ætti engin sem er að æfa hjá okkur á fullu að vera undir 40%!

Heyrið svo í mér ef þið viljið fá nákvæma prósentutölu fyrir ykkur sjálfa!

80 - 100%:

Arnþór F
Dagur Hrafn
Guðmundur S
Magnús Helgi
Ólafur Frímann
Salómon
Sigurður T
Seamus
Viðar Ari

Arnþór Ari
Árni Freyr
Daði Þór
Daníel Örn
Kristján Einar
Kristján Orri
Stefán Tómas
Mikael Páll

60 - 80%

Egill F
Guðmar
Lárus Hörður
Sindri G
Þorgeir

Anton Sverrir
Arnar Kári
Jón Kristinn
Orri
Jóel
Sindri Þ
Sigvaldi Hjálmar
Davíð Þór
Kevin Davíð
Kristófer
Matthías
Tryggvi
Valgeir Daði
Viktor Berg
Þorleifur

40 - 60%:

Eiður Tjörvi
Guðbjartur
Haraldur Örn
Hilmar

Anton Helgi
Guðmundur Andri
Hákon
Kormákur
Úlfar Þór

40% eða minna:


Arnór Daði
Ágúst J
Eyjólfur Emil
Högni Hjálmtýr
Jón Ragnar
Styrmir

Arianit
Reynir
Emil Sölvi
Samúel
Stefán Karl

Miðvikudagur - áfram með smjörið!

Yess.

Fríið búið - skólinn byrjaður og allt komið á fullt!
Við byrjum aftur á morgun, miðvikudag. Menn vonandi klárir í slaginn aftur!

Planið á morgun verður hefðbundið:

- Æfing hjá yngra árinu - kl.15.30 - 16.45 - gervigrasið.

- Æfing hjá eldra árinu - kl.16.30 - 17.45 - Gervigrasið.

Látið þetta endilega berast.
Gott væri ef menn myndu skila tannhirðublaðinu aftur til okkar.
Annars bara líf og fjör.

Sjáumst á morgun.
Ingvi - Egill og Kiddi.

p.s. menn vonandi búnir að "mastera" tækniæfingarnar!!
p.s. meistaradeildin í kvöld og á morgun!

Sunday, April 08, 2007

Test!

Sæler.

Menn vonandi búnir að "svolgra" í sig ca. einu vænu páskaeggi!
Undirritaður rúllaði einu upp í morgun, yfir Happy Feet, en fór svo að sjálfsögðu út að hlaupa áðan til að ná egginu af mér!

Alla veganna,
ég ætla að stela Hansa hugmynd og hafa smá tæknitest á miðvikudagsæfingunni (nema hvað þetta módel er aðeins flottara en hitt!) Vonandi náið þið að opna etta kaffi:

Tæknitest nr.1

Sem sé tvö tækniatriði sem menn verða að ná og taka á næstu æfingu!

Hafið það svo áfram gott í fríinu :-)
kv,
Ingvi og gaurarnir tveir sem eru ekki enn búnir að klára Fylkisleikinn!

Thursday, April 05, 2007

Aukaæfingar!

Jó.

Hérna eru hugmyndir af hreyfingu fyrir ykkur í fríinu. Þið munið: tvö skipti :-)
Aight, Ingvi

- - - - -

Útihlaup: 10 mín létt skokk. 5 mín 90% hraði. Teygjur 10 mín.

Sund: 6-8 * 25metrar + pottur.

“Skólavallafótbolti”: Hittast út í einhverjum skóla og taka 5 v 5 í klukk.

Halda á lofti: 5 mín með löppunum - 5 mín með læri - Skalla á lofti í 5 mín + reyna við þessi trix!

Göngutúr: Niður Laugarveginn og hringinn í kringum tjörnina og að Hallgrímskirkju. Getur ekki klikkað.

Hjólreiðatúr: Hjóla hringinn í kringum Reykajavík - göngustígar alls staðar - tekur ca.90 mín.

Styrkleiki: 200 magaæfingar + 50 armbeygjur + 30 bakæfingar + 20 venjuleg hopp + 10 ógeðishopp + 10 stjörnuhopp (leggjast niður) + 2
* 1 mín halda sér í réttstöðu á jörðinni með hendurnar í 90 gráðum + 2 * 1 mín halda sér með lappirnar í 90 gráðum (bakið upp að vegg).

Mætingar í mars!

Heyja.

Svona voru bestu mætingarnar í mars:

- Yngra ár:


18 skipti: Arnþór F - Seamus.

17 skipti: Magnús Helgi - Viðar Ari.
16 skipti: Guðmundur S - Salómon - Þorgeir.


- Eldra ár


17 skipti: Stefán Tómas - Jón Kristinn - Kevin Davíð.
16 skipti: Arnþór Ari - Árni Freyr - Kristján Orri - Mikael Páll.
15 skipti: Jóel - Sindri Þ - Sigvaldi Hjálmar - Daði Þór - Daníel Örn.

Bara snilld strákar.

Og gottetta - engin búinn að meila á mig í öld til að fá að vita nákvæmlega hvernig menn standa!! Þannig að meilð á mig á ingvisveins@langholtsskoli.is og ég svara ykkur með ykkar tölum. Ok sör.

Set svo inn prósentutöluna hjá hverjum og einum eftir jól, fljótlega (reikna sem sé janúar - febrúar og mars mætinguna saman).

kv,
Ingvi

Páskafrí!

Jebba.

Það er skollið á páskafrí hjá okkur. Hefði viljað sjá fleiri andlit á síðustu æfingunum í gær - en menn koma bara sterkir inn eftir páska.

Við hvetjum menn til að fara alla veganna tvisvar sinnum út í fríinu og heyfa sig almennilega. Við setjum hugsanlega einhverjar hugmyndir hérna inn á síðuna, sem og einhvern trix-videó!

Fyrsta æfing eftir páska verður miðvikudaginn 11.apríl.

Ok sör.
Gleðilega páska.
Hafið það gott.

kv,
Ingvi - Egill - Kiddi og Eymi.




p.s. það var í lagi að skila tannvörudótinu eftir páska - gleymdi að minna ykkur á það!

Tuesday, April 03, 2007

Miðvikudagurinn

Sæler.

Tvennt að gerast á morgun, miðvikudag, síðasta daginn fyrir páskafrí.

Yngra ár:

Á morgun, mið, tökum við hressa morgunæfingu – og smá tröppuhlaup á undan (bara skemmtilegt). Tökum líka nokkrar þrautir. Það er mæting kl.10.30 niður í klefa 1 – og allt búið um kl.12.00.

- - - - -

Eldra ár:

Spánarfundur nr.1

Já strákar, það styttist í ferðina okkar út í sumar og á morgun, mið, ætlum við rétt að hittast niður í Þrótti og rabba aðeins um hana. Það er mæting í stóra salinn kl.13.00 og ætti allt að vera búið um klukkutíma seinna. Allir að koma með 400 kr. fyrir smá hressingu og vera svo tilbúnir með einhverjar spurningar!

Planið er:
==> Spænsk eggjakaka gúffuð og suðrænn drykkur með - eitthvað spennandi í eftirrétt!
==> Kynning á sólarvörnum!
==> Smá myndasýning!
==> Stutt heimildamynd um Spán sýnd!
==> Ferskur bæklingur afhendur!
==> (Páskaeggjahappdrætti í tilefni páskanna).

Vonum að allir komast.

Sjáumst hressir.
Ingvi – Egill - Eymi og Kiddi

Jev!

Jess.

Svaðaleg spenna á keilumótinu í gær. Það var mest óvænt að Ingvi skuli ekki hafa verið í topp þremur sætunum. En þetta var stuð. Öll úrslit hér fyrir neðan:

1.sæti: Viðar Ari - 127 stig.
2.sæti: Seamus - 117 stig.
3.sæti: Arnþór - 107 stig.
4.sæti: Þorgeir - 106 stig.
5.sæti: Ingvi - Sigurður T - 105 stig.

1.sæti í hópleiknum: Liverpool. Lalli - Ingvi - Seamus - Eiður og Arnór.
2.sæti í hópleiknu: PSV. Kiddi - Arnþór - Geiri - Guðmar - Sigurður T.
3.sæti í hópleiknum: Man.Utd. Sindri - Viddi - Maggi - Gummi - Bjartur.

- - - - -

Einnig var leikurinn á eldra árs æfingu spennandi - en mesta athygli vakti Ingvi í öðru markinu. Krissi í hinu markinu var reyndar ekki sjón að sjá eftir að hafa sofið vel út!

Sigurliðið: Ingvi Buffon - Oddur leynigestur - Valli - Stebbi T - Daði - Addi - Jóel - Tolli - Úlli.

Annað sæti: Krissi - Egill B - Arnþór Ari - Nonni - Viktor - Árni - Gummi - Diddi - Davíð þór.

Líf og fjör.
.is

Monday, April 02, 2007

Þriðjudagurinn 3.apríl!

Sæler.

Tvennt að gerast á morgun, þriðjudag!

Yngra ár:

Á morgun, þrið, verður Ingvi krýndur keilukóngur flokksins! Við ætlum sem sé að skella okkur í keilu. Það er mæting kl.13.30 niður í Þrótt – og stefnum við að hjóla upp upp í Keiluhöllina í Öskjuhlíð (í vonandi góðu veðri). En einnig er hægt að láta skutla sér beint þanngað og vera mættir kl.14.00.

Nóg að koma með 500kr (og kannski smá penge fyrir smá nammi!) Verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin!

- - - - -

Eldra ár:

Á morgun, þrið, tökum við hressa morgunæfingu (jú stebbi og silli) – og smá tröppuhlaup á undan (bara skemmtilegt). Það er mæting kl.10.30 niður í klefa 1 – og allt búið um kl.12.00.

- Tökum líka nokkrar þrautir.
- Leynigestur :-)

Sjáumst hressir.
Ingvi – Egill og Kiddi

Mánudagur!

Já.

Ljúft að það sé komið frí! - En planið í dag hjá okkur er:

- Æfing hjá öllum - kl.13.00 - 14.45 á öllu gervigrasinu!

Æfum sem sé aðeins fyrr en vanalega!
(markmenn mæta reyndar kl.16.30 hjá Rúnari).

Tökum tækniæfingar - fyrirgjafir ofl.
Ein þraut og spurning hvort Kiddi komi með trix!

Sjáumst hressir.
Ingvi og co.