Æfingaferðin - day 3!
Yess.
Vöknuðum um kl.9 - misferskir - en ákváðum að "slaufa" útihlaupinu (aftur) en borðuðum góðan morgunmat og vorum mættir út á völl kl.10.00. Veðrið snilld í dag og fannst mér á flestum að þeir hefðu verið til í ferðin væri fram á kvöld.
Eftir æfingu skelltum okkur svo í sund og beint í grillsoðnar pullur. Eftirmatur svo á sínum stað og loks beint í tiltekt, þar sem menn voru mis "handy" eins og gengur og gerist - en þetta hafðist og var heimferðin bara "nice".
Virkilega flott ferð í alla staði - hefðum vissulega viljað fara í fleiri hluti en verðum bara að færa þá yfir á æfingarnar í sumar og/eða í haustferðina í sept :-)
Er að vinna að einni færslu í viðbót varðandi ferðina (allar tölur og "svoddann"). Annars þökkum við ykkur kærlega fyrir flotta ferð, svo sannarlega klassa flokkur á ferðinni.
J-HÓ,
Ingvi og Teddi.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home