Tuesday, September 26, 2006

Uppskeruhátíðin!

Heyja.

Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar Þróttar verður haldin sunnudaginn 1.
október á Broadway. Hátíðin hefst kl. 13:00.

Við hvetjum alla leikmenn að mæta og endilega taka foreldra með sér. Þetta er bara
gaman - og alltaf gott gúff.

Á hátíðinni verða veittar viðurkenningar, flokkar kynntir og farið yfir gengi þeirra
í sumar. Treysti á að þið klappið vel fyrir Eyma, Agli og Kidda.

En athugið: Unglingaráð biður þá sem geta að koma með eitthvað með kaffinu - það verður fólk
á staðnum sem tekur á móti veitingum milli kl.11.15 - 12.30. Kaffi og svaladrykkir verða svo í boði unglingaráðs. Ok sör.

Lifi Þróttur
Unglingaráð knattspyrnudeildar Þróttar

- - - - - - - - - -

p.s. við stefnum enn á day of fun með eldra árinu á þriðjudaginn (sjá hér aðeins fyrir neðan). Verðið er væntanlega komið niður í 3500kr. Endilega smessið á mig eða meilið hvort ég megi ekki bóka ykkur með. Viljum hafa alla með í þessari ferð.

p.s.s. Nýja eldra árið í 4.flokk mætir síðan á sína fyrstu æfingu föstudaginn 6.októer - en strákarnir sem eru að koma upp mæta á sína fyrstu æfingu miðvikudaginn 4.október á gervigrasinu kl.16.00!

p.s.s. takk innilega fyrir mig áðan í pizzupartýinu - ekkert smá flott gjöf. Kvöldið heppnaðist líka afar vel.

p.s.s.s. reynið svo að sjá kallinn upp í stúku á Charlton - Arsenal á laugardaginn :-)

Lokahóf 4.flokks karla!

Yes sir.

Sem sé: Lokahóf 4.flokks karla - tímabilið 2005-2006

Á morgun, fimmtudaginn kemur, 28.sept , ætlum við formlega að slútta tímabilinu sem er að ljúka. Þetta verður bara létt og laggott – mæting kl.18.30 niður í Langholtsskóla (best að koma bakarísmegin) og stendur þetta til um kl. 20.00 (handboltagaurar fara aðeins fyrr). Nóg er að koma með 500kr fyrir pedsu + gosi.

Dagskrá:

· Fótbolta"klippur" af netinu.
· Pedsugúff.
· Myndasýning.
· Ræður!
· Verðlauna”kaffi” (markahæstu leikmenn – menn leiksins – flestir leikir spilaðir – besta mæting – boltasækir ársins og kannski fleira)
· Atriði frá leikmönnum?
· Kveðju”kaffi”.

Vonum virkilega að allir komist (að laugalækur verður sprækur eftir ferðalagið - að handboltagaurar komi fyrir æfingu)
Sjáumst sprækir,
Ingvi – Eymi – Egill T – Egill B og Kristinn Steinar.

Sunday, September 24, 2006

Haustferð eldra ársins!

Jó.

Loksins er komið plan með eldra árs ferðina.
Tek sem sé algjörlega á mig þessa London ferð mína núna um helgina (sem gerir það að verkum að ferðin frestast og breytist í dagsferð - en við erum nýbúnir í massa ferð auk þess sem við fórum í tvær síðasta vetur - þannig að).
En þið passið að klappa fyrir Eyma, Agli og Kidda á uppskeruhátíðinni
á sunnudaginn.

En við erum sem sé búnir að negla Þriðjudaginn 3.október - vonum svo innilega
að allir komist þá. Vika í þetta þannig að menn geta kannski fært til á dagatalinu sínu!
Við tökum smá óvissukaffi á etta - en planið verður nokkurn veginn á þennan hátt:

kl.16.00 - Mæting niður í Þrótt (kók á línunna).
kl.16.15 - Fyrsta skemmtun (allir að koma með einhvern fatnað í tengslum við kúreka).
kl.18.00 - Önnur skemmtun (koma með eða vera í fótboltadóti og með gervigrasskó).
kl.19.15 - Þriðja skemmtun (allir að koma með ljótustu sundskýluna sem þig eigið).
kl.20.15 - Fjórða skemmtun (allir að vera svangir).
kl.21.15 - Foreldrar sækja út í bæ!

Þetta verður bara gaman - og okey, ekki mesta óvissa í heimi en sleppur.
Þetta mun kosta um 4.500 kall - spurning hvort einhver eigi eitthvað eftir í sjóðnum okkar - könnum það!

Endilega látið mig vita sem fyrst hvort ég megi ekki bóka ykkur með. Við hittumst
á fimmtudaginn - og svo hittið þið strákana á sunnudaginn.

Verðum í bandi,
Ingvi - Eymi - Egill og Kiddi.

- - - - -

Kolstaðir - myndir ofl!

Heyja.

Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni auk úrslita úr ýmsum leikjum.
Njótið vel :-)

- - - - -

1. Sigurvegarar í ættbálkakeppninni: Svartir (arnar kári-árni freyr-emil sölvi-jón kristinn-kristján orri-matthías-sigvaldi-tryggvi-ingvi) (engin hissa hér).
2. Klobbaður með stórum bolta: Árni Freyr.
3. Sigurvegari skotboltans: Kristófer.
4. Ljótasta skýlan: Arnþór Ari.
5. Bestur í bolta í stígvélum: Ingvi (aftur engin hissa hér).
6. Snapp ferðarinnar: Anton Sverrir í síðasta leiknum.
7. Lagakeppni í sjónvarpsþáttum: Svartir og rauðir jafnir.
8. Flottasta troðslan: Egill.
9. Flest týnd bláber: Orri.


ingvi að pley-ja arnþór (eins og vanalega)!



menn að slátra sykurpúðunum!


þetta eru bara ekki nógu töff stígvel!


karíus og baktus!

Saturday, September 23, 2006

Pása!

4.flokkur
Knattspyrnufélagið Þróttur
22.sept

- Leikmenn -

Slútt!

- Þá er tímabilið alveg að klárast hjá okkur. Æfingarnar eru alla veganna búnar og þökkum við ykkur alla veganna kærlega fyrir þær.

Í næstu viku ætlum við að hittast einu sinni enn og “taka gott pizzukvöld á etta”, horfa á nokkrar myndir og veita nokkur verðlaun. Fylgist með á blogginu hvenær það verður (ég sendi líka mail).

Yngra árið fer í sína haustferð núna um helgina – en við eigum eftir að negla eldra árs ferðina!

Sunnudaginn 1.október er svo uppskeruhátíð félagsins (ræðan hjá agli-kidda og eyma maður) og verður hún haldin á Broadway eins og undanfarin ár.

Annars tekur við um tveggja vikna pása þar sem leikmenn slaka á og einbeita sér að náminu (einmitt)! Í byrjun október byrjar ballið svo á ný, og allir komnir upp um eitt ár! Fylgist bara vel með blogginu, eða heyrið í mér eða kíkið í stofu A13 í Langó :-)

Þetta er búið að vera klassa ár, snilldar flokkur og skemmtilegir og efnilegir strákar. Bara þúsund thanx.

Sjáumst samt í næstu viku.
Ingvi og co.

Haustferðin - yngra ár!

Hey.

Hér fyrir neðan er allt um haustferð yngra árs.
Aight.

- - - - -
4.flokkur kk-yngra ár
Knattspyrnufélagið Þróttur

Haustferð!!

Jæja dreng, þá er komið að ferðinni okkar! Það er mæting kl.11.00 niður í Þrótt á morgun, laugardaginn 23.sept. Við leggjum svo í hann um korteri seinna með rútu (og ferðin tekur u.þ.b. 90 “snuddur”). Við munum svo koma í bæinn um kl.13.30 á sunnudeginum.
Við búumst við nánast fullri mætingu, verðum örugglega um 30 + þjálfarar.

Ferðin kostar 4.000kr (sem fer að mestu í rútuna, sundið og hluta af matnum/namminu, og greiðist við brottför).

Ingvi “Jones”, Egill “Bond” og Kiddi “Potter” sjá um “pakkann”, auk Helga og Katrínar (foreldrar Nonna). Verið er að reyna dobbla Eyma “Aragon”!

Þið þurfið að passa að vera með allan hlífðarfatnað kláran, því við verðum mikið úti auk þess að við komum með að hreyfa okkur talsvert þannig að gott er að hafa einnig auka föt til skiptanna (taka allt með sem er á listanum)

Þá sjáumst við bara eldhressir á morgun,
Kveðja,

Ingvi – Egill, Kiddi og foreldrar Nonna.

“Bring along”:

- Svefnpoka eða sæng.
- Dýnu + kodda.
- Utanhúsíþróttadót.
- Ljóta sundskýlu (skylda) + handklæði.
- Hlý föt + aukaföt til skiptana (ekki klikka á þessu).
- Stígvél (redda sér ef þið eigið ekki).
- Hárband (það má ekki heldur klikka á þessu).
- 1 Nesti - (bara til öryggis).
- Eitthvað chill dót (myndavél, andrés, ipod o.þ.h).
- Og að sjálfsögu netta skapið.


“Who´s coming”:

Rauður ættbálkur: Anton Helgi – Daði Þór – Daníel I – Guðmundur Andri – Kristján Einar – Orri (c) – Jóel – Stefán Tómas – Viktor M – Egill.

Bleikur ættbálkur: Anton Sverrir – Arnþór Ari – Daníel Örn – Kormákur – Kristófer (c) – Sindri – Valgeir Daði – Úlfar Þór – Ágúst Heiðar - Kristinn Steinar.


Svartur ættbálkur: Arnar Kári – Árni Freyr – Emil Sölvi – Jón Kristinn – Kristján Orri – Matthías – Sigvaldi (c) – Tryggvi – Ingvi.


?: Arianit – Hákon – Stefán Karl. Komast ekki: Mikael Páll – Reynir - Þorleifur - Davíð Þór - Kevin Davíð - Elvar Aron - Þorleifur.

“The Plan”:

Laugardagur:
11.00 Mæting niður í Þrótt – lagt af stað.
12.30 Komið á staðinn – komið sér fyrir.
13.00 Hádegismatur.
13.30 Göngutúr og hellaskoðun (nokkrar ættbálkakeppnir).
15.30 Kaffi og chill (kubb spil).
16.00 Fyrra fótboltamótið (stígvélabolti J ).
17.30 Kíkt á stelpurnar í sundlauginni á Húsafelli (að beiðni arnþórs!)
19.00 Kvöldmatur.
20.00 Nammigúff og varðeldur (ef helgi leyfir).
21.00 “Kvöldvökudótarí” (fleiri keppnir).
22.30 Ræma + Draugasaga (fyrir þá sem þora) og zzzz!

Sunnudagur:

09.00 Wake up - Bakarísgúff og taka til dótið.
09.30 Ratleikur.
10.30 Seinna fótboltamótið (handboltastrákar taka 55% á því).
12.00 Smá hádegissnarl + Lagt af stað í bæinn.
13.30 Komið í bæinn.

Friday, September 22, 2006

Lokaæfingin - fös!

Sælir strákar.

Í dag, föstudag, er síðasta æfing tímabilsins (snökt).

Við æfum allir saman - og er æfingin frá kl.16.00 - 17.30 á Suðurlandsbraut.

Verið rosaduglegir að láta alla mæta - vona að allir komist.

Sjáumst hressir,
Ingvi - Egill - Eymi og Kiddi.

- - - - -

Thursday, September 21, 2006

Fimmtudagur (staðfest-staðfest)!

Sælir.

Smá breyting! Í staðinn fyrir að yngra árs boltinn sé 17.30 í dag þá verður
hann klukkutíma fyrr, eða kl.16.30. Nokkrar ástæður þar á!

Þannig að:

- Fimmtudagurinn 21.sept: "Skólavallarbolti" - Yngra ár - Mæting kl.16.30 niður í Langholtsskóla (efri völlur) í dóti til að spila á malbikinu góða úti! Við tökum gott mót og endum á nettri sláarkeppni. (1 gestaleikmaður mætir og tæklar þá sem ekki komu á þriðjudaginn).
Eftirfarandi strákar gera mér extra greiða og láta alla vita í sínum skólum:
- Langó: Daði Spaði og Arnþóra ri.
- Laugó: Nonni og Gummi.
- Vogó: Silli og Valli.
Sjáumst sprækir í dag,
Ingvi - Egill og Kiddi
p.s. sumir eiga enn eftir að láta vita um ferðina (ótrúlegt). Vinna í því!

Wednesday, September 20, 2006

Miðvikudagur (staðfest)!

Heyja.

Aðeins of seinn!
Yngra árið verður sem sé á morgun og eldra árið í kvöld!!
En planið í dag og á morgun verður svona:

- Miðvikudagur: "Ullarsokkafótbolti" - Eldra ár - Mæting kl.18.00 niður í Vogaskóla með innanhúsdót - ullarsokka og towel. Við verðum innanhús, tökum fyrst smá flipp, svo venjulegan bolta. (2 gestaleikmenn mæta og tækla þá sem ekki komu í gær). Búið um kl.19.45.

- Fimmtudagur: "Skólavallarbolti" - Yngra ár - Mæting kl.17.30 niður í Langholtsskóla í dóti til að spila á malbikinu góða úti! Við tökum gott mót og endum á nettri sláarkeppni. (1 gestaleikmaður mætir og tæklar þá sem ekki komu á þriðjudaginn).

- - - - -

Svo lokaæfingin á föstudag, og yngra árs ferðin um helgina (ræðum eldra árs ferðina í kvöld).

Sjáumst hressir, heyrið í mér ef það er eitthvað.
Ingvi - 869-8228.

Tuesday, September 19, 2006

Miðvikudagurinn 20.sept!

Jó.

Þar sem að Víkingapartýið okkar fór ekki alveg eins og við vildum
er það ljóst að sápufótboltinn (á afar dýru plasti úr húsasmiðjunni) frestast
um óákveðin tíma :-(

Þannig að á morgun er hugsanlegt að yngra árið svissi við eldra árið, þ.e. að eldra árið
æfi á mið og að yngra árið æfi á fim!

En þetta verður allt ljóst fyrir hádegi á morgun, miðvikudag. En tvennt í essu:
1. Nokkuð ljóst er að æfingin verður í kringum kl.18.00 eða kl.19.00!
2. Ef einhver skyldi ekki komast á mið eða á fim þá er minnsta mál í heimi að mæta á þá æfingu sem viðkomandi kemst á.

Segjum það, tek etta á mig.
Og bið ykkur að kíkja í hádeginu á morgun og vera svo duglegir að láta hlutina berast.

Heyrumstum,
Ingvi

p.s. allir á yngra árið skrá sig í ferðina! a.s.a.p. (kók sem veit hvað það þýðir).
p.s.s. eymi er kominnn heim frá skotlandi með gúff (annað en sumir). Good stöff.

Já!

Sælir.

Takk fyrir æfingarnar í gær, mánudag - þær voru nettar. Að sjálfsögðu gleymdum
við að plögga nákvæman lista á sigrana í keppninni okkar nýju og góðu. Þannig að við
"tvistum" það einhvern veginn (og tökum bara góða keppni á lokaæfingunni á
föstudaginn).

Ég var náttúrulega kosinn markmaður beggja æfinganna. Varði kannski ekki
allt en var "sudda" "flair" og sýndi skemmtilega takta :-)

Líka takk fyrir daginn í dag, og þá sérstaklega þeir sem létu sjá sig. Ég skil alveg
að það hafi verið eitthvað annað á dagskrá og að ekki allir myndu komast, EN það voru allt of margir sem létu ekki vita af sér - og þeir sem létu vita af sér gerðu það u.þ.b. klukkutíma fyrir mætingu eða beint á bloggið. Það er eiginlega ekki tekið með, sérstaklega þegar menn eru búnir að plana massa dagskrá fyrir okkur - fleiri búnir að leggja mikla vinnu í þetta + kostnaður. Lágmark að láta vita í tíma þannig að það væri hægt að gera aðrar ráðstafanir.

En þetta var samt ótrúlega vel heppnað. Ég hef sjaldan skemmt mér eins vel - og var kannski ekki alveg að hegða mér eins og 27 ára maður! Kiddi átti samt hugmyndina að tveggja fötu "plottinu". Mér fannst gaurarnir of grimmir þá. Arnþór og Mikki voru kosnir slakastir í boðhlaupinu - það var staðfest svindl í bolakastinu og sorrý gummi í "aðkomastlengstmeðspýtu" keppninni. En massa gaman.

Er búinn að búa til lista hér fyrir neðan. Ég tala betur við ykkur næst þegar ég hitti ykkur (engin samt að panikka og þora ekki á næstu æfingu - ég er ekki það líklegur í massa "hárþurrku"). Er samt frekar sár (og fáránlega mikið í mínus).

Sjáumst á morgun eða hinn.
Ingvi

- - - - -

"ánægðurmeðykkur listinn": Ágúst Ben-Ástvaldur Axel-Bjarmi-Jónas-Óskar-Snæbjörn Valur-Starkaður-Arnþór-Daði Þór-Daniél I-Daníel Örn-Elvar Aron-Emil Sölvi-Guðmundur Andri-Jón Kristinn-Matthías-Mikael Páll-Orri-Jóel-Valgeir Daði-Úlfar Þór.

"okeyþaðverðurbaraaðhafaþað listinn": Anton E-Bjarki B-Bjarki Þór-Bjarki Steinn-Daníel Ben-Einar Þór-Guðlaugur-Gylfi Björn-Símon-Ævar Hrafn-Anton Helgi-Davíð Þór-Kristófer-Reynir-Tryggvi.

"íekkinógugóðummálum listinn": Arnar Már-Aron Ellert-Atli Freyr-Davíð Hafþór-Flóki-Gunnar Björn-Ingimar-Hreiðar Árni-Jakob Fannar-Jónmundur-Tumi-Viktor-Anton Sverrir-Arnar Kári-Arinait-Ágúst Heiðar-Árni Freyr-Hákon-Kevin Davíð-Ingvar-Kormákur-Kristján Einar-Kristján Orri-Sindri-Sigvaldi-Stefán Karl-Stefán Tómas-Viktor M-Þorleifur.

?: Arnar Páll-Pétur Dan-Arnar Bragi -Jimmy-Leó-Hjörtur.

Monday, September 18, 2006

Þriðjudagurinn 19.sept!

Víkingaleikar!

Sælir strákar.
Í dag, þriðjudaginn 19.sept, ætlum við heldur betur að breyta út af vananum! Við ætlum að skella okkur í svokallaða Víkingaleika í Nauthólsvíkinni.

Þetta er sem sé leikjasamansafn sem á rætur sínar að rekja ca. 1000 ár aftur í tímann – sumir kannast við eitthvað af leikjunum en þetta verður eflaust framandi fyrir flesta. Markmiðið er aðallega skemmtun og góð útivera. Þetta eflir víst félagsþroskann, gerir samskiptin betri sem og samskiptafærnina. Alla veganna massa stuð.

Það er mæting kl.16.00 upp í Siglunes (við hliðina á aðalbyggingunni við ylströndina í Nauthólsvík) og ætti allt að vera búið um kl.18.00. og þetta kostar 1.000kr á mann.

Þetta verður utandyra þannig að allir verða að mæta í góðum og hlýjum fötum (vettlingar, húfa, góður skjólfatnaður) (sem mega óhreinkast). Í lokin (ef það verður ekki allt of kalt) verður hugsanlega einhverjum hent út í sjó! En það verður hægt að fara í góða heita sturtu þegar allt búið, þannig að gott er að taka með hrein föt og handklæði í poka.

Það væri gott ef þið mynduð láta okkur vita ef þið kæmust ekki.
Annars sjáumst við bara eldhressir á morgun.

Kv,
Ingvi og co.

Haustferð - yngra ár!

Hey.

Hérna er miðinn sem yngra árið fékk í dag vegna ferðarinnar:

- - - - -

4.flokkur karla - yngra ár
Knattspyrnufélagið Þróttur

Haustferð - 23-24.sept!

Jó, þá er komið að haustferð yngra ársins upp í Borgarfjörð. Ætlunin er að enda tímabilið á góðri skemmti- og afslöppunarferð og jafnframt að þétta hópinn fyrir komandi tímabil.

Við munum fara með rútu á laugardeginum, gista í kósý hlöðu við Kolstaði (rétt hjá Húsafelli) og hafa það reglulega gott upp í sveit. Planið er að kíkja í "smá" bolta, fara í sund, í powergöngutúr, gúffa vel og mikið, fara í "sörvævor nonnastaðir", þjálfarar v leikmenn í ýmsum keppnum og margt margt fleira.

Það er mæting snemma á laugardaginn (23.sept), kl.11.00 niður í Þrótt. Við leggjum af stað korteri seinna og komum svo tilbaka kl.13.00 á sunnudeginum (24.sept).

Ferðin mun kosta 3.500kr á mann (sem fer að mestu í rútuna, sundið og hluta af matnum).

Þeir sem ætla að fara eru beðnir um að skrá sig sem allra fyrst (helst í dag) en í síðasta lagi fyrir hádegi á miðvikudag (20.sept). Hægt er að senda mér mail (ingvisveins@langholtsskoli.is) eða bjalla/smessa á mig (869-8228).

Allar aðrar upplýsingar um ferðina koma svo á fimmtudag/föstudag.
Þetta verður geggjað stuð :-)

Verðum í bandi,
Ingvi og co.

Mánudagurinn 18.sept!

Jó.

Ég minni á að vikuplanið er hér fyrir neðan í síðasta bloggi.
En við ætlum að hittast aftur eftir smá frí í dag, mánudag:

Æfing – yngra ár - Mæting kl.16.30 niður í klefa 1 - búið kl.18.00.

Æfing - Eldra ár - Mæting kl.18.15 niður í klefa 1 – búið kl.19.45.

Hittumst sem sé niður í klefa - Þar er hægt að klæða sig í og geyma dótið.
Við stelumst svo örugglega á valbjörn (verðum alla veganna ekki á gervi).
Látið þetta berast vel - mæta í legghlífum því menn mæta ferskir eftir
"stjörnuleik" á laugardaginn!

Sjáumst í dag,
Ingvi (200 leikir maður), Eymi (mætir með dumle), Egill (enn slappur) og Kiddi (besti félaginn).

Monday, September 11, 2006

Næsta vika!

4.flokkur karla
Knattspyrnufélagið Þróttur
“Slúttvikan”


Leikmenn.

Hér fyrir neðan gefur að líta lokaplanið okkar þetta tímabil. Náttúrulega soldið flókið eins og okkur er einum lagið en vonandi “good stöff” eins og maðurinn sagði. Reynið að fá alla með þannig að við klárum tímabilið saman. / Við auglýsum svo hvern dag fyrir sig /

Heyrið svo í okkur ef það er eitthvað.
Ok sör.
Ingvi, Eymi, Egill og Kiddi.

- - - - - - - - -

Mánudagurinn 18.sept:

Æfing – yngra ár - kl.16.30-18.00 - Mæting niður í klefa 1 (hægt að klæða sig í þar).

Æfing - Eldra ár - kl.18.15 – 19.45 - Mæting niður í klefa 1 (hægt að klæða sig í þar).

(ef leikmenn eru á handboltaæfingum þá mæta þeir á seinni æfinguna).

Þriðjudagurinn 19.sept:

"Víkingaleikar" – Leikir, hópefli og fjör!
Mæting kl.16.00 niður í Siglunes (hjá Nauthólsvík) í hlýjum fötum (sem mega óhreinkast). Mæta með 1000kr. Búið um kl.18.00.

Miðvikudagurinn 20.sept:

Æfing (sápufótbolti/ullarsokkabolti) – yngra ár – kl.17.00 – 18.15 - staðsetning auglýst síðar.

(leikmenn í handbolta fá að fara aðeins fyrr).

Fimmtudagurinn 21.sept:

Æfing (sápufótbolti/ullarsokkabolti) – eldra ár – kl.17.30 – 19.00 - staðsetning auglýst síðar.

Föstudagurinn 22.sept:

Lokaæfing – allir – kl.16.00 – 17.30 - Suðurlandsbraut.

Laugardagurinn 23.sept: Haustferð yngra ársins (betur auglýst eftir helgi).
Sunnudagurinn 24.sept: Haustferð yngra ársins.

- Út alla þessa viku verður stigakeppni í gangi; leikmenn fá stig fyrir alla leiki sem þeir vinna, á öllum þessum 4-5 æfingum (víkingaleikarnir meðtaldir). Í lokin verða svo vegleg verðlaun veitt fyrir 3 stigahæstu leikmennina (ég veit ég skulda poworade).

- Vikan 26.sept – 1.október fer að mestu leyti í meiri frí – EN miðvikudagskvöldið 28.sept ætlum við að halda smá lokapartý fyrir flokkinn (gúffa pedsu, taka myndasýningu, afhenda verðlaun, fara yfir árið ofl) og sunnudaginn 1.október er svo uppskeruhátíð félagsins á Broadway.

- Ath - Haustferð eldra árins á enn eftir að plana. En það skýrist eftir helgi hvort það verður dagferð eða gist eina nótt - eins hvert verður farið og hvað verður gert.

Alrighty, nóg í bili.
Heyrið í mér ef það er eitthvað.
Ingvi (869-8228) og co.

Stjarnan - Þróttur

Jamm.

Síðasti leikur mfl á þessu seasoni er á morgun! Hann byrjar kl.14.00
á Stjörnugervigrasinu og vona ég að einhverjir leggi leið sína í
Garðabæinn. Stúkan þeirra er víst þokkalega þægileg og flott, og ég tala
nú ekki um ef að sumir komi jafnvel inn á nokkrar!!

Alla veganna.
Sjáumst.
Ingvi (12 mín), Eymi (í skotlandi), Egill (mánuður í mfl) og Kiddi (mark í síðasta leik-ég veit en þett er víst satt).

- - - - - -

Meistaradeldin!

Heja.

Mælum með meistaradeildaráhorfi í kvöld og á
morgun. Besta liðið að keppa í kvöld (já liverpool)
en svo er Real að keppa á morgun.

Eymi og Egill soldið að væla um pedsugúff með leikjunum
en ég er frekar á því að taka ekvað hollt! (kiddi er ekki spurður).

Alla veganna - um ein og hálf vika í yngra árs ferðina - hvernig
væri nú að fara að melda sig þannig að maður fengi grófa tölu á
hve margir ætla með (vonandi allir). ekki taka síðasta snúningin á
etta.

Planið fyrir næstu viku fer svo að detta inn.
Ok sör.
Aju
Ingvi og co.

2.flokks leikur!

Jó.

Vildi bara segja mönnum frá 2.flokks leiknum í kvöld v Víking.
Hann er kl.18.00 - eflaust á Suðurlandsbraut, en kannski
á Valbirni. Bara ef einhverjum leiðist!
Egill sagðist ætla skora. Og Kiddi sagðist ætla ... senda stoðsendingu
á Egil!

Kíkið á þá :-)

Laters,
.is

Saturday, September 09, 2006

Frí!

Sælir.

Hér með er skollið á gott vikufrí – en inn í fríinu eru reyndar síðustu tveir meistaraflokksleikirnir . . .
- v KA - laugardaginn 9.september kl.14.00 - Valbjörn
- v Stjörnuna - laugardaginn 16.september kl.14.00 - Stjörnuvöllur.
. . . og væri gaman að sjá sem flesta á þeim!

Við hittumst svo aftur eftir viku (vikuna 18-24.sept) tökum nokkrar “Über” skemmtilegar æfingar og slúttum tímabilinu með gúffi, myndaveislu o.þ.h.

Við erum svo að stefna að fara í “skemmtihaustferðir” með bæði árin:
- Yngra árið mun fara á “Nonnastaði” í Borgarfirðinum (sveitasetur) helgina 23-24.sept.
- Eldra árið í flokknum hefur farið síðustu þrjú árin til Hveragerðis og er ætlunin að fara þangað aftur helgina 30.sept-1.okt.


Nánari upplýsingar um ferðirnar koma þegar við hittumst aftur en gott ef menn bókuðu þær hjá sér, og kæmu skráningatilkynningu á “meili” (ingvisveins@langholtsskoli.is), símtali (869-8228) eða sms-i á mig um hvort viðkomandi ætli ekki að koma með.

Heyrið svo í mér ef það er eitthvað,
Kv,
Ingvi – 869-8228 og co.

Thursday, September 07, 2006

Fim + Fös!

Jev.

Ekki alveg nógu gott í gær. Samt smá sárabót að Magni er kominn
í úrslit. Það þýðir feit kvöldvaka í næstu viku!

En það er smá breyting í dag (kemur á óvart) - það var aftur settur á leikur hjá
varaliðinu :-( þannig að ég og egill þurfum að massa að. Þannig að Kiddi (og kannski
eymi) verða með æfinguna í kvöld.

Þannig að planið í dag og á morgun verður þannig:

- - - - -

- Fimmtudagurinn 7.sept: Frjáls mæting á æfingu kl.18.45-20.15 upp á Suðurlandsbraut.

- Föstudagurinn 8.sept: Æfing hjá öllum kl.15.00-16.45 á gervigrasinu.

p.s. úrslitaleikurinn í Íslandsmótinu í 4.fl er í dag á Leiknisvelli - kl.17.00 - ef einhverjir komast!
svo er KF Nörd í kvöld. Checkið á því!

Sjáumst þokkalega sprækir.
Ingvi og co.

Wednesday, September 06, 2006

Mið - Ísland - Danmörk!

Jó.

Það er frí í dag, miðvikudag, þar sem að það er svaðalegur
landsleikur kl.18.05 - Ísland - Danmörk!

Það er einhver hátíð í tenglsum við leikinn kl.16.00 niður í Þrótti.
Endilega kíkið á hana ef þið getið -
En annars njóta menn bara leiksins á vellinum eða heima.

Og við sjáumst svo á morgun, fimmtudag:

- Yngra árið kl.16.00-17.20 á Suðurlandsbraut.
- Eldra árið kl.19.00-20.20 á þríhyrningnum.

En við auglýsum það örugglega betur á morgun.
Ok sör.

Heyrumst,
Ingvi Smári, Eymi Karl, Egill Gautur og Kiddi Heiðar.

Tuesday, September 05, 2006

Yngra árs æfing - þrið!

Jó.

Fín æfing í gær hjá eldra árinu. Jónas rúllaði upp poworade
keppninni, Flóki var bara með leiðindi og Eymi varði ekki
skot í markinu.

2.flokkur vann í gær og tryggði sér flutning upp í A riðil. Algjör
snilld hjá þeim. U23 keppti líka í gær og vakti miðjumaður Þróttara
í þeim leik mikla athygli!! Verst bara að aðeins 6 manns voru á þeim
leik!

En yngra árið æfir í kvöld - Kl.19.00-20.15 (ánægður) á þríhyrningnum.
Eftir það skellum við okkur aðeins í pottinn og fáum okkur svo franska
pullu (koma með sund dót og ca.400kr). Allt búið um kl.21.20 (svo allir samfó
heim).

Ok sör.
Sjáumst í kvöld,
Ingvi (miðjumaður), Eymi (kemur víst í kvöld), Egill (mark í gær?) og Kiddi (með #&%$ upp á bak).

Monday, September 04, 2006

Mánudagurinn 4.sept!

Sælir strákar.

Og afsakið hvað þetta kemur seint.
Það er strax smá breyting á planinu góða (sökum leikja hjá okkur
þjálfurunum).

Yngra árið verður að taka bolta sjálfir í dag (út í skóla)! - en æfa á morgun, þriðjudag.
En eldra árið mætir í kvöld.

Ég gleymdi svo að segja ykkur á æfingunni fyrir helgi - að þessi mánuður
verður aðeins afslappaðri, þ.e. minni stress að mæta á allar æfingar. En
náttúrulega gott mál ef menn eru áhugasamir og vilja mæta sem oftast.

En tek á mig vesenið í dag, mánudag. Sé eldra árið í kvöld en yngra árið á morgun:

- Mán 4.sept: Æfing hjá eldra árinu kl.19.30 - Mæting niður í Þrótt, svo finnum við
völl. Eftir æfingu kíkjum við í smá pott og loks í franska pullu+kók. Koma með sund dót
og um 450 kall!

- Þrið 5.sept: Æfing hjá yngra árinu kl.19.00 - Mæting niður í Þrótt, svo finnum við
völl. Eftir æfingu kíkjum við í smá pott og loks í franska pullu+kók. Koma með sund dót
og um 450 kall!


Nett - double pulla hjá okkur!
Heyrumst,
Ingvi og co.
- - - - -

Friday, September 01, 2006

Helgarfrí

Já, sælir dreng.

Það er Eymi, yfirmaður knattspyrnumála, sem skrifar. Ég ætla ekki að koma með eitthvað hresst og einhverja liti eða myndir, bara agað blogg.

Það er nú einu sinni þannig að þið eigið ógeðslega lata þjálfara sem nenna engu og þess vegna höfum við ákveðið að taka helgarfrí þessa ágætu helgi.

Þið nýtið því að sjálfsögðu helgina í að hjálpa foreldrum ykkar í einu öllu, taka til í herberginu óumbeðnir og svo síðast en ekki síst, lærdóm. Því það er nú bara þannig börnin góð að viskan er verðmætasti fjársjóðurinn.

Svo fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér hvenær umfjöllun um Fylkisleikinn birtist, þá er ég að leggja lokahönd á hana og reikna með að hún komi seinni partinn á morgun.

Takk fyrir og góðar stundir

Jájá.

Nett veður í dag, föstudag - TBR er víst fínn - og já, kisann, slangan og
stökkmúsinn eru klár í slaginn:


ah - engin mynd til af kidda í action - enda dæmir hann etta bara í dag :-)
Sjáumst á eftir:

- Yngra árið æfir kl.15.00 - TBR völlur (ath - átti að vera á suðurlandsbr).

- Eldra árið æfir kl.16.30 - TBR völlur (ath - átti að vera á suðurlandsbr).

Þjálfarar