Monday, July 31, 2006

Þriðjudagurinn 1.ágúst!

Jó.

Vona að menn séu smám saman að ná sér eftir
mótið - tekið fótboltalausan dag!

Það var fínn fundur hjá eldra árinu áðan - það eina sem
er þá eftir hjá Danmerkurförum er að mæta niður í BSÍ á
miðvikudagsmorgun (og að fá lokadagskránna (gott eymi)).

Á morgun, þriðjudag, ætlum við að taka létt og stutta æfingu
hjá yngra árin (og þeim sem fara ekki út). Hún verður kl.17.00 á
gervigrasinu. Og eftir hana er komið um eins og hálfs vikna frí.

Sem sé; æfing kl.17.00-18.00 á gervigrasinu.
Komum með Rey-Cup bolina fyrir þá sem ekki fengu í gær.

Ok sör.
Ingvi og co.

Mánudagurinn 31.júlí!

Heyja.

Það er sem sé feitt frí í boltanum í dag, mánudaginn 31.júlí.
Hugsanlega létt æfing fyrir yngra árið á morgun, þriðjudag -
en við neglum það fljótlega. Höfum samt gott að góðu chilli
eftir stranga törn á mótinu.

En það er aftur á móti foreldrafundur fyrir foreldra og leikmenn
á eldra ári, sem eru að fara til Danmerkur. Fundurinn hefst kl.19.00
í stóra salnum niður í Þrótti - og ætti bara að taka smá stund.

Alrighty,
heyrið í mér ef það er eitthvað.
.IS

- - - - -

Rey-Cup lýkur!

Jamm.

Rey-Cup djammið er á enda! Mótið kláraðist í dag með
verðlaunaafhendingu niður á gervigrasi.

Ég vona að allir hafi skemmt sér vel á meðan mótinu stóð
og hafi farið heim sáttir.

Við ætlum að reyna að koma með smá skýrslu um mótið sem
fyrst (hverjir skoruðu, myndir ofl). Kemur vonandi fljótlega.

En annars bið ég ykkur að athuga hvort þið hafið ekki örugglega
skilað treyjunni sem þið spiluðuð í! Hendið henni í mig fyrir þriðjudagskvöld.

Við dreifðum Rey-Cup bolnum á nokkra í dag - klárum það á fundinum
á morgun, eða yngra árs chill æfingunni á þriðjudaginn.

Segjum það í bili,
Ingvi og co.

Wednesday, July 26, 2006

Rey-Cup hefst!

Sælir strákar.

Þá fer ballið að byrja.

Það er sem sé mæting niður í Langholtsskóla í kvöld (mið).
Langbest að koma fyrir neðan Álfheimabakarí!!
Yngra árið mætir kl.20.30 og eldra árið kl.21.00.

Við komum okkur svo fyrir og slökum bara á. og tökum stuttan
fund og ræðum morgundaginn. Við verðum komnir með skýrara
leikjaplan fyrir alla.

Ég vona að allir hafi passað um á bæklingin sinn - og séu klárir
á öllu - annars bara bjalla í kallinn (869-8228).

Sjáumst svo sprækir í kvöld.
Ingvi - Eymi - Egill og Kiddi.

- - - - -

Monday, July 24, 2006

Þriðjudagurinn 25.júlí!


Jó.

Um einn dagur í mót - Allt að verða klárt!

Í dag, þriðjudag, munum við fyrst taka stuttan hádegisfund
og rabba saman um mótið. Fara yfir það sem mikilvægast er og
svara helstu spurningum. Allir fá bækling um mótið sem inniheldur
allt sem þið þurfið að vita.

Við munum líka vera með æfingu fyrir hvert lið fyrir sig seinna um daginn,
fara aðeins í nokkur atriði og gíra okkur upp. (sjá hér fyrir neðan).

Á morgun, miðvikudaginn er svo mæting um kvöldið upp í Langholtsskóla,
þar sem við munum koma okkur fyrir og slaka síðan á fyrir fyrstu
leikina á fimmtudaginn.

Alrighty - vona að allt sé á hreinu.

Sjáumst á morgun, Ingvi og co.

- - - - -

Þriðjudagurinn 25.júlí:

- Fundur hjá öllum kl.12.15 í stúkunni við Valbjarnarvöll.

- Æfingarnar verða svo kl.14.00 (þróttur 4 - B lið á yngra ári) / kl.15.30 (þróttur 2 - a lið á yngra ári) / kl.19.00 (þróttur 3 - b lið á eldra ári) / kl.20.00 (þróttur 1 - a lið á eldra ári).
(örugglega allar á gervigrasinu - mæting niður í Þrótt).
(yngra árið á fyrri tveimur og eldra árið á seinni tveimur).

- - - - -

Miðvikudagurinn 26.júlí:

- Pakka og gera sig klára heima! Mæting niður í Langó um kvöldið.

- - - - -

Sunday, July 23, 2006

Monday 24.júlí!

Blek.

Egill hérna megin.

Ég átti að skila góðri kveðju frá Ingva sem er staðsettur norður á landi, nánar tiltekið á Akureyri. Þar sem hann mun etja kappi við Norðlendinga í 8-liða úrslitum Visa Bikarkeppninnar.

Vonandi gengur þeim betur en okkur, en eins og glöggir menn hafa tekið eftir duttum við (2.fl.) út í 8-liða úrslitum á móti ÍA. En nóg um það, vindum okkur að mikilvægari hlutum.

Á morgun tökum við góðar æfingar - á þríhyrningnum, sem er góð tilbreyting frá Sulla.

Yngra árið æfir kl.13.00 - 14.30

Eldra árið æfir kl.14.30 - 16.00

Vonum að sem flestir komast - förum nú að stilla saman strengina fyrir mótið.

kv.

Egill Bjöss (aka Rauða Þruman)

- - - - -

Saturday, July 22, 2006

Helgarfrí!

Jó.

Það er sem sé helgarfrí hjá okkur.
Mælum með að menn kíki í sund eða niður í bæ.

Allir þurfa svo að fylgjast með á textavarpinu sunnudagskvöld
hvernig leikurinn v KA fer!

Minni svo menn á að redda sér hvítum stuttbuxum og hvítum sokkum
fyrir Rey-Cup, sem og Þróttaragallanum nýja. Þetta á allt að fást í versluninni
Íþrótt í Ármúla (örugglega opin í dag, laug).

Við tökum svo góða æfingu eftir hádegi á mánudaginn.
og örugglega fund + æfingu á þriðjudeginum.
Svo byrjar Rey-Cup á miðvikudeginum.

Heyrið í mér ef það er eitthvað.
Sjáumst annars á mánudaginn.

Ingvi og co.

Thursday, July 20, 2006

Föstudagurinn 21.júlí!


Sælir.

Massa nett ferð í gær í massa góðu veðri. Skútan var líka
nett (eða hvað). Jóel áberandi slakastur í marki á sparkvellinum og Diddi
tuðaði mest! Egill og Kiddi tóku bara þreyttu gaurana á etta og
voru bara að tana, ásamt Úlla, meðan við tókum á því. En fín ferð
(þrátt fyrir smá snapp hjá mér í lokin).

Og vonandi gat eldra árið slakað vel á í gær :-)

- - - - -

Í dag, föstudag, tökum við tvær venjulega æfingar (loksins). Yngra árið
fær ekki frí eins og var planað - sorrý stína (en þeir sem vilja chilla láta bara vita).

The Plan:

- Æfing hjá yngra árinu kl.14.00 á Suðurlandsbraut (þjálfarar með (þeir sem fíla
magga lú ættu að mæta með legghlífar)).

- Æfing hjá eldra árinu kl.15.30 á Suðurlandsbraut. (veit að þið verðið búnir að
plögga að fara aðeins fyrr hjá verkstjóranum ykkar).

Klárlega verður eins veður og í dag! Þannig að allir mæta í ermalausum - þeir sem gera
það fara í Powerade pottinn.

allt um leiki vikunnar verður komið á hádegi á morgun.
Svo erum við dottnir í ljúft helgarfrí.
og Rey-Cup vikan að detta inn.

Heyrumst,
ingvi snapp, egill tanaði, kiddi vítaskytta og eymi dómari á útileikjum

Fimmtudagurinn 20.júlí!



Sælir strákar.

Afsakið hvað þetta kemur seint. Vona samt að þetta skili sér til allra.
Dagurinn í dag (fimmtudagur) verður svona hjá okkur:

- Eldra ár: Frí/chill/vinna!

- Yngra ár: Hjólaferð + bolti + sund + gúff: Já, ekkert væl þótt þið þurfið að skella ykkur á hjólið aftur - Það er mæting kl.13.00 niður í Þrótt á nettu hjóli og með hjálm (engar afsakanir anton). Takið líka með ykkur sund dót, 500 kr og mætið í íþróttafötum. Leiðin verður nett og sparkvöllurinn súper. Komnir aftur um kl.16.30.

- - - - -

Allt um leikina þrjá í þessari viku fer alveg að detta inn. Náttúrulega 3 sigurleikir
sem við getum verið virkilega sáttir með. Við erum líka þokkalega ánæðir með flokkinn
í heild. -Hérna- eru myndir úr Aftureldingar leikjunum (væri frekar svalt að fá myndir úr öllum
leikjum svona
).

Kiddi, Egill og 2.fl duttu út í gær í 8 liða úrslitum í bikarnum. Spiluðu massa vel en töpuðu í vítaspyrnukeppni :-( Nóg um það!!

Annars er rúm slétt vika í Rey-Cup. Allt að vera klárt (gistingin, hópurinn, vinna foreldra ofl). Við hittumst svo aftur á morgun, föstudag, tökum svo helgarfrí - en undirbúum okkur loks fyrir mótið á mánudag og þriðjudag.

Nóg í bili.
Sjáumst,
Ingvi og co.

- - - - -

Leikir v Aftureldingu!

Heyja.

6 stig í hús á miðvikudaginn. yfirburðir í báðum leikjum og loksins
sýndu allir leikmenn sitt rétt andlit. allt um það hér:

- - - - -

Dags: Miðvikudagurinn 19. júlí 2006
Tími: 17:00 - 18.20.
Völlur: Varmárvöllur.

Þróttur 2 - Afturelding 0.
Staðan í hálfleik: 1 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0.

Maður leiksins: Anton / Árni Freyr / Aron Ellert.
Mörk: Árni Freyr (13 mín) - Ævar Hrafn (69 mín).

Vallaraðstæður: Völlurinn náttúrulega geggjaður og veðrið þvílíkt gott.
Dómari: Dómaratríóið slapp alveg þrátt fyrir ungan aldur!
Áhorfendur: Nánast allir foreldrar á staðnum og í góðum fíling.

Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Gylfi og Kobbi bakverðir - Ingimar og Aron miðverðir - Jónas og Ævar Hrafn á miðjunni - Bjarki Steinn og Bjarmi á köntunum - Danni Ben og Árni frammi + Bjarki B, Ási og Snæbjörn Valur.



Frammistaða:


Anton: Varði á köflum alveg ótrúlega og tekur hann það alveg á sig að við vorum 1-0 yfir þegar hann fór út af. Vantar stundum að fara út í suma bolta á milljón.
Gylfi: Fínn leikur í heild en missti stundum manninn sinn í gegn. Lét soldið ýta sér, sem á ekki að gerast þar sem hann er einn sterkasti maður liðsins. En annars duglegur og kom oft upp með í sókninni, sem er eitthvað sem við þurfum að gera meira af með bakverðina.
Ingimar: Fyrsti leikur í langan tíma, en kom ekki að sök - átti brilliant leik og hélt þeirra starkasta manni niðri. Myndaði klassa dúó með Aroni.
Aron: Einn besti maður vallarins. Las leikinn vel og kom öllu burtu þegar það þurfti. Hefði mátt tala aðeins meira - en hann og Ingimar smullu vel saman í miðverðinum.
Kobbi: Búinn að standa sig afar vel með B liðinu í sumar - og kláraði þetta verkefni með vinstri! Klassa leikur.
Jónas: Afar duglegur á miðjunni og alltaf á milljón - fínn talandi og klassa barátta. Vantaði stundum að fara upp í skallabolta.
Ævar Hrafn: Hefði mátt setjann aðeins fyrr svo þjálfarinn fengu ekki taugaáfall á linunni! En góður leikur - sérstaklega frammi í lokin. Gerði sig fríann trekk í trekk og óheppinn að skora ekki annað mark.
Bjarmi: Enn og aftur fínn leikur - og snilldar hornspyrnur, sem við áttum að nýta betur. Má svo koma sér meira í skotfæri.
Bjarki Steinn: Góðir leikur og sýndi meiri grimmd en áður. Tók samt soldin tíma að komast inn í leikinn í byrjun - og hefði mátt setjann í einum deddaranum.
Danni: Afar duglegur og alltaf hættulegur. Lagði upp bæði mörkin. Vantaði að skýla boltanum aðeins betur á köflum - og nýta sér þríhyrninga með hinum í liðinu (sem þurfa stundum að koma fyrr í aðstoð).
Árni: Á fullu allann leikinn og fór í alla bolta. Snilldar mark - einn besti leikur sumarsins.

Bjarki B: Snilldar innkoma - besti leikur hans í sumar. Kom sér vel inn í leikinn, átti mörk skot að marki og ertað grínast hvað það hefði verið ljúft að skora með skalla á í seinni hálfleik.
Ási: Afar góður leikur á miðjunni - var sterkur og hélt boltanum vel. Vantaði stundum aðeins betri lokasendingu inn fyrir.
Snæbjörn: Góð innkoma. Aldrei hætta og hélt örugglega hreinu.

Almennt um leikinn:

Ertað grínast hvað ég er sáttur við þennan sigur. Tek á mig stressið á línunni - vona að það hafi ekki truflað neinn. Við áttum náttúrulega að gera út af við leikinn miklu fyrr, þótt markið hjá Ævari hafi vissulega verið nett.

Var soldið hræddur að Booot Campið hefði verið á röngum tíma og að menn myndu mæta stirðir og asnalegir. En sem betur fer var svo ekki.
Við kláruðum aðalmarkmiðið okkar: að fá ekki á okkur mark í byrjun - en byrjuðum samt aðeins of aftarlega þannig að Aftureldingarmenn sóttu nokkuð mikið á okkur í byrjun. En við stóðumst það afar vel og sóttum alltaf meira og meira þanngað til Árni kláraði dæmið eftir gott skot frá Danna - afar vel fylgt á eftir.

Við náðum svo stjórninni á leiknum um miðjan fyrri hálfleikin og héldum henni þanngað til í lokin.

Það sem hefði líka mátt vera betra er að halda bilinu á milli varnar og sóknar - það má helst ekki vera lengra en 9 metrar. ef það klikkar þá myndast of mikið pláss fyrir andstæðingin til að sækja. Eins vantaði að vinna fleiri skallabolta á miðjunni - við vorum of ragir að fara upp í þá og alla veganna trufla andstæðingin.

Við vorum kannski of mikið að reyna að senda sóknarmennina í gegn. hefðum getað fundið Jónas og Ævar meira í lappirnar og segja þeim að snúa. En þetta lagaðist í seinni hálfleik og gerðist það afar oft að við fengum boltann á miðjunni og hófum sókn. reyndar vantaði aðeins að næstu sendingar væu betri.

Við fengum náttúrulega gommu af færum í seinni hálfleik og vorum óheppnir að skora ekki alla veganna 2-3 mörk. Hefði Bjarki ekki fengið sér snickers kvöldið áður hefði hann skorað með skalla. En við erum alla veganna að koma okkur í þessi færi og er það jákvætt. og auðvitað lauk þessu öllu með marki nr.2. Við gáfum svo ekkert eftir í vörninni og niðurstaðan eftir því.

Nú einbeitum við okkur bara af Rey-Cup og utanlandsferðinni okkar. og komum svo sterkir til leiks í ágúst og stöndum okkur á móti ÍA, ÍR og HK.

Í einni setningu: Gríðarlega mikilvæg 3 stig í yfirburðaleik.

- - - - -

Dags: Miðvikudagurinn 19. júlí 2006
Tími: 18.20 - 19.30.
Völlur: Varmárvöllur.

Þróttur 10 - Afturelding 1.
Staðan í hálfleik: 5 - 1.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 4-0, 4-1, 5-1, 6-1, 7-1, 8-1, 9-1, 10-1.

Maður leiksins: Gulli.
Mörk: Gulli 4 (3 mín, 14 mín, 24 mín, 55 mín) - Arnar Bragi 2 (28 mín, 32 mín) - Anton Sverrir (40 mín) - Símon 2 (46 mín, 49 mín) - Kristján Einar (66 mín).

Vallaraðstæður: Völlurinn þvílíkt góður og ekki hægt að biðja um betra veður.
Dómari: Tveir dómarar sem stóðu sig bara frekar vel.
Áhorfendur: Um 11 foreldrar upp í stúku.

Liðið (4-4-2): Snæbjörn í markinu - Valli og Nonni bakverðir - Arnar Kári og Úlli miðverðir - Stebbi og Símon á köntunum - Arnþór Ari og Diddi á miðjunni - Gulli og Arnar Bragi frammi + Bjarki Þór, Tolli, Anton Sverrir, Jóel og Krssi.



Eymi tekur etta á sig - náðum ekki mynd af liðinu - en náðum samt klassa mynd af meiðslaplögginu okkar.
Sjúkrataskann að koma gríðarlega sterk inn :-)

Frammistaða:


Snæbjörn Valur: Allt til fyrirmyndar - gat lítið gert við markinu þeirra.
Úlli: Var óhepppinn að meiðast á fyrstu mínútunum - verður vonandi klár fyrir Rey-Cup.
Arnar Kári: Gríðarlega sterkur og vann alla bolta. og getur greinilega verið í hvaða stöðu sem er.
Valli: Afar öruggur í bakverðinum - fínn leikur.
Nonni: Algjörlega gallalaus leikur - afar sterkur í vörninni - klassa lína ásamt Adda, Valla og Tolla.
Stebbi: Fínn leikur - vantaði herslumunin að komast í gegn sjálfur og setjann. En skilaði boltanum vel frá sér og vann vel.
Símon: Klassa leikur og klassa tvö mörk. Duglegur að koma sér í færin.
Arnþór Ari: Átti miðjuna algjörlega ásamt Didda. Var líka duglegur að stinga sér sjálfur. Klassa leikur (en mínus fyrir leiðindin á þriðjudag).
Diddi:
Átti miðjuna algjörlega ásamt Arnþóri. Skilaði boltanum vel frá sér - og setti eitt flott mark.
Gulli: Í miklu stuði og kláraði leikinn eiginlega sjálfur í byrjun. Ekki allir sem skora fernu í leik (önnur fernan í sumar minnir mig).
Arnar Bragi: Afar sterkur frammi og stakk andstæðingana af trekk í trekk. Setti tvö og átti að fá víti og rautt spjald á varnarmann einu sinni.

Bjarki Þór: Stóð fyrir sínu á miðjunni - vann flesta bolta og kom ágætlega með í sóknina.
Jóel: Góður leikur - vantaði kannski aðeins meiri kraft - hefði átt að setjann í einum deddaranum.
Anton Sverrir: Fín innkoma - var mikið í boltanum og skapði alltaf hættu. Smá totti á köflum en setti fínt mark.
Tolli: Kom snemma inn á og kláraði dæmið. Afar öruggur með Arnar sér við hlið.
nr.19 - Krissi: Fínasta innkoma - gerði allt vel og hélt hreinu.


Almennt um leikinn:

Af ótta við annað snapp þá kláruðum við þennan leik strax í byrjun!! segi svona - okkur leið greinilega vel á Varmárvelli og náðum að skora strax á 3 mínútu. Héldum svo áfram og eiginlega klárðum leikinn á næstu mínútum. Settum á þá þrjú mörk, áður en þeir náðu að svara með einu - þá fengum við boltann yfir okkur og þeirra maður slapp einn í gegn og setti hann. En náðum að setja eitt í viðbót fyrir hlé.

Vörnin var afar sterk allann tímann og maður var aldrei hræddur um að þeir myndu gera eitthvað við okkar mark. Allir vel á tánum og á undan í alla bolta.

Við sóttum frekar mikið á þá - og náðum að skora nokkur afar góð mörk. Kannski soldið kærulausir á köflum - en það getur gerst þegar mótstaðan er lítil. Við hefðum mátt draga okkur betur út á línu og hafa meiri breidd.
Við vorum alltaf í frímerkinu miðsvæðis. þótt það hafi gengið vel að þessu sinni.

Lítið annað að segja en að við vorum miklu betri í öllum leiknum. Afturelding gafst eiginlega upp fljótlega og við riðum á vaðið. Gaman að sjá okkar menn njóta sín inn á vellinum.

Liðið er að slíppast vel saman - en nú tekur við Rey-Cup og svo eru 3 leikir eftir í ágúst. ok sör.

Í einni setningu: Loksins öruggur sigur eftir 3 tæpa tapleiki.

- - - - -

Tuesday, July 18, 2006

Miðvikudagurinn 19.júlí: leikur + æfing!

Jó.

Vona að menn séu ekki alveg búnir á því eftir æfinguna
í dag! Við höfðum nú bara gott af þessu, þaggi!

En planið á morgun, miðvikudag, er svona:

- Æfing kl.15.45 upp á Suðurlandsbraut:

Stefán Karl - Orri - Jimmy - Matthías - Anton Helgi - Tryggvi - Daníel I - Ágúst Heiðar - Fannar - Viktor M - Silli - Kormákur - Salomon - Egill - Davíð Þór - Hákon - Emil Sölvi - Elvar Aron - Óskar - Tumi - Gunnar Björn - Ágúst Ben - Jónmundur - Arnar Páll - Leó - Hreiðar Árni - Flóki - Starkaður - Atli Freyr - Arnar Már.

- Leikur v Aftureldingu - Mæting kl.16.00 upp í Varmá (heimavöll Aftureldingar) + Undirbúa sig vel + mæta á réttum tíma + Koma með allt dót (hvítar stullur-hvíta sokka-nýja gallann!-towel).

Anton - Snæbjörn Valur? - Jónas - Ingimar - Daníel Ben - Bjarmi - Bjarki B - Bjarki Steinn - Bjarmi - Ástvaldur Axel - Gylfi Björn - Aron Ellert - Ævar Hrafn - Jakob Fannar - Árni Freyr.

- Leikur v Aftureldingu - Mæting kl.17.20 upp í Varmá (heimavöll Aftureldingar) + Undirbúa sig vel + mæta á réttum tíma + Koma með allt dót (hvítar stullur-hvíta sokka-nýja gallann!-towel).

Kristófer - Kristján Orri? - Kristján Einar - Arnþór Ari - Stefán Tómas - Úlfar Þór - Jón Kristinn - Anton S - Arnar Kári - Einar Þór? - Bjarki Þór - Símon - Arnar Bragi - Guðlaugur - Viktor G - Valgeir Daði - Jóel - Daði Þór.

- Frí/meiðsli:
Reynir - Guðmundur Andri - Pétur Dan - Sindri - Mikael Páll - Davíð Hafþór - Arianit - Daníel Örn.
- ?:
Anton Elí - Gunnar Robert - Ásgeir - Ingvar - Gabríel - Kevin Davíð.

- - - - -

Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
Síja,
Ingvi, Eymi, Egill og Kiddi.

Monday, July 17, 2006

Þriðjudagurinn 18.júlí!

Sælir strákar.

Það er þrennt að gerast á morgun, þriðjudag:

- Leikmenn:

Það er Boot Camp æfing hjá öllum flokknum - mæting rétt fyrir kl.15.00 niður í Þróttaraheimili (vonandi geta sumir strákar á eldra ári fengið að fara aðeins fyrr úr vinnunni). Við finnum okkur svo völl til að vera á. Þetta kostar 300kr og verður búið rétt um kl.16.30. Best að mæta í góðum íþróttaskóm.

- Foreldrar:

Foreldrafundur 4.flokks karla vegna Rey-Cup!

Fundurinn verður haldinn kl. 5 á morgun, þriðjudag í hátíðarsal Þróttar. Á fundinum verður skipt niður verkefnum 4. flokks vegna Reycup. Þátttökugjald einstaklings á Reycup er 15.000kr. - athugið að 20 tíma þátttaka foreldris gefur 7.500 krónu afslátt af
þátttökugjaldi einstaklings á Reycup.

Við sjáumst vonandi sem flest og látið endilega vita ef þið sjáið
ykkur ekki fært að mæta en ætlið samt að taka þátt Reycup.

Fyrir hönd foreldraráðsins,
Mási

- Allir:

Þróttur - Haukar í mfl kl.20.00 á Valbirni. Þvílíkt mikilvægur leikur. Vonandi látiði sjá ykkur.
Og boltasækjarar klárir (á réttum tíma).

- - - - -

Heyrið svo í okkur ef það er eitthvað.
kv.
Ingvi og co.

Leikur v Víking!

Heyja.

Einn leikur á mánudaginn var - við Víkinga á útivelli. Flottur
leikur og flott mörk. Allt um leikinn hér:

- - - - -

Dags: Mánudagurinn 17. júlí 2006
Tími: 19:00 - 20.20.
Völlur: Víkingsvöllur.

Þróttur 6 - Víkingur 2.
Staðan í hálfleik: 4 - 1
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 2-1, 3-1, 4-1, 5-1, 6-1, 6-2.

Maður leiksins: Flóki.
Mörk: Flóki 3 - Tryggvi (víti) - Davíð Hafþór - Ágúst Ben.

Vallaraðstæður: Völlurinn frekar slæmur - en veðrið algjör klassi.
Dómari: Eymi (ekki sáttur) og aðstoðarþjálfari Víkinga í fyrri - 2.fl gaur í Víking í seinni.
Áhorfendur: Fjölmargir foreldrar létu sjá sig (+ gulli á camerunni og jóel (sem var með læti).

Liðið (4-4-2): Kristó í markinu - Gunni og Davíð Hafþór bakverðir - Jómundur og Valgeir Daði miðverðir - Arnar Már og Arnar Páll á miðjunni - Atli Freyr og Ágúst Ben á köntunum - Tryggvi og Flóki frammi + Stefán Karl, Sindri, Mikael Páll og Danni I.

Frammistaða:

Kristó: Góður leikur - afar góður að koma út í langa bolta andstæðingsins. Hefði mátt vera betur á tánum í markinu og á síðustu sekúndu leiksins!! Líka kraftur í honum þegar hann kom út í lokin.
Gunni: Góður leikur - barðist vel og var mikið í boltanum. Vantar kannski aðeins að bæta löngu boltana inn fyrir á sóknarmennina.
Dabbi: Fínn leikur og snilldar mark. Þarf samt að vera aðeins grimmari að fá boltann og keyra á mennina.
Jónmundur: Yfirburðarmaður í liðinu í dag. Allt til fyrirmyndar.
Valli: Fyrsti official leikurinn með fjórða flokki Þróttar. Byrjaði með fínum leik og snilld að fá hann aftur í liðið.
Arnar Már: Fyrsti leikur í langan tíma - en stóð sig afar vel. Átti miðjuna með nafna sínum.
Arnar Páll: Afar góður leikur - átti miðjuna með nafna sínum - labbaði í gegnum víkingana og átti margar fínar sendingar inn fyrir.
Atli Freyr: Flottur leikur - mikið í boltanum og lét vel heyra í sér. Þarf núna að koma sér í 100% leikform og þá er hann í góðum málum.
Ágúst Ben: Fín innkoma í senterinn og fínt mark. Mætti vera aðeins grimmari.
Flóki: Þrenna - er hægt að biðja um meira.
Tryggvi: Afar duglegur að koma sér í færi - Snöggur í gegn en óheppinn/klaufi að klára ekki betur.

Stefán Karl: Fínn leikur - varði oft vel og skilaði boltanum betur frá sér en áður.
Sindri: Klassa leikur í miðverðinum - las leikinn afar vel og stoppaði sóknir Víkings fljótt og örugglega.
Mikael Páll: Fín innkoma - öruggur í bakverðinum og las leikinn vel.
Danni I: Fyrsti leikur sumarsins - en góður leikur á kantinum. Barðist vel og kom oft með sendingar í gegn. Hefði mátt fara oftar sjálfur.


Almennt um leikinn:

Flottur leikur hjá okkur í kvöld. Slökuðum eiginlega aldrei á og hleyptum andstæðingnum aldrei inni í leikinn (eins og við gerum svo oft). Í staðinn kláruðum við þá alveg og niðurstaðan öruggur sigur.

Komumst í 1-0 og svo fljótlega 2-0 og eiginlega bara eitt lið á vellinum. En fengum svo á okkur afar ódýrt mark, beint úr hornspyrnu. Eitthvað sem á eiginlega ekki að gerast, sérstaklega þar sem boltinn skoppaði einu sinni eða tvisvar áður en hann fór inn í markið! Þeir menn sem taka stöngina og það svæði verða að klára þessa bolta.

En við settum bara í hærri gír og sóttum á þá af krafti. Við áttum miðjuna skuldlaust og vorum duglegir að setja sóknarmennina okkar og kantmenn í gegn. Þetta gekk miklu betur en oft áður. Við vorum eiginlega klaufar að skora ekki fleiri mörk en staðan 4-1 í hálfleik.

Leikurinn róaðist svo aðeins í seinni hálfleik. við vorum ekki eins akressífir fram á við. Þeir sóttu aðeins í sig veðrið en við náðum eiginlega alltaf að ráða fram úr því. Samt vantaði aðeins að varnarlínan talaði meir og stjórnaði hvor öðrum betur. Við þurfum líka að passa að skera ekki línurnar, þ.e. að bakvörður fari fram fyrir kantmann. Förum betur í það fljótlega.

Víkingar náðu að skora eitt mark, sem okkur sýndist leka inn. Við settum samt tvö á móti og lokastaðan 6-2 okkur í vil. Erum nú búnir að vinna tvö leiki í röð, og alls 4 leiki. En tapa 3 og svo eitt jafntefli. Þurfum svo að gera betur á móti KR og Fylki í ágúst (eftir Rey-Cup og ferð eldra ársins út).

Fullt af mönnum að standa sig í dag - menn að taka vel á því og þannig þarf það alltaf að vera.
Klassa sigur.

Í einni setningu: Öruggur og góður sigur á útivellli, sem segir okkur að við eigum að vera ofarlega í riðlinum.

Sunday, July 16, 2006

Mánudagurinn 17.júlí!

Sæler.

Hvernig var helgin?
Alla veganna fór kjappinn í paintball og var valinn leikmaður
dagsins! þokkalega gaman. tökum það í þriðja flokk einhvern
tímann! segi svo agli og kidda hvernig superman endaði :-)

Dagurinn á morgun (mán) verður svona hjá okkur - heyrið í okkar
ef það er eitthvað:

- Æfing kl.14.30 - Suðurlandsbraut:

Jimmy - Matthías - Emil Sölvi - Ágúst Heiðar - Fannar - Viktor M - Davíð Þór - Anton Sverrir - Jóel - Daði Þór - Árni Freyr - Kristján Einar - Arnþór Ari - Kristján Orri - Jón Kristinn - Úlfar Þór - Stefán Tómas - Mikael Páll - Sindri.

- Æfing kl.15.45 - Þríhyrningurinn:

Anton - Bjarki B - Gylfi Björn - Bjarmi - Ástvaldur Axel - Bjarki Steinn - Ingimar - Aron Ellert - Daníel Ben - Ævar Hrafn - Bjarki Þór - Viktor G - Jakob Fannar - Símon - Guðlaugur - Arnar Bragi.

- Leikur v Víking á Víkingsvelli. Mæting kl.18.10 niður á Víkingsvöll (Víkin) - Keppt frá kl.19.00 - 20.15. Undirbúa sig vel og koma með allt dót:

Kristófer - Stefán Karl - Arnar Páll - Davíð Hafþór - Ágúst Ben - Gunnar Björn - Starkaður - Jónmundur - Flóki - Atli Freyr - Arnar Már - Hreiðar Árni - Valgeir Daði - Anton Helgi - Daníel I - Tryggvi.


- Eru í fríi / meiddir:

Pétur Dan - Óskar - Tumi - Guðmundur Andri - Arnar Kári - Snæbjörn Valur - Reynir - Jónas - Einar Þór - Daníel Örn - Arianit - Elvar Aron - Leó - Hákon - Þorleifur - Kevin Davíð - Kormákur. ?: Anton Elí - Gunnar Robert - Ásgeir - Ingvar - Gabríel.

Friday, July 14, 2006

Annað námskeið hjá Kela!


Hey.

Í næstu viku verður annað námskeið hjá Senisa Valdimar Kekic (Kela).
Það verður á sama tíma; kl.9.00 - 11.00 - og örugglega aftur á Valbirni.
Það kostar 4000kr og ef þið fóruð á fyrsta námskeiðið þá er góður afsláttur.

Ég mæli pottþétt með þessu fyrir þá sem komust ekki í síðustu viku, fínt að
fá tækifæri að læra frá einum besta knattspyrnumanni Íslands. Ekki spurning.

Ég passa svo að engar æfingar verði á morgnanna.

Endilega spáið í þessu. Kíkið á mánudaginn kl.9.00

Ok sör.
Þjálfarar

Helgarfrí!

Heyja.

Það er svo skollið á gott helgarfrí!
Hvet menn til að detta í nettann 5v5 í einhverjum skólanum.
Veit samt ekki með veðrið á klakanum :-(

Annars bara stemmari!
Næsta vika verður gróflega svona:

Mán 17: 1 leikur v Víking á Víkingsvelli kl.19.00 + Æfing.

Þrið 18: "Boot Camp" æfing hjá öllum. Mæting kl.15.00 niður í Þrótt. + Mfl. leikur um kvöldið.

Mið 19: 2 leikir v Aftureldingu á útivelli + Æfing.

Fim 20: Hjóladæmi hjá yngra árinu eftir hádegi. Chill hjá eldra árinu.

Fös 21: Laugar hjá hluta eldra ársins. Venjuleg æfing hjá hinum. Chill hjá yngra árinu.

- - - - -

Kíkið svo betur á bloggið á sunnudaginn.
Góða helgi.
Ingvi og co.

Mætingar!

Jó.

Hér gefur að líta bestu mætingarnar síðustu mánuði:

- - - - -

Janúar:

Yngra ár: Árni Freyr (20) - Sindri (17) - Hákon (17) - Arnþór (17).

Eldra ár: Guðlaugur (19) - Snæbjörn Valur (19) - Jónas (18).


Febrúar:

Yngra ár: Kristján Einar (17) - Árni Freyr (15).

Eldra ár: Snæbjörn Valur (19) - Jónas (18).


Mars:

Yngra ár: Árni Freyr (19) - Arnþór Ari (18) - Daníel I (18) - Kristján Einar (18) - Kristófer (18).

Eldra ár: Flóki (19) - Símon (19) - Bjarki Þór (18) - Guðlaugur (18).

Apríl:

Yngra ár: Kristján Einar (16) - Kristófer (15) - Emil Sölvi (15) - Daníel Örn (15).

Eldra ár: Aron Ellert (15) - Snæbjörn Valur (15) - Guðlaugur (15) - Bjarki B (14) - Bjarki Þór (14) - Jónas (14) - Jónmundur (14) - Símon (14) - Viktor (14).


Maí:

Yngra ár: Arnþór Ari (22) - Árni Freyr (20).

Eldra ár: Bjarki Steinn (21) - Bjarki Þór (21) - Flóki (20) - Jónas (20) - Símon (20).


Júní:

Yngra ár: Árni Freyr (20) - Anton Sverrir (19).

Eldra ár: Guðlaugur (19) - Jónas (19) - Símon (19) - Bjarki Þór (18).

- - - - -

1. Tek náttúrulega á mig að þetta hafi ekki komið fyrr. Menn ættu náttúrulega að
fá þetta mánaðarlega þannig að allir viti hvernig statusinn er.

2. Prósentutalan er miðuð við þann sem mætti oftast, yfirleitt á allar æfingarnar í þeim mánuði. Sem er náttúrulega ansi mikið. Þannig að ég myndi segja að allir sem voru með um 70% mætingu og yfir séu í virkilega góðum málum.

3. Veikindi, meiðsli, frí og annað getur alltaf sett strik í reikninginn, við vitum það allir. En það eru samt nokkrir leikmenn sem hafa ekki verið að mæta nógu vel - Nú er bara sjens að bæta fyrir það og mæta eins og ljónið það sem eftir er.

4. Ætluðum alltaf að hafa verðlaun fyrir hvern mánuð, en svikum það því miður :-( En við munum reikna út hver var með bestu mætingarnar á tímabilinu jan-maí - og svo aftur júní-sept.

5. Endilega meilið á mig ef þið viljið fá allt Excel skjalið (fyrir ykkar mætingu) eins og það leggur sig. Þá getið þið séð nákvæmlega hvenær þið misstuð af æfingu o.s.frv. Meilið er ingvisveins@langholtsskoli.is

6. Það að mæta vel á æfingar segir gríðarlega mikið upp á hvernig menn eru staddir líkamlega sem og andlega. Fyrir utan hvað þetta er góður hópur og hvað það er skemmtilegt á æfingum (og hvað æfingarnar eru góðar hjá þjálfurunum). Sammála?

Kvartbuxur!

Hey.

Er búinn að klikka á því í vikunni að sýna ykkur kvartbuxurnar
(3/4 buxurnar) sem þið getið keypt á 1500kr.

Ég er með þær í medium og stærð 160. Hljótum að getað fundið stærðina
sem hentar ykkur. (flestir örugglega í medium eða small).
Kem með þær á mánudaginn og menn geta mátað og pantað ef þeir vilja.

Meltið það um helgina ef ykkur vantar svona buxur - massa hentugar í
boltann.

Aight,
.is

Myndir!

Heyja.

Hérna eru loksins nokkrar myndir frá síðustu viku:

- - - - -

Já, hann var ekkert spes í markinu!

Veit ekki með stemmarann eftir Fylkisleikinn!

Hvað ætliði að gera í essu liði!

Bjarki Steinn þokkalega á tánum í boltasækjaranum!

Módelsvipur dauðans!

Væntanlega verið að brjóta á kallinum!

Rey-Cup áminning!

Hey.

Hérna er Rey-Cup miðinn sem menn fengu í gær:

- - - - -

Rey-Cup 2006

Allt þarf að vera á klárt miðvikudaginn 19.júlí!!

Nú eru aðeins rétt rúmar tvær vikur í Rey – Cup og þurfum við að ganga frá ýmsum málum. Við biðjum þá sem eiga eftir að skrá sig að bregðast rosalega snöggt við og ganga frá skráningu sem allra fyrst – hægt er að senda mér mail (ingvisveins@langholtsskoli.is), eða hringja í mig (869-8228).

Þátttökugjaldið, sem er 15.000kr – þarf svo að greiða um miðja næstu viku (helst fyrir fimmtudaginn 20.júlí). En athugið, þeir foreldrar sem verða í vinnu meðan á mótinu stendur fá afslátt af gjaldinu (miðað við 7500kr ef annað foreldri vinnur 20 stundir á tímabilinu 26,júlí – 4.ágúst).

Rey – Cup knattspyrnuhátíðin er nú haldin í fimmta sinn. Hún hefst miðvikudagskvöldið 26.júlí, og endar um miðjan sunnudaginn 30.júlí.
Við munum gista saman í skóla (ekki alveg komið á hreint hvaða skóla) og taka þátt í magnaðri dagskrá þessa fjóra keppnisdaga. Allar aðrar upplýsingar um mótið koma í lok næstu viku en einnig er hægt að skoða heimasíðu mótsins; http://www.reycup.is

Okkur vantar enn fararstjóra til þess að fylgja liðunum á meðan á mótinu stendur, sem og einhverja til að gista með strákunum í skólanum. Ekkert mál er að skipta þessu á milli – bara endilega spáið í þessu og heyrið í okkur.

Og ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að bjalla.
Kær kveðja,
Ingvi og co.

Þátttökugjald er kr.15.000 - og greiðist inn á reikning: 1129-05-002971. kt:080444-3629. Munið að nefna nafn stráks þegar þið leggið inn (og jafnvel orðið reycup á undan) – og svo senda kvittun á netfangið steinarh@simnet.is

· Eftirtaldir strákar eru skráðir (52):
Anton – Arnar Páll – Aron Ellert – Atli Freyr – Ágúst Ben – Ástvaldur Axel – Bjarki Steinn – Bjarki Þór – Daníel Ben – Davíð Hafþór – Einar Þór – Flóki – Guðlaugur – Gunnar Björn – Gylfi Björn – Ingimar – Jakob Fannar – Jónas – Jónmundur – Óskar – Pétur Dan – Símon – Snæbjörn Valur – Starkaður – Tumi – Viktor G - Ævar Hrafn. Anton Helgi – Anton Sverrir – Arnar Kári – Arnþór Ari – Árni Freyr – Daði Þór – Daníel I – Daníel Örn – Davíð Þór – Emil Sölvi – Guðmundur Andri - Jón Kristinn – Kristján Einar – Kristján Orri – Kristófer – Matthías – Mikael Páll – Orri – Jóel - Sindri – Stefán Karl – Stefán Tómas – Tryggvi – Úlfar Þór – Valgeir Daði – Þorleifur.

· Eftirtaldir strákar eiga eftir að skrá sig (14): Arnar Már – Ásgeir! – Bjarki B – Bjarmi – Hreiðar Árni – Jimmy – Leó – Viktor M – Ágúst Heiðar – Elvar Aron – Hákon – Kevin Davíð! – Kormákur.

Bíó - föstudagur!

Hey.

Við ætlum að skella okkur í bíó í blíðviðrinu í dag!
Ætlum á Superman Returns í Kringlubíó kl.16.00.

Það er mæting kl.15.20 niður í Þrótt og ætlum við að
hjóla upp í Kringlubíó (tekur bara 10 mín). Þeir sem
komast ekki á hjóli geta hitt okkur upp í bíó-i kl.15.40.

Það kostar 800kr á myndina :-/ náðum ekki að plögga díl.
Svo kaupa eflaust sumir sér nammi!

Myndin er ca.2 tímar þannig að við verðum komnir heim um
kl.18.30.

Sjáumst hressir í dag,
ingvi

- - - - -

Tuesday, July 11, 2006

Restin af vikunni!


Sælir.

Nettar æfingar í dag. fjórar túpur og svona (okey, nóg af
essum túpum
). Kjappinn svo kominn með nýjan síma og
svona (þannig að bannað að senda sms án þess að henda með
nafni - öll númerin mín farin :-(

Alla veganna, restin af vikunni verður svona:

- - - - -

Mið 12.júlí:

- Æfing kl.14.00-15.30 hjá yngra árinu upp á Suðurlandsbraut. Fótboltagolf og 11 v 11.

- Kvöldæfing hjá eldra árinu!! - Hjólum á sparkvöll og tökum smá bolta. Kíkjum líka aðeins á leik hjá 2.flokk. Mæting kl.19.00 niður í Þrótt á góðu hjóli, með nettan hjálm og 250 kall fyrir hressingu! Komið heim um kl.22.00. Passið að búa ykkur vel ef veðrið verður leiðinlegt. ( og ekkert mál að kíkja á æfinguna um daginn ef menn komast ekki í þetta).


Fim 13.júlí:

- Létt æfing hjá öllum kl.16.00-17.15 á Valbirni (ath: ekki á suðurlandsbraut). Menn fá yfirlit yfir mætingar, HM verðlaun afhent, blað um Rey-Cup ofl.


- Mfl v Stjarnan á Valbirni kl.20.00. Skyldumæting og boltasækjarar klárir!

Fös 14.júlí:

- Hópferð á Superman Returns (þótt menn séu kannski ekkert svaðalega spenntir þá er þetta mórölsk ferð og myndin hlýtur að sleppa). Förum einhvern tímann eftir hádegi - og erum að vinna í góðum díl (látið okkur vita ef menn eru í vinnunni eftir hádegi). Hjólum hugsanlega á staðinn.

Helgin:


- Nett frí. Niðrí bæ - upp í sveit - í laugina - út í bolta!


- - - - -

Allt þarf svo að vera klárt fyrir Rey-Cup fljótlega.
Allir búnir að skila af sér dagataladótinu.

Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
kv
ingvi
og co.

Þrið 11.júlí!

Sælir dreng.

Egill hérna megin. Alltof langt síðan ég skrifaði inná þessa blessuðu síðu, kannski maður fari að gera meira af því. Þá myndu þið allaveganna fá umfjallanirnar um leikina ykkar fyrr :)

Annars er fernt í þessu:

I. Frétti að við hefðum einungis fengið eitt stig í gær, sem er fúlt, þar sem við áttum víst miklu meira í leikjunum en það.

II. Svekkjandi fyrir þá sem voru að spila í gær að missa af eins hressri æfingu og raun bar vitni (raun ber vitni í þátíð??).
Þar var ég í aðalhlutverki og þótti mönnum ótrúlegt hve oft ég fór upp og niður kantinn án þess að taka hvíld, kallinn var bara eins og rennilás, upp og niður kantinn.

III. Gott'etta að velja einhvern nöttara sem skallar menn og aðra (mann og annan í fleirtölu??) besta leikmann HM. Eruði að grínast á því að velja ekki Fabio Cannavaro. Ítalir fengu bara tvö mörk á sig á mótinu og var annað þeirra sjálfsmark og hitt vítið hjá Zidda. Rugl!!

IV. Æfingar: Í dag eru tvær æfingur og verður breytt útaf vananum og verða æfingarnar færðar á TBR-völlinn. Það er vegna þess að Þróttur heldur svokallað Pollamót og fer það fram á Suðurlandsbrautarvellinum.
Svo æfingarnar verða þannig í dag:

Yngra árið æfir því á TBR-vellinum kl. 15:00.

Eldra árið einnig á TBR-vellinum en kl. 16:00.
____________________________

Annars sjáumst við bara eldhressir og gerið eitt fyrir mig
commentiði eitthvað hresst, ég vill sjá um 25 comment takk.

Kveðja Egill Bjé

Monday, July 10, 2006

Leikir v Stjörnuna!

Hellú.

Jamm, tveir leikir við Stjörnuna í gær. Eiginlega algjör
glæpur að við höfum farið heim með bara eitt stig. En annars
traust stig eftir fyrri leikinn - og svo varð fólk vitni að góðu
"snappi" eftir seinni leikinn!! En allt um það hér (takið líka eftir
tveimur nýjungum í umfjöllununum (vá góða orðið (en pottþétt rétt skrifað))):


- - - - -

Dags: Mánudagurinn 10. júlí 2006
Tími: 17:00 - 18.20.
Völlur: Stjörnugervigras.

Þróttur 3 - Stjarnan 3.
Staðan í hálfleik: 1 - 3.
Gangur leiksins: 0-1, 1-1, 1-2, 1-3, 2-3, 3-3.

Maður leiksins: Daníel Ben.
Mörk: Danni Ben 2 (14 mín - 65 mín (poworade fyrir seinna markið))- Bjarki Steinn (43 mín).

Vallaraðstæður: Völlurinn klassi, grasið fínt, skýlin góð og töff stúka.
Dómari: Dómarinn og annar aðstoðardómarinn reyndu að gera sitt besta, en hinn aðstoðardómarinn var eiginlega ekki með.
Áhorfendur: Um 60% foreldra mættu á svæðið.

Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Diddi og Arnþór bakverðir - Jónas og Gylfi miðverðir - Bjarki og Ævar Hrafn á miðjunni - Bjarki B og Ási á köntunum - Danni Ben og Árni frammi + Bjarki Steinn, Snæbjörn Valur og Aron Ellert.


Frammistaða:

Anton: Hefur átt betri daga - spurning hvort hann hefði mátt standa framar í fyrsta markinu - en klárlega átt að éta hornin í þriðja markinu. En varði oft meistaralega.
Diddi: Frekar óöruggur í byrjun ásamt hinum í vörninni - en það skánaði mikið er á leið. Klassa tal allann leikinn og klassa spil í seinni hálfleik.
Arnþór: Frekar óöruggur í byrjun ásamt hinum í vörninni - vantaði aðeins meiri kraft í sendingar og sum návígi. En komst svo meira inn í leikinn - óheppinn að skora ekki í lokinn.
Gylfi: Frekar óöruggur í byrjun ásamt hinum í vörninni - þarf að passa að halda stöðunni. En klassa barátta og mjög góður seinni hálfleikur.
Jónas: Frekar óöruggur í byrjun ásamt hinum í vörninni - vantaði eitthvað upp á tal milli hans, Gylfa og Antons - en það lagaðist heldur betur og við héldum hreinu í seinni hálfleik.
Bjarmi: Brilliant leikur á miðjunni - Klassa vinnsla - vantaði kannski að fara upp í fleiri skallabolta. Eins að skjóta meira.
Ævar: Ágætis leikur - sérstaklega í seinni (gula í fyrri: krosshlaup). Kom oft upp með boltann og bjó til fín færi.
Bjarki B: Vann afar vel - vantaði kannski aðeins upp á að koma honum betur frá sér, sem og að vinna fleiri návígi.

Ási: Góður leikur - mikið í boltanum og leið vel með hann. Hefði mátt halda honum aðeins betur niðri á köflum.
Danni: Afar duglegur og setti náttúrulega tvö mikilvæg mörk. Hefði mátt skýla boltanum betur og koma Árna og fleirum í fleiri færi.
Árni: Sást ekki alveg nóg í leiknum - en vann samt vel. Vantar meira tal og einstaka sinnum að skýla boltanum betur.

Aron Ellert: Fín innkoma - fór í alla bolta og hélt sóknarmönnum þeirra algjörlega í skefjum.
Bjarki Steinn:
Setti klassa mark - og óheppinn að setja ekki annað svipað. Átti svo klárlega að fara alla leið í gegn í fyrri hálfleik en vantaði smá sprengikraft í lokinn. En í heildina fínn leikur.
Snæbjörn: Algjör klassa innkoma. Öruggur og bjargaði oft afar vel. Spurning með aðeins meiri kraft í útspörkin - veit að hann drífur lengra.

Almennt um leikinn:

Þvílíkur baráttu leikur, og já bara þvílíkt skemmtilegur leikur. Reyndi soldið á taugarnar á köflum. Smá stress og pirringur á kantinum en frekar ljúft að fá loksins stig þó maður hefði ekki hatað tvö í viðbót.

En við byrjuðum leikinn vægast sagt illa; fengum mark á okkur á 11 sekúndu. Strákar; það á bara ekki að vera hægt. Virkuðum afar stressaðir í byrjun, eiginlega alveg eins og á móti Njarðvík. veit ekki hvað veldur. við vorum frekar heppnir að vera ekki komnir í 0-2 eftir nokkrar mínútur. En við fengum reyndar tvö dauðafæri áður en við náðum loks að jafna leikinn.

Fyrri hálfleikurinn var eiginlega allur frekar slakur - og vorum við aftur heppnir að fá ekki fleiri mörk á okkur. Þeir fengu víti en nýttu ekki - hefðu átt að fá alla veganna eitt víti í viðbót. auk þess bjargaði Anton tvisvar sinnum glæsilega. Við verðum að passa að sjá mann og bolta. Annað markið kom eftir þríhyrningspil hjá þeim þar sem við gleymdum þessu atriði. Eins þarf talið og skipulagið að vera í lagi hjá báðum miðherjunum og markmanni. Boltinn fór allt of oft yfir Jónas og Gylfa og Anton ekki kominn nógu langt út (veit að það er erfitt að meta þetta - stundum á maður að vera framarlega og stundum ekki). Svo áttum við að lesa leikinn betur - að droppa meira þegar langin boltinn kemur. En þeir voru með afar spræka stráka sem erfitt var að passa.

Annað sem vantar hjá okkur, en það er að vinna seinni boltann. Eftir útspörk eða eitthvað "klafs" unnu þeir boltann - undantekningarlaust.

Við hefðum átt að vera klókari í sendingum fram á Danna, þær voru alltaf á. eins hefðum við áttað vera klókari þar sem einn maður límdi sig á hann. Þá hefði átt að losna meira fyrir aðra í gegn. eins vantaði að menn héldu boltanum betur - og nikkuðu honum svo innfyrir á mann sem kæmi í hlaup (förum í þetta fyrir næsta leik).

Seinni hálfleikur var afar hraður. Náttúrulega afar traust að setja tvö mörk á ná að jafna. Þetta erum við sko ekki þekktir fyrir og sýnir okkur að hætta aldrei. Héldum svo hreinu í seinni - og vorum nokkrum sinnum óheppnir að ná ekki að setja sigur markið. En þeir fengu líka sín færi.

Nú þurfum við virkilega að fá alla leikmenn í stand og klára í næstu leiki. Vona að allir verði ready - það er Afturelding í næstu viku. Þurfum að fara í ýmis atriði saman - stilla okkur betur. og sýna aftur karakter og fá 3 stig.
Í einni setningu: Kærkomið stig í miklum baráttu leik.

- - - - -

Dags: Mánudagurinn 10.júlí 2006.
Tími: 18.20 - 19.30.
Völlur: Stjörnugervigras.

Þróttur 1 - Stjarnan 2.
Staðan í hálfleik: 1-1.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1, 1-2.

Maður leiksins: Jakob Fannar.
Mörk: Símon (15 mín).

Vallaraðstæður: Völlurinn klassi, grasið fínt, skýlin góð og töff stúka.
Dómari: Fínn dómari og ágætis aðstoðardómarar.
Áhorfendur: Um 50% foreldra mættu á svæðið.

Liðið (4-4-2): Krissi í markinu - Úlli og Nonni bakverðir - Gummi og Gulli miðverðir - Stebbi og Símon á köntunum - Arnar Kári og Jakob Fannar á miðjunni - Bjarki Þór og Arnar Bragi frammi + Kristó, Tryggvi, Atli Freyr, Flóki, Viktor.


Frammistaða:

Krissi: Góður leikur - ekkert við hann að sakast í markinu.
Úlli: Traustur leikur - Sterkur og náði alltaf manninum sínum (passa bara stundum að fá ekki boltann yfir sig).
Nonni: Traustur leikur - vantaði kannski að bera boltann betur upp kantinn.
Gummi:
Varðist vel - Á undan í alla bolta og ekki breik að taka hann á sprettinum - vantar samt að tala meira og að stjórna öðrum í kringum sig (lykilatriði fyrir mann í þessari stöðu).
Gulli: Kom ágætlega út í nýrri stöðu, kannski full framarlega stundum - djöflast svo vel þegar hann kom fram en náði ekki að komast í nógu gott færi.
Stebbi: Plús mínus leikur - sást lítið en fékk kannski ekki boltann nóg (vantar stórlega hjá okkur að nýta kantana betur) - mætti halda sig meira út á kantinu og fá fleiri fyrirgjafir inn fyrir vörnina.
Símon: Átti góða spretti og setti fínt mark - EN þarf að nýtast mun betur: vera klárari að finna sér færi og fá boltann - vantar rosalega að bjóða sig þegar samherji er með boltann.
Arnar Kári: Sterkur og vann vel - vantaði aðeins upp á að dreifa spilinu betur.
Kobbi: Á milljón allan tímann - vantaði bara að dreifa spilinu meira upp kantana og upp í hornin. Einnig að klára með skoti einu sinni eða tvisvar.
Arnar Bragi: Greinilega kominn í sína stöðu - góð keyrsla - hefði átt að skora 1-2 mörk í dag.
Bjarki Þór: Sterkur og átti nokkur fín færi - en vantar miklu meiri græðgi, grimmd og tal. Átti líka að skora í dag.

Flóki: Vantaði meiri kraft og líf þegar við vorum í sókn. Átti nokkra spretti og var kannski óheppinn að fara alla leið. En verður að vera betri í að bjóða þig þegar miðjumennirnir koma upp með boltann.
Atli Freyr: Djöflaðist á miðjunni en þarf að gera miklu betur. Missti boltann aðeins of oft og náði ekki að dreifa spilinu sem skildi.
Tryggvi: Djöflaðist og gerði sitt - en vantaði að komast aðeins meira inn í leikinn - fyrsta "touchið" ekki alveg í lagi - mátti koma með fleiri fyrirgjafir innfyrir.
Viktor: Varðist vel - kannski soldið framarlega stundum en það kom ekki að sök - vantar mikið að tala meira og stjórna öðrum í kringum sig (lykilatriði fyrir mann í þessari stöðu).
Kristó: Gerði allt vel, var vel á tánum þegar langir boltar komu innfyrir - soldið tæpur á einni sendingunni og spurning með staðsetningu í markinu.

Almennt um leikinn:

Ég bara varð að fá að rasa aðeins út eftir leik, tek það á mig. Vona samt að menn hafi ekki fengið algert sjokk - Átti það klárlega inni eftir þetta tap, tapið á móti Keflavík og á móti Fylki. Að þið sýnið ekki meiri karakter en þetta er bara ansi lélegt. Ég meina í nánast öllum leikjunum erum við betri aðilinn en látum hin liðin samt vaða yfir okkur og sérstaklega í lokinn.

Þið verðið bara að gera betur sem lið og fara að klára dæmið. Ég meina: menn biðja ekki um boltann - menn stjórna ekki hvor öðrum og segja ekki hvor öðrum að dekka ofl - menn fara ekki í færin til þess að skora. Ég bara skil þetta ekki. Kannski er ég að túlka þetta vitlaust en guð minn góður hvað við áttum ekki að tapa þessum leik í dag.

Flestir voru að gera sitt besta í dag og börðums vel. En sem lið var boltinn að rúlla illa og við vorum ótrúlega einhæfir í sóknartilburðum. Sóttum alltaf beint upp miðjuna og nýttum kantana og svæðin þar fyrir innan ekkert. Aldrei sá ég ykkur plana eða tala um hvernig væri best að komast inn fyrir - þið verðið að tala um þessa hluti inn á og sýna að þið séuð soldið klókir leikmenn. Menn verða bara að axla ábyrgð og finna lausnir. Og látið okkur vita ef við erum að setja of miklar kröfur á ykkur.

Varnarlega sluppum við - vorum full framarlega á köflum en náðum þó alltaf að leysa það. Vörnin var fín í dag en samt sem áður heyrðist varla tíst á milli manna. Mörkin tvö sem við fengum á okkur voru í ódýrari kantinum, alla veganna mark nr.2. Hefðum klárlega átt að gera betur þar - og hugsanlega fara heim með annað stigið.

Klárlega þurfum við að æfa meira sem lið - fara í æfingar og hlaup sem hjálpa okkur að skipuleggja okkur og þekkja inn á hvorn annan betur - vonandi kemst það á núna seinni part sumars.

Taliði strákar. innbyrðist og við okkur. Plís, enga feimni. Það fer engin að bögga ykkur ef þið talið um hvað þarf að laga og hvað fór verr í leikjum eða á æfingum. Ég er ekki að tala um að skamma aðra, heldur bara að hjálpa hvor öðrum að sjá hvað þarf að laga þannig að það gerist ekki aftur í leik.

Nóg af skrifum. En eitt er á hreinu - svona leikur kemur ekki aftur. Það er klárt mál.

Í einni setningu: Enn eitt fáránlega tapið í leik sem við réðum algjörlega.

- - - - -

Sunday, July 09, 2006

Mánudagurinn 10.júlí!

Jó.

Ítalía heimsmeistari! Er enn orðlaus yfir goðinu mínu.
veit ekki hvað hann var að spá.

En vikan okkar hefst með tveimur leikjum + æfingu á morgun.
(þið vitið líka af námskeiðinu hans Kela í fyrramálið kl.9.00).
Heyrið í okkur ef það er eitthvað.

- - - - -

- Æfing - kl.16.00 á Suðurlandsbraut:

Stefán Karl - Orri - Matthías - Emil Sölvi - Mikael Páll - Sindri - Davíð Þór - Viktor M - Óskar - Jimmy - Fannar - Pétur Dan - Ágúst Ben - Arnar Páll - Davíð Hafþór - Tumi - Anton Sverrir - Jóel - Daði Þór.

- Leikur v Stjörnuna - mæting kl.16.00 upp í Stjörnuheimili - undirbúa sig vel - mæta með allt dót (reyna að vera búinn að redda sér gallanum):

Anton - Snæbjörn - Bjarmi - Jónas - Daníel Ben - Aron Ellert - Gylfi Björn - Bjarki B - Ástvaldur Axel - Bjarki Steinn - Ævar Hrafn - Árni Freyr - Kristján Einar - Arnþór Ari .

- Leikur v Stjörnuna - mæting kl.17.20 upp í Stjörnuheimili - undirbúa sig vel - mæta með allt dót (reyna að vera búinn að redda sér gallanum):

Kristján Orri - Kristófer - Bjarki Þór - Símon - Viktor G - Jakob Fannar - Guðlaugur - Arnar Bragi - Jón Kristinn - Guðmundur Andri - Arnar Kári - Úlfar Þór - Stefán Tómas - Tryggvi - Flóki - Atli Freyr - Starkaður.


Í fríi:

Einar Þór - Ingimar - Ágúst Heiðar - Þorleifur - Hákon - Gunnar Björn - Kevin Davíð - Hreiðar Árni - Leó - Arianit - Reynir - Anton Helgi - Daníel I - Daníel Ö - Kormákur - Elvar Aron - Arnar Már - Jónmundur.

?: Anton Elí - Gunnar Robert - Ásgeir - Ingvar - Gabríel.

- - - - -

Friday, July 07, 2006

Mfl v Milwall!

Jó.

Helgin verður þannig að á morgun, laugardag, keppir mfl
við Milwall á Valbjarnarvelli kl.15.00.

Þeir sem eru í bænum og komast á leikinn hitta Eyma 14.50 fyrir
framan Valbjörn.

8-10 leikmenn á yngra ári verða boltasækjarar og mæta kl.14.30.

- - - - -

Annars hafið þið það bara gott um helgina. Kíkið á lokaleiki HM og
svoleiðis. Klárlega áfram Zidane og Frakkland!! Spennandi líka hverjir
vinna HM getraun flokksins (verðlaun afhent eftir helgi).

- Á mánudag keppa svo tvö lið mikilvæga leiki við Stjörnuna. Aðrir taka
æfingu eftir kl.16.00.

- Á mánudaginn hefst líka sérstakt námskeið hjá Senisa Valdimar Kekic (Keli).
Allt um það hér!

- - - - -

Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
Sjáumst,
Þjálfarar

Leikur v FH!

Jó.

Fyrsti sigurleikur okkar í þónokkurn tíma. Flottur leikur
á TBR velli - fínt að fara í helgarfrí með 3 stig á bakinu. En
allt um leikinn hér:

- - - - -

Dags: föstudagurinn 7. júlí 2006
Tími: 17:00 - 18.20.
Völlur: TBR völlur.

Þróttur 7 - FH 2.
Staðan í hálfleik: 2-0
Gangur leiksins: 1-0. 2-0, 3-0, 3-1, 4-1, 5-1, 6-1, 7-1, 7-2

Maður leiksins: Arnar Bragi
Mörk: Arnar Bragi 4 - Flóki - Anton Sverrir og Úlli

Vallaraðstæður: Völlurinn temmilegur, fínt veður fyrir þá sem voru að spila, en soldið kalt fyrir þá sem voru á hliðarlínunni.
Dómari: Dóri og Sindri, sluppu sossum, eru samt engir Eymi og Ingvi!

Liðið (4-4-2): (Starki) Kristó í markinu - Sindri og Daði í bakvörðunum - Tumi og Úlli í miðverðinum - Atli Freyr (f) og Arnar Bragi á köntunum - Stefán Tómas og Bjarki Þór á miðjunni - Flóki og Anton Sverrir frammi + Starki - Tryggvi - Jóel og Davíð Þór.

Frammistaða:

Kristó: Stóð sig almennt vel, var alltaf mættur í "sweepið". Missti boltann reyndar tvisvar, og í annað kostaði það mark. En heilt yfir fínasta frammistaða.
Sindri: Fín frammistaða, var duglegur að vinna tæklingar og skilaði bolta fint frá sér, þarf kannski að vera aðeins duglegri frammá við.
Daði: Einnig mjög góð frammistaða, var öruggur allan tímann og skilaði bolta vel í spil, þar samt eins og Sindri að vera aðeins öflugri frammá við, koma sér í svæði og sonna.
Tumi: Topp leikur, ekki nokkur maður sem nær að stinga hann af, var að staðsetja sig almennt vel og stoppa sóknir FH-inga.
Úlli: Mjög góður fyrri hálfleikur, vann vel en þarf að komast í betra leikform
Atli Freyr: Alveg fanta fínn leikur, var að vinna eins og óð kona! Vann vel til baka og alltaf hættulegur, klárlega maður leiksins ásamt Arnari Braga.
Arnar Bragi: Var fínn á kantinum en eftir að hann fór fram héldu honum engin bönd, stakk alla af og setti fernu í leiknum!
Stefán Tómas: Fínn leikur, náði samt aldrei að sýna sitt rétta andlit enda fór hann útaf snemma vegna meiðsla.
Bjarki Þór: Fínn leikur, vann vel til baka og skapaði með góðum sendingum
Flóki: Alveg topp leikur, var alltaf ógnandi með góðum hlaupum og dugnaði. Náði svo að setja gott mark.
Anton Sverrir: Mjög góður leikur, bæði frammi og á miðjunni. Stóð alveg fyrir sínu.
Tryggvi: Kom sterkur inní senterinn og svo seinna í bakvörðinn. Þyrfti að vera aðeins duglegri að losa sig frá varnarmönnum hins liðsins, var of oft bara hjá FH-ing.
Starki: Hélt hreinu fyrstu fimm í markinu! En svo kom hann sterkur inn í vörnina, það sem hann þyrfti helst að bæta er skallatækni.
Jóel: Fín innkoma, vann sæmilega en átti það til að gleyma sér framarlega á vellinum
Davíð Þór: Fín leikur, tók á því á kantinum og ógnaði alltaf vel. Skilaði bolta vel frá sér.

Almennt um leikinn:

Loksins sigur og flottur leikur af okkar hálfu. Þetta byrjaði nú allt saman rólega, þ.e. jafnræði var á með liðunum en fljótlega tókum við nú öll völd á vellinum. Í fyrri háfleik vorum við reyndar rólegir í markaskorun, skoruðum "bara" tvö mörk, sem bæði voru mjög fín, en við hefðum auðveldlega getað sett fleiri. Á tímabili í fyrri hálfleik voru þeir þó næstum því búnir að komast inní leikinn en Kristó í markinu var mættur.

Staðan 2-0 í hálfleik og við töluðum um að nýta betur völlinn, þ.e. fara betur útá kantana, hreinsa betur frá og fara uppi skallabolta (sem að margir virðast forðast eins og heitann eldinn, og það í öllum liðunum okkar).

Snemma í seinni hálfleik náðum við að klára þá algjörlega með því að komast í 3-0, og 4-1. Eftir það var ekki til í dæminu að við myndum missa þetta niður. Þannig á þetta að vera ALLTAF, smá "killer instinct", klára hitt liðið þannig að þeir missi allt sjálfstraust og allt þor. Mörkin tvö sem við fengum á okkur voru bæði af ódýrari gerðinni og við verðum nottla að passa að detta í eitthvað kæruleysi þó að við séum tveimur mörkum yfir. Verðum að passa að halda svoleiðis mistökum í lágmarki. Á móti öðru liði, eða á öðrum degi geta svona mistök kostað okkur sigur.

Arnar Bragi var að stinga alla af eins og antílópa og setti fjögur. Annars áttu flestir skínandi góðann leik og var allt annað að sjá til liðsins. Flottur 7-2 sigur og nú byggjum við á þessu. Málið dautt

Í einni setningu: Öruggur og góður sigur (loksins).

- - - - -

Thursday, July 06, 2006

Föstudagurinn 7.júlí!

Hey.

Sorrý stína hvað þetta kom seint. Egill tekur það smá á sig!
Höfum æfinguna þess vegna kl.10.00. og tökum svo á því í leiknum.

Dagurinn verður svona:

- Æfing kl.10.00 á Suðurlandsbraut:

Stefán Karl - Pétur Dan - Davíð Hafþór - Arnar Páll - Snæbjörn - Jónas - Bjarki Steinn - Ævar Hrafn - Bjarki B - Anton - Ástvaldur Axel - Aron Ellert - Gylfi Björn - Fannar - Jakob Fannar - Viktor (eldri) - Símon - Guðlaugur - Guðmundur Andri - Jón Kristinn - Arnþór Ari - Jimmy - Þorleifur - Matthías - Emil Sölvi - Hákon - Viktor (yngri) - Arnar Kári - Úlfar - Kristófer - Tryggvi - Úlfar Þór - Óskar - Bjarmi.

- Leikur við FH. Mæting kl.16.00 niður í Þrótt. Keppt kl.17.00-18.15 á TBR velli:

Orri - Sindri - Stefán Tómas - Davíð Þór - Daði Þór - Anton Sverrir - Jóel - Bjarki Þór - Ágúst Ben - Flóki - Starkaður - Atli Freyr - Jónmundur - Tumi - Arnar Bragi - Einar Þór - Kristófer! - Tryggvi! - Úlfar Þór!

- Eru í fríi:

Elvar Aron - Daníel Ben - Ingimar - Arnar Már - Gunnar Björn - Ágúst Heiðar - Kevin Davíð - Mikael Páll - Kristján Einar - Árni Freyr - Hreiðar Árni - Leó - Arianit - Kristján Orri - Kormákur - Daníel Örn - Daníel I - Anton Helgi - Reynir.

?: Anton Elí - Gunnar Robert - Ingvar - Gabríel - Ásgeir.

- - - - -

Frí!

Heyja.

Það er frí í dag, fimmtudag!
Mfl skellir sér til Akureyrar og keppir við KA. Allir að
fylgjast með á textavarpinu. Svo verða pottþétt einhverjir
leikmenn á vellinum :-) ásamt eyma og agli held ég. +

Massa fín ferð í gær hjá yngra árinu í Kópavoginn. Góðir taktar
sýndir á sparkvellinum og laugin afar nett.

Gulli tók fótboltagolfið hjá eldra árinu. Menn á því að brautin hafi
sjaldan verið eins góð. Hola 8 sérstaklega skemmtileg.

Það kemur svo í kvöld hverjir spila á móti FH á morgun, föstudag.
og hverjir æfa kl.9.30. Ok sör.

Heyrumst,
Þjálfarar

Námskeið!!

Sælir strákar.

Í næstu viku ætlar Þróttur að bjóða upp á knattspyrnunámskeið fyrir stráka
og stelpur fædd ´92 og ´93.

Senisa Valdimar Kekic (Keli) kemur til liðs við knattspyrnuskólann og mun hann bjóða upp á vikunámsskeið frá kl: 9:00 til 11:00.

Lögð verður áhersla á tækniæfingar, en einnig verða keppnir o.fl.

Námskeiðið hefst sem sé á mánudaginn kemur: 10. júlí í Þróttaraheimilinu.
Verð er kr. 4.000,- og er skráning hjá: knattspyrnuskoli@trottur.is

Við munum æfa um kl.16.00 þessa viku þannig að það verða ekki árekstrar.
Endilega spáið í þessu. Alveg upplagt til að bæta sig í boltanum og að læra eitthvað nýtt.

- - - - -

Monday, July 03, 2006

Restin af vikunni!

Sælir strákar.

Hvað er að frétta með:

- markið hjá kallinum!
- að ljóðið hafi ekki verið tekið í gær!
- Anton með rauða!
- nýju skóna!
- tuðið í ævari!


Alla veganna - Restin af vikunni verður þá svona,
Vona að allt sé í orden - Ætlum að byrja hálftíma fyrr
á morgnanna (ef ske kynni að æfingarnar myndu dragast á langinn):

Mið 5.júlí:
- Eldra ár: "Powerade æfing" kl.9.30 á Suðurlandsbraut. Fótboltagolf og nettur 11 v 11 leikur. Koma með powarade (eða 180 kr).

- Yngra ár:
"Sparkvallaræfing" - mæting kl.13.00 niður í Þrótt í dóti, á hjóli og með hjálm. Takið líka með ykkur sund dót ef ske kynni, og 300kr fyrir sundi og einhverju gúffi. Allt búið um kl.16.00.


Fim 6.júlí:
- Frí hjá öllum.

Fös 7.júlí:
- Æfing kl.9.30 á Suðurlandsbraut.

- 1 leikur v FH kl.17.00 á heimavelli.

Laug 8.júlí:
Hópferð á Þróttur - Milwall kl.15.00 á Valbjarnarvelli. Mæting kl.14.45 við anddyrið. Koma með smá penge í sjoppuna :-)

- - - - -

Allt verður svo auglýst betur í vikunni.
Ok sör.
Þjálfarar

Leikur v Fylki!

Hey.

Það var einn leikur við Fylki á þriðjudag. Hefðum átt að
gera miklu betur, enda komnir alla leið upp í sveit og misstum
af undanúrslitaleik á HM í þokkabót! En allt um það hér:

- - - - -

Dags: Þriðjudagurinn 4.júlí 2006.
Tími: kl.20.00 - 21.15.
Völlur: Fylkisgervigras.

Þróttur 1 - Fylkir 5.
Staðan í hálfleik: 1 - 4.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3, 1-3, 1-4, 1-5.

Maður leiksins: Tumi.
Mörk: Snæbjörn (26 mín).

Vallaraðstæður: Klassa veður í fyrri hálfleik en svo rigndi eins og hellt væri úr fötu. En völlurinn góður.
Dómari: Einn dómari sem var allt í lagi, soldið skrýtnar ákvarðanir á köflum!

Liðið (4-4-2): Orri í markinu - Sindri og Gunnar Björn bakverðir - Tumi og Jónmundur bakverðir - Matthías og Arnar Páll á köntunum - Arnar Kári og Viktor á miðjunni - Snæbjörn og Pétur Dan frammi + Davíð Hafþór, Stefán Karl, Jakob Fannar, Emil Sölvi, Hákon, Starkaður, Viktor, Flóki og Ágúst Ben.

Frammistaða:

Orri: Varði oft vel - þarf að ná aðeins betra sambandi við vörnina sína.
Sindri: Fínn leikur en hefði mátt vera aðeins grimmari í maður á mann.
Gunni: Á fullu allann tímann, en þarf að passa að fá ekki boltann yfir sig þegar andstæðingur er að sækja.
Tumi: Afar duglegir og stöðvaði hverja sóknina á fætur annarri.
Jónmundur: Var ekki alveg klár í byrjun leiks, vantaði smá power og að garga á hina í vörninni. En komst svo betur inn í leikinn.
Matti: Hefði mátt halda sig betur út á kantinum, en var á fullu og barðist vel.
Arnar Páll: Fann sig ekki alveg nógu vel úti á kantinum, en átti samt nokkra fína spretti.
Arnar Kári: Duglegur - vann afar vel á miðjunni.
Viktor: Vann vel varnarlega en hefði mátt gera meira á þeirra þriðjungi, skjóta meira.
Snæbjörn: Fínir sprettir og fínt mark. Óheppin að skora ekki annað.
Pétur Dan: Ágætis leikur - mikið í boltanum - vantaði bara að klára.

Stefán Karl: Ágætis innkoma, þarf bara að komast í betra leikform.
Davíð Hafþór: Góður leikur, hefði mátt sækja meira á kantinum.
Emil Sölvi: Vantaði að finna samherja betur í lappir, en samt fín innkoma.
Flóki: Fín innkoma, átti fullt af sprettum og óheppinn að komast ekki alla leið og klára með marki.
Ágúst Ben: Ágætis leikur - vantaði bara að koma framar á völlinn (ásamt öllu liðinu) - og setja meira á fylkismennina.
Jakob Fannar: Stjórnaði vörninni vel í seinni - tók vel á því.
Starki: Hélt stöðunni ekki alveg nógu vel, en var sterkur og vann öll návígi.
Hákon: Fín innkoma - bætir sig með hverjum leiknum.
Viktor: Fyrsti leikur á stórum velli - djöflaðist vel og á eftir að koma sterkur inn í sumar.

Almennt um leikinn:

Eins og svo oft áður strákar þá töpuðum fyrir liði sem var afar svipað að getu og við - og það með fjögurra marka mun!

Kannski var einhvern óheppni í gangi að vera 3-0 undir þegar um 22 mín voru liðnar. Við áttum að gera miklu betur, bæði í vörn og sókn. Varnarlínan okkar var allt of framarlega og verðum við að passa að bakka og halda þegar það á við, en ekki rjúka og missa manninn kannski einn í gegn. Það verður að vera á hreinu að þið náið boltanum þegar þið ákveðið að rjúka í manninn. 1-2 klaufamörk staðreynd.

Eins erum við ekki nógu góðir að beina þeim í átt að samherja. Vísa þeim inn að miðju þar sem við eigum að vinna boltann og hefja snögga sókn.
Við vorum líka klaufar að nýta ekki Snæbjörn og Flóka betur - báðir eldsnöggir og vantaði bara herslumunin nokkrum sinnum að ná ekki að skora fleiri mörk. En inn á milli kom fínt spil og yfirleitt alltaf þegar boltanum var spilað vítt upp kantinn þar sem mesta plássið var.

Við börðumst svo sem ágætlega en það vantaði samt neistann hjá okkur að vilja til að klára dæmið og vinna leikinn. við berum allt of mikla virðingu fyrir andstæðingnum.

Þið funduð að þetta var jafn og ágætlega skemmtilegur leikur. Þið funduð að við náðum vel að breyta vörn í sókn og sækja á þá. En aftur móti verðum við að vera agaðri og við megum ekki fá okkur 4 mörk í einum hálfleik. Það er alltaf of mikið, og allt of erfitt að fara að breyta því í seinni hálfleik.

Við þjálfararnir verðum líka að fara að skipuleggja okkur betur varðandi liðið, ég veit að það er alltaf of mikið að hafa 9 skiptimenn, menn fá ekki alveg nógu mikið út úr leiknum, sem og það getur haft áhrif á gang mála að vera að skipta of mikið. En er samt ánægður með þá sem kepptu á þriðjudag - klárum næsta leik betur.


- - - - -

Leikir v Keflavík!

Sælir.

Tveir leikir í Keflavík á mánudaginn. Tvö töp staðreynd. Nú þurfum við
virkilega að fara að þjappa okkur saman og fara að finna leiðina
að þremur stigum! En allt um leikina hér:

- - - - -

Dags: Mánudagurinn 3.júlí 2006.
Tími: kl.18.00 - 19.15.
Völlur: Keflavíkurvöllur.

Þróttur 1 - Keflavík 2.
Staðan í hálfleik: 1 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1, 1-2.

Maður leiksins: Jónas.
Mörk: Árni (26 mín).

Vallaraðstæður: Erfiður vindur og völlurinn slappur á stöku stað.
Dómari: Tríó, dómarinn góður og línuverðir sömuleiðis.

Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Gylfi og Aron bakverðir - Diddi og Jónas í miðverði - Bjarki B og Ævar Hrafn á miðjunni - Bjarki Steinn og Bjarmi á köntunum - Ási og Árni frammi + Arnþór Ari.
Frammistaða:

Anton - Fínn leikur, var grimmur í úthlaup og varði vel, ekki hægt að kenna honum um mörkin tvö.
Gylfi - Ágætis leikur, var reyndar með full mikið bil á milli sín og miðvarðar á köflum
Aron - Stóð fyrir sínu, getur samt mun betur, var ekki alveg nógu öruggur á boltann.
Jónas - Toppleikur sem fyrr, mjög öruggur í vörrninni og spilaði boltanum vel frá sér.
Diddi - Ekki að spila á getu, getur miklu, miklu betur, kannski óöruggur í nýrri stöðu, þarf að bæta fyrstu snertinguna.
Ævar - Alltaf jafn öruggur á boltann, vantaði samt smá yfirferð í hann og skapanda.
Bjarki B - Ágætis leikur, vantar samt líkamlegan styrk, en það mun bókað koma fyrr eða seinna.
Bjarmi - Fínn leikur, náði samt ekki að taka bakvörðinn nægilega vel á, vantaði kannski meiri aðstoð frá Gylfa
Bjarki Steinn - Ágæt frammistaða, vantaði samt aðeins uppá baráttu og vilja, getur stungið flesta af ef hann vill, en virðist ekki "nenna" því stundum.
Ási - Toppleikur, toppvinnsla og barátta til fyrirmyndar, klárlega hans besti leikur það sem af er.
Árni - Var sprækur í fyrri hálfleik og skoraði klassa mark, sást samt varla í seinni, þegar framherjar fá úr litlu að moða, þá þurfa þeir að vera duglegir til baka og koma sér inní leikinn.
Arnþór - Klassa innkoma, stóð sig með stakri prýði.

Almennt um leikinn:

Jemm jemm jemm, ekki enn komið stig í nýju búningunum...en þessi leikur var mun betri en sá á móti Njarðvík. Í byrjun var jafnræði með liðunum, en smám saman vorum við sterkari aðilinn, enda með vindi í fyrri hálfleik. Við náðum samt ekki að brjóta á bak aftur þeirra sterku vörn, allavega fengum við sossum engin dauðafæri, Árni skoraði nottla þetta mark, sem var mjög vel klárað. Ég mundi samt segja að megin munurinn á liðinum var sá að þeir voru reddí í að fara í návígi til að vinna þau, við vorum alltof ragir til að taka á þeim. Það vantar sárlega einn "Hauk/Keane" í þetta lið.

En jæja, komum semsagt ágætlega úr fyrri hálfleik, vorum ívið sterkari og klárlega betur spilandi, þrátt fyrir nokkur mistök af okkar hálfu. Töluðum um svo í hálfleik að detta vel til baka í föstum leikatriðum, en að halda samt áfram að sækja, staðan var jú aðeins 1-0 í hálfleik. Kannski að ég hafi ekki tekið nógu skýrt fram að við ætluðum aðeins að detta vel til baka í föstum leikatriðum, allavega, þá duttum við full mikið til baka og gáfum þeim of mörg færi á okkur. Þeir skoruðu svo tvö tæp mörk, við vitum alveg hvað málið var þar.

Eftir að þeir komast í 2-1, þá fyrst förum við að gera eitthvað og vorum mun betri aðilinn eftir það, þrátt fyrir að ná ekki að skapa okkur góð færi. Svekkelsis 2-1 tap því staðreynd, í leik þar sem jafntefli hefði kannski verið sanngjörn úrslit.

- - - - -

Dags: Mánudagurinn 3.júlí 2006.
Tími: kl.19.20 - 20.30.
Völlur: Keflavíkurvöllur.

Þróttur 0 - Keflavík 3.
Staðan í hálfleik: 0-1.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3.

Maður leiksins: (Dómarinn (djók)), Kobbi.
Mörk: - - - - -

Vallaraðstæður: Slappar; rok og rigning = ekki spes.
Dómari: Afar slappur dómari, en tveir ágætis línuverðir.

Liðið (4-4-2): Krissi í markinu - Nonni og Tolli í bakverðinum - Kobbi og Gummi í miðverði - Símon og Arnar Bragi á köntunum - Arnar Kári og Arnþór á miðjunni - Anton S og Gulli frammi + Mikki, Daði, Flóki og Viktor.

Frammistaða:

Krissi - Klárlega ekki hans dagur, getur mun betur, en allir hafa sína slæmu daga, við getum alveg bókað að hann komi sterkur í næsta leik.
Nonni - Toppleikur, stóð vel fyrir sínu og vann flesta bolta.
Tolli - Fínn leikur, þar samt að bæta aðeins "tötsið" og þá erum við að dansa.
Kobbi - Klassa leikur, var alltaf á réttum stað og vann allar tæklingar.
Gummi- Fínasti leikur, myndar fínasta miðvarðapar með Kobba.
Símon - Hefur leikið betur, vantar baráttu og ósérhlýfni.
Arnar Bragi - Ekki alveg nógu beittur, vantar smá sprengikraft.
Arnar Kári - Fínn leikur, var að vinna vel á miðjunni þarf bara að komast í aðeins betra leikform.
Arnþór Ari - Klassa fyrri hálfleikur var að skapa eins og ljónið.
Anton S - Var mjög ógnandi allan leikinn, enn fékk á sig eitt óþarfa spjald...og fyrir vikið rekinn útaf.
Gulli - Fín vinna, óheppinn að skora ekki einu sinni, var að vinna vel fyrir liðið.
Mikki - Fín innkoma, var að spila boltanum hárrétt, en vantar smá yfirferð.
Daði - Einnig fínasta innkoma, mætti samt vera graðari frammá við.
Flóki - Topp innkoma, ógnaði eins og ljónið, en vantaði aðeins uppá ákvarðanatökuni þegar á reyndi.
Viktor - Ágætis innkoma, varðist vel og ekki hægt að setja út á framlag hans.

Almennt um leikinn:

Merkilegt að við höfum náð að tapa þessum leik...og það 3-0. Skemmst er frá því að segja að við fengum á okkur tvö aula mörk, eitt mark var óverjandi fyrir Krissa, en það hefði mátt koma í veg fyrir að þeir næðu skotinu. En já, við vorum mun sterkari aðillinn í fyrri hálfleik, áttum eitt sláar skot og Símon hitti svo ekki boltann í deddara. Staðan 1-0 fyrir þá í hálfleik og við verðum að gera okkur grein fyrir því að það að klúðra dauðfæri er í raun alveg jafn slæmt og missa boltann frá sér í vörninni, við VERÐUM að fara nýta þessi færi.

En jæja, við töluðum um það í hálfleik að vera ekki að svekkja okkur yfir dómgæslunni, vera þolinmóðir og halda áfram að sækja, þeir voru jú aðeins einu marki yfir.

Við byrjuðum strax að sækja og áttum nokkrar góðar sóknir og nokkur góð skot, en inn vildi boltinn ekki, þeir ná svo að skora tvö, ansi ódýr mörk á okkur, sérstaklega þetta eftir hornið, og eftir það gáfumst við eiginlega upp. En nú þurfum við að girða okkur í brók, búnir að tapa núna þremur í röð, rífum'etta upp.

- - - - -

Þriðjudagur: Leikur v Fylki + æfing!

Hey.

Morgundagurinn lítur svona út hjá okkur:

- ATH - Æfing kl.16.00-17.15 - Suðurlandsbraut (þannig að menn sofa út!):

Anton - Jónas - Óskar- Bjarki B - Ástvaldur Axel - Bjarmi - Aron Ellert - Bjarki Steinn - Ævar Hrafn - Gylfi Björn - Arnþór Ari - Árni Freyr - Kristján Einar - Jimmy - Kristján Orri - Guðmundur Andri - Arnar Bragi - Símon - Guðlaugur - Jón Kristinn - Þorleifur - Anton Sverrir - Daði Þór - Mikael Páll - Elvar Aron - Gunnar Robert - Fannar.

- Leikur við Fylki - Mæting kl.19.30 upp á Fylkisvöll (fórnum HM að þessu sinni). Mæta tilbúnir í hörkuleik með allt dót (hægt að kíkja í sund eftir leik!). Leikurinn búinn um kl.21.15:

Orri - Stefán Karl - Gunnar Björn - Tumi - Ágúst Ben - Jónmundur - Matthías - Emil Sölvi - Hákon - Viktor (yngri) - Davíð Þór - Sindri - Arnar Páll! - Starkaður! – Pétur Dan! – Davíð Hafþór! (+ Arnar Kári - Flóki - Viktor (eldri) - Jakob Fannar.

- í fríi/komast ekki:

Stefán Tómas - Arnar Már - Daníel Ben - Einar Þór - Úlfar Þór - Ingimar - Bjarki Þór - Reynir – Anton Helgi - Tryggvi – Kristófer – Atli Freyr – Jóel – Kormákur – Daníel Örn – Ásgeir – Snæbjörn – Daníel I – Arianit – Leó – Hreiðar Árni – Anton Elí - Kevin Davíð - Ágúst Heiðar. ?: Gabríel - Ingvar.