Ísl mót v FH - fös!
Yess yess.
Mætum þvílíkt klárir til leiks í dag tilbúnir að breyta um gír síðan í síðasta leik. Niðurstaðan flottur sigur - allt um hann hér:
- - - - -
- Hvaða leikur: C lið v FH í Íslandsmótinu.
Dags: Föstudagurinn 19.júní 2009.
Tími: Kl.16.00 - 17.15.
Völlur: TBR völlur.
Dómarar: Jónas og Bjarmi - flottir, en hefðu mátt vera aðeins ákveðnari í lokinn.
Aðstæður: Veðrið snilld og völlurinn snilld.
Lokastaða: 4 - 2.
Mörk: Daníel Þór - Brynjar - Sigurður Þór - Logi.
Maður leiksins: Daníel Þór.
Liðið: Kristófer Karl í markinu - Ýmir Hrafn og Birkir Örn bakverðir - Andrés Uggi og Þorkell miðverðir - Ólafur Guðni fyrir framan vörnina - Sigurður Þór og Daníel Þór á köntunum - Skúli og Viktor Snær á miðjunni - Brynjar frammi. Varamenn: Guðmundur, Logi og Kristjón.
Frammistaða:
Kristófer: Flott að fá hann aftur - fínn leikur - snilldar útspörk og vel á tánum allann leikinn. 0
Ýmir: Þrátt fyrir að missa manninn sinn í gegn 2-3 sinnum þá átti hann fanta leik - náði manninum undantekningarlaust aftur - flott barátta og klassa leikur.
Þorkell: Massa leikur - styrkti vörnina feiknavel.
Andrés: Prýðilegur leikur - barðist vel að vanda og stjórnaði vörninni vel ásamt Kela.
Birkir Örn: Veit ekki hvort það hafi verið hvítu sokkarnir eða hvítu stullurnar sem gerðu það að verkum að kallinn átti einn sinn besta leik í langan tíma - virkilega sáttur með hann. Klassa barátta sem endaði líka í næstum í handleggsbroti :-/
Siggi: Mun betri en í síðasta leik - flottar staðsetningar og óheppinn að klára ekki fleiri færi. Góður leikur.
Daníel: Massíft hættulegur á kantinum - fór þvílíkt oft í gegn, skaut sjálfur eða sendi hann fyrir trekk í trekk.
Viktor: Flottur þanngað til hann þurfti að fara af velli meiddur.
Óli: Klassa vinnsla á miðjusvæðinu í fyrri - vantaði að skila sér betur í seinni.
Skúli: Game nr.2 hjá kallinum - fín frammistaða - vinnslan öll að koma - góður leikur.
Brynjar: Mun betri frammistaða en í stjörnuleiknum - miklu meiri vinnsla, halda áfram á þessari leið.
Gummi: Mjög mikið í boltanum en náði ekki að skýla boltanum nógu vel. En sáttur með hann.
Logi: S í kladdann - en kom inn á og gerði sitt, fínn leikur.
Kristjón: Fannst hann ekki alveg á milljón á æfingunni á undan - en þurftum svo á honum að halda í leiknum. Virkilega góð innkoma - tók hall eða brósa á etta og átti miðjuna og tapaði varla einvígi. Skólabókardæmi um að sýna að menn eigi að vera í liðinu.
Almennt um leikinn:
Frá fyrstu mínútu sá maður að við ætluðum að standa okkur og selja okkur dýrt. Menn voru að vanda sig mun meira og allir að leggja sig þvílíkt mikið fram. Menn fóru af meiri hörku í boltann og það skilaði sér.
Við settum mark á þá snemma og vorum ekkert að slaka á - héldum áfram að djöflast og vorum virkilega vel á tánum tilbaka. Enda var staðan 3-0 í hálfleik.
Verð að viðurkenna að ég man ekki nógu vel hvernig mörkin þeirra voru - en algjör klaufaskapur að koma þeim inn í leikinn. Við vorum algjörlega með yfirhöndina og við vitum að augnabliks einbeitingarleysi getur endað í marki hjá andstæðingunum.
Kristófer átti topp leik í markinu - náði alla veganna 3 sinnum að setja menn í gegn með útspörkum og er það ótrúlega sterkt að geta gert það í 4.flokki. Aftur á móti gengur okkur en illa að koma boltanum yfir þeirra öftustu menn og í gegn á kantmenn eða sóknarmenn. Verðum að nýta svæðið sem er fyrir aftan þeirra varnarlínu betur. Förum í það í æfingaferðinni!
En næsti leikur er við Gróttu - setjum strax í gang undirbúning fyrir þann leik. Frammistaða á æfingum segir mikið strákar og það er kominn barátta um stöður í liðinu, þannig á það líka að vera.
Liðstjóri: !!
- - - - -

0 Comments:
Post a Comment
<< Home