Monday, June 15, 2009

Ísl mót v Stjörnuna - mán!

Jess.

Þriðji leikurinn í Íslandsmótinu var í dag á móti Stjörnunni - prýðilegur fyrri hálfleikur hjá okkur en svo gekk allt upp hjá Stjörnumönnum í seinni hálfleik og niðurstaðan allt of stórt tap. Allt um það hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: C lið v Stjarnan í Íslandsmótinu.

Dags: Mánudagurinn 15.júní 2009.
Tími: Kl.16.00 - 17.15.
Völlur: TBR völlur.

Dómarar: Danni Ben dæmdi og Stebbi og Tryggvi á línunum, mjög nettir.
Aðstæður: Veðrið mjög ljúft og grasið náttúrulega algjör snilld.

Staðan í hálfleik: o - 1.
Lokastaða: 0 - 6.

Mörk: - - - - - -
Maður leiksins: Hallgrímur Snær.

Liðið: Hallgrímur í markinu - Ýmir Hrafn og Logi bakverðir - Andrés Uggi og Birkir Örn miðverðir - Nizzar og Pétur Jökull á köntunum - Daníel Þór og Viktor Snær á miðjunni - Brynjar og Bjarni Pétur frammi. Varamenn: Kári, Sigurður Þór, Pétur Jóhann, Skúli, Gummi, Óli, Sigurjón og Sölvi.

Frammistaða:


Hallgrímur: Virkilega góður í leiknum, flott úthlaup og fórnaði sér í fullt af boltum.
Ýmir Hrafn: Barðist vel eins og vanalega - vantaði meira tal - og að koma upp með í sóknina.
Birkir Örn: Mun betri en í síðasta leik - fór á fullu í allar tæklingar - missti aðeins dampinn í seinni, ásamt fleirum í liðinu.
Andrés Uggi: Sterkur, kláraði sína menn rosalega vel í fyrri - eitthvað minni keyrslan í seinni.
Logi: Ágætis leikur - flott barátta í bakverðinum, hefði mátt fá hann oftar frá markamanni og spila upp kantinn.
Daníel: Barðist vel og átti flotta spretti - en vantaði aðeins upp á nokkrar sendingar.
Viktor: Sama og hjá brósa, margt gott, á milljón í alla bolta - einstaka sending í ólagi.
Nizzar: Endalaust í boltanum, sem var flott, en kom lítið úr því.
Pétur Jökull: Vantaði að fá fleiri bolta á kantinn - en gerði sitt.
Brynjar: Komst ekki nógu mikið inn í leikinn - vantaði meira tal og meiri krosshlaup milli hans og Bjarna.
Bjarni Pétur: Mjög mikið í boltanum og átti fullt af góðum sendingum - en missti boltann samt örugglega jafnoft - eins og ég sagði í hálfleik þá vantaði að losa fyrr, finna mann í lappir og fá boltann aftur.

Kári: Hefði viljað að hann kláraði tvö skot sem enduðu inni - en svo varði hann meistaralega 3-4 sinnum og kom boltanum betur frá sér.
Skúli: Flott innkoma - flottur á miðjunni og bara fínasta mál að fá hann í hóp útispilara :-)
Gummi: Á mjög góðri leið - bara æfa og æfa, finnum svo stöðu sem hentar og þá erum við að tala saman.
Óli: Nokkuð góð innkoma, bara passa að fá ekki boltann yfir sig - barðist vel og kom boltanum vel frá.
Siggi: Vantaði aðeins upp á snerpuna í nokkrum færum - en annars fínar staðsetningar.
Pétur Jóhann: Mjög duglegur á kantinum - en vantaði aðeins upp á sendingarnar inn fyrir.
Sölvi: Flott barátta, fór oft upp kantinn en vantaði kannski að hamra boltann betur inn í - en fínn leikur.
Sigurjón: Var ekki orðinn alveg nógu góður í lærinu og kom fljótlega út af.

Almennt um leikinn:

Allar aðstæður voru sem bestar í dag þegar Stjarnan kom í heimsókn, en þrátt fyrir það náðum við ekki okkar besta leik. Við börðust samt langflestir vel og náðum vel að loka á þeirra bestu menn frammi. 1-0 fyrir þeim í hálfleik og náðum við líka nokkrum ágætum sóknum á þá en náðum ekki alla leið.

Í seinni hálfleik slökuðum við aðeins á, við lokuðum illa á skotin þeirra og þeir skoruðu 2-3 frekar ódýr mörk á okkur. Við þetta duttum við niður á frekar lágt plan, náðum illa að hreinsa boltanum og fengum þá alltaf strax aftur á okkur.

Eins og ég sagði áðan þá náðum við alveg okkar sóknum, óheppnir að ná ekki að setja neitt mark á þá - vantaði herslumuninn inni í teig. Við unnum líka sárafáa "aðra bolta" - þeir unnu öll fráköst og sóttu svo á okkur.

En mér fannst menn samt ekki detta í neikvæða pakkann, það að skammast og tuða inn á vellinum gerir nákvæmlega ekki neitt fyrir okkur og ég var sáttur að engin datt í þá gryfju. Við hefðum samt mátt djöflast betur síðasta korterið, maður má ekki gefast upp, en ég held að einhverjir gerðu það.

Endilega "stúderið" aðeins ykkar leik - hvað þið hefðuð mátt gera betur og hvort þið getið unnið eitthvað með það á næstu æfingum.

Annars er næsti leikur fljótlega, sem er gott og gerum klárlega betur þá.

Liðstjóri: !!

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home