Monday, February 28, 2005

Frí!

JAMM jamm.

Það er frí þriðjudag og miðvikudag.

Svo förum við í endalausar fyrirgjafir á fimmtudagsæfingunum!
ferskar æfingar!

eldri 15.00 og yngri 16.30.

Heyrumst

Gluggaveður!

Já.

veðrið leit vel út að innan! en það var lúmskt kalt.
þokkalegt gluggaveður.

29 leikmenn mættu á yngra ári.
en
23 leikmenn á eldra ári.

sem er bara gott mál.

tókum smá hlaup - tækniæfingar - smá skot og svo spil á öllum vellinum!
ótrúlegt. fengum loksins allan völlinn. fíluðum það vel.

dót til að comment um:

- matti kom á óvart og kom of seint.
- baldur kom klukkutíma of snemma.
- óli kom á réttum tíma!
- bjarki meiddist ekki á hendi.
- dabbi og valli unnu kók eftir spilið.
- skeggið á ingva er að gera ferlega gott mót.
- egill er að fara spila í kvöld í essu ógeðisveðri kl.20.00. það eða one tree hill? hélt það líka.

Sunday, February 27, 2005

Góða helgi!

Heyja.

Gulli og Lára voru alveg ótrúlega ánægð með hreinsunina á svæðinu. enda stóðu þið ykkur vel.
tökum þetta aftur í byrjun maí - þá er svæðið klárt fyrir sumarið!

annars stemmari á æfingu. Ingvi svakalegur í markinu!
og eymi og egill tóku á því í spilinu.

Það er helgarfrí! Já þið heyrðuð rétt. ekkert að gera um helgina nema slappa af - og kannski horfa á fótbolta! já og mfl keppir á sunnudaginn:

Þróttur - FH
Sunnudaginn 27.feb.
kl.15.00.
Fífan.
Fyrsti leikur í deildarbikarnum.

Kjadlinn á hægri!! láta sjá sig takk.
Sjáumst annars á æfingum á mánudaginn.

Friday, February 25, 2005

Hreinsun + æfing!

Sælir.

Fínar æfingar í gær. tókum nokkrar tækniæfingar og skot. þurfum að gera
meira af því.

Í dag, föstudag, ætlum við að sleppa hlaupunum fyrir æfingu og í staðin hreinsa svæðið fyrir utan félagsheimilið. Jam jam, Lára ætlar að stjórna okkur og tekur þetta ca.30mín.

Sem sagt:
yngra ár mætir í hreinsun 16.30 (vanalegi tíminn) - svo spil 17.00.
og
eldra árið 17.15 (vanalegi tíminn) - svo spil 17.45.

Það verður keyrsla. tökum 4 v 4 á stór mörk og nóg að gera fyrir markmennina.
Sjáumst sprækir í kvöld!

p.s. Það er svo helgarfrí! (nema hvað mfl er að keppa við FH á sunnudag kl.15.00 í Fífunni- fyrsti leikur í deildarbikarnum. Það verður örugglega uppselt í stúku.

Thursday, February 24, 2005

Fjáröflun!

Frá foreldraráðinu:

Þá er kominn tími til að hrista sölumanninn í okkur fram úr ermunum. Eins og um var rætt á seinasta fundi, stendur til að selja rækjur og ýsu að þessu sinni.

Rækjurnar eru úrvals útflutningsrækjur frá Merlo.
2 kg pakning selst á kr 2000,- og fær sölumaðurinn 900,- í sinn hlut.

Ýsan er roðlaus og beinlaus, lausfryst í flökum. 100% núting á flökunum. 1 kg pakning selst á kr 1000,- og fær sölumaðurinn 540,- í sinn hlut.

Dæmi um Pöntunarblað er hér fyrir neðan, þar sem hver útfyllir það sem hann áætlar að selja. Skiladagur fyrir pöntun er 4. mars og verður varan afhent í Þróttaraheimilinu fimmtudaginn 10. mars milli kl 18:00 og 19:00. Sendið pantanir í tölvupósti til Áslaugar Ívarsdóttur.

ATHUGIÐ að varan kemur að sjálfsögðu FROSIN og best að koma henni strax til kaupenda eða í frysti.

Góða sölu, alltaf gott að bæta í sjóðinn fyrir Rey-cup eða Skotland.
Kveðja flokksráð 4. fl kk.

- - - -
Pöntunarlisti Fjáröflun 4. flokkur karla 2005

Nafn kaupanda:
Rækjur fjöldi:
Verð pk (2.000).
Rækjur alls:
Ýsa fjöldi:
Verð pk (1.000).
Ýsa alls:
samtals :

- - - - -

Vorfílingur!

Já.

Það er massa heit úti. maður er bara kominn í vorfíling. ég er líka
í þessum flottu öklasokkum (sjá hitt bloggið).

En það mættu 27 að kíkja á leikinn í gær ásamt the coaching staff.
nett nett. smá læti en það er alltaf! þetta var hörkuleikur, en bara verst að
Eiður fékk bara 15 mín.

Svo eru bara venjulegar æfingar í dag, fimmtudag.
eldri - 3.00 Yngri - 4.30.

Sjáumst í dag.

Wednesday, February 23, 2005

Barcelona v Chelsea!!

Já.

Leikur ársins er í kvöld. eins gott að okkar maður sé í starting!

en við ætlum að hittast niður í Þrótti og kíkja á leikinn saman.
útsendingin byrjar 19.30 en leikurinn aðeins seinna.

Það má koma með gúff með, enn... það er skylda að mæta til að horfa á leikinn!
ekki til að koma og borða nammi og vera svo í bullinu. ok sör?

sjoppan niður í Þrótti verður opin. þar er líka hægt að kaupa sér boost og læti.

Þá sjáumst við bara í bláu í kvöld.
ingvi út.

(ah var þetta lame ending?)

Lala tekið á því!

Heyja.

Það var bara nett í eróbikinu í gær. menn voru samt ekki alveg allir á 100%, að agli meðtöldum!
maður verður að pína sig alla mínútuna sem viðkomandi þrekæfing stendur yfir, til þess að fá eitthvað út úr henni.

samt ánægður með mætinguna. og að við séum komnir með svona góðan díl við Laugar. Kíkjum pottþétt þanngað aftur seinni. t.d. í spinning.

einhverjir skulda fyrir tímana. endilega reynið að muna eftir því.

aju

Tuesday, February 22, 2005

Síðasti eróbik tíminn + meistaradeildin!

Leikmenn

Í dag, þriðjudaginn 22.feb, er síðasti eróbik tíminn og hefst hann aftur kl.15.30 - þannig að allir verða að vera mættir um kl.15.20 niður í Laugar – og aftur með 250 kall + handklæði (og sunddót þeir sem vilja).

Á miðvikudaginn ætlum við svo að horfa saman á Eið pakka Barcelona saman (Chealsea v Barcelona) niður í Þrótti. Útsendingin hefst kl.19.30 en leikurinn byrjar kl.20.00 – “við spáum” í úrslitin og það er í góðu lagi að taka með sér eitthvað að gúffa (á bannlista: snakk + popp). Búið um kl.21.45.

Látið þetta svo berast.
Sjáumst hressir,
Ingvi – Eymi og hvað heitir hann aftur.

Monday, February 21, 2005

Stöðvar!

Jó jó.

Það mættu 50 á æfinguna í gær. sem er bara nokkuð nett.
saknaði soldið eyma og hinum gaurnum!

um 10 guttar fjarverandi.

Við tókum 7 stöðvar - um 6 á hverjum stað. Menn voru ekki alveg að taka nógu vel
á því á hverri stöð og þurfum við að laga það. Hægt er að commenta á stöðvarnar hér fyrir
neðan - ekkert mál. við höfum bara gott að smá gagnrýni.

annars stemmning.
massa cool veður í gær. þoka hægri vinstri.

heyrumst

Allir á æfingu kl.15.00!!

Hey.

Já sem sagt sameiginleg æfing á öllum vellinum í dag kl.15.00 - 16.00.

(sem sem sagt bara eldra árið sem þarf að mæta klukkutíma fyrr).

Og við verðum með stöðvaæfingar með 8 stöðvum:

- Fyrirgjafir.
- Móttaka.
- Knattrak.
- Skot.
- Spil.
- Halda á lofti.
- Hlaup.
- Sendingar.

Sunday, February 20, 2005

Úrslit!

Heyja.

allt um leikina í dag (sun):

Þróttur 0 - KA 4.
Gervigrasið í Laugardal sun 20.feb kl.11.00.

Liðið (3-5-2): Binni - Bjarmi - Oddur - Aron H - Jökull - Jónas - Matti - Tommi - Einar - Danni Ben - Villi.

Mynd!

Maður leiksins: Oddur

Almennt: Byrjuðum frekar illa - vorum alveg á hælunum og náðum ekki 3 sendingum á milli. héldum boltanum illa - framherjar misstu hann mikið og náðu ekki að skýla honum. Við áttum kannski 4 færi í leiknum sem Daníel og Einar hefðu átt að nýta. Svo áttum við frekar máttlítil skot. Við skiptum fljót í 4-4-2 þar sem fyrra kerfið gekk engan veginn. menn voru alltof stressaðir á boltann og tapaðist eins og fyrr sagði of oft. Við áttum slök innköst beint á ka menn. kannski helmingurinn af liðinu á fullu. hinir þreyttir og kláruðu ekki mennina sína (mark 3). Einnig rukum við í mennina eins og fyrir daginn (mark 4). Úrslitin algjör synd þar sem að aðstæður voru geggjaðar: völlurinn snilld, smá úði, góður hiti og KA í heimsókn!!

- - - - - -

Þróttur 3 - KA 0.
Gervigrasið í Laugardal sun 20.feb kl.11.45.

Liðið (4-4-2): Binni - Bjarki B - Maggi - Hákon - Aron E - Óli M - Ási - Dabbi S - Ingó - Styrmir - Hemmi + Ingó.

Mynd!

Mörk: Hemmi - Ingó - José.

Maður leiksins: Dabbi S

Almennt: Alveg hvítt ef fyrri leikurinn var svart!! sem sagt klassa leikur. aldrei hætta á okkar helming. þeir fengu kannski 5 færi sem við redduðum vel. binni öruggur milli stanganna. Fín mörk eftir klassa spil. hefðum vel getað sett tvö mörk í viðbót. nánast allt liðið á fullu og unnu vel fyrir hvorn annan. good stöff!

- - - - - -

Saturday, February 19, 2005

Leikur v KA!

Heyja.

KA er í bæjarferð nú um helgina og ætlum við að redda þeim leik á sunnudaginn á gervigrasinu okkar. Mjög mikilvægt er að láta vita ef þið komist ekki.

Og ath: Þeir sem mæta meir en 3 mínútum of seint án þess að láta vita horfa á leikinn!!

Mætingar eru eftirfarandi:

Mæting kl.10.15 niður í Þrótt á sunnudaginn – spilað frá 11.00 – 11.45:

Brynjar - Daníel Ben - Matthías - Oddur - Vilhjálmur - Einar - Jökull - Styrmir - Valtýr - Tómas Hrafn - Aron Heiðar – Bjarmi.

Mæting kl.11.00 niður í Þrótt á sunnudaginn – spilað frá 11.45 – 12.30:

Egill Þ - Davíð S - Hermann Ágúst - Aron Ellert - Ástvaldur - Hákon Arnar - Baldur - Ólafur M - Ingólfur U - José - Magnús Ingvar – Bjarki B.

Helgarfrí hjá öllum öðrum.

Á mánudaginn er svo sameiginleg æfing kl.15.00 – 16.00 á gervigrasinu.

Hafið það svo gott um helgina.

Talning!

Sælir.

Já það gekk ágætlega í gær. menn vönduðu sig meira í spilinu og völdu ekki
alltaf með erfiðustu sendingarnar. við höldum svo áfram að bæta þetta.

Eymi lét sjá sig í gær og var það nett. tuðaði samt smá.

það mættu 20 á yngri árs æfinguna og 22 á eldra árs æfinguna. þannig að það voru um
10 leikmenn í "fríi" í hvorum árgang.

Heyrumst.

Friday, February 18, 2005

Joey!

Heyja.

á æfingu í dag munum við skipta í tvö lið og fá til liðs við okkur teljarana Eymund "1-2-3" Leifsson og Egil "4-5-6" Björnsson.

Já við munum telja lélegar sendingar og "turn over" hjá báðum liðum og úrslit leiksins fer eftir frammistöðu í því. smá tilraun.

annars erum við að tala um að joey byrjar í kvöld, idol er í kvöld, og á morgun nær kallinn 26 ára aldri (og það er by the way sagt að það sé flottast að vera tuttugu og sex ára!).

líf og fjör. sjáumst í kvöld gaurar.

p.s.
hvað er að frétta?

Hvað er með þetta veður?

Já.

Ég hef sjaldan kynnst öðru eins. á báðum æfingunum þurftum við að leita skjóls upp í stúku. og svo eftir smá stund var komið "maí veður". það kom sem sé rigning, haglél, snjókoma og blindbylur, auk sólskins. brandari. en við djöfluðumst þrátt fyrir þetta og tókum ágætlega á því.

Spaðarnir tveir, egill og eymi, voru að skemmta sér á árshátíðardegi MS. Létu samt ekki heyra í sér við kallinn :-(

Thursday, February 17, 2005

Úrslit!

Heyja.

hérna er allt um leikinn í gær:

Þróttur 4 - Fjölnir 3.
Egilshöll mið 16.feb kl.16.10.

Liðið: Anton / Snæbjörn - Gunnar Björn - Jónas - Ævar - Hjalti Þór - Davíð H - Bjarki Þór - Arnar Már - Óskar - Gulli - Bolli + Atli Freyr.

Mörk: Gulli 3 - Ævar Hrafn 1.

Maður leiksins: Gulli.

Almennt: Spilaðar voru 4*16 mín og voru sem sé 13 leikmenn sem spiluðu leikinn. Menn tóku rosalega vel á því og voru alveg búnir í lokinn. Svoleiðis á það líka að vera. Við skoruðum 4 góð mörk, flest eftir stungusendingar og "barning" inn fyrir. Við hefðum átt að nýta fleiri færi - komumst 2-3 sinnum alveg einir inn fyrir en skutum beint á markmaninn. Við náðum að komast í 4-0 og eftir það slökuðum við á og urðum kærulausir. hreinsuðum boltanum illa og vorum of framarlega með vörnina. en við kláruðum dæmið og fínn sigur í höfn.

Wednesday, February 16, 2005

Auglýsing til fermingardrengja!!

Fimmtudaginn 17. febrúar verður lengri opnun í Topshop/Topman.
Opið verður til kl. 20:00 og veittur verður 10% afsláttur af fermingarfötum.
Einnig er fermingarleikur í gangi þar sem 10.000 kr. fataúttekt er í verðlaun.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Starfsfólk Topshop/Topman

Leikur við Fjölni!

Fjölnir hefur beðið okkur um að bjarga sér og taka leik í dag upp í Egilshöll.
Þar sem við lifum fyrir að taka æfingaleiki skellum við okkur að sjálfsögðu á leikinn.
Þetta er gjörið tækifæri fyrir þá sem hafa lítið keppt að taka vel á því og sýna hvað í ykkur býr.

Liðið og mætingar eru eftirfarandi - mjög mikilvægt er svo að láta okkur vita ef þið komist ekki.

Mæting kl.15.50 upp í Egilshöll í dag, mið. – spilað frá 16.10 – 17.20:

Langó crew: Bjarki Þór – Davíð Hafþór – Guðlaugur – Gunnar Björn – Tumi – Pétur Dan - Óskar – Atli Óskar – Hjalti Þór.

Laugó crew: Ágúst Benedikt - Davíð B - Jónas - Aron Ellert - Snæbjörn / Anton – Atli Freyr – Bolli.

Eldra crew: Ágúst – Daníel – Haukur – Lúðvík Þór – Sigurður Einar – Þröstur Ingi – Sveinn Óskar.

vogó crew er í fríi í dag, ásamt öllum öðrum.

Svo bara æfingar á venjulegum tíma á morgun, fim. Þeir sem keppa í dag mega alveg
pása á morgun. ok sör.

Púl!

Heyja.

Það var vel tekið á því í eróbikinu í gær. tíminn var víst
erfiðari nú en í síðustu viku, enda einhver svaka reynd gella
með tímann.

engin af þjálfurunum tóku á því að þessu sinni sem er ekki nógu gott.
egill var með leik um kveldið, ingvi var á fundi og eymi var of vanur!

sumir duttu svo í sund á eftir. aðrir tóku subbuna á etta enn og aftur!

Tuesday, February 15, 2005

Eróbiktími nr.2!

Jamm jamm.

Í dag er eróbik tími nr.2. Þetta er annað skiptið af þremur ( svo við fáum eitthvað út úr þessu).
Við mætum aðeins seinna í dag – kl.15.20 fyrir utan Laugar / World Class.
Það kostar 250kr (best að mæta með akúrat) og taka svo með innanhúsdót + skó, handklæði og sundskýlu ef þið viljð kíkja í sund.

Sjáumst eldhressir.

Róbert tapaði!

Sælir.

Markverðast af æfingunni í gær var helst að ingva lið
fór illa með villa og róberts lið. róbert var reyndar í marki
þannig að...

jú, Jónas kom líka á æfinguna. er í viku frí frá skólanum á
englandi. langt síðan maður sá hann. látum hann púla í vikunni :-)

annars söknuðum við eyma soldið, en hann var að spaðast í ms.
gerir lítið annað þessa daganna en að lúkka!

en annars nettar æfingar.

Monday, February 14, 2005

Valentínusardagurinn!

Nei strákar.

Það verður ekki bara spil í dag í tilefni dagsins.

En það verður samt stuð. nýr leikur í upphitun!

sjáumst í dag.

yngra árið kl.15.00.
og
eldra árið 16.15.

Sunday, February 13, 2005

Úrslit!

Já.

Við vorum ekki nógu ferskir í dag, allir sem einn, að meðtöldum
þjálfurum / dómurum. Það var ekki nógu góð mæting í leikina.
Það var frekar kalt í veðri - það var snjór á vellinum. Og við sem heild
vorum almennt ekki að gera nógu góða hluti á vellinum.

Þetta þurfum við að fara að bæta allir:

- Vera svalari á boltanum - þurfum ekki alltaf gef´ann fram á við.
- Draga sig út (ath. alveg út að línu), notum aldrei kantana til að koma með "snuddu" inní.
- Talanda ....alveg ótrúlegt hvað við erum eins og í jarðarför...getur skipt þvílíku máli.
- Staðsetningar í föstum leikatriðum (bæði í vörn og í sókn).
- Framkvæmdir á föstum leikatriðum.
- Staðsetningar í vörn - ekki rjúka í menn (vera passive, sérstaklega bakverðir og kantmenn) - Standa í lappirnar.
- Grunntækni.

En svona fóru nú leikirnir:

- - - - -

Þróttur 2 - Breiðablik 1.

Mörk: Vilhjálmur 2.

Liðið (4-3-3): Binni - Kobbi- Oddur - Pétur Hjörvar - Einar Þór - Bjarki B - Jölli - Einar - Ási - Villi - José + Róbert.

Maður leiksins: Binni

Almennt: Byrjuðum leikinn ekki alveg nógu vel, enda helmingurinn að liðinu kaldur í byrjun leiks þar sem menn mættu ekki á réttum tíma. Ótrúlegt að þetta sé enn að klikka. Leikurinn svo sem ekki mikið fyrir augað. Við sóttum mest upp miðjuna en nýttum hornin ekki nógu vel. Byrjuðum með 4-3-3 og er greinilegt að við þurfum að fara betur í það kerfi. Vorum ekki alveg eins og við eigum að okkur að vera. En náðum þó að komast yfir tvisvar í leiknum með fínum mörkum, og héldum út þanngað til flautað var til leiksloka. Slökuðum samt á síðustu 15 og sóttu þeir þá mikið. Við hreinsuðum illa og fengum þá alltaf strax á okkur. En vörnin var ágætlega traust og binni góður í rammanum. Sigur er sigur!

- - - - -

Þróttur 0 - Breiðablik 5.

Liðið (4 -4-2):
Snæbjörn - Haffi - Gylfi - Maggi - Ívar Örn - Bjarki Steinn - Óttar - Auðun - Arnar Páll - Símon - Ingó + Davíð H + Gulli.

Maður leiksins:
Ívar Örn

Almennt:
Náðum ekki tveimur sendingum á milli okkar í byrjun fyrri hálfleiks. Það var engin sem tók boltann niður og reyndi að spila honum á milli. Þeir sóttu mikið en við vörðumst vel - megum eiga það. Og héldum hreinu í fyrri hálfleik sem var fínt. Bjuggum ekki til mörg færi enda misstum við alltaf boltann strax og við unnum hann. Svo hrundi allt í seinni hálfleik. Leikmenn sjálfir nefndu: lélegar sendingar - engin aðstoð - hættum allir. Þetta passar allt. Þið vitið sjálfir að við getum miklu betur. Það er bara kominn tími á að sýna það.

- - - - -

Þróttur 0 - Breiðablik 7.

Liðið (4-4-2):
Snæbjörn (fyrri hálfleikur) - Flóki - Óttar - Auðun - Gunni - Atli - Pétur Dan - Símon - Sveinn Óskar - Halli - Gulli + Óskar + Davíð Hafþór + Tumi.

Maður leiksins:
Auðun

Almennt:
Í fyrsta lagi mættu of fáir í leikinn og því þurftu nokkrir úr leik 2 að spila í þessum leik líka. Börðumst ágætlega fyrstu 10 en eftir að Blikar skoruðu fyrsta markið fengu þeir hreinlega of mörg færi. Vorum ekki nógu "svalir" á boltanum, vorum illa skipulagðir í vörninni en náðum samt oft að fórna okkur fyrir skotinn, sem er jákvætt. 3-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik héldum við uppteknum hætti, vorum ekki nógu góðir í vörn, en áttum samt að skora allavega 2 mörk úr þeim færum sem við fengum. Ljóst er að við VERÐUM að bæta okkur, allir sem einn (líka þjálfarar) ef við ætlum okkur góða hluti í sumar.

- - - - -

Svolítið neikvæð grein í heildina. en við hressum okkur bara við og reynum að laga
hlutina. það styttist svo í foreldraboltann og næsta eróbiktíma. líf og fjör.

Leikir við Breiðablik.

Sælir.

Já það eru leikir í dag við Breiðablik á okkar snilldar
heimavelli. Það eru þrír leikir og hefjast þeir...

kl.12.30.
kl.13.30.
og
kl.14.30.

Sem sé klukkutímaleikir. Menn sem mættu á föstudagsæfinguna og létu heyra í sér um helgina
eru búnir að fá staðfestan mætingartíma. Bíð enn eftir að heyra í nokkrum leikmönnum.

En sjáumst í dag.
Tökum þokkalega á því!

Jam jam!

Heyja.

Menn voru í stuði á föstudagsæfingunum. vinsælast
þótti samt að reyna að gleypa ofurstór snjókorn sem dundu
á okkur. en það var nett. alltaf stuð að spila í massa snjókomu.

annars létu nú bara tveir strákar úr laugó sjá sig. heyri ekki einu sinni í
hinum :-(

En hafið það gott um helgina.
Heyrumst á sunnudag.

Friday, February 11, 2005

Sæler!

Jójó.

sagan segir að það sé allt orðið grænt niður í dal.
sel það ekki dýrara en ég keypti það.

annars gríðarleg stemmning hér á föstudegi kl.14.31.
idol í kvöld. nammidagur á morgun. breiðabliksleikir
á sunnudag. allt að gerast.

spennandi að sjá hvaða guttar í sjöunda bekk í laugó láta sjá sig
á æfingu í dag. þeir mæta nefnilega um kl.16.00 eftir vikulangt
ferðalag. örugglega allir mjög þreyttir. en það verða kögglarnir sem
láta sjá sig, hálftíma eftir komuna. ó já.

annars sjáumst við bara hressir í kvöld.
aju
yngra árið kl.16.30 og eldra árið kl.17.15.

ó já. kallinn út.

Thursday, February 10, 2005

Fimmtudagssnjóæfing!

Hey hey.

minni á að æfingin er sameiginleg í dag og hefst kl.16.00!!
Snjór og læti.
Svo á einhver afmæli þannig að allar líkur eru á miklu spili!

sjáumst hressir.

Wednesday, February 09, 2005

Ja há!

Heyja.

Það mættu 32 niður í Laugar í gær, auk ingva og egils (sem púluðu
hvað mest!) en eymi tók bara "æégvaríleikfimi" pakkann á etta. einmitt!

þetta var nett. nema hvað gellan sem átti að vera með okkur forfallaðist og
eitthvað buff tók tímann í staðinn. tók þennan líka massa þrekhring. ég og egill
vorum þeir einu sem vildu 3 hringi þannig að ekkert varð úr því. en menn tóku
vel á því.

svo var dottið í smá sund - nema "subburnar" sem beiluðu strax eftir púlið :-(

kíkjum pottþétt aftur á þetta bráðum.

Lýsi hér fyrir neðan eftir nokkrum leikmönnum!! Langt síðan ég hef heyrt í þeim eða séð! Vona að þeir láti sjá sig á æfingunni á morgun, fimmtudag, en þá æfa allir saman kl.16.00 - 17.45. (ekki 15.00 og 16.30). Endilega látið það berast. 7.bekkur í Laugalækjaskóla kemur svo aftur ferskur á föstudaginn.

Freyr - Hafþór Snær - Hreiðar Árni - Óskar - Tumi Snorrason.
Ágúst - Baldur - Daði - Daníel - Einar - Egill - Haukur - Ingólfur Urban - Jón - Lúðvík Þór - Matthías - Þröstur Ingi Þórðarson.

Monday, February 07, 2005

Eróbik!!

Já á morgun (þrðjudag) ætlum við að skella okkur í eróbik í Laugum.
Það er mæting kl.14.50 fyrir utan World Class (rétt hjá sundlauginni). Það kostar 300 kall. Munið að taka með innanhúsdót, handklæði og sundskýlu.
Veit ekki hvort við eigum að vera í skóm!

Ath: Það er svo æfing hjá öllum kl.16.00 á fimmtudaginn – sameiginleg æfing!!
Látið það berast.

Heyrumst,
Þjálfarar og egill!

Mánudagsæfing!

Heyja.

Það mæta allir og hlaupa af sér bollurnar í dag.
nema kannski sjöundi bekkur í laugalæk sem verður
á Reykjum alla vikuna. sem sé spil í dag hjá yngri og
hlaup hjá eldri. hljómar vel!!

Sjáumst í dag.
yngri 15.00 - eldri 16.15.

Líf og fjör!

Vítakeppni!

Já við tókum vítakeppni í gær. 25 strákar létu sjá sig
og var keppnin hörð. Magic var fyrir þriðja sætið, powerade
fyrir annað sætið og svo sokkar, stuttbuxur og bolur fyrir gullið!

Á endanum urðu úrslitin svona;

1.sæti: Ástvaldur

2.sæti: Jökull

3.sæti: Aron Ellert

Sunday, February 06, 2005

Vítakeppnin svakalega!

Sælir.

Það er hlýtt í dag, sunnudag!
Vonum að völlurinn verði grænn.

Æfingin er sem sé 12.30 - 14.00!

og það er formleg vítakeppni upp á íþróttadót og kók.

Sjáumst á eftir.

Þróttur - Breiðablik!

Já það keppti eitt lið við Breiðablik í gær, laugardag.

Um næstu helgi (sun) keppa svo hin 3 liðið okkar við
þá - á okkar heimavelli.

En svona var leikurinn í gær:

Þróttur 0 - Breiðablik 5.

Liðið: Anton í markinu. Bjarmi og Ingimar bakverðir. Valli og Aron miðverðir. Tommi og Siggi á miðjunni. Stymmi og Ævar á köntunum. Og Daníel og Óli frammi.

Stóð sig skást: Valtýr.

Almennt: Já af þeim 17 sem áttu að mæta í gær, voru 5 sem komust ekki. Þetta gerist. Þrátt fyrir það áttum við góða spretti og áttum alveg að getað gert betur. Það er sama og vanalega. Við fáum á okkur of mörg ódýr mörk - við missum boltann of oft frá okkur á miðjunni - og við erum ekki nógu duglegir að senda boltann í auðu svæðin og sækja svo 6 á þá. Það gengur ekki að fá á sig 2-3 mörk í fyrri hálfleik. Þetta þurfum við að bæta. En hérna eru nokkur atriði sem við punktuðum hjá okkur:

+ Yngra árs strákarnir stóðu sig vel og komu vel inn í leikinn.
+ Spiluðum boltanum vel út frá markmanni.
+ Unnum flesta skallabolta á okkar vallarhelmingi.

- Vantaði ótrúlega oft að bjóða sig fyrir næsta mann.
- Alltaf þegar við tókum útspörk eða aukaspyrnur út á velli fór boltinn beint til þeirra.
- Við bjuggum okkur til of fá færi því við annað hvort misstum boltann klaufalega strax, eða völdum allt of erfiða sendingu sem þeir náðu að komast inn í.
- Þurfum að vera miklu svalari á boltanum!

Friday, February 04, 2005

Það er fffföstudagur!

Sælir.

alveg blússandi heimsóknir á bloggið!! eða hvað?

það er komin föstudagur. við hötum það sko ekki.
lofaði víst engu hlaupi í dag þar sem að yngra árið er búið í
samræmdu prófunum. en það ætti svo sem ekkert að hafa áhrif
á eldra árið. sjáum til. gáum hvort einhver hafi lesið þetta hér fyrir
æfingu. spennó.

  • annars er yngra árið kl.16.30 í kvöld - og eldra árið 17.15.
  • Á morgun, laug, keppir svo eitt lið á móti Breiðablik í Fífunni.
  • Á sunnudaginn er venjuleg æfing kl.12.30 - en það verður vító upp á vegleg verðlaun í lokinn.
  • Venjuleg æfing á mánudag.
  • og svo eróbik á þriðjudag.
Líf og fjör.
Sjáumst hressir í dag.

p.s. er svo búinn að linka skólana þrjá hér til hægri!

Wednesday, February 02, 2005

Myndir!

Nokkrar myndir á kantinum!
1.
2.
3.
4.
5.
6.

Jójó!

Sælir.

Tek á mig tveggja daga töfina á leikskýrslum.
mikið að gera hjá stráknum þessa daganna.

ógeðis cooper test hjá Geira í gær (slátraði því náttúrulega).
endaði með 8 snuddur og brons! og svo er mikið að gera í langó!
eitthvað annað en í ms!!

en þetta verður komið inn í kvöld. ef ekki þá er það bara spil á morgun!!

Plús: er búinn að setja inn fleiri myndir á þróttarasíðuna.
kíkið á þau. veljið bara myndaalbúm og svo eru 4.flokks albúmin ofarlega.

okey sör.

Sjáumst svo hressir á morgun, fimmtudag. eldra ár kl.15.00 og yngra ár kl.16.30.

Það er svo pottþétt eróbik í næstu viku.
heyrumst.