Monday, June 08, 2009

Ísl mót v KR - mán!

Heyja.

Tveir leikir í dag v KR - byrjuðum báða leiki frekar illa en sýndum flottann karakter í báðum leikjum og kláruðum þá í seinni hálfleikjunum. Allt um það hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: C lið v KR í Íslandsmótinu.

Dags: Mánudagurinn 8.júní 2009.
Tími: Kl.16.00 - 17.15.
Völlur: KR-gervigrasið.

Dómarar: Ungur strákur sem tók etta sóló - var lala en var audda að gera sitt besta (tek á mig snappið - það var lélegt hjá mér).
Aðstæður: Veðrið mjög ljúft og grasið bara fínt.

Staðan í hálfleik: 1 - 3.
Lokastaða: 3 - 3.

Mörk: Nizzar - Brynjar - Pétur Jökull.
Maður leiksins: Logi.

Liðið: Kári í markinu - Ýmir Hrafn og Ólafur Guðni bakverðir - Andrés Uggi og Birkir Örn miðverðir - Nizzar og Logi á köntunum - Daníel Þór og Jónas Bragi á miðjunni - Brynjar og Þorsteinn Gauti frammi. Varamenn: Hallgrímur Snær, Marteinn Þór, Kristjón Geir, Sigurður Þór, Pétur Jökull og Sölvi.

Frammistaða:


Kári: Gat lítið gert í mörkunum - en vill sjá hann stjórna meira og garga á vörnina - en margt gott í gangi.
Ýmir Hrafn: Ánægður með kallinn í dag - duglegur, mætti tala meira, eins og félagar hans í vörninni.
Ólafur Guðni: Vantaði aðeins upp á í fyrri - en allt annað að sjá kallinn í seinni - virkilega duglegur, vann fullt af boltum og skilaði boltanum mjög vel frá sér.
Birkir Örn: "Melló" leikur - gerði sitt en hefði viljað sjá hann aðeins líflegri.
Andrés Uggi: Soldið "sjeikí"ásamt fleirum í vörninni í fyrri - en vann boltann oft og mörgum sinnum - duglegur að koma upp og fór fram hjá mönnum eins og að drekka vatn. Flottur leikur.
Daníel: Mjög solid "performance".
Jónas: Var rólegur í fyrri - en mun sterkari í seinni - virkilega grimmur og óheppinn að setjann ekki.
Nizzar: "Temmilegur" leikur - oft verið betri - sama og oft áður, passa að svekkja sig ekki á einstaka hlutum og fá fleiri þríhyrninga á milli.
Logi: Annar yfirburðarleikur í röð.
Brynjar: Hefði viljað sjá hann meira í "rooney" - en gerði sitt, setti fínt mark.
Gauti: Bjóst við meiru frá honum - en var samt rosalega mikið í boltanum og var að reyna.

Hallgrímur: Kom inn á og hélt hreinu, ekki hægt að biðja um meira.
Kristjón: Fín innkoma á miðjuna - flott yfirferð og vann flesta bolta.
Siggi: Lífgaði upp á spilið þegar hann kom inn á - var hættulegur í seinni - hefði mátt vera meira út við línu og komið með fleiri fyrirgjafir en boltinn vill oft ekki koma þanngað þannig að menn færast ósjálfrátt inn að miðju - en fínn leikur.
Pétur Jökull: Flott innkoma - duglegur að sækja boltann og fá hann - og setti jöfnunarmarkið, pollrólegur inn í teig og klíndann í netið.
Sölvi: Virkilega góður í dag - kraftur í honum og fór oft upp kantinn.
Marteinn: Át sína menn - var alltaf á fullu - en vantaði aðeins upp á stutta spilið.

Almennt um leikinn:

Við áttum ekkert spes dag í dag, það verður að segjast. Veit ekki hvort menn voru of mikið að hugsa um eldri leiki v KR og kannski búnir að vinna leikinn fyrir fram, en við vorum arfa slakir í fyrri hálfleik. Vantaði upp á allt tal í vörninni - áttum allt of margar slakar sendingar fram á við, sem gerði það "audda" að verkum að þeir sóttu meira á okkur.

Fullt af leikmönnum voru að spila undir getu í dag - vöknuðum aðeins í seinni hálfleik og náðum að jafna þegar lítið var eftir - það er að sjálfsögðu flottur karakter - að hætta ekki fyrr en dómarinn er búinn að flauta.

Hann var náttúrlega ekki með línuverði og setti það pínu svip á leikinn. En við megum samt ekki missa stjórn á okkur við dómarann (look who's talking - ég sá mjög eftir látunum í mér þegar Andrés var sparkaður niður - mér fannst hann fara í lappirnar á honum - en eins og ég sagði þá verður maður að halda haus)!

Alla veganna - við verðum að koma meiri "gíraðir" inn í leiki - allt of margir á hálfu "tempói" og það skilar náttúrulega sjaldan þremur stigum! Þannig að niðurstaðan jafntefli, eigum tvo leiki í næstu viku - mætum klárari til leiks þá, þaggi!

Liðstjóri: !!

- - - - -

3 Comments:

At 10:09 PM, Anonymous Anonymous said...

bíddu hvar er skýrslan um a-liðs og b-liðs

 
At 12:12 AM, Anonymous Anonymous said...

hvort var 3-1 fyrir KR í hálfleik eða okkur

 
At 12:56 PM, Anonymous Anonymous said...

KR

 

Post a Comment

<< Home