Tuesday, August 30, 2005

Miðvikudagurinn 31.ágúst!

Jamm.

Síðasti dagur ágúst mánaðar. So bara september. Jebba.
Svona verður planið á morgun, miðvikudag, ...

... fyrir yngra árið:

Blak!

Held það nú. Við munum hjóla á geggjaðan strand-blak-völl rétt fyrir utan hverfið og
taka mót. Það er mæting kl.15.30 niður í Þrótt á nettu hjóli. Það tekur svona
15 mín að hjóla á völlinn. Ef veðrið verður crazy þá breytum við planinu og tökum æfingu
í staðinn. Fylgjast með blogginu ef það gerist. Annars bara mæta í íþróttadóti og taka jafnvel með 200kr fyrir powerade drykk! Sjáumstum.


... fyrir eldra árið:

Myndakvöld!

Mæting kl.20.00 niður niður í Langholtsskóla (gengið inn hjá bakaríinu þar sem mega skutlan vinnur). Mæta með 500kr fyrir pedsu. Svo kíkjum við á massa myndasýningu þar sem þessar myndir sjást meðal annars: - "hver er of cool fyrir rauða jakkann" - "jesús hvað ég er flair" - "drífum okkur í góða pastað á hótelinu" Svo geta líka einhverjir mætt með myndaalbúmin sín.

Látið alla vita. Sjáumst sprækir.

- - - - -

Svo kveðju æfing fyrir Eyma á fim eða fös auk vatnsblöðruhendingu á yngra árið :-)

Monday, August 29, 2005

Mánudagsæfing!

Sælir strar.

Sorrý hvað þetta kemur seint. Þið verðið að vera massa duglegir að
bjalla í hvorn annan og láta vita - en það er sem sé æfing hjá báðum
árum í dag, mánudag:

- Yngra árið æfir kl.15.30 - Suðurlandsbraut.
og
- Eldra árið æfir kl.16.30 - Suðurlandsbraut.

- - -

Það er svo frí á morgun, þrið.

Og örugglega myndakvöld frá Skotlandi fyrir eldra árið á miðvikudagskvöld.
Og eitthvað annað chill fyrir yngra árið sama dag.
Meira um það morgun.

Saturday, August 27, 2005

Helgarfrí + Þróttur-KR!

Jó heyja.

Það verða engar æfingar um helgina - frí - en það mæta náttúrulega allir
á Þróttur - KR í meistaraflokk á sunnudaginn kl.19.15. Skyldumæting.
Fljóðljós og læti. Fyrir utan það að leikurinn er algjörlega möst win!

Eymi og Egill hitta ykkur fyrir framan Laugardalsvöll frá kl.18.45 - 19.05.

Talið ykkur saman og kíkið samferða. Sitjið saman og stúderið vinstri
bakkinn! Biðjið Eyma að gefa ykkur bita af Nissa súkkulaðinu og böggið
Egil út af einhverju.

Berjast.

- - - - -

Kíkið svo á bloggið á sunnudagskvöldið/mánudagsmorgun til að sjá dagskrá næstu viku!

Saturday, August 20, 2005

Æfingar!

Sælar.

Það var nett æfing í gær hjá eldra árinu. klassa mæting og grasið
ekkert of blautt.

Það verður líka klassa æfing í dag hjá yngra árinu - kl.15.30 á suðurlandsbraut.

- - - - - -

Spurning hvort kötturinn verði í mark!

Eða Carrol!

Eða jafnvel Hr.Allt inni!

- - - - -

Sjáumstum

Mánudagurinn 22.ágúst!

Bledsen.

Ég segi bara góða skemmtun á skólasetningunum í dag.
Þær ættu að vera stuttar og svo byrjar ballið á morgun,
þriðjudag :-)

Þetta verður chill vika - tvær æfingar á mann! Svo kannski eitthvað
fjör. Við skiptum hópnum eftir dögum í vikunni. Svona verður þetta:

- Mán 22.ágúst: Eldra árið kl.15.30 - Suðurlandsbraut.

- Þrið 23.ágúst: Yngra árið kl.15.30 - Suðurlandsbraut.

- - - - - Mið 24.ágúst: Frí -

- Fim 25.ágúst: Eldra árið kl.15.30 - Suðurlandsbraut.

- Fös 26.ágúst: Yngra árið kl.15.30 - Suðurlandsbraut.



Létt upphitun og létt spil!
Þjálfarar hugsanlega með! Einn í hönskum!
Líf og fjör.
Aju

Helgarfrí!

Hej ja

Við tökum gott helgarfrí strákar. Nema ef þið viljið sjálfir detta í Rvk - maraþonið. Það væri bara snilld. Ég fékk ekki leyfi að hlaupa, Egill er að keppa á laug og Eymi Spaði var að fara í partý á fös-kveldið. Þannig að við frestum hlaupinu þanngað til næsta ár!

En alla veganna - chill um helgina. Fylgjast svo með á textavarpinu á
sunnudag - ÍBV - Þróttur í mfl. Algjört möst.

Heyrumst svo á mánudaginn
ingvi og co.

Leikur v ÍA!

Heyja.

Síðasti leikur Íslandsmótsins var á föstudaginn. Gerðum allt
í lagi ferð upp á skaga. Þar var (já, ótrúlegt en satt) rok. En nokkuð
ánægður með mannskapinn. Allt um leikinn hér:

- - - - -

Íslandsmótið - Valbjarnarvöllur - Laugardagurinn 13.ágúst kl.16:00-17:15
Þróttur 1 - ÍA 3
Staðan í hálfleik: 1 - 1
Liðið (4-5-1): Tommi - Haukur - Pétur H - Maggi - Ágúst P - Gulli - Þorsteinn Hjalti - Einar - Sveinn Ó - Davíð Hafþór - Pétur Dan + Hreiðar Árni - Flóki - Jónmundur - Óskar.
"barcelona"
Mörk:
Einar
Maður leiksins: Einar
Almennt um leikinn:

Það var ekkert spes veður upp á skaga - en menn voru ekkert að væla og kláruðu leikinn - allar 70mín. ekkvað sem við höfum stundum klikkað á í sumar.

En fyrri hálfleikur var fínn. fengum samt á okkur ódýrt mark - boltinn lufsaðist einhvern veginn inn fyrir og ía-gaur var á undan okkur og potaði honum inn. En við héldum á fram og náðum að jafna fljótlega. fínt mark. vindurinn var líka með okkur í fyrri hálfleik en við hefðum átt að nýta það meira með fleiri skotum og jafnvel einu marki.

Þeir komu sterkari til leiks í seinni hálfleik og sóttu frekar stíft á okkur. Þeir fengu svo ódýrt víti snemma og skoruðu úr því. Þetta tók smá kraft úr okkur og vorum ekki nógu duglegir að reka út og setja meiri pressu á þá. Það vantaði svo alltaf örlítið upp á að komast inn fyrir vörn þeirra. en það var erfitt þar sem við vorum bara með einn mann frammi - og sterkann vind á móti okkur.

En ég var ánægður með alla - þeir sem komu inn á voru ready og stóðu sig vel. Við spiluðum náttúrulega á aðalvellinum og vona ég að menn hafi fílað sig soldið og hafi notið þess að spila þar.
Ágætis ferð og þar með er síðasta leiknum á íslandsmótinu í sumar lokið. kviss bamm búm.

- - - - -

Friday, August 19, 2005

Friday!

Halló!

Smá breyting í dag!!

- Æfingin (hjá þeim sem ekki keppa í dag) verður kl.14.00 á Suðurlandsbraut.
en ekki kl.15.00. Allir að koma með 100 kall! Verið nú duglegir að láta þetta
berast.

- Það er mæting kl.15.15 í leikinn niður í Þrótt (sjá hér fyrir neðan hverjir eiga að
keppa) en ekki kl.15.30. Taka með sér allt fótboltadót, sund dót og 500 kall!
Komnir tilbaka um kl.19.30.

Sjáumst í dag
ingvi - Eymi og Egill

Leikir v HK!

Heyja.

Í gær voru síðustu leikir A1 og B1 í íslandsmótinu.
Það fór vel - unnum í A og náðum að jafna í lokinn í
B. Read it:

- - - - -

Íslandsmótið - HK-völlur - Fimmtudagurinn 18.ágúst kl.16:00-17:15
Þróttur 4 - HK 3
Staðan í hálfleik: 3 - 1
Liðið (4-5-1): Binni - Matti - Aron H - Valli - Stymmi - Einar - Jónas - Oddur - Villi - Tommi - Danni Ben + Auðun - Bjarmi.
"barcelona"
Mörk: Einar - Stymmi - Danni Ben - Tommi
Maður leiksins: Villi
Almennt um leikinn:

Náttúrulega yndislegt að klára síðasta leikinn á mótinu svona. 3 stig og enduðum þar með með í 5.sæti í A riðli með 16 stig - einu sæti frá úrslitakeppninni! en meir um það seinna!

Byrjuðum leikinn ótrúlega vel - eins og við töluðum um. Vorum sterkari allan leikinn miðsvæðis - eins og við töluðum um. Töluðum meira en vanalega og vorum duglegir að hvetja hvorn annan - eins og við töluðum um.

Þeir fengu 3 færi í fyrri hálfleik og náðu að skora einu sinni. Þá vorum við alltaf of flatir og Haffi náði að stinga okkur af og drusla boltanum í netið. Hann var næstum búinn að gera nákvæmlega hið sama nokkrum mínutum seinna en sem betur fór hafði Binni betur.

3-1 í hálfleik og ef þeir myndu setja annað yrði strax komin mikil pressa á okkur. En við bættum þá í og settum fjórða markið. algjörlega snilldar mark þar sem Auðun fékk boltann inn fyrir - stakk gaurinn alveg af og náði að senda boltann inn fyrir á tomma. brill.

Þurfti svo að þjóta (ég veit) - þannig að eymi bætir kannski einhverju inn hér - því við fengum víst á okkur tvö mörk fyrir leikslok - en náðum samt að halda út og klára leikinn 4-3. eins og áður sagði - snilld að enda sumarið með sigri.

- - - - -

Íslandsmótið - HK-völlur - Fimmtudagurinn 18.ágúst kl.17:30-18:45
Þróttur 2 - HK 2
Staðan í hálfleik: 0 - 1
Liðið (4-4-2): Anton - Kobbi - Aron E - Baldur - Maggi - Auðun - Ævar Hrafn - Bjarmi - Arnar Már - Ingó - Óli M + Gulli - Símon - Snæbjörn - José - Einar Þór.
Mörk: José - Ævar Hrafn.
Maður leiksins: Aron E
Almennt um leikinn:


Jemm jemm, síðasti leikurinn hjá ykkur í sumar...náttúrlega alger snilld að koma til baka í 0-2 og bara fínasta jafntefli. Það er allavega skemmtilegra fyrir okkur að gera jafnteflið heldur en fyrir HK-gæjana.

ENN...við byrjuðum leikinn mjög vel áttum náttúrulega að fá víti þarna...enginn spurning með það en slíkt kemur fyrir í þessari yndislegu íþrótt. Svo förum að slaka alltof mikið á, þeir komast fljótlega inní leikinn og leikurinn varð bara jafn. Þeir ná að skapa sér færi og skora mark. Þá byrjar sagan endalausa hjá okkur, við fáum dauðafæri og náum bara ekki að nýta þau...og staðan 0-1 í hálfleik.

Fyrstu 10 í seinni hálfleik eru svo ömurlegar hjá okkur, þeir fá víti, skjóta fram hjá en uppúr útsparkinu fá þeir boltann, labba í gegn og skora. Þarna vöknum við og hófst þá alger einstefna. Ævar skorar mark beint úr aukaspyrnu og svo skorum við mjög gott mark þar sem við náum góðri fyrirgjöf og José klára dæmið af harðfylgi. Við gátum allveg sett annað mark í kjölfarið en allt kom fyrir ekki og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan.

Síðasti leikur sumarsins staðreynd hjá þessu liði. Við kíkjum á heildarárangurinn fljótlega og tuðum aðeins yfir því sem við þurfum að bæta okkur í. Nú svo er bara að gera betur á næsta ári og koma sér í úrslitkeppnina.

- - - - -

Thursday, August 18, 2005

Síðustu leikirnir!

Heyja.

Þetta lítur þá svona út í dag, fimmtudag, og á morgun, föstudag:

- - - - -

- Fimmtudagurinn 18.ágúst: Leikir hjá A1 og B1 v HK:

A1 - mæting kl.15.10 niður í Fagralund (heimavöll HK): Binni –Egill Þ - Aron Heiðar – Oddur – Einar – Jónas – Tómas Hrafn – Styrmir – Valtýr – Danni Ben – Vilhjálmur – Matthías - Bjarmi - Auðun.

B1 - mæting kl.16.40 niður í Fagralund (heimavöll HK): Anton – Snæbjörn - Aron Ellert – Einar Þór – Ævar Hrafn – José – Baldur – Ingólfur U – Jakob Fannar - Guðlaugur - Símon - Arnar Már - Ólafur M - Magnús Ingvar.

Frí hjá öllum öðrum.

-Föstudagurinn 19.ágúst: Leikur hjá B2 v ÍA upp á skaga:

Mæting kl.15.30 niður í Þrótt með keppnisdót - sunddót og 500kr: Davíð Hafþór – Flóki – Ágúst Benedikt – Daníel? – Hreiðar Árni – Jónmundur – Óskar – Pétur Dan – Haukur – Sveinn Óskar – Ágúst - Magnús Ingvar! – Daði – Pétur Hjörvar - Þorsteinn Hjalti. Farið verður á einkabílum. Komið tilbaka um kl.19.00.

Æfing hjá öllum öðrum kl.15.00 á Suðurlandsbraut.

-Laugardagurinn 20.ágúst og Sunnudagurinn 21.ágúst: - Frí -

Wednesday, August 17, 2005

Leikir v Víði/Reyni og Val!

Sælir.

Það voru tveir leikir í dag í rigningunni og völlurinn var orðinn
að sundlaug undir lok seinni leiksins. Það fékk alla veganna Óttar
að kynnast. 1 sigur og 1 tap staðreynd. Allt um kaffið hér:

- - - - -

Íslandsmótið - TBR völlur - Mánudagurinn 16.ágúst kl.17:00-18:15
Þróttur 1 - 6 Víðir/Reynir.
Staðan í hálfleik: 0 - 1.
Liðið (4-4-2): Binni - Gylfi Björn - Oddur - Þorsteinn Hjalti - Hákon Arnar - Matti - Einar - Villi - Ólafur M - Atli S.

"barcelona"
Mörk: Einar
Maður leiksins: Einar
Almennt um leikinn:

OK, ég verð bara að segja alveg eins og er að tapa þessum leik og það með 5 mörkum er einn sá mesti aumingjaskapur hjá okkur í sumar, alveg klárt mál að áttum að geta tekið þetta lið.

Fyrri hálfleikur var allt í lagi hjá okkur. Sköpuðum okkur sossum ekkert dauðafæri en að sama skapi áttu þeir enginn færi, þangað til að þeir skora þegar 10 sek voru eftir að fyrri hálfleik, svona getur auðvitað gerst en mér fannst við full sofandi þarna.

Að mínu mati vantaði aðallega uppá liðsvinnuna, menn voru of mikið að reyna vinna leikinn uppá eigin spýtur og það einfaldlega gengur ekki upp. Það vantaði sérstaklega uppá það í vörninni þar sem menn voru bara einhvern veginn ekkert að bakka hvern annan upp. Við opnuðum einfaldlega völlinn fyrir þá í þessum fáu sóknum þeirra með því að vera ekki þéttir varnarlega, þ.e.a.s. menn voru ekki að beina boltanum út á kant þar sem minnsta plássið er á vellinum. En eins og ég segi þá vorum við ekki að vinna eins og lið í seinni hálfleik og það gengur ekki upp í fótbolta, við áttum ekki nógu góð skot, þau voru laus og alltaf beint á markið, markmaðurinn þeirra þurfti aldrei að taka mikið á því. Þannig fór um sjóferð þá.

- - - - -

Íslandsmótið - TBR völlur - Mánudagurinn 16.ágúst kl.18:30-19:45
Þróttur 10 - 1 Valur.
Staðan í hálfleik: 4 - 0.
Liðið (4-4-2): Snæbjörn - Viktor - Símon - Atli Freyr - Gunnar Æ - Bjarki Steinn - Bjarki Þór - Óttar Hrafn - Arnar Páll - Óli Ó - Halli + Diddi (5.fl) - Stebbi (5.fl) - Nonni (5.fl).
Mörk: Óli Ó 3 - Bjarki Steinn 3 - Bjarki Þór 2 - Halli - Atli Freyr.

"barcelona"
Maður leiksins: Símon
Almennt um leikinn:

Loksins kom að hinum fullkomna leik hjá ykkur. Það gekk nánast allt upp. Klassa mörk sem hefðu getað verið fleiri. Sterk vörn sem hélt vel. Varnarlínan var betri en oft áður.

Maður finnur það líka hvað það er gaman þegar menn vinna saman - taka vel á því og útkoman er mark. Þið funduð í stöðunni 3-0 að það yrði ekki sjens að þið mynduð leyfa Val að komast inn í leikinn. Svona á það alltaf að vera.

En eins og sagði var völlurinn ekkert spes. Hann var orðinn mjög blautur og erfitt var að senda stuttar sendingar á milli - það vantaði aðeins upp á kraftinn hjá sumum þar. Við náðum oftast að komast upp kantana og þar sjáið þið hvað það er gott að gefa vídd og taka svo "rönnið".

Allir í liðinu eiga hrós skilið fyrir góðan leik. Símon var samt manna duglegastur og átti súper leik í miðverðinu.

Svo er síðasti leikur þessa liðs á föstudaginn á móti ÍA. Klárum hann með sæmd.

- - - - -

Tuesday, August 16, 2005

Vikan!

Sælir piltar.

Þetta fór ekki nógu vel í gær. vonandi kíktuð þið á leikinn.
boltasækjarar voru nettir að vanda. en það er bara að vinna
ÍBV á sunnudaginn!

en alla veganna, svona lítur vikan út hjá okkur. 5 síðustu leikirnir.
landsleikur og svo kannski rvk maraþonið:

- - - - -

Íslandsmótið
4.flokkur karla
Knattspyrnufélagið Þróttur
Vikan!
Leikir v Víði/Reyni Sandgerði og Val – leikir v HK – Leikur v ÍA + landsleikur og maraþon!

- Þriðjudagurinn 16.ágúst: Leikir hjá A2 v Víði / Reyni og B2 við Val:

Mæting kl.16.10 í vídeóherbergið niðrí Þrótti . Spilað frá 17.00-18.15:

Brynjar – Vilhjálmur? – Davíð S? – Þorsteinn Hjalti – Jökull? – Pétur Hjörvar? – Róbert – Atli S – Ólafur M – Hákon Arnar? – Oddur – Einar – Matthías – Arnar Már – Gylfi Björn.

Mæting kl.17.10 í vídeóherbergið niðrí Þrótti. Spilað frá 18.15-19.30:

Snæbjörn / Anton – Magnús Ingvar – Ólafur Ó – Óttar Hrafn - Arnar Páll – Viktor – Gylfi Björn – Bjarki Þór – Guðlaugur – Atli Freyr – Bjarki Steinn – Símon – Jakob Fannar - Daði – Gunnar Ægir – Hafliði – Sigurður Einar.

Æfing kl.15.00 hjá öllum öðrum á Suðurlandsbraut


- Miðvikudagurinn 17.ágúst: Æfing + Ferð á landsleikinn!

Æfing kl.15.00 hjá yngra árinu á Suðurlandsbraut.
Æfing kl.16.00 hjá eldra árinu á Suðurlandsbraut.

+ Ferð á Ísland – Suður Afríka. Mæting kl.19.15 niður í Þrótt. Kostar 500kr (borga helst á æfingu).

- Fimmtudagurinn 18.ágúst: Leikir hjá A1 og B1 v HK:

Mætingar tilkynntar á mið. Keppt á þeirra velli kl.17.00 og 18.30.

Frí hjá öllum öðrum.

-Föstudaguirnn 19.ágúst: Leikur hjá B2 v ÍA upp á skaga:

Mætingar tilkynntar á mið. Farið á einkabílum frá Þrótti um kl.16.00.

Æfing hjá öllum öðrum kl.15.00 á Suðurlandsbraut.

-Laugardagurinn 20.ágúst: Reykjarvíkurmaraþonið!! – 10km eða 3km! Hefst um kl.11.00. Látið okkur vita sem hafa áhuga.

-Sunnudagurinn 21.ágúst: - Frí -

- Mánudagurinn 22.ágúst: - Skólasetningar - Æfing auglýst seinna.

Monday, August 15, 2005

Útsala!

Heyja.

Það er byrjuð útsala í Íþrótt (Þróttarabúðin):

Útsalan hjá okkur er byrjuð. Hægt að gera frábær kaup, dæmi:
bolir frá 990,
barnagallar m/2 buxum 2.990
barnajakkar 990

innanhúsfótboltaskór frá 1.990 (barna)
gervigrasskór frá 2.990
Mizuno hlaupaskór frá 4.990
Umbro hlaupaskór frá 2.990

Opið 10-18 og laugardaga frá 11-14.

Sjáumst, Íþrótt - Ármúla 17

Sunday, August 14, 2005

ÞRÓTTUR - FH!

Heyps.

Það er frí á morgun, mánudaginn 15.ágúst. Nema hvað það er algjör skyldumæting á ...

.... Þróttur - FH í Landsbankadeildinni.

Leikurinn byrjar kl.20.00.
Eymi og Egill hitta ykkur stundvíslega kl.19.30 fyrir utan völlinn með miða fyrir ykkur.

Leikurinn verður í fljóðljósum, sýndur á sýn, Ingvi með olíu á lærunum og alles.
Mætið í rauðu. Takið crew með ykkur!

Berjast.

- - -

p.s. allt um alla leiki síðustu viku í lok mánudags.

Leikur v BÍ!

Heyja.

Það var einn leikur í dag við BÍ. Loksins var keppt var á Valbjarnarvelli.
Leikurinn var seint á laugardegi og greinilegt að sá tími var ekki spes
fyrir okkur! Allt um leikinn hér:

- - - - -

Íslandsmótið - Valbjarnarvöllur - Laugardagurinn 13.ágúst kl.16:00-17:15
Þróttur 0 - BÍ 5.
Liðið (4-4-2): Anton - Óttar Hrafn - Þorsteinn Hjalti - Bjarmi - Magnús Ingvar - Ólafur M - José - Baldur - Róbert - Ólafur Ó - Auðun + Atli Freyr - Viktor - Símon - Arnar Páll - Bjarki Steinn.

"barcelona"
Maður leiksins: Bjarmi.
Almennt um leikinn:


Þetta var mjög skrýtinn leikur! Einhvern veginn vorum við alltaf inn í leiknum - og svo sem engin hætta á okkur mark. Leikurinn fór að mestu fram fyrir miðju vallarins. En svo inn á milli náðu þeir að skora fimm mörk! alveg merkilegt. Anton átti fínan dag í markinu og ekkert við hann að sakast. Við misstum einbeitingu við og við og vorum alls ekki nógu þéttir fyrir í vörninni. Varnarlínan verður að vera að kjafta allann leikinn - til að halda línu, "droppa" þegar það þarf, láta vita þegar það þarf að taka við andstæðingi o.s.frv.

Það vantaði allt tal að vanda. Vantaði eiginlega að allt liðið "fúnkeraði" sem lið!

Mörkin þeirra voru öll svipuð. Við misstum mennina inn fyrir okkur og held ég að sami leikmaðurinn hafi skorað 3 eða 4 mörk.

Eins fannst mér að við vorum hræddir við þá. sérstaklega turnana tvo í miðverðinum hjá þeim. Auðun var sá eini sem fór í þá á fullu. Það vantaði líka allt bit í nokkra leikmenn. það var nánast labbað á köflum og það á ekki að sjást á fótboltavellinum.

En við náðum klassa spili á köflum. Fengum boltann oft upp vinstra megin í fyrri hálflleik og vantaði bara herslumunin á að setja mark. Tókum kannski of mikinn tíma í klára hlutina.

En það er svo einn leikur eftir - á móti Víði/Reyni á þriðjudaginn. við ættum alveg að vera komnir með það á hreint að A liðin hjá þessum liðum utan að landi eru sterk og spila grimmt. Við verðum að koma til leiks tilbúnir í átök. ok sör.

- - - - -

Leikur v Fylki!

Heyja.

Það var einn leikur í dag við Fylki. Keppt var á geggjuðum
tbr vellinum. Mjög líkur fyrri leikjum okkar í mótinu. margt
gott en vantaði að klára dæmið. allt um leikinn hér:

- - - - -

Íslandsmótið - TBR völlur - Föstudagurinn 12.ágúst kl.16:00-17:15
Þróttur 1 - Fylkir 3
Liðið (4-4-2): Snæbjörn - Pétur Dan - Einar Þór - Gulli - Daði - Ágúst Ben - Gunnar Ægir - Aron Ellert - Davíð Hafþór - Arnar Már - Hafliði + Daníel - Óskar - Sigurður Einar - Jónmundur.
"barcelona"
Mörk: Arnar Már.
Maður leiksins: Gulli.
Almennt um leikinn:

Eins og sagði þá var þetta var mjög líkur fyrri leikjum okkar í sumar - við börðumst nokkuð vel og settum alveg á þá í byrjun. hefðum átt að setja annað mark í fyrri hálfleik en vorum óheppnir. Þeir voru nokkuð sterkir - með stóra og sterka stráka á miðjunni og frammi. En við náðum alveg að halda þeim niðri.

Það vantaði samt að menn komu boltanum alla leið inn fyrir á okkar sentera. Boltinn hafnaði eiginlega alltaf í löppunum á miðherjunum þeirra og svo sóttu þeir hratt á okkur. Þetta verður erfitt til lengdar - að komast ekki lengra og þurfa alltaf að fara verjast strax aftur.

Menn máttu líka kalla aðeins betur en samt fer það batnandi. Sérstaklega þurfa varnarmennirnir að vera allann leikinn að garga því þeir þurfa að halda línu og svo stundum "droppa" þegar þeir sjá að löng sending er að koma. eins að láta næsta mann vita ef hann á að taka við andstæðingi.

Flestir börðust ágætlega en samt þurfa sumir að vera ákveðnari. Klára sinn mann alveg. og dekka rétt í hornum. En mér sýnist allir vera komnir með það á hreint.

Það er svo aftur leikur fljótlega. Á móti val á þriðjudaginn. og svo á móti ÍA næsta föstudag. Höldum áfram - það fer að koma að sigri.

- - - - -

Friday, August 12, 2005

Leikur v ÍR!

Sælir.

Síðustu heimaleikirnir hjá A1 og B1 voru í dag við ÍR.
Keppt var á iðagrænum og blautum TBR velli. Úrslitin
ekki alveg nógu góð en mikil bæting í gangi frá síðasta leik.
Verð hugsanlega að taka á mig smá klikk - ganga upp esjuna
degi fyrir leik ekki sérlega prófessional - en þótt að menn fyndu soldið
fyrir því í lærunum keyrðu langflestir sig alveg út í dag og stóðu
sig vel. Samt má bögga mig á morgun. Væntanlega ekki ógeðisæfing
á morgun - enda síðasta æfingin hja Sigga Inga - verður ekki að vera
gúff og svona! En allt um leikina hér:

- - - - -

Íslandsmótið - TBR völlur - Fimmtudagurinn 11.ágúst kl.16:00-17:15
Þróttur 0 - ÍR 3.
Liðið (4-4-2): Binni - Ingimar - Aron H - Valli - Jónas - Einar - Siggi - Oddur - Matti - Viggó - Danni Ben + Stymmi - Tommi - Ingó - Egill.
"barcelona"
Maður leiksins: Oddur
Almennt um leikinn:

Það var greinilegt að menn ætluðu að selja sig dýrt í dag. Allur fyrri hálfleikurinn var góður og þá sérstaklega síðustu 1o mín. Vantaði hársbreidd að við myndum skora tvisvar sinnum. Áttum fleiri skot en vanalega og vorum bara frekar líklegir. Það var samt soldið um lélegar sendingar - völlurinn náttúrulega blautur og hafði það eitthvað að segja - en verðum samt að vera aðeins agaðri þegar kemur að stuttu spili. Var ótrúlega ánægður með þegar ingó fékk boltann í lappirnar og lagði hann á miðjumann. skapaðist þar nokkur hætta en vantaði loka slúttið.

Einstaka sinnum vantaði tal en það var þó betra en í síðasta leik.
Vörnin var nokkuð þétt og komust þeir aldrei einir inn fyrir. Fyrsta markið þeirra var frekar ódýrt og kom á 6 mín. ír-ingur var frekari en við og náði frákasti eftir horn. vantaði smá frekju hjá okkur.

Við byrjuðum seinni hálfleikinn ágætlega en náðum ekki að jafna. í staðinn setja þeir annað mark undir miðjan hálfleikinn eftir tvö mistök hjá okkur - sló okkur soldið út af laginu. en héldum þó áfram. sérstaklega óheppnir að klára ekki einn deddara. hefði verið ljúft að setja eitt. alveg undir lokinn kemur svo þriðja markið þeirra - hefðum líka getað gert betur í því marki.

Eins og sagði áður gæti hafa verið þreyta í mönnum - leikurinn við ía var á mán, æfing á þrið, fjallganga í gær og svo þessi leikur. baráttann var samt í lagi í leiknum. vantaði aðeins upp á að setja boltann í netið. Var ánægður með vinnsluna á miðjunni - ánægður með yngra árs strákana í bakverðinum - markverðirnir öruggir og oft klassa spil milli manna.

Við slúttum svo vikunni með stuðæfingu í dag. svo nett helgarfrí. og síðasti leikurinn í næstu viku við HK.

Það er svo gaman að segja frá því að Ingvi sagði að við ætluðum að fá 70% færri mörk á okkur en 70% af 10 er 7 sem þýðir að þið gerðuð nákvæmlega það sem Ingvi sagði.

- - - - -

Íslandsmótið - TBR völlur - Fimmtudagurinn 11.ágúst kl.7:30-18:45
Þróttur 1 - ÍR 2.
Liðið (4-4-2): Snæbjörn - Gylfi - Baldur - Aron - Kobbi - Arnar Már - Stymmi - Bjarmi - Ævar H - Auðun - Tommi + José - Bjarki Þór - Einar Þór - Gulli.
"barcelona"
Mörk: Baldur
Maður leiksins: Aron

Almennt um leikinn:

Það var frekar sorglegt að tapa þessum leik - og eins og svo oft áður í sumar hjá þessu liði vorum við eiginlega betri aðilinn án þess að klára dæmið. Fengum á okkur verulega svekkjandi víti snemma í leiknum - í raun ekki baun víti. en svona er boltinn. Við létum ekki markið setja okkur út af laginu sem er mjög gott og hófst þá gríðarleg einstefna að marki ÍR-inga. Það var alger snilld að sjá hvernig við gjörsamlega yfirspiluðum þá í fyrri hálfleik, það eina sem vantaði var það að klára sóknirnar með skoti, en í þau skipti sem við náðum að klára með skoti þá vorum við of lengi og náðum ekki nógu góðu skoti. Við áttum þó tvö dauðafæri plús stangarskot og við algerir klaufar að klára það ekki. 0-1 í hálfleik.


Seinni hálfleikur var ekki jafngóður og sá fyrri, enda menn kannski þreyttir eftir vikuna. En það megiði eiga kallkútarnir mínir að þið gefist aldrei upp, og það uppskar aldeilis þegar við skoruðum mark, smá heppnisstimpill yfir, Baldur með klafs-skot og boltinn fer í ÍR-ing og inn. Nú leikurinn heldur áfram og við eigum hverja sóknina á fætur annari en allt kemur fyrir ekki, boltinn fer bara ekki inn. Svo fá þeir horn þegar 34:30 eru komnar á klukkuna og skemmst er frá því að segja að við skorum sjálfsmark og má segja að þið hafið lært eitthvað af meistaraflokk Þróttar (leikurinn við Fram).

En við fengum allavega staðfestingu á því að við erum með betra lið en ÍR vörnin var mjög góð sem og miðjumenn, það vantaði bara aðeins upp á slúttið en það kemur og nú er eins gott að við sýnum það líka á stigatöflunni með því að fá 3 stig úr þessum leikjum.

Sjáumstum.


- - - - -


Wednesday, August 10, 2005

Fim - Fös!

Heyja.

Hér fyrir neðan er allt leikina sem eru eftir í vikunni. Látið vita
ef eitthvað er óljóst. Sjáumst svo á morgun og föstudag:

- - - - -

Íslandsmótið
4.flokkur karla
Knattspyrnufélagið Þróttur
Fimmtudagurinn 11.ágúst – Föstudagurinn 12.ágúst – Laugardagurinn 13.ágúst
Leikir v ÍR - Fylki og BÍ - allt á heimavelli.

- Fimmtudagurinn 11.ágúst: Leikir hjá A1 og B1 við ÍR:

Mæting kl.15.00 í vídeóherbergið niðrí Þrótti . Spilað frá 16.00-17.15:

Brynjar – Egill - Oddur – Valtýr – Sigurður Ingi – Jónas – Ingimar – Matthías – Ingólfur U – Daníel Ben – Einar – Aron Heiðar – Viggó Pétur – Ævar Þór - Tómas Hrafn - Styrmir.

Mæting kl.16.15 í vídeóherbergið niðrí Þrótti. Spilað frá 17.30-18.45:

Snæbjörn – Baldur - José - Auðun - Aron Ellert – Einar Þór – Bjarmi – Arnar Már – Gylfi Björn – Ævar Hrafn – Jakob Fannar – Guðlaugur – Bjarki Þór + 2 úr A1.

Frí hjá öllum öðrum.

- Föstudagurinn 12.ágúst: Leikur hjá B2 v Fylki + æfing:

Mæting kl.15.00 í vídeóherbegið niðrí Þrótti . Spilað frá 16.00-17.15:

Markmaður - Sveinn Óskar – Gunnar Ægir – Hafliði – Sigurður Einar – Daði – Jónmundur – Hreiðar Árni – Pétur Dan – Óskar – Gunnar Björn – Davíð Hafþór – Ágúst Ben + 2 úr B1.

Æfing kl.13.30 hjá öllum öðrum á Suðurlandsbraut.

- Laugardagurinn 13.ágúst: Leikur hjá A2 við :

Mæting kl.15.00 í vídeóherbegið niðrí Þrótti . Spilað frá 16.00-17.15:

Markmaður - Þorsteinn Hjalti – Magnús Ingvar – Pétur Hjörvar - Ólafur M – Ólafur Ó – Atli S – Símon – Arnar Páll – Bjarki Steinn – Óttar Hrafn – Róbert – Haukur + 2 úr B1.

Frí hjá öllum öðrum.

- Sunnudagurinn 14.ágúst: Frí - eða hugsanlegt bíótilboð / sjáum til!

- - - - -

Komast ekki / meiddir:

Ástvaldur – Vilhjálmur – Davíð S – Davíð B – Ragnar – Freyr – Anton – Viktor – Páll – Ari Freyr – Ívar Örn – Jökull – Bjarki B – Þröstur Ingi – Hákon Arnar – Pétur Hjörvar – Flóki – Atli Freyr – Arnar Bragi – Tumi - Ágúst.

Ekki sést lengi:
Alex – Benedikt – Bolli – Bjarki S – Hjalti Þór – Lúðvík Þór – Jón O – Atli Óskar – Eggert Kári – Daníel – Hafþór Snær – Snorri.

Tuesday, August 09, 2005

Miðvikudagurinn 10.ágúst!

Jójójó.

Sorrý strákar hvað þetta er óskipulögð vika hjá okkur - þetta dettur bara
allt inn samdægurs! en það þýðir bara að þeir sem hafa virkilegan áhuga þeir
fylgjast vel með og láta félagana vita! við reynum svo að setja inn þá leiki sem búnir
eru sem allra fyrst. svo skuldum við líka smá röfl um rey-cup og skotland.

Alla veganna, bara 3 tímum of seint:

Á morgun, miðvikudag, ætlum við að breyta til og já, skella okkur upp Esjuna.

Planið er svona:

- Mæting við Esjurætur (u.þ.b. 20-25 mín skutl frá Þrótti - er rétt fyrir utan mosó) kl.13.00 í ágætum gönguskóm, með gott nesti, pening í strætó heim og svo sunddót fyrir þá sem vilja chilla í pottinum eftir erfiða göngu!

- Þeir sem eru í vandræðum með skutl á staðinn þurfa að bjalla í okkur (869-8228)
fyrir hádegi og við reynum að plögga þá sem eru í vandræðum.

- Ef veðrið verður leiðinlegt þá breytum við til og tökum veðurvænna chill í staðin! Kíkja á bloggið um kl.10.45 ef veðrið verður leiðinlegt.

- Annars bara líf og fjör og sjáumst hressir á morgun. Ingvi - Eymi og Egill.

- - - - -

p.s. einhver gella á toppnum!

p.s.s. greiðslan kemur líka svona skemmtilega út í rigningu!

Leikur v Víking!

Heyja.

Það var einn leikur í dag - við Víkinga á þeirra velli. Naumt
tap staðreynd en samt allt í lagi leikur! allt um hann hér:

- - - - -

Íslandsmótið - Víkingsvöllur - Þriðjudagurinn 9.ágúst - kl.17.00-18.15
Þróttur 1 - Víkingur 3.
Liðið (4-4-2): Snæbjörn - Óttar - Kobbi - Þorsteinn - Gunnar Björn - Bjarki Steinn - Símon - Bjarki Þór - Ágúst Ben - Atli - Óli Ó + Halli - Gunni - Svenni - Arnar Páll - Óskar- Jónmundur.
Mörk: Óli Ó
Maður leiksins: Kobbi
Almennt um leikinn:

Fyrstu mínúturnar sóttu þeir slatta á okkur - en við vörðumst vel og komum boltunum frá.
Við unnum okkur jafnt og þétt inn í leikinn og það er mjög jákvætt. Það var svo á nokkurra mínútna kafla sem við alveg áttum leikinn og það var einmitt í honum sem við skoruðum markið okkar. Alger snilld, virkilega vel klárað hjá Óla. Leikurinn var mjög jafn eftir það og ég fann einvhern veginn á mér að þeir mundu ekkert skora svo auðveldlega á okkur, og það var rétt hjá mér upp að vissu marki, það sem þeir þurftu til að skora var algert kúkamark og ekkert orð um það meir, við vitum alveg hvað fór úrskeiðis þar, misskilningur.is. 1-1 í hálfleik. Seinni hálfelikur var ekki eins góður og sá fyrri, og það er alltaf erfitt þegar mar fær mark í grímuna strax eftir að það er búið að flauta leikinn aftur á. Snæbjörn varði virkilega vel í seinni hálfleik og við hefðum jafnvel getað sett eitt eða tvö mörk en færi fara alltaf forgörðum í tuðrusparki.

Martg gott í leiknum - náðum að spila nokkuð góðan bolta en það vantaði kannski aðeins uppá þetta "killer instinct" til að klára leikinn. Svo mættu þeir sem spila aðeins framar á vellinum vera ögn duglegri í varnarvinnunni (fylgjast með Ronney í næsta leik hjá honum).

Það er svo annar leikur í vikunni - við Fylki á heimavelli á föstudag. Munum hvernig gekk síðast á móti þeim -


- - - - -

Þriðjudagurinn 9.ágúst!

Sælir strákar.

Dagurinn lítur svona út:

kl.14.00: Æfing á suðurlandsbraut hjá þeim sem kepptu í gær, og þeim sem misstu af æfingu gær. Algjör skyldumæting!!

kl.16.10: Leikur hjá B2 v Víking.

Eftirtaldir mæta kl.16.10 niður í Vík: Snæbjörn Valur - Óttar Hrafn - Jakob Fannar - Þorsteinn Hjalti - Símon - Ágúst Ben - Bjarki Þór - Róbert - Bjarki Steinn - Óli Ó - Atli.

Eftirtaldir mæta kl.17.00 niður í Vík: Hafliði - Gunnar Ægir - Haukur - Jónmundur - Arnar Páll - Flóki - Gunnar Björn - Óskar - Sveinn Óskar.

- - - - -

Á morgun, miðvikudag, ætlum við svo að breyta aðeins til og taka annað hvort hjólreiðatúr eða klára Esjudæmið! Fáið miða í dag eða kíkja á bloggið og meilið í kvöld.

berjast.is

Leikir v ÍA!

Sælir.

Í gær voru tveir leikir við ÍA upp á Skaga. 4.flokkur ÍA
fær að keppa einu sinni á ári á aðalvellinum þeirra og urðu
þessir leikir við okkur fyrir valinu. Það er ekki hægt að segja
að þetta hafi peppað okkur upp því úrslitin voru einfaldlega
mjög slæm - flest um leikina tvo hér:

- - - - -

Íslandsmótið - Akranesvöllur - Mánudagurinn 8.ágúst kl.17:00-18:15
Þróttur 1 - ÍA 10.
Liðið (4-4-2): Egill - Aron H - Valli - Siggi - Jónas - Einar - Tommi - Oddur - Viggó - Stymmi - Ævar + Baldur - Danni Ben.
Mörk: Viggó.
Stóð sig skást: Jónas
Almennt um leikinn:

Hvar skal byrja! Eins og sagði áðan var leikurinn á aðalvelli þeirra ía-manna. Þokkalega góðar aðstæður þrátt fyrir rok. Veit ekki hvort menn hafi verið óöruggir og vantað alla trú um að standa sig á móti þeim! OK, það er virkilega pirrandi að sjá A-liðið sitt vera smeyka við það að senda 5-7 metra sendingar, þið voruð oft að velja réttu sendingamöguleikana en málið var það að sendingarnar voru bara alls ekki nógu ákveðnar, vindurinn var ekki það mikill og grasið var nottla gott þannig að það er enginn afsökun fyrir þessari óákveðni.

Ef menn dirfast að mæta aftur í leik með svona mikla virðingu fyrir andstæðingnum þá geta menn bara hætt í þessu sporti og ég veit að þið viljið það ekki. Ekki nóg með það að við náðum ekki senda bolta á næsta mann, heldur í þau fáu skipti sem við náðum því stressaðist boltamaðurinn bara upp og bombaði bara í boltann og vonaðist til þess að hann færi á Þróttara - ekki nógu gott, þið verðið að hafa sjálfstraust og hafa trú á því að þið séuð góðir fótboltamenn - annars verðið þið aldrei slíkir.

Fyrir utan það að það vantaði nokkra menn í liðið - sem er engin afsökun - þá er ekki nógu gott að það mæta 7 menn af 14 á síðustu æfingu fyrir leik - við vitum að það eru ferðalög ofl - en við erum eitt lið og þetta hefur áhrif.

Veit ekki hvort ÍA menn voru svona ferlega grófir en það hefur líka áhrif á leik liðsins þegar 5 menn af 14 biðja um skiptinu vegna meiðsla. Auðvitað getur það alltaf skeð - en þetta er frekar há tala.

Nú verðum við einfaldlega að taka okkur saman í andlitinu og fara að axla meiri ábyrgð. Þið getið svo miklu miklu meira en það sem þið hafið sýnt á móti Fylki og ÍA. Þetta eru vissulega sterk lið en það eru við líka. punktur. Við megum aldrei gefast upp - þegar reynir á þá sér maður virkilega hverjir eru menn til að klára dæmið.

Fara bara að einbeita sér að ÍR leiknum sem er næsta fimmtudag - ekkert stress samt. Hugsum bara um að bæta það sem hefur farið úrskeiðis í síðustu leikjum - við förum létt með það. ok sör.
- - - - -

Íslandsmótið - Akranesvöllur - Mánudagurinn 8.ágúst kl.18:30-19:45
Þróttur 0 - ÍA 5
Liðið (4-4-2): Binni - Gylfi - Aron E - Ingimar - Arnar Már - Matti - Bjarmi - Ævar Hrafn - Danni Ben - Auðun - Bjarki B + Gulli - José - Snæbjörn - Óli M.
Stóð sig skást: Matti
Almennt um leikinn:


Þessi leikur var nokkuð góður þrátt fyrir fimm mörk á okkur! Það er náttúrulega of mikið. og erfitt að halda áfram þegar staðan er 3 eða 4-0. En engu að síður var fyrri hálfleikurinn virkilega góður, þið hélduð áfram að láta boltann rúlla milli kanta og milli manna, náðum samt ekki alveg að skapa okkur nógu mörg færi, en þau fengum við samt og í svona jöfnum leikjum er það bara spurning um hvort liðið skorar á undan, og sú varð rauninn - við fengum tvo góða sénsa áður en þeir skora sín mörk og ég er handviss um að við hefðum tekið leikinn hefðum við skorað á undan þeim.

En semsagt, þeir skora fyrsta markið sitt eftir horn og svo annað í raun strax í kjölfarið. Seinni hálfleikurinn var svo bara alls ekki nógu góður, kannski vegna þess að þeir skora mjög fljótlega þá er staðan orðinn 3-0 og ég veit að það er erfitt að rífa sig upp í þeirri stöðu, en það verða bara einhverjir að stíga upp og rífa sig og liðið upp við þannig aðstæður (sbt. Gerrard vs. Milan í meistaradeildinni í fyrra.) Sama hjá ykkur og A liðinu - við erum að fá of mörg mörk á okkur - verðum að verjast betur og þá allir 11. sóknarmenn verða að pína sig nánast alveg aftur að miðjum okkar vallarhelming. Eins og sagði áðan - þurfum að nýta færin okkar betur - og halda áfram allar 70 mín.

Þið börðust ágætlega - bökkuðu hvorn annan vel upp og sýnduð klassa spil á köflum.

ÍR næsta fimmtudag - allir að fókusa á að klára hann - allir á 110%.

- - - - -

Tapað/fundið!

heyhey.

Styrmir auglýsir eftir rauða Umrbo anorakknum sem eldra árið
fékk áður en það fór til Skotlands. Hann er merktur að aftan.

Athugið endilega hvort þið séuð með auka jakka!

takk takk

Saturday, August 06, 2005

Helgarfrí - leikur og æfing á mánudaginn!

Heyja.

Sælir. Það vantaði slatta á æfingarnar í gær. margir náttúrulega
út úr bænum og svoleiðis. en nettar æfingar - grasið snilld.
hérna er miðinn með mætingunum á mánudag. svo eru fleiri leikir
í næstu viku - auk þess að við tökum eitthvað chill. aju.

- - - -
4.flokkur karla
Knattspyrnufélagið Þróttur
Mánudagurinn 8.ágúst
Leikir v ÍA - á útivelli! + æfing.

Sælir strákar.

Það er alveg frí um helgina, nema hvað að mfl keppir við Keflavík á sunnudaginn. Væri nett að sjá sem flesta á svæðinu. Hann byrjar kl.18.00 í Keflavík. Tekur enga stund að taka smá bíltúr þanngað!

Á mánudaginn (8.ágúst) eru svo leikir hjá A1 og B1 við ÍA upp á Skaga. Og æfing hjá þeim sem ekki keppa. Svona lítur það þá út:

Mæting kl.15.00 niður í Þrótt með 500kr. Farið með rútu. Komið tilbaka um kl.19.30:

A1: Egill* – Brynjar – Aron Heiðar – Jónas – Valtýr* – Oddur – Jökull* – Ævar – Viggó – Sigurður Ingi – Styrmir – Einar - Tómas Hrafn - Baldur.

B1: Anton* – Snæbjörn* – Ævar Hrafn – Daníel Ben – Aron Ellert – Bjarmi – Ingimar – Matthías – José – Auðun – Ingólfur U* – Bjarki B – Arnar Már – Gylfi Björn - Guðlaugur.

Æfing kl.14.00 á Suðurlandsbraut hjá öllum öðrum.

*: hafa lítið mætt í vikunni - veit ekki um þá!

- - - - -

Í næstu viku eru eins og áður sagði fleiri leikir en við tilkynnum mætingar í þá á mánudaginn og þriðjudaginn. Eins gerum við eitthvað félagslegt í næstu viku (t.d.esjan-grill-sund)

hafið samband ef það er eitthvað
kv,
ingvi - eymi og egill.

Thursday, August 04, 2005

Föstudagurinn 5. ágúst

Heilar og sælar stúlkur...

Það eru sem sé æfingar á morgun föstudag á suðurlandsbrautinni og það er ekkert smá surprise fyrir þá sem fóru ekki til skotlands (nema að Ingvi sé búinn að segja frá því)

En sem sé yngra árið mætir klukkan þréttanhundruð (13:00) og það eldra klukkan fjórtánhundruð (14:00).

Það sem þarf að muna:
Láta það berast að æfing sé á viðkomandi tíma
Mæta tímanlega...það þýðir vera MÆTTIR 10 mín. fyrir æfingu sem þýðir leggja af stað fyrr.

Sjáumst sprækir

Fimmtudagurinn 4.ágúst!

Sælir.

Það er loksins æfing í dag, fimmtudag.

Hún er kl.13.30 á suðurlandsbraut.

Verið duglegir að láta það berast. Langt síðan það var
æfing hjá yngra árinu og nokkrum á eldra árinu.

Sjáumst hressir í dag,
ingvi

- - - - -

p.s. við skuldum svo umfjöllun um aftureldingarleikina, rey-cup og svo
skotlandsferðina.