Tuesday, March 31, 2009

Mið!

Sælir drengir.

Ætlaði að plata ykkur svakalega og láta ykkur mæta í aukaútihlaup niður í dal en fékk mig ekki til þess! Held samt að Teddi hefði sent ykkur á stað!

En það er æfing á venjulegum tíma hjá eldra árinu, í dag, miðvikudaginn 1.apríl:

- Æfing - Eldra árið - Gervigrasið - kl.16.30 - 18.00.

Yngra árið mætti í fimleika í gær, nokkrir leikmenn á eldra ári mættu á 3.fl æfingu í gær og svo voru nokkrir leikmenn í Akademíunni í morgun. Þannig að við ættum að vera vel klárir í Fylkisleikina á laugardaginn.

Sjáumst hressir á æfingu, og svo bara Skotland v Ísland kl.19.00 á stöð 2 sport - Skylduáhorf!
Berjast,
Ingvi og Teddi og Sindri.

p.s. mætingarnar fyrir mars verða svo klárar fljótlega, sem og plan yfir páskana (apríldagatal)!

- - - - -

Yfirþjálfari ráðinn!

Hey.
Átti alltaf eftir að henda þessu inn:

Heiðar Birnir Torleifsson (sem nýlega var ráðinn þjálfari 3. flokks karla og 4. flokks kvenna hjá félaginu) hefur verið ráðinn í hlutastarf sem yfirþjálfari yngri flokka félagsins.

Heiðar Birnir hefur mikla reynslu í þjálfun yngri flokka og hefur hann m.a. lokið UEFA A prófi frá KSÍ. Að auki hefur hann sótt fjölmörg námskeið tengdri þjálfun hér heima og erlendis.

Heiðar Birnir kemur til með að hefja störf fimmtudaginn 19. mars og verður hann með viðveru í Þróttarheimilinu frá 09:00-12:00 alla virka daga.

Knattspyrnudeild Þróttar væntir mikils af störfum Heiðars og býður hann jafnframt velkominn til starfa sem yfirþjálfari félagsins.

- - -

Bara snilld. Nokkrir leikmenn á eldra árið hafa farið á æfingar hjá honum í 3.flokki karla - og fleiri fá örugglega "sjensinn" þar á næstu vikum.

.is

Þrið!

Ble.

Hvernig er stemmarinn! Menn voru sprækir hjá Tedda í gær, nokkrir á yngri mættu og tóku á því og nokkuð góð mæting hjá eldra árs spöðunum.

Frí hjá flestum eldri í dag, þriðjudag (nema þeim sem eiga að mæta á 3.flokks æfingu - muna að láta mig vita ef þið komist ekki á hana). Svo er fimleikaæfing nr.2 hjá yngra árinu:

- Fimleikar - Yngra árið - Mæting niður í klefa 2 kl.19.50 - Búið ca.21.10.

- 3.flokks æfing - Gervigrasið - kl.18.30 - 20.00: Jovan - Stefán Pétur - Daði - Björn Sigþór - Árni Þór - Jökull - Andri Már.

Tökum upphitunina bara inni í fimleikunum í dag.
Annars bara good fíling held ég.

Laters,
Ingvi og Gamli gamli.

- - - - -

Sunday, March 29, 2009

Æfingaferðin - yngra ár!

Heyja.

Æfingaferð yngra ársins til Selfossar um síðustu helgina heppnaðist mjög vel, þrátt fyrir snögga breytingu á áfangastað og mjög mikla snjókomu! 16 leikmenn fóru í ferðina (6 forfallaðir) og 2 fáránlega sprækir þjálfarar.

Dagskráin var frekar pökkuð eins og fyrri daginn, en við urðum að fresta leiknum við Selfoss sökum þess að völlurinn var á kafi í snjó. En við tókum 3 æfingar, 2 sundferðir, mikið gúff, ræmugláp (í litlum skjá :-( ofl. Gistiaðstæður voru mjög nettar, við "testuðum" gervigrasið þeirra, sparkvöllinn og innanhúshöllina, sem var afar nett. Pedsan var brill á laug - og kallinn fékk aftur ekkert hrós fyrir bakarísgúffið á sun :-(

Við tókum nokkrar keppnir og eru úrslitin hér:

- Andrés skoraði flottasta markið.
- ??? átti flesta klobbana.
- Benni tók hlutverkaleikinn.
- Logi vann teygjuleikinn.
- Langó tók David leiknum.
- Breki vann vító.
- ??? vann körfuhittnina.
- ??? skallaði oftast á lofti.
- Höddi keypti mest af nammi í sjoppunni.
- Held að Elli hafi verið fyrstur að sofna.
- Bestir að taka til:
- Besta dýnan: Sigurjón, Siggi og Höddi.
- Vafasamasta dýnan: Teddi og Ingvi!
- Grófastur í rúbý: Teddi.
- Flest mínusstig í ferðinni:
- Flottasta skýlan í sundi: Bjarni Pétur.

Er örugglega að gleyma einhverju. En við hefðum getað gert eftirfarandi atriði betur:

- Ekki látið Tedda fara svona illa með ykkur í koddaslag.
- Keypt aðeins minna af nammi um kvöldið!
- Ekki pakkað svona rosalega miklu með - sumir hefðu getað verið viku :-)

En massa helgi strákar - gott að vera á Selfossi. Eins og ég sagði líka fyrir viku, það hefði verið nett að taka tvær nætur, en eigum það bara inni í sumar. En við þökkum bara kærlega fyrir ferðina og vonum að menn hafi verið sáttir.

kv,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Mán!

Gott kvöld strákar.

Góð vika að baki: 3 góðir sigrar á móti KR og snilldar æfingaferð hjá yngra árinu. Hendi skýrslu um ferðina fljótlega, sem og útdrætti frá leikjunum.

En það er bara næsta vika takk fyrir! 5 skóladagar eftir og svo skellur á páskafríið þar. Við verðum aðeins lengur í boltanum - eigum þrjá leiki v Fylki næsta laugardag. Byrjum að undirbúa okkur fyrir þá rimmu strax á morgun, mánudag:

- Mán - Æfing - Eldra ár (frjáls mæting hjá yngra árinu) - Gervigrasið - kl.16.30 - 18.00.

ATHUGIÐ breyttann tíma - æfum hálftíma fyrr en var auglýst. Verið massa duglegir að láta það berast.!

Fínt fyrir þá leikmenn á yngra ári að mæta sem hafa misst eitthvað úr að undanförnu, en annars er fimleikaæfing hjá yngra árinu á þriðjudaginn.

Annars bara ball :-)
Síja,
Ingvi og Gamli.

- - - - -

Rvk mót v KR - skýrslur!

Jamm.

Við áttum þrjá leiki v KR í vikunni - allir unnust nokkuð örugglega, og við getum byrjað að undirbúa okkur undir Fylkisleikina um næstu helgi með höfuðið hátt. En allt um þessa leiki hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: Rvk mótið v KR - A lið.
Dags: Laugardagurinn 28.mars 2009.
Tími: kl.13.00 - 14.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómarar: ?
Aðstæður: ?

Staðan í hálfleik: 3 - 0.
Lokastaða: 4 - 1.

Maður leiksins: Jón Konráð.
Mörk: Jón Konráð (3) - Sveinn Andri.

Liðið: Vésteinn í markinu - Anton Orri og Árni Þór bakverðir - Jökull og Njörður miðverðir - Aron Bj og Jón Konráð á köntunum - Jovan fyrir framan vörnina - Daði og Sveinn Andri á miðri miðjunni - Stefán Pétur einn frammi. Varamenn: Andri Már - Arnar - Daníel L.

Frammistaða: - Slugs, tökum það á okkur!

Almennt um leikinn:

Settum vel á þá frá fyrstu mínútu - þeir komust varla yfir miðju. Talið var mun betra en vanalega.

Þeir voru með mjög snöggann framherja sem tók okkur á sprettinum nokkrum sinnum, en Vésteinn bjargaði nokkrum sinnum frábærlega. Svo fórum við að leysa betur stöðuna þegar hann kom á ferðinni. Þurfum líka aðeins að athuga þegar senterinn hjá þeim fer í "dauða svæðið" - eigum við að elta eða láta annan vita til að dekka hann!

Fórum meira upp vinstra megin, Aron var oft laus en fékk ekki boltann. Daði gat verið duglegur að stinga sér því Sveinn og Jovan héldu mjög vel sínum stöðum. Hefðum vel getað bætt við 1-2 mörkum - en vorum líka heppnir 1-2 þannig að úrslitin mjög passleg fyrir okkar frammistöðu. Fengum á okkur eitt mark í lokin, smá kæruleysi.

- - - - -

  • Hvaða leikur: Rvk mótið v KR - B lið.
Dags: Föstudagurinn 27.mars 2009.
Tími: kl.16.00 - 17.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómarar: ?
Aðstæður: ?

Staðan í hálfleik: ?
Lokastaða: 6 - 1.

Maður leiksins: Andri Már.
Mörk: Andri Már (4) - Jovan - Björn Sigþór.

Liðið: Skúli í markinu - Árni Þór og Birkir Már miðverðir - Birkir Örn og Arnar P bakverðir - Daníel L og Jónas Bragi á miðjunni - Aron Brink og Björn Sigþór á köntunum - Jovan og Andri Már frammi. Varamenn: Kristófer Karl, Ólafur Guðni, Gunnar Reynir, Brynjar, Hörður Gautur og Þorkell.

Frammistaða: - Slugs, tökum það á okkur!

Almennt um leikinn: - Slugs, tökum það á okkur!

- - - - -
  • Hvaða leikur: Rvk mótið v KR - C lið.
Dags: Miðvikudagurinn 25.mars 2009.
Tími: kl.20.00 - 21.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómarar: ?
Aðstæður: ?

Staðan í hálfleik: ?
Lokastaða: 7 - 1.

Maður leiksins: ?
Mörk: Sigurður Þór - Breki (2) - Logi - Gabríel - Bjarni Pétur (2).

Liðið: Kristó í markinu - Marteinn og Viktor Snær bakverðir - Þorkell og Hörður Gautur miðverðir - Breki og Sigurður Þór á köntunum - Logi, Daníel og Jón Kaldal á miðjunni - Bjarni Pétur einn frammi. Varamenn: Kári, Andrés, Kristjón, Ýmir, Gabríel og Benni.

Frammistaða: - Slugs, tökum það á okkur!

Almennt um leikinn:

Nokkrar slakar sendingar - En nokkuð fínar stungur - passa rangstöðuna betur - þeir bökkuðu illa, nýta það betur.

- - - - -

Thursday, March 26, 2009

Laug - leikur + æfingaferð!

Jamm.

Flottur leikur hjá B liðinu áðan, tókum KR 6 - 1. Svo bara alles klar fyrir morgundaginn - mikið að gerast, A liðið á leik v KR á gervigrasinu okkar - og yngra árið leggur af stað í sína æfingaferð. Allt um þetta kaffi hér:

- A lið v KR - Mæting kl.12.15 niður í Þrótt - keppt v KR frá kl.13.00 - 14.20:

Vésteinn Þrymur - Jökull - Anton Orri - Jón Konráð - Daði - Sveinn Andri - Stefán Pétur - Njörður - Elvar Örn - Aron Bjarna - Daníel L - Jovan - Árni Þór - Andri Már - Arnar P.

Undirbúa sig massa vel - mjög mikilvægur leikur og þurfum við alla í sínu besta formi. Muna eftir öllu dóti og mæta tímanlega. Frí hjá öðrum á eldra ári en endilega kíkja niður eftir á leikinn!

- Eftirtaldir leikmenn á yngra árið mæta svo eldhressir kl.15.30 niður í Þrótt og skella sér í dúndur æfingaferð á Selfoss: Andrés Uggi – Benjamín – Bjarni Pétur – Breki – Daníel Þór - Erlendur – Hörður Gautur – Jón Kaldal – Kári – Kristjón Geir – Logi – Marteinn Þór - Sigurður Þór – Sigurjón - Sölvi - Ýmir Hrafn – Viktor Snær - Þorkell. Held að allir ættu að vera komnir með bækling með öllum upplýsingum, en ef ekki þá bara bjalla í mig.

Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
Síja,
Ingvi (8698228), Teddi og Sindri.

- - - - -

Fös - leikur + æfing - staðfest!

Já sæll.

Í dag, föstudag, er B liðs leikur v KR, en æfing hjá öðrum. Á laugardaginn er svo A liðs leikur v KR og æfingaferðin hjá yngra árinu. Read all about it hérna:

- - - - -

- B lið v KR - Mæting kl.15.15 niður í Þrótt - keppt v KR frá kl.16.00 - 17.15:

Kristófer Karl - Skúli - Björn Sigþór - Arnar P - Aron Brink - Andri Már - Gunnar Reynir - Árni Þór - Daníel L - Birkir Már - Ólafur Guðni - Jónas - Jovan - Birkir Örn - Brynjar + Hörður Gautur - Þorkell.

- Reitur + Skokk - Gervigrsið - kl.15.00 - 16.00: Allir aðrir á eldra og yngra ári!

- - - - -

- Æfingferð yngra ársins: Smá breyting á áfangastað! Við munum sem sé skella okkur til Selfossar (fimleikamót á þorlákshöfn sem kom greinilega snöggt upp á því ég var búinn að bóka etta í byrjum mars). En gerum bara gott úr því. Það eiga enn nokkrir eftir að heyra í mér hvort þeir komi eða ekki. Dagskráin verður svo klár á æfingu í dag og við munum leggja í hann eftir A liðs leikinn á morgun (ca.kl.14.30).

- - - - -

Undirbúa sig vel fyrir leikinn og muna eftir öllu dóti.
Heyrumst,
Ingvi, Teddi og Sindri.

p.s. sá bara einn mig koma inn á móti fh í gær :-(
- - - - -

Fös - leikur + æfing!

Sælir meistarar.

Á morgun er B liðs leikur v KR sem byrjar kl.16.00 (mæting kl.15.15 niður í þrótt). Og æfing hjá öllum öðrum kl.15.00-16.00 á gervigrasinu (reitur + skokk).

Verð að dobbla ykkur að kíkja á bloggið í fyrramálið upp á hvenær þið eigið að mæta (getið nú samt gróflega "slumpað" hvenær þið eruð).

Undirbúa sig annars bara vel.
Við sjáumst svo á morgun.
Ingvi, Teddi og Sindri.

p.s. á laug er svo A lið v kr kl.13.00 og æfingaferð yngra ársins (8 enn eftir að láta mig vita).

- - - - -

Fim!

Sælir félagar.

Frábær leikur hjá C liðinu í gær v KR - 7-1 sigur. Set meira um hann í kvöld.

En það er æfing í dag, fimmtudag, hjá eldra árinu:

- Fim - Æfing - Eldra árið - Gervigrasið - kl.16.00 - 17.20.

Handboltagaurar mæta kannski aðeins of seint - en reynum allir að mæta, því það eru leikir v KR á morgun, fös og á laug. Og klæða sig vel!

Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
Skrifa svo meira um æfingaferð yngra ársins í dag.

Ingvi, Teddi og Sindri.

- - - - - -

Tuesday, March 24, 2009

Mið!

Sælir piltar.

Það var "hittingur" hjá öllum flokknum í dag - yngri á æfingu kl.4 og eldri í fimleikum kl.8. Vantaði þó nokkra, ansi margir gleymdu að smessa á kallinn eða skella inn commenti.

En grátum það ekki - Flestir á yngra árinu keppa við KR annað kvöld. Eldra árs æfingin færist yfir á fimmtudaginn, þannig að það er frí hjá þeim sem ekki keppa (en kíkja jafnvel niður á gras á leikinn :-)

Svona er þá planið:

- Mið - C liðs leikur v KR - Gervigrasið í Laugardal - Mæting kl.19.15 niður í klefa 2 - keppt frá kl.20.00 - 21.15:

Kristófer Karl - Kári - Þorkell - Logi - Jón Kaldal - Hörður Gautur - Sigurður Þór - Kristjón Geir - Bjarni Pétur - Viktor Snær - Marteinn Þór - Daníel Þór - Ýmir Hrafn - Benjamín - Breki - Gabríel Ingi. Láta mig vita ef þeir eru klárir: Andrés Uggi - Sölvi - Sigurjón. Hvíla núna, keppa næst: Pétur Jökull - Erlendur - Snorri.

Vona að ég sé ekki að gleyma neinum - Undirbúa sig mjög vel, muna eftir öllu dóti, sérstaklega "janus" innanundir :-)

Sjáumst í dúndurstuði, tilbúnir í átök.
Ingvi og Teddi og Sindri.

p.s. minni yngra árs leikmenn á að skrá sig í æfingaferðina um næstu helgi - very importande!

- - - - -

Monday, March 23, 2009

Þrið!

Jó.

Vona að eldra árið hafi slakað vel á í dag og sé ready í þrusu fimleikatíma á morgun :-) Nokkuð ánægður með yngra árið í dag. Tek á mig smá klikk með upplýsingastreymið - greinilega einhver sem tók fýluferð niður í Þrótt!

En það er alles klar fyrir morgundaginn - Yngra árið æfir nánast eins og vanalega (nema hálftíma seinna og teddi verður með æfinguna). Nokkrir á eldra árið mæta á 3.flokks æfingu og svo er allt eldra árið í fimleikum hjá Stebba og Sindra. Svona er planið:

- Æfing - Yngra árið - Gervigrasið - kl.16.00 - 17.20.

- Fimleikar - Eldra árið - Mæting niður í klefa 2 kl.19.30 - smá skokk úti og svo inn í fimleika - búið ca.21.00.

+ 3.flokks æfing - Gervigrasið - kl.18.30 - 20.00: Daði - Jón Konráð - Sveinn Andri - Anton Orri - Aron Brink - Elvar Örn (detta svo beint í fimleikana).

Vona að allt sé skýrt. Munið að láta vita ef þið komist ekki.

Leikirnir við KR í Rvk mótinu verða svo á miðvikudag kl.20.00 (c lið), föstudag kl.16.00 (b lið) og laugardag kl.13.00 (a lið).

Æfingaferð yngra ársins til Þorlákshafnar er "on scedule" - skráningarmiðinn fer út á morgun og þurfum við helst að vita á miðvikudeginum hverjir eru klárir.

Bara stemmari,
Ingvi - Teddi - Sindri.

p.s. best að henda inn á kallinn fyrir fimleikana - þetta gildir fyrir bæði ár. 500kr skiptið. Reikningsnúmer: 549-26-008228. Kennitala:19027942-4219. Muna að setja nafn undir skýringu!

- - - - -

Mán!

Bledsen.

Sorrý hvað þetta kemur seint - Aðeins öðruvísi mánudagur en við eigum að venjast.
Það er frí hjá eldra árinu, tóku vel á því um helgina. Mæta því næst á fimleikaæfingu á morgun.

Yngra árið tekur smá útihlaup og nettann þrekhring inni í Langholtsskóla í dag:

- Mán - Skokk + púl - Yngra árið - Langholtsskóli - kl.15.45 - 17.15.

Munið eftir öllu dóti. Verið massíft duglegir að láta félagann vita, því þetta er aðeins fyrr en vanalega.

Sjáumst hressir.
Ingvi og Teddi.
- - - - -

Æfingaferðin!

Heyja.

Æfingaferð eldra ársins til Grindavíkur um helgina heppnaðist rosalega vel. 23 leikmenn fóru í ferðina (6 forfallaðir) - 2 sprækir þjálfarar (með smá vesen) - 1 fararstjóri og 2-3 "skutlarar".

Dagskráin var frekar pökkuð, við tókum leik v Grindavík (þarf að fá skýrslur og markaskorara frá ykkur), 2 æfingar (hefði átt að vera ein enn ef hefðu menn ekki vælt í tedda), ferð í lónið, gúff, ræmugláp ofl. Gistiaðstæður frekar þröngar en við gerðum bara gott úr því, höllin þeirra var fáránlega nett og veðrið bara flott. Pedsen var góð á laug - en kallinn fékk ekkert hrós fyrir bakarísgúffið á sun :-(

Við tókum nokkrar keppir og fór kallinn næstum á hausinn út af verðlaunakostnaði:

- Daði tók sláarkeppnina.
- Björn tók hlutverkaleikinn.
- Aron Bj vann teygjuleikinn.
- Laugó + Aron Br rúlluðu upp David leiknum.
- Njörður skallaði oftast á lofti.
- Mest keypt af nammi í sjoppunni: Stebbi.
- Held að Anton hafi verið fyrstur að sofna.
- Jónas hélt oftast á lofti með veikara læri.
- Bestir að taka til: Jovan og Andri Már.
- Besta dýnan: Jökull.
- Stærsta dýnan: Jovan og Björn.
- Mest flair í spilinu á laugardagsæfingunni: Ingvi.
- Flest mínusstig
- Flottasta skýlan í lóninu: ?

Er örugglega að gleyma einhverju. En við hefðum getað gert eftirfarandi atriði betur:

- Fyrr að sofa á laug!
- Henda rusli í ruslið (sumir)!
- Hlusta betur á það sem skipti máli í fyrirlestrinum hjá Tedda!
- Vera ekki með neitt bögg á félagana - einhverjir þurfa að taka þetta á sig, en yfir höfuð stóðum við okkur samt vel í þessum málum.

En massa helgi strákar - gott að vera í grindavík. Fullt af hlutum sem við hefðum viljað bæta við, spurning um að taka tvær nætur næst! En við þökkum bara kærlega fyrir okkur og vonum að menn hafi verið sáttir. Svo er bara ferðin hjá yngra árinu fljótlega, og svo æfingaferð hjá öllum flokknum í sumar.

kv,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Saturday, March 21, 2009

Sun!

Jó.

Eldra árið lagt af stað til Grindavíkur. Leikur við þá á eftir í nýju gervigrashöllinni þeirra :-)

Svo er létt æfing hjá yngra árinu á morgun, sunnudag:

- Sun - Æfing - Yngra árið - Sparkvöllurinn við Laugarnesskóla - kl.12.00 - 13.15.

Látið það berast.
Annars er það bara mánudagurinn.
Ok sör.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Friday, March 20, 2009

Helgin!

Sælir meistarar.

Hefði verið nett að hafa æfinguna lengri í dag, enda aðstæður snilld. Tökum það á okkur. En nóg að vera um helgina hjá eldra árinu: æfingaferð til Grindavíkur.

Allir eiga að vera komnir með hefti, en ef ekki þá bara bruna í sigluvoginn (nr.5, þar sem kallinn á heima) og sækja einn. Eða smessa á mig og ég meila hann á ykkur!

Þessir mæta klárir kl.12.30 niður í Þrótt á morgun: Andri Már - Anton Orri - Arnar P - Aron Bj. - Aron Br. - Árni Þór - Birkir Már - Björn Sigþór - Brynjar - Daði - Daníel L - Elvar Örn - Gunnar Reynir - Jökull - Jovan - Jón Konráð - Njörður - Ólafur Guðni - Stefán Pétur - Sveinn Andri - Vésteinn.

- - - - -

Ætla að hafa sparkvallaræfingu hjá yngra árinu á sunnudaginn kl.12.00 - 13.15, þeir mæta sem komast :-) Fáránlega hressir 3.flokks strákar taka æfinguna. Á mánudögum setjum við svo yngra árs æfingaferðina á fullt.

Heyrið í mér ef það er eitthvað.
Annars bara stemmning.
Góða helgi.
Ingvi (8698228) og Teddi og Sindri.

- - - - -

Fös!

Sælir drengir.

Sorrý hvað þetta kemur seint - en það er æfing hjá öllum í dag, föstudag, á venjulegum tíma. Skiptum okkur samt eldri - yngri. Gami tekur eldri og módelið tekur yngri! Vona að það verði dúndur mæting (en veit af handboltagaurum á selfossi og yngra árinu í laugó í "ekuru" fjöri).

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.15.30 - 16.45.

- Afhending á klósettpappírnum - kl.17.00 fyrir framan Þrótt.

Stutt og "snörp" æfing. Eftirtaldir leikmenn á eldra ári eru beðnir að heyra í mér sem fyrst og láta mig vita hvort þeir ætla í æfingaferðina um helgina: Aron Br - Bjarki L - Birkir Már - Gunnar Reynir - Jakob - Jovan - Pétur Jóhann - Skúli - Vésteinn - Þorsteinn Eyfjörð.

Náðum ekki setja leik á í dag fyrir yngra árið, en hugsanlega í byrjun næstu viku.

Kem svo með planið um ferðina í dag.
Veðrið í gríninu, ég mæti í stutterma.

Sjáumst hressir,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Wednesday, March 18, 2009

Fim - aukaæfingar!

Sælir piltar.

Tvennt í gangi á morgun, fimmtudag; Nokkrir á eldra ári eru boðaðir á úrtaksæfingu upp í Egilshöll fyrir Reykjavíkurúrvalið og nokkrir á eldra ári eru boðaðir á 3.flokks æfingu. Vona að allt sé klárt. Það er frí hjá öðrum, en æfingar á föstudaginn (sem ég set inn á morgun, enn sjens á æfingaleik hjá yngra árinu).

- Fim - Úrtaksæfing - Egilshöllin - kl.18.00 - 20.00: Vésteinn Þrymur - Daði - Anton Orri - Jón Konráð - Sveinn Andri - Aron Bjarna.

- Fim - 3.flokks æfing - Gervigrasið - kl.18.30 - 20.00: Elvar Örn - Stefán Pétur - Njörður - Árni Þór - Arnar P - Björn Sigþór.

Bara mæta sprækir og standa sig. Mjög mikilvægt er að láta mig vita ef þið komst ekki.
Mæli svo með að aðrir taki 5 v 5 á sparkvellinum í laugó eða 2 v 2 í búrinu í vógó :-)
En heyrumst svo allir á föstudaginn.
Ingvi, Teddi og co.

p.s. það er seinni "sjens" til að máta þróttaratreyju á morgun, fimmtudag, fyrir þá sem komust ekki síðast. Mjög mikilvægt er að mæta og klára þetta. Þetta er kl.17.00 - 18.00 í stóra salnum niður í Þrótti.

p.s. seinasti sjens á morgun, fimmtudag, fyrir leikmenn á eldra árið að láta vita hvort þeir ætli með í æfingaferðina til Grindavíkur um næstu helgi - koma svo, láta heyra í sér!!!


p.s. á úrtaksæfingunni verður spilaður leikur - það verða svo 14 leikmenn valdir í þetta Reykjavíkurúrval, og mun það fara út í maí og keppa á svokölluðum borgarleikum. Meira um þetta seinna en augljóslega til mikils að keppa. Valdimar, þjálfari 4.fl Fylkis er með yfirumsjón með valinu.

- - - - -

Tuesday, March 17, 2009

Mið!

Jev.

Vona að flestir hafi komist niður í Þrótt í dag í mátun og fata"check". Mér leist ansi vel á æfingagallann, held að ég muni lúkka "dem" vel í honum :-) (Sorrý Teddi, held að hann sé ekki til í x-small)! Það hlýtur að vera annar "sjens" fljótlega fyrir þá sem ekki komust í dag (veikir og soddann).

Nokkuð góð mæting í fimleikana, sýndist menn taka mjög vel á því. Ekki frá því að einhverjir urðu liðugri á þessari einu æfingu! Eldra árið mætir svo næsta þriðjudag í tíma nr.2.

En það er æfing á venjulegum tíma hjá eldri á morgun, miðvikudag:

- Æfing - Eldra árið - Gervigrasið - kl.16.30 - 18.00.

Slatti búinn að bóka sig í æfingaferðina, hvet hina að heyra í mér í kvöld eða fyrir æfingu á morgun (með smessi, meili eða commenti). Röbbum svo betur um ferðina á æfingu.

Er svo að vinna í leik fyrir yngra árið á föstudaginn. Annars bara "freshness" í gangi, og eigum við að ræða hvað skeggið er farið að "blíva" vel!
Laters,
Ingvi, Teddi og Sindri.

- - - - -

Monday, March 16, 2009

Þrið - ath. vel!

Bledsen.

Kallinn bara snemma með færslu! Flottir áðan - hefði ekki neitað að vera með allann völlinn en slapp alveg. Ég talaði náttúrulega svo hratt þannig að menn náðu örugglega ekki öllu. Kíkið bara á það hér fyrir neðan - þriðjudagurinn er svona:

- Mátun - Allir - Stóri salurinn - milli kl.16.30 - 18.30: Knattspyrnudeild Þróttar er kominn í Errea þannig að á morgun verður unglingaráð Þróttar með mátunardag vegna nýrra félagsgalla og keppnistreyja. Hægt verður að kaupa beint af Þrótti í þessari pöntun og því einnig um söludag að ræða. Nauðsynlegt er fyrir alla iðkenndur að koma í salinn í Þrótti og máta nýja keppnistreyju frá Errea því í sumaræfingagjaldinu verður treyja innifalinn í gjaldinu.

Einnig verður hægt að kaupa á sérkjörum félagsgalla, fótboltasokka, stuttbuxur, gervigrasbuxur og fleira. Því eru foreldrar hvattir til að koma með börnunum og sjá hvernig nýju vörurnar líta út og versla beint af félaginu. Boðið uppá að greiða með Visa/Euro fyrir þá sem vilja nýta sér tilboðin.


- Fimleikar - Yngra árið - Klefi 2 - kl.19.40 - 21.00: Fyrsta fimleikaæfing yngra ársins (einnig mega þeir á eldra ári mæta sem komust ekki síðast) - mæta niður í klefa 2, fyrst verður farið út og hitað upp, og svo inn í sal, loks sturta og allt búið ca.21.00. Muna eftir öllu dóti. Þetta er frekar seint þannig að menn passa að taka "samfó" heim!

- Æfingaferð eldra ársins - Laug 21.mars - Sun 22.mars: Förum um miðjan dag á laugardaginn kemur, heim aftur um miðjan dag á sunnudaginn. Æfingaleikur, æfingar, sund, chill og fjör. Endilega látið mig vita sem fyrst hvort ég megi ekki bóka ykkur með. Dagskrá ætti svo að vera klár á æfingu á miðvikudaginn.

Býst við "böns" af sms-um frá eldra árinu í kvöld út af ferðinni :-)
Sé svo alla í mátuninni á morgun og svo yngra árið um kveldið.
Later,
Ingvi, Gamli og Siddi.

- - - - -

Sunday, March 15, 2009

Mán ofl!

Sælir tappar!

Hvernig var helgin! Vægast sagt skemmtileg hjá okkur Liverpool mönnum. Ég skal samt lofa að vera ekki of montinn á morgun, en lofa engu með gamla (þ.e. tedda).

Nokkrir eru búnir að panta klósettpappír - vill vekja athygli að síðasti sjens til að panta og ganga frá greiðslu er á morgun, mánudaginn 16.mars. Það hljóta fleiri að vilja safna fyrir æfingaferðinni sinni ofl. Smellið hérna til að lesa allt um það!

En við æfum allir saman á morgun, mánudag. Yngstu fjórir sjá um að skafa völlinn ef hann er á kafi!

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.17.00 - 18.30.

Sjáumst í banastuði,
Ingvi, Teddi og Sindri.

- Mjög mikilvægt að eldra árs leikmenn meldi sig í æfingaferðina sína, sem er um næstu helgi!

- Á þriðjudaginn verður svaðalegur mátunadagur niður í Þrótti. Þá er nauðsynlegt að allir iðkendur mæti og máti nýjar keppnistreyjur (sem verður innifalinn í sumargjaldinu). Einnig verður hægt að panta fleiri flíkur (set meira um þetta á morgun).

- Á þriðjudaginn er líka fyrsti fimleikatími yngar ársins (en þeir á eldra ári sem komust ekki eiga líka að mæta).

- - - - -

Friday, March 13, 2009

Helgarfrí!

Jójójó.

Takk fyrir snilldar hitting áðan - Virkilega fín mæting þrátt fyrir frekar óspennó veður. Menn tóku vel á því, engin slæm meiðsli held ég og almennt fjör. Eftir smá útreikninga þá komst ég að niðurstöðu að gamlir hefðu unnið samanlagt - og að Teddi hafi verið maður leiksins!



Sigurliðið.

Vona að það hafi ekki verið neitt vesen með kókið og prinsið, látið mig vita ef þið fenguð ekki tilbaka! Tökum klárlega aftur svona bolta, verðum þá kannski með aðeins færri í liði og endum þá á góðu grilli :-)

Það er skollið á helgarfrí - mælum með að menn hafi það virkilega gott - taki blöndu af lærdóm, fótboltaglápi, chilli, gæðatíma með fammelíunni og smá hreyfingu :-)

Þið vitið af leik ársins á morgun, laugardeg:



Sjáumst svo eldhressir á mánudaginn.
The Crew

p.s. eldra árið má svo fara að setja sig í stellingar fyrir æfingaferðina um næstu helgi!
p.s. æfingaleikur hjá yngra árinu í næstu viku og svo förum við að plana ferðina ykkar!



- - - - -

Fös - foreldrabolti!

Já.

Í kvöld (föstudag) er loksins komið að foreldraboltanum:



Einar segist ætla fara illa með Breka í kvöld, en Breki segir að "gömlu" eigi ekki "break":

- Foreldrabolti - Allir - Gervigrasið - kl.17.45 - 19.30.

Við ætlum sem sé að breyta aðeins til og taka leik við þá foreldra, forráðamenn, (eldri) systkini og sætar frænkur sem “eru í standi” og eru til í smá bolta :-) Það er ekkert mál ef engin kemst, þá komið þið bara sjálfir :-)

Við munum spila frá kl.17.45 til kl.19.00 (þ.e. ef keppendur duga svo lengi) og eftir leikina er ætlunin að gæða sér á grilluðum pylsum við félagasheimilið eða upp í stúku. Allt ætti að vera búið um kl.19.30.

Bara koma með 500kr fyrir pullum, meðlæti (tómatsósa ofl) og drykkjum. Þeir foreldrar sem væru til í að vera grillmeistarar endilega smessa á Ingva (869-8228).

Við munum spila á 3-4 litlum völlum, annað hvort í blönduðum liðum eða aldursblönduðum, fer eftir þátttöku.

Sjáumst öll massa spræk í kvöld.
Ingvi, Teddi og Sindri.

p.s. það er svo helgarfrí strákar - nýta hana í eitthvað fjör :-)

- - - - -

Wednesday, March 11, 2009

Fim - aukaæfing!

Sælir kjappar.

Vona að menn á eldra ári skemmti sér vel á árshátíðunum sínum - yngra árið væntanlega að horfa á meistaradeildina :-)

Við ætlum að taka aukaæfingu á morgun, fimmtudag. Svo er foreldraboltinn klár á föstudaginn, þ.e. ef þið minnið gamla settið á að mæta og komið þeim á staðinn í réttu dressi! Svo er staðfest helgarfrí. En svona er planið:

- Fimmtudagur - Hlaup + teygjur - Allir - Mæting í réttu dressi niður í Þrótt kl.15.30 - Búið ca.17.00.

- Föstudagur - Foreldrabolti - Allir - Gervigrasið - kl.17.45 - 19.00.

Sjúkraþjálfarinn kemst reyndar ekki í heimsókn til okkar á morgun, en kallinn lofar hressum teygjum og liðleikaæfingum niður í júdósal eftir skokkið.

Verið svo duglegir að herja á fólk með klósettpappírinn :-)
Sjáumst hressir.
Ingvi, Teddi og Sindri.

- - - - -

Tuesday, March 10, 2009

Ó jess!

Bledsen.

Í fyrsta lagi: "Koddu" með það:



Í öðru lagi þá veit ég ekki alveg hvað ég var að spá á blogginu með fimleikana - setti "audda" vitlausan tíma í lokin, átti að vera 20.40 en ekki 20.00 (tek það á mig).

En mér skilst að þetta hafi verið flottur tími, vel tekið á því og fín mæting. Þetta verða þrjú skipti á mann, 500kr í hvert skipti og best að leggja inn á kallinn (549-26-008228. kt:190279-4219). Held að þessir tímar séu líka fínir fyrir menn sem eiga við meiðsli að stríða.

Líka mjög fín æfing hjá yngra árinu - fórum í fullt af atriðum og fín mæting.

Við erum að tala um frí á morgun, miðvikudag, hjá eldra árinu. Árshátíð hjá Langó og Réttó. Hugsanlega aukaæfing á fimmtudaginn (snemma), en þá er reyndar árshátíð hjá Laugó. Allt að gerast.

Fylgisti vel með á blogginu, því á föstudaginn er svo ætlunin að taka loksins foreldrabolta :-)

Laters,
Ingvi, Teddi og Sindri (prik í kladann í dag :-)

- - - - -

Monday, March 09, 2009

Þrið!

Sælir.

Nokkuð ánægðir með daginn í dag - vona að menn hafi lært eitthvað af töflufundinum hjá Tedda - svo var tekinn "snörp" (er það orð?) æfing hjá báðum árum. Við hittumst allir aftur á morgun, þriðjudag:

- Æfing - Yngra árið - Gervigrasið - kl.15.45 - 17.15.

- Létt upphitun + Fimleikar - Eldra árið - Fimleikasalurinn - kl.19.40 - 20.00.

- - - - - -


- Liverpool v Real Madrid - Allir - Stóri salurinn - kl.19.45 - 21.30.

Jamm, fyrsti fimleikatíminn hjá eldra árinu er á morgun - Mæta með útidót (í klefa 2) til að hita upp á undan - svo stullur til að nota inni (ekki skór). Við munum fara í alls þrjá tíma á mann og kostar hvert skipti 500kr - langbest er að leggja inn á mig (549-26-008228. kt:1902794219 - og setja nafnið undir skýringu) og vonandi komast menn í hvern einasta tíma þannig að þetta komi mönnum að notum.

Það er svo frjáls mæting að horfa á leikinn í meistaradeildinni , en mælum með að menn fjölmenni - búið að tengja allt niður í Þrótti :-)

Sjáumst á morgun,
Ingvi og Teddi.

p.s. Skoðið póstana/færslurnar hér á undan um æfingaferð eldra ársins og klósettpappírssölu!!

p.s. stefnum á foreldrabolta á föstudaginn kemur - minna gamla settið að taka daginn frá!!

- - - - - -

Klósettpappírssala!

Hey hey.

ATHUGIÐ VEL - Við erum búnir að framlengja pöntunartímann á klósettpappírnum fram á næsta sunnudag (15.mars)!!

Þannig að við hvetjum fleiri leikmenn að taka við sér og heyra í sínum fólki (eða ganga í hús) og hala þar með inn smá pening í æfingaferðir ofl.

Lang flestir fengu upplýsingar um söluna í síðustu viku, en ég kem með þann miða aftur á æfingar á morgun, þriðjudag.

Strákar - þetta gerist ekki að sjálfu sér, hringið í fólk eða takið labbitúr í hús - setja sér markmið að selja 5-10 stk og þá tekst það :-)

Berjast,
Ingvi og foreldraráðið.

- - - - -
Kæru leikmenn, foreldrar og forráðamenn.
Þjálfarar og flokksráðið eru spennt fyrir því að stefna á æfingaferðalag á vormánuðum. Stefnt er að því að fara í eina stutta ferð núna í mars og svo aðra góða innanlands í sumar. Eins og venjulega safna strákarnir sér smá pening til að komast í svona ferðalög og því tilvalið að vera með núna.


WC pappír 200 blaða 48 rúllur í balla - Kostnaðarverð 1500 kr. - Söluverð 2500 kr.
Lúxus WC 250 blaða 3ja laga 36 rúllur (mjúkur pappír) - Kostnaðarverð 2500 kr. - Söluverð 3500 kr.
Eldhúsrúllur 24 rúllur í balla - Kostnaðarverð 1500 kr. - Söluverð 2500 kr.

Nú er það ykkar að fara til ættingja, vina og nágranna til að selja þeim þessar ómissandi vörur sem allir hafa þörf fyrir. Á sunnudaginn 16. mars (ath – nýr tími) þurfið þið að taka saman hversu mikið þið ætlið að fá af hvorri tegund og senda pöntun á
4flTrottar@gmail.com. Einnig þarf að greiða pöntunina á sama tíma með því að leggja inn kostnaðarverð pöntunar inn á reikning: 515-4-252152, kennitala: 050772-5359. Vinsamlegast sendið staðfestingu á greiðslu í tölvupósti á 4flTrottar@gmail.com og tilgreinið nafn þess sem pantar í skýringum. Gott væri að fá nafn greiðanda með tölvupóstinum þegar pantað er.

Strákarnir geyma sinn hluta af söluverðinu (sem er 1000kr. fyrir hverja pakkningu) inn á sínum eigin bankareikning. Þetta er gert til að forðast allan rugling á því hver á hvað. Sækja þarf pöntunina í Þrótt föstudaginn 20. mars á milli klukkan 17 og 18.

Ef það eru einhverjar spurningar, þá vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á
4flTrottar@gmail.com
- - - - -

Æfingaferð eldra ársins!

Sælir strákar (á eldra árið)!

Það verður viku seinkun á ferðinni okkar til Grindavíkur (nýja höllin þeirra er ekki ennþá búin að fá samþykki byggingaryfirvalda - en stefnt á opnun núna um helgina).

Þannig að nýja dagsetningin er: Laugardagurinn 21.mars - sunnudagurinn 22.mars.

Stefnt er að leggja í hann eftir hádegi, taka 1-2 æfingar, horfa á enska boltann, kíkja í sund, detta á "pedsu", kvöldvaka og ræma, leikur v Grindavík á sunnudeginum og enda svo í lóninu.

Gróft mat á fjárútlátum er ca.4000kr. Þeir sem ætla að vera duglegir að selja klósettpappír fara náttúrulega létt með að vinna sér inn fyrir þessari ferð. Ekki nema 4 sölur og málið dautt.

Set skráningarmiða á menn á fimleikaæfingunni á morgun, sem á svo að skila fyrir helgi.

Svo kemur nánari dagskrá í kringum næstu helgi.
Líf og fjör.
Ingvi og Teddi.

p.s. skilst að það sé handboltatúrnering sömu helgi, en gerum ráð fyrir að óskar plöggi að þeir leikir séu fös/laug þannig að menn myndu skila sér suður um kvöldið!!

- - - - -

Sunday, March 08, 2009

Mán!

Jamm jamm.

Alles klar - ný vika byrjuð og við setjum allt á fullt. Morgundagurinn smá breyttur, en held að allir skilji planið:

- Töflufundur - Yngra ár - Vídeóherbergið - kl.16.30.
- Æfing - Yngra ár - Gervigrasið - kl.17.00 - 18.00.


- Töflufundur - Eldra ár - Vídeóherbergið - kl.17.00.
- Æfing - Eldra ár - Gervigrasið - kl.17.30 - 18.30.

Til að einfalda (fyrir vogó og laugó): Yngra ár mætir 16.30 en eldra árið 17.00.
Síja,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Saturday, March 07, 2009

Jamm jamm!

Sælir piltar.

Það fór ekki vel hjá okkur í dag - menn kannski bara klárir á sínum leik þannig að hérna koma nokkrir punktar um hina:

- A lið: 1 - 2 tap. Skyldist á Tedda að þetta hafi verið naumt tap, að við hefðum átt fullt í leiknum og alls ekki verið síðari aðilinn. En samt einhver atriði sem þarf að laga.

- B lið: 2 - 7 tap. Eftir að hafa komist í 2 - 0 þá var eins og við duttum úr sambandi, misstum leikinn niður í jafntefli í hálfleik, og leyfðum þeim svo að valta yfir okkur í seinni hálfleik. Ótrúlega lítil stemmning í mönnum, 2-3 að spila á getu en aðrir langt undir "meðaltali"! Ég trúi ekki að menn nenni að spila annan svona leik í mótinu.

- C lið: 1 - 6 tap. Frekar kaflaskiptur leikur. Börðust nokkuð vel nema kannski alveg í blálokinn. Þeir voru samt mun hættulegri fram á við og kláruðu sín færi á meðan við gerðum það ekki.


Nú þurfum við bara að laga það sem klikkaði í dag. Nóg að gera hjá okkur og ykkur strákar. Þrjár vikur í næsta leik, sem er við KR á heimavelli. Reynum að taka einn æfingaleik í millitíðinni. En ljóst er að menn þurfa að mæta eins og menn næstu vikurnar og leggja vel á sig.

Hafið það gott á morgun, sunnudag. Allir svo klárir á mánudaginn.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Leikir v Fjölni - Rvk mót!

Jamm.

Við byrjuðum Rvk mótið ekki alveg eins og við ætluðum okkur. Niðurstaðan 3 töp og næstu tvær vikurnar fara í að laga það sem fór illa í dag. En allt um það hér:

- - - - -

Punktar fyrir leikinn: Tala - Stjórna hver öðrum - jákvæðir - vanda sendingar - vera nálægt mönnunum sínum - dekka vel - vera hættulegir fram á við - hlaup án bolta - fara á menn 1v1 - skjóta á markið - fá fyrirgjafir fyrir.

- - - - -
  • Hvaða leikur: Rvk mótið v Fjölni - A lið.
Dags: Laugardagurinn 7.mars 2009.
Tími: kl.13.00 - 14.15.
Völlur: Fjölnisgervigras.

Dómarar: ?
Aðstæður: Nokkuð hlýtt og völlurinn smá blautur og góður.

Staðan í hálfleik: 1 - 1.

Lokastaða: 1 - 2.

Maður leiksins: ?

Mörk: Daði.

Liðið: Vésteinn í markinu - Anton og Árni bakverðir - Sveinn og Jovan miðverðir - Njörður fyrir framan vörnina - Elvar Örn og Daníel L á köntunum - Jón Konráð og Daði á miðjunni - Aron einn frammi. Varamenn: Arnar, Stefán Pétur og Andri Már.

Frammistaða: - Slugs, tökum það á okkur!

Almennt um leikinn:

Mörkin þeirra: Stunga á milli miðvarðar og bakvarðar - seinna markið tók engin ábyrgð eftir sendingu aftur fyrir vörnina.

- - - - -
  • Hvaða leikur: Rvk mótið v Fjölni - B lið.
Dags: Laugardagurinn 7.mars 2009.
Tími: kl.14.20 - 15.35.
Völlur: Fjölnisgervigras.

Dómarar: Fjölnisdómari tók etta "sóló" - nokkuð góður en stundum erfitt með rangstæðuna!
Aðstæður: Nett veður og nettur völlur.

Staðan í hálfleik: 2 - 2.

Lokastaða: 2 - 7.

Maður leiksins: ?

Mörk: Andri Már (2).

Liðið: Skúli í markinu - Gunnar og Birkir Örn bakverðir - Jökull og Jónas miðverðir - Breki og Andri Már á köntunum - Jón Kaldal og Aron Brink á miðjunni - Björn Sigþór og Stefán Pétur frammi. Varamenn: Kristófer Karl, Ólafur Guðni, Brynjar og Bjarni Pétur.

Frammistaða: - Slugs, tökum það á okkur!

Almennt um leikinn: - Slugs, tökum það á okkur!

- - - - -
  • Hvaða leikur: Rvk mótið v Fjölni - C lið.

Dags: Laugardagurinn 7.mars 2009.
Tími: kl.15.40 - 16.50.
Völlur: Fjölnisgervigras.

Dómarar: Fjölnisdómari tók etta "sóló" - nokkuð góður en stundum erfitt með rangstæðuna!
Aðstæður: Orðið aðeins kaldara en fyrr að deginum - en völlurinn súper.

Staðan í hálfleik: 1 - 3.

Lokastaða: 1 - 6.

Maður leiksins: Hörður Gautur / Bjarni Pétur.
Mörk: Bjarni Pétur.

Liðið: Kristófer Karl í markinu - Þorkell og Ýmir bakverðir - Viktor Snær og Hörður Gautur miðverðir - Nizzar og Sigurður Þór á köntunum - Bjarni Pétur og Daníel Þór á miðjunni - Brynjar og Andrés Uggi frammi. Varamenn: Kári, Sölvi, Kristjón, Marteinn og Gabríel Ingi.

Frammistaða: - Slugs, tökum það á okkur!

Almennt um leikinn: - Slugs, tökum það á okkur!

- - - - -

Friday, March 06, 2009

Laug - leikir v Fjölni í Rvk mótinu!

Sælir meistarar.

Jæja þá er komið að fyrstu leikjunum í Reykjavíkurmótinu, en þeir eru við Fjölni á morgun, laug, á þeirra heimavelli (gervigrasinu fyrir aftan Egilshöllina). Mætum bara inn í Egilshöllina og þar fáum við klefa.

Undirbúa sig vel í kvöld og í fyrramálið, mæta með allt dót "on time" og tilbúnir í hörkuleiki.

- A lið - Mæting kl.12.15 upp í Egilshöll - keppt frá 13.00 - 14.15:

Vésteinn Þrymur - Anton Orri - Aron Bj. - Daði - Elvar Örn - Arnar - Jovan - Andri Már - Jón Konráð - Daníel L - Njörður - Árni Þór - Stefán Pétur - Sveinn Andri.

- B lið - Mæting kl.13.40 upp í Egilshöll - keppt frá 14.20 - 15.35:

Kristófer Karl - Breki - Jón Kaldal - Skúli - Aron Br. - Bjarki L - Birkir Örn - Brynjar - Björn Sigþór - Gunnar Reynir - Jónas - Jökull - Ólafur Guðni + 2-3 leikmenn úr A hópnum.

- C lið - Mæting kl.15.00 upp í Egilshöll - keppt frá 15.40 - 16.50:

Kári - Andrés Uggi - Bjarni Pétur - Daníel Þór - Hörður Gautur - Kristjón Geir - Nizzar - Marteinn Þór - Sigurður Þór - - Sölvi - Viktor Snær - Ýmir Hrafn - Þorkell - Gabríel Ingi + 1-2 leikmenn úr B hópnum.

Meiddir - forfallaðir: Birkir Már - Hörður Sævar - Jakob - Páll Ársæll - Þorsteinn Eyfjörð - Benjamín - Eyþór - Logi - Pétur Jökull - Sigurjón.

Held að ég sé með etta pottþétt svona. En heyrið í okkur ef það er eitthvað.
Sjáumst sprækir,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Thursday, March 05, 2009

Fös!

Jójó.

Það styttist í fyrsta leik í Rvk mótinu, en hann er á laugardaginn hjá öllum. Fyrsti keppir A liðið kl.13.00 upp á nýja Fjölnisgervigrasi (við hliðina á Egilshöllinni) og svo koma hinir leikirnir eftir hann.

Síðasta æfing fyrir leik á morgun, föstudag - verðum hálftíma fyrr og geymum hlaup að þessu sinni:

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.15.00 - 16.40.

Förum að undirbúa okkur og mætum allir klárir á morgun.
Sjáumst hressir,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Tuesday, March 03, 2009

Mið!

Bledsen.

Stemmari í dag þrátt fyrir ansi leiðinlegt veður - tókum bara vel á því, en megum endilega fara að tala meira. Klikkum allt of oft á að segja "snúa", "maður í bak", "farðu", "skjóttu" o.s.frv. Létt að laga það. Og svo hittu Matti og Elli í slánna!

Eldra árið klárt á morgun, miðvikudag:

- Æfing - Eldra ár - Gervigrasið - kl.16.30 - 18.00.

Held að við þurfum engu að bæta við. Bara mæta sprækir og kannski klæða sig vel.
Kem svo með öll blöðin.
Sláumst.
Ingvi og Teddi.

- - - - - -

Sunday, March 01, 2009

Þrið!

Jó jó jó jó.

Vill í fyrsta lagi taka á mig skrópið í dag - lyftingaræfing hjá mfl (meistaraflokki) á sama tíma (veit - erfitt að sjá hvernig ég get orðið massaðri)! Einnig ætlaði ég að henda á ykkur svaðalegum pakka af blöðum en lendi í ljósritunarmartröð bæði upp í langó og niður í Þrótti.

Þannig að. En svaðalega góð mæting í dag strákar, höldum þessu áfram í vikunni og þá verðum við í góðum málum á laugardaginn v Fjölni.

Það er venjuleg æfing hjá yngra árinu á morgun, þriðjudag (þannig að fyrsti fimleikatíminn er næsta þriðjudag - sem er kannski ágætt, nú hugsum við bara um leikina á laugardaginn).

- Þrið - Æfing - Yngra ár - Gervigras - kl.15.30 - 17.00.

Heyrðist að Bjarni eigi afmæli á morgun - getið reynt að suða út "bara spil" en lofa engu. Verð samt með hressa poweradeþraut.

Svo er eldra árið á venjulegum tíma á miðvikudaginn.
Líf og fjör.
Ingvi og Teddi.

p.s. Mætingarnar í febrúar eru klárar!
p.s. 2. Einnig er mars dagatalið nokkuð "ready"!
p.s. 3. Hérna eru allir leikirnir í Rvk mótinu.

- - - - -

Mán!

Sælir félagar.

Vonandi hafið þið haft það gott um helgina. Ég sat alla veganna upp í sófa í dag að horfa á Man.Utd v Tottenham. Var mest að fíla Modric á miðjunni hjá Spurs. Lala leikur, vítin hjá Spurs ekki alveg að gera sig og Man.Utd fékk titilinn. Og bannað að bögga mig og Tedda á tapinu í gær (hjá liverpool).

1.mars í dag og mánudagur á morgun. 5 dagar í fyrsta leik í Rvk mótinu þannig að við ætlum að æfa virkilega vel í vikunni og vera klárir næsta laugardag.

Morgundagurinn verður svipaður og undanfarna mánudag:

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.16.45 - 18.15.

Byrja strax að skokka korter í - svo tökum við á því. Og fáið svo miða með ykkur í lokin.
Heyrið í okkur ef það er eitthvað, annars sjáumst við hressir.
Ingvi, Teddi og .... (ó já, nýr aðstoðarmaður mætir í vikunni).

- - - - -