Monday, June 15, 2009

Þrið!

Jev.

Það var ekki alveg nógu góður bolti sem við buðum upp á í dag á TBR velli - Nokkuð "save" fyrri hálfleikur en getum ekki verið sáttir með seinni hálfleikinn. Spáum aðeins í hvað klikkaði - en svo er það bara næsti leikur. Sýndist svo menn vera vel einbeittir á æfingu hjá gamla.

Þriðjudagur á morgun - ætlum að æfa allir saman, á fyrsta formlega sumaræfingatímanum, og fara skipulega í nokkur atriði:

- Æfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.13.00 - 14.30.

Mætum allir og tökum vel á því - svo frí á sautjánda júní og allir niður í bæ :-)

Slétt vika í æfingaferðina - erum búnir að setja upp gróft plan og heyra í þjálfurunum á staðnum. Það er 41 strákur búinn að skrá sig - ef einhver á eftir að láta okkur vita er hann beðinn um að græja það á morgun, ok sör!

Sjáumst eldhressir á morgun, ég og gamli mætum fáránlega ferskir, beint af salatbarnum!
Kv,
i - t og s.

- - - - -

3 Comments:

At 9:38 AM, Anonymous nonni said...

ég kemst ekki á æfinguna í dag því ég er að fara til tannlæknis , eftir það fer ég uppí sumarbústað og kem heim á fimmtudag en missi samt af æfingunni þá því ég kem seinnipartinn . kem auðvitað á æfingu á föstudag .

 
At 12:40 PM, Anonymous Anonymous said...

verða æfingar í liðum :D ?

 
At 12:57 PM, Anonymous Anonymous said...

kemst ekki á æfingu vegna mikils kvefs. Kv. Pétur jóhann

 

Post a Comment

<< Home