Thursday, September 17, 2009

Tölfræðin - part 1!

Jamm.

Í næstu þremur færslum ætla ég að setja flest alla tölfræði frá árinu. Byrjum á mætingunni:

- Besta ástundun (eldra ár):

1 – 170 skipti – Daníel Levin - 94%.
2 – 165 skipti – Anton Orri.
3 – 157 skipti – Árni Þór.


4 – 153 skipti – Sveinn Andri.
5 – 152 skipti – Elvar Örn.
6 – 7 150 skipti – Arnar P + Ólafur Guðni.
8 – 149 skipti – Birkir Már.


- alls var 181 skipti hjá eldra árinu í ár (allt meðtalið).

- Besta ástundun (yngra ár):

1 – 184 skipti – Þorkell - 98%.
2 – 182 skipti – Breki.
3 – 166 skipti – Daníel Þór.


4 – 165 skipti - Viktor Snær.
5 – 160 skipti – Ýmir Hrafn.
6 – 156 skipti – Hörður Gautur + Jón Kaldal + Sigurður Þór.
7 – 152 skipti – Andrés Uggi + Bjarni Pétur.


- alls voru 187 skipti hjá yngra árinu (allt meðtalið). Þar sjáið þið að Þorkell klikkaði á 3 æfingum (sem er örugglega met :-)


Ég myndi segja að þetta sé svona 92% akúrat hjá okkur - ef eitthvað þá græddu menn, því í þau ca. 6 skipti sem við klikkuðum að taka mætingu þá fengu allir x í kladdann!

Býst nú við að allir séu með netfang. Þið hljótið að geta sleppt einu chatti við einhverja píu á msn-inu og í staðinn taka eitt meil á kallinn og biðja um allar sínar mætingar á árinu!! ingvisveins@langholtsskoli.is - skora á ykkur.

- - - - - -

Við náðum að halda nokkuð vel utan um flesta á þessu ári, en einnig hefðum við getað gert suma hluti betur:

- Umfjöllun um leikina sjálfa og frammistöðu leikmanna hefði getað verið betri.
- Allar mælingar á undirbúningstímabilinu hefðu getað verið aðeins markvissari.
- Núna í lokinn hefði verið flott að fá einhvers konar "einkunnaspjald" frá árinu, plúsar og mínusar í boltanum o.fl.


Þetta er vonandi það sem koma skal í eldri flokkunum, en kannski full erfitt þegar það eru 50 leikmenn í flokknum.

En nóg í bili,
ingvi-teddi-sindri.

- - - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home