Tuesday, February 28, 2006

Góða kvöldið...það er Eymi sem bloggar!

Já börnin góð það held ég. Ingvi Sveins hringdi í mig frá Rússlandi og virtist hress, kvaðst vera búinn að næla sér í eina rússneska kellingu, Svetlana á hún víst að heita og er gömul kempa úr kúluvapinu. Þau eru búinn að festa ráð sitt og eru búinn að fjárfesta í húsi einhversstaðar nærri Vladipavlosk. Nú þar sem þau eyddu öllu sparifénu í húsið áttu þau ekki efni á bíl, þannig að hjónakorninn splæstu í þennan forláta asna til að hjálpa þeim að komast á milli staða.

Allavega...hann bað mig um að skila til ykkar að á morgun, miðvikudag (og jafnframt öskudag) eru æfingar á eftirtöldum tímum, fyrir eftirtalda hópa á eftirfarandi stöðum!

Eldra ár:
Spurning: Hvar er æfingin?
Svar: Á Tennisvellinum

Spurning: Hvenar er æfingin?
Svar: Frá klukkan fimmtánhundruð til sextánhundruð (fyrir þá sem ekki kunna hermál: 15:00-16:00)

Yngra ár:
Spurning: Hvar er æfingin?
Svar: Á Gervigrasinu

Spurning: Hvenar er æfingin?
Svar: Frá klukkan sextánhundruðogþrjátíu til átjánhundruð (fyrir þá sem ekki kunna hermál 16:30-18:00)


Nú eins og allir vita, þá er öskudagur á morgun, og því verða verðlaun veitt fyrir besta búningin, Ingvi sagðist vera búinn að kaupa alveg mögnuð verðlaun. Hann sagði að þau væru allt í senn: Alrússnesk, bráðfyndin og jafnframt afar sjokkerandi.

Að lokum vil ég svo biðjast forláts á hversu seint þessi tilkynning berst hingað á bloggið...en það er nú bara þannig að það þarf ansi langa símalínu til að ná frá St. Pétursborg hingað í Breiðholtið...en jæja...takk fyrir mig...og sjáumst

P.S. Ef einhverjir komast á ekki á aðrahvora æfinguna er sjálfsagt að fá að mæta á hina. Láta þetta svo berast



Thursday, February 23, 2006

Vetrarhátíð!

Hey

Um helgina er svokölluð Vetrarhátíð í hverfinu - og bara um allan bæ held ég.

En við mælum með að þið stormið niður í Laugardalinn um helgina, sérstaklega á sunnudaginn og takið alla fjölskylduna með sér.

Hérna er dagskráin:

Föstudagur 24. febrúar

Skautahöllin í Laugardal:
Kl.20:15 – 23:00 Krulla(Curling) fyrir almenning
Í tilefni nýstofnaðrar Krulludeildar Þróttar verður almenningi boðið upp á kynningu á þessari nýju íþróttagrein hér í Reykjavík. Kynninginn fer fram í Skautahöllinni í Laugardal. Þetta er mjög skemmtileg íþrótt sem allir geta tekið þátt í frá 12 ára aldri.

Sunnudagur 26. febrúar

Kl. 12:00 Kaffiveitingar í Félagshúsi Þróttar í Laugardal
-17:00 Kaffiveitingar verða fyrir almenning í Félagshúsi Þróttar við Gervigrasið í Laugardal.

12 – 17 Ratleikur ÍBR, ein stöð ratleiksins fer í gegn um Félagshús Þróttar ásamt gervigrasinu að hluta.

12:45 – Sipp leikir í Laugardal, Gestir og gangandi verða kvattir til að prófa gamla sipp leiki, sbr. Mamma segir, snú-snú o.fl.

Kl. 13:45 Vetrarhátíðar kappleikur í knattspyrnu
Keppni fer fram milli meistaraflokka Þróttar í karla og kvenna bolta. Keppt verðuð með óhefðbundnu sniði þ.e. einstaklingum úr þessum flokkum verður blandað saman með sérstöku fyrirkomulagi og verður þar ekkert gefið eftir. Atburðurinn fer fram á Gervigrasvellinum í Laugarsdal.

Kl. 14:45 Knattþrautir fyrir almenning
Gestum og gangandi verður boðið að reyna getu sína í knattspyrnuþrautum. Atburðurinn fer fram á Gervigrasvellinum í Laugarsdal. (þessu munu aglarnir eflaust stjórna :-) og eflaust kiddi líka.

Kl. 16:00 Krullukynning (Curling)í máli og myndum
Í samkomusal Félagshúsi Þróttar í Laugardal verður þessi nýja íþróttagrein Reykvíkinga kynnt í máli og myndum.

Kl. 14:00 - Tae Kwon Do
15:00 Á neðstu hæð Félagshúss Þróttar verður kynning á þessari skemmtulegu bardaga og sjálfsvarnar íþrótt, opið inn á almenna æfingu.

Kl. 15:00 Judo
- 16:00 Á neðstu hæð Félagshúss Þróttar verður kynning á þessari skemmtulegu bardaga og sjálfsvarnar íþrótt, opið inn á almenna æfingu.

Kl. 14:00 Glíma hin fornfræga þjóðar íþrótt
Í samkomusal Félagshúsi Þróttar í Laugardal verður þessi þjóðkunna þjóðaríþrótt Íslendinga kynnt bæði í verki og með myndrænum hætti. Öllum opið.

Kl. 15:00 Tennis fyrir almenning
– 17:00 Öllum gefst tækifæri til að taka þátt og kynnast tennisíþróttinni af eigin raun. Fer fram á upphituðum Tennisvelli Þróttar í Laugadal.

Kl. 12:00
- 15:00 Fimleikadeild Ármanns opið hús
Fimleikadeild Ármanns verður með opið hús í Sóltúni 16 fyrir börn og unglinga. Öllum verður gefin kostur á að reyna sig á áhöldum fimleikadeildar og kynnast íþróttinni af eigin raun með tilsögn.

Aðgangur að öllum dagskrárliðum
Ármanns og Þróttar eru ókeypis!

Vetrarfrí!

Sælir strákar.

Við ætlum nú að taka okkur fimm daga pásu.
Það verða sem sé engar æfingar fös-laug-sun-mán-þrið.

Vona að menn slaki bara á og njóti pásunnar.

Það er samt gott að hreyfa sig eitthvað og eru hugmyndir
af því hér neðst.

Við sjáumst svo næsta miðvikudag.
Hafið það sem allra best.

Ingvi - Egill T - Egill B og Kiddi.

- - - - -

Hreyfðu þig smá í fríinu:

- Farðu í sund! - taktu nokkrar skriðsundsferðir.
- Taktu smá skokk! - hringurinn í kringum Laugardalinn er upplagður. Er um 3,5 km að lengd og ætti að taka um 20 mín.
- Farðu út í bolta! - Engin snjór og næstum öll drulla farinn. Efri völlurinn í Langó og búrið í Laugarnesskóla klikka ekki. Bjallið ykkur saman og takið leik.
- Taktu út hjólið! Brunnaðu niður í bæ, eða í Kringluna og fáið ykkur ís að launum.
- Út að halda á lofti. Bæta metið.
- Farðu á skauta! Það styttist í íshokkí hjá flokknum (já verðum að plögga það). Gott að bæta sig aðeins!
- Það er stutt í klifurhúsið. Rétt hjá Ikea - Og frekar ódýrt inn.
- Farið í TBR, hittið á Árna eða Dalla og segist þekkja Ingva - fáið völlinn á slikk. Alltaf gaman í badminton.

- - - - -

Fimmtudagurinn 23.feb!

Heyja.

Í dag, fimmtudag, eru aukaæfingar (þar sem við erum að fara í góða
pásu):

- Strákar á yngra ári mæta kl.15.30 niður í Þrótt í létt útihlaup og styrktaræfingar.

- Strákar á eldra ári mæta kl.16.30 niður í Þrótt í stutta spretti og smá bolta. (og ekkert mál að mæta á aðra hvora æfinguna ef þið eruð í vandræðum eða að fara á handboltaæfingu) .

- Í dag er líka fundur fyrir foreldra drengja á eldra ári og eru að fara í utanlandsferðina í sumar. Fundurinn hefst kl.18.00 og verður bara stuttur og laggóður. Við munum bara renna yfir helstu atriðin varðandi ferðina (sem skiluðu sér kannski ekki frá strákunum á mánudaginn!) og svara öllum spurningum sem þið hafið. Vona að sem flestir nái að mæta.

- Svo tökum við gott frí - og næsta æfing verður ekki fyrr en næsta miðvikudag, 1.mars (betur auglýstar síðar).

heyrumst,
Ingvi (869-8228).

Tuesday, February 21, 2006

Miðvikudagurinn 22.feb!

Heyja.

Svona lítur dagurinn út:

Yngra árið æfir kl.16.30 á gervigrasinu.

og

Eldra árið æfir kl.17.30 í Langó - útihlaup á undan,
svo massívur dýnubolti inni! Stig reiknuð og svona.
Muna að mæta með allt dót!

Sjáumst.

- - - - -

- fer svo alveg að klára leikina :-/

- chealsea v barcelona kl.19.45 á sýn. skylduáhorf!!

- væntanlega aukaæfing á fimmtudag - og svo 4 daga vetrarfrí!!

Þrið!

Jó.

Í dag, þriðjudag, er frjáls mæting á inniæfingu upp í Höll.
kl.15.00 - 16.00!
Egill verður með massa mót! og jafnvel eina þraut!

Bara ef þið eruð lausir.

AJU,
þjálfarar.

Utanlandsferð eldra ársins næsta sumar!

Heyja.

Í gær héldum við smá fund í sambandi við fyrirhugaða
utanlandsferð eldra ársins næsta sumar. Það var góð mæting,
gott gúff með og allt á hreinu!

Hér fyrir neðan eru helstu atriði sem eru klár á þessum tímapunkti:

- - - - -


Æfinga- og skemmtiferð Danmörk 2.- 9. ágúst

http://www.danhostelnord.dk/fjerritslev/page_13.htm

4 flokkur karla 2006, Knattspyrnufélagið Þróttur.

Planið er að fara til Fjerritslev sem er lítið þorp á norður Jótlandi, 50 Km frá Álaborg og 35 km í Farup Sommerland sem er stór skemmtigarður/rennibrautagarður. Þetta þorp hefur sérhæft sig í að bjóða upp á mjög góða aðstöðu fyrir íþróttalið, í fyrra var t.d.Norwich City þarna. Á svæðinu eru ca 12 grasvellir, 2 íþróttahús, sundlaug, borðtennis, fundarherbergi, stutt í 18 holu golfvöll og keilu svo e-h sé nefnt.

27 drengir hafa tilkynnt þátttöku.
Auk þeirra fara 3 þjálfarar: Ingvi, Egill og Egill og 2 fararstjórar: Grétar og Björgvin.

Kostnaðaráætlun:
Kostnaður vegna ferðarinnar er áætlaður kr. 80.000,- á hvern dreng. Hér er um heildarkostnað að ræða. Sundurliðun kostnaðar er skv. eftirfarandi.

Fargjald 24.700 kr.
Gisting + fæði 31.000kr.
Rútur og skemmtiferðir 8.000kr.
Þjálfarar og fararstjórn 11.000kr.
Vasapeningar – 50 DDK pr.dag 3.800kr.
Annað og ófyrirséð 1.500 kr.
Heildarkostnaður 80.000Kr.

Áætlun miðast við gengi DKK 22.feb og 32 þátttakendur.

Greiðslur:
Greiða þarf staðfestingargjald vegna flugfars strax. Til þess að nýta kortatryggingar (forfallatr. o.fl.) er hagkvæmt að greiða fargjaldið með greiðslukortum. Ef óskað er eftir forfallatryggingu greiðast kr. 1.600. til viðbótar. Stafestingargjaldið má hinsvegar greiða með peningum/inneign ef hún er til staðar.

Svona má greiða ferðina en það má líka ganga frá þessu í 2-3 lagi, greiða ferðina í heilu lagi á korti og skipta hinu í tvennt eða þrennt. Láta vita í e-pósti til Áshildar – sem fyrst.

Dags. - Upphæð Kr. - Skýringar

1. Staðfestingargjald 27. feb 8.000,- Greiðslukort eða innborgun
2. greiðsla 2.apríl 20.000,- Innborgun
3. greiðsla 2. maí 20.000,- Innborgun
4. greiðsla 2. júní 16.700,- Greiðslukort
5. greiðsla 2. júlí 15.300,- Innborgun

Samtals: 80.000,-

Gr. 1+4.: Sendið uppl. um kortanúmer/gildistíma greiðslukorts og 3 stafa tölu sem er aftan á korti ásamt nafni drengsins, á ashildur@marel.is. (s. 895-9240), Ef óskað er eftir forfallatryggingu þarf að bæta við kr. 1.600./ eða leggja inn

Gr. 2+3+5 Nota má inneign drengjanna til að greiða. Annars að leggja inn á efirfarandi reikning: 1110- 26-010708, kt: 100962-2769.

Þegar þið sendið upplýsingarnar þá látið þið vita hvernig þið viljið haga greiðslunum.

Monday, February 20, 2006

Mánudagurinn 20.feb!

Jójójó.

Planið í dag, mánudag, er svona:

Yngra árið æfir kl.15.00 - 16.30 á tennisvellinum (þúsari að
egill mæti ekki fyrr og plöggi boltana).

Eldra árið æfir kl.16.00 - 17.30 á gervigrasinu - Allir að mæta!! því: - Það er stuttur
fundur kl.18.15-18.45 í sjónvarpsherberginu í sambandi við utanlandsferðina
okkar í sumar. Fundur fyrir foreldra verður svo seinna í vikunni!

Sjáumst hressir,
Ingvi og company.

Sunnudagurinn!

Heyja.

Já - kallinn var 27 ára - hápunktur ferilsins í boltanum að
nálgast!

Samt ekki spes að grút-tapa á móti FH í gær - en fékk að fara
á miðjuna, sem ætti að þýða rakstur! en sjáum til. Líka soldið skrýtið
að spila með Rabba, sem var í fjórða fyrir 3 árum!!

20 manns mættu svo á æfingu eða eftir æfingu í gær gúffuðu súkkulaðiköku og mjólk!
Egil og Kiddi enduðu svo í fjórða sæti á Íslandsmótinu innanhús. það sleppur alveg.

mun svo monta mig á nýja stöffinu mínu í vikunni!
aju

Leikur v Fjölni!

Sælir.

Það var mikill baráttusigur á Fjölnismönnum á sunnudaginn.
Klassa 3-2 sigur - allt um hann hér:

- - - - -

Dags: Sunnudagurinn 19.febrúar 2006.
Tími: Kl.11.00 - 12.10.
Völlur: Egilshöllin

Þróttur 3 - Fjölnir 2.
Staðan í hálfleik: 1 - 1.


Maður leiksins: Kristófer.
Mörk:
Mikael Páll (12 mín) - Daníel I (45 mín) - Daníel Örn (58 mín).

Vallaraðstæður: Fín tilbreyting að kíkja í Egilshöllina.
Dómarar: Ingvi (svaðalegur) og þjálfari Fjölnismanna.


Liðið (4-4-2): Orri í markinu - Elvar Aron og Ágúst Heiðar bakverðir - Sindri og Kristófer miðverðir - Emil Sölvi og Matthías á köntunum - Daníel I, Mikael Páll og Guðmundur Andri á miðjunni - Daníel Örn frammi + Davíð, Ingvar, Anton Sverrir og Gabríel.

Liðsmynd!


Almennt um leikinn:

Það að vera meira með boltann þarf ekki endilega að þýða að lið vinni leiki - Það sannaðist eiginlega í dag! Fjölnismenn voru meira með knöttinn en þrátt fyrir það náðum við að klára dæmið í lokinn og vinna flottann 3-2 sigur.

Við hleyptum þeim alltof mikið í gegnum miðjuna þrátt fyrir að vera með þriggja manna miðju. Það er alltaf verst að fá menn á miklum hraða á þessum stað á sig. En við héldum út. Orri var traustur í markinu og bjargaði oft vel. Menn voru líka mættir til að aðstoða hvorn annan og það segir mikið.

Við vorum samt óheppnir að setja ekki annað mark í fyrri hálfleik. Vörn Fjölnismanna var oft afar framarlega og hefðum við átt að vera klókari og senda menn betur í gegn.

Við komust í 2-1 og héldum því forskoti í smá stund en þeir náðu svo að jafn rétt í lokinn. Vorum aðeins of framarlega og misstum þá í gegn. En náðum sem betur fer að setja sigurmarkið alveg í blálokinn - fínt mark sem Daníel skoraði eftir góðan samleik Antons og Kristófers.

Afar gott að fara í vetrarfríið með sigri - um að gera að njóta þess. byggjum svo á þessu.

- - - - -

Leikir v HK!

Hey.

Á laugardaginn keppti eldra árið við HK í þvílíku blíðviðri.
Hérna er allt um þá leiki:

- - - - - Fyrri leikurinn - - - - -

Dags: Laugardagurinn 18.febrúar 2006.
Tími: Kl.16.00 - 16.50.
Völlur: Gervigrasvöllurinn í Laugardal

Þróttur 2 - HK 1.
Staðan í hálfleik: - - - - -


Maður leiksins: Danni Ben.
Mörk:
Danni Ben (16 mín) - Bjarki B (37 mín).

Vallaraðstæður: Brillíant veður og völlurinn geggjaður.
Dómarar: Egill T og Kiddi, afar nettir.


Liðið (4-3-3): Snæbjörn í markinu - Gunni og Jakob bakverðir - Jónas og Gylfi miðverðir - Tumi vinstri miðja - Ingimar mið miðja - Bjarmi hægri miðja - Gulli vinstri frammi - Danni Ben mið frammi - Bjarki Steinn hægri frammi + Bjarki B.

Liðsmynd!

Almennt um leikinn:


Við prófuðum að spila 4-3-3 (kannski of mikil tilraunastarfsemi hjá mér í gangi) og gekk það bara sæmilega. Vorum samt ekkert búnir að fara of vel aðalatriðin í þessu kerfi. En mér fannst við samt átt að virka hættulegri fram á við.

Við spiluðum líka aðeins of þröngt. Hefðum mátt losa betur fyrir hvorn annann - þannig að auð svæði myndu losa fyrir næsta leikmann. Einnig vantar að við förum betur upp í skallabolta og vinna svo seinni boltann.

Við áttum mörg fín skot á markið - og skoruðum tvö klassa mörk. Sérstaklega var seinna markið glæsilegt. En við fengum líka fleiri færi sem við hefðum átt að nýta. En það vantaði aðeins betra "touch" í síðustu snertinguna.

Línan var aðeins tæp stundum - og var markið þeirra í ódýrari kantinum. Hefðum mátt þétta aðeins betur þá. Eins vorum við heppnir einu sinni eða tvivar.

En annars ágætis hálfleikur - menn sýndu fína takta og hefði úrslitin heldur átt að vera 4-1 en sættum okkur við sigurinn.


- - - - - Seinni leikurinn - - - - -

Dags: Laugardagurinn 18.febrúar 2006.
Tími: Kl.16.50 - 17.40.
Völlur: Gervigrasvöllurinn í Laugardal

Þróttur 3 - HK 1.
Staðan í hálfleik: - - - - -


Stóð sig skást: Bjarki B.
Mörk: Flóki (34 mín).


Vallaraðstæður: Brillíant veður og völlurinn geggjaður.
Dómarar: Kiddi og Egill B, áfram afar nettir.


Liðið (4-3-3): Anton í markinu - Kristófer og Tumi bakverðir - Jónas og Hreiðar miðverðir - Aron Ellert mið miðja - Atli Freyr hægri miðja - Jónmundur vinstri miðja - Bjarki B hægri frammi - Flóki mið frammi - Ágúst Ben vinstri frammi + nokkrir leikmenn úr fyrri hálfleik.

Almennt um leikinn:


Við fengum á okkur tvö mörk á fyrstu 8 mínútunum og það slökkti eiginlega alveg á okkur! Vörnin var of laus og ekki vel staðsett í þessum mörkum - eins vantaði betri keyrslu tilbaka.

Og í raun vorum við alveg kraftlausir í þessum leik - virkuðum þreyttir og sóttum af allt of litlum krafti fram á við. Það vantaði alla breidd í liðið - þannig að afar erfitt var að finna menn í lappir. Eins var engin frumleiki í sóknarleiknum, engin sem tók af skarið eða gargaði okkur í gang.

Áttum nokkur hálffæri en náðum ekki að nýta þau. Ágætis mark sem við settum en það hafði mátt rífa okkur betur upp.

Kannski er ég bara neikvæður en við hefðum getað gert miklu betur - þið vitið það alveg sjálfir. Þrátt fyrir slæma byrjun þá vorum við samt alveg inn í leiknum - en það vantaði miklu meiri vilja til að klára leikinn og vinna hann.
Þurfum að koma því betur inn hjá okkur.

Gerum betur næst, klárlega.

- - - - -

Friday, February 17, 2006

Helgin!

Sælir strákar.

Hérna er miðinn með plani helgarinnar:

- - - - -

4.flokkur karla
Knattspyrnufélagið Þróttur
Æfingaleikir!

Heyja.
Það er leikur hjá eftirtöldum leikmönnum um helgina.
Og svo venjuleg æfing á sunnudaginn kl.11.30 – 13.00.
Sjáumst hressir.
Ingvi og co.

Leikur v HK – Laugardagur.

Mæting hjá eftirfarandi kl.15.10 niður í Þrótt á laug – spilað frá kl.16.00-17.30:

Snæbjörn Valur – Anton - Jónas – Ingimar – Gylfi Björn – Jakob Fannar – Daníel Ben – Bjarmi – Flóki - Bjarki Steinn – Guðlaugur – Tumi – Flóki – Gunnar Björn – Jónmundur - Kristófer - Starki - Ágúst Ben - Aron Ellert - Bjarki B - Atli Freyr.

Ath: Símon (búinn að vera veikur) - Óskar! – Arnar Páll! – Davíð Hafþór (veikur) - Viktor (veikur) – Ævar Hrafn! – Einar Þór (meiddur) – Ástvaldur Axel (ekkert sést) – Davíð B (ekkert sést) - Hreiðar Árni (ferðalag).

- - - -

Leikur v Fjölni – Sunnudagur.

Mæting kl.10.30 upp í Egilshöll á sun – spilað frá kl.11.00-12.30.

Stefán Karl! – Orri! – Elvar Aron – Emil Sölvi – Kevin Davíð! – Arianit – Sindri – Matthías – Davíð Þór – Daníel Örn – Ágúst Heiðar – Ingvar – Hákon! – Gabríel Jóhann – Anton Helgi! – Reynir! – Guðmundur Andri! – Daníel I.

Ef einhverjir komast ekki þá hringjum við í fleiri leikmenn til að koma!
Annars bara að undirbúa sig vel.
Og horfa á Liverpool vinna Manchester United á laug!
Aju.

Thursday, February 16, 2006

Frí!

Jebba.

Það er ekkert að gerast í dag - fimmtudag.
Nema hjá aðstoðarpúpunum þremur!

Árshátíð MS er í dag - þannig að þeir verða í sparifötunum
(já Egill B er meir að segja búinn að plögga sér jakkaföt) flottir og hressir.

Og ef egillb kynnist stúlku þarf hann ekki að pumpa í boltana
það sem eftir er af tímabilinu :-)

- - - -

Og svaka fréttir - við erum komnir með 20 nýja bolta. verða testaðir á
æfingunni morgun:

- Kl.14.30-16.00 hjá öllum á gervigrasinu!

En athuga: þeir sem eiga eftir að taka hlaupatestin kíkja strax þá upp í frjálsíþróttahöll,
klára þau - og ná svo spilinu á æfingu. (en mæta fyrst niður í Þrótt). (Nöfnin eru hérna aftar á
síðunni)!

Sjáumst hressir á morgun,
Ingvi og co.

Mætingar í jan!

Heyja.

Eftirtaldir mættu best í janúar:

Yngri:

Árni Freyr - 17.skipti (+ 2).
Arnþór Ari - 17.skipti.
Hákon - 17.skipti.
Sindri - 17.skipti.

Eldri:

Snæbjörn Valur - 17.skipti (+ 2).
Guðlaugur - 17.skipti (+ 2).
Jónas - 17.skipti (+ 1).
Aron Ellert - 17.skipti.
Flóki - 17.skipti.
Óskar - 17.skipti.
Viktor - 17.skipti.

... og eiga inni glaðning á föstudagsæfingunni!

Og sem fyrr er ekkert mál að hafa samband við kallinn ef
menn eru ekki sáttir, eða vilja vita sinn fjölda!

Ástæðan fyrir að sumir fengu ekki 18 eða 19 æfingar skráðar á sig
er að það voru aukaskipti (s.s. Íslandsmótið innanhúss) og áttu ekki
allir kost á að mæta þá!

Annars nokkuð ánægður með heildarmætinguna í janúar. oftar en ekki
var ógeðisveður og mikill snjór.

Síja,
Ingvi

Jev!

Sælir.

Fínt í gær. en þurfum kannski aðeins að bæta:

yngri:
- að mæta með húfu og hanska þegar svona ógeðslega kalt er úti!
- segja nafnið á þeim sem við sendum á!
- vera sífellt á hreyfingu í spilinu!

eldri:
- mæta á réttum tíma (eða vera búinn að láta vita ef ykkur seinkar)!
- mæta með towel!

astoðarpúpur:
- mæta á undan kallinum og sækja boltana í geymsluna!
- pumpa oftar í boltana!

- Megið láta í commentakerfið ef kjadlinn þarf að bæta ekvað!

Ok sör!

Wednesday, February 15, 2006

Wednesday!

Sæler.

Lítur allt út fyrir nettann miðvikudag. svaðaleg sól
og svona!

En yngra árið æfir kl.16.30 - 18.00 á gervigrasinu.
verð alla veganna með tvær ferlega ferskar æfingar!

Og eldra árið er kl.18.00 niður í Langó - það er dodgeball
planaður (sjá reglurnar hér fyrir neðan) - þeir sem detta svo
í fermingarfræðslu ná alveg æfingunni - Búnir um kl.19.15.

Sjáumstum,
Ingvi og co.

- - - - -

Reglurnar í dodgeball:

- Það eru 6 leikmenn í hvoru liði!
- 6 rauðir gúmíboltar eru notaðir - settir á miðjunni í byrjun.
- Liðin byrja á sitt hvorum endanum – Og þegar flautað er í byrjun má spretta og reyna að ná bolta og byrja svo að negla!
- Ef það er gripið hjá þér þá ertu úr – OG annar leikmaður úr þínu liði má koma inn á!
- Það má skjóta alls staðar í mann.
- Þegar maður er skotinn þarf maður að fara strax út af.
- Þegar þú ert með boltann þá geturu varist með boltanum.
- Það má skjóta þig þótt þú hafir boltann.
- Bannað er að fara yfir línuna.
- Þegar allir 6 leikmennirnir eru skotnir úr öðru liðinu er leikurinn búinn.
- Muna svo að :Beygja – Beygla – Bogna – Bugast og … beygja. :-)

Monday, February 13, 2006

Þriðjudagur!

Heyp.

Það er frjáls mæting á innanhúsæfingu í höllinni í dag, þriðjudag.
Vera mættir aðeins fyrir kl.15.oo - búið um kl.16.15.
Muna eftir öllu dóti!

OG:

Þeir sem eiga eftir að taka testinn inn í frjálsíþróttahöll - reyna að koma
á sama tíma í dag (kl.15.00-16.00).

Ok sör.
Sjáumst.

Þessir leikmenn eru:

Eldri:

Atli Freyr
Ástvaldur Axel
Davíð B
Gylfi Björn
Ingimar
Kristófer Hamilton
Símon
Ævar Hrafn

Yngri:


Anton Sverrir
Arianit
Daði Þór
Dagur
Daníel

Daníel Örn
Ingvar

Kevin Davíð
Kristján Einar
Mikael Páll
Jóel
Þorleifur

Hyja.

Sælir.

Eruði að grínast með veðrið í dag. það er bara komið sumar!

Bara nettar æfingar í dag - tennisvöllurinn slapp en það væri nett
að hafa alla veganna eitt mark þar í viðbót. og engin kom allt of seint.

Eldra árið tók vel á því - veit ekki hvort mér var ekvað blótað! en menn
höfðu bara gott af essu! og klassa spil í lokinn þegar menn opnuðu munninn
loksins og bættu við tempóið. ég átti reyndar afar slakan dag í markinu.

Búinn að telja janúar mánuð - kemur fljótlega á bloggið.

Later.
.is

Sunday, February 12, 2006

Jeps!

Sælir.

Þannig var nú helgin!

4 leikir voru í gær, laugardag. 2 hjá eldra árinu, 1 hjá yngra árinu
og svo 1 hjá mfl :-(

Að vanda var erfitt að fá sæti í Egilshöllinni sökum margmennis!
En ekki nógu spes leikur.

En það kemur allt um ykkar leiki seinna í kvöld.
- - - - -
Annars er það bara mánudagurinn 13.febrúar takk fyrir:

Yngra árið er kl.15.00-16.30 á Tennisvellinum (veit að margir eru búnir í skólanum rétt fyrir 3 - þannig að ekkert mál að koma aðeins of seint)

Eldra árið er kl.16.00 - 17.30 á gervigrasinu. (Minnið alla á æfingu - 25+ yrði afar traust).

Sjáumst ferskir.
.is.eb.et.ksk

Saturday, February 11, 2006

Leikur v HK!

Jebb.

Seinni leikurinn við HK fór ekki alveg jafn vel og fyrri leikurinn.
Það sem ég var helst ósáttur með var að HK var alla veganna með
3 leikmenn sem spiluðu á föstudaginn líka - og það er óþolandi, sérstaklega
þegar við erum ekki látnir vita. En allt um leikinn hér:

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 11.febrúar 2006.
Tími: Kl.16.15 - 17.30.
Völlur: Gervigrasvöllurinn í Laugardal

Þróttur 0 - HK 5.
Staðan í hálfleik: 0 - 3.


Maður leiksins: Orri.
Mörk:
- - -

Vallaraðstæður: Eins og best verður á kosið.
Dómarar: Kiddi og Óskar (já þið heyrðuð það). Massa teymi.


Liðið (4-4-2): Orri í markinu - Elvar og Emil bakverðir - Sindri og Tolli miðverðir - Kevin og Hákon á köntunum - Reynir og Ingvar á miðjunni - Arianit og Daníel Örn frammi.

Almennt um leikinn:


Leikurinn byrjaði frekar illa, við fengum mark á okkur alveg í byrjun. Eftir markið tókum við okkur aðeins saman í andlitinu og Orri varði eins og berserkur.
Við komum okkur eiginlega ekki í neitt almennilegt færi í öllum leiknum. Allt spil vantaði á miðjunna og framherjar voru ekki að taka nóg þátt. Við fórum í gegnum allann fyrri hálfleikinn hræddir við að spila en þó ákveðnir í að leyfa þeim ekki að skora.
En undir lok fyrri hálfleiks fengum við á okkur tvö mörk á tveim mínútum vegna mistaka í varnarvinnu hjá vörn og miðju.

Í seinni hálfleik voru allir eiginlega búnir á því. Við vorum bara ellefu þannig að enginn skiptimaður var til að skipta inná. Það hafði eitthvað að segja. Við fengum svo á okkur tvö mörk þó að þeir hafi í raun legið í sókninni allan tímann.
Eins og sagði áður þá var leiðinlegt að þeir hafi notað leikmenn sem kepptu á föstudaginn - en við hugsum samt bara um okkur - og hvað við getum lært af þessu. Gerum bara klárlega betur í næsta leik.

- - - - -

Leikir v Grindavík!

Heyja.

Grindavík kíkti í heimsókn og tókum við tvo leiki (hálfleika) við þá.
Allt um leikina hér:

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 11.febrúar 2006.
Tími: Kl.14.30 - 15.15.
Völlur: Gervigrasvöllurinn í Laugardal

Þróttur 0 - Grindavík 0.
Staðan í hálfleik:
- - -

Maður leiksins: Gylfi Björn / Jónas.
Mörk:
- - -

Vallaraðstæður: Eins og best verður á kosið.
Dómarar: Ingvi og Egill T. Sluppu vel frá essu.


Liðið (4-4-2): Snæbjörn í markinu - Viktor og Símon bakverðir - Jónas og Bjarmi miðverðir - Ingimar og Gylfi aftari miðja - Bjarki Þór vinstri miðja - Bjarki B miðmiðja - Daníel Ben frammi + Bjarki Steinn.

Liðsmynd!

Almennt um leikinn:


Við vorum með boltann svona 70% af leiknum eða meira - en náðum að gera sáralítið fram á við! Vörnin var afar þétt og örugg og man ég ekki eftir góðu færi hjá Grindavík í leiknum.

Enn og aftur klikkaði ég kannski á uppstillingunni - þetta kerfi sem við byrjuðum með hentaði ekki, sérstaklega þar sem við áttum leikinn og þurftum engan veginn fleiri menn tilbaka.

Náðum samt að búa okkur til nokkur færi en án árangurs. Bjarki Steinn átti besta færi leiksins en markamaður grindavíkur náði á einhvern fáránlegan hátt að verja. Hornin okkar í leiknum voru klikkuð - Ingimar greinilega búinn að "stúdera" beckham - og afar svekkjandi að ná ekki að klára eftir þau.

Mér fannst ekki allir leikmenn vera á fullu og vantaði oft sprengikraft í okkur. Einnig vantaði hlaup án bolta - þurfa ekki endilega að enda með sendingu á ykkur - heldur losar það fyrir önnur hlaup sem geta nýtt okkur.

Náttúrulege ekki fullur leiktími - en samt hefði ég (og auðvitað þið líka) fá 1 mark til að klára.

En það sem ég var virkilega svekktur með var að menn biðu ekki rólegir eftir mér inn í klefa eftir leik. Þetta var kannski 15-17 mínútur "topps" - hefðuð t.d. getað skroppið í sturtu eins og á að gera eftir leiki!!! Man t.d. ekki eftir því að þetta hafi gerst áður, þetta var sérstakt tilfelli þar sem ég, egill og egill þurftum að fara á fund - EN ræðum þetta á mánudagsæfingunni.

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 11.febrúar 2006.
Tími: Kl.15.15 - 16.00.
Völlur: Gervigrasvöllurinn í Laugardal

Þróttur 1 - Grindavík 0.
Staðan í hálfleik:
- - -

Maður leiksins: Jakob Fannar.
Mörk: Flóki (10 mín).

Vallaraðstæður: Eins og best verður á kosið.
Dómarar: Kiddi + Oddur og Matti á línunni. Afar pró!

Liðið (4-4-2): Snæbjörn í markinu - Davíð Hafþór og Jónmundur bakverðir - Jakob og Símon miðverðir - Arnar Már og Ágúst Ben aftari miðja - Arnar Páll hægri miðja - Gulli miðmiðja - Óskar vinstri miðja - Flóki frammi + Davíð B.

Almennt um leikinn:


Eitt mark dugði til að klára dæmið - Fínn sigur en leikurinn byrjaði rólega, við vorum samt mun betri aðilinn í leiknum og höfðum yfirhöndina fyrstu mínúturnar. Snemma í leiknum skoraði Flóki með snyrtilegu skoti framhjá markmanni Grindvíkinganna.

Við gáfum örlítið eftir rétt eftir markið en engin hætta skapaðist vegna góðrar varnarvinnu og markvörslu hjá Snæbirni - sem hafði þó lítið að gera í leiknum.

En þegar korter var u.þ.b. eftir fengum við mjög góð færi sem við hefðum alveg mátt nýta. En leikurinn endaði með sigri okkar sem var mjög gott - Bara nokkuð góður leikur hjá öllum í liðinu.

- - - - -

Leikur v HK!

Heyja.

Já við skelltum snögglega á leik í gær - undirbúningurinn
hefði mátt vera betri - en kom ekki að sök. klassa leikur og
klassa sigur:

- - - - -

Dags: Föstudagurinn 10.febrúar 2006.
Tími: Kl.15.00 - 16.00.
Völlur: Gervigrasvöllurinn í Laugardal

Þróttur 4 - HK 0.
Staðan í hálfleik: 3 - 0.

Menn leiksins: Árni Freyr / Kristján Einar.
Mörk: Árni Freyr (11 mín og 40 mín) - Stefán Tómas (15 mín) - Arnþór Ari (23 mín).

Vallaraðstæður: Topp veður - frekar hlýtt og völlurinn prýðilegur.
Dómarar: Ingvi og Kiddi. Outstanding!

Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Úlli og Daði bakverðir - Diddi og Arnar Kári miðverðir - Stefán og Jóel á kantinum - Gummi og Arnþór á miðjunni - Árni Freyr og Kormákur frammi + Tryggvi, Kristófer, Mikael Páll, Jón Kristinn.

Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Við byrjuðum leikinn vel - Vorum afar öruggir í vörninni - töluðum vel og vorum þéttir. Þeir fengu kannski tvö færi í fyrri hálfleik. Lásum leikinn líka vel og héldum línu. Héldum þeirra besta manni alveg niðri og kom lítið út úr honum.

Náðum oft að spila boltanum út á kantana, sérstaklega vinstra megin - og komu alla veganna 4 fyrirgjafir þaðan í fyrri.

Hornin hefðu mátt vera betri en það var kannski smá rok sem truflaði okkur.

En þið funduð það hve gott það er að byrja vel - setja mark á undan og halda svo áfram að sækja á fullu. Og það hjálpar líka til þegar allir í liðinu ætla virkilega að klára dæmið.

Það vantaði kannski aðeins að miðjumenn sóttu boltann meira niður - og þaðan áfram upp völlinn, eða bara aftur á vörnina.

Ágætis tal, sérstaklega frá vörninni. Nokkrir leikmenn mega alveg bæta þetta.

Annars var þetta bara flottur leikur - margir áttu alveg klassa leik - og vill maður helst spila næsta leik sem allra fyrst!

- - - - -

Friday, February 10, 2006

Helgin!

Sælir strákar

Sorrý hvað þetta kemur seint (eitthvað vesen með bloggserverinn (ef þið trúið því)).
skrifað kl.12.30!!

En helgin verður eitthvað breytt sökum æfingaleikja.
Liðin verða ekki tilkynnt hér, heldur verða menn að mæta til að fá að keppa!

En planið lítur svona út:

Föstudagurinn 10.febrúar:

- Allir á yngra ári mæta kl.14.30 eins og vanalega. 1 hópur keppir við HK kl.15.00-16.00 og 1 hópur æfir á tennisvellinum kl.14.45-15.45.

- Eldra árið mætir kl.16.00 á æfingu, niður í Þrótt - mæta með hlaupa og/eða gervigrasskó. (Ekki í takkaskóm). Það verður eitthvað um hlaup í dalnum, en auk þess reynum við að fá smá blett á gervigrasinu.

Laugardagurinn 11.febrúar:

- Eldra árið mætir kl.13.45 niður í Þrótt og keppir við Grindavík kl.14.30 - 16.15. Þeir sem ekki mæta á fös og láta ekki vita af sér keppa ekki.

- Sá yngra árs hópur sem ekki keppti á fös mætir í dag kl.15.30 niður í Þrótt og keppir kl.16.15 - 17.30 við HK. Frí hjá öðrum á yngra ári.

- Allir ætla að láta sjá sig upp í Egilshöll um kl.17.00 að horfa á mfl keppa á móti Víking!

Sunnudagurinn 12.febrúar:

- Æfing kl.11.30 á gervigrasinu hjá leikmönnum á yngra ári sem kepptu á föstudaginn og voru í fríi í gær, laug.
- Frí, eða frjáls mæting hjá öllum öðrum leikmönnum, á yngra og eldra ári.

- - - - -

Vona að alla sé klárt - annars bara bjalla.
kv,
ingvi (869-8228) og co.

Thursday, February 09, 2006

Fimmtudagur!

Heyja.

Alveg frí í dag, fimmtudag!

Fínar æfingar í gær - kiddi með ferskar markmannsæfingar
og stigaæfingarnar þóttu nettar! Sumir samt næstum með tvo
vinstri fætur(ekki bögg fyrir örfætta) - vinnum í því!

Eldra árið tók smá púl (ekki alveg nógu ferskar stöðvar), star wars
skotbolta (snilld) og smá dýnubolta.

Fylgist svo vel með á blogginu í kvöld og í fyrramálið - helgin gæti
orðið soldið flókin!

Síja,
.is

Wednesday, February 08, 2006

Mið!

Heyja.

Veit þið eruð alver klárir á því en...
...miðvikudagurinn lítur þá svona út:

Yngra árið er á gervigrasinu kl.16.30-18.00.
Klæða sig vel!

Eldra árið inni í Langholtsskóla kl.18.00-19.20.
Koma með allt dót!

Aju.
I

p.s. hvað ætliði að gera í númerunum hér á síðunni til hægri!
nettnettnett.

Tuesday, February 07, 2006

Þrið!

Hej.

Gottetta. ég var eitthvað að tala um vorfíling í gær og nú
er allt á kafi í snjó!

Þannig að það er nett að kíkja aðeins innanhúss í dag, þriðjudag:

Alveg frjáls mæting - kl.15.00 - 16.15 upp í Laugardalshöll.
Coach Egill B mun sjá um kaffið og Kiddi lætur aðeins sjá sig
- Muna eftir öllu dóti!

Annars sjáumst við á morgun.
.IS

Monday, February 06, 2006

Monday!

Sælir piltar.
Sem sé:

Yngra árið kl.15.00-16.20 í dag, mánudag á iðagrænum tennisvellinum.

og

Eldra árið á flottu gervigrasinu kl.16.00-17.30.

Verið duglegir að láta hvorn annan vita.
Ok sör.
Heyrumst.
Ingvi og co.

Sunday, February 05, 2006

Næsta vika - breytt tafla!!

hey hey

Það verða smá breytingar á töflunni okkar fram í mars (frá og með morgundeginum). Aðalbreytingin er að gervigrastímarnir skiptast á mánudögum og miðvikudögum, og að eldra árið færist inn í Langholtsskóla á miðvikudögum. Einnig bætist inn ein auka æfing í höllinni á þriðjudögum, fyrir þá sem hafa áhuga.

Ef einhver kemst ekki á þessum nýju tímum, endilega heyrið í mér – og svo er minnsta mál í heimi ef eldra árs leikmaður mætir á yngra árs æfingu, eða öfugt.

Nýja taflan lítur þá svona út:

Mánudagar:
Kl.15.00 - 16.20 – Tennisvöllur – Yngra ár.
Kl.16.00 – 17.30 – Gervigras – Eldra ár.

Þriðjudagar:
Kl.15.00 - 16.15 – Laugardalshöll – Frjáls mæting.

Miðvikudagar:
Kl.16.30 – 18.00 – Gervigras – Yngra ár.
Kl.18.00 - 19.30 – Langholtsskóli – Eldra ár

Föstudagar:
K.14.30 – 16.00 – Gervigras – Allir (stundum skipt / æfingaleikir).

Laugardagar og sunnudagar:
Júdósalur – Markmannsæfingar.

Sunnudagar:
Kl.11.30 – 13.00 – Gervigras – Allir (stundum skipt / æfingaleikir).

Passið að vera mættir 10 mín fyrir æfingar!

Innbyrðisleikur!

Heyja.

Það var hinn skemmtilegast leikur á æfingu áðan. við vorum slétt
11 v 11 og voru 7 mörk skoruð!

Vestlausir 4 - Gulir 3.

Vestislausir: Orri - Anton Helgi - Matti - Jónmundur - Daníel - Úlli - Ingvar - Arianit - Óskar - Flóki - Tryggvi.

Gulir: Stefán - Sindri - Kristófer - Gylfi - Elvar - Gummi - Mikki - Davíð Hafþór - Kevin - Hákon - Dagur.

- - - - -

Í lokin hittu Gylfi og Stefán best og fengu vel kaldann powerade a launum.

Mfl leikur!

Heyja.

Frekar lélegt hvað fáir kíktu á leikinn í gær upp í Egilshöll - þið hefðu séð "samma" markið
mitt" - Egil T í "fæting" og Egill B vera flair á miðjunni, í sínum fyrsta mfl leik - og Kidda hressann upp í stúku.

Eins gott að menn hafi ekki verið í tölvunni eða eitthvað álíka - spurning með refsingu á morgun!

En svona án gríns þá væri virkilega gaman að sjá fleiri kíkja á leikina - þótt það er bara febrúar.
Bara hóa nokkrum saman - detta út í sjoppu á undan, fá sér gott sæti í stúkunni og enjoy the game!

Ekki spurning.
.is

Saturday, February 04, 2006

Leikur v Fram!

Jebba.

Seinni leikurinn við Fram var nú í morgun. Klassa leikur og langt síðan
maður hefur verið svona ánægður eftir leik. Meira af þessu takk:

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 4.febrúar 2006.
Tími: Kl.09.00 - 10.30.
Völlur: Gervigrasvöllur Fram

Þróttur 5 - Fram 3
Staðan í hálfleik: 3 - 1.

Maður leiksins: Danni Ben
Mörk: Danni Ben (4 mín og 28 mín) - Árni Freyr (37 mín og 57 mín) - sjálfsmark (7 mín).

Vallaraðstæður: Geggjað veður - frekar heitt úti og ekkert rok - völlurinn hefði ekki getað verið betri.
Dómarar: Frammarapabbi - stóð sig bara prýðilega.

Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Símon og Diddi bakverðir - Bjarmi og Jónas miðverðir - Stebbi og Aron Ellert á köntunum - Bjarki B og Ingimar á miðjunni - Danni Ben og Árni Freyr frammi + Jakob Fannar og Snæbjörn Valur.

Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Í heildina klassa sigur - skoruðum fljótlega eftir að Danni prjónaði sig þvílíkt í gegn - og komust svo í 2-0 eftir hættulegt horn. Og að komast svona yfir og ná yfirhöndinni er massa mikilvægt.

Héldum þeim vel tilbaka og fengu þeir stöku sinnum að komast yfir á okkar vallarhelming. Vörðumst vel, fínt tal og fín færsla.

Pössuðum vel þeirra hættulegustu menn en hefðum átt að hreinsa boltanum betur frá - hann barst of oft til frammara rétt fyrir utan teiginn.

Ingimar var með þvílík snilldarhorn - eitthvað sem við þurfum að nýta vel í næstu leikjum. Anton og Snæbjörn áttu góðan dag í markinu - fyrsta mark Frammara var "pjúra" rangstaða - en mér fannst við átt að gera betur í hinum tveimur mörkunum; hreinsa betur og svo misstum við sjónar á besta manni Frammara og hann skorað i með góðu skoti rétt um vítateigslínuna.

Við fengum fleiri færi í seinni hálfleik - en náðum ekki að nýta þau öll. Það vantaði aðeins að kantmenn sendu boltann inn fyrir vörnina (eins og við gerðum á æfingunni í gær) - en við æfum það bara áfram.
En Árni kláraði sín færi vel og kom okkur aftur vel yfir. En við slökuðum kannski aðeins á - en samt fannst mér engin hætta á að við unnum öruggann sigur.

Ánægður með ykkur - vel tekið á því - vantaði náttúrulega einhverja leikmenn og vorum við bara með einn skiptimann úti. En klassa sigur. Góða helgi og núna mæta allir í egilshöllina!

- - - - -

"Innbyrðisæfingaleikurinn á sunnudag"!

Heyja.

Eftirtaldir eiga að mæta sprækir og tilbúinn í leik kl.11.15
á morgun, sunnudag, út á gervigras:

Eldri: Arnar Már - Arnar Páll - Ágúst Benedikt - Ástvaldur Axel - Davíð B - Davíð Hafþór - Flóki - Gunnar Björn - Gylfi Björn - Hreiðar Árni - Jónmundur - Leó - Kristófer - Óskar - Tumi - Ævar Hrafn.

Yngri: Anton Helgi - Anton Sverrir - Arianit - Ágúst Heiðar - Daði Þór - Daníel -Dagur - Davíð Þór - Elvar Aron - Emil Sölvi - Gabríel J - Guðmundur A - Hákon - Ingvar - Kevin Davíð - Kristófer -
Matthías - Mikael Páll - Orri - Reynir - Sindri - Stefán Karl - Tryggvi - Úlfar Þór!


Það komast kannski ekki allir - en við skiptum í tvö jöfn lið og tökum alvöru leik. Dómarar og læti. Þeir sem geta eru beðnir að mæta í utanyfirregnjökkunum sínum (rauðu og svörtu).

Sjáumst hressir,
ingvi og co.

Friday, February 03, 2006

Æfingaleikur nr.2 v Fram!

Heyja

Eftirtaldir leikmenn eiga að spila á móti Fram í fyrramálið á gervigrasinu þeirra.
Aðrir leikmenn slaka á - og mæta í innbyrðisleik á sunnudagsæfingunni.

Vona að allt sé skýrt.
Sjáumst
Ingvi, Egill, Egill og Kiddi.

- - - - -

Æfingaleikur v Fram: Mæting kl.8.25 niður í Framheimili í fyrramálið (laug) - spilað frá kl.09.00-10.30 á gervigrasinu þeirra:

Anton – Snæbjörn - Símon - Bjarmi - Jónas - Kristján Einar - Stefán Tómas - Ingimar - Bjarki B - Ástvaldur Axel - Daníel Ben – Árni Freyr + Aron Ellert - Jakob Fannar - Arnar Már! - Úlfar Þór!

- - - - -

Innbyrðisleikur hjá öllum þeim leikmönnum sem ekki kepptu við Fram
á sunnudaginn - mæting kl.11.15 niður á gervigras - spilað til kl.13.00.

- - - - -

- Muna eftir öllu dóti - utanyfirjakki, húfa og hanskar, handklæði ofl.
- Undirbúa sig vel fyrir leikinn.
- Mæta á réttum tíma.

Friday!!

Sælir strákar.

Nettur föstudagur mættur!

Það mæta allir í dag á venjulegum tíma - 14.30 - 16.00.
á gervigrasinu.

Við klárum að halda á lofti, tæknitestið og armbeygjur.
og svo fáum við frjálsíþróttahöllina í 1 skipti í viðbót í næstu
viku fyrir þá sem eiga eftir að taka hlaupin.

- - - - -

Annars keppa svo nokkrir leikmenn á morgun við Fram.
og svo verður innbyrðisleikur á milli leikmann á sunnudagsæfingunni.

Ok sör.

sjáumst hressir - og 60% skyldumæting á Þróttur-Leiknir í mfl á morgun
upp í Egilshöll kl.15.00!!

Heyja.

Það var einn leikur við Fram í gær - vorum rændir sigrinum þegar
um tvær mínútur voru eftir! en samt fínn leikur:

- - - - -

Dags: Fimmtudagurinn 2.febrúar 2006.
Tími: Kl.20.30 - 22.00.
Völlur: Gervigrasvöllur Fram

Þróttur 1 - Fram 1
Staðan í hálfleik: 1 - 0.

Menn leiksins: Viktor / Símon.
Mark: Bjarki Steinn (22 mín).

Vallaraðstæður: Leit út fyrir algjört ógeðisveður en svo skall á þessi líka netta blíða og ekta fótboltaveður.
Dómarar: Dómarapar frá Fram - stóð sig vel.

Liðið (4-4-2): Krissi í markinu - Nonni og Arnar Kári bakverðir - Símon og Viktor miðverðir - Kormákur og Arnþór á köntunum - Bjarki Þór og Atli Freyr (c) á miðjunni - Bjarki Steinn og Gulli frammi + Tolli og Jóel.

Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Þetta var bara hinn skemmtilegasti leikur - við hefðum átt að klára leikinn í fyrri hálfleik en Arnþór og Bjarki Steinn voru óheppnir að "setjann" ekki. En um miðjan hálfleikinn fékk bjarki aftur sendingu inn fyrir og kláraði dæmið snyrtilega.

Við vorum reyndar heppnir í fyrri hálfleik að fá ekki á okkur mark - en krissi var afar öruggur í markinu.

Það sem klikkaði helst í fyrri hálfleik var að menn notuðu of margar snertingar og röktu boltann alltaf beint í frammarana. í staðinn fyrir að leggja boltann aftur á næsta mann sem var með betra sjónarhorn, og gat þá jafnvel sent boltann aftur á viðkomandi. Eins vantaði að þessi seinni aðili talaði og biðji um boltann.

Við hefðum líka getað komið boltanum meira upp hægri vænginn - en Frammararnir náðu of oft að lesa okkur.

Seinni hálfleikur var samt betri - bjuggum okkur til nokkur klassa færi og virkilega svekkjandi að ná ekki að klára alla veganna einu sinni. Frammarar fengu kannski tvö hættuleg færi í seinni en náðu svo að jafn þegar það var óskiljanlega dæmt hendi á okkar leikmenn eftir að honum hafi verið hrint - og þeir kláruðu úr aukaspyrnunni, 2 mín fyrir leikslok.

En eins og ég sagði ágætis leikur - byggjum á þessu. Viktor og Símin á milljón allann leikinn í miðverðinum - krissi líka á tánum í markinu - eins fleiri sem áttu góðan dag.

- - - - -

Thursday, February 02, 2006

Æfingaleikur v FRAM!

Sælir strákar.

Afsakið hvað þetta kemur seint.
En eftirtaldir leikmenn eiga að spila á móti Fram í kvöld á gervigrasinu þeirra.

Aðrir leikmenn slaka á - og mæta á æfingu á morgun, föstudag, á venjulegum tíma.

Sjáumst - Ingvi,Egill,Egill og Kiddi.

- - - - -

Æfingaleikur v Fram:

Mæting kl.19.45 niður í Framheimili í dag, fimmtudag - spilað frá kl.20.30-10.00 á gervigrasinu þeirra:

Kristján Orri – Jón Kristinn – Guðmundur Andri – Arnþór Ari - Viktor - Jakob Fannar – Gylfi Björn! – Arnar Már! – Bjarki Þór – Atli Freyr! – Bjarki Steinn – Símon – Tumi - Guðlaugur – Úlfar Þór!! – Arnar Kári.

- - - -

Athugið:

- Gott væri ef þið mynduð smessa á mig eða heyra í mér þannig að ég veit að þið mætið bókað.
- Ég veit að þetta er ansi seint - en þessi leikur bauðst okkur og ég sagði já - reynið bara að sameina bílför og svo geta einhverjir flotið með okkur heim ef þeir eru ekki með far.
- Muna eftir öllu dóti - og bara undirbúa sig vel fyrir leikinn.

Wednesday, February 01, 2006

Miðvikudagurinn 1.feb.

Jó.

Eldra árið er kl.16.30-18.00 á gervigrasinu.
tökum 5 ferskar æfingar og endum á brassabolta.
(kíkjum svo inn á landsleikinn - náum seinni hálfleik!).

Yngra árið mætir aftur í sitthvoru lagi - og það er síðasti
tíminn í Langó - og við tökum massa dýnubolta. Endurbættar
reglur eru hér fyrir neðan!
- Laugalækjaskóli er kl.17.30-18.30 og Langó og Vogó kl.18.30-19.30.

Sjáumst hressir,
ingvi og co.

- - - - -

Dýnubolti (maddrassball) - official rules:

- Það eru alls eru 8 manns inná í einu.
- Tveir leikmenn eru saman í liði og verja sínu dýnu.
- Skjóta á í dýnur sem eru í fjórum hornum – hvert lið getur skotið á þrjár dýnur en verða að verja sína dýnu.
- Ekki má hanga í marki!

- Boltinn er aldrei útaf.
- Þegar skorað er á lið þá þarf það að setjast á bekkinn og bíða eftir að röðin komi að þeim að fara aftur inn á.
- Lið fær 1 mínusstig fyrir að fá mark á sig.
- Ef lið sem kemur inn á, er strax skotinn út af þá fær það lið 2 mínusstig.
- Ef lið fær á sig mark eftir klobba þá fær það lið 2 mínusstig.
- Ef skotið er leikmenn sem eru fyrir utan má ekki taka “snapp” (nema viðkomandi sé þjálfari liðsins).

- Fylgjast bara vel með leiknum og reyna að verja sig ef maður fær skot í sig.