Tuesday, December 30, 2008

2009!

Ó já.

Gleðilegt ár strákar.

Og takk fyrir gamla.

Sjáumst sprækir næsta mánudag (5.jan).
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Monday, December 29, 2008

Jammjamm!

Hey.

Vildum bara rétt minna á eftirfarandi atriði:

- Flugeldasalan er á fullu niður í Þrótti. Gríðarlega gott verð og alveg gríðarlega nettir starfsmenn á vakt! Skellið ykkur niður eftir.

- Ungir v gamlir í mfl er á morgun, gamlársdag kl.12.45 - klárlega einn hressasti leikur ársins (og there will be blood (ekki myndin sko)).

- Hörður, Daði og Aron spiluðu með 3.flokknum í gær og stóðu sig víst vel.

- Liverpool er efst í ensku deildinni um áramótin! Eigum við að ræða það ekvað!

- Bara einn búinn að hrauna á mig út á mætingunum - come on, einhver að saka mig um vitlausa talningu - ég vil meil!

- Worst Week og How I met your mother í kvöld, koddu með það.

Hafið það svo fantagott annað kvöld.
Hlýt að sjá einhvern á brennunni við Laugarásveg :-)
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Markaskorun!

Yess.

Búinn að henda inn leikjunum og markaskorurum. Erum búnir að vera ansi duglegir að "setjann" fyrir jól - höldum því "audda" áfram eftir jól :-)

En hérna eru topparnir:

13 mörk:
Aron Bj.

11 mörk:
Sveinn Andri - Andrés Uggi - Jón Kaldal.

10 mörk:
Stefán Pétur.

9 mörk: Björn Sigþór - Daði - Bjarni Pétur - Sigurður Þór.

8 mörk: Daníel Þór.

Sunday, December 28, 2008

Mætingar - des!

Jamm.

Kallinn búinn að telja - lítið mál að telja "old school" eins og í okt og nóv. En nýja aðferðin er algjör killer (þið vitið, með 0.7 og 0.9 og það allt). Verð að koma með það aðeins seinna - frúin þarf að finna upp einhverja formúlu í excel :-) Einnig kom hún ekki vel út fyrir marga. Þurfum aðeins að hugsa betur hvernig við högum henni í janúar.

En svona lítur desember út - dreifi þessu hugsanlega líka á fyrstu æfingunni í jan. Og ég minni á að ef einhver telur að sín tala sé vitlaus (getur alltaf gerst) þá það þarf bara eitt e-mail á mig (ingvisveins@langholtsskoli.is) og ég sendi ykkur strax nákvæmt skjal yfir allar ykkar mætingar.

Ok sör:


Eldra ár:

Topp sex:
12 skipti – 100% - Gunnar Reynir
11 skipti – 92% - Aron Bj.
11 skipti – 92% - Arnar P.
11 skipti – 92% - Birkir Már.
11 skipti – 92% - Jón Konráð.
11 skipti – 92% - Páll Ársæll.


Á mjög góðu róli:
10 skipti – 83% - Árni Þór
10 skipti – 83% - Sveinn Andri.
9 skipti – 75% - Anton Orri.
9 skipti – 75% - Birkir Örn.
9 skipti – 75% - Daníel L.
9 skipti – 75% - Njörður.
9 skipti – 75% - Ólafur Guðni.


Veikindi - Meiðsli – Aðrar íþróttir - ath:
8 skipti – 67% - Daði.
8 skipti – 67% - Elvar Örn.
7 skipti – 58% - Aron Br.
6 skipti – 50% - Björn Sigþór.
5 skipti – 42% - Brynjar.
5 skipti – 42% - Hörður Sævar.
5 skipti – 42% - Þorsteinn Eyfjörð.
4 skipti – 33% - Jovan.
4 skipti – 33% - Stefán Pétur.
3 skipti – 25% - Pétur Jóhann.
1 skipti – 8% - Bjarki L.


Nýbyrjaðir:
5 skipti – 42% - Jakob.
5 skipti – 42% - Jónas.
3 skipti – 25% - Andri Már.
1 skipti – 8% - Skúli.


Mæta sprækir í vor : Birkir Mar – Þorsteinn Gauti.

Yngra ár:

Topp fimm:
13 skipti – 100% - Breki.
13 skipti – 100% - Kristjón Geir.
13 skipti – 100% - Nizzar.
13 skipti – 100% - Ýmir Hrafn.
13 skipti – 100% - Þorkell.


Í mjög góðum málum:
12 skipti – 92% - Bjarni Pétur.
12 skipti – 92% - Daníel Þór.
12 skipti – 92% - Jón Kaldal.
12 skipti – 92% - Viktor Snær.
11 skipti – 85% - Andrés Uggi.
11 skipti – 85% - Kristófer Karl.
11 skipti – 85% - Marteinn Þór.
10 skipti – 77% - Hörður Gautur.
10 skipti – 77% - Logi.
10 skipti – 77% - Pétur Jökull.


Veikindi – meiðsli - útlönd:
8 skipti – 62% - Kári.
8 skipti – 62% - Sigurður Þór.
7 skipti – 54% - Benjamín.
6 skipti – 46% - Sölvi.
4 skipti – 31% - Sigurjón.


Ný byrjaðir / 5.fl leikmenn:
9 skipti – 69% - Gabríel Ingi.
6 skipti – 46% - Cephas.

Óvíst með þáttöku: Gunnar Valur

Jólamótið - eldri!

Jójó.

Jólamótið kláraðist í morgun þegar eldra árið endaði taplaust eftir sex nokkuð góða leiki. Úrslit og markaskorarar, auk annarra punkta, eru hér fyrir neðan.

Annars mælum við enn með því að menn fari út og hreyfi sig næstu daga - það hafa allir gott af því. Enski boltinn er annars á fullu í dag - Rauði herinn er áfram á toppnum, vona svo að fullham hafi tekið chelsea.

Hvetjum ykkur svo að kíkja niður í Þrótt fyrir áramótin og kaupa flugelda (styrkja þrótt :-) Farið samt endilega varlega - eða gera bara eins og kallinn; kaupa 2-3 kökur og málið dautt! Sniðugast er að mæta og versla á gamlársdag kl.12.00 og sjá í leiðinni leik ársins í meistaraflokknum (ungir v gamlir).

Mætingarnar fyrir desember koma á bloggið á morgun (í tvennu lagi). Mun svo uppfæra markaskorara fjótlega. Svo verður nóg að gera í jan, erum búnir að bóka fullt af leikjum, auk annarra hluta - reynum að útbúa aftur dagatal svo allt sé á hreinu.

Hafið það annars "massa" gott restina af fríinu.
Verðum í bandi fljótlega.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Jólamótið - Eldra ár:

A lið (7 stig):

v Fram: 0 - 0.
v Víking: 3 - 0 (sveinn 2 - daði).
v Val: 7 - 0 (aron bj 2 - sveinn 2 - daði 2 - sjálfsmark).

B lið (5 stig):

v Fram: 0 - 0.
v Víking: 0 - 0.
v Val: 3 - 1 (aron br - björn s - jovan).


Hvað getum við bætt:

= Í fyrsta lagi getur Ingvi bætt talninguna sína og reiknað með að hafa 8-9 leikmenn í hverju liði næst. Veit að menn fengu ekki að spila nóg í dag - sumir létu það sjást en aðrir ekki. Tek þetta á mig strákar en veit að það verður fullt af verkefnum í janúar.

= Við töpuðum ekki leik í dag og getum í sjálfu sér verið sáttir með það. En mér finnst að við vorum ekki að spila á fullri getu í dag og að of margir leikmenn virkuðu hægir og engan veginn nógu sprækir, sem segir okkur greinilega að menn hafi ekki hreyft sig mikið síðan við sáumst síðast (19.des - núna er sko 28.des). Einnig voru fæstir með fulla mætingu í desember mánuði. Hins vegar voru margir sem áttu góðan dag og sýndu okkur að þeir séu þvílíkt klárir í "futsal" liðið sem keppir í janúar.

= ca. 8 leikmenn komu ekki á réttum tíma í dag (og fengu 0.7 í mætingu) og ca.18 leikmenn skelltu sér í hreinu fötin eftir leik (og fengu 0.9 í mætingu). Allir lúkkuðu frekar vel í dag (nema kannski gunni í svörtu 3/4 "tæklbuxunum" :-)

= Birkir, Óli og Gunni redduðu okkur í markinu, ansi seigir. Stebbi og Elvar taka svo að sér að draga Skúla á æfingar í janúar.

= Stebbi (nei ekki árni) var sá eini sem fékk spjald (gula frá kidda fyrir ýtingar). Pínu hasar í síðasta leiknum en ekkert til að tala um. Pössum bara hvað við segjum strákar - við tökum auðvitað á þessum gaurum inn á vellinum og spilum fast - en látum vera að hreyta einhverju í þá (maður sér alltaf eftir því).

= Engin sagði "nettur hökutoppur" við mig og ansi fáir sögðu nett jólakort :-/

= Jæja, nóg af röfli, þið voruð flottastir, að vanda. Er farinn að horfa á entourace og gúffa ... mandarínu. Hafið það gott.

Friday, December 26, 2008

Jólamótið - staðfest!

Jeps.

Jólamótið er á morgun, sunnudag, hjá eldra árinu upp í Egilshöll. Náum að sofa pínku út (samt ekki of lengi) því mæting er í kringum hádegi - borða góðann morgunmat, muna eftir öllu dóti, mæta tímanlega og svo klárum við dæmið saman. Þeir sem ekki eru búnir að melda sig verða að bjalla í mig eða Tedda í kvöld. En svona lítur þetta þá út:

- Mæting kl.11.30 upp í Egilshöll (finna klefa merktan okkur) - keppt frá 12.00 - 13.30 : Hörður Sævar - Anton Orri - Aron Bj. - Daði - Elvar Örn - Jón Konráð - Sveinn Andri - Njörður - Árni Þór - Birkir Már.

- Mæting kl.11.45 upp í Egilshöll (finna klefa merktan okkur) - keppt frá 12.20 - 13.50 : Aron Br. - Björn S - Gunnar R - Ólafur G - Jovan - Þorsteinn E - Brynjar - Pétur J - Arnar P - Birkir Ö - Daníel L - Stefán Pétur.

- Komast ekki / hvíla: Páll Ársæll - Bjarki L - Jakob - Jónas - Andri - Skúli.

Sjáumst eldhressir,
Ingvi (869-8228) og Teddi (824-7724).

- - - - -

Jólamótið - eldri!

Jamm jamm.

Menn sprækir! - vonandi eitthvað búnir að hreyfa sig í fríinu (kallinn búinn að taka 5 km tvo daga í röð, ó já). Líka búinn að vera ósigrandi í fjölskylduspilakeppnum :-)

En á morgun, sunnudaginn 28.des keppir eldra árið á jólamótinu upp í Egilshöll - mæting um kl.11.30 hjá öllum (erum í riðli með val, víking og fram).

Hefðum átt að græja þetta fyrir jól - EN þannig að við séum alveg með á hreinu hverjir eru klárir í mótið (ekki meiddir eða í fríi) þá biðjum við ykkur að láta okkur vita; annað hvort hér (í commentunum) eða með sms-i sem allra fyrst, og svo setjum við liðin hér inn seinni partinn í dag (laug).

Ok sör. Ef við heyrum ekki í ykkur þá tökum við "check" á ykkur (ef þið eruð búnir að skila upplýsingablaði :-/ Annars ætlum við klárlega að standa okkur og hafa gaman á sunnudaginn.

Verið duglegir að láta þetta berast, svo allir bóki sig sem fyrst.
Bara glæsilegt,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Klárir: Björn Sigþór - Gunnar Reynir - Aron Bj. - Ólafur Guðni - Anton Orri - Sveinn Andri - Jón Konráð - Elvar Örn - Daði - Brynjar - Jovan - Pétur Jóhann - Þorsteinn Eyfjörð - Aron Br. - Hörður Sævar - Arnar - Árni Þór - Birkir Örn - Daníel L - Njörður - Birkir Már - Stefán Pétur.

Eftir að láta vita:
Bjarki L - Skúli.

Í útlöndum / hvíla : Páll Ársæll - Jakob - Jónas - Andri.

Wednesday, December 24, 2008

Gleðileg jól!

Hó hó.

Strákar, vildum bara segja;

Gleðileg jól.

Vonum að þið hafið það virkilega ljúft.
Sjáumst svo sprækir milli jóla- og nýárs, og svo 2009 takk fyrir :-)

kær kveðja,
Ingvi og Jóla-Teddi.

- - - - - -

Sunday, December 21, 2008

Heimavinna!

Jamm jamm.

Allt að smella fyrir jólin? Kallinn svaðalegur í jóladýnubolta í gær (vann hann) og svo er hið árlega þorláksmessuskvass í dag - það er bara snilld, er nefnilega svaðalegur í skvassi :-)

En hérna fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir af léttum æfingum fyrir ykkur yfir jólin. Reynið að taka alla veganna þrjú skipti, það hafa allir gott að því. Má alveg taka meira!

Bara duglegir að bjalla í félagann, skemmtilegra að vera fleiri, en "audda" líka fínt að vera "sóló".

- - - - -

Æfing 1: Skokk - 30 mín á spjall hraða (draga múttu með) og teygja á eftir!

Æfing 2: Bolti - Trítla niður á gervigras eða sparkvöll - taka 5 v 5 (eða 3 v 3) í klukkutíma!

Æfing 3: Sund: Taka 0.5 km (sem eru fimm ferðir í laugardalslaug) - svo pott á eftir!

Æfing 4: Innipúl: 150 magaæfingar, 50 armbeygjur, 50 bakæfingar, 3 * 60 sek handstaða, 3 * 12 froskahlaup, 3 * 20 járnkrossar og loks 3 * ógeðishopp!

Æfing 5: Bolti: Út sjálfur með bolta - halda á lofti í 10 mín - rekja boltann um hverfið í 10 mín - sparka í vegg í 5 mín og loks skalla á lofti í 5 mín!

Æfing 6: Hlaup: 1 * 8 mín á 50% + 2 mín hvíld + 2 * 4 mín á 70%
+ 2 mín hvíld + 2 * 3 mín á 90% + teygja í lokin.

Svo er líka hægt að splæsa í einn tíma í Laugum, badminton í tbr, skvass í veggsport, fara í klifurhúsið eða á skíði :-)

- - - - -

Jólamótið - yngri!

Jójó.

Yngra árið mætti hresst upp í Egilshöll í gær, laugardag. Stóðu sig þvílíkt vel og hefðu orðið taplausir ef massa langskot Nizzars hefði ekki farið í stöngina 3 sekúndum fyrir leikslok í síðasta leiknum!

Hér fyrir neðan eru úrslitin og markaskorarar. Eldra árið mætir svo ready sunnudaginn 28.des og klárar sína leiki. Liðin koma fljótlega eftir jól.

Arsenal v Liverpool í dag. Það hljóta allir að kíkja á hann. Við gömlu erum alla veganna massa spenntir fyrir leiknum - og nokkur veðmál í gangi!

Á morgun, mánudag, kemur svo smá heimavinna - svona aðeins til að halda sér við :-)

Verðum svo í bandi,
Ingvi og Teddi.


Jólamótið - Yngra ár:

C lið (4 stig):

v Fjölni 2: 1 - 1 (gabríel ingi).
v Víking: 3 - 0 (jón kaldal, gabríel ingi, nizzar).
v Fjölni 3: 0 - 1.

D lið (9 stig):

v Fjölni 2: 1 - 0 (benjamín).
v Víking: 1 - 0 (pétur jökull).
v Fjölni 3: 2 - 0 (logi, sigurður þór).


- - - - -

Friday, December 19, 2008

Laug - jólamótið!

Sælir meistarar.

Og takk fyrir síðast - fínasta æfing og ágætt gúff á eftir. Frekar þröngt um manninn - eigum inni eitthvað fjör fljótlega á nýja árinu í stóra salnum, með eitthvað nett á skjánum. Kristjón og Daníel Þór tóku slánna í dag - og Viktor Snær, Þorsteinn og Nizzar tóku spilaleikinn. Á svo eftir að reikna út hinn leikinn (sem klúðraðist samt alveg út af hljóðinu).

Eldra árið er komið í jólafrí (fyrir utan jólamótið sunnudaginn 28.des). En yngra árið keppir á morgun, laugardag, seinni partinn upp í Egilshöll. Mætingarnar eru hér fyrir neðan - vonum að allir séu klárir. Mætum á réttum tíma og með allt dót og tökum vel á því, auk þess að hafa gaman:

– Mæting kl.16.10 upp í Egilshöll (örugglega merktur klefi handa okkur) – Keppum 16.48, 17.24 og 18.00: Kristófer Karl – Daníel Þór – Viktor Snær – Bjarni Pétur – Jón Kaldal – Hörður Gautur – Breki – Nizzar - Gabríel Ingi.

- Mæting kl.16.30 upp í Egilshöll (örugglega merktur klefi handa okkur) – keppum 17.06, 17.42 og 18.18: Kári – Þorkell - Benjamín – Sigurður Þór – Kristjón Geir – Ýmir Hrafn – Sölvi – Pétur Jökull – Marteinn Þór - Logi.

Komast ekki / Lítið mætt / útlönd: Andrés Uggi - Sigurjón - Cephas - Gunnar Valur.

Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
Verðum í bandi, og sjáumst.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Fös - staðfest!

Sælir strákar.

Og massa afsakið hvað þetta kemur seint - svo sem lítil breyting, en hérna er þá planið í dag, föstudaginn 19.des:

- Síðasta æfing fyrir jól - Allir - Gervigrasið - kl.16.00 - 17.30.

- Pedsugúff og keppnir - Allir - Einhver salur niður í Þrótti - kl.17.45 - 18.30.

Æfingin sem sé hálfíma seinna en vanalega - Koma með 500kr fyrir pedsu og kók. Þeir sem vilja vera snyrtilegir geta kíkt í sturtu í klefa 2 fyrir gúffið. Stóri salurinn er ekki laus í kvöld þannig að við verðum að troða okkur í vídeóherbergið eða í rýmið fyrir framan júdósalinn - fiffum það.

Vona að allir komist þannig að við getum tekið nett 7 v 7 mót á æfingu. Nokkrar powerade keppnir verða (meðal annars asnalegasta íþróttapeysan og flottasta tæklingin á tedda)!

Sjáumst á eftir.
Ingvi og Teddi.

p.s. yngar árið svo klárt í jólamótið á morgun, laugardag, frá kl.16.00 - 18.30!

- - - - - -

Thursday, December 18, 2008

Jamm jamm!

Sælir drengir.

Hitastjórinn á gervigrasinu er að skora feitt þessa daganna - grasið var aftur ljúft í gær, veit ekki hvað er að gerast!

Erum að plana morgundaginn (fös); síðasta æfing fyrir jól og eftir hana eitthvað jólafjör. Set um um það í fyrramálið!! Vona að allir séu lausir á morgun - soldið síðan við sáum suma en það eru búinn að vera próf og "svoddann". En það er sem sé ekkert í kvöld, fimmtudag, eins og stóð á mánaðarplaninu!!

Yngra árið keppir svo í Egilshöllinni í jólamótinu á laugardaginn frá kl.16.10 - 18.30 (fljótir að láta okkur vita ef þið komist ekki).

Svo eru allir á fullu í að selja happdrættismiða og geisladiska :-) Nokkrir eftir að fá, reddum því á morgun.

Kíkið aftur á síðuna í dag,
svo sjáumst við á morgun, föstudag.
Ingvi og Teddi.

p.s. kókauglýsing til að koma mönnum í jólaskapið!



- - - - -

Monday, December 15, 2008

Mið!

Jó jó.

Grasið eins og nýtt áðan - og fínasta mæting. Við ætlum að taka sama pakka út vikuna, þ.e. að vera allir saman. Þannig að það er engin æfing hjá yngri á morgun, þriðjudag. Erum í staðinn allir saman á miðvikudaginn:

- Mið - Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.16.30 - 18.00.

Planið var að taka smá skokk í vikunni - Tökum það bara á æfingunni sjálfri! Erum svo að vinna í jólagúffi. Síðasta æfingin fyrir jól verður svo á föstudaginn - og yngra árið keppir á jólamótinu á laugardaginn - 20.des (en eldri milli jóla og nýárs - 28.des).

Annars bara líf og fjör.
9 dagar til jóla.
Ok sör,
Ingvi og Teddi.

- - - - - -

Sunday, December 14, 2008

Mán!

Jó.

22 sprækir mættu í bíó - en vissi líka af mörgum í jólastússi. Allir nema Ingvi gúffuðu í sig nammi - og myndin fékk 2 og hálfa stjörnu frá þjálfurum!

Mánudagur á morgun, próf að byrja hjá einhverjum, þannig að við ætlum að taka sameiginlega æfingu (og jafnvel líka á mið):

- Mán - Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.17.30 - 19.00.

Verið duglegir að láta þetta berast. Og klæða sig vel - grasið á kafi í snjó!
Og þjálfarar ætla að spila með, þannig að þetta verður alvöru :-)

Sjáumst hressir,
Ingvi Rush og Teddi Barnes.

- - - - -

Saturday, December 13, 2008

Sun!

Sælir strákar.

Tókum Fram (3-2) í skrautlegum leik í morgun - meira um hann síðar. Minni á Real Madrid v Barcelona í kvöld kl.20.50 ef þið hafið stöð 2 sport. Eins gott að Eiður sé í "starting"!

En það er sunnudagur á morgun - höldum okkur við bíóplanið og hvetjum svo alla að kíkja aðeins niður í Þrótt einhvern tímann yfir daginn. Svona er planið:

- Bíóferð á myndina "The Day the Earth stood still". Hún er kl.15.20 í Háskólabíó og kostar 650kr inn (er því miður ekki í laugarás). Reynið að vera "samfó" í bíla - einnig gengur fjórtánan þanngað :-) Hittumst kl.15.00 í andyrinu. Búin ca.17.15.

- Jóladagur niður í Þrótti frá kl.13.00 - 18.00: Jólatrésala (þeir sem ætla að kaupa tré hljóta að gera það hér), heitt kakó og piparkökur, enski boltinn á stóra skjánum, kór kemur í heimsókn, ljósmyndasamkeppni og jólamarkaður. Allir að kíkja fyrir bíóið!

Sjáumst eldhressir,
Ingvi (8698228) og Teddi (8247724).

- - - - -

Friday, December 12, 2008

Æfingaleikur v Fram - laug!

Jamm.

Það var hálf skrautlegur leikurinn v Fram í morgun - okkur var sagt að koma á vitlausum tíma og svo voru Framarar ekki alveg með fullt lið - en allt um leikinn hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: Æfingaleikur v Fram - yngra árið.

Dags: Laugardagurinn 13.desember 2008.
Tími: kl.11.45 - 13.00.
Völlur: Framgervigras.

Dómarar: ?
Aðstæður: Völlurinn bókstaflega á kafi í snjó - en ekkert svo kalt úti.

Staðan í hálfleik: 1 - 0.

Lokastaða: 3 - 2.

Maður leiksins:
?
Mörk:
Kristjón, Jón Kaldal og Gabríel Ingi.

Liðið: Kristó í markinu - Pétur og Bjarni bakverðir - Viktor og Þorkell miðverðir - Kristjón fyrir framan vörnina - Daníel Þór og Jón Kaldal miðverðir - Breki og Nizzar á köntunum - Andrés einn frammi. Varamenn: Sigurður Þór, Kári, Ýmir Hrafn, Marteinn og Gabríel Ingi.

Frammistaða: - Slugs, tökum það á okkur!

Almennt um leikinn:

Við sóttum og sóttum en inn vildi boltinn ekki. Svo koma það á 25 mín að við áttum horn og boltinn fer inn í boxið og eftir smá klafs þá dettur boltinn fyrir Kristjón sem að settur hann í fyrstu snertingu innanfótar í netið.

Menn kannski að klappa boltanum of mikið, kannski vegna aðstæðna (leikmenn náðu litlu valdi á boltanum), kanntmenn ekki í nægilegra mikilli breidd og vantaði betri samskipti inn á völlinn.

Framararnir fengu samt 2-3 góð færri eftir stungur og svo á 40 mín jafnaði Fram metin.

Á 45 mín tók Jón K gott hlaup með boltann úr miðverðinum og eftir gott spil þá endaði það með því að hann var kominn einn í gegn og setti boltann í netið hjá Fram.

Á 50 mín skoruðu Framarar sitt annað mark (hugsanlega rangstæða).

Enginn uppgjöf var í okkar mönnum og á 55 mín setti Gabríel gott mark eftir gott hlaup á fjærstöng. Lokatölur 3-2 fyrir okkur og allir leikmenn að standa sig mjög vel.

- - - - -

Helgin - leikur, jóladagur þróttar og bíó!

Já.

Það er nóg að gera um helgina. Vorum að enda við að klára góðann leik v Aftureldingu á gervigrasinu okkar (lokastaða 8-3 okkur í vil). Set planið hér fyrir neðan, yngra árið keppir á morgun v Fram - og svo mun ég ítreka sunnudaginn betur á morgun!

- Laug: Æfingaleikur v Fram - Mæting hjá öllu yngra árinu kl.10.15 niður í Framheimili - keppt frá kl.10.45 - 12.00 á gervigrasinu þeirra. Mæta á réttum tíma - Muna eftir öllu dóti (hlý föt). (láta vita ef þið komist ekki).

- Sun: Jóladagur niður í Þrótti frá kl.13.00 - 18.00: Jólatrésala, heitt kakó og piparkökur, enski boltinn á stóra skjánum, kór kemur í heimsókn, ljósmyndasamkeppni og jólamarkaður. Allir að mæta!

- Sun: Bíóferð flokksins á myndina "The Day the Earth stood still". Stefnum á kl.16.00. Set lokaplan og verð með þetta á morgun.

Ok sör.
Vona að allt sé skýrt.
Ingvi og Teddi.

p.s. eftir helgina ættu nánast allir að vera komnir með 10 happdrættismiða og 3 geisladiska til að selja - Stöndum okkur þar!

- - - - -

Æfingaleikur v Aftureldingu - fös!

Jamm.

Tókum leik v Aftureldingu í snjónum í gær - fínasti leikur, kannski of mörg mörk á okkur - en allt um það hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: Æfingaleikur v Aftureldingu - A lið.

Dags: Föstudagurinn 12.desember 2008.
Tími: kl.16.00 - 17.30.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómarar: Ingvi og Teddi - í fyrsta skipti saman í ár - og þvílíkt teymi!
Aðstæður: Það ætlar að vera erfitt fyrir okkur að spila í góðum aðstæðum - nú var ansi kalt og völlurinn á kafi í snjó :-(

Staðan í hálfleik: 4 - 2.

Lokastaða: 8 - 3.

Maður leiksins: Aron Bj.

Mörk: Aron Bj (4) - Jón Konráð - Daði - Jovan - Anton Orri.

Liðið: Sveinn í markinu - Páll Ársæll og Árni Þór bakverðir - Birkir Már og Anton Orri miðverðir - Elvar aftari miðja - Daði fremri miðja - Jón Konráð og Arnar P á köntunum - Aron Br. og Aron Bj. frammi. Varamenn: Njörður, Gunnar, Jovan og Þorsteinn Eyfjörð.

Frammistaða: - Slugs, tökum það á okkur!

Almennt um leikinn:

Leikurinn var frekar jafn í byrjun - við kláruðum færin okkar gríðarlega vel, Aron Bj. nýtti sín færi eins og á að gera. Sérstaklega var fyrsta markið stórglæsilegt. En við vorum ekki alveg nógu þéttir tilbaka og vorum að missa af mönnunum okkar - sem varð til að þeir settu tvö mörk á stuttum tíma.

Pínu neikvæðni blossaði upp - en þegar hún var farinn þá völtuðum við yfir þá. Áttum fjölmargar hættulegar fyrirgjafir og hefðum getað sett fleiri mörk.

Hornin voru ekki alveg nógu spes í dag, vinnum í því.

- - - - -

Thursday, December 11, 2008

Fös - æfingaleikur v Aftureldingu! Laug - æfingaleikur v Fram!

Sælir meistarar.

Flottur tími í Laugum áðan, vel tekið á því (nema hjá mér-ég var bara í dútlinu). Potturinn ljúfur og klárt að við kíkjum aftur eftir áramót. Nokkrir eftir að borga, munið að henda í mig rauðum seðli!
Föstudagur á morgun, sem þýðir helgi! Og líka að það sé bara vika í jólafrí. Já og líka að það er leikur við Aftureldingu. Hópurinn er klár hér fyrir neðan - frí hjá öðrum sem ekki keppa. En svo keppir yngra árið v Fram laugardagsmorgun (snögglega ákveðið). Ok sör:

- Æfingaleikur v Aftureldingu - Mæting kl.15.20 niður í Þrótt (klefa 2) - spilað frá kl.16.00 - 17.30:

Kristófer Karl - Sveinn Andri - Anton Orri - Birkir Már - Elvar Örn - Jón Konráð - Daði - Aron Bj.- Árni Þór - Njörður - Aron Br. - Páll Ársæll - Arnar P - Jovan - Þorsteinn Eyfjörð - Gunnar - Jakob - Jónas.

- Meiddir / hvíla á morgun (en á tánum ef einhver kemst ekki): Hörður Sævar - Stefán Pétur - Daníel L - Skúli - Bjarki L - Birkir Örn - Brynjar - Björn Sigþór - Ólafur Guðni - Pétur Jóhann.

- Keppa v Fram laugardagsmorgun kl.10.45 - 12.00 á Framvelli - Mæting kl.10.15: Kristófer K - Kári - Andrés U - Benjamín - Breki - Bjarni P - Cephas - Daníel Þ - Gabríel I - Gunnar V - Hörður G - Jón K - Kristjón G - Logi - Nizzar - Marteinn Þ - Pétur J - Sigurður Þ - Sigurjón - Sölvi - Ýmir H - Viktor S - Þorkell.

Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
Klárum þessu verkefni.
kv,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Wednesday, December 10, 2008

Fim - Laugar, yngri!

Já sælir.

Yngra árið fer á morgun, fimmtudag, í þrektíma niður í Laugum. Þetta er frekar snemma en vona að allir séu klárir - Við hittumst í andyrinu í Laugum og trítlum saman niður í klefa:

- Laugar - Þrektími - Yngra árið - Mæting kl.14.50 - Búið ca.16.45.

Mætum á réttum tíma strákar (annars lendum við í veseni). Koma með innidót + sund dót og 500kr. Við kíkjum aðeins út í laug eftir púlið. Í lagi fyrir þá af eldra árið sem misstu af tímanum síðast að koma á morgun.

Sjáumst dúndrandi sprækir,
ingvi og teddi.

- - - - -

Mið!

Jó.

It´s raining ..... Já, rigning en engin kuldi :-) Loksins. Frí hjá yngri í dag (en laugar á morgun), miðvikudag - En eldra árið mætir "eins og ljónið" niður á gras í dag:

- Æfing - Eldra ár - Gervigrasið - kl.16.30 - 18.00.

Alles fá happdrættismiða til að selja, auk fleirir miða. Leikur v Aftureldingu á föstudaginn, þannig að það er um að gera að mæta og standa sig vel í dag.

Annars bara Liverpool efst í sínum riðli (kom nú engum á óvart).
og fleiri leikir í kvöld :-)

Síja,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Tuesday, December 09, 2008

Þrið!

Ble.

Sjúklingurinn hérna! Frétti að það hafi ekki verið neinn snjór á vellinum í gær - það er ótrúlegt. Tvennt í "essu": Það er í lagi að láta vita um fjöldann í fjáröfluninni í dag (endilega nýtið ykkur þetta tækifæri). Og svo er að fara í gang ljósmyndakeppni í Þrótti (kem með miða um það í dag og á morgun).
Þar sem völlurinn er góður og hitinn sleppur þá er allt venjulegt hjá yngri í dag, þriðjudag:

- Æfing - Yngra ár - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.

Við ætlum strax að byrja á 11 v 11 þar sem við erum með allann völlinn fyrsta klukkutímann. Vona að við verðum nógu margir. Jafnvel þraut í lokinn.

Munið fjáröflunina.
Sé ykkur,
Ingvi og gamli.

- - - - -

Sunday, December 07, 2008

Mán!

Sælir strákar.

Áttum flotta leiki í gær v Gróttu. Niðurstaðan 3-1 sigur og 11-2 sigur, skilst mér. Nú gerum við okkur bara klára fyrir leik v Aftureldingu næsta föstudag.

Mánudagur á morgun. Við vorum búnir að plana Cooper Test (12 mín hlaup), en frjálsíþróttahöllinn er ekki laus á æfingatímanum okkar og Laugardalsvöllur væntanlega þakin snjó, þannig að við geymum það aðeins. Æfingar þá á venjulegum tíma á morgun:

- Æfing - Yngra ár - Gervigrasið - kl.16.40 - 18.00.

- Æfing - Eldra ár - Gervigrasið - kl.18.00 - 19.20.

Munið eftir fjáröfluninni okkar. Þurfið að láta vita á morgun. Sett allt um það aftur hér fyrir neðan. Sjáumst á morgun,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Kæru leikmenn, foreldrar og forráðamenn

Þjálfarar og flokksráðið eru spennt fyrir því að stefna á æfingaferðalag á vormánuðum, en hvert það verður og hversu langt við förum mun ráðast mikið af aðstæðum þegar nær dregur. Það er hinsvegar ljóst að við verðum að safna okkur smá pening til að komast í svona ferðalag og því tilvalið að byrja núna um jólin. Því ætlum við að hrinda af stað fjáröflun, sem foreldrar munu þurfa að leggja örlítið af mörkum. Við höfum áður farið þessa leið með góðum árangi; nú seljum við útikerti og kaffi fyrir hátíðarnar.

Jólapakkinn samanstendur af:
• Útikerti (tólgarkerti - tvö í pakka)
• Kostnaðarverð 500 kr. - Söluverð 1000 kr.
• Kaffi tvenna frá Te & Kaffi, 250 gr. pokar af Hátíðar- og Selebeskaffi
• Kostnaðarverð 1000 kr. - Söluverð 1500 kr.

Við mælum þó eindregið með að menn skelli þessu saman í pakka (kerti og kaffi) og selji á 2500 kr. Nú er það ykkar að fara til ættingja, vina og nágranna til að selja þeim þessar ljómandi jólavörur sem allir hafa þörf fyrir. Í síðasta lagi á mánudaginn 8. desember þurfið þið að taka saman hversu mikið þið ætlið að fá af hvorri tegund og senda pöntun á
4flTrottar@gmail.com . Einnig þarf að greiða pöntunina á sama tíma með því að leggja inn kostnaðarverð pöntunar inn á reikning: 515-4-252152, kennitala: 050772-5359.

Vinsamlegast sendið staðfestingu á greiðslu í tölvupósti á
4flTrottar@gmail.com og tilgreinið nafn þess sem pantar í skýringum. Gott væri að fá nafn greiðanda með tölvupóstinum þegar pantað er.

ATHUGIÐ: ef ekki berst greiðsla fyrir pöntun þá er pöntunin því miður ógild og ekkert verður þá pantað fyrir viðkomandi.

Strákarnir (
með aðstoð foreldra ☺)þurfa svo að geyma sinn hluta af söluverðinu (sem er 500 kr. fyrir hverja pakkningu) inn á sínum eigin bankareikning. Þetta er gert til að forðast allan rugling á því hver á hvað.

Sækja þarf pöntunina niður í Þrótt laugardaginn 13. desember á milli klukkan 13 og 14.

Dæmi:
• Jón ætlar að panta 15 einingar af kaffi (2x15 kaffipakkar) og 15 einingar af kertum (2x15 kerti).
• Hann sendir pöntun á netfangið og tilgreinir fjölda af kerta-einingum og fjölda af kaffi-einingum, ásamt nafni iðkanda og nafni greiðanda
• Hann greiðir fyrir kertin 15x 500 og kaffið 15x 1000 inn á bankareikninginn hér að ofan, samtals 22.500 kr.
• Hann sækir pöntunina á laugardeginum á réttum tíma
• Jón hjálpar barni sínu að selja og eftir góðan söludag þar sem allt var selt, á Þróttarinn okkar og 15.000 kr. fyrir vikið (sem auðvitað fer beint inn á bankareikning ☺)

Ef það eru einhverjar spurningar, þá vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á
4flTrottar@gmail.com

kv, Flokksráð 4. flokks Þróttar

Æfingaleikir v Gróttu - laug!

Ó já.

Áttum leiki v Gróttu í gær - og loksins var veðrið í lagi. Niðurstaðan tveir flottir sigrar. Allt um leikina tvo hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: Æfingaleikur v Gróttu - B lið.

Dags: Laugardagurinn 6.desember 2008.
Tími: kl.10.00 - 11.00.
Völlur: Gróttugervigras.

Dómarar: - - - - -
Aðstæður: Pínu napurt - en völlurinn góður.

Staðan í hálfleik: 0 - 1.

Lokastaða: 3 - 1.

Maður leiksins: Daníel L.

Mörk: Bjarni Pétur (2) - Daníel Þór.

Liðið: Kristófer í markinu - Óli og Bjarni bakverðir - Gunni og Jón Kaldal miðverðir - Viktor fyrir framan vörnina - Daníel Þór og Palli á miðjunni - Arnar og Jakob á köntunum og Daníel L frammi. Varamenn: Brynjar og Birkir Örn.

Frammistaða: Það var gaman að sjá Daníel L frammi og stóð hann sig mjög vel þar. Gunni sterkur í vörninni, Arnar P hættulegur á vinstri kanntinum og gerði mikinn usla þar.

Almennt um leikinn: Þeir ógnuðu okkur lítið fyrrihálfleik en fengu 3 stungur inn fyrir og skoruðu úr einni þannig. En mikið af góðu spili hjá okkur og hættulegar sóknir sem að við hefðum átt að nýta, en inn vildi boltinn ekki.

Við heldum áfram að ógna þeim og vorum ofarlega á vellinum. Mikið af góðu spili, sérstaklega á köntunum, vorum að senda bolta á milli bakvarðar og miðvarðar, fínir hlutir í gangi. Svo á endanum rufum við múrin og við skoruðum á 42 mín og var Daníel þar á ferð. En þessi leikur var aldrei spurning, vorum betri og það var bara spurning hvenær að næsta mark myndi koma og svo skoraði Bjarni 2 mörk á 50 og 52 mín.

Flottur leikur í alla staði, menn einbeitir og flottir á vellinum.

- - - - -
  • Hvaða leikur: Æfingaleikur v Gróttu - C lið.

Dags: Laugardagurinn 6.desember 2008.
Tími: kl.11.00 - 12.00.
Völlur: Gróttugervigras.

Dómarar: - - - - -
Aðstæður: Smá kalt - en snilld að prófa völlinn þeirra.

Staðan í hálfleik: 8 - 0.

Lokastaða: 11 - 2.

Maður leiksins:

Mörk: Logi (3) - Andrés (3) - Breki (2) - Pétur J (2) - Kristjón.

Liðið: Kristó í markinu - Benni og Marteinn bakverðir - Hörður Gautur og Þorkell miðverðir - Kristjón fyrir framan vörnina. Logi og Sigurður Þór á miðjunni - Breki og Nizzar á köntunum og Andrés einn frammi. Varamenn: Sölvi, Ýmir Hrafn, Cephas og Pétur Jökull.

Frammistaða:

Slugs - tökum etta á okkur :-(

Almennt um leikinn:

Þetta var einstefna allan fyrri hálfleik og þeir ógnuðu okkur ekkert og varla komumst yfir miðju.

Við skiptum mönnum í nýjar stöður; framherjar komnir í vörnina og öfugt og héldum við áfram að setja á þá. Fínt spil í gangi og jákvæðni hjá öllum.

Bara virkilega flottur leikur.

- - - - -

Friday, December 05, 2008

Laug - leikir v Gróttu!

Sælir strákar.

Tölfræðin er kominn inn - hér hér fyrir framan þennan póst.

En planið á morgun, laugardag, er sem sé þannig að við eigum tvo leiki við Gróttu á gervigrasinu þeirra - úti (þeir eru ekki komnir með innihöll). Leikirnir eru í fyrra fallinu, sem er bara nett, því þá eigum við allann daginn eftir í jólafjör (en kannski blóta einhverjir foreldrar okkur).

Svona lítur þetta þá út:

- Æfingaleikur v Gróttu - Mæting kl.9.30 út á Seltjarnarnes (íþróttahús Gróttu) - keppt frá kl.10.00 - 11.00:

Kristófer Karl - Páll Ársæll - Daníel L - Brynjar - Jónas - Jakob - Gunnar - Aron Br. - Arnar P - Birkir Örn - Ólafur Guðni - Bjarki L - Jón Kaldal - Daníel Þór - Viktor Snær - Bjarni Pétur.

- Æfingaleikur v Gróttu - Mæting kl.10.30 út á Seltjarnarnes (íþróttahús Gróttu) - keppt frá kl.11.00 - 12.00:

Kári - Þorkell - Sölvi - Logi - Breki - Nizzar - Sigurður Þór - Benjamín - Ýmir Hrafn - Andrés Uggi - Hörður Gautur - Kristjón Geir - Marteinn Þór - Pétur Jökull - Sigurjón - Cephas.

- Hvíla á morgun: Anton Orri - Aron Bj. - Árni Þór - Birkir Már - Njörður - Daði - Jón Konráð - Elvar Örn - Hörður Sævar - Skúli - Jovan - Sveinn Andri - Stefán Pétur - Björn Sigþór - Þorsteinn Eyfjörð - Pétur Jóhann - Gunnar Valur - Gabríel Ingi.

Stilla klukkuna rétt - taka góðann morgunmat og muna eftir öllu dóti (hlý föt innanundir takk fyrir + húfa og hanskar). Ef veðrið verður of kalt þá neglum við það á bloggið í fyrramálið og tökum "smesskeðju"! Finnst samt líklegast að það verði "game on"!

Sjáumst í þvílíku stuði,
Ingvi og Teddi.

- - - - - -

Thursday, December 04, 2008

Heyrru!

Jamm.

Smá bögg fyrst - 6 af 16 á eldra árinu hentu á mig 500kr í Laugum á fimmtudaginn. Plís klárið það dæmi svo kallinn lendi ekki í veseni!

Hérna eru svo niðurstöðurnar frá því í dag:

- "Chillað" útihlaup í byrjun: 1.6 mílur: 2.56km (besti tíminn ca.11.00 mín) (eigum við að ræða hvað ég kallaði veganlengdina - skulda samt djús).

- Sipp á mínútu: Daníel L - 163. Birkir Már - 147. Jovan + Nizzar - 135. Ingvi í Laugum á fim: 125 :-(

- Halda á lofti (lappir): Aron Bj. - 150. Sveinn Andri - 112. Andrés Uggi - 98.

- Halda á lofti (læri): Arnar P - 100. Jovan - 77. Anton Orri - 67.

- Halda á lofti (haus): Sveinn Andri - 28. Jón Kaldal - 28. Jovan - 20.


- - - - -

Fös!

Ble ble.

Flottur tíminn í dag í Laugum, reyndar aðeins öðruvísi en ég hafði talað um. Lítið um spinning en menn tóku vel á því. Eigum kannski bara inni "pjúra" spinning tíma seinna. Sumir tóku pottinn þannig að við geymum hann á morgun, yngri taka hann svo eftir sinn "gym-tíma" eftir viku!

Þannig að planið á morgun, föstudag, er þá svona:

- Fös - Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.15.

Byrjum á afar "chilluðum" tveggja og hálfs kílómetra hring, svo verðum við með ca.6 mælingar (stuttir sprettir, langir sprettir, sprettir með bolta, armbeygur, tækni ofl) + smá spil á kantinum! Geymum sundið.

Það er svo klárt að við eigum B og C liðs leiki v Gróttu laugardagsmorgun á þeirra velli (og a lið v aftureldingu eftir viku) (ír leikurinn frestast).

Annars bara jólastemmningin að detta í hús. Og munið fjáröflunina okkar (í síðasta bloggi).
Ok sör.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Fjáröflun!

Kæru leikmenn, foreldrar og forráðamenn

Þjálfarar og flokksráðið eru spennt fyrir því að stefna á æfingaferðalag á vormánuðum, en hvert það verður og hversu langt við förum mun ráðast mikið af aðstæðum þegar nær dregur. Það er hinsvegar ljóst að við verðum að safna okkur smá pening til að komast í svona ferðalag og því tilvalið að byrja núna um jólin. Því ætlum við að hrinda af stað fjáröflun, sem foreldrar munu þurfa að leggja örlítið af mörkum. Við höfum áður farið þessa leið með góðum árangi; nú seljum við útikerti og kaffi fyrir hátíðarnar.

Jólapakkinn samanstendur af:
• Útikerti (tólgarkerti - tvö í pakka)
• Kostnaðarverð 500 kr. - Söluverð 1000 kr.

• Kaffi tvenna frá Te & Kaffi, 250 gr. pokar af Hátíðar- og Selebeskaffi
• Kostnaðarverð 1000 kr. - Söluverð 1500 kr.

Við mælum þó eindregið með að menn skelli þessu saman í pakka (kerti og kaffi) og selji á 2500 kr. Nú er það ykkar að fara til ættingja, vina og nágranna til að selja þeim þessar ljómandi jólavörur sem allir hafa þörf fyrir. Í síðasta lagi á mánudaginn 8. desember þurfið þið að taka saman hversu mikið þið ætlið að fá af hvorri tegund og senda pöntun á 4flTrottar@gmail.com . Einnig þarf að greiða pöntunina á sama tíma með því að leggja inn kostnaðarverð pöntunar inn á reikning: 515-4-252152, kennitala: 050772-5359.

Vinsamlegast sendið staðfestingu á greiðslu í tölvupósti á 4flTrottar@gmail.com og tilgreinið nafn þess sem pantar í skýringum. Gott væri að fá nafn greiðanda með tölvupóstinum þegar pantað er.

ATHUGIÐ: ef ekki berst greiðsla fyrir pöntun þá er pöntunin því miður ógild og ekkert verður þá pantað fyrir viðkomandi.

Strákarnir (með aðstoð foreldra ☺)þurfa svo að geyma sinn hluta af söluverðinu (sem er 500 kr. fyrir hverja pakkningu) inn á sínum eigin bankareikning. Þetta er gert til að forðast allan rugling á því hver á hvað.

Sækja þarf pöntunina niður í Þrótt laugardaginn 13. desember á milli klukkan 13 og 14.

Dæmi:
• Jón ætlar að panta 15 einingar af kaffi (2x15 kaffipakkar) og 15 einingar af kertum (2x15 kerti).
• Hann sendir pöntun á netfangið og tilgreinir fjölda af kerta-einingum og fjölda af kaffi-einingum, ásamt nafni iðkanda og nafni greiðanda
• Hann greiðir fyrir kertin 15x 500 og kaffið 15x 1000 inn á bankareikninginn hér að ofan, samtals 22.500 kr.
• Hann sækir pöntunina á laugardeginum á réttum tíma
• Jón hjálpar barni sínu að selja og eftir góðan söludag þar sem allt var selt, á Þróttarinn okkar og 15.000 kr. fyrir vikið (sem auðvitað fer beint inn á bankareikning ☺)


Ef það eru einhverjar spurningar, þá vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á 4flTrottar@gmail.com

kv,
Flokksráð 4. flokks Þróttar

Wednesday, December 03, 2008

Fim - Laugar, eldri!

Já sælir.

Það ætti að vera klárt en við byrjum ekki í fimleikum fyrr en eftir áramót - Við heyrðum því í fólkinu niður í Laugum og þau buðu okkur að koma alla veganna einu sinni fyrir jól, og núna í spinning/þrek tíma.

Eldra árið fer á morgun, fimmtudag, en yngra árið eftir viku. Þetta er reyndar á sama tíma og handboltaæfing - þannig að menn sem fara á hana eru alveg löglega afsakaðir (fæ mætinguna hjá Óskari). Aðra hitti ég spræka í andyrinu í Laugum:

- Laugar - Spinning - Eldra árið - Mæting kl.14.50 - Búið ca.16.30.

Mætum á réttum tíma og trítlum saman niður í klefa. Kostar 500kr og muna eftir góðu innidóti. Hægt að kíkja í gufu eftir púlið!

Verið duglegir að láta þetta berast ef einhver er að gleyma sér.
Síja,
ingvi (spinning pro) og teddi (aldrei farið í spinning).

- - - - -

Tuesday, December 02, 2008

Mið!

Hey.ja

Enginn sem sagði "nettur öðruvísi reitur" við kallinn í dag :-( Og enn og aftur fór powerade-ið ekki út - menn ekki alveg nógu góðir í "snuddunum"!

En eldri reynir bara við það á morgun, miðvikudag:

- Æfing - Eldra ár - Gervigrasið - kl.16.30 - 18.00.

Frí hjá yngri næstu tvo daga, en hörku prógramm að byrja hjá eldri (munið Laugar á fimmtudaginn).

Set svo dagatalið hér inn til hægri, ásamt miðunum, sem flestir eru búnir að skila.
Annars bara líf og fjör.
Heyrumstum,
Ingvi og Teddi.



- - - - -

Monday, December 01, 2008

Þrið!

Jeppa.

Flottir í dag - Klassa mæting hjá yngri, klárum svo sippið og fleira á æfingunni á morgun. Eldri tóku líka vel á því - Snilld ef Kobbi og Jónas eru að koma aftur til okkar, og Gunnar the Viking var líka sprækur.

Set svo öll blöðin sem þið fenguð, hér til hliðar á síðuna. Þá ætti alles að vera klárt, þaggi!

Frí hjá eldri á morgun, þrið, en æfing hjá yngri, 15 mín seinna en vanalega (tek það á mig):

- Æfing - Yngra ár - Gervigrasið - kl.15.45 - 17.15.

En lítið mál að mæta á vanalegum tíma og í HM eða Wembley!
Sjáumst hressir,
Ingvi og Teddi.

- - - - -