Monday, October 31, 2005

Mánudagurinn 31.okt!

Sælir.

Síðasti dagur októbermánaðar! er þá ekki bara spil?
nei ekki alveg - en það er Halloween - er þá ekki bara
spil!

Og spennandi hvort gulli sé búinn að bræða snjóinn!

En sjáumst í dag:

- Eldra árið kl.15.00 - 16.15 á tennisvellinum.
og
- Yngra árið kl.16.00 - 17.30 á gervigrasinu.

AJU

Sunday, October 30, 2005

Tilboðskvöld!

Sæl öll.

Það verður tilboðskvöld fyrir alla Þróttara á miðvikudaginn milli kl. 18:30 - 21 í íþróttavöruversluninni Íþrótt í Ármúla.

Þetta er fyrir alla yngri iðkendur Þróttar svo og fjölskylur þeirra. 20-50% afsl. af félagsvörum svo og nýjum vörum.

Látið sjá ykkur.
kv,
Halldór í Íþrótt

Sunnudagsæfing!

Heyja.

Mæli með að þið mætið vel klæddir á sunnudagsæfinguna.
Það er snjór yfir öllu eins og á föstudaginn. en við látum það
ekki trufla okkar.

sjáumst bara sprækir kl.11.30 á sun.

aju

Wednesday, October 26, 2005

Markmannsæfing!

Hey

Á Laugardaginn er fyrsta markmannsæfing vetrarins.
Hún er (og verður) kl.15.00 - 16.00 á laugardögum.

Við komum til með að fylgjast vel með mætingununa á
þessar æfingar og setjum þær inn í okkar mætingarskjal.

Eins munum við fara betur í markmannsæfingar á okkar
æfingum.

Ok sör.
Allir að mæta þá á laugardaginn.

Markmannskvöld!

hey hey

Á fimmtudagskvöld var haldið hið árlega "markmannskvöld" Þróttar.

Kvöldið var skemmtilegt og komu margir, líklega um 30 manns.
Á lista sem var látinn ganga skráðu sig 15 markmenn til æfinga og er það frábær vitnisburður um þann vaxandi áhuga sem er innan félagsins á markvörslunni.

Viðurkeningar voru veittar fyrir mætingar, en þær fengu Vésteinn í 5. flokki, Snæbjörn í 4. flokki og Þórdís í 4. flokki kv.

Ég er ekki alveg klár á mætingu okkar stráka á kvöldið en ég veit að Anton Sverrir var úti á landi. En athuga það betur.

Gott mál.

Æfingar vikunnar!

Hey

Það eru engar breytingar í vikunni. En það styttist í fyrsta
æfingaleik - látum ykkur vita sem fyrst.

En svona lítur vikan út:

Mánudagurinn 24.okt:

Eldra árið kl.15.00-16.15 á Tennisvellinum.
Yngra árið kl.16.00-17.30 á Gervigrasinu.

Miðvikudagurinn 26.okt:

Eldra árið kl.16.30-18.00 á Gervigrasinu.
Yngra árið kl.18.00-19.15 á Tennisvellinum.

Föstudagurinn 28.okt:

Æfing hjá öllum kl.14.30 - 16.00 á Gervigrasinu.
(vogaskóli kemur um 15.00)

Sunnudagurinn 30.okt:

Spilæfing hjá öllum kl.11.30-13.00 á Gervigrasinu.

Ferðalag!

Heyja.

Kallinn er sem sé á Reyjum þessa vikuna! Jamm Jamm
7.bekkirnir í Langó verða alla vikuna þar - tek þá bara í sérþolprógramm!
Mikið fjör. Er líka búinn að vinna eystein í flestum íþróttagreinum!

En Egill - Egill og Kiddi sjá um æfingar (ég veit strákar en þetta
eru bara 3 æfingar :-) og bannað að ljúga að mér á fös að æfingarnar hafi verið
geðveikt skemmtilegar því ég var ekki á staðnum!

En endilega heyrið í þeim ef það er eitthvað sem þið eruð ekki klárir á.
Egill B er með 690-6973 - Egill T er með 867-3661 - og síminn hjá
kidda heima hjá mömmu er 588-8346. nei þetta var lélegt hjá mér - hann er
með 661-4774.

Sé ykkur svo á föstudag eða sunnudag.
kv,
the headcoach

Saturday, October 22, 2005

Sunnudagsæfing!

Jójó.

Allt klárir á sunnudagsæfinguni kl.11.30 á frekar
hörðu gervigrasinu! en það þýðir ekkert að fara að
væla þegar egill tæklar ykkur í reit!
og trixið er alveg komið!

altarisdrengir reyna að láta sjá sig eftir messu!

búið ykkur vel - og sjáumst hressir.
ingvi og crew

"Bókin"

Sælir

Það eru 60 strákar búnir að fá bæklingin okkar.
nokkrir skulda 300kr og muna eftir því á næstu
æfingu.

nokkur tímarit búnir að hringja í okkur út af
myndunum - vildu fá tvo af þjáflarastaffinu í aðra
myndatöku :-)

Nokkrir eiga enn eftir að fá stöffið en fá það strax og þeir mæta
á æfingu.

Ok sör!

Friday, October 21, 2005

Fyrsta æfing!

Sælir strákar.

og takk fyrir vel heppnaðan fund í gær.
vona að þið hafið svo ekki sofnað yfir "bókinni"

Við tókum nettar andlitsmyndir - tökum vélina svo
á æfingu til að ná þeim sem ekki mættu í gær. Eins þarf
ég að láta þá fá dótið.

EN:

- Fyrsta æfing tímabilsins er í dag(fös) - kl.14.45 - hjá öllum - á gervigrasinu.

Látið strákana vita sem ekki voru í gær.

sjáumst sprækir
ingvi og co.

p.s.er þokkalega búinn að mastera eitt trickið!

Monday, October 17, 2005

Og þá hefst tímabilið!

Sælir strákar.

Þá er komin tími til að byrja á nýjan leik.
Við vorum ekkert að stressa okkur á að byrja í
dag, mánudag, enda bara búnir að slaka á í tvær
vikur.

Við ætlum að byrja á fimmtudaginn kemur (20.okt) með
smá kynningarfundi upp í Langholtsskóla. Fundurinn hefst kl.18.30
og stendur til um kl.19.30. (salurinn niður í þrótti er aldrei laus).
Allir að koma með 300kr fyrir efniskostnaði og hressingu!

Svo er fyrsta æfing vetrarins á föstudaginn kl.14.45 á gervigrasinu.

- - - - -

Ok sör.
Verið svaðalega duglegir að láta þetta berast.
hlakka til að sjá ykkur á fimmtudaginn

ingvi og co.

- - - - -

Ég ætla svo að "dobbla" eftirtalda að sjá um að allir séu klárir á vikunni.
Vona að þeir standi sig:
8.bekkur: Langó - Pétur Dan. Vogó - Bjarki Steinn. Laugó - Anton.
7.bekkur: Langó - Mikael Páll. Vogó - Kristján Orri. Laugó - Matthías.

Monday, October 10, 2005

Hreyfing!

Jamm

Hérna er smá prógramm fyrir ykkur í fríinu.
Bara hollt fyrir ykkur!
Endilega gera alla veganna þrennt af þessu hér fyrir
neðan:

- - - -

Útihlaup: 10 mín skokk. 5 mín 90% hraði. Teygjur 10 mín.
Sund: 6 * 25metrar + pottur.
“Skólavallafótbolti”: Hittast út í einhverjum skóla og taka 5 v 5.
Halda á lofti: 10 mín með löbbunum + 5 mín með hausnum. Fá einhvern í fótboltatennis.
Göngutúr: Taka 30 mínútna labbitúr.

Hjólreiðatúr: Enn engin snjór þannig endilega nota tækifærið og hjóla niður í bæ eða eitthvert.
200 magaæfingar + 50 armbeygjur + 30 bakæfingar + 40 hopp.


- - - - -

Sjáumst svo í næstu viku!

Monday, October 03, 2005

Myndir úr haustferð eldra árins!

Heyja.

Hérna eru 5 nettar myndir úr haustferð eldra ársins.
er með 90 í viðbót en spurning hvernig við plöggum það!

heyrumst.
.is

- - - - -

líf - og - fjör - í - Hveró!

- - - - -

Meiri verðlaun!

Hey.

Það var víst massa stuð í gær.
Vona að menn hafi skemmt sér - gúffað vel og lúkkað
upp á sviði.
Held að þetta sé fyrsta uppskeruhátíðin ever sem ég skrópa á!

en kjallinn er kominn frá usa.
og um vika í nýtt season!

- - - - -

Hérna eru verðlaunahafar 4.flokks Þróttar 2005-2006
á uppskeruhátiðinni í gær. Til hamingju.

Besti leikmaðurinn:
Valtýr Gíslason

Mestu framfarir:
Guðlaugur Einarsson

Auk þess kusuð þið sjálfir Þróttara ársins (en þau verðlaun
voru ekki veitt á sjálfri uppskeruhátíðinni). En þau tilkynnast
hér með:

Þróttari árins / besti félaginn 2005-2006:
Baldur Björnsson.

Jamm - hann á þetta þokkalega skilið (þótt hann fari að flytja upp í árbæ!)
Baldur á verðlaun inni hjá okkur - bara hafa samband og við "droppum" þeim
á hann sem fyrst.

Og svo var það besta mætingin:
Ævar Hrafn

Takk aftur fyrir tímabilið.
aju
.is

Frí - uppskeruhátíðin!

Jæja strákar.

Þá er seasonið okkar formlega búið. Það eina sem er eftir er
UPPSKERUHÁTÍÐIN Á BRODWAY! Jamm jamm, hún verður

SUNNUDAGINN 9.OKTÓBER KL:13.00-16.00.

Þanngað til - og viku eftir hátíðina - ætlum við að slaka á og
taka góða pásu. En ekki alveg detta í hamborgarana og sófann!
Í vikunni hendi ég hér inn smá prógrammi sem allir eiga að taka
fram af fyrstu æfingu. OK SÖR?

Sem sagt fyrsta æfing verður í vikunni 17-21.okt.
Fylgist með!

.is

Takk fyrir tímabilið!

hey hey.

Við viljum bara hér þakka kærlega fyrir tímabilið sem er að líða. Ég vona að menn séu almennt sáttir með árið. Það hefur verið mikið að gera síðasta árið - mikið stuð, margir leikir og margt að gerast. Margir strákar létu sjá sig á æfingum í ár en það voru um 65 strákar sem sinntu þessu til fyrirmyndar.

Við kveðjum nú ´91 árganginn eftir um fimm til sex ára "samband" - Það verður skrýtið að hitta ykkur ekki þrisvar til fjórum sinnum í viku - en þið eruð klassa hópur og vonandi komum við til með að þjálfa ykkur aftur í framtíðinni. Gangi ykkur bara rosalega vel í 3.flokki.

En við höldum áfram með ´92 árganginn, fimmta árið. og hlakkar okkur mikið til. þetta er líka klassa hópur sem á eftir að brillera á eldra ári. hápunktur næsta árs verður svo örugglega utanlandsferð hópsins næsta sumar :-)

Loks kemur ´93 árgangurinn upp á yngra ár - og verður gaman að fá að kynnast honum aftur (síðan í 7.flokki) Eru búnir að vera hjá Hansa í 2-3 ár og hefur gengið vel - er álíka stór hópur og verður á eldra ári - eða um 30 strákar.

Og það væri gaman að fá mail frá ykkur eða foreldrum ykkar - ! Öll "comment" eru velkomin. Ætlunin er svo líka að senda út eyðublað þar sem foreldrum ykkur gefst kostur á að commenta um það sem betur má fara - og koma því svo til íþróttafulltrúans.

Læt þetta duga í bili.
Takk og heyrumst,
Ingvi

- - - - - -

Verðlaun!

hey

Hérna er allt um verðlauna afhendinguna okkar.
Myndir koma fljótlega.

Auk þessara verðlauna - verða veitt verðlaun fyrir besta leikmann
flokksins (sem þið kusuð um daginn) - mestu framfarir (sem við veljum).
En Þróttari ársins verður ekki verðlaunaður á Brodway (smá breyting hjá þeim sem ráða) - en við verðlaunum hann kannski spes fljótlega.

alla veganna - hérna er pakkinn:

Markahæstu menn:

Æfingaleikir – Reykjavíkurmót – Íslandsmót – Skotlandsferð - Haustmót

Alls voru 216 mörk skoruð.

1 mark:
Jón O
Gylfi Björn
Sigurður Ingi
Óskar
Pétur Hjörvar
Atli Freyr


2 mörk:
Hafliði
Ágúst Benedikt
Baldur
Matthías
Símon
Bolli
Valtýr
Sigurður Einar
Freyr
Róbert
Jökull
Bjarki B
Arnar Páll
Arnar Már

3.mörk:
Ástvaldur Axel
Bjarmi
Tumi

4.mörk:
Aron Heiðar
Ólafur M

6 mörk:
Þröstur Ingi
Ingólfur Urban
Einar S

7 mörk:
Viggó Pétur
Davíð S
Bjarki Þór

8 mörk:
Daníel Ben
Hermann Ágúst
Ólafur Ó
Ævar Þór

9 mörk:
Styrmir

10 mörk
Guðlaugur
Bjarki Steinn
Auðun

11 mörk:
Tómas Hrafn

14 mörk:
José


15 mörk:
Vilhjálmur


19 mörk:
Ævar Hrafn


- - - - -

Menn leiksins 2004-2005
Æfingaleikir – Reykjavíkurmót – Íslandsmót – Skotlandsferð - Haustmót


Eldri:

Vilhjálmur: 8 leikir.
Oddur: 7 leikir.
Valtýr: 7 leikir.


Yngri:

Aron Ellert: 5 leikir
Ævar Hrafn: 5 leikir
Bjarmi: 4 leikir.


- - - - -

Bestu mætingar 2004-2005


Eldri:

Aron Heiðar Guðmundsson – 164 skipti.
Auðun Eyvindsson – 160 skipti.
José Luis Nunez Alvarez – 160 skipti.

Oddur Björnsson – 157 skipti.
Óttar Hrafn Kjartansson – 155 skipti.
Valtýr Gíslason – 154 skipti.
Hafliði Jónsson – 149 skipti.
Jökull Bjarnason – 147 skipti.
Vilhjálmur Pálmason – 144 skipti.

Yngri:

Ævar Hrafn Ingólfsson – 176 skipti.
Guðlaugur Einarsson – 176 skipti.
Símon Steinarsson – 175 skipti.

Bjarki Þór Arnarson – 164.skipti.
Bjarki Björgvinsson – 151 skipti.
Jakob Fannar Árnason – 150 skipti.
Óskar Ástvaldsson – 147 skipti.
Bjarmi Grétarsson – 146 skipti.
Anton Egilsson – 143 skipti.

- - - - -

Besti leikmaður flokksins: ??

Mestu framfarir: ??