Sunday, April 30, 2006

Til eldra ársins!

Jó.

Hún Lára Helen íþróttafulltrúi bað mig að heyra í ykkur í sambandi við sumarvinnuna ykkar (sem örugglega allir ykkar ætlið að skella ykkur í).

En Þróttur þarf hjálparhönd við Íþróttaskólann í Laugardal í sumar. Allir þeir sem vilja eiga möguleika á því að fá vinnu í sumar en þurfa að sækja um sumarstarf grunnskólanemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur. Svo mun Lára Helen og þau niður í Þrótti fá lista frá þeim og velja síðan af þeim lista.

Nemendur í 8. bekk mega vinna í 25 daga á tímabilinu 12. júní til 4 ágúst. Nemendur skrá sig á heimasíðu skólans sem er: www.vinnuskoli.is. Skráningartími er til 12. maí 2006

Sem sagt endilega skrá sig sem fyrst :-)

- - - - -

Leikurinn v Fylki!

Jó.

Einn leikur í dag, 1.maí. Klassa mæting og afar skemmtilegur leikur
í Árbænum, en heldur slakt að fá bara eitt stig út úr leiknum! En
allt um hann hér:

- - - - -

Dags: Mánudagurinn 1.maí 2006.
Tími: kl.14.00 - 15.15.
Völlur: Fylkisgervigras.

Þróttur 2 - Fylkir 2.
Staðan í hálfleik: 1 - 2.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1, 1-2, 2-2.

Maður leiksins: Einar Þór.
Mörk: Atli Freyr (27 mín) - Arnar Páll (65 mín).

Vallaraðstæður: Völlurinn var blautur og góður og veðrið frekar hlýtt, einstaka skúrir létu sjá sig.
Dómarar: Var "sóló" og átti soldið í vandræðum með rangstöðuna. Til að mynda var annað mark Fylkismanna var klárlega rangstaða.

Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Tumi og Viktor bakverðir - Einar Þór og Gunnar Björn miðverðir - Atli Freyr og Bjarki Þór á köntunum - Flóki og Jónmundur á miðjunni - Arnar Már og Starki frammi + Jakob Fannar, Arnar Páll og Davíð Hafþór.

Almennt um leikinn:

Enn einn leikurinn sem við áttum að klára! Vorum með boltann svona 65% af leiknum og sóttum hart á þá eiginlega allann leikinn.

Þeir voru hættulegri í fyrri hálfleik en við náðum að stoppa allt hjá þeim í seinni hálfleik. Þurftum bara að sjá hvenær þeir ætluðu að spila langa boltanum, bakka aðeins og lesa svo sendinguna.

Það vantaði svo aðeins breidd hjá okkur - spiluðum allt of þröngt og vildum alltaf fara aftur upp þann væng þar sem mest var af mönnum. verðum að vera duglegri að skipta boltanum. Eins að gefa á þann mann sem við sjáum, ekki of erfiða blinda sendingu (þótt þær séu ansi ljúfar þegar þær heppnast).

Við vorum svo orðnir ansi óþolinmóðir í seinni hálfleik. Megum ekki pirrast of mikið. Passa að halda einbeitingunni og taka réttar ákvarðanir. og aldrei taka viljandi aftanítæklingar.

En sem betur fer náðum við að jafna leikinn. Vorum búnir að sækja ansi mikið þanngað til Arnar Páll náði lúmsku skoti sem fór inn. Þótt maður vildi náttúrulega vinna leikinn þá er alltaf gott að jafna þegar maður hefur verið undir.

En það vantaði að komast betur inn fyrir vörn Fylkis, sem og nýta bestu færin okkar.
Vörnin okkar var frekar traust allann leikinn. En sumir leikmenn í liðinu hefðu mátt gefa aðeins meira í!

- - - - -

1.maí!

Sæler.

Afsakið hvað þetta kemur seint. En vona að menn hafi chillað jafn vel og við. En á morgun, mánudag, ætla allir að hreyfa sig:

- Yngra árið tekur körfuboltamót niður í Langó kl.11.00 (sjá betur á síðustu færslu).

- Eftirtaldir keppa við Fylki á Fylkisvelli. Mæting kl.13.15 upp í Árbæ - keppt frá kl.14.00 – 15.15:
Anton/Snæbjörn - Arnar Már – Arnar Páll – Viktor - Atli Freyr – Einar Þór – Jakob Fannar – Ágúst Ben – Bjarki Þór – Flóki – Davíð Hafþór – Gunnar Björn – Hreiðar Árni – Jónmundur – Pétur Dan - Starkaður – Tumi – Óskar.

- Eftirtaldir æfa kl.16.00 - 17.15 á gervigrasinu: Bjarki B, Bjarmi, Aron Ellert, Bjarki Steinn, Símon, Gylfi Björn, Ástvaldur Axel og Guðlaugur.

- Eftirtaldir mæta á sérstaka æfingu upp í Egilshöll kl.18.00 fyrir ´92 úrval leikmanna í Reykjavík: Ingimar, Jónas og Daníel Ben.

Vona að allt sé í orden.
Ingvi og co.

Körfuboltamót yngra árs!

----

Jó.

Fyrsta körfuboltamót yngra ársins verður á morgun niður í Langó.
(við vitum að laugarlækjaskóli er að fara á Reyki en þeir verða bara með næst)
En planið er svona:

Mæting: kl.11.00.

Hvar: Inn í Langholtsskóla.

Búið: kl.12.45.

Koma með: Innanhúsdót (+ körfuboltastöff) + 100kall + towel.

Liðin:

Miami Heat: Anton Sverrir - Kristján Orri - Daði Þór.
L.A. Lakers: Arnþór Ari - Þorleifur - Davíð Þór.
San Antonio Spurs: Daníel - Árni Freyr - Sindri.
New York Knicks: Kristján Einar - Jóel - Mikael Páll.
Phoenix Suns: Anton Helgi - Arnar Kári - Stefán Tómas.

Keppt verður að sjálfsögðu á tvær körfur.
Leiktíminn er 2*4 mín.
Dómarar sjá alfarið um dómgæslu.
Troðslukeppni þjálfara.
Verðlaun fyrir fyrsta sætið.
Vonum að allir komist.

See ya on da court!
pippen, nash, iverson og jordan.

Úrtökuæfing!

Sælir.

Á mánudaginn fer fram sérstök úrtaksæfing fyrir leikmenn fædda
1992 og spila með liðum í Reykjavík.

Við þjálfarar völdum Ingimar, Daníel Ben og Jónas úr okkar flokki í Þrótti
og mæta þeir sprækir á þessa æfingu á morgun.

Aðalástæðan fyrir þessari æfingu er að velja á 14 leikmenn sem kemur til með að
keppa fyrir hönd Íslands í Helsinki í sumar á sérstöku móti fyrir þennan aldurshóp.

Strákarnir eiga pottþétt eftir að standa sig vel og vera Þrótti til sóma.

- - - - -

Saturday, April 29, 2006

Leikurinn v Val!

Heja.

Jamm, það var einn leikur við Val í gær, inni í Egishöllinni.
Ekki slæmt þar sem veðrið var ekkert voða spes úti.
En Valur dróg B liðið sitt úr keppni þannig að við kepptum bara
einn leik - og allt um hann hér:

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 29.apríl 2006.
Tími: kl.14.05 - 15.20.
Völlur: Egilshöllin.

Þróttur 3 - Valur 1.
Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Gangur leiksins: 0-1, 1-1, 2-1, 3-1.

Maður leiksins: Bjarmi.
Mörk: Árni Freyr (20 mín)- Daníel (35 mín) - Bjarki Steinn (58 mín).

Vallaraðstæður: Frekar heitt inni í höllinni eins og vanalega, en töff að taka einn leik þar.
Dómarar: Stóð sig svo sem allt í lagi, en var tæpur á rangstöðunni.

Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Gylfi og Símon bakverðir - Jónas og Ingimar miðverðir - Bjarmi og Ási á köntunum - Bjarki B og Aron Ellert á miðjunni - Danni og Árni frammi + Snæbjörn, Bjarki Þór, Jakob Fannar, Kristján Einar, Bjarki Steinn og Gulli.

Liðsmynd!

Almennt um leikinn:


Þrátt fyrir tveggja marka sigur þá var ég frekar stressaður allann leikinn. Við fengum reyndar aragrúa af færum og áttum að vera búnir að klára leikinn strax í fyrri hálfleik. En allt kom fyrir ekki. Við vorum dæmdir rangstæðir (nokkrum sinnum ranglega), klúðruðum hreinlega færunum eða þeir náðu að koma boltanum burtu.

Alla veganna, við áttum líka nokkrar slakar sendingar í fyrri og það vantaði einhvern veginn meiri kraft í okkur. Eins mátti heyra títiprjón detta!

Valsmenn sluppu samt alveg - Þeir voru með 2-3 afar sterka stráka frammi sem máttu varla fá skotfæri og þá var bombað. Komust náttúrulega yfir með góðu skoti. Hefðum mátt valda leikmanninn betur þar. En við náðum að halda þeim í skefjum og áttu þeir kannski 3-4 færi sem eitthvað gat orðið úr.

Í seinni hálfleik var allt of mikið bil milli miðju og varnar - báðir miðjumenn létu teyma sig alla leið inn í vítateig valsmanna. Við fórum líka að dúndra boltanum eitthvað fram og voru þá bæði lið dottinn í þann pakka.

En við vorum hættulegir fram á við allann leikinn. Markmennnirnir áttu klassa dag. Bjarmi átti hægri kantinn skuldlaust og eiginlega allir börðust fyrir þessum þremur stigum. Ánægður með ykkur.

Nú tekur bara við undirbúningur undir Víkingsleikinn næsta laugardag.

- - - - -

Leikurinn við KR!

Jebba.

Einn leikur var við KR á KR-velli. Einhverjir þreyttir
eftir handboltamót en það kom svo sannarlega ekki að sök!
Það sem þótti líka þokkalega "flair" voru miðasendingar þjálfara
frá bekknum - tökum það kannski upp oftar!!

En hérna er allt um leikinn:

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 29.apríl 2006.
Tími: kl.14.05 - 15.20.
Völlur: KR-Völlurinn - Frostaskjóli.

Þróttur 10 - KR 1.
Staðan í hálfleik: 5 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 4-0. 5-0, 6-0, 7-0, 8-0, 9-0, 10-0, 10-1

Maður leiksins: Arnar Kári
Mörk: Arnar Kári 3 - Arnþór 2 - Anton Sverrir 2 - Stebbi 1 - Nonni 1 - Reynir 1.

Vallaraðstæður: Fínt veður, reyndar svolítill vindur fyrstu min, en það lagaðist.
Dómari: Stóð sig með stakri prýði. Erum að tala um víti og rautt spjald.

Liðið (4-4-2): Danni Ingvars í markinu - Mikki og Jóel bakverðir - Sindri og Tolli miðverðir - Reynir og Danni Örn á köntunum - Arnþór og Nonni á miðjunni - Anton Sverrir og Kommi frammi + Krissi, Stebbi, Tryggvi, Kristó, Arnar Kári.

Almennt um leikinn:

Snilldar leikur, allir í liðinu áttu mjög góðann leik. Við hófum leikinn af krafti og komum okkur í 2-0 fljótlega. Þessi tvö mörk sýndu það að við ætluðum okkur að vinna þennan leik. Allir voru að berjast á fullu og við settum góða pressu á þá. Það gekk vel að láta boltann ganga eins og við vorum búnir að tala um.

Framherjarnir áttu góð hlaup og við fengum mörg færi út á það. Margir hefðu reyndar mátt gefa aðeins meira í vörnina þó að hún hafi haldið út næstum allan leikinn.

Það var algjört rugl að fá okkur þetta mark í lokinn og við lærum það bara af þessu að við förum ekki átta í kringum boltann þegar við eigum aukaspyrnu og rífumst um hver á að taka hana. Það var enginn sem beið í vörninni og við fengum því á okkur mark, þó Kristó hafði reynt drengilega að bjarga því.

En þessi leikur sýnir okkur það að ef allir mæta til að vinna og við byrjum á fullu erum við komnir langleiðina að sigrinum. Við þurfum að halda áfram að spila vel og sýna baráttu, þá á okkur eftir að ganga mjög vel.

- - - - -

Hreinsunardagur FRESTAÐ til 6.maí!!

Ákveðið hefur að FRESTA hreinsunardeginum vegna verðurs um eina viku.

Mæting verður því laugardaginn 5. maí n.k. og þá gerum við svæðið flott.

Þannig að,

Sjaumst i dag eða a manudaginn.
Ingvi og co.

Friday, April 28, 2006

Helgin!

jó.

Hérna er allt um helgina - sjáumst á morgun:

- - - - - -

4.flokkur karla
21.apríl ´06
Knattspyrnufélagið Þróttur
Reykjavíkurmót KRR

Leikmenn

Það eru tveir leikir hjá okkur á morgun, laugardag (enn ekki 4 eins og vanalega - sem er svo sem fínt – hitt er soldið mikið stress!) Og svo er einn leikur á mánudaginn.

Á morgun, laugardaginn 29.apríl, er líka hreinsunardagur niður í Þrótti hjá okkur og hjá þeim foreldrum sem komast. Þetta er sem sé sérstakt hreinsunarátak - Foreldrar og iðkendur hópast saman niður í Þrótt kl.11.00 og vinna við hreinsun og tiltekt bæði utan húss og innan. Á eftir verður svo pylsuveisla fyrir unga sem aldna. Mikilvægt er að foreldrar mæti líka, enda vinna margar hendur létt verk. Verkstjórn verður svo í höndum þjálfara og foreldra.

En liðin verða svona eins og sést hér fyrir neðan. Reynum allir að mæta með rauða peysu þannig að við verðum eins í upphitun. Munið líka að koma með allt annað dót í tösku, handklæði, legghlífar ofl. Mæta svo á réttum tíma tilbúnir í slaginn:

Laug 29.apríl:

- Hreinsunardagur hjá öllum – Mæting kl.11.00 niður í Þrótt (þeir sem fara svo að keppa verða aðeins styttra).

- Mæting kl.13.15 upp í Egilshöll – keppt v Val frá kl.14.05 – 15.20:
Anton – Snæbjörn – Aron Ellert – Bjarki B – Bjarmi – Jónas – Ingimar – Daníel Ben – Gylfi Björn – Símon – Ástvaldur Axel – Bjarki Steinn – Guðlaugur - Bjarki Þór - Jakob Fannar - Árni Freyr – Kristján Einar.

- Mæting kl.13.15 upp á KR-völl – keppt v KR frá kl.14.00 – 15.15:
Kristján Orri – Kristófer M – Guðmundur – Þorleifur – Jón Kristinn – Tryggvi – Jóel – Arnþór Ari – Anton Sverrir – Kormákur – Reynir – Sindri – Mikael Páll – Daníel I – Anton Helgi – Stefán Tómas – Arnar Kári.

Sun 30.apríl: - Frí hjá öllum. Út með hjólið! Kíkja í pottinn! Chilla!

Mán 1.maí:

- Körfuboltamót yngra árs kl.11.00 – betur auglýst síðar.

- Mæting kl.13.15 upp á Fylkis-völl – keppt v Fylki frá kl.14.00 – 15.15:
Anton/Snæbjörn - Arnar Már – Arnar Páll – Viktor - Atli Freyr – Einar Þór – Jakob Fannar – Ágúst Ben – Bjarki Þór – Flóki – Davíð Hafþór – Gunnar Björn – Hreiðar Árni – Jónmundur – Pétur Dan - Starkaður – Tumi – Óskar.

- Æfing hjá öðrum á eldra ári kl.15.30 á gervigrasinu.

Hafið samband ef það er eitthvað.
Sjáumst hressir.
Ingvi, Egill B, Egill T og Kiddi.

Friday!

Sælir strákar.

Við munum æfa í tvennu lagi í dag - Þannig að það verði ekki
vesen með pláss og eins til að skoða hluti fyrir leiki helgarinnar.

Eftirfarandi strákar æfa frá kl.14.00 - 15.00 á gervigrasinu:

Anton – Snæbjörn – Aron Ellert – Bjarki B – Bjarmi – Jónas – Ingimar – Daníel Ben – Gylfi Björn – Símon – Ástvaldur Axel – Bjarki Steinn – Guðlaugur – Viktor – Árni Freyr – Kristján –Einar - Kristján Orri – Kristófer M – Guðmundur – Þorleifur – Jón Kristinn – Tryggvi – Jóel – Arnþór Ari – Anton Sverrir – Kormákur – Reynir – Sindri – Mikael Páll – Daníel I – Anton Helgi – Stefán Tómas – Arnar Kári.

Eftirfarandi strákar æfa frá kl.15.00 - 16.00 á gervigrasinu:

Arnar Már – Arnar Páll – Atli Freyr – Einar Þór – Jakob Fannar – Ágúst Ben – Bjarki Þór – Flóki – Davíð Hafþór – Gunnar Björn – Hreiðar Árni – Jónmundur – Pétur Dan - Starkaður – Tumi – Óskar - Kristófer H - Leó - Arianit – Matthías – Daníel Örn – Dagur – Ágúst Heiðar – Elvar Aron – Emil Sölvi – Gabríel Jóhann – Ingvar – Kevin Davíð – Davíð Þór – Stefán Karl – Orri – Hákon – Daði Þór – Úlfar Þór.

Látið þetta berast eins og skot.
og ef það er vesen að komast kl.14.00 þá endilega heyrið í mér
og mætið svo bara kl.15.00.

Á morgun, laugardag, er svo hreinsunardagur niður í Þrótti sem endar í pylsuveislu.
og svo 2 leikir hjá tveimur liðum í Rvk mótinu.

Sjáumst í dag.

Thursday, April 27, 2006

Heyja!

Sælir.

Frekar slakur í gær - Kom seint á eldra árs æfinguna, og fór
snemma af yngra árs æfingunni. Tek etta á mig. En býst við
að Kiddi hafi klárað "dumle-ið" :-(

Annars bara rólegt hjá okkur í dag, fimmtudag. sumir á handboltaæfingu þar sem
það er mót um helgina, spurning hvort það hittist á leikina!

En annars eru æfingar á morgun, föstudag. Býst við að við æfum í
tvennu lagi. kl.14.00-15.00 og frá kl.15.00-16.00. Læt ykkur vita í kvöld
eða snemma á morgun hverjir æfa á hvaða tímum.

Ok sör.
Heyrumst,
.is

Wednesday, April 26, 2006

Miðvikudagurinn 26.apríl!

Jó.

Kappinn mættur aftur á klakann. hugsanlega með smá
nammi á kantinum.

En sorrý hvað þetta kemur seint (erum reyndar búnir að æfa
svona síðustu miðvikudaga þannig að menn ættu að vera með etta).
Látið þetta ganga og vonandi eru flestir klárir í slaginn:

Eldra árið æfir kl.15.30 - 16.45 á gervigrasinu (dobblum 5.fl kvk aftur og
fáum hálft grasið).

Yngra árið æfir kl.16.45 - 18.00 á gervigrasinu (korteri seinna eins og síðast).

Leikirnir fara að detta inn!
sem og plan fyrir allt hitt kaffið (3/4 buxurnar, fræðslufundinn, foreldraboltann,
körfuboltamót flokksins, skráningin á rey-cup, skráningin á chill helgina á laugarvatni
í lok maí ofl.).

Sjáumst sprækir í dag,
Ingvi og the learners!

p.s. barcelona - ac milan kl.18.45 á sýn. hljótið að checka á honum.

Saturday, April 22, 2006

Mánudagurinn 24.apríl!

Jev.

Sa skal de være treining pa i deg!

Ekki nógu sprækur í dönskunni! En það eru æfingar í dag, mánudag
á vanalegum tímum. Kjappinn er í danmörku þannig að mínir fersku
aðstoðarmenn verða með æfingarnar (vill samt ekki að menn fagni því
of mikið!
).

Alla veganna:

Yngra árið æfir kl.15.00 á tennisvellinum.

Eldra árið æfir kl.16.00 á gervigrasinu.

Býst við að allt verður komið um leikina á þriðjudagskvöld.
Minni líka suma á að þeir skulda meil á kallinn (ingvisveins@langholtsskoli.is)

Heyrumstum,
Ingvi

- - - - -

Leikirnir við Leikni og KR - laug!

Jamm.

Langur dagur í dag! Hefði getað verið aðeins betri og klárlega
átt að enda með fleiri sigrum. en svona var etta:

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 22.apríl 2006.
Tími: Kl.10.00 - 11.15
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 2 - Leiknir 4.
Staðan í hálfleik: 2 - 2.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1, 2-1, 2-2, 2-3, 2-4.

Mörk: Bjarmi (8 mín) - Danni Ben (24 mín).

Vallaraðstæður: Ágætlega hlýtt, völlurinn góður - prýðis aðstæður fyrir fótboltaleik.

Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Símon og Gylfi bakverðir - Jónas og Ingimar miðverðir - Ástvaldur, Bjarki B og Aron Ellert á miðjunni, Arnþór Ari og og Bjarmi á köntunum og Danni frammi + Kristján Einar og Bjarki Steinn.

Almennt um leikinn:

Úrslitin augljóslega vonbrigði - Þrátt fyrir að komast yfir í byrjun leiks og fyrir hálfleik þá náðum við ekki stjórn á leiknum og misstum leikinn niður í tap í seinni hálfleik.

Þeir áttu miðjuna allan leikinn - voru að taka okkur á eins og ekkert var. Við spiluðum þröngt og vorum alltaf að þrengja að hvor öðrum. Eins misstum við boltann allt of mikið.

Við komumst ekkert áleiðis fram á við - þeir voru með mann sem lá frekar aftarlega þannig að við náðum eiginlega aldrei að spila Danna einn innfyrir. Við nýttum kantana afar lítið þrátt fyrir að það svæði væri autt trekk í trekk.


Við áttum virkilega góða kafla inn á milli - góð horn sem hefðu átt að enda með marki - ágætis spil og nokkuð góð barátta.

Vissulega mættu einhverjir full sigurvissir til leiks. Það hefur alltaf áhrif. Við náðum eiginlega ekki að koma okkur almennilega í gang. þurfum líka að passa að gera ekki alltaf það sama fram á við. þurfum að tala saman inn á og finna lausnirnar til þess að komast í gegn og skora.

Vill svo fá ykkar punkta um leikinn - meila á mig nokkrum punktum á netfangið ingvisveins@langholtsskoli.is tölum svo betur saman á næstu æfingu. svo bara næsti leikur - ekkert annað.

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 22.apríl 2006.
Tími: Kl.11.20 - 12.35.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 7 - Leiknir 0.
Staðan í hálfleik: 3 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 4-0, 5-0, 6-0, 7-0.

Mörk: Flóki - Árni Freyr - Arnar Már - ?

Vallaraðstæður: Ágætlega hlýtt, völlurinn góður - prýðis aðstæður fyrir fótboltaleik.

Liðið (4-4-2): Anton Sverrir í markinu - Tolli og Jakob Fannar bakverðir - Viktor og Úlli miðverðir - Bjarki Þór og Arnar Már á miðjunni - Starki og Diddi á köntunum - Árni og Flóki frammi + Stefán Karl.

Almennt um leikinn:

Við kláruðum þennan leik örugglega. Vorum ákveðnir og grimmir frá fyrstu mínútu og nýttum færin afar vel.

Flóki og Árni þokkalega deadly frammi og réðu varnarmenn Leiknis ekkert við þá.


- ekkert meira skrifað um leikinn sökum slugs! -

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 22.apríl 2006.
Tími: Kl.12.40 - 13.55.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 3 - KR 7.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1, ? , 2-5, 2-6, 3-6, 3-7.

Mörk: Arnar Kári - ?

Vallaraðstæður: Ágætlega hlýtt, völlurinn góður - prýðis aðstæður fyrir fótboltaleik.

Liðið (4-4-2): Orri í markinu - Mikki og Danni Örn bakverðir - Sindri og Anton Helgi miðverðir - Dagur og Tryggvi á köntunum - Danni I og Viðar á miðjunni - Anton Sverrir og Arnar Kári frammi + Emil Sölvi, Elvar Aron, Hákon, Ágúst Heiðar og Salomon.

Almennt um leikinn:

- ekkert skrifað um leikinn sökum slugs! -

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 22.apríl 2006.
Tími: Kl.14.00 - 15.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 1 - KR 1.
Staðan í hálfleik: 0 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1.

Maður leiksins: Leifur.
Mörk: Tryggvi.

Vallaraðstæður: Ágætlega hlýtt, völlurinn góður - prýðis aðstæður fyrir fótboltaleik.

Liðið (4-4-2): Kristófer í markinu - Hákon og Danni Örn bakverðir - Leifur og Gunnar Björn miðverðir - Pétur Dan og Ágúst Ben á köntunum - Jónmundur og Davíð Hafþór á miðjunni - Snæbjörn og Arnar Páll frammi + Tryggvi.

Almennt um leikinn:

Áttum svo innilega að klára þennan leik. Við sóttum og sóttum en náðum aldrei almennilega að fara nógu nálægt og klára eða komast í aljört dauðafæri.


En þið funduð það örugglega sjálfir hvað það er miklu skemmtilegra þegar nanast allir i liðinu er að taka a þvi.

- ekkert meira skrifað um leikinn sökum slugs! -

- - - - -

Leikirnir við KR - sumardaginn fyrsta!

Jójójó.

Við byrjðum sumarið ágætlega. Skelltum okkur í Frostaskjólið
í þrjá leiki við KR. Hérna er loksins allt um það fimmtudag 20.apríl:

- - - - -

Dags: Fimmtudagurinn 20.apríl 2006. - Sumardagurinn fyrsti.
Tími: Kl.10.00 - 11.15
Völlur: KR-völlur.

Þróttur 4 - KR 0
Staðan í hálfleik: 3 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0. 4-0.

Maður leiksins: Bjarki B.
Mörk: Ási (13 mín) - Bjarki Steinn (16 mín) - Danni Ben (29 mín) - Bjarmi (69 mín).

Vallaraðstæður: Klassa veður, hlýtt og völlurinn aðeins blautur og fínn.
Dómarar: 1 dómari en stóð sig bara vel.

Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Bjarmi og Gylfi bakverðir - Jónas og Ingimar miðverðir - Ástvaldur og Bjarki Steinn á köntunum - Diddi, Bjarki B og Aron Ellert á miðjunni og Danni frammi + Arnþór Ari og Símon.

Almennt um leikinn:

Alveg brilliant leikur - loksins gekk allt upp hjá okkur og menn virkilega á því að klára leikinn. Ekki einn leikmaður sem átti slakan dag. Menn voru á tánum frá fyrstu mínútu og slökuðu ekki á fyrr en leiktíminn var búinn.

Fengum fyrsta færið á 30 sek og áttum svo gott skot á annarri mínútu. Þetta setti tóninn fyrir því sem koma skyldi. Prjónuðum okkur líka trekk í trekk upp hægri vænginn með klassa þríhyrningum hjá bjarka og bjarka s.

Mörkin sem við skoruðum voru klassi. Eitt eftir snillldar stungusendingu og annað eftir skot fyrir utan vítateig. Hefðum getað bætt við fleiri mörkum alveg í lokinn en það vantaði bara örlítið upp á það tækist. Menn líka frekar búnir á því eftir að hafa keyrt sig alveg út.

Vörnin var soldid og fengu KR-ingar fá færi. Anton líka í góðum málum í markinu.

Það vantaði bara að koma löngu boltunum yfir vörnina þeirra. við vorum ekki alvega að drífa. Þurfum bara að fara meira í langar sendingar og æfa sérstaklega hvenær við viljum fá þær inn fyrir vörn andstæðingana.

Við spiluðum almennt vel, en stundum mátti greina smá stress þegar við vorum að koma boltanum út úr vörninni. Þurfum bara að passa okkur að vera búnir að líta upp áður en við fáum boltann, og svo bara tala með sendingunni.

Fyrstu stigin kominn og bara áfram með þetta. Menn spáðu greinilega í síðasta leik og lærðu af honum. við þurfum svo að fara að hala inn fleirum sem og við ætlum að gera.

- - - - -

Dags: Fimmtudagurinn 20.apríl 2006. - Sumardagurinn fyrsti.
Tími: Kl.11.20 - 12.35.
Völlur: KR-völlur.

Þróttur 4 - KR 6.
Staðan í hálfleik: 1 - 2.
Gangur leiksins: 0-1, 1-1, 1-2, 1-3,

Maður leiksins: Gulli.
Mörk: Gulli 4 (9 mín - 45 mín - 47 mín - 60 mín).

Vallaraðstæður: Klassa veður, hlýtt og völlurinn aðeins blautur og fínn.
Dómarar: 1 dómari en stóð sig allt í lagi.

Liðið (4-4-2): Krissi í markinu - Gummi og Viktor bakverðir - Jakob Fannar og Arnar Már miðverðir - Arnþór Ari og Símon á miðjunni - Bjarki Þór og Stebbi á köntunum - Gulli og frammi + Tolli og Úlli.

Almennt um leikinn:

Þetta var frekar skrýtinn og kaflaskiptur leikur. Mörkin sem KR skoraði í byrjun voru eiginlega öll eins. Við vorum með vörnina okkar allt of framarlega og þeir þurftu bara að stinga boltanum aðeins inn fyrir og bamm - senterinn þeirra sloppinn algjörlega í gegn.

Þannig að staðan var 1-2 í hálfleik fyrir KR. og eins og fyrri hálfleik þá voru KR-ingar á undan að skora. staðann allt í einu orðinn 3-1 fyrir þeim.

En skömmu eftir þetta tók við alveg snilldar kafli þar sem við náðum að jafna leikinn. Það var náttúrulega ótrúlega vel gert. Gulli náttúrulega í banastuði og nýtti færin sín massa vel. Það eru bara klassa framherjar sem setja fjögur í leik (man svei mér ekki eftir að ég hafi gert það (og pottþétt ekki egill)).

En í staðinn fyrir að halda þessari stöðu, eða komast yfir, þá náðu KR-ingar að klára dæmið með tveimur mörkum á 10 mínútum.

Þetta KR-lið var kannski frekar vafasamt, þótt það sé svo sem engin afsökun. En leiðinlegt þegar sterkir A liðs leikmenn spila heilann B liðs leik ( og skora í honum 6 mörk). En svona er þetta nú.

Það er bara næsti leikur - núna strax á laugardaginn á móti Leikni. Þurfum virkilega að klára hann og komast í 2 sigrar/2 töp. Ok sör.

- - - - -

Dags: Fimmtudagurinn 20.apríl 2006. - Sumardagurinn fyrsti.
Tími: Kl.12.40 - 13.55.
Völlur: KR-völlur.

Þróttur 0 - KR 8.
Staðan í hálfleik: 0-5
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3, 0-4, 0-5, 0-6, 0-7, 0-8.

Maður leiksins: Úlfar / Leifur.

Vallaraðstæður: Klassa veður, hlýtt og völlurinn aðeins blautur og fínn.
Dómarar: Einn dómari sem stóð sig með ágætum, gat náttúrlega ekki séð allt.

Liðið (4-4-2): Orri í markinu - Hreiðar og Gunnar bakverðir - Úlfar og Leifur miðverðir – Davíð H og Óskar á köntunum - Jónmundur og Guðmundur á miðjunni – Pétur aðeins fyrir neðan Flóka frammi.

Almennt um leikinn:

Það er náttúrulega fátt leiðinlegra en að tapa stórt og höfum við ekki riðið feitum hesti í þessu móti. Mótherjarnir núna voru náttúrulega A lið KR-inga á yngra ári og frekar massíft lið.

Egill skrifar:

Leikurinn byrjaði ekki beint vel, þar sem við fengum strax á okkur mark og var það eftir mikinn klaufaskap fyrir framan markið.
Þrátt fyrir það gerðum við okkar besta í því að berjast og náðum að halda markinu okkar hreinu í nokkurn tíma. En þegar annað markið kom, kom smá uppgjöf í okkar lið og fengum við önnur tvö á okkur strax í kjölfarið.
Seinustu mínúturnar sem lifðu af fyrri hálfleiknum voru ekki mikið fyrir augað og einkenndust þær bombum okkar fram völlinn. En það sem við klikkuðum á var að við náðum ekki að ýta vörninni okkar útað miðju og var því pressan allan tímann á okkur.
Fimmta mark KR-inga kom síðan rétt fyrir hlé og var þar að verki leikmaður sem að ég held að hafi skorað fjögur af þeim fimm mörkum sem við fengum á okkur í fyrri hálfleik. Hann var mjög snöggur, en eins og við töluðum um í hálfleik, þá er málið þegar maður er að dekka snöggan framherja að ”falla” aðeins aftur, til þess að maður eigi tvo metra á hann.

Þetta bættist aðeins í seinni hálfleik og fannst mér við vera að spila mun betur. Við fengum tvö eða þrjú færi, sem við hefðum alveg getað nýtt, eitt eftir að Hreiðar prjónaði sig snyrtileg upp allan hægri kantinnm, en missti síðan boltann aðeins og langt frá sér og náði markvörðurinn að “éta” hann og annað eftir gott spil okkar manna.
Vörnin var að gera það sem við töluðum um í hálfleik og var að spila mjög vel. Sérstaklega Úlfar og Leifur, sem áttu vægast sagt stórleik, þrátt fyrir stórt tap.
En þegar líða tók á hálfleikinn var eins og við værum búnir, kannski skiljanlegt, þar sem við vorum bara 11 og þar af voru tveir leikmenn búnir að spila einn leik áður. Af því leiddi að við vorum ekki jafn ákafir og ákveðnir og í byrjun hálfleiksins og endaði þetta með því að þeir náðu að setja þrjú mörk áður en dómarinn flautaði leikinn af.

Í raun ekkert alslæmur leikur, þar sem KR-ingar voru með mjög sterkt lið og við einungis 11. Þó fannst mér við geta betur og voru ekki allir 11 mennirnir okkar á 100% allar 70 mínúturna.

- - - - -

Friday, April 21, 2006

Leikurinn við ÍR - sumardaginn fyrsta!

Heyja.

Hérna er allt um malarleikinn við ÍR á fimmtudag:

- - - - -

Dags: Fimmtudagurinn 20.apríl 2006. - Sumardagurinn fyrsti.
Tími: Kl.12:40 - 14:00.
Völlur: ÍR-malarvöllurinn.

Þróttur 4 - ÍR 4
Staðan í hálfleik: 2 - 2.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 2-1, 2-2, 2-3, 2-4, 3-4, 4-4.

Maður leiksins: Sindri
Mörk: Anton Sverrir 2 (1 úr víti) - Tryggvi 2.

Vallaraðstæður: Sól og mjög gott veður. Völlurinn svolítið þurr og leiðinlegur.
Dómarar: Kladdsa dómarar, línuverðir og allur pakkinn.

Liðið (4-4-2): Kristó í markinu - Matti og Ágúst bakverðir - Mikki og Sindri miðverðir - Tryggvi og Danni á köntunum - Reynir og Anton H á miðjunni - Hákon aðeins fyrir neðan Anton S frammi. + Emil, Elvar og Viðar, Dagur, Maggi og Seamus.

Almennt um leikinn:

Leikurinn byrjaði mjög jafn og spennandi. Við vorum heldur sterkari aðilinn og settum strax í byrjun fína pressu á þá. Þeir reyndar sluppu framhjá okkur en við sáum við þeim með mjög góðum varnarleik. Reyndar vantar aðeins talandann í vörnina og smá meiri samvinnu, vinnum í því.

Anton Sverrir var duglegur við að sleppa einn í gegnum vörn ÍR-inga og skapaðist mikil hætta við mark þeirra. Reynir átti mjög gott hlaup og fékk boltann inn fyrir vörnina og hljóp að markinu. Það var ýtt á bakið á honum og fengum við því víti dæmt. Anton Sverrir tók vítið og tók ágætt víti (reyndar ekki það öruggasta) en það fór inn. Við héldum pressunni mjög vel eftir það, en við fengum þó á okkur nokkrar hættulegar sóknir áður en við náðum að setja annað mark á þá, sem Anton Sverrir gerði meistaralega.

Eftir þetta mark fórum við að slaka á og fengum á okkur tvö mörk með frekar stuttu millibili í lok fyrri hálfleiks. Það vantaði alla baráttu í okkur og við vorum ekki nógu duglegir við að vinna til baka og sinna varnarhlutverki. Það er nú bara þannig að við þrufum alltaf að spila vörn, sama hvaða stöðu við spilum.

Þegar við hófum seinni hálfleikinn byrjuðum við nokkuð vel. Við náðum að spila boltanum og létum hann rúlla. Komum okkur í nokkur góð færi, þó við næðum ekki að skora en það er ekki nóg að spila sókn. Við þurfum líka að spila vörn, við lágum allt of framarlega og fengum á okkur tvö "break" sem þeir nýttu sér og skoruðu úr báðum. Í báðum þessum mörkum hefði verið svo einfalt að þétta pakkann og loka á að þeir kæmust á milli okkar.

Á síðustu 10 mínútunum tókum við okkur saman í andlitinu og jöfnuðum leikinn. Tryggvi kom inná í "strikerinn" og setti tvö mörk, annað eftir að hafa fengið góðu sendingu af miðjunni og hitt eftir gott skot frá Seamusi í slánna (jafnvel að sá bolti hafi verið inni) og síðan fylgdi Tryggvi vel á eftir.

Flott að koma til baka og ná að jafna leikinn eftir að hafa lent undir. Þó við hefðum átt að vinna þennan leik var margt gott í honum. Við náðum að spila mjög vel þótt völlurinn væri leiðinlegur. Vantar bara aðeins upp á það að allir séu að vinna sína varnarvinnu. Það er bara eitthvað sem við þurfum að bæta og við munum bæta það á næstunni.

- - - - -

Leikir helgarinnar!

Hey.

Hérna er miðinn sem næstum allir fengu í dag!
Það er spurningarmerki við þá sem mættu ekki
á æfingu og hafa ekki heyrt í mér, en ég heyri
vonandi í þeim seinna í dag. ok sör. sjáumst á morgun:

- - - - - -

4.flokkur karla
21.apríl ´06
Knattspyrnufélagið Þróttur
Reykjavíkurmót KRR

Leikmenn

Gleðilegt sumar. Það eru 4 leikir hjá okkur á morgun. 2 leikir v Leikni og 2 leikir við KR, allt á heimavelli. Mætingin slapp ágætlega í gær, en hún hlýtur að verða næstum 100% á morgun! Svo bara sama “rútína”: passið upp á félagann, dótið í tösku, mæta á réttum tíma og tilbúnir í stuð leiki:

- Mæting kl.9.15 niður í Þrótt – keppt v Leikni frá kl.10.00 – 11.15:
Anton – Jónas – Gylfi Björn – Ingimar – Daníel Ben – Bjarmi – Bjarki B – Ástvaldur Axel – Aron Ellert – Bjarki Steinn – Símon - Kristján Einar - Arnþór Ari.


- Mæting kl.10.40 niður í Þrótt – keppt v Leikni frá kl.11.20 – 12.35:
Snæbjörn - Kristján Orri – Atli Freyr? – Bjarki Þór – Guðlaugur – Arnar Már? – Jakob Fannar – Viktor – Starkaður – Árni Freyr - Guðmundur - Úlfar Þór – Þorleifur – Flóki - Anton Sverrir.


- Mæting kl.12.00 niður í Þrótt – keppt v KR frá kl.12.40 – 13.55:
Kristófer M – Stefán Karl - Arnar Kári - Daníel I – Tryggvi – Mikael Páll – Reynir? – Anton Helgi – Daníel Örn – Ágúst Heiðar – Kormákur - Elvar Aron – Emil Sölvi – Hákon – Matthías – Sindri
+ strákar úr 5.flokki.

- Mæting kl.13.40 niður í Þrótt – keppt v KR frá kl.14.00 – 15.15:
Orri – Einar Þór? - Davíð Hafþór – Leifur - Arnar Páll – Tumi? – Pétur Dan? – Óskar – Kristófer H? – Hreiðar? Árni – Gunnar Björn – Jónmundur – Ágúst Ben – Gabríel Jóhann + strákar úr liðinu sem keppti á undan.


- - - - -

Meiddir / veikir / útlönd / ferðalög / ? : Ævar Hrafn – Stefán Tómas - Jón Kristinn – Arinit – Ingvar – Daði Þór – Davíð B – Dagur – Kevin Davíð – Jóel – Davíð Þór.

Sjáumst sprækir,
Þjálfarar

Thursday, April 20, 2006

Friday!

Heyhó.

Það er æfing hjá öllum kl.14.30 á gervigrasinu.

Við munum skipta hópnum upp í liðin eins og þau voru
í leikjunum dag (og verða á laugardaginn). Fáum massa
mæting (og smess á kallinn ef menn komast ekki).

3 hringir, reitur, stuttir sprettir, spil og rabb. málið dautt.

Aju,
Þjálfarar

Halló halló!

Sælir drengir.

Og gleðilegt sumar, takk fyrir veturinn.
gleymdi að segja þetta við nokkra í dag.
þurfti líka að rjúka í leik þannig að ég missti
af heilum tveimur leikjum :-(

En það voru sem sé 4 leikir í dag. Mætingin var betri
en í síðustu tveimur leikjum, en samt vantaði um
15 leikmenn. Þetta hafði kannski mest áhrif á síðasta leikinn
við KR en vonum að þetta sé alveg að koma.

Við unnum einn leik örugglega, gerðum eitt svaka jafntefli og töpuðum
tveimur, einum undir lokin og öðrum stórt!

Við reynum að henda öllu um leikina fyrir æfingu á morgun.
En annars sjáumst við sprækir á æfingu. Allir að mæta - og allir
búnir að kíkja aftur á nike síðuna!

Later.
Ingvi og co.

Wednesday, April 19, 2006

Leikir á sumardaginn fyrsta!

Jó.

Sumar á morgun takk fyrir. og líka leikir hjá öllum!
hérna er miðinn með mætingunum:

- - - - -

4.flokkur karla
19.apríl ´06
Knattspyrnufélagið Þróttur
Reykjavíkurmót KRR

Leikmenn

Velkomnir aftur úr fríinu. Það eru 4 leikir hjá okkur á morgun, sumardaginn fyrsta! 3 leikir v KR á KR-velli og 1 leikur við ÍR – á ÍR-velli.

Ég vona að allir séu klárir þannig að við lendum ekki í vandræðum eins og á síðasta leikdag! Passið upp á félagann, passið að koma með allt dót í tösku, mæta á réttum tíma tilbúnir í massa leik:


· Mæting kl.9.15 upp í KR heimili – keppt v KR frá kl.10.00 – 11.15:
Anton – Jónas – Gylfi Björn – Ingimar – Daníel Ben – Bjarmi – Bjarki B – Ástvaldur Axel – Aron Ellert – Bjarki Steinn – Kristján Einar + Mæting 10.00: Arnþór Ari – Símon.

· Mæting kl.10.40 upp í KR heimili – keppt v KR frá kl.11.20 – 12.35:
Kristján Orri – Arnþór Ari – Símon - Atli Freyr? – Bjarki Þór – Guðlaugur – Arnar Már – Jakob Fannar? – Viktor – Starkaður? – Arnar Kári? – Stefán Tómas? + Mæting 11.20: Guðmundur - Úlfar Þór – Þorleifur – Árni Freyr?

· Mæting kl.12.00 upp í KR heimili – keppt v KR frá kl.12.40 – 13.55:
Flóki – Guðmundur - Úlfar Þór – Þorleifur – Árni Freyr - Davíð Hafþór – Leifur - Arnar Páll – Tumi? – Pétur Dan? – Óskar – Kristófer H? – Hreiðar Árni – Gunnar Björn – Jónmundur – Leó.

- - - - -

· Mæting kl.12.00 upp á ÍR-völl – keppt v ÍR frá kl.12.40 – 13.55:
Kristófer M - Orri - Anton Sverrir? – Daníel I? – Davíð Þór? – Tryggvi – Mikael Páll – Reynir – Anton Helgi – Daníel Örn – Ágúst Heiðar – Kormákur? - Elvar Aron – Emil Sölvi – Hákon – Matthías - Sindri + strákar úr 5.flokki.

- - - - -

· Meiddir / veikir / útlönd / ferðalög / ? : Ævar Hrafn – Einar Þór - Stefán Karl – Jón Kristinn – Arinit – Ingvar – Daði Þór – Davíð B – Dagur – Ágúst Ben – Gabríel Jóhann – Kevin Davíð - Jóel.

Sjáumst í stuði,
Þjálfarar

p.s. munið svo strákar að það eru aftur leikir á laugardaginn, v Leikni og líka KR.

Monday, April 17, 2006

Áfram með etta!

Jó.

Vonandi hafa allir haft það gott um páskana - en samt saknað okkar aðeins!

Við byrjum aftur á morgun, miðvikudag 19.apríl, eins og skólarnir,
og verða báðar æfingarnar á gervigrasinu:

Eldra árið æfir kl.15.30 - 16.45 (80% líkur að völlurinn sé klár).

Yngra árið æfir kl.16.45 - 18.00 (korteri seinna en vanalega).

- - - - -

Á fimmtudaginn - sumardaginn fyrsta - eru svo 3 leikir við KR og einn leikur
við ÍR. Allir ready í þá.

Reynið svo að kíkja á undanúrslitaleikina í meistaradeildinni í kvöld og á morgun.

Hvað ætliði eiginlega að gera í nýju múvunum á nikesoccer.com ?
ég mun alla veganna mastera eitt move fyrir morgundaginn!

Sjáumst eiturhressir á morgun.
þjálfarar

Ýmsar myndir!

Heyja.

Nokkrar nýjar myndir á linknum hér fyrir neðan - nýjustu myndirnar neðast.
klikk it:

http://www.langholtsskoli.is/ingvi/ymsarmyndir.htm

Myndin af agli beint sem background takk fyrir!

Það stendur svo til að setja smá power í myndasíðuna okkar.
enda bara ljósmyndarafagmenn að þjálfa flokkinn!

Þaggi?

Wednesday, April 12, 2006

Páskafrí!

Heyja.

Það var nett í Laugum áðan. fínn tími hjá Óla!
Mér sýndist allir taka þvílíkt vel á því.

En hér með er skollið á smá páskafrí hjá flokknum. Næsta æfing verður miðvikudaginn 19.apríl (kíkið á bloggið til að sjá klukkan hvað).

En við mælum endilega með að menn hreyfi sig vel í fríinu – ekki bara hanga inni í tölvunni og úða í sig páskaeggjum trekk í trekk! Hér fyrir neðan eru nokkrar æfingar sem við mælum með.

Hafið það annars rosalega gott og sjáumst hressir eftir viku.

Gleðilega páska!

Kveðja,
Ingvi – Egill T – Egill B og Kiddi og já, Eymi líka.

p.s. munið eftir mfl leiknum í kvöld kl.19.00 niðrá gervigrasinu okkar. Gulli verður í sjoppunni!

- - - - -

Útihlaup. 10 mín skokk. 5 mín 90% hraði. Teygjur 10 mín.
Sund. 6 * 25metrar + pottur!
“Skólavallafótbolti”. Hittast út í einhverjum skóla og taka 5 v 5.
Halda á lofti í 10 mín. Skalla á lofti í 5 mín.
Göngutúr
Fara með bolta út á gervigras og taka smá einstaklingsæfingu!
Hjólreiðatúr.
200 magaæfingar + 50 armbeygjur + 30 bakæfingar + 40 hopp.
Karfa út í skóla!

Tuesday, April 11, 2006

Laugar!

Heyja.

Ice Age var nett í dag - og ánægður með mætinguna.
líka ánægður með kidda og egil að smyggla snúð og
kókómjólk inn fyrir mig!

En á morgun, miðvikudag, verður létt æfing í Laugum, og sund á eftir:

- Mæting rétt fyrir kl.13.oo niður í Laugar hjá öllum með 200kr.

Ef það verður metmæting þá reddum við því bara, en einhverjir
eru að fara í frí, og einhverjir þegar farnir í frí.

En munið eftir innanhúsdóti og sunddóti. Tökum smá pott eftir æfinguna.
og svo bara páskafrí!

Sjáumst hressir á morgun,

kv
ingvi og co.

Monday, April 10, 2006

Gúff og bíó!

Jó.

Frekar dræmar mætingar í dag - en menn kannski komnir
út á land og svona! náttúrulega fyrsti alvöru dagurinn í fríinu!

Samt hressar æfingar - nema hvað egill var soldið montinn í
markinu. og jú, nett ný sprettæfing (samt engin sem hrósaði enni).

Á morgun ætlum við að kíkja í smáralindina (sjá hér fyrir neðan).
og á miðvikudaginn er 80% líkur á að æfingin sé í Laugum.

Later.
Þjálfarar

- - - - - -

Knattspyrnufélagið Þróttur
4.flokkur kk
10.apríl

Leikmenn

Á morgun, þriðjudag, ætlum við að breyta aðeins til og skella okkur í Smáralindina í gúff og bíó! Það er mæting kl.13.00 upp í “lind” – við ætlum að hittast hjá rúllustiganum fyrir framan Pizza Hut.

Ætlunin er að fá sér eitthvað smá að borða - menn mega ráða hvar! Hægt er að skella sér á Burger King, Subway eða Asian Express. Einnig er bakarí á neðri hæðinni. Svo dettum við á Ice Age 2 kl.14.00 (með ensku tali). Við fáum miðann á 600kr þannig að passlegt er að vera með alls um 1500-1800kr.

Endilega heyrið í hvor öðrum upp á að vera samferða – en heyrið annars í okkur ef ykkur vantar far.

Sjáumst svo sprækir á morgun,
Ingvi – Egill – Egill og Kiddi.

Sunday, April 09, 2006

Úrslit helgarinnar!

Heilir og sælir.

Eins og ég nefndi í sérstakri færslu í gær þá vantaði
"gommu" af leikmönnum á laugardaginn og hafði það
mikil áhrif á alla fjóra leikina okkar. Aftur á móti var ég
afar ánægður með nokkra hluti: nokkrir strákar spiluðu nánast einn
og hálfan leik - við skoruðum 12 mörk og nokkur alveg glæsileg - spilið
okkar er að batna með hverjum leikdeginum sem líður.
en allt um leikina hér:

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 8.apríl 2006.
Tími: Kl.10.00 - 11.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 3 - ÍR 4.
Staðan í hálfleik: 2 - 3.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1, 1-2, 1-3, 2-3, 2-4, 3-4.

Maður leiksins: Jónas.
Mörk: Danni Ben (3 mín) - Gylfi Björn (30 mín) - Ingimar (69 mín).


Vallaraðstæður: Kalt á bekknum! en nett inn á vellinum. Sól og lítið rok.
Dómarar: Kiddi og Egill T, góðri en hefðu mátt vera aðeins grimmari.

Liðið (4-4-2): Krissi í markinu - Bjarmi og Diddi bakverðir - Jónas og Aron miðverðir - Bjarki B og Bjarki Steinn á köntunum - Ingimar, Gylfi Björn og Ási á miðjunni - Danni Ben einn frammi + Arnþór Ari, Stefán Tómas og Jakob Fannar.

Almennt um leikinn:

Leikurinn byrjaði mjög jafn og spennandi. Við vorum heldur sterkari aðilinn og því í takt við leikinn þegar við skoruðum fyrsta markið, góður sprettur og barátta hjá Danna. Hefðum átt að setja svipað mark skömmu seinna en þeir rétt björguðu.

Eftir markið slökuðum við aðeins á og fengum það síðar í bakið þegar þeir skoruðu. - Þar vantaði betri dekkningu og ÍR-ingur "settann" nánast á marklínu eftir fyrirgjöf. Mark nr.2 hjá þeim var náttúrulega gjöf. Rafal sagði alltaf: ,,If in doubt, kick it out". - Bara að hreinsa ef menn eru í vandræðum. Bara vera öruggur. Mark nr.3 var líka ódýrt - við rukum í mennina og stóðum eftir - náðum enn ekki að hreinsa og Almar "settann".

Varnarleikurinn var svolítið mistækur hjá okkur og við áttum það til að gefa beint á ÍR-inga á hættulegum svæðum. Við þurfum að vanda sendingar fram, en þurftum reyndar oft að hreinsa). Við áttum of mikið af sendingum sem eru á lofti,(fet eða meter) mjög vont að taka á móti og ná valdi á boltanum ,tekur of margar snertingar. Við þurfum að gera meira af því að leggja boltann á mann til baka sem er með miklu betra yfirsýn yfir völlinn. Menn voru líka aðeins of bráðir í tæklingar og menn misstu af sínum mönnum. Betra að standa í lappirnar, halda og eiga séns á að ná mönnum.

Miðjumenn voru stundum í basli, bæði varnar og sóknarlega. Við gerðum of mikið af því að reyna að snúa með mann í bakið. Í stað þess að leggja aftur og finna nýja stöðu. Einnig of mikið af þversendingum. Eru þess vegna í basli varnar og sóknarlega: Skildir eftir ef bolti tapast.

Þyrftum að fá fullkomna skipulag Arsenal! Sendingar þeirra eru með jörðu fram og aftur, helst ekki þvert og fljótir í eyður, þar sem þeir snúa fram.

En það mæddi mikið á vörn og markmanni, en menn stóðu sig samt vel. Klassa leikur hjá Krissa - góður og afar öruggur. Við mættum samt reyna meira að veiða andstæðinga í rangstöðu en þá þarf línan náttúrulega að vera afar samstillt.

Sóknarleikurinn byggðist helst á löngum sendingum fram á Danna. Hefðum svo átt að gera betur miðsvæðis en staðinn vorum við of mikið fyrir aftan ÍR-ingana. En við komum aftur og settum klassa mark eftir horn. Gylfi var réttur maður á réttum stað úti í teignum.

Í innköstum þurfum menn að halda betur stöðum sínum og reyna ekki allir að hjálpa til! einnig er ekki gott að labba til þess sem kastar inn löngu áður en hann er tilbúinn. Hlaupa frekar í eyðu fram á við, ekki fá innköst þvert.

Svo kom mark nr.4 hjá ÍR og eftir það eins og menn væru búnir að sætta sig við tap.
Alveg í lokin kom svo óvænt aukaspyrna sem Ingimark skoraði glæsilega úr. Við markið vöknuðum við aðeins til lífsins og síðustu 5 mínúturnar var góð barátta í okkar tíminn var ekki nægur.

Strákar: Þessi leikur var klárlega framför frá fyrri leikjum. Við gáfust ekki upp eða hengdum haus. Eigum KR næst á sumardaginn fyrsta. Allir klárir þá takk fyrir.

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 8.apríl 2006.
Tími: Kl.11.20 - 12.35.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 3 - ÍR 5.
Staðan í hálfleik: 0 - 2.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3, 1-3, 2-3, 3-3, 3-4, 3-5.

Maður leiksins: Símon.
Mörk: Leifur (45 mín) - Arnar Kári (48 mín) - Flóki (50 mín).


Vallaraðstæður: Kalt á bekknum! en nett inn á vellinum. Sól og lítið rok.
Dómarar: Kiddi og Egill B - frekar pró.

Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Viktor og Úlli bakverðir - Jakob Fannar og Símon miðverðir - Arnþór og Krissi á köntunum - Diddi og Starki á miðjunni - Gulli og Stebbi frammi + Leifur, Gunnar Björn, Þorleifur, Flóki og Arnar Kári.

Almennt um leikinn:

Mestu vandræðin voru í þessum leik. Þ.e. að manna liðið. Okkur vantaði Atla Frey, Bjarka Þór, Einar Þór, Nonna, Anton Sverri, Kormák, Gumma (sem náði reyndar að keppa seinna um daginn) ofl. Svo kom Addi rétt í byrjun.

Þannig að undirbúningurinn fyrir þennan leik var slakur, alla veganna af okkar þjálfaranna hálfu þar sem við vorum fram á síðustu mínútu að redda 11 mönnum að byrja.

Við fengum á okkur mark snemma í báðum hálfleikjum og það ætlum við virkilega að "kötta á" - verjast eins og ljón fyrstu mínúturnar. Við megum ekki leyfa hinu liðinu að ná forskoti svona fljótt. Annað markið var svo algjör gjöf og þetta hægði verulega á okkur. Vorum mikið í vörn í fyrri hálfleik og náðum ekki að sækja nógu mikið. Við fengum þó nokkur góð færi og var Flóki óheppinn einu sinni eða tvisvar.

Þrátt fyrir þriðja markið þeirra þá áttum við svaðalegann 10 mínútna kafla þar sem við náðum að jafna leikinn. Snilldar mörk frá Leifi (sem var nánast kippt beint út úr flugvélinni í leikina), Adda og Flóka. Eftir þetta hefðu maður vonað að við myndum keyra áfram á þá og bæta við, en þess í stað slökuðum við aðeins á og fengum á okkur mark, og svo annað skömmu seinna. Þetta gerði eiginlega út af við okkur og við gerðum agalega lítið síðustu mínúturnar. Mörkin voru ódýr og vörnin ekki nógu samstillt.

Strákar, það var margt afar gott í þessum leik - við sáum það alveg. vonum að allir verði klárir í næsta leik og byrjum þá af meiri krafti - þá lofa ég ykkur að við smellum saman og klárum dæmið.

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 8.apríl 2006.
Tími: Kl.12.40 - 13.55.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 2 - ÍR 7.
Staðan í hálfleik: 2 - 2.
Gangur leiksins: 0-1, 1-1, 2-1, 2-2, 2-3, 2-4, 2-5, 2-6, 2-7.

Maður leiksins: Jónmundur.
Mörk: Tolli (20 mín) - Flóki (28 mín).


Vallaraðstæður: Kalt á bekknum! en nett inn á vellinum. Sól og lítið rok.
Dómarar: Egill B og Jón Braga. Egill soldið fúll í byrjun og hafði það áhrif á sumar ákvarðanir en kom svo sterkur inn seinni parts leiks. Traust að fá Nonna í crewið.

Liðið (4-4-2): Orri í markinu - Jónmundur og Tumi bakverðir - Gunnar Björn og Leifur miðverðir - Pétur Dan og Davíð Hafþór á köntunum - Arnar Már og Tolli á miðjunni - Flóki og Arnar Páll frammi + Daníel Örn, Kristófer H, Óskar, Kristófer M og Gulli.

Almennt um leikinn:

Sem og fyrr fengum við á okkur mark á fyrstu mínútunum. Héldum ekki línu og ÍR-ingur slapp inn fyrir og settann. Við þurfum að byrja leikina betur strákar og það þarf einhver að garga liðið í gang. Varnarlínan þarf að vera þétt og fylgjast ógeðslega vel með hvor öðrum - ef einn fer upp í skallabolta þá kemur annar fyrir aftan hann - ef einn fer í ÍR-ing þá kemur annar í aðstoð með honum. Þetta vantar svaðalega hjá okkur. Við stöndum allt of mikið og bara horfum á leikinn!

En við áttum svo klassa kafla í fyrri hálfleik þar sem við skoruðum tvö flott mörk. Þetta gaf okkur gott "búst" og þessum tímapunkti bjóst ég alla veganna ekki við fimm marka tapi 35 mínútum seinna!

Því eftir hálfleik var eins og menn ákváðu bara að segja þetta gott og hætta að djöflast. ÍR skoraði 5 mörk í seinni - hvert öðru ódýrara. ég skil ekki hvernig menn nenna þessu! Engin sem öskar; "áfram með okkur strákar". engin sem gargar; "kemur". Alla veganna heyrði ég það ekki.

Það voru náttúrulega "róteringar" á liðinu - nokkrir leikmenn höfðu spilað í leiknum á undan - og kláruðu því ekki þennan leik. okkur vantaði 3 leikmenn en mér finnst að það hefði ekki átt að koma að sök. Við áttum að gera miklu betur - við erum ekki fimm mörkum slakari en ÍR.

En áfram með okkur - þetta fer að koma hjá okkur. Ég er viss um það.

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 8.apríl 2006.
Tími: Kl.14.00 - 15.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 4 - Fjölnir 5
Staðan í hálfleik: 2 - 1.
Gangur leiksins: 0-1, 1-1, 2-1, 2-2, 2-3, 2-4, 2-5, 3-5, 4-5.

Maður leiksins: Gummi / Reynir.
Mörk: Viðar (22 mín) - Reynir (26 mín - 59 mín - 63 mín).


Vallaraðstæður: Kalt á bekknum! en nett inn á vellinum. Sól og lítið rok.
Dómarar: Ingvi og Óskar, enduðu daginn á toppleik. Klárlega par dagsins.

Liðið (4-4-2): Kristó í markinu - Emil og Mikael Páll bakverðir - Gummi og Sindri miðverðir - Viðar og Dagur á köntunum - Reynir og Úlli á miðjunni - Jóel og Matti frammi.

Almennt um leikinn:

Þetta var eiginlega skemmtilegast leikur dagins! Við rétt töpuðum með einu marki í miklum markaleik. Við vorum einum færri í 15 mínútur út af áðurnefndri manneklu - en það kom samt ekki að sök.

Fjölnismenn voru reyndar á undan að skora (eins og hjá flestum liðum okkar í dag) - menn vildu reyndar fá hendi en dómari leiksins sá það því miður ekki! Við spýttum bara í lófana og spiluðum eins og englar eftir þetta. Viðar jafnaði leikinn með snilldar marki, og Reynir kom okkur svo yfir og þannig var staðan í hálfleik.

Þá tók við frekar slakar 20 mín þar sem Fjölnismenn breyttu stöðunni í 5-2, þeim í vil. Við slökuðum á og þeir nýttu sér það. Við misstum líka Úlla út af meiddann og var útlitið ekki gott.

En menn héldu áfram að berjast og náðum við að setja á þá tvö glæsileg mörk. Reynir hafði greinilega reimað rétt og hefði í raun átt að eiga boltann fyrir mörkin sín þrjú! Við vorum svo á milljón og reyndum að sækja á þá síðustu mínúturnar en tíminn ekki nægur.

Með engann varamann og með sterkt fjölnislið á móti okkur þá getum við bara verið ánægðir með leikinn. Það vantaði slatta af mönnum. En snilld að fá Mikka úr veikindum, gott að Gummi lét sjá sig og þúsund þakkir til Kristó og Úlla að massa þennan leik líka. Besti leikur Sindra, Emils og Matta í vetur, fyrsti leikur Viðars og Dags með okkur og þeir verða vonandi fleiri. Jóel hættulegur fram á við og Reynir þokkalega á skotskónum.

Ánægður með ykkur.

- - - - -

Mánudagurinn!

Heyja.

Býst við að menn sofi út á morgun, mánudag!
En ég vil sjá menn eldhressa eftir hádegi:

Yngra árið æfir kl.13.00 - 14.00.
Eldra árið getur sofið aðeins lengur og æfir kl.14.00 - 15.00.

Báðar æfingar á öllu gervigrasinu.
Látið þetta berast.

Sjáumst,
Þjálfarar

Halló halló!

Sælir.

Það voru 4 leikir í gær hjá okkur á gervigrasinu.
15 leikmenn létu ekki vita að þeir kæmust ekki á síðustu æfingu fyrir leik.
Ég sendi 16 sms á föstudagskveldinu til að athuga með leikmenn.
Það vantaði svo 22 leikmenn í leikina.
7 leikmenn létu mig vita samdægurs að þeir kæmust ekki í leikina.
Við töpuðum tveimur leikjum með einu marki, einum leik með tveimur
mörkum og einum leik með fimm mörkum.

Ímyndið ykkur hvernig leikirnir hefðu farið hefði allt verið klárt á leikdag
og að við hefðum verið með full mönnum lið!

Veikindi, ferðalög og önnur forföll skiljum við alveg fullkomlega.
EN VIÐ ÞURFUM AÐ TAKA OKKUR Á!

Það er bara þannig.

Skýrsla um alla leikina kemur á mánudagsmorgun.

Aju

Friday, April 07, 2006

Leikir helgarinnar!

heyja.

Hérna er miðinn með mætingunum á morgun.
Ég er búinn að heyra í nokkrum sem ekki komu á æfinguna,
en þarf að heyra í nokkru fleirum.

En sjáumst eldhressir takk fyrir:

- - - - -

4.flokkur karla
7.apríl ´06
Knattspyrnufélagið Þróttur
Reykjavíkurmót KRR

Leikmenn

Það eru aftur 4 leikir hjá okkur á morgun, 8.apríl. 3 leikir v ÍR og 1 leikur við Fjölni – allt á heimavelli! Passið betur upp á félagann, passið að koma með allt dót í tösku, mæta á réttum tíma tilbúnir í átök og auðvitað skemmtilegan leik.

Mætingar eru eftirfarandi:

Sjáumst í dúndur stuði,

Þjálfarar

Mæting kl.9.00 niður í Þrótt – keppt v ÍR frá kl.10.00 – 11.15:


Snæbjörn Valur – Anton – Bjarki B – Ingimar – Aron Ellert – Ástvaldur Axel – Bjarmi – Jónas – Daníel Ben – Bjarki Steinn – Gylfi Björn – Kristján Einar.
Mæting kl.10.00: Jakob Fannar - Arnþór – Stefán Tómas.

Mæting kl.10.40 niður í Þrótt – keppt v ÍR frá kl.11.20 – 12.35:

Kristján Orri – Atli Freyr – Einar Þór – Símon – Bjarki Þór – Guðlaugur – Starkaður – Viktor – Arnar Kári – Jón Kristinn – Úlfar Þór.
Mæting kl.11.20: Flóki – Þorleifur - Guðmundur.

Mæting kl.12.00 niður í Þrótt – keppt v ÍR frá kl.12.40 – 13.55:

Orri – Gunnar Björn – Arnar Már - Davíð Hafþór – Ágúst Ben – Hreiðar Árni – Arnar Páll – Jónmundur – Kristófer H – Óskar – Pétur Dan – Tumi – Leó.
Mæting kl.12.40: Stefán Karl – Kristófer M – Daníel I.

Mæting kl.13.20 niður í Þrótt – keppt v Fjölni frá kl.14.00 – 15.15:

Anton Sverrir – Mikael Páll – Daníel Örn – Reynir – Sindri – Jóel – Tryggvi – Davíð Þór – Anton Helgi – Kormákur! - Ágúst Heiðar– Emil Sölvi – Matthías + 3 strákar úr 5.fl!


- - - - -

Meiddir / veikir / frí / ? :
Davíð B – Árni Freyr – Ingvar – Daði Þór – Ævar Hrafn – Dagur – Arinait – Elvar Aron – Hákon – Gabríel – Kevin Davíð.

7.apríl!

Jamm jamm.

Föstudagur og allir komnir í páskafrí frá skólanum :-)

Æfing hjá öllum kl.14.30 - 16.00 á gervigrasinu.
Munum skipta hópnum upp, í tengslum við leikina á
morgun.

Klæða sig vel takk, ennþá ógeðiskuldi úti!

Sjáumst hressir,
þjálfarar

Thursday, April 06, 2006

Á döfinni!

Sælir.

Bara létt til að minnast á hvað er á döfinni hjá okkur fram að páskafríi:

- Föstudagurinn 7.apríl: Æfing.

- Laugardagurinn 8.apríl: Leikir við ÍR og Fjölni.

- Sunnudagurinn 9.apríl: Frí

- Mánudagurinn 10.apríl: Æfing / Laugar / Karate tími!

- Þriðjudagurinn 11.apríl: Bíó ferð á Ice Age 2 (þannig að reynið að fresta því að fara á hana um helgina!).

- Miðvikudagurinn 12.apríl: Síðasta æfing fyrir páskafrí (verður fyrr um daginn).

- Fim 13.apríl - Þrið 18.apríl: Páskafrí

- Miðvikudagurinn 19.apríl: Fyrsta æfing eftir frí.

- - - - -

Ok sör.
En þið fáið miða með þessu þegar allt er orðið skýrt.
aight.
ingvi og co.

Fimmtudagurinn 6.apríl!

Sææææler!

Hvað er uppi?

Svona lala veður í dag þannig að við ætlum að smella á einni
léttri aukaæfingu - og þá kannski sérstaklega fyrir þá sem hafa
misst af síðustu tveimur (eða einni) æfingum!

Þetta verður bara létt spil frá kl.17.00 - 17.45 á tennisvellinum!
en passið að vera búnir að hita aðeins upp á undan þannig að
við getum byrjað strax.

Ok sör.
Svo bara æfing á venjulegum tíma á morgun, föstudag.

Sjáumst.
Þjálfarar

Tuesday, April 04, 2006

Miðvikudagurinn 5.apríl!

Jeja.

Allir leikir komnir inn - endilega látið okkur vita ef við klikkuðum á
markaskorurum eða ef við séum að segja einhverja steypu.

Nú þurfum við helst að vinna í þeim atriðum sem við erum búnir að klikka á
í síðustu tveimur leikjum.

En ...

Dagurinn í dag (mið) er þá svona:

ath - Eldra árið æfir kl.15.30 - 16.45 á gervigrasinu. ( laugar/karate tíminn frestast aðeins :-(

Yngra árið æfir kl.16.30 - 18.00 á gervigrasinu. ( eins og vanalega

Strákar - klæða sig vel. Mössum góða æfingu.
Ekkert mál að mæta á seinni/fyrri æfinguna ef það er betra.
Og vona að þetta hafi ekki komið allt of seint inn!

Sjáumst á eftir.
The crew

p.s. aðeins einn fattaði djókinn minn í gær! barca er nefnilega að keppa í kvöld.
checkið á "onum"!

Þriðjudagurinn 4.apríl!

Sælir.

Við tökum frí í dag, þriðjudag. Ætlaði að negla séræfingu og fara
í nokkra hluti. en frestum því aðeins, örugglega fram á fimmtudag.

Annars mæli ég bara með að menn kíki á meistaradeildina í kvöld.
fylgist með leikmann nr.10 hjá barca!
Yngra árs leikmenn geta líka kíkt út og tekið tækniæfingarnar sem við
fórum í í gær!

Annars er yngra árs æfingin á morgun kl.16.30 -18.00 á gervigrasinu
(eins og oftast).

En eldra árs gaurar verða að kíkja á bloggið í kvöld eða í fyrramálið. Æfingin þeirra
verður um kl.16.00 - en hvað og hvar er ekki alveg komið á hreint.

Ok sör.
sjáumst á morgun.
.is

Sunday, April 02, 2006

Mánudagurinn 3.apríl

Heyja.

Mánudagurinn verður klassískur:


Yngra árið æfir kl.3 á tennis.
- massa tækniæfingar.
- egill með nýtt trick.
- tæknikeppni upp á powerade.

Eldra árið æfir kl.4 á gervi.
- skot, fyrirgjafir, 1v1.
- egill með gamalt trick.
- kraftkeppni upp á powerade.


Smessið á mig ef þið komist ekki,
Mourinho

Afsökunarfærsla!

Sælir.

Hvað segja menn þá!

Tek algjörlega á mig skrifleysið um leikina. En get sagt ykkur að
þetta er alveg að detta inn. nánast búnir en erum að klára smáatriðin.

Líka ánægður með commentin ykkar. Tókuð vel við að minnast sjálfir
soldið á leikina. En eins og ég sagði þá verða allir leikir komnir inn mánudagskvöld.
FH leikurinn 28.jan. er samt kominn inn - þá skuldum við bara leikina í rvk mótinu
og ÍR leikinn í des. áfram með etta.

Mætingarniðurstöður fyrir feb og mars koma svo á miðvikudaginn (og verðlaunin
ári seinna væntanlega!!)

2.flokkur tapaði í dag :-( 0-2 v Leikni. Spurning hvort einhver hafi kíkt á egil og kidda.
Real og Barca jafntefli í gær. töff leikur en ekkert of vel spilaður.

Ok sör.
bara þolinmóðir!
Svo massa næstu viku og byrja strax að stúdera næsta leik.
later

Saturday, April 01, 2006

Leikir helgarinnar - úrslit!

Heyja.

Kepptum fjóra leiki í dag takk fyrir. Þokkaleg keyrsla.
Enn ekki okkar dagur - vantaði allan vilja í allt of marga leikmenn
, sem og meiri kraft. En það helsta úr leikjunum er að finna hér:

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 1.apríl 2006.
Tími: Kl.11.30 - 12.45.
Völlur: Fylkisgervigras.

Þróttur 0 - Fylkir 3
Staðan í hálfleik: 0 - 2.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3.

Maður leiksins: Þorleifur.

Vallaraðstæður: Það var frekar kalt upp í Árbæ og var frekar sterkur vindur á móti okkur í fyrri hálfleik.
Dómarar: 1 Fylkisdómari dæmdi leikinn svona lala. Dæmdi afar mikið á okkur í byrjun en svo jafnaðist það út.

Liðið (4-4-2): Orri í markinu - Matthías og Ágúst Heiðar bakverðir - Tolli og Danni I miðverðir - Jóel og Reynir á köntunum - Starkaður og Kristófer á miðjunni - Tryggvi og Anton Helgi frammi + Davíð Þór, Daníel Örn og Dagur.

Almennt um leikinn:

Þessi leikur var svipaður og síðasti leikur við Fylki! Vorum alveg inn í leiknum nánast allann tímann - fengum 2-3 góð færi í fyrri hálfleik en náðum ekki að klára. vantaði í raun bara herslumunin - og hefðum við sett mark í fyrri hálfleik hefðu úrslitin pottþétt verið önnur.

Varnarleikurinn var svona upp og ofan. Það vantaði aðeins tal og að menn þéttu þegar þeir sóttu. við vorum aðeins of langt frá hvor öðrum og þeir náðu allt of oft að senda boltann inn fyrir á sentarana, sem komust einn á móti Orra. Orri sá reyndar ótrúlega vel við þeim í alla veganna fjórgang. Eins þurfum við að halda línunni betur, en ég veit að þetta getur verið frekar erfitt (að sjá manninn, boltann og línuna). En menn börðust þokkalega og komu oft í veg fyrir að fylkismenn skoruðu fleiri mörk.

Sóknarleikurinn var eiginlega ekki til staðar á köflum - við vorum bara í vörn trekk í trekk. En við náðum samt að komst inn fyrir nokkrum sinnum. en eins og sagði vantaði bara lítið upp á að við "settum" hann. Við sátum líka stundum eftir - og við það myndaðist aðeins of stórt autt svæði miðsvæðis.

Var afar ánægður með fyrstu 20 mín í seinni - leikurinn var jafn og hefði verið snilld að setja mark. vantaði bara smá heppni. Fullt af leikmönnum að standa sig afar vel, börðust og þannig þarf það að vera hjá öllum 11 inn á. Svo bara næsti leikur.

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 1.apríl 2006.
Tími: Kl.14.00 - 15.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 0 - Fjölnir 5.
Staðan í hálfleik: 0 - 3.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3, 0-4, 0-5.

Stóð sig skást: Jónas.

Vallaraðstæður: Það var þurrt og frekar kalt. Ekki skemmtilegast veður í heimi.
Dómarar: 1 dómari frá Fjölni. Var frekar spes, flautaði mikið og átti stundum erfitt að sjá rangstæðuna einn!

Liðið (4-4-2): Snæbjörn í markinu - Gylfi og Símon bakverðir - Jónas og Diddi miðverðir - Bjarki Þór og Árni Freyr á köntunum - Aron Ellert og Bjarmi á miðjunni - Danni Ben (fyrirliði) og Ási frammi + Arnþór Ari og Viktor.

Almennt um leikinn:

Úrslitin klárlega vonbrigði. Fjölnismenn vissulega sterkir og eiga eftir að fara langt í mótinu en virkilega svekkjandi að tapa svona stórt, og það annan leikinn í röð. En við verðum bara að sýna karakter og halda haus. Æfa vel í vikunni næstu og vera klárir í næsta leik!

Eins og um síðustu helgi þá fáum við á okkur mark snemma og það er bara alveg deadly fyrir okkur- alla veganna í dag vorum við ekki allir á þeim buxunum að berjast þanngað til á síðustu mínútu - því miður.

Þeir voru hættulegir fram á við, með sterka vængmenn og voru afar ógnandi í föstum leikatriðum, enda fáum við á okkur 2-3 mörk þannig. Fyrsta markið kom þegar hættulegur svífandi bolti kemur inn í teig og þeir ná að skalla boltann inn - mjög erfitt að verjast svona boltum. Í staðinn fyrir að við kæmum okkur aftur inn í leikinn, settu þeir annað markið og útlitið ekki gott.

Við héldum boltanum ekki nóg vel innan liðsins, hreyfing án bolta var slök og við komumst lítið áleiðis á móti sterkri vörninni þeirra.

Við þurfum greinilega að gera betur í hornum á okkur, sem og í aukaspyrnum rétt fyrir utan teig. Nr.1 er að klára manninn sinn - maður þarf ekki endilega alltaf að vinna boltann en maður verður alltaf að trufla manninn. Nr.2 er að sjá mann og bolta. passa að gleyma sér ekki og horfa bara á boltann - alltaf að vita af manninum sínum.

Við vorum meira inn í leiknum í seinni hálfleik - lítill munum á liðunum - en það vantaði aðeins upp á dekkningu og að klára manninn sinn og þeir settu 2 mörk - síðasta markið kom á síðustu mínútunni og fannst mér við geta gert betur þar.

Stákar, bara upp með hausinn - mætum í næsta leik með trúnna í lagi, vilja og algjöra stríðsbaráttu. Þetta er ekkert mál - við getum unnið hvaða lið sem er. punktur.

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 1.apríl 2006.
Tími: Kl.15.20 - 1635.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 3 - Fjölnir 1.
Staðan í hálfleik: 2 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 3-1.

Maður leiksins: Jakob Fannar.
Mörk: Bjarki Steinn (16 mín) - Bjarki B (24 mín) - Gulli (45 mín).

Vallaraðstæður: Það var þurrt og frekar kalt. Ekki skemmtilegast veður í heimi. En skárra en í leiknum á undan.
Dómarar: 1 dómari frá Fjölni. Átti ekki góðan dag og alltaf erfitt að sjá rangstæðuna einn!

Liðið (4-4-2): Krissi í markinu - Arnar Kári og Jón Kristinn bakverðir - Jakob Fannar og Viktor miðverðir - Stefán Tómas og Kormákur á köntunum - Arnþór Ari og Bjarki B á miðjunni - Bjarki Steinn og Gulli frammi + Anton Sverrir, Atli Freyr (fyrirliði) og Úlli.

Almennt um leikinn:

Þessi sigur gaf manni gott pepp skal ég segja ykkur! Byrjuðum vel - Vorum allan tímann sterkari aðilinn og misstum leikinn aldrei niður. Vörnin var afar þétt og traust, en lá kannski aðeins of aftarlega. Fjölnismenn voru samt aldrei líklegir að skora. Krissi átti líka klassa leik í markinu og átti alla bolta.

Við vorum ansi sprækir framm á við, vorum duglegir að stinga okkur inn fyrir og losa okkur - og hefðum átt að setja fleiri mörk í fyrri hálfleik.

Loksins sá maður að menn vildu vinna og klára dæmið. eitthvað sem vantaði kannski í leikinn á undan. héldum boltanum betur en vanalega, miðjan fín og boltinn gekk bara vel á milli manna.

Í staðinn fyrir að bæta við mörkum, þá fengum við á okkur mark í seinni hálfleik. Svo sem lítið við því að segja - en við héldum út, héldum hreinu, sem er jákvætt. - áttum fleiri fínar sóknir, börðumst og kláruðum leikinn. Fín stemmning í liðinu, margir leikmenn að standa sig virkilega vel og banka klárlega á A liðið.

Þið finnið hvað þetta er miklu skemmtilegra - að klára leik með góðum sigri. þurfum bara að venjast þeirri tilfinningu betur takk.

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 1.apríl 2006.
Tími: Kl.16.40 - 17.55.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 2 - Fjölnir 12.
Staðan í hálfleik: 1- 4.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 4-0, 4-1, 5-1, 6-1, 6-2, 7-2, 8-2, 9-2, 10-2, 11-2, 12-2.

Maður leiksins: Flóki.
Mörk: Flóki (24 mín og 42 mín).

Vallaraðstæður: Það var þurrt og frekar kalt. Ekki skemmtilegast veður í heimi. Varð kaldara er líða tók á leikinn.
Dómarar: 1 dómari frá Fjölni. Slapp svo sem en alltaf erfitt að sjá rangstæðuna einn!

Liðið (4-4-2): Kristófer í markinu - Kevin Davíð og Davíð Hafþór bakverðir - Jónmundur og Tumi miðverðir - Krissi og Pétur Dan á köntunum - Atli Freyr og Arnar Páll á miðjunni - Flóki (fyrirliði) og Anton Sverrir frammi + Emil Sölvi, Elvar Aron, Óskar og Stefán Karl.

Almennt um leikinn:

Það var farið illa með okkur í þessum leik -viljum helst gleyma þessum leik sem fyrst! Lokatölur náttúrulega alls ekki viðunandi - vorum samt alveg inn í leiknum á tímabili en svo í seinni hálfleik máttu þeir varla komast í sókn án þess að skora.

En strákar, það vantaði baráttu og vilja frá fyrstu mínútu. Við verðum að byrja leikina með hausinn hátt uppi og sýna að við viljum vinna leikinn. Menn verða að tala betur og búa til smá stemmningu. Það vantaði að menn vönduðu sendingar og buðu sig aftur til leikmannsins sem þeir voru að senda á!

Það er frekar erfitt að halda áfram og reyna að berjast þegar staðan er orðin slæm. menn hætta ósjálfrátt og fengum við á okkur mörk sem við myndum á venjulegum degi aldrei fá á okkur.

Og strákar, við hefðum átt að skora fyrsta mark leiksins, alveg í byrjun. Ímyndið ykkur hvernig leikurinn hefði þróast þá! En í staðinn taka Fjölnismenn öll völd á vellinum og setja 1-2 mörk og við hættum. Við börðumst ekki um boltana, engin talaði og við áttum í erfiðleikum að spila boltanum upp völlinn - líka erfitt að halda einbeitingu þegar maður er alltaf að verjast og kemst aldrei yfir miðju. Og því betri sem við erum að halda bolta, því minni líkur eru á því að andstæðingurinn skorar. svo einfalt er það.

Mörkin sem Flóki skoraði voru klassi, var líka óheppin tvisvar að bæta ekki við. En munurinn var of mikill til að þetta lífgaði okkur við.

En strákar - við lærum bara af þessu. Bið menn að hugsa aðeins í sínu horni hvort þeir vilji ekki vera týpur í að peppa og rífa mannskapinn upp. Því það vantar þannig gaura í liðið, og í öll hin liðin reyndar. Spáið í því.

Það vantaði líka leikmenn og vona ég að við verðum með fullskipað lið um næstu helgi.
hugsum vel um okkur í vikunni og verðum klárir næsta laugardag. okey?

- - - - -

Innbyrðisleikurinn!

Jó.

Átti eftir að skrifa aðeins um innbyrðisleikinn á föstudaginn.
Svo menn fá mörkin skráð og svona - mikill markaleikur, enda
völlurinn ekki alveg eins og hann á að vera. en hérna er etta:

- - - - -

Dags: Föstudagurinn 31.mars 2006.
Tími: Kl.14.45 - 16.00
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 8 - Þróttur 5.
Staðan í hálfleik: 6 - 2.
Gangur leiksins: 0-1, 1-1, 2-1, 3-1, 4-1, 4-2, 5-2, 6-2, 6-3, 7-3, 7-4, 8-4, 8-5.


Vallaraðstæður: Sól, nokkuð hlýtt og bara fínasta veður til að keppa í. En ath. stærð vallarins!!
Dómarar: Egill og Kiddi - stóðu sig vel en það mæddi ekki mikið á þeim. Kiddi líka tekinn í annað verkefni.

Þróttur 1 (4-4-2): Stefán í markinu - Matthías og Kevin Davíð bakverðir - Jónmundur og Tumi miðverðir - Arnar Páll og Davíð Hafþór á köntunum og Flóki frammi + Leó.
Maður leikins: Flóki.
Mörk: Flóki 2 - Arnar Páll - Ágúst Ben - ? (smessið á okkur ef þið vitið hvern vantar)

Þróttur 2 (4-4-2): Orri í markinu - Kristó og Anton Helgi miðverðir -Danni Örn og Ágúst Heiðar bakverðir - Jóel og Davíð Þór á köntunum - Reynir og Danni I á miðjunni - Tryggvi frammi.
Maður leiksins: Davíð Þór.
Mörk: Jóel - Tryggvi 2 - Danni I - Reynir 2 - Davíð Þór - ? (smessið á okkur ef þið vitið hvern vantar)

Almennt um leikinn:

Eins og sagði þá voru mörg mörk skoruð, á bæði lið. Sem segir að varnarleikurinn og markvarslan hefði mátt vera aðeins betri í leiknum.

Völlurinn var náttúrulega soldið þröngur en menn hefðu mátt þétta betur og stjórna hvor öðrum betur. Það gengur hreinlega ekki þegar menn segja ekki einu sinni "dekkaðu" eða "ég er laus". Algjör óþarfi að vera feiminn við stráka sem þið eruð búnir að æfa með í öld! bara láta þá aðeins heyra það (en með uppbyggjandi tón).

En leikurinn var annars fínn á köflum og var þá sérstaklega sóknarleikur yngra ársins góður. Þeir lætu boltann fljóta vel á milli sín og voru duglegir að skjóta fyrir utan, það er eitthvað sem eldra árið hefði mátt gera meira.

Einnig vantaði allt líf og allan kraft í eldra liðið. það má alveg fara aðeins í menn, ekkert nasty, en fara í tæklingar!

En svo sem fínt að þessu leikur sé frá, þótt menn hefðu mátt taka hann aðeins meira alvarlega.
alrighty.

- - - - -