Wednesday, November 30, 2005

Leikur v Fjölni!

Heyja.

Það var einn leikur í dag á móti Fjölni í Egilshöll.
Vorum á milljón alveg þanngað til um 18 mín voru
eftir af seinni - þá "kláruðu" þeir okkur. allt um leikinn hér:

- - - - -

Dags: Miðvikudagurinn 30.nóvember 2005.
Tími: kl.16.10-17.20.
Völlur: Egilshöll.

Þróttur 0 - Fjölnir 5.
Staðan í hálfleik: 0 - 0.

Maður leiksins: Stefán Tómas

Vallaraðstæður: Alltaf nett að spila í Egilshöllinni!
Dómarar: Ingvi/Egill og svo Elmar þjálfari Fjölnis.

Liðið (4-4-2): Krissi í markinu - Tolli og Úlfar bakverðir - Diddi og Arnar Kári miðverðir - Daði og Jóel á köntunum - Nonni og Arnþór Ari á miðjunni - Árni og Stebbi frammi + Kristófer - Davíð Þór - Kormákur - Mikael Páll.
Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Það var fín barátta í okkur nánast allann leikinn og sýndust flestir alveg búnir í lok leiks. Fjölnismenn voru þó alltaf ívið sterkari en við og sóttu meira allann leikinn. þeir fengu nokkur góð færi í fyrri hálfleik en við náðum alltaf að bjarga og aftra að þeir komust yfir.

Við aftur á móti fengum fá færi og náðum einhvern veginn aldrei að sækja á fleiri en 2-3 mönnum - náðum heldur engum stungusendingum á árna og stebba - og vorum í einu orði sagt mjög slakir sóknarlega í dag.

Staðan var jöfn alveg þanngað til um 18 mínútur voru eftir - en þá náðu Fjölnismenn að skora fimm sinnum. Alltof mörg mörk og ekki alveg rétt mynd af öllum leiknum. Við fengum boltann nokkrum sinnum yfir okkur og komust þeir þannig í gegn. Annars héldum við varnarlínunni nokkuð vel, en það getur verið mjög erfitt að passa línuna, manninn og horfa á boltann. En samt lásum við leikinn oft og náðum að komast inn í hættulegar sendingar.

Það sem klikkaði líka var að það var lítil hreyfing án bolta hjá mönnum og vantaði að menn hugsuðu aðeins lengra. þ.e. það er ekki nóg að senda á t.d. Arnþór, heldur þarf að senda á Arnþór og vera með á hreinu hvað Arnþór getur gert næst við boltann (á hvern getur hann sent svo - og látið hann vita af því).

Það vantaði oft bara herslumuninum hjá okkur að komast alla leið - boltinn rúllaði ágætlega á köflum. það hefði líka verið nett að "setjann" í lokinn með "skorpion spyrnu" en markvörður fjölnis varði meistaralega.

Fjölnismenn eru vissulega sterkir en alls ekki 5-0 betri en við. þurfum að halda einbeitingu og vinnslunni allar mínúturnar. Vonum svo bara að við fáum annan sjens á móti þeim i vetur - svo er það KR á sunnudaginn. Ok sör!

punktar frá Agli:

- Það var stundum gott spil úr vörninni, en síðan var eins og það vantaði einhver tengilið á milli miðju og sóknar.
- Markspyrnur voru fínar, fyrir utan nokkur tilvik.
- Það vantaði talanda í liðinu, Diddi var eini sem var að tala.
- Það vantaði meiri sigurvilja í liðið, vera tilbúnir að gera allt til þess að vinna. Baráttan var nefnilega ekkert það góð hjá flest öllum. En inná milli voru náttúrulega strákar sem voru á fullu.
- Vorum alltof mistækir í vörninni, sérstaklega í seinni hluta seinni hálfleiks.
- Kantmennirnir voru of hræddir að æða upp og fara einn á einn. Reyndu alltof oft tæpa sendingu inná miðjumann. Þessar sendingar klúðruðust oft og við fengum því oft á okkur óþarfa skyndisóknir.
- Varnarlínan hélst oftast bein, nema í örfáum tilvikum. Þess vegna var nokkuð oft rangstæða í seinni hálfleik.

- - - - -

Monday, November 28, 2005

Miðvikudagurinn 30.des!

Heyja.

Það kom eitthvað seint áminningin um æfingarnar í dag og í gær.
gleymdi líka að heyra í mönnum sem ekki sáust um helgina. En það var
samt mikið að gerast - handboltamót og messur ofl.

Alla veganna, massa nett fótboltaveður í dag. Líka afar skemmtilegt veður
til að hlaupa 10 kílómetrakvikindi! Jamm - tók þá í nefið!

- - -

Á miðvikudaginn (30.nóv - síðasta dag nóvember) keppir hluti yngra ársins við Fjölni upp í Egilshöll - en aðrir æfa með eldra árinu á venjulegum tíma kl.16.30 á gervigrasinu (og keppa svo við Fjölni næsta miðvikudag - 7.des).

Næsta sunnudag keppa samt allir líka við KR. Sem sé mikið að gera!

Muna að undirbúa sig vel
Og láta vita ef þið komist ekki.
Sjáumst hressir, Ingvi – Egill – Egill og Kiddi.

Leikir v Fjölni:

• Núna á miðvikudaginn (30.nóv) – mæting Kl.15.30 upp í Egilshöll . Búið um kl.17.2 0:
Kristján Orri – Kristófer – Arnar Kári – Arnþór Ari – Jón Kristinn – Daði Þór – Árni Freyr – Stefán Tómas – Úlfar Þór – Þorleifur - Davíð Þór - Kormákur – Kristján Einar - Mikael Páll – Jóel.

• Næsta miðvikudag (7.des) – mæting Kl.15.30 upp í Egilshöll . Búið um kl.17.20:
Anton Sverrir – Orri – Stefán – Guðmundur – Reynir – Tryggvi – Daníel I – Dagur – Ágúst H – Anton H – Arianit – Elvar A – Emil S – Gabríel J – Hákon – Ingvar – Kevin D – Matthías – Sindri.

Æfingar sun + mán!

Heyja.

Það eru æfingar á venjulegum tímum á sunnudaginn og mánudaginn.

sem sé:

Sun: Æfing hjá öllum kl.11.30 - 13.00 á gervigrasinu.

Mán: Æfing hjá eldra árinu kl.15.00 á tennis og æfing hjá yngra árinu kl.16.00 á gervi.

Síja,
The coaching staff

Friday, November 25, 2005

Aukaæfing !!!

Já það held ég...Eymi hérna...Ingvi komst ekki í tölvu og Egill B er einhversstaðar utan þjónustusvæðis og Egill T og Kiddi eru bara púpur í þessu þannig að það þurfti engann minni spámann heldur en mig til að tilkynna aukaæfinguna. Anyway...það er semsagt æfing á morgun, laugardag, fyrir þá sem vilja koma (semsagt frjáls mæting, en munið, æfingin skapar meistarann). Æfinginn byrjar klukkan 15:30 og stendur til klukkan 16:30, og verður á gervigrasinu-tennisvellinum (ég held að það þýðir að hún verði annað hvort á tennisvelli eða gervigrasinu). ALLIR AÐ MÆTA TAKK og láta þetta svo berast.

Ingvi bað mig líka að koma því til skila að allir þeir sem eiga gamlar eða auka jólaseríur sem þeir geta séð af eru beðnir um að koma með hana á þessa æfingu eða næstu þar á eftir, því stefnan er sett á að skreyta nánast alla velli þróttar og 4.flokkur er með yfirumsjón tennisvallarins.

Með fyrirfram þökk.

Thursday, November 24, 2005

Föstudagurinn 25.nóv!

Heyja.

Nettar æfingar í gær - fyrir utan að við söknuðum
um 6 leikmanna á eldra ári :-(

- Það er engin auka æfing í dag, fimmtudag. Hún verður örugglega á
laugardaginn.

En á morgun, föstudaginn, æfa allir kl.14.30-16.00 á öllu gervigrasinu.
Ok sör.

Sjáumst þá sprækir á morgun.
Ingvi og co.

Tuesday, November 22, 2005

Miðvikudagurinn 23.nóv

Jójójó.

Eldra ár:

Á morgun, miðvikudag, mætir eldra árið niður í Laugar - í tíma til
Jóns Arnars. Við hittumst kl.15.00 í andyrinu - allir þurfa að koma með
300kr - innidót og sunddót. Mjög mikilvægt er að sem flestir mæti - og að
allir kíki með í sund. Allt búið um 16.40.

Eftirtaldir mættu ekki á mánudaginn og því væri gott að láta þá sérstaklega vita af tímanum.
Anton - Arnar Páll - Ástvaldur Axel - Bjarki B - Viktor - Pétur Dan - Óskar - Kristófer - Jakob Fannar - Gunnar Björn - Davíð Hafþór - Bjarki Steinn.
Eftirtaldir mættu á mánudaginn:
Arnar Már - Aron Ellert - Atli Freyr - Ágúst Benedikt - Bjarki Þór - Bjarmi - Daníel Ben - Einar Þór - Flóki - Guðlaugur - Gylfi Björn - Hjalti Þór - Hreiðar Árni - Ingimar - Jónas - Jónmundur - Leó - Símon - Snæbjörn Valur - Tumi - Ævar Hrafn


Yngra ár:

Æfing kl.16.30-18.00 á gervigrasinu (en ekki kl.18.00 á tennis). Látið þetta líka
berast. Egill mætir ferskur með trixið sitt - og ingvi kemur með annað!

"Sjáumstum"
the coaching crew

Monday, November 21, 2005

Leikir við Fylki!

Sælir.

Bannað að vera fúlir yfir því að þetta kom ekki í gær. Þetta
tekur drúgan tíma, sérstaklega ef maður vill gera þetta almennilega.

En hérna er allt um leikina við Fylki um helgina. 1 jafntefli og þrjú töp.
Með smá meiri vilja hefðum við hæglega getað unnið fleiri leiki.

- - - - -

Dags: Sunnudagurinn 20.nóvember 2005.
Tími: kl.08.30 - 9.45.
Völlur: Fylkisgervigras.

Þróttur 1 - Fylkir 3
Staðan í hálfleik: 0 - 1.

Mörk: Arnþór Ari (53 mín).
Maður leiksins: Arnþór Ari.

Vallaraðstæður: Aðeins kaldara en heima í hverfi - smá frostlag á vellinum - en annars töff að spila í fljóðljósum.
Dómarar: Astoðarþjálfari Fylkismanna.

Liðið (4-4-1): Krissi í markinu - Gummi og Úlfar bakverðir - Diddi og Arnar Kári miðverðir - Stebbi og Kormákur á köntunum - Nonni og Arnþór Ari á miðjunni - Árni og Jóel frammi + Kristófer - Tryggvi - Tolli og Daníel.
Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Þetta var hinn skemmtilegasti leikur að horfa á - og það klukkan 08.30!! Já menn voru ótrúlega sprækir svona snemma á sunnudagsmorgni - og byrjuðum við leikinn vel. Jafnt var á liðum í fyrri hálfleik - og fengum við nokkur hálffæri en kláruðum ekki. Nonni fékk besta færið en náði ekki skotinu. Reyndar var spurning hvort brotið var á honum en við vælum það ekki.

Fylkismenn voru á undan að skora og héldu þeir forskotinu fram í seinni hálfleik. En okkar mark lá alltaf í loftinu og náðum við að klára með klassa marki - snilldar sending frá Árna inn á Arnþór sem slúttaði færinu örugglega. Skólabókardæmi þegar sóknarmaður kemur og fær boltann á miðjunni og losar fyrir miðjumanninum sem stingur sér í gegn.

En við slökuðum aðeins á í lokinn og Fylkismenn skoruðu þá tvö mörk. Komust í gegn og náðu skoti í fyrra skiptið og fengu svo víti í seinna skiptið.

Samt fínn leikur hjá okkur - þurfum bara næst að nýta breiddina á vellinum betur. Megum ekki þrengja fyrir hvor öðrum - draga sig út og láta vita að þið séuð lausir. Eins þegar bakvörður fær boltann: draga sig þá alveg niður, losa sig við andstæðingin, vera búnir að líta upp og finna svo mann.

En eins og ég sagði - skemmtilegur leikur. og okkur hlakkar bara þokkalega til næsta leiks.

- - - - -

Dags: Sunnudagurinn 20.nóvember 2005.
Tími: kl.9.45-11.00.
Völlur: Fylkisgervigras.


Þróttur 1 - Fylkir 9
Staðan í hálfleik: 0 - 3.

Mörk: Orri (42 mín).
Maður leiksins: Daði Þór.

Vallaraðstæður: Aðeins kaldara en heima í hverfi - smá frostlag
á vellinum - en annars töff að spila í fljóðljósum.
Dómarar: Ingvi og Egill öðrum megin - engin hinum megin :-(

Liðið (4-4-1): Orri í markinu - Matthías og Sindri bakverðir - Anton Helgi og Ágúst Heiðar miðverðir - Hákon og Dagur á köntunum - Daði og Mikael Páll á miðjunni - Davíð Þór og Arinait frammi + Stefán í markinu og Emil Sölvi.
Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Þrátt fyrir að Fylkismenn hafi skorað þessa "gommu" af mörkum, þá var margt flott hjá okkur í þessum leik. Við náðum oft fínu spili frá vörninni og á miðjuna. En það vantaði samt upp á að koamst lengra - við erum náttúrulega enn að venja okkur við stærðina á vellinum!

Fyrri hálfleikurinn var betri hjá okkur - við vörðumst ágætlega og hleyptum þeim ekki eins langt í gegn og í seinni hálfleik.

En í seinni hálfleik var eins og við værum færri en Fylkismenn inn á. Við eigum alltaf að geta þjappað okkur saman og varist eins og menn - komið boltanum frá og ýtt út saman. stjórnað hvor öðrum. við fengum á okkur nokkur ódýr mörk þar sem við hefðum getað gert betur.

Það getur verið erfitt að djöflast þegar staðan er orðin slæm - en þá er líka gott að sjá þá leikmenn sem hætta ekki og halda áfram. Þannig leikmenn vilja allir hafa í sínu liði.

en leikur nr.2 á stórum velli - fyrsti leikur hjá sumum - við stressum okkur ekki mikið á þessu. En hugsum samt um þau atriði sem við getum bætt okkur í - Við þurfum að vera grimmari og ekki leyfa andstæðingunum að komast of auðveldlega í gegnum okkur. - Við þurfum að stjórna hvor öðrum og aðstoða betur. - Við þurfum að TALA meira. þvílíkt mikilvægt hjálpartæki í boltanum.

En áfram með smjörið - fáum bara annan leik fljótlega til að gera betur. ekki spurning.

- - - - -

Dags: Sunnudagurinn 20.nóvember 2005.
Tími: kl.11.30 - 12.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal

Þróttur 1 - Fylkir 1
Staðan í hálfleik: - - -

Mörk: Bjarki B (12 mín)
Maður leiksins: Jónas

Vallaraðstæður: Það var frekar hlýtt í veðri og völlurinn afar góður. Kjöraðstæður til knattspyrnuiðkunnar!
Dómarar: Egill T og Kiddi (nokkuð nettir)

Liðið (4-4-1): Snæbjörn í markinu - Viktor og Aron Ellert bakverðir - Jónas og Einar Þór miðverðir - Arnar Már og Bjarmi á köntunum - Ingimar og Bjarki B á miðjunni - Danni Ben og Bjarki Steinn frammi + Ágúst Ben.
Liðsmynd!


Almennt um leikinn:

Þetta var hinn ágætasti leikur hjá okkur - við mættum þokkalega "ready til leiks" - og létum finna vel fyrir okkur allan tímann.

Vörnin stóð sig vel en mætti hugsa um að spila sig betur út úr vandræðum í stað þess að hreinsa alltaf fram. Sóknin var virk þegar við vorum með boltann - en vantar að vera meira með í varnarleiknum. Það er engin regla að senterar þurfi að bíða á miðjulínunni þanngað til eitthvað gerist - þeir mega alveg djöflast aftur í vörnina og trufla andstæðingin. vantaði sem sé meiri kraft á köflum.

Bjarki setti markið okkar eftir klassa undirbúning. Daníel var svo frekar óheppinn eftir að hafa komist tvisvar sinnum einn á móti markmanni - en markmaður Fylkismanna átti stórleik í markinu. En það er náttúrulega snilld hve vel okkur gengur að leggja frammherjana í svona færi - og höldum því bara áfram.

Fylkismenn komust nokkrum sinnum í gegn og voru á köflum hættulegir - en við náðum nánast alltaf að komast fyrir skotin þeirra og stöðva þá.

Annars var stóð allt liðið sig prýðilega og getum við verið nokkuð ánægður með stigið - en markið sem þeir skoruðu var samt í ódýrari kantinum. En þannig er stundum boltinn.

- - - - -

Dags: Sunnudagurinn 20.nóvember 2005.
Tími: kl.12.15 - 13.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 1 - Fylkir 2
Staðan í hálfleik: - - -

Mörk: Gulli (29 mín).
Maður leiksins: Anton.

Vallaraðstæður: Það var frekar hlýtt í veðri og völlurinn afar góður. Kjöraðstæður til knattspyrnuiðkunnar!
Dómarar: Egill T og Kiddi (nokkuð nettir).

Liðið (4-4-1): Anton í markinu - Gunnar Björn og Jónmundur bakverðir - Jakob Fannar og Bjarki Þór miðverðir - Kristófer og Davíð Hafþór á köntunum - Arnar Páll og Símon á miðjunni - Gulli og Flóki frammi + Leó (og Arnar Már).
Liðsmynd!

Almennt um leikinn:


Við byrjuðum leikinn engan veginn af krafti - það var lítið stemmning í okkur og menn ekki nógu duglegir að garka og hvetja menn áfram. Þó nokkuð miðjuþóf einkenndi leikinn - og vantaði að menn færu alveg út á línu og heimtuðu boltann.

Fyrsta markið þeirra var ferlega ódýrt - boltinn skoppaði eftir hliðarlínunni langa vegarlengd og við stóðum bara og gáptum þanngað til fylkismaður náði boltanum og komst alveg að endalínu, gaf fyrir og búmm. Algjör gjöf.

Sem sé dálítið hugsunarleysi - og það líka í seinna markinu sem við fengum á okkur. Eða adragandi þess aftur á móti - lítið var eftir af tímanum og hefði við mátt vera öruggari - en skotið hjá Fylkismanninum (sem við rétt náðum ekki að koma í veg fyrir) var hreinlega óverjandi.

Sóknarleikur okkar einkenndist af misheppnuðum stungusendingum. Tækifærin voru samt næg og við hefðum rúllað þessum leik upp ef sendingar hefðu verið aðeins betri og ákveðnari.

Við skoruðum þvílíkt flott mark - eftir klassa spil vinstra meginn. Gulli smellhitti boltann og klárlega eitt af fallegri mörkum í ár.

En samt var ekki mikinn mun að sjá á liðunum - Með smá meiri krafti hefðum við getað fengið alla veganna eitt stig.

- - - - -

Töf!

Heyja.

Sökum anna (tónleikar-svefn-körfubolti-west ham leikur (svekkjandi Dagur))) kemur allt um leikina í kvöld (mánudag).

En æfingar á venjulegum tímum í dag:

Eldri kl.15.00 (ég segi að 7 komi of seint).

og

Yngri kl.16.00.

Sjáumst sprækir,
ingvi

Saturday, November 19, 2005

Mætingartímar - Æfingaleikir við Fylki!

Hey.

hérna er miðinn um leikina á morgun.
Sjáumst hressir:

- - - - -

4.flokkur ka.
Knattspyrnufélagið Þróttur
18.nóv

Æfingaleikir helgarinnar

Sælir strákar.

Það keppa allir æfingaleik við Fylki á sunnudaginn. Sumir þurfa að fórna sér og vakna “soldið” snemma J en þeir leggja sig bara eftir leikina! Yngra árið keppir upp í Árbæ á þeirra gervigrasi en eldra árið keppir á heimavelli! Látið mig vita ef þið komist ekki – munið eftir öllu dóti – og undirbúa sig vel!

- - - - yngra ár - - - -

--Sunnudagur – mæting Kl.08.10 upp á Fylkisgervigras – í lagi að mæta í fötunum . Spilað frá 8.30 til 9.45. Búið um kl.10.00.

Kristján Orri – Kristófer – Arnar Kári – Arnþór Ari – Árni Freyr – Daníel – Guðmundur Andri – Jón Kristinn – Kormákur – Kristján Einar - Jóel – Stefán Tómas – Tryggvi - Úlfar Þór – Þorleifur .

--Sunnudagur – mæting Kl.09.15 upp á Fylkisgervigras – í lagi að mæta í fötunum . Spilað frá 9.45 til 11.00. Búið kl.11.10.

Anton Sverrir - Orri – Stefán Karl - Anton Helgi – Arianit – Ágúst H - Dagur – Daði - Davíð Þór – Elvar Aron – Emil Sölvi – Gabríel J – Hákon – Ingvar – Kevin D – Matthías – Mikael Páll - Reynir – Sindri.

- - - - eldra ár - - - -

--Sunnudagur – mæting hjá öllum á eldra ári með allt dót í tösku Kl.11.00 niður í Þrótt (alls ekki seinna). Eitt lið spilar frá 11.30 til 12.15. Og eitt lið keppir frá 12.15 – 13.00.

Anton – Arnar Már – Arnar Páll – Aron Ellert – Atli Freyr – Ágúst Ben – Bjarki B – Bjarki Þór – Bjarmi – Bjarki Steinn – Daníel Ben – Davíð Hafþór – Einar Þór – Flóki – Guðlaugur – Gunnar Björn – Gylfi Björn – Hreiðar Árni – Ingimar – Jakob Fannar – Jónas – Jónmundur – Kristófer – Pétur Dan - Símon – Snæbjörn – Tumi – Viktor.

Meiddir / komast ekki:
Ástvaldur Axel – Óskar – Ævar Hrafn.

Friday, November 18, 2005

Föstudagur!

Sælir piltar.

Föstudagur mættur - ekki slæmt.

Það æfa allir saman í dag - kl.14.30 - 16.00 á gervigrasinu.

Fullt sem við ætlum að gera:

- halda á lofti "check".
- klára að taka myndir af öllum.
- klára armbeygjurnar hjá öllum.
- klára númerin hjá öllum.
- láta alla klára skráningarmiðan sem við gerðum á fyrsta fundinum.
- afhenda mætingarverðlaun fyrir okt.
- afhenda miða með leikjunum á sunnudaginn.
- taka góða æfingu með 5 stöðvum + spili.
- nýtt trix!!!!!

Sjáumst hressir.
ingvi og co.

Thursday, November 17, 2005

Mætingarverðlaun - okt!

Jó.

Eftirtaldir mættu á allar æfingarnar í október . . .

Eldra ár:

Bjarki Þór Arnarson
Einar Þór Gunnlaugsson
Flóki Jakobsson
Guðlaugur Einarsson
Jónas Guðmundsson
Óskar Ástvaldsson
Símon Steinarsson
Ævar Hrafn Ingólfsson

Yngra ár:

Árni Freyr Lárusson
Dagur Jónasson
Elvar Aron Birgisson
Emil Sölvi Alfreðsson
Kevin Davíð
Kristján Orri Jóhannsson
Kristófer Másson
Tryggvi Másson

. . . og eiga inni Poworade hjá Gulla eftir æfingu á morgun.

Frjáls mæting - fimmtudagur!

Hey hey.

Það var massa góð mæting hjá yngra árinu í Laugar í gær - og fínn
tími hjá Jóni Arnari. Líka nett æfing hjá eldra árinu - á tvö stór
mörk. Við tókum maður á mann (sem kobbi fílaði í botn) og átti
ég ferlega slakan dag í markinu.

Mætingin á foreldrafundinn í gær hefði getað verið betri - en ég meila
fljótlega á foreldra því helsta sem farið var í á fundinum.

- - -

Alla veganna: Í dag, fimmtudag, er aftur aukaæfing. Hún er hugsuð
fyrir þá sem missa pottþétt af mánudags eða miðvikudagsæfingunum!

Hún er kl.16.00 í dag - annað hvort á tennisvellinum eða gervigrasinu.
Algjörlega frjáls mæting.

Á morgun æfa svo bæði árin kl.14.30-16.00 á gervi.
Og munið leikina við Fylki á sunnudag.

Sé ykkur
Ingvi

Tuesday, November 15, 2005

Miðvikudagsæfingar!

Sælir strákar.

Á morgun, miðvikudag, er smá breyting varðandi æfingatímann hjá yngra árinu:

Það er mæting niður í Laugar kl.15.00 í þrektíma/teygjutíma hjá Jóni Arnari.
(best er að hittast í andyrinu og passið að mæta ekki of snemma).

Allir þurfa að taka með innidót + sund dót en það er í lagi að kíkja í sund eftir tímann.
Einnig þarf að koma með 300kr.

Allt er búið um kl.16.40 – (og þeir sem komast alls ekki geta mætt á eldra árs æfinguna).

- - - -

Eldra árið æfir á venjulegum tíma á gervigrasinu - kl.16.30.

Sjáumst sprækir,
ingvi og co.

p.s. passið að láta foreldra vita af foreldrafundinum!!

Foreldrafundur!

Hey hey

Á morgun, miðvikudag, er foreldrafundur hjá foreldrum 4.flokks karla!
Hann hefst kl.19.30-20.30 niður í Þrótti og vonum við að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Þið minnið mömmu og pabba á hann!

Dagskrá fundarins verður nokkuð þétt. Hverjum foreldrafundi er ætluð ein klukkustund. Tveir fundir verða haldnir á hverju kvöldi og því nauðsynlegt að tímaáætlanir standist. Er fólk fyrirfram beðið að taka tillit til þess og mæta tímanlega.

Dagskrá og tímaáætlun:

1. Kynning á starfi yngri flokka í Þrótti og farið í stuttu máli yfir hlutverkaskiptinguna (10 mín):* Hlutverk og starf unglingaráðs.* Hlutverk og starf flokksráða.

2. Kosning í flokksráð. (5 mín).Að lokinni kosningu tekur einhver nýkjörinna fulltrúa í flokksráðinu að sér að boða til fyrsta fundar í nýju flokksráði. (Á þeim fundi skal ráðið skipta með sér verkum þannig að þar starfi:* formaður/forsvarsmaður,* gjaldkeri,* ritari,* umsjónarmaður heimasíðu fyrir flokkinn og* fulltrúi flokksráðsins á samráðsfundum unglingaráðs.

3. Kynning á heimasíðu Þróttar, notkunarmöguleikum hennar og nauðsyn þess að foreldrar og iðkendur nýti sér upplýsingar á henni sem best. Jafnframt verður kynnt námskeið í notkun vefumsjónarkerfinu D10, sem haldið verður þann 30. nóvember og ætlað er öllum sem hafa tekið að sér að setja efni inn á síðuna og viðhalda upplýsingum sem þar eiga alltaf að vera aðgengilegar og þurfa jafnframt að vera réttar á hverjum tíma. (10 mín)

4. Aðalþjálfari flokksins fer í stuttu máli yfir stöðu mála, áhersluatriði sín í þjálfun og helstu viðburði komandi starfsárs, ásamt því að svara fyrirspurnum. (10 mín)

5. Kynning á stórmótum Þróttar (Rey Cup á fundum 3.-5. flokks og Bónusmótinu á fundum 6.-8. flokks.) (10 mín)

6. Önnur mál og fyrirspurnum svarað. (10 mín) (Samtals 55 mínútur)

Að lokum er rétt að ítreka að mikilvægt er að sem allra flestir foreldrar mæti. Það er á þessum fundi sem foreldrum gefst "hið eina sanna" tækifæri til að hafa áhrif á starf félagsins - t.d. með því að bjóða sig fram til setu í flokksráðinu.

- - - - -
Heyrið í mér ef það er eitthvað,
Ingvi (869-8228) og co.

Sunday, November 13, 2005

Mánudagur!

Hey

Það er klassískur mánudagur:

- Eldra árið æfir kl.15.00 á tennisvellinum.

og

- Yngra árið æfir kl.16.00 á gervigrasinu.


Sjáumstum

Yngra árs æfing!

Heyja.

Það var nett á yngra árs æfingunni í dag, sunnudag.
33 leikmenn mættu (þar af einn nýr - einn á eldra ár og einn Leiknismaður).

þannig að við skiptum í þrjú 11 manna lið - og spilaði hver leikmaður um 44 mín.

Gula liðið (með Egil T sem coach) tók mótið með því að skora á síðustu sekúndu síðasta leiksins.
Vestislausir (með kidda sem manager) lendu í öðru sæti með 3 stig.
Og Appelsínugulir ráku lestina með 0 stig (Egill B ekvað að taka sig á!)

Veðrið var klikkað - ekta fótboltaveður - fljóðljósin voru á - skandall að ég hafi ekki verið með!

Prófum þetta pottþétt aftur fljótlega.
Aight.

Leikir v Leikni!

Heyja.

Það voru tveir leikir hjá eldra árinu í kuldanum í gær.
Við áttum vægast sagt góðan dag og unnum báða leiki.
Allt um þá hér:

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 12.nóvember 2005.
Tími: kl.16.00 - 17.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 5 - Leiknir 3.
Staðan í hálfleik: 3 - 2.

Mörk: Árni 3 (11 mín - 21 mín - 52 mín) - Flóki 2 (15 mín - 50 mín).
Maður leiksins: Árni.

Vallaraðstæður: Það var frekar kalt úti - en völlurinn var blautur og fínn. En soldið háll í einu horninu.
Dómarar: Egill B og Kiddi (ferlega nettir).

Liðið (4-4-1): Snæbjörn í markinu - Kristófer og Jónmundur bakverðir - Arnar Páll og Gunnar Björn miðverðir - Ágúst Ben og Jóel kantar - Árni og Davíð Hafþór á miðjunni - Flóki byrjaði einn frammi + Bjarki Þór, Arnar Már og Gylfi Björn komu svo inn á, 12 mín hver.
Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Við byrjuðum 10 á móti 11. Og lendum undir tiltölulega snemma. Fengum svo ellefta manninn inn á og náðum fljótt undirtökunum. Jöfnuðum með fínu marki og komumst svo yfir skömmu seinna.

Við vörðumst ágætlega - héldum línu og fundum miðjumann í lappirnar eins og við töluðum um. Þaðan náðum við trekk í trekk að koma Árna eða Flóka inn fyrir - Flóki fékk tvo "deddara" með skömmu millibili en markmaðurinn sá við honum. En við nýttum okkur þetta og náðum að setja tvö önnur mörk í fyrri hálfleik með svipuðum hætti.

Komum svo sterkir í seinni - settum fjórða markið og þar með komnir í ágæta stöðu. Slökuðum þá aðeins á og þeir náðu að skora sitt þriðja mark. Við vorum farnir að færa okkur of framarlega - verðum að passa að halda miðvörðunum á sínum stað - láta frekar bakverðina koma upp með boltann. Eins þegar einn varnarmaður fer framar þá dettur annar fyrir hann. Við förum betur í þetta.

Í lokin settim við okkar fimmta mark og þar við sat. 3 mörk frá þeim kannski aðeins of mikið - en að sama skapi klassa mörk frá okkur sem hefðu getað verið fleiri - sóknarmenn verða að passa að vera yfirvegaðir þegar þeir komast einir á móti markverði - horfa á auða hornið í stað þess að horfa á markmanninn sjálfan,. Og ef þið ætlið að fara fram hjá honum - koma þá á góðri ferð - fara hægra megin við hann og búmm; rennið honum í markið, eða fáið víti!!

Alla veganna - fínn sigur. En það vantaði slatta af leikmönnum: Óskar, Atli Freyr, Hreiðar og Jakob létu vita - Svo söknuðum við Viktors og Tuma. Vonandi verða allir klárir eftir viku! Jamm jamm.

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 12.nóvember 2005.
Tími: kl.17.00 - 18.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 7 - Leiknir 2.
Staðan í hálfleik: 5 - 0.

Mörk: Daníel Ben 5 (5 mín - 8 mín - 14 mín - 21 mín - 37 mín) - Bjarki B (56 mín) - Arnar Már (28 mín).
Maður leiksins: Daníel Ben.

Vallaraðstæður: Það var frekar kalt úti - en völlurinn var blautur og fínn - en soldið háll í einu horninu.
Dómarar: Ingvi og Egill B/Kiddi (ekki feilflauta).

Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Bjarmi og Einar Þór bakverðir - Jónas og Aron Ellert miðverðir - Bjarki B og Símon á köntunum - Bjarki Þór aftar miðja og Ingimar fremmri miðja - Daníel Ben og Bjarki Steinn frammi + Guðlaugur, Gylfi Björn og Arnar Már.
Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Leiknir byrjaði á því að eiga miðjunni - og voru meira með boltann fyrstu mínúturnar. Við vorum samt mjög þéttir í vörninni og hleyptum þeim engan vegin í gegn. Við náðum svo nokkrum nettum stungusendingum sem Danni hataði ekki að nýta sér! Hann gersamlega kláraði leikinn með þessum hætti - þ.e. fékk klassa sendingu inn fyrir og náði að hlaupa varnarmanninn af sér og annað hvort taka markmanninn á eða setjann í hornið.

5-0 í hálfleik er náttúrulega rosalega ljúf staða. Spilið hefði samt mátt fara meira upp kantana - og við endað fleiri sóknir með fyrirgjöf eða með skoti. En annars létum við boltann rúlla ágætlega. Fundum oft miðjumann einan miðsvæðis og þaðan upp völlinn. Lendum aldrei í vandræðum með útspörk eða spil út frá markmanni. Anton átti klassa dag í markinu.

Vorum nokkrum sinnum í vandræðum að koma boltanum upp frá bakverði - þeir náðu þá að pressa okkur og unnu þeir boltann þannig tvisvar sinnum - á versta stað fyrir okkur. lögum það.

Það sem við þurfum kannski aðeins að athuga eru mörkin sem við erum að fá á okkur - bæði í þessum leik og á móti Val. Við verðum að passa að slaka ekki á - heldur halda einbeitingu allan tíman. Tal milli manna er miklu betra en í fyrra - og höldum við því áfram takk.

Klassa leikur - menn mega vera virkilega ánægðir.

Vika í næsta leik - já brjálað að gera - Við spilum við Fylki næsta sunnudag - örugglega á þeirra gervigrasi.

- - - - -

Friday, November 11, 2005

Mætingartímar - leikur v Leikni!

Hey.

Hérna koma loksins mætingarnar í leikina á morgun
á móti Leikni - hjá eldra árinu:

- - - - -

Mæting kl.15.15 niður í Þrótt – keppt frá 16.00 – 17.00 – mæta með allt dót.
Snæbjörn – Jakob Fannar – Arnar Páll – Ágúst Benedikt – Davíð Hafþór – Flóki – Gunnar Björn – Hreiðar Árni – Jónmundur – Tumi – Viktor – Óskar – Kristófer – Atli Freyr.

Mæting kl.16.15 niður í Þrótt – keppt frá 17.00 – 18.00 – mæta með allt dót.
Anton – Bjarki B – Bjarmi – Aron Ellert – Daníel Ben – Jónas – Einar Þór – Gylfi Björn – Bjarki Steinn – Arnar Már – Ingimar – Guðlaugur – Bjarki Þór - Símon.

Meiddir / Komast ekki:
Ástvaldur Axel – Pétur Dan – Ævar Hrafn??

Sjáumst ferskir,
ingvi

- - - - -

Helgin!

Sælir strákar.

Bara svona rétt til að skerpa á:

- -

Í dag, föstudag, er eldra árið með allt gervigrasið kl.14.30-16.00.
(Sumir eru að fara í bíó með Langó og reyna bara að koma þegar
myndin er búin)

Yngra árir æfir innanhúss í íþróttasal Langholtsskóla - Leikmenn í 7.bekk Laugó mæta kl.15.50 upp í íþróttasal Langholsskóla og leikmenn í 7.bekk Langó og Vogó mæta kl.16.50 upp í íþróttasal Langholtsskóla. Við verðum bara innanhúss. Muna eftir öllu dóti.

- -

Á morgun laugardag, keppir eldra árið við Leikni á gervigrasinu okkar. Leikirnir byrja kl.16.00 og 17.00. Mætingartímar koma á miða og á netið í dag.

- -

Á sunnudaginn æfir svo yngra árið - kl.11.30-13.00 á öllu gervigrasinu. Þá ætlum við að skipta í tvö lið og spila 11 v 11 með dómurum. Þetta verður alvöru leikur og vonandi komast sem flestir.

- -

Vona að allt sé skýrt.
Sjáumst ferskir.
Ingvi - EB - ET og Kiddi.

Skór til sölu!

Sælir.

Er með netta Adidas - Pretador Pulse gervigrasskó ef
einhver hefur áhuga. Þeir eru númer 42 og glænýir.

Endilega hafið samband ef ykkur vantar skó og notið nr.42!!

Okey,
Ingvi (869-8228).

Tuesday, November 08, 2005

Miðvikudagurinn 9.nóv!

Sælir.

Það eru smá breytingar í vikunni en í raun bara hjá yngra árinu:

Miðvikudagur:

- Í staðinn fyrir æfingu á morgun, miðvikudag, er "spóluchill" niður í Þrótti - EgillB plöggar mynd og er í lagi að koma með 75% óhollt "gúff".

Það er mæting kl.18.30 niður í vídeóherbergið. Og á allt að vera búið um kl.20.00.
Verið duglegir að láta þetta berast.

En eldra árið æfir á sínum tíma eins og vanalega: kl.16.30 - 18.00 á gervi.
Þeir sem komast aðeins fyrr (16.15) hjálpa okkur kannski að sækja eitt stórt
mark út á þríhyrning - þannig að við getum spilað 7v7 á stór mörk :-) eins verður
þá mikið um skotlæfingunni á æfingunni.
.
Fimmmtudagur:
- Frjáls mæting á æfingu kl.16.30-17.30 á Tennis/gervi. Þetta er aðallega hugsað fyrir þá leikmenn sem missa bókað af einni æfingu á viku - en þeir sem eru í stuði láta sjá sig!
.
Föstudagur:

- Á föstudaginn skiptum við - Eldra árið verður á öllum vellinum kl.14.30-16.00.
En yngra árið skiptir sér upp í Langholtsskóla:

- Leikmenn í Laugarlækjaskóla mæta kl.15.50 upp í íþróttasal Langholsskóla með allt dót.

- Leikmenn í Langholtsskóla og Vogaskóla mæta kl.16.50 upp í íþróttasal Langholtsskóla með allt dót.


Vona að þetta sé allt skýrt.
heyrumst,
ingvi og co.

Sunday, November 06, 2005

Mánudagsæfingar!

Heyja.

Allt komið um leikina í gær. check it out!

Mánudagsæfingarnar eru á klassískum tíma.
nema hvað við reynum kannski að troða eldra árinu
líka á gervigrasið - semjum við eystein.

Og þeir leikmenn sem eru að fara á handboltaæfingu geta bara
komið á eldra árs æfinguna - eða alla veganna mætt 15.30!!

sem sé:

eldra árið kl.15.00 - á tennis eða gervi.
yngra árið kl.16.00 á gervi.

Aju

Leikir v Breiðablik!

Jeya

Yngra árið keppti tvo leiki í dag við Breiðablik - fyrstu
leikirnir á stórum velli - margt ótrúlega gott í gangi - og
við erum strax farnir að plana næstu leiki.

Allt um leikina tvo hér:

- - - - -

Dags: Sunnudagurinn 6.nóvember 2005.
Tími: kl.11.30 - 12.30.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 0 - Breiðablik 7.
Staðan í hálfleik: 0 - 3.

Mörk: - - -
Maður leiksins: Kristján Orri.

Vallaraðstæður: Völlurinn var geggjaður og veðrið eins og best væri á kosið.
Dómarar: Ingvi og Kiddi í fyrri (óaðfinnanlegir) - Egill T og Egill B í seinni (lala).

Liðið (4-4-2): Kristján Orri í markinu - Emil og Hákon í bakverðinu - Kristján Einar og Þorleifur í miðverðinum - Dagur og Anton Helgi á köntunum - Daníel og Stefán Tómas á miðjunni - Kormákur og Davíð Þór frammi + Sindri.
Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Við lágum nánast allann leikinn í vörn - en leystum það samt nokkuð vel. Þeir lágu á okkur og voru með sterka menn fremst sem komust tvisvar sinnum inn fyrir í fyrri hálfleik og kláruðu færin sín vel. Við vitum það alveg að það er ótrúlega þægilegt að vera á undan að skora og hvað þá tvö mörk. En við héldum áfram á fullu alveg fram að hálfleik.

Við vorum í smá vandræðum með að halda vörninni í línu sem og að þétta hættulegu svæðin. ef það klikkar losnar svo mikið um fyrir andstæðingin og hann kemst þar af leiðandi nánast einn í gegn. Við vorum aftur á móti aldrei í vandræðum með útspörkin og náðum alltaf að leysa það.

Við komumst lítt áleiðis fram á við - vorum of fáir að djöflast þar - vantaði sprengikraft frá öllum í liðinu en það getur verið erfitt þegar maður er svona mikið í vörninni.

Það var 0-3 í hálfleik og ætluðum við að bæta aðeins í - í staðinn náðu þeir að setja mark nr.4 og svo nr.5 og við eiginlega hættum eftir það. Við náðum samt nokkrum sprettum en yfir höfuð þá vantaði meiri kraft og ákveðni í flesta en við lögum það í næsta leik. eins vantaði aðeins betri hreyfingu þegar við vorum með boltann - það þarf alltaf einhver að vera í boði - og láta vita að maður sé í boði.

En þetta var nú bara fyrsti leikurinn af mörgum - og margt gott í þessu - lærum bara af mistökunum og komum betur stemmdir í næsta leik - sem er væntanlega um næstu helgi. ok sör.

- - - - -

Dags: Sunnudagurinn 6.nóvember 2005.
Tími: kl.12.30 - 13.30.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 3 - Breiðablik 3.
Staðan í hálfleik: 2 - 0.

Mörk: Úlfar (7 mín) - Árni Freyr (18 mín) - Jóel (57 mín).
Maður leiksins: Arnar Kári

Vallaraðstæður: Völlurinn var geggjaður og veðrið eins og best væri á kosið.
Dómarar: Egill T og Egill B.

Liðið (4-4-2): Kristófer í markinu - Matthías og Mikael Páll bakverðir - Guðmundur og Arnar Kári miðverðir - Úlfar og Jóel á miðjunni - Elvar og Daði á köntunum - Árni og Tryggvi frammi + Kevin Davið.
Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Við náðum að skora fljótlega í leiknum, skot frá úlfari af þvílíkt löngu færi (kennir okkur að skjóta meira á markið!) - og vorum sterkari aðilinn allan fyrri hálfleikinn. Mark nr.2 kom svo skömmu seinna. vel klárað hjá árna - við fengum svo fleiri sjensa einir inn fyrir en þeir náðu að bjarga því.

Vörnin var í línu allann leikinn - ekki að sjá að þetta hafi verið fyrsti leikurinn á stórann völl. Útspörkin voru í lagi en við hefðum samt mátt vinna fleiri bolta miðsvæðis.

Það vantaði aðeins upp á leikskipulagið - hefðum við verið aðeins klókari hefðum við léttilega getað sent Árna og Tryggva í gegn oftar en við gerðum.

Staðan var 2-0 í hálfleik og hélst þannig alveg fram um miðjan hálfleikinn þegar þeir minnkuðu munin og seinna jöfnuðu. Frekar ódýr mörk. En við sóttum þá aðeins í okkur veðrið og sóttum meir fram á við - náðum loks að "setjann" og það með frábæru marki frá Jóel. En það getur allt gerst í fótbolta og einhvern veginn var einn bliki inn í markteig og náði að jafna þegar 20 sek voru eftir. frekar súrt.

En þrátt fyrir það var þetta mjög skemmtilegur leikur - leikmenn á fullu allann tímann.
klárum næsta leik alveg - líka síðustu 20 sek!

- - - - -

Leikir v Val!

Sælir.

Eldra árið keppti sína fyrstu æfingaleiki um helgina og það við Val. Það gekk mjög vel í báðum leikjum og aldrei hætta á öruggum sigri, nema kannski rétt í byrjun fyrri leiksins.

En hérna er allt um leikina - með betri lúkki en í fyrra :-)

- - - - -
Dags: Laugardagurinn 5.nóvember 2005.
Völlur: KR-gervigrasið.
Tími: kl.13.30 - 14.45.

Þróttur 8 - Valur 2.
Staðan í hálfleik: 4 - 1.

Mörk: Bjarki Steinn 2 (8 mín - 63 mín) - Daníel Ben 3 (11 mín - 31 mín - 40 mín) - Einar Þór 16 mín - Ævar Þór 58 mín - Bjarki Þór 61 mín.
Maður leiksins: Daníel Ben.

Vallaraðstæður: Völlurinn klassi - smá kuldi en ekkert til að væla yfir. Lítið rok - pínku rigning í smá tíma.
Dómarar: Egill og þjálfari Vals.

Liðið (4-4-2): Anton í marki - Einar Þór og Gylfi Björn bakverðir - Jónas og Jakob Fannar miðverðir - Arnar Már og Guðlaugur á köntunum - Ævar Hrafn og Bjarki Þór á miðjunni - Daníel Ben og Bjarki Steinn framm - Símon, Aron Ellert og Flóki ferskir inn á í fyrri.
Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Við byrjuðum leikinn svona allt í lagi - reyndar komust Valsmenn nokkrum sinnum í gegn en við náðum að verjast vel - Þeirra besti maður var frammi og komst hann 3 sinnum einn í gegn - en Anton hafði alltaf betur - og varði einu sinni alveg frábærlega.

Við náðum svo að komast yfir með klassa marki frá Bjarka Steini sem fékk snilldar bolta inn fyrir - og við héldum svo yfirhöndinni út allann leikinn. Þeir náðu að minnka muninn í 3-1 en lengra komust þeir ekki.

Í heildina var þetta klassa leikur - mörg rosalega flott mörk - trekk í trekk settum við senterana inn fyrir í góð færi - vörnin var vel talandi og hélt vel (fyrir utan fyrstu mínúturnar). Í fyrra markinu sem við fengum á okkur vantaði bara hársbreidd að ná boltanum - en seinna markið var frekar ódýrt. Við hefðum mátt skjóta aðeins meira á markið - og fara aðeins meira upp vinstra megin.

En ánægður með ykkur - manni langar helst til að fylgja þessum leik eftir með öðrum leik fljótlega - ég vinn í því!

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 5.nóvember 2005.
Tími: kl.16.00 - 17.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 3 - Valur 0.
Staðan í hálfleik: 3 - 0.

Mörk: Bjarmi 2 (14 mín - 16 mín) - Bjarki B (18.mín).
Maður leiksins: Bjarki B.

Vallaraðstæður: Völlurinn okkar snilld - fínt veður - ekkert rok og smá sól.
Dómarar: Foreldri í Val.

Liðið (3-3-1): Snæbjörn í marki - Hreiðar og Viktor og Gunnar Björn í vörn - Atli Freyr og Arnar Páll og Tumi á miðjunni - Bjarki B frammi - Jónmundur, Davíð Hafþór, Ágúst Ben og Bjarmi ferskir inni á fyrri.
Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Valsmenn mættu bara með 8 leikmenn þannig að við minnkuðum völlinn og spiluðum við þá 8 v 8 á lítil mörk. Ekki alveg það sem við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir - en létum okkur hafa það.

Við spiluðum vel - náðum alveg að venjast vellinum en það reyndist samt erfitt að komast nálægt marki til að skjóta. Þeir þrengdu vel en á endanum náðum við að prjóna okkur í gegn - fyrsta markið var klassa skot hjá bjarma - svo kom hann með annað - og stuttu seinna potaði bjarki boltanum inn. En þar við sat - við náðum ekki að bæta við þrátt fyrir nokkur færi í seinni hálfleik.

Það var ekki mikil hætta hjá þeim - helst náði leikmaður nr.10 að komast í gegn - annars lokaði Snæbjörn á allt.

Fínn sigur - og það er bara leikur fljótlega aftur - 11 v 11!

- - - - -

Friday, November 04, 2005

Leikir helgarinnar!

4.flokkur ka.
Knattspyrnufélagið Þróttur

Æfingaleikir helgarinnar

Sælir strákar.

Það eru sem sé leikir hjá öllum um helgina. Eldra árið keppir á morgun, laugardag, v Val og yngra árið keppir við Breiðablik á okkar tímum á sunnudag.
Látið mig vita ef þið komist ekki – munið eftir öllu dóti (bannað að koma í því í leikinn) – og undirbúa sig vel!

Sjáumst hressir,
Ingvi – Egill – Egill og Kiddi.

- - -

Eldra ár v Val:

Laugardagur – mæting Kl.13.00 út á KR völl . Búið um kl.14.45 – KR Gervigras.

Anton – Aron Ellert – Jónas – Einar Þór – Jakob Fannar – Gylfi Björn – Símon – Bjarki Þór – Arnar Már – Flóki - Bjarki Steinn – Daníel Ben – Ingimar! - Guðlaugur – Ævar Hrafn. .

Laugardagur – mæting Kl.15.30 niður í Þrótt. Búið um kl.17.15 – Gervigrasið í Laugardal.

Snæbjörn – Bjarki B – Tumi – Viktor - Ástvaldur – Ágúst Ben – Óskar - Davíð Hafþór – Gunnar Björn – Hreiðar Árni – Atli Freyr – Jónmundur – Kristófer – Bjarmi – Arnar Páll.

- - - -

Yngra ár v Breiðablik:

Sunnudagur – mæting Kl.11.00. Búið um kl12.30 – Gervigrasið í Laugardal.

Kristján Orri – Daníel – Þorleifur – Stefán Tómas – Kristján Einar – Kormákur – Anton Helgi – Davíð Þór – Sindri - Úlfar Þór – Hákon – Arianit – Ingvar – Dagur - Emil Sölvi – Arnþór.

Sunnudagur – mæting Kl.12.00. Búið um kl.13.30 – Gervigrasið í Laugardal.

Anton Sverrir – Kristófer – Arnar Kári – Árni Freyr – Jón Kristinn – Matthías – Guðmundur – Sigurður Jóel – Tryggvi – Daði – Mikael Páll – Elvar Aron - Ágúst Heiðar – Kevin Davíð – Gabríel – Sigurður Reynir.

Hafa lítið mætt:

Orri – Stefán.

- - - - -

Thursday, November 03, 2005

Föstudagurinn!

Sælir.

Menn mössuðu armbeygjurnar vel - Ævar tók flestar á
eldra ári og Nonni og Kormákur flestar á yngra ári. Þeir sem
ekki komu í gær - taka prófið bara á morgun.

Einnig skrifuðum við niður númerin ykkar og reynum að birta
listann með þeim í næstu viku.

Á morgun, föstudag, er planið þannig:

- Yngra árið æfir á sama tíma og vanalega - kl.14.30 á gervigrasinu

en

- Eldra árið mætir kl.16.10 inn í Langholtsskóla, klæðir sig, tekur
létt útihlaup og svo inn í smá "sprikl". Muna eftir öllu dóti (s.s.hlaupaskóm, inniskóm,
handklæði).

(þar sem það er vetrarfrí í flestum skólum þá ætla hugsanlega sumir út á
land - það er allt í góðu - ekki hafa áhyggjur af því - einnig í fínu lagi að mæta
með yngra árinu ef hin æfingn er of seint!)


Á laugardaginn keppir svo eldra árið við Val - og yngra árið við Breiðablik
á sunnudag. Allir fá miða um það á morgun.

Vona að allt sé skýrt.
Heyrumst,
ingvi og co.

Tuesday, November 01, 2005

Vikan!

Heyja.

Fínar æfingar í gær - náðum að troða okkur á gervigrasið með eldri.
og snjórinn nánast farinn!

Á miðvikudaginn kemur ætlið þið að láta okkur vita uppáhalds númerið ykkar! Þannig að hugsið ykkur um og við skrifum niður töluna á miðvikudaginn. Frá 1 og upp í 70!

Á miðvikudaginn ætlum við líka að taka smá “armbeygjucheck” – ekkert til að stressa sig yfir. En gott að vera búnir að taka nokkrar í dag og morgun, svo menn verða klárir á mið. Bara passa stílinn; gera armbeygjurnar réttar!

Á föstudaginn æfir yngra árið sér á gervigrasinu –kl.14.30 - en eldra árið mætir upp í Langholtsskóla kl.16.10 – fyrst er útihlaup og svo action inn í sal (mæta með innanhússkó).

Það verða svo leikir um helgina – eldra árið keppir örugglega á laug og yngra árið á sun.

Sjáumst á mið.
Ingvi - Egill - Egill og jafnvel Kiddi