Thursday, June 11, 2009

Helgin!

Sælir strákar.

Vorum flottir í dag - jafntefli (2-2) í báðum leikjum. Vinnslukarakter stig í hús í A liðum, en hefðum viljað fá öll stigin í B liðum. En taplausir í báðum liðum eftir þrjá leiki - ætlum okkur klárlega að halda áfram á sömu braut. Skýrslurnar koma (1 krosshlaup fyrir hvert leiðindacomment um það), bara þolinmóðir.

En það er einn leikur eftir við Stjörnuna, C liðið keppir á mánudaginn, þannig að við ætlum að vera með æfingu á sunnudaginn - hún verður einhvern tímann eftir hádegi (auglýsi það betur á morgun). Veit af einhverjum upp í bústað, annars klárir á mánudaginn.

Vona svo að menn hafi það massa gott um helgina. Munið líka Þróttur v ÍBV í Pepsí deildinni á sunnudagskvöld kl.20.00 (þurfum líka að græja boltasækjara á leikinn, spurning hvort að eldra árið taki þennan - höddi eldri fer í að finna 7 netta með sér).

Ó já,
Ingvi (eruði að grínast á dómgæslunni hjá kallinum í fyrri á a), Teddi og Sindri.

p.s. þökkum Elvari aftur fyrir powerade-ið og vonum að hann hafi haft það gott í dag á afmælisdaginn :-)
p.s.3 voru einhverjir með "cameruna" á leikjunum í dag!! Let me know. Set inn eina gamla af höddda jr. hér:



- - - - -

4 Comments:

At 1:15 AM, Anonymous Anonymous said...

Flott mynd af Hödda, hann er búinn að standa sig mjög vel með b liðinu.
En koma fleiri myndir?

 
At 9:39 AM, Anonymous Palli said...

hey er að fara uppí bústað og missi af æfingunni á sunnudag og kannski æfingunni á mánudag. en kem senni partinn á mánudaginn

 
At 6:13 PM, Anonymous Anonymous said...

kemst ekki á æfingu er á æfingu í handbolta



höddi

 
At 6:27 PM, Anonymous óli said...

kemst ekki à æfingu à sunudagin

 

Post a Comment

<< Home