Wednesday, June 24, 2009

Æfingaferðin - day 2!

Jó.

Dagur tvö að kveldi kominn - ansi vel heppnaður dagur þrátt fyrir tvö töp! Já, yngra árið spilaði fyrri leikinn í dag á móti sterku liði heimamanna. Hugsanlega einhver þreyta í mannskapnum, og jafnvel hið margfræga vanmat. Höfum oft séð strákana spila mun betur og niðurstaðan 5-0 tap.

Eldra árið átti aðeins betri leik að þessu sinni - þar var staðan samt 2-0 okkur í óhag í hálfleik þrátt fyrir fína takta. Nánast nýtt og ferskt lið kom svo inn á í hálfleik og náði að setja mark um miðjan hálfleikinn - og lág svo í sókn það sem eftir var. En allt kom fyrir ekki og niðurstaðan 2-1 tap (með marki frá Elvari Erni).

Dagurinn var annars góður, byrjuðum á hörku morgunæfingu þar sem Teddi missti sig í boot camp æfingum. Seinni æfingin var svo innahúsmót þar sem einnig var tekið vel á því. 8 liða mót þar sem allir úrslitin réðust í síðasta leik.

Duttum svo í sund, átum "eins og ljónið", horfðum á imbann, töluðum við heimasætur, fórum á Gallery Pizza og loks kláruðum við nammið í sjoppunni.

Strákarnir annars mjög hressir og skemmtilegir - umgengnin sleppur en það fer væntanlega einhver tími í tiltekt á morgun.

Klikka aftur á myndum - set sérstaka myndasíðu í vinnslu þegar við komum heim.
Heimkoma væntanlega um 3 á morgun, eftir skokk, morgunmat, æfingu, sund og hádegismat.

Sjáumst hress,
Hvolsvallarcrewið.

- - - - -

1 Comments:

At 4:18 PM, Anonymous Anonymous said...

hvenær er næsta æfingaferð?:)

 

Post a Comment

<< Home