Sunday, May 31, 2009

Knattspyrnuskóli KSÍ á Laugarvatni!

Jess.

Eins og við tilkynntum á æfingu fyrir helgi var Sveinn Andri fyrir valinu hjá okkur til þess að fara í Knattspyrnuskóla KSÍ á Laugarvatni þetta árið.

Ólafur Frímann fór í fyrra, held Arnþór Ari árið þar áður og Rabbi í "denn". Einn leikmaður úr hverju liði á landinu mætir á svæðið og tekur á því á æfingum í viku. Ýmsir þjálfarar koma að skólanum.

Í haust eru svo fleiri úrtaksæfingar á vegum KSÍ, þannig að það er bara um að gera að halda rétt á spilinum.

Svo bara að standa sig :-)
.is

- - - - -

Saturday, May 30, 2009

Mið!

Sælir meistarar.

Mikið búið að ganga á síðustu daga: unnum fyrstu þrjá leikina í Íslandsmótinu - Mfl enn í smá vandræðum, náði ekki að landa stigi á móti Val - Og svo var foreldrafundur niður í Þrótti í kvöld, kem með smá skýrslu úr honum á morgun.

En það eru tveir leikir eftir í vikunni, við KR á fimmtudaginn á útivelli (gervigrasinu þeirra). Þannig að það er æfing hjá öllum á morgun, miðvikudaginn, á gervigrasinu okkar (vonandi kveðjuæfingin á þessu grasi):

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.16.15 - 17.45.

Jamm, lifum það af. Aðeins fyrr en vanalega. Það var frí um helgina, frí hjá sumum í gær og sumum í dag, þannig að mætum allir vel gíraðir á æfingu á morgun "for sure" (borið fram "fó-shó").

Æfingaferðin: Strákar, setjið inn comment (eins og skot) um hvort þið komist eða ekki. Verð að fara að fá staðfesta tölu á hópnum. Læt Tedda búa til "skemmtilega" sprettæfingu á morgun fyrir þá sem eiga eftir að láta okkur vita.

Á föstudaginn verður svo (vonandi) síðasta myndatökuæfingin fyrir spilastokkinn. Þeir sem eiga eftir að draga spil og láta taka mynd af sér eru: Gunnar Reynir - Jón Konráð - Þorsteinn Eyfjörð - Benjamín - Bjarni Pétur - Kári - Marteinn Þór - Sigurjón. Ná vonandi að kíkja á föstudaginn (annars verð ég á tveimur myndum :-/

Fæ svo treyju-upplýsingar á morgun. Ok sör.
Sjáumst á morgun,
Ingvi - Teddi og Sindri.

- - - - -

Ísl mót v FH2 - þrið!

Jamm.

Seinasti leikurinn í þessari törn var áðan v FH2 á ansi loðnum TBR velli - áhorfendur sáu 12 mörk takk fyrir, niðurstaðan sigur - allt um hann hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: C lið v FH2 í Íslandsmótinu.

Dags: Þriðjudagurinn 2.júní 2009.
Tími: kl.16.00 - 17.20
Völlur: Þróttarvöllur (tbr völlur).

Dómarar: Oddur Björns og Bjarki Þór - afar svalir "á því".
Aðstæður: Veðrið sweet en völlurinn frekar spes, helmingur sleginn en hinn helmingurinn loðnari en ... (hugsið ykkur eitthvað loðið).

Staðan í hálfleik: 5 - 2.
Lokastaða: 8 - 4.

Mörk:Viktor Snær 2 - Sigurður Þór - Daníel Þór - Brynjar 2 - Pétur Jóhann - Ólafur Guðni.
Maður leiksins: Brynjar.

Liðið: Kári í markinu - Marteinn Þór og Logi bakverðir - Ýmir Hrafn og Andrés Uggi miðverðir - Ólafur Guðni fyrir framan vörnina - Daníel Þór og Viktor Snær á miðjunni - Nizzar og Sigurður Þór á köntunum - Brynjar einn frammi. Varamenn: Hallgrímur Snær, Pétur Jóhann, Birkir Örn, Kristjón Geir, Sölvi, Snorri og Pétur Jökull.

Frammistaða:

Kári: Fínn leikur - varði oft vel, gat lítið gert í mörkunum.
Marteinn: Mjög solid leikur í bakverðinum.
Ýmir: Nokkuð solid leikur - vantaði kannski aðeins upp á stutta spilið, en annars flottur.
Andrés: Vantaði aðeins upp á tal og stjórnun í miðverðinum, mun sprækari á miðjunni í seinni.
Logi: Virkilega góður leikur - las leikinn vel og kom boltanum vel frá sér.
Ólafur Guðni: Duglegur allann leikinn, sem skilaði sér líka í marki í lokin. Flottur.
Daníel: Átti miðjuna með brósa, halda áfram að taka langar sendingar inn fyrir.
Viktor: Mjög seigur - og flott tvenna.
Siggi: Vantaði að halda meiri breidd, vera út við línu og garga á boltann - en flott hreyfing og mikið í boltanum. Verður vonandi klár fljótlega í kálfanum.
Nizzar: Sama og hjá Sigga, en átti margar flottar fyrirgjafir í fyrri hálfleik, eitthvað sem vantar oft í okkar leik.
Brynjar: Mjög góður leikur - virkilega vel á tánum og mikið í boltanum.

Hallgrímur: Allt að koma - varði oft vel og útspörkin verulega góð.
Birkir Örn: Vantaði aðeins að stjórna vörninni betur, en það batnaði í lokin og hann át allt.
Sölvi: Fínn leikur - eitthvað "fjör" við einn fh-inginn, vonandi ekkert alvarlegt.
Snorri: Fínn leikur - halda áfram á þessari leið.
Kristjón: Flott barátta, vann vel að vanda í dag.
Pétur Jóhann: Flott að fá hann aftur í liðið - Flott innkoma, kraftur í honum. Mæta nú bara eins og ljónið og komast í perfect stand.
Pétur Jökull: Flottur í miðverðinum og á kantinum - óhræddur að vera með boltann, og kom honum vel frá sér.

Almennt um leikinn:

Við byrjuðum af krafti og vorum komnir í 2 - 0 eftir skamma stund. Virkuðum mun sterkari en létum boltann samt ekki ganga alveg nógu vel á milli mann. Þeir komust aftur inn í leikinn skömmu seinna með langskoti. Við bættum í og pressuðum þá stíft og þeir áttu í erfiðleikum að bera boltann upp - settum tvö flott mörk, en aftur sofnuðum við á verðinum og horfðum á þegar þeir fylgdu á eftir aukaspyrnu. 5-2 í hálfleik.

Það vantaði almennt upp á þéttleikann í vörninni - lítið tal og engin að stjórna. Þannig að þeir gengu á lagið og bættu við tveimur mörkum í seinni.

Hefðum mátt nýta völlinn betur - við erum of gjarnir að fara alltaf beint upp völlinn, kantar þurfa að vera út við línu og miðjumenn þurfa að vera duglegir að færa boltann út á kantana. En við fengum fullt af færum í seinni hálfleik - og náðum að klára þrjú þeirra. Þetta var náttúrulega fyrsti leikur okkar á grasi, ekki búnir að taka neina æfingu. En flott að klára fyrsta leikinn, en fjögur mörk á okkur var náttúrulega of mikið. Bætum úr því á mánudaginn, á móti KR, klárir í bátana þá.

Liðstjóri: Þórir (siggi).

- - - - -

Þrið - leikur v FH + foreldrafundur!

Yess.

Tvennt að gerast á morgun; C liðið keppir v FH2 í Íslandsmótinu (frí hjá öðrum), og svo um kvöldið er mjög mikilvægur foreldrafundur niður í Þrótti sem vonandi allir foreldrar komast á.

Leikurinn er snemma, þannig að það er bara mæting tilbúnir beint upp á völl (við komum með treyjur), en tilbúnir í hörkuleik. Planið er þá svona:

- C lið v FH2 - Mæting kl.15.30 - tilbúnir í gallanum upp á Suðurlandsbraut - keppt frá kl.16.00 - 17.15:

Kári - Hallgrímur Snær - Viktor Snær - Daníel Þór - Nizzar - Sigurður Þór - Andrés Uggi - Birkir Örn - Brynjar - Ólafur Guðni - Pétur Jóhann - Marteinn Þór - Kristjón Geir - Pétur Jökull - Snorri - Sölvi - Ýmir Hrafn - Logi.

- Foreldrafundur - Stóri salurinn niður í Þrótti - kl.20.00:

Þar sem annasamt fótboltasumar eru nú að hefjast langar okkur í foreldráði til að hitta ykkur foreldra ásamt þjálfurum og forsvarsmönnum ReyCup þriðjudaginn 2. júní kl 20:00 í stóra salnum í Þrótti. Mikilvægt er að allir forráðamenn sjái sér fært að mæta til að stilla saman strengi um hvernig við getum gert þetta sumar sem allra best og eftirminnilegast fyrir strákana okkar. Íslandsmótið er núna farið í gang og ætlum við að hafa einn forráðamann á hverjum leikdegi til að aðstoða þjálfarana við ýmislegt og koma strákunum upp í rétta grírinn fyrir leik.

Framundan er svo æfingaferð á Hvolsvöll seinnipartinn í Júní. Stærsti einstaki viðburður sumarsins er svo ReyCup og þar þurfa margar hendur að koma að málunum til að allt gangi upp hjá strákunum. Vonumst til að sjá ykkur öll á þriðjudaginn 2.júní kl 20:00.

Kveðja,Flokksráð & þjálfarar

Vonandi allt á tæru (svo æfing á miðvikudaginn hjá öllum).
Sjáumstum,
Ingvi - Teddi og Sindri.

- - - - -

Ísl.mót v Keflavík - mán!

Jamm.

Fyrstu tveir leikirnir okkar í Íslandsmótinu í ár fóru vel - tveir sigrar á móti Keflavík. Nú er bara að fylgja þessu eftir með góðum leik á móti FH á morgun og KR á fimmtudaginn. En allt um leikina hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: A lið v Keflavík í Íslandsmótinu.

Dags: Mánudagurinn 1.júní 2009.
Tími: kl.14.00 - 15.15.
Völlur: Þróttarvöllur (suðurlandsbraut).

Dómarar: Jónas rúllaði þessu upp, og Hreinn og Sindri voru flottir á línunni.
Aðstæður: Grasið bara nokkuð gott þrátt fyrir að vera aðeins of loðið, og veðrið snilld.

Staðan í hálfleik: 1 - 0.

Lokastaða: 2 - 0.

Mörk: Jökull - Anton Orri.
Maður leiksins: Birkir Már.

Liðið: Hörður Sævar í markinu - Árni Þór og Daníel L bakverðir - Birkir Már og Sveinn Andri miðverðir - Anton Orri fyrir framan vörnina - Jón Konráð og Breki á köntunum - Jökull og Jovan á miðjunni - Daði einn frammi. Varmenn: Jón Kaldal - Aron Brink - Jónas Bragi - Páll Ársæll.

Frammistaða:


Hörður Sævar: "Clean sheet" í dag - flottur leikur.
Árni Þór: Topp leikur - sterkur, og hornin virkilega flott.
Daníel L: Alltaf klár, mætti koma aðeins meira með í sóknina, en annars súper.
Birkir Már: Yfirburðar leikur varnarlega, vann fullt af boltum með því að lesa leikinn og fara framfyrir sóknarmennina - sem skapaði svo líka færi strax hjá okkur.
Sveinn Andri: Sama og hjá Birki, alltaf mættir og ég man ekki eftir mörgum færum hjá Keflavík í dag.
Anton Orri: Gerði nákvæmlega það sem á að gera í þesari stöðu: djöflast og djöflast.
Jón Konráð: Þvílík yfirferð í dag - óheppinn að fá ekki sjálfur mark (eða tvö) út á púlið, en átti fyrsta markið.
Breki: Mjög hreyfanlegur og mikið í boltanum, hefði mátt spila aðeins utar á vellinum, en við förum betur í það. Fínn leikur.
Jökull: Vantaði aðeins upp á miðjuspilið hjá okkur í dag - en baráttann var til staðar og ekki slæmt að setja fyrsta markið á Íslandsmótinu (er það ekki powerade)!
Jovan: Hugsanlega kominn í stöðuna sína, virkilega flottur fram á við, alltaf mættur til að fá boltann í lappir og dreifði honum vel, en það kom aðeins niður á varnarvinnunni.
Daði: Var mikið í baráttunni í dag, fékk örugglega mikið af höggum og spörkum - en það skilaði sér, topp leikur.
Jón Kaldal: Flottur á miðjunni - vantaði aðeins kraft í sumar sendingar (grasið tekur það á sig) og djöflaðist vel.
Aron Brink: Flott innkoma, mjög ógnandi og skilaði boltanum vel frá sér.
Jónas Bragi: Fór í bakvörðin og kláraði það verkefni súper vel.

Páll Ársæll: Flott innkoma, mætti beint inn í baráttuna á miðjunni og skilaði boltanum líka vel frá sér.


Almennt um leikinn:

Það sást aðeins að þetta var fyrsti leikur okkar á grasi í ár - það var mikið um miðjumoð og slakar sendingar. Við tókum samt stjórnina á leiknum alveg frá fyrstu mínútu - vorum duglegir að setja pressu á þá, vorum snöggir að sækja og virkuðum mjög hættulegir út allan leikinn.

Nokkrir punktar sem hefðu mátt vera betri: Fara betur upp í útspörkin þeirra og vinna seinni boltann betur, "droppa" aðeins betur þegar langir boltar komu innfyrir, þora að halda boltanum betur og spila niðri.

Áttum virkilega góðan leik í vörnina, átum alla bolta og settum hann frá ef það var einhver pressa. Menn virkilega á tánum og kláruðu sinn mann.

Sóknarlega vorum við mjög hættulegir en hefðum mátt gera betur á köflum. Héldum boltanum stundum aðeins of lengi. En við vorum óheppnir að klára ekki sum færin betur, Jovan fékk tvo deddara, Jón Konráð fór fram hjá bakverðinum eins og að drekka vatn og átti að klára tvisvar sinnum í fyrri hálfleik. Og Daði hefði mátt fá fleiri bolta innfyrir, en þeir voru reyndar með seigann miðvörð sem "buffaðist" allan leikinn á móti okkur.

En algjör snilld að fá 3 stig í fyrsta leik - gírum okkur svo algjörlega í næsta leik, sem er á móti KR á fimmtudaginn.

Liðstjóri: Þröstur (birkir már).

- - - - -
  • Hvaða leikur: B lið v Keflavík í Íslandsmótinu.

Dags: Mánudagurinn 1.júní 2009.
Tími: kl.15.20 - 16.35.
Völlur: Þróttarvöllur (suðurlandsbraut).

Dómarar: Teddi tók etta á sig, og var "audda" flottur. Kaldal eldri og Pétur Hjörvar tóku svo línuna og stóðu sig vel (nonni eldri reyndar stundum ekki í línu en nonni yngri ætlaði að fara yfir það með honum í kvöld).
Aðstæður: Grasið bara nokkuð gott þrátt fyrir að vera aðeins of loðið, og veðrið snilld.

Staðan í hálfleik: 2 - 1.
Lokastaða: 3 - 1.

Mörk: Bjarki L - Bjarni Pétur - Björn Sigþór.
Maður leiksins:
Andri Már.

Liðið: Andrés Uggi í markinu (ó já) - Hörður Gautur og Bjarni Pétur bakverðir - Þorkell og Páll Ársæll miðverðir - Jónas Bragi fyrir framan vörnina - Bjarki L og Jón Kaldal á miðjunni - Aron Brink og Arnar P á köntunum - Andri Már einn frammi. Varamenn: Nizzar, Björn Sigþór, Daníel Þór, Viktor Snær og Sigurður Þór.

Frammistaða:

Andrés Uggi: Flottur að redda okkur - var mjög "pro" í fyrri og fékk bara á sig eitt mark í leiknum, sem verður að teljast gott miðað við fyrsta leik í marki!
Hörður Gautur: Virkilega duglegur eins og vanalega, flottur leikur.
Þorkell: Alltaf á tánum og alltaf mættur - vann vel með Palla.
Páll Ársæll: Tók nánast einn og hálfan leik - stjórnaði vel og lét vel finna fyrir sér. Vantaði kannski að fá langa bolta frá vörnina og yfir þeirra varnarlínu!
Bjarni Pétur: Virkilega flottur í bakverðinum - getur tekið þá stöðu leikandi, sem og að vera á "fremri hlutanum". Settann líka :-)
Jónas Bragi: Gerði allt rétt í þann tíma sem hann var inn á - fín staða fyrir hann. Mætti alveg taka boltann nokkrum sinnum og "slengja" honum upp í hornin (fá ingimar til að mastera það með þér)!
Bjarki: Nagar sig væntanlega í handbökin í kvöld eftir "the færið" í dag - en átti samt góðan leik á miðjunni.
Jón Kaldal: Meiddist eftir stuttan leik :-(
Aron Brink: Mjög duglegur en hefði mátt fleiri bolta upp í hornin.
Arnar P: Sama hér - fínasti leikur - vantaði kannski nokkrar "pjúra" fyrirgjafir.
Andri Már: Topp leikur í alla staði.

Björn: Mjög flottur leikur eftir innkomuna, rólegur á boltann og óheppinn að setja ekki fleiri.
Nizzar: Kannski ekki í sinni stöðu en duglegur og gerði allt rétt.
Siggi: Teddi skuldar punkta hér!
Daníel: Teddi skuldar punkta hér!
Viktor:
Teddi skuldar punkta hér!

Almennt um leikinn:

Þrátt fyrir að byrja frekar brösulega (andrés píndur í markið) þá náðum við að setja tvö mörk á þá frekar snemma í leiknum, og í raun hefðum við átt að bæta við mörkum.

Við vörðumst nokkuð vel, þeir voru með sterkan mann frammi sem við náðum alveg að halda í skefjum og ég var virkilega ánægður með baráttuna í mönnum tilbaka.

Ég þurfti að breyta liðinu á blogginu alla veganna 5 sinnum því menn voru að forfallast hægri vinstri - og svo vantaði 3 leikmenn þegar liðið átti að mæta niður í Þrótt. Menn verða náttúrulega að vera duglegir að kíkja á bloggið og láta okkur vita ef menn komast ekki. En þetta reddaðist alveg í dag, pössum bara að þetta gerist ekki aftur.

Eins og ég sagði, nokkuð flottir tilbaka - en fram á við fannst mér vanta að vanda sendingar og samspil, fá fleiri skot á markið og betur útfærðar sóknir.

En ég þurfti að rúlla í hálfleik, Sindri tók við. Fæ betri skýrslu frá Tedda í kvöld, svo bara klára KR-inga á fimmtudaginn kemur.

Liðstjóri: Jón Kaldal (nonni)

- - - - -

Mán - leikir v Keflavík!

Jamm.

Íslandsmótið að skella á - fyrstu leikir á morgun, mánudag á heimavell. Vonum að allir séu klárir hér fyrir neðan, undirbúa sig vel og mæta tilbúnir með allt dót á réttum tíma.

Frí er hjá öðrum en endilega mæta og horfa á. C liðið keppir svo á þriðjudaginn v FH (líka á heimavelli), þannig að næsta æfing hjá öllum verður svo á miðvikudaginn. En hérna er planið:

- A lið v Keflavík - Mæting kl.13.00 niður í Þrótt - Keppt upp á Suðurlandsbraut frá 14.00 - 15.15:

Hörður Sævar - Árni Þór - Páll Ársæll - Daníel Levin - Birkir Már - Jökull Starri - Sveinn Andri - Jovan - Jón Konráð - Anton Orri - Daði - Jónas Bragi - Aron Brink - Breki - Jón Kaldal.

- B lið v Keflavík - Mæting kl.14.20 niður í Þrótt - Keppt upp á Suðurlandsbraut frá 15.20 - 16.35:

Varamenn úr A liðs leiknum + Skúli - Andri Már - Björn Sigþór - Þorsteinn Eyfjörð - Bjarki L - Arnar P - Bjarni Pétur - Hörður Gautur - Þorkell - Viktor Snær - Daníel Þór - Nizzar.

- C lið v FH2 á þriðjudaginn: Kári - Hallgrímur Snær - Birkir Örn - Brynjar - Ólafur Guðni - Þorsteinn Gauti - Pétur Jóhann - Logi - Andrés Uggi - Sölvi - Snorri - Pétur Jökull - Ýmir Hrafn - Kristjón Geir - Sigurður Þór - Marteinn Þór.

Meiddir - Komast ekki - Lítið mætt - Spila næsta leik: Njörður - Stefán Pétur - Elvar Örn - Vésteinn Þrymur - Aron Bjarna - Jakob Gabríel - Kristófer Karl - Sigurjón - Erlendur - Ómar Þór - Bjarni - Gunnar Reynir - Benjamín - Bjarni.

Mjög mikilvægt er að láta vita ef maður kemst ekki. Og athugið: þeir leikmenn sem spila lítið (eða ekkert) í fyrri leikjum, eru gjaldgengnir í þeim næsta (byrja þá). Nýju treyjurnar koma svo í vikunni þannig að við k0mum með búninga. Ath - það er þá frí í akademíunni á morgun.

Alles klar!
Mætum þvílíkt tilbúnir í átök og klárum dæmið.
Ingvi - Teddi - Sindri.

- - - - -

Rvk úrvalið!

Hey.

Reykjavíkurúrvalið sem keppa fyrir hönd Reykjavíkur á grunnskólamóti höfuðborga norðurlandanna, með Daða og Jón Konráð innanborðs, unnu til silfurverðlauna á mótinu. Þeir mættu í úrslitaleik liði Stokkhólms sem sigraði 5-1.

Fararstjórar hópsins sögðu að strákarnir hefðu verið þreyttir eftir leikinn við Kaupamannahöfn en Svíarnir höfðu átt frí fyrri part dags. Í Stokkhólmi var veðurblíða og þar fór mjög vel um hópinn. Reykvísku krakkarnir hafa allir verið til fyrirmyndar í ferðinni og verið sjálfum sér og Reykjavík til sóma.

Við óskum strákunum til hamingju með þennan árangur, og þeir mæta vonandi í feiknaformi eftir helgi. En hér fyrir neðan eru fleiri úrslit.

v Finna: 10 - 1.
v Norðmenn: 2 - 0.
v Dani: 7 - 0.

v Svía: 1 - 5.

Súper,
.is

- - - - -

Helgin!

Sælir strákar.

Eins og við sögðum í gær þá er helgarfrí, en svo strax tveir leikir á mánudaginn v Keflavík í Íslandsmótinu (og einn leikur v FH á þriðjudaginn) - vonandi kominn fiðringur í menn að spila leik.

Væri snilld að taka metnaðinn á etta og hreyfa sig eitthvað annan hvorn daginn og byrja að hugsa um leikina. Liðin koma inn í dag eða fyrri partinn á morgun.

Annars bara líf og fjör.
Sjáumst á mánudaginn.
Ingvi, Teddi og Sindri.

- - - - -

Friday, May 29, 2009

Fös + helgin!

Sælir meistarar!

Skylst að það sé ekki nógu spes veður í bænum (ég er sko á laugarvatni) - en við höldum okkar striki og tökum æfingu í dag, korteri seinna en vanalega:

- Fös - Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.15.45 - 17.15.

Bara klæða sig vel og áfram með smjörið :-) Reynum að klára spiladæmið og svo fá allir þróttaraskírteinið sitt!

Svo skellur á ein mestaferðahelgi ársins - við eigum samt tvo leiki í Íslandsmótinu á mánudaginn (1.júní - annar í hvítasunnu) á heimavelli (væntanlega suðurlandsbraut) kl.14.00 og 15.20 v Keflavík. Vona að þeir sem fara út úr bænum verði komnir heim. Svo er C lið v FH á þriðjudaginn.

Sem sé: sjáumst í dag, svo bara nett helgi (fara aðeins út með bolta og hreyfa sig smá), og loks byrjum við Íslandsmótið af krafti á mánudaginn.

kv,
Ingvi - Teddi - Sindri.

- - - - -

Tuesday, May 26, 2009

Myndir o.fl!

Sæl og bless.

Nokkuð góður leikur í gær - sýnist á öllu að Teddi hafi klárað giskið - leikurinn löngu byrjaður svk. tímanum sem Elvar setti inn, þarf að rannsaka etta!

Vona að einhverjir geri sér leið til Grindavíkur í kvöld:

- Pepsi deildin - Grindavík v Þróttur - Grindavíkurvöllur - kl.19.15.

Annars frí hjá öllum í dag.

Set svo hér fyrir neðan fjórar hrikalega nettar myndir sem Krissi tók síðasta föstudag. Þessi spilastokkur verður svaðalegur :-)









Svo æfing á venjulegum tíma á morgun, fös.
Síja,
Ingvi - Teddi og Sindri.

p.s. Í morgun sigraði rvk úrvalið lið Kaupmannahafnar 7-0. Daði með tvö og Jón Konráð eitt.

- - - - -

Mið!

Ble ble.

Yngar árið nokkuð sprækt í dag - náðum að fara í þó nokkuð marga hluti. Eldra árið er klárt á morgun, miðvikudag, hjá Teddanum:

- Mið - Æfing - Eldra ár - Gervigrasið - kl.16.45 - 18.15.

Og svo má ekki gleyma:

- Man.Utd v Barcelona - Úrslitaleikur meistaradeildarinnar - kl.18.30.

Algjört "möst see" takk fyrir. Og það er bíó-gisk upp á úrslit og markaskorara - setja það í commentakerfið.

Það er svo komið á hreint að B liðs leikurinn verður eftir helgi, þannig að þá er það mánudagurinn 1.júní: A og B lið v Keflavík. Og þriðjudagurinn 2.júní: C lið v FH2 (+ foreldrafundur um kvöldið). Sumarplanið fer að detta í hús. Byrjum svo Íslandsmótið af krafti.

Klára svo að skrá sig í æfingaferðina. Og tippa á leikinn.
Heyrumst,
Ingvi - Teddi - Sindri

p.s. rvk úrvalið tók finnana víst 10-1. Fékk ekki fréttir af markaskorurum en tippa á nokkur á okkar menn :-)

- - - - -

Þrið!

Jó.

Það var sparkvöllurinn hjá yngri í gær - en "good old" gervi hjá eldri. Það styttist nú í grasið strákar, verum bara þolinmóðir.

Yngri æfa á venjulegum tíma í dag, þriðjudag (geymum badmintonmótið aðeins):

- Æfing - Yngra árið - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.

Látið þetta endilega berast - og þokkalega til í 20 + í mætingu eins og í gær (sleppi þá hugsanlega nýju sprettunum mínum)!

Eldri eru svo á miðvikudag hjá Tedda - svo er fyrsti leikur svk. plani á föstudaginn í Íslandsmótinu - B lið v Keflavík á heimavelli (en verður væntanlega á Leiknisgervigrasi).

Minni áfram á að láta mig vita með æfingaferðina - þetta er ekki flókið strákar, bara muna eftir skráningarmiðanum eða láta mömmu eða pabba meila á kallinn (ingvisveins@langholtsskoli.is).

Sí - ja,
Ingvi - Teddi - Sindri.

- - - - -

Monday, May 25, 2009

Daði og Jón Konráð farnir út!

Jamm.

Daði og Jón Konráð héldu út til Stokkhólms í gær til að keppa á Grunnskólamóti höfuðborga Norðurlanda en það mót hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 (fyrir utan eitt ár). Í ár verður mótið sem sé haldið í Stokkhólmi og fór 29 manna hópur frá Reykjavík taka þátt í mótinu.

Hópurinn samanstendur af 15 knattspyrnudrengjum og svo 10 körfuknattleiksstúlkum auk þjálfara og farastjóra. Keppendur eru á aldrinum 12-14 ára og koma úr 14 skólum í Reykjavik. Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur umsjón með verkefninu fyrir hönd Reykjavíkurborgar.

Dvalið verður á eyju í Stokkhólmi sem heitir Lidingeyja. Þar er gist og keppt á svæði sem heitir Bosön sem er helsta aðsetur Svía fyrir æfingar og keppni þeirra íþróttafólks.

Við munum svo reyna að fylgjast með í vikunni hvernig liðinu gengur. Strákarnir koma svo heim í vikulok.

"Good stöff",
Ingvi

- - - - -

Saturday, May 23, 2009

Mán!

Yes sir!

Vikan að hefjast - æfum í tvennu lagi á morgun, mánudag (yngri aðeins fyrr en vanalega):

- Æfing - Yngra árið - Gervigrasið - kl.16.00 - 17.20.

- Æfing - Eldra árið - Gervigrasið - kl.17.00 - 18.20.

Ekkert slúður annars?
Lesið endilega færsluna sem var á undan þessari, aight!
Sjáumstum,
the coaching staff.

- - - - -

Jebba!

Sælir strákar.

Takk fyrir síðast. Sá slatta af ykkur niður í Þrótti í gær, en klára mætingarlistann á æfingu á morgun. 1 stig í mfl leiknum v Fjölni - verður bara að vera 3 stig v Grindavík næsta fimmtudag.

Nokkur atriði - í fyrsta lagi gott chill í dag, kíkja á síðustu umferðina í ensku deildinni, eða "droppa" niður í Laugalækjaskóla í vöfflu en þar er "laugarnes á ljúfu nótunum"! Annars sjáumst við sprækir á æfingu á morgun, mánudag.

= Spil + Mynd! Þurfum að klára að taka myndir af öllum leikmönnum í næstu viku sem og að draga spil. Eftirtaldir voru eftir (klárum þetta væntanlega á mandag): Birkir Örn - Gunnar Reynir - Jakob Gabríel - Jón Konráð - Þorsteinn Gauti - Þorsteinn Eyfjörð - Benjamín - Bjarni Pétur - Kári - Kristjón Geir - Marteinn Þór - Sigurjón - Snorri - Sölvi - Gabríel Ingi.

= Æfingaferðin! Láta mig vita sem allra allra fyrst hvort þið ætlið!

= Treyjurnar! Þær verða afhentar í næstu viku. Þyrfti að fá að vita hverjir eiga (enn) eftir að máta!

= Liðleiki + fleiri test! Reynum að finna tíma í næstu viku til að klára þetta.

= Úrslitaleikur meistaradeildarinnar! Er næsta miðvikudag!

= Næsti mfl leikur! Er næsta fimmtudag, v Grindavík away!

= Gras-bann! Það er alveg stranglega bannað að fara í fótbolta á grasvöllunum okkar. "Plís" verum skynsamir varðandi þetta. Kíkja frekar á skólavellina eða út á gervigras. Annars er "sjens" að við byrjum enn seinna á grasi!

= Sumarplan! Æfingatöflur, leikjaplan o.fl. kemur vonandi í lok vikunnar.

Sjáumst sprækir á morgun,
Ingvi - Teddi og Sindri.

- - - -

Friday, May 22, 2009

Laug - Þrótttaradagurinn!

Sælir meistarar.

Takk í dag - voruð flottir, soldið stirðir (nema sveinn andri, elvar örn, nizzar og hallgrímur), en mynduðust vel :-) Náðum að draga spil fyrir 40 manns + taka fullt af myndum. Klárum þetta svo í næstu viku fyrir þá sem ekki komust í dag. Menn vonandi sáttir með capri sun og prins áðan - við eigum svo inni smá hreinsun á tbr og suðurlandsbrautinni - þaggi!

Eins og allir eiga að vita þá er Þróttaradagurinn á morgun - Ég vona að allir komist eitthvað niður í Þrótt til að taka þátt í fjörinu milli kl.13.30 og ca. 17.45! Ég og Sindri verðum á "vappinu" fyrir leikinn og tökum niður mætingu - Sindri heldur svo áfram að "spotta" leikmenn á sjálfum vellinum. Allt planið er hér neðst. Ath - það vantar enn nokkra pabba til að spila í hverfismóti í fótbolta á gervigrasinu kl.13.20 á morgun - endilega spyrjið og látið mig vita ef einhver er klár.

Eins þurfum við ca.8 spræka leikmenn til að vera boltasækjarar á leiknum - best er að mæta kl.15.30 við skúrinn við Valbjarnarvöll og bóka sig í starfið :-)

Síðan er bara æfing á mánudaginn, þar sem við tökum stöðuna á málum; stutt í að Íslandsmótið byrji, skráningin klár í æfingaferðina, næsta félagslegi hittingu o.fl.

Sjáumst á morgun, og góða helgi.
Ingvi, Sindri og Teddi.

- - - - -

AFMÆLISHÁTÍÐ ÞRÓTTARFJÖLSKYLDUSKEMMTUN Í LAUGARDALNUM 23. MAÍ

Þróttur heldur upp á 60 ára afmælið á þessu ári og eru allir vinir Þróttar og íbúar í nágrenni Laugardalsins boðnir hjartanlega velkomnir á afmælishátíð félagsins laugardaginn 23. maí. Okkur þætti vænt um að sjá sem allra flestasaman-komna á gervigrasvelli félagsins og í félagshúsi Þróttar, - milli Laugardalshallar og Laugardalsvallar. Eigum skemmtilegan dag saman.

Dagskráin

Kl. 13:30 Ávarpi formann Þróttar, Jórunn Frímannsdóttir.
Frumflutningi á Þróttarlagisem Andri Björn Róbertsson flytur.
Felix Bergs mætir á staðinn, verðlaun veitt í mynda- og ljóðasamkeppninni.
Efnilegar skólahljómsveitirúr hverfinu spila.
Elísabet Ormslev syngur.
Ceres 4 frumflytur 2 lög af plötunni sinni.
Dóri Gylfa og Ottó Tynessyngja og leika.
Köttararnir koma síðan öllum í stuð og lýkur formlegri dagskrá um kl. 15:30 með því að köttarinn er sleginn úr tunn-unni.

Skrúðganga verður síðan yfir áValbjarnarvöll en þar fer fram stórleikur Þróttar og Fjölnis í Pepsí deild karla sem hefst kl. 16:00.Þróttarar sem mæta á hátíðina getanálgast boðsmiða á leikinn í félagshúsinu.

Meðal annarra viðburða á Þróttar-svæðinu:

VeitingarRisa afmælisterta, bragðgóð ognæringarrík, kaffi og gos. Ís fyrir börnin.
Andlitsmálun.
Hoppukastalar.
Myndirnar í myndasamkeppninni til sýnis í stóra salnum.
Bílaklúbburinn Krúser verður meðbílana sína til sýnis á bílaplaninu ef veður leyfir.
Skómarkaður unglingaráðs þar sem foreldrar geta komið með gömlu takkaskónna og fengið aðra í skiptum.
Keppni í knattspyrnu á gervigrasinu milli Voganna, Langholtsins og Laugarnessins.
Handboltaleikur á gervigrasinuPartillecupfarar Þróttar leika.
Íslands- deildar og bikar-meistaratitlarnir í blakiBikarar meistarflokks karla í blaki sýndir.
Kökubasar hjá 5.fl. kvk í knattspyrnu.
Áheitahlaup hjá 5.fl. kk í knattspyrnu, hvetjum alla til að heita á strákana.
Sumarstarfið í Þrótti kynnt.
Þróttarvarningur til sölu á svæðinu, m.a. gamlar Þróttartreyjur ofl. ofl.
Nánar um viðburðina má finna á heimasíðu félagsins trottur.is

NÚ MÆTA ALLIR OG EIGA LUKKULEGAN LAUGARDAG MEÐ ÞRÓTTURUM

Thursday, May 21, 2009

Fös!

Ble ble.

Tek á mig skrópið í dag - Eða hællinn á Oddi tekur það réttara sagt á sig! Var óvenju snöggur upp á slysó, reyndar bara 4 spor á kallinn og aftur kominn með "mean look"! Gamli er farinn austur með mfl kvk - fylgjumst með á morgun og sunnudag hvernig þeim gengur.

Æfing á vanalegum tíma hjá öllum á morgun, föstudag:

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.

Vona að allir mæti því við ætlum að:

1.Draga spil og taka myndir fyrir spilastokkafjáröflunina okkar!
2.Mæla liðleika og hugsanlega innanfótarspyrnur!
3.Enda á ferskum drykk (megið giska)!
4. Taka smá hreingerningu á svæðinu (fyrir eða eftir æfingu)!

Á laugardaginn er svo Þróttaradagurinn, fullt að gerast þannig að takið hann frá. Set massa auglýsingu um hann á morgun.

Sé ykkur,
Ingvi, Teddi og Sindri (punktur í kladdann í dag).

- - - - - -

Fim!

Sælir strákar.

Þakka Eyma fyrir reddinguna áðan - en verð að fara að kenna Tedda eða Sindra á bloggið! Og bara til að orða "etta" aðeins öðruvísi:

- Fim - Æfing - Yngra árið - Gervigrasið - kl.12.00 - 13.30:

Jamm, eldra árið var hjá gamla í dag. Látum okkur gervigrasið nægja að sinni - og tökum fáránlega spræka æfingu. Sindri byrjar hana og svo kemur kallinn á "rönninu".

Sé ykkur,
Ingvi og co.

- - - - -

Wednesday, May 20, 2009

Auka frétt!

Jæja jæja. Hver er kominn fyrir framan tölvuskjáinn, jú, goðsögnin sjálf, Eymundur Sveinn Leifsson einnig þekktur sem Eymi, Eymhúnd, Eymaldinho og Plútó.

Fékk smáskilaboð frá hæstvirtum Ingva Sveins, hann er semsagt í starfsmannaferð og gat ekki bloggað. Jebb, þið heyrðuð rétt, hann er í starfsmannaferð, semsagt kennaraferð hversu leiðinlegt er það? Hlutir sem ég væri frekar til í að gera en að fara í kennaraferð;

1. Fara aftur á Þróttur-Stjarnan.
2. Taka Guiding Light maraþon.
3. Hefta eyrun mín við ótemju.
4. Mæta í sund á hverjum einasta degi í mánuð í borat-skýlu.
5. Mæta í gangavarðaferð.

En já, hann vildi semsagt koma því á framfæri að á morgun er æfing hjá yngra árinu á plastinu (gervigrasi (bíddu, er ekki komið sumar? hvet alla til að mótmæla gervigrasæfingum á morgun)) frá 12:00 til 13:30. Látið orðið ganga, því sá sem kemur í skrautlegasta bolnum á æfingu fær að launum fyndnasta og fáránlegasta drasl sem ég hef séð.

Leifsson út.

Tuesday, May 19, 2009

Mið!

Sælir kappar.

Slapp í dag, þrátt fyrir grasið sjálft, hitann og svo bolta- og Tedda leysi í byrjun! Ég dreifði "böns" af miðum. Reyni að koma með þá aftur á næstu æfingar.

Miðvikudagur á morgun, eldra árið tekur snarpa æfingu að vanda:

- Æfing - Eldra árið - Gervigrasið - kl.16.45 - 18.15.

Á morgun er líka allra síðasti sjens að máta treyju: niður í Þrótti milli kl.16.00 - 17.00 (tala við eddu). Það er svo æfing hjá yngra árinu í fyrra fallinum á fimmtudaginn (set um hana um miðjan daginn á morgun).

Annars bara bullandi stemmning.
Ingvi, Teddi og Sindri (sem hlýtur að fara detta inn á milljón).

p.s. fara að huga að æfingaferðinni okkar - skila skráningarmiðanum sem fyrst!!

- - - - -

Myndir!

Jó.

Eigum við að ræða hvað þetta eru flottar myndir! Hérna eru nokkrar góðar úr A liðs leiknum v ÍR á sunnudaginn. Mun klárlega dobbla Kristján (pabba antons) að koma á fleiri leiki í framtíðinni :-)









Þrið!

Sælir félagar.

Náðum ekki að klára síðasta leikinn í Rvk mótinu, sem var í dag. Sóttum og sóttum en inn vildi boltinn ekki, og niðurstaðan 2-1 sigur ÍR-inga. Við förum betur í lokastöðurnar í Rvk mótinu fljótlega, og "postum" því á blogginum, vonandi á morgun.

En við ætlum að æfa allir saman á morgun (fyrir utan nokkra sem fara á 3.fl æfingu):

- Þrið - Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.

Vona að allir á eldra ári séu klárir, enda ekki vanalegur æfingatími hjá þeim. Eigum allan völlinn, tökum nokkrar stöðvar og endum á spili. Mæti loksins með mætingarnar og væntanlega skráningarblað fyrir æfingaferðina.

Sjáumst þá,
Ingvi, Teddi og Sindri.

- - - - -

Monday, May 18, 2009

Innheimta!

Kæru foreldrar!

Senn líður að nýju æfingagjaldatímabili knattspyrnudeildar og viljum við biðja alla þá sem hafa hug á því að nota hluta eða allan frístundastyrkinn sinn að ráðstafa honum fyrir 20. maí.(Búið er að opna fyrir ráðstöfun á sumarönn).

Eins er hægt að millifæra æfingagjald sumarannarinnar inná reikning 0336-13-202717 kt. 520109-0210 (Muna að setja nafn barns og flokk í skýringu og senda kvittun á innheimta[at]trottur.is).

Þá má einnig mæta milli kl. 13:00-14:30 virka daga í Þrótt og greiða með kreditkorti hjá íþróttafulltrúa eða framkvæmdastjóra. Eftir 20. maí verða síðan sendir út greiðsluseðlar fyrir sumargjaldinu.

Æfingagjald knattspyrnudeildar í sumar er eftirfarandi og viljum við minna á að ný keppnistreyja er innifalinn í sumargjaldinu og afhendist eftir greiðslu á því. Keppnistreyjurnar eru væntanlegar innan fárra daga.

Æfingagjöld knattspyrnudeildar:
Tímabil: 1. júní - 15. september
3. fl. kk og kvk = 22.490 kr*
4. fl. kk og kvk = 22.490 kr*
5. fl. kk og kvk = 20.540 kr*
6. fl. kk og kvk = 18.790 kr*
7. fl. kk og kvk = 18.790 kr*
8. fl. kk og kvk = 13.640 kr*
*Athugið - Ný keppnistreyja Þróttar innifalin í æfingagjaldinu.


kv.
Innheimta knattspyrnudeildar
innheimta[at]trottur.is

Sunday, May 17, 2009

Rvk mót v ÍR - sun og mán!

Jamm.

Síðastu leikirnir í Reykjavíkurmótinu staðreynd - endaði nokkuð vel, hefðum átt að klára alla þrjá en allt kom fyrir ekki fyrir framan markið í C liðs leiknum - allt um leikina hér:

- - - - -

  • Hvaða leikur: A lið v ÍR í Reykjavíkurmótinu.

Dags: Sunnudagurinn 17.maí 2009.
Tími: kl.13.00 - 14.15.
Völlur: ÍR gervigras.


Dómarar: ?
Aðstæður: Gervigrasið nett og veðrið bara prýðilegt.

Staðan í hálfleik:
?
Lokastaða: 5 - 4.

Mörk: Daði (5).
Maður leiksins:
Daði.

Liðið: Vésteinn Þrymur í markinu - Sveinn Andri og Birkir Már miðverðir - Daníel L og Breki bakverðir - Jökull Starri og Anton Orri aftari miðja - Jovan fremri miðja - Jón Konráð og Aron Bjarna á köntunum - Daði einn frammi. Varamenn: Árni Þór, Stefán Pétur, Páll Ársæll, Elvar Örn og Njörður.

Frammistaða: - Slugs - tökum etta á okkur!

Almennt um leikinn:
- Slugs - tökum etta á okkur!

- - - - -

  • Hvaða leikur: B lið v ÍR í Reykjavíkurmótinu.

Dags: Sunnudagurinn 17.maí 2009.
Tími: kl.14.20 - 15.35.
Völlur: ÍR gervigras.

Dómarar:
?
Aðstæður:
Gervigrasið nett og veðrið bara prýðilegt.

Staðan í hálfleik:
?
Lokastaða: 9 - 1.

Mörk: Stefán Pétur (3) - Þorsteinn Eyfjörð (2) - Björn Sigþór (2) - Aron Brink - Bjarni Pétur.
Maður leiksins:
?

Liðið: Hörður Sævar í markinu - Viktor Snær og Þorkell bakverðir - Árni Þór og Þorsteinn Eyfjörð miðverðir - Jón Kaldal aftari miðja - Bjarki L og Aron Brink á miðjunni - Andri Már og Arnar P á köntunum - Stefán Pétur einn frammi. Varamenn: Hörður Gautur, Daníel Þór, Þorsteinn Gauti, Skúli, Björn Sigþór og Bjarni Pétur.


Frammistaða: - Slugs, tökum etta á okkur!

Almennt um leikinn:
- Slugs, tökum etta á okkur!

- - - - -
  • Hvaða leikur: C lið v ÍR í Reykjavíkurmótinu.

Dags: Mánudagurinn 18.maí 2009.
Tími: kl.16.00 - 17.15
Völlur: ÍR gervigras.


Dómarar:
?
Aðstæður:
Gervigrasið nett og veðrið bara prýðilegt.

Staðan í hálfleik:
?
Lokastaða: 1 - 2.

Mörk: Hörður Gautur.
Maður leiksins:
?

Liðið: Kristófer Karl í markinu - Birkir Örn og Andrés Uggi miðverðir - Marteinn og Ýmir Hrafn bakverðir - Ólafur Guðni fyrir framan vörnina - Sigurður Þór og á köntunum - Logi og Jónas Bragi á miðjunni - Brynjar einn frammi. Varamenn: Kári - Hallgrímur Snær - Kristjón Geir - Gabríel Ingi - Sigurjón - Pétur Jökull.

Frammistaða: - Slugs, tökum etta á okkur :-(


Almennt um leikinn:
- Slugs, tökum etta á okkur :-(

- - - - -

Saturday, May 16, 2009

Mán - leikur v ÍR!

Yess.

Fullt að gerast í dag; unnum báða leikina við ÍR. A liðs leikurinn endaði 5 - 4, níu mörk (fimm frá daða) og tvö rauð spjöld í hörku leik. B liðs leikurinn vannst svo örugglega 10-1. Mfl náði loks stigi á KR velli, frekar sterkt - veit að mjög margir bjuggust ekki við því!

En síðasti leikurinn í rimmunni við ÍR er á morgun, mánudag, upp á ÍR-velli. Hann er mjög snemma, vona samt að allir komist. Látið mig bara vita ef þið verðið í seinna fallinu (eða komist ekki).

Annars frí hjá öllum öðrum, gott að taka skokk eða pott (menn fá bónus í kladdann ef við heyrum um eitthvað svoleiðis). Svo æfingar á þriðjudag.

En planið fyrir leikinn er svona:

- C lið v ÍR - Mæting kl.14.30 upp á ÍR-völl - spilað frá kl.15.00 - 16.15:

Kristófer Karl - Kári - Jónas Bragi - Birkir Örn - Brynjar - Ólafur Guðni - Ýmir Hrafn - Logi - Nizzar - Sigurður Þór - Sigurjón – Andrés Uggi – Marteinn Þór - Pétur Jökull - Kristjón Geir - Hallgrímur Snær - Gabríel Ingi.


Mæta undirbúnir með allt dót, tilbúnir að sýna sig og sanna.
Sjáumst hressir,
Ingvi og Teddi og Sindri.

- - - - - -

Friday, May 15, 2009

Sun - leikir v ÍR!

Heyp.

Liðin klár á morgun, undirbúum okkur massa vel strákar. Byrjum strax að hugsa um leikinn og mætum svo klárir til leiks á réttum tíma. Með góðum úrslitum á morgun getum við endað í 2.sæti í A liðs keppninni og 3.sæti í B liðs keppninni - spáum aðeins í það:

- A lið v ÍR - Mæting kl.12.15 upp í ÍR heimili - keppt frá kl.13.00 - 14.15:

Vésteinn Þrymur - Sveinn Andri - Birkir Már - Jovan - Daníel Levin - Stefán Pétur - Breki - Jón Konráð - Árni Þór - Aron Bjarna - Jökull - Njörður - Páll Ársæll - Daði - Anton Orri - Elvar Örn.

- B lið v ÍR - Mæting kl.13.30 upp í ÍR heimili - keppt frá kl.14.20 - 15.35:

2-3 leikmenn úr A liðs leiknum + Hörður Sævar - Skúli - Þorsteinn Eyfjörð - Arnar P - Björn Sigþór - Andri Már - Bjarni Pétur - Þorkell - Aron Brink - Jón Kaldal - Þorsteinn Gauti - Hörður Gautur - Bjarki L - Daníel Þór - Viktor Snær.

Aðrir keppa svo á mánudaginn, einnig á ÍR-velli.
Minni líka aftur á KR v Þróttur í mfl á KR- velli annað kvöld kl.19.15 í Pepsi-deildinni!

Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
Ingvi - Teddi - Sindri.

p.s. Það eru alltaf einhverjir sem eru ekki sammála okkur í valinu á liðunum, það er bara eðlilegt. Við erum með okkar ástæður og setjum þær kannski ekki á bloggið. Þótt það sé erfitt, þá er langbest að tala bara beint við okkur og fá skýringar, ekki hika við það.

p.s. Kristjón Geir - 1.sæti. Marteinn Þór - 2.sæti. Hörður Gautur, Birkir Örn, Andrés Uggi og Kallinn - 3.sæti. Bjarni Pétur og Arnar P - 4.sæti. Björn Sigþór, Ólafur Guðni og Jovan - 5.sæti. Aron Bjarna - 6.sæti. Gauti, Daníel Þór og Kristófer Karl - 7.sæti. Anton Orri, Njörður, Páll Ársæll og Breki - 8.sæti. Sigurjón - 9.sæti. Birkir Már og Pétur Jökull - 10.sæti. Jónas og Sigurður Þór - 11.sæti. Þorsteinn Eyfjörð - 12.sæti. Elvar Örn, Viktor Snær og Jón Kaldal - 13.sæti. Þorkell - 15.sæti. Sveinn Andri - 16.sæti. Jökull - 17.sæti. Aron Brink - 19.sæti. Daði og Hörður Sævar - 20.sæti. Vinnum bara alls ekki: Teddi!
- - - - -

Helgin - leikir v ÍR!

Sælir meistarar.

Helgin nánast klár - smá breyting á planinu. A og B lið keppa v ÍR á sunnudaginn á þeirra heimavelli kl.13.00 og 14.20, en C liðs leikurinn verður mánudag/þriðjudag. Vona að það komi ekki neinum illa. Set liðin inn á morgun (laug).

Á sunnudaginn um kveldið er líka mfl v KR, kl.19.15 í Frostaskjólinu, annars sjens að standa sig þar.

Setjum smá gisk leik í gang, bara undir þessari færslu: Tippa á í hvaða sæti Ísland lendi í Eurovision annað kvöld. Skellið "giski" í commentakerfið (og í góðu lagi ef fleiri en einn er með einhverja tölu).

Góða helgi, heyrumst á morgun og sjáumst á sunnudaginn.
Ísland : 12 stig!
ingvi - teddi og sindri.

p.s. djöfull eruði myndarlegir!

Thursday, May 14, 2009

Fös!

Jó.

Held að það sé best að minnast sem minnst á leikinn áðan! Rosalega slæm úrslit fyrir okkur. Gerum okkur bara klára í leikina okkar um helgina, æfing á morgun, fös, á vanalegum tíma:

- Fös - Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.

Spjöllum þá,
Ingvi, Teddi og Sindri.

- - - - -

Wednesday, May 13, 2009

Fim!

Sælir meistarar.

Aftur rok áðan, held samt að menn hafi gert góða hluti á æfingunni. Vona líka að sem flestir hafi klárað fatamál - mátað og sótt! Seinni sjens er í dag niður í Þrótti milli 16.00-17.00. Ef það klikkar, held ég að héðan í frá sé hægt að fara upp í Jóa Útherja, og verslað allt þar :-)

Fimmtudagur á morgun, frí á æfingu - en tvennt sem við þurfum að gera varðandi fyrsta mfl leik sumarsins:

- Fim - Pepsi deildin - Þróttur v Stjarnan - Valbjarnavöllur - kl.19.15 - 21.00.

1. Nánast skyldumæting að koma og horfa á leikinn og hvetja eins og ljónið, og draga gamla settið með :-)

2. Við þurfum að græja að sækja boltana á leiknum, þannig að fyrstu 10 á yngra ári sem commenta í þessari færslu, verða bókaðir í það verkefni, og mæting hálftíma fyrir leik við vallarhúsið (og hitta Óskar, pabba hödda markmanns): Andrés - Bjarni - Þorkell - Breki - Kristófer - Daníel - Viktor - Marteinn - Pétur Jökull - Kristjón. Sigurjón, Kári og aðrir verða svo bara á næsta leik :-)

Svo æfing á vanalegum tíma á föstudaginn.
Koma sooooo,
Ingvi, Teddi og Sindri.

- - - - -

Tuesday, May 12, 2009

Mið!

Ble.

Nett í dag hjá yngra árinu, þrátt fyrir ca.30 vindstig á vellinum! Líka flottir í hafmeyjunni í pottinum! Setti mætingarnar og fimleikaröfl inn áðan, kíkið á það hér fyrir neðan.

Ánægður með Jóhönnu Guðrúnu áðan - aldrei hætta! Klárum etta "foshow" á laugardaginn :-)

En miðvikudagur á morgun, eldri æfa nánast eins og vanalega:

- Æfing - Eldra ár - Gervigrasið - kl.16.45 - 18.15.


Fatamál:

- Á morgun, miðvikudag, milli kl. 16:30-18:00 fer fram afhending á Þróttarfatnaði til þeirra sem það pöntuðu í Þróttarheimilinu fyrir ca. mánuði. Allur fatnaður er nú klár nema keppnistreyjurnar sjálfar en þær eru væntanlegar fljótlega. Mikilvægt að allir mæti og nái í sínar pantanir.

- Nokkrir eiga enn eftir að máta treyjur (og væntanlega annan fatnað, s.s.galla). Á morgun, miðvikudag, er hægt að máta niður í Þrótti - gott að koma milli 17.00-18.00 í stóra salinn og græja þetta. Samkvæmt mínum blöðum (get verið ekvað klikk) eiga eftirtaldir eftir að máta: Jovan - Jakob Gabríel - Hörður Sævar - Þorsteinn Gauti - Kári - Kristjón Geir- Kári - Logi - Pétur Jökull - Snorri - Ýmir Hrafn - Erlendur - Gunnar Valur!

Alles klar,
Ingvi, Teddi og Sindri.

p.s. til foreldra: Knattspyrnudeildin vill líka minna á hreinsunar- og vinnukvöldið á morgun (mið) frá kl. 18:00-21:00 á Valbjarnarvelli. Væri frábært ef sem flestir gætu komið og létt undir með okkur og koma vallarsvæðinu í sem best lag fyrir fyrsta heimaleikinn hjá strákunum á fimmtudagskvöldið. Þeir sem eiga hleðsluborvélar endilega takið þær með ykkur.

p.s. þeir sem vilja vera boltasækjarar á morgun, muna að commenta í kvöld!

- - - - -

Mætingar í mars og apríl!

Já já.

Kallinn loksins búinn að telja mars og apríl mánuð. Ekki nógu skemmtilegt, verð að fara að læra betur á excel! Lofa að maí tölurnar koma 1.júní!

Alla veganna, ég dreifi þessu á menn í dag og á morgun. Hérna eru alla veganna topparnir á hvoru ári:

Yngra ár:

Mars - 100%: Breki - Þorkell.
Mars - 89%: Andrés Uggi - Hörður Gautur - Sigurður Þór - Viktor Snær.


Apríl - 100%: Breki - Þorkell.
Apríl - 94%: Hörður Gautur - Jón Kaldal.

Eldra ár:

Mars - 100%: Anton Orri - Árni Þór - Daníel L - Sveinn Andri.
Mars - 94%: Jón Konráð - Njörður - Stefán Pétur.

Apríl - 100%: Andri Már - Arnar P - Aron Brink - Birkir Már - Elvar Örn - Stefán Pétur.
Apríl - 94%: Árni Þór.

- - - - -

Strákar, ef maður er með topp mætingu og leggur sig allann fram á æfingunum, þá er klárt að maður nær árangri, svo einfalt er það. Minni líka á að það er alltaf hægt að meila á mig og biðja um heildarmætinguna sína (ingvisveins@langholtsskoli.is) - afar fáir sem nýta sér það :-/

Heyrumst,
ingvi

Fimleikar - taka 3!

Sælir strákar.

Eruði til í að klára að leggja inn á kallinn fyrir fimleikunum, þeir sem eiga eftir. Þeir sem eru búnir "ignora" "audda" þennan póst. Ég reyni að kíkja alltaf á reikningin upp á hverjir eru búnir að borga, en get líka hafa klikkað á 1-2 nöfnum!

Danke,
Ingvi


- Reikningsnúmer: 549 - 26 - 008228.
- Kennitala: 190279-4219.
- Setja svo nafn leikmanns sem skýringu!


- Yngra ár: Kári - 1000kr. Logi - 500kr. Nizzar - 1000kr. Pétur Jökull - 500kr. Sigurjón - 500kr. Sölvi - 1000kr.

- Eldra ár: Aron Brink - 1500kr. Arnar P - 1000kr. Birkir Örn - 1000kr. Birkir Már - 500kr¨! Brynjar - 1500kr. Björn Sigþór - 1000kr. Elvar Örn - 1000kr. Jakob - 500kr. Jónas - 1000kr. Pétur Jóhann - 500kr. Stefán Pétur - 1000kr.

- - - - - -

Monday, May 11, 2009

Þrið!

Sælir tappar.

Blautt í gær - vona að menn hafi samt mætt vel og tekið á því hjá gamla. Ég tók "semi" skróp, var á Valbirni með mfl (fáránlega góður í dag) á sama tíma.

Við erum að tala um ... Eurovision í dag. Já, veit samt að menn eru misspenntir fyrir þessu kaffi. En vonum samt að við förum áfram. Melti hvort við tökum gisk-dæmi á etta!

En yngra árið er með hitting í dag, þriðjudag, og það er feitur pottur eftir æfingu:

- Æfing + Sund - Yngra ár - Gervigrasið - kl.15.30 - ca.17.45.

Muna eftir speedo skýlu og 100 kalli. Kallinn er svo með á æfingu, þannig að það er alvöru!

Eftirtaldir leikmenn eru svo boðaðir á 3.fl æfingu í kvöld, kl.18.30 á gervigrasinu: Páll Á - Andri M - Anton O - Árni Þ - Daníel L - Elvar Ö - Jökull S - Stefán P.

Eldri æfa svo á morgun, miðvikudag hjá gamla (best að hann sé ekki með)! Svo fyrsti heimaleikur mfl á fimmtudaginn v Stjörnuna í Pepsideildinni. Og loks leikir hjá okkur v ÍR um helgina.

Held það nú,
Ingvi - Teddi og Sindri (sem fer að mæta eins og ljónið).

- - - - -

Sunday, May 10, 2009

Mán!

Sælir félagar.

Ekki alveg nógu gott áðan í mfl - hefði fyrri hálfleikurinn verið eins og seinni hefðum við getað farið heim með alla veganna 1 stig. Sendingarnar ekki alveg að gera sig hjá kallinum, en vonandi flair!

Mánudagur á morgun - æfum í tvennu lagi:

- Æfing - Yngra ár - Gervigrasið - kl.16.45 - 18.00.

- Æfing - Eldra ár - Gervigrasið - kl.17.45 - 19.00.

Sjáumst bullandi sprækir,
Ingvi - Teddi og Sindri.

- - - - -

Friday, May 08, 2009

Helgin!

Sælir spaðar.

Nokkuð flottir í dag, fyrir utan smá "rögl" í lokin þegar við vorum að færa mörkin. Flott mæting - Þorsteinn E og Þorsteinn G dottnir inn, sem er snilld. Hópurinn fer að telja 50 leikmenn, sem er svaðalega nett tala.

Við verðum sem sé í A riðli í sumar í Íslandsmótinu - það er klárt. Við tókum þeirri áskorun og ætlum klárlega að standa okkur. Við verðum með A, B og C lið þar. Leikjaplanið verður klárt á næstu dögum. Einn leikur eftir í Rvk mótinu; á móti ÍR eftir viku. Svo fer nú að styttast í grasið og skólalok!

Nokkrir strákar (daði-hörður s-kristjón g-ýmir h) fengu prik í kladdann áðan þar sem að þeir áttu fulltrúa á leikmannakynningu meistaraflokks :-) tókst bara nokkuð vel, þeir foreldrar sem ekki komust, mæta bara í staðinn á leikinn á sunnudaginn:

- Sun - Pepsideildin - Breiðablik v Þróttur - Kópavogsvöllur - kl.19.15.

Já, sem sé helgarfrí hjá okkur um helgina (tókum fjóra hittinga í vikunni), nema hvað það væri gaman að sjá sem flesta á leiknum á sunnudaginn. Hafið það annars gott, farið vel með ykkur. Sumir í lærdóm og aðrir taka jafnvel auka á því um helgina!

Setjum svo undirbúning fyrir ír-leikina í gang á mánudaginn.
Flair,
Ingvi - Teddi og Sindri.

p.s. fötin eiga að koma um miðjan mánuðinn. Þeir sem eiga eftir að máta, gera það á æfingunni á mánudaginn!

- - - - -

Thursday, May 07, 2009

Fös!

Jebba.

Fáránlega góð mætingin í bíó-ið áðan - menn fóru líka rólega í nammið sýndist mér (nema þeir sem tóku nachos á etta: það er sekt). Myndin nokkuð góð, tvær og hálf stjarna hjá mér - en eiginlega engin tók eftir skegginu mínu :-(

Föstudagur á morgun, það er sweeeeeeet. Æfing á vanalegum tíma:

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.

Allir mættir á réttum tíma, skiptum hugsanlega eftir aldri - og förum í nokkra hluti.

Sjáumst dúndurhressir á morgun,
Þjálfaracrewið.

Wednesday, May 06, 2009

Fim - bíó!

>Helló.

Alles klar í dag, fimmtudag. Tökum kæruleysið á etta og skellum okkur í bíó. Myndin ku vera afar nett, en fyrir valinu varð
X-men orgins: Wolverine




Vona að menn séu ekki allir búnir að sjá hana. Náði að tækla verðinu niður í 700kr, svo fá menn sér kannski litla popp og kók (ég verð samt í litlum gulrótarbitum að vanda).

- Bíóferð - Allir - Laugarásbíó - kl.17.50 - ca.20.00.

Mæli "audda" með að mæta 10 mín fyrr! Æfum svo á venjulegum tíma á morgun, föstudag - og laugardagurinn er í meldingu!

Sé ykkur hressa, semi fína (gallabuxur í kvöld :-)
Ingvi, Teddi og Sindri.

- - - - -

Jebba!

Sælir piltar.

Fernt í essu:

1. B liðið átti virkilega góðan leik áðan og kláraði Víkingana 8-0 (stebbi í ham og setti fernu (það hlýtur að þýða powerade á næstu æfingu) - svo var björn með tvö, arnar með eitt og eitt sjálfsmark).

2. Ánægður með aðra að mæta á hlaupaæfinguna. Veit að þetta var ekki hressasta æfingin á þessu tímabili en við verðum líka að klára svona verkefni. Lítið mál ef menn komust ekki - bara láta okkur vita.

3. Svaðaleg dramatík í undanúrslitaleiknum í meistaradeildinni - svona getur boltinn verið. Chelsea 1 mínútu frá því að komast í úrslitaleikinn (vorkenni antoni soldið). En Man.Utd v Barcelona er samt ansi magnaður úrslitaleikur.

4. Það er bíóferð á morgun, fimmtudag. Kl.17.50 í Laugarásbíó. Set betri auglýsingu um það í fyrramálið (á eftir að fá loka"prís").

5. Svo æfing fös + laug.

Jess sir.
Ingvi, Teddi og Sindri.

- - - - -

Rvk mót v Víking - mán og mið!

Jamm.

Áttum leiki v Víking mánudag og föstudag á okkar snilldar grasi - leikir fóru vel, eins og sést hér fyrir neðan:

- - - - -

  • Hvaða leikur: A lið v Víking í Reykjavíkurmótinu.

Dags: Mánudagurinn 4.maí 2009.
Tími:
kl.20.00 - 21.15
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómarar: Bjarmi og Aron Ellert - voru virkilega nettir.
Aðstæður: Pínku kalt, en slapp alveg. Völlurinn the same!

Staðan í hálfleik: ?
Lokastaða: 8 - 1.

Mörk: Aron Bjarna (3) - Daði (2) - Bjarni Pétur (2) - Jón Konráð.
Maður leiksins: ?

Liðið: Vésteinn Þrymur í markinu - Breki og Daníel L bakverðir - Birkir Már og Sveinn Andri miðverðir - Anton Orri og Jökull Starri aftari miðja - Njörður fyrir framan þá - Aron Bjarna og Jón Konráð á köntunum - Daði einn frammi. Varamenn: Bjarni Pétur - Elvar Örn - Andri Már og Páll Ársæll.

Frammistaða: - Slugs - tökum það á okkur :-(

Almennt um leikinn: - Slugs - tökum það á okkur :-(

- - - - -
  • Hvaða leikur: B lið v Víking í Reykjavíkurmótinu.

Dags: Miðvikudagurinn 6.maí 2009.
Tími: kl.20.15 - 21.30.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómarar: Teddi tók etta og rúllaði essu upp, og lét engan segja sér til verka!
Aðstæður: Veðrið nokkuð gott en völlurinn þurr og ... já, síðasti leikurinn hér í bili :-)

Staðan í hálfleik: 3 - 0.

Lokastaða: 8 - 0.

Mörk: Stefán Pétur (4) - Björn Sigþór (2) - Arnar P - Sjálfsmark.
Maður leiksins:
Stefán Pétur.

Liðið: Kristófer Karl í markinu - Hörður Gautur og Viktor Snær bakverðir - Árni Þór og Þorkell miðverðir - Jónas aftari miðja - Arnar P og Jón Kaldal fremri miðja - Bjarki L og Björn Sigþór á köntunum - Stefán Pétur einn frammi. Varamenn: Daníel Þór - Brynjar - Aron Brink og Andrés Uggi.

Frammistaða: - Slugs - tökum það á okkur :-(

Almennt um leikinn:
- Slugs - tökum það á okkur :-(

- - - - -

Tuesday, May 05, 2009

Mið - staðfest!

Ble.

Morgundagurinn (loksins) klár. Þið hafið kannski heyrt þennan áður en "sorrý hvað þetta kemur seint":

- Mið - Allir - Meistaradeildin niður í Þrótti - kl.18.30: Chelsea v Barcelona.

- Mið - B liðs leikur v Víking - Mæting kl.19.15 niður í Þrótt - keppt frá kl.20.15 - 21.30:

Kristófer Karl - Stefán Pétur - Árni Þór - Jónas Bragi - Bjarki L - Arnar P - Jovan - Brynjar - Björn Sigþór - Aron Brink - Jón Kaldal - Hörður Gautur - Andrés Uggi - Daníel Þór - Viktor Snær - Þorkell.

- Mið - Allir aðrir sem ekki eru að keppa : Létt skokk, teygjur og styrkleiki - Mæting kl.19.15 - Búið ca.20.00.

Á fimmtudaginn er svo planið að kíkja í bíó, kl.18.00 í Laugarásbíó á X-men orgins: Wolverine! Erum að vinna í "díl" :-)

= Nokkrir menn að mæta aftur þar sem að handbolta og körfubolta tímabilið dettur í smá pásu - Hörður kom í gær, Þorsteinn væntanlegur í vikunni, og vonandi fleiri - Bara snilld.

Heyrið svo í mér ef eitthvað er óskýrt.
Heyrumst,
Ingvi, Teddi og Sindri.

Þrið!

Sælir tappar.

Sorrý hvað þetta kemur seint inn - Smá breyting á planinu. Það er frí í dag, þriðjudag hjá öllum - engin yngra árs æfing, og B liðs leikurinn v Víking verður á morgun, miðvikudagskvöld. Verið endilega snöggir að láta þetta berast.

Í kvöld er samt hægt að kíkja niður í Þrótt á Arsenal v Man.Utd í meistaradeildinni, væntanlega svaðalegur leikur - kl.18.30 í stóra salnum (líka hægt að kíkja á æfingaleik hjá mfl v aftureldingu upp í mosó á sama tíma)

Set svo liðin og planið fyrir morgundaginn inn seinnipartinn.
Ok sör,
Ingvi - Teddi og Sindri.

- - - - -

Sunday, May 03, 2009

Mán!

Sælir kappar.

Sorrý hvað þetta kemur seint. Vonandi hafið þið haft það gott um helgina. Maí mánuður mættur á svæðið, sem þýðir oftast "próf"! En líka hressa hluti eins og "fyrsta grasæfingin" + "Pepsi deildin" byrjar ofl. Mánudagur á morgun, við eigum einn leik v Víking um kvöldið í A liðum. Aðrir mæta á æfingu og sýna Tedda að þeir séu klárir í B liðs leikinn v Víking (sem er væntanlega á þriðjudaginn).

Svona er planið (held að ég sé ekki að gleyma neinum):

- Æfing - Gervigrasið - kl.17.00 - 18.30: Skúli - Kristófer Karl - Kári - Brynjar - Árni Þór - Arnar P - Aron Brink - Björn Sigþór - Ólafur Guðni - Bjarki L - Jovan - Jónas Bragi - Stefán Pétur - Birkir Örn - Gunnar Reynir! - Pétur Jóhann! - Jakob Gabríel! - Bjarni (vogó) - Ýmir Hrafn - Sigurjón - Jón Kaldal - Logi - Hörður Gautur - Andrés Uggi - Daníel Þór - Marteinn Þór - Viktor Snær - Pétur Jökull - Þorkell - Benjamín - Erlendur - Kristjón Geir - Snorri - Nizzar - Sigurður Þór - Sölvi - Gabríel Ingi.

- A lið v Víking - Mæting kl.19.15 niður í Þrótt - Keppt frá kl.20.00 - 21.15:

Vésteinn Þrymur - Daði - Sveinn Andri - Andri Már - Birkir Már - Anton Orri - Aron Bjarna - Páll Ársæll - Daníel Levin - Jón Konráð - Elvar Örn - Njörður - Jökull Starri - Breki - Bjarni Pétur.

Alles klar. Frí í Akademíunni hjá þeim sem keppa. Klárum svo þessa tvo leiki boys!
Sjáumst hressir á morgun,
Ingvi - Teddi og Sindri.

- - - - -

Fimleikar!

Ble.

Taka þrjú - Alls 6 fimleikatímar búnir hjá Stebba, 3 tímar hjá eldra árinu og 3 tímar hjá yngra árinu. Ég vona að menn hafi grætt eitthvað á þessum tímum - mér fannst Stebbi alla veganna flottur og bara snilld að geta nýtt okkur þessa aðstöðu sem er við hliðina á vellinum okkar.

Einhverjir eiga eftir að gera upp - ég er búinn að leggja út fyrir þessum tímunum og er kominn í talsverðan mínus. Þetta var 500kr á tímann, alls 1500kr ef menn mættu í alla tímana. Langbest að leggja inn á mig - allar upplýsingar eru hér:

- Reikningsnúmer: 549 - 26 - 008228.
- Kennitala: 190279-4219.
- Setja svo nafn leikmanns sem skýringu!

Finnið ykkar tölu hér fyrir neðan (ég vona að þetta passi allt) - þið drífið í "essu" fyrir kallinn.

Ok sör.
Ingvi

- Yngra ár: Breki - 1500kr. Kári - 1000kr. Logi - 500kr. Nizzar - 1000kr. Pétur Jökull - 500kr. Sigurjón - 500kr. Sölvi - 1000kr.

- Eldra ár: Anton Orri - 1500kr. Aron Brink - 1500kr. Arnar P - 1000kr. Birkir Örn - 1000kr. Birkir Már - 500kr. Brynjar - 1500kr. Björn Sigþór - 1000kr. Elvar Örn - 1000kr. Jakob - 500kr. Jónas - 1000kr. Pétur Jóhann - 500kr. Stefán Pétur - 1000kr.

- - - - -

Friday, May 01, 2009

Helgarfrí!

Sælir hómís.

Bara nokkuð sprækir áðan - tókum vel á því fyrir helgina - sluppum við mestu rigninguna. Fékk samt enga hnefa fyrir pokadjúsinn :-(

Við erum að tala um helgarfrí - hafið það bara massa gott. Hvetjum ykkur samt að hreyfa ykkur aðeins annað hvort á laug eða sun! A liðið keppir nefnilega v Víking á mánudagskvöld (en aðrir mæta á æfingu). Einnig í næstu viku: B liðs leikur v Víking, bíóferð, mætingarnar klárar, seinni leikirnir í meistaradeildinni, "test" og "ekvað" fleira "kaffi"!

Kallinn farinn í bústað. Krikkett og læti.
Laters,
Ingvi, Teddi og Sindri.

- - - - -