Monday, August 31, 2009

Þrið!

Jamm.

Hvað segja menn. Línurnar eru eitthvað að skýrast varðandi úrslitakeppnina um næstu helgi. Set samt staðfestan keppnisstað og tíma inn á morgun.

Við ætlum að skipta hópnum upp í tvennt og æfa þannig í vikunni (þriðjudag og fimmtudag - frí miðvikudag). Hugsa vel um sig í vikunni - matarræði og svefn tipp topp. Mæta svo einbeittir á æfingarnar (gott að vera búinn að ákveða að laga eða bæta sig í einhverju áður en maður mætir). Við erum svo allir klárlega með sama lokamarkmið: Fara alla leið takk fyrir.

En planið á morgun, þriðjudag, fyrsta dag september mánaðar, er þá þannig:

A hópur - Æfing - TBR völlur - kl.16.15 - 17.30:

Andri Már - Anton Orri - Aron Brink - Árni Þór - Birkir Már - Daði - Daníel L - Elvar Örn - Hörður Sævar - Jovan - Jónas Bragi - Jökull Starri - Jón Konráð - Njörður - Páll Ársæll - Stefán Pétur - Sveinn Andri - Vésteinn Þrymur. Andrés Uggi - Breki - Jón Kaldal - Hörður Gautur.

B hópur - Æfing - Valbjörn- kl.16.00 - 17.15:

Aron Bjarna - Arnar G - Arnar P - Birkir Örn - Brynjar - Björn Sigþór - Guðmundur Örn - Gunnar Reynir - Heimir - Jakob Gabríel - Ólafur Guðni - Skúli - Bjarni Pétur - Daníel Þór - Hallgrímur Snær - Kári - Kristjón Geir - Kristófer Karl - Logi - Nizzar - Marteinn Þór - Pétur Jökull - Sigurður Þór - Sigurjón - Snorri Fannar - Sölvi - Viktor Snær - Ýmir Hrafn - Þorkell - Gabríel Ingi.

Tölum svo betur saman á æfingunum. En heyrið í okkur ef það er eitthvað.
Sjáumst ferskir,
Ingvi - Teddi - Sindri.

- - - - - -

Sunday, August 30, 2009

Mán!

Sælir meistarar!

Ætla ekki að koma með neina svaka ritgerð núna - hún bíður aðeins. Það liggur fyrir að við unnum einn leik í dag en töpuðum einum. Var alveg ánægður með vinnsluna í mönnum í A liðs leiknum en við spiluðum langt undir getu og því fór sem fór (0 - 2 tap). B liðið mætti mjög tilbúið til leiks og uppskar sanngjarnan 3-0 sigur (kaldal - andri már og brink).

Lokastaðan í riðlunum var því þessi:

- A lið: 3.sæti í riðlinum (8 sigrar - 2 jafntefli og 1 tap).

- B lið: 4.sæti í riðlinum (7 sigrar - 3 jafntefli og 1 tap).

- C lið: 3. sæti í riðlinum (8 sigrar - 2 jafntefli og 1 tap).

Virkilega flottur árangur strákar - það verður ekki tekið frá ykkur. Erum virkilega stoltir af ykkur, búnir að standa ykkur mjög vel. Það er svo sem alltaf hægt að svekkja sig á einhverju, en bara frekar læra af því, setja það í reynslubankann og gera betur næst.

Set inn vikuplanið annað kvöld - Undirbúningur hjá A liðinu fyrir úrslitakeppnina um næstu helgi (leikur á fös, laug og sun - ekki ákveðið hvar á landinu) byrjar á þriðjudag, og jafnframt verða æfingar hjá öðrum, en kannski með öðrum áherslum.

Sem sé frí á æfingu á morgun, mánudag, en "audda" mæta allir á Valbjörn og horfa á mfl mæta FH:

- Mán - Þróttur v FH - Valbjörn - kl.18.00.

Boltasækjarar mæta hálftíma fyrr, ég bóka fyrstu 8 sem skrá sig í commentakerfið (og minni á að þetta er sjónvarpsleikur).

Ok sör.
Heyrumst svo betur,
ingvi - teddi - sindri.

- - - - -

Ísl mót v Fylki - sun!

Jamm.

Síðustu leikirnir í riðlinum - til að gera langa sögu stutta þá vannst einn leikur og einn leikur tapaðist. Allt um það hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: A lið v Fylki í Íslandsmótinu.

Dags: Sunnudagurinn 30.ágúst 2009.
Tími: kl.14.00 - 15.15
Völlur: Suðurlandsbraut.

Dómarar: Einar á flautunni og Rúnar og Baldur á línunni - stóðu sig bara nokkuð vel við erfiðar aðstæður.
Aðstæður: Suddinn orðinn virkilega þreyttur - en veðrið var svaðalegt, sól og eiginlega of heitt.

Staðan í hálfleik: 0 - 1.
Lokastaða: 0 - 2.

Mörk: - - - -
Maður leiksins: Sveinn Andri.

Liðið: Hörður Sævar í markinu - Daníel L og Njörður bakverðir - Birkir Már og Sveinn Andri miðverðir - Páll Ársæll og Anton Orri á miðjunni - Jovan fyrir framan þá - Jón Konráð og Elvar Örn á köntunum - Stefán Pétur einn frammi. Varamenn: Andri Már, Jökull Starri, Breki og Vésteinn Þrymur.

Frammistaða:
- slugs - tökum það á okkur!

Almennt um leikinn: - slugs - tökum það á okkur!

Liðstjóri: Guðberg (jón konráð).

- - - - -
  • Hvaða leikur: B lið v Fylki í Íslandsmótinu.

Dags: Sunnudagurinn 30.ágúst 2009.
Tími: kl.15.20 - 16.35.
Völlur: Suðurlandsbraut.

Dómarar: Flóki, Geiri og Valtýr - flott tríó.
Aðstæður: Suddinn að verða ansi þreyttur - en veðrið geggjað, sól og læti.

Staðan í hálfleik: 2 - 0.
Lokastaða: 3 - 0.

Mörk: Jón Kaldal - Andri Már - Aron Brink.
Maður leiksins: Jón Kaldal.

Liðið: Vésteinn Þrymur í markinu - Þorkell og Hörður bakverðir - Andrés Uggi og Árni Þór miðverðir - Jónas Bragi og Kaldal á miðjunni - Breki og Arnar á köntunum - Andri Már og Brink frammi. Varmenn: Bjarni Pétur, Logi, Björn Sigþór, Birkir Örn, Daníel Þór, Viktor Snær og Kristófer Karl.

Frammistaða:
- slugs - tökum það á okkur!

Almennt um leikinn: - slugs - tökum það á okkur!

Liðstjóri: Jón Kaldal (jón kaldal).

- - - - -

Friday, August 28, 2009

Sun - leikir v Fylki!

Jó jó.

Flottir í dag. Vantaði samt nokkra, endilega láta mig vita hvort þið séuð ekki klárir á morgun. Þeir sem skráðu sig í talninguna í Bónus mæta svo klárir í hana í kvöld kl.18.30. Spyrjið um Svein Einarsson - hann passar vel upp á ykkur :-)

Svo bara leikir morgundagsins. Alles klar - veit að menn undirbúa sig vel og mæta klárir til leiks. Svona er planið:

- Sun - A lið v Fylki - Mæting kl.13.00 niður í Þrótt - keppt frá kl.14.00 - 15.15:

Hörður Sævar - Vésteinn Þrymur - Sveinn Andri - Andri Már - Birkir Már - Stefán Pétur - Njörður - Jökull Starri - Páll Ársæll - Anton Orri - Jón Konráð - Jovan - Elvar Örn - Daði - Daníel L - Breki.

- Sun - B lið v Fylki - Mæting kl.14.30 niður í Þrótt - keppt frá kl.15.20 - 16.30:

(Varamenn í A liði) + Kristófer Karl - Árni Þór - Jónas Bragi - Aron Brink - Arnar P - Birkir Örn - Björn Sigþór - Brynjar! - Andrés Uggi - Bjarni Pétur - Jón Kaldal - Þorkell - Daníel Þór! - Viktor Snær! - Logi! - Hörður Gautur

Muna eftir öllu dóti. Keppum væntanlega á Suðurlandsbrautinni. Hvetjum alla sem ekki eru að keppa að láta sjá sig og hvetja :-)

Sjáumst í banastuði,
Ingvi (8698228) - Teddi og Sindri.

- - - - -

Laug - æfing + talning!

Jó.

Sigruðum Fjölni örugglega í þriðja leiknum við þá áðan. Lokatölur 10-0 (sigurjón 3 - arnar g 2 - sigurður þór 2 - jokob gabríel - gabríel ingi - skúli), og enduðum þar með í 3.sæti í riðlinum (stjarnan vann leikni). Mjög flottur árangur, 1-2 leikir sem við grátum kannski smá, en yfir höfuð klassi.

En tveir leikir eftir (a og b v fylki á sun) - tökum létta æfingu á morgun til að undirbúa okkur - verðum að þessu sinni á þríhyrningnum:

- Laug - Æfing - Allir - Þríhyrningurinn - kl.13.00 - 14.30.

Og eins og ég sagði í gær þá bauðst okkur smá fjáröflun - að telja vörur í smá stund niður í Bónus, Holtagörðum. 18 strákar voru búnir að skrá sig áðan þegar ég lokaði fyrir skráningu, (fáum þetta kannski aftur seinna)!

- Laug - Talning niður í Bónus, Holtagörðum - Mæting kl.18.30 - búið ca.21.30:

Hörður Sævar - Árni Þór - Sveinn Andri - Jovan - Arnar P - Jakob Gabríel - Heimir - Anton Orri - Daníel Þór - Viktor Snær - Aron Bjarna - Kristófer Karl - Kári - Ólafur Guðni - Sigurður Þór - Kristjón Geir - Jón Kaldal - Birkir Örn.

Sjáumst hressir á morgun,
Ingvi - Teddi - Sindri.

- - - - - -

Ísl mót v Fjölni - fös!

Jess.

Síðasti leikurinn v Fjölni í rimmunni - tókum báða í gær og nú var bara að klára dæmið - og gulltryggja okkur í fyrstu þrjú sætin. Allt um það hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: C lið v Fjölni í Íslandsmótinu.
Dags: Föstudagurinn 28.ágúst 2009.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: Suðurlandsbraut.

Dómarar: Bolli og Ævar fórnuðu æfingu og voru virkilega flottir.
Aðstæður: Suddinn alveg að syngja sitt síðasta, en slapp og veðrið líka flott.

Staðan í hálfleik: 9 - 0.
Lokastaða: 10 - 0.

Mörk: Sigurjón (3) - Arnar G (2) - Sigurður Þór (2) - Jakob Gabríel - Skúli - Gabríel Ingi.
Maður leiksins: Sigurjón (endaði seasonið með stæl).

Liðið: Hallgrímur Snær í markinu - Andrés og Hörður Gautur miðverðir - Jakob Gabríel og Ýmir bakverðir - Óli fyrir framan vörnina - Arnar G og Skúli á miðjunni - Gabríel Ingi og Sigurður Þór á köntunum - Guðmundur Örn einn frammi. Varamenn: Kári, Kristjón Geir, Sigurjón, Marteinn Þór og Pétur Jökull.

Frammistaða:

Menn voru nánast allir að skila topp leik. Vörnin var afar solid, átu alla bolta og unnu vel saman. Arnar átti mjög góðan leik, er allur að komast inn í "íslenska systemið" :-) Sigurjón var virkilega öflugur í dag, sem og á móti Fylki síðasta mánudag.

Almennt um leikinn:

Tók okkur smá tíma að komast í gang, en þegar það tókst þá völtuðum við yfir þá. Mér fannst við samt sækja of mikið upp miðjuna, beint í þvöguna! Verðum að leysa það betur, hlaupa í eyður og skipta um kanta. En það kom þá ekki að sök, við vorum virkilega grimmir að spóla okkur í gegn og klára með skoti.

Stundum vantaði að leysa betur úr pressu, of margir horfa bara á, verða að losa sig og koma í aðstoð. Svo þurfum við að passa að vera vel á tánum þegar langi boltinn er að koma frá þeim og innfyrir - eiga alltaf nokkra metra á þá.

Annars komu með mjög vel gíraðir inna á, allir voru að leggja sig vel fram. Varnarleikurinn var perfect, þeir áttu ekki breik í okkur. Voru með nokkra snögga stráka en við sáum alltaf við þeim.

Virkilega flott að enda mótið svona, lokastaðan 3.sætið í riðlinum. Getum kannski grátið Leiknisleikinn smá - en í heildina stóðu þið ykkur virkilega vel. Látum okkur bronsið nægja að sinni og tökum gullið næst!

Liðstjóri: - Vantaði :-(

- - - - -

Fös - C lið v Fjölni!

Sælir tappar.

Sorrý að þetta kom ekki inn í gær. Þori ekki að segja ástæðuna! En allt á að vera klárt. Frí hjá þeim sem kepptu í gær en endilega koma og horfa á.

Planið:

- C liðs leikur v Fjölni - Mæting kl.16.10 niður í Þrótt - Keppt frá kl.17.00 - 18.15:

Hallgrímur Snær - Kári - Arnar G - Skúli - Ólafur Guðni - Guðmundur Örn - Gunnar Reynir - Jakob Gabríel -Heimir - Andrés Uggi - Kristjón Geir - Sölvi - Sigurður Þór - Sigurjón - Pétur Jökull - Ýmir Hrafn - Marteinn Þór - Gabríel Ingi.

Sama og í gær - mæta klárir í baráttu. Ef einhver er tæpur upp á meiðsli þá vera skynsamur - verðum að vera með alla heila inn á! Mæta svo á réttum tíma með allt dót. Veit ekki alveg hvort leikurinn er á Suddanum eða TBR, kemur í ljós. Með sigri strákar getum við tryggt okkur í efstu þrjú sætin og við ætlum okkur nákvæmlega það.

Until then,
Ingvi - Teddi - Sindri.

p.s. svo létt hádegisæfing á laugardaginn hjá öllum og A v Fylki kl.14.00 á sun, og B v Fylki kl.15.20 á sun (á heimavelli).

p.s. Þeir sem hafa áhuga geta tekið þátt í talningu í Bónus Holtagörðum á laugardagskvöld (frá kl.18.30 til ca.21.00). 1000 kr á tímann - og matur innifalinn. Endilega skráið ykkur hér í commentakerfið ef þið viljið vinna ykkur inn smá auka pening! Hópið ykkur saman :-) Laust fyrir 15 leikmenn.

- - - - -

Ísl mót v Fjölni - fim!

Jess.

Næst síðasti leikur okkar í riðlakeppninni á Íslandsmótinu var í dag v Fjölni. Kláruðum báða leikina með góðri frammistöðu. Allt um það hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: A lið v Fjölni í Íslandsmótinu.

Dags: Fimmtudagurinn 27.ágúst 2009.
Tími: kl.17.00 - 18.15
Völlur: Suðurlandsbraut.

Dómarar: Rúnar head reff og smá redding á línunni, menn samt flottir þar.
Aðstæður: Nokkuð góðar, völlurinn samt að fara að segja sitt síðasta eftir sumarið.

Staðan í hálfleik: ?
Lokastaða: 5 - 0.

Mörk: Jovan (4) - Stefán Pétur.
Maður leiksins: Jovan.

Liðið: Hörður Sævar í markinu - Daníel L og Njörður bakverðir - Birkir Már og Sveinn Andri miðverðir - Páll Ársæll og Anton Orri á miðjunni - Jovan fyrir framan þá - Jón Konráð og Elvar Örn á köntunum - Daði einn frammi. Varamenn: Stefán Pétur, Andri Már, Jökull Starri, Breki og Vésteinn Þrymur.

Frammistaða:
- slugs - tökum það á okkur!

Almennt um leikinn: - slugs - tökum það á okkur!

Liðstjóri: Jón Andri (elvar örn).

- - - - -
  • Hvaða leikur: B lið v Fjölni í Íslandsmótinu.

Dags: Fimmtudagurinn 27.ágúst 2009.
Tími: kl.18.20 - 19.35.
Völlur: Suðurlandsbraut.

Dómarar: Rúnar fórnaði sér í annan leik - og hákon og arnþór flottir á línunni.
Aðstæður: Sama og áðan:
Nokkuð góðar, völlurinn samt að fara að segja sitt síðasta eftir sumarið.

Staðan í hálfleik: ?
Lokastaða: 4 - 1.

Mörk: Jón Kaldal - Andri Már - Stefán Pétur - Bjarni Pétur.
Maður leiksins: ?

Liðið: Vésteinn Þrymur í markinu - Viktor og Árni Þór bakverðir - Þorkell og Jónas Bragi miðverðir - Jökull og Kaldal á miðjunni - Breki og Arnar á köntunum - Andri Már og Stefán Pétur frammi. Varmenn: Bjarni Pétur, Brink, Logi, Björn Sigþór, Hörður Gautur, Brynjar, Birkir Örn, Daníel Þór og Kristófer Karl.

Frammistaða:
- slugs - tökum það á okkur!

Almennt um leikinn: - slugs - tökum það á okkur!

Liðstjóri: Jón Andri (elvar örn).

- - - - -

Thursday, August 27, 2009

Fimmtudagsleikir og fleira.....

Sælir strákar
-
Það voru einbeittir og þróttmiklir Þróttarar sem að mættu í leikina í dag.
-
Það skein sigurvilji úr augum leikmanna og allir greinilega klárir í slaginn. Og því fór sem fór, eins og sagt er "að menn uppskeri því sem að þeir sá".
-
Niðurstaða var sigur í A og B og var það mjög sanngjarnt.
-
A liðið
-
Var smá tíma að finna leiðina í netið en það koma á endanum og Jóvan smellti 4 kvikindum í netið og Stebbi kláraði þetta með 1 í lokin. Menn virkuðu mjög vel á mig í leiknum og það kemur mér ekkert á óvart að þetta lið sé að berjast í hæðstu hæðum í sínum riðli. En munið að mótið er ekki búið það er einn leikur eftir og það væri leiðinlegt að þurfa að segja "Við unnum næstum því A riðilinn". Niðurstaða 5-0 fyrir os.

B liðið

Virkaði líka vel á mig og var það Kaldal sem að smellti boltanum í vinkilinn með góðu skoti utan af vellinum. Stebbi setti eitt eins og venjulega og að sökum elli er ég búinn að gleyma hinum tveimur markaskorurunum, sorry. Niðurstaða 4-1 fyrir os.

Munið, það er leikur á morgun hjá C liðinu kl 17:00, mæting kl 16:00 niður í klefa.

Nú er bara að klára þrennuna og klára þennan C liðs leik með sigri á morgun.........en liðið kemur inn í fyrramálið.

Over and out

Gamli, ungi, yngstur

Wednesday, August 26, 2009

Fim - leikir v Fjölni!

Jamm.

Afsakið hvað þetta kemur seint - Lét draga mig snöggt á einhverja heimska hryllingsmynd sem ég sá sirka hálfa (hnéð var fyrir).

Tek á mig "hasiteringuna" í dag, veit ekki af hverju ég var svona "tens" (vonandi sáu fáir keiluþrykkinguna)! En flott mæting og sýndist mér við vera klárir í næstu leiki.

A og B mæta sprækir á morgun, fimmtudag, næst síðasti leikurinn í riðlinum (og C á föstudaginn). Klárir í massa baráttu. Planið á morgun er svona:

- A lið v Fjölni - Mæting kl.16.00 niður í Þrótt - Keppt v Fjölni frá kl.17.00 - 18.15:

Hörður Sævar - Vésteinn Þrymur - Sveinn Andri - Andri Már - Birkir Már - Stefán Pétur - Njörður - Jökull Starri - Páll Ársæll - Anton Orri - Jón Konráð - Jovan - Elvar Örn - Daði - Daníel L - Breki.

- B lið v Fjölni - Mæting kl.17.25 niður í Þrótt (hlusta á tónlist, klæða sig í, svo upp á völl 25 mín fyrir leik) - Keppt v Fjölni frá kl.18.20 - 19.35:

(Varamenn í A liði) + Kristófer Karl - Árni Þór - Jónas Bragi - Aron Brink - Arnar P - Birkir Örn - Björn Sigþór - Brynjar - Andrés Uggi - Bjarni Pétur - Jón Kaldal - Þorkell - Daníel Þór - Viktor Snær - Logi - Hörður Gautur.

Undirbúa sig vel (eins og vanalega). Mæta á réttum tíma með og með allt dót "in your sport bag"! Ég mæti með (góðan, lofa) playlista (líka á fös). Svo karið á alla eftir leik takk!

Sjáumst hressir.
ingvi - teddi - sindri.

p.s. mæta með sinn vatnsbrúsa strákar.
p.s. set svo C liðs hópinn inn annað kvöld.


- - - - -

Tuesday, August 25, 2009

Mið!

Sælir strákar.

Topp mæting áðan, djö... var ég ánægður með ykkur. Og flottur 2-1 sigur hjá stelpunum, en dugði því miður ekki til. Bara byggja á þessu og fara lengra að ári.

En æfing hjá okkur á morgun, miðvikudag, mætum allir saman en skiptum svo hópnum eitthvað upp:

- Æfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.16.00 - 17.30.

Muna - hugsa vel um sig í vikunni (fótboltann í smá forgang þessa vikuna) - svo leikir fim + fös + sun.
Sjáumst á morgun,
the coaching staff.

- - - - -

Monday, August 24, 2009

Þrið!

Sælir tappar.

Kláruðum Fylki með flottum sigri í rokinu upp í Árbæ, 6 - 1 (gummi með tvennu og skúli, arnar g og sigurjón með sitt markið hvor).

Frí á æfingu á morgun, þriðjudag - bara taka á því í skólanum!

En eins og Teddi talaði um, þá ætlum við að sýna stuðning og mæta allir á mfl.kvk leikinn á morgun á móti FH - Hefst hann kl.18.00 á Valbirni (ég mæti með kladdann). Flott væri líka að fá einhverja á börurnar og í aðra aðstoð (mæta þá aðeins fyrr).

Svo æfing/ar á miðvikudaginn, A og B lið v Fjölni á fim og C lið v Fjölni á fös. Ó já.

Sé ykkur annað kvöld,
ingvi - teddi - sindri.

- - - - -

Ísl mót v Fylki - mán!

Yess.

Það var einn leikur v Fylki í rokinu upp í Árbæ - niðurstaðan öruggur sigur hjá okkur - allt um það hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: C lið v Fylki í Íslandsmótinu.
Dags: Mánudagurinn 24.ágúst 2009.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: Fylkisgervigras.

Dómarar: Ágætis trío tók leikinn.
Aðstæður: Menn ekkert voða glaðir að vera á gervigrasinu en það slapp alveg, samt massa rok úti og pínu kalt.

Staðan í hálfleik: 4 - 0.
Lokastaða: 6 - 1.

Mörk: Guðmundur Örn (3) - Skúli - Arnar G - Sigurjón.
Maður leiksins:

Liðið:

Hallgrímur í markinu - Hörður Gautur og Ýmir Hrafn miðverðir - Marteinn Þór og Arnar G bakverðir - Ólafur Guðni fyrir framan vörnina - Skúli og Logi á miðjunni - Sigurður Þór og Gabríel Ingi á köntunum - Guðmundur Örn einn frammi. Varamenn: Kári, Kristjón Geir, Sigurjón og Pétur Jökull.

Frammistaða: - slugs, tökum það á okkur!

Almennt um leikinn: - slugs, tökum það á okkur!

Liðstjóri: Vantaði :-(

- - - - -

Mán - C liðs leikur + æfing!

Sælir meistarar.

Smá breyting frá því sem ég sagði áður. Það verður bara C liðs leikur í dag, mánudag, en æfing hjá öðrum. B liðs leikurinn v Fylki verður þá væntanlega á sama tíma og A liðs leikurinn (næsta sunnudag).

Alrighty - vona að allir séu klárir - þetta verður "tough" vika:

- C liðs leikur v Fylki2 - Mæting kl.17.45 upp í Fylkisheimili - Keppt frá kl.18.30 - 19.45:

Hallgrímur Snær - Kári - Arnar G - Skúli - Ólafur Guðni - Guðmundur Örn - Gunnar Reynir - Logi - Kristjón Geir - Sigurður Þór - Hörður Gautur - Sigurjón - Pétur Jökull - Ýmir Hrafn - Marteinn Þór - Gabríel Ingi.

- Æfing - Allir aðrir sem ekki keppa - Suðurlandsbraut - kl.16.00 - 17.20.

Svo næst A og B lið v Fjölni á fimmtudaginn (á heimavelli).
Klárir í bátana í dag takk - muna eftir öllu dóti og undirbúa sig vel í dag.
Ingvi - Teddi - Sindri.

p.s. eins gott að þið sáuð innkomuna!
p.s. vikan:

mán: Ísl. mót (c) @ Fylki2 + Æfing (a og b) + EM hefst hjá stelpunum!
þrið: Frí + first day of school.
mið: Æfing (allir).
fim: Ísl. mót (a og b) v Fjölni.
fös: Ísl. mót (c) v Fjölni.
laug: Æfing (allir).
sun: Ísl. mót (a og b) v Fylki.
mán: Mfl v FH!

- - - - -

Friday, August 21, 2009

Helgin!

Jó.

Þvílíkur skandall að hafa ekki verið með cameru í dag :-( Vatnsfjörið heppnaðist vel í lokin - vona að engin á yngra ári hafi þótt þetta of slæmt - voru þar með nokkurn veginn boðnir velkomnir í unglingadeildirnar. Bið svo leikmenn á eldra ári að fara extra vel með sitt yngra ár í sínum skólum, ef ég heyri um eitthvað bögg verða menn látnir hlaupa (hratt).

Sjálf æfingin í dag var samt ekkert spes - tek það á mig. Samt góð mæting og á hreinu að við mætum klárir í B og C liðum á mánudaginn v Fylki. Líka gaman að sjá Sidda loksins á svæðinu.

En það er sem sé skollið á helgarfrí, væntanlega síðasta í bili (í september munum við æfa þrisvar sinnum á virkum dögum og einu sinni um helgar). Minni menn samt að hópa sig saman á sunnudag og kíkja á ÍBV v Þróttur í mfl á stöð 2 sport kl.18.00 - taka megavikuna á etta með leiknum! Svo er reyndar líka menningarnótt á morgun - allt að gerast í bænum :-)

Skólasetning á mán - bara gott mál, hitta stelpurnar aftur og svoddann!
Munið svo: B og C lið v Fylki á mánudag, set liðinn inn mánudagsmorgun (helle söndag fer í eyjatrip)!

Góða helgi piltar.
Ingvi - Teddi - Sindri.

- - - - -

Thursday, August 20, 2009

Ísl mót v ÍA - fim!

Jamm.

Skelltum okkur upp á Skaga og öttum kappi við hina gulklæddu. Sóttum 6 stig heim með tveimur fínum leikjum. Allt um það hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: A lið v ÍA í Íslandsmótinu.

Dags: Fimmtuudagurinn 20.ágúst 2009.
Tími: kl.17.00 - 18.15
Völlur: Akranesvöllur.

Dómarar: ?
Aðstæður: ?

Staðan í hálfleik: ?
Lokastaða: 4 - 1.

Mörk: Daði (3) - Stefán Pétur.
Maður leiksins: Daði.

Liðið: Hörður Sævar í markinu - Daníel L og Njörður bakverðir - Birkir Már og Sveinn Andri miðverðir - Páll Ársæll og Anton Orri á miðjunni - Jovan fyrir framan þá - Jón Konráð og Elvar Örn á köntunum - Daði einn frammi. Varamenn: Andri Már, Stefán Pétur, Jökull Starri og Breki.

Frammistaða:
- slugs - tökum það á okkur!

Almennt um leikinn: - slugs - tökum það á okkur!

Liðstjóri: Einar (breki).

- - - - -
  • Hvaða leikur: B lið v ÍA í Íslandsmótinu.

Dags: Fimmtudagurinn 20.ágúst 2009.
Tími: kl.18.15 - 19.25.
Völlur: Akranesvöllur.

Dómarar: ?
Aðstæður: ?

Staðan í hálfleik: ?
Lokastaða: 4 - 1.

Mörk: Andrés Uggi, Aron Brink, Logi og Breki.
Maður leiksins: ?

Liðið: Vésteinn Þrymur í markinu - Andrés Uggi og Jónas Bragi miðverðir - Birkir Örn og Þorkell bakverðir - Breki og Arnar P á köntunum - Jökull Starri og Jón Kaldal á miðjunni - og Andri Már frammi. Varamenn: Aron Brink, Björn Sigþór, Brynjar, Bjarni Pétur, Daníel Þór, Viktor Snær og Logi.

Frammistaða:
- slugs - tökum það á okkur!

Almennt um leikinn: - slugs - tökum það á okkur!

Liðstjóri: Einar (breki).

- - - - -

Fös - vatnsblöðruæfing!

Jamm.

Gerðum flotta ferð upp á Akranes nú rétt í þessu. Báðir leikir unnust og báðir með markatölunni 1 - 4. Mörkin í A skoruðu Daði (3) og Stebbi, og mörkin í B skoruðu Andrés Uggi, Aron Brink, Logi og Breki. Bara brilliant. Hægt að skoða stöðuna á ksí.is!

Næst á dagskrá:




- Fös - Æfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.15.30 - 17.10.

Skiptum í 2-3 hópa, tökum hressa upphitunaræfingu, ferska sendingaræfingu og úrvals skotkeppni - og loks nett spil. Eftir æfingu endum svo á smá hefð í 4.flokki: yngra árið boðið velkomið í unglingadeildir skólanna með smá vatnsblöðrufjöri á æfingu. En ath: þetta er bara til gamans gert - þetta verður engin kvikindisskapur - bara fjör. Og eftir það má heldur ekki "bögga" (busa) yngra árs leikmenn á neinn hátt, það er alveg ljós.

Strákar á eldra ári: í lagi að koma með ykkar vatnsblöðrur ef þið getið - annars komum við með um 4 stk á mann (ekkert annað leyft, s.s. flöskur, fötur). Strákar á yngra ári: engar pollabuxur leyfðar!

Sjáumst sprækir á morgun,
Ingvi - Teddi og Sindri (verður líka bleyttur).

p.s. eftir helgarfrí er svo B og C liðs leikur v Fylki á mánudag (fylkir er með tvö c lið), æfingar í vikunni og loks A og B v Fjölni á fimmtudaginn.

- - - - -

Tuesday, August 18, 2009

Fim - leikir v ÍA!

Jamm.

Bara mjög flottir á æfingunum í dag - en það er komið að "rimmunni" við ÍA. Við höldum upp á Skaga á morgun, fimmtudag, og keppum þar tvo leiki við þá gulklæddu. Það er mæting niður í Þrótt fyrst og svo brunað á einkabílum upp á skaga (bláletraðir koma á bíl):

- A lið v ÍA - Mæting kl.15.20 niður í Þrótt - Keppt v ÍA frá kl.17.00 - 18.15:

Hörður Sævar - Andri Már - Anton Orri - Birkir Már - Daði - Daníel L - Elvar Örn - Jovan - Jökull Starri - Jón Konráð - Njörður - Sveinn Andri - Breki - Páll Ársæll - Stefán Pétur (hugsanlega í banni - könnum það í fyrramálið).

- B lið v ÍA - Mæting kl.16.40 niður í Þrótt - Keppt v ÍA frá kl.18.20 - 19.35:

Varamenn í A liði + Vésteinn Þrymur - Aron Brink - Arnar P - Birkir Örn - Björn Sigþór - Brynjar - Andrés Uggi - Bjarni Pétur - Jón Kaldal - Þorkell - Daníel Þór - Viktor Snær - Jónas Bragi - Logi.

Undirbúa sig annars vel, sofa og nærast vel fyrir leikina. Muna eftir öllu dóti, handklæði og upphitunargalla takk.

"Til í etta kaffi",
Ingvi - Teddi - Sindri.

- - - - -

Mið!

Jó jó jó.

Ekkert slúður? Æfing á morgun, miðvikudag - verðum í tvennu lagi. Hópurinn er vonandi að ná fullri stærð eftir sumarið. Gerum okkur ready í leikina á móti ÍA á fimmtudaginn.

- Æfing - Eldra ár - Suðurlandsbraut - kl.16.00 - 17.30.

- Æfing - Yngra ár - Suðurlandsbraut - kl.17.15 - 18.45.

Erum soldið í seinna fallinu - en við kallarnir erum byrjaðir að vinna í "Langó" og "Víkuró" (hljómar ekki eins töff og langó)! En vona að alles sé klar og að allir komist.

Sjáumst dúndur ferskir,
ingvi (869-8228) - teddi (824-7724) - sindri (846-37802).

p.s. endilega heyrið í mér ef einhver frá ykkur getur skutlað á fimmtudaginn!

- - - - -

Sunday, August 16, 2009

Þrið!

Blek.

Þrennt í gangi í dag: Fínasta æfing fyrst, vantaði kannski smá upp á í spilinu, sem segir okkur að við megum gera miklu meira að því að spila 11 v 11 á stórum velli, stoppa og sýna hlaup, færslur o.fl. Alla veganna. C liðið kláraði Fylki 3 - 1 - í raun "the logi show", en kallinn var með þrennu :-) Eitthvað um meiðsli í leiknum en flottur sigur. Loks tapaði mfl á móti val á valbirni 0 - 1 :-(

En áfram með smjörið. Það er frí hjá öllum á morgun, þriðjudag. Næst æfing á miðvikudag (ca.15.00/16.00) hjá öllum og A og B lið v ÍA upp á Skaga á fimmtudaginn (stefnum á einkabíla þannig að þið megið fara að kanna hvort einhver sé til í skutl). Flott að fara að einbeita sér að þeim leik. Meiddir og veikir menn passa að hugsa vel um sig.

Ok sör.
Sjáumst á mið.
Ingvi (snu) - Teddi - Sindri (mætir á klakann á morgun).

p.s. þrek á andra og stebba á mið fyrir frekar slaka frammistöðu í boltasækjaranum áðan!

- - - - - -

Ísl mót v Fylki - mán!

Jess.

Eftir að hafa lent undir í dag þá settum við í gírinn og uppskárum flottann sigur. Logi verður að fá "credit" fyrir flottann leik, og sérstaklega þriðja markið :-) en allt um leikinn hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: C lið v Fylki í Íslandsmótinu.

Dags: Mánudagurinn 17.ágúst 2009.
Tími: kl.17.00 - 18.15
Völlur: Suðurlandsbraut.

Dómarar: Flóki og Bjarmi flottir að vanda.
Aðstæður: Suddinn slapp og veðrið var mjög nett.

Staðan í hálfleik: ?
Lokastaða: 3 - 1.

Mörk: Logi 3.
Maður leiksins: Logi.

Liðið: Kristófer í markinu - Birkir Örn og Ýmir Hrafn bakverðir - Andrés Uggi og Viktor Snær miðverðir - Ólafur Guðni fyrir framan vörnina - Daníel Þór og Logi á miðjunni - Gabríel Ingi og Brynjar á köntunum - Guðmundur Örn einn frammi. Varamenn: Hallgrímur Snær, Kristjón Geir, Pétur Jökull, Sigurður Þór, Sigurjón og Sölvi.

Frammistaða:
- Slugs - tökum það á okkur :-(

Almennt um leikinn: - Slugs - tökum það á okkur!

Liðstjóri: - Vantaði :-(

- - - - -

Mán - æfing + leikur!

Ble ble.

Vona að menn hafi haft það ljúft um helgina. Við eigum einn leik á morgun; C lið v Fylki á heimavelli, en æfing hjá þeim sem ekki keppa (og leikur næst v ía á fimmtudaginn away).

En svona er planið:

- C lið v Fylki - Mæting kl.16.15 niður í Þrótt - keppt frá kl.17.00 - 18.15:

Kristófer Karl - Hallgrímur Snær - Brynjar - Guðmundur Örn - Ólafur Guðni - Birkir Örn - Andrés Uggi - Daníel Þór - Kristjón Geir - Logi - Pétur Jökull - Sigurður Þór - Sigurjón - Sölvi - Viktor Snær - Ýmir Hrafn - Gabríel Ingi.

- Æfing - Allir sem ekki keppa - Suðurlandsbraut - kl.15.30 - 17.00.

Undirbúa sig vel fyrir leikinn - mæta á réttum tíma í töflufund niður í Þrótt.
Heyrið í mér ef það er eitthvað.
Berjast,
Ingvi (869-8228)-Teddi - Sindri.

p.s. svo má ekki gleyma:

- Mfl - Þróttur v Valur - Valbjörn - kl.19.15 (ég heyri í mönnum á æfingu til að vera klárir í að sækja boltana).

- - - - -

Friday, August 14, 2009

Helgin!

Heyja.

Tókum Esjuna með vinstri í dag! Veðrið fáránlega nett og menn frekar sprækir. Verst að Teddinn hafi ekki komist með, enda aldrei skellt sér upp á topp :-/ Saknaði ansi margra, sumir löglegir, sumir tæpir og sumir létu ekkert heyra í sér! Hérna eru alla veganna "the highlights" ferðarinnar:

- Fyrstur upp: Jovan.
- Fyrstir niður: Logi og Viktor Snær.
- Skór ferðarinnar: Elvar´s Nike's.
- H0llasta nestið: Palli.
- Flestar pásur á leiðinni: Þorkell!
- Óhollasta nestið: Nonni.
- Hundur ferðarinnar!
- Verstur að klifra: Breki!
- Mest göngulegastur: Ingvi.

-


Hópmynd (vantar pétur jökul, hallgrím snæ, jónas braga, jakob gabríel og heimi). Albúmið í heild sinni!


Annars er skollið á ljúft helgarfrí. Hafið það bara virkilega gott.

Á mánudaginn er leikur hjá C liðinu v Fylki (set hópinn inn á sun), en æfing hjá A og B. Einnig er Þróttur v Valur í mfl á Valbirni. A og B liðið keppir svo við ÍA seinna í vikunni (en fylkisleikurinn færist lengra aftur).

Sjáumst þokkalega sprækir á mán.
Ingvi - Teddi - Sindri.

- - - - -

Thursday, August 13, 2009

Fös - esjan!

Ble.

42 létu sjá sig í dag, sem er klassi. Gunni og Aron enn á injury list, Jakob allur að koma til, Heimir skráir sig fljótlega og svo er Arnar G mættur á klakann í nokkrar vikur. Aðrir væntanlega í fríi, en allir ættu að vera klárir í næstu viku þegar vika er í skólann :-/

Vona að ísinn hafi hresst menn í lok æfingarinnar - grænn hlunkur varð fyrir valinu í dag, svo bara toppur næst!

Við stefnum upp Esjuna á morgun, búið að vera á planinu í allt sumar. Vonum bara að það verði engin þoka og þokkalegt veður (annars set ég nýtt plan um hádegisleytið)!

- Fös - Esjuganga - Allir + foreldrar og systkini - kl.16.30 - 18.30.

Mæting bara við Esjurætur (aðeins lengra en Mosfellsbær) - þannig að reynið endilega að sameinast í bíla - dobbla gamla settið með í gönguna (og systkini :-) Ef einhver er alveg fastur má bjalla í kallinn og ég reyni að "fiffa" fari.

Menn í formi fara upp á topp á ca. klukkutíma og aðeins sneggri niður. Annars er ekkert mál að fara á sínum hraða. Hérna er gróf leið! Passið að vera ágætlega skóaðir (ekki mælt með vans). Endum á teygjum, spjalli og vatnsdrykkju í lokin, svo er audda ljúft að skella sér í pottinn!

Vona að sem flestir komist (enga leti).
Þetta er fín hreyfing og þjappar okkur meira saman :-)
Ingvi - RoadtripTeddi og hvað er Sindri eiginlega búinn að vera lengi á Spáni!



- - - - -

Wednesday, August 12, 2009

Fim!

Jójójó.

Afsakið hvað þetta kemur seint - þjálfaragrill niður í Þrótti yfir landsleiknum - ekkert rosalegur leikur hjá Íslandi - en ágætisstemming á vellinum skilst mér.

Æfum allir saman á morgun, fimmtudag:

- Fim - Æfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.15.00 - 17.00.

Tökum vel skipulagða æfingu og endum svo á nettu ísgúffi :-)
Stefnum jafnvel upp Esjuna á föstudaginn! Fylkisleikurinn í C verður á mánudaginn og í A og B örugglega á þriðjudaginn.

Eru ekki allir í stuði,
Ingvi - Teddi og Sindri tan.

- - - - - -

Tuesday, August 11, 2009

Ísl mót v Leikni - mán!

Jess.

Fyrsti leikur eftir pásuna - og það eiginlega sást. Menn voru ekki nógu áhugasamir og var lítil keyrsla í gangi! Niðurstaðan hálfdautt 0 - 0 jafntefli. Verðum að mæta klárari í bátana í næsta leik. En allt um þennan leik:

- - - - -
  • Hvaða leikur: C lið v Leikni í Íslandsmótinu.

Dags: Mánudagurinn 10.ágúst 2009.
Tími: kl.16.30 - 17.45.
Völlur: Leiknisgervigras.

Dómarar: ?
Aðstæður: Ekkert spes að spila á gervigrasinu - en veðrið var allt í gúddí.

Staðan í hálfleik: 0 - 0.
Lokastaða: 0 - 0.

Mörk: - - - - -
Maður leiksins: ?

Liðið: Kristófer í markinu - Birkir Örn og Marteinn Þór bakverðir - Hörður Gautur og Ýmir miðverðir - Kristjón fyrir framan vörnina - Logi og Skúli á miðjunni - Brynjar og Sigurður Þór á köntunum - Guðmundur Örn einn frammi. Varamenn: Hallgrímur Snær, Ólafur Guðni, Jakob Gabríel, Gunnar Reynir, Sölvi, Sigurjón og Pétur Jökull.

Frammistaða:
- Slugs - tökum það á okkur :-(

Almennt um leikinn: - Slugs - tökum það á okkur :-(

Liðstjóri: - Vantaði :-(

- - - - -

Ísl mót v Hauka - þrið!

Jess.

Pásan búinn og tími til að klára þessa fjóra leiki sem við eigum eftir í Íslandsmótinu. Spiluðum þokkalega í báðum liðum. Staðan hefði í raun átt að vera sú sama en allt kom fyrir ekki í seinni leiknum. Allt um það hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: A lið v Hauka í Íslandsmótinu.

Dags: Þriðjudagurinn 11.ágúst 2009.
Tími: kl.17.00 - 18.15
Völlur: Ásvellir.

Dómarar: Fínasta dómaratríó.
Aðstæður: Völlurinn virkilega góður og veðrið ansi sweet.

Staðan í hálfleik: 6 - 1.
Lokastaða: 10 - 3.

Mörk: Daði (4) - Elvar Örn (3) - Jovan (2) - Stefán Pétur.
Maður leiksins: Impossible að velja í dag :-/

Liðið: Hörður í markinu - Danni og Njörður bakverðir - Birkir Már og Sveinn Andri miðverðir - Anton og Palli á miðjunni - Jón Konráð og Elvar Örn á köntunum - Jovan fyrir framan miðjuna - Daði einn frammi. Varamenn: Andri Már, Jökull Starri og Stefán Pétur.

Frammistaða:


Höddi: Flottur í markinu, mjög sáttur hvað hann talar mikið - en sumt má vera meira í jákvæðari tón.
Danni: Mjög flottur í dag - einstaka sinnum lesinn, snúa þá bara við og spila tilbaka.
Njörður: Afar solid, varla feilspor (nema hefði hugsanlega mátt vera grimmari á 16 sekúndu)!
Birkir: Fáránlega flottur eftir englandsdvölina - klassa leikur.
Sveinn: Mjög góður leikur - lokaði á nánast allt með varnarcrewinu.
Anton: Algjörlega búinn að mastera þessa stöðu - 70 very good minutes.
Palli: Sama hér - vann mjög vel. Vantaði kannski nokkrum sinnum að stíga fyrir manninn. En flottur leikur.
Jón Konráð: Temmilegur í dag - átti nokkrar mjög góðar rispur en var rólegur þess á milli.
Elvar: Sama hér - ekki vitund þreyttur eftir flugið - kláraði virkilega vel sín færi og barðist líka eins og ljón.
Jovan: Góður leikur - setti tvö virkilega flott mörk fyrir utan teig - klárlega einn besti skotmaður flokksins.
Daði: Ótrúlega vinnusamur í fyrri hálfleik - var eins og hann væri að spila 3 stöður á vellinum. Virkilega vel klárað í mörkunum - meira svona.

Andri: Mætti í vinnsluna og var fínn á kantinum.
Stebbi: Fín innkoma, mikið í boltanum - komst á blað - og nokkuð hættulegur í fleiri skipti.
Jökull: Náði ekki að meta hann!


Almennt um leikinn:

Vissum ekki alveg hvað var að gerast þegar þeir ná að setja mark á 16 sekúndu - svo sem lítið sem við gátum gert nema vera hugsanlega aðeins fastari fyrir.

En létum þetta ekki á okkur fá og settum bara allt á fullt. Þeir sáu ekki til sólar það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Við settum 6 mörk og voru Daði og Elvar virkilega vel á tánum og uppskáru samkvæmt því.

Eftir hálfleikinn náðu Haukamenn aðeins að komast inn í leikinn - settu tvö mörk á okkur eftir smá sofandahátt hjá okkur. Aftur fórum við í gírinn og gerðum endanlega út um leikinn með þremur mörkum.

Aðrir punktar: Vantaði (eins og vanalega) meira tal milli manna, tala með sendingu (þótt það sé bara nafnið á manninum sem á að fá boltann). T.d. var eins og Daníel og Jón Konráð hafi aldrei spilað leik saman í ár (þegar í raun hafa þeir örugglega spilað ca.25 leiki saman) - tal milli tveggja manna verður að vera til staðar. Bjuggum til ótrúlega flottar sóknir þegar menn tóku bara 1-2 snertingar - Jón Konráð lagði 3-4 mörk upp því hann var fljótur að hugsa. Lokuðum mjög vel á þeirra sterkustu menn, vorum alltaf mættir á miðjunni og þegar það svæði er unnið þá erum við yfirleitt í mjög góðum málum.

Svo er bara að fylgja þessum sigri eftir með toppleikjum í næstu viku gegn Fylki og ÍA.

Liðstjóri: Jón Andri (elvar örn).

- - - - -
  • Hvaða leikur: B lið v Hauka í Íslandsmótinu.

Dags: Þriðjudagurinn 11.ágúst 2009.
Tími: kl.18.20 - 19.35.
Völlur: Ásvellir.

Dómarar: Fínasta dómaratríó, head ref tók tvist :-)
Aðstæður: Völlurinn virkilega góður og veðrið ansi sweet.

Staðan í hálfleik: 1 - 2.
Lokastaða: 3 - 3.

Mörk: Breki - Jónas Bragi - Arnar P.
Maður leiksins: Aron Brink.

Liðið: Vésteinn Þrymur í markinu - Hörður Gautur og Viktor Snær bakverðir - Þorkell og Birkir Örn miðverðir - Jökull og Jónas Bragi á miðjunni - Breki og Andri Már á köntunum - Björn Sigþór og Bjarni Pétur frammi. Varamenn: Jón Kaldal, Aron Brink, Arnar P og Daníel Þór.

Frammistaða:


Vésteinn: Lítið að gera í dag - spurning með aukaspyrnuna - en annars vel á tánum og með fínar spyrnur.
Höddi: Mjög duglegur, vann vel og skilaði boltanum vel frá sér.
Viktor: Sama hér, mjög vinnusamur, fór nokkrum sinnum upp með arnari, bara meira af því.
Þorkell: Mjög solid leikur í heildina, en spurning með staðsetningu í marki nr.2!
Birkir: Sama hér -
mjög solid leikur, en spurning með staðsetningu í marki nr.3!
Jökull: Fínasta vinnsla þann tíma sem hann var inn á.
Jónas: Vann mjög vel, en vantaði aðeins að stjórna spilinu betur út á kantana - en fór í alla bolta og vann þá flesta.
Breki: Mjög duglegur í dag - vann vel að vanda og ógnaði mikið. (átti kannski snappið ekki skilið í lokin, en hefði viljað fá það horn beint inn í)!
Andri: Einn af fáum sem voru virkilega á fullu í byrjun leiks og voru að gera eitthvað af viti.
Björn: Fannst lítið koma út úr honum í fyrri - en virkilega seigur í seinni og mjög óheppinn að klára ekki með marki.
Bjarni: Sama hér - átti að setja alla veganna tvennu í dag - en samt sem áður flottur að koma sér í færin. Setur hann í næsta.

Arnar: Virkilega góð keyrsla allann tímann - á fullu fram og tilbaka. Átti örugglega 8 sendingar fyrir sem er klassi; 4 flottar og 4 lala.
Kaldal: Nokkuð solid inn á miðjunni - vantaði aðeins að "smella" boltanum betur út á vængina, vorum soldið í þrönga pakkanum inn á miðjunni.
Daníel Þór: Flottur - barðist vel, einstaka sending sem hefði mátt vera betri. Annars góður.
Aron Brink: Mætti inn á og átti "plesið" - hefði átt að spila allann leikinn.


Almennt um leikinn:

Byrjuðum leikinn (að vanda) á hálfum hraða - það vantaði mikið upp á spilið, í raun mjög lítið að gerast. Náðum samt að komast yfir - og vorum miklu meira með boltann en þeir, en náðum ekki að búa til nógu góð færi úr því (nema 2-3 sem við klikkuðum á).

Eftir töluvert miðjumóð og nokkur asnaleg brot hjá okkur, þá komast þeir inn í leikinn með marki úr aukaspyrnu. Og aðeins seinna komast þeir svo yfir eftir sofandahátt í vörninni (alltaf sjá mann og bolta). Við unnum miðjuna ekki nógu vel, héldum boltanum illa og vorum hálf slakir það sem eftir lifði hálfleiks.

Komum töluvert sprækari eftir hálfleikinn - sóttum mikið á þá og boltinn rúllaði betur. Náðum svo að jafna leikinn sem róaði okkur aðeins. Sóttum áfram en án árangurs. Vantaði að klára sóknirnar með topp sendingu eða fyrirgjöf - Það vantaði oft, sem var mjög fúlt, því við vorum búnir að gera svo vel og láta boltann rúlla fínt. Þeir setja svo þriðja markið á okkur, eiginlega alveg eins og annað markið. Gríðarlegt sjokk því við áttum allann leikinn fram að þessu. Markmaður þeirra átti örugglega sinn besta leik ever, auk þess sem að við voru ansi óheppnir trekk í trekk + haukamenn börðust eins og ljón allann leikinn.

En (sem betur fer) náðum við að jafna í lokinn - sem er auðvitað flottur karakter, að detta ekki í "bömmer" - heldur sækja áfram af krafti. Við munum fara í atriði sem snúa að sóknarhlaupum sem og að taka fleiri "slútt æfingar". Stig er stig - en verðum svo mættir klárir í næsta leik og algjörlega komin tími á að allir eigi 100% leik.

Liðstjóri: Jón Andri (elvar örn).

- - - - -

Mið!

Sælir drengir.

Þá eru öll lið búin að taka einn leik eftir pásuna. Við náðum fjórum stigum út úr leikjunum við Hauka í dag. A liðið vann nokkuð örugglega eftir að hafa fengið á sig mark á 16 sekúndu (eitthvað sem menn vilja ekki lenda í aftur). En niðurstaðan í þeim leik 10 - 3. Hef sjaldan séð eins mikla yfirburði og í B liðs leiknum, var hreinlega að fara "á límingunum" á línunni, eiginlegt hægt að sekta mig um "snapp" á köflum - því lokatölur 3 - 3 (þar sem við jöfnum í seinni tvö skiptin). Setningin "hvernig færi viltu fá" á vel við fyrir suma leikmenn, því ég held að 8 dauðafæri hafi farið forgörðum. En svona er boltinn.

A lið v Hauka: 10 - 3 (daði 4 - elvar örn 3 - jovan 2 - stefán pétur).
B lið v Hauka: 3 - 3 (breki - jónas bragi - arnar p).
C lið v Leikni: 0 - 0.


Miðvikudagur á morgun, staðfest frí hjá öllum. Hvet þá sem voru að spila áðan að taka góðan pott, hina að skella sér út á sparkvöll :-) En minni líka á landsleikinn sem er á morgun: Ísland v Slóvakía - sem hefst kl.19.00. Annað hvort kíkja á Laugardalsvöll (ath - er með nokkra miða á leikinn ef einhver hefur áhuga - hitta mig kl.18.45 fyrir framan Þrótt og fá miða) eða hlamma sér bara í sófann og horfa á rúv!

Sjáumst svo hressir á fimmtudaginn, tökum þá morgun-ís-æfingu (ekkert of snemma). Fylkisleikirnir verða færðir eitthvað til.

Ok sör.
Skýrslur í vinnslu.

Sjáumst á fimmtudaginn.
the gang.

- - - - -

Sunday, August 09, 2009

Þrið - leikir v Hauka!

Sælir strákar.

Við erum byrjaðir aftur á fullu eftir fríið - tvær vikur í skólann - ca.4 leikir á lið eftir í Íslandsmótinu - og ca.7 vikur í flokkaskiptin (en nú er ég kannski aðeins kominn of langt).

Leikurinn: Við mættum sem sé Leikni fyrr í dag í C liðum. Veit ekki hvort að menn hafi verið ennþá í fríi í huganum eða hvort gerivgrasið hafi verið að trufla menn, en lokatölur 0-0 í frekar daufum leik. Ekki líkt okkur að skora ekki í heilar 70 mínútur - og held að þetta sé fyrsta 0-0 jafnteflið þetta tímabil!

Æfingin: Fínasta mæting og mér fannst við gíra okkur nokkuð vel upp fyrir morgundaginn. En eins og ég nefndi í lok æfingarinnar þá er allt of mikill pirringur í gangi hjá sumum leikmönnum, nefni engin nöfn og veit ekki hver ástæðan getur verið - en í guðs bænum reynið að vera jákvæðari, hvetja og leiðbeina með betri tón og hafa meira gaman af boltanum, alle sammen.

En sem sé tveir leikir v Hauka á morgun, þriðjudag, á þeirra heimavelli. Undirbúum okkur vel og mætum í topp standi:

- A lið v Hauka - Mæting kl.16.10 upp á Ásvelli (litli skúrinn) - keppt frá kl.17.00 - 18.15:

Hörður Sævar - Njörður - Stefán Pétur - Daníel L - Elvar Örn - Jökull Starri - Sveinn Andri - Anton Orri - Páll Ársæll - Jón Konráð - Andri Már - Jovan - Daði - Birkir Már.

- B lið v Hauka - Mæting kl.17.30 upp á Ásvelli (litli skúrinn) - keppt frá kl.18.20 - 19.35:

Varamenn í A liðs leiknum + Vésteinn Þrymur - Jónas Bragi - Birkir Örn - Aron Brink - Arnar P - Björn Sigþór - Breki - Bjarni Pétur - Andrés Uggi - Daníel Þór - Viktor Snær - Þorkell - Jón Kaldal - Hörður Gautur.

Ok sör, alles klar. Það verður spilað á grasi (ef einhverjir voru að velta því fyrir sér).
Frí hjá þeim sem ekki keppa (bónusstig ef einhver kemur í bíltúr að horfa).
Heyrið svo í mér ef það er eitthvað.

Tökum á essu, vilji + kraftur.
Ingvi - Teddi - Sindri.

- - - - - -

Saturday, August 08, 2009

Mán - leikur + æfing!

Jamm jamm.

Loksins er leikjapásan búin - C liðið byrjar með leik v Leikni á morgun, mánudag, á útivelli. Aðrir mæta ferskir á æfingu. Það var soldið erfitt að finna út hverjir eru klárir og hverjir ennþá
í fríi - þannig að látið mig endilega vita sem fyrst ef þið vitið um einhvern sem kemst ekki að keppa (eða kemst og er ekki nefndur). A og B keppa svo v Hauka strax á þriðjudaginn.

En hérna er planið:

- Mán - C lið v Leikni - Mæting kl.15.45 upp í félagsheimili Leiknis - keppt frá kl.16.30 - 17.45:

Kristófer Karl - Hallgrímur - Birkir Örn - Brynjar - Ólafur Guðni - Guðmundur Örn - Jakob Gabríel - Gunnar Reynir - Skúli - Sölvi - Kristjón Geir - Sigurður Þór - Pétur Jökull - Ýmir Hrafn - Logi - Hörður Gautur - Marteinn Þór - Sigurjón.

- Æfing - Suðurlandsbraut - kl.15.30 - 17.00: Allir aðrir sem ekki keppa.

Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
Sjáumst dúndur ferskir,
Ingvi (8698228)- Teddi - Sindri.

- - - - -

Friday, August 07, 2009

Helgin!

Ja hérna.

Yngra árið tók örugglega verstu hjólaferð í sögunni í morgun. Kannski full ýkt hjá mér, menn skemmtu sér vel held ég. En við erum að tala um: Tveir sváfu yfir sig og komu of seint - Dekkið hans Andrésar sprakk - Ég gleymdi að taka með bolta - Þrír gleymdu pening - Höddi hjólaði á bíl og tók af númeraplötuna - Einn datt - Sparkvöllurinn var ekki laus (reddaðist samt) - Sundhöllin var lokuð - Þrír gleymdu sund dóti - en allir komust þó heilir heim :-)

Eldra árið hafði það víst notalegt í sjónvarpsherberginu - finnst eiginlega að þeir ættu að taka aukaæfingu um helgina!

En jam, sem sé helgarfrí, nema hvað við þurfum aðeins að gefa af okkur í tveimur leikjum meistaraflokks um helgina og sækja boltana:

- Laugardagur- Mfl kvk v HK/Víking - Valbjörn - kl.14.00 (sölvi - kristjón - kristófer).

- Sunnudagur - Mfl kk v Grindavík - Valbjörn - kl.19.15 (8 boltasækjarar mæta hálftíma fyrr).

Endilega setjið inn í commentin hvort þið séuð lausir í leikinn á sunnudaginn. Hafið það annars massa gott um helgina.
Ég set svo C liðs hópinn inn á sunnudag (leikur v leikni á mán - æfing hjá a og b).

Heyrumstum,
ingvi - teddi - sindri.

- - - - -

Thursday, August 06, 2009

Fös!

Sælir meistarar.

26 mættir í dag í ekki svo spes veðri - vona samt að flestir hafi verið með útilegu-afsökun en ekki í sófanum! Oft séð menn sprækari í spilinu - verðum að fara að setja okkur í gang - fullt af leikjum í næstu viku.

Tókum vító í lokin - kallinn var eins og vanalega, eins og kisa í markinu. En Andri Már tók etta á endanum eftir að Jónas Bragi skaut framhjá. Andri á inni vegleg verðlaun (sem minnkuðu samt aðeins því hann hvorki fór né horfði á mfl leikinn í gær). Engin þorði samt að taka totti 1 totti 2 á etta (hann er b.t.w. jafn gamall og ég)!

Föstudagur á morgun (óje), við ætlum að tvískipta hópnum, og vera með mismunandi prógrömm:

- Yngra ár - Hjólaferð + sparkvöllur + sund - Mæting niður í Þrótt kl.10.00 - Búið ca.13.30 (látum veðrið ekki á okkur fá) - Taka með sund dót og penge fyrir sundinu og léttu gúffi (t.d.500kr).

- Eldra ár - Óvissuæfing - Mæting niður í Þrótt kl.15.00 - búið ca.17.00 - Koma með smá hressingu með sér (t.d.kristall+ og ostaslaufa)!

Vona að sem flestir komist, þannig að þetta verði sem skemmtilegast. Bjallið í okkur ef það er eitthvað (teddi:eldri og ingvi:yngri). Alrighty.

Sjáumst á morgun,
The Gang.

- - - - -

Wednesday, August 05, 2009

Fim!

Ó já.

Við erum að tala um 3 stig á Fjölnisvelli á afmælisdegi félagsins. Vonandi náðu þið að kíkja á leikinn. Svo bara halda áfram á þessari braut, ekkert gefins í essu - næstu leikur heimaleikur v Grindavík á sunnudag.

En við æfum allir saman á morgun - vorum alls 24 í gær en hljótum að mæta 30 + á morgun. Stefnum svo á yngri/eldri á fös.

- Fim - Æfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.15.00 - 16.30.

Og já, þið getið (nánast) bókað upphitun + spil á morgun :-)

Síja,
ingvi - teddi - sindri.


- - - - -

Tuesday, August 04, 2009

Mið!

Sælir strákar.

Fámennt en góðmennt í dag - en bara nokkuð sprækir, tókum meir að segja David leikinn, sem eldra árið vann, en skulduðum smá spil í lokinn - bætum úr því seinna í vikunni.

Það er frí á æfingu á morgun, miðvikudag, en hvetjum hins vegar alla að kíkja á mfl. upp í Grafarvog um kvöldið, á 60 ára afmælisdegi félagsins:

- Mið - Mfl v Fjölni - Fjölnisvöllur - kl.19.00.

Reyndar líka í sjónvarpinu! En annars hittumst við sjálfir svo aftur á fimmtudaginn og förum að undirbúa næstu leiki í Íslandsmótinu.

Ok sör.
Sjáumst,
Ingvi (mun verma) - Teddi (tók kisuna á etta í marki í dag) - Sindri @ Costa del sol.


Monday, August 03, 2009

Þrið!

Bledsen.

Menn ferskir eftir helgina! Algjörlega kominn tími á bolta, æfum allir saman á morgun, þriðjudag:

- Æfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.15.30 - 17.00.

Enn einhverjir út úr bænum þannig að við verðum bara alle sammen - og gamli ræður ríkjum niður í þrótti fyrri parts dags þessa daganna.

Svo mfl v Fjölni á miðvikudag, á 60 ára afmælisdegi Þróttar. Ok loks æfing fim og fös hjá okkur.

Sjáumst alveg eldhressir,
Ingvi - Teddi - Sindri.

p.s. mæti með "cammeruna" og vil sjá trix!

- - - - -