Monday, September 28, 2009

Takk fyrir tímabilið!

Sælir drengir.

Náði kannski ekki að segja allt sem ég vildi á lokahófinu okkar - svo fékk kallinn ekkert að taka í hljóðnemann á uppskeruhátíðinni :-(

Allla veganna,

Takk kærlega fyrir tímabilið. Held að við getum verið rosalega sáttir við árið - við erum búnir að fara vel yfir árangurinn og smá yfir hvað hægt væri að gera betur.

Ég (kallinn) er sem sé kominn í árs pásu frá þjálfun - býst samt sterklega við að hitta ykkur eitthvað, kíki alla veganna á leiki hjá ykkur. Verður pínu skrýtið að hitta ykkur ekki reglulega (snökt).

Gamli heldur áfram með 4.flokkinn, ásamt Bryngeiri. Og sá síðastnefndi verður svo með 3.flokkinn. Þannig að það er allt klárt.

Nýtt gervigras - koddu með það. Búinn að prófa það einu sinni (bestur á árgangamóti þróttar um daginn). Þetta er náttúrulega snilld, loksins geta markverðirnir farið að skutla sér almennilega!

Stór og flottur hópur flyst nú upp í 3.flokk og verður yngra árið í 3.flokki:

Og mun hjálpa fámennu en flottu eldra ári að komast upp úr C riðlinum næsta sumar. Verðugt verkefni. Þið þurfið bara að taka ábyrgð og standa ykkur - veit að þið gerið það. Svo bara að fá fleiri leikmenn í úrtakshópa KSÍ. Bryngeir aðalþjálfari verður með flokkinn - veit ekki hvort það sé kominn aðstoðarþjálfari ennþá. Nokkrar æfingar voru í síðustu viku, og sú næsta á morgun, þriðjudaginn 29.sept (sjá betur bloggið á þrottarasíðunni).

Nettur hópur færist um eitt ár og verður eldra árið í 4.flokki:

Aðeins fámennar hópur en sá sem flyst upp um flokk - en kemur ekki að sök. Menn í þessum hóp eru samhentir og æfa vel. Bara halda því áfram. Passa að taka vel á móti yngra árinu. Þetta verður spennandi ár. Bara byggja á því sem þið eruð búnir að áorka og bæta við það. Teddi mun halda áfram með flokkinn, auk þess sem Bryngeir bætist við. Flott teymi og er fyrsta æfingin örugglega á fimmtudaginn kemur 1.okt (sjá betur bloggið á þróttarasíðunni).

Annars þakka ég og Teddi ykkur bara kærlega fyrir aftur, einnig Sindranum - virkilega flottur þegar hann komst.

Ég vona að þið strákar séuð almennt sáttir með árið. Annars þætti mér vænt um öll "comment" sem þið hafið um árið, þjálfunina, innkomurnar, hárgreiðslurnar ofl :-)

Takk kærlega og heyrumst.
ingvi (869-8228 - ingvisveins@langholtsskoli.is), Teddi og Sindri.

- - - - - -

12 Comments:

At 10:17 PM, Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir snilldar ár kv Palli

 
At 10:25 PM, Anonymous Jovan said...

takk fyrir árið, virkilega flott ár hjá okkur og miklar framfarir hjá öllum :D

 
At 7:42 AM, Anonymous Breki said...

Takk kærlega fyrir árið þetta var snildar ár og ég vona að við hitumst aftur í boltanum (:

 
At 10:10 AM, Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir mjög skemmtilegt sumar og snilldarþjálfun á drengjunum okkar. Þið eruð bara flottir þjálfarar. Ásta

 
At 12:56 PM, Anonymous nonni said...

takk fyrir skemmtilegt ár :D

 
At 3:00 PM, Anonymous Nizzar said...

Takk fyrir skemmtilegt og snilldar ár

 
At 9:13 PM, Anonymous Anonymous said...

takk fyrir snilldar ár

kristó

 
At 11:36 PM, Anonymous Elvar said...

takk fyrir snilldar ár , árangurinn leynir ekki á sér sérstaklega á árangrinum og fl..
vonandi hittumst við aftur á vellinum:D

 
At 11:36 PM, Anonymous Elvar said...

ég ætlaði að segja framfarirnar leyna ekki á sér sérstaklega á árangrinum:D

 
At 11:59 PM, Anonymous Ægir Rúnar said...

Mig langar að þakka ykkur, þjálfarar, fyrir frábært ár. Strákarnir mínir voru ótrúlega ánægðir með ykkur og nutu sí í botn allt tímabilið. Þið voruð gott "team" og náðuð vel vel til drengjanna :D
Með bestu kveðju og áfram Liverpool
Ægir Rúnar ( faðir Daníels Þórs og Viktors Snæs )

 
At 11:06 AM, Anonymous Ýmir Hrafn said...

Danke für ein wunderbares Jahr , Ingvi Fhürer ein großer Kursleiter herein verfehle ich Sie als atrainer.
Und ich hoffe für ein eingefleischtes Jahr mit Teddi und Bryngeir.
Ihr Fußballstudent Ýmir Hrafn.

 
At 2:21 PM, Anonymous kristjón said...

takk fyrir snilldar ár :):):):):):)
kv. kristjón

 

Post a Comment

<< Home