Friday, March 31, 2006

Leikir helgarinnar!

Heyja.

Hérna er miðinn sem allir fengu á æfingu áðan.
Verið endilega snöggir að heyra í mér ef þið komust
ekki á æfinguna.

Sjáumst.
.is

- - - - -

4.flokkur karla
31.mars ´06
Knattspyrnufélagið Þróttur
Reykjavíkurmót KRR


Gaurar!

Það eru 4 leikir hjá okkur á morgun, 1.apríl (ekki aprílgabb). 3 leikir v Fjölni á gervigrasinu okkar og 1 leikur við Fylki upp í Árbæ. Passið upp á félagann, passið að koma með allt dót í tösku, mæta á réttum tíma og undirbúa sig vel. Ok sör! Mætingar eru eftirfarandi:

Sjáumst í dúndur stuði,
Þjálfarar

Mæting kl.11.00 upp á Fylkisvöll – keppt frá kl.11.30 – 12.45:
Kristófer – Orri – Reynir – Tryggvi – Jóel – Þorleifur – Mikael Páll – Daði Þór – Anton Helgi – Davíð Þór – Sindri – Daníel I – Ágúst Heiðar –Daníel Örn – Matthías – Dagur.

- - - - -

Mæting kl.13.15 niður í Þrótt – keppt frá kl.14.00 – 15.15:
Anton – Snæbjörn – Símon – Jónas – Bjarmi – Aron Ellert – Ástvaldur Axel – Bjarki Þór – Daníel Ben – Gylfi Björn - Viktor. Kristján Einar – Árni Freyr – Arnþór Ari.

Mæting kl.14.40 niður í Þrótt – keppt frá kl.15.20 – 16.35:
Kristján Orri – Bjarki B – Einar Þór – Bjarki Steinn – Guðlaugur – Jakob F – Atli Freyr. Stefán Tómas – Arnar Kári – Úlfar Þór – Guðmundur A – Jón K – Anton S - Kormákur.

Mæting kl.16.00 niður í Þrótt – keppt frá kl.16.40 – 17.55:
Anton S – Stefán Karl – Arnar Már - Davíð Hafþór – Flóki – Arnar P – Tumi – Starkaður – Kristófer H – Gunnar B – Ágúst Ben – Hreiðar Árni – Jónmundur – Pétur Dan! – Óskar – Leó. Kevin Davíð – Hákon – Emil Sölvi – Elvar Aron

- - - - -

Meiddir / veikir / ? Ævar Hrafn – Ingimar - Davíð B – Arianit – Ingvar – Gabríel J.

p.s. minnum á Þróttur v Grindavík í kvöld upp í Egilshöll kl.19.00 – menn sem mæta fá að sjá um vítaspyrnur og aukaspyrnur á morgun!!

Friday!

Sælir.

Eins og allir vita þá var frí í gær. og ég veit að þetta er
gömul lumma en við förum að byrja á auka/sér æfingum.

Vonast til að klára Fylkisleikina fyrir leiki morgundagsins
en við eigum fjóra leiki á morgun, laugardag; 3 við Fjölni á
heimavelli og 1 við Fylki á útivelli.

En allt um það á æfingunni í dag, föstudag:

Kl.14.30 - 16.00 á gervigrasinu. afar mikilvægt að menn mæti
(og láti vita ef þeir komast ekki). Megum alls ekki lenda í veseni
með mannskap í leikina á morgun.

Við munum taka innbyrðisleik, 11 v 11 á öllu gervigrasinu. þannig að
einhverjir verða á tennisvellinum.

Egill T þarf að detta í endajaxlatöku, sem er by the way ekki það skemmtilegasta
í heimi! Þannig að hann er löglega afsakaður í dag.

Kiddi á afmæli í dag. JAMM, 17 ára kvikindi. Sem þýðir að ég get lagt bílnum mínum
og bjallaði í kidda whenever! hann hlýtur svo að mæta með ekvað gúff í dag!

Að lokum minni ég á Þróttur v Grindavík í kvöld kl.19.00 upp í Egilshöll. Nú hljóta
menn að láta sjá sig. orðið soldið þreytt að beila alltaf.

Sjáumst í dag.
Ingvi og co.

Tuesday, March 28, 2006

Miðvikudagurinn 29.mars!

Sælir strákar.

Dagurinn í dag lítur svona út:

- Yngra árið æfir kl.16.30 - 18.00 á gervigrasinu.
Ingvi og Kiddi massa æfinguna.

- Eldra árið æfir kl.18.00-19.15 inní í Langó.
Egill og Egill massa dýnubolta ofl.

Passið að klæða ykkur vel fyrir gervigrasæfingur.
Látið heyra í ykkur ef þið komst ekki á æfingu - legg mikla
áherslu á það.
Kíkið svo á meistaradeildina um kvöldið.

Sjáumst,
þjálfarar

Monday, March 27, 2006

Leikur v Fjölni!

Jebba.

Við unnum góðan sigur á Fjölnismönnum í gærkveldi.
Við vorum eitthvað stressaðir með mannskap í leikinn en
það reddaðist heldur betur - menn greinilega á tánum á
blogginu! En allt um leikinn hér:

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 28.mars 2006.
Tími: Kl.18.30 - 20.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 4 - Fjölnir 2
Staðan í hálfleik: 2 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 3-1, 3-2, 4-2.

Maður leiksins: Anton Sverrir.
Mark: Anton Sverrir 2 - Jakob Fannar - Krissi.

Vallaraðstæður: Lúmskt kalt en gekk alveg.
Dómarar: 2 frá Fjölni - sluppu ágætlega frá leiknum.

Liðið (4-4-2): Orri í markinu - Ágúst og Elvar bakverðir - Kristó og Davíð Hafþór miðverðir - Tryggvi og Krissi á köntunum - Arnar Már og Jakob Fannar á miðjunni - Arnar Páll og Anton Sverrir frammi + Stefán Karl, Jóel, Reynir, Emil Sölvi, Kevin Davíð, Daníel Örn, Kristófer H og Gabríel.

Almennt um leikinn:

Við byrjuðum svo sannarlega vel og náðum að skora tvö mörk á fyrstu mínútunum. Það gefur alveg ferlega mikið. Anton setti þessi tvö mörk eins og skot. Bæði komu eftir snilldarsendingu innfyrir. Vorum tæpir að fá á okkur mark um miðbik fyrrihálfleiks, en vörnin vann vinnu sína vel. Í byrjun seinni hálfleiks setti Jakob flott mark. Þá vorum við orðnir nokkuð öryggir með okkur. En þá byrjuðu Fjölnismenn að sækja á fullu. Fengum á okkur tvö klaufamörk og heppnir að fá ekki á okkur eitt eða tvö enn. Staðan var því 3-2 þegar leikurinn var að klárast, og mikil pressa sem fjölnismenn settu á okkur. En viti menn, innsiglaði þá Krissi sigurinn með glæsilegu marki.

Góður leikur almennt.

- - - - -

ATH - mikilvægt - leikur við Fjölni!

Heyp.

Í kvöld, þriðjudag, er leikur við Fjölni á gervigrasinu okkar.
Það var ekki nógu góð mæting í gær (hjá þeim sem áttu að
mæta - þeir sem fóru á þorlákshöfn voru löglega afsakaðir).
En ég veit að það eru líka veikindi.

En alla veganna, eftirfarandi leikmenn eiga að mæta:

- Mæting kl.17.45 niður í Þrótt - keppt frá kl.18.30 - 20.00:

Orri - Stefán K í marki. Matthías - Ágúst H - Kevin D - Davíð Þór - Tryggvi - Þorleifur - Jóel - Elvar Aron - Reynir - Hákon + Anton Sverrir - Kristján Orri - Kristófer - útispilarar! Arnar Páll - Arnar Már - Davíð Hafþór - Tumi - Kristófer Hamilton - Jakob Fannar.

?: Arianit - Daníel Örn – Sindri - Guðmundur Andri – Gabríel Jóhann – Emil Sölvi - Ingvar – Dagur – Davíð B – Hreiðar Árni.

Mjög mikilvægt er að leikmenn láti vita ef þeir komast ekki. Eins er
gott ef þið heyrið í hvor öðrum og bókið að allir séu klárir!

Sjáumst í kvöld,
Þjálfarar

Sunday, March 26, 2006

Mán 26.mars!

Jó.

Smá breyting í dag (mán) út af ferðina hjá yngra árinu um helgina!
Það verður engin æfing á tennisvellinum kl.3 hjá yngra árinu.

Í staðin mega þeir strákar á yngra ári sem vilja, vera með á
eldra árs æfingu kl.4 á gervigrasinu. Sem sé í lagi að slaka á
eftir þriggja daga "törn", en líka í góðu lagi að koma á æfingu kl.4.

Látið þetta berast,
sjáumst 4 á gervi.

.is og co.

Ferðin!

Sælir.

Tek nánast copy/paste á etta! en ekki alveg:

Ferði yngra ársins til Þorlákshafnar heppnaðist einnig afar vel
nú um helgina. Að þessu sinni rúlluðu 22 strákar austur, 2 voru veikir
og um 6 komust alls ekki. Sem sé aftur nettur fjöldi, og ásamt strákunum
voru þjálfararnir 3-4 (egill t fékk afmælisfrí og eymi lét sjá sig þar sem kiddi
og egill skelltu sér til reykjavíkur til að tapa fyrir kr!).

Dagskráin var aftur pökkuð, en við náðum samt fullkomna dagskránnna síðan
um síðustu helgi. En veðrið var alls ekki eins :-( það var afar kalt út og rok eins
og ég veit ekki hvað. en við vældum það nú ekki (nema sumir) og tókum 2 útiæfingar
ásamt 2 inniæfingum og tókum vel á því - og nokkrir frekar þreyttir enda kepptu
á móti Fylki á laugardaginn.

Ghana (anton-danni-arnþór-matti-arnar kári) vann innanhúsmótið með naumindum! Ástralía fylgdi rétt á eftir. Perú kom svo og loks Finnland.

Við tókum aftur fullt af keppnum og veittum fullt af verðlaunum:

- Stebbi vann snuddukeppnina.
- Anton Sverrir vann teygjukeppnina.
- Árni vann þróunarleikinn.
- Diddi tók steinn-skæri-blað-leikinn.
- Krissi hélt oftast á lofti með hakkisakk.
- Krissi vann líka hittnikeppnina.
- Kristófer vann vítaspyrnukeppnina.
- Danni var markahæstur á mótinu.
- Anton Sverrir fékk á sig fæstu mörkin.
- Mikki og Matti voru grófastir í spilinu!
- Stebbi og Nonni tóku flesta klobbana.
- Hákon átti flottasta fagnið.
- Krissi átti flottasta markið.

En skemmtileg ferð.
Vona að menn hafi verið sáttir.
og svo bara næsta ferð á Laugarvatn í lok maí :-)

.is

Leikir við Fylki!

Jamm.

Þar með er Reykjavíkurmótið byrjað. Hófst nú ekki
vel hjá okkur - margir leikmenn veikir og einhver hreyfing
á liðum á leikdag. En sáum samt margt gott sem við komum
bara til með að byggja á. Skoruðum alls 4 flott mörk í dag og sköpuðum
okkur fullt af færum. En allt um leikina hér:

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 25.mars 2006.
Tími: Kl.10.00 - 11.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 1 - Fylkir 6
Staðan í hálfleik: 0 - 3.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3, 0-4, 1-4, 1-5, 1-6.

Maður leiksins: Daníel Ben.
Mark: Daníel Ben (43 mín).

Vallaraðstæður: Það var frekar kalt úti og grasið þurrt en slapp svo sem alveg.
Dómarar: Egill T og Kiddi - góðir.

Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Arnþór og Símon bakverðir - Aron og Diddi miðverðir - Ási og Gylfi á miðjunni - Bjarki Þór og Gulli á köntunum - Danni (fyrirliði) og Árni frammi + Viktor og Snæbjörn.

Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Fyrstu mínúturnar voru í fínu lagi hjá okkur - þrátt fyrir basl að manna liðið og fá alla 11 til að byrja á réttum tíma! En Fylkismenn voru á undan að skora og má segja að frá þeirri mínútu sem þeir skora, þá hætti eitthvað hjá okkur (loðir soldið við okkur!)

Við fáum á okkur 3 mörk í fyrri hálfleik, sem er bara allt of mikið og gerði framhaldið ansi erfitt. 1 mark eftir skot utan af velli (misstum boltann illa) og 1 eftir að við misstum sóknarmann hjá fylki innfyrir okkur (líka eftir að hafa misst boltann illa).


En við vöknuðum aðeins við markið hjá Danna, sem var náttúrulega massa flott. Spiluðum bara vel á köflum og hefði verið snilld að bæta við öðru marki. En það vantaði samt að allir í liðinu væru á þeim buxunum, þ.e. að virkilega djöflast á 110% og setja á þá með krafti.

En það vantaði verulega í liðið hjá okkur - og það er ekki vænlegt til árangurs að vera 10 leikmenn nokkrum mínútum fyrir kickoff. Veikindi settu náttúrulega þann svip á leikinn.
Þannig að við bíðum bara þanngað til í næsta leik að sanna okkur. Er þaggi?

- - - - -


Dags: Laugardagurinn 25.mars 2006.
Tími: Kl.11.20 - 12.35.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 2 - Fylkir 5
Staðan í hálfleik: 0-3.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3, 1-3, 1-4, 2-4, 2-5.

Maður leiksins: Einar Þór.
Mark: Anton Sverrir (43 mín) - Bjarki Steinn (53 mín).

Vallaraðstæður: Það var frekar kalt úti og grasið þurrt en slapp svo sem alveg.
Dómarar: Kiddi og Egill B - nokkuð traustir.

Liðið (4-4-2): Snæbjörn í markinu -Daði og Úlli bakverðir - Viktor og Arnar Kári miðverðir - Stefán Tómas og Kormákur á köntunum - Jón Kristinn, Atli Freyr (fyrirliði) og Einar Þór á miðjunni - Bjarki Steinn einn frammi + Kristján Orri og Anton Sverrir.

Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Það vantaði meiri kraft í byrjun leiksins og vilja til að vera á undan að skora. úrslitin gefa það kannski til kynna að við höfum verið mun lakari aðilinn en svo var alls ekki.


Þetta var frekar týpískur leikur fyrir okkur - hitt liðið á undan að skora og það snemma í leiknum. Fáum svo á okkur mark nr.2 og við það dettur svolítið botnin úr okkar leik. En náum samt að setja mark á þá í byrjun seinni hálfleiks og koma okkur aðeins inn í leikinn.

Hefðum átt að vinna miðjuna betur með 3 menn á miðmiðjunni, en þegar við höfum spilað með þetta kerfi á miðjunni þá höfum við í raun aldrei náð að klára það dæmi. Þurfum að fara betur í skipulagið í sambandi við það.

Það vantar líka betra skipulag fram á við. og aðallega að menn hreyfi sig betur og vilja fá boltann. algjörlega gömul lumma sem við erum endalaust að tönglast á.

En fín mörk sem við skoruðum - vantaði bara aðeins upp á agann og grimmdina í vörnina.
en það kemur.

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 25.mars 2006.
Tími: Kl.12.40 - 13.55.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 1 - Fylkir 2
Staðan í hálfleik: 0 - 2.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 1-2.

Maður leiksins: Starkaður.
Mark: Flóki (45 mín).

Vallaraðstæður: Það var frekar kalt úti og grasið þurrt en slapp svo sem alveg.
Dómarar: Ingvi og Egill B - besta parið í dag!

Liðið (4-4-2): Kristó í markinu - Þorleifur og Anton Helgi bakverðir - Gunnar Björn (fyrirliði) og Jónmundur miðverðir - Jóel og Ágúst Ben á köntunum - Mikael Páll og Starkaður á miðjunni - Flóki og Tryggvi frammi + Daníel I, Davíð Þór og Óskar.

Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Hefðum þokkalega átt að ná alla veganna jafntefli í þessum leik, ef ekki vinna hann. Við fengum á okkur tvö ódýr mörk í fyrri hálfleik. Þeir voru með snöggann sóknarmann (sem spilaði b.t.w. leikinn á undann líka) og áttum við í smá erfiðleikum með hann. En vörnin var annars nokkuð traust - hélt línunni prýðilega.


En jamm, vorum sem sé ekki vaknaðir í byrjun en tókum við okkur í kringum hálfleikinn. Við lágum í sókn í seinni hálfleik og vorum virkilega óheppnir að skora ekki fleiri mörk. Þeir sóttu lítið nema kannski alveg í blálokinn.

Við vorum baneitraðir í hornunum og þurfum að nýta þau betur í næstu leikjum.

Annars ánægður með leikinn fyrir utan smá sofandahátt í byrjun. Þetta var bara fyrsti leikurinn og fullt af leikjum eftir.

- - - - -

Friday, March 24, 2006

Helgin!

Heyja.

Það er brjálað að gera um helgina. 3 leikir við Fylki og
æfingaferð hjá yngra árinu. Held að allir sem fara í ferðina
séu komnir með planið (heyrið í mér ef svo er ekki).

Hér fyrir neðan er svo allt um leikina.
sjáumst vel undirbúnir á morgun, laugardag:

- - - - -

4.flokkur karla
24.mars ´06
Knattspyrnufélagið Þróttur
Reykjavíkurmót KRR

Leikmenn

Nú byrjar Reykjavíkurmótið á morgun, laugardag, með leikjum við Fylki. Eftirtaldir leikmenn eiga að keppa, aðrir keppa á þriðjudaginn í næstu viku. Passið að koma með allt dót í tösku, mæta á réttum tíma og undirbúa sig vel.

Sjáumst í góðum fíling,
Þjálfarar


- - - - -

v Fylki. Mæting kl.9.15 niður í Þrótt – keppt frá kl.10.00 – 11.15:
Anton – Snæbjörn – Daníel Ben – Aron Ellert – Bjarmi – Ingimar – Jónas! – Bjarki B! – Símon – Gylfi Björn – Bjarki Þór – Jakob Fannar - Árni Freyr – Kristján Einar – Arnþór Ari.

v Fylki. Mæting kl.10.30 niður í Þrótt – keppt frá kl.11.20 – 12.35:
Kristján Orri – Ástvaldur Axel - Bjarki Steinn - Viktor - Atli Freyr – Einar Þór - Guðlaugur –- Ævar Hrafn! - Kormákur – Jón Kristinn – Úlfar Þór – Stefán Tómas – Arnar Kári.

v Fylki. Mæting kl.11.45 niður í Þrótt – keppt frá kl.12.40 – 13.55:
Kristófer M – Anton Sverrir – Flóki – Ágúst Ben – Arnar Páll? - Gunnar Björn – Jónmundur – Starkaður – Óskar – Arnar Már? – Jóel – Anton Helgi – Daði Þór – Mikael Páll – Daníel I – Tryggvi – Þorleifur – Davíð Þór.

v Fjölni. Spila á þriðjudaginn kemur á gervigrasinu okkar – mæting kl.17.45:
Orri – Stefán Karl - Emil Sölvi – Elvar Aron – Arianit? – Kevin Davíð – Daníel Örn? – Gabríel Jóhann? – Dagur – Guðmundur Andri – Hákon – Ingvar – Matthías – Reynir – Ágúst Heiðar – Sindri – Kristófer H – Davíð Hafþór – Tumi - Leó.

- - - - - - - - -
p.s. minni á Þróttur v Fylkir í kvöld upp í Egilshöll kl.19.00

Thursday, March 23, 2006

Föstudagurinn 23.mars!

Hæ hæ.

Tvennt að gerast í dag, föstudag:

- Æfing kl.14.30 -16.00 hjá öllum á gervigrasinu.
Afar mikilvægt að koma á þessa æfingu - endilega heyra
í mér ef menn eru veikir eða komast alls ekki.

Menn fá miða um leiki laugardagsins, menn fá bækling um Rvk mótið
í heild sinni og loks fær yngra árið plan yfir æfingaferðina til Þorlákshafnar
um helgina.

Allir að mæta!

- Seinna dæmið er Þróttur v Fylkir í mfl - Leikurinn er í deildarbikarnum og
hefst kl.19.00 upp í Egilshöll. Vona virkilega að menn fjölmenn og sjái góða
takta! Talið ykkur saman, verið "samfó" og dobblið foreldra ykkar að kíkja!
Eftirtaldir verða tæklaðir: Buffið - Fyrirliðinn - Markmaðurinn!

AJU
.IS

Útsala í Íþrótt!

Heyja

Það er einhver massa útsala byrjuð í versluninni Íþrótt í Ármúla.
Þið lesið þetta hér fyrir neðan og kíkið ef þið eruð í stuði:

- - - - -

Byrjum í dag með lagersölu á ýmsum skóm og fatnaði, verðdæmi:

fótboltaskór frá 500
æfingagallar frá 1.000
hlaupaskór frá 2.000
síðbuxur frá 500

eróbikföt frá 500
barnagallar frá 1.500
regnjakkar 1.000
vindbuxur 500

20% afsl. af öðrum vörum.

Komið og gerið kaup ársins, þetta verður ekki endurtekið.....
Fyrstir koma - fyrstir fá !!!

ÍÞRÓTT
Ármúla 17 - sími 581 1212
Opið 10-18 og laugardag 11-16 (ath. lengri opnun).

Frí!

Jó.

Eins 0g vanalega er frí í dag, fimmtudag.
Allir með það á hreinu.

Vildi bara smella inn einni færslu og segja til hamingju með afmælið
Egill T. Jamm - kjappinn zwansig jahre ja bitte. ekki slæmt. reyndar ekki
eins töff og að vera 27 en sleppur!

Líka ótrúlegt að engin hafi commentað á jakkann sem ég var í á fyrri æfingunni
í gær. greinilegt að menn þora ekki að djóka í kallinum (mar er svo strangur).

Seinni æfingin innanhús í Langó var ferlega nett. sérstaklega þar sem kallinn var búinn að
búa til þennan líka klikkaða mixed disc - og græjurnar (góðu) tengdar og læti.
þokkalega gaman. samt soldið væl í sumum!

Alla veganna,
sjáumst hressir á morgun.
.is und co.

Wednesday, March 22, 2006

Miðvikudagurinn 22.mars!

Heyja.

Dagurinn í dag verður svona:

Eldra árið æfir á gervigrasinu kl.16.30-17.45.
(fær fyrri æfinguna þar sem það eru tvær árshátíðir í kvöld).
(og 90 mín hljóta að duga fyrir sturtu og almenna "sjæningu")!
(minni líka anton, jónmund og ása að mæta fyrr í boltana)!

Yngra árið æfir því kl.18.00 (strákar í laugarlækjaskóla)
og kl.19.00 (strákar í vogaskóla og langholtsskóla) inn í LANGÓ.
Reyna að vera mættir korteri fyrir æfinguna - og muna eftir
öllu dóti!

Vona að þetta komi ekki of seint.
Þið verðið duglegir að láta þetta berast.
Ok sör!
Ingvi og co.

Tuesday, March 21, 2006

Frí í dag!

Heyja.

Það er frí í dag, þriðjudag.
Erum hættir í höllinni - en förum að kýla á fleiri aukaæfingar,
og þá með ákveðnu skipulagi (t.d. séræfing í hornspyrnum o.þ.h.)

En endilega kíkið út í smá bolta - það er reyndar alveg svaðalega
kalt úti í dag - búið ykkur bara vel.

- Svo segjum við áfram Múslí í Músíktilraunum í kvöld! Bjarki Steinn er
í þessu bandi - látið endilega sjá ykkur - í Loftkastalanum kl.20.00 - 700kr inn.

- Liverpool er að keppa í kvöld í bikarnum. Leikurinn er á sýn kl.19.50!

- Nokkrir yngra árs leikmenn eftir að melda sig í ferðina! Drífa í því.

Fylgist svo vel með blogginu á morgun (mið) upp á hvernig planið verður!!
Veit af árshátíð Vogaskóla og Langholtsskóla - spurning hvort menn massi samt
ekki æfingu um 16.30 leytið!

Heyrumst.
.is

Leikur hjá 3.fl!

Heyja.

Reykjavíkurmót 3.flokks er komið á fullt.
(okkar byrjar um næstu helgi).

En í kvöld eru 3 leikir hjá 3.fl - og keppa Snæbjörn
og Jónas með einu liðinu.

Hefst kl.20.00 upp á Fylkisgervigrasi, á móti Fjölni.
Þið vitið af því!

Ingvi

Ferðin!

Heyja.

Eins og sagði þá heppnaðist ferðins snilldarlega um síðustu helgi.
Það fóru 19 strákar, 3 voru veikir og 6 komust alls ekki. En þetta
var bara nettur fjöldi, ásamt strákunum voru þjálfararnir 3 (kiddi sat
eftir heima).

Dagskráin var frekar pökkuð, við tókum fullt af æfingum og tókum vel
á því. Gervigrasið þeirra var klikkað og innanhúshöllin töff. Veðrið var
bilað um helgina þannig að við nýttum útivöllinn meira. Maturinn góður
og nammið ódýrt!

Langó liðið tapaði naumlega fyrir öðrum minni skólum (laugó, vogó, seljó).
Algjör skandall!!

Við tókum fullt af keppnum og veittum fullt af verðlaunum:

- Flóki átti lengsta innkastið.
- Bjarmi vann snuddukeppnina.
- Jakob vann teygjukeppnina.
- Flóki tók líka steinn-skæri-blað-leikinn.
- Aron Ellert hélt oftast á lofti með hakkisakk.
- Bjarmi vann líka hittnikeppnina.
- Arnar Páll og Jónas unnu vítaspyrnukeppnina (þrátt fyrir svaðaleg tilþrif markvarðar).
- Jakob Fannar og Arnar Páll urðu skýlukóngar.
- Atli Freyr og Bjarki B unnu pakk-keppnina.
- Aron Ellert tók líka flottustu hjólhestaspyrnuna.
- Aron var líka markahæstur í spilinu (ásamt atla f og bjarka þ).
- Flóki átti flottustu tæklinguna í spilinu.
- Danni Ben tók flesta klobbana (klobbaði hina leikmennina - veit að þið héldum hitt).
- Og að lokum þá vann Ingvi keppnina "Sterkasti þjálfarinn"!

Ég veit - fór á hausinn út af verðlaunakostnaði!

En massa helgi - gott að vera í þorlákshöfn.
Vona að menn hafi verið sáttir.
og svo bara eins helgi eftir nokkra daga takk.

.is

Monday, March 20, 2006

Monday 20.mars!

Heyja.

Vona að þið hafið haft það gott um helgina, og að þeir sem
fóru í ferðina hafi skemmt sér vel.

Yngra árið æfir kl.3 í dag á tennis.

og Eldra árið kl.4 á gervigrasinu. Ef einhverjir eru þreyttir eftir
ferðina þá er í lagi að slaka á í dag - veit af ykkur. En ég vildi samt
hafa æfingu í dag þar sem svo margir komust ekki í ferðina.

sjáumst hressir í dag,
ingvi

p.s. egill settann aftur um helgina.
p.s.s. yngra ár muna eftir skráningarmiðanum á þorlákshöfn.

Friday, March 17, 2006

Helgin!

Heyja.

Helgin er klár:

Yngra árið er í helgarfríi.

En eldra árið stefnir á Þorlákshöfn í massa æfingarferð.
Allt á að vera klárt í sambandi við það - en hafið samband ef það
er eitthvað. Ok sör.

Trúi svo ekki að þið hafið ekki komið og séð markið mitt :-(
Aju
.is

Fös!

Heyja.

Æfing í dag, föstudag, hjá öllum kl.14.30 - 16.00 á gervigrasinu.
Við skiptum upp í eldra ár og yngra ár.

Veðrið gæti ekki verið betra.
og sagan segir að egill t sé orðinn frískur!

Eldra árið fær svo bækling með ferðinni á morgun.
Og yngra árið fær aftur helgarfrí og hefur það gott.

Sjáumst eldhressir.
.is

Thursday, March 16, 2006

Heyja!

Heyjda.

Það var fín mæting í hlaupið í gær hjá yngra árinu. Tókum massa
fínan hring þótt ég segi sjálfur frá - menn tóku vel á því - svo
góður pottur (var reyndar algjörlega á hælunum á mfl æfingu).

Vona svo að menn hafi svo tekið tveggja fóta á bróður minn á eldra
árs æfingu! en mætingin þar ekki alveg nógu góð (fermingarfræðslan
kannski ástæðan).

En það er frí í dag, fimmtudag. Kallinn að fara á skyndihjálpanámskeið.
allt gott um það að segja. en mæli með að menn kíki út í bolta í þessu netta
veðri.

Á morgun, föstudag, æfum við allir saman kl.14.30-16.00 - á gervigrasin - og kíkjum svo allir
upp í Egilshöll um kvöldið að sjá mfl keppa við Breiðablik kl.19.00. Ekkert rugl - menn láta sjá sig!!

Eldra árið fær planið með æfingaferðinni um helgina á morgun (Farið kl.13.00 á laug). og væntanlega helgarfrí hjá yngra árinu.

Sjáumst hressir á morgun,
Ingvi og co.

Tuesday, March 14, 2006

Þrið + Mið!

Heyja.

Það er frí í dag, þriðjudag. Erum nánast alveg hættir inni
(nema kannski langó einu sinni eða tvisvar seinna).

En á morgun, miðvikudag, þá lítur pakkinn svona út:

Eldra árið æfir kl.16.30 á gervigrasinu.

En yngra árið tekur nú útihlaup og sund og er mæting hjá þeim kl.16.15 í anddyri Laugardalslaugar. Ath: þetta er korteri fyrr en vanalega. gott að mæta í hlaupadótinu
og með hrein föt í poka. Það kostar svo 100 kr í sund.

Báðar æfingarnar eru búnar um kl.18.00.

- - - - -

Verið duglegir að láta þetta berast,
og MUNA að láta foreldra ykkar smessa mig, meila á mig
eða heyra í mér upp á æfingaferðina (ef þið eigið það eftir).

heyrumst,
Ingvi og co.

Sunday, March 12, 2006

Mánudagur!

Jó.

Vona að menn hafi haft það gott um helgina.
Það var massa stuð á Herrakvöldinu og voru fullt
af pöbbum í góðum fíling!

Það er klassískur mánudagur hjá okkur - býst við að
snjórinn verði alveg farinn.

Yngra ár - Tennisvöllur kl.15.00.

Eldra ár - Gervigras kl.16.00.

Munið svo endilega eftir skráningarmiðanum í ferðina. En um næstu
helgi fer eldra árið til Þorlákshafnar. Ekki gleyma miðanum á símaborðinu!!

Sjáumst hressir,
Ingvi, Egill, Egill og Kiddi

Treyjur!

Sælir.

Bara ein létt tilkynning!

Nennið þið að athuga hvort það leynist keppnistreyja heima hjá
ykkur sem ætti að vera í settinu okkar.

Takið eina góða leit! Við þurfum að hafa tvö góð sett klár áður en
Reykjavíkurmótið hefst.

Ok sör.
.is

Friday, March 10, 2006

Helgarfrí!

Heyja.

Fín æfing í dag - góð mæting og menn stóðu sig vel. Kiddi lúkkaði
líka svaðalega með brúnkukremið sitt! Gleymdi reyndar að láta þá á
eldra hlaupa aðeins sem ekki komust á miðvikudaginn! Þeir ná því bara upp
í næstu viku.

En það er helgarfrí hjá okkur - já man ekki eftir síðan það gerðist síðast.
eða að það hafi gerst!! En hafið það bara massa gott - vinnið handboltamótið
- kíkið í bíó - og svo verða menn að ákveða hvort þeir kíki upp á Fylkisvöll á
sunnudaginn kl.4 að horfa á Egil og Kidda, eða kíkja á Liverpool-Arsenal heima í stofu!!

Verð massa ánægður að hitta pabba ykkar á Herrakvöldið annað kvöld! Býð þeim upp
á sprite.

Sjáumst svo hressir á mánudaginn.
Ingvi og co.

Thursday, March 09, 2006

Jebba!

Sælir.

Það er gott chill í dag, fimmtudag. Samt geggjað veður!
Verður fínt að fá sigur í excel skjalið í kvöld á mfl æfingu
(get útskýrt á morgun).

Það er sem sagt æfing á morgun, föstudag, á venjulegum tíma:
kl.14.30 - 16.00 á gervigrasinu.

Ég býst við að þetta verði róleg helgi hjá okkur - alla veganna engir
leikir. Það er handboltamót um helgina og svona. Þannig að ef við
tökum leiki fljótlega þá verða þeir um miðja viku.

Munið eftir að skila skráningarmiðunum fyrir æfingaferðirnar. Bara muna
eftir þeim á morgun. Styttist í þær.

Mundi eftir verðlaununum í gær. já ótrúlegt. er núna að bögglast við að telja
febrúar mánuð. þannig að það verður komið fljótlega, vonandi ekki eins seint
og síðast!

Ógeðisveður síðast mánudag. frekar kalt! átti eftir að commenta á það - og setja inn myndir:
Gulir, sem unnu leikinn minnir mig!
Vestislausir, sem voru fáránlega grófir þennan dag!
og eldra árið, sem var sprækt að vanda!

Nett æfing (hef ég heyrt) hjá yngra árinu í gær. erum komnir með back-up
aðstoðarþjálfara! fínt að hafa einn svoleiðis!¨
Og góð hlaupa - og sundæfing hjá eldra árinu, fyrir utan ekki nógu góða mætingu!
En einhverjir voru forfallaðir. Ég rúllaði essu upp, á meðan egill og egill voru bara
á labbinu!

Minnið svo pabbana á Herrakvöldið á laugardag :-)

Wednesday, March 08, 2006

Miðvikudagur!

Sælir

Eiður og félagar úr leik :-( hin fínasti leikur í gær - og fín mæting
niður í Þrótt.

Eins á inniæfinguna - góð mæting og þjálfarinn í ekta buxum!

- - - - -

Í dag, miðvikudag, æfir svo yngra árið kl.16.30 á gervigrasinu eins og vanalega

En eldra árið tekur útihlaup og sund og er mæting hjá þeim kl.16.30 í anddyri Laugardalslaugar.

Báðar æfingarnar eru búnar um kl.18.00.

- - - - -

Verið duglegir að láta þetta berast,
Ingvi og co.

Tuesday, March 07, 2006

Þriðjudagurinn 7.mars!

Heyja

Í dag, þriðjudag, erum við búnir að panta stóra salinn niður í Þrótti og ætlum að horfa saman á Barcelona – Chelsea kl.19.30 á sýn. Gulli ætlar að “plögga” græjurnar, sjoppann verður opinn með tilboðumog við tippum á leikinn! Þetta er engin skylda – eina reglan er að þeir sem mæta á staðinn, mæta til þess að horfa á leikinn og njóta hans. Ok sör!

Í dag er líka ( að öllum líkindum) síðasta inniæfingin í Höllinni - kl.15.00 - 16.110. Það er áfram alveg frjáls mæting þannig að ekkert stress.

Á miðvikudaginn æfir svo yngra árið kl.16.30 á gervigrasinu eins og vanalega – en eldra árið tekur útihlaup og sund og er mæting kl.16.30 hjá þeim niður í anddyri Laugardalslaugar.

Vona að allt sé skýrt.
Sjáumst hressir,
Ingvi og co.

Æfingaferðir!

Foreldrar / forráðamenn drengja í 4. flokki Þróttar

Æfingaferð til Þorlákshafnar!

Við höfum ákveðið að skella okkur í æfingaferðir til Þorlákshafnar nú í mars. Við munum fara í sitt hvoru lagi að þessu sinni, þ.e. yngra árið fer saman og eldra árið fer saman. En í byrjun sumars er svo ætlunin að flokkurinn fari allur saman í ferð, í eina eða tvær nætur! En planið er svona:

Δ Eldra árið mun fara helgina 18 – 19.mars.
og
Δ Yngra árið mun fara helgina 25 – 26.mars.


Lagt verður af stað um hádegið á laugardegi og komið aftur seinnipart sunnudags. Til að halda kostnaði niðri munum við reyna að fá fólk til að “skutlast” eina (eða báðar) ferð austur. Enn er ekki alveg ljóst hver heildarkostnaðurinn verður (ca. 3.000kr).

Þeir sem ætla að fara eru beðnir um að skrá sig og skila skráningarmiðanum hér fyrir neðan í síðasta lagi um næstu helgi (fös.11.mars eða sun. 12.mars). Ekki klikka á því. En auðvitað er bara best að skila miðanum sem fyrst :-) Þeir sem geta flutt drengi til og frá Þorlákshöfn mega endilega skrá sig líka.

Dagskrá helgarinnar er í vinnslu. Á staðnum er íþróttahús, gervigrasvöllur, sundlaug ofl. Það er ljóst að þetta verður alveg massa helgi!

- - - - -

Nafn drengs:______________________________ Símanúmer: _______________
Undirskrift forráðamanns:_____________________________________________

Foreldrar sem geta keyrt:____________________________ Símanúmer: ___________
Get ekið með drengi til Þorlákshafnar ______ - Hef pláss fyrir ________ stráka.
Get náð í drengi drengi til Þorlákshafnar_____ - Hef pláss fyrir ________ stráka.

Sunday, March 05, 2006

Mánudagurinn 6.mars!

Jebba.

Mánudagur að detta inn. Alla veganna tvennt sem maður getur
hlakkað til: Æfing og Lost!

Yngra árið æfir kl.15.00 á tennisvellinum.

Eldra árið æfir kl.16.00 á gervigrasinu.

- - - - -

- Á morgun fá þeir sem mættu best í janúar loksins verðlaunin sín. Við fáum viku í viðbót til að telja febrúar!
- Á morgun fá svo allir plan vikunnar, og skráningarblað fyrir æfingaferðirnar í mars.
- Um næstu helgi eru síðustu æfingaleikirnir fyrir Rvk mótið.
- Um næstu helgi er líka Herrakvöld Þróttar. Þið ætlið að hjálpa mér og draga pabba
ykkar og vin hans á það - ekki spurning.
- Ég meina hvor úlpann er að gera betra mót???

Reglur!

Jó.

Rétt að skerpa á nokkrum reglum varðandi leiki:

- Undirbúa sig vel fyrir leiki. Hugsa aðeins um leikinn kvöldið fyrir - ímynda sér markið sem þið ætlið að skora! Ekki sniðugt að vera alveg á milljón til 22.00 kvöldið fyrir.
- Passa sérstaklega að mæta á réttum tíma á leikdag. Leggja tímanlega af stað! Smessa ef þið verðið mjög seinir.
- Mæta með dótið (ekki í dótinu) í tösku (ekki plastpoka).
- Mæta í gallabuxum eða svipuðum buxum (sem sagt í aðeins fínni buxum).
- Mæta með galla til að hita upp í (helst gamla eða nýja þróttarajakkann - ef allt klikkar mæta þá í einhverju rauðu).
- Fara í sturtu eftir leik. Ef menn eru á hraðferð eða eitthvað svoleiðis, ekki málið - bara láta vita og málið er dautt. Ekki labba bara í burtu og alls ekki í gallabuxunum sem þið komuð í.
- Fara vel um klefann sem við notuðum. Henda rusli (svalafernum) og ganga almennt vel um.
- "Stúdera" leikinn! "Hvernig stóð ég mig"! Kíkja á bloggið eða ræða um leikinn við einhvern sem sá hann. Koma með pælingar á næstu æfingu.

Ok sör.
Prenta þetta inn því svona verður þetta!

Leikur v Aftureldingu!

Jó.

Úrslitin voru góð í sólinni í dag - klassa mörk, clean sheet
og fínn sigur:

- - - - -

Dags: Sunnudagurinn 6.mars 2006.
Tími: Kl.14.30 - 16.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 6 - Afturelding 0.
Staðan í hálfleik:
4 - 0.

Maður leiksins: Ævar Hrafn.
Mark: Ævar Hrafn (15 mín - 28 mín). Tumi (26 mín - 31 mín). Tryggvi (36 mín). Arnþór Ari (64 mín).


Vallaraðstæður: Sólin var svipuð og í gær en aðeins kaldara en í gær. Samt klassa boltaveður.
Dómarar: Egill T, Kiddi og svo Ingvi (sem rípleisaði Egil). Ekki eitt klikk í leiknum!


Liðið (4-4-2): Kristófer í markinu - Starki og Nonni bakverðir - Jakob Fannar og Arnþór miðverðir - Kormákur og Stefán Tómas á köntunum - Aron Ellert og Atli Freyr á miðjunni - Ævar og Gulli frammi + Krissi, Tryggvi, Kristófer, Ágúst Ben og Tumi.

Liðsmynd!

Almennt um leikinn:


Við töluðum um að byrja af krafti fyrstu 20 mínúturnar og ná að skora á undan. Það tókst og gott betur. Náðum góðri forystu og héldum henni alveg út. Afturelding átti kannski 1-2 færi í fyrri hálfleik - annars vorum við afar þéttir og náðum að komast inn í allt sem þeir gerðu.

Mörkin okkar komu eftir klassa spil - við sóttum hart á þá, vorum ákveðnir og kláruðum líka leikinn með 4 mörkum í fyrri hálfleik.

Við bættum svo fimmta markinu við strax í byrjun seinni hálfleiks, en eftir það kom smá kafli þar sem við slökuðum á og hleyptum þeim aðeins inn í leikinn. Þeir fengu samt engin svaka færi - við vörðumst áfram vel en hefðum mátt halda línunni betur nokkrum sinnum.

Menn tóku annars vel á því - gáfum Aftureldingarmönnum ekkert eftir í tæklingum og návígum.
Hefðum mátt setja fleiri bolta inn fyrir vörnina þeirra og þar með stinga okkur í gegn og ná skoti.

Í heildina flottur leikur, menn geta verið afar sáttir. Og gaman að sjá menn smella saman, sem hafa kannski ekki verið að spila mikið saman. Einn æfingaleikur eftir og svo skellur RVK mótið á.

- - - - -

Leikur v Aftureldingu!

Jó.

Ég held að áhorfendur hafi skemmt sér konunglega í gær þegar við kepptum
við Aftureldingu á heimavelli okkar (sem aldrei fyrr). En 1-2 tap passaði
engan veginn við þennan leik:

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 5.mars 2006.
Tími: Kl.17.30 - 19.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 1 - Afturelding 2
Staðan í hálfleik: 1 - 1.

Maður leiksins: Gylfi Björn
Mark: Jónas (34 mín).

Vallaraðstæður: Völlurinn var góður - en sólinn truflaði aðeins. Annars bara nokkuð hlýtt og gott.
Dómarar: Egill T og Kiddi - Góðir en sumir hefðu mátt vera ákveðnari á flautuna!

Liðið (4-4-2): Snæbjörn í markinu - Gylfi og Diddi bakverðir - Bjarmi og Jónas miðverðir - Símon og Bjarki Steinn á köntunum - Bjarki B og Ingimar á miðjunni - Ási og Árni Freyr frammi + Anton, Bjarki Þór og Arnar Kári.

Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Eins og ég sagði þá var þetta massa skemmtilegur leikur - sérstaklega seinni hálfleikurinn. Við fengum fullt af "sjensum" og vorum hraðir upp völlinn - en náðum sjaldan að senda nógu vandaða sendingu inn fyrir eða enda með nógu góðu skoti.

Í fyrri hálfleik vönduðum við sendingarnar ekki nógu vel - í staðinn fyrir að senda á næsta mann reyndum við of erfiða sendingu sem þeir komust inn í.

Vörnin var afar traust - þeir fengu varla færi í fyrri hálfleik. Mörkin þeirra voru bæði eftir að við misstum boltann á versta stað: rétt fyrir utan vítateig. Það var ekkert að gerast hjá Aftureldingu í fyrri hálfleik og hefðu þeir aldrei átt að komast inn í leikinn.

Í lokinn varð maður nánast þreyttur á að horfa á leikinn, svo mikill var hraðinn. Bæði lið vildu náttúrulega setja lokamarkið og gerði þetta það að verkum að einbeitingin varð ekki nógu mikil og menn vönduðu sig ekki nóg. Trekk í trekk fengum við menn á siglingu en það vantaði herslumuninn að fá boltann út á kant og svo fyrirgjöf eða sendingu.

Það vantaði eitthvað af mannskap, einnig meiddust menn - en ég var samt frekar ánægður með liðið - nánast allir voru á fullu allann leikinn - sumir spiluðu hann líka allann. Talandinn var góður - menn hvöttu hvorn áfram hægri vinstri. og engin að væla eða röfla (það gerist reyndar aldrei hjá okkur).

Grátum þetta ekki lengur - 1 æfingaleikur eftir og svo er að RVK mótið.

- - - - -

Saturday, March 04, 2006

ATH!

Sælir.

Það var smá brillering á miðanum í gær.
Smá klikk með tímasetningar:

- Leikurinn í dag (laug) er kl.17.30 (þannig að það er mæting 16.45 niður í Þrótt).

- Leikurinn á morgun (sun) er kl.14.30 (þannig að það er mæting 13.40 niður í Þrótt).

- Æfingin er svo á venjulegum tíma.

Vona að þetta skili sér - ég tek líka smessið á etta.
.is

Friday, March 03, 2006

Helgarplanið!

4.flokkur kk
Knattspyrnufélagið Þróttur
Helgin 4 – 5.mars!

Leikmenn

Það keppa tvö lið við Aftureldingu um helgina – aðrir æfa á venjulegum tíma á sunnudaginn – og keppa svo í næstu viku.

Það styttist svo í æfingaferðir hjá okkur – en þær verða í sitthvoru lagi (eldra ár/yngra ár) seinnipartinn í mars.

Hafið það svo gott um helgina.
Koma svo Ingó í idolinu.
Aju,
Þjálfarar

- - - - -

- Leikur v Aftureldingu - Laugardagurinn 4.mars - ATH: Mæting kl.16.45 niður í Þrótt – Spilað kl.17.30 – 19.00 – Mæta með allt dót!

Anton – Snæbjörn – Jónas – Ingimar – Bjarmi – Bjarki B – Bjarki Steinn – Bjarki Þór – Jakob Fannar – Gylfi Björn – Ástvaldur Axel – Símon - Árni Freyr – Kristján Einar – Arnar Kári. Hugsanlega fleiri!

- Leikur v Aftureldingu – Sunnudagurinn 5.mars - ATH: Mæting kl.13.40 niður í Þrótt – Spilað kl.14.30 – 16.00 – Mæta með allt dót!

Kristján Orri – Kristófer – Ævar Hrafn – Atli Freyr – Guðlaugur – Viktor - Arnþór Ari – Stefán Tómas – Jón Kristinn – Daði Þór – Úlfar Þór – Kormákur – Daníel I.
Hugsanlega fleiri!

- Æfing á sunnudaginn kl.11.30 – 13.00 hjá öllum öðrum!

Þeir sem ekki komust á æfinguna í dag (fös) mega endilega heyra í mér,
.is - 869-8228

Konukvöld Þróttar!

Sælir strakar.

Herna er auglysing um konukvöld Þróttar sem er i kvöld.
Soldið seinir að lata þetta inn :-(

en endilega latið muttu eða systu vita!

- - - - -

Konukvöld Þróttar verður haldið
föstudaginn 3.mars í Þróttaraheimilinu.
Kvöldið verður glæsilegt í alla staði, þemað er Salsa.

Húsið opnar klukkan 19:00 og matur verður klukkan 19:30 í boði verður Mexikóskt hlaðborð.

Guðrún Árný Karlsdóttir mun koma og syngja nokkur lög. Einnig verður Salsakennsla til að koma okkur öllum í stuð. Síðan verður dansað frameftir öllu.
Einnig verður happadrætti með mörgum veglegum vinningum.


Miðinn er á 3.600 kr. Miðapantanir eru í síma 580-5900. Einnig er hægt að nálgast miða í Þróttaraheimilinu. Athugið einungis er hægt að greiða með peningum!
Allir að mæta!!

Kvöldið er til styrktar 2. og Meistaraflokks kvenna í knattspyrnu


- - - - -

Mexíkóskt hlaðborð

Mexíkanskt salat hússins með brauðteningum og osti

Kjúklingaburrito með salsasósu og guacamole
Heitur grænmetisréttur með tortillakökum
Kjötsósa í taccóskeljum
Mexíkómarineraðar kjúklingalundir á spjóti.
Ostafylltur jalapeno með salsasósu
Laukhringir Mexíkano
Nachos með salsa og sýrðum rjóma
Quesedillas með BBQ svínarifjum
Tómatsalat og blönduð brauð

Thursday, March 02, 2006

Morgundagurinn!

Jó.

Föstudagurinn verður hefðbundinn:

Æfing hjá öllum flokknum kl.14.30 - 16.00 á gervigrasinu.

Vona að allir komist (sérstaklega þeir sem ekki komust á miðvikudaginn -
orðið ansi langt frá síðustu æfingu) - við þurfum að komast aftur í gírinn.

Við förum í aðstoð + ná stjórn á bolta, auk þess sem við höldum á lofti og tökum stigann í síðasta sinn. og teygjum svo vel.

Það spila svo einhverjir um helgina við Aftureldingu.
Auk æfinga og aukaæfinga!!
Meir um það á morgun.

Aju,
Þjálfarar

- - - - -

Dobre Udre!

Sælir.

Ekki alveg nógu sáttur við að menn séu að taka af mér
sviðsljósið :-(

Menn að segja að æfingin hjá Kidda hafi verið sú besta í ár!
og að Eymi eigi alltaf að skrifa inn á bloggið! Veit ekki með etta.

En alla veganna - gott að vera kominn heim - er með nokkrar
ferskar rússneskar sprettæfingar fyrir ykkur - kíkjum á þær
fljótlega. jú - og svo ekvað gúff þótt þið hafið ekki gott af því!

En það er frí eins og vanalega í dag, fimmtudag.
Ætla að nýta það í góða slökun eftir erfiðann búðarleiðangur í
köben í gær!

Sjáumst svo ferskir á morgun, föstudag.
.is

- - - - -

p.s. tveir afmæli í dag.
sem þýðir aukagúff á æfingu á morgun!
smessið til hamingju á arnar kára og bjarka stein (erum að vinna í upplýsingunum!)