Thursday, April 30, 2009

Rvk mót v Fram - fim!

Jamm.

Áttum tvo leiki v Fram. Þeir voru ekki með B lið þannig að það var A og C við þá. Kláruðum báða leikina, "soldið" tæpir í seinni leiknum, en það hafðist :-) Allt um það hér:

- - - - -

  • Hvaða leikur: A lið v Fram í Reykjavíkurmótinu.

Dags: Fimmtudagurinn 23.apríl 2009
Tími:
kl.12.00 - 13.15
Völlur: Framgervigras.

Dómarar: ?
Aðstæður:
Völlurinn afar góður og veðrið allt í lagi.

Staðan í hálfleik: ?
Lokastaða: 5 - 0.

Mörk: Daði (3) - Anton Orri - Sveinn Andri.
Maður leiksins: ?

Liðið: Vésteinn Þrymur í markinu - Daníel L og Breki bakverðir - Birkir Már og Sveinn Andri miðverðir - Anton Orri djúpur á miðjunni - Jökull og Njörður þar fyrir framan - Aron Bjarna og Jón Konráð á köntunum - Daði frammi. Varamenn: Björn Sigþór - Andri Már - Elvar Örn - Arnar P - Páll Ársæll.

Frammistaða: - Slugs - tökum það á okkur :-(

Almennt um leikinn: - Slugs - tökum það á okkur :-(

- - - - -
  • Hvaða leikur: C lið v Fram í Reykjavíkurmótinu.

Dags: Fimmtudagurinn 23.apríl 2009
Tími:
kl.13.20 - 14.35.
Völlur: Framgervigras.

Dómarar: ?
Aðstæður: Völlurinn afar góður og veðrið allt í lagi.

Staðan í hálfleik:
?
Lokastaða: 2 - 1.

Mörk: Bjarki L - Kristjón Geir.
Maður leiksins:
?

Liðið: Kristófer Karl í markinu - Marteinn Þór og Ýmir Hrafn bakverðir - Andrés Uggi og Birkir Örn miðverðir - Sölvi djúpur á miðjunni - Sigurður Þór og Viktor Snær þar fyrir framan - Bjarki L og Brynjar á köntunum - Nizzar frammi. Varamenn: Kári - Ólafur Guðni - Erlendur - Kristjón Geir - Snorri - Sigurjón - Logi.

Frammistaða: - Slugs - tökum það á okkur :-(

Almennt um leikinn:
- Slugs - tökum það á okkur :-(

- - - - -

Fös!

Sælir meistarar.

Það voru tveir sigrar hjá okkur áðan - unnum Fram í A (5-0) og C (2-1) á Framvelli - brilliant. Verkalýðsdagurinn á morgun - 1.maí. Leyfum ykkur að sofa aðeins út, en það verður æfing eftir hádegi og svo helgarfrí:

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.13.00 - 14.30.

Látið okkur vita ef þið eruð að fara út úr bænum. Annars tökum við alveg dúndurhressa æfingu fyrir helgina, "david", pokadjús og allur pakkinn! Húsið er samt lokað, vitið af því.

Sjáumst hressir.
The coaching gang.

- - - - -

Wednesday, April 29, 2009

Fim - leikir v Fram!

Bledsen.

Enn og aftur var daufur leikur í meistaradeildinni. Nú hljóta menn að sjá að það vantar eitt nett lið í úrslitin! Alla veganna, Aron Bjarna og Anton Orri tippuðu á rétt úrslit (leikurinn byrjaður og markið komið þegar höddi setti inn), reyndar hvorugur með réttan markaskorara (enda hefði það verið utanlandsferð á þann sem hefði tippað á að o´shea hefði skorað), þannig að þeir eiga inni verðlaun (melti hvort það sé steinn-skæri-blað á bíómiðann eða frí spóla báða).


Það eru tveir leikir v Fram í Rvk mótinu á morgun, fimmtudag, á þeirra heimavelli. Nokkrir mæta á 3.fl æfingu en frí hjá öðrum. Svo verður hádegisæfing hjá öllum á föstudaginn og loks helgarfrí. Og leikir strax aftur v Víking eftir helgi.



Svona lítur þetta þá út á morgun:


- A lið v Fram - Mæting kl.15.15 niður í Framheimili - keppt frá kl.16.00 - 17.15:


Vésteinn Þrymur í markinu - Daníel L og Breki bakverðir - Birkir Már og Sveinn Andri miðverðir - Anton Orri djúpur á miðjunni - Jökull og Njörður þar fyrir framan - Aron Bjarna og Jón Konráð á köntunum - Daði frammi. Varamenn: Björn Sigþór - Andri Már - Elvar Örn - Arnar P - Páll Ársæll.



- C lið v Fram - Mæting kl.16.30 niður í Framheimili - keppt frá kl.17.20 - 18.35:


Kristófer Karl í markinu - Marteinn Þór og Ýmir Hrafn bakverðir - Andrés Uggi og Birkir Örn miðverðir - Sölvi djúpur á miðjunni - Sigurður Þór og Viktor Snær þar fyrir framan - Bjarki L og Brynjar á köntunum - Nizzar frammi. Varamenn: Kári - Ólafur Guðni - Erlendur - Kristjón Geir - Snorri - Sigurjón - Logi.


Við þurfum að klára þessa leiki strákar, hugsið út í síðustu leiki, hvað við hefðum átt að gera betur og mætum á morgun og klárum dæmið. Heyrið í okkur ef það er eitthvað.


Sjáumst ferskir,
Ingvi, Teddi og Sindri.


- - - - -

Mið!

Jó.

Yngri voru sprækir í fimleikatímanum í gær. Undanúrslitaleikurinn í meistaradeildinni var aftur á móti ekki eins hress! Vonandi verður magnaður leikur í kvöld.

En það er æfing hjá eldra árinu, hálftíma seinna en vanalega:

- Mið - Æfing - Eldra árið - Gervigrasið - kl.17.00 - 18.30.

Mæta í rok-jakkanum sínum og með netta húfu. Gera sig svo klára í leikina á morgun.

Það er svo formleg gisk keppni á leikinn í kvöld. Setjið úrslit og markaskorarar í commentakerfið - bíómiði í boði! En munið, engin að fara á X-men orgins: Wolverine um helgina, tökum hana saman í næstu viku :-)

Heyrumst,
Ingvi og Teddi og Sindri.

- - - - -

Monday, April 27, 2009

Þrið!

Sælir kappar.

Sweet veður áðan, súper mæting, teygjurnar nettar, stigaæfingarnar náttúrulega bara snilld hjá kallinum (engin sagði það samt - snökt). En ég var ekki alveg nógu ánægður með spilið: Í fyrsta lagi voru náttúrulega of margir á of litlu svæði - tek það á mig. Í öðru lagi fengu þið engar skipanir um hvað við vildum fá út úr spilinu - tek það líka á mig. En það sem þið hefðuð mátt gera betur var að spila betur sem lið, vera á meiri keyrslu (sumir tóku samt vel á því) og loks spila mun betri varnarleik á köflum. Þeir sem taka ábyrgð, stjórna og passa upp á félagann fara langt í þessum bransa, og í raun lífinu sjálfu, það er bara þannig.

Við spáum í þessu og lögum þetta saman.

Þriðjudagur á morgun, held að Stebbi "gymnastikó" sé klár þannig að við stefnum á síðasta fimleikatímann hjá yngra árinu. Mæli með að menn mæti bara niður í Þrótt kl.18.30 og horfi á undanúrslitaleik Barcelona- Chelsea á stóra tjaldinu á undan:

- Meistaradeildin - Allir - Stóri salurinn niður í Þrótti - kl.18.30 - 20.15.

- Fimleikar - Yngra árið - Mæting niður í klefa 2 - kl.20.00 - 21.00.

Sleppum skokkinu, vera búnir að græka sig kl.20.00. Svo er æfing hjá eldra árinu á miðvikudaginn hjá gamla (og man.utd v arsenal um kveldið). A liðs leikurinn v Fram verður kl.16.00 á Framvelli á fimmtudaginn. Og C liðs leikurinn v Fram verður væntanlega á föstudagsmorgun (leikvöllur ekki alveg klár).

Annars bara stemmari.
Þaggi,
Ingvi, Teddi og Sindri.

p.s. extra skokkhringir fara svo að detta inn fljótlega fyrir seinkomur, sturtuskróp, hettupeysur og ólöglegt bakarísgúff á virkum dögum (í skólunum).

- - - - -

Sunday, April 26, 2009

Mán!

Jamm.

Menn ferskir! 4 daga vika "coming up" (frí í skólunum á föstudaginn) - byrjum á klassískri mánudagsæfingu, reyndar með tveimur nettum græjum:

- Mán - Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.17.00 - 18.30.

Vera mættir tímanlega - Einhverjir verða hugsanlega boðaðir á 3.fl æfingu - Leikirnir v Fram verða svo í lok vikunnar. Meistaradeildin er líka í vikunni :-) Svo er líka stutt í félagslegt "kaffi" (badminton, laser tag, bíó).

Ok sör.
Ingvi - Teddi - Sindri.

p.s. tel svo mars og apríl mætingarnar saman í lok vikunnar.
p.s. set inn staðfest vikuplan á morgun (stefnum á helgarfrí).
p.s. víst svakalegur seinni hálfleikur hjá man.utd í gær - tvífari minn (oki ekki alveg jafn stórir) setti tvö.
p.s. stutt í að við drögum í spilastokkadótinu!

- - - - -

Saturday, April 25, 2009

Jev!

Ble.

Flott mæting í morgun þrátt fyrir "snemmleika" - ánægður með ykkur. Samt soldið þröngt á sparkvellinum en redduðum því alveg.

Hafið það svo ljúft um helgina. Kosningafjör í dag (kannski einhverjir farnir að stúddera það) - en annars er Liverpool "on" kl.14.00 og Man.Utd kl.16.0o.

Svo hittumst við á mánudaginn, verðum þá með umrætt innanfótartest, auk "stigaæfinga" og tveggja manna "teygjusprettæfinga" :-)

X-Stemmari.
Ingvi - Teddi - Sindri.

- - - - -

Friday, April 24, 2009

Laug!

Sælir meistarar!

Sprækir áðan - voruð vonandi góðir við Sindrann í lokin (sem þjálfaði, eins og teddi á mið, í gallabuxum: sekt). Höddi fékk svo bónusstig fyrir "köttið" :-) Við ætlum að taka daginn massa snemma á morgun - og eyða svo restinni af helginni í gott chill!

- Laug - Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.9.45 - 11.00.

Ætlum að vera með innanfótartest - en svo bara hressa spilæfingu + Powerade og læti. Þeir sem eru búnir að vera í mestu keyrslunni í vikunni (æfing nánast á hverjum degi) mega alveg sofa út - en hvetjum aðra audda að mæta og taka á því. Stilla vekjarann á 8.30, taka 2-3 "snús" og málið dautt.

Sjáumst eldhressir,
Ingvi og Teddi og Sindri (gjaldkeri kvennó takk fyrir!)

- - - - -

Thursday, April 23, 2009

Rvk mót v Val - fim!

Jamm.

Áttum tvo leiki v Fram - en einn við Val á þeirra gervigrasi. Baráttu leikur - hefðum viljað fá meira út úr hinum en 1 stig! Allt um það hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: B lið v Val í Reykjavíkurmótinu.

Dags: Fimmtudagurinn 23.apríl 2009.
Tími:
kl.14.40 - 15.55.
Völlur: Valsgervigras.

Dómarar: Ágætis dómaratríó þótt sumir hafi æst sig við þá.
Aðstæður: Fyrsta skiptið sem margir spila á þessum velli, mjög góður. Skrýtið veður, rigning inn á milli, en slapp alveg.

Staðan í hálfleik: ?
Lokastaða: 2 - 2.

Mörk: Elvar Örn - Aron Brink.
Maður leiksins: ?

Liðið: Kristófer Karl í markinu - Þorkell og Hörður Gautur bakverðir - Birkir Már og Jökull miðverðir - Daníel L og Jón Kaldal á miðjunni - Bjarni Pétur og Breki á köntunum - Aron Brink og Andri Már frammi. Varamenn: Elvar Örn - Stefán Pétur - Daníel Þór.

Frammistaða:
- Slugs - tökum það á okkur :-(

Almennt um leikinn: - Slugs - tökum það á okkur :-(

- - - - -

Fös!

Jams.

Tveir leikir í dag: B liðið gerði jafntefli v Val, 2 - 2 í hörkuleik á geðsjúka nýja valsgervigrasinu. Elvar og Aron Brink "settann" (fengum líka slatta af deddurum til að klára leikinn). Mfl tapaði svo á móti Breiðablik í átta liða úrslitum deildarbikarsins, á síðustu mínútu framlengingar :-(

Ræðum þessa leiki á morgun, létt æfing, á ljúfum föstudegi:

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.

Stefnum svo á helgarhitting, ekki alveg komið á hreint hvenær.
Annars bara líf og fjör.
Sjáumst,
Ingvi, Teddi og Sindri.

- - - - -

Wednesday, April 22, 2009

Fim - æfing og leikur v Val!

Yess.

Verð aðeins snemma í því og segi "Gleðilegt sumar strákar". Sumardagurinn fyrsti á morgun, eflaust margir sem eru í skýjunum með að fá að sofa út á morgun!

Það er einn leikur á morgun, B liðið v Val á Valsvelli. Frí hjá öðrum (þar sem fram þurfti að fresta hinum leikjunum) og í tilefni dagsins, en það væri gargandi snilld að sjá einhverja upp í Kórnum á morgun: Þróttur v Breiðablik í 8 liða úrslitum deildarbikarsins kl.14.00 :-)

Við æfum svo föstudag og laugardag. En svona er mætingin á morgun:

Fim - B lið v Val - Mæting kl.15.40 upp á Hlíðarenda - keppt frá kl.16.30 - 17.45:

Kristófer Karl í markinu - Þorkell og Hörður Gautur bakverðir - Birkir Már og Jökull miðverðir - Daníel L og Jón Kaldal á miðjunni - Bjarni Pétur og Breki á köntunum - Aron Brink og Andri Már frammi. Varamenn: Elvar Örn - Stefán Pétur - Daníel Þór.

Nú þurfa menn að mæta með hugarfarið í lagi og vel undirbúnir líkamlega. Mæta með allt dót og you know the rest! Þeir sem eiga ekki treyju geta sett í commenti óskatreyjunúmer og treyjustærð (small, medium eða large).

Kallinn farinn að kíkja á "rock n rolla" :-)
Sjáumst dúndurhressir.
Ingvi og Teddi og Sindri.

- - - - -

Reykjavíkurúrvalið!

Hey hey.

Það er búið að velja Reykjavíkurúrvalið, sem heldur út til Stokkhólms í lok maí. Við eigum tvo fulltrúa sem voru valdir:

Daði og Jón Konráð.

Við óskum þeim til hamingju - þeir eiga eftir að standa sig vel. Næsta æfing hjá þeim er á sunnudaginn kl.9.30 á Fylkisvelli.

Seinna í sumar er svo knattspyrnuskóli ksí (haldin á laugarvatni fyrir leikmenn á eldra ári - 1 úr hverju liði valinn) - og næsta haust æfingar fyrir U-16 ára landsliðið, þannig að við hvetjum auðvitað alla að halda áfram að standa sig. Ef maður leggur á sig þá borgar það sig, það er bara þannig.

Laters,
I og T.

- - - --

Tuesday, April 21, 2009

Mið!

Sælir meistarar.

Yngra árið var sprækt í dag - arsenal menn voru samt frekar leiðinlegir (og verða það væntanlega ennþá þegar ég hitti þá næst, eftir þessi grísaúrslit í kvöld)! Vona að eldra árið hafi verið til fyrirmyndar (að vanda) í fimleikunum, engin þjálfari náði að mæta á svæðið (en Guðbergur fær x í kladdann fyrir að redda okkur).

Staðan er þannig að Fram bað okkur um að færa A og C liðs leikina á fimmtudaginn (sumardaginn fyrsta). Þannig að þann dag er bara B liðs leikur v Val á dagská. Planið er að taka góða æfingu á morgun hjá þeim sem keppa á fimmtudaginn en frí á morgun hjá öllum öðrum.

- Mið - Æfing - Gervigrasið - kl.16.00 - 17.30: Kristófer Karl - Daníel L - Andri Már - Aron Brink - Arnar P - Árni Þór - Birkir Már - Björn Sigþór - Elvar Örn - Stefán Pétur - Jökull - Bjarni Pétur - Breki - Daníel Þór - Hörður Gautur - Jón Kaldal - Viktor Snær - Þorkell.

15-16 af þessum hóp koma svo til með að taka leikinn á fimmtudaginn, þannig að mæta sprækir á morgun.
Set svo inn á morgun planið fyrir restinni af vikunni, þá verður vonandi kominn tími fyrir A og C liðs leikina v Fram.
Líf og fjör - 1 dagur í sumarið!
Ingvi, Teddi, Sindri .... og já Guðbergur (allt að fyllast í þjálfaracrewinu).

- - - - - -

Monday, April 20, 2009

Þrið!

Jó gang.

Vonum að veðrið á morgun verði ekki eins asskoti leiðinlegt og það var áðan. Vona að menn hafi tekið vel eftir á töflufundinum (og að teddi hafi tímt tyggjói á línuna)!

Bæði árin æfa á morgun:

- Þrið - Æfing - Yngra árið - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.

- Þrið - Fimleikar - Eldra árið - Mæting í klefa 2 kl.19.30 - búið ca.21.00.

Allt samkvæmt plani hjá yngri. Tökum svo smá skokk á vellinum fyrir síðasta fimleikantímann hjá eldri, þannig að ekki gleyma neinu dóti. Eftirtaldir leikmenn eiga líka að mæta á 3.fl æfingu kl.18.00 - á undan fimleikunum (ef þeir eru klárir): Anton Orri - Sveinn Andri - Jón Konráð - Daði - Vésteinn Þrymur.

Heyri í ykkur á morgun.
Je,
Ingvi og Teddi og Sindri.

- - - - -

Sunday, April 19, 2009

Rvk mót v Leikni - laug!

Jamm.

"Gomma" af leikjum í gær - þrír leikir v Leikni á gervigrasinu okkar. Kallinn í London þannig að gamli tók etta sóló - Lokatölur 2 sigrar og 1 tap - allt um það hér:


- - - - -
  • Hvaða leikur: A lið v Leikni í Reykjavíkurmótinu.

Dags: Laugardagurinn 18.apríl 2009.
Tími:
kl.
13.00 - 14.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómarar: ?
Aðstæður:
?

Staðan í hálfleik: ?
Lokastaða: 1 - 5.

Mörk: Sveinn Andri.

Maður leiksins: ?

Liðið: Vésteinn Þrymur í markinu - Daníel L og Árni Þór bakverðir - Njörður og Jökull Starri miðverðir - Anton Orri aftari miðja - Sveinn Andri og Daði fyrir framan þá - Elvar Örn og Jón Konráð á köntunum - Aron Bjarna einn frammi. Varamenn: Andri Már, Stefán Pétur, Breki og Páll Ársæll.
Frammistaða: - Slugs - tökum það á okkur!


Almennt um leikinn: - Slugs - tökum það á okkur!

- - - - -

  • Hvaða leikur: B lið v Leikni í Reykjavíkurmótinu.

Dags: Laugardagurinn 18.apríl 2009.
Tími: kl.14.20 - 15.35.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómarar:
?
Aðstæður:
?

Staðan í hálfleik:
?
Lokastaða: 5 - 1.

Mörk: Andri Már (2) - Jón Kaldal (2) - Bjarni Pétur.
Maður leiksins:
?

Liðið: Kristófer Karl í markinu - Viktor Snær og Hörður Gautur bakverðir - Birkir Már og Páll Ársæll miðverðir - Breki og Bjarni Pétur á köntunum - Daníel Þór og Aron Brink á miðjunni - Andri Már og Björn Sigþór frammi. Varamenn: Jón Kaldal, Andrés Uggi, Þorkell og Gabríel Ingi.

Frammistaða: - Slugs - tökum það á okkur!

Almennt um leikinn:
- Slugs - tökum það á okkur!

- - - - -
  • Hvaða leikur: C lið v Leikni í Reykjavíkurmótinu.

Dags: Laugardagurinn 18.apríl 2009.
Tími: kl.15.40 - 16.55.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.


Dómarar:
?
Aðstæður:
?

Staðan í hálfleik:
?
Lokastaða: 5 - 1.

Mörk: Gabríel Ingi (3) - Þorvaldur (2).
Maður leiksins:
?

Liðið: Kári í markinu - Ýmir Hrafn og Marteinn Þór bakverðir - Þorkell og Jón Kaldal miðverðir - Andrés Uggi og Sigurður Þór á miðjunni - Sölvi og Nizzar á köntunum - Gabríel Ingi og Brynjar frammi. Varamenn: Aron og Þorvaldur (5.fl).

Frammistaða: Slugs - tökum það á okkur :-(

Almennt um leikinn:
Slugs - tökum það á okkur :-(

- - - - -

Mán!

Sæler.

Morgundagurinn klár - æfum allir saman, tökum gott spjall og svo út á völl. Hugsanlega smessa ég á einhverja að fara á 3.fl æfingu. Svo er Akademían hjá Dennis í fyrramálið. Jebba.

- Mán - Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.17.00 - 18.30.

Annað en sumir, klikka ég ekki á fríhafnarnammi, en gleymdi að redda Tedda liðshúfu (ekki minna hann á það samt).

Munið að láta okkur vita ef þið komist ekki, sjáumst á morgun.
Ingvi, Teddi, Sindri .. og Valgerður skilst mér :-)

- - - - -

Saturday, April 18, 2009

Aham!

Ble.

Fékk grófa skýrslu frá Teddanum áðan - 2 sigrar og eitt tap í dag á heimavelli: A átti víst slakan dag og er þar með komið í 1 sigur og 3 töp í mótinu. Hér þurfum við virkilega að fara að skoða okkar mál og snúa við blaðinu. B og C spiluðu víst góðan bolta og unnu sína leiki örugglega - glæsilegt.

Lentum í mannavandræðum í lokin, sem er ótrúlegt strákar, þar sem við erum með ca.45 virka leikmenn. Þetta verður líka rætt eftir helgi.

Hafið það annars gott á morgun, kíkið á man.utd v everton í bikarnum. Tökum svo spjall og æfingu á mánudaginn. Aighty.

Ingvi og Teddi.

- - - - -

Friday, April 17, 2009

Laug - leikir v Leikni!

Sælir meistarar.

Sorrý hvað þetta kemur rosalega seint, var að lenda í London og gamli kann ekkert á etta tölvudót! Þá er komið að leikjunum v Leikni, en þeir eru á morgun, laug, á okkar heimavelli. Við áttum slaka leiki síðast þannig að við vonum að allir komi þvílíkt sterkir til leiks, tilbúnir að standa sig, sama í hvaða liði sem þið eruð og sama hvort þið byrjið inn á eða komið inn á.

Undirbúa sig vel í fyrramálið, mæta með allt dót "on time" og tilbúnir í hörkuleiki.

- A lið - Mæting kl.12.15 niður í Þrótt - keppt frá 13.00 - 14.15:

Vésteinn í markinu – Daníel L og Árni Þór bakverðir – Njörður og Jökull miðverðir – Anton Orri fyrir framan vörnina - Jón Konráð og Elvar Örn á köntunum - Daði og Sveinn Andri á miðjunni – Aron Bjarna frammi. Varamenn: Andri Már – Stefán Pétur – Breki.

- B lið - Mæting kl.13.30 niður í Þrótt - keppt frá 14.20 - 15.35:

Kristófer Karl í markinu – Hörður Gautur og Viktor Snær bakverðir - Páll Ársæll og Birkir Már miðverðir - Aron Brink og Daníel Þór á miðjunni – Björn Sigþór og Breki á köntunum – Andri Már og Stefán Pétur frammi. Varamenn: Bjarni Pétur – Jón Kaldal – Jónas – Bjarki L.

- C lið - Mæting kl.15.00 niður í Þrótt - keppt frá 15.40 - 16.50:

Kári í markinu – Birkir Örn og Jón Kaldal miðverðir – Ýmir Hrafn og Þorkell bakverðir - Logi og Jónas á miðjunni – Nizzar og Brynjar á köntunum - Bjarki L fyrir aftan senterinn – Bjarni Pétur frammi. Varamenn: Sigurður Þór - Sigurjón – Andrés Uggi – Sölvi – Marteinn Þór - Gabríel Ingi.

Spila næsta leik - Meiddir - forfallaðir: Jovan – Ólafur Guðni! - Gunnar Reynir - Skúli! - Arnar P – Jakob – Erlendur - Snorri - Pétur Jóhann – Pétur Jökull – Kristjón Geir - Benjamín - Bjarni.

Held að ég sé með "etta" nokkuð pottþétt svona. En bjallið endilega strax í Tedda ef það er eitthvað klikk, eins ef þið komist ekki.

Gangi ykkur svo vel massa vel, fæ skýrslu seinni partinn á morgun.
Ingvi and Tedds.

- - - - -

Thursday, April 16, 2009

Fös - síðasta æfing fyrir leik!

Bledsen.

Nett æfing áðan hjá yngri, soldið löng en það slapp vonandi. Boltinn var nánast límdur á lærunum á Nonna og Nizzari, sem tóku drykkina í dag. Tók létta "hárþurrku" á nokkra áðan, látum það ekki endurtaka sig :-/

Á morgun, föstudag, er síðasta æfing fyrir leik, létt spilæfing hjá gamla (hálftíma seinna en vanalega):

- Fös - Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.16.00 - 17.15.

Mjög mikilvægt að allir mæti, en ef þið komist ekki, látið þá Tedda vita (824-7724).
Svo er A v Leikni kl.13.00, B v Leikni kl.14.20 og loks C v Leikni kl.15.40 - allt á laugardaginn og allt á gervigrasinu okkar :-)

Klárum etta dæmi,
Ingvi @ london, Teddi og Sindri.

- - - - -

Wednesday, April 15, 2009

Fim!

Jó.

Sorrý hvað þetta kemur seint. Datt inn í leiki kvöldsins. Til lukku man.utd og arsenal sauðnaut. Klikkaði líka að minna menn á að giska á man.utd leikinn :-( En undanúrslitin eru eftir tvær vikur, tökum gúffhitting og gisk þá.

Topp mæting hjá eldri í dag og menn frekar sprækir. Ég klikkaði reyndar á keppni og þurfti svo að fara í lokin. En Heiðar Birnir bjargaði okkur, og vonandi lúkkuðu menn í spilinu. Upplýsingablöðin nánast öll komin í hús, svo þurfum við að fara að draga í spilastokkafjáröflunina okkar :-)

En það er aukaæfing hjá yngra árinu á morgun, fimmtudag.

- Fim - Æfing - Yngra árið - Gervigrasið - kl.16.30 - 18.00.

Látið það berast. Tökum létt skokk á vellinum í byrjun, fáum svo vonandi völlinn um fimm.
Loks æfing hjá öllum á fös. og 3 leikir v Leikni á laug.
Yes sir.
Ingvi og þessi Teddi og Sindri adna.

- - - - -

Tuesday, April 14, 2009

Mið!

Ble.

Afar nett æfing áðan - saknaði samt ansi margra, en held að það hafi eitthvað verið út af fimleikaveseninu. Það er alla veganna eldra árs æfing á morgun, miðvikudag, og aukaæfing hjá yngra árinu á fimmtudaginn (og þá geta menn mætt til að bæta upp fyrir daginn í dag).

Hvetjum menn líka til að horfa á meistaradeildina í kvöld og á morgun, og hugsa vel til Liverpool :-)

Svona er þá planið:

- Mið - Æfing - Eldra árið - Gervigrasið - kl.16.30 - 18.00.

Set svo inn á morgun um aukaæfinguna á fimmtudaginn hjá yngra árinu.

Koommmmmmaaas Gerrard.
Líf og fjör.
Ingvi, Teddi og Sindri.

- - - - -

Monday, April 13, 2009

Þrið!

Jæja drengir.

Vona að þið hafið haft það gott um páskana, en átökin hefjast aftur í dag, þriðjudag. Byrja svo ekki skólarnir í kjölfarið á miðvikudaginn (alla veganna í langó):

Sem sé - (breyting strákar):

- Þrið - Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.

Stebbi kemst ekki í kvöld, þannig að fimleikarnir hjá eldri frestast um viku. Kannski fínt því ...

... meistaradeildin er aftur í þessari viku, hægt að kíkja niður í Þrótt á fyrri viðureignirnar hvorn daginn, kl.18.45. En endilega látið það berast eldra árs spaðar, að það sé líka æfing hjá ykkur í dag.

Við eigum svo þrjá leiki v Leikni á heimavelli á laugardaginn (held að ég hafi sagt valur+fram fyrir páska en þar var klikk hjá mér). Reynum allir að mæta þrisvar sinnum í vikunni fyrir þann leik!

Dúndurmæting í dag,
Síja,
Ingvi, Teddi og Sindri.

- - - - -

Wednesday, April 08, 2009

Páskafrí - taka tvö!

Heyja.

Vildi bara ítreka þrennt:

- Páskafrí skollið á (næstu æfingar þriðjudaginn 14.apríl).

- Reyna að taka tvær æfingar í fríinu (kallinn búinn að taka 5km tvisvar).

- Gleðilega páska, hafið það massa gott (alveg rólegir í eggjunum samt).

kveðja,
Þjálfarastaffið :-)

p.s. þróttur v víkingur ólafsvík: 5 - 0 á skírdag (engin sá kallinn :-(
p.s. liverpool 4 - blackburn 0 (en rólegur Macheda).
p.s. breki og þorkell nettir í fréttablaðinu á fim!

p.s. rvk úrvalið tilkynnt í lok mánaðarins!

- - - - -

Myndir!

Jev.

Þarf aðeins að kanna commentin, en sýnist engin hafa haft rétt úrslit í Liverpool leiknum! En næstu leikir eru strax eftir viku, tökum etta aftur þá.

Hérna eru nokkrar myndir frá síðustu æfingum, ætti eiginlega að leggja ljósmyndum fyrir mig:



Andri á sprettinum.



Menn höndluðu ekki annað "sucicide".



Árni í góðu upphoppi!



Palli settann rétt yfir.



Teddi hitti Sindra í fyrsta sinn í dag.



Björn tók eggið þetta árið.

Páskafrí!

Sælir meistarar.

Flottir í morgun, góð mæting (þótt einhverjir voru komnir í frí) og snilldar aðstæður. Sindri meir að segja "in the house" og Teddi Jr líka á svæðinu.

Björn tók páskaeggið að þessu sinni - greinilega búinn að "mastera" sláarhittnina. Teddi og Bjarni unnu pulsukeppnina (hljómar vafasamt) þar sem þeir slátruðu 4 stk á mann! Þökkum grillurunum fyrir að mæta og redda okkur. Og liðið sem vann innanhúsmótið fékk soccerade (jónas skuldar kobba)!

Það er hér með skollið á "sweet" páskafrí - hafið það virkilega "nice" strákar - en við viljum samt að hver leikmaður fari tvisvar sinnum út og hreyfi sig. Taka agann á etta, t.d. eitt útihlaup og einn bolta með félögunum! Næstu æfingar eru svo þriðjudaginn 14.apríl (eldri í fimleikum og yngri á gervi). Nokkrir enn eftir að láta okkur fá skýrslu um Fylkisleikina, meilið henni bara á okkur sem fyrst.

Hendi svo nettri myndasýningu inn í kvöld. Annars bara leikur ársins (alla veganna mánaðarins) í kvöld: Liverpool - Chelsea kl.18.45, í meistaradeildinni - kommmmma sooo. Og næstum búinn að gleyma: giska á úrslitin með markaskorurum í commentakerfinu (aftur bíómiði í verðlaun :-)

Gleðilega páska,
Ingvi, Teddi og Sindri.



veit, hrikalega væminn mynd (teddi valdi hana).
- - - - -

Monday, April 06, 2009

Mið - síðasta æfing fyrir páska!

Hola.

Hvað segja menn þá - þrátt fyrir mjög skrýtið skipulag hjá kallinum áðan þá mættu 30 strákar í hlaup og innanhúsbolta. Bara fínn hittingur, vona að menn hafi verið sáttir. Gefa Bjössa líka "five" fyrir að redda salnum. Lið 1 tók mótið með 10 stig (geta þakkað árna fyrir "harðfylgismarkið" hans á móti liði 2). Svo er gott mál að fá Kobba og Palla í gang.

Síðasta æfing fyrir páskafrí er á morgun, miðvikudag, vona að það verði metmæting:

- Æfing + Grill (+ Sund) - Gervigrasið - kl.10.00 - 12.00.

Tökum hressa æfingu, páskaeggjaþraut og spil. Gæðum okkur svo á grilluðum pullum í hádegismat. Koma með 500kr, og sund dót ef þið viljið kíkja í pottinn (frjálst).

Vantar enn 1-2 hressa grillara, smessið endilega á mig ef þið getið græjað það (þ.e. ef foreldrar ykkar eru í fríi), svo Teddi þurfi ekki að taka það að sér :-)

8 liða úrslit meistaradeildarinnar hefjast líka í kvöld - hægt er að kíkja niður í Þrótt í "gláp". Man.Utd v Porto er sýndur í kvöld, og Liverpool v Chelsea á morgun. Leikirnir hefjast kl.18.45. Tökum gisk-keppni á leiknum á morgun :-)

Sjáumst eldhressir í fyrramálið,
Ingvi, Teddi og Sindri.

- - - - -

Þrið!

Sælir piltar.

Tókum vel á því á sparkvellinum í dag - svekkjandi fyrir þá sem klikkuðu að stilla vekjaraklukkuna!

Það er smá breyting á planinu á morgun, þriðjudag -
salurinn upp í Víkurskóla í Grafarvogi er því miður ekki laus þannig að við björgum okkur á annan hátt:

- Útihlaup + Innanhúsþrek í Réttó - Allir - Mæting kl.10.45 niður í Þrótt - Búið ca.12.45.

Tökum góðan hring (4km) og endum á hressu púli í íþróttahúsi Réttó. Best að mæta í hlaupaskóm (eða gervigrasskóm), með þægilega tösku undir innanhúsdótið (og hrein föt ef menn vilja detta í sturtu). Trítlum svo samfó heim.

Lokaæfingin fyrir páska verður svo á miðvikudaginn kl.10.00 á gervigrasinu.
Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
Síjaleitör,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Sunday, April 05, 2009

Mán!

Ble ble.

Vika í páskaeggjaát, þannig að við verðum að leggja vel í bankann í vikunni :-) Byrjum á morgun, mánudag, æfum í tvennu lagi á sparkvellinum við Laugarnesskóla:

- Mán - Sparkvallaræfing - Eldra ár - kl.10.00 - 11.30.

- Mán - Sparkvallaræfing - Yngra ár - kl.11.30 - 13.00.

Að auki komust fjórir leikmenn áfram í Reykjavíkurúrvalinu, og mæta á æfingu í fyrramálið upp í Egilshöll, eftir þá æfingu verða væntanlega valdir 14 leikmenn sem halda út í lok maí og taka þátt í sérstöku móti:

- Úrtaksæfing - Egilshöll - kl.9.30: Sveinn Andri - Aron Bj - Jón Konráð - Daði.

Það er svo frí á akademíuæfingum í vikunni.
Sjáumst hressir á morgun,
Ingvi og Teddi.

p.s. treysti á Njörð og Brynjar að mæta aðeins fyrr og ná vellinum :-)

p.s. bjóðum þá drengi sem fermdust í dag, velkomna í fullorðinna manna tölu :-)

- - - - -

Saturday, April 04, 2009

Vikan!

Sælir kjappar.

Menn vonandi búnir að taka gleði sína á ný, búnir að stúdera leikina í gær og "ready" að taka á því í vikunni og bæta sig!

Svona verður vikan hjá okkur, gæti breyst pínu, en ekki mikið:

- - - - -

Mán 6.apríl: Sparkvallaræfing í Laugarnesskóla - Eldri kl.10.00 - Yngri kl.11.30.

Þrið 7.apríl: Inniæfing - Réttó - Allir - kl.11.00 - 13.00.

Mið 8.apríl: Síðasta æfing fyrir frí + gúff + sund - Gervigrasið - Allir - kl.10.00 - 12.00.

Fim 9.apríl (skírdagur) - Mán 13.april (annar í páskum): Páskafrí.

Auglýsum svo hvern dag sérstaklega.
Heyrið í okkur ef það er etthvað.

Annars bara líf og fjör.
Ingvi og Teddi.

p.s. "demit" united!

- - - - -

Leikir v Fylki - Rvk mót!

Jamm.

Áttum þrjá leiki v Fylki á gervigrasinu þeirra upp í Árbæ - Við byrjuðum daginn illa, skánuðum aðeins í leik nr.2 og toppuðum svo í síðasta leiknum - allt um það hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: Rvk mótið v Fylki - A lið.
Dags: Laugardagurinn 4.apríl 2009.
Tími: kl.9.00 - 10.15.
Völlur: Fylkisgervigras.

Dómarar: Ja, þriggja dómara system. Hefa held ég átt betri dag.
Aðstæður: Nokkuð góðar, veðrið slapp og völlurinn fínn.

Staðan í hálfleik: 0 - 3.
Lokastaða: 2 - 8.

Maður leiksins: ?
Mörk: Sveinn Andri - Jón Konráð.

Liðið: Vésteinn í markinu - Daníel L og Árni Þór bakverðir - Njörður og Jovan miðverðir - Anton Orri og Sveinn Andri djúpir á miðjunni - Jón Konráð og Elvar Örn á köntunum - Daði fremstur á miðjunni og Stebbi einn frammi. Varamenn: Arnar P og Andri Már.

Frammistaða: - Slugs - tökum það á okkur :-(

Almennt um leikinn:

Vantar allt tal. - Stíga betur út, gera þá rangstæða. - Fá fleiri skot á markið (sveinn).
Passa þeirra sterkustu menn. - Vera nálægt mönnum tilbaka, éta þá og skila svo boltanum á miðjumennina. - Ekki selja sig. - Halda áfram út leikinn.

Mjög svipaður leikur og á móti FH í jan - ekki að sjá að við værum neitt lakara lið en þeir í þessum leik en þeir kláruðu nánast öll sín færi en við ekki okkar! Þótt að við höfum fengið á okkur 2 rangstöðu mörk og að okkur hafi vantað 2-3 leikmenn þá verður eiginlega að segjast að úrslitin eru ferleg. Varnarleikurinn var ekki góður hjá okkur og við vorum með of marga "farþega" inn á.

- - - - -
  • Hvaða leikur: Rvk mótið v Fylki - B lið.
Dags: Laugardagurinn 4.apríl 2009.
Tími: kl.10.20 - 11.35.
Völlur: Fylkisgervigras.

Dómarar: Sama og í A leiknum!
Aðstæður: Ein og ein rigningarskúr en annars ágætisveður - völlurinn flottur.

Staðan í hálfleik: ?
Lokastaða: 3 - 5.

Maður leiksins: ?
Mörk: Aron Brink - Arnar G - Andri Már.

Liðið: Skúli í markinu - Birkir Örn og Ólafur Guðni bakverðir - Birkir Már og Gunnar Reynir miðverðir - Arnar G og Aron Brink á köntunum - Arnar P og Bjarki L á miðjunni - Björn Sigþór og Andri Már frammi. Varamenn: Kristófer Karl, Breki og Hörður Gautur.

Frammistaða: - Slugs - tökum það á okkur :-(

Almennt um leikinn:

Sama var upp á teningnum hér og í A leiknum - fengum "deddara" á 2 mín og komumst í 1-0 skömmu seinna og vorum í raun alls ekki síðri, en eitthvert áhugaleysi og baráttuleysi hjá megninum af liðinu gerði það að verkum að við náðum ekki að klára þennan leik með sigri.

- - - - -
  • Hvaða leikur: Rvk mótið v Fylki - C lið.
Dags: Laugardagurinn 4.apríl 2009.
Tími: kl.11.40 - 12.50.
Völlur: Fylkisgervigras.

Dómarar: Nokkuð sprækt dómaratrío.
Aðstæður: Veðrið alveg komið í lag og völlurinn sweet.

Staðan í hálfleik: 0 - 3.
Lokastaða: 3 - 3.

Maður leiksins: ?
Mörk: Sigurður Þór - Breki - Kristjón Geir.

Liðið: Kristófer í markinu - Hörður Gautur og Þorkell miðverðir - Marteinn Þór og Ýmir Hrafn í bakverðinum - Breki og Sigurður Þór á köntunum - Jón Kaldal og miðjunni - Andrés Uggi og Bjarni Pétur frammi. Varamenn: Kári, Gabríel Ingi, Egill Gauti, Benjamín, Kristjón Geir, Logi, Sigurjón og Sölvi.

Frammistaða: - Slugs - tökum það á okkur :-(

Almennt um leikinn:

Eftir að hafa lent þremur mörkum undir þá komum við sterkir tilbaka þegar um 15 mín voru eftir og vorum í raun óheppnir að klára ekki leikinn. Það var mjög sterkt. En margir leikmenn voru samt ekki að spila á fullri getu og það gengur náttúrulega ekki ef vinna á leiki!

- - - -

Jedde nu!

Sælir strákar.

Við gerðum ekkert sérstakt "mót" í dag upp á Fylkisvelli. Niðurstaðan tvö töp og eitt jafntefli. Hér fyrir neðan kemur mjög grófur útdráttur úr leikjunum (meira á æfingu á mán og seinna á blogginu):

- Fylkir v Þróttur (a lið): 8 - 2 (sveinn andri - jón konráð).

Mjög svipaður leikur og á móti FH í jan - ekki að sjá að við værum neitt lakara lið en þeir í þessum leik en þeir kláruðu nánast öll sín færi en við ekki okkar! Þótt að við höfum fengið á okkur 2 rangstöðu mörk og að okkur hafi vantað 2-3 leikmenn þá verður eiginlega að segjast að úrslitin eru ferleg. Varnarleikurinn var ekki góður hjá okkur og við vorum með of marga "farþega" inn á.

- Fylkir v Þróttur (b lið): 5 - 3 (aron br - andri már - arnar g).

Sama var upp á teningnum hér og í A leiknum - fengum "deddara" á 2 mín og komumst í 1-0 skömmu seinna og vorum í raun alls ekki síðri, en eitthvert áhugaleysi og baráttuleysi hjá megninum af liðinu gerði það að verkum að við náðum ekki að klára þennan leik með sigri.

- Fylkir v Þróttur (c lið): 3 - 3 (sigurður þór - breki - kristjón geir).

Eftir að hafa lent þremur mörkum undir þá komum við sterkir tilbaka þegar um 15 mín voru eftir og vorum í raun óheppnir að klára ekki leikinn. Það var mjög sterkt. En margir leikmenn voru samt ekki að spila á fullri getu og það gengur náttúrulega ekki ef vinna á leiki!

- - - - -

Við þurfum náttúrulega að líta á það jákvæða í þessum leikjum en svo að vinna í því sem þarf að laga. Ég og Teddi þurfum aðeins að leggjast undir feld því við erum með alltof góðan mannskap til að vera núna búinn að tapa 2 leikjum í A og tveimur leikjum í B. Skýrslurnar frá ykkur, sem koma á mánudaginn, munu vonandi hjálpa okkur í þessari vinnu. Líka gott ef hver og einn metur sína frammistöðu í dag.

Næsta vika: Við munum æfa mánudag, þriðjudag og miðvikudag - svo tekur við páskafrí. Set planið inn á morgun, sunnudag. Hafið það alla veganna massa gott yfir helgina. Sjáumst svo hressir á mánudaginn.

Ingvi og Teddi.

- - - - -

Friday, April 03, 2009

Laug - leikir v Fylki!

Jamm jamm.

Þrusu mæting í dag - samt voru einhverjir veikir (ég set þá inn á morgun - bara láta mig vita ef þið eruð enn veikir). Allt á annars að vera klárt fyrir leikinn á morgun v Fylki, spilum snemma þannig að menn þurfa að fara snemma að sofa og taka svo góðann morgunmat. Muna líka eftir öllu dóti og svo klárum við dæmið saman.

Svona lítur þá planið út:

- A lið v Fylki - Mæting kl.8.15 upp á Fylkisvöll - spilað frá kl.9.00 - 10.15:

Vésteinn Þrymur - Anton Orri - Njörður - Jovan - Árni Þór - Jón Konráð - Sveinn Andri - Daði - Daníel L - Elvar Örn - Aron Bjarna - Andri Már - Stefán Pétur - Arnar P.

- B lið v Fylki - Mæting kl.9.40 upp á Fylkisvöll - spilað frá kl.10.20 - 11.35:

Skúli - Kristófer Karl - Birkir Örn - Birkir Már - Arnar USA - Björn Sigþór - Bjarki L - Jónas - Gunnar Reynir - Ólafur Guðni - Aron Brink - Brynjar - Breki - Hörður Gautur.

- C lið v Fylki - Mæting kl.11.00 upp á Fylkisvöll - spilað frá kl.11.40 - 12.55:

Kári - Andrés Uggi - Benjamín - Bjarni Pétur - Erlendur - Jón Kaldal - Kristjón Geir - Logi - Marteinn Þór - Sigurður Þór - Sigurjón - Sölvi - Ýmir Hrafn - Þorkell + Gabríel Ingi - Egill Gauti.

- Meiddir / ferðalag / komast ekki á morgun: Jökull Starri - Páll Ársæll - Pétur Jóhann - Þorsteinn Eyfjörð - Daníel Þór - Nizzar - Pétur Jökull - Viktor Snær - Snorri (nýbyrjaður - klár í næsta leik).

Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
Líf og fjör,
ingvi og teddi og sindri.

- - - - - -

Thursday, April 02, 2009

Fim - Fös!

Sælir höfðingjar.

Nokkuð góður leikur hjá íslendingum í gær - óheppnir að ná ekki alla veganna jafntefli. Næsti leikur á dagskrá: Þróttur v Fylkir í 4.fl á laugardaginn :-)

Það er frí í dag strákar, fimmtudag (nema Heiðar Birnir vill fá nokkra leikmenn á 3.fl æfingu - ég smessa á þá). Það er svo æfing hjá öllum á morgun, föstudag, og í lok æfingarinnar kemur sjúkraþjálfari og tekur okkur í teygjuprógramm og spjall:

- Fös - Æfing + Teygjur - Allir - Gervigrasið - kl.15.15 - 17.00.

Í lok æfingar eru sem sé eðalteygjur og spjall, jafnvel pokadjús :-) Mætum allir því þetta er síðasta æfing fyrir leikina á laugardaginn: A kl.9.00 - B kl.10.20 - C kl.11.40.

Líf og stanslaust fjör.
Ingvi og Teddi og Sindri.

- - - - - -