Friday, February 27, 2009

Helgin!

Halló fagmenn.

Takk í dag - Að mestu flottir en hefði viljað sjá þetta gert betur:
- Hringirnir í byrjun - skárum þá all rosalega og tókum sprettina/hraðaaukningarnar ekki nærri því nógu vel.
- Vera meira á tánum í reitnum - allt of margir á hælunum.
- Vantaði að vera jákvæðari í spilinu og hvetja og stjórna hvor öðrum betur. Við erum allir í sama liði og samstaðan og samvinnan þarf að vera 100% og það að vilja vinna á æfingu á ekki að þurfa að trufla þetta.
- Rosalega margir teygðu ekki neitt í lokin - þegar við segjum teygja þá verðið þið að vera agaðir og teygja á öllum vöðvum - ég lofa ykkur því að það hefur gríðarlega mikil áhrif og gerir ykkur klárari á næstu æfingu.


Var annars mjög ánægður með ykkur í sprettunum og í skotunum og sá margt gott í spilinu sjálfu.

Alla veganna - við erum að tala um helgarfrí strákar (held það fyrsta á árinu). Viljum samt helst að allir hreyfi sig eitthvað - sumir fara á æfingar í "hinni" íþróttinni sinni - en aðrir finna sér tíma og taka skokk, sund eða bolta með félögunum :-)

Á mánudaginn fá menn svo:
- mætingartölur febrúarmánaðar!
- Yfirlit yfir alla leiki Rvk mótsins.
- Dagskrá mars-mánaðar.


Og það er sem er framundan:
- Fimleikatímar.
- Fyrstu leikir í Rvk mótinu.
- Foreldrabolti.
- Æfingaferðir!


Þannig að þjöppum okkur vel saman og mætum virkilega vel.

Hafið það annars dúndur gott um helgina.
Sjáumst svo á mánudaginn þar sem við byrjum mars á fulle femm,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Thursday, February 26, 2009

Fös!

Ble.

Það var "nice and warm" inni í Langó áðan - Menn tóku vel á því, og kjappinn sýndi lipra takta í dýnuboltanum og duttu gleraugun alla veganna þrisvar sinnum í gólfið :-( Allir nema einn fengu 0.8 í mætingu, en ætla að bæta úr því næst!

Aftur á móti var ansi napurt úti á gervigrasinu. Hefði kallinn verið að þjálfa hefði ég jafnvel tekið kraftgallann á "etta"! En virkilega ánægður með mætinguna þar og tóku menn vonandi vel á því.

Friday á morgun - æfum hálftíma fyrr en vanalega, vona að allir í Laugó nái því:

- Fös - Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.15.00 - 16.45:

Tökum "örhring" á undan, að nettum tröppum og tökum þar smá púl (þannig að ekki mæta bara í takkaskóm). Klæða sig eins og ljónið ef veðrið verður eins. Notum svo allan völlinn í spil eftir nokkrar fínar æfingar.

Veit af einhverjum upp í bústað eða út á landi. En við sjáum hina alveg þrusu ferska.
Ingvi og Teddi.

- - - - - -

Fim - aukaæfing!

Sælir meistarar.

Nokkuð margir tóku við sér í gær og smelltu úrslitum í "commenti". Þjálfarar náttúrulega mjög ánægðir með úrslitin. Björn Sigþór og Arnar giskuðu á rétta tölu og eiga því báðir inni boðsmiða í Laugarásbíó. Teddi fékk hins vegar gula spjaldið fyrir að giska eftir leik!

En við ætlum að hittast aukalega í dag, fimmtudag. Þeir sem eru í vetrarfríi æfa snemma inni í Langholtsskóla en aðrir mæta á gervigrasið:

- Innanhúsæfing - Langholtsskóli - kl.14.00 - 15.20 : Yngra ár í Langó og Vogó.

- Spilæfing - Gervigrasið - kl.16.00 - 17.20 : Allt eldra árið + Yngra árið í Laugó + Nonni :-)

Mæta með allt innanhúsdót (það er bara snögg sturta hjá þeim sem eru að fara í bíó). Vitum svo af nokkrum á handboltaæfingu, komið bara aðeins of seint.

Ca. vika í fyrsta leik í Rvk mótinu - förum nú að mæta eins og ljónið og gera okkur klára.

Annars bara líf og fjör.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Tuesday, February 24, 2009

Mið - öskudagur!

Bledsen.

Ekki sáttur með 0 - 0 hjá Inter og Man.Utd í gær - en sá alla veganna eitt mark hjá Arsenal. Aðalleikurinn er náttúrulega í dag - Real Madrid v Liverpool.

En það er öskudagur í dag, miðvikudag. Það er frí á æfingu hjá eldra árinu. Hefði nú samt verið til í furðufataæfingu (eigum það bara inni). Farið nú rólega í nammið!

Það er því miður ekki búið að tengja allt inn í vídeóherbergi niður í Þrótti. Held að einhverjir hafi farið fýluferð í gær :-( En það á að vera klárt þegar næstu leikirnir í meistaradeildinni eru (eftir tvær vikur). En við hvetjum ykkur samt til að reyna að horfa á leikina í kvöld.

Og þá hafið þið tvö verkefni: 1. Þeir sem horfa á leikinn: Horfið með gagnrýnum augum á hann, spáið í varnarleik, sóknarleik, leikstíl hvors liðs o.s.frv. Svo röbbum við um leikinn á æfingunum á morgun. 2. Giskið á hvernig Real Madrid v Liverpool fer! - Setjið það hér á commentakerfið (og fínt að setja hverjir skora ef einhverjir eru með sömu úrslit). Bíómiði í Laugarásbíó í verðlaun :-)

Fimmtudagurinn verður svo eftirfarandi:
- kl.14.00 - Yngra árs leikmenn í Langó og Vogó = Innanhúsæfing í Langholtsskóla.
- kl. 16.00 - Eldra árs leikmenn + yngra árs leikmenn í Laugó og Austó = Spilæfing á gervigrasinu.

Verðum sem sé í tvennu lagi á morgun - Vetrarfrí hjá Vogaskóla og Langholtsskóla en ekki já Laugó :-( En ég auglýsi þetta samt betur í kvöld.
Hafið það gott í dag,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Monday, February 23, 2009

Þrið!

Sælir kjappar.

Setti 10 bónusstig á Tedda fyrir æfinguna í dag - virkilega flottar æfingar og þeir leikmenn sem gerðu allar æfingar vel og á fullu, græddu heilmikið. Þær voru vissulega margar, og það er ekkert gefið að það sé spil á öllum æfingum - þetta er allt "part of the game" eins og maður segir.

Nett að sjá Bjarka aftur, sem og Pétur Jökul. Líka fleiri sem voru rólegir í síðustu viku en mættir aftur á fullu - skammaði líka nokkra fyrir að hafa ekki látið vita af sér, en það var flott mæting í dag og allt á góðu róli.

Æfing hjá yngra árinu á hefðbundnum tíma á morgun, þriðjudag:

- Æfing - Yngra ár - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.

Markmannsæfing á undan. Skjótum svo meira á þá þegar þeir koma til okkar.

Frétti að eldra árið hafi vælt úr frí á miðvikudaginn (öskudag) en þá verður æfing í staðinn á fimmtudaginn (og jafnvel í fyrri kantinum). Set svo vonandi tímana fyrir æfingaleikina inn á morgun.

Meistaradeildin er líka annað kvöld - checkið á þessari síðu. Hægt er að kíkja á leikina niður í Þrótti í vídeóherberginu. Man.Utd v Inter Milan er annað kvöld, en Real Madrid v Liverpool á miðvikudaginn, auglýsi hann betur á morgun :-)

Sjáumstum.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Saturday, February 21, 2009

Mán!

Jó what up.

Mjög nett áðan - geggjað veður og virkilega ljúft að vera með allann völlinn. Dennis lét líka sjá sig og "stúderaði" hópinn aðeins.

Andri Már, Sveinn Andri, Aron Bj. og Jón Konráð spiluðu svo með 3.fl B í 3-2 sigurleik á móti Fylki.

Vonum að veðurblíðan haldi áfram á morgun, eins og við töluðum um þá ætlum við að vera aftur allir saman á morgun, mánudag:

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.16.45 - 18.15.

Ætlum að taka bolta á mann og verðum með tæknistöðvar.
Ætlum svo reyna að negla leik á lið í vikunni - svo er líka meistaradeildin að byrja aftur.

Hafið það annars gott í dag. Rólegir á bollunum :-)
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Friday, February 20, 2009

Helgin!

Sælir höfðingjar.


Takk fyrir í gær - ansi margir duttu á Samfés ball, eins gott að menn hafi verið eins og ljónið á dansgólfinu þar.


Það var augljóslega frí á dag, laugardag, en "audda" mættu allir upp í Egilshöll kl.15.00 að horfa á kallinn klúðra færi ársins. Unnum reyndar ÍBV 3-1 - algjörlega komin tími á sigur.

En á morgun, sunnudag, er í fyrsta lagi konudagurinn :-) En svo er líka spilæfing hjá okkur. Vona að Teddi hafi minnt ykkur á hana á föstudaginn, og að þið hafið hlustað á Tedda:

- Sun - Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.13.00 - 14.15.


Létt og laggott. Ætlum (loksins) að spila á stórann völl. Þannig að ég vona að menn séu klárir, sérstaklega þeir sem hafa lítið mætt að undanförnu. 4 leikmenn frá okkur spila með B liði 3.flokks á undan þannig að menn geta mætt aðeins fyrr. Þið smessið á félagann.

Hafið það svo fanta gott,
Ingvi og Teddi.

- - - - - -

Thursday, February 19, 2009

Fös!

Sælir meistarar.

Takk fyrir kveðjurnar í gær :-) Veit að menn eru hissa á tölunni, enda lítur maður ekki út fyrir að vera degi eldri en tuttuguogfimm! Og já, til hamingju Kristó.

Flottir í fyrradag - fínir tímar í 4 km hlaupinu - og vonandi fínn fyrirlestur hjá Lúka.

Við ætlum að fresta foreldraboltanum (enn og aftur) í dag, frekar margir að fara á ekvað svaðalegt ball! Þannig að það er æfing á vanalegum tíma, tókum hlaupið í fyrradag þannig að það er bara stemmari á grasinu í 90 mín:

- Fös - Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.

Tölum betur saman í dag,
Ingvi og Teddi.

- - - - - -

Monday, February 16, 2009

Mið!

Bonos Dias piltar.

Alles klar fyrir morgundaginn (mið) - Við ætlum að taka hresst útihlaup og góðar teygjur - og eftir það er fundur hjá öllum flokknum inn í stóra sal. Mjög mikilvægt er að menn komist.

Fyrst munum við sem sé taka tímann á hring í dalnum og svo er fyrirlestur um hæfileikamótun hjá Luka Kostic:

- Útihlaup - Mæting kl.16.30 niður í Þrótti.

- Fyrirlestur - Stóri salurinn niður í Þrótti - kl.17.30 - 18.30.

Hægt er að klæða sig í (og fara í snögga sturtu) í klefa 2. Á fundinum verður svo farið í sálfræðileg atvik í leik, hæfileika, yngri flokka þjálfun í framtíðinni, hugarfar sigurvegara, sjálfshvatinu ofl. Einnig eru tekin fyrir viðtöl við A.Wenger og farið í punkta frá UEFA ráðstefnum ofl.

Mætum allir.
Síja,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Jeps!

Sælir strákar.

Vill bara rétt minna á að það er frí á morgun, þriðjudag, hjá yngra árinu. Í staðinn hittumst við svo allir á miðvikudaginn þar sem við tökum aðeins á því og sitjum svo flottann fyrirlestur um hæfileikamótun í stóra salnum.

Minni samt á markmannsæfinguna niður í Þrótti á morgun!
En ég auglýsi miðvikudaginn svo betur á morgun.

Annars var ágætisæfing í dag - Teddi með ferska sendingaræfingu á meðan kallinn var með "old school" æfingu! Spáum aðeins í atriðin sem við getum bætt (koma betur á móti boltanum - tala með sendingunni - snúa rétt þegar við tökum á móti boltanum - sparka ákveðið innanfótar í boltann og fylgja betur eftir með sendingarlöppinni).

Annars nettir.
Sjáumst á miðvikudaginn,
Ingvi "still 29" og Teddi "40+".

p.s. reynið svo að muna hvort þið skuldið kallinum fyrir eitthvað af eftirtöldu: fyrir tímann í Laugum fyrir jól - fyrir pizzunni fyrir jól - fyrir tímann í boot camp þarsíðasta sunnudag eða fyrir snúðnum núna á sunnudaginn!!

- - - - -

Sunday, February 15, 2009

Jamm jamm!

Sælir meistarar.

Stemmari í gær - fyrir utan að liðið hans Tedda tók mótið :-( Náði samt bara mynd af einu liði, Juve - sem lenti í öðru sæti:



Nettir. Snúðarnir líka góðir (skulda tedda einn með glassúri). Svo tókum við smá lagakeppni - tilkynnum sigurvegara og verðlaun á morgun!

Chill í dag, sunnudag.
En svo verður næsta vika svona:

Mán: Æfing - Allir - Gervigras - kl.16.40 - 18.00 (sendingar).
Þrið: Frí.
Mið: Æfing (fyrirgjafir) + fundur með Luka Kostic um Hæfileikamótun - kl.16.00 - 18.30.
Fim: Frí.
Fös: Foreldrabolti - Allir + foreldrar - Gervigrasið - kl.17.30 - 19.00.
Laug + Sun: Helgarfrí!

Inn í þetta detta svo örugglega inn æfingaleikir hjá einhverjum liðum.

Í dag mættu Daði, Sveinn Andri, Njörður og Anton Orri í leik með 3.flokki (þarf að kanna hvernig hann fór).

Sjáumst sprækir á morgun,
Ingvi og Teddi.

p.s. sigurliðið var sem sé teddi, vésteinn, stebbi, logi og nizzar. Og í juve (liðið á myndinni) voru sölvi, jón kaldal, gunni, sveinn andri, benjamín og arnar. real var svo valið mest "flair" liðið!

Friday, February 13, 2009

Laug - innanhúsmót + gúff!

Sælir fagmenn.

Fínasta æfing í dag - við erum að tala um geggjað veður og völlurinn iðagrænn og mjúkur. Hendið endilega inn hverjir unnu í hittnikeppninni (frétti reyndar að menn hefðu breytt yfir í sláarkeppni - nefndin fer svo yfir hvernig hún bregst við því)!

Við ætlum að hittast á morgun, laugardag, upp í Laugardalshöll þar sem innanhúsmót flokksins mun fara fram. Eftir það er það snögg sturta og létt gúff niður í Þrótti:

- Innanhúsæfing - Laugardalshöllin - kl.13.30 - 15.00.

- Létt kaffi - vídeóherbergið niður í Þrótti - kl.15.15 - 16.00.

Mæta með allt dót. 200 kall fyrir gúffinu. Og liðin eru hér fyrir neðan - endilega látið vita ef þið komist ekki, ég setti nánast alla inn (fiffum það bara á morgun ef einhverja vantar). Svo er bara chill á sunnudaginn.
Sjáumst í stemmara,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Riðill 1:

Inter Milan: Brynjar - Daði - Daníel L - Nizzar - Pétur Jökull - Ýmir Hrafn.
Juventus: Gunnar Reynir - Sveinn Andri - Arnar P - Sölvi - Jón Kaldal - Benedikt.
AC Milan: Andri Már - Aron Bjarna - Jovan - Viktor Snær -Kristjón Geir - Logi.
Roma: Vésteinn - Teddi Totti - Birkir Örn - Stefán Pétur - Marteinn Þór - Bjarni Pétur.

Riðill 2:

Barcelona: Aron Brink - Jón Konráð - Breki - Sigurður Þór - Daníel Þór.
Valencia: Birkir Már - Jónas - Njörður - Sigurjón - Hörður Gautur.
Atletico Madrid: Kristófer Karl - Þorstein E - Anton Orri - Þorkell - Björn Sigþór.
Real Madrid: Kári - Ingvi Zizu - Ólafur Guðni - Páll Ársæll - Andrés Uggi.

Meiddir / veikir / út úr bænum ofl: Elvar Örn - Árni Þór - Jakob - Jökull - Hörður Sævar - Skúli - Pétur Jóhann - Bjarki L - Cephas - Gunnar Valur.

Thursday, February 12, 2009

Fös + helgin!

Sælir félagar.

Ansi kalt í gær, Teddi í kraftgallanum og ansi fámennt hjá eldra árinu á æfingu. Flestir með afsökun en allt of fáir létu vita, lögum það. Ísland vann æfingaleikinn sinn í gær á La Manga (hef komið þanngað tvisvar sko) og Spánn rúllaði yfir Englendinga í æfingaleik.

En það var (obviusly) frí í dag, fimmtudag. En æfing hjá öllum á morgun, föstudag:

- Skokk + æfing - Allir - Gervigrasið - kl.15.00 - 16.45.

Hálftíma fyrr en vanalega - vona að allir nái því - Gríðarlega langt síðan við tókum skokk - það er orðið aðeins hlýrra úti og ekki eins hált á stígunum. Þannig að við ætlum að taka létt "skemmtiskokk" - ca. 2.5km. Svo í spil með ýmsum áherslum.

Ætlum svo að hittast eitthvað á laug í einhverja hreyfingu og gúff. Svo æfingaleikir í næstu viku.
Sjáumst á morgun,
Ingvi og Teddi.

- - - - - -

Tuesday, February 10, 2009

Mið!

Jamm.

Redding í dag - Arnþór og Stebbi í 3.fl "coveruðu" yngra árið og gerðu það vel skilst mér. Kallarnir á massa "fjörugum" fundum í skólanum!

Eldri með æfingu á morgun, miðvikudag - tökum alla veganna 20+ á etta:

- Æfing - Eldra árið - Gervigrsið - kl.16.30 - 18.00.

Annars bara góð stemmning. Menn að fá sér brúnkusprey hægri vinstri :-)
Sjáumst,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Monday, February 09, 2009

Þrið!

Jamm.

Prýðisæfing áðan - pínku kalt en slapp alveg. Menn að koma úr veikindum sem er nett - en kannski aðrir komnir í þann pakka :-(

Þorkell og Daði tóku slánna - og nýju boltarnir voru bara bærilegir, alla veganna vel pumpaðir.

Frí hjá eldri á morgun, þriðjudag, en æfing hjá yngri, hjá fáránlega hressum gestaþjálfurum:

- Þrið - Æfing - Yngra ár - Gervigrasið - kl.15.45 - 17.00.

Menn mæta annars bara hálf og taka eina HM keppni :-)
Annars bara ansi góður ferskleiki!
Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Sunday, February 08, 2009

Mán - sameiginleg æfing!

Sælir snillingar.

Nokkuð sáttur með Boot Camp tímann áðan - 29 leikmenn mættu og tóku vel á því. So pokadjús til að ná sér niður og chill í steinapottinum. Sumir duttu svo heim að horfa á arsenal v tottenham.

Það eru slétt þrjár vikur í fyrsta leik í Rvk mótinu - kem með plan fyrir ykkur á morgun. Er einnig búinn að uppfæra mætingarnar hér til hægri.

Á morgun, mánudag, ætlum við að vera allir saman þannig að eldra árið mætir um klukkutíma fyrr en vanalega. Verið duglegir að láta það berast:

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.16.45 - 18.00.

Býst við smá tækni og svo létt spil. Svo er vonandi eitthvað farið að hlýna.
Sjáumst "gígantíst" hressir,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Saturday, February 07, 2009

Sun - Boot Camp!

Bledsen.

Hvað segja menn! Það er frí í dag, laugardag, en ef menn eru alveg lausir þá kíkja þeir náttúrulega upp í Egilshöll um kl.17.00 og kíkja á Þróttur v KR í meistaraflokknum :-)

En annars hittumst við allir á morgun, sunnudag, í smá "stuð-púl":

- Boot Camp + sund - Mæting niður á Gervigras kl.11.50 - Búið ca.14.00.

Kostar 500kr strákar en inn í því er líka sundið og hressing :-) Muna eftir sund dóti og best er að vera í gervigrasskóm - og nokkuð vel klæddur ef það verður kalt.

Þetta verður bara gaman, "plís" ekki halda að þetta verði eitthvað allt of erfitt dæmi og "beila", því það verður ekki raunin. Hressir einkaþjálfarar úr World Class verða með tímann.

Sjáumst sprækir á morgun,
Ingvi buff og Teddi tuddi.

- - - - -

Friday, February 06, 2009

Fös!

Gamli gamli.

Dagatalið ekki komið - og þessi færsla kom soldið seint inn. Bölvað kæruleysi í gangi hjá kallinum! En það er engin breyting í dag strákar, æfing á vanalegum tíma. Pínku hlýrra úti en komið samt vel klæddir.

- Fös - Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.

Enn er ekki orðið "save" að hlaupa á göngustígunum þannig að Teddi verður bara með léttar breskar hlaupaæfingar :-) Það er svo frí á morgun, laug, en svo boot camp tími á sun, væntanlega um hádegisbilið. Þjálfarar úr Laugum koma og láta okkur púla (og við viljum sjá tedda í galla).

Frétti að það sé kominn flatskjár inn í vídeóherbergi niður í Þrótti - sem þýðir að það er stutt í gúff kvöld yfir ræmu þar, þaggi!

Sjáumst eldhressir á eftir.
So bara helgi - koddu með það.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Wednesday, February 04, 2009

Mið!

Sælir spaðar.

Sorrý hvað þetta kemur seint inn - en allt klassískt í dag, miðvikudag:

- Æfing - Eldra ár - Gervigrasið - kl.16.30 - 18.00.

Það verður vonandi met mæting - margir búnir að vera slappir og mæta vonandi klárir í slaginn í dag! Langó úr í Nema hvað :-( þannig að sú keppni truflar ekki æfingar fyrr en á næsta ári!

Teddi mætir fáránlega hress með ferskar æfingar í farteskinu!
Smessið á félagann og verið samfó.
Berjast,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Tuesday, February 03, 2009

Þrið!

Jev.

Það var kalt í gær, en samt bara nett. Teddi með "massíft" góða "all-around" upphitunaræfingu sem við eigum pottþétt eftir að nýta okkur meira.

Yngri voru slétt 20, og verða það vonandi aftur í dag, þannig að við getum kannski rúllað í gegn nokkrum hlutum á stóran völl. Það var fámennt hjá eldra árinu en góðmennt. Ekkert mál ef eitthvað annað er að geraset en endilega venjið ykkur á að smessa á kallinn eða setja comment (heyrði ekkert 13 leikmönnum í gær).

En það er frí hjá eldri í dag, þriðjudag, en æfing hjá yngri, aftur korteri seinna:

- Þrið - Æfing - Yngra árið - Gervigrasið - kl.15.45 - 17.15.

- Einnig markmannsæfing á Framvelli kl.15.00.

Annars bara líf og fjör.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Sunday, February 01, 2009

Mán!

Blek drengir.

Helgin afstaðin og febrúar mættur á svæðið - tókum á því innanhús á laugardaginn og svo mættu menn ferskir í dag í bolta og pott. Nokkrir giskuðu á leikinn á blogginu (gleymdi að auglýsa það betur) en engin með rétt (bjarni skuldar auka hring fyrir svindltilraun og Benni fyrir að klikka á að commenta).

Byrjum vikuna klassískt á morgun, mánudag:

- Æfing - Yngra árið - Gervigrasið - kl.17.00 - 18.20.

- Æfing - Eldra árið - Gervigrasið - kl.18.00 - 19.20.

Nema yngra árið er 20 mín seinna en vanalega (soldið oft sem við komum með svona vesenis breytingar - tek það á mig, en látið það berast).

En Teddi mætir væntanlega í nýju úlpunni sinni og tekur montið!



Mætingarnar fyrir jan verða vonandi klárar á morgun, sem og febrúar dagatalið.
Sjáumst hressir,
Ingvi og Teddi.

p.s. muna eftir miðanum, þeir sem eiga eftir að skila.
p.s. akademíu strákar muna svo eftir morgunæfingunni.


- - - - - -