Wednesday, September 28, 2005

Haustferð eldra árs!

Jó.

Hér fyrir neðan er allt um haustferði eldra ársins í dag.
Það eru 24 strákar skráðir - en það bætast örugglega einhverjir
við í kvöld.

sjáumst um 4.

- - - - -

4.flokkur kk -eldra ár
Knattspyrnufélagið Þróttur
Haustferð!!

Nú um þessa (30.sept-1.október) ætlum við (eldra árið ´91) að enda tímabilið í “haustafslöppunarferð” til Hveragerðis. Og ætlum við að gista eina nótt og skemmta all svaðalega. Við búumst við fullri mætingu, þ.e. í kringum 26 stráka!

Það er mæting kl.15.45 niður í Þrótt á föstudaginn og verður farið með rútu og komið aftur heim (með einkabílum ) kl.15.00 á laugardaginn.

Ferðin kostar 5500kr (sem fer í rútuna, kajakferðina, hestaferðina, bakarísgúffið, sundferðir, gistinguna, afnot af velli og sal og greiðist við brottför). Einnig er í lagi að hafa smá vasapening.

Ingvi, Egill og Eymi sjá um pakkann, en auk þeirra kíkir hugsanlega eitt foreldri með.

En við þurfum að fá að vita nákvæmlega hverjir ætla með – við eigum enn eftir að heyra í nokkrum strákum. Þannig að “meilið” á mig strax í dag (skeido@mi.is) , eða sendið mér “sms” (869-8228) – eða bara bjalla í mig til að staðfesta. Bannað að “trassa” þetta.

Hafið svo samband ef það er eitthvað, kveðja, Ingvi – 869-8228.

Það sem þarf að hafa með sér:

Utanhúsíþróttadót.- Innanhúsíþróttadót.- Svefnpoka, dýnu og kodda. - Sundskýlu + 2 handklæði.- Hlý föt og aukaföt til skiptana (ekki klikka á þessu). - Trefil (ekki heldur gleyma honum).- Smá nesti til að hafa á föstudeginum. - Eitthvað chill dót (diska, myndavél, andrés o.þ.h).- Og að sjálfsögu netta skapið.

Dagskrá
Föstudagur
15.45 Mæting niður í Þrótt – lagt af stað.
17.00 Kajakferð á Stokkseyri.
17.30 Sund á Stokkseyri.
19.00 Komið til Hveragerðis. Komið sér fyrir.
20.00 Pizzugúff.
20.45 Púlsinn tekinn á downtown Hveró.
21.15 Sjoppustopp.
21.45 “Næturbolti”! – Fótbolti eða körfubolti.
22.45 Létt “Kvöldvökudótarí” ( “survævor hveragerði” ofl).
23.45 Ræma + Draugasaga og zzzz!

Laugardagur
09.00 Wake up.
09.15 Bakarísgúff.
10.00 HM mót á sparkvelli – úti.
11.00 Hestaferð.
12.30 Sund - Snarl.
13.30 Pakkað.
14.30 Lagt af stað í bæinn.
15.15 Komið í bæinn.

Lokakvöld!

Jebba.

Í kvöld ætlum við að "slútta" tímabilinu formlega og
hittast kl.19.00 niður í Þrótti (stóra salnum).

Við kíkjum á myndasýningu, gúffum pedsu, afhendum verðlaun
og förum aðeins yfir árið.

Vona að allir nái að koma.
sjáumst hressir.

ingvi og co.

Síðasti leikurinn!

Heyja.

Það er þá síðasti leikur tímabilsins í dag. Þá keppir eitt lið á
móti ÍR.

Það er mæting hjá eftirtöldum leikmönnum kl.17.15 niður í Þrótt.
Við keppum frá 17.45-19.00 - rétt náðum lokakvöldinu.

- Brynjar - Óttar Hrafn - Daði - Ágúst - Hafliði - Gunnar Ægir - Haukur-
Ívar Örn - José - Ólafur M - Vilhjálmur - Sigurður Einar - Róbert - Páll -
Daníel A!

Sjáumst sprækir.

Lokaæfing!

Heyja.

Bara minna menn á æfinguna í dag, miðvikudag:

Kl.15.30 - 17.15 á gervigrasinu. Lokaæfing!

Tökum leik - reit - spil - keppni og trix!

Vonandi komst sem flestir.
Ég reyni að heyra í prestinum og einhverjum kennurum til að fá
hugsanlegt frí!

aju,
ingvi og egill.

Tuesday, September 27, 2005

Úrslit!

Heyja.

Næst síðasti leikur tímabilsins var í gær á móti Fjölni.
Veit ekki númer hvað þessi leikur var við Fjölni - ósjaldan
spilað við þá í ár! En ágæsti leikur þrátt fyrir tap:

- - - - -

Haustmótið - Egilshöllin - Þriðjudaginn 27.september kl.18.30-19.45.
Úrslit: Þróttur 1 - 5 Fjölnir
Staðan í hálfleik: 0 - 2.
Liðið (4-4-2): Anton - Viktor - Arnar Már - Hreiðar - Gunnar B - Flóki - Aron Ellert - Davíð H - Ágúst - Pétur Dan - Arnar Páll + Jónmundur - Símon - Óskar - Arnar Kári - Árni.
Mark: Arnar Már
Maður leiksins: Anton
Almennt um leikinn:

Fyrri: Fyrri hálfleikurinn var frekar jafn, þrátt fyrir að þeir skoruðu tvö en við ekkert. Við fengum 2-3 færi sem við hefðum átt að nýta, en á móti kemur að þeir fengu líka nokkur góð færi.

Fjölnir voru betri framan af hálfleiknum og skoruðu náttúrulega eftir 30 sek, sem er hreint skelfilegt. Það er ógeðslega erfitt að þurfa að vinna sig útúr því. Samt sem áður náðum við að vinna okkur hægt og bítandi inn í leikinn og eins og áður sagði fengum við nokkur færi sem við áttum að nýta betur. Þótt við næðum undirtökunum á leiknum, þá vorum við samt að leyfa þeim að sleppa alltof mikið innfyrir og þurfti Anton oft að bjarga okkur.

Annað mark þeirra kom eftir horn, það er ömurlegt að þá mark á sig eftir horn. Maður verður að vera harður í manninum sínum og um að gera að ýta honum aðeins (löglega), til að hann missi jafnvægið þegar þið farið upp í skallaboltann.

Eftir seinna markið urðu þeir betri aðilinn og stjórnuðu leiknum, þó náðu þeir engum markverðum færum. Þótt að þeir væru meira með boltann fannst mér við alltaf vera hættulegir, áttum nokkrar góðar skyndisóknir, sem við hefðum átt að klár, en svona er þetta.

Seinni: Bæði liðin sóttu svipað - við vorum ekki alveg nógu samstígandi í vörninni - töluðum ekki nóg og hjálpuðum ekki hvor öðrum nóg. Þannig að þeir settu 3 mörk í þessum hálfleik. öll komu eftir að við stóðum vitlaust og fengum boltann yfir okkur. þeir fengu boltann á "rönninu" og náðu að klára dæmið.

Við fengum líka fullt af færum til að skora. Árni prjónaði sig trekk í trekk inn fyrir en var óheppinn að skora ekki. hann kom líka boltanum oft inn fyrir og vorum við algjörir klaufar að vera ekki mættir á fjærstöng tvisvar sinnum.

Eins var stundum sem við bara löbbuðum og aðstoðuðum ekki næsta mann - það er náttúrulega bannað. við vitum það.

En samt margt gott hjá okkur. fín barátta hjá flestum - klassa markvarsla oft hjá Antoni - fín færi og fínt spil. vantaði bara að slútta, sem þeir gerðu!

Nú er bara að hvíla sig á leikjum og mæta ready um miðjan okt. og þá á eldra ári.

- - - - -

Sunday, September 25, 2005

Síðasta æfingavikan - 26-30.sept!

Heyja.

Hérna er vikan eins og hún kemur til með að líta út.
Vonandi haldast allir tímar. En annars látum við ykkur
strax vita.

Alrighty - látum svo alla mæta í vikunni þar sem þetta er "slúttið"!

- - - - -

- Mánudagurinn 26.sept:

Æfing kl.15.00 hjá yngri og kl.16.00 hjá eldri. Gervigrasið.

- Þriðjudagurinn 27.sept:

Leikur hjá einu liði v Fjölni upp í Egilshöll - mæting kl.17.45. Eftirtaldir eiga að mæta: Anton - Aron Ellert - Hreiðar Árni - Pétur Dan - Óskar - Flóki - Viktor - Tumi - Símon! - Arnar Páll! - Ágúst Ben! - Jónmundur! - Gunnar Björn - Davíð Hafþór - Arnar Már + tveir 5.fl strákar.

- Miðvikudagurinn 28.sept:

Lokaæfing - kl.15.30-17.15 á gervigrasinu.

- Fimmtudagurinn 29.sept:

Leikur hjá einu liði v ÍR á Gervigrasinu - Liðið og mætingartími tilkynntur á miðvikudaginn.

Lokahóf 4.flokks karla - frá kl.19.00 - 21.00 - haldið í stóra salunum. Myndasýning - Gúff - Mætingarverðlaun - Önnur verðlaun - Farið yfir árið - Einhver atriði frá ykkur ofl.

- Föstudagurinn 30.sept - Laugardagurinn 1.okt:

Haustferð eldra ársins til Hveragerðis.

- - - - -

Frá og með mánudeginum 3.okt tökum við um tveggja vikna frí sem allir hafa þokkalega gott af.

- - - - -

Sunnudaginn 9.október er sameiginleg uppskeruhátíð allra flokka á Broadway. Hefst um kl.13.00.

- - - - -

Fyrstu æfingar eftir frí - og þá eru leikmenn gegnir upp um eitt ár - hefjast vikuna 17 - 21.október.

- - - - -

p.s. var þessi jakki alveg samþykktur?

heitast í dag!!

Thursday, September 22, 2005

Þriggja daga helgarfrí!

Jójójó.

Það er skollið á þriggja daga helgarfrí í boltanum.
Jamm - engin æfing á morgun föstudag sökum kennaraferðar
hjá kallinum!
Menn hittast þá bara út í skóla og skipta í tvö. ekki flóknara en
það.

Og allur pakkinn kominn á netið.
Skuldum engann leik. ó nei.

Næsta æfing svo á mánudaginn kemur (26.sept).

Næsta vika verður svo síðasta formlega æfingavikan í 4.flokki þetta árið.
Jam - Þá eru 2 leikir hjá tveimur liðum í Haustmótinu (síðustu leikirnir þar) -
það verður lokaæfing á miðvikudag- lokapartý á fimmtudag - og svo Haustferð hjá
eldra árinu helgina 30.sep-1.okt. (seinna í október verður svo ferð hjá yngar árinu).

Ath: skrá sig með því að heyra í kallinum eða senda mér meil: skeido@mi.is
Það verður sem sé farið á föstudeginum og komið tilbaka seinnipartinn á laug.
fullt að gera - um 5000kr á mann. Verður massa fjör. Samningaviðræður við
Eymund standa yfir!

Allir að hreyfa sig ekvað um helgina - og horfa á enska boltann.

Heyrumst,
Ingvi, Egill og ... (spennó)

Rey-Cup brúsar!

Sæleeer.

Þeir sem eiga eftir að fá Rey-Cup brúsann sinn þurfa að
láta kallinn vita. nenni ekki að hanga með etta kaffi lengur.

Afar töff brúsar sem standa örugglega fyrir sínu við að geyma vatn!

Alright?

Myndir!

Sælir

rakst á nokkrar gamlar myndir sem ég ákvað að henda hér inn.
auk glænýrrar myndar af einhverju sem ég hef ekki gert áður í
4.flokk!!

ok sör:

- - - - -
Þúsund kall sá sem getur sagt frá hvaða sundlaug við vorum að koma hér!
- - - - -
Ég meina var manninum leyft að vera með þessa klippingu?
- - - - -
Bara svalir!
- - - -
Ég veit, alltaf best gert hjá þjálfaranum! Soldið fyndið samt.
- - - - -

Úrslit!

Heyja.

Það voru tveir leikir við Fjölni á mánudaginn var. Báðir upp í
Egilshöll og báðir frekar seint að kveldi (veit ekki af hverju ég er
að nefna það
). Alla veganna - til að gera langa sögu stutta þá töpuðum
við báðum leikjunum - ingvi+egill í ekki nógu góðu skapi eftir leikina.
here is why:

- - - - -

Haustmótið - Egilshöllin - Mánudaginn 19.september kl.20:00-21.15
Úrslit: Þróttur 2 - 3 Fjölnir
Staðan í hálfleik: 2 - 2.
Liðið (4-4-2): Binni - Þorsteinn - Valli - Dabbi - Matti - Stymmi - Oddur - Aron H - Jölli - Ingó - Auðun + Pétur H - Hákon - Arnar Már - Baldur.
Mörk: Auðun - Ingó
Maður leiksins: Valli
Almennt um leikinn:

Ekki alveg eins og maður vildi enda seasonið! En það þýðir ekkert að gráta það. Þetta hefði getað endað báðum megin - en það vantaði eitthvað hjá okkur til að klára dæmið, það er alveg á hreinu.

Þeir settann á undan - við eiginlega ekki byrjaðir. Við vorum aðeins of framarlega og misstum mann inn fyrir okkur sem náði svo að pota honum inn.
Náðum svo að jafna með ævintýralegu marki Auðuns langt utan af kanti. En of aftur komst þeir yfir - og aftur eftir lélega dekkningu hjá okkur - vantaði smá grimmd hjá okkur inn í markteig.
Náðum svo að jafna aftur og nú eftir harðfylgi hjá Ingó.

2-2 í hálfleik og vorum við staðráðnir að gera betur - taka meir á essu kaffi og setja á þá.
En þriðja markið hjá þeim kláraði okkur. og náðum við í raun aldrei að pressa nóg á þá til að búa til hættuleg færi í lok leiksins. Eitthvað sem vantaði hjá okkur - og fjölnismenn náttúrulega á bullandi fullu og ætluðu ekki að missa forskotið.

Þannig fór nú það. veit ekki númer hvað þessi síðasti leikur í 4.fl var hjá sumum. þarf að reikna það út - en þeir eru orðnir ansi margir. þýðir ekkert að væla þetta of mikið. fjörugur leikur sem tapaðist naumlega. það gerist. skrýtinn tilfinning að þetta sé síðasti leikurinn hjá mörgum. en nóg af væmninni. áfram með etta.

- - - - -

Haustmótið - Egilshöllin - Mánudaginn 19.september kl.21.15-22.30
Úrslit: Þróttur 2 - 4 Fjölnir.
Staðan í hálfleik: 0 - 0.
Liðið (4-4-2): Anton - Bjarki Þór - Jónas - Bjarmi - Einar Þór - Ástvaldur - Bjarki B - Ingimar - Ævar H - Danni - Gulli + Símon - Arnar Már - Gylfi Björn - Bjarki Steinn - Atli Freyr - Snæbjörn.

Mörk: Danni - Bjarki Steinn
Maður leiksins: Bjarmi
Almennt um leikinn:


Enn og aftur afar skrýtinn úrslit hjá þessu liði - Fyrri hálfleikur var svo geggjaðslega töff og góður að það er skandall að við höfum endað á að tapa þessum leik. Boltinn rúllaði eins og ljónið (sem sagt vel) og vorum við afar óheppnir að setjann ekki í markið. Danni fékk deddara ársins! og var reyndar afar duglegur í öllum leiknum að koma sér í þannig færi - en náði ekki að klára.

Fengum á okkur tvö mörk á 3 mínútum og setti það okkur aðeins út af laginu. Þeir settu hann úr víti - auka á hættulegum stað og svo eftir tvær stungusendingar (1 markið reyndar púrra rangstaða) - En við hefðum klárlega getað gert betur og aftrað alla veganna tveimur mörkum.

Fullt af mönnum voru að standa sig afar vel - og eru í góðum málum. Líka ánægulegt að sjá leikmenn koma inn í liðið sem hafa lítið spilað með því.

Það vantaði bara pínu upp á að við hefðum minnkað munin meira - Það var kannski einn kafli í seinni hálfleik þar sem við náðum ekki nógu vel að rúlla boltanum á milli okkar - og fengum þá alltaf beint aftur á okkur.

En þannig fór það - þá er bara að hvíla sig vel, skipuleggja sig aftur og starta æfingaleikjasísoninu um miðjan október! Fullt af flottum hlutum að gerast hjá okkur - og fullt af hlutum sem við bætum við - og fullt af leikjum sem við ætlum að klára - Ekkert annað.

- - - - -

Sunday, September 18, 2005

Leikir v Fjölni + gróft vikuplan!

Sælir.

Það eru sem sé tveir leikir á morgun, mánudag, við Fjölni upp í Egilshöll.
Þetta verður síðasti leikur margra í 4.flokki - þannig að það er ekki spurning um
að enda á góðum leik. hér fyrir neðan eru mætingarnar í leikina (sem eru mjög
seint að þessu sinni - látið mig vita ef þetta er vandamál) - auk dagskrá vikunnar:

- - -

Mánudagurinn 19.sept - Leikir við Fjölni:

- Mæting kl.19.15 upp í Egilshöll - spilað frá 20.00-21.15:

Brynjar - Aron Heiðar - Valtýr - Oddur - Styrmir - Jökull - Ævar Þór - Davíð S - Baldur - Ingólfur U - Matthías - Auðun - Hákon Arnar - Arnar Már ? - Pétur Hjörvar - Þorsteinn Hjalti.

- Mæting kl.20.30 upp í Egilshöll - spilað frá 21.15-22.30:

Anton - Snæbjörn - Ævar Hrafn - Bjarki B - Daníel Ben - Ingimar - Jónas - Einar Þór - Bjarki Steinn - Ástvaldur A - Bjarmi - Gylfi Björn - Símon - Guðlaugur - Bjarki Þór - Atli Freyr - Arnar Már.

Þriðjudagurinn 20.sept:

- Æfing kl.16.00 á gervigrasinu hjá þeim sem ekki spiluðu í gær. Frjáls mæting hjá þeim sem spiluðu.

Miðvikudagurinn 21.sept:

- Frjálst mæting á spilæfingu kl.16.00 á gervigrasinu.

Fimmtudagurinn 22.sept:

- Æfing kl.15.00 hjá yngra árinu og æfing kl.16.00 hjá eldra árinu - gervigrasið.

Fös 23.sept - Laug 24.sept - Sun 25.sept: Frí - Frí - Frí

Hafið samband ef það er eitthvað.
ok sör - ingvi og egill.

- - - - -

Saturday, September 17, 2005

Úrslit!

Jó.

Það var massa skemmtilegur leikur í rigningunni í gær (fös).
Stórmeistarajafnteflni varð niðurstaðan en við hefðum getað
hirt öll stigin í lokin! Allt um leikinn hér:

- - - - -

Haustmótið - Gervigrasið í Laugardal - Föstudaginn 16.september kl.16:00-17.15
Úrslit: Þróttur 1 - 1 Víkingur
Staðan í hálfleik: 0 - 1
Liðið (4-4-2): Binni - Gunni - Þorsteinn - Óttar H - Ágúst P - Ari Freyr - Ingimar - Pétur H - Halli - Atli - Óli + Palli - Siggi E - Danni - José.
Mörk: Halli
Maður leiksins: Þorsteinn Hjalti
Almennt um leikinn:

Það var alveg ekta fótboltaveður þegar þessi leikur fór fram - úði og smá rigning. alveg eðal að tækla smá!

Í heildina var þetta frekar jafnleikur - þeir komust reyndar aðeins of oft inn fyrir vörnina okkar - voru með stóran og snöggan mann frammi - en sem betur fer missti hann boltann nokkrum sinnum of langt fram fyrir sig - og binni var mjög vel á tánum og náði alltaf að ná boltanum.

Þeir voru reyndar yfir í hálfleik - en mjög traust hjá okkur að fá ekki fleiri mörk á okkur í fyrri.
Menn tóku ótrúlega vel á því - engin "tók etta á labbinu" eins og stundum í sumar - heldur voru allir á tánum og voru greinilega að skemmta sér vel.

Við komum massa ákveðnir til leiks í seinni og áttum miklu fleiri færi heldur en í fyrri. vorum klaufar að nýta ekki fleiri færi - en Halli skoraði svo klassa mark eftir góðan undirbúning. fékk boltann inn fyrir og 1-1.

Og eins og sagði áðan þá gátu bæði lið sett annað mark í lokinn - mér fannst við líklegri en það vantaði loka "tötsið" nokkrum sinnum.

Massa ánæður með liðið - þið finnið það líka sjálfir eftir svona leik hvað það er miklu skemmtilegra að koma inn í klefa þegar allir eru búnir á því og úrslitin eftir því. Það er svo einn leikur eftir og klárum hann eins.

- - - - -

Helgarfrí / mfl leikur!

Sælir.

Það er helgarfrí hjá okkur - nema hvað mfl á síðasta leik sinn í landsbankadeildinni í sumar, laugardag kl.14.00 við Val á Hlíðarenda. Það er engin enski boltinn í dag þannig að menn hljóta að láta sjá sig!

Það eru svo tveir leikir í haustmótinu á mánudag, allt um þá á morgun, sunnudag.

Sjáumst á leiknum.
ingvi og egill

- - - - -
p.s.það er svo skylda á fara á www.belja.is og skoða auglýsinguna hans egils :-)

Úrslit!

Jó.

Menn voru alls ekki sáttir með naumt tap í þessum leik sem fór fram á fimmtudag!
Hefðum alla veganna átt að jafna! allt um það hér:

- - - - -

Haustmótið - Leiknisgervigras - Fimmtudaginn 15.september kl.17:30-18.45
Úrslit: Þróttur 1 - 2 Leiknir.
Staðan í hálfleik: 1-0.
Liðið (4-4-2): Snæbjörn – Gunnar – Bjarmi – Hreiðar – Jónmundur - Arnar Páll - Arnar Már – Jakob - Ágúst Benedikt - Atli-Pétur Dan + Anton - Davíð Hafþór – Flóki – Óskar - Viktor
Mörk:
Ágúst Benedikt
Maður leiksins: Jakob
Almennt um leikinn:


Þegar ég lít yfir leikinn er ég mjög ósáttur með það að við hefðum ekki einu sinni náð stigi, því við vorum mun betri, þótt við gæfum eftir þegar um 15 min voru eftir.

Markið okkar skoraði Ágúst, með glæsilegum skalla, eftir góða sendingu Arnars Páls utan af kanti. Þetta gerðist eftir um 10 minutna leik. Næstu minuturnar vorum við mun betri og hefðum auðveldlega getað sett eitt eða tvö mörk fyrir hálfleik. Í hálfleik ákváðum við að gefa ekkert eftir og setja fleiri mörk á þá.

Líkt og í fyrri hálfleik byrjuðum við mun betur og vorum meira í sókn. Við fengum nokkur færi, en á móti kom að þegar líða tók á leikinn gáfum við eftir, sem sagt við leyfðum Leiknismönnum að komast inní leikinn. Á seinustu 15 minutunum skoruðu þeir tvö mörk, eitt eftir varnarmistök okkar manna og hitt eftir horn, þar sem við vorum sofandi.

Eftir leikinn töluðum við um að við vitum vel að við getum gert betur en þetta.
Ég var ánægður með flesta í þessum leik, en eins og oft þá voru nokkrir sem voru ekki að taka á því og gerðu því lítið sem ekkert gagn.

- - - - -

Thursday, September 15, 2005

Fimmtudagur + Föstudagur!

Sælir strákar.

Það er einn leikur í dag, fimmtudag og einn leikur á morgun, föstudag í Haustmótinu.
Svo er æfing hjá þeim sem ekki keppa á morgun, föstudag.

Planið lítur þá svona út:

- Fimmtudagurinn 15.sept:

Leikur v Leikni - Mæting kl.16.50 upp á Leiknisgervigras. Búið um kl.18.45:

Anton - Snæbjörn - Aron Ellert? - Arnar Már - Arnar Páll - Atli Freyr - Ágúst Benedikt - Davíð Hafþór - Flóki - Gunnar Björn - Hreiðar Árni - Pétur Dan - Óskar - Jónmundur - Jakob Fannar - Tumi - Viktor.

- Föstudagurinn 16.sept:

Leikur v Víking - Mæting kl.15.15 niður í Þrótt. Búið um kl.17.15:

Brynjar - Ari Freyr - Atli S - Ágúst - Daníel - Gunnar Ægir - Hafliði - Haukur - Ívar Örn - Ólafur M - Óttar Hrafn - Páll - Pétur Hjörvar - Róbert - Þorsteinn Hjalti - Sigurður Einar.

Æfing kl.14.45 hjá öllum öðrum á gervigrasinu.

Vonandi skilar þetta sér til allra.
heyrið í endilega í félaganum svo hann sé klár á sinni mætingu!
heyrumst,
ingvi og egill

Wednesday, September 14, 2005

Stuð - stuð!

heyja.

Mér barst mynd frá Englandi!

Tómas og Magnús biðja kærlega að heilsa - og segjast
vera komnir með yfirráð í nýja skólanum sínum! Eru
einnig búnir að detta á æfingar en meir um það seinna.

- - - - -

Læt hér líka fylgja mynd af sundskýlunni sem Baldur klæddist
í gær - þetta er reyndar ekki baldur á myndinni - en verð bara að
segja að þið hefðuð átt að vera á svæðinu :-)


Aju

Tuesday, September 13, 2005

5 v 5 + sund!

Jójójó.

Nú verðið þið að vera duglegir að láta þetta berast:

Það er "æfing" í dag, þriðjudag, hjá yngra árinu og á morgun, miðvikudag, hjá eldra árinu.

Þetta er út af einhverju ferðalagi hjá yngra árinu á mið - það er engin æfing hjá mfl né 2.fl þessa
daga þannig að báðir þjálfarar eru lausir - og það er 1 leikur í Haustmótinu á fim.

Þannig að þetta lítur svona út:

- Þriðjudagurinn 13.sept: 5 v 5 mót + sund hjá yngra árinu. Mæting kl.16.15 niður í Þrótt í dóti og með sund dót. (vogaskóli kemur aðeins seinna) - Við skokkum út í Laugarnesskóla, tökum mót í búrinu og kíkjum svo aðeins í pottinn. Búið um kl.18.30.

- Miðvikudagurinn 14.sept: 5 v5 mót + sund hjá eldra árinu. Mæting kl.16.00 niður í Þrótt á góðu hjóli og með hjálm. Við hjólum á sparkvöll í hverfinu, tökum mót og kíkjum svo í pottinn. Búið um kl.18.30.

Látið alla vita.
Sjáumst,
ingvi "gefur´ann aldrei" og egill "tæknitröll"

- - - - -
reglur 5 v 5:
- bannað að gef´ann!
- "klobba" sem flesta!
- "hrauna" á menn ef maður sólar þá!
- vera með hárband!

- vera helst ekki með ingva í liði!

Úrslit!

Heyja.

Það var massa leikjadagur í gær. meir að segja tveir leikir
á sama tíma! Þvílíkt nepjulegt úti og niðurstaðan 1 sigur og 3 töp!
allt um kaffið hér:

- - - - -

Haustmótið - Fylkisvöllur - Mánudagurinn 12.september kl.17.15 - 18.30.
Úrslit: Þróttur 0 - 2 Fylkir
Staðan í hálfleik: 0 - 0.
Liðið (4-4-2): Egill - Aron H - Valli - Dabbi - Stymmi - Einar - Villi - Oddur - Jölli - Ingó - Ævar + Auðun - Jónas - Matti - Danni.
Maður leiksins: Davíð S
Almennt um leikinn:

Einn af betri leikjum hjá okkur í ár - klárlega - stóðum alveg í þeim þanngað til í blálokinn. og þá var það eins og við trúðum ekki að við gætum gert jafntefli við þá eða unnið þá.

Það var greinilegt að engin var eitthvað hræddur við þá eða ætlaði að láta úrslitin síðan í sumar trufla sig. Við tókum fast á þeim og þeir fengu ekki að labba í gegn eins og síðasta leik. Vörnin var afar þétt og Valli og Dabbi sáu alveg um Pape, en hann er náttúrulega gríðarlega seigur leikmaður sem erfitt er að halda í skefjum.

Eins og sagði; klassa fyrri hálfleikur - 0-0 í hálfleik (eins og reyndar í þremur leikjum í dag).

Við erum eiginlega á því að fyrra markið þeirra hafi verið rangstaða - það leit alla veganna þokkalega út fyrir það. kannski slökuðum við pínu á eftir það- Svo var seinna markið þeirra frekar ódýrt - tveir leikmenn seldu sig og þeir náðu einföldu skoti á markið.

Við vorum kannski ekkert rosalega líklegir til að skora í dag - en við spiluðum boltanum vel út frá markmanni - og stundum vantaði afar lítið upp á að Ævar næði að spóla sig í gegn. áttum nokkur skot og 1-2 fyrirgjafir.

Miðjan var afar dugleg og vann vel - Egill átti góðann leik í markinu - og fórnaði m.a. hendinni í eitt skiptið. (íshokkíþjálfarinn örugglega sáttur!) Leikmenn sem komu inn á komust fljótlega í takt við leikinn og börðust vel.

Nú er bara að klára mótið með sigri. Förum ekki í gegnum heilt mót án þess að vinna leik - ekki breik! og með eins leik og í dag þá er engin hætta á öðru. við þurfum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum - og ekki spá í mótherjunum of mikið. alrighty.

- - - - -

Haustmótið - Fylkisvöllur - Mánudagurinn 12.september kl.18.30 - 19.45.
Þróttur 0 - 4 Fylkir
Staðan í hálfleik: 0 - 0.
Liðið (4-4-2): Snæbjörn - Bjarmi - Þorsteinn - Jónas - Einar Þór - Ævar H - Baldur - Hákon - Bjarki B - Daníel - Arnar Már + Bjarki Þ - Gulli - Gylfi - Jakob - José - Símon.
Maður leiksins: Baldur
Almennt um leikinn:


Var virkilega fúll eftir þennan leik - og missti mig "pínku" inn í klefa! Aðallega út af því að við töpuðum 4-0 fyrir liði sem er ekkert betra en við - og það var alls ekki að sjá á öllum leiknum að fylkir væri að vinna okkur 4-0.

þetta var ótrúlegt - við áttum fjöldann allan af góðum færum en náðum ekki að nýta þau. en þrátt fyrir þessi færi þá gerðist það samt "trekk í trekk" að við vönduðum okkur ekki nógu vel og misstum boltann afar illa þegar kom að þeirra vítateig.

leikurinn var frekar jafn og í raun upp úr þurru náðu þeir að setja sín mörk. þeir skoruðu tvisvar eftir að leikmaður hjá þeim var einn inn í markteig og fékk boltann og potaði honum inn. þetta á bara ekki að gerast.

menn börðust samt ágætlega - þannig að ég skil hreinlega ekki hvernig við fórum að missa leikinn niður í stórt tap. þetta hefur reyndar gerst nokkrum sinnum í sumar - t.d. töpuðum við 7-5 fyrir nánast sama liði í júlí.

Ein skýringin er að það vantar talanda, færslu og aðeins betra skipulag í vörnina. önnur skýringin getur verið að menn hafi verið þreyttir í lokinn og þá fara mistökin að gerast. Því fyrri hálfleikurinn var miklu betri - enda 0-0 í hálfleik.

En við spóluðum okkur samt oft í gegn með fínu spili en náðum ekki að klára.

Ekkert annað að gera en gera betur í næsta leik. ok sör.

- - - - -

Haustmótið - Fylkisvöllur - Mánudagurinn 12.september kl.19.30 - 21.00.
Úrslit: Þróttur 4 - 1 Fylkir
Staðan í hálfleik: 2 - 1.
Liðið (4-4-2): Anton - Viktor - Arnar Már - Atli Freyr - Davíð Hafþór - Flóki - Ástvaldur - Bjarki Steinn - Arnar Páll - Tumi - Pétur Dan
+ Kristján Einar - Viðar - Arnar Kári - Jónmundur - Óskar - Gunnar Björn - Hreiðar Árni - Ágúst Ben.
Mörk: Bjarki Steinn 3 - Arnar Páll.
Maður leiksins: Bjarki Steinn.
Almennt um leikinn:


Þetta var klassa leikur hjá okkur - frekar jafn í byrjun fyrri hálfleiks - en eftir það var aldrei hætta að við myndum missa leikinn niður.

Við vorum með fjölmennt lið í dag - en það kom ekki að sök. Allir sem spiluðu og komu inn á stóðu fyrir sínu og meira en það - það fengu 3 leikmenn í 5.flokki að spreyta sig og var ekki að sjá að þetta væri fyrsti leikur þeirra á stórum velli.

Við settum flott mörk - bjarki var á skotskónu og setti 3 mörk - eitt sérlega glæsilegt beint úr aukaspyrnu. svo setti arnar eitt. Hefðum vel getað bætt við en það vantaði herslumuninn inn í vítateignum.

Anton mjög öruggur í markinu og kom vel út á móti þegar það þurfti - og skilaðu honum vel frá sér.

Við létum boltann ganga frábærlega - á bakvörð, inn á miðjuna og aftur út á kant - vantaði samt kannski að koma með betri bolta á sentarana og þá líka betri hlaup hjá þeim.

Menn nýttu vel þann tíma sem þeir fengu - veit að allir vilja vera inn á - en menn voru þolinmóðir og gerðu bara gott úr hlutunum.

Það er svo aftur leikur á fimmtudaginn á móti Leikni - klárum hann pottþétt með svona spilamennsku.

- - - - -

Haustmótið - KR völlur - Mánudagurinn 12.september kl.19.30 - 21.00.
Úrslit: Þróttur 0 - 4 KR
Staðan í hálfleik: 0 - 0.
Liðið (4-4-2): Brynjar - Ágúst - Óttar - Pétur - Gunnar Ægir - Hafliði - Ívar - Róbert - Sigurður Einar - Ólafur M - Atli + Daníel - Ari Freyr - Páll.
Maður leiksins: Pétur Hjörvar.
Almennt um leikinn:
Það er hreint ótrúlegt að við skildum hafa tapað þessum leik með fjórum mörkum, þar sem þetta var rosalega jafn leikur og hefði í raun alveg getað fallið okkar megin, eins og sést þegar maður lítur á hálfleikstölur.

Allan fyrri hálfleikinn fannst mér við vera betri, við sluppum nokkrum sinnum innfyrir vörn KR-inganna og fannst mér við oft klikka út af því að við vorum of stressaðir fyrir framan markið, maður verður að vera rólegur og "leggja" boltann í annaðhvort hornið. Reyndar fengu þeir sín færi, en Binni var eins og klettur í markinu og var ávallt á tánum.

Í hálfleik töluðum við um að halda áfram að pressa þá ofarlega og reyna að setja mörk á þá. Í byrjun seinni hálfleiks vorum við betri, en fengum engin alvöru færi, því við vönduðum okkur ekki alveg nógu mikið þegar við áttum að senda mikilvæga sendingu. Hinsvegar var það ekki þannig hjá KR-ingunum og skoruðu þeir í fyrsta alvöru færinu sínu í seinni hálfleik. Þetta var frekar súrt, en við héldum áfram að pressa þá stíft og bjóst ég við því að við myndum ná að jafna leikinn. En síðan gerðum gerðum við dýr mistök í vörninni, og kostaði það okkur mark. Eftir þetta efldust þeir og urðu betri aðilinn í leiknum. Samt sem áður var mikil barátta í okkar liði og gáfum við þeim alls ekkert eftir.

Þegar ég lít yfir leikinn er ég kannski ekki ósáttur með frammistöðu leikmannanna, heldur er ég ósáttur með úrslit leiksins. Bestir í leiknum voru þeir: Brynjar, Pétur og Ólafur M.

- - - - -

Saturday, September 10, 2005

Leikir á mánudaginn!

Sælir.

Hérna eru mætingarnar í leikina á mánudaginn. Mikilvægt er að allir láti
alla vita - við megum ekki lenda í veseni með mannskap - sérstaklega ekki
þar sem við erum að spila á tveimur stöðum - það á heldur ekki að vera hægt!
Alla veganna - svona lítur það þá út:

- - - - -
Haustmótið
4.flokkur karla
Knattspyrnufélagið Þróttur
Mánudagurinn 12.sept
Leikir v Fylki og KR - á útivelli!

- Leikur v Fylki. Mæting kl.16.30 upp á Fylkisvöll. Spilað frá 17.15-18.30:
Egill Þ* – Ævar Þór -Aron Heiðar – Valtýr – Vilhjálmur – Oddur – Styrmir – Matthías* – Jökull – Ingólfur U* – Davíð S – Einar – Ingimar* – Daníel Ben – Auðun – Jónas.

- Leikur v Fylki. Mæting kl.17.45 upp á Fylkisvöll. Spilað frá 18.30-19.45:
Snæbjörn - Ævar Hrafn – Bjarki B – Gylfi Björn – Símon – Jakob Fannar – Guðlaugur – Einar Þór – Bjarki Þór - Bjarmi – Baldur* – Hákon Arnar – Arnar Már (eldri) – José – Pétur Hjörvar – Þorsteinn Hjalti*.

- Leikur v Fylki. Mæting kl.19.00 upp á Fylkisvöll. Spilað frá 19.45-21.00:
Anton - Ástvaldur Axel* – Arnar Már (yngri) - Arnar Páll* – Atli Freyr – Bjarki Steinn – Tumi – Viktor - Pétur Dan* – Davíð Hafþór* – Ágúst Ben – Flóki – Gunnar Björn* – Hreiðar Árni* – Óskar – Jónmundur*.

- Leikur v KR. Mæting kl.19.00 upp á KR völl. Spilað frá 19.45-21.00:
Brynjar* - Ólafur M - Óttar Hrafn – Haukur* – Ívar Örn – Róbert* – Hafliði* – Gunnar Ægir – Sigurður Einar – Daði* – Ágúst P* – Atli S – Daníel – Páll* – Ari Freyr.

*: Mættu ekki á æfingu á föstudaginn :-(
Það getur farið svo að þeir sem byrja út af í sínum leik spili um 20 mín í næsta leik!
Hafið samband ef það er eitthvað.
Sjáumst hressir
Ingvi og Egill

- - - - -
ATH – Komast ekki / í fríi / meiddir ( 6leikmenn):
Tómas Hrafn – Magnús Ingvar - Sigurður Ingi – Viggó Pétur – Aron Ellert – Þröstur Ingi.
ATH – Ekki sést lengi – hættir (20leikmenn):
Alex – Benedikt – Arnar Bragi – Bjarki S – Bolli – Daníel – Hjalti Þór – Lúðvík – Freyr – Hafþór Snær – Ragnar - Hermann Ágúst – Eggert Kári – Lúðvík Þór – Snorri – Ólafur Ó – Jón O – Davið B – Sveinn Óskar – Daníel A - Atli Óskar.

Mfl v Grindavík!

Jójójó.

Það er sem sé helgarfrí - nema hvað allir mæta á morgun, sunnudag, á ...

ÞRÓTTUR - GRINDAVÍK.
KL.14.00
Á LAUGARDALSVELLI!

Síðasti heimaleikurinn takk fyrir. Það átti að vera double boltasækjarasystem á þessum leik - kannski mega ekki vera svona margir en það kemur í ljós - en þessir leikmenn eiga að mæta:
Gunnar Æ – Hafliði – Brynjar – Davíð S – José – Ólafur M - Aron H – Jökull – Vilhjálmur – Ingólfur U – Ívar Ö – Baldur + Óttar Hrafn.

Egill tekur á móti öllum kl.13.30 fyrir utan völlinn.
Sé ykkur á kantinum!!

Friday, September 09, 2005

Föstudagsæfing!

Sælir strákar.

Það er sameiginleg æfing í dag, föstudag, kl.15.00 - 16.15 á gervigrasinu.
Látið alla vita af því.

Við tökum powerade keppni og tökum á því!

Á sunnudaginn er svo síðasti heimaleikur Þróttar - á móti Grindavík.
Skyldumæting á hann, sem og boltasækjarar eru klárir.

Annars er helgarfrí - og svo 4 leikir í Haustmótinu á mánudaginn.

Aju,
ingvi og egill (og eymi gestadómari)

Úrslit!

Sælir.

Síðasti leikur vikunnar var í gær. Niðurstaðan steindautt
6-6 jafntefli! Allt um leikinn hér:

- - - - -

Haustmótið - Egilshöll - Fimmtudagurinn 8.september kl.19:45-21.00
Þróttur 6 - 6 Valur
Staðan í hálfleik: 2 - 4.
Liðið (4-4-2): Egill - Gunnar Æ - Ívar Örn - Óttar - Ágúst P - Halli - Ævar Þór - Róbert - Ari Freyr - José - Atli + Óli M - Daníel - Siggi E - Haukur.
Mörk: Ævar Þór 4 - José 2
Maður leiksins: Ævar Þór
Almennt um leikinn:

Þetta var skrýtinn leikur! Við komumst í 2-0 og allt útlit fyrir að við værum mun betri aðilinn og ættum að klára dæmið. En einhvern veginn hættum við gersamlega og fengum á okkur 4 mörk það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Ótrúlegt.

Við náttúrulega sögðum ekki neitt - það var eins og völlurinn væri mannlaus (því valsmenn sögðu ekki baun heldur!) - skil bara ekki í mönnum að búa ekki til smá stemmningu og garga alla veganna "koma strákar, skorum á þá". Þetta er möst strákar.

Eins stóðum við vitlaust og of framarlega á þá og sami maður komst trekk í trekk í gegnum okkur. En seinni hálfleikur var miklu betri ...
1. þótt við fengum á okkur fimmta markið 30 sek eftir miðjuna
2. þótt við spiluðum boltanum ekki nógu vel á milli okkar - menn hreyfðu sig lítið. Í staðinn vorum við mikið að hlaupa sjálfir með boltann og reyna djöflast í gegn. Þetta er ekki nógu skemmtilegur og flottur bolti en virkaði samt. Við náðum að minnka munin og svo að jafna á síðustu mínútunni. Náttúrulega geggjuð stemmning að ná þvi og ná í eitt stig.

Samt margt gott í leiknum - þrælskemmtilegur leikur og sterkt að koma aftur og jafna.

- - - - -

Thursday, September 08, 2005

Leikur + æfing í dag!

Hey.

Það er sem sé æfing hjá yngra árinu í dag,
fimmtudag kl.15.30 á gervigrasinu. Einnig ætluðu
einhverjir að mæta sem komust ekki í gær.

Það er líka leikur í kvöld hjá einu liði. Eftirtaldir
eiga að mæta kl.19.15 upp í Egilshöll - leikur v Val:

Ólafur M* - Óttar Hrafn – Haukur* – Ívar Örn – Róbert* –
Hafliði – Gunnar Ægir – Sigurður Einar* – Daði – Ágúst P –
Atli S – Daníel – Páll* - Ari Freyr + markmaður + 2-3 aðrir leikmenn!

Muna eftir öllu dóti.
Sjáumst
ingvi og egill

- - - - -

*: mættu ekki á æfingu gær!

Tuesday, September 06, 2005

Frí þrið - æfing mið!

Jó Jó!

Það er frí í dag þriðjudag eins og við töluðum um.
Svo æfa árin á sitthvorum deginum (þar sem einhverjir
á yngra árinu eru í fermingarfræðslu á morgun):

- eldra árið: Æfing miðvikudag kl.15.45 - Gervigrasið.
(+ leikur hjá einu liði á fimmtudagskvöld)

- yngra árið: Æfing fimmtudag kl.15.30 - Gervigrasið.

Ef menn komast ekki á sína æfingu er minnsta mál í heimi að koma á hina.
Sjáumst sprækir!
i og e

Úrslit!

Jæja strákar.

Þá er Haustmótið komið af stað! Áttum þrjá leiki í gær upp í Egilshöll.
Byrjuðum ekki vel fyrsta leikinn - unnum svo næsta örugglega en áttum í
vandræðum með sprækt lið Víkinga í lokaleiknum. Allt um leikina hér:

- - - - -

Íslandsmótið - Egilshöll - Mánudagurinn 5.september kl.17:15-18:30
Þróttur 1 - Fram 2
Staðan í hálfleik: 0 - 1
Liðið (4-4-2): Binni - Bjarmi - Oddur - Styrmir - Einar - Villi - Ingimar - Valli - Danni B - Jökull - Arnar Már + Dabbi S - Aron H - Ingó - Jónas - Matti.
Mörk:
Ingó
Maður leiksins: Einar
Almennt um leikinn:

Ingvi skrifar: Varð fyrir ótrúlegum vonbrigðum að heyra úrslit leiksins. var náttúrulega ekki á staðnum sem er lélegt út af fyrir sig - en manni fannst leikmenn samt ætla að taka leikinn með vinstri! ég heyrði rétt fyrir leik: "vá hvað þeir eru litlir"! menn sem hugsa svona spila aldrei leiki eins og á að spila leiki. sorrý en mér finnst

Egill Skrifar:
Við byrjuðum leikinn betur, en fengum þó engin dauðafæri, eins og oft vantaði aðeins uppá. En uppúr engu fengu þeir vítaspyrnu, eftir að miðvörður þeirra labbaði upp allan völlinn og var felldur, úr þeirri spyrnu skoruðu þeir. Eins og Ingvi sagði, þá var greinilega vanmat í okkar lið og greinilegt að við vorum ekki tilbúnir í alvöru átök.

Eftir þetta mark datt okkar leikur dálítið niður, þrátt fyrir að við næðum nokkrum ágætis færum. Sem sagt þá vorum við 1-0 undir í hálfleik, kannski ekki fyllilega sanngjarnt og við gerðum okkur grein fyrir því að við þyrftum að bæta okkar leik.

Líkt og í fyrri hálfleik byrjuðum við betur. Við sköpuðum okkur fullt af færum og mér fannst það í raun bara tímaspursmál hvenær við næðum að pota honum inn. Eftir um 10 mínútna leik (í seinni hálfleik) skoruðum við glæsilegt mark, eftir að Matthías náði að prjóna sig upp hægri kantinn, hann gaf boltann inní og þar var Ingólfur vel staðsettur og náði að pota boltanum inn. Við þetta efldumst við og settum aukna pressu á þá. Við sköpuðum nokkur góð færi sem við hefðum getað nýtt betur.

En þegar um 10 mínutur voru eftir fékk leikmaður Fram boltann á sínum vallarhelming eftir misheppnaða hornspyrnu hjá okkur. Hann tók á rás, hljóp framhjá þrem Þrótturum áður en hann spyrnti knettinum framhjá Binna í markinu. Þessi varnarvinna var hreint skelfileg. Þó það sé kannski ljótt að segja en þegar maður lendir í svona stöðu þá er alltílagi að tækla manninn áður en hann sleppur innfyrir. Eftir þetta datt okkar leikur aðeins niður, frammarar fengu nokkur ágæt færi, sem Binni varði vel. En eins og áður nýttum við ekki okkar færi og því fór sem fór. 2-1 er staðreynd eftir frekar slakan leik okkar manna.

- - - - -

Íslandsmótið - Egilshöll - Mánudagurinn 5.september kl.18:30 - 19:45
Þróttur 4 - Fram 0
Staðan í hálfleik: 3-0
Liðið (4-4-2): Anton - Gylfi - Pétur Hjörvar - Einar Þór - Kobbi - Matti - Jónas - Baldur - Bjarki B - Auðun - Ævar Hrafn + Snæbjörn - José - Bjarki Þór - Símon - Gulli - Þorsteinn Hjalti.
Mörk:
Ævar 2 og Auðun 2
Maður leiksins: Ævar
Almennt um leikinn:

Við byrjuðum þennan leik mjög vel, spiluðum agað aftast og vorum ákveðnir í sókninni. Fyrsta mark okkar kom snemma leiks og mér fannst þeir aldrei eiga neitt í okkur eftir það, þrátt fyrir að okkar leikur hafi dottið nokkuð mikið niður í seinni hálfleik.

Eins og áður sagði kom fyrsta mark okkar snemma og var þar Ævar að verki eftir góðan undirbúning Matthíasar. Eftir þetta mark fengum við aukið sjálfstraust og hefðum í raun getað gert útum leikinn í fyrri hálfleik, með því að nýta færin betur. En þrátt fyrir að hafa klúðrað mörgum færum, þá skoruðum við tvö mörk áður en góður dómari leiksins flautaði til hálfleiks, þau mörk skoruðu Ævar og Auðun.

Í hálfleik töluðum við um það að gefa ekkert eftir og klára leikinn á fullu og setja nokkur mörk á þá. Mér fannst þau markmið ekki alveg takast í seinni hálfleik, því við gáfum aðeins eftir og leyfðum þeim að komast inní leikinn. Þrátt fyrir það þá vorum við samt betri aðilinn í leiknum og náðum að skapa okkur nokkur færi og eitt af þeim endaði með laglegu marki frá Auðuni.

Þegar ég lít yfir leikinn þá er ég í raun ánægður með heildarframmistöðu allra leikmanna, en þó stóðu Ævar, Auðun, Jakob og Bjarki B uppúr.

- - - - -

Íslandsmótið - Egilshöll - Mánudagurinn 5.september kl.17:15-18:30
Þróttur 0 - Víkingur 3
Staðan í hálfleik: 0 - 0.
Liðið (4-4-2): Snæbjörn - Viktor - Símon - Tumi - Flóki - Davíð Hafþór - Ási - Kobbi - Atli Freyr - Pétur Dan - Arnar Páll + Jónmundur - Óskar - Gunnar Björn - Hreiðar Árni - Ágúst B.
Maður leiksins:
Almennt um leikinn:

Vorum eiginlega alltaf aðeins á eftir mjög sprækum Víkingum. Þeir voru reyndar allir með tölu einu ári yngri en við - og það er soldið súrt að hugsa til þess að við séum búnir að keppa um 40 leiki á árinu á stórum velli en þeir að keppa sinn fyrsta!

Við hefðum átt að nýta okkur það í fyrri hálfleik og komast í gegnum vörn þeirra - en við fundum aldrei glufu í gegn og það vantaði líka kraft að prjóna sig í gegn og klára dæmið.


Þeir voru með snögga stráka frammi sem stríddu okkur aðeins. en Snæbjörn átti klassa dag í markinu og bjargaði okkur trekk í trekk. En eins og sagði áðan þá vantaði kraft í allt of marga leikmenn. Menn hefðu mátt láta finna miklu meira fyrir sér.

En það sem vantaði aðallega var að finna næsta mann í lappir - og komast þannig upp völlinn og enda á skoti eða fyrirgjöf. Þetta var allt of mikill "klafs" bolti og við eigum að vera búnir að spila nógu marga leiki saman og vera búnir að stilla okkur betur saman.

En það er svo bara næsti leikur - gerum betur þá.

- - - - -

Saturday, September 03, 2005

Leikir á mánudaginn!

Sælir strákar.

Hér fyrir neðan eru mætingarnar í leikina á mánudaginn.
1 lið keppir ekki þennan dag og væri gott ef þeir leikmenn myndu
hreyfa sig eitthvað því það er heldur engin æfing.

En annars sjáumst við þá bara hressir á mánudaginn.
Áfram Ísland!

- - - - -
Haustmótið
4.flokkur karla
Knattspyrnufélagið Þróttur
Mánudagurinn 5.sept
Leikir v Fram og Víking - upp í Egilshöll!

- Leikur v Fram. Mæting kl.16.30 upp í Egilshöll. Spilað frá 17.15-18.30:
Brynjar – Aron Heiðar – Valtýr – Vilhjálmur – Oddur – Styrmir – Matthías – Jökull – Ingólfur U – Davíð S – Arnar Már (eldri) – Einar – Ingimar – Daníel Ben – Bjarmi – Jónas.

- Leikur v Fram. Mæting kl.17.45 upp í Egilshöll. Spilað frá 18.30-19.45:
Egill Þ - Anton - Ævar Þór - Anton – Ævar Hrafn – Bjarki B – Gylfi Björn – Símon – Jakob Fannar – Guðlaugur – Einar Þór – Auðun – Baldur – Hákon Arnar – Bjarki Þór – José – Pétur Hjörvar – Þorsteinn Hjalti.

- Leikur v Víking 2. Mæting ATH -kl.19.00 upp í Egilshöll. Spilað frá 19.45-21.00:
Snæbjörn – Ástvaldur Axel – Arnar Páll – Atli Freyr – Bjarki Steinn – Tumi – Viktor - Pétur Dan – Davíð Hafþór – Ágúst Ben – Flóki – Gunnar Björn – Hreiðar Árni – Óskar – Jónmundur.

- Á fimmtudaginn keppir svo 1 lið við Val – einnig upp í Egilshöll:
Ólafur M - Óttar Hrafn – Haukur – Ívar Örn – Þröstur Ingi – Róbert – Hafliði – Gunnar Ægir – Sigurður Einar – Daði – Ágúst P – Atli S – Daníel – Páll - Ari Freyr.

- Við æfum svo á miðvikudaginn og föstudaginn í næstu viku!

Hafið samband ef það er eitthvað. Sjáumst hressir – Ingvi og Egill (vantar eitthvað hérna!)

- - - - -
ATH – Komast ekki / í fríi (7 leikmenn):
Tómas Hrafn – Magnús Ingvar - Sigurður Ingi – Viggó Pétur – Aron Ellert – Arnar Már yngri. .
ATH – Ekki sést lengi – hættir (20 leikmenn):
Alex – Benedikt – Arnar Bragi – Bjarki S – Bolli – Daníel – Hjalti Þór – Lúðvík – Freyr – Hafþór Snær – Ragnar - Hermann Ágúst – Eggert Kári – Lúðvík Þór – Snorri – Ólafur Ó – Jón O – Davið B – Sveinn Óskar – Daníel A.

Æfingin í gær!

Jebba.

Það var massa æfing í gær. 56 manns létu sjá sig. söknuðum
um 10 stráka. Þeir verða vonandi klárir í næstu viku.

En þetta var sem sé síðasta grasæfingin. Byrjum örugglega á fullu
á gervigrasinu í næstu viku - sumir blóta því en aðrir fíla það alveg.

Við splæstum á ljúfengan Tuma drykk og nett carmel súkkulaði (egill fékk
sér tvö stk).

Eldra árið fékk að bleyta yngra árið aðeins. --Sjá hér-- Sumir blotnuðu meira en aðrir en
þetta var massa stuð og engin leiðindi á eftir. Yngra árið bíður nú bara í ár eftir
að fá að vera hinum megin við línuna!

Svo byrjar haustmótið í næstu viku - svo styttist í haustferðirnar okkar og uppskeruhátíðina.

Aju

Kveðjustund!

Jamm.

Í gær var formlega síðasta æfingin hans Eyma. Það verður
slæmt að missa "kjappann" en audda lætur hann nú eitthvað
sjá sig í september.

Tvíburarnir Magnús og Tómas kvöddu okkur líka í gær. Þeir eru að
fara til London í ár. Skella sér í skólabúning í skólann og fara á Fullham leik!
Líka leiðinlegt að missa þá en þeir verða mættir aftur að ári.

- Hér er mynd af snillingunum!

Annars er það bara haustmótið hjá okkur í sept og svo haustferðir.
heyrumst.

Thursday, September 01, 2005

Æfing föstudaginn 2.sept!

Sælir.

Takk fyrir síðast - gott stuð í blaki og nett myndasýning í gær.

Það er frí í dag, fimmtudag.
En á morgun, föstudag, er æfing hjá öllum. Þetta verður ...

... formleg kveðjuæfing fyrir Eyma.
... kveðjuæfing fyrir Magga og Tomma.
... formlega síðasta æfingin á grasi.
... síðasta æfing fyrir fyrsta leik í Haustmótinu.
... vatnsblöðruæfing :-)

Æfing er kl.15.00 - 17.00. Á Suðurlandsbrautinni.

Verið duglegir að láta etta berast.
Sjáumst hressir.

- - - - -