Thursday, April 28, 2005

Leikmenn
Æfingaferð - Laugavatn

Jæja strákar, þá er komið að æfingaferðinni okkar austur á Laugavatn.
Við fórum náttúrulega á sama stað fyrir slétt tveimur árum og fóru 52 leikmenn þá. Nú erum við einum fleiri, 53, sem er bara snilld. Æfingaprógrammið verður samt aðeins öðruvísi enda þið tveimur árum eldri en síðast! Það eiga að vera allar upplýsingar hér í þessum pakka en ef það er eitthvað þá bara bjallið þið í mig.

Það er mæting kl.17.00 niður í Þrótt á morgun, föstudag (29.apríl) og verður lagt af stað um kl.17.30. Ferðin mun kosta 5.500kr á mann og er best að leggja það inn á reikning flokksins: 1129-05-2971, kt. 080444-3629. - og muna að láta koma fram fyrir hvaða strák er verið að borga. Einnig er hægt að greiða það strax við mætingu niður í Þrótt.

Það er rosalega vel þegið ef einhverjir foreldrar gætu bakað og sent strákana sína með bakkelsi með kaffinu.

Dagskráin verður búin um kl.14.00 á sunnudeginum – og verður þá lagt af stað í bæinn. Foreldrar sem sækja verða að passa að vera mættir þá á Laugavatn.Gott væri líka að einhverjir foreldrar sem koma að sækja á sunnudag komi tímanlega til að aðstoða við að taka til í herbergjum og sópa gólfin.

Nóg verður um æfingar – sund – leiki – afslöppun – fjör og margt margt fleira (sjá dagskrá). Gist verður í fjögurra og fimm manna herbergjum í Íþróttamiðstöð Laugavatns.
Þetta verður “brilliant” í alla staði alla helgina.

Endilega hafið samband ef það er eitthvað.
Kv,
Þjálfarar og foreldraráð 4.flokks

- - - - -

Dagskrá

Föstudagur
17.00 Mæting niður í Þrótt – gengið frá gjaldi – raðað í bíla.
17.30 Lagt af stað frá Þróttaraheimilinu.
18.30 Komið á Laugavatn – leikmenn koma sér fyrir – gengið frá farangri.
19.00 Kvöldmatur.
20.00 Létt æfing – inni.
21.15 Sund / sturta.
21.45 Kvöldkaffi + stuttur fundur.
22.30 Chill (td. spil – gúrka – tafl – imbinn).
23.30 Farið í bedda - frúin í hamborg ofl!

Laugardagur
08.00 Vaknað.
08.15 Powerwalk um um Laugavatn.
09.00 Morgunmatur.
09.45 Æfing / markmannsæfing – úti.
12.00 Hádegismatur.
13.00 Séræfingar - úti.
14.30 Frjáls tími.
15.15 Kaffi.
15.45 Æfing – inni.
17.00 Sund / sturta.
18.00 Frjáls tími / sjoppustopp.
19.00 Kvöldmatur.
20.30 Fyrirlestur + kvöldvökustöff – tónlistargetraun - gítarspil – kvöldkaffi.
22.00 Spóluchill.
23.30 Draugasaga! + Óli lokbrá!!

Sunnudagur
08.00 Vaknað.
08.15 Útihlaup / stuttir sprettir.
09.00 Morgunmatur.
10.00 Fótbolti - Flokksmót - inni.
12.00 Sund / sturta.
12.30 Hádegismatur.
13.00 Frjáls tími.
13.30 Tekið til – pakkað – dót sett í anddyri.
14.00 Lagt af stað heim. Komið í bæinn um
15.15.Ath: planið getur breyst!

- - - - -

HVERJIR FARA:

Þjálfarar ( 1 ):
Head coach / Fitness coach / Waterboy / Sjúkraþjálfari / Swim coach / Liðstjóri: Ingvi Auk þess sem fleiri láta sjá sig!

Leikmenn ( 53 ):
The younger year (24):Anton - Arnar Páll - Aron Ellert - Atli Freyr - Atli Óskar - Ástvaldur - Ágúst Benedikt - Bjarki Steinn - Bjarki B - Bjarmi - Bjarki Þór - Daníel Ben - Davíð Hafþór - Einar Þór - Flóki - Guðlaugur - Hermann Ágúst - Jakob Fannar - Ragnar - Símon - Snæbjörn Valur - Tumi - Viktor - Ævar Hrafn. The older year (29): Aron Heiðar - Auðun - Ágúst - Brynjar - Baldur - Davíð S - Einar - Gunnar Ægir - Hafliði - Hákon Arnar - Haukur - Ingólfur Urban - Ívar Örn - Jökull - Magnús Ingvar - Matthías - Oddur - Óttar Hrafn - Pétur Hjörvar - Róbert - Sigurður Ingi - Sigurður Einar - Styrmir - Sveinn Óskar - Tómas Hrafn - Valtýr - Vilhjálmur - Þorsteinn Hjalti - Þröstur Ingi.

Koma ekki með að þessu sinni :
Arnar Már (?) - Freyr - Bolli - Gunnar Björn - Davíð B - Gylfi Björn - Hafþór Snær - Ingimar - Jónas - Pétur Dan - Óskar - Eggert Kári - José - Ólafur Ó - Jón O - Hjalti Þór - Daði – Daníel – Egill Þ (ath) – Lúðvík Þór (?) – Ólafur M (ath).

Fararstjórar ( 8 - 9 ):
Guðrún Dögg (bjarki þór) – Pálmi (vilhjálmur) – Steinar (símon) – Svanborg (ævar hrafn) - Stefán (davíð) - Kjartan (óttar hrafn) - Anna (pétur hjörvar) - Gísli (valtýr).

- - - - - -

ÞAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA MEÐ:

 Svefnpoki eða sæng (rúm og dýnur verða á staðnum) + Koddi.
 Handklæði.
 Sunddót.
 Inniskór (mælum með því).
 “Svefnchillbuxur” eða góðar “stullur”!
 Tannbursti – tannkrem.
 Auka föt (buxur – bolir – nærbuxur – sokkar).
 Hlaupaskór.
 Hlý föt (úlpa – regndót – húfa – hanskar ofl.).
 Fótboltadót úti (takkaskór – buxur – hlý peysa).
 Fótboltadót inni (innanhúss skó – legghlífar - stuttbuxur – stuttermabolur – sokkar – ermalausab bol - Hárband).
 Chill dót: Spil – tafl – Andrés blöð – geislaspilari – geisladiska – ofl.
 Og sem endranær; góða skapið!Vita hvar allt dót er í töskunni!

Merkið öll föt og svefnpoka!

REGLUR:

Hegða sér vel – Alltaf.
Jákvætt eða þegja.
Hugsa vel um alla í liðinu.
Vera félaginu til sóma - allan tímann.

ÞAÐ SEM Á EKKI AÐ HAFA MEÐ:
Pening.
Nammi.
Gsm síma – (sleppur kannski)!
Diss og leiðindi.o Vera hress, nettur og brosa.

SÍMANÚMER:
Ingvi: 869-8228
Aðalfararstjóri: Kjartan - 660-9950
Íþróttamiðstöðin Laugavatni (gistingin): 486-1151.
Íþróttahús og sundlaug: 486-1251.

- - - - -

HVERJIR AKA:

Foreldrar þessara stráka hafa boðist til að keyra strákana uppeftir.
Mæting 17.00 niður í Þrótt:

Anton, Aron Ellert, Bjarki Steinn, Bjarki Þór, Einar Þór, Tumi, Viktor, Aron Heiðar, Ágúst Páls., Hafliði, Oddur, Óttar Hrafn, Pétur Hjörvar, Valtýr.
(15 bílar).

Foreldrar þessara stráka hafa boðist til að sækja strákana á sunnudag.
Mæting 14.00 á Laugarvatn:
Aron Ellert, Ágúst Ben., Bjarki Steinn, Bjarki Þór, Flóki, Guðlaugur, Símon, Tumi, Viktor, Ævar Hrafn, Aron Heiðar, Gunnar Ægir, Jökull, Oddur, Pétur Hjörvar, Vilhjálmur, Þröstur Ingi
(18 bílar).

Á sunnudeginum eru fleiri bílar, en vitað er að í sumum tilfellum vilja báðir foreldrar og etv. vilja systkini koma að sækja strákana. (færri laus sæti)Þeir foreldrar sem fara uppeftir á sunnudeginum mega gjarnan koma aðeins fyrr  og hjálpa til við að taka saman og ganga frá húsinu.

Kveðja,Foreldraráð

- - - - -

Meiri úrslit!

Hey.

Við kláruðum svo þriðja og síðasta leikinn okkar við Leikni.
doddi verður brjálaður ef ég segi að þetta hafi verið sanngjarn
sigur!! en hérna er allt um leikinn:

- - - - -
Þriðji leikur við Leikni.
Leiknisgervigras - Mið 27.apríl - kl.16.30.
Þróttur 1 - Leiknir 0
Liðið (4-4-2): Davíð Hafþór - Gunni Æ - Þorsteinn H - Pétur H - Bjarki Þór - Þröstur Ingi - Gulli - Ingó - Óttar - Gunnar Björn - Tumi + Arnar Már - Arnar Páll - Sigurður Einar - Hafliði - Flóki - Óskar - Haukur - Ágúst Benedikt - Pétur Dan - Ágúst.
Mörk: Óskar
Maður leiksins: Þorsteinn Hjalti
Almennt um leikinn: Jamm - Við náðum að klára þennan leik þrátt fyrir að andstæðingarnir lágu í sókn mikinn hluta leiksins. En við vörðumst vel og náðum að klára stigin þrjú. Við náðum ekki að láta boltann rúlla nógu mikið á milli manna. Við vorum mest í að klína boltanum fram og vona að hann myndi lenda á þróttara! við þurftum náttúrulega að nota útileikmenn í markið og kláruðu þeir sig vel af því; davíð hafþór og ingó. vörnin var nokkuð góð með þorstein og pétur í broddi fylkinga. það vantaði eins og ég sagði allt bit fram á völlinn og þar er eins og við gleymum okkur alltaf þegar ýta á út og fylgja með. en fín sigur - við vorum með 9 manns á bekknum og fengu allir að spila en það getur oft sett liðið úr jafnvægi þegar skiptingar eru tíðar. en það reddaðist.

Wednesday, April 27, 2005

Úrslit!

Sælir.

Það voru tveir leikir við Leikni í gær - og svo einn í dag (sjá hér
fyrir neðan). Góð úrslit í gær. auk þess sem mfl vann. sem sé 3
sigurleikir hjá kjadlinum :-) fékk mér líka "ristarvélapokasamloku"
og kók eftir leik. en allt um þessa leiki hér (gömlu leikirnir fara að
koma - lofa):

- - - - -

Fyrri leikur:
Leiknisgervigras - Þrið 26.apríl - kl.16.30.
Þróttur 3 - Leiknir 1.
Liðið (4-3-3): Snæbjörn - Ingimar - Valli - Oddur - Siggi Ingi - Jökull - Tommi - Einar - Dabbi - Villi - Styrmir + Bjarmi - Aron Ellert.
Mörk: Tommi (víti) - Villi - Jölli.
Maður leiksins: Ingimar
Almennt um leikinn: Það var aðeins eitt lið inn á í fyrri hálfleik en samt náðum við ekki að nýta færin sem við fengum. vorum mun betri en það vantaði vídd hjá okkur og að vera þolinmóðir. einnig hefðum við mátt spila hraðar og unnið betur saman frammi. vorum náttúrulega að spila nýtt kerfi og það tekur tíma að það nýtist eins og við viljum. Það kom svo 15 mín kafli í seinni hálfleik þar sem þeir sneru við dæminu og virkuðu nokkuð sprækir. náðu að skora og sóttu mikið eftir það. við hefðum mátt bakka meira og vinna betur inni á miðjunni. en náðum svo að skora klassa mark og við sat. við áttum fínar sóknir og komust oft í færi. hefðum átt að skora fleiri en sigur er sigur.

- - - - -

Seinni leikur:
Leiknisgervigras - Þrið 26.apríl - kl.17.50.
Þróttur 3 - Leiknir 1.
Liðið (4-4-2): Binni - Símon - Einar Þór - Aron Ellert - Maggi - Bjarki - Hemmi - Ævar - Óli - Auðun - Ási + Anton - Hákon Arnar.
Mörk: Ási - Óli - Auðun
Maður leiksins: Einar Þór.
Almennt um leikinn: Náðum að skora á fjórðu mínútu og hafði það fullt að segja. Reyndar fengum við á okkur ódýrt mark skömmu seinna en eftir það áttum við meirihlutan af leiknum. það sem helst mátti bæta var hin gamla lumma: ýta vörninni út þegar við sækjum. eins mátti miðjan fylgja betur með fram á við. sumir leikmenn voru full daufir - vantar að vera meiri "fól". við nýttum hraða auðuns ágætlega en þurfum kannski aðeins að fínpússa spilið upp í hornin. vörnin var nokkuð traust og markvarslan klassi. klassa mörk sem við skoruðum og bara gott mál að klára leikinn. 3 sigrar komnir og eitt jafntefli (og jú, eitt tap).

- - - - -

Tuesday, April 26, 2005

Mætingar í leikina við Leikni!

Sælir.

Nokkuð góð æfing í gær. ágætis mæting. verðum örugglega
eyma og egils lausir mest allan maí sökum próflesturs. mössum
það bara. hérna eru annars mætingarnar í leikina við Leikni í dag
og á morgun. fór mest eftir mætingunni í gær þar sem að þetta eru
3 leikir en ekki 4. Keppt er uppi í Breiðholti. Sjáumst þar.

- - - - -

Reykjavíkurmótið
4.flokkur karla
Knattspyrnufélagið Þróttur
Þriðjudagurinn 26.apríl og miðvikudagurinn 27.apríl
Leikir v Leikni - Leiknisgervigras

Þriðjudagur:

Mæting kl.15.30 upp á Leiknisvöll - spilað frá 16.30-17.45:
Snæbjörn - Tómas Hrafn - Oddur - Einar - Jökull - Matthías - Styrmir - Davíð S - Vilhjálmur - Valtýr - Sigurður Ingi - Bjarmi - Ingimar (mæting 16.30) - Aron Ellert (mæting 16.30).

Mæting kl.17.00 upp á Leiknisvöll - spilað frá 17.50-19.00:
Brynjar - Anton - Ævar Hrafn - Einar Þór - Auðun - Magnús Ingvar - Ólafur M - Hermann Ágúst - Bjarki B - Ástvaldur - Hákon Arnar - Símon.

- - - - -

Miðvikudagur:

ting kl.15.45 upp á Leiknisvöll - spilað frá 16.30-17.45:
Ragnar - Arnar Páll - Bjarki Þór - Tumi - Gylfi Björn - Þorsteinn Hjalti - Þröstur Ingi - Óttar Hrafn - Pétur Hjörvar - Haukur - Gunnar Ægir - Hafliði - Pétur Dan - Guðlaugur - Gunnar Björn - Ágúst B - Davíð Hafþór - Óskar - Flóki.

- - - - -

Aðrir mættu ekki á æfingu í gær, mánudag, létu ekki vita - hafa verið meiddir eða
mættl lítið að undanförnu. bjallið í mig ef það er eitthvað - 869-8228.

- - - - -

Það eru svo venjulegar æfingar á fimmtudaginn - en þá fá allir allar
upplýsingar um Laugarvatnsferðina sem er um helgina :-)

Monday, April 25, 2005

Æfingar á mánudegi!

Heyja.

minni bara létt á æfingarnar í dag.
nokkuð langt síðan ég sá suma leikmenn!!

annars bara
yngri 15.00

og

eldri 16.15.

Líf og fjör.

Saturday, April 23, 2005

Jó jó - bíó!

Sælir.

það voru ekkert spes mætingar á æfinguna í gær, föstudag. það var
klikkað veður og góð stemmning. skil ekki hvernig menn geta sleppt svoleiðis!

en við ætlum að skella okkur í bíó á sunnudaginn. við ætlum á myndina SAHARA.
Það er mæting kl.15.10 upp Sambíóin álfabakka (í breiðholti) og kostar
650kr inn. svo fá menn sér nammi og soddan. myndin byrjar 15.30 og er örugglega
búin um 17.30.

Látið þetta berast. Þetta er víst massa mynd. Sjáumst.

- - - - -
p.s. þessir þurfa að heyra í mér upp á æfingaferðina:

Anton - Arnar Már - Bjarmi - Bolli - Davíð B - Freyr - Gylfi Björn - Hafþór Snær - Hermann Ágúst - Hreiðar Árni - Hjalti Þór - Daði - Daníel - Egill Þ - Hákon Arnar - Haukur - Ingólfur Urban - Ívar Örn - Jón O - José Luis - Lúðvík Þór - Ólafur - Róbert - Styrmir

Friday, April 22, 2005

Föstudagurinn 22.apríl!

Sælir strákar.

Það eru æfingar á venjulegum tíma í dag, föstudag.
(yngri 16.30 og eldri 17.15).
En við kíkjum örugglega á tennisvöllinn.

Þannig að best er að koma í gervigrasskóm eða hlaupaskór+takkaskór.
Við tökum smá skokk í byrjun.

Mætum nú vel - látum félagann vita.
Sérstaklega þeir sem hafa lítið mætt að undanförnu.

Sjáumst hressir í kvöld.

Æfingaferðin!

Sælir.

Eftirtaldir leikmenn eiga eftir að láta vita hvort þeir ætli í æfingaferðina okkar á Laugarvatn.
Sendið mér meil eða látið mömmu og pabba heyra í mér. Það er massa mæting og þetta verður massa ferð.

ok sör?

- - - - -

Anton - Arnar Már - Atli Freyr - Ástvaldur Axel - Bjarki B - Bjarmi - Bolli - Davíð B - Freyr - Gylfi Björn - Hafþór Snær - Hermann Ágúst - Hreiðar Árni - Hjalti Þór - Ingimar - Jakob Fannar - Ragnar - Daði - Daníel - Egill Þ - Hákon Arnar - Haukur Stefánsson - Ingólfur Urban - Ívar Örn - Jón O - José Luis - Lúðvík Þór - Ólafur - Róbert - Styrmir.

Úrslit!

Sælir.

Við kepptum 3 leiki við KR í gær. Einn leikur taldist ekki
með þar sem að aðeins 4 leikmenn mættu af um 14 sem áttu að mæta.
ég veit að það voru fermingar en þetta var ansi slæmt. menn verða að fylgjast
betur með og láta betur vita ef þeir komast ekki. annars eruði í raun
að svíkja liðsfélaga ykkar. er það ekki? bætum þetta - ekki spurning.
hérna kemur allt um leikina þrjá (við erum að vinna í að finna tíma fyrir fjórða leikinn):

- - - - -

Fyrsti leikur:
Gervigrasið í Laugardal - Fim 21.apríl - kl.13.00.
Þróttur - KR: - Frestaður -
Liðið:
Mörk:
Stóð sig skást:
Almennt um leikinn:

- - - - -

Annar leikur:
Gervigrasið í Laugardal - Fim 21.apríl - kl.14.30.
Þróttur 0 - KR 11.
Liðið: Ragnar-
Mörk: ekkert mar :(
Stóð sig skást:
Almennt um leikinn: Eins og í ÍR leiknum þá vorum við ekki mættir í leikinn...vantar talsverða einbeitingu í þennan hóp, þótt að við lendum undir, fjögur eða fimm núll...þá hættum við aldrei, við peppum okkur upp og gerum allt til að fá ekki fleiri mörk á okkur, sóknarmenn verða að bakka og menn verða að fórna sér....tökum á essu næst

- - - - -

Þriðji leikur:
Gervigrasið í Laugardal - Fim 21.apríl - kl.16.00.
Þróttur 5 - KR 1.
Liðið: Snæbjörn - Bjarmi - Ingimar - Valli - Aron Ellert - Siggi Ingi - Aron Heiðar - Dabbi - Tommi - Villi - Ævar + Styrmir.
Mörk: Valli - Aron H - Villi - Dabbi S 2.
Maður leiksins: Valli.
Almennt um leikinn: Datt inn í stöðunni 0-1 og eftir það áttum við allan leikinn. Skoruðum náttúrulega tvö þvílíkt glæsileg mörk. Fyrst jafnaði Valli og síðan kom Aron okkur yfir. þetta kennir okkur kannski að skjóta meira! Og í staðin fyrir að slaka á eins og okkur er lagið þá bættum við bara í og skorðum 3 mörk í lokinn. enda var greinilegt að við ætluðum að vinnna. þannig á það náttúrulega að vera. Þeir voru svo orðnir pirraðir og nýttum við okkur það. Menn voru að djöflast og fara í tæklingar hægri vinstri. þurfum bara að gera aðeins betur í að draga okkur betur út/bjóða okkur meira þegar við erum með boltann. ekki standa og glápa!! good stöff. nú þurfum við bara að komst í 3 w /2 l og næsti leikur á þriðjudag.

- - - - -

Fjórði leikur:
Gervigrasið í Laugardal - Fim 21.apríl - kl.17.30.
Þróttur 1 - KR 1.
Liðið: Binni - Jakob - Maggi - Einar Þór - Símon - Bjarki B - Matti - Hemmi - Óli M - Auðun - Ási + Hákon Arnar - Anton.
Mörk: Ási
Maður leiksins: Bjarki B.
Almennt um leikinn: Ég held að við getum verið frekar ósáttir við að vinna ekki þennan leik. vorum meira með boltann og áttum leikinn alveg. vorum klaufar að fá á okkur mark í byrjun. fengum svo tonn af færum en náðum ekki að hafa síðustu sendingarnar góðar. allt of oft vorum við komnir að endalínu og í staðin fyrir að gefa boltann út þá sendum við beint fyrir eða skutum döprum skotum. En vörnin var traust og komust þeir lítið áfram í seinni hálfleik. Við létum boltann oft rúlla snilldar vel á milli okkar - en stundum gerðum við bara eitthvað við boltann - dúndruðum honum bara eitthvað. við erum betri en það og eigum að vera búnir að sjá fyrir næsta leik og næsta mann. nóg af röfli. eitt stig í hús og það er bara að taka leikni næst.

- - - - -

Wednesday, April 20, 2005

Mætingar í leikina við KR á fimmtudag!

Sælir.

er á subblegri internet búllu við hliðina á
white hart lane (heimavöllur tottenham)!
hér fyrir neðan eru mætingarnar í leikina á morgun. verið ótrúlega
duglegir að láta hvorn annan vita svo við lendum ekki í veseni. held að það séu
ekki allir sem kíkja á bloggið okkar. en ég sendi líka meil. sjáumst svo á morgun. .is

___________


Reykjavíkurmótið
4.flokkur karla
Knattspyrnufélagið Þróttur
Fimmtudagurinn 21.apríl
Leikir v KR
Gervigrasið i Laugardal

Mæting kl.12.30 niður í Þrótt - spilað frá 13.00-14.15: (15)
Anton – Ingófur U - Róbert – Lúðvík – Þröstur Ingi – Haukur – Pétur Hjörvar – Gunnar Ægir – Þorsteinn Hjalti – Sveinn Óskar – Sigurður E – Óttar Hrafn – Hafliði - Águst - Gylfi.

Mæting kl.14.00 niður í Þrótt - spilað frá 14.30-15.45: (16)
Ragnar – Bjarki Þór – Arnar Páll – Viktor – Tumi – Pétur Dan – Óskar – Bolli – Atli Freyr – Bjarki Steinn – Flóki – Ágúst B – Gunnar B – Guðlaugur – Hafþór Snær – Davíð Hafþór.

Mæting kl. 15.15 niður í Þrótt - spilað frá 16.00-17.15: (12+1+3?)
Snæbjörn – Styrmir – Einar (?) – Vilhjálmur – Oddur (?) – Valtýr – Matthías – Aron Heiðar – Sigurður Ingi – Ingimar – Daníel Ben - Jökull (?) – Aron Ellert - Tómas Hrafn - Davíð S - Ævar Hrafn + Bjarmi.

Mæting kl. 16.00 niður í Þrótt - spilar seinni hálfleik með liðinu að ofan og fyrri með liðinu að neðan:
Bjarmi

Mæting kl.16.45 niður í Þrótt - spilað frá 17.30-18.45: (11+1+1?)
Brynjar – Baldur – Hákon Arnar – Hermann Ágúst – Bjarki B – Einar Þór – Jakob Fannar – Ástvaldur – Símon - Auðun (?) – Magnús Ingvar – Ólafur M + Bjarmi.


__________

ATH (15 leikmenn):
Atli Óskar (?) – Arnar Már (meiddur) – Ólafur Ó (í pásu) – Eggert Kári (erlendis) – Jónas (erlendis) – José (meiddur) – Jón O (ekkert mætt) – Hjalti Þór (lítið mætt) – Daníel "eldri" (ekkert mætt) – Daði (lítið mætt) – Eiður (nýbyrjaður) – Daníel Ari (nýbyrjaður) – Daníel (nýbyrjaður) – Freyr (lítið mætt) – Davíð B (?).

Tuesday, April 19, 2005

Leikir við KR!

Sælir.

Kveðja frá london. er búinn að versla eins og ljónið!
verð mjög óþolandi montinn næstu daga!

Það kemur í ljós miðvikudagskvöld hvenær leikirnir við KR verða.
Næstum öruggt að allir verða á fimmtudaginn. en tímasetningar eru
ekki alveg klárar.

sem sé: kíkja á bloggið á fimmtudagskvöld. ok sör.

Mánudagsæfingin!

Jebba.

Kjadlinn í london og the sidekicks með æfingarnar.
spurning um að koma með smá hér fyrir neðan:

Úrslit!

Sælir.

Við kepptum fjóra leiki við ÍR. tvo á föstudaginn og tvo
á laugardaginn. auk þess tók egill æfingu á föstudaginn. sagan
segir að þá hafi menn náð að dobbla egil í lítið hlaup!

alla veganna, hér kemur allt um leikina - aðeins of seint - og kannski ekvað sem vantar!!

- - - - -

Fyrri leikur á föstudegi:
ÍR völlur - Fös 15.apríl - kl.16.30.
Þróttur 1 - ÍR 2.
Liðið: Snæbjörn - Ingimar - Oddur - Valli - Matti - Einar - Aron H - Styrmir - Siggi Ingi - Villi - Danni Ben + Bjarmi - Aron Ellert.
Mörk: Siggi Ingi
Maður leiksins: Vilhjálmur
Almennt um leikinn: Þegar þetta er skrifað þá er um mánuður síðan leikurinn fór fram - algert "slugs" hjá þjálfurum að vera ekki búnir að þessu - en here goes: Leikurinn var svona lala. Við vorum ekki á fullu í leiknum og náðum aldrei að spila okkar bolta á þessari líka herfilegu möl. En bæði liðin þurftu náttúrulega að líða fyrir það. Við fengum á okkur eitt algert klaufamark sem kom þeim í 2-0 - ef það hefði ekki komið þá hefði leikurinn kannski farið öðruvísi. En við náðum að minnka munum og djöflast aðeins eftir það. En samt frekar bitlaust. Sóttum yfirleitt bara á 2-3 mönnum og ýtum og hreinsuðum illa út. Áttum nokkrar lélegar hælspyrnur og brutum á rétt fyrir utan teig. Hefðum mátt vera grimmari í byrjun - létum þá fá of mikið sjálfstraust sem hjálpaði þeim pottþétt. Fín barátta í flestum ekki öllum 11 og því fór sem fór.

- - - - -

Seinni leikur á föstudegi:
ÍR völlur - Fös 15.apríl - kl.18.00.
Þróttur 4 - ÍR 0.
Liðið: Snæbjörn - Símon - Aron Ellert - Einar Þór - Jakob Fannar - Ævar - Hemmi - Bjarki B - Bjarmi - Jökull - Auðun + Maggi - Óli M.
Mörk: Óli M - Ævar - Auðun - Hemmi.
Maður leiksins: Auðun
Almennt um leikinn: Þegar þetta er skrifað þá er um mánuður síðan leikurinn fór fram - algert "slugs" hjá þjálfurum að vera ekki búnir að þessu - en here goes: Áttum allan leikinn og vorum hættulegir fram á við allan leikinn. Fengum fín færi alveg í byrjun en náðum ekki að klára. En vorum á undan að skora og eftir það stjórnuðum við leiknum. Þeir fengu fá færi og virkaði vörnin mjög traust þrátt fyrir mölina. Við vorum svalir á boltann loksins og spiluðum honum vel á milli okkar. Auðun djöflaðist fremst og truflaði ír-inga mikið. hefðum mátt stinga betri boltum á hann en það kemur. Stemmning var í liðinu enda ekki annað hægt þegar gengur svona vel. Þarna sáum við hvað við getum - þurfum bara að sýna svona leiki í hverri viku.

- - - - -

Fyrri leikur á laugardegi:
ÍR-völlur - Laugardaginn 16.apríl - kl. 13:00
Þróttur 4 - 0 ÍR
Liðið: Snæbjörn-Óttar-Pétur-Magnús-Haukur-Ágúst-Þröstur-Auðun-Hafliði-Sveinn Óskar-Óli M + Gylfi-Tumi-Siggi E-Þorsteinn
Mörk: Þröstur 2 - Óli 2.
Maður leiksins: Óli M
Almennt um leikinn: Tókum virkilega vel á því allan leikinn, þrátt fyrir leiðinlegan völl þá spiluðum við alveg ágætlega og náðum að setja 4 mörk, sem er snilld. Það sem geriri snilldina að ennþá meiri snilld er það að við héldum einnig hreinu. Það voru allir að leggja sig hundrað prósent fram og þannig að það að sjálfsögðu alltaf að vera, leikur sem allir eiga að leggja á minnið vegna þess að við spiluðum mjög vel.

- - - - -

Seinni leikur á laugardegi:
ÍR-völlur - Laugardaginn 16.apríl - kl. 14:30
Þróttur 1 - ÍR 11.
Liðið: Ragnar-Gunnar B-Gylfi-Viktor-Bjarki Þór-Pétur Dan-Bjarki Steinn-Arnar Páll-Ágúst B-Guðlaugur-Tumi
Mörk: Tumi
Maður leiksins: Guðlaugur
Almennt um leikinn: Eins og úrslitin bera með sér þá áttum við ekki góðan dag á móti ÍR, og sossum ekki mikið um það að segja. Við verðum bara að gera okkur grein fyrir því að ef við ætlum að ná árangri þá verðum við að vera mættir í leikina, með fulla einbeitingu og með vilja til að sigra leikina punktur.

- - - - -

Friday, April 15, 2005

Plan fyrir og um helgina!

Sælir.

Nettar æfingar í gær, fim. eymi og egill létu meir að segja sjá sig!!
En annars læt ég hér fyrir neðan miðann með mætingunum í leikina
í dag og á morgun. munið að það er líka æfing hjá hluta hópsins í kvöld.
Passið líka upp á félagann - að hann sé með á hreinu hvar og hvenær á
að mæta :-)
Sjáumst svo - ingvi.

- - - - -

Reykjavíkurmótið
4.flokkur karla
Knattspyrnufélagið Þróttur
Föstudagurinn 15.apríl og Laugardagurinn 16.apríl
Leikir v ÍR - ÍR völlur

Föstudagur:

Mæting kl.15.30 upp á ÍR völl. Spilað frá 16.30-17.45:
Snæbjörn – Styrmir – Einar – Vilhjálmur – Oddur – Valtýr – Matthías – Aron Heiðar – Sigurður Ingi – Ingimar – Daníel Ben.
Mæting kl.16.30 – spila fyrri hálfleik í seinni leiknum líka: Jökull – Aron Ellert.

Mæting kl.17.00 upp á ÍR völl. Spilað frá 17.45-19.00:
Anton – Baldur – Einar – Aron Ellert – Ævar Hrafn – Hermann Ágúst – Bjarki B – Bjarmi – Einar Þ’or – Jakob Fannar – Ástvaldur – Símon.
Mæting kl.16.30 – spila líka einn hálfleik á morgun: Auðun – Magnús Ingvar – Ólafur M.

Æfing kl.16.30 – 17.45 niður í Þrótti:
Spil a la Egill – Allir sem eiga að spila á morgun (sjá hér fyrir neðan)!

- - - - -

Laugardagur:

Mæting kl.12.15 upp á ÍR völl. Spilað frá 13.00-14.15:
Anton/Snæbjörn – Auðun – Magnús Ingvar – Ólafur M – Þröstur Ingi – Haukur – Pétur Hjörvar – Gunnar Ægir – Þorsteinn Hjalti – Sveinn Óskar – Sigurður E (?) – Óttar Hrafn – Hafliði.
Mæting kl.13.00 – spila fyrri hálfleik í seinni leiknum líka: Gylfi B – Tumi.

Mæting kl.13.45 upp á ÍR völl. Spilað frá 14.30-15.45.
Ragnar – Bjarki Þór- Gylfi B – Arnar Páll – Viktor – Tumi – Pétur Dan – Óskar – Bolli – Atli Freyr (?) – Bjarki Steinn – Flóki – Ágúst B – Gunnar B – Guðlaugur – Hafþór Snær (?) – Davíð Hafþór.

ATH (24 leikmenn):
Atli Óskar (meiddur) – Lúðvík Þór (?) – Róbert (?) – Ívar Örn (?) – Ingólfur (veikur) – Ágúst (kemst ekki) – Davíð S (meiddur) – Hákon Arnar (kemst ekki) – Brynjar (kemst ekki) – Arnar Már (meiddur) – Tómas Hrafn (meiddur) – Ólafur Ó (í pásu) – Eggert Kári (erlendis) – Jónas (erlendis) – José (meiddur) – Jón O (ekkert mætt) – Hjalti Þór (lítið mætt) – Daníel eldri (ekkert mætt) – Daði (lítið mætt) – Eiður (nýbyrjaður) – Daníel Ari (nýbyrjaður) – Daníel (nýbyrjaður) – Freyr (lítið mætt) – Davíð B (lítið mætt).


- - - - -

Thursday, April 14, 2005

Jamm jamm!

Sælir.

Ekki alveg nógu sáttur. Það var slök mæting í spinning
á þriðjudaginn. og flestir ekki að láta vita.

Eftirtaldir prófuðu ekki spinning:

:-( Aron Heiðar - Baldur - Davíð - Gunnar Æ - Hafliði - Daði - Ingó - Ívar - Haukur - José - Maggi - Tommi - Þorsteinn - Valli - Svenni - Styrmir - Siggi E - Róbert - Óli M.

:-( Arnar Páll - Atli Óskar - Ástvaldur - Bjarki Steinn - Bolli - Flóki - Gylfi - Hafþór - Jakob - Raggi - Viktor - Snæbjörn.

ég skil fullkomnlega ef menn voru í tónó eða slíku.
en er súr ef menn slepptu þessu einfaldlega! en þetta var ótrúlega gott kaffi, auk
þess að menn hefðu haft gott að þessu upp á þolið.

EN:

Æfingar í dag - fimmtudag - eldri 3 og yngri 4.30.

Sjáumst.

Tuesday, April 12, 2005

Spinning!

Heyja.

Eins og það var nú nett mæting á yngra árs æfinguna,
þá var afar slök mæting á eldra árs æfinguna. það er ekki
mikið mál að smessa smá skilaboðum á kjadlinn. pössum
það í framtíðinni.

Það er spinning í dag hjá eldra árinu. Jamm. Mæting kl.14.45 niður í
Laugar með 300kr. og svo audda dót + handklæði (+ sunddót).

Mjög mikilvægt að 30 leikmenn mæti. ok sör.
Sjáumst sprækir.

Monday, April 11, 2005

Mánudagur!

Sæler.

Mættur frá AK bara ansi ferskur.

Æfingar í dag á vanalegum tíma:

Yngri 15.00
og
Eldri 16.15.

Tökum góða mætingu í dag.
Heyrumst.

Úrslit!

Heyja.

Það voru 3 leikir við Fjölni á laugardaginn var. 1 leikur vannst
og tveir töpuðust. Leikirnir voru á gervigrasinu okkar og
sáu egill og eymi um kaffið, á meðan ingvi sat í rútu mest
alla helgina :-(
en allt um leikina hér:

- - - - -

Fyrsti leikur:
Gervigrasið í Laugardal - laug 9.apríl - kl.10.00.
Þróttur 3 - Fjölnir 0.
Liðið: Snæbjörn-Ingimar-Valtýr-Oddur-Bjarmi-Eggert Kári-Tómas-Aron H-Siggi I-Jökull-Daníel Ben + Mattías-Styrmir-Vilhjálmur
Mörk: Danni Ben - Villi 2.
Maður leiksins: Valtýr
Almennt um leikinn:
Klárlega okkar besti leikur til þessa. Byrjuðum með vindi og vorum að nýta vindinn mjög vel fyrsta korterið. Þegar boltinn var ekki að skila sér í netið fórum við hins vegar í þann pakka (sem má aldrei gerast) að reyna alltaf að koma boltanum í fyrstu snertingu innfyrir, en þá rataði boltinn rakleiðis til markmannsins hjá Fjölni. Þrátt fyrir að vera nánast allan tímann með boltann í fyrri hálfleik náðum við ekki að skora, 0-0 í hálfleik. Vorum á móti vindi í seinni hálfleik og náðum að leysa það af stakri snilld. Spiluðum hörku bolta og vorum sterkir í föstum leikatriðum en við náðum einmitt skora tvö mörk úr þeim, Danni Ben eftir horn og Villi eftir aukaspyrnu. Villi náði svo að gulltryggja þetta með marki eftir flotta sókn.
Semsagt, frábær leikur frá okkur, allir virkilega að berjast allan tímann, en þannig á það að vera ALLTAF, skoruðum þrjú góð mörk, héldum hreinu enda fengu Fjölnismenn bókstaflega ekki færi, sem er mjög góð þróun frá fyrri leikjum.

- - - - -

Annar leikur:
Gervigrasið í Laugardal - laug 9.apríl - kl.11.30.
Þróttur 1 - Fjölnir2.
Liðið:Binni-Óttar-Þorsteinn-Magnús-Gunnar Ægir-Hafliði-Pétur-Haukur-Þröstur-Ívar Örn-Auðun + Bjarki B-Jakob-Ástvaldur
Mörk:Þröstur
Maður leiksins: Ástvaldur
Almennt um leikinn:
Byrjuðum leikinn á móti vindi. Eins og í 1. leiknum þá náðum við að höndla mótvindinn nokkuð vel og náðum að skapa okkur nokkur góð færi. En leikurinn var jafn og Fjölnismenn náðu að grípa okkur tvisvar sofandi á verðinum staðan 0-2 eftir 25 mínútna leik. Við náðum ekki að setja mark okkar á leikinn í fyrri hálfleik og staðan því 0-2 í hálfleik. Seinn hálfleikurinn hélt áfram að vera jafn og spennandi. Fjölnir voru þó ívið sterkari framan af og áttu m.a. skot í slá og Binni varði oft mjög vel. En við náðum að koma okkur oft í góða stöðu fyrir framan markið, sérstaklega í föstum leikatriðum þar sem Ási var hreint út sagt að brillera í spyrnunum, áttum skot í stöng og þeir bjarga á línu og ég veit ekki hvað og hvað. Við náum þó að minnka muninn eftir snilldar hornspyrnu þar sem Ási kom með geðveikan bolta fyrir og Þröstur náði að pota honum inn. Nær komumst við þó ekki, súrt 1-2 tap niðurstaðan. Megum þó vera sáttir við okkar frammistöðu lengst af.

- - - - -

Þriðji leikur:
Gervigrasið í Laugardal - laug 9.apríl - kl.13.00.
Þróttur 1 - Fjölnir 5.
Liðið:Ragnar-Viktor-Gylfi-Jakob-Ágúst B- Bjarki S-Arnar Páll-Ástvaldur-Bjarki Þór-Guðlaugur-Tumi + Bolli-Óskar-Flóki-Gunnar B-Pétur Dan-Davíð H
Mörk: Bolli.
Maður leiksins: Tumi
Almennt um leikinn:
Það sem var okkur að falli í þessum leik voru einfaldlega klaufamörk, við vorum ekki nógu öruggir að koma boltanum úr vörninni (t.d. eftir markspyrnur) og mér virtist við einfaldlega vera stressaðir á boltanum. Fengum á okkur tvö víti, skoruðum eitt sjálfsmark og fengum á okkur mjög slæmt mark eftir slaka sendingu til baka á markmann. Rétt skal þó tekið fram að rauðhærður dómari leiksins hataði ekki að koma með ranga dóma sem ekki eru einu sinni til í reglum knattspyrnunnar. Byrjuðum leikinn á móti vindi og vorum einfaldlega ekki klárir í slaginn. Staðan 0-2 í hálfleik. Náðum ekki að nýta okkur meðvindinn nægilega vel í seinni hálfleik enda komust fjendur okkar í fjölni í 0-5. Bolli náði svo að skora með fínu marki þegar líða tók á leikinn. Liðið okkar í þessum leik var alls ekki veikt og ég vil ekki trúa því að við séum fjórum mörkum verri en Fjölnir. Þurfum að koma miklu ákveðnari til leiks og trúa á sjálfa 0kkur...þetta kemur.
- - - - -

Friday, April 08, 2005

Leikir helgarinnar!

Heyja.

Þokkalegar æfingar í dag. góð mæting og hlýtt úti.
reyndar soldið margir bara með takkaskó þannig að við
náðum ekki að hlaupa út í dal. við hljótum að vera búnir að fá
leið á að hlaupa hringi á grasinu!! muna sem sé eftir öllum skóm á
föstudögum. okey sör.

en hérna er miðinn með mætingunum á morgun, laugardag.
við keppum 3 leiki við Fjölni. undirritaður verður staddur í rútu á
leið til akureyrar; 2 leikir hjá mfl á akureyri um helgina. en eymi og egill
klára dæmið. Taka bara vel á essu.

- - - - - - - - - -

Reykjavíkurmótið
4.flokkur karla
Knattspyrnufélagið Þróttur
Þróttur – Fjölnir - Laugardagurinn 9.apríl
Gervigrasvöllurinn í Laugardal


Mæting kl.9.10 á laugardag. Spilað frá 10.00-11.15.
Snæbjörn– Jökull – Vilhjálmur – Styrmir – Valtýr – Tómas Hrafn – Oddur – Sigurður Ingi – Aron Heiðar – Daníel Ben – Bjarmi – Ingimar – Einar – Matthías – Eggert Kári.

Mæting kl.10.45 á laugardag. Spilað frá 11.30 – 12.45.
Anton / Brynjar – Óttar – Pétur H – Magnús I – Þröstur I – Ívar Ö – Haukur – Róbert – Þorsteinn H – Gunnar Æ – Auðun – Hafliði – Sigurður E + Ástvaldur - Jakob Fannar.

Mæting kl.12.15 á laugardag. Spilað frá 13.00 – 14.15.
Ragnar – Ástvaldur – Jakob Fannar - Bjarki Þór – Arnar Páll – Tumi – Viktor – Bjarki Steinn – Hafþór Snær – Gylfi Björn – Pétur Dan – Ágúst B – Gunnar Björn – Flóki – Davíð H –Guðlaugur – Óskar – Bolli. '

Kepptu í gær, fimmtudag:
Hákon A – Baldur – Ingólfur U – José – Ólafur M – Arnar M – Bjarki B – Hermann Á – Einar Þór - Aron E – Símon – Ævar.

ATH (18 leikmenn):
Atli Freyr (lítið mætt) - Sveinn Óskar (kemst ekki) - Davíð S (meiddur) - Lúðvík Þór (lítið mætt) – Ágúst (lítið mætt) - Egill (lítið mætt) – Óli Ó (í pásu) – Nonni (ekkert mætt)– Hjalti Þór (ekkert mætt) – Daníel Ari (var að byrja) – Davíð B (lítið mætt) – Freyr (lítið mætt) – Hreiðar Árni (léleg mæting-meiddur) –Daði (léleg mæting) - Daníel (léleg mæting) – Atli Ó (hefur verið meiddur) – Eiður (nýr) – Daníel (nýr).

Urslit!

Jebba.

Það var sem sé einn leikur við Fjölni í gær.
Og 3 á morgun, laug.

Allt um leikinn í gær hér:

Fimmtudagurinn 7.apríl. kl.16.45. - Gervigrasið í Laugardal.
Þróttur 2 - Fjölnir 6.
Liðið (4-2-3-1): Binni - Símon - Aron E - Einar Þ - Arnar M - Hákon - Baldur - Ævar - Matthías - Ingó - Hemmi + Bjarki B - José - Óli M - Anton - Magnús I - Auðun.
Mörk: Hemmi - Ingó.
Maður leiksins: Aron Ellert.
Almennt um leikinn:

Í heild var þetta ansi dapur leikur hjá okkur. Við byrjuðum illa - vorum engan veginn á fullu - náðum ekki að senda meiri en 4 sendingar á milli(ekki nóg einbeiting) - töluðum lítið - varnarlínan hefði mátt ýta betur upp (eins og fyrri daginn) og vera alveg í línu. það vantar aðeins betra "conection" milli varnarmannanna aftast. En í raun er ástæðan fyrir tapinu að of fáir voru að leggja sig 100% fram. svo einfalt er það strákar. maður labbar bara ekki í vörn. maður verst alltaf fyrir aftan boltann.
Það sem var kannski jákvætt voru mörkin sem við settum. hluti liðsins lét finna vel fyrir sér og barðist á köflum - við lendum aldrei í vandræðum eftir markspyrnur en það hefur verið mikill höfuðverkur stundum. við náðum fínum sóknum inn á milli og vorum óheppnir að setja ekki fleiri mörk.
en spáum nú í þessum punktum - og byrjum að hugsa um leikinn á móti ÍR.

Thursday, April 07, 2005

Fimmtudagur - breyting - ath!

Hey.

Það verður smá breyting á venjulegu plani í dag!

Það keppir eitt lið við Fjölni í dag, fimmtudag. og svo keppa
3 lið við Fjölni á laugardag.

Þetta breytir æfingaplani dagsins svolítið. Þannig að þið verðið
að vera rosalega duglegir að láta þetta ganga!

- - - - -

Æfing kl.15.00-16.00 í dag á 1/6 af gervigrasinu:

Snæbjörn–Jökull–Vilhjálmur–Styrmir–Valtýr–Davíð S–Tómas H– Oddur–Sigurður I–Aron H–Daníel B–Bjarmi–Ingimar-Einar.

Æfing kl.16.00-17.00 í dag á tennisvellinum:

Óttar H–Pétur H–Þröstur I–Ívar Ö–Haukur – Róbert – Þorsteinn H–Gunnar Æ–Hafliði–Sigurður E–Sveinn Ó-Ástvaldur-Jakob Fannar - Ragnar-Bjarki Þ–Atli F–Arnar P–Tumi–Viktor–Bjarki S–Hafþór S– Gylfi B– Pétur D– Ágúst B–Gunnar B– Flóki–Davíð H–Guðlaugur–Óskar.

Keppa í dag v Fjölni kl.16.45 - mæting kl.16.00 niður í Þrótt:

Brynjar–Anton-Hákon A–Matthías-Baldur–Ingólfur U–José–Ólafur M–Arnar Már–Bjarki B–Hermann Á–Einar Þ- Aron E– Símon–Ævar H - Magnús I-Auðun.

Ath - hafa lítið mætt að undanförnu:

Lúðvík Þór (lítið mætt) – Ágúst (lítið mætt) - Egill (léleg mæting) – Óli Ó (ekkert mætt) – Nonni (ekkert mætt)– Hjalti Þór (ekkert mætt) – Bolli (lítið mætt) – Daníel Ari (var að byrja) – Davíð B (lítið mætt) – Freyr (lítið mætt) – Hreiðar Árni (lítið mætt) –Daði (lítið mætt) - Daníel (lítið mætt) – Atli Ó (hefur verið meiddur) – Eiður (nýr) – Daníel (nýr).

Wednesday, April 06, 2005

Púl!

Jamm.

það mættu 22 guttar af yngra árinu í spinning í gær.
tíminn var víst fínn. menn tóku samt mismikið á því.
það er hægt að fara létt út úr þessu - en ef maður er
samviskusamur er þetta massa erfitt. veit ekki hvort
eymi eða egill tóku þátt!

eldra árið fer næsta þriðjudag þannig að menn geta tekið
daginn frá. sett etta í dagbókina!

líf og fjör!

Tuesday, April 05, 2005

Spinning!!

Jamm jamm.

Í dag, þriðjudag, er spinning tími hjá yngra árinu niður í Laugum (world class).

Við náðum ekki að bóka þetta í gær, en vonandi eru allir klárir.

Það er mæting kl.14.45 fyrir utan Laugar / World Class. Tíminn er frá 15.00-16.00.
Það kostar 300kr (og best að mæta með akúrat). Taka svo með innanhúsdót + skó.

Verið duglegir að láta þetta berast.
Sjáumst ferskir.
Þjálfarar

Klikk!

Hey.

Það var ekkert spes æfing í gær! nokkrir á eldra árinu
fengu ekki skilaboðin um sameiginlega æfingu og misstu af
æfingu - sem var leiðinlegt. en þetta kennir mönnum kannski að kíkja
alltaf á bloggið reglulega - eins að kíkja á gemsann sinn (ef menn eru með
svoleiðis tæki í gangi). en svo vorum við bara með hálfann
völl - og loks söknuðum við eyma og egils.

en nóg af væli. menn mæta bara vel það sem eftir lifir af vikunni.
sammála?

Monday, April 04, 2005

Mánudagur - ath!!

Sælir.

Það er sameiginleg æfing í dag - kl.15.00 á gervigrasinu.

Þannig að eldra árið mætir fyrr en vanalega.
þetta er út af rvk móti 5.flokks. við dobblum mist
og troðum okkur allir kl.15.00. ok sör.

skilaboðasystemið hjá eldra árinu verður þá svona:

Aron Heiðar lætur Langó + baldur vita.
Tommi og Halli láta Vogó vita.
Villi og Jölli láta Laugó vita.

- - - -

Langó: óli m-nonni.
Vogó: binni-davíð-gunni-maggi-þorsteinn-siggi i-siggi e-pétur-styrmir-svenni-valli.
Laugó: auðun-ágúst-daði-daníel-einar-egill-hákon-haukur-ingó-ívar-jökull-lúlli-matti-óttar-róbert-þröstur.

aðrir: baldur-josé.

Sunday, April 03, 2005

Úrslit!

Hey.

Já þetta var mikil "törn" í gær. alla veganna fyrir þjálfarastaffið!
4 leikir upp í árbæ og flestir þeirra í þvílíkri snjóhríð! ekki bjóst maður við því.
En frekar góður dagur. 2 sigrar og 2 töp. og allir leikir frekar jafnir,
sem er alltaf skemmtilegast, er það ekki?

lesið allt um leikina hér:

Fyrsti leikur:

Fylkisvöllur - laug 2.apríl - kl.10.00.
Þróttur 1 - Fylkir 5.
Liðið: Binni - Siggi Ingi - Oddur - Valli - Bjarmi - Tommi - Aron - Styrmir - Jölli - Danni Ben - Villi + Einar.
Mark: Tómas Hrafn - úr víti.
Maður leiksins: Aron Heiðar.
Almennt um leikinn:

Margur kann að halda að við hefðum ekkik átt roð í Fylkismenn en sú var alls ekki raunin. Leikurinn var mjög jafn fyrstu 25 mín - bæði lið að berjast á fullu og spila fínan fótbolta, en þá skoruðu Fylkis menn algjört kúkamark, enn það er skemmst frá því að segja að þessi kúkamörk sem við fáum á okkur verða okkur að falli, gerum of mörg stór mistök. Fylkir skorar svo annað mark rétt fyrir hálfleik, með skoti sem erfitt var að verjast. Staðan í háflleik var 2-0 þrátt fyrir að leikurinn hafi verið mjög jafn. Í seinni hálfleik koma þeir mjög sterkir til leiks (kannski vegna þess að við vorum ekki mættir) og fá víti nánast strax og skora úr því 3-0. Eftir þetta vöknum við og förum að spila hörkufótbolta en náðum kannski ekki alveg að skapa okkur nógu góð færi, en vorum hins vegar mikið í kringum teginn þeirra sem skilaði sér í víti þar sem Tómas skoraði örugglega. Eftir markið héldum við áfram að vera aðgangsharðir sem gaf þeim tækifæri á skyndisóknum sem skilaði þeim tveim mörkum en þar hefði vörnin mátt gera aðeins betur, sérstaklega í seinasta markinu sem kom 5 sek. fyrir leikslok. Það sem var mjög jákvætt í þessum leik var það að allir voru virkilega að leggja sig fram og er það í fyrsta skipti í langan tíma. Þrátt fyrir 5 mörk þá var vörnin frekar sterk ásamt Binna, Villi og Danni í framlínunni voru virkilega duglegir sem og kantmenn. Miðjumennirnir voru virkilega góðir í þessum leik að mínu mati enn í tilefni þess var einn þeirra kosinn maður leiksins enn barðist alveg ótrúlega mikið og notaði allt bensínið sitt í þessum leik en fór því miður útaf meiddur í seinni hálfleik.

- - - - -

Annar leikur:

Fylkisvöllur - laug 2.apríl - kl.11.30.
Þróttur 4 - Fylkir 2.
Liðið: Snæbjörn - Arnar Már - Einar Þór - Aron Ellert - Símon - Bjarki B - Einar - Ævar - Ingó - Hemmi - Óli M + José - Baldur.
Mörk: Ævar - Hemmi - José - Einar.
Maður leiksins: Aron Ellert.
Almennt um leikinn:

Í heildina var þetta bara nokkuð góður leikur hjá okkur. Við komumst yfir snemma og bættum svo við öðru markinu skömmu seinna og vorum yfir í hálfleik. En það er eins og við kunnum bara ekki að vera yfir - og þeir náðu að jafna 2-2 í seinni hálfleik. Annað markið var skelfilegt en þá hættu allir og héldu að það hefði verið rangstæða (sem það örugglega var) - en maður á alltaf að halda áfram þanngað til dómarinn flautar. held að allir hafi lært það í gær. En svo náðum við að komast yfir eftir að ævar prjónaði sig snilldarlega vel inn fyrir vörnina og kláraði örugglega. og loks setti hemmi síðasta markið eftir skot fyrir utan teig (langt síðan það gerðist hjá okkur) - alger snilld. Vörnin stóð fyrir sínu þótt þeir hafi verið nálægt því að skora nokkrum sinnum - Snæbjörn var öruggur milli stanganna (í öllum 3 leikjunum sem hann spilaði) - Það vantaði aðeins að spila boltanum alveg út á kant - eitthvað sem við erum alltaf að tala um :vantar meiri vídd í spilið okkar. Menn börðumst vel, fóru í tæklingar og unnu skallabolta. Það vantaði aðeins að halda línu aftast en það reddaðist. svo þarf bara að fínpússa liðið, venjast hvor öðrum og taka næsta leik.

- - - - -

Þriðji leikir:

Fylkisvöllur - laug 2.apríl - kl.13.00.
Þróttur 2 - Fylkir 3.
Liðið: Snæbjörn - Ívar Örn - Þorsteinn - Maggi - Gunni Æ - Haukur - Pétur H - Óttar - Auðun - Þröstur - Baldur + Siggi E + Halli + Sveinn Ó.
Mörk: Auðun 2.
Maður leiksins: Auðun.
Almennt um leikinn:

Það var sama sagan hér og í leik tvö - við byrjuðum vel og settum eitt snemma í leiknum. Klassa mark og áttum við í raun að setja 1-2 þannig í viðbót. Við náðum oft að komast inn fyrir vörnina en vorum ekki alveg nógu snöggir til að klára færin. þurfum að vinna meira í snerpu æfingum. mér fannst við sterkari í fyrri hálfleik. stjórnuðum leiknum og fengu þeir fá færi, nema hvað þeir ná að jafna tveimur mínútum fyrir hálfleik. Sterkt fyrir þá en það hefði verið ótrúlega gott fyrir okkur að vera yfir í hálfleik. Við sofnuðum svo þanngað til um 10 mín voru eftir. á þeim tíma settu þeir tvö mörk og voru miklu betri. Það vantaði allt skap í meira en hálft liðið. menn verða bara að sýna meiri karekter og vilja vinna. hefði það verið raunin þá hefðum við tekið leikinn. En eins og sagði þá vöknuðum við í lokinn og sóttum á þá. náðum að skora eitt mark í lokinn, sem var samt nokkurs konar gjöf. 3-2 svo sem ekki slæm úrslit en það er í raun sama sagann: vantar meiri vilja í að vinna - menn mega ekki gefast upp þegar við fáum á okkur mark - menn verða að sýna meiri leikgleði. En það var fín barátta í mörgum leikmönnun. Auðun var á milljón frammi og vörnin var frekar traust með þá magga og þorstein í fararbroddi. Það er svo bara fjölnir eftir viku - bættum okkur þá.

- - - - -

Fjórði leikur:

Fylkisvöllur - laug 2.apríl - kl.13.00.
Þróttur 4- Fylkir 2
Liðið: Snæbjörn - Viktor - Haffi - Gylfi - Flóki - Davíð H - Bjarki Þ - Arnar Páll - Pétur Dan - Gulli - Tumi + Bjarki Steinn - Gunnar Björn - Óskar - Ágúst B.
Mörk: Gulli - Tumi - Bjarki þór - Gylfi.
Maður leiksins: Tumi.
Almennt um leikinn:

Við vorum miku sterkari í byrjun og skoruðum snemma. sóttum svo og sóttum og náðum að skora annað markið. eftir fyrstu tuttugu mínúturnar var ekki sjens að sjá að fylkismenn gætu jafnað leikinn. staðan var 2-1 í hálfleik og mest framan af seinni hálfleiknum. En þá náðu þeir að jafna leikinn. við slökuðum á og var nánast allt liðið á litlu tempói. það sem einkenndi þennan leik var að við sóttum alltaf upp miðjuna - við (og þeir reyndar líka) spiluðum allt of þröngt og nýttum kantana engan veginn. við hefðum þurft að draga okkur meira út og fá langar sendingar út á línu. en það kemur. þeir náðu svo að jafna eftir mistök í vörninni. en í staðinn fyrir að slaka enn meira á þá sóttum við á þá og skoruðum 2 fín mörk í lokinn. það sýnir okkur bara það að halda áfram á fullu þanngað til dómarinn flautar leikinn af. Vörnin okkar var góð en gleymdum stundum að ýta út. Menn börðumst vel og voru Tumi, Gulli og Gylfi á milljón allan leikinn. Fylkismenn voru eitthvað pirraðir í lokinn og náðu þeir að pirra okkur líka. það má aldrei gerast. dómarinn dæmir og við megum ekki láta andstæðingin trufla aðalmarkmið okkar í leiknum; að skora og vinna! við munum það, og sérstaklega ÁB! En annars klassa sigur og 3 stig í hús.

- - - - -

Friday, April 01, 2005

Þróttur - Fylkir!

Sælir.

Miðinn um leikina á morgun.
berjast.

- - - - -


Reykjavíkurmótið
4.flokkur karla
Knattspyrnufélagið Þróttur
Laugardagurinn 2.apríl
Leikir v Fylki
Fylkisvöllur


Mæting kl.9.15. (13 leikmenn). Spilað frá 10.00-11.15.
Brynjar – Jökull – Vilhjálmur – Styrmir – Valtýr – Davíð S – Tómas Hrafn – Matthías – Oddur – Sigurður Ingi – Aron Heiðar – Daníel Ben – Bjarmi.

Mæting kl.10.45. (14 leikmenn). Spilað frá 11.30 – 12.45.
Snæbjörn – Hákon Arnar – Baldur – Ingólfur U – José – Ólafur M – Arnar Már – Bjarki B – Hermann Ágúst – Einar Þór - Aron Ellert – Símon – Einar – Ævar Hrafn.

Mæting kl.12.15. (14 leikmenn). Spilað frá 13.00 – 14.15.
Markmaður ? - Óttar – Pétur H – Magnús Ingvar – Þröstur Ingi - Ívar Örn – Haukur – Róbert – Þorsteinn Hjalti – Gunnar Ægir – Auðun –Sveinn Óskar – Hafliði – Sigurður E.

Mæting kl.13.45. (16 leikmenn). Spilað frá 14.30 – 15.45.
Markmaður ? - Bjarki Þór – Atli Freyr – Arnar Páll – Tumi – Viktor – Bjarki Steinn – Hafþór Snær – Gylfi Björn – Ágúst B - Gunnar Björn – Flóki – Davíð Hafþór – Óskar – Guðlaugur – Pétur Dan??

Spila ekki um helgina (19 leikmenn):
Lúðvík (lítið mætt) - Jakob Fannar (vatnaskógur) - Bolli (vatnaskógur) – Anton (vatnaskógur) - Raggi (útlönd) - Egill Þ (ekkert mætt) – Óli Ó (ekkert mætt) – Jón O (ekkert mætt)– Ingimar (útlönd) - Hjalti Þór (lítið mætt) – Daníel Ari (var að byrja – lítið mætt) – Davíð B (ekkert mætt) – Freyr (ekkert mætt) – Hreiðar Árni (léleg mæting) – Daði (léleg mæting) - Daníel (léleg mæting) – Atli Ó (hefur verið meiddur - vatnaskógur) – Ágúst (kemst ekki) – Ástvaldur (lítið mætt).

Föstudagur!

Sælir.

Rosa mikilvægt að allir láti sjá sig á æfingu í dag.
Leikir á morgun v Fylki á fylkisvelli.

Yngri árið kl.16.30.
Eldra árið kl.17.15.

Sjáumst.
- - - - - - -

Nettar æfingar í gær og fín mæting.
nema hvað að eymundur var soldið pirraður!
egill mætti ekki með skyr - sem var eins gott fyrir hann.