Tuesday, November 30, 2004

Halló!

Hey.

Munið:

- yngra árið æfir í dag kl.16.15 innanhús í langholtsskóla.

- frí hjá eldra árinu.

Svo æfingar á morgun skv. nýju töflunni á tennisvellinum.
(eldra ár kl.17.15 og yngri kl.18.30).

Þróttur - Fylkir.

Hey.

er soldið seinn með etta.
sorrý.

Þróttur 2 - Fylkir 2 (nonnni - óli ó)

jeppa. tókum á móti fylki í dag, mánudag, þar sem haukar klikkuðu á tveimur liðum
í gær.

en við byrjuðum ótrúlega vel. settum tvö mörk frekar snemma í leiknum.
mjög flott mörk, fyrst hjá nonna og svo hjá óla ó. vorum frekar fáliðaðir í leiknum.
þónokkrir boðuðu forföll en einnig létu nokkrir mig ekki vita. en það reddaðist samt.
menn stóðu sig almennt vel. börðust vel og seldu sig ekki. valli varði eins og köttur og
vörnin var þétt. þótt fylkir var meira með boltann í fyrri hálfleik þá fengu þeir í raun ekkert
hættulegt færi. við slökuðun svo aðeins á í seinni, og fylkir var enn meira með boltann.
sem endaði í tveimur mörkum seint í leiknum. héldum út en við hefðum alveg
getað varist betur og náð að kría út sigur. fjörugur og skemmtilegur leikur.

man of the match: Magnús Ingvar

nýtt nýtt! við "stúderuðum" 2 leikmenn í fyrri hálfleik og skoðuðum sendingar, skot, fyrirgjafir og tapaða/unna bolta. kíkið á þetta:

fyrri hálfleikur:

MagnúsI (miðvörður): 5 sendingar. 0 skot. 0 fyrirgjöf. 8 unnir boltar. 3 tapaðir boltar.
Lúðvík Þór (bakvörður): 4 sendingar. 0 skot. 3 fyrirgjöf. 7 unnir boltar. 5 tapaðir boltar.

Þróttur - Haukar

Hey.

er soldið seinn með etta.
sorrý.

Þróttur 2 - Haukar 1 (vilhjálmur - styrmir).

Jamm. tókum á móti haukum á sunnudaginn, en þeir
komu því miður bara með eitt lið.

en við áttum allann leikinn. og þá var fyrri hálfleikur
sérstaklega góður. stjórnuðum öllu spili og vorum í sókn mest allann
tímann. náðum samt ekki að nýta fleiri en eitt færi í þessum hálfleik.
slökuðum kannski aðeins á seinni en sköpuðum okkur þó fleiri færi. fórum
oft upp kantana en náðum þó ekki góðum fyrirgjöfum inn í. vinnum í því.
annars góð barátta, traust vörn og umfram allt, góður sigur.

man of the match: Vilhjálmur

nýtt nýtt! við "stúderuðum" 2 leikmenn í hverjum hálfleik og kíktum sérstaklega
á sendingar, skot, fyrirgjafir og tapaða/unna bolta. kíkið á þetta:

fyrri hálfleikur:
Styrmir (miðja): 11 sendingar. 1 skot. 1 fyrirgjöf. 5 unnir boltar. 10 tapaðir boltar.
Aron Heiðar (miðvörður): 7 sendingar. 0 skot. 1 fyrirgjöf. 8 unnir boltar. 1 tapaður bolti.

Seinni hálfleikur:
Einar (miðja): 5 sendingar. 1 skot. 0 fyrirgjafir. 7 unnir boltar. 7 tapaðir boltar.
Sigurður Ingi (bakvörður-kantmaður: 5 sendingar. 0 skot. 0 fyrirgjafir. 5 unnir boltar. 7 tapaðir boltar.

Monday, November 29, 2004

Tilkynning!

4.flokkur ka - yngra ár.

Leikmenn

Æfingin í dag, mánudag, fellur niður þar sem að eldra árið er að keppa við Fylki.

Í staðinn tökum við “ógeðisþrektíma” inni í langholtsskóla á morgun, þriðjudag, kl.16.15.
Já – taka með innanhúsdótið og til í fjör!

Svo bara æfing á miðvikudaginn samkvæmt nýju töflunni.

Verið snöggir að láta þetta ganga svo menn fara ekki fýluferð í dag.

Sjáumst, ingvi og co.

Sunday, November 28, 2004

Þróttur-ÍA

Í gær, laugardag, keppti yngra árið við lið Skagamanna á gervigrasinu. Vallaraðstæður voru eins og best er á kosið og veðrið til eftirbreytni.

Fyrri leikur:
Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu, og var hann hnífjafn allt frá byrjun til loka. Staðan í hálfleik var 0-0 og fengu bæði lið marktækifæri. Í seinni hálfleik skoruðu Skagamenn fyrsta markið en Bjarki Steinn jafnaði með góðu marki skömmu síðar. Skagamenn settu svo tvö mörk síðustu 10 mín. og má þar kenna um einbeitingarleysi okkar manna.
Niðurstaðan var semsagt 1-3 þrátt fyrir góða frammistöðu Þróttara.
man of the match: Ingimar og dómaraparið

Seinni leikur:
Leikurinn einkenndist af einstefnu Þróttara og sáu Skagamenn ekki til sólar í leiknum (enda var skýjað). Staðan í hálfleik var 0-0 og fengu Þróttarar sannkölluð dauðafæri. Þróttarar tóku upp þráðinn frá fyrri hálfleik og sóttu án afláts en allt kom fyrir ekki, leikurinn endaði 0-0. Vörnin hjá okkur var til fyrirmyndar og vantaði bara upp á að klára færin...kemur næst.
man of the match: Gulli og dómaraparið

P.S. Eins og þið hafið tekið eftir er þetta blogg betur skrifað en venjulega, það stafar af því að Ingvi kom hvergi nálægt. Góðar stundir.

Saturday, November 27, 2004

Leikir!!

hey hey.

Yngra árið keppir sem sé í dag, laugardag, á móti ÍA. Strákarnir fengu miða
í gær og haft var samband við aðra þannig að það ætti að vera allt klárt.

Eldra árið keppir á morgun, sunnudag v hauka, og á mánudag v fylki, þar
sem að haukar eru bara með eitt lið. Hér fyrir neðan má sjá mætingarnar
í þessa leiki.

• Leikur á morgun, sunnudag, við Hauka – mæting kl.12.00 niður í Þrótt – spilað frá 12.30 – 14.00:

Brynjar - Aron Heiðar – Jökull – Valtýr – Styrmir – Sigurður Ingi – Tómas Hrafn – Auðun – Einar – Vilhjálmur – Ingólfur U – Matthías – Oddur – Þröstur Ingi – Haukur - Ólafur M!

• Leikur á mánudag við Fylki – mæting kl.14.40 niður í Þrótt – spilað frá 15.00 – 16.15:

Egill Þ - Baldur – Jón O – Magnús I – Jose – Pétur H – Róbert - Ágúst – Ívar Ö – Hákon A – Daði – Daníel – Gunnar Æ – Hafliði – Lúðvík Þ – Ólafur Ó – Óttar H.

Hafið samband ef það er eitthvað – 869-8228.
Eins ef þið komist ekki.
Berjast.
Ingvi – Eymi og Egill.
Áfram Liverpool.

Friday, November 26, 2004

Föstudagsstemmari!

Hey.

gleymdi að minnast á fjöldann á miðvikudaginn. 62 leikmenn
létu sjá sig - og 3 boðuðu forföll. það er geggjað.

annars voru fínar æfingar í gær, fimmtudag. völlurinn ótrúlega
fínn. loksins hægt að gera eitthvað að viti.

það varð því miður smá slys á yngra árs æfingunni :-(
getið hver handleggsbrotnaði! já daníel ben, enda voru
líkurnar 1.25 á hann! nei nei - hann verður orðinn fínn eftir
nokkrar vikur.

hérna fyrir neðan er svo meilið sem ég sendi út í dag til foreldra.
sjáumst svo í dag, föstudag.

ingvi og co.

- - - - -

hey.

Við urðum að gera tvær breytingar á æfingatöflunni og vona ég að það komi engum illa. Við urðum að færa æfinguna á þriðjudögum yfir á miðvikudaga sökum tennistíma á tennisvellinu. Einnig æfa árgangarnir í heild sinni saman á öllum æfingum.

Ég þori ekki alveg að lofa að þetta haldis svona út "seasonið"! það getur alltaf eitthvað komið upp á. En við erum svo "jolly" að þetta reddast allt.

Æfingarnar í dag eru þá: yngri kl.16.30 og eldri kl.17.15. Og eins og alltaf: ef einhver kemst ekki á annan hvorn tíman, þá er allt í góðu að mæta á þann tíma sem hann kemst. (kannski vitlaust orðað hjá mér).

Loks eru leikir um helgina. Það eru bókað leikir hjá yngra árinu við ÍA á morgun, laug. og svo kemur það í ljós í kvöld hvort eldra árið keppir á sunnudag.

Fyrstu fjáraflanir eru komnar á fullt. Skila þarf til mín á mánudaginn, miðanum um klósettpappírinn (kem með auka miða í dag). Og þeir sem hafa áhuga á að selja kerti, hafa samband við Einar í 820-3024 eða einar@hugur.is

Hafið svo endilega samband ef það er eitthvað. Er ekki sáttur við ónógan fjölda reply-a á póstana mína!!

heyrumst og góða helgi, ingvi - 869-8228

Thursday, November 25, 2004

Pylsupartý!!

Hey.

Já það var metmæting í gær. Tókum fyrst fund þar sem
við fórum í:
  • Upplýsingar fyrir heimasíðuna.
  • Almennar upplýsingar.
  • Kosningar í embætti vetrarins.
  • Markmið og ýmsar spurningar varðandi flokkinn.

..en svo fengum við okkur pylsur og þetta líka góða appelsín. við grilluðum hvorki meira né minna en 140 pullur. hvað ætliði að gera í því. mynd - mynd - mynd - mynd - mynd

og að lokum þá tókst agli, án nokkurra vandræða (ótrúlegt) að framreiða netta gamanmynd að hætti hússins. piparkökurnar rétt sluppu og svo kom eymi með (afgangin) af tobleroninu. þokkalegt vel heppnað kvöld. og völlurinn orðinn súper fyrir æfingar dagsins í dag, fim:

- eldra ár kl.15.00

- yngra ár kl.16.30.

Sjáumst hressir.

Tuesday, November 23, 2004

ATH!

hey hey.

Það er engin æfing í dag, þriðjudag. né á morgun, mið.
sökum vallarmála - en þetta er samt allt að koma :-)

Í staðinn mætir allur flokkurinn á morgun, mið, í stóra salinn niður
í Þrótti - kl.18.00 - 21.00. Við munum taka léttan fund, fylla út upplýsingablað
fyrir heimasíðuna, borða grillaðar pulsur, afhenda kerti (sjá sérblað),
horfa á vídeó a la eymi+egill og slaka á. Allir þurfa að koma með 400kr!!

Endilega látið þetta berast.

(þetta er í raun eini tíminn í vikunni sem stóri salurinn er laus - og ég veit að eldra árs strákar í laugalæk fara í fermingarfræðslu um kl.19.00, en ég heyrði í Bjarna og að öllum líkindum er í lagi að koma aðeins of seint til hans)
Sjáumst hressir,ingvi og eymi og egill (þið munið; rauðhærði strákurinn og hinn adna, í þróttaraúlpunni alltaf
)

Reitaræfing!

Heyja.

jamm það var ekki mikið gert af viti á æfingum
gærdagsins! en samt heppnuðust þær vel. enda bara
jákvæðir og nettir strákar mættir á æfingu, sem og alltaf.

ég og egill mössuðum skóflunar og bjuggum til nettan
reit - 18*18. eymi var lengi í skólanum þennan daginn (kemur
á óvart).

tókum líka fullt af myndun. Kíkið á þær hér fyrir neðan :-)

eldra árið - yngra árið - nettur - egill að moka - reitarvöllurinn

svo er ég líka búinn að útbúa þrjú ný myndaalbúm á þróttarasíðuna.
- hérna - komist þið í þau.

Tilboð!

Hey.

Þeir sem hafa áhuga geta kíkt í íþróttabúðina Rounder
á Laugarvegi 11. Stjórinn þar sendi mér þessi tilboð hér
fyrir neðan. Endilega kíkið á þau - þetta lítur bara vel út!

- MYNDIR AF SKÓNUM -

Vinstri efri: Verð áður 6990 - nú 3990.
Vinstri neðri: Verð áður 4990 - nú 2990.

Hægri efstur: Verð áður 10990 - nú 5990.
Hægri nr 2: Verð áður 9990 - nú 4990.
Hægri nr 3: Verð áður 7990 - nú 4590.
Hægri nr 4: Verð áður 5990 - nú 3490.

Monday, November 22, 2004

Völlurinn!

Hey.

svona leit völlurinn út í gær.
spurning hvort hann sé ekki að koma til!
kíkjum á hann í dag.

- mynd 1 - mynd 2 -

Saturday, November 20, 2004

No games!

Hey.

Það er staðfest. við erum búnir að fresta öllum
leikjum helgarinnar.

reynum bara að festa þá um næstu helgi. snjórinn hlýtur að
fara að fara. vonum það alla veganna.

annars biður eymi að heilsa frá manchester. hann og eysteinn
sáu man.utd vinna hermann hreiðarssson og félaga í charlton í dag.
eymi var meira en sáttur þegar hann bjallaði. svo var hann rokinn í að
kaupa stöff fyrir mig og egil!!

annars er ég ekki sáttur - real madrid var að tapa feitt.

hafið það svo gott á morgun, sun. og sjáumst hressir á mán :-)

Friday, November 19, 2004

Dodgeball!

Heyja.

það var alveg massa stuð í minnsta leikfimihúsi
reykjavíkur áðan. við prufuðum dodgeball í fyrsta skipti
og heppnaðist það ýkt vel. reglurnar voru bara nokkuð
skýrar og það var ekkert vesen. jú kannski smá þegar egill
var tæpur á línunni.

ingvi var kosinn efnilegasti spilarinn.
egill var oftast skotinn úr fyrst!

pétur og oddur unnu svo sprite á eldra árinu í skotbolta.
man ekki alveg hver vann á yngra ári. setjið það bara í
shout outið.

læt ykkur svo vita á morgun hvort það verði leikur. 12% líkur!

síja.

Friday!

hey hey.

Bara ekkert kalt á æfingunum í gær. uss uss.
enda meikuðu eymi og egill ekki kuldann!
soldið mikið í fríi í vikunni þeir félagar. svo er eymi
að fara til manchester í dag. en það þýðir bara tobleron
á mánudagsæfingunni.

en annars var fín mæting á báðar æfingar.

- - -

í dag ætlum við að breyta aðeins til og skella okkur inn í
langholtsskóla í dodgeball. já það verður massa stuð. bara mæta
með innanhúsgallann og góða skapið.

- yngra árið mætir kl.16.00 - 17.30
og
- eldra árið mætir kl.17.30-19.00.
verið duglegir að láta þetta berast.
það er svo ekki komið á hreint hvort við keppum um helgina. en yngra árið
á að keppa við ÍA á morgun á gervigrasinu okkar. en eldra árið á að keppa við
Fylki á sunnudaginn á fylkisgervigrasinu. en þetta verður ákveðið í kvöld, fös.
Hafið það svo gott um helgina.

Thursday, November 18, 2004

Klúður!

Já.

í gær var slakasta vídeókvöld sem sögur fara af!
stemmarinn var góður í byrjun. 31 strákur mætti
með gúff og alles. en því miður fór allt í klessu.

fyrst átti að kíkja á þessa mynd. en nei, fartölvan hans eyma
höndlaði hana ekki.
ekki heldur þessa mynd. eða þessa mynd.

Þá var brugðið á það ráð að sækja dvd spilarann hans egils heim, en
hann gerði lítið betur. Þannig að þessi mynd varð fyrir valinu. hugsanlega
flestir búnir að sjá hana - en samt stöldruðu flestir við. eftir hálfa mynd og
flestir sáttir, "krassaði" myndin, akúrat í besta atriðinu meir að segja. þannig
að við "offuðum" kvöldið og lofum að bæta úr þessu hið fyrsta.

en höfum það alveg á hreinu:
eymi + egill taka þetta á sig!

- - -
annars var æfingin lala. kaldara úti og ekki eins skemmtilegt að tækla!
en samt mættu 24 strákar og við tókum gott mót.

- - - -

æfingar í dag, fimmtudag. vonum að snjórinn fari að minnka.
svo eru leikir við Fylki (eldra ár) og við ÍA (yngra ár) um helgina. (ef
snjórinn verður farinn).
sjáumst í dag.

Wednesday, November 17, 2004

Snjór snjór!

Heyja.

Það var massa stuð á æfingunum í gær, þriðjudag.
Það náttúrulega snjóaði endalaust og ekki mikill samba
bolti spilaður. við tókum bara æfingarnar á gervigrasinu þar
sem engin annar flokkur mætti þanngað. en að sjálfsögðu duttum
við út og tókum leiki.

hver maður tæklaði u.þ.b. 15 sinnum. ég fór verst með símon! steig á hann
og svoleiðis! annars var mesti bardaginn milli egils og eyma, en ég veit ekki
alveg hvernig hann endaði! eymi var alla veganna á sléttbotna skóm!

og svo:

- er vídeó hjá yngra árinu í kvöld, miðvikudag, eftir æfinguna. Sýning hefst kl.19.10 í
stóra salnum og er leyfilegt að koma með smá dót að gúffa!
- verið duglegir að láta þetta berast. nóg er plássið!

p.s. MYNDIN í mogganum.

Tuesday, November 16, 2004

Þriðjudagurinn 26.nóv

heyja.

það voru nettar æfingar í gær í snjónum.
hitabræðslan á þróttaravellinum að gera gott
mót!

það mættu 29 strákar á yngra ári og 21 strákur á
eldra árinu. þannig að ég (kisi) og egill vorum með í marki
á eldra árs æfingunni. það er skemmst frá því að segja
að egill olnbogabrotnaði!! eftir að hafa tekið misheppnaða
aukaspyrnu í sínum vítateig. en honum er að batna.
oddur réð ekkert við kallinn! og eymi fékk skróp.

það stefnir allt í massa tækl-spil æfingar í dag og á morgun
á tennisvellinum. þið munið að yngra árið mætir 17.00 í dag eins og
vanalega en eldra árs strákar kl.18.00.

sjáumst hressir.

p.s. kíkið í moggann í dag. við erum að tala um þróttara á baksíðu blaðsins.
nett nett.

Úrslit!

Sælir.

loksins smá röfl um leikinn á sunnudaginn!

fyrri leikur v HK: 1 - 2 (danni ben).
ætla ekki að tala mikið um leikina. það var vægast sagt leiðindaveður og erfitt að spila góðan fótbolta. vorum yfir í hálfleik
en fengum svo á okkur tvö aulamörk. alla veganna var fyrra markið
ódýrt. komumst svo lítið áleiðis í seinni, mikið moð á miðjunni en ævar
var samt mjög sprækur á kantinum. framherjar fengu ekki mikið af góðum
boltum og voru ekki mikið í boltanum. vörnin djöflaðist og var frekar sterk og
í raun skrýtið að við fengum á okkur þessi mörk. en fyrst og fremst vorum við ekki
vel undirbúnir. allt of margir mættu of seint - nokkrir leikmenn mættu á mínútunni og
auk þess voru 3 leikmenn forfallaðir. berjast.
man of the match: oddur.

seinni leikur v HK: 1 - 4 (óli ó).
veðrið hélt ennþá að bögga okkur! lentum á móti vindi í fyrri
hálfleik og gáfum algjörlega fyrsta markið. leikurinn snerist alveg
við í seinni og sóttum við mikið. þvert á það fengum við á okkur
þriðja markið og þar með var þetta nánast tapað! settum samt eitt
fínt mark og hefðum átt að setja fleiri. vorum svo með 3 manna vörn í
lokinn og náðu þeir að komast aftur í gegn, einn á móti snæbirni og skora.
síðustu tvö mörkin alveg eins :-(
þeir 11 sem voru inná voru ekki með killer skapið sitt í þessum leik - þurfum
að vera meiri buff í næstu leikjum, sérstaklega ef við keppum við yngra árs stráka.
man of the match: hákon arnar

Saturday, November 13, 2004

Æfingaleikir v HK!

heyb.

það er sem sé leikur við HK á morgun, sunnudag.

eftirtaldir spila kl.12.30 (mæta 12.00):

Egill - Brynjar - Oddur - Vilhjálmur - Jökull! - Valtýr
- Styrmir - Tómas Hrafn – Sigurður Ingi - Einar - Aron Heiðar
- Ingólfur U - Ólafur M + Daníel Ben - Ævar Hrafn.

eftirtaldir spila kl.13.30 (mæta 13.00):

Óli Ó – Magnús Ingvar - Auðun – Ívar Örn - Hákon Arnar
- Jose – Róbert - Óttar Hrafn - Pétur Hjörvar - Gunnar Ægir
- Hafliði - Baldur – Jón O - Anton - Snæbjörn - Bjarki B - Bjarmi
- Ingimar.

annars bara mæta og horfa á.
sjáumst.
.is

Friday, November 12, 2004

Föstudagurinn 12.nóv!

Sælir.

Menn hressir á föstudegi!

Það eru hlaup + spil í kvöld. hugsanlegur snjóbolti þar sem
völlurinn er ekki alveg auður í augnablikinu :-)

EN vídeókvöldið hjá yngra árinu frestast aðeins. verður ekki í kvöld.
ekki náðist að plögga salinn, auk þess sem við erum enn að reyna að redda
ákveðnari mynd. þannig að það er vídeó í næstu viku. OKEY. reynið að láta þetta
berast. horfið bara á idol í kvöld, og checkið á megavikunni!!

eldra árið fær svo miða með leiknum á sunnudag.
Sjáumst sprækir í kvöld.

Wednesday, November 10, 2004

já.

það var kannski skiljanlegt að eymi og egill létu ekki sjá sig í dag.
það var ansi kalt!

en samt nett æfing. sumir vældu samt smá þegar við tókum sprettina,
armbeygjur og magaæfingar. en eins og ég segi alltaf þá verður maður
að púla til að verða með eins þvottabretti og byssur og ég!

svo eru komin tvö lítið mörk á tennis. bætir aðstöðuna aðeins!

en svo eru æfingar á morgun, fimmtudag:
- kl.3 hjá eldra árinu.
- kl.4.30 hjá yngra árinu.

aju

Ógeðisveður!

Jebba.

Samkvæmt öruggum heimildum Hansa, þá er ekkert
spes veður í dag, miðvikudag. því mæli ég með að menn
mæti með hanska og húfu á æfinguna í dag. þúsund kall að eymi
og egill mæti í adidas hettupeysunum sínum. jedda nu.

svo var ég að heyra að á seinni æfingunni í gær hafi mitt fyriframskipulagða
prógramm ekki verið notað! þetta kann að valda ógeðissprettum á næstu æfingu!

á morgun, fim, ætti dagsetning fyrir næsta æfingaleik hjá eldra árinu að vera klár.
sem og vídeókvöldið fyrir yngra árið.

sjáumst.

Monday, November 08, 2004

Leikur + vídeó!

Heyja.

já yngra árið spilaði leiki í dag við Leikni. Veðrið var
ferlega nett til knattspyrnuiðkunar og þrátt fyrir tvö
töp fannst flestum þokkalega gaman að spila.
en svona fór það:

- fyrri leikur: 1 - 4 (ævar hrafn). eftir að hafa verið betri fyrstu
mínúturnar og fengið 2 dauða dauða færi þá fengum við á okkur mark.
og eftir annað dauðafæri fengum við á okkur annað mark. svo sem ekkert
við því að gera. það fyrsta úr aukaspyrnu og það seinna eftir misheppnaða
sendingu út á velli. eftir það "djöfluðumst" við aðeins áfram og náðum að skora.
nett mark hjá ævari. svo settu þeir þriðja markið og við nánast hættum.
fjórða markið kom skömmu seinna og þá voru flestir búnir á því! helst vantaði að
allir 11 inn á væru á milljón. einnig nýttum við ekki fín færi, sem við bjuggum þó vel
til. helst til of stórt tap - en það er bara næsti leikur takk fyrir.
man of the match: Ingimar.

- seinni leikur: 0 - 4. sama og í fyrri leiknum þá byrjuðum við ágætlega.
samt vorum við í vörn mest allann leikinn. náðum lítið að ýta öllu liðinu fram
og vantaði að menn kæmu með framherjum í sóknina. það voru heldur ekki allir
inn á á fullu í þessum leik. Við vörðumst þó vel og síðustu þrjú mörkin hjá þeim
komu í raun á 5 mínútna kafla. tvö mjög ódýr. Gott mál að Alex sé byrjaður aftur,
eins spilaði Hjalti sinn fyrsta leik og var nettur. okkur vantaði þrjá menn sem ekki létu
vita af sér. annars er það LÍKA bara næsti leikur.
man of the match: Hafþór Snær.

svo plögguðu eymi og egill netta mynd á vídeókvöldinu hjá eldra árinu.
22 létu sjá sig. bara nett stuð.

næst eru æfingar á tennisvellinum á morgun, og á mið. svo leikir hjá eldra árinu um helgina og
vídeó hjá yngra árinu.

En athugið: á morgun, þriðjudag,
mætir yngra árið í barca á tennisæfingu kl.17.00 og eldra árið í barca kl.18.00.
Þar sem við erum bara með hálfan tennisvöll verðum við að gera þetta svona
nú fyrst um sinn. Láta alla vita!!

Sunday, November 07, 2004

Sunnudagsspil!

Sælir.

Hélt nú að meistararnir myndu setja inn smá frétt
for once! en ekkert mál.

hvernig er helgin búin að vera? frekar nett hjá mér
fyrir utan tap hjá liverpool. Sá mátti ég ekki horfa á barcelona
í gær. ekki sáttur. eymi datt svo í þessa feikna sumarbústaðarferð.
og ætli egill hafi ekki bara verið í grand theft auto alla helgina!

annars bara frjáls mæting á æfingu í dag, sunnudag. kemur kannski of seint
en ég sendi líka meil í gær, laug. svo vona ég að þið hafið látið þetta ganga!

en á morgun, mán, verður planið svona:

- leikur við Leikni hjá yngra ári: æfingahópur AC Milan mætir kl.15.00 niður í þrótt
og æfingahópur Barcelona mætir kl.16.00 niður í þrótt.

- vídeó hjá eldra árinu. Við byrjum 18.15 (en ekki 19.00 eins og stóð á gamla miðanum).
við verðum að láta alla vita af þessu.

svo tókust myndirnar vel! nánast búið að mynda alla.
sýnishorn koma á morgun, og svo fara þær á þróttarasíðuna
seinna í vikunni.

Friday, November 05, 2004

Fimmtudags...eitthvað!

Jójó.

Nettar æfingar í dag. menn samt ekki að skilja fótbolta-
brennóið í byrjun!! og so fékk ég ekkert hrós
fyrir nýjar og nettar skotæfingar :-(

eldra árið gleymdi að rukka mig fyrir sprite-ið.
hahahaha. en hvað ætliði að gera í skutlunum mínum!
af hverju var ég ekki markvörður?

ágætis mæting. samt sund hjá hluta eldra ársins.
reddum því einhvern veginn.

so bara föstudagsstemmari á morgun.
sjáumst þá.

Thursday, November 04, 2004

Sælir.

Lítur út fyrir að það verði sleipt á æfingu í dag!
snjór og læti.

annars frekar tíðindalaus æfing í gær. nema hvað menn
voru ekki alveg að fatta knattraksæfinguna í byrjun. kannski
fattaði ég hana ekki heldur!

annars náðu fáir að gera tækniæfingarnar eins og kallinn! en það er
kannski skiljanlegt þar sem ég er tæknitröll!!

sjáumst svo í dag.

Tuesday, November 02, 2004

Meistaradeildin!

jójó.

smá klikk áðan á tennisvellinum. að þessu sinni
tekur egill þetta ekki á sig, heldur pabbi hans!!!
já það var víst tennistími á sama tíma þannig að við
fengum bara hálfan tennisvöllinn :-(
þarf aðeins að athuga þetta.

en reddaðist alveg. tókum þetta líka fína mót. sem
vestislausir unnu víst! held lið nr.2. held líka að egill
hafi klikkað á refsingunum í lokin.

ég þurfti að bruna að klobba eyma í reit á mfl.æfingu.

annars 3 leikir á sýn í dag. ronaldinho að brillera.
tökum move-ið hans á næstu æfingum.

egill fékk svo hæstu einkunn á þjálfaranámskeiðinu um
daginn - nettur - sem þýðir bara að hann tekur næstu æfingar takk
fyrir!

Rigning!

Sælir.

jamm. það var vonsku veður á æfingu í gær! kannski
of formlegur! en...

- yngra árs æfingin var allt í lagi. nema hvað ég var í hermanna
buxum, en ekki fínum íþróttaþjálfarabuxum. læsti mig nefnilega
úti. og fékk smá að heyra það! en mætingin var í lagi. 26 strákar
og 4 sem létu vita. ég dreifði mætingarblaðinu fyrir október. set það á netið
sem fyrst.

- eldra árs æfingin var fámennari. aðeins 16 strákar létu sjá sig (og
tvö afmælisbörn) - eitthvað um forföll - en þetta var hin nettasta æfing,
og ekki sakaði það að ég fór í markmannsgallann og varði eins og köttur!
annað en egill. og viðureignir liðanna tveggja fóru jafntefli, sama hvað hitt liðið segir.

sjáumst svo í dag, þriðjudag og á morgun.... já miðvikudag.
aju