Sunday, November 30, 2008

Mán ofl!

Jó.

Tókum vel á því í morgun - frekar nett að fá svona inniæfingar við og við. Vorum samt frekar ryðgaðir í innanhúsboltanum sjálfum. En það kemur nú fljótt, sérstaklega ef við kíkjum eitthvað á sparkvöllinn í framtíðinni.

- Menn ekvað að væla þannig að ég er búinn að uppfæra markahæstu mennina - hægt að sjá þá hér á síðunni til hægri.

- Einnig er ég búinn að "fiffa" símaskránna - og þar sést líka hverjir eiga eftir að skila miðunum góðu (ennþá!)

- Mætingarnar fyrir nóvember eru klárar og fáið þið þær á æfingu á morgun. Einnig ætlum við að dreifa desember dagatali og vonandi nýju reglu/mætingarplani sem við ætlum að prófa í des.

En venjulegir tímar á morgun, mánudag:

- Æfing - Yngra ár - Gervigrasið - kl.16.40 - 18.00.

- Æfing - Eldra ár - Gervigrasið - kl.18.00 - 19.20.

Sjáumst sprækir,
Ingvi og Teddi.

ps. vonum að það verði ekki svona kalt á morgun:



- - - - -

Saturday, November 29, 2008

Sun - staðfest!

Sælir drengir.

Eitthvað nýtt? Sá engan kíkja á kallinn upp í Egilshöll, ekki einu sinni Tedda - komið bara næst (jev)!

En það er pínku breyting á morgun, sunnudag - Tökum sameiginlega æfingu á morgun þar sem slatti af eldri kóngunum eru í handboltafjöri - Verið duglegir að láta það berast - Tökum góðan þrekhring a la teddi og svo hörku 5 v 5.

- Innanhúsæfing - Íþróttahús Vogaskóla/MS - kl.10.00 - 12.00.

Ekki taka slugsið á etta strákar þótt þetta sé tíu og að orðið þrek komi fyrir! Ekki oft sem við fáum innanhúsæfingu. Mæta með allt dót (passa að skórnir séu ekki með svörtum sóla - bónusstig fyrir að mæta í ermalausum - og sekt að klikka á a towel).

Sí - ja,
Ingvi (5 v 5 sérfræðingur) og Teddi (fitness meistari oldboys ´07).

- - - - - -

Friday, November 28, 2008

Jamm jamm!

Sæler.

Tókum Fram aftur í dag, og aftur í nístíngskulda. 10 mættu svo á netta æfingu á óvenju mjúku gervigrasinu (kaldhæðni). Og restin chillaði eða tók lærdóm!

Annars er frí hjá öllum á morgun, laugardag. Ef mönnum leiðist þá geta þeir skroppið upp í Egilshöll í fyrramálið (11.30) og kíkt á fyrsta æfingaleik mfl, við Val :-)

En annars sjáumst við hressir á sunnudagsmorgun (sjá líka lag eftir jón ólafs) í íþróttahúsi Palla, Loga og co.

Hafið það gott.
kv
ingvi og teddi

- - - - -

Æfingaleikur v Fram - fös!

Ó já.

Aftur var haldið á Framvöll og aftur var kuldinn mikill - mjög líkur leikur frá því í gær - menn stóðu sig vel og kláruðu verkefnið örugglega. Allt um það hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: Æfingaleikur v Fram - B lið.

Dags: Föstudagurinn 28.nóvember 2008.
Tími: kl.15.45 - 17.00.
Völlur: Framgervigras.

Dómarar: Aftur tók þjálfari Fram "etta" "sóló" - ánægður með hann.
Aðstæður: Aftur gríðarlega kalt úti en völlurinn náttúrulega góður.

Staðan í hálfleik: 8 - 0.

Lokastaða: 9 - 2.

Maður leiksins: Stefán Pétur.

Mörk: Stefán (5) - Logi (2) - Björn Sigþór - Þorkell.

Liðið: Skúli í markinu - Birkir og Þorkell miðverðir - Ýmir og Sölvi bakverðir - Aron Br. og Bjarki L á miðjunni - Arnar P og Logi á köntunum - Stefán og Björn frammi. Varamenn: Kári - Sigurður Þór - Pétur Jóhann og Nizzar.

Frammistaða:

Slugs - tökum etta á okkur!

Almennt um leikinn:

Slugs - tökum etta á okkur!

- - - - -

Thursday, November 27, 2008

Fös - staðfest!

Heyja.

Loksins er klárt hvernig föstudagurinn er - Við tökum leik nr.2 við Fram á Framvelli - aðeins minna rok í dag - bara búa sig rosalega vel (síðbuxur, innanundirbuxur, húfa, hanskar, hlý peysa innanundir treyjuna). Þeir sem kepptu í gær hvíla, en svo mætir hluti flokksins á æfingu niður á okkar gras:

- Æfingaleikur v Fram - Mæting kl.15.20 niður á Framvöll - keppt frá kl.15.45 - 17.00:

Skúli - Kári - Aron Br - Arnar - Björn Sigþór - Stefán Pétur - Birkir Örn - Bjarki L - Pétur Jóhann - Sigurður Þór - Þorkell - Logi - Ýmir Hrafn - Nizzar - Sölvi.

- Æfing - Gervigrasið - kl.15.30 - 16.45 (ekkert hlaup):

Birkir Mar! - Þorsteinn Eyfjörð - Kristófer Karl - Viktor Snær - Daníel Þór - Breki - Andrés Uggi - Benjamín - Chepas - Gunnar Valur - Hörður Gautur - Kristjón Geir - Marteinn Þór - Pétur Jökull - Sigurjón.

- Frí í dag: Hörður - Anton Orri - Aron Bj - Njörður - Daði - Jón Konráð - Birkir Már - Sveinn Andri - Elvar Örn - Páll Ársæll - Daníel L - Árni Þór - Jovan - Brynjar - Ólafur Guðni - Jón Kaldal - Bjarni Pétur.

Planið um helgina er svo svona:
- Laug: Frí hjá öllum (takið "ekvað" jóla með "fammelíunni").
- Sun: Innanhúsæfing (þrekæfing) í íþróttasal MS (vogaskóla) - Eldra árið kl.10.00 - Yngra árið kl.11.00.

(veit af handboltastrákum - alveg löglega afsakaðir (bara vinna "túrneringuna" takk)).

Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
Síja,
ingvi (869-8228) og teddi (824-7724).

- - - - -

Fös!

Sælir snillingar.

Og enn og aftur sorrý hvað þetta kemur seint (nú var ég að horfa á Kung fu Panda með bekknum). Soldið oft að afsaka mig :-(

Alla veganna - Við ætlum aðeins að bíða með að boða í leikinn á morgun, föstudag. Það var rosalega kalt í dag á Framvelli en við létum okkur samt hafa það, áttum massa góðann leik og rúlluðum yfir þá.

En aðstæður voru sérlega óhressandi, og það er spáð verri veðri á morgun - þannig að staðfest dagskrá á morgun verður sett um hádegisbilið (dobblið kennarann ykkar að hleypa ykkur aðeins í tölvuna hans)!

En við gerum pottþétt eitthvað, það er á hreinu :-)

Laters,
Ingvi og gamli.

feitt ps. kíkið hér til hægri á síðuna - erum búnir að setja inn nokkur skjöl - eigum eftir að fínpússa etta - en markmiðið er að allt sem máli skiptir fer þarna inn. Vona að þið fílið etta! Núna er ég t.d. að vinna í að setja mynd af mér og tedda á forsíðuna :-)

- - - - -

Wednesday, November 26, 2008

Æfingaleikur v Fram - fim!

Jamm.

Það var ákveðið að klára þennan leik þrátt fyrir gífurlegan kulda - menn eiga hrós skilið fyrir að klára það og einnig fyrir að klára leikinn afar örugglega. Allt um það hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: Æfingaleikur v Fram - A lið.

Dags: Fimmtudagurinn 27.nóvember 2008.
Tími: kl.16.00 - 17.15.
Völlur: Framgervigras.

Dómarar: Þjálfari Fram tók etta sóló - bara mjög fínn.
Aðstæður: Völlurinn fínn að vanda - en kuldinn mikill (örugglega um frostmark).

Staðan í hálfleik: 6 - 0.

Lokastaða: 11 - 0.

Maður leiksins: Elvar Örn.

Mörk: Sveinn Andri (3) - Elvar Örn (2) - Birkir Már (2) - Daði - Jovan - Bjarni Pétur - Jón Konráð.

Liðið: Hörður í markinu - Árni og Anton Orri bakverðir - Birkir og Jovan miðverðir - Jón Konráð og Elvar Örn á kantinum - Daði og Njörður á miðjunni - Sveinn Andri og Aron Bj frammi. Varamenn: Páll Ársæll, Daníel L, Jón Kaldal og Bjarni Pétur.

Frammistaða:

Slugs - tökum etta á okkur :-(

Almennt um leikinn:

Slugs - tökum etta á okkur :-(

- - - - -

Fim - leikur v Fram!

Heyja.

Og sorrý hvað þetta kemur seint - gleymdi mér yfir meistaradeildinni. Liverpool með sigur og Kiddi Jakobs að dæma og soddann.

Alla veganna - Það er einn æfingaleikur hjá okkur á morgun, fimmtudag. A lið keppir v Fram á Framvelli. Hérna er planið um það - set svo planið fyrir föstudaginn (b lið v fram + æfing) á morgun.

- Fim - Æfingaleikur v Fram - A lið - Mæting kl.15.30 upp á Framvöll:

Hörður - Anton Orri - Aron Bj - Njörður - Daði - Jón Konráð - Birkir Már - Sveinn Andri - Elvar Örn - Páll Ársæll - Daníel L - Árni Þór - Þorsteinn Eyfjörð - Jovan - Jón Kaldal - Bjarni Pétur.

Gott matarræði á morgun - Allt í dót í tösku (rauð upphitunarpeysa, svartar 3/4 buxur, handklæði og jafnvel svali eftir leik). Sjáumst tilbúnir í slaginn.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Tuesday, November 25, 2008

Mið!

Jó.

Nokkuð gott í dag, nema feitt seint á mig! Teddi tekur það á sig. Fórum í ansi margt, og enduðum á stuttu hraðatesti - set niðurstöðurnar hérna fyrir neðan. Hvet eldra árið að kíkja á síðastu bloggfærslu þannig að þeir viti aðeins hvað þeir eru að fara að gera á morgun, miðvikudag:

- Æfing - Eldra ár - Gervigrasið - kl.16.30 - 18.00.

Minni svo á leikina v Fram á fimmtudag (a lið) og föstudag (b lið).
Yess sir.

Sjáumstum,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Fitness test - Illinois Agility Test.

- Bestu tímar:

1. Daníel Þór - 18.75 sek.
2. Gabríel Ingi - 18.78 sek.
3. Nizzar - 19.53 sek.
4. Þorkell - 19.56 sek.
5. Andrés Uggi - 19.66 sek.

- Meðaltal 17 leikmanna af yngra ári: 20.53 sek.

Monday, November 24, 2008

Þrið!

Gamli gamli.

Fínar æfingar í dag - ekkert út á yngri að setja, nema Andrés fékk mínus fyrir að vera á stullum (en plús fyrir að ganga frá boltnum fyrir mig). Eldri voru nettir, fyrir utan að vera vonlausir í "Mission Impossible", eða ég bara svona pirraður! Elvar fékk mínus þar (en plús fyrir að peppa mig upp niður í Laugum fyrir spinning tímann). Snilld að fá Andra á æfingu - og bytheway, þá skutlaði ég mér á gleraugun mín og braut þau :-( Held eftir skot frá Aroni Br þannig að ég rukka hann (djók).

Daði tók powerade-ina fyrir snuddukeppnina (vann reyndar anton í steinn-skæri-blað). Það verður svo álíkakeppni hjá yngri á morgun, þrið (í boði bjarna):

- Æfing - Yngra ár - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.

Við tökum þetta test - fullt af tækni og 1 v 1 æfingum - og svo glænýja reglu í spilinu! Frí hjá eldri (en æfing á mið á venjulegum tíma).

Alveg bullandi.
kv,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Mán!

Hey hó.

Mandag takk fyrir - býst við öllum, þyrstum í bolta í dag:

- Æfing - Yngra ár - Gervigrasið - kl.16.40 - 18.00.

- Æfing - Eldra ár - Gervigrasið - kl.18.00 - 19.20.

Sjáumst bara eldhressir,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Saturday, November 22, 2008

Hóa!

Blek.

Flott mæting í dag, lördag. Tókum nokkrar þrautir, hefði "audda" verið gott að hafa einhvern að stjórna hverri þraut, en mér fannst þið samt passa vel upp á að gera allt rétt. Svo er bara spurning hvernig við vinnum með þessar tölur!

Frí á morgun, sunnudag. Mæli með West Ham leiknum í boltanum, tónleika sigur rósar í höllinni um kvöldið, eða bara chilla upp í sófa (náttúrulega með kennslubók-stutt í prófin).

Hér fyrir neðan eru svo efstu menn í hverri þraut.
Sjáumst svo á mánudaginn.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

4.fl kk - "Test" - Laug.22.nóv:

- 50 metra sprettur: Daði - 7.57 sek. Þorkell - 8.93 sek.
- Innanfótarsendingar: Anton Orri og Birkir Már - 5 af 5. Þorkell og Viktor S - 4 af 5.
- Halda á lofti: Aron Br og Njörður og Páll Á - 100+. Þorkell og Nizzar - 100+.
- Innköst: Flestir með kast upp á 12m + (engin sem fór yfir 16m).
- Ristarspyrnur: Anton Orri - Jón Konráð - 5 af 5. Þorkell og Bjarni Pétur - 3 af 5.
- Skalla á lofti: Aron Br og Njörður - 20. Nizzar - 22.


- - - - -

Friday, November 21, 2008

Laug!

Ble ble.

Greinilega ekki alveg nógu skýrt hjá okkur í byrjum tímabilsins að stundum munum við æfa um helgar (annað hvort leikir, sameiginlega æfingar eða eitthvað félagslegt). Við reynum sem sé að passa alltaf að æfa 4 sinnum í viku - þannig að:

- Laug - Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.13.30 - 15.00.

Smessa bara eða láta inn á commentakerfið ef þið komist ekki - skil alveg ef menn voru með "ekvað" planað.

En við sjáum þá sem komast eiturhressa í sérstakri "test/þrauta æfingu".
Líf og fjör.
Ingvi og Teddi.

p.s. Síðasti sjens á blöðunum fer að detta inn!
p.s. sáuði þegar ég tók eina svona áðan!

- - - - -

Ja já!

Sælir meistarar.

Mjög fín æfing áðan, fyrir utan smá neikvæðni í lokin. En við kvittuðum fyrir hana og lögðum líka í bankann í leiðinni. Hendum henni (neikvæðninni) alveg burtu úr okkar bolta, vonandi sem allra fyrst. Við frestuðum svo sláarkeppninni bara fram á morgun (3.fl kvk fékk reyndar Poweradið til að taka keppni).

Við Teddi klikkuðum líka smá í dag, hefðum átt að vera búnir að stilla upp áður en þið mættuð, og svo vorum við heila eilífð að byrja spilið - en þetta getur gerst stundum.

Við tókum smá "test" í byrjun - hlupum 4 hringi á gervigrasinu á tíma - Alls 1.2km.

- Besti tíminn var 5.05 mín hjá eldri (sveinn andri) og 5.29 mín hjá yngri (þorkell).
- Meðaltíminn var 5.37 mín hjá eldra árinu og 6.03 mín hjá yngra árinu.
- Samtals var meðaltíminn 6.09 mín.
- Meðaltíminn á hring var 1.42 mín.
- Kílómeterinn var þá hlaupinn á 5.08 mín (en markmiðið þar hjá okkur er ca.4.30 mín á kílómeterinn).


: Ef menn halda áfram að æfa vel og leggja á sig, þá batnar þessi tími klárlega hjá öllum.

Annars ánægðir með ykkur.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Thursday, November 20, 2008

Fös!

Jamm.

Afsakið hvað þetta kemur seint - þó að morgundagurinn sé nánast eins og vanalega. Tafðist í gymminu sko (hefðuð átt að sjá hvað ég var flair í laugum). Og til í að kallinn sé í Football Manager ´09 - eins gott að Björn hafi keypt mig!

Anyway, tíminn er klár á morgun, föstudag:

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.

Út af kulda og hálku þá gerist eitt af eftirfarandi:
- Við skokkum samt!
-
Við skokkum litla hringi í dalnum.
- Við skokkum bara á gervigrasinu.
- Við skokkum ekki fet - heldur tökum boltaæfingar.
- Teddi tekur teygju-spretti með græjunum.


Seinni þrjár líklegastar - en mæta með double shoes! Svo spil og læti (ég ætla að vera búinn að mastera þetta trix á 21 sekúndu).
Sjáumst í dúndurstuði. (farinn að horfa á Bond á plússnum :-)
kv,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Markahæstu menn!

Jamm.

Erum búnir að reyna að vera með alla tölfræði á hreinu, auk þess að hafa mætingarnar upp á tíu. Nokkrir eru búnir að meila á mig og biðja um nákvæma útlistun á mætingunni sinni - minnsta málið (ingvisveins@langholtsskoli.is)

En hérna eru alla veganna markaskorarar Haustmótsins, og æfingaleikjanna sem komnir eru. Nokkuð rétt held ég, vantar samt enn að finna eigendur þriggja marka!

6 mörk:

Andrés Uggi

Bjarni Pétur

Sigurður Þór

5 mörk: Björn Sigþór - Jón Kaldal – Nizzar – Stefán Pétur.

4 mörk: Brynjar - Daníel Þór – Sigurður S.

3 mörk: Aron Bj. - Jón Konráð - Sveinn Andri.

2 mörk: -

1 mark: Anton Orri - Þorsteinn Eyfjörð – Daði – Páll Ársæll – Árni Þór – Jovan – Pétur Jóhann - Pétur Jökull – Gabríel Ingi.

? (eina mark b liðsins v fylki í fyrsta leik í haustmótinu).

? (tvö mörk vantar í b liðs leiknum v ír í haustmótinu).

- - - - - -

Æfingaleikir – hingað til (b lið v leikni og eldra og yngra ár v hk):

4 mörk:
Aron Bj.

Jón Kaldal

3 mörk: Daði – Daníel Þór.

2 mörk: Aron Br. - Björn Sigþór - Elvar Örn - Jovan - Andrés Uggi – Sigurður Þór.

1 mark: Arnar – Brynjar - Jón Konráð – Sveinn Andri – Njörður - Nizzar – Hörður Gautur –Viktor Snær – Pétur Jökull – Gabríel Ingi.

Wednesday, November 19, 2008

Jev!

Jójó.

Held að menn hafi dobblað Tedda í afmælisspil í dag - auk þess sem boðið var upp á Powerade á línuna (skandall að ég hafi ekki látið sjá mig).

Ísland tók Möltu í dag - Heiðar setti sigurmarkið (var sko með honum í öðrum flokki í þrótti). England tók svo Germany. Teddi tók þennan pakka með leiknum, meðan ég var í þessu (hlýt að fá prik frá loga).

Það er frí á morgun, fimmtudag. Og svo hittumst við á föstudag og laug/sun.

Set markahæstu mennina inn á morgun - auk þess sem einhver önnur tölfræði fylgir með. Einnig ætla ég að reyna að finna stað á netinu fyrir skjölin sem við erum búnir að dreifa (11 búnir að skila miðunum + þeir sem skiluðu til tedda í dag).

Annars bara líf og fjör.
Sjáumstum,
Ingvi og Gamli.

p.s. Búnir að skila miðum (11): aron bj - aron br - árni - birkir m - birkir ö - sveinn a - óli - drési - ýmir - kristjón - viktor/daníel).

- - - - -

Tuesday, November 18, 2008

Mið!

Ble ble.

Nú segi ég stopp - Kiddi og Hákon tóku yngra árs æfinguna í gær - og annar þeirra er komin á blað undir hvor er fyndnari :-/ Ég er búinn að ákveða að vera með á næstu æfingu og strauja menn upp í háls - mæta í legghlífum takk!

Alla veganna, yngra árið hvílir í dag, mið, en eldra árið mætir "eins og ljónið" til Tedda:

- Æfing - Eldra ár - Gervigrasið - kl.16.30 - 18.00.

Restin að mæta með miðana takk - kíkið svo á færsluna hér á undan og klárið að merkja inn fyrir mig.

Annars bara 35 dagar til jóla - rólegur!
Sjáumst.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Redding!

Sælir meistarar.

Þarf smá hjálp - vantar enn nokkur mörk þannig að skjalið mitt verði ready! Teddi tekur etta samt audda á sig!!

Endilega hendið inn í commentakerfið ef þið eruð með þetta á hreinu!

Danke,
Ingvi

- - - - - - - -

- B lið - Þróttur v Fylkir: 1 - 4 ( ? ).

- B lið - Þróttur v ÍR: 10 - 4 ( stefán pétur 3 - Brynjar - Aron Br - Pétur Jóhann - Björn Sigþór - anton orri - ? - ? ) - (setti arnar ekki eitt í þessum leik?)

- Yngra ár - Þróttur v HK: 13 - 1 (vantar þann sem skoraði síðasti markið - siggi þór?).

- - - - -

Monday, November 17, 2008

Þrið!

Jeppa.

Þokkalega mæting í gær - Veðrið náttúrulega sweet og Teddi splæsti fimmunum í skotæfinguna! Var að frétta að Langó hefði ekki komist áfram í Skrekk (skandall) þannig að það er bara Laugó sem verður að klára dæmið í kvöld :-)

Eldra árið chillar í dag, þrið, en yngra árið mætir eldhresst on the gras:

- Æfing - Yngra ár - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.

Hugsanlega dettur inn hress gestaþjálfari - kemur í ljós (bannað að plata hann í david leik og spil)!

Minni menn ennþá á að skila miðunum til okkar - reynum að klára það í vikunni. Algjört samsæri í gangi með hver er fyndnari - Teddi að rúlla þeirri keppni upp - hélt að ég hefði fengið stig í dag en þá las ég vitlaust á blaðið og fékk bara hálft stig :-/ Kem hér með gamalt og fyndið youtube myndband - hlýt að fá stig út á það!!

Verðum svo í bandi.
Laters,
Ingvi og Teddi.

p.s. Búnir að skila miðum (9): aron bj - aron br - árni - birkir m - birkir ö - sveinn a - óli - drési - ýmir.

- - - - -

Sunday, November 16, 2008

Mán!

Jójó.

Úrslit - C lið - Haustmót - Þróttur 1 - Fylki 2!

Já, staðfest úrslit, hörkuleikur og stóðum við okkur vel. Daníel Þór skoraði okkar mark. Við fengum líka mörg góð tækifæri til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki. En þar lauk Haustmótinu, og næst á dagskrá eru þá hörku æfingar, æfingaleikir, styrkleiki og þol.

Klassískur mánudagur á morgun:

- Æfing - Yngra ár - Gervigrasið - kl.16.40 - 18.00.

- Æfing - Eldra ár - Gervigras - kl.18.00 - 19.20.

Munið eftir blöðunum strákar, það fara að koma dagsektir á þau!
Sjáumst hressir,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Leikur v Fylki - Haustmót!

Ó jamm.

Við kepptum til úrslita í Haustmótinu v Fylki í keppni C liða - hörkuleikur og skemmtu áhorfendur sér vel á leiknum. Jafnframt síðasti leikur okkar í Haustmótinu - allt um hann hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: Úrslitaleikur í Haustmótinu - C lið v Fylki.

Dags: Sunnudagurinn 16.nóvember 2008.
Tími: kl.14.20 - 15.35.
Völlur: Egilshöll.

Dómarar: Dómaratríó - mjög solid allann leikinn.
Aðstæður: Toppar fátt Egilshöllina.

Staðan í hálfleik: 1 -1.

Lokastaða: 1 - 2.

Maður leiksins: Hörður Gautur / Viktor Snær.

Mörk: Daníel Þór (8 mín).

Liðið: Kristófer í markinu - Þorkell og Ýmir bakverðir - Hörður Gautur og Viktor Snær miðverðir - Sölvi og Breki á köntunum - Daníel Þór og Andrés Uggi á miðjunni - Bjarni Pétur og Nizzar frammi. Varamenn: Kári, Kristjón, Logi, Sigurður Þór og Benjamín.

Frammistaða: Kristófer og Kári voru flottir, gátu lítið gert í mörkunum tveimur. Kristófer átti tvær rosalegar markvörslur í fyrri og Kári flott úthlaup í seinni. Þorkell virkilega duglegur í bakverðinum, mætti vera aðeins virkari fram á við. Hörður og Viktor þvílíkt öflugir allar 70 mínúturnar. Ýmir flottur í byrjun leiksins en meiddist og náði ekki að koma inn á aftur. Breki átti virkilega góðan leik, kom vel út frammi, kíkjum betur á hann þar í næsta leik. Sölvi skilaði sínu á kantinum og enn betur í bakverðinum. Daníel og Andrés áttu báðir yfirburðaleik. Nizzar soldið á hálfum hraða í byrjun en vaknaði svo og skilaði flottri frammistöðu. Bjarni var á stanslausum spretti mest allann leikinn og vantaði herslumunum 2-3 að komast einn í gegn. Kristjón var fínn í bakverðinum en ekvað ekki að fíla sig, kom líka vel út á miðsvæðinu. Benni var með flotta innkomu, sem og Logi, sem vann öll návígi. Vantaði smá kraft í Sigga, en átti samt marga flotta bolta.

Almennt um leikinn:

- Vantaði að ýta betur út úr vörninni í byrjun.

- Vantaði aðeins að miðjumenn kæmu og fengju boltann í lappir og snéru.

- Áttum aðeins of mikið af slökum sendingum í dag, nokkrar þversendingar inn á miðjuna :-( Vantaði meiri hugsun á bak við nokkrar sendingar.

- Vorum fljótir að sækja eins og við töluðum um og vorum snöggir að finna menn frammi - en stundum vorum við bara að sækja á tveimur mönnum, sem gengur ekki á móti fjórum varnarmönnum!

- Gríðarlega góð vinnsla á mörgum leikmönnum.

- Lokuðum virkilega vel á þeirra sóknir, vorum virkilega vel á tánum tilbaka.

- Tókum þá á sprettinum í vörninni - en vorum ekki nógu snöggir fram á við!

- Héldum áfram allann leikinn þrátt fyrir að vera marki undir. Settum virkilega pressu á þá síðustu fimm mínúturnar og vorum afar óheppnir að setja ekki jöfnunarmarkið rétt undir lokinn.

- Verðum alltaf að passa að skamma ekki - muna; "jákvætt eða þegja" - veit að maður verður oft pirraður en langbest er að peppa félagann upp og segja kemur - því maður vill fá þannig tilbaka ef maður klikkar sjálfur á einhverju. Þannig virkar það hjá góðu liði með góðann liðsanda.

: Flottur leikur strákar - manni hlakkar bara til næsta leikjar.

- - - - -

Saturday, November 15, 2008

Sun - leikur v Fylki!

Sælir herramenn.

Það fór bara einn í fýluferð upp í Breiðholt í morgun, en samt var mætingin ekki nógu góð í Langó, sem segir mér kannski að menn hafi ætlað að pása í kuldanum! En við tökum menn bara í spjall eftir helgi. Tókum dýnubolta - sumir að spila hann í fyrsta skipti! En Daði tók fyrri keppnina og Sveinn Andri þá seinni. Mjög vel tekið á því.

Eldra árið er í fríi á morgun, sun, en það á allt að vera bókað fyrir leikinn á morgun - hópurinn og mætingin er þá svona:

- Sun - C liðs leikur v Fylki - Egilshöllin - Mæting kl.13.30 - spilað v Fylki kl.14.20:

Kári - Kristófer Karl - Jón Kaldal - Andrés Uggi - Benjamín - Bjarni Pétur - Breki - Daníel Þór - Hörður Gautur - Kristjón Geir - Nizzar - Sigurður Þór - Sölvi - Viktor Snær - Þorkell - Ýmir Hrafn - Logi.

Svartletraðir mega smessa eða bjalla í okkur og láta okkur vita um meiðslastatus - Marteinn Þór, Sigurjón, Pétur Jökull 0g Gunnar Valur hvíla á morgun en eru á tánum ef hinir eru meiddir!

Heyrið annars endilega í okkur ef það er eitthvað.
Sjáumst í stuði,
Ingvi og Teddi.



- - - - -

Friday, November 14, 2008

Helgin - æfing (breyting) + leikur!

Sælir strákar.

Stóðuð ykkur vel í hlaupinu í dag - staðfest vegalengd var nákvæmlega 4.o km (2.49 mílur) og besti tíminn var 16.00 mín (sveinn andri). Þetta er allt að koma hjá okkur - bara mæta í hlaupin með jákvæðu viðhorfi og klára dæmið. Það kostar vinnu að vera í góðu formi og vera sterkari en andstæðingurinn, þannig er það bara.

En helgarplanið lítur svona út:

Breyting: - Laug - Æfing - Inni í Langholtsskóla - kl.13.00 - 14.15:

Hörður - Aron Bj - Arnar - Árni Þór - Birkir Mar - Brynjar - Björn Sigþór - Daði - Jovan - Jón Konráð - Njörður.

Breyting: - Laug - Æfing - Inni í Langholtsskóla - kl.14.15 - 15.30:

Skúli - Anton Orri - Aron Br - Bjarki L - Birkir Már - Birkir Örn - Daníel Levin - Elvar Örn - Ólafur Guðni - Pétur Jóhann - Stefán Pétur - Sveinn Andri.

= Þeir yngra árs strákar sem ekki mættu á æfingu í gær mega mæta á aðra hvora innanhúsæfinguna - ef þeir komast ekki þá heyrið í mér í dag upp á morgundaginn!

- Sun - C liðs leikur v Fylki - Egilshöllin - Mæting kl.13.30 - spilað v Fylki kl.14.20:

Kári - Andrés Uggi - Benjamín - Bjarni Pétur - Breki - Daníel Þór - Hörður Gautur - Kristjón Geir - Nizzar - Sigurður Þór - Sölvi - Viktor Snær - Þorkell + fleiri.

Verið massa duglegir að láta það berast að æfingin sé ekki á Leiknisvelli - heldur inni í Langó! Taka með allt innanhúsdót. Ok sör.

Svo eigum við Úrslitaleikinn í Haustmótinu í flokki C liða - á sunnudaginn í Egilshöllinni. Það verður bara stuð - mæta með allt dót í tösku - allir velkomnir að horfa á sem eru ekki að keppa.

Vantaði þó nokkra í dag - sumir létu mig vita, aðrir ekki. Endilega smessið á milli þannig að þeir sem eiga að mæta á morgun séu klárir. Einnig voru nokkrir sem þurftu að hætta á æfingunni vegna meiðsla (skáletraði þá) - vona að þeir verði í lagi.

Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
So bara wipeout í kvöld :-)
kv,ingvi (8698228) og teddi (8247724)

P.s. Smá innskot: Minnum menn audda að hugsa um sjálfan sig í sambandi við hlaupin, en alltaf gott að hvetja félagann jákvætt áfram (frekar en að spyrja spurninga með leiðinda tón). Einnig fóru ca.10 menn fyrr af æfingunni í dag á mismunandi tímum, audda flott hjá þeim að mæta en samt mjög truflandi fyrir æfinguna sjálfa - en bara pæling.

- - - - -

Mætingar í okt!

Jamm.

Hérna kemur topp fimm listinn í október - sorrý hvað þetta kemur seint.
Við dreifðum þessu á æfingu áðan, og þurfum líka að finna stað fyrir þetta á netinu.

Alla veganna, þið eruð að standa ykkur vel. Ef einhver er ósáttur við sína tölu, þá er minnsta málið að senda mér t-póst (tölvupóst sko) og ég meila nákvæmu excel skjali aftur á ykkur og leiðrétti (ef þess gerist þörf). Ég er með ingvisveins@langholtsskoli.is

Eldra ár.

16 skipti - 100% - Daníel Levin.
15 skipti - 94% - Páll Ársæll.
14 skipti - 88% - Anton Orri.
14 skipti - 88% - Arnar P.
14 skipti - 88% - Birkir Örn.
14 skipti - 88% - Birkir Már.

Yngra ár.

17 skipti - 100% - Daníel Þór.
17 skipti - 100% - Viktor Snær.
16 skipti - 100% - Andrés Uggi.
16 skipti - 100% - Bjarni Pétur.
16 skipti - 100% - Hörður Gautur.
16 skipti - 100% - Kristófer Karl.
16 skipti - 100% - Nizzar
16 skipti - 100% - Ýmir Hrafn.
16 skipti - 100% - Þorkell.

Thursday, November 13, 2008

Fös!

Ble.

Takk fyrir síðast, það var mjög nett á miðvikudaginn. Föstudagur á morgun, tökum hann eins og vanalega, hlaup á undan og svo spil. Vona að menn slaki ekki á heima út af smá hlaupi!

Það er svo komið á hreint að við eigum leik v Fylki í C liðum á sunnudaginn kl.14.20 í Egilshöllinni (úrslit haustmótsins). Býst við að A og B lið taki þá æfingu á laugardaginn.

Alla veganna:

- Skokk + æfing - Allir - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.

Hringurinn verður svona: Upp á Suðurlandsbraut - Út hana að Skeiðarvogi - framhjá Vogaskóla og til vinstri inn Langholtsveginn - Út hann og niður hjá Langholtsskóla og Holtavegi - Laugardalurinn heim. Ég segi 3.5km - Spurning um að gera góðann "playlista", þeir sem hafa tök á því. Annars verð ég bara í spjallinu við hina :-) Og note-bene þá tókum við 2.8km síðast (hringur+hopp muniði).

Sjáumst eldhressir,
Ingvi og Teddi.

p.s. Félagið ætlar að bjóða nýjum iðkendum að æfa frítt í nóvember og hvetjum við ykkur að láta félaga ykkar vita af því - við tökum svo sérstaklega vel á móti þeim.

Við erum ca.45 í flokknum, sem er gott, en væri náttúrulega enn betra ef við getum bætt aðeins við þá tölu :-)

- - - - -

Wednesday, November 12, 2008

Keiluniðurstöður!

Sælir drengir.

Greinilegt að þið hafið ekkert verið alltaf mikið í keilu undanfarin ár! Djók - stóðuð ykkur bara nokkuð vel - miðað við að draslið á hliðunum var ekki upp og að Teddi hafi truflað ykkur trekk í trekk!

Sjoppann á staðnum hefur aldrei selt eins mikið sælgæti, eitthvað sem ég og Teddi þurfum kannski að athuga!!

Frí á morgun, fimmtudag, en æfing á klassískum tíma á föstudaginn - jebba.

Alla veganna, hérna eru helstu niðurstöður, auk fleiri punkta:

- - - - -

Einstaklingskeppnin:

1.sæti overall: Birkir Már - 110 stig (þurfti að reyna mikið á sig því hann var með bestu keilurunum á braut).
2.sæti overall: Aron Bj - 104 stig (átti ekki von á honum svona ofarlega).
3.sæti overall: Skúli - 100 stig (mjög vafasamt að hann hafi hlotið vinning).

Þjálfarakeppnin:

1.sæti: Tedddi 113 stig (svindl, hann var í keilu síðasta föstudag).
2.sæti: Ingvi - 100 stig (frekar töff að enda með slétt 100 stig, en annars var ég að enda við að ná mér eftir gömul olnbogameiðsl).

Brautarkeppnin:

1.sæti - Braut 14 : 539 (elvar - toni - njöddi - addi - jovan - árni - binni).
2.sæti - Braut 15 : 478 (óli - birkir ö - steini - birkir m - skúli - kjappinn).
3.sæti - Braut 13 : 449 (aron bj - stebbi - svenni - höddi - bjössi - gamli).
4.sæti - Braut 18 : 405 (danni þ - viggó - logi -keli - nizzar - breki).
5.sæti - Braut 17 : 376 (siggi þ - danni l - ýmir - drési - kári - stjáni :-)
6.sæti - Braut 16 : 346 (sjonni - sölvi - pési - gabríel - kristó - höddi g) - sjá um dótið á fös!

Annað:

Heildarskor yngra ársins (17 mættir): 1037 stig! (61 stig að meðaltali).

Heildarskor eldra ársins (18 mættir): 1343 stig! (74 stig að meðaltali).

= Eldra árið tók etta að þessu sinni - samt bannað að monta sig!

- Flestar fellur (2): Ingvi - Teddi - Steini - Breki - Aron Bj - Skúli og Sigurjón.
- Flestar feykjur (3): Danni L.

ATH - hlutir sem við þurfum að laga:

- maður hendir ekki kúlunni í gólfið með miklum dynk, maður rennir henni mjúklega!
- bannað er að henda tveimur kúlum í einu (þótt það er soldið fyndið).
- maður truflar ekki annan leikmann sem er að gera (okey, kallar kannski "síminn" eða eitthvað álíka, en líkamlega truflar hann ekki, það er bara frekar barnalegt).
- Ca.30% af leikmönnum henti ekki draslinu eftir sig (einnig frekar barnalegt).
- Of margir leikmenn misstu algjörlega í namminu, á miðvikudegi, spáum í því!

- Annars voru þið flottir :-)

Tuesday, November 11, 2008

Mið - keila!

Ó já.

Á morgun, miðvikudag, verður keilukóngur 4.flokks krýndur! Við ætlum að taka frí á æfingu en í staðinn að skella okkur í keilu upp í Öskjuhlíð.

Það er mæting kl.16.20 upp í Keiluhöll - og verðum við í ca. klukkutíma. Reynið að vera samfó í bílana, en svo er líka ekkert mál að hjóla ef veðrið er ekki slæmt (ca.20 mín), sem og taka strætó!

Það kostar 500kr á mann - ætlum að sleppa pedsunni að þessu sinni - en það má rétt kíkja í sjoppuna á svæðinu (en í staðinn er þá audda ekkert nammi næsta laugardag). Svo eru einhverjir mishress leiktæki á staðnum (t.d. er ingvi þythokkí meistari þróttheima ´93).

Við búumst við flestum, en endilega látið okkur vita ef þið komist ekki.

Sjáumst sprækir á morgun,
Ingvi og Teddi.

p.s. við könnum svo heildarstigafjölda yngra árs v eldra árs, höfum verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin og flestar fellurnar.

- - - - -

Monday, November 10, 2008

Þrið!

Sælir drengir.

Fín æfing áðan - en hefði verið nett ef aðstoðarþjálfari hefði verið með þriðja hópinn í stöðvunum - erum komnir með augastað á einum nettum, skýrist fljótlega.

Og líka fínn fundur, þrátt fyrir að ég klikkaði á pokadjúsnum!! Mér sýndist þið taka vel eftir og save-að efnið hjá ykkur. Reynið svo að passa upp á blöðin sem þið fenguð og skila þeim sem fyrst (getum líka reynt að setja þau hér inn á bloggið, og menn sett þau í tölvuna sína og skilað á tölvutæku).

Alla veganna, það er frí hjá yngra árinu á morgun, þriðjudag. En á miðvikudaginn er keilumót flokksins (og mesta spennan hvort ingvi eða teddi verði efstir). Reynum að vera á sama tíma og eldra árs æfingin (16.30). Set það og verðið á bloggið á morgun (get líka sett veðrið (ah þessi var slakur)).

Líf og fjör.
Ingvi og Teddi.

p.s. skuldum svo mætingarlistana, markahæstu menn og nokkrar skýrslur (teddi tekur það samt allt á sig)!

- - - - -

Sunday, November 09, 2008

Mán - æfing + fundur!

Sælir meistarar.

Við áttum massa góðan dag í Fífunni í dag - það er eiginlega "understatement"! Þið eigið aftur mikið hrós skilið. Lokatölur 13 - 2 hjá eldri og 13-1 hjá yngri.

Við ætlum að sameina æfingarnar á morgun, mánudag, og enda á smá fundi í stóra salnum:

- Æfing + fundur - Allir - Gervigrasið - kl.17.00 - 19.00.

Yngra árið mætir þá 20 mín seinna en vanalega og eldra árið klukkutíma fyrr en vanalega. Og ætlum að enda á 30 mín fundi. Verið duglegir að láta þetta berast.

Annars bara dagvaktin.
Sjáumst á morgun,
Ingvi og Teddi.

- - - - - -

Teddi var nokkuð þéttur í dómgæsluna hjá yngri:




Kallinn var samt ekki alltaf ánægður með hann:

Æfingleikir v HK - sun!

Jójójó.

HK bauð okkur í æfingaleiki í dag - snilld að fá tækifæri að spila inn í Fífunni - okkar líkaði það greinilega því við áttum svaðalegan dag - allt um það hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: Eldra ár v HK - Æfingaleikur.

Dags: Sunnudagurinn 9.nóvember 2008.
Tími: kl.14.00 - 15.30.
Völlur: Fífan.

Dómarar: Þriggja dómarasystem hjá HK - bara nokkuð góðir.
Aðstæður: Inni í Fífunni - toppaðu það (oki, kórinn, styttist í leik þar).

Staðan eftir fyrstu 30mín: 5 - 2. Staðan eftir 60mín: 11 - 2.

Lokastaða: 13 - 2.

Maður leiksins: Aron Bj - Daði.

Mörk: Daði (3) - Jón Konráð - Sveinn Andri - Björn Sigþór - Aron Bj (4) - Jovan (2) - Njörður.

Liðið: Hörður í markinu - Birkir Örn og Árni Þór bakverðir - Elvar Örn og Birkir Már miðverðir - Jón Konráð og Jovan á kantinum - Bjarki L og Anton Orri á miðjunni - Daði í free role og Sveinn Andri einn frammi. Varamenn: Pétur Jóhann, Aron Bj, Njörður, Arnar, Björn, Ólafur Guðni, Brynjar, Þorsteinn og Aron Br.

Frammistaða: Markamaskínurnar áttu virkilega góðan dag - en auk þess voru flestir að skila góðri vinnu. Hörður var ekki alveg vaknaður í fyrsta leikhluta, en fanta góður í síðustu tveimur. Og varnarleikurinn prýðilegur út leikinn.

Almennt um leikinn:

- Kantmennirnir hefðu mátt vera grimmari í boltann.

- Vantaði að finna menn betur í svæði.

- Fá fleiri langa bolta úr miðverðinum.

- Þeir fengu tvö færi - og skoruðu tvö mörk - vantaði smá einbeitingu þá!

- Tala betur - og hvetja með réttum tón (sumir enn að klikka á þessu).

- Vantaði betri stjórnun á köflum

- Hefði viljað sjá aðeins meiri gleði (ekkert flott fagn í dag)!

- Vantaði hjá sumum að mæta á réttum tíma, sumir eru enn að mæta í dótinu og beint í gallabuxurnar eftir leik - en annað í góðu lagi, flott upphitunin og menn vel ready.

- - - - -
  • Hvaða leikur: Yngra ár v HK - Æfingaleikur.

Dags: Sunnudagurinn 9.nóvember 2008.
Tími: kl.16.00 - 17.30.
Völlur: Fífan.

Dómarar: Teddi tók etta meira og minna allann tímann - virkilega flottur (viðurkenni það algjörlega).
Aðstæður: Geggjaðar - til í svona innanhúshöll!

Staðan eftir fyrstu 30mín: 3 - 0. Staðan eftir 60mín: 7 - 0.

Lokastaða: 13 - 1.

Maður leiksins: Jón Kaldal.

Mörk: Nizzar - Gabríel Ingi - Hörður Gautur - Andrés Uggi (2) - Nonni (3) - Pétur Jökull - Viktor Snær - Daníel Þór - Sigurður Þór - ? (vantar hver skoraði síðasta markið :-/

Liðið: Kristófer í markinu - Nizzar og Sigurður Þór bakverðir - Þorkell og Nonni miðverðir - Kristjón og Sölvi á köntunum - Hörður Gautur og Ýmir á miðjunni - Bjarni Pétur og Gabríel Ingi frammi. Varamenn: Sigurjón, Pétur Jökull, Viktor Snær, Daníel Þór, Breki, Andrés Uggi, Kári og Marteinn Þór.

Frammistaða: Það nutu sín allir í botn í dag - töpuðum varla einvígi. Afar erfitt að velja mann leiksins - Bjarni var rosalega mikið í boltanum og fór vel með hann - Nonni flottur tilbaka og framm á við.

Almennt um leikinn:

- Passa að vera öruggir fyrir framan okkar teig (ekkert dútl).

- Leggja boltann betur út í teiginn á næsta mann.

- Vantaði að slútta betur í byrjun (kom ekki að sök en alltaf að klára!).

- Nokkrar flottar fyrirgjafir.

- Vantar stundum dýpt hjá öftustu mönnum.

- Vantaði fögn hjá okkur!

- Vantaði hjá of mörgum að mæta á réttum tíma, sumir eru enn að mæta í dótinu, upphitunin hefði getað verið betri (tökum það á okkur) en menn annars jákvæðir og flottir.

- - - - -

Saturday, November 08, 2008

Sun - leikir v HK!

Sælir meistarar.

Áttum enn og aftur góðan leik áðan - unnum ÍR sannfærandi í C liðum; 8 - 3. Kláruðum þar með Haustmótið með glæsibrag.

Á morgun, sunnudag, hafa HK-ingar svo boðið okkur í æfingaleiki í Fífunni (ljúft að vera inni :-) Við skiptum hópnum upp í eldri/yngri að þessu sinni - og tökum bara vel á því:

- Æfingaleikur v HK - Eldra ár - Mæting kl.13.30 í Fífuna - keppt v HK frá kl.14.00 - 15.30.

- Æfingaleikur v HK - Yngra ár - Mæting kl.15.30 í Fífuna - keppt v HK frá kl.16.00 - 17.30.

Búumst við öllum á svæðið, en annars láta menn okkur vita. Muna svo eftir öllu dóti. Þeir sem voru að keppa í dag hugsa sérstaklega vel um sig!

Sjáumst svo eldhressir.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Friday, November 07, 2008

Leikur v ÍR - Haustmót!

Jamm.

Kláruðum síðasta leikinn í Haustmótinu með stæl. Ef við höldum svona áfram þá erum við í virkilega góðum málum. En verðum að halda áfram að vera duglegir, æfa eins og ljónið og mæta ready í leikina, eins og við gerðum í gær - allt um leikinn hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: B lið v ÍR í Haustmótinu.

Dags: Laugardagurinn 8.nóvember 2008.
Tími: kl.14.00 - 15.15
Völlur: ÍR gervigras.

Dómarar: Teddi og þjálfari ÍR-inga tóku etta - stóðu sig bara nokkuð vel. Kannski eitt rangstöðumark!

Aðstæður: Geggjaðar - völlurinn aðeins blautur og góður - og mjög hlýtt úti.

Staðan í hálfleik: 3 - 0.

Lokastaða: 8 - 3.

Maður leiksins: Jón Kaldal.

Mörk: Bjarni Pétur (3) - Nizzar - Jón Kaldal (2) - Andrés Uggi - Gabríel Ingi.

Liðið: Kristófer Karl í markinu - Marteinn Þór og Sölvi bakverðir - Hörður Gautur og Kristjón miðverðir - Breki og Daníel Þór á köntunum - Nonni og Viktor Snær á miðjunni - Bjarni Pétur og Andrés Uggi frammi. Varamenn: Nizzar, Sigurður Þór, Kári og Gabríel Ingi.

Frammistaða: Menn voru flestir að spila sinn leik - Það var aðeins meira að gera hjá Kristó og Kára en í undanförnum leikjum og áttu þeir nokkuð góðan leik (kristó líka fínn úti). Snilld að fá Gabríel inn í pakkann og átti hann klassa leik. Bjarni var virkilega sprækur fram á við, sem og Nonni, sem tók líka bakvörðin og miðvörðinn - Vörnin fín mest allann leikinn - Og fín innkoma hjá varamönnum.

Almennt um leikinn:

Í heildina flottur leikur hjá okkur - létum boltann ganga ótrúlega vel á köflum, settum menn í góð færi og kláruðum vel. Mesta hættan kom þegar boltinn kom út á kant, Breki var mikið í boltanum í fyrri og skapaðist oft hætta þá. Nonni var duglegur að koma upp með boltann í seinni og þá vorum við meira vinstra megin.

Stundum spiluðum við aðeins of þröngt og rákum boltann alveg ofan í ír-ingana. Eins máttum við leggja boltann betur út á okkar menn - vantaði að boltinn færi út í teiginn, en ekki inn að markmanninum (þótt það gangi alveg stundum).

Vantaði aðeins að tala í vörninni, sem og að ýta út á miðju þegar við unnum boltann. Eitt klikk í útsparki en það reddaðist. Annars fengu ír-ingar fá færi.

Fengum á okkur tvö mörk í lokin - smá kæruleysi af okkar hálfu - við vorum of framarlega, misstum mennina okkar fram úr okkur og niðurstaðan tvö frekar ódýr mörk.

En sem fyrr, menn í góðu standi. Flestir sýnist mér gætu alveg tekið heilan leik, en líka snilld að sjá hvað við erum með stóran hóp sem kemur inn á og "does the job" svo ég sletti smá! Ánægður með ykkur.

- - - - -

Laug - leikur v ÍR!

Bledsen.

Hlupum nákvæmlega 2.7 km áðan, fyrir utan tröppuógeðið. Það var samt vonandi smá hresst!
Einhverjir að fara á Bond í kvöld, til í það maður. Stefni á að fara á morgun, er frúin leyfir.

En það er einn leikur á morgun, laugardag. Við ÍR á gervigrasinu þeirra upp í Breiðholti. Svona lítur það plan út:

- C lið v ÍR - Mæting kl.13.15 upp á ÍR-gervigras - spilað v ÍR frá kl.14.00 - 15.15:

Kristófer - Kári - Hörður Gautur - Sölvi - Bjarni Pétur - Breki - Kristjón Geir -Nizzar - Sigurður Þór - Daníel Þór - Marteinn Þór - Viktor Snær - Andrés Uggi - Jón Kaldal - Gabríel Ingi.

Mætum í fantaformi á réttum tíma. Vona að allir séu klárir. Aðrir slaka vel á, kíkja á Liverpool og svoddann! En svo er æfingaleikur hjá öllum v HK á sunnudaginn. Aight.

Sjáumst hressir.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Fös!

Komiði sælir.

Friday í dag - ekki slæmt. Helgin nokkuð pökkuð, alla veganna hjá yngra árinu.
Við tökum smá skokk í dag (litlir hringir, tröppufjör o.þ.h.) og endum svo á nettu spili:

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.

Muna eftir hlaupaskóm! Við færum fundinn okkar svo fram í næstu viku þar sem að stóri salurinn er bókaður. Einnig verða Ingvi og Teddi krýndir keilukóngar flokksins (í næstu viku).
  • Á morgun, laug, keppir svo yngra árið v ÍR í síðasta leiknum í Haustmótinu (mæting kl.13.15 - byrjar kl.14.00 á ír velli).
  • Á sunnudaginn eru HK-ingar búnir að bjóða okkur í æfingaleik í Fífunni (eldri kl.14.00 og yngri kl.16.00). Fátt sem toppar það (nema kannski Kórinn)!
Alles klar?
Sjáumst þá sprækir á eftir.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Wednesday, November 05, 2008

Jev!

Blek.

Jafntefli hjá nánast öllum ensku liðunum í meistaradeildinni - eigum við ekvað að ræða Gerrand! Best að redda vítaspyrnu (sem var samt víti) á 93 mín og skora úr henni í "sammann"! Dýrka manninn.

Alla veganna, erum að reyna klára skýrslurnar. Og er að reyna læra að gera lista vinstra megin á blogginu undir markahæstu menn, úrslit leikja ofl.

Þið megið setja mörkin í b liðs leiknum v ír hér í commentin, týndum miðanum með þeim nöfnum :-( Eins mega þeir sem komu á æfingu setja nafnið sitt svo þeir fái skráða mætingu (teddi gleymdi nafnalistanum á eldra ára æfingunni).

Mætingartalning fyrir október verður klár á æfingunni á föstudaginn, sem byrjar á venjulegum tíma (15.30) en endum hugsanlega á smá fundi!

Loks lítur helgarplanið svona út:

- Laug: C lið v ÍR á ÍR velli kl.14.00.
- Sun: Allir v HK í Fífunni kl.14.00 og 16.00 :-)


Athugið svo hvort einhver hefur tekið þróttajakkann hans Daníels Levin í misgripum síðasta laugardag (í leiknum v kr). Hann á að vera merktur!

Laters,
Ingvi og Teddi.

b lið v ír: 10 - 4 (björn s - aron br - stefán 3 - anton orri - pétur jóhann - andrés uggi! - ?).

- - - - - -

Mið!

Bledsen.

Tókum góða æfingu í fárviðrinu í gær. Einn fauk samt og Kristó rúllaði þrautinni upp. Ég fattaði að við klikkuðum á gallabuxnasekt, setjum það inn á næsta reglumiða :-)

Það er klassískur miðvikudag, frí hjá yngri, en vonandi full mæting hjá eldri:

- Æfing - Eldra árið - Gervigrasið - kl.16.30 - 18.00.

Veðrið sweet, grasið gott og allt að gerast.
Sjáumst hressir í kvöld,
Ingvi og Teddi.

p.s. skýrslurnar klárast vonandi á morgun, fim.

- - - - -

Mættu á æfingu: Björn S - Birkir M - Elvar Ö - Ólafur G - Daníel L - Páll Á - Daði - Aron Bj - Anton O - Hörður S - Sveinn A - Aron B.
Létu vita: Brynjar - Þorsteinn.

Monday, November 03, 2008

Þrið!

Jójójó.

Eftir nokkuð mikla keyrslu á fös og laug þá tókum við því frekar létt í dag, mánudag. Fín mæting hjá yngra árinu en aðeins meira í gangi hjá eldra árinu! Hefðum við verið gáfaðir og lesið commentin í síðustu viku þá hefðum við "audda" átt að slá saman æfingunum. Tökum þetta á okkur, en eldra árs æfingin var samt afar nett.

Anyway, þriðjudagur á morgun, frí hjá eldra árinu, en yngra árið mætir hresst rétt fyrir fjögur:

- Æfing - Yngra ár - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.

Stefni á smá tæknipróf, glænýja skotæfingu, hresst spil og hugsanlega nýja þraut!
Allt að gerast!

Síja,
Ingvi og Teddi.

p.s. þeir sem eru með miðnafn sem byrja á g og þ mega mæta 10 mín fyrr og pumpa í boltana :-)

- - - - -

Sunday, November 02, 2008

Mán!

Sæler.

Jæja, bara einn leikur eftir hjá okkur í Haustmótinu (c lið v ír um næstu helgi) - einhver önnur lið eiga eftir að keppa (kr v fylki) þannig að um næstu helgi ræðst hvar við endum í riðlunum.

En það er æfing á morgun, mánudag, samkvæmt plani:

- Æfing - Yngra ár - Gervigrasið - kl.16.40 - 18.00.

- Æfing - Eldra ár - Gervigrasið - kl.18.00 - 19.40.

Seinna í vikunni ætlum við svo að reyna að hafa smá fund með ykkur, fara yfir veturinn, markmið, áherslur ofl. Einnig styttist í keilumót flokksins :-)

En við sjáumst hressir á morgun.
Minni menn svo á sláarkeppnisverðlaun!
Ingvi og Teddi.

- - - - - - -

Ó je!

Sælir strákar.

Og til hamingju með snilldar frammistöðu í dag. Tókum KR í öllum þremur leikjunum. Erum ekkert smá sáttir með ykkur. Setjum inn skýrslur vonandi fljótlega.

Náði ekki að tala nógu vel við Pétur, Arnar, Nonna né Stefán í sambandi við meiðslin, en vona að þið verðir orðnir sprækir á morgun.

Stefán og Nizzar: :-)

Hafið það svo gott á morgun, sunnudag, og við sjáumst sprækir á mánudaginn.
kv,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Leikir KR - Haustmót!

Jamm.

Fengum fullt hús stiga á laugardaginn á móti KR - sýndum þar hvað í okkur býr - allt um það hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: A lið v KR í Haustmótinu.

Dags: Laugardagurinn 1.nóv 2008.
Tími: kl.10.00 - 11.15.
Völlur: KR gervigras.

Dómarar: Eftir 20 mín bið lét fínn dómari sjá sig, annar nokkuð góður tók svo við, sem lét fyrri reyndar vera 40 mín (við græddum reyndar á því)!

Aðstæður: Afar góðar, völlurinn fínn og hitinn góður.

Staðan í hálfleik: 1 - 1.

Lokastaða: 3 - 1.

Maður leiksins: Daði.

Mörk: Jón Konráð (35 mín) - Jovan (38 mín) - Sveinn Andri (67 mín).

Liðið: Hörður í markinu - Elvar Örn og Árni Þór bakverðir - Birkir Már og Jovan miðverðir - Anton Orri og Jón Konráð á kantinum - Njörður og Daði á miðjunni - Aron Bj og Sveinn Andri frammi. Varamenn: Daníel og Páll.

Frammistaða: - Slugs - tökum það á okkur :-(

Almennt um leikinn:
- Slugs - tökum það á okkur :-(

- - - - -
  • Hvaða leikur: B lið v KR í Haustmótinu.

Dags: Laugardagurinn 1.nóv 2008.
Tími: kl.11.15 - 12.30.
Völlur: KR gervigras.

Dómarar: Flottur dómari tók etta sóló, átti fínan dag (fyrir utan vítið).

Aðstæður: Flott veður og flottur völlur.

Staðan í hálfleik: 2 - 2.

Lokastaða: 6 - 5.

Maður leiksins: Stefán Pétur.

Mörk: Brynjar - Jón Kaldal - Stefán Pétur (2) - Björn (2).

Liðið: Kristófer Karl í markinu - Birkir Örn og Daníel L bakverðir - Bjarki L og Páll miðverðir - Björn Sigþór og Aron Br á köntunum - Jón Kaldal og Arnar á miðjunni - Brynjar og Stefán Pétur frammi. Varamenn: Ólafur Guðni, Pétur Jóhann, Daníel Þór og Bjarni Pétur.

Frammistaða: - Slugs - tökum það á okkur :-(

Almennt um leikinn:

Byrjuðum ekki alveg nógu vel - fengum á okkur frekar ódýr mörk, sérstaklega nr.2. En sýndum þvílíkan karakter að jafna - og komast svo 4-2 yfir með mögnuðum mörkum frá Stebba.

Vorum að spila nokkuð vel og áttum í raun að bæta við mörkum.

Í staðinn slökuðum við á - Mörk nr.3 og 4 hjá þeim voru alveg eins, við eltum ekki manninn inn (eða gerðum hann ekki rangstæðan). Vantaði tal og samvinnu þarna. Þurfum líka að passa að vera ekki að koma skuldunni á einhvern einn mann - sýna samvinnu og tæklann vandann.

En náðum að halda út - og niðurstaðan virklega flottur sigur.

- - - - -
  • Hvaða leikur: C lið v KR í Haustmótinu.

Dags: Laugardagurinn 1.nóv 2008.
Tími: kl.12.30 - 13.45.
Völlur: KR gervigras.

Dómarar: Einhver afar "tense" dómari tók etta sóló, kennir okkur samt að passa hvað við segjum í framtíðinni.

Aðstæður: Yndislegt veður og völlurinn geggjaður.

Staðan í hálfleik: 4 - 1.

Lokastaða: 9 - 1.

Maður leiksins: Viktor Snær / Nizzar.

Mörk: Andrés Uggi (2) - Bjarni Pétur (2) - Nizzar (3) - Pétur Jökull - Sigurður Þór.

Gul spjöld: Andés og Bjarni fyrir munnbrúk - Viktor Snær fyrir brot.

Liðið: Kári í markinu - Sölvi og Ýmir bakverðir - Hörður Gautur og Kristjón miðverðir - Daníel og Breki á köntunum - Bjarni Pétur og Viktor Snær á miðjunni - Nizzar og Andrés Uggi frammi. Varamenn: Sigurður Þór, Pétur Jökull, Marteinn Þór, Þorkell og Logi.

Frammistaða: - Slugs - tökum það á okkur :-(

Almennt um leikinn:
- Slugs - tökum það á okkur :-(

- - - - -

Saturday, November 01, 2008

Laug - leikir v KR!

Jamm.

Tókum ÍR örugglega áðan í B liðum. Þeir leikmenn sem spiluðu ætluðu svo að fara extra vel með sig í kvöld því við eigum þrjá leiki v KR í vesturbænum á morgun, laugardag.

Virkilega mikilvægt er að allir séu ready svo við lendum ekki í vandræðum. Ef allt er klárt þá veit ég að við munum standa okkur vel í öllum þremur leikjunum:

- A lið - Mæting kl.9.15 upp í KR heimili - keppt v KR frá 10.00-11.15:

Starting: Hörður - Birkir Már - Sveinn Andri - Jovan - Daði - Njörður - Elvar Örn - Jón Konráð - Aron Bj - Árni Þór - Anton Orri. Mæting 10.00: Páll Ársæll - Daníel L.

- B lið - Mæting kl.10.30 upp í KR heimili - keppt v KR frá 11.15 - 12.30:

Starting: Kristófer Karl - Stefán Pétur - Bjarki L - Aron Br - Brynjar - Arnar - Björn Sigþór - Birkir Örn - Jón Kaldal. Mæting 11.15: Ólafur Guðni - Pétur Jóhann - Daníel Þór - Bjarni Pétur.

- C lið - Mæting kl.11.45 upp í KR heimili - keppt v KR frá 12.30 - 13.45:

Kári - Andrés Uggi - Sigurður Þór - Þorkell - Ýmir Hrafn - Kristjón Geir - Logi - Nizzar - Sölvi - Benjamín - Breki - Viktor Snær - Hörður Gautur - Marteinn Þór - Pétur Jökull.

- Hvíla á morgun / keppa næst: Þorsteinn Eyfjörð - Róbert - Jón Gunnar - Sigurjón - Birkir Mar - Gunnar Valur.

Vona að ég sé ekki að gleyma neinum. Mætum á réttum tíma strákar, með allt dót.
Ekkert yfirát af nammi í kvöld þótt það sé hrekkjavaka!
Sjáumst tilbúnir í slaginn.
Ingvi og Teddi.

- - - - -