Tuesday, March 29, 2005

Fyrsta æfing eftir frí!

Sælir strákar.

Vonandi hafið þið haft það gott í pásunni.
en vonandi hafið þið einnig eitthvað hreyft ykkur!

Við byrjum svo á fullu í dag - fimmtudaginn. Á gær, mið, var
Ítalía - Ísland. nettur leikur. þeir sem eru með breiðbandið sáu hann.

En annars eru æfingar í dag á venjulegum tíma.

Eldra árið æfir kl.15.00

aron sér um að allir í langó séu klárir.
halli sér um að allir í vogó séu klárir.
og óttar sér um að allir í laugó (ekki eins töff og langó) séu klárir.

Yngra árið æfir kl.16.30

ævar sér um að allir í langó séu klárir.
símon sér um að allir í vogó séu klárir.
og hemmi sér um að allir í laugó séu klárir.

Thursday, March 24, 2005

Heimavinna!

Hey.

Svo við verðum ekki einungis í namminu og dvd-inu um páskana, þá er
hér smá prógramm sem við mælum með að þið takið. heyrið í félögunum
og kíkið aðeins út og hreyfið ykkur! Hérna er dæmið:

Fim: - Sund 6 * 25 metrar + pottur (það er frítt í allar laugar í rvk þennan dag).
Fös: - Létt útihlaup 10 mín skokk – 5 mín 90% hraði – 5 mín cool down – 5 mín teygjur.
Laug: - Hjólreiðatúr / Göngutúr. 30 mín.
Sun: - Halda á lofti í 15 mín – skalla á lofti í 10 mín – taka stofufótbolta við e-n í 20 mín.
Mán: - Skólavallar/gervigras/tennisvallarfótbolti. Hittast og spila 4 v 4. 60 mín.
Þrið: - 200 magaæfingar – 50 armbeygjur – 30 bakæfingar – 40 hopp.
Mið: - Körfubolti. Hittast og spila 4 v 4 á einhverri skólalóð. 45 mín.

Páskafrí!

Hey hey.

Hér með erum við komnir í viku páskafrí.

Fyrstu æfingar eftir hlé verða fimmtudaginn 31.mars á venjulegum tímum (eldri kl.15.00 og yngri kl.16.30).

Athugið svo að fyrsti leikir í Reykjavíkurmótinu hjá okkur verður laugardaginn 2.apríl á móti Fylki upp í Árbæ. Við erum sem fyrr með 4 lið – þannig að mikilvægt er að allir mæti á fim+fös æfingarnar eftir páska.

Eftir páska byrjar sem sé ballið! Þannig að leikmenn þurfa að fara mæta aðeins betur – taka aðeins betur á því á æfingum og koma sér í gott leikform. Við förum nú létt með það.

Gleðilega páska og hafið það gott.

Kv,
Ingvi – Eymi og Egill

Wednesday, March 23, 2005

Síðasta æfing fyrir páska!

Jó.

Munið eftir æfingunni í dag! Síðasta æfing fyrir páska.

Æfing 13.00 - 14.30.
Og svo gúff og vídeó kl.15.00.

Koma með 200 kjadl.

Aju

Tuesday, March 22, 2005

Úrslit!

Heyja luppa.

Þetta var bara nokkuð góður dagur hjá okkur. 50 nettir
guttar létu sjá sig og dag og tóku svona allt í lagi á því á móti FH.
Veðrið var geggjað og völlurinn fínn. Hvert lið spilaði í um
55 mínútur (nema eitt lið sem fékk lítið að spila í lokin (tökum
það alveg á okkur - sorrý)) og enduðu leikirnir svona:

- - - - -

Fyrsta lið: 0 - 2.

Line up: Snæbjörn - Sveinn Ó - Gylfi - Þorsteinn - Gunni Æ - Arnar Páll - Haukur - Þröstur - Ívar Ö - Gulli - Pétur Dan + Siggi E - Tumi - Bjarki Þ - Ágúst B - Halli - Davíð H - Óskar.

Mynd!

Maður leiksins: Gylfi Björn.

Almennt: Þokkalega góður leikur fyrir utan smá tíma í lok seinni hálfleiks. Vörðumst yfirleitt vel og voru miðherjaparið afar traust allan leikinn. Hefðum getað sett mark og þá helst í fyrri hálfleik. Boltinn hefði mátt rúlla aðeins betur á milli okkar - vissum ekki alltaf hvað við áttum að gera við boltann. Vantaði líka tal og viljan að fá boltann og gera eitthvað við hann. Við vorum líka fjölmennir þannig að það setti strik í reikninginn. ekki gott að ná jafnvægi í spilið okkar þegar við verðum að skipta inn á eins oft og við gerðum. En annars allt í lagi.

- - - -

Annað lið: 4 - 2.

Line up: Anton - Ingimar - Oddur - Aron H - Ingimar - Tommi - Valli - Dabbi - Jölli - Stymmi - Villi + Siggi I - Matti - Ævar - Baldur.

Mynd!

Mörk: Tommi 2 - Dabbi s - Stymmi.

Maður leiksins: Vilhjálmur.

Almennt: Fannst við vera mun betri allann leikinn. Klaufar að nýta ekki færin okkar í fyrri hálfleik. Eins að fá á okkur fyrsta markið þeirra - þar vörðumst við mjög illa og náðum ekki að koma boltanum burtu. misstum einbeitinguna alveg. En annars létum við boltann rúlla frekar vel - bjuggum okkur til fullt af færum og áttum fleiri skot á markið en vanalega. Fín vörn en samt fengu þeir aðeins of marga bolta inn fyrir út hraðaupphlaupum - hefðum þurft að stoppa þau, og þá jafnvel með broti. En klassa úrslit og fínt fyrir sjálfstraustið að fara í rvk mótið með jafntefli á móti víking og sigur á móti fh.

- - - - -

Þriðja lið: 1 - 6.

Line up: Binni - Jakob - Maggi - Einar Þór - Pétur - Arnar M - Ingó - Bjarki B - Símon - José - Hemmi + Óttar - Auðun - Atli F - Bjarki S - Róbert.

Mynd!

Mark: Hemmi.

Skástur inn á: Einar Þór.

Almennt: Komumst aldrei inn í leikinn. Liðið náði ekki að "konekta" og náðum mjög sjaldan að láta boltann rúlla vel á milli manna. Við vörðumst illa. Þeirra menn voru alltaf einir og fengu boltann allt of oft inn fyrir vörnina. Vorum of stressaðir og sendum óskynsamlega bolta fram á við beint á fh-inga. en eins og með fyrsta liðið þá vorum við kannski aðeins of margir og skiptum of ört. náðum aldrei að komast í takt við leikinn - og síðasti hálfleikurinn var náttúrulega allt of stuttur. þannig að við stressum okkur ekki of mikið á essu - en hefðum samt geta gert aðeins betur - mætt aðeins brjálaðri til leiks og til í smá fight!! gerum það strax í fyrsta leik í rvk mótinu á móti fylki!

- - - - -

Fermingarmyndir!

Já.

nokkrir strákar á eldra ári eru nú komnir í fullorðinna manna
tölu og bjóðum við þá velkomna meðal vor! bara til hamingju.

þess vegna grófum við upp þessar "fallegu myndir" af okkur í
þjálfarateyminu á þessum skemmtilega tímapunkti.

njótið vel!!

Ingvi
.
Eymi
.
Egill (bíddu var egill 10.ára þegar hann fermdist?)

Monday, March 21, 2005

Leikur v FH!

Heyja.

Á morgun, þriðjudag, eru leikir við FH á gervigrasinu okkar. Við breytum aðeins frá venjulegu skipulagi - þ.e. allir sem eiga að keppa eiga að mæta á sama tíma niður í Þrótt og dvelja þar frá 12.30 til 16.00. Þannig að í staðinn fyrir að keppa klukkutíma og fara svo heim, spila menn í 30 mín, slaka svo á, horfa á hina keppa, fá sér bláan powerade hjá Gulla, kíkja inn í sjónvarpsherbergi, detta út á tennisvöll, og keppa svo hinar 30 mín.
Skil jú?

Alla veganna, það er mæting hjá eftirtöldum niður í Þrótt á morgun, þrið, kl.12.20:

Brynjar – Guðlaugur – Tómas H – Vilhjálmur – Valtýr – Styrmir – Hafliði – José – Jökull – Oddur – Óttar H – Pétur H – Magnús I – Aron H – Auðun – Ívar Ö – Hákon A – Sigurður I – Sigurður E – Sveinn Ó - Gunnar Æ – Baldur – Róbert – Ólafur M – Matthías – Ingólfur U – Arnar M – Arnar P – Ævar H – Snæbjörn – Anton – Atli Freyr – Bjarki B – Bjarki Þ – Bjarki S – Bjarmi – Jakob F – Ágúst B – Símon – Ingimar – Hermann Á – Tumi – Pétur Dan – Óskar – Gunnar B – Flóki – Davíð H – Einar Þ – Ástvaldur – Gylfi Björn – Daníel Ari – Þröstur – Haukur - Þorsteinn - Davíð S.

Komast ekki / meiddir / hafa mætt illa: Daníel Ben – Einar – Aron Ellert – Raggi – Atli Ó - Davíð B - Hjalti Þór - Freyr - Hafþór Snær - Hreiðar Árni - Daði - Daníel - Egill Þ.

Látið okkur vita ef við höfum gleymt einhverjum!
- - - - - - -

Síðasta æfing fyrir páska er svo á miðvikudaginn. Hún hefst kl.13.00 – og eftir æfinguna ætlum við að gúffa “Gullasamlokur”, taka “3-bíó” inn í sal og rabba aðeins saman. Bara að koma með 200 kr fyrir samloku og kóki, og jafnvel handklæði, svo menn verða ekki subbulegir inn í sal!

Loks mæta allir að horfa á Fram – Þróttur kl.12.00 á Skírdag á Framvelli. Eftir það er bara páskaeggjargúff og “afslappelsi”. Fyrsta æfing eftir páska miðvikudaginn 30.mars

Sjáumst hressir,
Ingvi – Eymi og Egill

Mánudagsæfing!

Heyja.

Held að sumir hafi bara tekið páskafrí í boltanum samhliða skólafríinu!!

en svo er sko ekki. Leikur á morgun, þrið, og svo gúffogvídeóæfing á miðvikudag.

nettar æfingar í dag. vorum með ferskar "drills" upp úr nýja fótboltablaðinu sem
kjadlinn var að fá. eymi og egill voru báðar æfingarnar en það hefur ekki gerst síðan
tvöþúsundogeitt.

við tókum nokkrar myndir og koma þær hér inn fljótlega.
og svo koma fermingarmyndirnar í kvöld (mán) - um 22.00 leytið!!
þvílík spenna. tökum jafnvel könnun um hvaða mynd sé verst!

sjáumst svo á morgun.

Saturday, March 19, 2005

Plan fyrir páska!

Jamm.

Það er sem sé helgarfrí um helgina. Já, notið tímann og komið ykkur í “páskafrí-s-stemmningu”!

Dagskráin fyrir páska er annars þannig:

Mán 21: Æfingar á vanalegum tímum – yngri kl.15.00 + eldri kl.16.15.
Þrið 22: Leikir við FH –( fer eftir mætingu hverjir spila! ). Mæting kl.12.30 – búið kl.16.00.
Mið 23: Síðasta æfing fyrir páska – kl.13.00 – Alle sammen. Kók og súkk eftir æfingu!
Fim 24: Mfl v Fram á Framvelli kl.12.00.
Fös. 25 – Mið 30.mars: Páskafrí J
Fim 31.mars: Fyrsta æfing eftir páska – á vanalegum tímum.

Sjáumst svo hressir á mánudaginn.
Ingvi – Eymi og Egill

p.s. fylgist vel með um helgina. fermingarmyndir þjálfara birtast innan skamms!

Föstudagsæfingin!

Sæler.

veit ekki hvernig var hjá ykkur, en við unnum keflavík 3-1.
Þokkalega sáttur með það. nettur leikur. kallinn var flair á
vinstri kantinum. tók nokkur move, og átti meir að segja eina
dúndru!

en eymi og egill koma kannski með smá punkta frá æfingunni hér
fyrir neðan:

Friday, March 18, 2005

Föstudagurinn 18.mars!

Sælir.

Og velkomnir í páskafrí (í skólanum). Ekki slæmt.

Á æfingunum í kvöld (yngri 16.30 og eldri 17.15) fáið þig planið fyrir páska. Eymi og Egill taka æfingarnar þar sem kjadlinn verður á hægri á móti keflavík á sama tíma (reyndar í keflavík þannig að þið komist ekki að kíkja á kallinn, ekki eins og þið mynduð hvort sem er kíkja!!!!!).

Alla veganna, stemmning í kvöld.
Fáum nú massa mætingu.
aju

Vindur.is

Heyja.

Það var ótrúlega slök mæting í gær, fimmtudag. Samt ótrúlega ánægður með þá sem mættu. auðvitað mætir maður þótt það sé smá vindur. ef aðstæður eru ekki nógu spes þá tökum við nú alla veganna smá spil. man ekki eftir að hafa "offað" æfingu sökum veðurs!

þeir sleppa sem létu vita - en þeir sem tóku letingjann á þetta þurfa aðeins að hugsa sinn gang.

Við tókum nett spil á báðum æfingunum og fóru flestir sáttir heim.
Tökum okkur á!

Thursday, March 17, 2005

Fimmtudagur!

Sælir.

Blessuð blíðan!

Verðum með massa ferskar æfingar ef veðrinu slotar! Sjáum til.
annars er það bara ógeðis eða spil (köstum upp á það).

Gott hlaup í gær. en samt eru enn nokkrir sem þurfa að klára hlaupið.
engin sleppur við það!

Einn dagur í páskafrí. Koddu með það. Planið fyrir páska kemur svo
á æfingunni á morgun, fös.

En sjáumst í dag (eldri 15.00 og yngri 16.30).

Aju

Wednesday, March 16, 2005

heyja luppa.

Í dag (mið - 16.mars) er útihlaup í dalnum hjá þeim sem komust ekki í síðustu viku!

Það er mæting kl.16.00 niður í Þrótt í góðum skóm til að hlaupa í. Við tökum einnig léttar æfingar á staðnum. Búið um 17.15. Annars er frí hjá öðrum – og æfingar á venjulegum tíma á morgun, fimmtudag.

Eiga að mæta: Anton – Arnar M – Atli F – Atli Ó – Ástvaldur – Ágúst B – Bjarki S – Bolli – Bjarki Þ – Daníel A – Davíð H – Davíð B – Einar Þ – Freyr – Flóki – Gunnar B – Gylfi B – Hafþór S – Hermann Á – Hreiðar Á – Hjalti Þ – Jakob F – Ragnar – Snæbjörn – Tumi – Viktor – Ævar Hrafn – Ágúst – Davíð S – Daníel – Egill – Gunnar Ægir – Hafliði – Haukur – Ingólfur B – Jökull – Ólafur M – Pétur H – Róbert – Sigurður I – Styrmir – Sveinn Ó – Valtýr – Vilhjálmur.

Mega taka frí: Arnar Páll – Aron Ellert – Bjarki B – Bjarmi – Daníel Ben – Guðlaugur – Símon – Ingimar – Pétur Dan – Óskar. Aron Heiðar – Auðun – Baldur – Brynjar – Daði – Einar – Hákon Arnar – Magnús Ingvar – Tómas Hrafn – Ívar Örn – Oddur – Matthías – José – Oddur – Lúðvík Þór – Óttar Hrafn – Sigurður Einar - Þröstur.

Sjáumst,
ingvi – eymi og egill.

Sunday, March 13, 2005

Klassískur mánudagur!

Heyja.

Það eru æfingar á hefðbundnum tíma á mánudag:

Yngra árið æfir klukkan fimmtánhundruð (15.00).
og
Eldra árið klukkan ... u.. 16.15.

Við munum fara í varnarleikinn okkar og hananú.
aju

Úrslit!

Jó.

Það fór þannig að annað liðið sem átti að keppa við okkur í dag mætti ekki - ferlega lélegt.
Þannig að hvort lið fékk einn hálfleik í dag til að spreyta sig.

Hér eru upplýsingar um leik dagsins:

Þróttur - Fjölnir

Fyrri hálfleikur: 0 - 8.

Liðið: Raggi - Gunni - Ótti - Auðun - Ágúst - Halli - Arnar Páll - Ívar - Lúlli - Bjarki B - Óli M.

Skástur í dag: Óttar Hrafn.

Almennt: Við töluðum sérstaklega um að fá ekki á okkur mark í byrjun leiks. Djöflast vel í byrjun og fá jafnvægi í leik okkar. En nei nei, klaufuðumst til að fá á okkur mark snemma, og svo annað fljótt eftir það. Eftir það var eins og við dóum bara. Meira en hálft liðið tók EKKI á því í leiknum og eftir það var náttúrulega saltað yfir okkur. Við klikkuðum allt of oft að koma boltanum í leik eftir útspörk. Þeir pressuðum okkur mikið og það vantaði alla hreyfingu til að leysa úr því. Það vantaði alla grimmd, allt tal og allan vilja til að taka á þessum fjölnismönnum. Við getum svo miklu meira en það sem við sýndum í dag. Nokkrir menn börðust almennilega. Gleymum þessum hálfleik sem fyrst en munum að næst þegar við förum í þróttaratreyjuna út á völl til að keppa þá ber okkur skylda að gera okkar besta og taka almennilega á því. alltaf. ok sör.

- - - - -

Seinni Hálfleikur: 1 - 4.

Liðið: Raggi - Viktor - Aron Ellert - Hreiðar - Ágúst B - Tumi - Atli Freyr - Bjarki Þór - Pétur Dan - Gulli - Bjarki Steinn + Gunnar Björn - Atli Óskar - Óskar - Daníel Ari - Davíð Hafþór.

Mark: Bjarki Steinn

Maður leiksins: Aron Ellert.

Almennt: Byrjuðum vel og komumst fljótt yfir. hefðum átt að geta sótt meira á þá fyrstu 15-20 mín en þeir náðu fljótt yfirhöndinni og sóttu meira á okkur þanngað til yfir lauk. Vörnin var nokkuð þétt og náðum við að koma boltanum af hættusvæði fljótt. Það var ekki fyrr en 9 mín voru eftir að þeir bættu við og það síðasta kom svo á síðustu mínútunni. tvö ódýr mörk sem komu eftir háar og langar fyrirgjafir frá hægri. hefðum getað verið grimmari að fara í þá bolta. En hver leikmaður fékk kannski ekki mikið til að moða úr þar sem að Fjölnir klikkaði að koma með eitt lið. En það verður aftur leikur fyrir páska þar sem leikmenn fá meiri tíma. Nokkuð ánægður með þennan hálfleik. Góð mæting í leikinn og flestir að gera sitt.

- - - - -

Leikir við Fjölni!

Sælir.

Á sunnudaginn, 13.mars, eru tveir leikir við Fjölni á gervigrasinu okkar.

Mætingarnar í leikina eru eftirfarandi:

Mæting kl.12.00 niður í Þrótt á sunnudaginn – spilað frá 12.30 – 13.30:
Snæbjörn - Haukur – Ívar Örn – Ágúst – Þröstur – Lúðvík Þór – Daði – Daníel – Gunnar Ægir – Hafliði – Ingólfur U - Sigurður Einar – Sveinn Óskar – Óttar Hrafn – Pétur Hjörvar – Róbert.

Mæting kl.13.00 niður í Þrótt á sunnudaginn – spilað frá 13.30 – 14.30:
Ragnar – Aron Ellert - Bjarki S – Gylfi - Bolli – Atli Freyr - Arnar Páll – Tumi - Davíð H – Hafþór S – Bjarki Þór – Óskar – Ágúst B – Atli Óskar – Flóki – Gunnar Björn – Davið B – Viktor – Pétur D – Guðlaugur.

Láta vita ef þið komist ekki. Allir að mæta á réttum tíma!
Sjáumst hressir!

Leiksýning!

Jó.

Okkur í 4.flokki er boðið að sjá leiksýningu Menntaskólans við Sund; “Komin til að sjá og sigra” – sem sýnd er í Loftkastalanum kl.20.00 í kvöld, sunnudag.

En það eru aðeins takmarkaðir miðar í boði, þannig að þeir sem hafa áhuga á að fara á sýninguna verða að smessa á mig (ingva - 869-8228) fyrir kl.16.00 í dag - sunnudag!!

Okey sör!

Úrslit og myndir frá föstudeginum!

Hey.

Það var vel tekið á því á föstudaginn. Plássið var ekki mikið en
leikmenn og foreldrar létu það ekki á sig fá! 43 strákar mættu og
29 foreldrar/frændur/systkini. 72 að keppa á hálfum velli! algjör snilld!

En úrslitin voru þessi:

1.sæti: LIÐ 2.
.
2.sæti: LIÐ 4.
.
3.sæti / 4.sæti: LIÐ 5 og LIÐ 6 (sem var jafnframt valið nettasta lið keppninnar).
.
5.sæti: LIÐ 7.
.
6.sæti: LIÐ 3.
.
7.sæti: LIÐ 1.

Það sýndu margir góða takta og er pottþétt að við endurtökum þetta í vor!

Friday, March 11, 2005

Foreldrabolti!

heyja.

Í dag, föstudaginn 11.mars, ætlum við að breyta aðeins til og taka leik við þá foreldra, forráðamenn, (eldri) systkini og sætar frænkur sem “þora í okkur” - á æfingatímanum okkar!

Við munum spila frá kl.17.00 til kl.18.30 (þ.e. ef keppendur duga svo lengi). Og eftir leikina er ætlunin að gæða sér á pizzu og kók inn í stóra sal (allt búið um kl.19.00). Þannig að allir sem ætla að borða verða að láta vita í anddyrinu áður en við byrjum að spila – kostar 500kr á mann.
Við munum spila á tveimur litlum völlum, annað hvort í blönduðum liðum eða aldursblönduðum; fer eftir þáttöku.

Það verður svo þvílíkt blíðviðri!

Sjáumst hress,
Ingvi – Eymi og Egill

Thursday, March 10, 2005

Fim!

Heyja.

Sjáumst í dag, fimmtudag:

eldra árs púpur 15.00!

og

yngra árs kjúklingar 16.30!

Jebba - skot og læti!

Tilboð!

TILBOÐ Á ÞRÓTTARAVÖRUM Í MARS

Síðbuxur, stakar svartar (við gallann), 2 stk. á 5.500 (venjulegt verð 7.980).

Regnjakki, rauður með KÞ merki, kr. 2.990 (venjulegt verð 4.490).

TILBOÐIÐ GILDIR AÐEINS MEÐAN BIRGÐIR ENDAST Í MARS.

SJÁUMST, VERSLUNIN ÍÞRÓTT - ÁRMÚLA 17 - SÍMI 581 1212.

Wednesday, March 09, 2005

Myndir!

Jebba.
Það var vel tekið á því í hlaupunum í gær. Um helmingur lét sjá sig!
Í næstu viku verður önnur æfing fyrir þá sem ekki komust í gær!
.
Hérna er myndaalbúmið með myndum síðan í gær.
.
.
.
.
( 3 dagar í foreldraboltann)

Tuesday, March 08, 2005

Útihlaup!

Heyja.

Munið útihlaupið í dag kl.16.00 niður í Þrótti!
Mæta með góða hlaupaskó.
Búið um 17.10.

Svo venjulegar æfingar á fim,
og FORELDRABOLTI á föstudaginn.
Meir um það í vikunni.

sjáumst í dag.

Úrslit!

Heyj.

allt um leikina í gær:

Þróttur 0 - Víkingur 0.
Gervigrasið í Laugardal mán 7.mars kl.16.15.

Liðið (4-4-2): Anton - Ingimar - Oddur - Aron H - Siggi Ingi - Arnar Már - Davíð S - Valli - Villi - Styrmir - Danni Ben + Óli M - Bjarmi - Hemmi.

Liðsmynd!

Maður leiksins: Anton

Almennt: Þau fimm atriði sem við ætluðum að bæta í dag voru: Tal - Draga sig út á kantana - Vera svalir á boltann - Passa staðsetningar í vörninni og Halda boltanum innan liðsins (ekki alltaf senda erfiðustu sendinguna). Þetta gekk bara ágætlega - en misstum boltanum samt of oft.
En við náðum aðalmarkmiði okkar í leiknum, en það var að fá á okkur færri mörk en í síðustu leikjum. Við gerðum það svo sannarlega- héldum hreinu. Anton átti frábæran leik og bjargaði okkur trekk í trekk. Vörin var líka sterk en við misstum tökin á miðjunni þannig að þeir sóttu mikið á okkur, sérstaklega í seinni hálfleik. Við fengum nokkur færi - gerðum mun betur en í síðustu leikjum að fara upp kantana og fá fyrirgjafir. Getum enn gert betur og höfum alla veganna einn æfingaleik til að gera okkur klára fyrir RVK-mótið, sem hefst í byrjun apríl. Leikmenn stóðu sig flestir með prýði. Vantaði aðeins meiri kraft í suma en í heildina allt í lagi.

- - - - -

Þróttur 1 - Víkingur 6.
Gervigrasið í Laugardal mán 7.mars kl.17.30.

Liðið (4-4-2): Binni - Auðun - Hákon - Baldur - Maggi - Símon - Tommi - Matti - Einar - Jökull - Ævar + Bjarki B - Einar Þór - Jakob - José - Ási.

Liðsmynd!

Mörk: Matti

Maður leiksins: Jökull

Almennt: Við byrjuðum illa og fengum á okkur tvö mörk fyrstu fimm mínúturnar. Það er náttúrulega verulega slæmt og oft erfitt að halda áfram eftir það. En ef litið er á allan leikinn þá var ekki að sjá að við vorum slakara liðið. Við spiluðum oft mjög vel á köflum og vorum mjög nálægt því að skora nokkrum sinnum. Við bara vörðumst ekki vel í fyrri hálfleik og í byrjun seinni. Seldum okkur of ódýrt og aðstoðuðum ekki félaganna. Seinustu 20 mín í seinni voru klassi. Fengum ekki á okkur mark þá og áttum hverja sóknina á fætur annarri. Um helmingur af liðinu sýndi hvað í þeim býr en hinn helmingurinn átti ekki góðan dag! Léleg úrslit en margt gott sýnt.

Saturday, March 05, 2005

Leikur v Víking!

Sælir.


Á mánudaginn keppa tvö lið við Víking. Og seinna í vikunni keppa önnur tvö lið við Fylki og/eða FH.

Á mánudaginn er sem sé engin æfing, en í staðin hreyfum við okkur á þriðjudag eða miðvikudag (auglýst betur á mán – menn þurfa að vera vakandi!).

Mæting stundvíslega kl.15.30 niður í Þrótt á mánudaginn – spilað frá 16.15 – 17.30:

Anton – Sigurður Ingi – Ingimar – Valtýr - Aron Heiðar – Styrmir – Daníel Ben – Vilhjálmur – Oddur – Davíð S - Hermann Ágúst – Arnar Már – Ólafur M – Bjarmi.

Mæting stundvíslega kl.17.00 niður í Þrótt á mánudaginn – spilað frá 17.30 – 18.45:

Ragnar – Brynjar – Tómas Hrafn – Einar - Ævar Hrafn – Jökull – Hákon Arnar – Baldur – Ingólfur U – Matthías – Jakob F - Ástvaldur – Einar Þór – Auðun – José – Símon – Magnús I.

Allir aðrir leikmenn spila svo seinna í vikunni.

Heyrumst,
Ingvi – Eymi og Egill.

p.s. Munið: Þróttur – KR í deildarbikarnum á morgun, sunnudag kl.19.00 upp í
Egilshöll.

Friday, March 04, 2005

Helgin!

Hey

Á morgun, laugardaginn 5.mars, er æfing hjá öllum flokknum kl.14.30 – 16.00 á gervigrasinu okkar. Við förum í nokkrar mælingar, tökum aukaspyrnukeppni, en annars verður bara nett að hafa heilan völl! Þetta er ekki vanalegur æfingatími þannig að við skiljum alveg ef einhverjir hafa gert einhver plön.

Á mánudaginn keppa svo tvö lið við Víking. Og seinna í vikunni keppa önnur tvö lið við Fylki og/eða FH. Á mánudaginn er sem sé engin æfing, en í staðin gerum við eitthvað á þriðjudag eða miðvikudag (auglýst seinna).

Mætingarnar í leikinn á mánudaginn verða tilkynntar á æfingunni á morgun og á blogginu og meilinu eftir æfingu!

Hafið það svo gott um helgina – Áfram Hildur!!

The Coahcing staff

Fredag!

Heyj.

Það mæta allir á æfingu í kvöld, föstudag. finn það á mér!
ef það mæta 30 á hvora æfinguna þá tökum við góða
kók keppni í lok æfingar!

yngra árið mætir 16.30
og
eldra árið mætir 17.15.

Sjáumst eldhressir
ingvi - heimir og elvar

Fimmtudagsæfing!

Jebba.

Eymi kom með sína margumtöluðu upphitunaræfingu. sem var
bara ágæt. tókum svo 9v3 sem tóks svona lala. menn verða að bæta sig
í að vera búinn að ákveða hvað þeir ætla að gera við boltann. eins að vera
meira á tánum og tilbúnir að fá boltann. er það ekki??

annars bara stemmari. fórum svo í fyrirgjafir. u.þb. 10 í fl0kknum sem geta
"slengt" boltanum vel inn í. við þurfum að auka þessa tölu næstu mánuði. þið
getið þetta vel.

egill fékk frí - var að keppa með 1.flokk á móti víking. bara spil á næstu æfingu ef
hann hefur skorað (líklegt).

aju

Fjáröflun!

Nú líður að skiladegi fyrir pantanir á ýsu og rækju.

Skiladagur fyrir pöntun er í dag, 4. mars og verður varan afhent í Þróttaraheimilinu fimmtudaginn 10. mars milli kl 18:00 og 19:00.

Sölumenn í 4. flokki karla eru hvattir til að hraða sölunni.

Rækjurnar eru úrvals útflutningsrækjur frá Merlo. 2 kg pakkning selst á kr 2000,- og fær sölumaðurinn 900,- í sinn hlut.
Ýsan er roðlaus og beinlaus, lausfryst í flökum. 100% nýting á flökunum. 1 kg pakkning selst á kr 1000,- og fær sölumaðurinn 540,- í sinn hlut.
ATHUGIÐ að varan kemur að sjálfsögðu FROSIN og best að koma henni strax til kaupenda eða í frysti.

Nánari upplýsingar veitir Áslaug Ívarsdóttir. Sími: 695 1480

kveðja, Flokksráð 4. flokks karla