Wednesday, December 29, 2004

Úrslit úr mótinu!

Sælir.

og takk fyrir síðast. Þokkalega langur og strembinn
dagur í gær! En skemmtilegur.
Við hefðum getað gert mun betur en þessar tölur sýna hér fyrir neðan. Hefðum við verið með hausinn alveg í lagi og sýnt meiri metnað í hverjum leik þá hefðum við léttilega getað farið lengra í fleiri liðum. Það vantar enn þetta "killer hugarfar", að hugsa; "hvernig dirfist þetta lið að skora á okkur, eða vinna". Við látum of oft valta auðveldlega yfir okkur. En samt sýndum við margt gott. Flott spil á köflum og fín barátta hjá mörgum leikmönnum.

Við spiluðum 31 leik: 15 sigrar - 2 jafntefli og 14 töp.
Við skoruðum hvorki meira né minna en 83 mörk en fengum á okkur 69.

Við fórum áfram í liði 4 á eldra ári og liði 4 á yngra ári. Þessi lið enduðu svo á að spila úrslitaleikinn á móti hvor öðrum. Sá leikur fór í framlengingu (eftir að yngra árs liðið hefði komist í 3 - 1) og loks vítaspyrnukeppni.
Eldra árs liðið náði að vinna að lokum eftir svaðalega spennandi keppni. Eymi og Egill stjórnuðum því liði og ætluðu hreinlega að rifna af monti eftir leikinn. Ég tók samt bikarinn heim, höfum það á hreinu.

En hérna fyrir neðan eru öll úrslit.
heyrumst svo og farið varlega yfir áramótin.

- - - - - - eldra ár - - - - -

binni - jölli - tommi - stymmi - valli - aron - oddur:

Þróttur R. ÍR 0-4
Fram Þróttur R. 6-1
Þróttur R. Fylkir 1-5
Fjölnir 2 Þróttur R. 0-7

binni - siggi ingi - ingó - jose - óttar - pétur:

Þróttur R. ÍR 1-5
Fram Þróttur R. 0-1
Þróttur R. Fylkir 1-6
Fjölnir 2 Þróttur R. 2-4

egill - matti - auðun - óli ó - maggi - siggi e - halli:

Þróttur R. ÍR 0-1
Fram Þróttur R. 1-0
Þróttur R. Fylkir 2-2
Fjölnir 2 Þróttur R. 6-3

(egill/snæbjörn) - einar - róbert - þröstur - haukur - baldur:

Þróttur R. ÍR 5-0
Þróttur R. Fylkir 5-2
Fjölnir 2 Þróttur R. 2-6
Undanúrslit Þróttur R. KR 4-0
Úrslitaleikurinn Þróttur R. 2 Þróttur R. 5-4

- - - - - - yngra ár - - - - - - - -

anton - hemmi - bjarki b - ævar - einar - bjarmi:

Þróttur R. 2 Leiknir R. 2 4-0
KR 2 Þróttur R. 2 3-2
Þróttur R. 2 Fylkir 2 1-2
ÍR 2 Þróttur R. 2 1-5

snæbjörn - bjarki s - atli f - atli ó - tumi - viktor - gunnar b:

KR 2 Þróttur R. 2 3-0
Leiknir R. 2 Þróttur R. 2 6-2
Þróttur R. 2 Fylkir 2 2-4

raggi - kobbi - freyr - haffi - símon - davíð h:

KR 2 Þróttur R. 2 1-2
Fjölnir 3 Þróttur R. 2 3-0
Þróttur R. 2 Fylkir 2 1-0

(raggi) - ási - arnar m - gylfi - bjarki þ - pétur dan - flóki - ágúst b:

KR 2 Þróttur R. 2 0-2
Fjölnir 3 Þróttur R. 2 0-7
Þróttur R. 2 Fylkir 2 2-2
Undanúrslit Fjölnir Þróttur R. 2 2-3
Úrslitaleikurinn Þróttur R. 2 Þróttur R. 5-4

Monday, December 27, 2004

Innanhúsbolti!

hey hey.
hérna eru nokkrir punktar fyrir mótið á morgun.
kíkið á þá!

Almennt.
  • Vellinum er skipt í fjóra hluta og það er leikið á lítil mörk.
  • Fjöldi leikmanna er 5, þ.e. 4 útileikmenn og markmaður.
  • Frjálsar skiptingar (en skipta verður á miðlínu þegar boltinn er ekki í leik).
  • Spila verður í sokkum, stuttbuxum og treyju, en auk þess er skylda að vera í legghlífum.
  • Markmaður má ekki taka boltann upp með höndum eftir sendingu samherja (sama og vanalega).
  • Í stað innkasts, skal koma innspyrna (og ekki er hægt að skora úr innspyrnu).
  • Rennitæklingar eru alveg bannaðar.
  • Markmaður má ekki taka lengri tíma en 4 sekúndur til að koma boltanum í leik. Hann tekur þá alltaf markkast og verður að henda út fyrir vítateig.
  • ATH - Nýtt: Eftir að markvörður kastar út, má hann ekki koma aftur við boltann nema boltinn hafi farið yfir miðju, eða að mótherji hafi komið við hann. Annars er dæmd óbein aukaspyrna.
  • Leikið verður til úrslita og veitt verðlaun; bikar og gull- og silfurverðlaunapeningar.
  • Leiktíminn er 1*16mín.

Ítarlegt.

Hlaup:

  • Sóknarmenn krossa.
  • Varnarmaður og sóknarmaður krossa.
  • Sóknarmaður býður sig alveg til markmanns (losnar um hinn sóknarmanninn).
  • Varnarmenn bjóða sig og fá boltann – aftur á markmann sem sendir langan bolta fram.
  • Ath: vídd.

Annað.

  • Alltaf að sækja á þremur leikmönnum.
  • Alltaf taka þríhyrninga uppi við.
  • Markmaður kemur upp með boltann.
  • Alltaf að bjóða sig vel fyrir markmann.
  • Vera nálægt öllum mönnum, pressa vel (sérstaklega eftir mörk og þegar markvörður er í vandræðum).
  • Sóknarmenn sérstaklega duglegir að hjálpa til í vörninni. Keyra sig út.
  • Tala og vera með læti.
  • Vanda allar sendingar á okkar vallarhelmingi.
  • Skjóta sem mest.
  • Þjappa vel í vörn.
  • Vera óhræddir, sýna sjálfsöryggi og taka menn á.

koma svo.is

Halló!

Sælir strákar.

Hvernig hafið þið það!

Ég þakka fjölmörg jólakort sem bárust í sigluvoginn!
alveg súper.

Vonandi hafið þið haft það gott. gúffað vel. og chillað.

Á morgun, þriðjudag (ekki í dag mánudag hemmi), er svo mótið upp
í Egilshöll. Vona að menn séu með hugann við það.

Hérna fyrir neðan á blogginu eru liðin og mætingartímar þannig að allt
á að vera klárt. og hér fyrir ofan koma svo nokkrir punktar um innanhúsboltann!

Sjáumst svo ferskir á morgun.
.is

Wednesday, December 22, 2004

Reykjavíkurmótið innanhúss!

Reykjavíkurmótið innanhúss.
4.flokkur karla – Þróttur.
Haldið í Egilshöllinni, Grafarvogi.
Þriðjudaginn 28.des 2004. ( Frá kl.9.00 – 16.40).


Liðin og mætingar eru eftirfarandi:

• Lið 1 (eldra ár) – mæting kl.8.40 – spila 9.00-12.00: Brynjar – Vilhjálmur – Valtýr – Jökull – Styrmir – Tómas Hrafn - Oddur – Aron Heiðar.

• Lið 2 (eldra ár) – mæting kl.9.00 – spila 9.20-12.20: Egill Þ – Einar – Óttar H - Ingólfur U – Jose – Gunnar Æ – Pétur H – Sigurður Ingi.

• Lið 3 (eldra ár) – mæting kl.12.00 – spila 12.20-15.20: Egill Þ– Ólafur Ó – Matthías – Auðun - Ívar Ö – Magnús I – Hafliði – Sigurður E – Hákon Arnar – Daníel.

• Lið 4 (eldra ár) – mæting kl.12.20 – spila 12.40-15.40: Snæbjörn – Jón O – Ólafur M – Róbert – Haukur – Þröstur I – Lúðvík – Baldur – Daði.


- - - -


• Lið 1 (yngra ár) – mæting kl.12.40 – spila 13.00-16.00: Anton – Daníel – Ævar Hrafn – Aron Ellert – Bjarki B – Bjarmi – Hermann Ágúst – Einar Þ.

• Lið 2 (yngra ár) – mæting kl.13.00 – spila 13.20-15.00: Snæbjörn – Atli Freyr – Bjarki Steinn – Tumi – Viktor – Atli Óskar – Gunnar Björn – Bolli.

• Lið 3 (yngra ár) – mæting kl.15.00 – spila 15.20-16.40: Ragnar – Guðlaugur - Arnar Páll – Hafþór Snær – Símon - Davíð B – Freyr – Davíð Hafþór – Jakob.

• Lið 4 (yngra ár) – mæting kl.15.20 – spila 15.40-17.00: Ragnar – Ástvaldur – Bjarki Þór – Gylfi Björn – Óskar - Ágúst B – Pétur Dan – Flóki – Arnar Már – Hreiðar Árni.

- - -

Hafa mætt lítið fyrir jól – heyrið í mér fyrir mótið: Ágúst P – Davið S – Sveinn Óskar – Hjalti.

Jólafrí!

hey hey.

Það var nett stemmning á síðustu æfingunni fyrir jól.
snjóaði og allt! (við tókum sem sé ekki leik í gær, þriðjudag).

En við erum sem sé komnir í jólafrí, fyrir utan það að við hittumst
og keppum í hinu árlega Rvk móti innanhúss. En það er þriðjudaginn
28.des í Egilshöll.

Ég læt mætingarnar hérna inn fljótlega.

Annars óska ég, eymi og egill ykkur gleðilegra jóla.
Hafið það sem allra best.
Og sjáumst dúndurhressir á mótinu.

aju

p.s. eins gott að það verði 10 shout outs á þessari færslu!!

Monday, December 20, 2004

Síðasta æfing fyrir jól!

Hey hey.

Já í dag, mánudag, er síðasta æfing fyrir jól. Við náum ekki að
taka leiki á morgun eins og stóð til. En við lifum það alveg af. Komum
bara sprækir til leiks í Rvk-mótinu innanhús 28.des næstkomandi.

En eins gott að allir mæti í dag. Verið duglegir að draga alla á æfingu.

- Yngra árs æfingin er kl.15.00
og
- Eldra árs æfingin er kl.16.15.

Sjáumst allir!!
.is , .esl (ekki eins töff) og .eb (alveg off)

Sunday, December 19, 2004

Snjór + spil!

Hey.

Það bara hljóta allir að mæta á næst síðustu æfinguna á þessu ári.
ég þarf reyndar að skamma nokkra fyrir lélega mætingu í síðustu viku.

en í dag(sunnudag) tökum við bara skemmtilegt "tæklspil" í snjónum.

kl.12.30-14.00

sjáumst hressir.

Friday, December 17, 2004

Fös 17.des!

hey hey.

í dag er:

Hlaup + sund.
Mæting í hlaupagallnum fyrir utanLaugardalslaug (með sund dót og hrein föt í poka) kl.15.30.
Látið það svo berast.

Hafið það svo gott um helgina.
ingvi og co.

jólakvöldið + leikurinn

hey.

það var góður stemmari á jólakvöldinu á miðvikudag.
góð mæting og flestir í góðu skapi!
vídeóið vakti lukku og kakóið var nett.

- - - - -

við spiluðum svo við Fjölni um daginn.
upp í Egilshöll.

Já það held ég nú...kjeppinn er bara mættur hér fyrir framan tölvuskjáinn að skrifa um leikinn...biðst afsökunar á því hvað ég er seinn með þetta...en það sleppur alveg..jól og sonna.
En semsagt, lið 1 á yngra ári keppti við Fjölni og ljóst er að úrlsitin voru ekki góð. Við byrjuðum hinsvegar af krafti og skoruðum fyrsta markið í leiknum, Símon skoraði það eftir góða skyndisókn. Eftir það sáum við ekki til sólar og fengum 3 mörk á okkur fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik batnaði vörnin reyndar aðeins en samt sem áður fengum við 2 mörk á okkur. Þrátt fyrir það voru markmennirinir okkar að standa sig mjög vel, báðir tveir sem er mjög jákvætt. Það vantaði alltof mikið uppá hugarfarið hjá mörgum leikmönnum og spilið ekki næstum nógu gott. Vinnum með það á æfingum.
Maður leiksins: Ingimar

Wednesday, December 15, 2004

Jólakvöld + Leikur!

Leikur við Fjölni í dag, miðvikudag!

Mæting kl.15.30 upp í Egilshöll miðvikudaginn 15.des hjá eftirfarandi leikmönnum
– spilað frá 16.00-17.00:

Anton - Snæbjörn - Ævar Hrafn - Aron Ellert - Bjarki B - Bjarmi - Ingimar - Gylfi - Jakob Fannar - Símon - Ástvaldur - Arnar Már - Arnar Páll - Bjarki Steinn - Einar Þór - Hermann Á - Bolli - Viktor.

- - - - - - - - - -

Jólakvöld 4.flokks karla og kvenna!

Í kvöld, miðvikudagskvöldið, 15.des , ætlum við að koma okkur í jólastemmninguna og vera með jólakvöld niður í Þrótti.

Dagskráin byrjar kl. 19.00 og stendur til um kl. 21.00.
Kvöldið er fyrir leikmenn í 4.flokki karla og kvenna, auk myndarlegra þjálfara!

Dagskrá:
• Glens og grín
• Söngur – Bjöggi og Dögg
• Atriði frá flokkunum!!
• Vídeómynd með þjálfurum
• Upplestur!
• Kakó og piparkökur
• Hin árlega spurningakeppni milli flokka
• Jólahugvekja

Alger skyldumæting.
9 dagar til jóla!
Þjálfarar og foreldraráð

Tuesday, December 14, 2004

Planið fyrir jól!

Hey.

fínar æfingar í gær. góð mæting hjá eldra árinu en yngra árið
eitthvað að slaka á! tókum nokkrar æfingar í tengslum við
sköllun. stóðuð ykkur vel.

allir fengu svo planið út desember hjá okkur. Þeir sem mættu ekki
eða eru búnir að týna miðanum geta náð í hann - hérna -
tæknilegir!!

Á morgun, miðvikudag, er svo leikur hjá einu liði v Fjölni upp í Egilshöll
kl.16.00 (mæting 15.30). í kvöld birtist hverjir eiga að mæta í þennan leik.

ok sör. heyrumst.

Monday, December 13, 2004

Monday - 13.des!

Jó.

Æfingar í dag, mánudaginn 13.des á venjulegum tíma:

- yngra árið kl.15.00.
og
- eldra árið kl.16.15.

Við munum fara í sköllun út alla æfinguna!
Allir fá svo plan fyrir jólin.
Sjáumst í dag.
aju


Sunday, December 12, 2004

Mætingar!

Hey hey.

Smá tilraun hjá mér.

er að reyna að setja inn mætingarskjölin inn á netið svo þið getið kíkt á þau hér.
ef þetta virkar ekki þá þarf ég bara að plögga þetta betur.
ef þetta virkar þá er ég bara snellingur!

- mætingar í október -

- mætingar í nóvember -


Nýtt spilasystem!

Hey hey.

Þvílík mæting í dag enda stefndum við á nýtt spilasystem sem fól í sér að leikmenn spiluðu 6-7 leiki en alltaf með nýjum samherjum! svo yrði talið í lok æfingar hver hefði sigrað oftast.

Náði því miður ekki að redda tölvuforriti til þess að skipta í liðin í hvert skipti, en stóð mig ansi vel þrátt fyrir það! vorum reyndar með tvo mismunandi velli (stór mörk - lítil mörk). athugum það næst. það mættu 44 strákar - við skiptum í 4 lið og náðum 6 10mínútna leikjum.
Gos var í verðlaun og veðrið var lala!

hér gefur að líta efstu menn:

1.sæti: Valtýr - 6 sigrar.
2.sæti: Vilhjálmur - 5 og 1/2 sigrar.
3.sæti: Freyr - 5 sigrar.
4.sæti: Pétur Hjörvar - 4 og 1/2 sigrar.
5.sæti: Davíð Hafþór - Baldur - Jökull - Sigurður Einar - Ívar Örn - José - Ingimar og Snæbjörn - 4 sigrar.

tökum þetta pottþétt aftur (og þá mæta vonandi aðstoðarþjálfararnir!)
aju.

Sunnudagurinn 12.des

Hey.

13 dagar til jóla!

Nýtt system á spilaæfingunni í dag. Við munum draga í ný lið í hverjum
leik. Við tökum um 7-8 leiki þannig að það gæti tekið smá tíma að draga
fyrir hvern leik. en við reddum því alveg.

látið alla mæta:
sunnudagur kl.12.30-14.00.
gervigrasið.

Sjáumst,
ingvi (ekki í prófum), eymi (enn í prófum) og egill (í prófum en lærir ekki fyrir þau).

Friday, December 10, 2004

Föstudagsæfingin!

Sælir.

átti alltaf eftir að setja inn þessar myndir:

whazzzup - hvaðeruppi

annars er góð stemmning á föstudagi. massa skemmtilegar
æfingar í kvöld. nema ef það koma undir 25 á hvora æfinguna.
þá er ógeðishlaup í fimmta veldi!

sjáumst í kvöld.

yngra árið kl.16.30.
eldra árið 17.30.

ingvi boss - eymi keilustrákur og egill vestisstrákur.

Thursday, December 09, 2004

Fimmtudagsæfing!

hey.

bara 5 fóru fýluferð i gær. sem sleppur svo sem.
fengu meir að segja far heim :-)

alla veganna,
massa æfingar í dag:

eldra árið kl.15.00
og
yngra árið kl.16.30.

Það mæta allir!!
Sjáumst hressir.

ingvi, eymi (vonandi) og egill (sjáum til)

Wednesday, December 08, 2004

Frí á æfingu!!

Sælir.

Við tökum okkur frí í dag, miðvikudag!!

Við erum búnir að æfa og spila meir og minna 4-5 sinnum í viku að undanförnu. Þannig að ég vill bara að það verði góð mæting á fimmtudags - og föstudagsæfingarnar. Og svo tökum við skemmtilega spilæfingu á sunnudag.

Sem sé, frí á æfingu í dag, miðvikudag. Verið duglegir að láta þetta berast.

heyrumst - og áfram liverpool.
ingvi - 869-8228.

Mán + Þrið!

Hey.

tókum dýnubolta með eldra árinu í gær, þriðjudag. það var fín
mæting þrátt fyrir fyrihugaða þrekæfingu! en við frestum henni aðeins.

hraðinn var mikill í dýnuboltanum en engin slasaðist sem betur fer.
eymi braut heldur ekki rimlana að þessu sinni.
liðin voru mislengi inn á. til að mynda mitt lið; bláir, voru yfirleitt að hvíla,
sem þýðir að við tökum þetta aftur fljótlega.

- - - -

Það voru svo bara allir veikir á yngra árs æfingunni á mánudag.

en meir að segja eymi lét sjá sig. og með okkur voru það 18 gaurar
sem tóku á því.

fórum í fyrirgjafir og sáum við að við þurfum að fara meira í þær.
sumir þurfa að fara styrkja á sér lappirnar til þess að ná að "snudda"
boltana inni í. en það kemur. þið náði mér og dabba (beckham) bráðum.

Monday, December 06, 2004

Mánudagurinn 6.des!

jó.

Æfing í dag hjá yngra árinu á sama tíma og vanalega (15.00-16.15) á gervigrasinu.

En eldra árið:

Leikmenn

Æfingin í dag, mánudag, fellur niður þar sem að völlurinn er upptekinn.
Í staðinn tökum við góðan “ógeðisþrektíma” inni í langholtsskóla á morgun, þriðjudag, kl.16.15. Já – taka með sér þolið og innanhúsdótið!

Verið snöggir að láta þetta ganga svo menn fara ekki fýluferð í dag, mánudag.
Sjáumst, ingvi og co.

Þróttur - Fjölnir!

Þróttur 3 - Fjölnir 7 (auðun - gulli - sjálfsmark)

Síðasti leikurinn um þessa helgi. Spiluðum sem betur fer í Egilshöllinni og var ótrúlega nett að spila þar. Mætingin var líka ótrúlega góð. Við vorum með tvö 11 manna lið og keppti hver leikmaður í um 50 mín.

Við spiluðum fjóra 20 mín hálfleika og svo tvö styttri hálfleika. Þeir voru svona misgóðir. Það sem vantaði helst hjá okkur var tal og barátta en það voru bara nokkrir leikmenn að taka á því á fullu. Við þurfum líka að laga útspörkin okkar - við lentum of oft undir pressu og vantaði að menn hreyfðu sig og losuðu sig undan fjölnismönnum. Einnig gerðist það of oft að fjölnismenn komust einir í gegn og voru þá varnarmenn okkar of framarlega.
En við sýndum samt góðan varnarleik á köflum og björguðum oft nálægt markinu okkar. Raggi sýndi snilldartakta "trekk í trekk". Mörkin tvö sem við skoruðum voru þvílíkt flott. Og áttum við hæglega að geta skorað fleiri.
Skemmtilegur leikur en þurfum að taka meira á því, ásamt því að vera öruggari á boltanum.

man of the match: Viktor
man of the match: Tumi

Sunday, December 05, 2004

Leikir dagins!

Þróttur 3 - Fylkir 3 (tómas hrafn 2 - ingólfur)

ég ætlaði að taka pakkann á liðið fyrir leik en
ákvað að gera það seinna. kannski eins gott!
þurfum samt að bæta:
- mætingu á síðustu æfingu fyrir leik.
- mætingu á leikdag.

en leikurinn byrjaði ekki vel. fengum á okkur mark á
annarri mínútu. og mark nr.3 á fimmtándu mínútu. bæði
eftir horn og slæma hreinsun. 0 - 2 í hálfleik. náðum svo að minnka
munin fljótt - og svo að jafna skömmu seinna. fín mörk hjá tómasi, og
það seinna eftir vítaspyrnu. vorum svo kannski smá kærulausir því
þeir skoruðu aftur fljótlega eftir vítið. EN við hættum ekki og náðum að
jafna tíu mínútum fyrir lok.
vörnin var traust í leiknum og náðu turnarnir þeirra ekkert að komast í gegn
að viti. við misstum þó boltann of oft eins og vanalega - við mættum vera meira
í boði - og loks þurfum við að vinna með sendingar inn fyrir. byrjuðum 5-4-1 en
breyttum í 4-4-2 í hálfleik sem virkaði betur. Þokkalega sáttur við stigið.

man of the match: tómas hrafn

- - - - -

Þróttur 1 - Fjölnir 5 (josé)

Byrjuðum 3-5-2 og spiluðum þannig út allan leikinn. það hentaði okkur
ekki og náðum við aldrei almennilega að spila okkar bolta. við náðum ekki
miðjunni eins og við hefðum átt að gera. það voru of margir inn á sem tóku
ekki á því á fullu og er það svekkjandi fyrir þá sem gáfu allt í leikinn. það versta
við þennan leik, og fleiri hjá okkur, er að engin talar inn á vellinum. menn kalla ekki
nafnið sitt né hrósa félögunum inn á. þetta gildir kannski ekki um alla en samt um heildina.
þetta segir svo margt og verðum við að laga þetta.
við fengum tvö mörk á okkur á fyrstu 20 mínútunum og dregur það alltaf aðeins úr
mönnum (og það mátti ekki við því). við fengum samt nokkur góð færi sem við náðum ekki að
klára. annars voru framherjarnir oftast einir frammi að djöflast án þess að miðjumenn sóttu fram með. vörnin var nokkuð góð og passar það í raun ekki að við fengum á okkur fimm mörk! við spiluðum vel á köflum en sem fyrr fengum við of mörg mörk á okkur.

man of the match: pétur hjörvar


Saturday, December 04, 2004

Þróttur - Fjölnir!

Hey.

Það var svona frekar slök mæting á æfingarnar tvær sem
voru í gær. fámennt en góðmennt! völlurinn slapp alveg.
eymi og egill tóku seinni æfinguna því á sama tíma var eitt lið að keppa við Fjölni
upp í Árbæ.

Í dag, laugardag, keppa svo bæði eldra árs liðin niður í Laugardal, og á morgun
klárast þessi æfingaleikjapakki með leik hjá yngra árinu upp í Egishöll!
Já, leikurinn verður ekki á Fylkisgervigrasi, heldur upp í Egilshöll. mæting kl.10.30.

Þróttur - Fjölnir: 0 - 4.

Enn einn leikurinn þar sem við áttum í raun ágætan leik en fengum
á okkur ódýr mörk. og það eru víst mörkin sem telja. Byrjuðum frekar
illa og voru þeir miklu ákveðnari og grimmari. þeir öskruðu meira og pressuðu okkur
mikið þanngað til þeir voru búnir að skora tvö mörk. Man bara eftir öðru markinu en þá
náðum við ekki að hreinsa í tvígang burtu úr vítateignum. einstakir menn voru alveg
að berjast en eins og svo oft hjá okkur þá er ekki allt liðið samtaka í að djöflast á fullu.
en eftir mörkin þá gengu hlutirnir betur. fínt spila á köflum, á by the way, mjög "snjóugum" velli. það var erfitt að senda góðar sendingar og að móttaka boltann vel, getum kannski afsakað
okkur aðeins á því. áttum meirihlutan af seinni hálfleik, og markið sem þeir skoruðu þá átti
aldrei að koma. fengum svo tvö dauðafæri í seinni sem áttu að rata í netið. fínn leikur - léleg
úrslit.

maður leiksins: Bjarmi
tækling leiksins :-) : Gylfi

Friday, December 03, 2004

Leikir helgarinnar!

4.flokkur ka Knattspyrnufélagið Þróttur

Æfingaleikir helgina 3-5.des!!

Leikmenn – Það er brjálað að gera um helgina. Leikir hjá öllum. Vonandi komast allir að keppa, en ef það er eitthvað vesen, hafið þá samband og við græjum það!


Ath 1: Þeir sem eru ekki að keppa á morgun, fös, mæta á æfingu á venjulegum tíma.

Ath 2: Á laugardaginn er jólahverfismarkaður fyrir aftan stúku laugardalsvallar. Hann er frá 11.00 – 14.00 – Endilega látið sjá ykkur og takið mömmu og pabba með.

Ath 3: Kíkið á www.trottur.is og sjáið hver er tippari vikunnar Við erum að tala um 13 rétta!!

mætingartímar:

• Leikur v Fjölni – mæting kl.18.00 upp á Fylkisvöll á föstudaginn – spilað frá 18.30 – 20.00: Anton - Ævar Hrafn - Hermann Ágúst - Aron Ellert - Bjarmi - Gylfi Björn - Ingimar - Bjarki B - Símon - Ástvaldur A - Bjarki Steinn - Jakob Fannar - Arnar Már - Einar Þór.

• Leikur v Fylki – mæting kl.12.30 niður í Þrótt á laugardaginn – spilað frá 13.00 – 14.30: Brynjar - Valtýr - Styrmir - Einar - Vilhjálmur - Hákon Arnar - Baldur B - Sigurður Ingi - Matthías - Oddur - Tómas Hrafn - Aron Heiðar - Jökull - Ingólfur Urban.

• Leikur v Fjölni – mæting kl.14.00 niður í Þrótt á laugardaginn – spilað frá 14.30 – 16.00: Snæbjörn - Magnús I - Óttar H - Auðun - Haukur - Þröstur I - Ágúst - Lúðvík Þ - Davíð S!! – Óli M - Jón O - Ólafur Ó - Pétur H – Róbert - Gunnar Æ– Hafliði – Daði – Daníel – José – Ívar Örn.

• Leikur við Fjölni - mæting kl.10.30 upp á Fylkisvöll á sunnudaginn – spilað frá 11.00 – 13.00: Ragnar - Tumi - Atli Freyr - Arnar Páll - Ágúst B - Óskar - Viktor - Pétur Dan - Bjarki Þór - Guðlaugur - Davíð B - Hafþór Snær - Hjalti - Atli Óskar - Davíð Hafþór - Gunnar Björn - Hreiðar Á - Freyr.

Hey hey - föstudagurinn 3.des!

Sælir.

stuð í gær! eða svona. völlurinn heldur áfram að brillera.
egill og eymi voru líka að brillera í gær! báðir komu 30 mín of
seint. eymi kom svo með spaðaúrið sitt og egill kom í gallabuxum.
hvað er að frétta?

það er annars búin að vera mikil keyrsla í vikunni, og verður áfram
um helgina. vonum bara að allir vellir verði góðir fyrir leikina.

læt svo allt um leikina fljótlega inn á vefinn.
sjáumst.

Thursday, December 02, 2004

Hey hey.

Sælir.

Það var massa stuð í línubolta á þriðjudaginn hjá yngra
árinu. Við geymdum þrekið aðeins! Eymi var samt bara í
því að brjóta rimlana hægri vinstri. Þarf að athuga það.

Svo náðum við að ræna gervigrasinu í gær þar sem að tennisvöllurinn
var alveg ferlegur. nánast ónothæfur. en mætinginn var samt slök.
skamma menn í dag!!

í dag, fimmtudag, eru svo æfingar í slyddunni:
- eldra árið frá 15.00 - 16.30
og
- yngra árið frá 16.30 - 18.00

Við munum svo lána eysteini smá part af vellinum, þar sem hann bað
svo fallega. sjáumst