Friday, June 30, 2006

Helgarfrí!


Heyjó.

Það er skollið á helgarfrí. svo kallað hmhelgarfrí! alla veganna
ætlum við að taka fjarka á etta um helgina í hm horninu í
sigluvoginum. "kubb í hálfleik" og alles!

En hafið það svo gott um helgina. Það er einhver landsbankaafmælisveisla
niður í bæ á laugardag! Allir að kíkja á Sprota um kl.13.30 (jón
ragnar í mfl leikur hann). og svo mæta einhverjir fótboltagaurar úr úrvalsdeildinni
og taka einhver trix!

Á mánudaginn keppa tvö lið á móti Keflavík, Í Keflavík. Það verður farið
með rútu um kl.16.15 - og komið tilbaka um kvöldið. Æfing um morgunin
hjá þeim sem ekki keppa. Allt um þetta verður komið um miðjan dag á sunnudag.
Ok sör.

Go germany - Sjáumstum,
Ingvi - Eymi - Egill og Kiddi.

Thursday, June 29, 2006

Föstudagurinn 30.júní!

Hey.

Síðasti dagur júnímánaðar á morgun!
Hann verður svona hjá okkur:

- Aukaæfing um morgunin: kl.7.40 á þríhyrningnum.

- Létt skokk/reitur + pottur + HM leikur: Mæting kl.13.00 út á Valbjarnarvöll í hlaupaskóm/gervigrasskóm. Tökum létt skokk og smá reit, dettum svo í pottinn og loks beint niður í Þrótt að horfa á Argentínu - Þýskaland. Taka með sér sund dót + pening í sund og fyrir einhverju að gúffa með leiknum.

Það verður svo gott helgarfrí, en á mánudag keppa tvö lið við Keflavík.
Í næstu viku æfum við svo á morgnanna!

Sjáumst hressir,
Ingvi og co.

- - - - -
p.s. náði því miður ekki að klára um leikina (kom heim rétt fyrir miðnætti) - bara sorrý
ef einhverjir voru að vaka eftir því. Það verður klárt um hádegi á morgun (líka KR leikurinn). Bið ykkur
líka að spá í leikjunum með okkur - Tölum svo betur saman á Valbirni. Ok sör.

- - - - -

Leikir v Njarðvík og Fjölni!

Já.

Rétt upp hönd sem væri til í að gleyma gærdeginum!
Tveir tapleikir í gær - einn snemma og einn seint. Frekar mikill
undirbúningur og orka fór í þessa leiki og útkoman engan veginn
viðunandi. En allt um leikina hér:

- - - - -

Dags: Fimmtudagurinn 29.júní 2006.
Tími: Kl.16.00 - 17.15.
Völlur: TBR völlur.

Þróttur 1 - Njarðvík 4.
Staðan í hálfleik: 0 - 4.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3, 0-4, 1-4.

Stóð sig skást: Ævar Hrafn.
Mörk: Danni Ben (víti 45 mín).

Vallaraðstæður: Eins og allra best verður á kosið. Sól og hiti og völlurinn sjálfur nýslegin og flottur.
Dómarar: Jón Braga og Egill/Kiddi. Góðir að vanda.

Liðið (4-3-3): Anton í markinu - Gummi og Aron Ellert bakverðir - Gylfi og Diddi miðverðir - Ævar Hrafn, Jónas og Bjarki B á miðjunni - Bjarmi, Danni og Bjarki Steinn frammi + Arnþór Ari og Árni Freyr.


Frammistaða:

1-Anton: Ekki alveg tilbúinn í byrjun leiks, inn á milli óöruggur og hélt boltanum illa. En snöggur út í löngu boltana.
2-Jónas: Stóð fyrir sínu, bæði á miðjunni og í miðverðinum.
3-Gylfi: Virkaði frekar óöruggur í byrjun leiks, náði ekki að binda vörnina nægilega vel saman með Didda.
4-Danni Ben: Var soldið lengi að koma sér inn í leikinn, en vann á og spændi sig oft í gegnum vörnina þeirra, en hefði átt að skora 1 eða 2 mörk.
5-Ævar Hrafn: Eiginlega sá eini sem þorði að gera eitthvað með boltann. Hélt boltanum vel og bjó til fullt af hlutum. Hefði mátt skjóta meira á markið.
6-Bjarki Steinn: Komst seint inn í leikinn. Vantaði sprengikraft - en náði nokkrum sinnum að skapa góð færi.
7-Bjarmi: Hljóp allann leikinn og barðist vel. Nokkrar klassa fyrirgjafir.
8-Diddi:
Virkaði frekar óöruggur í byrjun leiks, náði ekki að binda vörnina nægilega vel saman með Gylfa. Komst svo meira inn í leikinn þegar á leið.
9-Bjarki B: Komst seint inn í leikinn. Var sprækari á miðri miðjunni og kláraði leikinn með ágætis baráttu.
10-Aron Ellert: Fyrsti leikur eftir frí. Var soldið óöruggur í byrjun en vann á og kláraði allann leikinn.
11-Gummi: Komst aldrei í takt við leikinn - náði ekki að skila boltanum nógu vel frá sér.

12-Krissi: Held að hann hafi ennþá ekki fengið á sig mark með A liðinu - allt til fyrirmyndar.
14-Arnþór Ari: Fín innkoma - kom sér strax inn í leikinn - jafnvígur á kantinn og bakvörðinn.
15-Árni Freyr: Klassa innkoma - mættur í öll návígi og barðist eins og ljón.


Almennt um leikinn:

Þetta var ein versta byrjun sem hægt er að eiga í fótboltaleik! Þeir skoruðu strax á 3 mínútu, annað markið kom aðeins seinna - og við vorum komnir 4-0 undir þegar um 18 mínútur voru liðnar. Er eiginlega enn algjörlega "blankó"á því hvernig þetta gat gerst.

Vörnin var eiginlega öll enn undir sæng fyrsta þriðjung leiksins. Var afar óörugg, var með vitlausar staðsetningar og svo hittum við ekki boltann trekk í trekk sem og gáfum erfiðar sendingar þvert á völlinn. Anton hefði líka mátt vera meira á tánum.

Get eiginlega ekki útskýrt þetta betur. Allt gekk upp hjá Njarðvík og við eiginlega ekki byrjaðir að spila leikinn. Kannski vorum við eitthvað óheppnir en við eigum að vera betri en þetta.

Eftir nokkrar breytingar þá breyttist okkar leikur til muna. Við komumst miklu meira inn í leikinn. vorum öruggari og byrjuðum að sækja á þá af krafti. En það að vinna upp fjögurra marka mun er bara allt, allt of erfitt. Eins voru þeir með frekar þétta vörn. En við komumst samt oft upp hægra megin, áttum nokkrar fína spretti og góðar fyrirgjafir - en náðum ekki að troða boltanum inn.

Danni skoraði úr víti í fyrri hluta seinni hálfleiks, kom sér svo í 2-3 afar góð færi sem enduðu því miður ekki í markinu. Hefðum vel getað minnkað muninn og kannski eitthvað meira - en því miður gekk það ekki eftir.

Hefði kannski átt að taka "willum" á etta! í byrjun eða í hálfleik - það hefði kannski vakið ykkur og sett ykkur meira í gírinn.
Við vorum búnir að undirbúa okkur vel fyrir leikinn. Æfðum þrið og mið, tókum fínan fund. Nýjir búningar, völlurinn og veðrið snilld, allir þjálfarar á staðnum. Allt til fyrirmyndar. En þetta getur gerst.
Nú þurfum við bara að peppa okkur saman, fara að hugsa um Keflavíkurleikinn á mánudaginn. Það er leikur sem við getum og verðum að vinna. Veit að við komum sterkari til leiks þá.
Sammála?

- - - - -

Dags: Fimmtudagurinn 29.júní 2006.
Tími: Kl.20.30 - 21.45.
Völlur: TBR völlur.

Þróttur 2 - Fjölnir 9.
Staðan í hálfleik: 1 - 4.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 1-2, 1-3, 1-4, 1-5, 1-6, 2-6, 2-7, 2-8, 2-9.

Maður leiksins: Gulli.
Mörk: Anton Sverrir (20 mín) - Mikael Páll (40 mín).

Vallaraðstæður: Eins og allra best verður á kosið. Sól í byrjun og völlurinn sjálfur nýslegin og flottur.
Dómarar: Jón Braga og Bjarni og José á línunni. Fínt par.

Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Viktor og Tolli bakverðir - Jakob Fannar og Nonni miðverðir - Stebbi og Símon á köntunum - Arnar Bragi og Bjarki Þór á miðjunni - Anton Sverrir og Gulli frammi + Daði Þór, Mikael Páll og Gunnar Björn.


Frammistaða:

1-Anton: Svipaður og í leiknum í dag. Varði oft vel og kom boltanum betur frá sér. En vantaði einhvern stöðuleika.

2-Tolli: Þarf að passa staðsetningar í bakverðinum þegar markvörður sendir út. Skila boltanum aðeins betur frá sér - en fín barátta.
3-Nonni: Vantaði aðeins að binda vörnina meira saman með Kobba. En var duglegur og átti öll návígi.
4-Stebbi: Tók smá tíma að koma sér inn í leikinn á kantinum. Átti oft fína spretti frammi í seinni hálfleik.
5-Gulli: Afar duglegur, stoppaði ekki allann tímann. Vantaði oft bara lokasendinguna á hann til þess að setja hann innfyrir.
6-Arnar Bragi: Vantaði aðeins meira tal inn á vellinum. Sem og að lesa leikinn aðeins betur. En fín vinnsla.
7-Bjarki Þór: Vantar enn meiri grimmd. Þarf að vera meiri kóngur inn á því hann hefur allt sem þarf til þess.
8-Viktor: Vantar að lesa leikinn betur, hvenær á að stíga manninn út ofl. En varðist oft ágætlega og barðist.
9-Kobbi: Vantaði aðeins að binda vörnina meira saman með Nonna. Tala og stjórna og lesa leikinn aðeins betur.
10-Símon: Horfði of mikið á hvað er að gerast inn á vellinum. Þurfti að vera duglegri að koma sér inn í leikinn. En átti marga fína spretti í byrjun seinni hálfleiks. Þarf að gera meira af því að taka menn á.
11-Anton Sverrir: Hefur oft verið betri. En var mikið í boltanum og reyndi að djöflast. Svekkti sig aðeins að fá ekki nokkrar aukaspyrnur. En klikkað mark.

12-Gunnar Björn: Ágæt innkoma - barðist vel - en eitthvað vantaði, ásamt hinum í vörninni, til þess að varna öllum þessum mörkum sem við fengum á okkur.
16-Daði Þór: Góð barátta á kantinum. Hefði kannski mátt koma með fleiri fyrirgjafir frá vinstri.
18-Mikael Páll: Fínasta innkoma og geggjað mark.


Almennt um leikinn:

Veit ekki alveg hvernig við förum að þessu! Fjölnismenn ná að skora tvö mörk á fyrstu 6 mínútunum í báðum hálfleikjum. Þetta náttúrulega brýtur gríðarlega niður og gerir liðinu ansi erfitt fyrir. Og öll þessi mörk virtust vera frekar ódýr - við stöndum of framarlega eða þeir ná að labba í gegnum okkur.

Vörnin var allt of glopótt og vantaði algjörlega tal á milli manna. Vörnin á að virka eins og vel smurð vél. Menn verða að stjórna hvor öðrum, treysta á hvorn annan og hjálpa hvor öðrum. Þetta vantaði algjörlega.

Inn á milli létum við boltann vel á milli okkar. Við komumst oft inn á þeirra þriðjung og vantaði oft bara herslumuninn á að við kæmum okkur í virkilega góð færi. En við fengum samt nokkur góð færi en við náðum bara að nýta tvö þeirra vel. Bæði mörkin okkar virkilega flott og bara jákvætt um þau að segja.

En það er erfitt að sækja bara á tveimur mönnum. Kantmennirnir okkar hefðu mátt vera duglegri að keyra með og setja smá pressu á fjölnismennina.

Annað sem vantaði varnarlega var að hægja á Fjölnismönnum þanngað til að miðjumennirnir okkar væru komnir. eins að vera klókir og vísa þeim inn að miðjunni eða í átt að samherja. Þannig vinnur maður boltann og býr til hraða sókn.

Við þurfum virkilega að taka okkur á strákar. við erum búnir að vera frekar slakir í síðustu tveimur leikjum á móti liðum sem eiga vera svipuð og við. Förum að búa til sigurvilja og fáum upp meiri grimmd í okkur. Spilum agaðri bolta og keyrum okkur algjörlega út.
Og hlökkum til að standa okkur í næsta leik - á móti keflavík á mánudaginn.

- - - - -

Wednesday, June 28, 2006

Fimmtudagurinn 29.júní!

Heyja.

Hérna er miðinn með plani morgundagsins. Athugið að
tíminn á seinni leiknum breyttist - það verður algjör kvöldleikur,
vona að það reddist alveg!

- - - - -

Leikmenn

- Á morgun, fimmtudag, eru tveir leikir í Íslandsmótinu; einn við Njarðvík og einn við Fjölni. Leikirnir byrja kl.16.00 og 20.15 (ath-seinni leikurinn er ekki strax á eftir og er ekki kl.18.30 eins og fyrst stóð).

- Það er æfing hjá þeim sem ekki keppa; kl.15.00 á Þríhyrningnum.

- Allir klárir í átök, með allt dót í tösku, flestir komnir í Þróttaragallann og með stullur og sokka!

Þið heyrið í okkur ef það er eitthvað,
Ingvi, Eymi, Egill og Ekiddi.

- - - - -

- Mæting kl.15.00 niður í Þrótt – keppt v Njarðvík kl.16.00:
Anton – Jónas – Daníel Ben – Bjarki B – Gylfi Björn – Bjarmi – Bjarki Steinn – Ævar Hrafn – Einar Þór - Árni Freyr – Kristján Einar – Guðmundur Andri – Arnþór Ari.

- Mæting kl.19.30 niður í Þrótt – keppt v Fjölni2 kl.20.15:
Kristján Orri!! – Arnar Bragi – Jakob Fannar - Viktor – Bjarki Þór – Símon – Guðlaugur – Stefán Tómas – Úlfar Þór – Jón Kristinn – Þorleifur – Anton Sverrir – Daði Þór – Mikael Páll - Aron Ellert! - Gunnar Björn!

- Æfing kl.15.00 á þríhyrningnum hjá þeim sem ekki keppa:
Starkaður – Ágúst Ben – Flóki - Tumi – Óskar – Jimmy – Pétur Dan – Jónmundur – Davíð Hafþór – Orri – Ágúst Heiðar – Matthías – Elvar Aron – Gunnar Robert – Hákon – Sindri – Viktor – Fannar – Davíð Þór. ?: Dagur – Gabríel – Ingvar – Kevin Davíð.

- Eru í fríi:
Ástvaldur Axel – Reynir – Arnar Páll – Emil Sölvi – Anton Helgi – Tryggvi – Kristófer – Aron Ellert – Atli Freyr – Jóel – Kormákur – Daníel Örn – Arnar Már – Ingimar – Ásgeir – Snæbjörn – Daníel I – Arnar Kári – Arianit – Leó – Hreiðar Árni – Anton Elí.

Tuesday, June 27, 2006

Leikur v KR!

Heyja.

Það var einn leikur við KR á þriðjudaginn á TBR velli.
Svo sannarlega ekki okkar besti leikur í mótinu. En allt
um hann hér:

- - - - -

Dags: Þriðjudagurinn 26.júní 2006.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: TBR völlur.

Þróttur 0 - KR 8.
Staðan í hálfleik: 0 - 5.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3, 0-4, 0-5, 0-6, 0-7, 0-8.

Stóð sig skást: Jónmundur.
Mörk: - - - - -

Vallaraðstæður: TBR völlur upp á sitt besta, nýsleginn og fínn. Svo var líka þetta klassa veður.
Dómarar: Kiddi tók etta sóló og stóð sig eins og Frisk.

Liðið (4-4-2): Orri í markinu - Sindri og Gunnar Björn bakverðir - Viktor og Tumi miðverðir - Davíð Hafþór og Hákon á köntunum - Arnar Páll og Starkaður á miðjunni - Ágúst Ben og Pétur Dan frammi + Jónmundur, Ágúst Heiðar, Reynir, Óskar, Jimmy, Mikael Páll, Anton Helgi, Davíð Þór og Elvar Aron.

Frammistaða:

Orri: Var hreinlega ekki mættur, getur mun, mun meira.
Sindri: Temmilegur, en hefur leikið betur.
Gunnar Björn: Var að vinna vel til baka, en átti of margar feilsendingar.
Viktor: Sæmilegur, en var ekki nógu öflugur í návígum.
Tumi: Hljóp mikið, en það er ekki nóg í fótbolta, þarf að vera ákveðnari í návígum og fara meira í skallabolta.
Davíð Hafþór: Var að spila bolta ágætlega og var skástur ásamt Jónmundi.
Hákon: Ekki alveg nógu virkur á kantinum, þarf að biðja meira um boltann og koma sér meira inní leikina.
Arnar Páll: Sýndi ekki sitt rétta andlit, getur mun betur.
Starkaður: Hefur oft verið betri, þarf ásamt Arnari Páli að átta sig á því að báðir miðjumennirnir geta ekki verið frammi.
Ágúst Ben: Kom sér góð færi, en hefði getað gert mun, mun betur í þeim færum.
Pétur Dan: Ekki nógu duglegur að fá boltann í fætur og skila honum til baka, þarf að vera miklu grimmari.
Jónmundur: F'in innkoma, var nokkuð traustur í vörninni.
Ágúst Heiðar: Ekki nógu ákveðinn í návígi. Vantar að koma sér inn í leikinn.
Reynir: Kom inná og var sossum að hlaupa slatta, en var ekki nógu mikið í boltanum.
Óskar: Sæmileg innkoma, getur samt mun betur.
Jimmy: Fínasta innkoma, tapaði ekki návígi, en þarf að læra að skila boltanum á næsta mann.
Mikael Páll: Ekki alveg nógu góð innkoma, þarf að vera langtum ákveðnari á vellinum, ýta frá sér takk fyrir!
Anton Helgi: Þarf eins og margir í liðinu að átta sig á því að það að fara í návígi mun ekki drepa mann, en fyrir utan það, stóð hann sig ágætlega.
Davíð Þór: Fín innkoma, reyndi að koma sér í leikinn en fékk of sjaldan boltann þegar hann var laus.
Elvar Aonr: Virtist alls ekki tilbúinn til að spila leikinn, full mikið á hælunum.

Almennt um leikinn:

Alveg ferlega svekkjandi að tapa svona stórt á móti þessu liði. Menn voru eiginlega alveg á hælunum frá fyrstu mínútu. Fengum á okkur 3-4 afar ódýr mörk á fyrstu 20 mínútunum. menn voru svo innilega ekki mættir til að berjast til blóðs!

Það vantaði tal og stjórnun. Það vantaði að standa rétt og hreinsa boltanum almennilega. Það vantaði að vera rólegir á boltann og senda svo góða sendingu á næsta mann. Og það skrýtnasta er í þessu að við getum þetta allt. Við erum með góða leikmenn sem eiga að gera betur.

Ég er orðinn soldið þreyttur á því að leikmenn virðast ekki þora að skalla boltann og virðast ekki þora fara í návígi, KR-ingarnir komust oft í gegn á baráttunni einni saman, þjösnuðust í gegnum alla okkar menn og við köstuðust af þeim eins og ég veit ekki hvað. Nú er kominn tími á að hætta öllum tepruskap og mæta mönnum af hörku, þá ég ekki við að vera grófur, heldur bara ákveðinn og ætla sér að vinna tæklinguna, það byrjar strax á næstu æfingu takk fyrir!

Ef að við værum með lið sem gæti ekki blautann og væru algjörir aumingjar þá væri mér alveg sama, en málið er bara að þið getið svo miklu, miklu meira og í fótbolta á varla að vera hægt að tapa með 8 mörkum, nema nottla að enginn nennir neinu, þá er það ekkert mál, ég meina, sænsku nördarnir töpuðu 8-1 fyrir sænsku meisturunum!! Það sem ég er að segja er að ef við mætum með rétt hugarfar í næsta leik, enginn fíflalæti, heldur einbeiting að leiknum, þá munum við vinna leikinn!

Commentin hér að ofan eru bara til að efla ykkur strákar. Við erum alls ekki að reyna að vera leiðinlegir. En aðalpunkturinn er að þeir sem ætla ekki að mæta í næsta leik af heilum hug, geta verið eftir heima! Það er alveg klárt mál. Þó svo að menn séu ekki með boltatæknina upp á 100%, þá geta menn samt alltaf barist og reynt að gera sitt besta. það var ekki gert í dag.

Og eitt að lokum - endilega heyrið í okkar ef það er eitthvað sem við erum að gleyma, eða eitthvað sem ykkur finnst við virkilega þurfa að fara í.

Alright.
- - - - -

Monday, June 26, 2006

Vikuplan!

Heyja.


Hérna kemur gróft vikuplan. (Set daginn í gær með litlum stöfum):

mán 26.júní:

- 2 Leikir við Fylki á Suðurlandsbraut.
- Æfing kl.14.30 á Suðurlandsbraut hjá þeim sem ekki keppa.


þrið 27.júní:

- Leikur v KR - Mæting kl.16.00 niður í Þrótt - keppt við KR kl.17.oo á TBR velli:

Starkaður - Viktor - Arnar Páll - Davíð Hafþór - Tumi - Gunnar Björn - Jónmundur - Ágúst Ben - Pétur Dan - Óskar - Jimmy - Reynir - Mikael Páll - Sindri - Davíð Þór - Anton Helgi - Hákon - Orri - Matthías - Elvar A - Ágúst H.

Ath - Láta vita ef þið komist ekki - eins ef ég hef gleymt einhverjum! Þeir sem mæta í leikinn passa að vera með allt dót (hvítar stullur og hvíta sokka og rauðan upphitunarjakka) (í tösku) og ready í leikinn!

- Æfing kl.13.30 -14.45 á Suðurlandsbraut hjá þeim sem ekki keppa (og kepptu í gær v fylki).

mið 28.júní:

- Spilæfing kl.14.00-15.30 á Suðurlandsbraut hjá öllum.

- Mfl v Leikni kl.20.00 á Valbirni. Boltasækjarar klárir!

(-Aukaæfing kl.7.40 - 8.30 á Þríhyrningnum - alveg frjáls mæting).

fim 29.júní:

- Leikir v Njarðvík og Fjölni 2. (Mætingar auglýstar seinna í vikunni).

- Æfing kl.15.00 á Suðurlandsbraut hjá þeim sem ekki keppa.


fös 30.júní:

- Hlaup + pottur og svo Þýskaland - Argentína niður í Þrótti á breiðtjaldi.

(-Aukaæfing kl.7.40 - 8.30 á Þríhyrningnum - alveg frjáls mæting).

- - - - -

Í fríi: Kristófer - Tryggvi - Emil Sölvi - Anton Elí - Daníel Örn - Ingimar - Stefán Tómas - Stefán Karl - Arnar Már - Aron Ellert - Atli Freyr - Ásgeir - Flóki - Hreiðar Árni - Leó - Snæbjörn - Arianit - Arnar Kári - Daníel I - ? : Dagur- Gabríel Jóhann - Ingvar - Kevin Davíð - Gunna Robert.

Sunday, June 25, 2006

Leikir v Fylki!

Jó.

Tvö naum töp í dag í rigningunni á mánudaginn. með meiri sigurhefð í
töskunni þá hefðum við tekið etta kaffi! en alles her:

- - - - -

Dags: Mánudagurinn 26.júní 2006.
Tími: kl.16.30 - 17.45.
Völlur: Suðurlandsbrautin.

Þróttur 0 - Fylkir 1.
Staðan í hálfleik: 0 - 1.
Gangur leiksins: 0-1.

Maður leiksins: Anton.
Mörk: - - - - -

Vallaraðstæður: Suðurlandsbrautin frekar blaut, línurnar illsjáanlegar og úði nánast allan leikinn.
Dómarar: Jón Braga og Sindri Már traustir.

Liðið (4-3-3): Anton í markinu - Gummi og Diddi bakverðir - Einar Þór og Gylfi miðverðir - Bjarki B, Bjarmi og Jónas á miðjunni - Ævar Hrafn, Árni Freyr og Danni Ben frammi + Ástvaldur Axel og Bjarki Steinn.

Frammistaða:

Anton: Var kannski ekki alveg á tánum í byrjun en kom sér inn í leikinn þegar á leið. bjargaði samt oft ótrúlega vel. Fór í öll einvígi á fullu og í heild klassa leikur.
Gummi: Prýðisleikur. Held fyrsti leikurinn með þessum hópi. Stimplaði sig vel inn.
Diddi: Enn og aftur góður leikur. Fínn talandi og alltaf hægt að finna hann í lappir.
Einar Þór: Fínasti leikur, les alltaf leikinn vel og er afar öruggur.
Gylfi Björn: Á fullu allan tíman - í fullu í allar tæklingar. Vann boltann oft og skilaðu honum vel frá sér.
Bjarmi: Fín vinnsla, náði samt ekki að koma sér nógu vel í takt við leikinn.
Jónas: Soldið einn að djöflast í miðjunni, en gerði það vel. Vantaði kannski að fara alla leið og klára með skoti. En það var erfitt þar sem halda þurfti alltaf einum miðjumanni tilbaka.
Bjarki B: Fín keyrsla, náði samt ekki að setja mark sitt nógu vel á leikinn.
Árni Freyr: Komst ekki nógu vel í takt við leikinn, býr mun meira í honum, þyrfti að nota líkamann meira til að skýla boltanum, en það kemur.
Danni Ben: Skapaði oft mikil sóknarfæri fyrir okkur en vantaði aðeins upp á sendingar, og svo að klára með marki.
Ævar Hrafn:
Komst soldið seint inn í leikinn, lá soldið til baka á vellinum en tók oft góð hlaup þar sem hann hefði mátt fá boltann.
Ási: Fín innkoma djöflaðist á miðjunni og vann vel.
Bjarki Steinn: Líka fín innkoma, var samt ekki nógu duglegur að losa sig frá varnarmanni og koma sér í svæði.


Almennt um leikinn:

Get eiginlega ekki verið fúll - sérstaklega þar sem ég sá alla leikmenn taka á öllu sem þeir áttu. Við tókum smá "sjens" og prófuðum leikkerfið 4-3-3. Fram á við virkaði það ágætlega, það opnuðust svæði afar mikið og vorum við eiginlega klaufar að ná ekki að setja alla veganna eitt mark í fyrri hálfleik. Það vantaði að síðasta sendingin innfyrir væri það góð að menn gætu bara sett hann í fyrsta!

En varnlega var þetta soldið erfitt. En það var samt aðallega út af lélegum sendingum og stressi því við misstum boltann alltof oft og fengum þá hratt á okkur. En við gerðum vel í að stoppa þá af og héldum hreinu í klukkutíma.

Við vorum samt heppnir á köflum og við björguðum held ég fjórum sinnum af línunni, menn voru allavega með hugann við það á fá ekki á sig mark, það er nokkuð ljóst held ég.

Fjórði leikurinn í Íslandsmótinu sem telst góður hjá okkur. Við erum að gera svo margt gott og það vantar bara herslumunin á að við náum hinum fullkomna leik. Það fer að detta inn. Við skulum heldur ekki gleyma því að við vorum að spila við liðið sem er í efsta sæti og ég hef sagt það margoft, við getum unnið hvaða lið sem er, en við virðumst oft líka geta tapað á móti hvaða liði sem er, þurfum að stíga núna skrefið til fulls og klára þessa leiki, við erum klárlega með mannskapinn til þess.

Við þurfum svo að skipuleggja okkur vel fyrir næstu þrjá leiki: Njarðvík á fimmudaginn, Keflavík á mánudaginn og svo Stjarnan á fimmtudaginn eftir viku. Vona að allir séu klárir. Æfum vel, hugsum vel um okkur og þá fara þessir leikir vel fyrir okkur.

- - - - -

Dags: Mánudagurinn 26.júní 2006.
Tími: kl.17.50 - 19.05.
Völlur: Suðurlandsbrautin.

Þróttur 2 - Fylkir 3.
Staðan í hálfleik: 2-1.
Gangur leiksins: 0-1, 1-1, 2-1, 2-2, 2-3.

Maður leiksins: Arnþór Ari
Mörk: Bjarki Þór og Gulli

Vallaraðstæður: Suðurlandsbrautin afar blaut, línurnar illsjáanlegar og rigning nánast allan leikinn.
Dómarar: Jón Braga og Egill B - þvílíkt par.

Liðið (4-3-3): Krissi í markinu - Kormákur og Kristófer bakverðir - Jakob Fannar og Nonni miðverðir - Símon, Arnþór Ari og Arnar Bragi á miðjunni - Anton Sverrir - Gulli og Bjarki Þór frammi + Tolli, Úlli, Jóel, Daði Þór og Tryggvi.

Frammistaða:

Krissi: Góður leikur að venju, ekki hægt að saka hann um mörkin.
Nonni: Mjög finn leikur, gott að fá hann aftur í vörnina.
Jakob Fannar: Einnig mjög góður leikur, las leikinn vel og var traustur.

Kormákur: Frábær að vanda, virkilega vinnusamur og traustur varnarlega
Kristófer: Mjög góður leikur, traustur í bakverðinum.
Símon: Var soldið týndur í fyrri hálfleik, enda við að spila nýtt kerfi, en barðist vel og vann fyrir liðið.
Arnþór Ari: Mjög góður leikur á miðjunni, dreifir boltanum vel og lagði upp bæði mörkin.
Arnar Bragi: Fínasti leikur, soldið týndur líkt og Símon í fyrri hálfleik en vann mjög vel í leiknum.
Anton Sverrir: Toppvinnsla allann tímann í leiknum, þá sérstaklega til baka, hefði mátt vera örlítið öflugri framávið.
Bjarki Þór: Mjög góður leikur, ógnandi með hlaupum sínum, mátti samt gera meira af því að fá boltann í fætur.
Gulli: Klassa leikur, alltaf ógnandi og varnarmennirnir þurftu alltaf að vera á tánum til að passa hann.

Almennt um leikinn:

Frekar svekkjandi að tapa leiknum á síðustu fimm mínútunum. Vorum yfir 2-1 alveg fram á síðustu stundu. Þeir sóttu reyndar mikið á okkur og vorum við heppnir nokkrum sinnum. En það sem vantaði sárlega var að hreinsa almennilega burtu og reka liðið út. Við buðum Fylkismönnum allt of mikið upp á að koma hratt á okkur og náðum ekki að halda út.

Þegar staðan verður svona þurfum við að þjappa okkur saman og garga hvorn annan í gang til þess að klára dæmið. Það var það eina sem vantaði áðan - að menn vildu virkilega klára dæmið og fara heim með alla veganna stig!

Við byrjuðum á því að lenda 1-o undir sökum þess að við vorum ekki mættir, en við það reyndar náðum við að ranka við okkur. Náðum að komast talsvert innfyrir vörnina og skoruðum tvö klassa mörk. 2-1 í hálfleik.

Yfirleitt er mjög erfitt að ætla að halda út heilan hálfleik og reyna að hanga á einu marki, menn verða að þora að sækja aðeins og reyna svo að hanga á þessu frekar síðustu 10 eða mesta lagi korteri. Sóknin er jú besta vörnin, á meðan við erum með boltann fara þeir ekki að skora.
Mörkin sem þeir skoruðu síðustu mínúturnar í seinni voru afar erfið viðureignar og erfitt að koma í veg fyrir þau. menn áttu kannski að vera mættir fyrir þessi skot.

Annars voru menn að feitt að taka á því sem er alltaf frábært og við höldum því bara áfram, þá tökum við bókað næsta leik.

- - - - -

Friday, June 23, 2006

Mánudagurinn 26.júní!

Heyja.

Vonandi hafið þið haft það gott um helgina. Sáuð kallinn væntanlega á
föstudagskveldið!! og kíktuð á gommu af hm leikjum!

En á morgun, mánudag, keppa tvö lið við Fylki á heimavelli okkar (örugglega
TBR velli
). Og einn hópur mætir á æfingu. Svona lítur þetta út:

- Æfing upp á Suðurlandsbraut kl.14.30 (leikur við KR á þrið):

Óskar - Matthías - Elvar Aron - Jimmy - Anton Elí - Gunnar Robert- Orri - Gunnar B - Arnar Páll - Davíð Hafþór - Jónmundur - Pétur Dan - Tumi - Anton Helgi - Ágúst Heiðar - Emil Sölvi - Hákon - Mikael Páll - Sindri - Davíð Þór.

- Mæting kl.15.30 niður í Þrótt - keppt við Fylki kl.16.30:

Anton - Jónas - Bjarki B - Daníel Ben - Gylfi Björn - Ástvaldur Axel - Bjarki Steinn - Bjarmi - Einar Þór - Ævar Hrafn - Árni Freyr - Kristján Einar - Guðmundur Andri.

- Mæting kl.16.45 niður í Þrótt - keppt við Fylki kl.17.45:

Kristján Orri - Kristófer - Viktor - Bjarki Þór - Arnar Bragi - Guðlaugur - Jakob Fannar - Arnþór Ari - Símon - Anton Sverrir - Jón Kristinn - Daði Þór - Þorleifur - Kormákur - Jóel - Tryggvi - Starkaður.

Ath - Láta mig vita ef þið komist ekki. Eins ef ég hef gleymt einhverjum!
Þeir sem mæta í leikinn passa að vera með allt dót (hvítar stullur og hvíta sokka og rauðan upphitunarjakka) (í tösku) og ready í leikinn!

Sjáumst á morgun,
Þjálfarar

- - - - -

Í fríi:

Daníel Örn - Ingimar - Stefán Tómas - Stefán Karl - Arnar Már - Aron Ellert - Atli Freyr - Ásgeir - Flóki - Hreiðar Árni - Leó - Snæbjörn - Arianit - Arnar Kári - Daníel I - Reynir - Úlfar Þór. ?: Ágúst Ben - Dagur- Gabríel Jóhann - Ingvar - Kevin Davíð.

Atriði til athugunar!

Jó.

Hérna er smá listi yfir nokkra hluti sem við þurfum virkilega að klára okkur af.

- - - - -

1. Skráning á Rey-Cup: Ég á enn eftir að heyra í eftirfarandi strákum til að bóka þátttökuna. Verð að fá að heyra í foreldrum ykkar þannig að allt sé á hreinu. Allra allra síðasti sjens. Ok sör.

Arnar Már - Ágúst Benedikt - Ásgeir - Ástvaldur Axel - Bjarki - Bjarmi - Guðlaugur - Hreiðar Árni - Jimmy - Leó Aðalsteinn - Óskar - Starkaður - Viktor - Anton Elí - Arianit - Ágúst Heiðar - Dagur - Davíð Þór - Elvar Aron - Gabríel Jóhann - Gunnar Robert - Hákon - Ingvar - Jón Kristinn - Kevin Davíð - Kormákur - Reynir.

2. Skil á dagatalapeningum: Algjört möst að skila peningunum í vikunni (og ef það er afgangur af dagatölum). Ekki klikka á þessu.

3. Hvítar stuttbuxur og hvítir sokkar í leikjum. Þarf ekki að útskýra þetta meira!

4. Spron: Veit að menn hafa ekki staðið sig að láta vita heima um samning Þróttar og Spron, þess vegna fáið þið aftur upplýsingabækling um þetta í vikunni - og algjört möst að sýna þetta heima!!

5. Upphitunar og félagsgallarnir: Þeir eru komnir upp í Íþrótt (þróttarabúðin) og eru þeir til í öllum stærðum. Þeir kosta 6999kr (peysa og buxur). Við mælum hiklaust með að leikmenn reyni að verða sér út um gallann, bæði til að nota í leikjum sem og á æfingum (og pottþétt úti í utanlandsferð eldra ársins).

6. Aukaæfingar: Við munum byrja með aukaæfingar í vikunni (tækni - og skotæfingar). Æfingarnar verða á þeim dögum þegar engir leikir eru. Við munum hafa þær á þríhyrningnum til að byrja með og þær verða auglýstar sérstaklega á blogginu. Þær verða ýmist snemma á morgnanna eða í hádeginu og er algjörlega frjáls mæting á þær.

7. Þróttur - Leiknir á miðvikudaginn kl.20.00 á Valbirni. Þeir sem eiga að "plögga" boltana eru: Jakob Fannar – Jónas – Jónmundur – Leó – Óskar – Pétur Dan – Símon – Snæbjörn, auk Bjarma og Ævars, sem passa að allir séu klárir.

- - - - -

Helgarfrí!


Jó.

Fyrir utan Þróttur - Fram í kvöld (föstudag), þá
erum við komnir í helgarfrí. HM gláp og svoleiðis.
Líka fínt að kíkja aðeins út í bolta!

En svo eru leikir hjá tveimur liðum á mánudag við Fylki á heimavelli.
En æfing eftir hádegi hjá þeim sem ekki spila.

Ég reikna svo allar mælingarnar um helgina og set þær inn sem fyrst.
Eins er fullt af hlutum sem við þurfum að klára í næstu viku.
(Allt um það eftir kvöldmat á sunnudag).

Hafið það gott um helgina.
Heyrumst,
Ingvi og co.

Fredag!


Jó.

Vona að það hafi alltaf verið klárt:

Þrauta- og "test" æfing kl.10.00 í dag, föstudag. Á Suðurlandsbraut.

Vona að sjá alla þá sem eru í bænum. (og vinnumenn á eldra
ári; endilega mæta klárir í vinnu ef æfingin dregst (eins og vanalega)).

Svo er mfl leikur um kvöldið, og loks gott helgarfrí.

Tveir leikir við Fylki á mánudag, og einn leikur v KR á þrið.

En sjáumst eldhressir,
þjálfarar

Leikur v Gróttu!

Sæler.

Það var einn leikur við Gróttu í gær. Niðurstaðan 2-2
jafntefli og nett dramatík í lokin! jöfnunarmarkið þeirra
úr víti á síðustu mínútunni! En allt um það hér

- - - - -

Dags: Fimmtudagurinn 22.júní 2006.
Tími: kl.18.30 - 19.45.
Völlur: Gróttu gervigras!

Þróttur 2 - Grótta 2.
Staðan í hálfleik: 1 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 2-1, 2-2.

Maður leiksins: Tumi.
Mörk: Arnar Páll (32 mín) - Pétur Dan (38 mín).

Vallaraðstæður: Kepptum á nýja gervigrasinu þeirra, sem var afar fínt, en þónokkuð rok allan var allan tímann.
Dómarar: Einn heimadómari sem var afar hliðhollur þeim síðustu mínúturnar!

Liðið (4-4-2): Kristó í markinu - Gunnar Björn og Anton Helgi bakverðir - Jónmundur og Tumi miðverðir - Ágúst Heiðar og Davíð Hafþór á kantinum - Daníel Örn og Arnar Páll á miðjunni - Tryggvi og Pétur Dan frammi + Hákon - Mikael Páll - Orri - Sindri - Emil Sölvi.

Frammistaða:

Kristó: Hélt hreinu og allt öruggt í markinu - góð barátta úti - þarf stundum að vera búinn að sjá hvað þú ætlar að gera við boltann áður en þú færð hann (vera búinn að líta upp).
Gunnar Björn: Afar traustur í bakverðinu, vantaði kannski aðeins að fá boltann oftar og setja hann upp kantinn.
Anton Helgi: Góður leikur, sterkur og varðist vel. Vantar meiri tal og að stjórna hinum í kringum þig.
Jónmundur: Afar "solid" í vörninni - mætti nýta kraftinn í vinstri löppinni meira til að senda langa bolta inn fyrir á sóknarmennina.
Tumi: Sterkur og stoppaði margar sóknir gróttumanna - vantaði aðeins að reka liðið betur út og stjórna meira í vörninni.
Daníel Örn: Bætir sig með hverjum leiknum - Fullt leikform fer alveg að koma.
Arnar Páll: Fínn leikur - Annað geggjað mark - vantaði aðeins betur að vinna miðjuna, og bara að koma sér í fleiri skotfæri
Davíð Hafþór: Góður leikur, hefur gott auga fyrir spili - vantar aðeins meiri grimmd í návígin.
Ágúst Heiðar: Fínn leikur - þarf aðeins að vinna með fyrsta "touchið".
Tryggvi: Í heildina góður leikur - duglegur að koma sér í færi, vantaði herslumunin einu sinni eða tvisvar, þarf svo að passa að gleyma sér ekki við að horfa á leikinn (ballwatching).
Pétur Dan: Fínn leikur - gott mark eftir harðfylgi. Vantaði smá sprengikraft þegar komið var á þeirra þriðjung.
Hákon: Fínn leikur - vantaði aðeins að halda meiri breidd og að opna sig betur þegar við vorum að sækja.
Mikael Páll: Duglegur, var mikið í boltanum og skilaði honum vel frá sér.
Orri: Alveg frábær seinni hálfleikur, varði rosalega vel - þarf aðeins að vinna í útspörkunum.
Sindri: Fín innkoma, góður varnarleikur - hefðir mátt fá boltann oftar og bruna upp kantinn.
Emil Sölvi: Fín innkoma - mætti að vera aðeins "agressívari" og vilja fá boltann meira.

Almennt um leikinn:

Það vantaði bara herslumunin og kannski smá heppni, upp á að við myndum hirða öll þrjú stigin í gær! Við vorum meira með boltann og sóttum meira en þeir í fyrri hálfleik. Vorum með vindinn í bakið og hefðum átt að setja fleiri en eitt mark - fengum færin til þess - en létum það duga og 1-0 var staðan í hálfleik.
Markið náttúrulega stórglæsilegt hjá Arnari Páli, beint úr aukaspyrnu af löngu færi.

Byrjuðum líka seinni hálfleikinn af krafti og skoruðum á fyrstu mínútunum. Pétur kláraði dæmið eftir klassa sprett hjá Tryggva.

Eftir þetta hefðum við átt að jarða þá - en Gróttumenn komumst svo inn í leikinn og sóttu á okkur alveg fram á síðustu mínútu. Við vorum slakir að hreinsa, áttum í erfiðleikum í útspörkunum og rákum illa út þegar við komumst í sókn.
Þannig að við komumst eiginlega ekkert áfram - og vorum að verjast trekk í trekk.
Vindurinn var ekkert spes. og svo máttum við varla fara í tæklingu því það var dæmt á allt. Þannig að þetta var frekar erfitt ástand þarna í lokinn.

En menn börðust ágætlega og miðað við allt getum við kannski sætt okkur við stigið. En fyrir utan FH leikinn þá erum við búnir að eiga góða leiki og mega menn alveg vera sáttir við leik liðsins. Bara áfram með sjálfstraustið og það er KR í næstu viku.
Ok sör.

- - - - -

Wednesday, June 21, 2006

Fimmtudagurinn 22.júní!

Jeyja.


Það var afar fínt í dag. vel tekið á því í Laugum hjá eldra árinu
og margir kílómetrar hjólaðir hjá yngra árinu. Kallinn vann bæði
deildarkeppnina sem og bikarkeppnina í sínu holli! rosalegt hvað
eymi og kiddi áttu ekki breik!

En morgundagurinn/fimmtudagurinn lítur þá svona út:

Æfing kl.10.00 - Suðurlandsbraut:

Anton - Ási - Bjarmi - Bjarki Þ - Arnar Bragi - Viktor - Bjarki S - Einar Þór - Gulli - Gylfi Björn - Kobbi - Óskar - Jónas - Símon - Ævar - Anton Sverrir - Árni Freyr - Daði Þór - Gummi - Kommi - Tolli - Diddi - Krissi - Nonni - Matthías - Elvar Aron - Jimmy - Anton Elí - Gunnar Robert - Arnþór Ari - Jóel.

Leikur v Gróttu - Mæting kl.17.30 upp í sundlaug Seltjarnarness - (völlurinn er svo í 7 mínútna fjarlægð):

Kristófer - Orri - Gunnar B - Arnar Páll - Davíð Hafþór - Jónmundur - Pétur Dan - Tumi - Anton Helgi - Ágúst Heiðar - Daníel Örn - Emil Sölvi - Hákon - Tryggvi - Mikael Páll - Sindri - Davíð Þór.

Ath - Láta mig vita ef þið komist ekki - Mæta svo með allt dót (í tösku) og ready í leikinn!

Í fríi:

Bjarki B - Ingimar - Stefán Tómas - Stefán Karl - Arnar Már - Aron Ellert - Atli Freyr - Ásgeir - Danni Ben - Flóki - Hreiðar Árni - Leó - Snæbjörn - Starkaður - Arianit - Arnar Kári - Daníel I - Reynir - Úlfar Þór.
?:
Ágúst Ben - Dagur- Gabríel Jóhann - Ingvar - Kevin Davíð.

Tuesday, June 20, 2006

Miðvikudagurinn 21.júní!



Jó jó.

Hérna er dótið um morgundaginn (miðvikudaginn):

- - - - -

Eldra ár

Á morgun, miðvikudag, ætlum við aðeins að kíkja niður í Laugar. Við munum skipta okkur upp og taka sér prógramm í salnum, og taka svo pott / gufu. Þetta kostar 600kr – og svo er hægt að prófa Boost barinn eftir æfinguna!

Mætingarnar eru eftirfarandi, og taka bara með ykkur innanhúsföt og sund-dót.

Kl.9.00: Anton – Bjarmi – Bjarki B – Arnar Bragi – Viktor – Jakob Fannar – Starkaður – Tumi - Arnar Páll – Davíð Hafþór – Guðlaugur – Gunnar Björn.

kl.10.15: Ástvaldur – Jónas – Einar Þór – Jónmundur – Jimmy – Óskar – Bjarki Þór – Ævar Hrafn – Bjarki Steinn – Símon – Gylfi Björn.

Í fríi: Snæbjörn – Atli Freyr – Arnar Már – Daníel Ben – Aron Ellert – Ágúst Ben – Ingimar – Hreiðar Árni – Ásgeir – Flóki.

- - - - -

Yngra ár!

Á morgun, miðvikudag, verð ég krýndur Frísbíkóngur flokksins!! Við ætlum sem sé að hjóla upp í Grafarvog og prófa Frisbígolf.

Það er 9 holu völlur þarna uppfrá og er þetta víst massa gaman. Takið líka með ykkur sund dót (ef það gefst tími) og smá nesti. Það er fínn göngustígur alla leið upp í Grafarvog en passið samt að vera á ágætu hjóli, og allir með hjálm! Komir tilbaka um kl.17.00.

Það er mæting kl.13.00 niður í Þrótt. Nóg að taka með sér 500kr.

Sjáumst sprækir,
Þjálfarar

- - - - -

Sunday, June 18, 2006

Leikur v Fjölni!

Jó.

Það var einn leikur við Fjölni í dag. Hádegisleikur takk fyrir.
fullt af leikmönnum spreyttu sig og niðurstaðan góður sigur
í bleytunni. allt um hann hér:

- - - - -

Dags: Þriðjudagurinn 20.júní 2006.
Tími: kl.12.00 - 13.15.
Völlur: TBR völlur

Þróttur 4 - Fjölnir 3.
Staðan í hálfleik: 3 - 3.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1, 1-2, 2-2, 2-3, 3-3, 4-3.

Maður leiksins: Gunnar Björn.
Mörk: Pétur Dan (2 mín) - Arnar Páll (17 mín) - Davíð Hafþór (33 mín) - Tryggvi (66 mín).

Vallaraðstæður: Völlurinn afar blautur og erfitt að "controla" boltann, úði en samt nett fótboltaveður.
Dómarar: Ingvi og Eymi í fyrri hálfleik (klárlega eitt besta dómarapar Þróttar) og Kiddi og Egill B í seinni hálfleik (sluppu).

Liðið (4-4-2): Kristó í markinu - Gunnar Björn og Davíð Hafþór bakverðir - Jónmundur og Viktor miðverðir - Anton Helgi og Tumi á kantinum - Daníel Örn og Arnar Páll á miðjunni - Tryggvi og Pétur Dan frammi + Anton Elí - Ágúst Heiðar - Gunnar Robert - Hákon - Mikael Páll - Orri - Sindri - Stefán Karl - Matthías.

Frammistaða:

Kristó: Varði oft vel - hefði kannski mátt halda í einu markinu. Átti svo miðjuna í seinni.
Gunnar Björn: Klassa vinnsla og barátta. Stoppaði fullt af sóknum og kom boltanum vel frá sér.
Davíð Hafþór: Topp leikur - topp mark.
Jónmundur: Las leikinn vel og var afar traustur í miðverðinum.
Viktor: Fyrsti leikur eftir smá frí - gerði allt vel.
Anton Helgi: Vantar að láta heyra í sér og vilja fá boltann - en ágætis leikur.
Tumi: Góð vinnsla í báðum stöðum. Fínn leikur.
Daníel Örn: Fínn á miðjunni - líka klókur að koma sér í færi.
Arnar Páll: Klassa hálfleikur - klassa mark. En vantaði aðeins upp á að vinna miðsvæðið betur.
Tryggvi: Kom sér oft í færi og var alltaf líklegur, en vantaði að klára nokkur færi betur.
Pétur Dan: Klassa hálfleikur - óheppinn að klára ekki 2-3 færi með marki.
Anton Elí: Fyrsti leikur í langan tíma, vantaði aðeins upp á vinnsluna tilbaka en fínn leikur. Fékk samt gula fyrir að henda grasi í fjölnisgaur (djók).
Ágúst Heiðar: Vantaði aðeins að sjá mann og bolta (vera í línu) en stoppaði samt fullt af sóknum.
Gunnar Robert: Fyrsti leikur í langan tíma, stóð sig ágætlega á miðsvæðinu. Spólaði sig oft í gegn
Hákon: Fín innkoma - gerði allt rétt í bakverðinum.
Mikael Páll: Fín innkoma á miðjuna - mætti samt ýta meira frá sér.
Orri: Varði oft vel en mætti skila boltanum betur frá sér.
Sindri: Traustur í miðverðinum.
Stefán Karl: Fékk ekki mikið að gera en allt save sem kom á markið.
Matthías: Fin innkoma - duglegur.


Almennt um leikinn:

Jamm - soldið síðan við spiluðum síðast - þannig að það var fínt að fá loksins góðan leik.
Við vorum kannski með aðeins of marga leikmenn í leiknum en menn nýttu sinn tíma
bara vel og kláruðu dæmið - líka engin með neitt væl.

En við byrjuðum leikinn vel - komust í 1-0 og fengum fleiri færi til að auka við forskotið.
en fórum illa að ráði okkar nokkrum sinnum. Þeir ná svo að jafna og komast yfir á stuttum tíma
- við algjörlega sofandi og sýndum lítið lífsmark á um 15 mín kafla.

En komum svo sterkir inn, skoruðum tvö klassa mörk og staðann var 3-3 í hálfleik.
Við fengum nokkur góð færi að setja menn innfyrir en vorum annað hvort of seinir að
senda boltann eða sendum ekki nógu vítt þannig að Fjölnismenn lásu okkur. Það vantaði líka nokkuð upp á að menn stjórnuðu hvor öðrum og létu heyra í sér.

En það var ekkert að baráttunni og menn komu klárlega þreyttir út af. þannig á það líka að vera. Við vorum óhræddir að fara í tæklingar og létum vel finna fyrir okkur.
Fór svo að við vildum meira vinna - og sóttum látlaust á þá síðustu mínúturnar - náðum svo að skora eftir smá barning inn í teig. Klassa sigur og menn í góðri stemmningu út daginn!

Næsti leikur er við Gróttu á fimmtudaginn á þeirra velli. Við plönum hann aðeins betur og látum ykkur vita með hann annað kvöld.

- - - - -

Vikan 19 - 23.júní!


Sæler.

Týpískur ég - allt of seinn að setja etta kaffi inn. tek etta á mig.
var að jafna mig á að frakkland hafi gert jafntefli. og eruði að grínast hvað usa-ítalíu leikurinn var nettur.

Venjulegar æfingar á morgun - helsta breytingin er að leikurinn við
Fjölni verður á þriðjudaginn :-/

Hérna kemur sem sé vikan eins og hún leggur sig. Við munum æfa fyrir hádegi,
spila tvo leiki (við Fjölni og Gróttu), kíkja á einn mfl leik og eitthvað fleira. Allt
um það hér:

- - - - -

Mán 19.júní:

Æfing kl.10.00 - Suðurlandsbraut - Eldra árið.

Æfing kl.11.00 - Suðurlandsbraut - Yngra árið.

Þrið 20.júní:

Æfing kl.10.00 - Suðurlandsbraut: Anton - Ási - Bjarki B - Bjarmi - Bjarki Þ - Bjarki S - Einar - Gulli - Gylfi - Ingimar - Kobbi - Jónas - Símon - Ævar - Anton S - Árni - Daði - Gummi - Kommi - Tolli - Diddi - Krissi - Nonni - Jóel - Stefán Tómas.

Leikur v Fjölni - Mæting kl.11.30 upp á TBR völl: Arnar Páll - Davíð Hafþór - Jónmundur - Jimmy - Pétur Dan - Tumi - Viktor - Anton Helgi - Anton Elí - Ágúst Heiðar - Daníel Örn - Emil Sölvi - Gunnar Robert - Hákon - Kristófer - Tryggvi - Mikael Páll - Orri - Sindri - Stefán Karl - Matthías! - Elvar Aron!


Í fríi: Arnar Már - Arnar Bragi - Aron Ellert - Atli Freyr - Ásgeir - Danni Ben - Flóki - Gunnar Björn - Hreiðar Árni - Óskar - Leó - Snæbjörn - Starkaður - Arianit - Arnar Kári - Arnþór Ari - Daníel I - Davíð Þór - Reynir - Úlfar Þór. ?: Ágúst Ben - Dagur- Gabríel Jóhann - Ingvar - Kevin Davíð.

Mið 21.júní:

Laugar hjá eldra árinu - um kl.9.00 (sér prógramm í tækjasalnum - fáið miða á þrið).

Frisbígolf hjá yngra árinu. Mæting niður í Þrótt kl.13.00. Já þið heyrðuð rétt - hjólum upp í Grafarvog og skellum okkur í þetta nýja sport. tökum hugsanlega sund uppfrá líka! Meir um þetta á þrið.


Fim 22.júní:

Æfing - Hjá þeim sem ekki keppa um daginn. Kl.10.00 á Suðurlandsbraut.

Leikur v Gróttu - Mæting kl.17.45 í sundlaug Seltjarnarnes.


Fös 23.júní:

Æfing - Allir - Suðurlandsbraut kl.10.00 - Ýmsar þrautir og mælingar, svo spil í lokin.

Mfl v Fram kl.20.00 á Laugardalsvelli.


- - - - -

Daníel á Laugarvatn!

Heyja.

Eins og venjan er þá er Knattspyrnuskóli KSÍ haldin á hverju sumri á Laugavatni og einn leikmaður í hverju liði á landinu í 4.flokki karla valinn.

Að þessu sinni var Daníel Ben valinn hjá okkur og óskum við honum kærlega til hamingju með það. Við vitum líka að hann á eftir að standa sig vel.

Hægt að lesa meira um þetta á ksí.is

Alrigthy,
Þjálfarar

Saturday, June 17, 2006

17.júní!


Sæler.

Gleðilega þjóðhátíð.
Sjáumst kannski í bænum með snuddu.

Annars á mánudaginn!
.is und crew

Wednesday, June 14, 2006

Helgarfrí!

Heyja.

Við tökum okkur nú gott helgarfrí. Eftir helgi keppir svo eitt lið við Fjölni á heimavelli. Fylgist með á blogginu á sunnudaginn hverjir og hvenær á að mæta.

Í næstu viku æfum við svo fyrir hádegi. Þannig að þeir sem ekki keppa á mánudaginn mæta á æfingu kl.10.00 upp á suðurlandsbraut.

Á sunnudaginn keppir kvennalandslið Íslands við Portúgal kl.16.00 á Laugardalsvelli. Það er ókeypis inn og hvetjum við alla til að láta sjá sig. Þetta er afar mikilvægur leikur hjá stelpunum.

Annars sjáumst við bara niður í bæ á morgun!

Verið svo duglegir að kíkja á HM!
Kv,
Ingvi – Eymi – Egill og Kiddi.

- - - - -

Eiga eftir að bóka sig formlega á Rey-Cup:

Arnar Már – Ágúst Ben – Ásgeir – Ástvaldur – Bjarki B – Bjarki Þór – Bjarmi – Guðlaugur – Hreiðar – Jimmy – Leó – Óskar – Starkaður – Viktor – Anton Elí– Ágúst Heiðar – Daði Þór – Daníel Örn – Davíð Þór – Elvar Aron – Gabríel – Gunnar Robert – Hákon – Jón Kristinn – Kevin Davíð – Kormákur – Reynir – Sindri.

Allra síðasti “sjens” mánudaginn 19.júní!!

Eiga eftir að skila inn HM getraun:

Arnar Már – Arnar Bragi – Ágúst Ben – Ásgeir – Bjarki B – Bjarmi – Hreiðar – Jimmy – Leó – Starkaður – Viktor – Arinnit – Arnar Kári – Arnþór Ari – Ágúst Heiðar – Daníel I – Davíð Þór – Emil Sölvi – Gabríel – Hákon – Kevin Davíð – Jón Kristinn – Úlfar Þór.

Föstudagurinn 16.júní!


hey hey.

Smá breyting! Fjölnir hafði samband við okkur og bað um
fresta leiknum sem átti að vera í dag fram á mánudag.

Þannig að það eru venjulegar æfingar í dag. Tökum vel á því
og tökum svo gott "sautjándajúníhelgarfrí". Reynum allir að mæta.
Látið alla vita - og smessið á kallinn ef þið komist ekki.

Yngra árið æfir kl.13.30 - Suðurlandsbraut.

Eldra árið æfir kl.14.30 - Suðurlandsbraut.


Við munum fara í hvernig á að fiska vítaspyrnur (djók, þetta var
pottþétt brot), ný trix, ný sprettæfing ofl.

Sjáumst eldhressir,
Ingvi - Eymi - Egill og Kiddi.

Fimmtudagurinn 15.júní!

Sæler.

Nett hjólaferð í gær þrátt fyrir vonsku veður! brettið nett í
höllinni og ágætis spil á sparkvellinum. Fá einn svoleiðis
við einhvern skólann í okkar hverfi takk. og eruði að grínast
hvað ég lék mér að ykkur! en eymi, kiddi og egillb voru ekki
svipur að sjón!

Alla veganna, í dag, fimmtudag, hefði átt að vera frí hjá öllum (nema það er
officiel skyldumæting á meistaraflokks leikinn í kvöld).

EN, þeir sem mættu ekki, eða komust ekki, í gær, taka aukaæfingu:

Kl.13.30 -14.45 á suðurlandsbraut!

- Allir ætla svo að hittast kl.19.45 fyrir framan Valbjörn í kvöld. Þróttur - HK í bikarnum
í meistaraflokki. Eymi tekur á móti ykkur (tekur mætingu). Þið finnið ykkur plads í stúkunni. Teljið svo heppnaðar sendingar hjá kallinum (ef ég kem inn á).
- Nokkrir leikmenn á eldra ári eiga að mæta aðeins fyrr - kl.19.30 og standa vaktina sem boltasækjarar. Ég heyri í þeim leikmönnum á morgun. Þetta verður að vera alveg öruggt.

Vona að allt sé svo klárt.
Sjáumst hressir.
Þjálfarar

- - - - -

Æfing kl.13.30: Anton-Arnar Páll-Ágúst Ben-Ástvaldur-Ásgeir!-Bjarki B-Bjarki Þ-Daníel Ben-Davíð Hafþór-Guðlaugur-Gunnar Björn-Gylfi Björn-Jónmundur-Óskar-Pétur Dan-Starkaður-Tumi-Ágúst Heiðar-Dagur-Elvar Aron-Emil Sölvi-Gabríel Jóhann-Hákon-Kevin Davíð-Kristófer-Tryggvi-Stefán Karl-Bjarmi.

Útlönd/frí/ferðalag: Arnar Már-Arnar Bragi-Flóki-Hreiðar Árni-Jimmy-Viktor-Arinit-Arnar Kári-Arnþór Ari-Daníel I-Davíð Þór-Reynir-Úlfar Þór.

Aðrir taka gott frí!

Tuesday, June 13, 2006

HM getraun 4.flokks!

Hey

Lokafrestur til að skila inn HM getraun 4.flokks rennur
út í dag.

Það er "gomma" búnir að skila en þeir sem eiga eftir að skila
inn sínu "giski" gera það endilega í kvöld með sms-i, meili eða
commenti hér!

Alrighty.
Þjálfarar

- - - - -

eftir að skila:

Anton - Arnar Már - Arnar Páll - Arnar Bragi - Ágúst Benedikt - Ásgeir - Bjarki B - Bjarki Steinn - Bjarki Þór - Bjarmi - Guðlaugur - Hreiðar Árni - Ingimar - Jakob Fannar - Jónmundur - Jimmy - Leó - Starkaður - Viktor - Anton Elí - Arianit - Arnar Kári - Arnþór Ari - Ágúst Heiðar - Daði Þór - Dagur - Daníel I - Daníel Örn - Davíð Þór - Elvar Aron - Emil Sölvi - Gabríel Jóhann - Guðmundur Andri - Gunnar Robert - Hákon - Ingvar - Jón Kristinn - Kevin Davíð - Kormákur - Kristján Orri - Kristófer - Matthías - Sigurður Jóel - Sigurður Reynir - Sindri - Stefán Karl - Tryggvi - Úlfar Þór - Þorleifur.

Hjólaferðir!


Jamm jamm.

Á morgun (mið) ætlum við að breyta aðeins til og taka góða hjólaferð. Þar sem svo margir eru í ferðalögum ætlum við að skella okkur allir saman.

Túrinn er ekki fyrir hvern sem er! Nauðsynlegt er að eiga (eða fá lánað) ágætishjól, góðan hjálm (skylda) og svo að vera í þokkalegu formi, en það eru þið nú allir. Við förum nánast allt á sér hjólabrautum.

The plan:

Dags: Miðvikudagurinn 14.júní - Mæting kl.13.00 niður í Þrótt.
Leiðin: Sjávarsíðan–Seltjarnarnes–Vesturbærinn–Nauthólsvík. Erfiðleikastig: 7.4
Veðurspá: Norðvestanátt. Léttskýjað, smá hvasst og einhver súld. Hiti 4-11 stig.
Hreyfing: 5 v 5 á sparkvelli (+ strandblak).
Sundlaug: Seltjarnarneslaug.
Taka með: Fótboltaskó - sunddót – pening í sund og fyrir bakarísdóti (ca.500kr).
Komið tilbaka: Um kl.17.00.

Leikir við KR!

Jó.

Það voru tveir leikir við KR í gær á þeirra heimavelli.
Þriðji leikur okkar í Íslandsmótinu og loksins small allt
saman. allt um það hér:

- - - - -

Dags: Þriðjudagurinn 13.júní 2006.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: KR-völlur.

Þróttur 3 - KR 1.
Staðan í hálfleik: 1-1.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1, 2-1, 3-1.

Maður leiksins: Danni Ben.
Mörk: Ævar Hrafn - Daníel Ben - Árni Freyr.

Vallaraðstæður: Spiluðum á gervigrasi (ekki til mikillar gleði), en létum okkur hafa það. Grasið bara fínt og veðrið afar hlýtt og gott.
Dómarar: Ágætis dómarapar sá um leikinn.

Liðið (4-4-2): Snæbjörn í markinu - Gylfi og Diddi bakverðir - Ingimar og Einar miðverðir - Ævar og Jónas á miðjunni - Bjarki B og Ási á köntunum - Árni Freyr og Danni Ben frammi + Aron Ellert, Stefán Tómas og Anton.

Frammistaða:

Snæbjörn: "Solid" frammistaða, þurfti sossum ekki mikið að taka á því, en var alltaf á tánum þegar á þurfti.
Gylfi: Frábær leikur, stóð svo sannarlega fyrir sínu.
Diddi: Toppleikur, góð vinnsla allann tímann, fór framávið og var drjúgur.
Ingimar: Var smá "týndur" fyrstu 10 mín. en eftir það sáu sóknarmenn KR ekki til sólar, mjög góður leikur.
Einar Þór: Frábær leikur, las leikinn gríðarlega vel og spilaði meira að segja hálfmeiddur. Klassi.
Ævar: Toppleikur, var stundum samt soldið í "lullinu" en skoraði frábært mark og var að skapa færi á fullu.
Jónas: Klassaleikur eins og síðustu tveir leikir. Hljóp frá sér allt vit og var að dreyfa spili gríðarvel.
Bjarki B: Virkilega góður leikur, var að vinna eins og hestur, vantar bara smá líkamlegan styrk (en það kemur). Hans besti leikur það sem af er.
Ási: Var smá tíma að komast inn í leikinn, reyndi of oft erfiðar skiptingar yfir á hinn kantinn (reyndar góð meining) - en engu að síðar mjög góður leikur.
Árni Freyr: Klassaleikur, kom sér í góð færi og var alltaf líklegur, alveg eins og framherjar eiga að vera.
Danni Ben: Maður leiksins. Þarf aðeins að vinna í að klára færin betur (þá myndi koma þrenna í hverjum leik) var þvílíkt að vinna fyrir sigrinum.
Aron Ellert: Klassa innkoma, kom sér inní leikinn strax og skilaði sínu.
Stefán Tómas: Mjög góð innkoma, lét finna sér og kom sér inní leikinn.
Anton: Hélt hreinu, maður biður ekki markmenn um meira en það. Góð innkoma.

Almennt um leikinn:

Loksins 3 stig. Svipað og í Reykjavíkurmótinu, þá náum við okkar fyrstu stigum á móti KR. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur og þurfum við að halda áfram á sömu braut. Í heildina afar góðir leikir á móti Breiðablik og Víking og núna kláruðum við allar 70 mínúturnar.

Byrjuðum ágætlega og fengum gott færi snemma en markmaðurinn sá við Danna. Skömmu seinna setti Ævar hann eftir klassa sendingu frá Árna. Vorum meira með boltann í fyrri en samt var allt of mikið um lélegar sendingar og töpuðum við boltanum allt of oft. Eftir markið fórum við að slaka soldið á og hleyptum þeim soldið inní leikinn, án þess þó að þeir fengu einhver færi. Það endaði þó með því að þeir fengu aukaspyrnu á hættulegum stað og stóra buffið hjá þeim settann með skalla. 1-1 í hálfleik, þar sem við vorum klárlega betra liðið.

Við töluðum svo um að klára þennan he%&$# leik í hálfleik og það gekk svo sannarlega eftir. Réðum gjörsamlega öllu á vellinum og vorum að spila hörku flottan fótbolta, boltinn að ganga vel á milli manna og Danni og Árni að "smóka" varnamenn KR-inga. Það litla sem KR voru að gera át vörnin og allir í liðinu voru að vinna fyrir hvern annan. Mörkin sem við skoruðum voru góð en við þurfum samt að að æfa okkur meira i því að klára færin, því við hefðum hæglega getað skorað fleiri mörk, og gegn sterkari liðum er nauðsynlegt að klára dauðfærin.

Núna strax hefst undirbúningur undir Keflavíkurleikinn sem er eftir viku. Þann leik ætlum við klárlega að taka líka.

- - - - -

Dags: Þriðjudagurinn 13.júní 2006.
Tími: kl.18.20 - 19.35.
Völlur: KR-völlur.

Þróttur 3 - KR 0.
Staðan í hálfleik: 2-0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0.


Maður leiksins: Tolli.
Mörk: Bjarki Þór - Gulli - Anton Sverrir.

Vallaraðstæður:
Spiluðum á gervigrasi (ekki til mikillar gleði), en létum okkur hafa það. Grasið bara fínt og veðrið afar hlýtt og gott.
Dómarar: Klassa dómari og línuverðir og allt :-)

Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Nonni og Kommi bakverðir - Tolli og Gummi miðverðir - Bjarki Þór og Símon á köntunum - Jakob Fannar og Aron Ellert á miðjunni - Gulli og Stefán Tómas frammi + Krissi, Bjarki Steinn, Anton Sverrir, Jóel og Daði Þór.

Frammistaða:

Anton: Traustur - varði vel, en var tæpur í tveimur spyrnum!
Nonni: Klassa frammistaða og var afar traustur í leiknum.
Kommi: Flottur leikur, var að vinna vel og skilaði bolta vel frá sér. Mætti aðeins passa að senda boltann fyrr.
Tolli: Afar sterkur með Gumma við hliðina á sér, og staðsetti sig vel.
Gummi: Afar sterkur með Tolla við hliðina á sér, góð bæting frá síðasta leik í staðsetningum.
Bjarki Þór: Fínn leikur, hefði þó mátt vera aðeins meira inní leiknum í fyrri hálfleik en skilaði samt góðri frammistöðu.
Símon: Klárlega hans besti leikur í langan tíma, stóð sig mjög vel og var að vinna vel.
Jakob Fannar: Duglegur en vantaði að stjórna og láta heyra í sér á miðsvæðinu.
Aron Ellert: Tók fyrri hálfleikinn og stóð sig að vonum vel, hékk þó stundum aðeins of mikið á boltanum.
Gulli: Djöflaðist allan tímann og olli alltaf stressi hjá varnarmönnum KR, alveg eins og það á að vera.
Stefán Tómas: Tók fyrri hálfleikinn og var skapandi, stóð sig mjög vel
Krissi: Klassa seinni hálfleikur. Afar "save" og engin hætta.
Bjarki Steinn: Sterkur og ógnaði mikið, vantaði bara að fara alla leið.
Anton Sverrir: Klassa innkoma - alltaf hættulegur og skoraði snilldar mark.
Jóel: Topp innkoma, hefði mátt setja hann í einu færinu, en stóð sig mjög vel.
Daði Þór: Þrausu innkoma, hefði mátt vera aðeins duglegri framm á við, en vann vel til baka.


Almennt um leikinn:

Brilliant sigur og við þar með komnir með 7 stig. taplausir í mótinu takk fyrir. En við hefðum getað unnið stærra í dag. Vantaði aðeins meiri grimmd í okkur og vilja til að kaffæra KR-ingunum alveg.

Annað sem var afar greinilegt í dag var að gersamlega engin talar í þessu liði. það vantar svo innilega að menn stjóri hvor öðrum og komi með einfaldar en nauðsynlegar skipanir (dekkaðu þennan - ég er laus - farðu þanngað ofl). Þurfum að fá breskan gestaþjálfara til að taka okkur í gegn í þessu.

Við vorum annars í smástund að koma okkur í gang, jafn var með liðunum framan af enn smám saman tókum við völdin. Við vorum kannski ekki að skapa einhver svaðalega DAUÐAfæri en vorum alltaf líklegir og náðum að setja tvö mörk í fyrri hálfleik, bæði mörkin afar góð. Það sem vantaði helst í fyrri hálfleik var það að kantmenn voru ekki að draga sig nógu vel út á kant þegar við vorum með boltann, en það lagaðist nú í þeim seinni.

Í seinni háfleik héldum við uppteknum hætti, sóttum vel á KR-ingana, vorum að sækja jafnt frá hægri og vinstri sem er afar mikilvægt í fótbolta. Anton Sverrir skoraði svo fallegasta mark dagsins, fékk boltann í fæturnar tók flottann snúning og settann í fjær vinkilinn...gull af marki. Eftir þetta hefðum við átt að ganga á lagið og slátra þeim, en náðum ekki að bæta við, traustur 3-0 sigur staðreynd, toppleikur af okkar hálfu.

Eins og fyrr segir erum við taplausir ennþá, sem er algjör klassi, og nú höldum við því áfram, tökum þessa Keflvíkinga og málið dautt.

- - - - -

Monday, June 12, 2006

Leikir + æfing!

Heyja

- Í dag, þriðjudag, keppa tvö lið við KR á þeirra heimavelli. Leikirnir byrja kl.17.00 og 18.30.

- Á undan er æfing hjá þeim sem ekki keppa – svo er leikur v Fjölni á föstudaginn.

- Passið að undirbúa ykkur vel, taka með allt dót (hvíta sokka, hvítar stullur, þróttaragalla í upphitun, towel, legghlífar ofl) og tilbúnir að vinna sér inn 6 stig!

- Á morgun, miðvikudag, ætlum við svo að breyta aðeins til og skella okkur eitthvert á hjóli!

Þið heyrið í okkur ef það er eitthvað,
kv, Þjálfarar

- - - - -

Þrið 13.júní:

- Mæting kl.16.00 upp í KR-heimili – keppt v KR kl.17.00:

Snæbjörn – Jónas – Gylfi Björn – Bjarki B – Ástvaldur Axel – Ingimar – Daníel Ben – Einar Þór – Ævar Hrafn - Árni Freyr – Kristján Einar. - Mæting kl.16.50 (keppa hugsanlega aðeins með seinna liðinu): Anton – Stefán Tómas – Aron Ellert.

- Mæting kl.17.30 upp í KR-heimili – keppt v KR kl.18.30:

Kristján Orri - Guðlaugur – Bjarki Þór – Símon – Jakob F – Þorleifur – Kormákur – Jón Kristinn – Anton Sverrir – Guðmundur – Daði Þór – Bjarki Steinn – Jóel.

- Æfing kl.14.00-15.30 upp á Suðurlandsbraut:

Arnar P – Atli F – Ágúst B – Ásgeir – Davíð H – Gunnar B – Jónmundur – Jimmy – Leó – Óskar – Tumi – Pétur D – Starkaður – Anton H – Anton Elí – Ágúst H – Daníel Ö – Elvar A – Emil S – Gabríel J – Gunnar R – Hákon – Kevin Davíð – Matthías – Mikael P – Orri – Stefán K – Sindri.

- Komast ekki / eru erlendis eða í í fríi:

Kristófer – Tryggvi – Arnar Kári – Arnþór Ari – Bjarmi – Úlfar Þór – Arnar M – Hreiðar Á – Arnar B – Reynir – Viktor – Arianit – Daníel I - Flóki - Davíð Þór.

Mánudagurinn 12.júní!

Jó.

Afar ljúfur dagur fyrir æfingar!
kjapparnir líka með nýjar drillur á kantinum!

Við æfum sem sé:

- kl.13.30 á suðurlandsbraut: Yngra árið.

- kl.14.30 á suðurlandsbraut: Eldra árið.

Verið rosalega duglegir að láta þetta berast - langt síðan ég
hef séð suma leikmenn!

Vona svo að allt sé í orden með vinnuna hjá eldra árinu. Menn
mæta örugglega alveg búnir að því! En við leysum það ef það
er eitthvað vesen.

Í kvöld verða allir að kíkja á Japan á móti Ástralíu. Kíkja sérstaklega
á miðjumanninn hjá Japönum, hann á víst að vera rosalegur.

Sjáumst sprækir í dag,
ingvi og co.

Sunday, June 11, 2006

Spron!

Sælir

Eins og fram hefur komið er Spron einn af okkar styrktaraðilum.

Í vikunni koma hugsanlega aðilar frá Spron á æfingarnar hjá okkar til að bjóða iðkendum að stofna reikning og fá í staðinn Þróttaratöskuna.

Við ætlum að taka vel á móti þeim og heyra i þeim hljoðið.

Ok sör.

Friday, June 09, 2006

Helgarfrí!

Jeja.

Það var nett æfing í dag, sumir vildu samt hafa hana lengur!
og svo frestuðum við náttúrulega þrautinni þanngað til seinna!

Skotæfingin kom skemmtilega á óvart. E og K eiga hrós skilið!

Við dreifðum svo á æfingu plani fyrir júní mánuð, auk annarra upplýsinga
um sumarið. Einnig dreifðum við miða sem eldra árs strákarnir eiga að
afhenda vinnustjórunum sínum þegar þeir mæta til vinnu á mánudaginn!

Ég meila þetta örugglega á fólk um helgina, og kem svo aftur með þetta á æfingu
á mánudaginn.

En það er sem sé komið helgarfrí í sjálfum boltanum, en menn ætla samt að mæta
á sunnudaginn kl.16.00 að horfa á mfl keppa við HK. Bókað!

Á mánudaginn kemur (og yfirleitt í sumar þegar við æfum eftir hádegi) verður planið svona:

- Yngra árið æfir kl.13.30 á suðurlandsbraut.

- Eldra árið æfir kl.14.30 á suðurlandsbraut.

Allir að mæta! Allir komnir í góða takkaskó! Allir búnir að kíkja í Íþrótt á nýju upphitunargallana! Allir búnir að skila Rey-Cup miðanum! Svo er leikur við KR á þriðjudaginn.

Heyrið í kallinum ef það er eitthvað.
Góða helgi - Ingvi (869-8228)

Thursday, June 08, 2006

Föstudagurinn 9.júní!

Jó jó.

Það er æfing hjá öllum flokknum kl.14.00 uppi á Suðurlandsbraut.
Tökum netta æfingu rétt fyrir opnunarleik HM (sem byrjar kl.4 með
leik Þýskalands og Costa Ric
a).

Æfingin verður þannig:

- Skiptum hópnum upp í fjóra hópa.

- Eymi verður með: Enska spretti (double sprints fyrir sturtubeilara).
- Kiddi verður með: Þýskan reiti!
- Egill verður með: Skotkeppni.
- Ingvi verður með: Tækniæfingar (nei, menn mega ekki bara vera hér!).

- Endum svo á góðu spili og léttri powerade keppni (veit að ég skulda mönnum).

Eftir æfingu skrifum við niður HM veðmál 4.flokks, sem verður þannig að allir
borga 200kr í pott og mega giska á tvö lið sem þeir halda að vinna HM og einnig eiga menn að giska á tvo leikmenn sem þeir halda að verði markakóngar (kem með nánari skýringar á morgun).
Kiddi heldur utan um pottinn (í lagi að borga seinna). Þeir sem eru staddir í útlöndum
geta smessað okkur, eða sett sitt "gisk" í commentin!

Allir fá svo á morgun plan fyrir restina af júní mánuði. Og eldra árið fær miða til að afhenda verkstjórum sínum í unglingavinnunni (upp á að vinna eina vikuna fyrir hádegi og hina eftir hádegi og svo koll af kolli). Við byrjum í næstu viku á nýjum tímum.

Við tökum svo gott helgarfrí, nema hvað allir láta sjá sig á sunnudaginn niður í Þrótt
þar sem mfl keppir við HK kl.16.00. Boltasækjarar klárir og alles.

Brenndi diskurinn hans Eyma var vægast sagt slakur. Kallinn er að vinna í nýjum og við reddum græjum pottþétt fyrir næstu leiki.

Ok sör.
Sjáumst á æfingu.
Þjálfarar

Leikur v FH!

Hey.

Það var einn leikur í gær við FH. ekki alveg okkar leikur.
allt of stórt tap staðreynd - en allt um það hér:

- - - - -

Dags: Fimmtudagurinn 8.júní 2006.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: Kaplakriki.

Þróttur 1 - FH 10.
Staðan í hálfleik: 1 - 3.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1, 1-2, 1-3, 1-4, 1-5, 1-6, 1-7, 1-8, 1-9, 1-10.

Stóð sig skást: Orri.
Mörk: Daníel Örn.

Vallaraðstæður: Soldið kalt fyrir þá sem voru á bekknum, völlurinn misjafn.
Dómarar: Dómarinn fínn, en línuverði mætti flokka sem pulsur!

Liðið (4-4-2): Orri í markinu - Mikki og Jónmundur bakverðir - Jóel og Gunnar B miðverðir - Davíð H og Anton Helgi á köntunum - Arnar Páll og Pétur Dan á miðjunni - Flóki og Danni Örn frammi + Óskar - Jimmy - Dagur - Gunnar Robert og Sindri.

Frammistaða:

Orri: Átti góðan leik, varði oft fáránlega vel og ekkert hægt að skella neinu marki á hann.
Mikki: Sæmilegur, mætti hugsanlega vera skapmeiri inni á vellinum.
Jónmundur: Hefur verið betri, vantaði áræðni og grimmd.
Jóel: Sæmilegur, vantar að tala meira og aðeins meiri grimmd.
Gunnar B: Svipað og hjá Jóel, sæmilegur í leiknum, en þarf að tala meira og vera grimmari.
Davíð H: Hefur oft verið betri, hefði mátt koma sér betur inní leikinn og vera duglegri til baka
Anton Helgi: Hefur verið betri, þarf að vera hungraðri.
Arnar Páll: Sæmilegur, getur samt mun meira, þarf að fara að hoppa uppí skalla og taka meira á því í leikjum.
Pétur Dan: Sæmilegur, býr mun meira í honum, þarf að vera grimmari og vantar sigurvilja.
Flóki: Ágætis leikur, einn af fáum sem var að sýna sigurvilja í leiknum, mætti samt spila boltanum betur,
Danni Örn: Fínasti leikur, mætti þó skila sér betur til baka og hafa betri yfirferð.
Óskar: Ágætis leikur, mætti þó sýna sitt rétta andlit sem hann sýnir á oft á æfingum.
Jimmy: Fínasta eldskírn, var nálægt því að skora með flottu skoti.
Dagur: Klassa leikur, kom inná á olli usla hjá FH
Gunnar Robert: Spilaði lítið sökum meiðsla en stóð sig sæmilega.
Sindri: Býr mun meira í honum, hefur oft verið betri, þarf að staðsetja sig betur og skila bolta betur frá sér.

Almennt um leikinn:

Jamm - þetta var klárlega ekki okkar leikur. FH-ingar með frekar sterkt lið (engin afsökun samt). Strax frá byrjun vorum við á hælunum, og ef ekki hefði verið fyrir Orra í markinu þá hefðum við lent 3-0 undir strax á fyrstu fimm mínútunum. En við náðum svo góðri sókn og náðum að komast í 1-0. Danni Örn þar á ferð með fínu skoti eftir góðan undirbúning Flóka. Eftir þetta sáum við vart til sólar, og það sem ég talaði um fyrir leikinn, að stoppa það að fá stungusendingar inn fyrir vörnina, var alltaf að koma fyrir, það er alveg klárt að í næsta leik verður hlustað á það sem við þjálfarar segjum og það lagað!

Málið er að það býr svo miklu miklu meira í þessu liði, að mínu mati er það algjörlega hugarfarið sem ræður. Það er nú bara staðreynd að hugarfar og barátta kemur manni ansi langt í fótbolta, það er eitthvað sem erfitt er að kenna, en jafnframt eitthvað sem leikmenn VERÐA að temja sér, að berjast fyrir næsta mann. Það vantaði algjörlega í þessum leik. Þeir sem ætla ekki að koma með rétt hugarfar í næsta leik geta verið heima, það er alveg klárt. Þjálfarar jafnt sem leikmenn.

Í þessum leik virtust menn líka vera með þá flugu í hausnum að ætla að vinna leikinn án þess að hreyfa sig án bolta, það er einfaldlega ekki hægt, til að geta unnið lið verðum við að láta boltann ganga (eins og við gerðum oft mjög vel á móti Víking), en á móti FH, virtist sem menn voru bara latir og nenntu ekki að hlaupa í svæði til að fá boltann, bæta úr því næst takk fyrir.

Ég ætla nú ekki að hafa þetta mikið lengra, en það er alveg ljóst að ef við ætlum að vera jafn latir í næstu leikjum og í þessum leik þá munum við tapa leiknum með 10 mörkum, en ef við mætum með það í huga að fara inná völlinn og taka á því, þá lofa ég sigri.

- - - - -

Markmannsæfingar!

Hey

Hérna er planið frá Rúnari fyrir æfingarnar í sumar:

Held samt örugglega að það verði aukaæfing á morgun, föstudag, en annars á þessum hér fyrir neðan:

- - - - -

Það hefur nú verið ákveðið að markmannsæfingar verða í sumar á þessum tímum:

Miðvikudagar kl. 18:15 til 19:15
5.+6. flokkur - tækniæfing

Miðvikudagar kl. 19:15 til 20:15
3.+4. flokkur - tækniæfing


Föstudagar kl. 16:30 til 17:30
4.fl + 5.fl +6. flokkur - markmannsleikir

Föstudagar kl. 17:30 til 18:30
3.flokkur - "svitaæfing"

Strákar og stelpur æfa saman.
Allar æfingar verða á Þríhyrningi (Við Skautahöllina)

Sjáumst, Rúnar

Wednesday, June 07, 2006

Fimmtudagurinn 8.juni!

Sælir.

- Í dag, fimmtudag, keppir eitt lið við FH upp í Kaplakrika. Það er mæting kl.16.00 og hefst leikurinn svo kl.17.00. Passið að undirbúa ykkur vel og komið með allt dót. Við áttum fínan leik á móti Víking síðast og ætlum okkur að ná þremur stigum í viðbót.

- Það er svo létt æfing + pottur hjá þeim sem kepptu í gær við Víking.

- Á morgun (fös) eru svo æfingar hjá báðum árum þar sem við dreifum nýrri æfingatöflu og grófu plani fyrir sumarið.

Þið heyrið í okkur ef það er eitthvað,
Ok sör, þjálfarar

- - - - -

Fimmtudagurinn 8.júní:

- Mæting kl.16.00 upp í Kaplakrika í Hafnarfirði – spilað við FH kl.17.00:
Klárir: Pétur Dan– Atli Freyr – Flóki – Gunnar Björn – Jimmy – Jónmundur – Óskar – Tumi! – Starkaður – Anton Helgi – Mikael Páll – Sindri – Jóel - Gunnar Robert - Tumi!.
Létu ekki heyra í sér í gær: Daníel Ö - Orri - Stefán Karl - Arnar Páll - Davíð H - Davíð Þór.

- Mæting kl.15.30 út á þríhyrning með hlaupaskó, sundföt og 110kall - (5 mín spjall um leikina í gær - 20 mín skokk-20 mín bolti - 20 mín pottur):
Krissi - Gylfi - Ástvaldur Axel - Ingimar - Einar Þór - Snæbjörn - Kristján Einar - Árni Freyr - Bjarki B - Bjarmi - Aron Ellert - Jónas - Daníel Ben - Ævar Hrafn - Arnar Bragi - Stefán Tómas - Daði - Anton Sverrir - Bjarki Þór - Símon - Guðmundur - Kormákur - Þorleifur - Jakob Fannar - Jón Kristinn - Guðlaugur.

- Komast ekki:
Arnþór Ari - Arnar Kári - Kristófer - Tryggvi - Anton - Arnar Már - Úlfar Þór - Arianit - Bjarki Steinn.


- Ekki komið á síðustu þrjár æfingar eða svo:
Elvar Aron - Emil Sölvi - Gabríel Jóhann - Ásgeir - Leó - Dagur - Kevin Davíð - Anton Elí - Matthías - Ágúst Heiðar - Daníel I - Ágúst Ben.

(einn dagur í HM!!)

Leikir v Víking!

Jamm.

Það voru tveir leikir á miðvikudaginn við Víkinga uppi á Suðurlandsbraut.
Völlurinn vægast sagt blautur - mörkin létu standa á sér í fyrri
leiknum en náðum svo jafntefli í seinni leiknum. Allt um kaffið hér:

- - - - -

Dags: Fimmtudagurinn 7.júní 2006.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: Suðurlandsbraut.

Þróttur 0 - Víkingur 3.
Staðan í hálfleik: 0-0.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3.

Maður leiksins: Jónas.
Mörk: - - - - -

Vallaraðstæður: Völlurinn var góður en mjög blautur. Rigndi smá í byrjun en hélst svo þurrt.
Dómarar: Nonni og Arnar Már sluppu vel frá leiknum.

Liðið (4-4-2): Krissi í markinu - Gylfi og Diddi bakverðir - Ingimar og Einar miðverðir - Bjarki B og Bjarmi á köntunum - Jónas og Aron Ellert á miðjunni - Danni og Ævar frammi + Árni Freyr, Arnþór Ari, Ástvaldur Axel og Snæbjörn.

Frammistaða:

Krissi: Gerði allt afar vel, var vel á tánum og hélt hreinu.
Gylfi: Lendi í smá veseni í byrjun leiks en djöflaðist vel og kom líka vel fram í sóknina.
Diddi: Afar öruggur, góður talandi og vann vel.
Ingimar: Sterkur og át flesta bolta sem komu inn fyrir.
Einar: Afar öruggur og las leikinn afar vel. Fínn leikur.
Bjarki B: Komst ekki nægilega vel inn í leikinn í byrjun. Oft verið betri.
Bjarmi: Fínn leikur, vel ógnandi á kantinum en þarf að nýta færin sín.
Jónas: Klassa leikur, allann leikinn á milljón. Eitthvað sem vantaði hjá nokkrum í leiknum.
Aron Ellert: Fann sig ekki alveg í byrjun, vantaði grimmd og meiri talanda.
Danni: Vann ágætlega og kom sér í góð færi.
Ævar: Vantaði smá kraft en gerði allt vel og yfirvegað.
Árni Freyr: Virkilega góð innkoma og olli usla hjá Víkingum. Toppleikur
Arnþór Ari: Stóð fyrir sínu en hefur oft verið betri, vantaði smá grimmd.

Ástvaldur Axel: Á köflum virkilega góður, vantaði aðeins meiri yfirferð.
Snæbjörn: Fínn leikur, hefði samt hugsanlega mátt staðsetja sig betur í einu markinu.


Almennt um leikinn:

Til að gera langa sögu stutta þá var þetta aftur afar góður leikur hjá okkur. En gamla tuggann að við verðum að skora mörk til að vinna leiki stendur óhögguð!

Menn börðust eins og ljón í leiknum og hefði fyrsta mark Víkinga ekki komið úr þessu horni þá hefðum við eflaust náð alla veganna stigi í leiknum. En svona er nú boltinn.

Maður er kannski hlutdrægur en við hefðum átt að vera búnir að gera út um leikinn í fyrri hálfleik, eiginlega alveg eins og á móti Breiðablik. Hefðum klárlega átt að skora mark í leiknum. Ég skil eiginlega ekki alveg hvað veldur því að boltinn fer ekki inn hjá okkur. Við gerðum allt rétt en einhverra hluta vegna náum við ekki að slútta. Eitthvað sem við verðum að ráða bót á.


Við hefðum mátt byrja seinni háfleikinn af aðeins meiri krafti en við náðum að vinna okkur inní leikinn og réðum algjörlega ferðinni um miðbik hálfleikinn. Á þeim tímpunkti hefðum við getað klárað leikinn með því að setjann í einni af okkar góðu sóknum. Svo fóru menn að vera þreyttir, og við fengum á okkur leiðinda mark og eftir það varð andleysið algjört - í staðinn fyrir að taka síðustu 5 mín af krafti þá hengdum við haus og hættum. Það er að sjálfsögðu erfitt að rífa sig upp eftir að hafa fengið svona mark á sig á þessum tíma, en við verðum bara að læra af þessu.

Enn eins og ég segi, þrátt fyrir allt voru plúsarnir mun fleiri en mínusarnir, við erum að spila flottann bolta en það vantar að klára færinn og jafnframt leikinn, eitthvað sem ekki er erfitt að ráð bót á. Erum á góðri leið og mætum klárir í næsta leik.

- - - - -

Dags: Fimmtudagurinn 7.júní 2006.
Tími: kl.18.20 - 19.35.
Völlur: Suðurlandsbraut.

Þróttur 2 - Víkingur 2.
Staðan í hálfleik:2-0
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 2-1, 2-2

Maður leiksins: Stefán Tómas / Arnar Kári.
Mörk: Stefán Tómas 2.

Vallaraðstæður: Völlurinn var góður en mjög blautur. Það hélst svo alveg þurrt út leikinn.
Dómarar: Nonni áfram góður og José slapp vel.

Liðið (4-4-2): Kristó í markinu - Kormákur og Tolli bakverðir - Gummi og Arnar Kári miðverðir - Stebbi og Arnþór Ari á köntunum - Jakob Fannar og Bjarki Þór á miðjunni - Gulli og Árni Freyr frammi + Arnar Bragi, Anton Sverrir, Tryggvi, Daði Þór og Símon

Frammistaða:

Kristó: Fínn leikur í alla staði, varði vel þegar á þurfti að halda.
Kormákur: Ágætis leikur, hefur samt staðið sig betur. (tók of mörg vitlaus innköst)
Gummi: Þarf að bæta staðsetningar en vann virkilega vel og var traustur.
Arnar Kári: Toppleikur, maður leiksins ásamt stebba.
Arnþór Ari: Tók fyrsta korterið og stóð fyrir sínu.
Árni Freyr: Tók fyrsta korterið og átti fína spretti.
Stebbi: Mjög góður leikur, kláraði færin gríðarlega vel en mátti vera aðeins duglegri til baka.
Jakob Fannar: Fínasti leikur varnarlega, skilaði boltanum oft ágætlega á næsta mann.
Bjarki Þór: Hefði mátt standa sig betur, vantar grimmd og áræðni.
Símon: Oft verið betri, vantaði alla löngun til að fá boltann.
Gulli: Góð vinsla, kom með góð hlaup vantar hinsvegar aðeins uppá að klára færi og sendingar.
Anton Sverrir: Virkaði ekki rétt stemndur og gat gert mun betur.
Arnar Bragi: Mættur aftur eftir vetrafrí - Fyrsti leikur í langan tíma, vantaði smá áræðni.


Almennt um leikinn:

Niðurstaðan jafntefli í þessum leik og við þar með komnir með 4 stig í mótinu. Við byrjuðum leikinn vel og náðum að setjann snemma. Hleyptu þeim svo inní leikinn og við virkuðum alls ekki rétt stemndir. Aðal vandinn var sá að þegar við unnum boltann misstum við hann strax aftur, það virtist vera þannig að menn vildu ekki fá boltann og þegar menn voru með boltann þá var yfirleitt verið að sparka honum eitthvað. Þegar við liggjum undir pressu, þá verðum við annaðhvort að bomba boltanum eins langt og við getum fram völlinn, og ýtt þannig liðinu upp, eða reynt að halda bolta innan liðsins og koma með skyndisókn á andstæðinga okkar, annars fáum við bara sóknir í andlitið á okkur sí ofan í æ.


Við þurfum að þjappa okkur betur saman þegar við verjumst. Það er svo auðvelt fyrir andstæðingin að labba í gegn þegar það eru opnar leiðir upp allann völlinn. En þegar við þéttum og beinum þeim alltaf í átt að samherja þá komast þeir ekki neitt. Bakverðir og kantmenn verða að draga sig inn að miðvörðum og miðjumönnum og beina svo andstæðingnum inn að miðju.

Það góða við þetta er að sjálfsögðu það að við fengum stig, og flestir hjá okkur voru virkilega að berjast fyrir stigi og sigri í þessum leik, það er það sem erfiðast er fyrir okkur þjálfara að kenna, hitt sem við erum búnir að nefna getum við kennt og við munum fara yfir það. Þannig að við erum enn taplausir eftir tvo erfiða leiki sem er bara jákvætt.

- - - - -