Friday, September 18, 2009

Tölfræði - part 4!

Jamm.

Loka pakkinn með öllum tölum ársins. Svo tekur bara við nýtt ár með nýjum markmiðum.

- - - - -

Tímabilið 2008-2009 í hnotskurn!

Á þessu tímabili (3.október ´08 – 16.sept ´09) voru hvorki meira né minna en 216 æfingar / leikir /fundir / ”hittingar” og margt fleira hjá flokknum! (um 187 „skipti“ hjá leikmönnum á yngra ári og 181 „skipti“ hjá leikmönnum á eldra ári).

Þar af …

• … voru alls um 140 æfingar (á hvern leikmenn) á yngra ári.

• … voru alls um 133 æfingar (á hvern leikmenn) á eldra ári.

• … kepptum við alls 21 æfingaleiki.

• … spiluðum við 20 leiki í Reykjavíkurmótinu utanhúss.

• … spiluðum við 36 leiki í Íslandsmótinu utanhúss.

• … tókum við þátt í Reykjavíkurmótinu innanhúss í Egilshöll og kepptum þar 12 leiki.

• … tókum við þátt í Íslandsmótinu innanhúss (futsal) og kepptum þar 4 leiki.

• … tókum við þátt í Rey-Cup og spiluðum þar 17 leiki.

• … fórum við í 3 massa æfingaferðir til Grindavíkur, á Selfoss og á Hvolsvöll.

• ... voru keyptar 46 powerade flöskur!

• … breyttum við oft út af vananum og hittumst ansi oft utan vallar í öðru en knattspyrnu:

(við m.a. skruppum í sund og pottinn, tókum slatta af útihlaupum og mælingum, skelltum okkur í hjólaferð, við fórum á landsleiki, við sóttum boltana af stakri snilld fyrir meistaraflokkinn, fengum okkur pokadjús eftir æfingar, við prófuðum dýnubolta í Langó, Teddi var duglegur að taka menn á töflufundi og fyrirlestra, við fórum í Boot Camp á gervigrasinu, héldum flokksmót, við kíktum í fimleika fyrir jól, prófuðum fótboltagolf, duttum í bíó, fórum og púluðum í Laugum, við fórum í keilu, tókum jólagúff, við öttum kappi við foreldrana í foreldrabolta, við fórum á ansi marga mfl leiki, skemmtum okkur á Þróttaradeginum, fórum í hjólaferð, sparkvöllurinn var heimsóttur oftar en einu sinni, Esjan var tekinn og sigruð, við fórum í strandblak upp í Grafarvogi, vatnsblöðruæfingin var á sínum stað, lokaæfingin var þokkalega hress og loks var farið í laser tag í lokaslúttinu).

1 Comments:

At 5:39 PM, Anonymous Anonymous said...

snilld hvað við gerðum mikið !

 

Post a Comment

<< Home